Geimfari sýnir hvað gerist þegar þú vindur blautt handklæði í geimnum

Elon Musk ætlar að flytja eina milljón manns til Mars, þannig að við ættum að byrja að undirbúa okkur undir lífsskilyrði í geimnum. Sem betur fer þá eru til geimfarar eins og Chris Hadfield sem tileinka hluta af tímanum sínum í geimnum því að fræða fólk um að lifa í umhverfi með engu þyngdarafli. Í þessu myndbandi bleytir Chris handklæði og vindur það á meðan hann er í alþjóðlegu geimstöðinni. Hann byrjar að bleyta handklæðið á mínútu 1:40. Sjáðu hvað gerist! Lesa meira

Hundurinn Olly tók hundasýningunni ekkert of alvarlega og sló í gegn – Myndband

Hundasýningar eru oftast frekar stífir viðburðir, sérstaklega hin árlega Crufts sýning í Bretlandi. Eigendur eyða mörgum árum í að þjálfa dýrin sín svo þau geti farið með glæsibrag í gegnum hinar ýmsu hindranir og gert ótrúlegustu brögð. Jack Russel terrier hundurinn Olly var hins vegar ekki á þeim buxunum að taka þessu neitt allt of alvarlega. Olly keppti í flokki björgunarhunda og þegar hann átti að fara í gegnum þrautabraut til að kanna fimleika hans ákvað hann að gefa skít í þetta allt saman og gera hlutina eftir eigin höfði. Það er algjör óþarfi að taka lífinu of alvarlega! Hér… Lesa meira

Vísbendingar um að mikil líkamsrækt dragi úr kynhvöt karla

Þeir karlmenn sem taka harkalega á því í ræktinni eru með minni kynhvöt en karlar sem taka ekki jafn hart á því. Þetta er niðurstaða einnar fyrstu rannsóknarinnar sem gerð hefur verið á áhrifum líkamsræktar á kynlíf karla og tengslin milli hreyfingar og kynlífs. Vísindamenn og hreyfingarsinnað fólk hefur í áratugi rökrætt hvort og hvernig líkamsrækt hafi áhrif á kynlíf og kynhvöt. Flestar rannsóknirnar hafa beint sjónum sínum að áhrifa hreyfingar á tíðahring kvenna. Niðurstöður þeirra hafa einkum verið þær að þegar ákveðnar tegundir íþróttakvenna, til að mynda maraþonhlauparar, æfa mikið í margar klukkustundir á viku hefur það áhrif á blæðingar… Lesa meira

Ben Affleck í áfengismeðferð – „Ég vil að börnin mín viti að það er engin skömm af því að sækja sér hjálp“

Ben Affleck tilkynnti aðdáendum sínum í gær að hann væri kominn úr áfengismeðferð. Hann segist sjálfur hafa drifið sig þar sem gamalkunn munstur og vandræði í umgengni við áfengi höfðu gert vart við sig. Samkvæmt heimildamönnum sem standa honum nærri fór Ben í meðferð nánast strax eftir Óskarsverðaunahátíðina fyrir um 2 vikum. Ben hefur áður farið í áfengismeðferð, en árið 2001 fór hann á meðferðarstöðina Promises í Malibu. Fyrir skömmu fluttum við fréttir af því að Ben og Jennifer Garner væru hætt við að skilja, nú er óljóst hvort þær upplýsingar eru á rökum reistar. Lestu meira: Jennifer Garner og… Lesa meira

Þú munt aldrei trúa því hver átti upphaflega að syngja þessa poppslagara

Sum lög eru eins og hönnuð fyrir ákveðna tónlistarmenn, gætir þú til dæmis ímyndað þér Beyoncé að flytja Toxic sem Britney Spears gerði ódauðlegt? Eða Katy Perry að syngja Umbrella sem Rihanna sló í gegn með? Það hefði getað verið raunin en þessi lög voru upphaflega samin og boðin öðrum söngkonum. Skoðum því aðeins hvað hefði getað orðið. Það er auðvitað þannig í dag að tónlistarfólk sem semur sitt eigið efni algjörlega sjálft er í minnihluta, sérstaklega í popptónlist. Bransinn virkar því þannig að lagahöfundar semja lög, kannski með ákveðinn listamann í huga og bjóða þeim síðan að taka upp… Lesa meira

Þess vegna þurfum við femínisma – Bankamaður riðlast á styttu af lítilli stúlku á Wall Street

Þann 8. mars var alþjóðlegur baráttudagur kvenna haldinn víða um heim. Af því tilefni reisti fjármálafyrirtækið State Street styttu af ungri stúlku stara niður hið fræga merki Wall Street, nautið. Styttan ber titilinn Óttalausa stúlkan. Aðeins nokkrum dögum seinna hefur verið sýnt fram á hvers vegna femínismi er nauðsynlegur í samfélaginu og spilar styttan af stúlkunni óttalausu þar stórt hlutverk. Alexis Kaloyanides birti á Facebook síðu sinni mynd sem hún tók af jakkafataklæddum fjármálamanni við styttuna. Myndin hefur farið sem eldur í sinu um samfélagsmiðla. Á myndinni sést maðurinn riðlast á styttunni. Í texta með myndinni segir Alexis: Eins og… Lesa meira

Allt á suðupunkti í Svíþjóð vegna úrslita í Eurovision

Sænskir sjónvarpsáhorfendur eru ævareiðir eftir lokakvöld sænsku undankeppni Eurovision en það var á laugardagskvöldið. „Hneyksli!“, „Söguleg kerfisvilla!“, „Hættum að nota dómnefnd!“, er meðal þess sem fólk hefur sagt og skrifað í kjölfar keppninnar. Eurovision er tekið mjög alvarlega í Svíþjóð og skiptir sænsku þjóðina miklu máli og tilfinningarnar eru heitar í þessu máli. Lesa meira

Blac Chyna er að búa til dúkkur af sjálfri sér

Framtíð raunveruleikaþáttanna Rob & Chyna er óljós um þessar mundir, en þrátt fyrir það er Blac Chyna ákveðin að halda arfleifð sinni uppi á einn eða annan veg. Hún er núna að láta búa til dúkkur af sér sjálfri, eins og maður auðvitað gerir. Samkvæmt TMZ lét Blac Chyna skanna andlitið og líkamann sinn svo hægt væri að prenta dúkku í þrívíddar útgáfu. Hún ætlar að gefa út dúkkurnar í maí og verða margar útgáfur af Blac Chyna. Hver dúkka kosta rúmlega átta þúsund krónur. Fyrirtækið sem sá um að skanna Blac Chyna heitir My3DNA og hefur einnig framleitt míní eftirmyndir… Lesa meira

54 milljónir króna í lýtaaðgerðir og er nú kallaður hinn mannlegi Ken – Myndband

Margir leggja mikið á sig til að uppfylla harða fegurðarstaðla nútímans en fáir ganga jafn langt og Rodrigo Alves. Hann hefur lagst undir hnífinn oftar en hann getur talið, þar af átta nefaðgerðir. Það er óhætt að segja að útlit hans sé framandi en mörgum þykir hann svipa mjög til kærasta Barbie, Ken. Dæmi hver fyrir sig. Rodrigo mætti fyrir skömmu í viðtal í breska morgunþættinum „This Morning“ þar sem hann sagði sögu sína. Hann er sterkefnaður en hann erfði fasteignir frá ömmu sinni og afa. Af þeim rausnarlega arfi sem þau skildu eftir fyrir hann hefur hann eytt hálfri… Lesa meira

Feud eru frábærir nýir þættir frá höfundi American Horror Story

Feud eru nýjustu þættirnir úr smiðju meistarans Ryan Murphy sem færði okkur American Horror Story og American Crime Story: People vs OJ Simpson. Þeir segja frá erfiðri samvinnu leikkvennanna Joan Crawford og Bette Davis við gerð kvikmyndarinnar What Ever Happened to Baby Jane? sem kom út árið 1962 í leikstjórn Robert Aldrich. Crawford var orðin þreytt á því að fá engin hlutverk lengur vegna aldurs og ákvað því að taka málin í eigin hendur. Eftir að hafa skoðað ótalmörg handrit og tugi bóka fann Crawford loksins eitthvað sem talaði til hennar og það var bókin What Ever Happened to Baby… Lesa meira

Leyniútgáfa af Tinder fyrir hina ríku og frægu

Ertu ofurfyrirsæta eða milljónamæringur? Hefur þú tekið eftir litlu S-i efst á skjánum hjá þér inni á Tinder? Það lítur svona út: Nú er nefnilega komin leyniútgáfa af Tinder fyrir þá sem eru sérstaklega fagrir eða ríkir. Þessi hliðarveruleiki, sem er hulinn sauðsvörtum almúganum, kallast Tinder Select, og eina leiðin til að vera með er að vera boðið þangað.   Samkvæmt vefnum Tech Crunch hefur fyrirbærið verið til í um hálft ár og fjöldi TS notenda hefur vaxið hægt og bítandi í kyrrþey. Heimildamaður vefsins segir TS vera fyrir „fræga fólkið og þá sem njóta mikilla vinsælda á venjulegu Tinder… Lesa meira

Ewan McGregor óþekkjanlegur í broti úr Fargo S03 – Myndband

Ewan McGregor er nú með fegurri mönnum á jarðkringlunni - eða hvað? Fyrsta myndbrotið úr þriðju seríu Fargo gæti haft áhrif á þessa fullyrðingu. Brotið var birt á Twitter síðu þáttanna á dögunum. Það er óhætt að segja að fegurðarprinsinn Ewan sé óþekkjanlegur í því. Ásamt honum sjást leikkonurnar Mary Elizabeth Winstead og Carrie Coon. Gjörið svo vel! https://twitter.com/FargoFX/status/838818973542055936?ref_src=twsrc%5Etfw Í þriðju þáttaröðinni af þessum vinsælu sjónvarpsseríum leikur Ewan reyndar tvö hlutverk, tvíburabræðurna Emmit og Ray Stussy. Emmit er myndarlegur fasteignasali sem hefur notið velgengni á markaðnum í Minnesota, en Ray er subbulegur skilorðsfulltrúi sem kennir bróður sínum um eigin óheppni í… Lesa meira

Stórfurðulegir hlutir í Friends sem þú tókst aldrei eftir

Við fáum aldrei nóg af því að fjalla um Friends. Alveg eins og fjöldi fólks fær aldrei nóg af því að horfa á þættina. En sama hversu oft maður horfir þá tekur maður aldrei eftir öllu. Margoft hafa komið upp samsæriskenningar um þættina, fólk hefur bent á mistök sem enginn hafði tekið eftir áður, en hér ætlum við að skoða nokkra stórfurðulega hluti sem við tókum aldrei eftir á meðan við horfðum á þættina. BuzzFeed tók atriðin saman. Central Perk kartaflan Kökudiskurinn á kaffihúsinu Central Perk er til þess gerður að geyma girnilegt bakkelsi sem er á boðstólum. En eitt… Lesa meira

Nokkrir leikarar The Big Bang Theory lækka launin sín fyrir aðra leikara

Þættirnir The Big Bang Theory nýtur mikilla vinsælda víðsvegar um heiminn. Tíunda þáttaröð er í gangi og er von á tveimur í viðbót áður en framleiðslu þáttanna lýkur. Nú standa samningaviðræður yfir fyrir næstu tvær þáttaraðir og hafa fimm af aðalstjörnum þáttanna ákveðið að skerða launin sín svo að tveir meðleikarar þeirra geta fengið launahækkun. Jim Parsons, Johnny Galecki, Kaley Cuoco, Kunal Nayyar og Simon Helberg hafa leikið í þáttunum síðan fyrsta sería fór í loftið árið 2007. Þau þéna núna öll eina milljón bandaríkjadala, eða rúmlega 107 milljón krónur, fyrir hvern þátt. Í aðdraganda samningaviðræðna fyrir elleftu og tólftu… Lesa meira

Leikföng byggð á kvenpersónum seljast sem aldrei fyrr þrátt fyrir efasemdir framleiðenda

Lengi hefur verið talað um það að skortur sé á kvenkynspersónum í skemmtiefni fyrir börn. Fyrir nokkrum árum hefði það tekið dágóða stund að finna kvenkynsleikfang úr stórmynd sumarsins hverju sinni en það hefur breyst mikið á undanförnum árum. Hver er skýringin? Star Wars bálkurinn var endurvakinn fyrir nokkru þegar Disney samsteypan keypti réttinn af myndunum af George Lucas. Fyrsta Star Wars myndin frá Disney var Force Awakens sem frumsýnd var um jólin 2015. Þar er í aðalhlutverki Rey, leikin af Daisey Ridley. Þetta mældist misvel fyrir í ýmsum hornum internetsins en óhætt er að segja að tekist hafi vel… Lesa meira

Kjarnakonur NASA í aðalhlutverki hjá Lego

Fimm konur sem starfa sem vísindamenn hjá bandarísku geimferðastofnuninni NASA verða gerðar að Legoköllum, eða réttara sagt Legokonum, í nýjum dótakassa sem kemur út á næsta ári. Greint er frá þessu á vef CNN. Þær Sally Ride, fyrsta bandaríska konan sem fór upp í geim, Nancy Grace Roman, sem vann við gerð Hubble-geimsjónaukans, Mae Jemison, fyrsta blökkukonan sem fór upp í geim ásamt Margaret Hamilton og Katherine Johnson, sem unnu að því að koma mönnum til tunglsins á sínum tíma, verða allar gerðar ódauðlegar í Lego-kubbum. „Konur NASA“ er hugarfóstur Maiu Weinstock sem starfar hjá MIT-háskólanum en hún sendi þetta… Lesa meira

Fitufordómar í auglýsingu frá matvöruverslun

Auglýsing frá þýsku matvöruversluninni Edeka hefur vakið upp umræður um fitufordóma. Í auglýsingunni er fjallað um drenginn Eatkarus sem þráir að fljúga en getur það ekki vegna fitu. Hann breytir matarvenjum sínum eftir að átta sig á hvað fuglar borða - og viti konur - fljótlega er hann orðinn grannur og kominn á flug. Talsmenn verslunarinnar hafa sagt að auglýsingunni sé ætlað að vera hvatning um bætt mataræði - en margir hafa bent á að hún ýti fyrst og fremst undir fitufordóma. Hvað finnst þér? https://www.youtube.com/watch?v=To9COZq3KSo Lesa meira

Þess vegna klappaði Brie Larson ekki fyrir Óskarsverðlaunum Casey Affleck

Það veitti eftirtekt og þótti ögn vandræðalegt að Brie Larson skyldi neita að klappa fyrir Casey Affleck þegar hún færði honum Golden Globe verðlaun á dögunum - svo að flestir bjuggust við því að einhver annar yrði fenginn til að færa honum sjálf Óskarsverðlaunin. En nei - sagan endurtók sig, og Bree stóð aftur upp á sviði, færði Casey verðlaun og klappaði EKKI. En hvaða ólund er þetta eiginlega í konunni? Jú sjáið til, Brie hefur verið virk talskona gegn kynferðislegu ofbeldi, og Casey hefur legið undir alvarlegum ásökunum um einmitt það. Casey hlaut í báðum tilfellum verðlaun fyrir besta… Lesa meira

Orðinn undirfatamódel eftir Óskarinn

Aðeins örfáum klukkustundum eftir að hann vann Óskarsverðlaun fyrir aukahlutverk sitt í Moonlight, var Mahershala Ali búinn að landa milljónasamningi fyrir að auglýsa undirföt fyrir Calvin Klein. Fjórum dögum áður en hann stóð á sviði með styttuna gylltu og þakkaði fyrir sig hafði hann eignast sitt fyrsta barn - svo það er skammt stórra högga á milli hjá hjá Mahershala. Hann ásamt meðleikurunum úr Moonlight, þeim Trevante Rhodes, Ashton Sanders og Alex Hibbert, verður í aðalhlutverki í herferð Calvin Klein til að kynna vorlínu karlmanna í nærfötum 2017. Ljósmyndarinn Willy Vanderperre tók myndirnar sem eru tískumyndir með áherslu á karakter fyrirsætanna. Eins… Lesa meira

„Farðu og eigðu mök við sjálfan þig Ryan Gosling“ – Óskarsstjörnur lesa upp andstyggileg tíst

„Ó horfið á mig, ég er Ryan Gosling. Ég er með fullkomna beinabyggingu og góðleg augu. Farðu og eigðu mök við sjálfan þig Ryan Gosling!“ - sést Ryan Gosling lesa sjálfur. Það var að sjálfsögðu gárungurinn Jimmy Kimmel sem tók sig til og fékk nokkrar Óskarsstjörnur til að lesa upp andstyggilegar athugasemdir um sig af Twitter. Að sjálfsögðu hljóma þessi andstyggilegu orð fáránlega, og ólíklegt að nettröllin mundu segja þau við stjörnurnar augliti til auglits. Gjörið svo vel! https://www.youtube.com/watch?v=hJCUJLMSEK0 Lesa meira

Óskarsverðlaunin veitt í kvöld

Óskarsverðlaunahátíðin fer fram í kvöld og verður sýnt frá henni í beinni útsendingu á RÚV. Kynnir kvöldsins er enginn annar en grínistinn Jimmy Kimmel. Hann hefur margoft verið kynnir á Golden Globe verðlaununum en þetta er í fyrsta sinn sem hann kynnir Óskarinn. Lesa meira

Hún fékk gjörsamlega nóg af götuáreiti – og hefndi sín!

Þessi kona er til fyrirmyndar. Hún þarf að þola ömurlegt áreiti af hálfu karlmanna í sendiferðabíl á meðan hún reynir að ferðast um á reiðhjóli. Þeim finnst hún alls ekki nógu dömuleg og spyrja vitaskuld hvort hún sé á túr. Annar vegfarandi á hjóli náði samskiptunum á myndband - uppáhalds parturinn okkar er hefndin í lokin! https://www.facebook.com/DailyMail/videos/2005033966223008/   Lesa meira

Þriggja barna faðir hvarf sporlaust og allir óttuðust það versta – Sannleikurinn var hræðilegur

Þann 5.febrúar síðastliðinn hófst mikil leit að 44 ára þriggja barna föður í Texas í Bandaríkjunum. Eiginkona Lee Arms fékk símtal um að hann hefði ekki mætt í vinnu. Hún lét í kjölfarið vita að hann væri týndur og öll fjölskyldan leitaði í örvæntingu. Lögregla fann bílinn hans í vegarkannti og dularfulla var að hann var í gangi með bílstjórahurðina opna. Lee var hvergi sjánlegur en annar skórinn hans var fyrir utan bílinn en hinn örlítið lengra frá. Í bílnum var síminn hans, veski og öll skilríki. Ekkert blóð var í bílnum og ekkert sem benti til þess að neitt… Lesa meira

Justin Trudeau er Hugh Grant í Love Actually – Myndir

Öll heimsbyggðin virðist heilluð af Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada. Vinsældir hans minnkuðu ekki eftir að hann hitti Donald Trump á dögunum og lét þar mjög skýrt í ljós hversu ósammála hann væri stefnu Trump í innflytjendamálum og öðrum málaflokkum. Eftir blaðamannafundinn þeirra birti ELLE skemmtilega samlíkingu, þar sem uppáhalds Kanadamanninum okkar er líkt við Hugh Grant í hlutverki sínu sem forsætisráðherra Bretlands í kvikmyndinni Love Actually. Í því dæmi er Trump hinn óviðkunnanlegi Billy Bob Thornton sem forseti Bandaríkjanna í myndinni. Birtar voru myndir þessu til sönnunar og eru líkindin gríðarlega mikil.   Sjá einnig: Allir elska hinn heillandi Justin… Lesa meira