Brjálað fjör í útgáfufögnuði á vegum NÝTT LÍF og RFF – Myndir

Nýtt Líf og Reykjavík Fashion Festival héldu glæsilegan útgáfufögnuð á þriðjudag á Pablo Discobar. Tilefnið var að fyrsta tölublað ársins af tímaritinu Nýtt Líf er komið út, en það er að þessu sinni tileinkað RFF. Þetta er fyrsta Nýtt Líf blaðið frá Sylvíu Rut Sigfúsdóttir sem tók á dögunum við sem ritstjóri. Gestir fengu léttar veitingar frá veitingastaðnum Burro og hressir barþjónar Pablo Discobar sáu um að allir fengu RFF Campari kokteilinn og Kronenbourg Blanc. Viðburðurinn heppnaðist ótrúlega vel og fyrstu 150 gestirnir sem mættu fengu veglegan gjafapoka frá samstarfsaðilum Nýs Lífs. Í pokunum mátti meðal annars finna æðislega glæra… Lesa meira

Förðunarfræðingar kepptust um að fá að farða fyrir RFF í ár

Reykjavik Fashion Festival hóf nýlega samstarf við Reykjavik Makeup School og NYX Professional Makeup. Eigendur förðunarskólans Reykjavik Makeup School munu hafa umsjón með förðuninni á tískusýningum Reykjavik Fashion Festival 2017.  Eigendur skólans, þær Sigurlaug Dröfn Bjarnadóttir og Sara Dögg Johansen munu leiða hóp förðunarfræðinga sem munu farða fyrir tískusýningar RFF með NYX professional makeup vörum. Þær hafa báðar mikla reynslu í förðunargeiranum, en þær sáu nú síðast um förðun á Ungrfrú Ísland og Miss Universe Iceland keppninni. Þeirra hægri hönd baksviðs verður Helga Karólína Karlsdóttir. Ákveðið var að velja úr hópi hæfileikaríkra útskrifaðra og núverandi nemenda skólans til þess að… Lesa meira

Afþreying vikunnar: Big Little Lies

Við lifum sannarlega á gullöld sjónvarpins. Fyrir nokkrum árum síðan hefði engum dottið það í hug að tvær konur sem hlotið hafa Óskar fyrir besta leik í aðalhlutverki myndu láta bjóða sér litla skjáinn. Það er hins vegar þannig sem hlutirnir eru í þáttunum Big Little Lies. Þar fara þær Reese Witherspoon og Nicole Kidman á kostum ásamt einvalaliði leikara. Þættirnir byggja á bók ástralska rithöfundarins Liane Moriarty sem ber sama titil og kom út árið 2014. Þeir eru framleiddir af bandaríska kapalrisanum HBO. Það er enginn smá kanóna úr bandarískri sjónvarpsþáttagerð sem skrifaði þessa sjö þátta míníseríu upp úr… Lesa meira

Djarfir litir og dýraprent í vorherferð Lindex

Lindex tekur á móti vorinu með línu sem samanstendur af nýjum litasamsetningum, spennandi prenti og stílhreinum kvenlegum smáatriðum – í herferð sem mynduð er á framandi strætum Cape Town í Suður Afríku. „Vorið er tíminn til að endurnýja fataskápinn með þægilegum settum, léttum bómullarbolum og nógu mikið af djörfum litum. Khaki grænn, appelsínurauður, svartur og bláir tónar er grunnurinn í vorlínunni, toppað með áberandi afrískum munstrum og dýraprenti,“ segir Annika Hedin, yfirhönnuður hjá Lindex. Lag Diönu Ross „I’m coming out“ sem spilað er undir auglýsingunni og fyrirsæturnar virðast syngja með, endurspeglar einkunnarorð Lindex gagnvart tísku, „we make fashion feel good.“  Herferðin… Lesa meira

Kitlandi kabarett í Reykjavík í apríl – Ekki missa af þessu!

Reykjavík Kabarett hefur heldur betur slegið í gegn með sýningum sínum. Sýningarnar eru fullar af húmor, gleði og losta. Meðal þeirra sem hafa tekið þátt í sýningum Reykjavík Kabarett eru Margrét Erla Maack (ein af 13 kynþokkafyllstu konum landsins um þessar mundir), Ragnheiður Maísól, Þórdís Nadia Semichat ásamt fjöldanum öllum af listamönnum, innlendum og erlendum. Síðustu sýningar skörtuðu alþjóðlegum listamönnum, þeim M Dame Cuchifrita, Edie Nightcrawler, og the Luminous Pariah. Allt frábær atriði og hreint með ólíkindum að sjá þessa listamenn troða upp á pínulitlum bar í borg með nýfædda burlesque og kabarettsenu. Núna er aftur von á góðum gestum,… Lesa meira

Lindex opnar í Reykjanesbæ

Forráðamenn Lindex á Íslandi hafa ákveðið að opna nýja glæsilega 330 fermetra verslun í Krossmóa, Reykjanesbæ þann 12. ágúst nk. Samningur þess efnis hefur verið undirritaður af hálfu Urtusteins fasteignafélags og forráðamanna Lindex. Lindex er ein stærsta tískufatakeðja Norður Evrópu með um 500 verslanir í 16 löndum. Lindex býður upp á tískufatnað fyrir konur, undirföt, snyrtivörur og fylgihluti sem og fatnað á börn og unglinga á hagkvæmu verði. Gera má ráð fyrir að um 6-8 ný störf skapist hjá Lindex við nýju verslunina í Krossmóa. Verslunin, sem staðsett er í aðalgangi verslunarmiðstöðvarinnar, mun bjóða allar þrjár meginvörulínur Lindex. Í fyrirtækinu… Lesa meira

Feud eru frábærir nýir þættir frá höfundi American Horror Story

Feud eru nýjustu þættirnir úr smiðju meistarans Ryan Murphy sem færði okkur American Horror Story og American Crime Story: People vs OJ Simpson. Þeir segja frá erfiðri samvinnu leikkvennanna Joan Crawford og Bette Davis við gerð kvikmyndarinnar What Ever Happened to Baby Jane? sem kom út árið 1962 í leikstjórn Robert Aldrich. Crawford var orðin þreytt á því að fá engin hlutverk lengur vegna aldurs og ákvað því að taka málin í eigin hendur. Eftir að hafa skoðað ótalmörg handrit og tugi bóka fann Crawford loksins eitthvað sem talaði til hennar og það var bókin What Ever Happened to Baby… Lesa meira

Ekki missa af RFF 2017 – Miðar eru komnir í sölu

Reykjavik Fashion Festival, stærsta tískuhátíð ársins, verður haldin dagana 23. - 26. mars í Hörpu. Nú er miðasala formlega hafin og hægt að tryggja sér miða á harpa.is og tix.is. Hægt er að velja á milli dagspassa og helgarpassa. Við á Bleikt ætlum ekki að missa af þessu einstaka tækifæri til að upplifa íslenska tísku eins og hún gerist best. RFF birti á dögunum þetta glæsilega kynningarmyndband, en það er framleitt af Silent, og tónlistin er eftir GusGus: https://www.youtube.com/watch?v=zEW2Tffmdk0 Fylgist með aðdragandanum á Facebook-síðu hátíðarinnar Lesa meira

Dásamlega falleg brúðkaupslína frá Monique Lhuillier og essie

Kjólahönnuðurinn Monique Lhuillier hannar einstaklega fallega brúðarkjóla sem njóta mikilla vinsælda. Hún hefur nú tekið ást sína á brúðkaupum skrefinu lengra og var að gera brúðkaupslínu með merkinu essie. Línan inniheldur sex naglalökk og er væntanleg á markað í apríl. Monique segir að allar brúðir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi í þessari fallegu nýju essie línu. Litirnir eru virkilega flottir og er nokkuð ljóst að fleiri en brúðir og brúðarmeyjar munu næla sér í þá. Við látum ykkur auðvitað vita þegar essie x Monique Lhuillier brúðarlökkin koma til Íslands. Lesa meira

Nýtt frá Real Techniques: PREP + COLOR LIP SET

Ég hef núna verið að safna Real Techniques burstum síðan 2013 og ég er alltaf jafn spennt þegar ég sé að RT séu að koma með nýjungar. Real Techniques er sífellt að leitast við að komast til móts við þarfir aðdáenda sinna og eru því duglegir að koma með eitthvað nýtt á markaðinn! Það nýjasta hjá þeim núna er Prep and prime settin þeirra, ég ætla byrja á að segja ykkur frá Prep + color lip settinu. Fyrir þá sem elska að setja á sig varalit, þá er komið burstasett sem á að gefa frá sér hinu fullkomnu varir. Burstasettið… Lesa meira

Eva Longoria fer á kostum fyrir L‘Oreal

Leikkonan Eva Longoria sem er einna þekktust fyrir hlutverk sitt sem Gabrielle Solis í þáttunum Desperate Housewives fer á kostum í skemmtilegum auglýsingum fyrir Magic Retouch litina L‘Oreal en hún er eitt af andlitum merkisins. Magic Retouch eru hárlitir í úðabrúsa sem eru hugsaðir til þess að þekja rót sem er að vaxa í hárinu það og svo þekja þeir alveg grá hár. Leyfum Evu að sýna okkur hvernig þið farið að… https://www.youtube.com/watch?v=NKnoRiPH1H4 1, 2, 3 og rótin er farin! Litirnir eru svona einfaldir í notkun en það sem þarf að passa uppá er að halda brúsanum í 10 cm… Lesa meira

Partý karíókí á miðvikudögum á Sæta Svíníninu

Diskó dívan og gleðibomban Þórunn Antonía stjórnar partý karíókí í kjallaranum á miðvikudagskvöldum á Sæta svíninu - Gastropub, ásamt heitasta Dj landsins DJ Dóru Júlíu! Þær sameina ást sína á tónlist, gleði og almennu glensi í skemmtilegasta kjallara landsins. All­ir sem syngja fá að snúa lukku­hjóli og eiga tæki­færi á að vinna glæsi­lega eða að minnsta kosti stór­fyndna vinn­inga. Það eru allir velkomnir í Partý karíókí, söngfuglar og söngdívur, laglausir og taktlausir… enda er aðalmálið að hafa gaman. Það verður karíókípartý í kvöld en hér eru nokkrar myndir frá síðustu vikum. Við hvetjum ykkur til að mæta í karíókí í… Lesa meira

Leyndarmálið á bakvið Valentínusarförðun Blake Lively

Eins og við sögðum frá á Bleikt í gær var Blake Lively stórglæsileg í partýinu sínu á Valentínusardag. Það var förðunarfræðingurinn Kristofer Buckle sem sá um förðun Blake en hann notaði bara vörur frá L’Oréal. Það sem vakti sérstaka athygli var óaðfinnanlega áferðin á húðinni hennar. Leyndarmálið á bakviið förðun Blake reyndist vera L’Oréal Paris True Match Foundation farðinn. Hér fyrir neðan má sjá allar vörurnar sem voru notaðar í Valentínusarförðun Blake. Kristofer byrjaði á að undirbúa húð hennar með L’Oréal Paris Hydra Genius Daily Liquid Care (hann notaði fyrir Normal/Dry Skin). Farðinn sem hann notaði var L’Oréal Paris True… Lesa meira

Blake Lively var með rómantískustu hárgreiðsluna á Valentínusardaginn

Leikkonan Blake Lively hélt æðislegt Valentínusardagspartý í gær. Partýið hafði titilinn Galentine's Day Party og og var þetta vinkonupartý þar sem konur skemmtu sér ótrúlega vel saman, með Blake var systir hennar Robyn.  Konurnar og stúlkurnar sem mættu skreyttu kökur, gerðu vinkonuarmbönd og margt fleira skemmtilegt. https://www.instagram.com/p/BQd2be9gZge/?taken-by=blakelively Viðburðurinn var hluti af New York tískuvikunni en partýið hélt Blake í samstarfi við  L’Oreal Paris og fengu gestir meðal annars að kynnast Paints Colorista háralitunum betur. Hárgreiðsla Blake sló sérstaklega í gegn enda ótrúlega viðeigandi í tilefni dagsins. Blake var stórglæsileg eins og ALLTAF (hvernig er þetta hægt???) og klæddist krúttlegum hjartakjól en hárgreiðslan… Lesa meira

Máttur vanans er mikill! – Hverju viltu breyta?

Leiðin að styrkari líkama og heilbrigðara lífi felur í sér að þú verður að hyggja að matarvenjum þínum, draga úr neyslu hitaeininga og hreyfa þig meira.  Þetta eru tæplega ný tíðindi fyrir þig ef þú ert of þung/ur. Lífið er fullt af gildrum og ef þú ætlar að ná markmiði þínu verðurðu að breyta daglegum venjum. Til þess að breyta þarftu að vita hverju þú vilt breyta.  Þú þarft að gera þér grein fyrir því hvernig þitt mynstur er.  Hvar getur þú breytt?  Hverju er auðveldast að breyta?  Settu þér raunhæf markmið, það er ekki vænlegt til árangurs að kúvenda öllu.   … Lesa meira

Innblástur fyrir helgina: Netasokkabuxur

Það er hægt að nota netasokkabuxur undir buxur, pils og kjóla og koma þær sérstaklega vel út undir rifnum gallabuxum. Í uppáhaldi hjá okkur á Bleikt eru netasokkabuxurnar frá Oroblu en þær heita Tricot. Hér fyrir neðan er smá innblástur frá Pinterest. Lesa meira

Ný Fokk ofbeldi húfa í sölu

UN Women á Íslandi hefur sett í sölu nýja Fokk ofbeldi húfu. Húfunni er ætlað að vekja fólk til vitundar um stöðuga ofbeldið sem konur og stelpur þurfa að þola á almenningssvæðum í borgum heimsins. Við hvetjum ykkur kæru lesendur til þess að styrkja þetta flotta framtak. Segir í tilkynningu frá UN Women á Íslandi: Ofbeldi gegn konum, stúlkum og börnum í almenningsrýmum er vandamál um allan heim. Konur sem búa á þéttbýlissvæðum eru tvöfalt líklegri til að verða fyrir ofbeldi, sérstaklega í fátækustu löndum heims samkvæmt rannsóknum á vegum Sameinuðu þjóðanna. Meira að segja í öruggustu borgum heims eins… Lesa meira

Þessir hönnuðir sýna á RFF N°7 í næsta mánuði

Reykjavik Fashion Festival tilkynnti í dag þá fatahönnuði og vörumerki sem munu koma fram á Reykjavík Fashion Festival Nr. 7, sem fram fer í Hörpu þann 23. - 25. mars næstkomandi, en undirbúningur hátíðarinnar er í fullum gangi. Fagnefnd hátíðarinnar valdi alls sex hönnuði og vörumerki úr stórum hópi umsækjenda, en þeir eru: Aníta Hirlekar, Magnea, Inklaw, Ýr, Myrka og Cintamani. Það er Kolfinna Von sem er framkvæmdastjóri hátíðarinnar og er hún að gera ótrúlega spennandi hluti með þennan flotta tískuviðburð. Við á Bleikt erum ótrúlega spenntar fyrir RFF! Miðasala á hátíðina er ekki hafin en við látum ykkur auðvitað… Lesa meira

Lindex fagnar vináttu kvenna í undirfatalínu vorsins

Þriðja árið í röð býður Lindex viðskiptavinum sínum og starfsfólki að taka þátt í Bravolution herferðinni og nú með áherslu á að fagna vináttu kvenna. Í herferðinni eru sex konur sem hafa boðið sérstakri vinkonu sinni að taka þátt í þeirri einstöku upplifun að sitja fyrir sem undirfatafyrirsæta. Þátttakendum úr Bravolution herferðinni í fyrra var boðið að sækja um aftur og voru sex konur valdar til að bjóða með sér sérstakri vinkonu til þess að vera undirfatafyrirsæta í einn dag. Áhersla var á að varpa ljósi á hvatninguna og kærleikann í vináttu þeirra. ,,Þetta er hún glæsilega móðir mín. Hún… Lesa meira

Förðunarinnblástur helgarinnar með NYX Cosmetics

Það kannast eflaust margar við það að eiga auðvelt með það að detta alltaf í sama farið og sama stílinn þegar kemur að förðunum við sérstök tilefni. Fyrir þá sem langar til að prófa eitthvað nýtt er ekki lengra að sækja í innblástur en á Instagram og kíkja á nokkur flott merki til að sjá það sem förðunarfræðingar eru að gera. Við tókum einn rúnt inná Instagrami @nyxnordicscosmetics í leit að hugmyndum fyrir helgina… Ef þetta verðskuldar ekki góða heimsókn í NYX í Hagkaup Kringlu eða Smáralind þá vitum við ekki hvað ætti að gera það…! Lesa meira

Vinsælasti nude varaliturinn á Pinterest!

Nude varalitir koma misvel út á fólki eftir húðlit og náttúrulegum lit varanna. Það er þó einn nude varalitur sem virðist vera flottur á öllum sem prófa hann. Það kemur því ekki á óvart að hann er langvinsælasti nude varaliturinn á síðunni Pinterest. Það sem er svo frábært við þennan fallega varalit er að hann er á frábæru verði OG hann fæst á Íslandi. Varaliturinn sem flestir vista og deila á Pinterest er NYX Cosmetics Soft Matte Lip Cream í litnum London. Liquid varalitir hafa verið gríðarlega vinsælir upp á síðkastið en NYX varalitirnir eru kremaðir og mjúkir en haldast… Lesa meira

Fullkomin húð í þremur skrefum með Fit Me!

Húðin er grunnurinn að fallegri förðun. Svona nærð þú fullkominni áferð á húðina í þremur einföldum skrefum með aðstoð Maybelline. Fit Me! vörurnar hafa svo sannarlega slegið í gegn en hér fyrir neðan er farið yfir einföld skref sem tryggja að grunnurinn að þinni förðun er góður. 1.Byrjaðu á að bera farða yfir allt andlitið og blanda með bursta eða förðunarsvamp - ekki gleyma að draga farða niður á hálsinn og á eyrun. 2. Notaðu hyljara til að hylja þau svæði sem þú vilt, og lýsa upp önnur! Teiknaðu þríhyrning undir augun, á ennið, miðja höku og dragðu línu niður… Lesa meira

Ný auglýsingaherferð frá Krafti vekur athygli – Frægir „bera á sér skallann“

Lífið er núna – það þarf kraft til að takast á við krabbamein eru einkennisorð fyrir nýtt átak Krafts og vitundarvakningu um ungt fólk og krabbamein. Myndir í tengslum við átakið eru byrjaðar að fá athygli á samfélagsmiðlum. Átakið hófst í gær og stendur til 4. febrúar, sem er alþjóðlegur dagur gegn krabbameini. Segir á heimasíðu átaksins: Herferðin snýr að því að safna mánaðarlegum styrktaraðilum fyrir starfsemi Krafts þannig að félagið geti haldið áfram að styðja við bakið á því unga fólki sem greinist með krabbamein og aðstandendum þess. Kraftur er stuðningsfélag fyrir ungt fólk á aldrinum 18 – 40… Lesa meira

Hjartasteinn: Fimm hjörtu af fimm mögulegum

Kvikmyndin Hjartasteinn var frumsýnd hér á landi í gær en hún er eftir Guðmund Arnar Guðmundson. Hann sagði í ræðu sinni fyrir sýninguna að ferlið hafi tekið um 10 ár og nú loksins gæti hann séð draum sinn rætast, að myndin sé sýnd í stóra sal Háskólabíós. Áður hafði myndin þó verið sýnd á kvikmyndahátíðum víðs vegar um heim og hlotið samtals 17 verðlaun. Ég varð mjög hrifin og hélt myndin mér við efnið allan tímann. Myndin er mjög falleg og krakkarnir sem leika aðalhlutverkin, þau Blær Hinriksson, Baldur Einarsson, Diljá Valsdóttir og Katla Njálsdóttir skiluðu því vel af sér.… Lesa meira