Hreinskilnar og sprenghlægilegar sögur af íslenskum krökkum

Að eiga barn getur verið mjög krefjandi verkefni. Þau þurfa umsjón allan sólarhringinn, líka þegar þú ert sofandi. Þau elska mat, bara ekki þann sem þú eldar fyrir þau. Þeim finnst nauðsynlegt að segja þér frá öllu því sem gerðist í leikskólanum/skólanum í smáatriðum, einmitt þegar þú situr á klósettinu. Þau eru virkilega léleg í feluleik, nema þegar kemur að því að fela fjarstýringarnar eða húslyklana og þau eru sérstaklega hreinskilin og forvitin, aðallega þegar þau eiga alls ekki að vera það. Þrátt fyrir að börnin geti átt sínar krefjandi stundir er foreldrahlutverkið þó það yndislegasta sem til er og ef ekki… Lesa meira

Fjölbreyttir og litríkir kjólar á SAG

Einungis örfáir dagar eru síðan að konurnar í Hollywood sameinuðust um að mæta allar í svörtum klæðnaði á Golden Globes verðlauna hátíðina til þess að sýna samstöðu gegn kynferðisafbrotum. Í gærkvöldi var hinsvegar mikið um litadýrð þegar SAG verðlaunin voru tilkynnt og má með sanni segja að fegurð og þokki hafi verið áberandi meðal kvennana.     Lesa meira

11 klassískar rómantískar gamanmyndir á Netflix sem tilvalið er að horfa á í kuldanum

Nú þegar myrkrið og kuldinn liggur yfir landinu er rosalega gott að geta lagst upp í sófa á kvöldin, undir teppi, með heitt súkkulaði og finna sér góða rómantíska gamanmynd á Netflix. En vegna þess gríðarlega fjölda af bíómyndum sem eru aðgengilegar á Netflix fara oft heilu klukkustundirnar í það að leita sér að hinni einu réttu mynd. Bleikt hefur því tekið saman lista yfir nokkrar klassískar góðar rómantískar gamanmyndir til þess að horfa á þar til það fer að birta aftur úti. Before We Go Myndin er gefin út árið 2014 og var það Chris Evans sem leikstýrði henni. Aðalleikarar eru Alice Eve, Emma Fitzpatrick og Chris Evans. Before We Go gerist öll á einni… Lesa meira

Er síminn þinn alltaf batteríslaus – Ertu að hlaða hann rétt?

Viðurkennum það bara: mörg okkar elska snjallsímann okkar, þetta litla undratæki sem heldur utan um allt sem við gerum, ættum að gera og þurfum að muna. Við tökum þetta litla tryllitæki með okkur hvert sem er, hoppum af kæti þegar við fáum „ding“ og sofnum með því á kvöldin (svona þannnig séð). En eins og síminn er skemmtilegur og spennandi, þá er það líka alveg drep þegar hann verður batteríslaus. Samkvæmt Battery University erum við flest að hlaða símann okkar á rangan hátt. Hladdu símann oft og stutt í hvert sinn Flestir hlaða símann sinn yfir nótt, svo hann sé… Lesa meira

Svali yfirgefur skerið – flytur til Spánar

Eins og komið hefur fram þá er útvarpsmaðurinn bráðskemmtilegi, Svali Kaldalóns sem síðast sá um morgunþátt Svala og Svavars á K100, ásamt Svavari Erni, að flytja til Tenerife ásamt fjölskyldu sinni. Fjölskyldan flytur í dag. Svali heldur úti bloggsíðu þar sem að hann hyggst skrifa inn reglulega fréttir frá Tenerife. Einnig má fylgjast með honum á Snapchat: svalik. Það er komið að því. Úfff, jæja það er komið að því. Við förum í fyrramálið kl. 09, laugardagurinn 30.desember, dagur sem við höfum beðið eftir. Það hefur gengið á ýmsu síðustu daga og við höfum þurft að hafa okkur öll við að… Lesa meira

Persónuleikapróf: Hvernig kreppir þú hnefann?

Hvernig þú kreppir hnefann segir margt um persónuleika þinn. Það getur sagt til um skapgerð þína, almennt viðhorf þitt til lífsins og einnig hvernig þú bregst við ákveðnum aðstæðum. Áður en þú lest lengra krepptu hnefann og athugaðu hvort þú gerir það eins og mynd 1, 2 eða 3 sýnir. Ef þú kreppir hnefann svona þá ertu blíð manneskja. Þú ert viðkvæmur, samúðarfullur og hugulsamur. Það sem gerir þig einstakan er tilfinningagreind þín. Þú ert fær um að taka mið af tilfinningum annarra og bregðast við í samræmi við þær, sem gerir þig að manneskju sem gott er að nálgast.… Lesa meira

Myndband: Nýr leikjaþáttur Ellen er stórskemmtilegur

Ellen er sannkölluð drottning spjallþáttanna, á pari við sjálfa Oprah. Hún hefur séð um eigin spjallþátt, The Ellen DeGeneres Show, síðan 2003 og núna er komið að nýjum þætti hennar, Game of Games, en sérstakur kynningarþáttur var frumsýndur 18. desember síðastliðinn. Þættirnir byrja í sýningu þann 2. janúar næstkomandi, en NBC sjónvarpsstöðin lét gera alls sex klukkustunda langa þætti. Líklegt er þó að þeir verði fleiri, Ellen er dáð af áhorfendum og aðdáendum um allan heim og þættirnir eru stórskemmtilegir. Þættirnir snúast um spurningar og þrautir. Átta keppendur keppa í fjórum þrautum, tveir í hverri þar sem einn vinnur. Fjórir… Lesa meira

Þekkir þú Guðmund? – Hann þekkir þig

Einu sinni var maður sem hét Guðmundur. Hann var þeim galla búinn að þegar vinnufélagarnir töluðu um einhvern þá þóttist Guðmundur þekkja viðkomandi. Einn daginn í vinnunni í kaffihléinu voru menn að tala um Björk Guðmundsdóttur. Þá heyrðist í Guðmundi: Já, Björk, hún er nú góð stelpa. Vinnufélagi: Guðmundur, þekkir þú Björk? Guðmundur: Já, hún er mjög fín. Vinnufélagi: Djöfuls kjaftæði Guðmundur. Við erum kominir með nóg af þessu. Þú þykist þekkja alla. Í guðana bænum hættu þessu kjaftæði og haltu þessu fyrir sjálfan þig. Nokkrum dögum síðar í vinnunni: Vinnufélagi: Strákar, Svíakonungur er víst að koma til landsins á… Lesa meira

,,Held að þetta sé jólagjöfin sem allir kærastar vilja undir tréð“

Í tilefni þess að í dag verður dregið í riðla fyrir Heimsmeistaramótið í Rússlandi ákvað landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson, einn af höfundum Beint í mark að senda krökkunum sem dvelja á Barnaspítala Hringsins gjöf. Krakkarnir fengu gefins nokkur eintök af Beint í mark en þar á meðal var eitt áritað af Jóhanni, Gylfa Þór Sigurðssyni og Aroni Einar Gunnarssyni. ,,Okkur fannst það bæði gaman og í raun skylda að gleðja þá sem eru að glíma við erfiðleika, jólin eru tími til þess að gefa af sér ef maður getur," sagði Magnús Már Einarsson einn af höfundum spilsins í samtali við Bleikt.… Lesa meira

Hvað þarf marga í hverju stjörnumerki til að skipta um ljósaperu?

Það er alltaf gaman að velta stjörnumerkjunum fyrir sér og mismunandi eiginleikum þeirra. Þessi frásögn hér er þó meira til gamans en hitt, eða hvað? passar þetta við þig og þína? HRÚTUR : Bara einn. Viltu gera mál úr því eða? NAUT: Einn, en reyndu að koma nautinu í skilning um að sprungna peran sé ónýt og að það sé best að skipta um hana og að það eigi síðan að henda henni. TVÍBURI: Tveir, en þeir skipta aldrei um peruna-- þeir ræða í sífellu um hver á að skipta um hana, hvernig er best að skipta um hana og… Lesa meira

Sigurður rekur íslenskan fjölmiðil í Noregi – Nýja Ísland

Sigurður Rúnarsson stóð uppi atvinnulaus árið 2013 eftir 15 ára starf í upplýsingatæknigeiranum. Hann leitaði að vinnu hér heima, sem tengdist námi hans og atvinnu, en þegar honum bauðst starf í Noregi ákvað hann að slá til og flutti út í janúar árið 2014, og starfar í dag sem forstöðumaður tölvurekstrar hjá reiknistofu samgönguráðuneytisins í Osló. „Ég er að upplagi mikill félagsmálamaður og hef starfað að þeim, var einn af stofnendum íbúasamtaka í Norðlingaholti og síðar varaformaður og formaður og þar ritstýrði ég vef samtakanna,“ segir Sigurður. „Þegar ég flutti til Noregs bauð ég fram starfskrafta mína í Íslendingafélaginu í… Lesa meira

Jólakósífatalína Beyoncé er komin í sölu

Queen B er nú búin að spila út nýjasta trompinu í fatalínu sinni, jólafatnaði sem er bæði kósí og flottur. Línan samanstendur af peysum, heilgöllum og jólaskrauti og er til sölu á vefsíðu hennar. https://www.facebook.com/beyonce/posts/10159784105765601   Lesa meira

Chrissy Teigen tilkynnir óléttuna á skemmtilegan hátt

Fyrirsætan, þáttastjórnandinn og gleðisprengjan Chrissy Teigen á von á sínu öðru barni. Fyrir á hún dótturina Luna, 19 mánaða, með eiginmanninum, söngvaranum John Legend. Og það var verðandi stóra systir sem fékk að tilkynna fylgjendum mömmu sinnar á Instagram um meðgönguna. https://www.instagram.com/p/BbxZhF5l2gn/ Hjónin hafa verið einlæg og opin með baráttuna þeirra við ófrjósemi og vilja til að eignast fleiri börn og því eru þetta sannkallaðar gleðifregnir. Lesa meira

Þraut: Stendur þú þig betur en ljóskan?

Sú mýta hefur lengi loðað við ljóskur að þær séu ekki alveg jafn gáfaðar og konur eru almennt. Fjöldi bóka, kvikmynda, sjónvarpsþátta og brandara eru til um þessa mýtu.  Ljóskurnar hafa samt bara gaman af þessu, því þær vita manna best að háralitur segir ekkert til um gáfnafar. En nú getur þú lesandi góður athugað hvort að þú sért klárari en ljóskan í neðangreindum brandara/prófi sem er eins konar Viltu vinna milljón í ljóskuútgáfunni. - Hve lengi varaði Hundrað ára stríðið? * 116 ár * 99 ár * 100 ár * 150 ár Blondínan segir: Pass. - Frá hvaða landi… Lesa meira

Serena Williams og Alexis Ohanian eru búin að gifta sig

Serena Williams og Alexis Ohanian eru búin að gifta sig Parið sem er búið að vera saman í tvö ár tilkynnti trúlofun sína í desember 2016 og dóttirin, Alexis Olympia Ohanian Jr., fæddist 1. september síðastliðinn. Ohanian, einn af stofnendum Reddit og Williams, ein þekktasta tennisstjarna allra tíma, giftu sig í New Orleans að viðstöddum nánustu vinum og ættingjum, þar á meðal Beyoncé, Kim Kardashian, Eva Longoria og eiginmanni hennar José Bastón og tennisstjarnan Caroline Wozniacki og unnusti hennar, NBA leikmaðurinn David Lee. Lesa meira

Myndband: Mun þetta lag toppa vinsældir Despacito?

Við sögðum frá því í gær að von væri á nýju lagi frá Fonsi, sem tryllti heimsbyggðina með Despacito fyrr á árinu. Lagið er komið út og syngur Demi Lovato með honum í laginu, sem er sungið bæði á ensku og spænsku. https://www.youtube.com/watch?v=TyHvyGVs42U Lesa meira

89 ára gömul amma tekur einstakar og bráðfyndnar ljósmyndir

    Ljósmyndun er áhugamál fyrir unga sem aldna og Kimiko Nishimoto lét háan aldur ekki stoppa sig frá að læra ljósmyndun sem hún uppgötvaði þegar hún var 72 ára. Í dag er hún 89 ára, búin að taka og vinna myndir í 17 ár og þær eru bráðfyndnar. Sonur hennar var að kenna byrjendatíma í ljósmyndun og ákvað hún að skella sér með sem nemandi óafvitandi að með því myndi hún kveikja einskæran áhuga og ástríðu á ljósmyndun. Hún hélt einkasýningu fyrir tíu árum í heimabæ sínum, Kumamoto og fljótlega verða myndir hennar til sýnis í Epson galleríinu í… Lesa meira

The Weeknd kyndir í gömlum glæðum

Það eru um það bil tvær vikur síðan það var gefið út opinberlega að tónlistarparið Selena Gomez og The Weeknd væru hætt saman. Síðan þá er hún búin að kynda upp í gömlum glæðum og farin að deita Justin Bieber aftur og enn einu sinni. En hún virðist ekki sú eina sem kann/getur/vill kynda í gömlum glæðum, The Weeknd er nefnilgea farinn að deita aftur fyrirsætuna Bella Hadid, en einhver papparassinn tók mynd af honum að koma út úr íbúð hennar. Í febrúar síðastliðnum þegar The Weeknd byrjaði að hitta Gomez sagði Hadid í viðtali: „Ég mun alltaf virða hann… Lesa meira

FRAMKVÆMDIR: Nýtt eldhús og nýtt herbergi – Náum við að klára fyrir jól?

Nú er komið um eitt og hálft ár síðan við fluttum inn í íbúðina okkar hér í Hafnarfirðinum og nú er loksins komið að því að gera upp eldhúsið. Við gerðum upp baðherbergið í fyrra og höfum ekki gert neitt meira fyrir íbúðina en það. Eldhúsið var alltaf næst á dagskrá hjá okkur en það er auðvitað ekki alltaf hægt að gera allt í einu en við ákváðum að nú væri komið að þessu og ákváðum að skella okkur í þetta núna og planið er að ná að klára fyrir jól… eru það ekki týpískir Íslendingar? Ég mun sýna allt… Lesa meira

Myndband: Er þetta besta bílaauglýsing allra tíma?

Það getur verið bölvað vesen að selja 21 árs gamlan bíl en ef þú ert skapandi þá er það mun minna mál. Max Lanman leikstjóri og höfundur sem búsettur er í Los Angelses gerði skemmtilega og hugmyndaríka auglýsingu til að auglýsa bíl kærustu sinnar, Honda Accord árgerð 1996, til sölu og hefur auglýsingin vakið mikla athygli. Fimm dögum eftir að bílinn, sem gengur undir gælunafninu „Greenie“, fór í sölu var hæsta boð komið í 150 þúsund dollara og myndbandið var komið með 4 milljón áhorf. Ebay uppboðinu var hins vegar lokað vegna „óvenjulegra uppboðshreyfinga.“ Greinilegt var að einhver starfsmaður Ebay… Lesa meira

Fagnar 112 ára afmæli með bjór og leyndarmálinu að baki háum aldri

Lucy Trecasse fagnaði afmælinu sínu, 112 ára, ásamt vinum og vandamönnum, á dögunum á hjúkrunarheimilinu þar sem hún býr í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum Trecasse passaði upp á að einn af hennar uppáhaldshlutum væri á staðnum til að fagna áfanganum með: bjór. Trecasse ver tíma sínum að mestu í að prjóna, sauma út eða spila bingó, en af og til opnar hún sér einn kaldan og deilir með vini. Hún hefur lengi verið aðdáandi bjórsins, fjölskylda hennar bruggaði meira að segja bjór og seldi á bannárunum og aðspurð hversu lengi hún hefur drukkið bjór, svarar Trecasse alsæl: „Allt mitt líf! 112… Lesa meira

Persónuleikapróf: Hvað sérðu fyrst á myndunum?

Persónuleikapróf eru alltaf skemmtileg. Skoðaðu myndirnar hér fyrir neðan og athugaðu hvað þú sérð fyrst. Lestu síðan áfram til að sjá hvað það segir um persónuleika þinn, viðhorf þitt til lífsins og hvernig þér líður í dag. BÍLL Ef þú sérð bíllinn fyrst, þá þýðir það að frelsi er þér mikilvægt. Þú vilt ferðast á eigin hraða í lífinu og vilt að hlutirnir gangi eftir þínu höfði. Bíllinn táknar líka eiginleika þinn að taka eftir smáatriðum og skilgreina allar aðstæður. Þessi eiginleiki getur stundum verið hættulegur, því hann getur litað dómgreind þína, sérstaklega þegar þú ert í erfiðum aðstæðum. Og… Lesa meira