Styrktartónleikar Parkinsonsamtakanna í Gamla bíói fimmtudag

Parkinsonsamtökin halda styrktartónleika annað kvöld kl. 20 í Gamla bíói. Sönghópur Parkinsonsamtakanna mun taka lagið í anddyrinu fyrir tónleikana. Kynnir kvöldsins er Bogomil Font og fram koma: Árný Árnadóttir Eyþór Ingi Fóstbræðraoktet Haukur Heiðar Jóhanna Guðrún Stefanía Svavarsdóttir Svavar Knútur Viðburður á Facebook.   Lesa meira

Disney prinsessur í nútímalegri búningi

Ævintýri Disney eru listamönnum eilíf uppspretta nýrra útgáfa og hugmynda. Listamenn og hönnuðir um allan heim hafa endurgert og uppfært hetjur og skúrka ævintýranna í nýjar útgáfur, búninga og aðstæður. Einn af þeim er Fernanda Suarez, stafrænn listamaður frá Chíle, sem byrjaði á Mjallhvíti í júlí árið 2016 og hefur hún nú fært átta prinsessur Disney í nútímalegri búning. Suarez er enn að vinna að seríunni. Skoða má fleiri myndir Suarez á Facebook, Instagram, Deviant art og Patreon. Lesa meira

Myndbönd: Hrekkjavöku farðanir – fjórði hluti

Það styttist óðum í Hrekkjavökuna, sem verður alltaf vinsælli og vinsælli hér á landi. Fólk klæðir sig upp í búninga, margir umturna heimilinu til að skreyta það á viðeigandi hátt og halda partý og aðrir bregða sér á ball. Hér er fjórði skammtur af kennslumyndböndum af YouTube til að aðstoða þig við valið. https://www.youtube.com/watch?v=QqYoQFUTmI4 https://www.youtube.com/watch?v=tHFUNSNNw0w https://www.youtube.com/watch?v=V5eSwnz5eew https://www.youtube.com/watch?v=c81xvxOJ8qs https://www.youtube.com/watch?v=hs2BM5XfaK8 Hér má finna hin myndböndin: Fyrsti hluti Annar hluti  Þriðji hluti Fjórði hluti  Fimmti hluti Sjötti hluti Sjöundi hluti Lesa meira

Fyndin og frekar hreinskilin lýsing á stjörnumerkjunum – TVÍBURINN

Við höldum áfram með skemmtilegar og frekar hreinskilnar lýsingar á stjörnumerkjunum. Nú er það Tvíburinn ( 21. maí – 20. júní). Allir elska Tvíburann vegna þess að allir elska geðklofa. Tvíburanum finnst hann að hálfu blanda af Megas og að hálfu blanda af Bjarna Ben, en í rauninni er það frekar Páll Óskar og Vigdís Finnbogadóttir. Tvíburinn er framsækinn, félagslyndur og vinsæll. Hann mun hins vegar leggja neikvæða merkingu í þá lýsingu áður en hann er búinn að lesa þessa setningu. Tvíburinn keyrir skemmtilega bíla, oft utan í tré eða byggingar. Tvíburinn er frekur og yfirþyrmandi. Hann slæst við börn… Lesa meira

Bleikt bíó: Happdrætti – varst þú dregin út?

Fimmtudaginn 28. september síðastliðinn bauð Bleikt konum í bíó í samstarfi við Sambíóin. Konur á öllum aldri fylltu salinn í Kringlubíói (og örfáir karlar læddu sér með) og skemmtu sér yfir nýjustu mynd Reese Witherspoon, Home Again. Konum bauðst að setja nafn sitt í lukkupott og við erum búnar að sækja vinningana, draga vinningshafa og viljum ólmar koma vinningum til vinningshafa sem eru eftirfarandi: Fatboy lampi, bleikur að sjálfsögðu, frá Fatboy á Íslandi: Andrea Ösp Kristinsdóttir Gjafabréf frá dúettinum Dúbilló upp á 2 klst. söngskemmtun: Sandra Mjöll Andrésdóttir Gjafapoki frá Inglot Iceland: Heiða Kristín Helgadóttir Gjafapoki frá Bláa lóninu: Helga Ingimarsdóttir Gjafabréf frá… Lesa meira

Kit Harington hræddi líftóruna úr kærustu sinni

Maður myndi halda að Kit Harington og Rose Leslie, unnusta hans og fyrrum meðleikkona í Game of Thrones, séu vön því að sjá hluti sem manni bregður yfir. Til dæmis með því að vera á setti og sjá meðleikurum breytt í hin ýmsu gervi, sem hræða myndu venjulegt fólk. En Harington tókst að bregða Leslie all verulega 1. apríl síðastliðinn og afraksturinn sýndi hann nýlega í þætti Jonathan Ross. „Eins og þið sjáið þá er Leslie ekki vön hrekkjabrögðum á fyrsta apríl, fjölskyldan mín gerir þau alltaf, en ekki hennar fjölskylda,“ segir Harington. „Hún grét á eftir, þetta fór ekki… Lesa meira

Myndband: Stiklan fyrir áttundu Star Wars er komin

Áttunda Star Wars myndin, Star Wars: The Last Jedi, verður frumsýnd hér á landi 15. desember næstkomandi. Ný stikla var frumsýnd í gær og einnig nýtt plakat. Það er ljóst að það er mikið að hlakka til fyrir aðdáendur Star Wars. https://www.youtube.com/watch?v=Q0CbN8sfihY Lesa meira

Talnaþraut: Veist þú svarið?

Í byrjun dags, degi eftir að Ísland komst á HM í fyrsta sinn, er ekkert betra til að koma heilasellunum í gang, en að spreyta sig á einni talnagátu. Og í talnagátum líkt og þessari hér sýnist sitt hverjum um hvert rétt svar er. Á myndinni má sjá nokkrar myndir og hefur hver þeirra sitt tölugildi og liggja fyrir ákveðnar upplýsingar sem eiga að hjálpa einstaklingum að finna hvert rétt svar er. Hvaða tala er rétt svar? Tjáðu þig hér að neðan og endilega deildu með vinum ef þú telur þig vita svarið. Lesa meira

Myndbönd: Hrekkjavöku farðanir – þriðji hluti

Það styttist óðum í Hrekkjavökuna, sem verður alltaf vinsælli og vinsælli hér á landi. Fólk klæðir sig upp í búninga, margir umturna heimilinu til að skreyta það á viðeigandi hátt og halda partý og aðrir bregða sér á ball. Hér er þriðji skammtur af kennslumyndböndum af YouTube til að aðstoða þig við valið. https://www.youtube.com/watch?v=TbJHjp11xoQ https://www.youtube.com/watch?v=nTt80R7csFc https://www.youtube.com/watch?v=VOKR448vxkU https://www.youtube.com/watch?v=91RNPQCTgm8 https://www.youtube.com/watch?v=iacqBy6oOyA Hér má finna hin myndböndin: Fyrsti hluti Annar hluti  Þriðji hluti Fjórði hluti  Fimmti hluti Sjötti hluti Sjöundi hluti Lesa meira

Myndband: Steindi Jr. skorar á ferðamenn að syngja erfiðasta karaókílag í heimi

Í nýjusta kynningarmyndbandi Inspired by Iceland kennir Steindi Jr. ferðamönnum allt um Ísland, með karaókísöng. Lagið er á ensku, með dassi af helstu orðunum, sem ferðamenn þurfa að læra, á íslensku. Lagið heitir The Hardest Karaoke Song in the World og líklega munu margir ferðamenn eiga fullt í fangi með að bera fram íslensku orðin. Myndbandið er hins vegar stórskemmtilegt og flott eins Steinda jr. er von og vísa. https://www.youtube.com/watch?time_continue=25&v=f88UJyCA__M Nokkrir ferðamenn hafa þegar spreytt sig við sönginn, með misjöfnum árangri. https://www.youtube.com/watch?v=XR9bTjB10zU Lesa meira

Fyndin og frekar hreinskilin lýsing á stjörnumerkjunum – NAUTIÐ

Við höldum áfram með skemmtilegar og frekar hreinskilnar lýsingar á stjörnumerkjunum. Nú er það Nautið (20. apríl – 20. maí) Nautið er hreinn hrærigrautur af tilfinningum. Eina stundina er hann hress, þá næstu er hann fúll og þá þriðju er hann sá allra virkasti í kommentum á dv.is, af því bara. Nautið er jarðarmerki, sem þýðir að það fer ekki eins oft í sturtu og hinir. Eða kannski bara að það kann vel við að rúlla á jörðinni í náttúrunni „með nefið fullt af mold sem lyktar annars ágætlega.“ Nautið elskar kvikmyndir þar sem allir eru hamingjusamir og hressir, en… Lesa meira

Myndbönd: Hrekkjavöku farðanir – annar hluti

Það styttist óðum í Hrekkjavökuna, sem verður alltaf vinsælli og vinsælli hér á landi. Fólk klæðir sig upp í búninga, margir umturna heimilinu til að skreyta það á viðeigandi hátt og halda partý og aðrir bregða sér á ball. Hér er næsti skammtur af kennslumyndböndum af YouTube til að aðstoða þig við valið. https://www.youtube.com/watch?v=0vZkO4WXzQw https://www.youtube.com/watch?v=Jg6l8hTIpxU https://www.youtube.com/watch?v=2UADooFUJSM https://www.youtube.com/watch?v=b85n4AXHe2c https://www.youtube.com/watch?v=P1ZffdYvQjM Hér má finna hin myndböndin: Fyrsti hluti Annar hluti  Þriðji hluti Fjórði hluti  Fimmti hluti Sjötti hluti Sjöundi hluti Lesa meira

Myndbönd: Hrekkjavöku farðanir – fyrsti hluti

Það styttist óðum í Hrekkjavökuna, sem verður alltaf vinsælli og vinsælli hér á landi. Fólk klæðir sig upp í búninga, margir umturna heimilinu til að skreyta það á viðeigandi hátt og halda partý og aðrir bregða sér á ball. Ef að þú ákvaðst ekki daginn eftir Hrekkjavökuna í fyrra í hvaða búningi þú ætlaðir að vera í í ár, þá er ennþá alveg nægur tími til að ákveða sig. Hér eru nokkur kennslumyndbönd af YouTube til að aðstoða þig við valið. https://www.youtube.com/watch?v=AdDHoHelhpQ https://www.youtube.com/watch?v=OSIof6YkhXE https://www.youtube.com/watch?v=edSb4gYR_Bg https://www.youtube.com/watch?time_continue=668&v=C6rGpYnRu3Y https://www.youtube.com/watch?v=_V7iMAv0mY4 Hér má finna hin myndböndin: Fyrsti hluti Annar hluti  Þriðji hluti Fjórði hluti  Fimmti… Lesa meira

Tulipop teiknimyndir komnar á YouTube

Íslenska hönnunarfyrirtækið Tulipop setti í dag í loftið YouTube rás sem inniheldur stuttar teiknimyndir byggðar á hinum litríka Tulipop ævintýraheimi og persónunum sem þar búa. Teiknimyndirnar eru framleiddar í samstarfi við bandaríska fyrirtækið Wildbrain, sem er leiðandi í framleiðslu afþreyingarefnis fyrir vefmiðla, en Wildbrain sér einnig um að stýra YouTube rásinni á heimsvísu. Handrit þáttanna skrifar handritshöfundurinn Tobi Wilson í samstarfi við Signýju Kolbeinsdóttur, yfirhönnuð Tulipop og skapara Tulipop heimsins, en Tobi hefur skapað sér nafn í heimi teiknimynda, sem einn helsti handritshöfundur hinnar vinsælu þáttaraðar The Amazing World of Gumball, sem sýnd er á Cartoon Network. „Þetta er stór dagur fyrir okkur í Tulipop og við erum alsæl með að geta nú… Lesa meira

Hún setti á sig brúnkukrem fyrir leikfimi með bráðfyndnum afleiðingum

Eve Mallon sem býr í Falkirk í Skotlandi ákvað að spara sér smátíma um helgina við að gera sig flotta fyrir næturlífið og skellti brúnkukreminu á sig áður en hún fór í leikfimi. Tímasparnaðurinn reyndist hinsvegar enginn fyrir hana, því sviti og brúnkukrem eiga greinilega ekki samleið. Eftir leikfimina komst Mallon að því að hún var kyrfilega merkt framleiðanda æfingabuxnanna sinna, Adidas. Hún deildi mynd af nýja fót„flúrinu“ á Twitter okkur til skemmtunar og viðvörunar. Þegar þetta er skrifað hafa yfir 44 þúsund líkað við póstinn og yfir 5 þúsund endurtvítað honum.   that’s the last time a work out… Lesa meira

Scandal stjarnan Katie Lowes grét þegar hún flutti í nýja húsið sitt

Katie Lowes leikur algjört hörkutól í Scandal þáttunum vinsælu, en kvöldið áður en hún og eiginmaður hennar, leikarinn Adam Shapiro, fluttu inn í nýtt hús þeirra í Suður Kaliforníu grét hún og ekki af gleði. Hjónin urðu ástfangin af bakgarði hússins, en innréttingar þess frá árinu 1937 voru alls ekki spennandi. „Við gengum inn í húsið og sögðum stöðugt „prófum þetta svona og hinsegin“ og ég sagði alltaf að ég hefði ekki hugmynd um hvernig húsið ætti að líta út að innan,“ segir Lowes í viðtali við People. „Mér fannst það einfaldlega hundljótt.“ Eiginmaður hennar tekur í sama streng. „Það… Lesa meira

Sam Smith og Brandon Flynn opinbera samband sitt

Söngvarinn Sam Smith og leikarinn Brandon Flynn hafa opinberað samband sitt eftir að til þeirra sást haldast í hendur og kyssast í New York. Parið virtist mjög afslappað þegar það opinberaði rómantík sína en það er aðeins mánuður síðan að Sam Smith tók það fram að hann alls ekki í sambandi. Brandon Flynn er einn af aðalleikurum 13 Reasons Why sem sló rækilega í gegn fyrr á þessu ári. Hann kom út úr skápnum fyrir nokkrum vikum síðan og sagði þá að hann teldi sjálfan sig hluta af samfélagi LGBT. Þeir eru virkilega sætir saman eins og sjá má á meðfylgjandi myndum: Lesa meira

Liam Neeson er hættur að leika hasarhetjur

Næsta mynd Liam Neeson, The Commuter, kemur í kvikmyndahús í byrjun árs 2018. Myndin er samkvæmt heimildum hasarmynd í B-klassa. Verður þetta líklega í síðasta sinn sem við sjáum Neeson nota sérstaka hæfileika sína til að leika miðaldra mann sem þarf að berja mann og annan til að bjarga fjölskyldu sinni, því Neeson hefur gefið út að dagar hans sem slagsmálahetju séu taldir. Í viðtali á Toronto kvikmyndahátíðinni í september gaf Neeson það út opinberlega að hann væri hættur að leika í hasarmyndum. „Það er ennþá verið að bjóða mér haar fjárhæðir fyrir að leika í slíkum myndum sagði hann… Lesa meira

Krúttlegt myndband dagsins: Kötturinn Poppkell tekur heljarstökk

Hrafnhildur Erlingsdóttir sem oftast er kölluð Sabbó birti á Facebooksíðu sinni krúttlegt myndband af kettinum sínum honum Poppkeli. Poppkell hafði verið að vesenast á stofuborðinu og virtist vera smeikur við eitthvað svo Sabbó tók upp símann sinn og tók myndband af honum. Poppkell hélt áfram að mjaka sér áfram á stofuborðinu þegar honum brá svona svakalega að hann tók heljarstökk fram af borðinu. Myndbandið er ofurkrúttlegt og má sjá hér að neðan: Lesa meira

Þessi „baby shower“ kaka slær öll met

„Baby shower“ (okkur vantar gott íslenskt nafn) er vinsælt í Bandaríkjunum og víðar, en þá hittast vinir og fjölskylda ásamt verðandi móður í kaffi- eða matarboði, fagna barninu sem er á leiðinni í heiminn og gleðja móðurina með gjöfum. Og að sjálfsögðu er alltaf kaka í slíkri veislu. Flestar eru þær girnilegar og góðar á að líta en þessi kaka hér, sem deilt var inn á Mumsnet, sem er vinsæl ensk vefsíða fyrir foreldra, er allt annað en girnileg. Eftir að hundrað komment höfðu verið skrifuð við myndina skrifaði Jason sem tók myndina að konan hans hefði gert kökuna í… Lesa meira

Ólétt Kylie Jenner hrekkjavökubúningur er algjörlega málið

Hrekkjavakan er 31. október næstkomandi og eru margir farnir að láta sig hlakka til og byrjaðir að spá í búningi og förðun. Þeir sem hafa ekki mikinn tíma og/eða eru hrifnir af Kardashian fjölskyldunni geta nú keypt sér búning á Yandy sem þeir kalla einfaldlega „Raunveruleikastjarna í undirbúningi.“ Búningurinn er auðvitað ófrísk Kylie Jenner og samanstendur af hvítum kjól og óléttubumbu. Búningurinn kostar 60 dollara (rúmlega 6000 kr.). Hárkollan og snjallsíminn fylgir ekki með.   Lesa meira

Þetta er Marilyn Monroe – fleiri hafa hagnast á henni látinni, en hún gerði sjálf

Líkt og komið hefur fram í fréttum þá lést Hugh Hefner stofnandi Playboy í vikunni. Það hefur líka komið fram að hann mun hvíla við hlið grafar Marilyn Monroe í Westwood Village Memorial Park í Los Angeles. Á like síðu New Wave Feminists á Facebook skrifar Sarah Vaughn Patzel grein um þetta mál sem full ástæða er til að vekja athygli á. Viljum við ekki ráða sjálf hver hvílir með okkur i eilífðinni? Þetta er Marilyn Monroe. Kannski hefur þú heyrt um hana eða séð myndir? Hún var kona, hún var manneskja. Hún var fædd árið 1926, sama ár og hinn 91 ára gamli… Lesa meira

Van Impe er besti vinur þeirra ríku og frægu

Robert Van Impe hefur ákveðið að nýta einstaka hæfileika sína í Photoshop til þess að bæta sjálfum sér á myndir með fræga og fína fólkinu. Van Impe er frá Belgíu og þar starfar hann sem blaðamaður og grínisti. Hann hefur áður sett saman skemmtilegar myndir af sjálfum sér með frægu fólki en myndaseríurnar "sofna við hlið frægra" og "afhjúpun hans sem besti vinur Barack Obama" hafa nú þegar fengið rosalega góðar undirtektir. Hluta úr nýjustu myndaseríu Van Impe má sjá hér að neðan: Hægt er að fylgjast með Van Impe á Facebooksíðu hans og Instagram. Lesa meira