Sigurður rekur íslenskan fjölmiðil í Noregi – Nýja Ísland

Sigurður Rúnarsson stóð uppi atvinnulaus árið 2013 eftir 15 ára starf í upplýsingatæknigeiranum. Hann leitaði að vinnu hér heima, sem tengdist námi hans og atvinnu, en þegar honum bauðst starf í Noregi ákvað hann að slá til og flutti út í janúar árið 2014, og starfar í dag sem forstöðumaður tölvurekstrar hjá reiknistofu samgönguráðuneytisins í Osló. „Ég er að upplagi mikill félagsmálamaður og hef starfað að þeim, var einn af stofnendum íbúasamtaka í Norðlingaholti og síðar varaformaður og formaður og þar ritstýrði ég vef samtakanna,“ segir Sigurður. „Þegar ég flutti til Noregs bauð ég fram starfskrafta mína í Íslendingafélaginu í… Lesa meira

Jólakósífatalína Beyoncé er komin í sölu

Queen B er nú búin að spila út nýjasta trompinu í fatalínu sinni, jólafatnaði sem er bæði kósí og flottur. Línan samanstendur af peysum, heilgöllum og jólaskrauti og er til sölu á vefsíðu hennar. https://www.facebook.com/beyonce/posts/10159784105765601   Lesa meira

Chrissy Teigen tilkynnir óléttuna á skemmtilegan hátt

Fyrirsætan, þáttastjórnandinn og gleðisprengjan Chrissy Teigen á von á sínu öðru barni. Fyrir á hún dótturina Luna, 19 mánaða, með eiginmanninum, söngvaranum John Legend. Og það var verðandi stóra systir sem fékk að tilkynna fylgjendum mömmu sinnar á Instagram um meðgönguna. https://www.instagram.com/p/BbxZhF5l2gn/ Hjónin hafa verið einlæg og opin með baráttuna þeirra við ófrjósemi og vilja til að eignast fleiri börn og því eru þetta sannkallaðar gleðifregnir. Lesa meira

Þraut: Stendur þú þig betur en ljóskan?

Sú mýta hefur lengi loðað við ljóskur að þær séu ekki alveg jafn gáfaðar og konur eru almennt. Fjöldi bóka, kvikmynda, sjónvarpsþátta og brandara eru til um þessa mýtu.  Ljóskurnar hafa samt bara gaman af þessu, því þær vita manna best að háralitur segir ekkert til um gáfnafar. En nú getur þú lesandi góður athugað hvort að þú sért klárari en ljóskan í neðangreindum brandara/prófi sem er eins konar Viltu vinna milljón í ljóskuútgáfunni. - Hve lengi varaði Hundrað ára stríðið? * 116 ár * 99 ár * 100 ár * 150 ár Blondínan segir: Pass. - Frá hvaða landi… Lesa meira

Serena Williams og Alexis Ohanian eru búin að gifta sig

Serena Williams og Alexis Ohanian eru búin að gifta sig Parið sem er búið að vera saman í tvö ár tilkynnti trúlofun sína í desember 2016 og dóttirin, Alexis Olympia Ohanian Jr., fæddist 1. september síðastliðinn. Ohanian, einn af stofnendum Reddit og Williams, ein þekktasta tennisstjarna allra tíma, giftu sig í New Orleans að viðstöddum nánustu vinum og ættingjum, þar á meðal Beyoncé, Kim Kardashian, Eva Longoria og eiginmanni hennar José Bastón og tennisstjarnan Caroline Wozniacki og unnusti hennar, NBA leikmaðurinn David Lee. Lesa meira

Myndband: Mun þetta lag toppa vinsældir Despacito?

Við sögðum frá því í gær að von væri á nýju lagi frá Fonsi, sem tryllti heimsbyggðina með Despacito fyrr á árinu. Lagið er komið út og syngur Demi Lovato með honum í laginu, sem er sungið bæði á ensku og spænsku. https://www.youtube.com/watch?v=TyHvyGVs42U Lesa meira

89 ára gömul amma tekur einstakar og bráðfyndnar ljósmyndir

    Ljósmyndun er áhugamál fyrir unga sem aldna og Kimiko Nishimoto lét háan aldur ekki stoppa sig frá að læra ljósmyndun sem hún uppgötvaði þegar hún var 72 ára. Í dag er hún 89 ára, búin að taka og vinna myndir í 17 ár og þær eru bráðfyndnar. Sonur hennar var að kenna byrjendatíma í ljósmyndun og ákvað hún að skella sér með sem nemandi óafvitandi að með því myndi hún kveikja einskæran áhuga og ástríðu á ljósmyndun. Hún hélt einkasýningu fyrir tíu árum í heimabæ sínum, Kumamoto og fljótlega verða myndir hennar til sýnis í Epson galleríinu í… Lesa meira

The Weeknd kyndir í gömlum glæðum

Það eru um það bil tvær vikur síðan það var gefið út opinberlega að tónlistarparið Selena Gomez og The Weeknd væru hætt saman. Síðan þá er hún búin að kynda upp í gömlum glæðum og farin að deita Justin Bieber aftur og enn einu sinni. En hún virðist ekki sú eina sem kann/getur/vill kynda í gömlum glæðum, The Weeknd er nefnilgea farinn að deita aftur fyrirsætuna Bella Hadid, en einhver papparassinn tók mynd af honum að koma út úr íbúð hennar. Í febrúar síðastliðnum þegar The Weeknd byrjaði að hitta Gomez sagði Hadid í viðtali: „Ég mun alltaf virða hann… Lesa meira

FRAMKVÆMDIR: Nýtt eldhús og nýtt herbergi – Náum við að klára fyrir jól?

Nú er komið um eitt og hálft ár síðan við fluttum inn í íbúðina okkar hér í Hafnarfirðinum og nú er loksins komið að því að gera upp eldhúsið. Við gerðum upp baðherbergið í fyrra og höfum ekki gert neitt meira fyrir íbúðina en það. Eldhúsið var alltaf næst á dagskrá hjá okkur en það er auðvitað ekki alltaf hægt að gera allt í einu en við ákváðum að nú væri komið að þessu og ákváðum að skella okkur í þetta núna og planið er að ná að klára fyrir jól… eru það ekki týpískir Íslendingar? Ég mun sýna allt… Lesa meira

Myndband: Er þetta besta bílaauglýsing allra tíma?

Það getur verið bölvað vesen að selja 21 árs gamlan bíl en ef þú ert skapandi þá er það mun minna mál. Max Lanman leikstjóri og höfundur sem búsettur er í Los Angelses gerði skemmtilega og hugmyndaríka auglýsingu til að auglýsa bíl kærustu sinnar, Honda Accord árgerð 1996, til sölu og hefur auglýsingin vakið mikla athygli. Fimm dögum eftir að bílinn, sem gengur undir gælunafninu „Greenie“, fór í sölu var hæsta boð komið í 150 þúsund dollara og myndbandið var komið með 4 milljón áhorf. Ebay uppboðinu var hins vegar lokað vegna „óvenjulegra uppboðshreyfinga.“ Greinilegt var að einhver starfsmaður Ebay… Lesa meira

Fagnar 112 ára afmæli með bjór og leyndarmálinu að baki háum aldri

Lucy Trecasse fagnaði afmælinu sínu, 112 ára, ásamt vinum og vandamönnum, á dögunum á hjúkrunarheimilinu þar sem hún býr í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum Trecasse passaði upp á að einn af hennar uppáhaldshlutum væri á staðnum til að fagna áfanganum með: bjór. Trecasse ver tíma sínum að mestu í að prjóna, sauma út eða spila bingó, en af og til opnar hún sér einn kaldan og deilir með vini. Hún hefur lengi verið aðdáandi bjórsins, fjölskylda hennar bruggaði meira að segja bjór og seldi á bannárunum og aðspurð hversu lengi hún hefur drukkið bjór, svarar Trecasse alsæl: „Allt mitt líf! 112… Lesa meira

Persónuleikapróf: Hvað sérðu fyrst á myndunum?

Persónuleikapróf eru alltaf skemmtileg. Skoðaðu myndirnar hér fyrir neðan og athugaðu hvað þú sérð fyrst. Lestu síðan áfram til að sjá hvað það segir um persónuleika þinn, viðhorf þitt til lífsins og hvernig þér líður í dag. BÍLL Ef þú sérð bíllinn fyrst, þá þýðir það að frelsi er þér mikilvægt. Þú vilt ferðast á eigin hraða í lífinu og vilt að hlutirnir gangi eftir þínu höfði. Bíllinn táknar líka eiginleika þinn að taka eftir smáatriðum og skilgreina allar aðstæður. Þessi eiginleiki getur stundum verið hættulegur, því hann getur litað dómgreind þína, sérstaklega þegar þú ert í erfiðum aðstæðum. Og… Lesa meira

Nicki Minaj leikur í jólaherferð H&M

Nicki Minaj, sem þegar er með tvo varalitasamninga við MAC í gangi, er einnig búin að landa samningi við H&M, en hún mun leika í jólaauglýsingaherferð þeirra. Minaj sagði frá nýja samningnum á Instagram. https://www.instagram.com/p/Ba6ThRZh_Dj/ Í maí klæddist Minaj fötum frá H&M á rauða dreglinum á Met Gala. Þar gaf hún upp að hún væri að vinna í „sérstöku samstarfi“ við fatarisann. https://www.instagram.com/p/BTlV4aXhkZb/ Lesa meira

Neyðarkallinn í óvenjulegu og skemmtilegu ljósi

Dagana 2. – 4. nóvember selur Slysavarnafélagið Landsbjörg Neyðarkallinn um allt land til styrktar sínu starfi. Neyðarkallinn 2017 er sá tólfti í röðinni og í þetta sinn er hann vélsleðakall. Inga Eyþórsdóttir byrjaði árið 2014 að setja karlana í skemmtilegar aðstæður í myndaalbúmi á Facebooksíðu sinni sem hún gaf Bleikt góðfúslega leyfi til að birta. „Þetta var nú bara alveg óvart,“ segir Inga aðspurð um af hverju hún byrjaði á myndaseríunni. „Ég setti eina mynd í gríni bara á mitt Facebook, sem fékk einhverja til að hlæja og bætti svo bara við ef mér datt eitthvað í hug sem mér… Lesa meira

Selena Gomez og The Weeknd hætt saman

Selena Gomez og The Weeknd eru hætt saman samkvæmt heimildum People, en þau hafa verið í sambandi í tíu mánuði. „Það hefur verið álag á sambandinu að hann er á tónleikaferðalagi og hún er í tökum í New York.“ Þau opinberuðu samband sitt á Instagram þegar þau voru stödd á Coachella tónlistarhátíðinni. https://www.instagram.com/p/BS7VkPTg0-s/   Gomez var mynduð með Justin Bieber um helgina, en þau eru ekki byrjuð aftur saman. Lesa meira

Brad Pitt byrjaður að „deita“ 21 árs tvífara Angelinu Jolie

Sögur herma að Brad Pitt sé farinn að hitta Ellu Purnell, sem er 21 árs gömul og lék ásamt fyrrum eiginkonu hans, Angelinu Jolie, í Maleficent. Þar lék Purnell yngri útgáfu Jolie og verður að segjast að þær eru sláandi líkar. Pitt er svo heillaður af Purnell að hún er búin að leika í áheyrnarprufum í þáttaröðinni Sweetbitter, en Brad Pitt er aðalframleiðandi þáttaraðarinnar. Purnell er 32 árum yngri en Pitt og mun Jolie ekki vera hress með samband þeirra. „Hún þolir ekki að Pitt sé byrjaður að „deita“ einhverja sem lék táningsútgáfu hennar í kvikmynd,“ er haft eftir heimildarmanni.… Lesa meira

Hönnunarmistök sem eru sprenghlægileg

Hlutir eru hannaðir á hverjum degi. Og oft gerist það að hluturinn er óheppilegur og kemur það oft ekki í ljós fyrr en hluturinn er notaður. Bored Panda tók saman nýjan og sprenghlægilegan lista og á honum má meðal annars finna illa prófarkalesnar barnabækur, klútar sem þú dregur út um rassinn á Spiderman, ranglega merkt salerni og fleira skemmtilegt.   Mun fleiri myndir má sjá á Bored Panda. Lesa meira

Tvenn danspör – Tvöfaldir meistarar

Opið dansmót UMSK var haldið síðastliðinn laugardag í Smáranum Kópavogi og var þetta í fjórða sinn sem mótið er haldið. Ungmennasamband Kjalarnesþings eða UMSK eru samtök íþróttafélaga á Álftanesi, í Garðabæ, Kjósarhreppi, Kópavogi, Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi. Fjöldi para keppti í latín- og standarddönsum og var mikil gleði og keppnisskap í Smáranum. Á meðal þeirra sem kepptu voru danspörin María Tinna Hauksdóttir og Gylfi Már Hrafnsson og Lilja Rún Gísladóttir og Kristinn Þór Sigurðsson. Bæði pörin urðu tvöfaldir meistarar á mótinu. María Tinna og Gylfi Már keppa í bæði latín- og standarddönsum og unnu til verðlauna í bæði. Lilja Rún og Kristinn Þór kepptu… Lesa meira

Myndband: Trúðurinn Pennywise – förðunarkennsla

Hrekkjavakan er 31. október næstkomandi og geta landsmenn brugðið sér í gervi núna um helgina eða þá næstu (eða jafnvel báðar). Einn af vinsælli búningum ársins í ár mun líklega verða trúðurinn Pennywise úr kvikmyndinni It sem byggð er á sögu Stephen King. Þegar leitað er á YouTube þá koma upp 285 þúsund myndbönd, sem kenna og/eða sýna hvernig á að breyta sér í gervi Pennywise. Hér eru þau fimm sem eru með mesta áhorfið. https://www.youtube.com/watch?v=uNseVux0CA4 https://www.youtube.com/watch?v=Y61Q5w8qdSw https://www.youtube.com/watch?v=-7LwnjqzgMo https://www.youtube.com/watch?v=y4gICaspHCo https://www.youtube.com/watch?v=HjFJW-tid9I Lesa meira

Fæddust á sama spítala – Gift í dag „Við vissum að við vorum ætluð hvort öðru“

Árið 2007 kynntust Jessica Gomes og Aaron Baines þegar þau voru nemar í sitt hvorum menntaskólanum í Taunton í Massachusetts. Sameiginlegir vinir þeirra komu þeim saman og fljótlega urðu þau par. „Ég vissi frá upphafi að hann væri öðruvísi, hann sýndi mér virðingu og fékk mig til að hlæja,“ segir Gomes. „Hann fær mig enn til að hlæja. Enginn annar gerir það. Við vissum frá byrjun að við værum ætluð hvort öðru.“ Fljótlega kom í ljós að þau áttu fleira sameiginlegt. „Við vissum strax að við áttum sama afmælisdag,“ segir Gomes. „Síðar kom í ljós að við erum fædd á sama… Lesa meira

200 vilja vera Jólastjarnan 2017 – Dómnefnd hefur störf í dag

Skráningu í Jólastjarnan 2017 verður sjöunda 2017 er lokið, um 200 krakkar 14 ára og yngri skráðu sig til leiks og verða 12 þeirra boðuð í prufur þann 4. nóvember næstkomandi. Stöð 2 gerir sérstaka þáttaröð um ferlið og verða þrír þættir sýndir 16., 23. og 30. nóvember. Sigurvegarinn mun síðan syngja með nokkrum af fremstu listamönnum þjóðarinnar á Jólagestum Björgvins þann 10. og 11. desember næstkomandi í Hörpu. Jólagestir eru nú haldnir í 11. sinn og Jólastjarnan er valin í sjöunda sinn. Sú fyrsta sem var valin, árið 2011, er Aron Hannes Emilsson, sem þá var 14 ára gamall.… Lesa meira

Fjöldi gesta á Rökkur í Smárabíói

Heiðursforsýning var á ís­lensku kvik­mynd­inni Rökk­ur í þremur sölum Smára­bíói í gær. Aðstandendur myndarinnar og fjöldi góðra gesta beið spenntur eftir að sjá nýjustu rósina í hnappagat íslenskrar kvikmyndagerðar. Rökkur fjallar um Gunnar og Einar, sem Björn Stefánsson og Sigurður Þór Óskarsson leika, sem áttu í ástarsambandi og uppgjör þeirra eftir að sambandinu lýkur. Myndin er dramatískur spennutryllir og var hún tekin upp á Snæfellsnesi. Leik­stjóri mynd­ar­inn­ar, hand­rits­höf­und­ur og einn þriggja framleiðenda er Erl­ing­ur Óttar Thorodd­sen en er þetta er hans önn­ur mynd í fullri lengd. Þrátt fyrir að myndin rati fyrst núna í kvikmyndahús á Íslandi, hefur hún verið… Lesa meira