Tvímyndaserían eftir Margréti Ósk – Við gefum tvær myndir

Í gærkvöldi birtum við viðtal við Margréti Ósk Hildi Hallgrímsdóttur unga listakonu og í samstarfi við hana gefur Bleikt heppnum vinningshafa tvær myndir úr Tvímyndaseríu hennar. Það sem þú þarft að gera til að eiga möguleika á vinningi er að: 1) Líka við Bleikt á Facebook. 2) Líka við MÓHH verk á Facebook. 3) Skrifa athugasemd við fréttina á Facebooksíðu Bleikt, þar sem þú segir okkur hvaða tvær myndir þú myndir velja þér, ef þú ert svo heppin/n að vinna. Frjálst er að deila leiknum og/eða tagga vini í athugasemd. Heppinn vinningshafi verður dreginn út miðvikudaginn 25. október næstkomandi og fær hann tvær… Lesa meira

„Það skemmtilegasta sem ég geri er að skapa“ – Listakonan Margrét Ósk

Listakonan Margrét Ósk Hildur Hallgrímsdóttir, eða Magga eins og hún er oftast kölluð, er sjálfmenntuð í myndlistinni og hefur haft nóg að gera í fjölbreyttum verkefnum. Hún leggur stund á nám í grafískri hönnun og er búin með fyrsta árið. Magga skapar þó ekki bara listaverk í myndlistinni, því frumburðurinn er líka á leiðinni í heiminn, en Magga á von á sér 31. desember. „Mamma segir að ég hafi byrjað að teikna um leið og ég gat haldið á blýanti,“ segir Magga sem segir innblásturinn koma alls staðar að. Hún teiknar mest með penna eða blýanti, en málar einnig akrýlmyndir og… Lesa meira

Fáðu Smarta sokka heim til þín í hverjum mánuði

Smart socks býður upp á spennandi nýjung sem hefur aldrei verið í boði á Íslandi áður. Þjónustan gengur út á það að fá send til sín sokkapör einu sinni í mánuði. Sokkarnir eru litríkir og skemmtilegir úr 100% bómull. Hugmyndin hefur verið í gangi út um allan heim og notið gríðarlegra vinsælda, en nú loksins er þetta í boði á Íslandi eftir að félagarnir Gunnsteinn Geirsson og Guðmundur Már Ketilsson stofnuðu fyrirtækið Smart socks. Hugmyndin varð til þegar Guðmundur var í heimsókn hjá vini sínum í Danmörku sem var í slíkri áskrift, þar voru vinnufélagarnir allir í áskrift af sokkum… Lesa meira

Vinningshafar sem fá Brynhildr II æfingafatnað frá Brandson eru

Þann 1. október síðastliðinn fórum við af stað með leik í samstarfi við Brandson þar sem tvenn Brynhildr II æfingasett voru gefins, buxur og toppur. Annað settið er svart og hitt hvítt og voru reglurnar einfaldar að líka við Bleikt.is á Facebook og skrifa athugasemd um hvort viðkomandi vildi svarta eða hvíta settið. Við erum búnar að draga út tvo vinningshafa sem gerðu bæði (drógum fyrst út nokkrar sem tiltóku ekki lit eða höfðu ekki like-að við síðuna) og vinningshafar eru: Sesselja Óskarsdóttir sem vildi svart sett til að nota í Heilsunni á Akranesi. Paulina Bednarek sem vildi hvítt sett til… Lesa meira

Bleikt bíó: Happdrætti – varst þú dregin út?

Fimmtudaginn 28. september síðastliðinn bauð Bleikt konum í bíó í samstarfi við Sambíóin. Konur á öllum aldri fylltu salinn í Kringlubíói (og örfáir karlar læddu sér með) og skemmtu sér yfir nýjustu mynd Reese Witherspoon, Home Again. Konum bauðst að setja nafn sitt í lukkupott og við erum búnar að sækja vinningana, draga vinningshafa og viljum ólmar koma vinningum til vinningshafa sem eru eftirfarandi: Fatboy lampi, bleikur að sjálfsögðu, frá Fatboy á Íslandi: Andrea Ösp Kristinsdóttir Gjafabréf frá dúettinum Dúbilló upp á 2 klst. söngskemmtun: Sandra Mjöll Andrésdóttir Gjafapoki frá Inglot Iceland: Heiða Kristín Helgadóttir Gjafapoki frá Bláa lóninu: Helga Ingimarsdóttir Gjafabréf frá… Lesa meira

Bleika slaufan á neglur til styrktar Krabbameinsfélaginu

Hulda Ósk Eysteinsdóttir hjá Heilsu og fegrunarstofu Huldu Borgartúni býður í október upp á bleiku slaufuna í prentuðu formi fyrir þá sem vilja láta gott af sér leiða. Nöglin kostar 1.000 kr. og rennur óskert til Krabbameinsfélagsins. O2Nails Ísland styrkir Huldu með vörum frá O2Nails. Bleikt hvetur sem flesta til að kíkja til Huldu og fá sér bleiku slaufuna.< Lesa meira

Zumbapartý til styrktar Slysavarnafélaginu Landsbjörg

Í dag verður haldið Zumbapartý á Korpúlfsstöðum kl. 14.00 - 15.30. Aðgangseyrir er 2.000 kr. og rennur allur ágóði til Slysavarnarfélags Landsbjargar. Kennarar verða: Hjördís Berglind Zebitz Kristbjörg Ágústsdóttir Ragnheiður Gyða Ragnarsdóttir Birgitta Lára Herbertsdóttir   Lesa meira

Láttu gott af þér leiða á morgun – Spinning fyrir Stígamót

Á morgun fer STÆRSTI SPINNINGTÍMI ÁRSINS 2017 fram í Fylkisheimilinu. Viðburðurinn er í boði Gatorade og World Class og rennur ágóðinn til Stígamóta. Öll spinninghjól World Class, 350 talsins, verða flutt yfir í Fylkisheimilið. Húsið opnar kl. 9:00 og hefst fyrsti spinningtíminn af þremur stundvíslega kl. 10:00. Miðasala er inn á www.enter.is. Hægt er að kaupa sig inn í einn, tvo eða alla þrjá tímana. Það kostar 2.000 kr í hvern tíma og rennur ágóðinn til Stígamóta. Ekki er nauðsynlegt að vera korthafi í World Class til að geta mætt í tímann, allir velkomnir. Hver tími er 45 mínútur og 15 mínútna pása verður… Lesa meira

Bleika band Tobbu design 2017 til styrktar Ljósinu

Í tilefni af bleikum október hefur Tobba Design útbúið bleika skartgripi og rennur hluti ágóðans til Ljóssins. Hægt er að kaupa bleika bandið, eyrnalokka eða bleika tvennu sem samanstendur af tveimur armböndum úr kristal og rosequartz. Bleika bandið er úr kristal, náttúrusteinunum feldspar og rosequartz og nikkelfríum málmi. Lokkarnir og bleika tvennan eru úr sama efni nema ekki með náttúrusteininum feldspar. Armböndin eru til í 5 stærðum frá x-small til large+. Medium er um 19 cm að lengd og það munar um 0,8 cm á milli stærða. Bleika bandið kostar 3.850 kr. stk., 700 kr. renna til Ljóssins. Bleika tvennan… Lesa meira

Stopp! Hugvekja/Tónleikar um geðheilheilbrigði fara fram á Gauknum í kvöld

Hugvekju/minningartónleikar fara fram í kvöld á Gauknum undir yfirskriftinni: Stopp! Hugvekja/Tónleikar um geðheilheilbrigði. Markmiðið er að stöðva fáfræði og fordóma gagnvart geðsjúkdómum og stuðla að því að einstaklingar sem þjást af þeim fái þá hjálp sem þeir eiga skilið. „Tölum um hlutina – geðsjúkdómar eru ekkert til að skammast sín fyrir,“ segja skipuleggjendur tónleikanna, Bylgja Guðjónsdóttir og Elín Jósepsdóttir. Þær hafa fengið til liðs við sig níu hljómsveitir sem munu flytja tónlist á viðburðinum auk þess sem sálfræðingar munu leiða umræðu um geðheilbrigði. Hljómsveitirnar sem koma munu fram eru: World Narcosis Mighty bear We made god Skaði Great Grief Dynfari… Lesa meira

Brynhildr II æfingafatnaður frá Brandson – við gefum tvenn sett

Íþróttafatnaðurinn frá Brandson hefur vakið verðskuldaða athygli að undanförnu, enda fallegur fatnaður sem skartar táknum og mynstri úr norrænni menningu. Það þarf því vart að taka það fram að Brandson er íslenskt vörumerki, hannað á Íslandi, en eins og er framleitt erlendis. Lesa má nánar um Brandson og vörur þeirra hér og á heimasíðu Brandson. Í samstarfi við Brandson gefur Bleikt tveimur heppnum vinningshöfum Brynhildr II æfingasett, buxur og topp. Það sem þú þarft að gera til að eiga möguleika á vinningi er að: 1) Líka við Bleikt á Facebook. 2) Skrifa „komment“ við fréttina á Facebooksíðu Bleikt, þar sem þú segir okkur hvort… Lesa meira

Bleik The Rubz armbönd til styrktar Krabbameinsfélaginu

Annað árið í röð er Kósk ehf. heildverslun í samstarfi við Krabbameinsfélagið með sölu á bleikum The Rubz armböndum. Allur ágóði rennur óskiptur til styrktar Krabbameinsfélaginu. The Rubz armböndin eru búin til úr náttúrulegu siliconi og eru falleg dönsk hönnun. Bleiku The Rubz armböndin koma í sölu 2. október í 40 verslunum. Sjálfboðaliðar sjá um að koma armböndunum í sölu og eins og áður sagði rennur allur ágóði til styrktar Krabbameinsfélaginu. Lesa meira

Allt önnur Ella færð á svið í Mosfellsbæ

Leikfélag Mosfellssveitar setur nú upp metnaðarfulla sýningu, Allt önnur Ella, í samstarfi við Tónlistardeild Listaskóla Mosfellsbæjar. Frumsýning var í gærkvöldi og upplifun gesta er á þann veg að þeir koma inn á jazzbúllu í anda sjöunda áratugarins. Rómantík og afslappað andrúmsloft umlykur þar gesti. Gestir sitja við borð í 70 manna sal, lýsing og umgjörð er seiðandi og fögur í senn. Leikarar þjóna gestum og sjá þeim fyrir veitingum og síðan hefst sýningin frjálslega og án hlés. Lög sem Ella Fidsgerald gerði fræg eru sungin af stórgóðum söngvurum ásamt hljómsveit og einnig kemur fyrir bráðfyndinn leikur og spuni í bland… Lesa meira

Bleikt bauð í bíó – Húsfyllir og stemning í Kringlubíó

Bleikt í samstarfi við Sambíóin bauð í konubíó í Kringlubíói í gærkvöldi. Um 270 konur, ásamt örfáum karlmönnum sem læddu sér með, mættu og sáu nýjustu mynd Reese Witherspoon, Home Again. Kvikmyndin Home Again er komin í sýningu í Sambíóunum. Allar konurnar sem mættu á sýninguna gátu skráð nafn sitt í happdrætti sem Bleikt mun draga út í á mánudaginn næsta. Í verðlaun eru nokkrir vinningar, þar á meðal frá Rekkjunni, Bláa Lóninu, Inglot, dúettinum Dúbilló, Pippa partývörum, Odee, Sumac, Lífrænum matvælum og Blush, sem jafnframt gaf þeim konum sem vildu smokka í gær. Fylgist með á bleikt.is og Bleikt á Facebook, því… Lesa meira

Bleikt bíó byrjar kl. 20

Boðssýning Bleikt.is í samstarfi við Sambíóin er á eftir og við erum mjög spenntar að hitta hóp af hressum konum. Við munum síðan draga vinninga út á mánudag frá nokkrum vel völdum fyrirtækjum. Fylgist með á bleikt.is og á Facebooksíðu Bleikt því við munum gera meira skemmtilegt með lesendum okkar. Lesa meira

Brandson hannar hágæða æfingafatnað nefndan eftir íslensku valkyrjunum

Íþróttafatnaðurinn frá Brandson hefur vakið verðskuldaða athygli að undanförnu, enda fallegur fatnaður sem skartar táknum og mynstri úr norrænni menningu. Það þarf því vart að taka það fram að Brandson er íslenskt vörumerki, hannað á Íslandi, en eins og er framleitt erlendis. ,,Við höfum verið að skoða þann möguleika að framleiða eitthvað hérna heima. Það væri óskandi ef það gengi eftir,“ segir Bjarni K. Thors hönnuður hjá Brandson. Bjarni er menntaður grafískur hönnuður sem hefur nú yfirfært sína þekkingu og hæfileika yfir á nýjan miðil en hann hefur alltaf haft áhuga á hreyfingu og tísku. Hann sá því tækifæri í… Lesa meira

Bleika línan 2017 frá Lindex

Í ár styður Lindex  baráttuna gegn brjóstakrabbameini með sölu á lúxus undirfatalínu þar sem 10% af sölu línunnar rennur til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini. „Við vildum búa til fallegar flíkur fyrir góðan málstað. Með áherslu á fegurð og þægindi hönnuðum við þessa undirfatalínu með fáguðum efnum og fínlegum smáatriðum í fallegum litum allt frá dimmbleikum í dökkrauðan,“ segir Annika Hedin, yfirhönnuður Lindex. Bleika línan samanstendur af 18 flíkum af heimafatnaði og undirfatnaði í miklum gæðum; brakandi hvíta silkiskyrtan, mjúka gráa kasmír settið og flauels sloppurinn í antikbleiku ásamt undirfötum í bleikum og svörtum tónum með glæsilegri blúndu. í línunni er einnig… Lesa meira

Bleikt býður í bíó – Home Again í Kringlubíói

Home Again segir frá Alice Kinney (Reese Witherspoon), sem skilur við eiginmann sinn í New York og flytur ásamt dætrum sínum aftur á æskuslóðirnar í Los Angeles, endurnýjar kynnin við gamla vinkonuhópinn og móður sína og fer að byggja upp nýtt líf fyrir sig og dætur sínar. Að áeggjan móður sinnar (Candice Bergen) leyfir hún þremur ungum og blönkum kvikmyndagerðarmönnum (Nat Wolff, Pico Alexander og Jon Rudnitsky) að flytja inn í gestahúsið. Málin flækjast svo enn frekar þegar hún hefur ástarsamband við einn þeirra. Fyrr en varir eru gestirnir þrír orðnir hluti af heimilislífinu og Alice og dætur hennar farnar… Lesa meira

Ágúst Borgþór með útgáfupartý Afleiðinga

Út er komið smásagnasafnið Afleiðingar eftir Ágúst Borgþór Sverrisson. Sögurnar eru fjölbreyttar að efni en fjalla gjarnan um þær stundir þegar mannfólkið þarf að horfast í augu við afleiðingar gjörða sinna. Á miðvikudag hélt hann útgáfupartý í Eymundsson Skólavörðustíg þar sem höfundur las upp úr bókinni og boðið var upp á veitingar. Lesa má nánar um bókina hér.     Lesa meira

„Fæðubótarefni geta hjálpað við að ná árangri“ – Rannveig setur saman startpakka

Nú er haustið komið og er það löngu orðin óskrifuð regla að þá sé tíminn til að huga að ræktinni. Nú byrjar átakið, námskeiðin að hefjast og allir taka matarræðið í gegn. Rannveig Hildur Guðmundsdóttir æfir allt árið og æfir að jafnaði fimm sinnum í viku. „Ég reyni að vera dugleg að æfa hvenær sem tími gefst til. Ég var alltaf mun skipulagðari með æfingatímana mína þegar ég var að keppa í módelfitness. Þá var ég að mæta um sex til tíu sinnum í viku. Ætli ég sé ekki að mæta um fimm skipti í viku núna. Það kemur nú… Lesa meira

Spennubækur Angelu Marsons – við gefum þrjár bækur

Athugið: Búið er að draga í leiknum. Bækur Angelu Marsons um lögreglufulltrúann Kim Stone hafa hlotið góðar viðtökur hér á landi sem og erlendis. Þrjár bækur eru komnar út á íslensku: fyrsta bókin var Þögult óp, þá kom Ljótur leikur og nú er þriðja bókin, Týndu stúlkurnar komin út. Drápa gefur bækur Marsons út á Íslandi og hefur þegar samið um að halda áfram að gefa þær út. Þannig mun fjórða bókin, Play Dead, fara í þýðingu nú í haust og koma út í byrjun árs 2018. Í samstarfi við Drápu gefur Bleikt einum heppnum vinningshafa bækurnar þrjár sem komnar eru út… Lesa meira

Heilsudagbókin mín – við gefum þremur heppnum eintak af bókinni

Athugið: Búið er að draga í leiknum. Anna Ólöf lét hugmynd sem hún hafði gengið lengi með verða að veruleika, heilsudagbók, sem Anna Ólöf nefnir Heilsudagbókin mín. Sjá viðtal hér. Í samstarfi við Heilsudagbókin mín gefur Bleikt eintak af bókinni. Þrír heppnir einstaklingar fá bók. Það sem þú þarft að gera til að eiga möguleika á vinningi er að: 1) Líka við Bleikt á Facebook. 2) Skrifa „komment“ við fréttina á Facebooksíðu Bleikt, þar sem þú segir okkur eitt markmið sem þú myndir setja þér í fyrstu vikunni. Við drögum út mánudaginn 18. september næstkomandi kl. 13 og munu vinningshafar fá tilkynningu á Facebook.   Lesa meira

Anna Ólöf gefur út bókina Heilsudagbókin mín

Anna Ólöf Sveinbjörnsdóttir fékk blóðtappa í bæði lungu fyrir tveimur árum, í kjölfarið endurskoðaði hún margt í sínu lífi. Eitt af því var að láta hugmynd sem hún hafði gengið lengi með verða að veruleika, heilsudagbók, sem Anna Ólöf nefnir Heilsudagbókin mín. Lesa meira