Svala syngur Paper órafmagnað! MYNDBAND

Svala Björgvins verður fulltrúi okkar Íslendinga í Eurovision söngvakeppninni í Úkraínu í maí - þetta ættu lesendur Bleikt að vita - nema þeir sem voru akkúrat að vakna úr kóma í dag. Þessi glæsilega söngkona var að birta frábæra órafmagnaða útgáfu af laginu á facebook. Gjörið svo vel! https://www.facebook.com/svalakali/videos/1072584146218772/ Lesa meira

Allt á suðupunkti í Svíþjóð vegna úrslita í Eurovision

Sænskir sjónvarpsáhorfendur eru ævareiðir eftir lokakvöld sænsku undankeppni Eurovision en það var á laugardagskvöldið. „Hneyksli!“, „Söguleg kerfisvilla!“, „Hættum að nota dómnefnd!“, er meðal þess sem fólk hefur sagt og skrifað í kjölfar keppninnar. Eurovision er tekið mjög alvarlega í Svíþjóð og skiptir sænsku þjóðina miklu máli og tilfinningarnar eru heitar í þessu máli. Lesa meira

Ragnhildur Steinunn ræddi hægðir sínar við þjóðina

Sjónvarpskonan góðkunna Ragnhildur Steinunn er kynnir á Söngvakeppni Rúv sem er á dagskránni í kvöld - þar klæðist hún ofurhetjubúningi. Eins og vant er ræddi hún við keppendur eftir að allir höfðu stigið á svið. Daði Freyr og Gagnamagnið voru síðustu flytjendur kvöldsins og sátu í mestu makindum í „græna horninu“ þegar Ragnhildi bar að. Daði og félagar höfðu tekið með sér verulega girnilega köku, græna að utan og súkkulaðibrúna að innan. Þegar Ragnhildi var boðið upp á kökusneið skipti engum togum að hún vakti máls á hægðum sínum og gaf í skyn að þær gætu orðið grænar á morgun.… Lesa meira

Arnar og Rakel – Samrýmd og með Celine Dion á heilanum!

Arnar og Rakel eru oft nefnd í sömu andrá, en þau eru eini dúettinn í úrslitum Söngvakeppninnar þetta árið. Lagið þeirra Again, verður flutt á sviði Laugardalshallarinnar í kvöld ásamt hinum sex sem keppa til úrslita. Þó að þau séu sjúklega samhæfð eru þau ekki sama manneskjan en okkur tókst að fá þau til að svara nokkrum spurningum fyrir lesendur Bleikt. Gjörið svo vel! Atriðið ykkar í fimm orðum? Rakel: Fallegt, áhugavert, ljós, raddir og gæsahúð. Arnar: Falleg, dramatískt, gæsahúð, sorglegt og (mjög vel) flutt! Hvað er best við söngvakeppnina? Rakel: Að kynnast fólki í tónlistinni og að fá enn meiri reynslu… Lesa meira

Aron Hannes fílar Heru Björk, Jóhönnu Guðrúnu og Celine Dion!

Aron Hannes er ekki mikið að æsa sig yfir úrslitakvöldinu í Söngvaeppninni í kvöld. Hann ætlar að flytja lagið Tonight, sem er eitt af þeim sjö sem komust upp úr undankeppnum. Aron litur mest upp til Eurovision-dívanna Jóhönnu Guðrúnar og Heru Bjarkar - og við erum viss um að þessar tónlistargyðjur veiti honum styrk í kvöld. Hér koma svör Aronar við spurningum Bleikt. Gjörið svo vel! Atriðið þitt í fimm orðum? Orka, gleði, stuð, ástríða, liðsvinna. Hvað er best við söngvakeppnina? Stór stökkpallur fyrir söngvara eins og mig og koma sýna hvað ég hef upp á að bjóða! Hvernig ætlar þú… Lesa meira

Daði Freyr – Nær vonandi úr sér kvefinu fyrir kvöldið!

Daði og hljómsveitin hans Gagnamagnið komust upp úr undankeppni Söngvakeppninnar og keppa því til úrslita í kvöld í Laugardalshöll. Daði mun standa á sviðinu með félögum sínum og vonandi endurtaka þau hinn ofurkrúttlega elektródans sem fylgdi laginu í undankeppninni. Daði er kvefaður, en verður vonandi búinn að ná röddinni til baka í kvöld. Hann gaf sér tíma til að svara nokkrum spurningum fyrir Bleikt. Gjörið svo vel! Atriðið þitt í fimm orðum? Glens, gleði, glaumur, gúrme, glens Hvað er best við söngvakeppnina? Að hafa svona mikið af fólki í kringum þig til að láta hugmyndir verða að veruleika, sama hversu… Lesa meira

Aron Brink – Vonast til að geta uppfyllt draum pabba síns

Það má kannski segja að Aron Brink sé alinn upp í Eurovison-stemmningu, en báðir foreldrar hans hafa oftsinnis komið að keppninni. Aron tekur nú þátt í fyrsta sinn og er einn þeirra sjö flytjenda sem stíga á svið á úrslitakvöldinu. Við fengum Aron til að taka sér örlitla pásu frá raddæfingum til að svara spurningum fyrir lesendur Bleikt. Gjörið svo vel! Atriðið þitt í fimm orðum? Dansandi gleðisprengja, ást, jákvæðni og orka Hvað er best við söngvakeppnina? Stemmningin í kringum hana. Hún er alltaf svo smitandi á hverju ári. Allir að horfa og velja sitt uppáhalds lag. Bara svo æðislegt.… Lesa meira

Svala ætlar ekki nakin út úr húsi – Hugleiðir fyrir keppnina

Svala Björgvins er að fara að keppa í úrslitum söngvakeppni Rúv á laugardaginn. Lagið hennar heitir Paper og sumir hafa sagt lagið það „júróvisjónlegasta“ af lögunum sjö sem keppa á lokakvöldinu. Viðbúið er að Rúv tjaldi til öllu því fínasta glimmeri sem fáanlegt er á eyjunni á laugardaginn. Við á Bleikt erum sjúklega spennt! Við fengum Svölu til að svara nokkrum spurningum fyrir lesendur. Atriðið þitt í fimm orðum? Kraftur, einlægni, frumleiki, metnaður, ástríða. Hvað er best við söngvakeppnina? Persónulega finnst mér æðislegt hvað ég er búin að kynnast mikið af yndislegu fólki og hvað ég finn fyrir miklum stuðningi frá… Lesa meira

Hildur um Måns: „Er með samsæriskenningu um að svona fullkominn maður sé ekki til“

Margir vakna með lagið hennar Hildar á vörunum og raula Bammbaramm yfir morgunmatnum. Lagið er eitt þeirra sem keppir til úrslita í Söngvakeppni Rúv á laugardagskvöld. Hildur er, eins og aðrir keppendur, á fullu við að undirbúa sig fyrir stóru stundina þegar hún stígur á sviðið í Laugardalshöllinni, hún gaf sér þó tíma til að svara nokkrum spurningum fyrir lesendur Bleikt. Gjörið svo vel! Atriðið þitt í fimm orðum? Glimmer-hjarta-gleði-stuð- Bammbaramm Hvað er best við söngvakeppnina? Þetta er ótrúlega skemmtilegt ferli, búin að kynnast svo mikið af frábæru fólki og svo er þetta frábær auglýsing fyrir mig sem tónlistarkonu. Hvernig… Lesa meira

Ballöðukóngurinn Rúnar Eff lítur upp til Eiríks Haukssonar

Rúnar Eff er einn þeirra sem keppir til úrslita í Söngvakeppni Rúv á laugardaginn. Lagið hans heitir Mér við hlið, eða Make your way home á ensku, og er kraftmikil ástarballaða. Við fengum Effið til að svara nokkrum spurningum fyrir lesendur Bleikt! Atriðið þitt í fimm orðum? Rúnar, Erna, Pétur, Kristján, Gísli Hvað er best við söngvakeppnina? Allt fólkið sem maður kynnist, og svo er þetta frábær kynning Hvernig ætlar þú að undirbúa þig fyrir úrslitakvöldið? Ég reyni aðallega að vera duglegur að hlusta á lagið, svo er það bara þetta klassíska, svefn og vatn 🙂 Hvaða Eurovision-goðsögn dreymir þig… Lesa meira

Måns er mættur til landsins!

Måns Zelmerlöw, sem sigraði í Eurovision árið 2015 með lagið „Heroes“, er mættur til landsins en hann tekur lagið á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í ár. Rúv greinir frá því að SNARPT viðtal hafi náðst við hann þegar hann gekk inn í útvarpshúsið við Efstaleiti. Måns segir þar að hann viti nú ýmislegt um Ísland þar sem hann hafi verið í SAMBANDI VIÐ ÍSLENSKA KONU um skeið. https://www.facebook.com/RUVohf/videos/1325037004248163/ Hann talar fallega um fjöllin og sólina sem hann sá þegar hann vaknaði í morgun. Svo talar hann vel um framlög Íslands í Eurovision keppnina og nefnir sérstaklega Grétu Salóme og Jóhönnu Guðrúnu sem hann… Lesa meira

Svala fór í Carpool Karaoke með Selmu Björns og Jóhönnu Guðrúnu – Myndband

Það gefur auga leið að Svala Björgvins ætlar sér að sigra Söngvakeppnina á laugardaginn og ná langt í Júróvisjón keppninni í Úkraínu í maí. Það byrjar auðvitað á því að læra af þeim bestu – enda bauð hún Selmu Björnsdóttur og Jóhönnu Guðrúnu á rúntinn á dögunum í skemmtilegri stælingu á Carpool Karaoke sem er fastur liður í spjallþáttum James Corden. Eins og alþjóð veit hafnaði Selma í öðru sæti í keppninni árið 1999 með lagið All Out Of Luck. Jóhanna Guðrún náði jafnlangt og Selma árið 2008 með laginu Is It True. Og nú ætlar Svala alla leið með… Lesa meira

„Þú hefur dáleitt mig“ myndbandið frá Aron Brink kemur þér í gott skap!

Aron Brink frumsýndi í dag myndband við lagið Þú hefur dáleitt mig sem hann syngur í Söngvakeppni sjónvarpsins í ár. Lagið er fullt af gleði og yndislega hressu fólki svo það mun án efa gera daginn þinn betri. Aron samdi lagið Þú hefur dáleitt mig ásamt Michael James Down og Þórunni Ernu Clausen. Textann samdi Þórunn með William Taylor. Myndbandið   https://www.youtube.com/watch?v=L0nmVMBUJ7M Lesa meira

Nýtt myndband við Eurovision lagið Til mín – Viðtal!

Nú nálgast Eurovision-keppnin óðum, og lögin sem taka þátt í ár hafa verið kynnt til sögunnar. Eitt laganna sem keppir í ár er Til mín eftir Hólmfríði Ósk Samúelsdóttur, en flytjendur þess eru Arnar Jónsson og Rakel Pálsdóttir. Í gær kom út myndband við lagið - en við á Bleikt ákváðum að hafa samband við flytjendur lagsins og forvitnast aðeins um þau og nýja myndbandið. Arnar Jónsson er 31 árs og er giftur lagahöfundinum henni Hófí. Hann er Árbæingur og pabbi, en á heima í Grafarvoginum núna. Fyrir utan að hafa sungið frá barnsaldri lærði hann tæknifræði og starfar á… Lesa meira

Stuðlag Hildar fjallar um þegar hún hitti kærastann sinn – Nýtt myndband við lagið Bambaramm

Söngkonan Hildur tekur þátt í forkeppni Eurovision sem hefst 25.febrúar, lagið hennar nýja Bambaramm hefur nú öðlast enn meira líf í skemmtilegu texta-myndbandi. Freistar Hildur þess að stíga á stokk fyrir Íslands hönd í Kænugarði þann 9.maí næstkomandi. „Ég fékk Andreu Björk Andrésdóttur vinkonu mína sem er “motion designer" til þess að gera myndbandið. Við unnum saman við gerð síðast myndbands sem ég gaf út og gekk það svona líka glimrandi vel. Andrea er reyndar búsett í Berlín þannig að samvinnan fór fram í gegnum Skype og Facebook, þaning að þessi samvinna er mjög í anda Eurovision - svona á… Lesa meira

Þessi lög keppa í Söngvakeppninni í ár

Tólf lög hafa verið valin til þátttöku í Söngvakeppninni í ár. Rúmlega 200 lög bárust í keppnina sem verður með svipuðu sniði og í fyrra.  Undanúrslitin fara fram í Háskólabíói, laugardagana 25. febrúar og 4. mars. Úrslitakvöldið verður haldið  í Laugardalshöll þann 11. mars. Keppnirnar þrjár verða sýndar í beinni útsendingu á RÚV. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir lögin í ár:   Lag:  Ástfangin / Obvious Love Höfundur lags:  Linda Hartmanns Höfundur íslensks texta:  Linda Hartmanns og Erla Bolladóttir Höfundur ensks texta:  Linda Hartmanns Flytjandi:  Linda Hartmanns Lag:  Bammbaramm Höfundur lags:  Hildur Kristín Stefánsdóttir Höfundur íslensks texta:  Hildur… Lesa meira

Úkraína sigraði Eurovision

Nú er Eurovision-keppninni árið 2016 lokið og var ótrúlega mikið í keppnina lagt að þessu sinni. Samkeppnin var hörð og úr mörgum frábærum lögum að velja en Úkraína bar sigur úr býtum. Ástralía hafnaði í öðru sæti eftir að hafa verið með mikið forskot í stigagjöf dómnefndar. Þetta var annað árið í röð þar sem Ástralía tekur þátt sem er sérstakt að því leyti að landið er augljóslega ekki í Evrópu. Rússneska lagið sem margir höfðu spáð sigri hafnaði síðan í þriðja sæti. Hér má sjá sigurlagið sem inniheldur sterk skilaboð, en myndbandið er frá seinni undankeppninni á fimmtudag: Lesa meira

Justin Timberlake hefur fylgst með Eurovision síðustu tvö ár

Justin Timberlake var sérstakur gestur í Eurovision-keppninni í Svíðþjóð en hann hefur verið í kynningarferðalagi um Evrópu upp á síðkastið. Þetta er í fyrsta skipti sem Eurovision-keppnin er sýnd í beinni útsendingu í Bandaríkjunum en Justin Timberlake sagði í samtali við kynna kvöldsins að hann hefði fylgst með keppninni síðustu tvö ár. Stuttu síðar steig hann á svið og flutti atriði sitt og stóð sig eins og sannur fagmaður. Justin Timberlake er líklega einn frægasti tónlistarmaður sem fenginn hefur verið til að vera með skemmtiatriði í Eurovision og lét salurinn svo sannarlega í sér heyra meðan hann var á sviðinu. Það er… Lesa meira

Allir keppendur hafa stigið á svið: Þetta stóð upp úr

Nú hafa allir keppendur í Eurovision stigið á svið og flutt framlag sinnar þjóðar með mestu prýði. Ástralir og Rússar stóðu sig áberandi vel en það er og verða alltaf skiptar skoðanir á því hvert besta atriðið var. Hér er þó það sem stóð upp úr samkvæmt Íslenskum áhorfendum á Twitter. Við viljum ekki kjósa Pútín, er það? Óþolandi gott lag komandi fra Russlandi sem bara ma ekki vinna. #12stig #RUS — Aslaug Sigurbjornsd (@aslaugarna) May 14, 2016 You are the only one. Lagið fjallar um Pútín og sigra hans. #12stig pic.twitter.com/30yj1JU58c — Huginn Þorsteinsson (@huginnf) May 14, 2016 Hafiði… Lesa meira

Óvæntu úrslitin í undanriðlum

Nú er stóri dagurinn runninn upp sem við erum að sjálfsögðu búin að bíða eftir frá því í fyrra! Allt er ljóst fyrir kvöldið, dómararennsli lokið og fátt eftir nema krossleggja fingur og vona það besta fyrir það sem við höldum með í kvöld. En rétt áður en það gerist ætlum við að rifja upp hvað kom okkur á óvart í undankeppnum. Fyrri undankeppnin Fyrst ber náttúrlega að nefna að við áttum ekki von á því að Greta Salóme sæti eftir og  væri ekki með í kvöld. Við erum ekki einar um það því bæði hrópuðu aðdáendur í salnum ,,Ísland… Lesa meira

Eurovision-leikur fyrir partýið: Prentaðu leikspjöldin hér!

Það þykjast allir vita hver vinnur Eurovision og því tilvalið að halda alvöru keppni í partýinu. Við höfum útbúið leikspjöld svo það eina sem þú þarft að gera er að prenta. Leikurinn er eins einfaldur og hugsast getur: Þú raðar þeim löndum sem þú telur sigurstranglegust í fimm efstu sætinn og þegar niðurstöðurnar skýrast færðu stig fyrir rétt svör eftir leiðbeiningum á leikspjaldinu. Sá sem endar með flest stig sigrar og getur hver og einn hópur ákveðið hvort eða hvers konar verðlaun verða í boði. Smelltu hér fyrir prentvæna útgáfu!   Lesa meira

Hver vinnur Eurovision? Taktu þátt í könnun!

Lokakeppni Eurovision 2016 fer fram í kvöld og líklega margir búnir að velja sitt uppáhaldslag eða það atriði sem þeir teilja líklegast til sigurs. Veðbankar um allan heim hafa meðal annars bent á Rússland, Ástralíu, Úkraínu og Frakkland sem sigurstrangleg lönd. En hver heldur þú að beri sigur úr býtum? Taktu þátt í könnuninni okkar. Lesa meira

Þessi lönd komust upp úr seinni forkeppni Eurovision

Það var líf og fjör í flestum keppendum í seinni forkeppni Eurovision 2016 og stefnir í góða stemningu í lokakeppninni næsta laugardag þrátt fyrir að Ísland taki ekki þátt. Það er full ástæða til að skella einhverju gómsætu á grillið eða elda eitthvað gotterí fyrir fjölskyldu og vini þegar þar að kemur og fagna tónlistinni, hvort sem manni þykir hún skemmtileg eða hallærislegt eða hvort tveggja í senn. Hér eru löndin sem komust alla leið í kvöld: Lettland Georgía Búlgaría Ástralía Úkraína Serbía Pólland Ísrael Litháen Belgía Sjá einnig: http://bleikt.pressan.is/lesa/island-komst-ekki-afram-i-urslit-eurovision/ http://bleikt.pressan.is/lesa/fyndustu-ummaelin-um-seinni-forkeppni-eurovision/ Lesa meira