„Ég hef oft lent í því að heyra: En bíddu þú ert svo klár, afhverju ertu ekki að læra eitthvað annað?“

Ég sit á kaffihúsi að skrifa ritgerð um óperu. Nýbúin að eiga frábæra helgi með öllum danskennurunum sem ég vinn með og gæti ekki verið í betra skapi. Nema hvað.. Hér sitja tveir miðaldra menn við hliðina á mér. Þeir eru að tala um börnin sín og hvað sé í fréttum. Þá segir annar: Æ hún er svo upptekin af þessu leiklistar og dans kjaftæði. Alveg heltekin. Það er engin framtíð í því. Þá segir hinn: Nú talar þú eins og gamall karl. Þá svarar hinn aftur: Já ég er gamall, en það eru engar tekjur í þessum heimi og… Lesa meira

Hvað er hugrof? Þegar meðvitund og minni starfa ekki saman

Hugrof (e. dissociation) á sér stað þegar ákveðnir ferlar sem vanalega eru samþættir, eins og meðvitund og minni, starfa á aðskildan hátt. Hugtakið var fyrst sett fram í byrjun 18.aldar en það var Pierre Janet (1859-1947), frumkvöðull í rannsóknum á hugrofi og áfallaminni sem setti það fram í sinni eiginlegri merkingu í dag. Hann hóf rannsóknir sínar á skjólstæðingum með hysteríu en undir það féllu ýmis geðræn vandamál sem í dag eru meðal annars hugrofs- og áfallaraskanir. Var þá viðurkennt að hystería ætti sér oft stað í kjölfar áfalla og skilgreindi Janet hugrof þannig sem sálfræðilegt varnarviðbragð við yfirþyrmandi áföllum.… Lesa meira

Óðurinn til hlaupanna – „Flæði í lífinu og endorfínvíman sanna“

Það er mín heitasta ósk að þessi grein nái að opna augu þín, kæri lesandi, fyrir þeim yndislegu tilfinningum sem útihlaup geta gefið þér. Já útihlaup, því ég vil þú sjáir fegurðina í náttúrunni og andir að þér súrefni eins og náttúran bjó það til. Útihlaup geta verið frelsandi, þau geta leyst þig úr viðjum hversdagsins og þau geta gefið þér sigra, jafnvel þótt þú farir bara stutt hverju sinni og hlaupir hægt. Þessir sigrar snúast um að þú bætir þig í tíma, hlaupir lengri vegalengd og að þú finnir vöðva myndast og komist í heilsuhraust form. En hvað er… Lesa meira

Sara fékk 116 typpamyndir á nokkrum tímum – mömmurnar fá myndirnar

„Seinustu klukkustundirnar er ég búin að fá 116 myndir af tilkomulitlum typpum sem ég tók að sjálfsögðu skjáskot af svo ég geti sent til mæðra þessa siðprúðu drengja. Þær verða eflaust stoltar að hafa gengið með barn í 9 mánuði, ýtt því út um klofið á sér, alið það upp og borgað fyrir það í 18 ár til þess að þeir gætu áreitt ókunnugar stelpur á netinu.“ Svona hefst pistill Söru Mansour sem hún deildi á Facebook síðu sinni í gær. Sara stundar háskólanám í Kaíró en er þekkt fyrir skrif og umfjöllun um femínisma og mannréttindabaráttu. Það sem varð til… Lesa meira

11 ára sonur hennar óttast að koma heim – „Það býr ókunnugur maður í húsinu mínu“

Þegar 11 ára sonur minn hitti vin sinn um daginn heyrði ég hann segja þessi orð: „Það býr ókunnugur maður í húsinu mínu. Hann býr inn í þessu herbergi og heitir það sama og bróðir minn, en hann er ekki bróðir minn.“ Börn skynja aðstæður oft á svo undraverðan og einlægan hátt. Aðstæður verða oft óljósar þegar erfiðleikar steðja að og þá reyna þau að setja orð á þær til að gera þær skiljanlegri. Drengurinn minn hefði ekki getað orðað þetta betur á nokkurn hátt. En á sama augnabliki upplifði ég svo mikið vonleysi og sorg að ég átti erfitt… Lesa meira

Snædís: „Ert þú foreldrið sem lætur eins og kröfuharði viðskiptavinurinn við skólann?“

Þar sem ég er í kennaranámi á masterstigi er heimanám mér mjög hugleikið þessa dagana... Mig langar aðeins að skrifa nokkrar hugleiðingar um heimanám út frá heimildum sem ég hef lesið og mínum skoðunum. Með því vil ég vekja ykkur sem foreldra til umhugsunar um nám og skólagöngu barnanna ykkar. Ert þú foreldrið sem lætur eins og kröfuharði viðskiptavinurinn við skólann? Ferð með vöruna (barnið) í skólann og væntir þess að hann skili því samkvæmt gæðastimlum, ef ekki þá hefur þú rétt á að kvarta? Ég hef það stundum á tilfinningunni og hef heyrt um mörg dæmi að svona líti… Lesa meira

Bréf til Tinnu – „Ef ég og/eða konan mín byrjum að hitta annað fólk þá er það ekki framhjáhald“

Opið bréf til Tinnu: Góðan daginn Tinna Mér barst til augna pistill sem þú skrifaðir fyrir nokkrum árum. Á sama tíma og ég skildi hugsunina á bak við skrif þín þá stakk pistillinn mig. Hann sagði mér það sem svo margir segja mér aftur og aftur: Þú lifir lífi þínu ekki rétt! Mig langar til að byrja á því að nefna að ég er svo sammála þér með það að framhjáhald er skelfileg og ljót framkvæmd, sem því miður er allt of algengt í okkar samfélagi. En það sama á við fordóma eins og þú sýnir svo sterkt. Fordómar koma… Lesa meira

Hrefna Líf – „Ég vil ekki hafa barnið mitt á brjósti“

Jæja Hrefna Líf! Hvar endar þetta. Fyrst skrifar þú pistil um að þú viljir ekki barnið þitt, því næst um að þú hafir orðið fyrir vonbrigðum þegar stelpan þín var í raun strákur og svo núna toppar þú þig endanlega með að „vilja” ekki gefa barninu þínu brjóst eins og allir eiga nú að gera!!! Eða er það ekki annars það sem að þú varst að hugsa? Ég hef lesið nokkur blogg og pistla um brjósta– og pelagjafir. Þær frásagnir eiga það oft sameiginlegt að mæður hafi eftir besta megni reynt að hafa barn sitt á brjósti en dæmið hafi… Lesa meira

Meðganga eftir missi – „Óttinn rændi mig meðgöngunni“

Í dag eru 10 ár síðan dóttir mín kom í heiminn. Önnur dóttir mín, sú sem kom á eftir þeirri sem dó. Frá því að ég pissaði á prikið og þangað til hún var fædd var ég hrædd, stundum svo hrædd að ég átti erfitt með að anda. Lestu meira: „Ég hef lært að lifa með og þykja vænt um það sem mér fannst óbærilegt“ – Aðalheiður Ósk deilir erfiðri reynslu Meðgangan var rússíbani með nokkrum innlögnum á meðgöngudeild þar sem ég var í miklu eftirliti. Eftir meðgöngu Birtu vöknuðu grunsemdir læknanna um leghálsbilun sem var svo staðfest á þessari… Lesa meira

„ Man ég eftir að vakna með þig ofan á mér“ – „Þú munt aldrei vita hvernig þú braust á mér“

Vildi ég óska þess Þetta kvöld, margt á þessu kvöldi vildi ég óska þess að hefði farið öðruvísi Þetta kvöld er brennt í heilann á mér Ég man lítið en man ég samt eitthvað Ég man hvað ég átti erfitt með að halda hausnum uppi Ég man að þú færðir þér nær mér þegar þú talaðir við mig En svo margt vildi ég óska þess að hefði farið öðruvísi Vildi ég óska þess að ég hefði ekki drukkið svona mikið Vildi ég óska þess að þér hefði ekki fundist allt í lagi að grípa í klofið á mér Vildi ég… Lesa meira

Jón: „Kæri getnaðarlimur“ – „Þú ert annar mikilvægasti hluti líkama míns“

Kæri getnaðarlimur Takk fyrir allar góðu stundirnar. Og þær slæmu. Þú hefur komið mér í margar erfiðar aðstæður í gegnum tíðina en hefur einnig leitt mig á staði sem ég hélt aldrei að ég myndi koma á og hvað þá að troða þér í. Án þín væri ég ekki sá maður sem ég er í dag, hvort það er gott eða slæmt leyfi ég öðrum að dæma um. Ég man ekki hvenær ég fór fyrst að pæla í þér en þegar komið var í unglingadeild grunnskóla þá vorum við orðnir nánir vinir, lékum saman nánast daglega og hefur það haldist… Lesa meira

Gabríela Líf – „Hægt og rólega að komast í eðlileg samskipti við mat“

Þetta er eitthvað sem við heyrum alltof oft í tengslum við mataræði, “fáðu þér ljúffengan kjúklingaborgara án samviskubits". Flestir Íslendingar, ég þar með talin, eiga í óeðlilegu sambandi við mat. Hver hefur ekki upplifað það að sleppa sér Þetta er eitthvað sem við heyrum alltof oft í tengslum við mataræði: „fáðu þér ljúffengan kjúklingaborgara án samviskubits“ Flestir Íslendingar, ég þar með talin, eiga í óeðlilegu sambandi við mat. Hver hefur ekki upplifað það að sleppa sér alveg, fá sér Dominos pizzu, bland í poka og kannski snakk líka allt á einu kvöldi og vera svo með nagandi samviskubit eftir á. Hugsa… Lesa meira

Fæðingarsaga Olgu Helenu – Fékk gat á lungað í átökunum

Olga Helena á Lady.is var svo góð að leyfa okkur að birta fæðingarsöguna sína: Um kvöldið þegar ég var komin 39 vikur + 1 dag fór ég að finna daufa túrverki með samdráttum með 10 mínútna millibili. Ég fer að sofa en vakna aftur um nóttina við sterkari túrverki. Klukkan 7 um morguninn fer síðan slímtappinn. Samdrættirnir halda áfram yfir daginn á svipuðu róli, sirka 10 mínútur á milli en ekki miklir verkir. Ég ákveð að fara í skólann þar sem það var skyldumæting og var þetta seinasti tíminn sem ég þurfti að mæta í til að ná 80% lágmarksmætingu. Andri… Lesa meira

Opið bréf til Óttars Guðmundssonar

Sæll Óttar. Mér líður eins og þú þurfir betri útskýringar á því hvernig netið er notað í dag. Þetta viðhorf þitt minnti mig einungis á það hversu mikilvægt það er að gera stafrænt kynferðisofbeldi skýrlega bannað með lögum, svo að það sé á kristaltæru að dreifing kynferðislegra einkamynda án samþykkis einstaklinga sem á þeim birtast er óásættanleg og aldrei í lagi. Það er heldur aldrei í lagi að færa skömm yfir á brotaþola og það er nákvæmlega það sem þú ert að gera þarna. Sem þekktur geðlæknir ættir þú að átta þig á því að stöðu þinni innan samfélagsins fylgja… Lesa meira

Álfheiður ætlar að verða vélstjóri: „Það ætti ekki að skipta máli hvað er á milli fótanna á þér“

Hvað vilt þú verða þegar þú verður stór? Ég man vel eftir því þegar ég var á lokaári í grunnskóla og þurfti að taka þá ákvörðun um það í hvaða framhaldsskóla ég vildi fara í, og hvað ég ætlaði nú að verða í framtíðinni. Ég var nokkurn vegin með hugmynd um hvað ég vildi gera. Ég vildi læra bifvélavirkjun einfaldlega af því að pabbi er bifvélavirki og ég hafði oft verið að brasa í skúrnum með honum og þar kviknaði áhuginn á vélfræðinni. Ég sótti um nám í Borgarholtsskóla og hóf nám í grunndeild málmiðna, þar kynntist ég rennismíðinni og… Lesa meira

„Ég hef lært að lifa með og þykja vænt um það sem mér fannst óbærilegt“ – Aðalheiður Ósk deilir erfiðri reynslu

Mig langar til að deila með ykkur reynslu sem breytti lífi mínu. Reynslu sem ég hélt að ég gæti aldrei lært að lifa með. Reynslu sem ég hélt að mér myndi aldrei þykja vænt um. Reynslu sem ég hélt ég gæti aldrei talað um án þess að gráta. Reynslu sem ég hélt að ég myndi aldrei sætta mig við. Reynslu sem ég hef notað til að hjálpa öðrum sem hafa ekki haft trú að hlutirnir verði nokkurn tima aftur í lagi. Þann 8. febrúar 2006 kl 16:30 fæddist litla heilbrigða stelpan mín, fullkomin en of lítil til að taka þátt… Lesa meira

Erna Kristín: „Glöð að ég varð ekki mamman sem ég ætlaði mér að verða“

Ég sit hérna upp í sófa & vona að litla barnið sé dottið út. Ég horfi á skítugt gólfið, þvottahrúguna, uppvaskið, dótið, krotið á veggjunum, hundinn sem er í spreng og andvarpa. Þetta er allt að ske akkúrat núna, á meðan ég skrifa þetta. Ég er með óteljandi verkefni hangandi yfir mér sem koma úr öllum áttum. Skólinn, vinnan, fyrirtækið og húsverkin. Ég er að reyna að byrja koma mér í ræktina, þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig það er að ganga... (smá pása, litli er að kalla, ég er að pæla í að fela mig á bakvið sófa, jú… Lesa meira

Reynsla Gabríelu af brjóstagjöf – „Ég bara gat ekki meir, ég náði honum ekki af brjóstinu vegna sársauka og ég bara grét“

Á meðgöngunni og í rauninni löngu áður en ég varð ófrísk hafði ég lesið mér mikið til um brjóstagjöf og þá sérstaklega reynslusögur af brjóstagjöf. Með tímanum fannst mér farið að brjóta ísinn og skrifa um slæma reynslu af brjóstagjöf, sem er frábært og mjög gott að opna umræðuefnið. Ég, á þessum tíma, gerði mér engan veginn grein fyrir því að brjóstagjöf gæti gengið illa, ef svo má að orði komast. Ég hélt að þetta væri bara eins og í bíómyndum, þú fengið barnið í hendurnar eftir fæðingu og settir það á brjóstið og þar myndi það bara vera. Þetta er… Lesa meira

Prjónað í fæðingarorlofi

Ég hef alltaf verið mikið fyrir að prjóna, eða í raun bara verið mikið fyrir allskonar handavinnu en prjón er í raun eitt stærsta áhugamálið mitt. Þetta er áhugi sem ég fæ frá mömmu minni sem hún hefur frá mömmu sinni og svona koll af kolli langt aftur, en mamma hefur gefið út nokkrar prjónabækur sem hafa verið vinsælar hér á landi. Minn prjónaáhugi hófst þegar ég var 6 ára, ég man alveg hvernig meira að segja. Í 6 ára afmælisgjöf frékk ég barnaprjónapakka frá bróður mínum, en þessi pakki var ótrúlega sniðugur. Í honum leyndust nokkrar hnotur, prjónar og… Lesa meira

Ágústa Erla fæddist með op á milli hjartagátta – „Við Óli horfðum bara á hvort annað og hugsuðum það versta“

Ég er svo ótrúlega þakklát fyrir barnið mitt. Ég er svo þakklát fyrir að hún er heilbrigð, ég veit að það er ekki sjálfsagt og þakka ég guði fyrir það á hverjum degi að gefa mér hrausta og heilbrigða stelpu. Það eru margir sem ekki vita að þegar Ágústa Erla fæddist lokaðist ekki gatið á milli hjartagáttanna hjá henni. Daginn eftir að hún fæddist vorum við ennþá uppá spítala þar sem að ég gat engan veginn farið heim strax eftir keisarann sem ég fór í. Læknir kom og ætlaði að kíkja á hana, venjuleg skoðun. Nema það að hann segir… Lesa meira

Anna: Opið bréf til barnsmóður eiginmannsins míns

Samband milli tveggja einstaklinga sem eiga börn saman gengur því miður ekki alltaf upp og oftast er það þannig að það hjálpar börnunum ekkert að lifa í óhamingjusömu sambandi einungis fyrir börnin. Börnin finna það ef foreldrar þeirra eru óhamingjusamir og togstreita ríkir á heimili. Það að eignast fleiri börn eða að gifta sig er engin töfralausn, þvert á móti. Þegar einstaklingur ákveður að binda enda á samband vegna óhamingju þar sem börn eiga í hlut þarf ekki að þýða eitthvað slæmt, það á frekar að þýða eitthvað gott, sérstaklega fyrir börnin. Óhamingjusömu foreldrar þeirra geta fundið hamingjuna annarsstaðar og… Lesa meira

Vaka Dögg: „Mamma er í skóla sem heitir hamingjuskóli og er að læra það að vera ekki leið“

Spurningin sem ég beið eftir að heyra, og kveið pínu fyrir, kom um daginn frá dóttur minni sem er fimm ára: „Mamma hvað gerir þú?“ Ég er 31 árs einstæð móðir og er í náms- og starfsendurhæfingu til að byggja mig alla upp fyrir skóla eða vinnumarkað og læra að takast á við kvíðann og þunglyndið, en hvernig gat ég nú útskýrt þetta fyrir barninu? „Mamma er í skóla sem heitir hamingjuskóli og er að læra það að vera ekki leið, læra að vera betri, læra að vakna og eiga góðan dag og læra vera hamingjusamari“ Áður fyrr var maður heimavinnandi,… Lesa meira

Sara: Fóstureyðingin mín – Tabúið mikla

Enn þann dag í dag eru mörg málefni sem enn teljast tabú, málefni sem helst má ekki ræða, hvað þá á svona opinberum vettvangi. Málefni sem maður á bara að þegja yfir og eiga með sjálfum sér, helst að skammast sín fyrir. Fóstureyðingar eru eitt slíkt málefni. Þær eru enn mjög umdeildar, en ég ætla svosem ekkert að fara út í það. Ég hins vegar styð rétt kvenna að fá að taka þessa ákvörðun. Það var einmitt það sem ég gerði fyrir rúmum sjö árum. Árið 2009 var ég 19 ára og í mjög vondu sambandi sem einkenndist af lygum… Lesa meira

Emmsjé Gauti átti í Airwaves Vök að verjast!

Ég vildi óska að allir dagar væru Iceland Airwaves dagar, „just sayin“. Bærinn fullur af hipsterum og meira svölu liði, bassatromman berst úr öðru hverju ölkelduhúsi og bjórinn flæðir nánast nonstopp af krönunum, frábært að geta hoppað af og á Airwaves vagninn eftir eigin geðþótta, ekkert nema endalaust tónlistarflæði og gleði. Mér áskotnaðist armband á hátíðina rétt fyrir helgi og var þar af leiðandi ekki búin að setja mig í stellingar með að sjá viðburð sem voru ON VENUE heldur bara OFF stöffið. Og ef ég á að vera alveg hreinskilin þá finnst mér þessi minni OV gigg yfirleitt skemmtilegri, nándin… Lesa meira