Ert þú Eurovision stjarna eða hver er þinn frami? Taktu prófið

Lengi vel var frami og velgengni fólks beintengdur við bóknám þess. Síðustu ár hefur hins vegar mikið verið rætt um að bóknám henti ekki endilega öllum og að verknám séu jafn mikilvæg þegar kemur að frama og velgengni. Mikið hefur verið lagt upp með að bjóða upp á margskonar iðn- og verknám sem hentar hverjum og einum. Verkefnið Framapróf er samstarfsverkefni allra iðn- og verkmenntaskóla á landinu og Samtaka Iðnaðarins. Prófið var búið til, til þess að vekja athygli á hversu fjölbreytt nám er í boði í skólunum. Niðurstöður prófsins eru beintengdar við svör frá nemendum sem eru í iðn-… Lesa meira

Nýtt tónlistarmyndband frá Þóri og Gyðu sem taka þátt í undankeppni Eurovision í ár

Þórir Geir og Gyða Margrét syngja saman eitt af þeim tólf lögum sem keppast um að verða framlag Íslands í Eurovision í ár. Lagið sem þau syngja heitir Brosa og tóku þau á dögunum upp myndband við lagið. Myndbandið var tekið upp á Suðurlandi og spila Gullfoss, Geysir og Kerið meðal annars stór hlutverk í því. Hugmyndin var að gerast ferðamenn í okkar eigin landi í einn dag og heimsækja nokkrar af fallegustu náttúruperlum Suðurlands. Við vöknuðum eldsnemma til þess að ná birtunni, fórum á næstu bensínstöð og fengum okkur pylsu með öllu í morgunmat og lögðum svo af stað. Það var fáránlega kalt… Lesa meira

Eftir Júróvisjón: 49 atriði sem komu á óvart á úrslitakvöldinu!

Nú er loks vertíðin á enda runnin þetta árið og við þökkum kærlega fyrir samfylgdina! Áður en við skríðum inn í PED-ið og hlustum á Amar pelos Dois á repeat í fósturstellingu og allar lúppur af Epic Sax Guy sem internetið hefur að geyma, skulum við rifja upp allt það sem var skrítið og skemmtilegt á úrslitakvöldinu á laugardaginn var. Við verðum að sjálfsögðu að taka fram 49 atriði – eitt fyrir hvert portúgalskt framlag fram til dagsins í dag! 🙂 Hressleikinn í kynningum á lögunum setti punktinn yfir i-ið í stemmningarsköpun, hollensku 90’s-gellurnar áttu klárlega flottasta samhæfða múvið! Ísraelinn… Lesa meira

Fyrrum Eurovision sigurvegarinn Alexander Rybak flytur ábreiðu af sigurlagi Salvador Sobral

Salvador Sobral sigraði hug og hjörtu Evrópu þegar hann sigraði Eurovision söngvakeppnina með laginu Amar Pelos Dois síðastliðinn laugardag. Fyrrum Eurovision sigurvegarinn Alexander Rybak birti myndband af sér á dögunum þar sem hann flytur sína eigin útgáfu af portúgalska laginu. Alexander spilar á fiðluna og syngur á ensku í þessari fallegu útgáfu. Alexander vann Eurovision árið 2009 með lagið Fairytale en fyrir mörgum er þetta ár sérstaklega eftirminnanvert í hugum margra því Jóhanna Guðrún okkar lenti einmitt í öðru sæti á eftir Alexander með lagið Is It True. Sjáðu útgáfu Alexander Rybak af Amar Pelos Dois hér fyrir neðan: Lesa meira

Portúgal vann Eurovision söngvakeppnina

Úrslit liggja fyrir í Eurovision söngvakeppninni og var það Portúgal sem bar sigur úr býtum. Í öðru sæti var Búlgaría og Moldavía í þriðja sæti. Lag Portúgals sló gjörsamlega í gegn og vorum við meðal þeirra þjóða sem gáfum þeim 12 stig. Hér fyrir neðan eru tíu efstu löndin: Portúgal: 758 stig Búlgaría: 615 stig Moldavía: 374 stig Belgía: 363 stig Svíþjóð: 344 stig Ítalía: 334 stig Rúmenía: 282 stig Ungverjaland: 200 stig Ástralía: 173 stig Noregur: 158 stig Lesa meira

Þetta höfðu Íslendingar á Twitter að segja um lögin á úrslitakvöldi Eurovision

Íslendingar hafa verið duglegir að tjá sig á Twitter um Eurovision söngvakeppnina undir myllumerkinu #12stig. Nú hafa öll lönd lokið flutning á sínu lagi og kosning er hafin! Hér er það sem Íslendingar höfðu að segja á Twitter um lögin á úrslitakvöldinu: Hugleiðingar Borgarstjórans um líkindi dönsku söngkonunnar og Gísla Marteins: Ef maður pælir í því þá er danska söngkonan augljóslega systir @gislimarteinn - algjörlega eins, bara aðeins síðara hár #12stig — Dagur B. Eggertsson (@Dagurb) May 13, 2017 Hrifningin af portúgalska söngvaranum var mikil: Mig langar svo að hann syngi mig í svefn á kvöldin #por #12stig — Inga… Lesa meira

Skemmtileg tíst fyrir úrslitakvöld Eurovision

Íslendingar hafa verið duglegir að tjá sig á Twitter um Eurovision söngvakeppnina undir myllumerkinu #12stig. Hér eru nokkur skemmtileg tíst fyrir úrslitakvöldið, eins og tillaga að drykkjuleik þar sem Gísli Marteinn er í aðalhlutverki, vangaveltur um vinsældir portúgalska lagsins og frumleika sænska lagsins. Sjáðu þau hér fyrir neðan. Ætla fleiri í þennan drykkjuleik? Er með einfaldan en skotheldan euro drykkjuleik: Drekka þegar Gísli Marteinn talar um nágranna, austantjald eða klíkur#12stig #blackout — E.L. Rey (@ElinLara13) May 13, 2017 Geymum brandarana fyrir Twitter Jæja, júró í kvöld. Munið að eyða ekki bestu bröndurunum á partíið; þeir eiga heima á Twitter. #12stig… Lesa meira

Sérfræðingar Bleikt veðja á Ítalíu – „Vona að Portúgalinn veiti honum harða samkeppni!“

Þær eru vinkonur með áhuga á Júróvisjón keppninni sem verður að teljast yfir meðallagi mikill. Eyrún og Hildur eru konurnar á bak við margar greinarnar sem við á Bleikt höfum birt og tengjast keppninni. Okkur fannst því viðeigandi að spyrja þær nokkurra spurninga og grennslast meðal annars fyrir um ástæður þessa yfirdrifna áhuga á Júróvisjón. Hvers vegna þetta áhugamál? Eyrún: Vitur maður sagði einu sinni: „Ef þú ert orðin þreytt/ur á Júróvisjón, þá ertu orðin/n þreyttur á lífinu“ og ég kýs að lifa eftir því. Það er endalaus gleði, tónlist og saga sem fylgir þessari keppni og í henni kristallast… Lesa meira

Sögustund um Júróvisjón – Kannast lesendur við hina rússnesku Intervision keppni?

Nú, þegar Júróvisjón-keppnin er haldin í Úkraínu og við höfum ekki farið varhluta af hinu kalda andrúmslofti sem ríkir milli heimamanna og gömlu herraþjóðarinnar Rússa (sjá hér), finnst okkur á Allt um Júróvisjón tilvalið að grafa aðeins í sögubókunum og rifja upp tímann þegar járntjaldið var enn uppi. Þá reyndu Sovétmenn að endurskapa Júróvisjón sín megin af þeirri ástæðu að Sovétríkin voru ekki meðlimur í sjónvarpssambandi evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU). Kommúnistaáróðursmaskínan notaði því tækifærið og sagði þegnunum að allt sem vestrið gerði, gæti kommúnisminn gert betur. Útkoman varð Intervision Song Contest. Aldrei heyrt um hana? Ekki skrýtið, því að hún var… Lesa meira

Kálfaklór og kynþokki á fyrra undankvöldi Júróvisjón

Það var heilmikið um að vera á Júróvisjon-sviðinu í Kænugarði á þriðjudagskvöldið þegar fyrri undanriðillinn fór fram. Við litum á það sem okkur fannst standa upp úr! Kvöldið hófst auðvitað á sprengju þegar sænska sjarmatröllið Robin Bengtson skrúfaði kynþokkann í botn strax á fyrstu sekúndunum lags síns, kveikti á litlu brosi og horfði beint inn í hjörtu áhorfenda! Í kjölfarið hófst skikkjusýning sem lauk eftir að skikkjan hennar Svölu blakti undir kraftmiklum söng hennar. Tvær skikkjur voru hvítar, hjá Svölu og Linditu frá Albaníu en hin georgíska Tamara skartaði rauðri skikkju. Allar sátu þær eftir og því spurning hvort það… Lesa meira

Leoncie hraunar yfir Svölu og Bó: „Íslenska tónlistar Ku Klux Klan“

Indverska tónlistarkonan og skemmtikrafturinn Leoncie er ekki þekkt fyrir að sitja á skoðunum sínum. Hún hefur farið mikinn í kommentakerfum DV í tengslum við fréttir um lélegt gengi Svölu Björgvinsdóttur í undankeppni Eurovision en eins og farið hefur ekki fram hjá neinum komst Ísland ekki áfram í úrslit keppninnar sem fer fram á laugaradaginn. Leoncie lætur einnig Ríkisútvarpið heyra það, sem og föður Svölu, Björgvin Halldórsson. Lesa meira

Auglýsing Icelandair sló í gegn í Eurovision umræðunni: „Látið aldrei mótlætið sigra“

Fyrri undankeppni Eurovision var að ljúka og því miður var Ísland ekki á meðal þeirra tíu landa sem komust áfram. Íslendingar fylgdust vel með keppninni ef marka má Twitter en þar voru netverjar duglegir að tjá skoðanir sínar um lögin og allt annað sem tengist útsendingunni. Það vakti ein auglýsing í kringum Eurovision gríðarlega mikla athygli og mikil tilfinningaleg viðbrögð. Auglýsing Icelandair um EM kvenna landsliðið í fótbolta fékk fólk til að gráta en hún snerist um mótlætið sem stúlkur og konur fá að finna fyrir í aðstæðum þar sem karlmenn og karlmennska ráða yfirleitt ríkjum og fá mestu athyglina. Auglýsingin… Lesa meira

Skemmtileg tíst frá fyrri undankeppni Eurovision: „Það vantar fleiri flippuð lög í þessa keppni“

Twitter hefur logað síðustu klukkustundirnar og hafa netverjar verið duglegir að tjá sig um fyrri undankeppni Eurovision söngvakeppninnar með myllumerkinu #12stig. Hér eru nokkur skemmtileg tíst frá kvöldinu: Margrét Gauja var stressuð: Ráð; Ef ykkar besti vinur er að fara að syngja fyrir land og þjóð fyrir framan 200 milljón manna. Byrjið að reykja og drekka. #12stig — Margrét Gauja (@MargretGauja) May 9, 2017 Birgitta Haukdal rifjar upp gamlar og góðar minningar: Drottningin hefur talað 🙏🏻 #12stig pic.twitter.com/XFQRTHfKC2 — Elín Margrét Böðvars (@Elinmargret) May 9, 2017 Sumir voru mjög hrifnir af sænska söngvaranum: Fuck me daddy #12stig #swe — Johanna… Lesa meira

Ísland komst ekki áfram í Eurovision – Þetta eru lögin sem komust áfram

Úrslit fyrri undankeppni Eurovision söngvakeppninnar liggja fyrir og þau tíu lönd sem komust áfram í úrslitakeppnina á laugardaginn eru: Moldóva, Aserbaídjan, Grikkland, Svíþjóð, Portúgal, Pólland, Armenía, Ástralía, Kýpur og Belgía. Ísland komst ekki áfram í ár en þrátt fyrir það erum við ótrúlega stoltar af Svölu. Hún stóð sig eins og hetja og flutningur hennar var stórglæsilegur. Seinni undankeppnin verður á fimmtudagskvöldið.   Lesa meira

Þetta höfðu netverjar á Twitter að segja um flutning Svölu: „Sigurvegari sama hvað gerist!“

Svala Björgvinsdóttir gerði Íslendinga stolta með frammistöðu sinni í fyrri undankeppni Eurovision. Söngurinn var guðdómlegur, hún var töff og flutningurinn í heild sinni var stórglæsilegur að mati Bleikt. Þetta höfðu netverjar á Twitter að segja um flutning Svölu: HÚN ER AÐ STANDA SIG SVO VEL ÉG ER SVO STOLT AF HENNI ÁFRAM ÍSLAND ÁFRAM SVALA #12stig— Sólrún Sesselja (@solrunsesselja) May 9, 2017 Not all heros wear capes. But that queen Svala does! #12stig— Hörður Óskarsson (@hoddioskars) May 9, 2017 WINNER WHATEVER WILL HAPPEN!!! #12STIG— Svanzý (@SvanurP) May 9, 2017 The force is strong with this one. #Eurovision #12stig— Reykjavík Grapevine… Lesa meira

Netverjar á Twitter sammála Gísla Marteini: „Hver er betri að fagna fjölbreytileikanum en þrír hvítir karlar“

Gísli Marteinn kynnir Eurovision söngvakeppninnar fyrir sjónvarpsútsendingu RÚV kom með áhugaverðan punkt gagnvart slagorði keppninnar í ár en slagorðið er „celebrate diversity“ eða fögnum fjölbreytileikanum. Á sömu stundu og hann segir það labba þrír menn á sviðið sem eru kynnar keppninnar í Úkraínu í ár. Hann bætir þá við og segir hver sé betri en þrír hvítir karlmenn að fagna fjölbreytileika. Góður punktur og netverjar voru því sammála: “Who better to ‘Celebrate Diversity’ than three white guys.” #Eurovision #12stig — jc (@callme_jc) May 9, 2017 Celebrate diversity much? #12stig pic.twitter.com/HMW0KCbfig — Bjarki Þór Grönfeldt (@bjarkigron) May 9, 2017 Celebrate Diversity...#12stig#Eurovision2017 #esc2017… Lesa meira

Röð laga í keppninni skiptir öllu máli – Varúð: Aðeins fyrir mikla Júrónörda!

Það er sko sannkölluð þjóðaríþrótt Júrónörda að spá í tölfræði. Reyndar er tölfræði lygilega skemmtileg og mjög margir sem hafa áhuga á henni (ekki bara Júrónördar…). Allir hafa heyrt um „dauðasætið“ sem á að vera annað lag á svið og að það sé dæmt til að gleymast í Júróvisjón o.s.frv. En hefur þetta verið skoðað ofan í kjölinn? Við settum upp spæjarahattinn og beindum stækkunargleraugunum að einmitt þessu, röð laga á svið og hver áhrif hennar geta verið fyrir framganginn. Reyndar tókum við bara saman að þessu sinni hvort röðin hefði áhrif á það að lögin kæmust upp úr undanriðlunum í… Lesa meira

Hér eru lögin sem keppa á móti Svölu í kvöld í fyrri undankeppni Eurovision

Fyrri undankeppni Eurovision söngvakeppninnar fer fram í Kænugarði í Úkraníu í kvöld. Átján þjóðir taka þátt í kvöld og er Ísland á meðal keppenda en Svala Björgvinsdóttir flytur lagið Paper. Keppnin hefst klukkan 19 að íslenskum tíma og er Svala þrettánda á svið. Hér eru öll lögin sem keppa á móti okkur í kvöld í þeirri röð sem þau verða flutt í kvöld. #1 Svíþjóð #2 Georgía #3 Ástralía #4 Albanía #5 Belgía #6 Svartfjallaland #7 Finnland #8 Aserbaídjan #9 Portúgal #10 Grikkland #11 Pólland #12 Moldóva #13 Ísland – ÁFRAM SVALA! #14 Tékkland #15 Kýpur #16 Armenía #17 Slóvenía… Lesa meira

Júróvisjón og veðbankarnir – Svölu spáð 22. – 34. sæti

Svala Björgvins stígur á svið í Kiev í kvöld og þá er aldeilis við hæfi að tékka á veðbankaspám. Í gegnum tíðina hefur það nefnilega verið þannig að um leið og æfingarnar hefjast, taka línur að breytast í veðbönkunum. Oft eru lögin valin innbyrðis og það eina sem hægt er að nálgast stúdíóupptökur sem erfitt er að meta lifandi flutning út frá. Í seinni tíð hafa ýmsir aðdáendaviðburðir og partí bætt úr þessu, því að þá fá flytjendur tækifæri til að koma fram og sýna sig og sannfæra aðdáendur um að þeir hljómi nú einmitt akkúrat eins og á upptökunum… eða… Lesa meira

Júróvisjón partý! Góðar hugmyndir

Fyrsta reglan um gott Júróvisjón-partý er að bjóða öllu skemmtilega fólkinu sem þér dettur í hug! Ekki bjóða þeim sem þú veist að sitja bara úti í horni tuðandi eða þeim sem eru ekkert að fylgjast með og vilja bara ræða um fjármagnshöft, gjaldeyrisforðann og innviði ferðaþjónustunnar! Ekki heldur þeim sem vita ekki einu sinni hver Conchita Wurst er! Þema Í góðu Júróvisjón-partýi má hafa þema, t.d. að hver og einn sé fulltrúi einnar þjóðar sem tekur þátt! Þá verður fólk að klæðast í fánalitum síns lands og vera með fána. Einnig má fá gesti til að klæða sig eins… Lesa meira

DV opnar Eurovision vef – Allt um keppnina á einum stað

Eins og hefur ekki farið framhjá neinum keppir Svala fyrir Íslands hönd í kvöld á fyrra undankvöldi Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Í tilefni af þessari skemmtilegu keppni opnaði DV sérstakan Eurovision vef sem fór í loftið fyrr í dag. DV og Bleikt fjalla um Eurovision og munu allar fréttir um keppnina birtast á þessari síðu. Þar verður einnig hægt að sjá alla helstu umræðuna á samfélagsmiðlum, sjá hvað sérfræðingar okkar segja og skoða myndir frá Eurovision og heimapartýum hér á landi. Þú getur fylgst með öllu því sem birtist á Twitter merkt #12stig, séð allt það sem íslenski eurovision hópurinn birtir… Lesa meira

Svona tengist Paper bílslysinu sem Svala lenti í 2007 – Myndband

Svala okkar allra sem keppir í Eurovision fyrir hönd þjóðarinnar annað kvöld lenti í mjög alvarlegu bílslysi á Reykjanesbrautinni árið 2007. Svala lenti í slysinu ásamt Einari Egilssyni eiginmanni sínum, bræðrum hans og föður þeirra. Slysið setti strik í reikninginn fyrir alla hlutaðeigandi en þau lentu öll á spítala og Einar var þar í fjóra mánuði. Í þessu viðtali við Radio One Lebanon segja Svala og Einar meðal annars frá slysinu og hvernig áhrif það hafði á líf þeirra og feril. Lagið Paper tengist slysinu til að mynda á óvæntan hátt. Horfðu á viðtalið hér: https://www.facebook.com/Radioonelebanon/videos/2146298372059218/ Lesa meira

Páll Óskar fagnar: „Ekki ein sekúnda sem ég mundi breyta“

Í dag eru liðin hvorki meira né minna en 20 ár síðan Páll Óskar Hjálmtýsson flutti lagið Minn hinsti dans í aðalkeppni Eurovision í Dublin. Trúið þið þessu? Við hringdum að sjálfsögðu í Palla í tilefni dagsins og spurðum hvað honum væri efst í huga á þessum tímamótum. „Það fyrsta sem kemur upp í hugann er hversu þakklátur ég er að vera hér 20 árum síðar ennþá að búa til popptónlist - það er ekki sjálfgefið að vera ennþá til svæðis.“ Það vildi svo skemmtilega til að í gær skaust nýjasti smellur Palla, lagið Einn dans, í toppsæti vinsældalista. „Hinsti… Lesa meira