thumb image

Í uppáhaldi: Master Camo pallettan frá Maybelline

Við á Bleikt erum ótrúlega skotnar í Facestudio Master Camo Color Correcting Makeup Kit pallettunni frá Maybelline. Þessi palletta gefur húðinni óaðfinnanlega áferð í þremur mjög einföldum skrefum. Það sem er svo frábært við Master Camo pallettuna er að þar færðu litaleiðréttingu, hyljara og ljóma í sömu pallettunni. Þetta getur þú notað með þínum uppáhalds farða og náð fullkominni áferð á þína húð. Í þessari pallettu er allt sem þú þarft til að hylja roða, bláma eða misfellur í húðinni. Byrjaðu á að litaleiðrétta til dæmis rauða eða bláa bletti og jafna húðlitinn. Settu svo hyljara á þau svæði sem…

Fólk sem sér eftir að hafa skilið eftir dýrin sín ein heima

Stundum er ekki sniðugt að skilja dýrin ein eftir heima, en það er oft nauðsynlegt. Maður þarf nú að mæta í vinnu, fara út í búð, hitta vini og fjölskyldu og svo lengi mætti telja. Sumir eigendur geta treyst dýrunum sínum alveg, þau eru stillt og prúð og rífa ekki klósettpappírsrúlluna í sig og dreifa um allt hús. En svo eru það sumir eigendur sem eru í endalausu veseni þegar þeir þurfa að skilja eftir dýrin ein heima. Það er misjafnt eftir dýrinu hvort það fyllist af eftirsjá þegar eigandinn kemur heim og sér afrakstur villingsins, eða það verður stolt… Lesa meira

Hanna Þóra: Kostir og gallar við fjarnám í háskóla – „Ekki láta neitt stoppa ykkur ef ykkur langar í nám“

Fyrir 4 árum síðan langaði mig að komast í námið sem mig dreymdi um og var að skoða hvað væri í boði hérna á landi. Ég rakst á fjarnámið hjá Háskólanum á Akureyri og hafði heyrt góða hluti af viðskiptadeildinni hjá þeim og vildi geta stundað nám samhliða fjölskyldulífinu. Þá auðvitað reynir maður að muna eftir einhverjum sem hefur verið í náminu og fær aðeins að spyrja út í hvernig þetta sé í raun og veru. Í mínu tilfelli voru tvær konur með mér í bumbuhóp á Facebook sem höfðu verið í náminu og alger snilld að spyrja þær spjörunum… Lesa meira

Neðanjarðalestakerfi Tókýó er algjör hryllingur á háannatíma

Michael Wolf er þýskur ljósmyndari staðsettur í Tókýó. Hann býður manni einstaka sýn á japönsku höfuðborgina með því að taka myndir af fólki í neðanjarðarlestinni á háannatíma. Myndirnar sýna hryllinginn sem fólk þarf að þola, en fólk með innilokunarkennd ætti að forðast lestirnar á þessum tíma, og ekki klæða sig í of þykk föt ef dæma má gufuna og svitann sem sést á mörgum myndunum. Michael tók fyrst eftir troðnum lestum Tókýó árið 1995. Eftir það hefur hann eytt árum að fara í neðanjarðarlestirnar vopnaður myndavélinni sinni og tekur myndir af hryllingnum sem neðanjarðarlestakerfi Tókýó er á háannatíma. „Þú ert að… Lesa meira

Hún gerir förðun fyrir hvert stjörnumerki – Finnst þér hún hafa túlkað þitt rétt?

Förðunarfræðingurinn og Instagram stjarnan Setareh Hosseini hefur sameinað förðun og stjörnuspeki. Hún deildi myndum á Instagram þar sem hún gerir förðun fyrir hvert stjörnumerki og kemur innblásturinn frá þeim. Sjáðu hvert stjörnumerki hér fyrir neðan, finnst þér förðunin sem hún gerir túlka stjörnumerkið þitt á réttan hátt? Ljónið Sporðdrekinn Krabbinn Tvíburinn Meyjan Vogin Vatnsberinn Steingeitin Fiskurinn Hrúturinn Nautið Bogamaðurinn Lesa meira

Sjáðu fyrstu stikluna fyrir nýja óhugnanlega heimildaþætti Netflix um myrta nunnu

Eftir að Making a Murderer og Amanda Knox slógu í gegn hefur Netflix ákveðið að gefa út fleiri óhugnanlega heimildaþætti um sönn sakamál. Miðað við fyrstu stikluna má búast við rosalegum spenning, hryllingi, sorg og óhugnaði. Heimildaþættirnir, The Keepers, fjalla um óupplýst morð nunnunnar Cathy Cesnik. Hún hvarf árið 1969 og fannst lík hennar nokkrum mánuðum seinna. Í stiklunni koma nokkrir einstaklingar fram sem þekktu og elskuðu Sister Cathy og eru með nokkrar kenningar um hvað kom fyrir hana. Þættirnir verða sjö samtals og koma á Netflix 17. maí. Sjáðu stikluna hér fyrir neðan. Lesa meira

Ljósmyndir sem sýna hvað heimurinn getur verið ótrúlegur

Heimurinn sem við lifum í er ótrúlegur, sumir eiga erfitt með að sjá magnaða eiginleika heimsins, allar náttúruperlurnar og manngerð meistaraverk, en það þarf bara að horfa á heiminn frá réttu sjónarhorni. Til að hjálpa við það hefur Bright Side tekið saman nokkrar ljósmyndir, frá öllum heimshornum, sem eiga eftir að sýna þér svo sannarlega hvað heimurinn er stórfenglegur. #1 Herbergi í neðansjávarhóteli í Dubai. #2 Skúlptúrinn ‚Inertia‘ í neðansjávarsafni, MUSA. #3 „The glass trail of terror“ í Kína – 1,430 metrar á hæð. #4 Hreinasta vatn í heimi – Melissani Lake, Grikkland. #5 Vegurinn í gegnum Death Valley í Bandaríkjunum. #6 Skuggi… Lesa meira

Ólöf Ragna: „Tilhugsunin um að fæða annað barn var mér ofviða“

Eru meðgöngu og fæðingarsögur ekki alltaf vinsælar? Þegar ég var ólétt þá held ég hafi náð að klára allar fæðingarsögur sem ég fann á netinu og fannst alltaf jafn gaman að lesa þær. Ég ætla allavega að skella í eina þannig færslu og vonandi hafið þið bara gaman af. Ég á tvö börn, 7 ára Alexöndru og þriggja mánaða Viggó Nathanael. Ég var 19 ára þegar ég varð ólétt af Alexöndru. Meðgöngurnar voru svo sem ekki mjög ólíkar, þessi venjulega þreyta, ógleði og svo fékk ég grindargliðnun sem gerði vart við sig á um 17 viku í báðum tilfellum. Fæðingarnar… Lesa meira

Sjáðu hvernig lúxus neðanjarðarbyrgi að verðmæti 188 milljónir króna lítur út

Sumir segja það líklegra með hverjum deginum að þriðja heimsstyrjöldin fari að bresta á og notkun kjarnorkuvopna verði stór hluti af henni. Fyrir Bandaríkjamenn er þetta mikið áhyggjuefni þar sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið að ögra Norður Kóreu og Norður Kórea á móti. En þeir allra ríkustu þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur, því það er hægt að kaupa lúxus neðanjarðarbyrgi fyrir í kringum 188 milljónir króna, og bústaðurinn á að þola kjarnorkuvopn. Rýmið er staðsett í Savannah, Georgíu, og er í kringum fimm þúsund fermetrar, með mjög þykka veggi, loftkerfi ásamt mörgu öðru. Byrgið var fyrst byggt árið 1969 en var… Lesa meira

Dýr sofandi með tuskudýr – Verður það krúttlegra?

Það er ekkert leyndarmál að við hjá Bleikt elskum dýr. Það skiptir engu máli hvers konar dýr það eru, við bara elskum þau. Meira að segja tuskudýr, og hvað þá ef dýr eru að kúra með tuskudýrum. Verður eitthvað krúttlegra en það? Við spyrjum reglulega þessarar spurningar, hvort eitthvað getur verið krúttlegra en sá hlutur sem við erum að fjalla um, og erum endalaust að sanna að jú það er alltaf eitthvað sem er svo krúttlegt að við erum nálægt því að springa. En hér kemur einn gildur keppandi í krúttkeppninni, dýr sofandi með tuskudýr sem Bored Panda tók saman.… Lesa meira

Anna Faris tísti á stórskemmtilegan hátt allan frumsýningardag Chris Pratt fyrir Guardians of the Galaxy Vol.2

Leikkonan Anna Faris, þekkt fyrir leik sinn í Scary Movie myndunum, House Bunny og þáttunum Mom, finnur alltaf einhverja leið til að skemmta sér og öðrum. Hún er gift leikaranum Chris Pratt, sem margir kannast við úr Guardians of the Galaxy, Jurassic World, Passengers, og auðvitað Parks and Recreation. Guardians of the Galaxy Vol.2 er að koma út og var frumsýnd nú á dögunum. Undanfarnar vikur hefur Chris verið upptekinn við að auglýsa og kynna myndina og ákvað Anna Faris að gera frumsýningardaginn sérstakan. Hún tísti allan daginn fyrir frumsýninguna, hvað hún væri að gera, hvað hann væri að gera,… Lesa meira

Kim Kardashian segir ástæður Blac Chyna fyrir sambandinu hennar við Rob „særandi“ – Myndband

Kim Kardashian er tilbúinn að Rob Kardashian jafni sig eftir sambandsslitin við Blac Chyna. Í myndbandskeiði úr næsta þætti Keeping Up With the Kardashians sést Kim Kardashian fara í flýti til Rob til að vera til staðar fyrir hann eftir að hann sagði á Snapchat að Blac Chyna væri farin með Dream, sem er barn Rob og Blac. Hann deildi nokkrum myndböndum á Snapchat eftir rifrildi við Blac og sýndi meðal annars tómt barnaherbergi Dream og sagðist líða mjög illa. „Ég vildi að fólk vissi að ég væri sár og þetta væri fáránlegt,“ útskýrir Rob varðandi Snapchat færslurnar. „Ég hef… Lesa meira

Sigga Lena: „Aldrei að gefast upp á draumum þínum, því hver veit…“

Minningin er sterk, ég var í útilegu með fjölskyldunni og hef sennilega verið svona í kringum 8-10 ára. Við vorum að keyra um landið og ég var mikið að velta því fyrir mér hvað mig langaði til að verða þegar ég yrði stór. Þetta er í fyrsta skiptið sem ég sagði það upphátt að mig langaði til að verða flugfreyja. Ég man ekki til þess að að þetta hafi komið foreldrum mínum neitt á óvart þar sem flug og allt því tengt hefur ávallt verið mikið í fjölskyldunni minni. Árin liðu og unglingsárin gengu í garð og var draumurinn ekkert… Lesa meira

Magnað myndband frá Neil deGrasse Tyson um vísindi

„Kæri Facebook alheimur Í þessu fjögurra mínúta löngu myndbandi um „Vísindi í Ameríku“ eru mögulega mikilvægustu orð sem ég hef nokkurn tíma sagt. Eins og alltaf, en sérstaklega þessa dagana, haltu áfram að líta upp,“ skrifaði Neil deGrasse Tyson með eftirfarandi myndbandi. Við mælum með að þú horfir á það, magnað myndband með mikilvæg skilaboð. Lesa meira