Hugmyndaríkir einstaklingar sem endurgerðu myndir úr barnæsku – Útkoman æðisleg

Það er alltaf gaman að skoða myndir af sér úr barnæsku. Þú manst kannski eftir því sem þú varst að gera eða af hverju þú varst í svona furðulegum fötum, en sem betur fer ertu með minninguna á prenti. Hér eru nokkrir mjög hugmyndaríkir einstaklingar sem ákváðu að endurgera myndir af sér úr barnæsku og útkoman er æðisleg! Bored Panda greinir frá þessu, til að skoða fleiri myndir kíktu hér. Lesa meira

48 tímar á Íslandi – Æðislegt myndband sýnir allt það besta við landið

Þetta myndband er með bestu landkynningum sem við höfum rekist á. Parið Jeff og Anne sem eru hálf frönsk og hálf bandarísk en búsett í Dubai reka ferðabloggsíðuna Whatdoesntsuck. Þau birta þar myndbönd og umsagnir um ferðalög sín um allar jarðir. Myndband úr Íslandsdvöl þeirra nýlega er örugglega að fara að slá í gegn. Gjörið svo vel! https://www.youtube.com/watch?list=UUBAjqbkJQCkFrKuMK7GQ89Q&v=oF3ZKcQnSb8 Lesa meira

Frumur og geldingar – Pétur Örn fer í herraklippingu – Sjáðu myndbandið

Söngvarinn, húmoristinn og þúsundþjalasmiðurinn Pétur Örn Guðmundsson, eða Pétur Jesú eins og hann er oft kallaður, fór í herraklippingu um daginn. Hann sem sagt lét aftengja sáðrásir sínar til að verða ófrjór. Pétur læðist venjulega ekki með veggjum og það árri heldur ekki við í þessu tilfelli - en hann birti myndband af ferlinu á facebook síðu sinni. Það var góðvinur Péturs, tökumaðurinn Benedikt Anes Nikulás Ketilsson, sem hjálpaði Pétri að vinna myndbandið - eins gott því hann var svæfður í aðgerðinni. Sagan birtist fyrst á geysivinsælu Snapchati Péturs - gramedlan. Ef þið eruð ekki nú þegar fylgjendur ættuð þið… Lesa meira

María – „Hann lamdi mig bara nokkrum sinnum þegar ég var ólétt“

„Það er svo merkilegt að ég man ekki eftir einu einasta svefnherbergi sem við áttum.Við bjuggum saman á óteljandi stöðum, enda var mjög mikilvægt fyrir hann að slíta markvisst á öll tengsl þar sem ég var farin að festa rætur.“ Gloppur í minni eru algengar meðal einstaklinga sem hafa upplifað ofbeldi og tengist oft einhverju sem er hreinlega of erfitt að muna. Í tilfelli Maríu Hjálmtýsdóttur á gleymskan rætur í ofbeldissambandi sem varði að hennar sögn í 18 ár. María var 18 ára þegar sambandið hófst. Maðurinn er af erlendu bergi brotinn en hlaut íslenskan ríkisborgararétt eftir 5 ára búsetu… Lesa meira

Óskar Freyr: „Að svipta barn foreldri sínu er ofbeldi og illvirki gegn barninu“

„Í mörg ár... Allt of mörg ár hef ég skrifað um forsjár og umgengnismál og það ofbeldi sem á sér víða stað í þeim málum. Við erum komin aðeins á veg með þessi mál. Það er búin að vera umræða um að þetta er raunverulegt ofbeldi sem á sér stað. En nú ætla ég að nefna nýja stöðu. Sama ofbeldið, bara mun erfiðari staða.“ Svona hefst pistill Óskars Freys Péturssonar, sem hann birtir á Facebook-síðu sinni í dag. Óskar heldur áfram og segir okkur sögu af konu og manni sem fella hugi saman. „Konan er nýbúin að eignast barn og… Lesa meira

Fæðingarsaga Andreu: „Til allra mæðra þarna úti, þið eruð hetjur“

Andrea Sólveigardóttir deilir hér fæðingarsögu sinni frá því að hún eignaðist dóttur sína sem er nú sjö mánaða gömul. Hún var á báðum áttum hvort hún ætti að deila henni en ákvað ríða á vaðið, hún sagði fyrst sögu sína á Króm.is og fékk Bleikt góðfúslegt leyfi að birta hana. Fæðingarsaga Andreu Ég er búin að vera á báðum áttum um hvort ég ætti að deila fæðingasögunni minni. Í fyrsta lagi var ég ekki viss um hvort að einhver myndi hafa áhuga á að lesa hana og svo er þetta rosalega persónuleg upplifun og var ég ekki viss hvort ég væri tilbúin að… Lesa meira

Emilía var ung brúður: „Fyrir mér er mun stærra skref að eignast barn með einhverjum heldur en hjónaband “

Emilía Björg Óskarsdóttir giftist manni drauma sinna, honum Pálma, sumarið 2007. Þau voru búin að vera saman í fjögur ár og vissu að þau ættu að vera saman að eilífu. Hún segir frá þessu í pistli á Króm.is. Emilía var alltaf búin að sjá fyrir sér að hún yrði ung brúður. Svo er ég líka mjög skipulögð og því var þetta allt saman í „réttri“ röð, segir Emilía og bætir við að það séu eflaust einhverjir ósammála um hver rétta röðin er en fyrir henni er röðin: að búa fyrst saman, svo gifta sig og svo koma börnin. Þegar Emilía… Lesa meira

Tveggja ára tvíburar klifra úr rimlarúmunum og skemmta sér konunglega alla nóttina – Myndband

Foreldrar tvíburastráka í New York komust að því af hverju strákarnir þeirra litu út fyrir að hafa sofið lítið sem ekkert yfir nóttina. Ástæðan var einföld - þeir voru klárlega ekki sofandi. Myndband tekið upp með faldri myndavél inn í herbergi strákanna sýnir tveggja ára tvíburana, Andrew og Ryan, skemmta sér konunglega í stað þess að eiga góðan nætursvefn. Tvíburarnir klifra auðveldlega úr rimlarúmunum, þeir raða síðan koddum á gólfið og gera ýmsar „fimleikaæfingar,“ eins og að steypa sér í kollhnís. Þeir eyða einnig miklum tíma saman í sófanum, hugsanlega að ræða um daginn og veginn, eða hvaða fimleikaæfingu þeir… Lesa meira

Hjartað stækkar með hverju barni: „17 ára gömul fékk ég fyrsta barnið mitt í fangið og 31 árs það fimmta“

Þegar ég gekk með fyrsta barnið mitt var ég spennt og hrædd. Spennt yfir því sem var í vændum og hrædd við það sem ég þekkti ekki.   Tíminn leið og því meira sem hann leið því ástfangnari varð ég af þessu litla barni, ástfangin af einhverjum sem ég hafði ekki einusinni hitt. Sérstakt en satt. Vissi ekki hvort kynið væri á leiðinni og fyrir ykkur sem ekki vita þá var ég 17 ára gömul að verða mamma og hélt ég vissi allt um lífið og ástina en hef komist að því með árunum að ég vissi fátt um lífið… Lesa meira

Strákurinn hennar Drífu er öðruvísi en önnur börn: „Ég er gjörsamlega týnd varðandi hvaða kröfur ég get sett á hann“

Strákurinn hennar Drífu virðist vera á eftir jafnöldrum sínum í þroska. Drífa segir að það sé hluti af ástæðunni að hún hefur verið mjög kvíðin upp á síðkastið, strákurinn hennar sýnir alls konar einkenni sem hún skilur ekki og virðist vera mjög langt á eftir jafnöldrum sínum í þroska. Drífa segir frá þessu í færslu á daetur.is og fékk Bleikt góðfúslegt leyfi til að birta. Balti, strákurinn hennar Drífu, er tveggja ára og átta mánaða. Drífa segir að hann sé sá allra fyndnasti, ljúfasti, sætasti og besti og það sé ekkert sem breytir því.  En spurning sem ég fæ oftast… Lesa meira

Helga er fjölkær: „Það sem ég hef lært síðan við opnuðum sambandið“

Við höfum áður fengið að skyggnast inn í líf Helgu, en hún er ósköp venjuleg reykvísk kona, fyrir utan að hún er fjölkær/fjölelskandi (e. polyamorous/poly). Það þýðir að hún á í fleiri en einu ástarsambandi í einu og allir hlutaðeigandi eru meðvitaðir um stöðuna. Lestu meira: Helga er ástfangin – Hvað skyldi manninum hennar finnast um nýja kærastann? Við fengum Helgu (já það er dulnefni) til að taka saman lista um það sem hún hefur lært á þeim fjórum árum sem hafa liðið síðan hún og eiginmaður hennar tóku sameiginlega ákvörðun um að opna sambandið. Gefum Helgu orðið: Að grasið… Lesa meira

Benedikt Heiðar 5 mánaða fær gleraugu – Ótrúlega sætt myndband

Benedikt Heiðar er hraustur og glaður 5 mánaða strákur. Í sex vikna skoðun kom í ljós að hann sá mjög illa og þurfti á gleraugum að halda. „Þetta var mjög greinilegt því hann vildi aldrei horfa á eitthvað sem var nálægt honum, heldur sneri sér undan. Systir hans, sem er tveggja ára, var mjög hissa á því að hann skyldi ekki brosa til hennar heldur víkja sér undan ef hún kom of nálægt,“ segir Telma Ýr Birgisdóttir móðir Benedikts Heiðars í samtali við Bleikt. Fyrir rúmri viku Breyttist lif Benedikts Heiðars og allrar fjölskyldunnar þegar han fékk gleraugun sín. Það… Lesa meira

Meðganga eftir missi – „Óttinn rændi mig meðgöngunni“

Í dag eru 10 ár síðan dóttir mín kom í heiminn. Önnur dóttir mín, sú sem kom á eftir þeirri sem dó. Frá því að ég pissaði á prikið og þangað til hún var fædd var ég hrædd, stundum svo hrædd að ég átti erfitt með að anda. Lestu meira: „Ég hef lært að lifa með og þykja vænt um það sem mér fannst óbærilegt“ – Aðalheiður Ósk deilir erfiðri reynslu Meðgangan var rússíbani með nokkrum innlögnum á meðgöngudeild þar sem ég var í miklu eftirliti. Eftir meðgöngu Birtu vöknuðu grunsemdir læknanna um leghálsbilun sem var svo staðfest á þessari… Lesa meira

Íslenskar mömmur með samviskubit – „Ég finn stöðugt pressu um að vera fullkomin móðir“

Við sem eigum börn lendum flest í því af og til að fá nagandi foreldrasamviskubit. Við fáum sting í magann yfir því að sækja barnið síðast allra á leikskólann, að gefa því séríós í kvöldmat tvo daga í röð eða að henda sautjándu teikningunni af gíraffa sem það gefur þér þessa vikuna. Nýlega var hópurinn Auðveldar mömmur stofnaður á Facebook, en honum er ætlað að vera vettvangur fyrir mömmur til að kvarta og kveina yfir mömmuhlutverkinu. Eins og allar mömmur vita er það bráðnauðsynlegt. Í hópum gilda nokkrar reglur - þessum tilmælum er til dæmis beint til meðlima: „það er… Lesa meira

Hugleiðingar húsmóður í fæðingarorlofi – Kafli 2

Sigga Dögg kynfræðingur er í fæðingarorlofi - hún notar tímann vel til sjálfsskoðunar af ýmsu tagi. Hún á það til að skrifa niður ýmsar hugleiðingar - sem eru hreint út sagt sprenghlægilegar. Lestu meira: Játningar Siggu Daggar kynfræðings – „Ég missti allt kúl“ Hugleiðingar húsmóður í fæðingarorlofi - kafli 2: 1. Ef þú átt skál af heilögu vatni, hvað geriru við vatnið? Ég var svona að spá í að leyfa því að gufa upp og þar með er húsið blessað og vonandi þeir sem þar búa eða kannski setja í spreybrúsa og spreyja á heimilisfólkið og köttinn, svo enginn verði… Lesa meira

Hann reynir að vera alvarlegur í viðtali, en börnin vilja vera með – Bráðfyndið myndband

Margir foreldrar vinna heima og þykir sumum það mjög þægilegt. Það er betra að hafa hurðina á skrifstofunni lokaða þegar maður fer í viðtal í gegnum Skype sem er í beinni á BBC. Það fékk sérfræðingur nokkur í málefnum Kóreuskagans, prófessor Robert Kelly, að finna á eigin skinni fyrir stuttu þegar rætt var við hann vegna stjórnmálaástandsins í Suður-Kóreu. Í miðju viðtalinu birtast börn hans tvö í bakgrunninum og láta í sér heyra. Á eftir kemur barnfóstran sem þarf að hafa sig alla við við að smala börnunum út af skrifstofunni. Jafnvel þó að maður hafi tök á því að… Lesa meira

Krúttlegar aðferðir til að tilkynna fæðingu barna

Skiljanlega eru allir foreldrar yfir sig spenntir þegar afkvæmin þeirra koma loksins í heiminn eftir langa bið. Sumir vilja tilkynna fæðinguna með prompt og prakt og eru til margar fjölbreyttar leiðir til að gera það. Hér eru nokkrar skemmtilegar og krúttlegar aðferðir til að tilkynna fæðingu barna! Sjá einnig: Par sem var tilkynnt að þau gætu ekki eignast börn tilkynntu meðgönguna á stórkostlegan hátt #1 Lóð, reglustika og klukka #2 Grafísk tilkynning #3 Árið sem var #4 Skemmtileg tilkynning #5 Á dagblaðinu sem kom út daginn sem barnið fæddist #6 Í krúttlegu tjulli #7 Tvíburatilkynning #8 Skemmtilegir kubbar #9 Teiknað… Lesa meira

Köttur passar upp á litla mennska bróður sinn á meðan hann er veikur

Kötturinn Mia er verndari mennska litla bróður síns, Sonny. Í síðustu viku kom Sonny heim eftir að hafa fengið nokkrar sprautur við hita hjá lækninum. Mia fann það strax á sér að það væri eitthvað að. „Hún fór strax á staðina þar sem hann hafði fengið sprauturnar á,“ sagði mamma Sonny við The Dodo. Þegar ég tók hann úr barnastólnum þá mjálmaði Mia á okkur og var komin í rúmið áður en við náðum að leggja hann niður. Hún lá hjá honum allt síðdegið. Mia kúrði alveg upp við Sonny og var þar þangað til honum byrjaði að líða betur.… Lesa meira

Dóttir Patton Oswalt er með skilaboð til Donald Trump

Patton Oswalt er alls ekki aðdáandi Donald Trump og sjö ára gömul dóttir hans, Alice, er það augljóslega ekki heldur. Grínistinn tístaði mynd af dóttur sinni með öflugum skilaboðum sem hún setti á póstkort fyrir Donald Trump, forseta Bandaríkjana. Það er eins krúttlegt og það er áhrifamikið. „Róaðu þig,“ skrifaðu hún með tveimur „emoji“ til að sýna skapið sitt (😎) og skap forsetans (😱). Skilaboðin eru ekki aðeins til sýnis, en Patton segir að hann sé búinn að póstleggja kortið. Alice just made this postcard for President Trump. I just mailed it. pic.twitter.com/R8ouktijxe — Patton Oswalt (@pattonoswalt) March 6, 2017 Alice var… Lesa meira

Mikilvæg skilaboð frá lögreglu til foreldra og barna

Að undanförnu hefur verið mikil umræða í fjölmiðlum um dreifingu nektarmynda og kynferðislegs efnis sem tekið er í óþökk þeirra sem þar sjást. Rætt hefur verið um hver beri ábyrgð á dreifingu og við hverja skuli sakast. Lestu meira: Óttar, nú hættir þú! – Ragga tekur hrútskýranda í kennslustund Lestu meira: Ég bað ekki um að fá að sjá þetta myndband – Fávitinn á næsta borði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti eftirfarandi skilaboð á facebook-síðu sinni í dag: Lögreglu berast reglulega tilkynningar um fólk sem er að dreifa nektarmyndum af öðrum, jafnvel barnungu fólki, á netinu. Skemmst er frá því að segja að… Lesa meira

Svona á að falsa fullkomið líf á samfélagsmiðlum

YouTube móðirin Kristina Kuzmic var að deila nýju myndbandi sem heitir „Svona á að falsa fullkomið líf á samfélagsmiðlum.“ Myndbandið gengur eins og eldur í sinu um netheima. Fólk virðist tengja vel við myndbandið, enda margir sem streða við að líta sem best út á samfélagsmiðlum og athugasemdir Kristinu eru verulega fyndnar. Hún gefur einnig nokkur sniðug ráð, eins og hvernig er hægt að láta líta út eins og þú sért að lifa þínu besta lífi jafnvel þó að lífið þitt sé bara miðlungs! Myndbandið er auðvitað grín eins og textinn hér fyrir ofan, en við mælum með að þú horfir… Lesa meira

Yndisleg Beyoncé og Blue Ivy augnablik sem hlýja þér um hjartarætur

Blue Ivy fæddist 7. janúar 2012 og eins og margir vita þá er hún dóttir tónlistargyðjunnar Beyoncé og rapparans Jay Z. Beyoncé er einn af mest elskuðu tónlistarmönnum okkar tíma og nær ástin alla leið til Blue Ivy sem á sér marga aðdáendur. Beyoncé og Jay Z hafa verið dugleg að reyna að halda Blue Ivy frá sviðsljósinu en með tímanum höfum við fengið að sjá meira og meira af þessari afskaplega fallegu stelpu. Hér eru nokkur yndisleg augnablik á milli Beyoncé og Blue Ivy sem náðust á filmu. Lesa meira

Þakklátar hjartamömmur

Mig langar til að pistill vikunar fjalli um verkefni sem ég tek þátt í þessa dagana ásamt 15 öðrum mömmum. Við köllum okkur Hjartamömmur. Hjartamömmur er hópur mæðra sem eiga það allar sameiginlegt að vera mæður hjartveikra barna. Þegar barnið manns greinist hjartveikt er mjög mikilvægt að eiga félag að eins og Neistann. Neistinn er styrktarfélag hjartveikra barna sem styður fjölskyldur barna og unglinga á hinn ýmsa hátt. Eitt af því sem félagið gerir er að halda úti síðu þar sem foreldrar geta fengið upplýsingar og fræðslu. Heimasíða Neistans er komin á tíma með uppfærslu og endurbætur og langaði okkur hjartamömmur að aðstoða og gefa til baka það sem… Lesa meira

Mæðgur klæða sig upp sem Disney prinsessur og illmenni – Stórkostlegar myndir

Árið 2014 fór ljósmyndarinn Camilia Courts og fjölskyldan hennar í Disneyland. Þar fór fimm ára dóttir hennar í Bibbidi Bobbidi Boutique, það er búningaverslun þar sem er hægt að fara í prinsessu „makeover.“ Með myndavélina að vopni tók Camilia myndir af dóttur sinni sem Elsa í Frozen og deildi myndinni á Facebook. Myndin fékk mjög jákvæð viðbrögð frá fjölskyldu og vinum og ákvað Camilia í kjölfarið að halda áfram með þessa skemmtilegu hugmynd. Ljósmyndaserían The Magical World of Princesses, eða töfrandi heimur prinsessa, varð til. Í ljósmyndaseríunni bregður dóttir Camiliu sér í gervi mismunandi prinsessa og stundum er Camilia með… Lesa meira