thumb image

Þess vegna klappaði Bree Larson ekki fyrir Óskarsverðlaunum Casey Affleck

Það veitti eftirtekt og þótti ögn vandræðalegt að Brie Larson skyldi neita að klappa fyrir Casey Affleck þegar hún færði honum Golden Globe verðlaun á dögunum - svo að flestir bjuggust við því að einhver annar yrði fenginn til að færa honum sjálf Óskarsverðlaunin. En nei - sagan endurtók sig, og Bree stóð aftur upp á sviði, færði Casey verðlaun og klappaði EKKI. En hvaða ólund er þetta eiginlega í konunni? Jú sjáið til, Brie hefur verið virk talskona gegn kynferðislegu ofbeldi, og Casey hefur legið undir alvarlegum ásökunum um einmitt það. Casey hlaut í báðum tilfellum verðlaun fyrir besta…

„Hann er víst pabbi þinn. HANN ER BARA Í FELUM.“ – Margrét Erla Maack verður fyrir símaónæði

„Kæru skjólstæðingar velferðarsviðs Reykjavíkur! Vinsamlega hættið að hringja í mig, bögga mig og hóta mér.“ Danskennarinn og fjöllistakonan Margrét Erla Maack segir farir sínar ekki alls kostar sléttar í stöðuuppfærslu á facebook í dag, sem hefst með ofangreindum orðum. Margrét heldur áfram og útskýrir að Pétur A. Maack, sem starfar fyrir velferðarsvið Reykjavíkur sé ekki pabbi hennar, heldur nokkuð fjarskyldur frændi. „Ég skil ekkert um hvað málið snýst, og faðir minn, Pjetur Þ. Maack, enskukennari í Kópavogi, áhugaveiðimaður og íhlaupaprestur, getur mjög lítið hjálpað. Ég mun því ekki láta ykkur í té heimanúmerið hans. Pétur A. Maack er í símaskránni.“ Margrét… Lesa meira

Orðinn undirfatamódel eftir Óskarinn

Aðeins örfáum klukkustundum eftir að hann vann Óskarsverðlaun fyrir aukahlutverk sitt í Moonlight, var Mahershala Ali búinn að landa milljónasamningi fyrir að auglýsa undirföt fyrir Calvin Klein. Fjórum dögum áður en hann stóð á sviði með styttuna gylltu og þakkaði fyrir sig hafði hann eignast sitt fyrsta barn - svo það er skammt stórra högga á milli hjá hjá Mahershala. Hann ásamt meðleikurunum úr Moonlight, þeim Trevante Rhodes, Ashton Sanders og Alex Hibbert, verður í aðalhlutverki í herferð Calvin Klein til að kynna vorlínu karlmanna í nærfötum 2017. Ljósmyndarinn Willy Vanderperre tók myndirnar sem eru tískumyndir með áherslu á karakter fyrirsætanna. Eins… Lesa meira

Sprengidagsleikur Bleikt – Gjafabréf á Gló – Falafel uppskrift frá Mæðgunum

Gleðilegan sprengidag elsku lesendur! Hugur okkar er í dag hjá grænkerum, svo að við ákváðum að skella í einn laufléttan sprengidagsleik - og vinningurinn er ekki af verri endanum: Gjafabréf fyrir mat og eftirrétt fyrir tvo á Gló! Það eina sem þú þarft að gera til að eiga möguleika á að vinna er að segja okkur hvaða grænmeti þú heldur mest upp á í athugasemd hér fyrir neðan greinina. Við drögum út vinningshafa í kvöld og uppfærum greinina með nafni hans. Fyrir þá sem ekki hljóta vinning ætlum við svo að birta dásamlega uppskrift frá Mæðgunum, Sollu á Gló og… Lesa meira

Klæðnaður stjarnanna á Óskarsverðlaunahátíðinni

Óskarsverðlaunahátíðin var haldin í gærkvöldi með pompi og prakt. Stjörnurnar fjölmenntu hátíðina og mættu stórglæsilegar á rauða dregilinn til að vera myndaðar í bak og fyrir. Klæðnaður Emmu Stone stóð upp úr hjá mörgum gagnrýnendum og mætti hún eins og sannkallaður sigurvegari, enda fór hún heim með Óskarsverðlaun sem besta leikkonan í aðalhlutverki. Hér er smá brot af klæðnaði stjarnanna á Óskarsverðlaunahátíðinni. Sjá einnig: Þetta eru sigurvegarar Óskarsverðlaunanna 2017 Lesa meira

„Farðu og eigðu mök við sjálfan þig Ryan Gosling“ – Óskarsstjörnur lesa upp andstyggileg tíst

„Ó horfið á mig, ég er Ryan Gosling. Ég er með fullkomna beinabyggingu og góðleg augu. Farðu og eigðu mök við sjálfan þig Ryan Gosling!“ - sést Ryan Gosling lesa sjálfur. Það var að sjálfsögðu gárungurinn Jimmy Kimmel sem tók sig til og fékk nokkrar Óskarsstjörnur til að lesa upp andstyggilegar athugasemdir um sig af Twitter. Að sjálfsögðu hljóma þessi andstyggilegu orð fáránlega, og ólíklegt að nettröllin mundu segja þau við stjörnurnar augliti til auglits. Gjörið svo vel! https://www.youtube.com/watch?v=hJCUJLMSEK0 Lesa meira

„Ég held að við séum öll fullfær um að velja það klósett sem hentar okkur“ – Ugla útskýrir

„Kynjalöggur er svona fólk sem skiptir sér af því hvaða fólk er inn á klósettinu og heldur að það sé svaka harðkjarna að benda manneskju á að hún sé nú örugglega ekki á réttu klósetti því þeim finnst hún vera of karlmannleg eða kvenleg.“ Þetta segir Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir í pisti sem birtist á Vísi í dag. Í pistlinum fjallar Ugla um hversu þreytandi það er fyrir trans fólk að færa rök fyrir mikilvægi þess að kynlaus klósett standi til boða á almennum stöðum, og að nemendur í Háskóla Íslands fái að nota sitt réttafn innan háskólakerfisins, burtséð frá… Lesa meira

Hin fullkomna vatnsdeigsbolla

Ég er ofboðslega lítið fyrir gerbollur, eiginlega bara ekki neitt, en vatnsdeigsbollur get ég borðað eintómar í tonnavís! Það tók mig nokkrar tilraunir að finna út hvernig ég ætti að gera hina fullkomnu vatnsdeigsbollu án þess að hún yrði flöt og asnaleg en fyrir nokkrum árum tókst þetta loksins hjá mér og hef ég bara orðið betri og betri í vatnsdeigsbollugerð með árunum. En þetta er samt ekkert mál ef þið bara fylgið þessum leiðbeiningum mínum. Í alvörunni! Farið nákvæmlega eftir uppskriftinni, og ég meina nákvæmlega og þá verða bollurnar ykkar stökkar að utan og mjúkar að innan, falla ekki… Lesa meira

Steini Glimmer – „Með fullt af ADD og ADHD og stútfullan haus af hugmyndum“

Steini Glimmer er ekki týpan sem situr auðum höndum. Hann rekur fataverslunina Steini á Skólavörðustíg, þar sem hann selur meðal annars sitt eigið tískumerki, og svo er hann með gistiheimilið Reykjavík Rainbow á besta stað í 101. Við píndum Steina til að setjast niður í nokkrar mínútur og svara spurningum fyrir lesendur Bleikt. Það tókst - og hér er afraksturinn. Gjörðu svo vel Steini Glimmer! Persónuleiki þinn í fimm orðum? Mjög metnaðarfullur, hæfileikaríkur, glaðlyndur og hress, með fullt af ADD og ADHD og stútfullan haus af hugmyndum. Hver er þinn helsti veikleiki? Ég á alltof auðvelt með að hleypa fólki… Lesa meira

Hamingju-, jákvæðnis-, þakklætiskrukkan

Við erum mörg ótrúlega góð í því að gleyma því góða og muna það slæma. Í fyrra ákvað ég að vinna með jákvæðni og þakklæti hjá mér og krökkunum. Í dálítinn tíma hafði ég velt því fyrir mér hversu stutt það jákvæða staldraði við en það neikvæða gat átt sæti í hausnum á manni svo dögum skipti. Alveg óboðlegt... Við gefum því slæma of mikla athygli á meðan við lítum sjálfsögðum augum á alla litlu jákvæðu hlutina í lífi okkar og tökum varla eftir þeim. Hugurinn er magnað fyrirbæri sem er hægt að móta eins og leir. Einhverstaðar fóŕ leirinn… Lesa meira

Minnkum matarsóun – 9 matvörur sem hægt er að frysta!

Þú gætir minnkað matarsóun heimilisins OG sparað þér slatta af tíma við matargerðina ef þú venur þig á að smella fleiru í frystinn. Kíktu á listann! 1. Kryddjurtir Ferskar kryddjurtir halda alveg bragði sínu þó þær séu settar í frysti. Það er ágætt að venja sig á að skola af þeim, þerra og hafa í loftþéttum umbúðum (poka eða plastboxi). Einnig er upplagt að búa til kryddsmjör og eiga í frystinum og galdra fram með grillmatnum. Í kryddsmjör er hægt að nota ýmsar kryddtegundir sem blandað er saman. Prófaðu til dæmis að bæta hvítlauki, sítrónuberki og salti við væna smjörklípu, rúlla í plast… Lesa meira

Reykvískir hundar kunnu vel að meta snjóinn – Myndir og myndbönd

Snjórinn í morgun kom borgarbúum heldur betur á óvart, enda hefur aldrei snjóað meira í höfuðborginni í febrúar síðan mælingar hófust. Það var þó ekki bara mannfólkið sem gladdist, heldur virtust hundar borgarinnar mjög sáttir við snjóinn. Við fengum góðfúslegt leyfi nokkurra hundaeigenda til að birta þessi stórskemmtilegu myndbönd og myndir af kátum ferfætlingum í dag! Tyson var mjög sáttur í snjónum í dag Nói er næstum tveggja ára og lék sér í snjónum Flóki var einstaklega duglegur að berjast gegnum skaflana https://www.facebook.com/bleikt.is/videos/1248196661896909/ https://www.facebook.com/bleikt.is/videos/1248197018563540/ Valentino fannst þetta æðislegur dagur https://www.facebook.com/bleikt.is/videos/1248200488563193/ https://www.facebook.com/bleikt.is/videos/1248201011896474/ Hér er hann Baldur að taka stöðuna í götunni… Lesa meira

Hún heldur lítil partý fyrir íkornana sem heimsækja hana

Einn morguninn fann Ashly Deskins tvo meidda íkorna í garðinum sínum. Ashly og eiginmaður hennar drifu sig á dýraspítalann með þá en það var of seint, þeir dóu báðir. En atvikið var nóg til að kveikja áhuga Ashly á íkornum. Hún byrjaði að fylgjast með daglegu lífi íkornanna í garðinum þeirra. Hún er ljósmyndari og ákvað að tengja áhuga sinn á íkornum við atvinnu sína. Hún býr til pínkulítil partý og sviðsmyndir fyrir íkorna. Þetta byrjaði fyrst með nokkrum leikmunum sem að lokum leiddi til þess að ég keypti gólfefni til að búa til enn betra myndefni. Með því að… Lesa meira

Stjörnuspá Bleikt 26. febrúar til 11. mars 2017

Óvæntar uppákomur banka upp á næstu vikur og ríkir mikil samvinna með landanum. Eldmóður og gleði ríkir. Tækifærin blasa við. Mörg erfið mál fá farsælan endi. Forsjónin er rík hjá landanum og má segja að það fjármagn sem tapaðist,  skili sér aftur inn í landið. Spakmæli vikunnar Umburðarlyndi: Þú hefur þroska, til að vænta einskis af öðrum og svarar neikvæðni og ásökunum, með hlýhug og góðum óskum. Þannig blómstra öll sambönd þín við aðra.  Knús Smelltu á þitt stjörnumerki til þess að lesa þína stjörnuspá! Hrúturinn 21. mars til 19. apríl Nautið 20. apríl til 20. maí Tvíburarnir 21. maí til 20. júní… Lesa meira

Óskarsverðlaunin veitt í kvöld

Óskarsverðlaunahátíðin fer fram í kvöld og verður sýnt frá henni í beinni útsendingu á RÚV. Kynnir kvöldsins er enginn annar en grínistinn Jimmy Kimmel. Hann hefur margoft verið kynnir á Golden Globe verðlaununum en þetta er í fyrsta sinn sem hann kynnir Óskarinn. Lesa meira

Rauði sófinn með Röggu Eiríks – Fyrsti þátturinn í heild sinni

Sjónvarpsþátturinn Rauði sófinn, sem fjallar um kynlíf og tilfinningar og ýmislegt því tengt, hóf göngu sína á ÍNN síðastliðið föstudagskvöld. Í fyrsta þættinum fékk Ragga góða gesti í rauða sófann og rætt var um burlesque-dans og stefnumótaforritið Tinder. Framvegis verður Rauði sófinn á dagskrá ÍNN á föstudagskvöldum kl. 21.30. Skömmu eftir frumsýningu verður hver þáttur aðgengilegur á heimasíðu ÍNN og hjá okkur á Bleikt. Hér er fyrsti þátturinn. Gjörið svo vel! https://vimeo.com/205711610 Lesa meira