Varalitapalletturnar frá L’Oréal: Hvaða týpa ert þú?

Varalitapalletturnar frá L'Oréal er hægt að fá hlutlausar eða litsterkar svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Litirnir hjálpa þér að fullkoma þinn lit á vörunum og jafnvel er hægt að blanda litunum saman og gera þannig enn fleiri liti úr þeim sex sem eru í hverri pallettu. Formúlan í varalitunum er hin vel þekkta og vel nærandi Color Riche formula sem gefur þéttan lit, góðan raka og fallegan glans. Hvaða týpa ert þú? Lesa meira

Oroblu sokkar við buxur og leggings í sumar

Sumarið er tíminn til þess að vera í opnari skóm og leyfa fallegum sokkum að njóta sín. Á þessum árstíma er líka tilvalið að nota styttri buxur eða setja smá uppábrot á buxur og leggings. Oroblu er með ótrúlega flott úrval af fallegum sokkum sem endast vel og eru ótrúlega fallegir við buxur og leggings. Hér eru nokkrar týpur sem eru í uppáhaldi hjá okkur:   Lesa meira

Camilla Rut gisti á Centerhotel Þingholt í kringum brúðkaupið: „Mér leið eins og drottningu“

Það getur verið virkilega rómantískt að gista á hóteli nóttina eftir brúðkaupið sitt. Brúðkaupsdagurinn er einstakur og því tilvalið að hafa nóttina líka einstaka. Þegar horft er á heildarkostnaðinn við brúðkaup væri gisting á hóteli aðeins lítill hluti af því og algjörlega þess virði. Það er mjög vinsælt hjá brúðhjónum hér á landi að gista á CenterHotel Þingholt því hótelið býður upp á svo miklu meira en bara gistingu. Brúðhjónin geta gist í einu af gullfallegu herbergjunum á hótelinu og borðað svo saman dásamlegan morgunverð næsta dag, á herberginu eða á veitingastað hótelsins. Eftir það er svo hægt að skella… Lesa meira

geoSilica og áhrif þess á líkamann: „Hárið byrjaði að vaxa á ógnarhraða!“

geoSilica er sprotafyrirtæki sem vinnur kísil fæðubótarefni úr háhitavökva frá Hellisheiðarvirkjun. Fyrirtækið hefur markaðssett vöru sína á Íslandi og erlendis undanfarin misseri en ýmis jákvæð áhrif kísilsteinefnis hafa verið rannsökuð s.s. í tengslum við mótun beina og kollagens í líkamanum auk þess sem steinefnið virðist hafa hlutverki að gegna varðandi varnir líkamans gegn vírusum í meltingavegi, svo eitthvað sé nefnt. Frá því að geoSilica hóf framleiðslu og sölu á geoSilica fæðubótarefninu hefur fyrirtækinu borist reynslusögur frá notendum sem merkja jákvæðar breytingar á heilsu. Má þar helst nefna bættan járnbúskap líkamans og minni lið- og bakverki auk þess sem inntaka virðist… Lesa meira

Ísafold SPA: Æðisleg afslöppun fyrir einstaklinga, pör og hópa

Ísafold SPA á Centerhotel Þingholti er einstaklega fallegt SPA og flott innréttað. Þar er að finna rúmgóðan heitan pott með regnfossi, gufubað og þar er einnig líkamsræktaraðstaða og nuddherbergi.  Á Ísafold SPA er líka boðið upp úrval af afslappandi nuddmeðferðum sem hægt er að bóka með 24 klukkustunda fyrirvara. Ísafold SPA er staðett í mikilli nálægð við veitingastaðinn Ísafold Restaurant sem býður upp á þann skemmtilega valmöguleika að blanda saman notalegri stund í Ísafold SPA með góðum drykkjum og léttum smakkbakka sem framreiddir eru í pottinn. Ísafold SPA er frábær kostur fyrir einstaklinga, pör og hópa og er meðal annars… Lesa meira

Láttu förðunina endast allan daginn með L’Oréal

Mikilvægur þáttur í fallegri förðun er góður grunnur og lokaskref svo förðunin endist vel og lengi. Við mælum með því að þú prófir þessar dásamlegu vörur frá L'Oréal með þínum uppáhalds farða. Konur um allan heim eru að missa sig yfir Infallible farðagrunninum og fixing mist spreyinu og ekki skemmir verðið fyrir.   Infallible Priming Base Eftir að þú setur á þig rakakrem þá grunnar þú andliitið með Infallible Priming Base farðagrunninum sem er fullkomlega mattur og hentar vel undir alla farða. Þetta er gelkenndur primer sem fyllir vel upp í húðholur án þess að stífla og gerir húðina ómótstæðilega mjúka.… Lesa meira

Risastór rappveisla í Laugardalshöll næstkomandi föstudag

Þann 7. júlí næstkomandi mun Hr. Örlygur og útvarpsþátturinn Kronik slá upp sannakallaðri rappveislu í Laugardalshöllinni, þar sem fram koma fremstu rappara landsins ásamt bandaríska rapparanum Young Thug og dúóið Krept and Konan frá Bretlandi. Það er því óhætt að segja að um hvalreka sé að ræða fyrir aðdáendur rapptónlistar á Íslandi og eitthvað sem enginn má láta fram hjá sér fara. Miðasala fer fram á Tix.is. Upphaflega stóð til að Young Thug, Krept and Konan, Emmsjé Gauti, Aron Can og Alvia Islandia myndu troða upp í Höllinni. Það eru engar ýkjur þegar sagt er að íslenska rappsenan sé í… Lesa meira

Svona virkar Colorista frá L’Oréal – Myndband

Colorista hárvörulínan frá L’Oréal er loksins komin til landsins.  Colorista er stórglæsileg hárvörulína sem inniheldur allt frá permanent litum yfir í svokallaða washout liti sem skolast út eftir nokkra þvotta ásamt spreyjum og æðislegum pökkum til að gera dásamlegar balayage strípur eða tryllt ombré. Colorista Washout litirnir skolast úr hárinu eftir um það bil eina eða tvær vikur. Það eru 10 æðislegir litir í boði svo því er hægt að leika sér með liti án skuldbindingar. Ásamt Washout litunum kemur einnig í sölu svokallað Fader shampó sem hjálpar hárinu að losna við litinn fyrr sé þess óskað. Hvaða lit hefur… Lesa meira

L‘Oreal Glam Beige Healty Glow: Létt og ljómandi húð í sumar

Nú þegar sólin er farin að láta sjá sig og margir komnir með smá lit er tilvalið að nota léttari farða á daginn. Glam Beige Healty Glow línan frá L‘Oreal er fullkomin fyrir sumartímann en þetta eru dásamlegar vörur með létta og náttúrulega áferð. Glam Beige Healty Glow Foundation er litað dagkrem sem er fáanlegt í tveimur litatónum. Farðinn inniheldur SPF 20 til að vernda húðina fyrir hættulegum geislum sólarinnar og gefur húðinni fallegan sólkysstan lit. Sólarinnar. Glam Beige Healthy Glow púðrið má nota á allt andlitið eða á hápunkta þess til þess að fá fallegan sólbrúnan lit. Áferð púðursins… Lesa meira

Lindex opnar netverslun í haust: „Við erum full tilhlökkunar“

Forráðamenn Lindex á Íslandi hafa ákveðið að opna nýja netverslun á slóðinni lindex.is í haust. Boðið verður upp á tískufatnað fyrir konur, undirföt, snyrtivörur og fylgihluti sem og fatnað á börn og unglinga á hagkvæmu verði. Vörurnar munu verða afhendar beint úr nýju vöruhúsi félagsins sem mun tryggja að afhendingartími verður með stysta móti. „Við erum að innleiða netverslun á öllum okkar stöðum og leggjum mikla vinnu í það og einurð. Við erum full tilhlökkunar að geta boðið okkar hagkvæmu tískuvörur í netverslun sem er á heimatungumálinu og gefa upp verð í heimagjaldmiðlinum.“ segir Ingvar Larsson, forstjóri Lindex. ”Við erum… Lesa meira

Heimsókn til H&M: Þetta verður í boði í verslunum H&M á Íslandi!

Verslunarrisinn H&M bauð nokkrum fjölmiðlakonum til Osló í vikunni og átti Bleikt fulltrúa á staðnum. Á dagskránni var heimsókn í H&M sýningarstúdíóið og þar mátti meðal annars sjá studio-línuna fyrir næsta haust/vetur. Fyrri hluti haust/vetrar línunnar var til sýnis í stúdíóinu en seinni hlutinn verður ekki frumsýndur fyrr en í ágúst og þá megum við birta myndir af þeim vörum. Línan er fyrir bæði dömur og herra. Dömulínan er innblásin af New York borg og fjölbreytileikanum þar. Stíllinn er fágaður í bland við götutísku og er útkoman virkilega flott. Sniðin eru kvenleg í bland við karlmannlegar línur og eru hentar… Lesa meira

Trylltur gjafapoki á förðunarnámskeiði Sir John – Þetta fengu allir þátttakendur með sér heim

Sir John förðunarfræðingur Beyoncé hélt masterclass í förðun í Hörpunni um helgina. Sir John var hér á vegum Söru og Sillu eiganda Reykjavík Makeup School og er hann einn færasti förðunarfræðingur í heiminum í dag. Fyrrum og núverandi nemendur skólans mættu til þess að ná sér í viðbótarmenntun ásamt fleiri förðunarfræðingum og áhugafólki um förðun.     Mikill spenningur var fyrir komu Sir John en hann er einn sá færasti í bransanum og voru þátttakendur á námskeiðinu yfir 100 talsins. Allir þáttakendur á námskeiðinu fengu að hitta Sir John eftir námskeiðið og fengu svo viðurkenningarskjal. Einnig fóru allir heim með… Lesa meira

Fullkomin förðun með nýju burstasettunum frá Real Techniques

Nú voru að mæta í verslanir tvö ný og falleg burstasett frá Real Techniques sem ættu að gleðja hvaða burstasafnara sem er! Um er að ræða eitt sett til að gefa hinn fullkomna farðagrunn og annað sett til að gefa húðinni hina fullkomnu ljómandi áferð.   Fresh Face Favorites settið inniheldur allt sem þú þarft til að gera hinn fullkomna náttúrulega farðagrunn! Í settinu er að finna splunkunýjan BB/CC krem bursta ásamt tveimur öðrum burstum sem eru Real Techniques aðdáendum vel kunnugir en þeir eru Contour brush og Detailer brush. Ásamt þessum þremur burstum er að finna sex svampa sem… Lesa meira

Bronsverðlaunahafi verður gestakokkur á Apotekinu næstu daga

Dagana 31. maí til 4. júní verður bronsverðlaunahafi Bocuse d´or 2017, Viktor Örn Andrésson, gestakokkur á Apotekinu. Til mikils má vænta af Viktori en í boði verður sjö rétta smakkseðill sem á eftir að kitla bragðlauka matargesta. Viktor sem hefur verið í landsliði matreiðslumanna frá árinu 2009 var kjörinn matreiðslumaður Íslands árið 2013 og matreiðslumaður Norðurlandanna árið 2014. Síðasti gestakokkur á Apotekinu, Julian Medina, vakti mikla athygli á matarhátíðinni Food & Fun á þessu ári er honum var meinað að bera fram engissprettur af heilbrigðiseftirlitinu. Viktor ætlar að halda sig við öllu hefðbundnara hráefni en kollegi hans og má til… Lesa meira

Nýjasta nýtt frá Real Techniques

  Real Techniques systurnar Sam og Nic sitja ekki auðum höndum en nú eru að rata í verslanir hér á landi heill hellingur af nýjum og dásamlegum burstum frá Real Techniques. Því er heldur betur tilvalið af fara aðeins yfir nýju burstana og burstasettin frá systrunum. Eitt af þeim settum sem er komið í verslanir er ný og endurbætt útgáfa af hinu sívinsæla Real Techniques augabrúnasetti. Ólíkt fyrra settinu inniheldur þetta skæri og aðra bursta. Settið inniheldur brow scissors, angled tweezer, brow brush, brow spoolie, brow highlighting brush og fallega tösku. Annað nýtt og endurbætt set er Flawless base settið.… Lesa meira

Val Garland tekin við sem listrænn stjórnandi hjá L’Oréal

Hin óviðjafnanlega Val Garland hefur tekið við sem listrænn stjórnandi hjá L’Oréal! Við höfum lengi vel þekkt Val sem ótrúlega færan förðunarfræðing sem þorir að taka áhættu og fara sínar eigin leiðir. Val hefur starfað með mörgun af skærustu stjörnum Hollywood en þar má meðal annars nefna Taylor Swift, Kate Moss og Lady Gaga. Hún er til dæmis snillingurinn á bakvið hin frægu skörpu kinnbein Lady Gaga sem hún skartaði fyrir Born This Way plötuumslagið sitt. Val segist ekki geta beðið eftir því að fara inn á tilraunastofur L’Oréal og hjálpa til við að skapa förðunarvörur sem hún telur sjálfa… Lesa meira

Hydra Genius er rakabomba í vökvaformi

Æðislegu Hydra Genius nýjungarnar frá L’Oréal eru komnar til landsins í tæka tíð fyrir sumarið. Hydra Genius eru æðisleg ný og næringarrík rakakrem í formi vökva sem eru innblásin af asískum húðvörum. Formúla Hydra Genius rakakremanna er einstök þar sem kremið breytist í hálfgert vatn þegar það kemst í snertingu við húðina. Kremið inniheldur Aloe vatn og Hyaluronic sýru sem sjá til þess að húðin dregur það í sig við fyrstu snertinu og tryggir 72 klukkustunda raka! Þar sem húðin dregur í sig rakann um leið og kremið er sett á hana er tilvalið að bera það á húðina undir… Lesa meira

Sumarleg lökk frá essie

Nú er sumarið komið og því kominn tími til að draga fram alla klassísku Essie sumarlitina! Essie lökkin eru fullkomin fyrir sumarið þar sem þau gefa nöglunum æðislegan lit og frábæra endingu. Hér má sjá nokkra af okkar uppáhalds Essie sumarlitum sem fást alltaf á sölustöðum Essie. Tart deco Tart deco er litur maímánaðar hjá Essie og það ekki af ástæðulausu! Þessi æðislegi appelsínuguli litur hefur ratað inni í hjörtu margra hér á landi enda fullkominn sumarlitur.   Sand Tropez Það þurfa allir að eiga einn glæsilegan nude lit fyrir sumarið og Sand Tropez er einmitt sá litur! Þessi gullfallegi… Lesa meira

ENGLA PRIMER

Mig langaði að sýna ykkur vöru frá NYX sem ég er búin að vera að nota fáránlega mikið undanfarna mánuði. Varan er Angel Veil Skin Perfecting Primerinn en hann fékk ég í jólagjöf frá merkinu síðastliðinn desember. Primerinn er silíkon farðagrunnur svo ef þið fílið ekki svoleiðis grunna þá hentar þessi ykkur örugglega ekki, en ef þið hinsvegar elskið þá eða vitið ekki hvað það þýðir þá skuluð þið endilega lesa meira. Silíkon farðagrunnar sitja ofan á húðinni eins og hula þar sem þeir fylla upp í húðholur og fínar línur og sjá til þess að allur farði sem er settur… Lesa meira

Fimm frábærar sumarvörur frá Tölvutek

Lífið breytir um svip á vorin og sumrin. Við erum meira á ferðinni og njótum þess að vera úti í birtunni og betra veðri. Tölvutek býður nú upp á fjölbreyttar og frábærar sumarvörur á einstöku tilboði sem geta fylgt okkur inn í sumarið og gert það enn ánægjulegra. Kobo Touch er ein flottasta lestölva í heimi. Hún er með vönduðum snertiskjá, þráðlausu neti og geymsluplássi fyrir þúsundir bóka. Þessi glæsilegi gripur fyrir bókaorminn er nú á stórlækkuðu verði og kostar aðeins 14.990 kr.   Wonlex GPS snjallúr fyrir krakka. Skemmtileg og falleg úr fyrir börnin – aukið öryggi með GPS-staðsetningu.… Lesa meira

Vinsælustu litir essie á Íslandi

Essie naglalökkin eru gríðarlega vinsæl um allan heim og fullt af skemmtilegum litum eru í boði hjá merkinu. Til að auðvelda einhverjum leitina að nýjum lit til að bæta við í safnið er um að gera að fara yfir topp 10 lista yfir vinsælustu essie litina á Íslandi í dag! 10. Mademoiselle Hinn fullkomni litur sem líkist meira náttúrulegum lit naglanna og gefur þeim bara þannig heilbrigðan og fallegan glans og jafnar um leið litarhaft naglanna.   9. Licorice Svartur er alltaf klassískur og uppáhalds litur margra enda setur hann elegant stíl yfir heildardressið og gefur kannski smá rokkað útlit.… Lesa meira

„Fékk vinnu strax eftir námið“ – Hefur þú áhuga á kvikmyndum og SFX förðun?

NN Make Up Studio útskrifaði um daginn sinn annan hóp í SFX Special Effects förðunarnámi en NN Studio sérhæfir sig í stuttum förðunarnámskeiðum fyrir einstaklinga og fagfólk. Námskeiðin eru fyrir alla sem áhuga hafa á SFX förðun og vilja kynnast þeim heimi betur. Á námskeiðinu lærðu nemendur hvernig er að vinna við kvikmyndir en þaulreyndir kennara með áralanga reynslu í faginu kenna nemendum og miðla reynslu sinni. Nemendur læra allt sem viðkemur SFX förðun; sár, ör, zombie, öldrun, frost og bruni, að búa til grímur og aukahluti, skalla og ótal margt fleira. Nemendur fá jafnframt veglegan vörupakka frá Kryolan og… Lesa meira

Nýjungar ársins frá L‘Oreal Paris

Það er alltaf af nægu að taka í snyrtivöruheiminum hérlendis og um þessar mundir eru sölustaðir snyrtivörumerkjanna fullar af spennandi nýjungum. Það er þá ekki seinna en vænna að fara yfir brot af því besta sem er nú þegar komið í búðir. Hér sjáið þið þær nýjungar sem eru að vekja sérstaklega mikla lukku hjá aðdáendum L‘Oreal Paris Infallible Fixing Mist Þetta er án efa nýjungin sem á eftir að slá í gegn því lengi hefur vantar akkurat svona vöru frá L‘Oreal hér á Íslandi og margir beðið spenntir eftir þessu spreyi sem hefur áður fengist erlendis. Fixing Mistið setjið… Lesa meira

Lindex opnar sérhæfða undirfataverslun á Laugaveginum

Í dag hefjast framkvæmdir við fyrstu verslun Lindex í miðbæ Reykjavíkur þar sem heildarvörulína Lindex undirfatnaðar verður gerð skil með einstökum hætti. Þrátt fyrir að hafa starfað á Íslandi í hartnær 6 ár hefur fyrirtækið ekki haslað sér völl í miðbænum, þar til nú.  Verslunin er staðsett við hlið Ítalíu veitingastaðar, á Laugavegi 7 í hringiðu þess mikla fjölda fólks sem nú sækir miðbæinn heim. "Við höfum um árabil skoðað ólíkar staðsetningar þar sem við eigum tækifæri til að bjóða gestum miðbæjarins upp á okkar tískuupplifun og erum einstaklega þakklát fyrir hversu vel hefur tekist í að finna stað fyrir… Lesa meira