Hversu mikið jólabarn ert þú? – Taktu prófið

Ert þú týpan sem byrjar að telja niður til jóla strax eftir áramót eða gleðstu yfir því að þessi hátíðarhöld eru aðeins einn mánuð á ári? Hér er stóru spurningunni svarað sem þú hlýtur að hafa spurt þig á einhverjum tímapunkti – Hversu mikið jólabarn ert þú? Lesa meira

Hvert er þitt jólalag? – Taktu prófið!

Nú eru jólalögin farin að heyrast víða hvort sem fólki líkar betur eða verr. Þá er auðvitað mikilvægt að spyrja sig, hvert er mitt jólalag? Lagið sem fangar anda hátíðarinnar en lýsir um leið lífi mínu eða minni innri persónu. Taktu prófið og þú gætir komist að því! Lesa meira

Ef kvikmyndatitlar væru smelludólgar

Framboð á upplýsingum hefur aldrei verið meira, notkun samfélagsmiðla er gríðarlega mikil og samkeppnin hörð. Því geta fjölmiðlar þurft að grípa á það ráð að skrifa svokallaða smelludólga. Orðið vísar í fyrirsagnir greina sem hrópa á athygli og vekja forvitni lesenda í von um að þeir muni smella á tengilinn til að lesa meira. Smelludólgarnir eru viðurkenndir þó þeir séu umdeildir og þeir skila árangri í mörgum tilfellum. En hvað ef annars konar margmiðlunarefni væri sett fram með sama hætti, til dæmis kvikmyndir? Við ákváðum að kanna hvernig það myndi hljóma ef þekktir kvikmyndatitlar væru hreinræktaðir smelludólgar. Getur þú giskað… Lesa meira

Hversu vel þekkir þú IKEA vörurnar?

Flestir hér á landi hafa farið inn í IKEA verslunina okkar, sumir oftar en aðrir (við erum ekki að dæma). Mörgum finnst þetta leiðinlegt og forðast verslanir í þessari stærð á meðan aðrir sjá þetta sem einstkonar tómstundaiðkun, að fara einn hring í IKEA. En hversu vel þekkir þú IKEA? Hér fyrir neðan má finna nokkrar af vinsælustu IKEA vörunum í gegnum árin, sjáðu hversu mikill IKEA snillingur þú er! Lesa meira

Druslupróf Bleikt!

Skipuleggjendur Druslugöngunnar hafa í aðdraganda hennar deilt örskýringarmyndböndum sem við höfum birt hér á Bleikt. Þar er leitast við að útskýra ýmis hugtök og sína fram á mikilvægi baráttunnar gegn kynferðisofbeldi. Druslugangan hefst kl. 14 í dag og verður gengið frá Hallgrímskirkju niður á Austurvöll. Að því tilefni höfum við útbúið sérstakt druslupróf. Við hvetjum lesendur til að taka prófið og mæta í gönguna. Lesa meira

Hversu vel þekkir þú strákana okkar?

Undanfarna daga hafa Íslendingar fengið að sjá leikmenn íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu í nærmynd þar sem þeir hafa skarað framúr á EM 2016. Síðasta mánudag sigruðum við Englendinga með tveimur mörkum á móti einu. Í kvöld mætum við Frökkum á heimavelli þeirra Stad de France í París. En hversu vel þekkir þú strákana okkar? Við skorum á þig að para saman nöfn og andlit þeirra leikmanna sem hafa fengið tækifæri til að sanna sig á vellinum það sem af er þessu móti. Lesa meira

Kosningapróf Bleikt: Hversu vel þekkir þú frambjóðendur?

Í tilefni forsetakosninganna 2016 höfum við sett saman einfalt kosningapróf. Frambjóðendur hafa látið ýmis orð falla og komið sínum málum á framfæri í fjölmiðlum og því viljum við kanna hversu vel lesendur þekkja frambjóðendur. Veist þú hver sagði hvað? Taktu prófið og láttu reyna á það! Við hvetjum alla Íslendinga til þess að nýta kosningarétt sinn, mæta á kjörstað, og greiða atkvæði! Lesa meira

Hversu vel þekkir þú Kardashian-fjölskylduna?

Kardashian fjölskyldan er alveg fáránlega vinsæl um allan heim. Sumir elska þessa fjölskyldu og þeirra drama á meðan margir elska að hata þau. Áhuginn á fréttum um fjölskylduna er allavega alveg gríðarlegur og verða þau bara vinsælli með hverjum mánuði sem líður. Tugir milljóna horfa á raunveruleikaþáttinn þeirra og fylgja þeim á Instagram, Facebook, Snapchat og svo í snjallforritunum þeirra. Kris Jenner hefur náð að búa til veldi í kringum fjölskylduna sína en hún eignaðist elstu fjögur börnin með Robert Kardashian en á svo líka tvö börn með Caitlyn Jenner. En hversu vel þekkir þú Kardashian-Jenner fjölskylduna? Taktu prófið hér… Lesa meira

Getur þú svarað öllum þessum spurningum rétt?

Það er alltaf gaman að taka handahófskenndum áskorunum og þess vegna höfum við útbúið próf sem samanstendur af algjörlega handahófskenndum spurningum um hitt og þetta. Veist þú sitt hvað um allt og ekkert? Þú kemst allavega ekki að því án þess að láta reyna á það. Lesa meira

How I Met Your Mother prófið

Þættirnir How I Met Your Mother hófu göngu sína árið 2005 og má segja að þeir hafi reynt að fylla í það gat sem Friends skildi eftir sig. Þó How I Met Your Mother hafi ekki eins stóran og útbreiddan hóp aðdáenda og Friends hafa allar níu þáttaraðirnar notið mikilla vinsælda en síðasti þátturinn var sýndur í mars árið 2014. Hversu vel þekkir þú þættina? Taktu prófið og mundu svo að monta þig! Lesa meira

Þekkir þú muninn á Biblíunni og Kóraninum? Taktu prófið!

Við elskum að alhæfa, hafa skoðanir og tjá okkur um hluti sem við höfum ekki hundsvit á. Þessu er blaðamaður alls ekki undanskilinn. Maður spyr sig gjarnan hvort betra sé að takmarka fordóma sína við ákveðna hópa eða hafa jafna fordóma fyrir öllum – enda verðum við seint fordómalaus. Varðandi umræðu um kristna og múslima, Biblíu og Kóran, Vesturlönd og Mið-Austurlönd, hafa margir sitt hvað að segja. Við dæmum hvort annað á því sem við teljum skilja okkur að, svo sem trú, menningu og hefðir. En er hægt að dæma tvo menningarheima eftir bókum sem skrifaðar voru fyrir þúsundum ára.… Lesa meira