Valþór Örn hringdi sprenghlægilegt símaat: „Eruð þið með einhverja svona tauma og písk sem passar á fólk?“

Valþór Örn Sverrisson hringdi sprenghlægilegt símaat í verslunina Hestar og Menn í dag. Ég er með smá fyrirspurn, ég var að horfa á kvikmynd í gær, þarna Fifty Shades of Grey. Ég fékk eitthvað svo mikinn innblástur og ég var að spá hérna hvort þið séuð með einhverja svona tauma og písk sem passar á fólk? Aðspurður út í hugmyndina að símaatinu segist Valli ekki hafa hugmynd hvað hann hafi verið að spá. Ég er bara svo steiktur, segir hann og hlær. Meðfylgjandi er upptaka af símaatinu og fær konan sem svarar símanum hrós fyrir að ná að halda ró… Lesa meira

Allir þurfa að gráta – 8 sorglegar bíómyndir á Netflix

Allir hafa gott af því að gráta af og til, losa um erfiðar tilfinningar og finna til samkenndar. Flestir gráta nokkuð reglulega, annað hvort vegna atburða í lífinu eða vegna sorglegra bíómynda. Sumir eru virkilega tilfinningaríkir og geta farið að gráta við hvaða tilefni sem er, jafnvel þegar þeir horfa á krúttleg lítil börn vera að hlæja. Aðrir eru með harðari skráp og eiga ekki jafn auðvelt með að losa tilfinningarnar út og fara því örsjaldan að gráta. Bleikt tók saman nokkrar sorglegar bíómyndir sem allar eru sýndar á Netflix. Þessar myndir eiga það sameiginlegt að fá jafnvel þá hörðustu til… Lesa meira

Valgerður segist hafa týnt sér eftir barnsburð : „Sjáðu hvað ég var alltaf glöð“

Síðan ég varð móðir hef ég svolítið týnt gömlu mér.. Jú það kannast örugglega margir við það að hafa ekki tíma í að sinna hlutum sem maður var vanur að hafa svo miklar áhyggjur af. Eins og til dæmis að finna hreinan bol, slétta yfir flókabunkann sem við köllum núna hár, jú eða lita augabrúnir. Ég get allavega sagt fyrir mitt leyti að ég er orðin ansi vön að arka um allt augabrúnalaus eins og ég hafi lent í hræðilegu grillslysi. Sú sem þú sérð í speglinum núna er kannski með nokkur, eða fullt af slitum, hún er örugglega þreytulegri en venjulega… Lesa meira

Tinna fór í brúðkaupsferð til Belfast – Kostir og gallar

Ég og Arnór minn giftum okkur sumarið 2016. Við ætluðum alltaf að gifta okkur 17. júní 2017 en hlutirnir breyttust hratt þegar pabbi minn veiktist þannig að við giftum okkur með stuttum fyrirvara og ákváðum að bíða með brúðkaupspartý og brúðkaupsferð. Það var svo í maí 2017, einhverjum 9 mánuðum eftir að við giftum okkur sem að ég sá einhverjar tilboðsferðir hjá Icelandair. Ég sá ferð til Belfast og ég heillaðist af þessu og sýndi Arnóri og við ákváðum strax að panta, ferðin var 26-29. okt 2017, alveg 14 mánuðum eftir giftingu en ég verð að segja að það var toppnæs… Lesa meira

Bríet Kristjánsdóttir leikkona í aðalhlutverki í Los Angeles: „Ég fékk hlutverkið og flaug beint á settið hjá Youtube“

Bríet Kristjánsdóttir er íslensk leikkona sem býr og starfar úti í London. Bríet hefur bæði leikið fyrir sjónvarpsþætti og kvikmyndir en nýjasta hlutverk hennar var tekið upp í Los Angeles. Ég fékk símtal frá leikstjóra þáttanna sem bað mig að koma í prufu, ég var stödd í Kaupmannahöfn á þeim tíma svo allt áheyrnarprufu ferlið fór fram í gegnum upptökur og Skype. Á endanum fékk ég hlutverkið og flaug beint til LA á settið hjá YouTube, segir Bríet í viðtali við Bleikt.is Mikla ástríðu fyrir kvennréttindum Þættirnir sem Bríet er að leika í núna heitir Life as a Mermaid og eru fjölskylduþættir sem fjalla um hafmeyju sem býr á landi. Hafmeyjan gengur í gegnum… Lesa meira

Bráðfyndnar íslenskar stefnumótasögur: „Býrðu hjá mömmu þinni?“

Það eru til margar leiðir til þess að kynnast nýju fólki í dag, flestir sem við rekumst á í gegnum lífið verða kunningjar, aðrir verða vinir okkar og einhverjir verða makar. Makaleit er eitthvað sem við mannfólkið byrjum á nokkuð snemma á lífsleiðinni. Fyrsta „sambandið“ okkar er oftar en ekki „kærastinn/kærastan“ sem er með okkur í leikskólanum og höfum við tekið ákvörðun um að giftast einn daginn. Þegar við erum svo komin í grunnskóla flækjast málin. Þá fara hormónarnir að taka yfir líkama okkar og við byrjum að læra á líkamann okkar. Í lok grunnskóla eru margir farnir að fara á stefnumót… Lesa meira

Sprenghlægilegar íslenskar fæðingasögur 2 hluti: ,,Hvað eru margir að horfa á klofið á mér ?‘’

Í gær birti Bleikt.is færslu um vandræðalegar og skondnar fæðingarsögur íslenskra kvenna en þegar kemur að fæðingu barnanna okkar þá eiga hormónarnir það til að taka yfir. Ofurkraftarnir sem konurnar öðlast í fæðingarferlinu eru ótrúlegir og oftar en ekki gerast bráðfyndnir og skemmtilegir hlutir á fæðingarstofunni. Bleikt fékk góðfúslegt leyfi nokkurra kvenna til þess að birta stórskemmtilegar aðstæður sem konu upp í fæðingum þeirra: °° Mánuði eftir fæðingu elstu dóttur minnar þá spurði ég kærastann minn af hverju mig rámaði í það að ég hafi verið að tala ensku í fæðingunni. Þá segir hann mér að ég hafi samþykkt að leyfa heilum hóp af enskum læknanemum að taka… Lesa meira

Sprenghlægilegar íslenskar fæðingasögur: „Hún kemur út úr rassgatinu á mér!“

Ferlið frá getnaði og að fæðingu er magnað og líkja því margir við kraftaverk. Konur eru sagðar ljóma á meðgöngunni og að þær hafi aldrei litið betur út. Margar konur eru þessu hins vegar ósammála og líða nokkurn veginn eins og hval sem hefur rekið á land. Þegar kemur að fæðingunni sjálfri eru líklega flestar konur nokkuð áhyggjufullar, að minnsta kosti í fyrsta skiptið. Enda er ýmislegt sem getur komið upp á og ekki hjálpar það hversu mikið er hægt að lesa sig til um nákvæmlega hvað og hvernig hlutirnir geta þróast. Hins vegar er ein hlið á þessu öllu saman sem hægt er að kalla spaugilega,… Lesa meira

Vandræðalegar kynlífssögur hluti 2: Íslenskar konur leysa frá skjóðunni

Í gær birti Bleikt grein um vadræðalegar kynlífssögur sem Íslenskar konur deildu með blaðamanni. Hér er framhaldið af þessum bráðfyndnu og frábæru sögum. Við gefum konunum orðið: °° Við vorum að og litlan sofandi inn í herberginu hjá okkur. Allt í einu heyrist í henni "ekki svona læti mamma". °° Ég var einu sinni ofan á fyrrverandi og við vorum á brúninni. Við ætluðum að skipta um stöðu ég hallaði mér í vitlausa átt og lenti á andlitinu! Ég græddi flott glóðarauga á því að lenda à náttborðinu. MJÖG VANDRÆÐALEGT!! °° Við fyrrverandi vorum í rúminu og þá labbar mamma… Lesa meira

Vandræðalegar kynlífssögur: Íslenskar konur leysa frá skjóðunni

Flest allir fullorðnir einstaklingar stunda kynlíf reglulega hvort sem það er með maka sínum eða einnar nætur gaman. Yfirleitt gengur athöfnin nokkuð vel fyrir sig en þó koma skipti þar sem gamnið getur snúist yfir í hrikalega vandræðalega stund sem fólk vill helst aldrei ræða aftur. Bleikt hafði samband við nokkrar Íslenskar konur sem voru tilbúnar til þess að segja frá vandræðalegum atvikum sem þær hafa lent í á meðan á kynlífi stóð. Sögurnar eru ótrúlega skemmtilegar og vandræðalegar í senn. Við gefum konunum orðið: °° Ég endaði með manni heima eftir eitt djammið og i miðjum klíðum er ég ofan… Lesa meira

Sprenghlægilegar myndir af hundum sem gripnir voru glóðvolgir af eigendum sínum

Líklega hafa allir þeir sem eiga hund staðið hann að því að vera að gera eitthvað sem hann má ekki. Um leið og hundarnir hafa áttað sig á því að eigandi þeirra hafi gripið þá við verknaðinn eru þeir fljótir að setja upp hvolpa augun svo erfitt sé að skamma þá. Þeir eiga það þó flestir sameiginlegt að gera sér grein fyrir því að það sem þeir gerðu var ekki leyfilegt og skammast þeir sín því alveg hrikalega. Bleikt tók saman nokkrar bráðfyndnar myndir af hundum sem gripnir voru glóðvolgir. Lesa meira

Nýtt tónlistarmyndband frá Þóri og Gyðu sem taka þátt í undankeppni Eurovision í ár

Þórir Geir og Gyða Margrét syngja saman eitt af þeim tólf lögum sem keppast um að verða framlag Íslands í Eurovision í ár. Lagið sem þau syngja heitir Brosa og tóku þau á dögunum upp myndband við lagið. Myndbandið var tekið upp á Suðurlandi og spila Gullfoss, Geysir og Kerið meðal annars stór hlutverk í því. Hugmyndin var að gerast ferðamenn í okkar eigin landi í einn dag og heimsækja nokkrar af fallegustu náttúruperlum Suðurlands. Við vöknuðum eldsnemma til þess að ná birtunni, fórum á næstu bensínstöð og fengum okkur pylsu með öllu í morgunmat og lögðum svo af stað. Það var fáránlega kalt… Lesa meira

Pabbar deila sprenghlægilegum ráðum til þess að auðvelda uppeldið

Að eiga börn er ekki auðvelt enda þarf að hafa auga með þeim allan sólarhringinn og því getur verið erfitt að koma öðrum hlutum í verk. Feður hafa því tekið sig saman og deilt myndum af fyndnum og furðulegum ráðum til þess að auðvelda sér lífið í uppeldinu. Indy greinir frá því að feður hafi tekið sig saman undir myllumerkinu #dadhacks á samskiptamiðlinum Instagram og deila þar myndum af því hvernig þeir hafa fundið lausnir til þess að auðvelda sér lífið. https://www.instagram.com/p/BPqMcRWg-Q9/?utm_source=ig_embed&utm_campaign=embed_ufi_test https://www.instagram.com/p/BQ83OtrAeS3/?utm_source=ig_embed&utm_campaign=embed_ufi_test https://www.instagram.com/p/BUHtsl-hgPJ/?utm_source=ig_embed&utm_campaign=embed_ufi_test https://www.instagram.com/p/BTht0AcDTMW/?utm_source=ig_embed&utm_campaign=embed_ufi_test https://www.instagram.com/p/BSzEbJWAe1Z/?utm_source=ig_embed&utm_campaign=embed_ufi_test https://www.instagram.com/p/BcX-ifIlJCH/?utm_source=ig_embed&utm_campaign=embed_ufi_test https://www.instagram.com/p/BSjgCsEAflf/?utm_source=ig_embed&utm_campaign=embed_ufi_test https://www.instagram.com/p/BehtLJjH_hr/?utm_source=ig_embed&utm_campaign=embed_ufi_test https://www.instagram.com/p/BUnHFVoBIC_/?utm_source=ig_embed&utm_campaign=embed_ufi_test https://www.instagram.com/p/BeOTYL9lXrr/?utm_source=ig_embed&utm_campaign=embed_ufi_test https://www.instagram.com/p/Bd_eR8blTzn/?utm_source=ig_embed&utm_campaign=embed_ufi_test   Lesa meira

Kim Kardashian mjög djörf í nýrri myndaseríu

Raunveruleikastjarnan umdeilda Kim Kardashian er ekki hrædd við að bera líkama sinn fyrir framan myndavélarnar. Margir hafa hneykslast á myndunum sem stjarnan deilir með fylgjendum sínum á Instagram en Kim er þó sama um allar neikvæðnisraddir og heldur áfram að gera það sem hana langar til. Nýjustu myndir Kim á samfélagsmiðlinum eru mjög djarfar og líklega eru margir sem muna setja út á hana fyrir þær. En Kim hefur birt þær óhikað og sýnir okkur með þeim hvað hún er í fanta góðu formi! https://www.instagram.com/p/BejwM1_F9fl/?taken-by=kimkardashian https://www.instagram.com/p/Bejm3Yglg2e/?taken-by=kimkardashian https://www.instagram.com/p/BejjFTSlmDk/?taken-by=kimkardashian https://www.instagram.com/p/BejO55cl_tX/?taken-by=kimkardashian https://www.instagram.com/p/BejK5AaFvpV/?taken-by=kimkardashian https://www.instagram.com/p/BejDGW4FRRS/?taken-by=kimkardashian Lesa meira

Jóhanna Guðrún hokin af reynslu þrátt fyrir ungan aldur: „Það er voðalega fátt sem kemur mér á óvart“

Söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir hefur í mörg ár fangað hug og hjörtu Íslendinga með hugljúfri rödd sinni og faglegri framkomu. Jóhanna varð snemma landsþekkt en hún var lengi talin ein skærasta barnastjarna landsins og hefur því verið í sviðsljósinu öll sín mótunarár. Þegar Jóhanna var einungis níu ára hóf hún að koma fram sem söngkona og sendi einnig frá sér sinn fyrsta geisladisk sem bar nafnið Jóhanna Guðrún 9. Það var árið 2009 sem Jóhanna Guðrún sló í gegn í Rússlandi fyrir hönd Íslands í Eurovision og lenti í öðru sæti, einungis átján ára gömul en þó hokin af reynslu.… Lesa meira

Hreinskilnar og sprenghlægilegar sögur af íslenskum krökkum: Annar hluti

Bleikt fékk á dögunum leyfi frá nokkrum mæðrum til þess að birta hreinskilnar og skemmtilegar sögur af börnunum þeirra. Í kjölfarið birtust enn þá fleiri skemmtilegar sögur og lá því beinast við að birta þær einnig. Hér má því lesa fleiri dásamlega skemmtilegar sögur af íslenskum krökkum að gera það sem þau gera best: Vera hreinskilin! Sonur minn var að ræða við pabba sinn á Skype: Pabbinn: Þú komst einu sinni til Svíþjóðar með mömmu og pabba en þá varstu bara í maganum a mömmu þinni! Sonurinn: Já, þá sá ég ekki neitt og vissi bara ekkert hvert ég var að fara! ° Einu sinni… Lesa meira

Bjargey hefur verið í sambandi í tuttugu ár: „ Þið þurfið ekki að skilja til þess að njóta lífsins“

Bjargey Ingólfsdóttir hefur verið í sambandi með manninum sínum í tuttugu ár eða síðan þau voru einungis fimmtán ára gömul. Á þeim tíma hugsuðu þau lítið um framtíðina en vissu þó að henni vildu þau eyða saman. Nú tuttugu árum síðar standa þau enn saman sem bestu vinir og sálufélagar og hafa lagt hart að sér til þess að láta allt ganga upp. Á þessum tíma hafa þau klárað menntaskóla og háskóla, eignast þrjú börn, komið sér upp heimili og hjálpað hvort öðru að láta drauma sína rætast. Það hefur ekkert alltaf verið auðvelt. Það er basl að mennta sig,… Lesa meira

Sigga Lena ætlar að eignast barn án maka: „Ég ætla mér að láta drauminn rætast“

Draumur, hver er draumurinn!?! Minn stærsti draumur er að stofna fjölskyldu, það er lítið annað sem kemst að hjá mér þessa dagana. En ég tók af sakarið og er byrjuð á undirbúnings vinnu fyrir komandi ár. Í byrjun árs tók ég þá ákvörðun að ég ætla mér að láta drauminn rætast. Til þess að þetta sé möguleiki þá þarf ég að plana mig vel. En að sjálfsögðu var fyrsta skrefið að panta tíma hjá IVF klíníkinni sem ég og gerði, fyrsti tími hjá lækni er í byrjun febrúar. Það sem ég er samt spennt að tala við lækninn og fá nákvæmari… Lesa meira

Hreinskilnar og sprenghlægilegar sögur af íslenskum krökkum

Að eiga barn getur verið mjög krefjandi verkefni. Þau þurfa umsjón allan sólarhringinn, líka þegar þú ert sofandi. Þau elska mat, bara ekki þann sem þú eldar fyrir þau. Þeim finnst nauðsynlegt að segja þér frá öllu því sem gerðist í leikskólanum/skólanum í smáatriðum, einmitt þegar þú situr á klósettinu. Þau eru virkilega léleg í feluleik, nema þegar kemur að því að fela fjarstýringarnar eða húslyklana og þau eru sérstaklega hreinskilin og forvitin, aðallega þegar þau eiga alls ekki að vera það. Þrátt fyrir að börnin geti átt sínar krefjandi stundir er foreldrahlutverkið þó það yndislegasta sem til er og ef ekki… Lesa meira

Fjölbreyttir og litríkir kjólar á SAG

Einungis örfáir dagar eru síðan að konurnar í Hollywood sameinuðust um að mæta allar í svörtum klæðnaði á Golden Globes verðlauna hátíðina til þess að sýna samstöðu gegn kynferðisafbrotum. Í gærkvöldi var hinsvegar mikið um litadýrð þegar SAG verðlaunin voru tilkynnt og má með sanni segja að fegurð og þokki hafi verið áberandi meðal kvennana.     Lesa meira

11 klassískar rómantískar gamanmyndir á Netflix sem tilvalið er að horfa á í kuldanum

Nú þegar myrkrið og kuldinn liggur yfir landinu er rosalega gott að geta lagst upp í sófa á kvöldin, undir teppi, með heitt súkkulaði og finna sér góða rómantíska gamanmynd á Netflix. En vegna þess gríðarlega fjölda af bíómyndum sem eru aðgengilegar á Netflix fara oft heilu klukkustundirnar í það að leita sér að hinni einu réttu mynd. Bleikt hefur því tekið saman lista yfir nokkrar klassískar góðar rómantískar gamanmyndir til þess að horfa á þar til það fer að birta aftur úti. Before We Go Myndin er gefin út árið 2014 og var það Chris Evans sem leikstýrði henni. Aðalleikarar eru Alice Eve, Emma Fitzpatrick og Chris Evans. Before We Go gerist öll á einni… Lesa meira

Er síminn þinn alltaf batteríslaus – Ertu að hlaða hann rétt?

Viðurkennum það bara: mörg okkar elska snjallsímann okkar, þetta litla undratæki sem heldur utan um allt sem við gerum, ættum að gera og þurfum að muna. Við tökum þetta litla tryllitæki með okkur hvert sem er, hoppum af kæti þegar við fáum „ding“ og sofnum með því á kvöldin (svona þannnig séð). En eins og síminn er skemmtilegur og spennandi, þá er það líka alveg drep þegar hann verður batteríslaus. Samkvæmt Battery University erum við flest að hlaða símann okkar á rangan hátt. Hladdu símann oft og stutt í hvert sinn Flestir hlaða símann sinn yfir nótt, svo hann sé… Lesa meira

Svali yfirgefur skerið – flytur til Spánar

Eins og komið hefur fram þá er útvarpsmaðurinn bráðskemmtilegi, Svali Kaldalóns sem síðast sá um morgunþátt Svala og Svavars á K100, ásamt Svavari Erni, að flytja til Tenerife ásamt fjölskyldu sinni. Fjölskyldan flytur í dag. Svali heldur úti bloggsíðu þar sem að hann hyggst skrifa inn reglulega fréttir frá Tenerife. Einnig má fylgjast með honum á Snapchat: svalik. Það er komið að því. Úfff, jæja það er komið að því. Við förum í fyrramálið kl. 09, laugardagurinn 30.desember, dagur sem við höfum beðið eftir. Það hefur gengið á ýmsu síðustu daga og við höfum þurft að hafa okkur öll við að… Lesa meira