Sjáðu nýjustu Stranger Things stikluna

Netflix þættirnir „Stranger Things“ fóru sem stormsveipur um heimsbyggðina i í fyrra enda rosalega góðir þættir. Heillandi saga, frábærar persónur, óviðjafnaleg spenna og nógu mikil hrollvekja til að láta hárin rísa. Netflix staðfesti útgáfudaginn fyrr í mánuðinum en þáttaröðin kemur á Netflix 27. október 2017 og mun innihalda níu þætti. Einnig er komin lýsing fyrir þáttaröðina: „Það er 1984 og íbúar Hawkins, Indiana eru enn að kljást við hryllinginn sem fylgdi demagorgon og leyndarmál Hawkins Lab. Það er búið að bjarga Will Byers frá „the Upside Down“ en stærri og illsvitandi tilvera ógnar enn þeim sem lifðu af.“ Nú hefur… Lesa meira

Panorama myndir sem misheppnuðust stórkostlega

Panorama getur verið ótrúlega skemmtileg leið til að taka flottar myndir. Hins vegar getur það einnig misheppnast stórkostlega þar sem það má engin hreyfing eiga sér stað í umhverfinu sem er verið að taka mynd af. Hvort sem maður er að taka mynd af fólki eða öðru þá getur hin minnsta hreyfing gjörbreytt myndinni. Hér eru nokkrar panorama myndir sem misheppnuðust stórkostlega. Bored Panda greinir frá. #1 Langur kisi   #2 Panorama mynd tekin á tónleikum, sviðljósin breyttust í miðri myndatöku   #3 Þetta gerist þegar maður hnerrar í miðri myndatöku   #4 Það skemmti sér einn mjög vel í… Lesa meira

Þess vegna er iPadinn helsta ógnin sem steðjar að börnunum okkar

„Þegar litla stúlkan benti á sælgætið í búðarhillunni sagði mamman að nammiát væri slæmt fyrir tennurnar. Dóttirin, sem var varla mikið eldri en tveggja ára, gerði það sem mörg börn gera svo oft. Hún tók illskukast. Það sem gerðist næst skelfdi mig. Skömmustuleg mamman dró iPad upp úr töskunni og lét dóttur sína hafa. Þar með var friður kominn á.“ Áhyggjuefni Á þessum orðum hefst grein breska sálfræðingsins Sue Palmer sem vakið hefur mikla athygli. Í greininni, sem birt er á vef Mail Online gerir hún tölvunotkun ungra barna að umtalsefni. Til að gera langa sögu stutta hefur hún áhyggjur af þróun… Lesa meira

Les furðulegar bækur í neðanjarðarlestinni – Viðbrögð farþega bráðfyndin

Grínistinn Scott Rogowsky fer á kostum í myndbandinu Taking Fake Book Covers on the Subway. Þó hann segi ekki orð í myndbandinu þá lætur hann bókarkápurnar sem hann er með meðferðis tala fyrir sig. Scott fer í neðanjarðarlestina í New York með alls konar sprenghlægilegar bókarkápur af bókum sem eru ekki til. Eins og „Getting Away with Murder for Dummies“ og „How to Hold a Fart In.“ Hann þykist lesa bækurnar og vekur forvitni og áhuga fólks í leiðinni. Fólk ýmist furðar sig yfir bókarkápunum, flissar eða tekur myndir. Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan: Lesa meira

Ragnar gefur út sitt fyrsta lag og tónlistarmyndband – Lærði að teikna upp á eigin spýtur

Ragnar Jónsson var að gefa út sitt fyrsta lag og tónlistarmyndband og er óhætt að segja að þetta sé ekki hefðbundið tónlistarmyndband eins og þau sem við erum vön að sjá. Ragnar teiknaði myndbandið en lagið fjallar um að maður eigi að elta draumana sína og ekki gera það sem maður elskar ekki. Ragnar er ótrúlega hæfileikaríkur ungur maður og lærði að teikna upp á eigin spýtur með því að horfa á myndbönd á netinu. Bæði myndbandið og lagið eru tryllt. Þetta kemur manni í þvílíkt stuð og gott skap. Maður getur eiginlega ekki gert annað en að fyllast af… Lesa meira

Selena Gomez var að gefa út nýtt lag og myndband – „Fetish“

Selena Gomez var að gefa út nýja lagið sitt „Fetish“ í morgun og myndband við lagið. Myndbandið er einfalt en samt eitthvað svo ótrúlega heillandi. Það er bara Selena Gomez að "lip-synca" við lagið og sést allan tíman aðeins í nefið og munninn hennar, stundum smá í augun. Ekki flókið en samt svo dáleiðandi. Síðustu vikur hefur Selena gert aðdáendur spennta fyrir laginu með myndum og mynbandsklippum á Instagram. En loksins er biðin á enda, lagið er komið á iTunes og Spotify. Hægt er að horfa á myndbandið á YouTube. Aðdáendur hafa verið duglegir að tjá gleði sína á Twitter með… Lesa meira

Nú getur þú fengið þér fidget spinner varasalva!

Í maí greip nýtt æði íslensk börn og ungmenni, leikfang sem kallast á ensku fidget spinner. Fljótt var leikfangið á boðstólnum í flestum stórverslunum og um land allt og var ekki hjá því komist þegar gengið var um götur bæjarins að sjá nokkrar svona þyrilsnældur eins og sumir vilja kalla þær. Nú er kominn fidget spinner með varasalva. Þú getur þá "spinnað" og sett á þig varasalva með sömu græjunni, allt saman mjög hentugt. Varan kallast GlamSpin og kemur í verslanir Sephora í ágúst. BuzzFeed Product Labs og Taste Beauty unnu saman að vörunni sem inniheldur þrjá varasalva með ávaxtabragði. Þú… Lesa meira

Útgáfudagur „Stranger Things“ tilkynntur – Ný kitla og plakat

Netflix þættirnir „Stranger Things“ fóru sem stormsveipur um heimsbyggðina i í fyrra enda rosalega góðir þættir. Heillandi saga, frábærar persónur, óviðjafnaleg spenna og nógu mikil hrollvekja til að láta hárin rísa. Biðin eftir næstu þáttaröð virðist endalaus en Netflix staðfesti að önnur þáttaröð myndi koma í ágúst í fyrra. Í febrúar var fyrsta stiklan sýnd í auglýsingahléinu á meðan Super Bowl keppninni stóð. Nú hefur útgáfudagurinn loksins verið staðfestur og kemur hún fyrr en margir áttu von á. Önnur þáttaröðin kemur út á Netflix 27. október 2017 og mun innihalda níu þætti. Einnig er komin lýsing fyrir þáttaröðina: „Það er 1984 og íbúar Hawkins, Indiana eru enn að… Lesa meira

Móðir framkvæmdi tilraun og tók símann af syni sínum: Ótrúlegar breytingar

Karly Tophill ákvað að framkvæma hálfgerða tilraun á þrettán ára gömlum syni sínum. Karly var þeirrar skoðunar, eins og foreldrar margra annarra unglinga, að sonur hennar, Dylan, eyddi of miklum tíma í símanum. Karly ákvað því að taka til sinna ráða og bannaði Dylan að nota farsíma í heilt ár. Óhætt er að segja að hún hafi séð miklar breytingar. Hamingjusamari og orkumeiri Í samtali við Mail Online segir Karly að innan sex vikna hafi hún tekið eftir umfangsmiklum breytingum. Hún segir að sonur hennar hafi virst hamingjusamari, orkumeiri, gengið betur með heimavinnuna. Þá hafi hann verið mælskari og jafnvel… Lesa meira

Daði Freyr var að gefa út nýtt lag og myndband

Daði Freyr var að gefa út nýtt lag og myndband. Lagið heitir „Næsta skref.“ Daði sigraði hug og hjörtu Íslendinga í forkeppni Eurovision fyrr á þessu ári með laginu „Is this love?“ „Næsta skref“ var tekið upp í Berlín en myndbandið var skotið af föður Daða rétt fyrir utan húsið hjá foreldrum hans í Ásahrepp. „Þetta er fyrsta lagið af EP plötu sem ég er að vinna í sem ég stefni að gefa út fyrir Airwaves,“ segir Daði í samtali við Bleikt. Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan. Lesa meira

Blue Ivy rappar á nýju plötu Jay-Z – Strax komin með aðdáendur

Blue Ivy fæddist með tónlist í blóðinu enda er hún dóttir tónlistargyðjunnar og söngkonunnar Beyoncé og rapparans Jay-Z. Þessi fimm ára stúlka var að taka sín fyrstu skref í tónlistargeiranum en það hefur bara verið spurning hvenær það myndi verða. Jay-Z var að gefa út plötuna 4:44 á dögunum. Lagið „Family Feud“ vakti strax mikla athygli vegna innihaldi textans, en hann virðist viðurkenna að hafa haldið fram hjá Beyoncé. Bleikt fjallaði um málið og hægt er að lesa nánar um það hér. Á plötunni er einnig að finna lagið „Blue‘s Ivy Freestyle/We Family“ þar sem engin önnur en Blue Ivy rappar. Blue Ivy with the flow 👑 pic.twitter.com/0lGcDDDESM — Complex Music (@ComplexMusic) July 7, 2017 Flestir… Lesa meira

ESPN The Body Issue var að koma út – Sjáðu myndirnar

"The Body Issue" er viðhafnarútgáfa af ESPN tímaritinu þar sem alls konar íþróttafólk situr fyrir nakið og sýnir stælta líkama sína. Fyrsta eintakið kom út 2009 með nokkrum mismunandi forsíðum. Tenniskonan Serena Williams var meðal þeirra sem var á forsíðu tímaritsins og seldist eintakið með henni á forsíðunni best. The Body Issue 2017 var að koma út og eru myndirnar stórglæsilegar. Sjáðu þær hér fyrir neðan. Þú getur skoðað fleira íþróttafólk og myndir á vefsíðu ESPN. Caroline Wozniacki   Ezekiel Elliot   Gus Kenworthy   Kirstie Ennis   Michelle Waterson   Julian Edelman   Nneka Ogwumike   Isaiah Thomas   Javier Báez… Lesa meira

Risastór rappveisla í Laugardalshöll næstkomandi föstudag

Þann 7. júlí næstkomandi mun Hr. Örlygur og útvarpsþátturinn Kronik slá upp sannakallaðri rappveislu í Laugardalshöllinni, þar sem fram koma fremstu rappara landsins ásamt bandaríska rapparanum Young Thug og dúóið Krept and Konan frá Bretlandi. Það er því óhætt að segja að um hvalreka sé að ræða fyrir aðdáendur rapptónlistar á Íslandi og eitthvað sem enginn má láta fram hjá sér fara. Miðasala fer fram á Tix.is. Upphaflega stóð til að Young Thug, Krept and Konan, Emmsjé Gauti, Aron Can og Alvia Islandia myndu troða upp í Höllinni. Það eru engar ýkjur þegar sagt er að íslenska rappsenan sé í… Lesa meira

Par biður netverja um að „photoshoppa“ fyrir sig – Hefðu betur látið það ógert

Maður myndi halda að fólk sé búið að átta sig á að það er ekki alltaf besta lausnin að biðja netverja um hjálp að „photoshoppa.“ Bleikt hefur tvisvar fjallað um photoshop meistarann James Fridman sem tekur beiðnir frá fólki sem vill láta laga myndirnar sínar bókstaflega. Hann gefur fólki nákvæmlega það sem það biður um en á frekar furðulegan hátt. Sjá einnig: Hann tekur photoshop beiðnir mjög bókstafega – Sjáðu myndirnar! Sjá einnig: Gaurinn sem tekur photoshop beiðnir mjög bókstaflega snýr aftur – Myndir Nú hefur par beðið netverja um að hjálpa sér að fullkomna trúlofunarmyndina sína. Þau eru nýtrúlofuð… Lesa meira

Sjáðu hvaða nýju emoji-kallar koma í sumar

Það eru nýir emoji-kallar að koma í sumar fyrir Apple notendur. Það hefur hægt og rólega bæst við emoji fjöldann síðan fyrstu emoji-kallarnir komu í snjallsímana með iOS 2.2 uppfærslunni. Síðustu ár hefur einnig verið meiri fjölbreytni í emoji-köllunum. Eins og mismunandi húðlitir, samkynhneigð pör, samkynhneigð pör með börn, einstæðir foreldrar, kvenkyns lögregluþjónn og svo framvegis. Nú hefur Apple loksins tekið fleiri menningarheima með í spilið og verður til dæmis kona með höfuðklút (e. hijab) einn af þeim emoji-köllum sem koma í sumar. Það bætast einnig við margir skemmtilegir emoji-kallar eins og hafmeyja, kona og karl í jóga, maður með… Lesa meira

Fyrsta stiklan fyrir Jumanji: Welcome to the Jungle er komin

Sony hefur loksins gefið út fyrstu stikluna fyrir nýju Jumanji kvikmyndina sem ber heitið Jumanji: Welcome to the Jungle. Aðalhlutverkin skipa Dwayne ‚The Rock‘ Johnson, Jack Black, Kevin Hart og Karen Gillan. Nýja Jumanji myndin er ekki endurgerð né framhald af upprunalegu myndinni sem kom út árið 1995 með Robin Williams í aðalhlutverki. Nýja myndin fjallar um fjóra unglinga í eftirsetu sem dragast inn í Jumanji spilið og taka þau á sig nýtt form eða „avatar“ form í spilinu. Þau fara í hættulegan leiðangur í leit af gimsteini sem er falinn í frumskóginum. Þeir sem leika aðalhlutverkin eru ekki eldri útgáfur af… Lesa meira

Sjáðu bestu myndirnar frá ljósmyndaverðlaunum iPhone 2017

Það þarf ekki endilega flotta og dýra myndavél til að ná góðum myndum. Það var nýlega tilkynnt 2017 iPhone ljósmyndaverðlaunin og myndirnar eru ótrúlegar. Ljósmyndarar frá yfir 140 löndum tóku þátt í keppninni og kepptu í mismunandi flokkum eins og portrett, abstrakt og lífsstíll. Sjáðu myndirnar hér fyrir neðan. #1 Dina Alfasi frá Ísrael, 1.sæti, Fólk   #2 Branda O Se frá Írlandi, 1.sæti, Ljósmyndari ársins   #3 Joshua Sarinana frá Bandaríkjunum, 2.sæti, Ferðalög   #4 Sebastiano Tomado frá New York, "Grand prize winner," Ljósmyndari ársins #5 Dongrui Yu frá Kína, 2.sæti, Dýr   #6 Magali Chesnel frá Frakklandi, 1.sæti, Tré   #7 Gabriel Ribeiro frá Brasilíu, 1.sæti, Portrett   #8 Szymon Felkel frá Póllandi, 1.sæti, Börn   #9 Barry Mayes frá Bretlandi, 3.sæti, Börn   #10 Smetanina Julia frá Rússlandi, 2.sæti, Blóm   #11 Yeow-kwang Yeo frá Singapúr, 2.sæti, Ljósmyndari ársins   #12 Maria K. Pianu frá Ítalíu, 3.sæti, „The America I Know“   #13 Varvara Vislenko frá Rússlandi, 2.sæti, Börn… Lesa meira

Ferðast til framandi pláneta í nýjum íslenskum tölvuleik

Á mánudaginn gaf íslenski tölvuleikjaframleiðandinn Rosamosi út glænýjan tölvuleik fyrir snjalltæki. Leikurinn heitir Mussila Planets og er sá fjórði í Mussila leikjaseríunni þar sem músíkölsk skrímsli af ýmsum gerðum halda uppi taktinum á samnefndri ævintýraeyju. Markmið leiksins er a leysa þrautir sem gera notendum kleift að þekkja nótur, takt, hljóðfæri og þjálfa tóneyrað í skapandi leik. Lesa meira

Górillan Zola slær í gegn með rosalega danstakta – Ný „Flashdance“ stjarna fædd

Górillan Zola hefur gjörsamlega heillað netverja upp úr skónum og slegið í gegn vegna danshæfileika sinna. Myndband af Zola dansa og snúa sér í hringi í stórum vatnsbala hefur vakið mikla athygli. En það vantaði eitthvað, lagið „Maniac“ úr kvikmyndinni „Flashdance“ sem kom út árið 1983. Útkoman er stórkostleg þegar laginu er bætt við dans Zola. Síðan þá hafa verið sett hin ýmsu lög við þessa glæsilegu danstakta. Hér geturðu horft á upprunalega myndbandið. Lesa meira

Tískan á BET-verðlaunahátíðinni

BET-verðlaunahátíðin var haldin hátíðlega í gærkvöldi. BET eru árleg verðlaun afríska-amerískra listamanna og íþróttamanna í Bandaríkjunum. Veitt eru verðlaun fyrir framúrskarandi árangur á sviði sjónvarps, kvikmynda, tónlistar og íþrótta. Leslie Jones var kynnir hátíðarinnar sem var haldin í Microsoft Theater í Los Angeles. Beyoncé og Bruno Mars voru valin bestu R&B og popp listamennirnir. Beyoncé fékk verðlaun fyrir lagið „Sorry.“ Migos var valin besti hópurinn. Serena Williams og Stephen Curry voru valin íþróttafólk ársins. Taraji P. Henson og Mahershala Ali voru valin bestu leikararnir Sjáðu alla vinningshafana hér. Eins og venjan er í Hollywood þá mættu stjörnurnar á rauða dregillinn… Lesa meira