thumb image

Emilia Clarke söng lagið MMMBop á Dothraki – Myndband

Það er ekki auðvelt að vera drekamóðir sem sölsar undir sig hvert ríkið á fætur öðru og afnemur þrælahald í leiðinni. Spurðu bara Emiliu Clarke sem leikur Daenerys Targaryen í Game of Thrones. Hún þarf að auki að kunna fjölda tungumála sem samin eru sérstaklega fyrir þættina og er Dothraki eitt af þeim. Í spjallþætti Seth Lesa meira

thumb image

Amber Heard og Johnny Depp skilja eftir 15 mánaða hjónaband

Leikkonan Amber Heard hefur sótt um skilnað við Johnny Depp eftir aðeins 15 mánaða hjónaband. Ástæðan er sögð vera ágreiningur sem ekki er unnt að leysa úr. Heard sótti um skilnað á mánudaginn, stuttu eftir andlát móður Johnny Depp, sem lést þann 20. maí. Heard, sem er þrítug, og Depp, 52 ára, kynntust árið 2011 Lesa meira

thumb image

Þriðjungur myndi nauðga ef afleiðingarnar væru engar

Sláandi rannsókn sem gerð var meðal bandarískra háskólanema leiddi í ljós að þriðjungur karlmanna myndi nauðga konu ef þeir væru lausir við einhvers konar eftirmála eða afleiðingar sem kæmu þeim illa. Rannsóknin sýndi einnig fram á það að mikill fjöldi karlmanna gerði oft ekki skýran greinarmun á nauðgun og kynlífi. Rannsóknin var birt í vísindaritinu Lesa meira

thumb image

Hrafnhildur: „Stundum þarf maður bara að stoppa, líta til baka og sjá hversu langt maður er kominn“

„Alveg frá því að ég man eftir mér hef ég verið í stærra lagi þrátt fyrir það að vera algjör orkubolti og alltaf í íþróttum“ segir Hrafnhildur Ólafsdóttir en hún sagði frá árangri sínum í bloggi á síðunni Motivation.is í gær. Hrafnhildur er 22 viðskiptafræðinemi og breytti algjörlega lífsstíl sínum. Hún hefur náð miklum árangri Lesa meira

thumb image

Starbucks klúðraði drykkjarpöntun Helen Hunt eins og þeim einum er lagið

Starfsmenn kaffihúsakeðjunnar Starbucks eru þekktir fyrir að skrifa röng nöfn á drykkjarmál viðskiptavina sinna – oft með ótrúlega fyndnum afleiðingum. Stundum er það heyrnin sem bregst þeim og oft er það stafsetningin. En þegar leikkonan Helen Hunt keypti sér drykk á Starbucks var hún tekin í misgripum fyrir aðra leikkonu. Hún spurði kaffibarþjónninn hvort hann Lesa meira

thumb image

Réttað verður yfir Bill Cosby: Byrlaði konum ólyfjan og nauðgaði þeim

Dómari úrskurðaði í dag að réttað verði yfir Bill Cosby fyrir dómstóli í Pennsylvaníu. Leikarinn er meðal annars sakaður um nauðgun og önnur kynferðisbrot. Í málinu sem um ræðir er Bill ákærður fyrir að nauðga konu í Fíladelfíu fyrir tólf árum síðan. Þessi hugrakka kona var sú fyrsta sem steig fram og ásakaði Bill opinberlega en Lesa meira

thumb image

Fóru til dýralæknis að láta svæfa hundinn: Það sem kom í ljós bjargaði lífi hans

Ollie er tíu ára gamall Shetland fjárhundur sem hefur alltaf verið heilsuhraustur. Hann hefur fylgt fjölskyldunni í ferðalög og elskar fátt meira en að hlaupa um utandyra – eins og sönnum hundi sæmir. En eftir síðasta ferðalag fjölskyldunnar fór hann að þreytast og hreyfa sig minna. Heimsóknir til dýralæknis skiluðu engu. Stuttu seinna lamaðist Ollie Lesa meira

thumb image

Líf okkar er eintóm lygi: Kelis hefur aldrei búið til mjólkurhristing

Þau okkar sem orðin voru stálpuð í kringum aldamótin muna vel eftir laginu Milkshake með söngkonunni Kelis sem tröllreið ljósvakamiðlum árið 2003. Samkvæmt laginu lokkaði mjólkurhristingur söngkonunnar alla strákana til hennar. Við hvetjum ykkur til að rifja það upp hér: Þrettán ár eru liðin síðan lagið kom út og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hlustenda hefur Lesa meira

thumb image

Kelly Osbourne birti símanúmer meintrar hjákonu pabba síns

Stuttu eftir að tilkynnt hafði verið um skilnað Sharon og Ozzy Osbourne kviknuðu orðrómar um framhjáhald Ozzy. Aðspurð um skilnaðinn við söngvarann sagði Sharon meðal annars, „Ég er 63 ára og get ekki lifað svona lengur,“ en bætti við að „hann hefur gefið mér ótrúlegt líf og þrjú falleg börn og ég elska hann.“ Því Lesa meira

thumb image

Sverrir og Fjallabræður tóku tónhækkunaráskorun: „Það má ekki taka sig of alvarlega“

Söngvarinn Sverrir Bergmann og hluti Fjallabræðra tóku skemmtilegri áskorun á dögunum. Við höfum oft heyrt Sverri taka háar nótur en þetta toppar sennilega allt.  Þessi skemmtilega tónhækkunaráskorun var á vegum Netgíró og útkoman var alveg ótrúleg. „Textann fengum við sendan og ég bjó til lagið. Mér fannst þetta fyndið og skemmtilegt og ákvað að slá til,“ sagði Lesa meira

thumb image

Sara Silverman: Nauðsynlegt að setja lög um sjálfsfróun karla

Hvenær kviknar nýtt líf. Er það þegar sáðfruma mætir eggi eða nokkrum vikum síðar. Kannski miklu fyrr? Umræða um fóstureyðingar reynist oft flókin og stormasöm en þeir sem eru mótfallnir þeim kæra sig gjarnan kollótta um réttindi kvenna. Líkt og þær tapi yfirráðum yfir eigin líkama þegar sáðfruma mætir eggi, hvort sem það er viljandi, Lesa meira

thumb image

Helsti veikleiki Valdimars er leti: „Ég reyni að hreyfa mig allavega fjórum sinnum í viku“

Valdimar Guðmundsson tónlistarmaður er andlit Reykjavíkurmaraþonsins í ár, Maraþonmaðurinn. Valdimar ákvað að breyta sínum lífsstíl eftir að hann dreymdi að hann væri dáinn, var það sparkið sem hann þurfti. Valdimar, sem er þrítugur, ætlar að taka á ofþyngd sinni, kæfisvefni og almennt versnandi heilsu. Í samtali við Bleikt segist hann hafa gert breytingar á mataræði Lesa meira

thumb image

Eldra fólk hlustar á Lemonade með Beyonce: Sjáðu viðbrögðin

Það er ekki alltaf sem eldri kynslóðin skilur áhugamál unga fólksins. Í gegnum aldirnar hafa hinir eldri iðulega sýnt tónlistarsmekk þeirra yngri lítin áhuga og jafnvel litið á tónlistina sem eintóman hávaða. Þetta á auðvitað ekki við alla og er í sjálfu sér ákveðin staðalímynd. En umsjónarmenn YouTube þáttarins Elders React fengu eldra fólk til að koma Lesa meira