10 hlutir sem konur upplifa á meðgöngu sem enginn ræðir upphátt

Ásdís Guðný stofnandi bloggsíðunnar Glam.is skrifaði á dögunum þessa skemmtilegu og í senn fræðandi færslu fyrir verðandi mæður, sem Bleikt.is fékk góðfúslegt leyfi til að birta.     Ólétta, tími sem þú átt að ljóma og geisla. Þetta pregnancy „glow“ sem allir eru að tala um. Jú stundum líður manni vel og finnst maður vera gordjöss eeeen svo kemur tími sem þú ert akkúrat öfugt við gordjöss. En fæstir tala um þessa „ógeðslegu“ hluti. Jújú, það er talað um morgunógleðina en það er ekki allt. Prump og þrútinn magi Á meðgöngu fer eitt ákveðið hormón að aukast sem heitir Progesteron. Það hormón mýkir… Lesa meira

Tara Brekkan elskar Halloween farðanir – „Möguleikarnir eru endalausir“

Tara Brekkan Pétursdóttir er gift tveggja barna móðir sem hefur starfað sem förðunarfræðingur í níu ár. Rétt fyrir jólin 2016 ákvað Tara að skella sér út í djúpu laugina og hefja sinn eigin rekstur og opnaði netverslunina Törutrix. Þar er Tara með sína eigin augnháralínu ásamt fleiri snyrtivörum og heilsuvörum. Halloween er sérstakt áhugamál hjá Töru Ég eeeeeelska Halloween, ég fæ ákveðna útrás við að gera Halloween farðanir. Það er allt hægt að gera og möguleikarnir eru endalausir. Það er alveg ótrúlegt hvað það er hægt að breyta fólki með förðun segir Tara. Tara hefur undanfarin ár gert að minnsta… Lesa meira

Glettnir gullmolar af blaðsíðum Séð og Heyrt

Glanstímaritið Séð og Heyrt náði að verða 20 ára í fyrra áður en síðasta tölublað þess kom út í tímaritsformi þann 15. desember síðastliðinn, en blaðið kom fyrst út árið 1996. Fjölmargir ritstjórar og blaðamenn (undirituð þar á meðal) hafa unnið við blaðið, sem enginn kannaðist við að lesa, en allir töluðu um og vildu vera í. Á síðum blaðsins stigu fjölmargir Íslendingar sín fyrstu skref í sviðsljósinu, meðan aðrir, líkt og Fjölnir Þorgeirsson, áttu þar fast pláss um árabil. Á Instagram finnst nú nýr reikningur, sedogheyrtarchives, sem rifjar upp gullmola af blaðsíðum Séð og Heyrt, sumir þeirra ættu kannski að… Lesa meira

Emmy verðlaunin eru í kvöld

Emmy verðlaunin fara fram í kvöld, í 69. sinn, við hátíðlega athöfn í Microsoft Theater Los Angeles, klukkan 17 að staðartíma, miðnætti að okkar tíma. Stephen Colbert er kynnir og honum til aðstoðar við að afhenda verðlaun í hverjum flokki er fjöldi þekktra einstaklinga. Til að nefna nokkra: Nicole Kidman, Oprah Winfrey, Alec Baldwin, Reese Witherspoon, Lea Michele, Debra Messing, Jason Bateman, Jessica Biel, Anna Faris og Rashida Jones. Sjónvarpsþættirnir Westworld og Saturday Night Live eru með flestar tilnefningar, 22 hvor. Fjölmargir verðlaunaflokkar eru á Emmy, en þessi eru tilnefnd í helstu flokkum: Besta grínsería Veep (HBO) - sigurvegari Atlanta (FX) Black-ish (ABC) Master of… Lesa meira

Netflix útbýr Stranger Things útgáfu af þekktum 80´s plakötum

Önnur sería af Stranger Things kemur á Netflix þann 27. október næstkomandi. Fyrsta serían sló rækilega í gegn, en höfundar hennar, Matt og Ross Duffer, hafa greint frá því í viðtölum að hugmynd þeirra um þættina hefði verið hafnað 15-20 sinnum af fjölmörgum sjónvarpsstöðvum, áður en serían varð loks að veruleika. Netflix hefur hinsvegar þegar gefið grænt ljós á seríu þrjú, eftir frábærar viðtökur fyrstu seríunnar. Til að stytta aðdáendum biðina fram að 27. október, hefur Netflix reglulega sett inn á samfélagsmiðla einhverja gullmola. Á Twitter hafa vikulega birst myndir þar sem hver þáttur í seríu eitt er rifjaður upp… Lesa meira

Viðburðir fimmtudags: Emmsjé Gauti, Jóhanna Guðrún, Jói Pé, Króli og Chase, Bryndís Ásmunds, Ívar og Mummi

Fimmtudagur er runninn upp og það er nóg um að vera af viðburðum í dag, kvöld og fram á nótt. Hér er stiklað á nokkrum þeirra viðburða sem hægt er að heimsækja í dag, seinnipartinn og í kvöld. Upphitun fyrir tónleika Future fer fram á Lemon Suðurlandsbraut frá kl. 11 - 14. Borgaðu með Aur og þú getur unnið miða á Future í Laugardalshöll 8. október nk. Jói Pé, Króli og Chase mæta og taka nokkur lög. Jóhönnu Guðrúnu þarf ekki að kynna fyrir landanum. Hún mun koma fram á Hard Rock Kjallaranum á fimmtudögum í vetur. Frábært tækifæri til að… Lesa meira

Lady Gaga opinberar veikindi sín

Lady Gaga hefur áður tjáð sig um langvinna verki ssem hún glímir við, en hún hefur þó aldrei opinberað hvað valdi þeim. Í gær ákvað hún þó að segja opinberlega frá því hvað er að hrjá hana. The Mighty greinir frá því að söngkonan birti yfirlýsingu á Twitter þar sem hún greinir frá því að hún hafi verið greind með vefjagigt. Vefjagigt er langvarandi verkjasjúkdómur sem veldur miklum verkjum víðsvegar um líkamann, þreytu og gleymsku. Barátta hennar við sjúkdóminn verður sýnd í nýrri heimildarmynd sem Netflix framleiðir „Gaga: Five Foot Two“ sem kemur út 22 september næstkomandi. Ég vil vekja athygli á… Lesa meira

Ertu að bíða eftir nýja Iphone? lærðu á þetta tæki meðan þú bíður

Lögreglan á Suðurnesjum slær á létta strengi í nýjustu færslu sinni á Facebook. Þar segir: Nú bíða margir spenntir eftir því að Apple kynni nýja Iphone símann í kvöld. Við viljum hvetja þá sem vita ekki hvað þetta er til að kynna sér þetta magnaða fyrirbæri á meðan þeir bíða. Þetta er mjög einfalt apparat en gerir alveg helling og einfaldar líf margra.   https://www.facebook.com/lss.abending/posts/1590187021001734 Lesa meira

Kim Kardashian mætti í gegnsæjum leggings á tískuviku New York

Kim Kardashian hefur aldrei verið hrædd við að ganga í gegnsæum flíkum og á föstudaginn síðasta mætti hún í svörtum gegnsæjum leggings í viðburð á vegum tískuvikunnar í New York. Hún bætti við svörtum magabol, svörtum leðurjakka og gegnsæjum skóm og eins og sjá má á meðfylgjandi myndum þá var hún ekki í neinu yfir. Lesa meira

Jenkins mun leikstýra Wonder Woman 2

Eftir margra vikna samningaviðræður við Warners Bros stúdíóið, hefur leikstjórinn Patty Jenkins skrifað undir tímamótasamning, sem gerir hana að hæst launaðasta kvenleikstjóra sögunnar. Með undirritun samningsins er það staðfest að Jenkins mun leikstýra, framleiða og vera einn handritshöfunda Wonder Woman 2. Gal Gadot verður áfram í hlutverki Ofurkonunnar og er áætlað að myndin komi í kvikmyndahús 13. desember 2019. Sögusagnir herma að Jenkins muni skrifa handritið með Geoff Johns, forstjóra DC Comics og að sögusvið myndarinnar verða kalda stríðið á níunda áratugnum. Velgengni Wonder Woman fór fram úr öllum væntingum, hún skilaði 800 milljón dollurum á heimsvísu og er sem… Lesa meira

Mean Girls verður að söngleik

Kvikmyndin Mean Girls er orðin 13 ára gömul og nú er sagan á leiðinni á Broadway, sem söngleikur. Það er engin önnur en Tina Fey sem skrifar handritið og söngleikurinn verður frumsýndur núna í október.   Lesa meira

Guðrún ræðir opinskátt um andleg veikindi sín: „Ég er geðsjúklingur greind með geðhvörf og átröskun“

Guðrún Runólfsdóttir er 23 ára gömul og búsett á Selfossi með eiginmanni sínum og syni. Guðrún er förðunarfræðingur að mennt og er mjög virk á samfélagsmiðlum. Guðrún er einnig geðsjúklingur, en hún er greind með geðhvörf og átröskun og hefur þurft að ganga í gegnum ýmislegt í lífinu. Guðrún ákvað að vera mjög opin með andleg veikindi sín alveg frá upphafi og hefur talað opinberlega um þau í mörg ár. Nýlega fann hún fyrir mikilli þörf til þess að opna umræðuna um fæðingarþunglyndi, en það er mikið algengara en fólk gæti haldið. Sængurkvennagrátur er mjög algengur hjá konum eftir barnsburð en það… Lesa meira

Léttist um 68 kíló með því að dansa

Mörgum getur reynst erfitt að losa sig við aukakílóin, þá sérstaklega að þurfa að stunda einhverskonar líkamsrækt sem þeim þykir ekkert endilega skemmtileg. Þessi kona fór hinsvegar alla leið og losaði sig við rúm 68 kíló með því að dansa þau í burtu. Myndbandið hér að neðan er stórskemmtilegt og sýnir breytinguna frá upphafi til enda. Lesa meira

Gamla Taylor er ekki dauð og getur tekið upp símann

Taylor Swift tryllti aðdáendur og metsölulista fyrir stuttu með laginu sínu Look What You Made Me Do. Í því segir hún meðal annars „gamla Taylor getur ekki tekið símann, af því hún er dauð.“ En hún getur það engu að síður, í nýrri auglýsingu fyrir fyrirtækið AT&T, til að auglýsa hennar eigin stöð Taylor Swift Now. https://www.youtube.com/watch?v=ZXvbz8cqafM Og hér kíkjum við aðeins á hvað gerðist á bak við tökurnar. https://www.youtube.com/watch?v=qPtQkwB89CA Lesa meira

Falleg minimalísk húðflúr

Húðflúr hafa lengi verið vinsæl meðal fólks en í dag má nokkurn veginn segja að tískubylgja hafi gengið yfir og margir af þeim sem annars hefðu ekki hugsað sér að fá húðflúr eru komnir með eitt eða fleiri. Mörgum finnst óhugnanlegt að hugsa til þess að fá sér stórt flúr sem þekur stóran part líkamans og þá er gott að sumir húðflúrarar hafa áhuga á því að gera einföld og lítil flúr sem eru falleg fyrir byrjendur sem og lengra komna. Ahmet Cambaz frá Istanbul er ein af þeim húðflúrurum sem byrjaði seint að flúra en hafði unnið í sjö ár við að teikna myndir fyrir… Lesa meira

Norræn kvikmyndaveisla hefst í Bíó Paradís í dag

Fimm kvikmyndir eru tilnefndar til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2017 og af því tilefni mun Bíó Paradís bjóða upp á norræna kvikmyndaveislu dagana 7. – 13. september. Úrslit verða tilkynnt miðvikudaginn 1. nóvember 2017 í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Helsinki. Kvikmyndaverðlaunin verða veitt mynd sem hefur mikið menningarlegt gildi, er framleidd á Norðurlöndum, er í fullri lengd og gerð til sýningar í kvikmyndahúsum. Myndin verður að hafa verið frumsýnd í kvikmyndahúsum á tímabilinu 1. júlí 2016 til 30. júní 2017. Verðlaunaupphæðin nemur 350 þúsund dönskum krónum og skiptist jafnt milli handritshöfundar, leikstjóra og framleiðanda. Það undirstrikar að kvikmyndagerð sem listgrein er… Lesa meira

Signa Hrönn hefur barist við matar- og áfengisfíkn í mörg ár: „Ég áttaði mig á því að þetta var vandamál en viðurkenndi það aldrei“

Ef ég keypti eitthvað óhollt þá faldi ég það í körfunni svo fólk myndi ekki dæma mig. Ég fór aldrei í sömu sjoppuna tvo daga í röð og bað alltaf um að sjoppumatnum yrði pakkað vel inn því ég þyrfti að ferðast með hann langt. Ég lét eins og ég væri að kaupa fyrir annan en mig, segir Signa Hrönn. Signa hefur barist við matarfíkn í fjölda ára. Vandamálið hófst fyrir alvöru þegar hún komst á unglingsár. Hún fór að búa með manni sínum, þá 16 ára gömul, og sótti þá meira í skyndibitamat en þegar hún bjó í foreldrahúsum.… Lesa meira

Meghan Markle opnar sig loksins um samband sitt við Harry prins

Samband Harry prins og Meghan Markle aðalleikkonu þáttanna Suits hefur verið mikið á milli tanna fólks síðan þau fóru að sjást saman, en parið hefur lítið viljað tjá sig við fjölmiðla. Markle prýddi nýjustu forsíðu Vanity Fair blaðsins og leysti loksins frá skjóðunni í einlægu viðtali. „Við erum í sambandi og við erum ástfangin. Ég geri mér grein fyrir því að einn daginn munum við þurfa að koma fram og kynna okkur saman en einmitt núna er þetta okkar tími og ég vona að fólk skilji það. Við erum hamingjusöm," segir Markle og vonast til þess að fá örlítinn frið með sínum heittelskaða, en fjölmiðlar hafa elt þau á röndum síðustu mánuði. Þrátt fyrir að Markle lesi… Lesa meira

Prinsessa Japan afsalar titlinum fyrir ástina

Prinsessa Japan, Mako, hefur ákveðið að afsala titlinum til þess að geta gifts manni, Kei Komuro, en hann tilheyrir almúganum. Parið tilkynnti trúlofun sína um helgina, en þau kynntust þegar þau voru nemar í alþjóðlega kristilega háskólanum í Tokyo. Komuru starfar sem aðstoðarmaður á lögfræðistofu og þar sem hann er ekki prins þá verður Mako að hafna prinsessutitlinum til þess að mega giftast honum. Frá árinu 1947 hafa konur í Japan ekki getað erft krúnuna og einnig hafa þær ekki þurft að segja af sér titlinum þrátt fyrir að þær gifti sig. Föðurbróðir Mako er núverandi krúnuprins og á eftir honum í erfðaröðinni er faðir Mako og bróðir hennar. Áhyggjur… Lesa meira