Nunna verður fetish-drottning

Í tíu ár lifði Damcho Dyson einföldu lífi sem einkenndist af ástundun hugleiðslu og skírlífi. Hún var nunna og fékk meira að segja einu sinni að hitta Dalai Lama. Þetta breyttist þó heldur betur þegar hún fór í nudd í ferð til Indlands og fann kynhvötina vakna á ný - núna er Damcho ekki lengur nunna, heldur fetish-drottning! Hún yfirgraf tíbetska búddaklaustrið sem hún tilheyrði í Frakklandi, og núna eyðir hún helgum íklædd latex-fatnaði í fetishklúbbum. Damcho, sem er 45 ára, sagði í viðtali við Sunday People: „Ég hafði verið skírlíf áratug, og nunnulífið gerði það að verkum að heili… Lesa meira

Justin Trudeau og Emmanuel Macron fóru í göngutúr og sem betur fer var ljósmyndari á staðnum

Fundarhöld G7 ríkjanna , stærstu iðnvelda heims, standa nú yfir á Sikiley. Þar eru leiðtogar G7 ríkjanna saman komnir og er þetta fyrsti stóri alþjóðlegi fundur Donald Trump Bandaríkjaforseta. En við ætlum ekki að ræða um hann í dag. Kanadíski forsætisráðherrann Justin Trudeau og nýkjörinn forseti Frakklands Emmanuel Macron fóru í göngutúr saman á Sikiley og til allrar hamingju var ljósmyndari á staðnum. Garðurinn, jakkafötin, svipbrigðin... Þó þetta hafi nú ekki verið rómantískur göngutúr, þá lítur þetta vissulega út fyrir að vera það rómantískasta sem við höfum séð lengi. Sjáðu bara myndirnar. Eins og Buzzfeed bendir á þá minnir þetta mann á… Lesa meira

5 algengustu hlutirnir sem karlmenn hugsa um þegar þeir fróa sér

Hei, vissir þú að maímánuður er mánuður sjálfsfróunar í Bandaríkjunum? Í tilefni þess efndi kynlífsleikfangaverslunin Lovehoney til könnunar á þvi hvað fólk hugsar um þegar það á ástarstund með sjálfu sér. Í könnuninni tóku 4500 manns þátt, karlar og konur. Lesendur ættu að vita flest um kostina við það að stunda sjálfsfróun - en góða vísu má kveða aftur og aftur, og aftur, já og aftur… og einusinni enn! „Það er endalaust hægt að finna góðar ástæður fyrir því að fróa sér,“ sagði Vanessa Marin, kynlífsráðgjafi í samtali við Bustle. „Þú lærir líka hvernig þú getur kennt einhverjum öðrum að… Lesa meira

Hann lofaði að eyða deginum með kærustunni en svaf yfir sig – Hún hefndi sín stórkostlega

Natalie Weaver og kærasti hennar Stephen Hall voru búin að ákveða að eiga skemmtilegan sunnudag saman. Nema hvað að Stephen kom heim blindfullur nóttina áður og svaf eins og steinn í gegnum daginn. Natalie var frekar svekkt að plön dagsins væru ónýt og ákvað að hefna sín á meistaralegan hátt. Þar sem hann svaf svo fast þá tókst henni að farða hann, gerviaugnhár og allt, og maður getur ekki annað en sagt að útkoman sé stórglæsileg. Þegar Stephen vaknaði næsta morgun þá beið hans óvæntur glaðningur þegar hann kíkti í spegilinn. „Hann var mjög hissa og spurði hvað hafi gerst.… Lesa meira

Grafískur hönnuður finnur Pantone liti í landslagi og borgum

Andrea Antoni er ítalskur grafískur hönnuður sem leitar að Pantone litum víðs vegar um heiminn. Hann minnir okkur á að skoða litríku náttúruna í kringum okkur, því hún er svo ótrúlega falleg. Andrea finnur Pantone liti í alls konar landslagi, borgum og bæjum. Hann tekur mynd af umhverfinu ásamt höndinni sinni sem heldur á Pantone litaspjaldi. „Sem grafískur hönnuður hef ég alltaf elskað Pantone litaspjöld, þó mun meira fyrir glaðværðina og litina heldur en þeirra ætlaða tilgangi,“ sagði Andrea við Creators. Til að sjá meira frá Andrea Antoni þá getur þá fylgt honum á Instagram. Lesa meira

Par gifti sig á Everest eftir þriggja vikna langt og erfitt ferðalag – Ótrúlegar brúðkaupsmyndir

Par frá Kaliforníu ákvað að taka brúðkaupið sitt á allt annað stig en venjan er. Ashley Scmeider og James Sisson töldu hefðbundið brúðkaup ekki vera fyrir sig og ákváðu að gifta sig á Everest, hæsta fjalli heims. Eins og þú getur örugglega giskað á, eru brúðkaupsmyndirnar stórfenglegar. Ashley og James eyddu heilu ári til að skipuleggja og æfa sig fyrir ferðalagið. Verkefnið var ekki auðvelt, en það tók þau um þrjár vikur að komast í grunnbúðir Everest. Ljósmyndari fylgdi parinu upp tindinn og tók þessar ótrúlegu myndir sem þú getur skoðað hér fyrir neðan.   Lesa meira

Chelsea Manning fagnar frelsinu á Instagram: Fyrsta sjálfsmyndin, pítsa og kampavín

Chelsea Manning, uppljóstrari og fyrrverandi hermaður, var látin laus úr fangelsi á miðvikudag og hefur nú fangað frelsi sínu með sumarlegri sjálfsmynd. Þetta er það fyrsta sem sést hefur af henni opinberlega árum saman. Hún kom út úr skápnum sem transkona sama ár og hún var dæmd í fangelsi. Þar á undan var hún þekkt undir nafninu Bradley Edward Manning. Chelsea birti myndina á Instagram á fimmtudag en þar gengur hún undir notendanafninu @xychelsea87. Á miðvikudag deildi hún mynd af sínum fyrstu skrefum sem frjáls manneskja. Sama dag gæddi hún sér á gómsætri pítsusneið og skálaði í kampavíni. Manning hlaut 35… Lesa meira

Zac Efron í hlutverki siðblinda sadistans Ted Bundy

Hjartaknúsarinn Zac Efron sem við byrjuðum flest að elska þegar High School Musical kom út ætlar að skipta um gír á næstunni og taka að sér hlutverk bandaríska raðmorðingjans Ted Bundy í fyrirhugaðri bíómynd. Bíómyndin, sem er í vinnslu, heitir Extremely Wicked, Shockingly Evil and Vile, en þar er saga Ted Bundy sögð út frá sjónarhorni kærustu hans Elizabeth Kloepfer. Það tók hana ansi langan tíma að trúa því að hennar ástkær væri svona vondur - því hann hafði náð að drepa meira en 30 konur þegar hún sigaði lögreglunni á hann. Bundy var fullkomlega siðblindur sadisti, og eins og algent… Lesa meira

Val Garland tekin við sem listrænn stjórnandi hjá L’Oréal

Hin óviðjafnanlega Val Garland hefur tekið við sem listrænn stjórnandi hjá L’Oréal! Við höfum lengi vel þekkt Val sem ótrúlega færan förðunarfræðing sem þorir að taka áhættu og fara sínar eigin leiðir. Val hefur starfað með mörgun af skærustu stjörnum Hollywood en þar má meðal annars nefna Taylor Swift, Kate Moss og Lady Gaga. Hún er til dæmis snillingurinn á bakvið hin frægu skörpu kinnbein Lady Gaga sem hún skartaði fyrir Born This Way plötuumslagið sitt. Val segist ekki geta beðið eftir því að fara inn á tilraunastofur L’Oréal og hjálpa til við að skapa förðunarvörur sem hún telur sjálfa… Lesa meira

Sjáðu fyrstu stikluna fyrir nýja raunveruleikaþátt Kylie: „Life of Kylie“

Kylie Jenner ætlar að sýna aðdáendum sínum persónulegri hlið af sér heldur en hún hefur gert hingað til. Hún er að byrja með sinn eigin raunveruleikaþátt „Life with Kylie,“ þættirnir eru „spin-off“ af Keeping up with the Kardashians. Það verða átta þættir í seríunni og verður fyrsti þátturinn sýndur 6. júlí. Í þáttunum fáum við að fylgjast með Kylie og hennar daglega lífi, hvernig hún stjórnar fyrirtækinu sínu og hvernig hún höndlar frægðina. „Það er ímynd sem ég þarf að halda við, síðan er það ég: Kylie,“ segir hún í stiklunni. Hún segir líka að þótt hún hafi alist upp… Lesa meira

Unnur Brá hefur áhrif: Þingmaður í Ástralíu fylgdi í hennar spor

Ástralska þingmaðurinn Larissa Waters fylgdi í spor Unnar Brár Konráðsdóttur og gaf barni sínu brjóst á þingi í gær. Waters, sem er þingmaður Græningja, gaf tveggja mánaða gamalli dóttur sinn, Alia Joy, brjóst á þingfundi í gær og braut þannig blað í sögu ástralska þingsins. Ástralska þingið heimilaði brjóstagjöf á þingfundum í fyrra en enginn þingmaður hafði nýtt sér það fyrr en í gær. Lesa meira

Dulkynja fyrirsæta starfar bæði sem kona og karl til að skora á staðalmyndir kynjanna

Rain Dove er dulkynja fyrirsæta sem gengur niður tískupallana í bæði kvenmannsfötum og karlmannsfötum. Dulkynja er þýðing á enska hugtakinu androgyny og vísar til kyngervis sem felur í sér hluta af bæði karl- og kvenleika. Þó svo að Rain hefur ekki alltaf séð sig sjálfa sem dulkynja þá sá hún sig sem „ljóta konu.“ „Ég hef aldrei verið með slæmar tilfinningar varðandi þetta, mér fannst bara að ég væri kannski þessi eina stelpa,“ sagði Rain við After Ellen. Oft á tíðum heldur fólk að Rain sé karlmaður og hún leiðréttir þau ekki. Í staðinn tekur hún þessum „misskilningi“ sem ávinning… Lesa meira

Hún mætti í líkkistu á skóladansleikinn – „Drop dead gorgeous?“

Framhaldsskólaneminn Megan Flaherty frá New Jersey ákvað að mæta á skóladansleikinn á hugsanlega frumlegasta eða jafnvel furðulegasta máta sem við höfum séð. Hún mætti í líkkistu! Að sjálfsögðu þá einnig í líkbíl. Megan sagði við AP News að hún vildi aðallega hafa gaman á dansleiknum og spurði strákinn sem fór með henni á ballið væri með einhver sérstök plön fyrir þau. Svo var ekki og hann var tilbúinn að taka þátt í athæfinu með henni. Líkkistan var þó opin og hljómar á meðfylgjandi myndbandi eins og samnemendur hennar hafi haft gaman að uppátækinu. Myndbandið og myndir af innkomunni hafa vakið… Lesa meira

Getur þú fundið gerviliminn á myndunum?

Hver man ekki eftir „Hvar er Valli?“ bókunum? Það var hægt að horfa á sömu blaðsíðuna í langan tíma í leita að Valla, stundum var maður nálægt því að missa vitið eða brjálast þegar Valli var hvergi sjáanlegur því hann var þarna einhvers staðar. Nú getur þú farið í eins konar „fullorðins hvar er Valli“ leik og þá meinum við fullorðins á þann hátt að leikurinn er „Hvar er gervilimurinn?“. Nokkrir vinir byrjuðu með Instagram síðuna SubtleDildo þar sem þeir fela gervilim í alls konar hversdagslegum aðstæðum og fólk getur horft á myndirnar og leitað að gervilimnum. Maður mundi halda… Lesa meira

Brad Pitt veitir fyrsta viðtalið eftir skilnaðinn

Nú eru 8 mánuðir liðnir frá því að skilnaður Brangelinu skók heimsbyggðina. Margir hafa eflaust beðið í ofvæni eftir að Brad Pitt tjáði sig um skilnaðinn og tilfinningar sínar í kjölfarið, og það hefur hann nú gert í forsíðuviðtali við GQ Style. Þar talar Brad á opinskáan hátt um bresti sína sem áttu þátt í aðdraganda skilnaðarins, og hvernig hann hefur notað tímann síðan til að bæta sig og verða betur fallinn til þess að ala upp börnin sín sex. „Ég er nýbyrjaður í þerapíu,“ segir Brad í viðtalinu, en allir fjölskyldumeðlimirnir hafa fengið faglega hjálp eftir skilnaðinn. Brad segist… Lesa meira

Sex bræður voru lagðir í einelti á meðan þeir söfnuðu hári fyrir krabbameinsveik börn

Phoebe Kannisto á sex drengi sem eru jafn fallegir að innan og þeir eru að utan. Drengirnir sex, Andre tíu ára, eineggja tvíburarnir Silas og Emerson, og fimm ára þríburarnir Herbie, Reed og Dexter, ákváðu allir að safna hári og gefa það síðan til góðgerðamála sem búa til hárkollur fyrir krabbameinsveik börn. Á mánudaginn var kominn tími til að klippa hárið og fóru þeir á Hizair Hair Salon. Ekki nóg með að hárgreiðslufólkið klippti rúmlega tvo metra af hári þá neituðu þau að taka á móti einhvers konar greiðslu. Að lokum var hárið sent til Children with Hair Loss. Að… Lesa meira

„Í alvöru, ég er ekki dóttir þín, ég er 35 ára karlmaður!“ – Sjáðu stórkostlegt samtal

35 ára gamall maður var að njóta þess að vera heima í vaktafríi síðastliðinn mánudag þegar honum barst undarlegt SMS sem í stóð „Elskan taktu með mjólk og álegg á leið heim úr skólanum“. Maðurinn, sem á heima í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum, sá strax að einhver hefði sent SMS í vitlaust símanúmer og sendi skilaboð þess efnis til baka. Upp úr því upphófst eitt magnaðasta samtal smáskilaboðasögunnar þar sem konan á hinni línunni trúir því enganveginn að maðurinn sé ekki 18 ára dóttir sín Jess. Skjáskotin úr síma mannsins, sem birtust upphaflega á vefsíðunni Bored Panda, eru hreint ótrúleg og… Lesa meira

Ellen DeGeneres hjálpar 12 ára förðunarsnillingi að láta drauma sína rætast

Ellen DeGeneres er líklegi gjafmildasti þáttastjórnandi í sjónvarpi í dag. Hún er sífellt að koma fólki í þáttunum hjá sér á óvart með ótrúlegum gjöfum og er ein af nýjustu gjöfunum hennar mögulega sú hugulsamasta til þessa. Í síðustu viku var hinn tólf ára gamli Reuben de Maid í þættinum hjá Ellen og söng lagið „And I Am Telling You I‘m Not Going“ úr Dreamgirls. Röddin hans er úr annarri veröld og heillaði hann áhorfendur upp úr skónum með framkomu sinni. Eftir flutninginn settist hann niður með Ellen til að tala um hina ástríðuna í lífi sínu, snyrtivörur. „Síðan ég var átta… Lesa meira

Hvort viltu, píku eða píningar? Hér er kviknakin kona sem er ekki í vafa

Cidney Green er hreinlega komin með nóg! Hvers vegna samþykkjum við endalaust ofbeldi, blóð og kvalir, en ekki eitthvað sem skapar líkamlega sælu? „Hvers vegna má karlmaður sem er með miklu stærri brjóst en ég ganga niður götuna mína ber að ofan, en ég ekki því ég er með píku?“ Cidney er aktívisti og berst fyrir því að við köstum frá okkur líkamsskömm og frelsum okkur undan kreddum sem banna nekt á meðan ofbeldi er að finna hvert sem litið er. Cidney er sannarlega full af eldmóði - við mælum sannarlega með því að þið horfið á ræðuna hennar, sem hún… Lesa meira

Vissirðu að Ivanka Trump og Jared Kushner voru í Gossip Girl?

Forsetadóttirin Ivanka Trump og eiginmaður hennar Jared Kushner komu einu sinni fram í gestahlutverki í Gossip Girl. Þetta er nýr poppkúltúr-fróðleiksmoli sem lætur mann hugsa „Ha í alvöru?“ en á sama tíma „Já auðvitað.“ Þau koma fram í sjötta þætti í fjórðu seríu. Í þættinum er parið í New York Observer veislu þar sem Colin (Sam Page), eða sá sem Serena Van Der Woodsen er skotin í þá stundina, skálar hjónunum. „Ég missi aldrei af þætti af Gossip Girl. Ég held ég sé blanda af Blair Waldorf og Lily Van Der Woodsen þegar kemur að fatastíl,“ sagði Ivanka í viðtali… Lesa meira

Veitingastaður sem selur bara avocado – Hipsterametið slegið!

Nú gæti hámark hipstersins verið fundið, og hvar í ósköpunum... jú, auðvitað í Brooklyn! Þar hefur veitingastaður opnað sem býður eingöngu upp á rétti úr avocado - og þá erum við að tala um að avocadoið er AÐALATRIÐIÐ í hverjum einasta rétti á matseðlinum. Á heimasíðu staðarins, sem hetir Avocaderia, kemur fram að hann sé heimsins fyrsti avocado bar. Þar er að finna upplýsingar um réttina sem eru seldir, sem og ýmiss konar fróðleik um heilnæmi þessa dásamlega ávaxtar. Þetta myndband ætti að koma munnvatnskirtlunum af stað hjá lesendum sem ELSKA avocado eins og við á ritsjtórn Bleikt!   https://www.youtube.com/watch?v=2dMBNRmeGzc&t=1s… Lesa meira

Hann ögrar þyngdarlögmálinu með ótrúlegri hæfni í billjarð – Myndband

Franski billjarðspilarinn Florian ‚Venom‘ Kohler er sérfræðingur í brelluskotum. Hann ögrar þyngdarlögmálinu með ótrúlegri hæfni sem líkist list. Hann tók fyrst upp kjuðann þegar hann var átján ára þegar hann fékk „mini-billjarðborð“ í afmælisgjöf. Hann byrjaði að leika sér að gera brelluskot sem hann sá í myndböndum á netinu. Fljótlega urðu þau of auðveld og hann fór að búa til sínar eigin brellur. Innan tveggja ára var hann farinn að keppa á móti atvinnumönnum í brelluskotum sem hafa verið að keppa síðan áður en hann fæddist. Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan! Lesa meira

Hún notar punginn á kærastanum sínum sem „beauty blender“ – Verður þetta nýtt trend?

Johanna Hines er 18 ára stelpa frá Flórída. Kærastinn hennar er Damon Richards, 20 ára. Síðustu helgi var parið að slappa af og hafa gaman. Eftir að Johanna kom úr sturtu og var að farða sig þá ákvað Richard að skemmta henni, og datt í hug að nota til þess punginn sinn. „Hann er alltaf að fíflast í mér, þannig hann byrjaði að setja punginn á höfuðið á mér,“ sagði Johanna við Buzzfeed News. „Ég fór að grínast með að nota punginn sem beauty blender og við bókstaflega bara horfðum á hvort annað og byrjuðum að hlæja, og tókum upp myndbandið í kjölfarið.“ Hún… Lesa meira

Hann prófar „að upplifa hríðaverki“ og sér eftir því undir eins

Líkamlegur sársauki við fæðingu er einn af þeim hlutum sem karlar eru svo heppnir að þurfa aldrei að upplifa. En hefur þú einhvern tíman pælt í því hvernig karlmaður myndi höndla það að fæða? Hvernig hann myndi þola hríðarnar? Jæja myndbandið hér fyrir neðan gefur manni ágætis hugmynd hvernig það gæti verið. Maðurinn sem engist hér um er Johnny Wade, nemandi við Lincoln Memorial University. Hann bauð sig fram af til að vera tengdur við vél sem hermir eftir sársaukanum sem konur upplifa við fæðingu. Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan. Lesa meira