Afleiðingar foreldraútilokunar fyrir börn: Kvíði, þunglyndi, lágt sjálfsmat og vanlíðan

Á dögunum var haldin ráðstefna um foreldraútilokun, málefni sem Barnaheill styðja að fái faglega umræðu.Yfirskrift ráðstefnunnar var Leyfi til að elska og á henni talaði fjöldi sérfræðinga um málefnið, bæði innlendir og erlendir. Í myndskeiðum á ráðstefnunni komu fram ýmsar upplýsingar byggðar á rannsóknum frá þremur íslenskum sérfærðingum, þeim Heimi Hilmarssyni, félagsráðgjafa hjá barnaverndum þriggja sveitarfélaga á Suðurnesjum og formanni félags um foreldrajafnrétti og Sigrúnu Júlíusdóttur, prófessor í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands og formanns Rannsóknarstofnunar í barna- og fjölskylduvernd við HÍ, og Sæunni Kjartansdóttur, sálgreini hjá Miðstöð foreldra og barna.Við birtum hér úrdrátt úr tveimur myndbandanna sem er að finna áYouTube rásinni Leyfi… Lesa meira

Ég fékk ekki að elska pabba minn

Ég kallaði hann stundum Blóða. Stundum skírnarnafninu hans. En ekki pabba. Það orð var eignað öðrum manni. Ég þekkti ekki Blóða, hafði ekki umgengnist hann frá því ég var lítið barn og ég skildi ekki af hverju fólki fannst skrýtið að ég hefði ekki þörf fyrir að þekkja hann eða umgangast. Í mínum huga stóð hann fyrir flestum þeim löstum og ókostum sem geta prýtt einn mann. Hann hafði svikið mömmu, komið illa fram og hann drakk og ég hafði engan áhuga á að þekkja þannig manneskju. Enda eignaðist ég svo annan pabba svo ég þurfti ekki á honum að… Lesa meira

Karen Hrund er ólétt aðeins 15 ára: Móðurhlutverkið, fordómar, gleði og ljót skilaboð

Karen Hrund er 15 ára og hefur nýlokið grunnskólagöngu sinni. Hún er búsett á Akureyri og er í sambandi með Ómari Berg, 21 árs. Saman eiga þau von á barni og er Karen komin 35 vikur á leið. Bleikt fékk Karen í viðtal til að ræða um meðgönguna, verðandi mæðrahlutverk og fordómana sem hún hefur orðið fyrir vegna aldurs hennar. Karen kynntist kærastanum sínum þegar hún var fjórtán ára og hann ný orðinn tvítugur. Þau byrjuðu saman í ágúst í fyrra. Þau eiga von á strák og segist Karen hlakka til en vera samt ótrúlega stressuð líka. „Þú veist aldrei… Lesa meira

Sniðugar bola samstæður sem við vissum ekki að voru til

Mörgum finnst gaman að klæða sig í stíl við til dæmis makann sinn, barnið sitt eða vin sinn. Hvað er þá skemmtilegra en að geta gert það á sniðugan hátt. Eins og að vera í bola samstæðum sem eru mjög snjallar og fyndnar. Hér fyrir neðan eru nokkrar sniðugar bola samstæður sem við vissum ekki að voru til. #1   #2   #3   #4   #5   #6   #7   #8   #9   #10   #11   #12   #13   #14   #15   #16   #17   #18 Lesa meira

Sportscasting/„Að lýsa leiknum“- Hvað er það og hvernig á að nota það?

Sportscasting er orð sem kemur frá Janet Lansbury einni helstu talskonu RIE stefnunnar í heiminum í dag og hefur það á stuttum tíma orðið að mikið notuðu hugtaki í stefnunni sjálfri og víðar. Í íslenskri þýðingu tala ég oft um það “að lýsa leiknum” og finnst það ná ágætlega utan um merkingu orðsins, en hvað þýðir það samt, að „sportscast-a“ eða “að lýsa leiknum” í uppeldi? Sportscasting er það þegar við segjum upphátt það sem við sjáum í aðstæðum. Við segjum bara staðreyndir án þess að dæma eða segja okkar skoðun á atriðinu sem við erum að „lýsa“ (sama hvort um jákvæða eða neikvæða… Lesa meira

Foreldrar endurgera tvíburamynd Beyoncé

Fyrir viku síðan birti Beyoncé fyrstu myndina af tvíburunum sínum og eiginmanns hennar, rapparans Jay-Z, á Instagram. Það er kominn rúmlega mánuður síðan tvíburarnir komu í heiminn og hafa þau fengið nöfnin Sir og Rumi. Myndin sem Beyoncé birti á Instagram var gullfalleg og með svipuð þemu eins og myndin sem hún birti þegar hún tilkynnti að hún væri ólétt. Internetið fór nánast á hvolf þegar að hún birti myndina. Myndin gekk eins og eldur í sinu um netheima og fjölmiðla um allan heim. Nú hafa aðrir foreldrar ákveðið að endurgera myndina á stórskemmtilegan hátt: Karlmannsútgáfan: Channelling @beyonce Finlay and… Lesa meira

Hugmyndaríkar aðferðir til að tilkynna meðgöngu

Það er alltaf mikið gleðiefni fyrir spennta foreldra að tilkynna að fjölskyldan sé að stækka. Það er misjafnt hvort fólk tilkynni það á samfélagsmiðlum eða í raunheimum en á okkar tæknivæddu tímum hið fyrrnefnda verið venjan. Við þekkjum þessar klassísku myndir, eins og þar sem pínkulitlum skóm er stillt upp hliðin á sónarmynd eða verðandi foreldrar brosa breitt og halda utan um bumbuna sem fer stækkandi. Sjá einnig: Par sem var sagt að þau gætu ekki eignast börn tilkynna meðgönguna á stórkostlegan hátt Margir hafa tekið upp á því að hrista aðeins upp í hlutunum og leyfa hugmyndafluginu að ráða ríkjum og gera ótrúlega sniðuga… Lesa meira

Sigga Lena: Þarf ég maka til þess að eignast fjölskyldu?

Síðasta vor fór ég til kvensjúkdómalæknis sem er ekki frásögu færandi nema hvað hann opnaði augun mín enn þá frekar fyrir því hvað ég er orðin gömul en í haust fagna ég 32 árum. Í svona þrjú ár er ég búin að hugsa mikið um það hvað mig er farið að langa í fjölskyldu. Þið sem þekkið mig vita það mæta vel að ég er ekki í sambandi og hef ekki verið í langan tíma. En spurningin sem ég er búin að velta fyrir mér í þennan tíma er; ,,þarf ég að finna mér mann til þess að eignast fjölskyldu”? Fyrir tveimur árum síðan… Lesa meira

Viðbrögð föður sem er viðstaddur fæðingu vekja mikla athygli

Dalo og Quintana eru sautján ára par og voru að eignast sitt fyrsta barn. Dalo var að sjálfsögðu viðstaddur fæðinguna ásamt myndavélum. En það var ekki verið að taka myndir fyrir fjölskyldualbúmið heldur voru þetta myndavélar frá hollenska raunveruleikaþættinum „Vier Handen Op Eén Buik“ eða „Fjórar hendur á bumbu.“ Viðbrögð Dalo við fæðingunni hafa vakið mikla athygli en þau eru vægast sagt dramatísk og sprenghlægileg. Horfðu á myndbandið. Hins vegar endar sagan ekki hér en síðar í þættinum var tekið DNA próf og niðurstaðan sýndi að Dalo er ekki líffræðilegur faðir barnsins. Hann fór í uppnám við að heyra fréttirnar… Lesa meira

Hann á fjórar dætur og fær að vita kynið á næsta barni – Rosaleg viðbrögð

Christine Batson og eiginmaður hennar eiga fjórar dætur saman og eiga von á öðru barni. Þau ákváðu að komast að kyni barnsins á skemmtilegan hátt saman sem fjölskylda og tók Christine það upp á myndband. Faðirinn og dæturnar sitja við borð og stúlkurnar fá möffins þar sem liturinn inni í kökunni sýnir hvaða kyn barnið er. Viðbrögð föðurins eru rosaleg við fréttunum en meira ætlum við ekki að segja. Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan. „Við erum að eignast okkar fimmta barn. Eftir fjórar stelpur var eiginmaðurinn minn svo viss um að það myndi vera strákur. Börnin okkar eru 16 ára, 11 ára, 4… Lesa meira

Að eiga börn með stuttu millibili

Ég er rosalega oft spurð að því hvernig það sé að eiga börn með svona stuttu millibili en það eru einungis 15 mánuðir á milli barnanna okkar hjóna. Strákurinn okkar er fæddur í nóvember 2013 og stelpan í janúar 2015 og ná þau því tveimur skólaárum á milli sín. Það eru kannski einhverjir sem spyrja sig að því hvort við hjónin höfum bæði skrópað í kynfræðslu daginn sem getnaðarvarnir voru kynntar í grunnskóla... Ég held að svarið sé nokkuð augljóst! En að öllu gríni slepptu, þegar ég varð ólétt í fyrra skiptið höfðum við hjónin verið að reyna í dágóðan… Lesa meira

Valgerður: „Síðan ég varð móðir hef ég svolítið týnt gömlu mér“

Síðan ég varð móðir hef ég svolítið týnt gömlu mér... Jú það kannast örugglega margir við það að hafa ekki tíma í að sinna hlutum sem maður var vanur að hafa svo miklar áhyggjur af. Eins og til dæmis að finna hreinan bol, slétta yfir flókabunkann sem við köllum núna hár, jú eða lita augabrúnir. Ég get allavega sagt fyrir mitt leyti að ég er orðin ansi vön að arka um allt augabrúnalaus eins og ég hafi lent í hræðilegu grillslysi. Sú sem þú sérð í speglinum núna er kannski með nokkur, eða fullt af slitum. Hún er örugglega þreytulegri en venjulega… Lesa meira

Hildur Inga: „Fyrstu vikurnar fengum við nánast eingöngu að horfa á hana“

Barkaþræðing, öndunarvél, súrefni, no, picc línur, sonda, hjartalínurit, súrefnismettun, þvagleggur, næring í gegnum naflaarteríu, æðaleggir, blóðprufur, blóðþrýstingur, lungnaháþrýstingur, morfín, róandi, ótalmörg lyf, hjartaómanir, röntgen, lifur og garnir í brjóstholi, aðgerð, vökvasöfnun í brjóstholi, dren, haldið sofandi, lífshætta, ecmo vél í Svíþjóð, rétt slapp, leyft að vakna, gefið róandi, svæfð ef grét, cpap, súrefnisgleraugu, púst, inndrættir, aftur cpap, high flow, low flow o.fl. o.fl. Þetta eru mörg orð sem ég vildi óska að ég kynni ekki skil á. Nokkurn veginn svona er ferlið sem dóttir mín hefur gengið í gegnum og það aðeins á þremur mánuðum. Hún fæddist með þindarslit hægra megin. Líkurnar á því að það gerist eru 1 á móti 20.000. Hún er… Lesa meira

Rúna: Litlu hlutirnir sem skiptu ekki máli fyrr en maður varð foreldri

Rúna Sævarsdóttir býr með manninum sínum og þremur börnum í Noregi. Hún stundar fjarnám í sálfræði við Háskólann á Akureyri og er þar að auki bloggari á Öskubuska.is. Hún skrifaði pistil um litlu hlutina sem birtist fyrst á Öskubuska.is og gaf Bleikt góðfúslegt leyfi að birta hann hér fyrir lesendur okkar. Foreldrahlutverkið getur verið mjög krefjandi á köflum ásamt því auðvitað að vera skemmtilegt. Litlir hlutir sem skiptu ekki máli áður eru allt í einu orðnir mjög mikilvægir og spila stóran þátt í daglegu lífi ykkar. Ég ákvað að setja upp smá lista yfir hluti sem geta gjörsamlega umturnað deginum fyrir foreldrum. Hlutir… Lesa meira

Faðir klæðir sig og dóttur sína í búninga og tekur stórskemmtilegar myndir – Aðeins of krúttlegt

Hin níu mánaða gamla Zoe þarf ekki að sannfæra pabba sinn, Sholom Ber Solomon, um að klæðast búningum og leika. Sholom klæðir sig og dóttur sína reglulega í alls konar búninga og tekur stórskemmtilegar myndir sem hafa slegið í gegn á netinu. Hvort sem þau eru klædd sem ballerínur eða Zoe bókstaflega sem fata af kjúkling þá slá þau öll met í krúttleigheitum. „Ég ætla mér að taka myndir með henni eins lengi og hún leyfir mér,“ sagði Sholom við Daily Mail. Sjáðu þessar frábæru myndir hér fyrir neðan. Lesa meira

Ingibjörg: Að vera „þessi“ mamma

Ég fór í veislu síðustu helgi. Gullfallega skírnarveislu hjá yndislegri vinkonu, sem reyndar breyttist svo í brúðkaup (Til hamingju aftur elsku elsku HJÓN!). Salurinn, veitingarnar, vinkona mín og fjölskyldan hennar – allt óaðfinnanlegt. Svo, ætla ég að mála mynd fyrir ykkur. Þið farið í veislu, þið setjist niður með kaffibollann ykkar og fylgist spennt með því sem er að gerast, reynið að heyra hvert orð sem sagt er, taka þátt í söngnum – vera með. En þið getið það ekki almennilega, því hinum megin í salnum eru lítil sæt krakkagerpi hlaupandi, færandi stóla og með læti algjörlega grunlaus um að… Lesa meira

Dóttir kallar mömmu sína „feita“ – Svar móður hennar hefur vakið mikla athygli

Þegar Allison Kimmey sagði börnunum sínum að það væri kominn tími til að fara upp úr sundlauginni varð dóttir hennar svo fúl að hún sagði við bróður sinn „mamma er feit.“ Allison ákvað að kenna þeim lexíu. Eftir að þau komu heim þá vildi Allison spjalla aðeins við börnin. „Sannleikurinn er sá að ég er ekki feit. Það ER enginn feitur. Það er ekki eitthvað sem þú ERT. En ég er MEÐ fitu. Við erum ÖLL með fitu. Hún verndar vöðvana og beinin okkar og gefur okkur orku,“ sagði Allison við börnin sín. Hún kenndi börnunum sínum að „feitur er… Lesa meira

Yndislegar myndir af feðrum í fæðingarstofunni

Hér eru nokkrar yndislegar ljósmyndir af feðrum í fæðingarstofunni. Þær eiga eftir að láta þig hlæja og gráta. Það sem er mikilvægast er að þær eiga eftir að minna þig á hvað pabbar eru frábærir. Sjáðu þessar ótrúlega fallegu myndir hér fyrir neðan sem Bored Panda tók saman. Lesa meira

Að ferðast með lítið kríli – Tékklisti

Við fjölskyldan skelltum okkur til Alicante núna í byrjun júní. Þetta var alveg yndisleg ferð en við fórum með foreldrum mínum, systur mömmu og dóttur hennar og vorum í eina viku í æðislegu húsi. Þegar við fórum var Embla dóttir okkar 4 1/2 mánaða og því nóg af hlutum sem þurfti að spá í og taka með. Ég ákvað því að skella í smá færslu sem getur vonandi hjálpað einhverjum sem er í smá vafa með hvað er best að taka með út. Ég ætla að byrja á nokkrum góðum ráðum fyrir þá sem stefna á að fara erlendis með… Lesa meira

Camilla Rut ætlar að hlaupa 10 km fyrir Barnaspítala Hringsins: „Var okkar annað heimili á tímabilum“

Camilla Rut ætlar að hlaupa 10 km fyrir Barnaspítala Hringsins í Reykjavíkur maraþoni Íslandsbanka. Camilla og fjölskylda hennar kannast vel við Barnaspítala Hringsins en hann hefur verið þeirra annað heimili á tímabilum. Þegar litli bróðir Camillu fæddist 2011 var honum vart hugað líf og hefur farið í tvær akút aðgerðir. Í dag er hann fimm ára gleðipinni og segir Camilla fjölskylduna standa í eilífðri þakkarskuld við Barnaspítala Hringsins. Camilla Rut er með þúsundir fylgjenda á Snapchat sem fylgjast með hennar daglega lífi og ætlar hún að leyfa þeim að fylgjast með hlaupaferlinu. Snapchat aðgangur Camillu er: camyklikk. Camilla þú ert ekki… Lesa meira

Það sem enginn segir þér – Ekki fyrir viðkvæma! „Hver vill ekki hamborgara með smá blóðbragði!?“

VARÚÐ: Ef þú ert viðkvæm sál og/eða mögulega barnshafandi, lestu þá með mikilli varúð. En ef þú ert algjör „man ekki orðið“, held ég að þú ættir að snúa til baka aftur. Aftur á móti, ef þú ert týpan sem getur séð spaugilegu hliðarnar á hlutunum - endilega haltu áfram að lesa! Þegar maður er barnshafandi þá er svo margt sem enginn segir manni! Það er einsog það sé allt bara frábært og æðislegt og maður á að svífa um á silfurbleikuglimmerskýi og það er sko alveg bannað að kvarta því vissulega er það ekki sjálfgefið að allir geti eignast… Lesa meira

Sendir áhyggjufullri móður sinni skilaboð úr heimsreisunni

Það er óhætt að segja að móðir Jonathan Kubben Quiñonez hafi verið áhyggjufull þegar hann sagði upp vinnunni sinni, seldi bílinn sinn og keypti flugmiða til Kúbu í mars 2016. Nú rúmlega ári síðar hefur hann ferðast um allan heiminn og vakið athygli fyrir leið sína til að minnka áhyggjur móður sinnar. Á meðan Jonathan skoðar heiminn hefur hann í för með sér skilti sem stendur á „Mom, I‘m fine“ eða „mamma, ég er í lagi.“ Hann lætur taka mynd af sér með skiltinu við hinar ýmsu aðstæður og eru myndirnar alveg stórkostlegar. Í maí fór mamma hans meira að… Lesa meira

Kolbrún opnar sig um feimnismál: „Ég er með fallegan líkama og hann sýnir að ég hef gengið með barn“

Kolbrún Sævarsdóttir átti sitt fyrsta barn fyrir sjö mánuðum síðan og hefur átt erfitt með að líða vel í eigin skinni. Það er ákveðin pressa og hugmyndir sem koma frá samfélaginu um hvernig konur „eiga að líta út“ en Kolbrún hefur ákveðið að láta það ekki á sig fá. Hún segist aldrei hafa verið jafn stór og þung eins og hún er í dag en hún er svo hamingjusöm. Kolbrún birti öfluga og frábæra færslu á Facebook þar sem hún deilir mynd af maganum sínum sjö mánuðum eftir fæðingu. Hún segist elska slitin sín og ætlar ekki að láta þær… Lesa meira

Fæddi 24 merku stúlku: „Hún er eins og sex mánaða gamalt barn“

Chrissy Corbitt frá Bandaríkjunum fæddi stúlkubarn sem var rúmlega sex kíló, sem samsvarar 24 mörkum. Móðir stúlkunnar segir að hún sé svo stór að hún líti út fyrir að vera smábarn en ekki ungbarn. Þegar maður sér mynd af Chrissy þegar hún var ólétt þá gefur það manni ansi góða vísbendingu um að hún myndi fæða barn í stærra laginu. Stúlkubarnið fékk nafnið Carleigh. Carleigh kom heilbrigð í heiminn viku fyrir settan dag. Hún var tekin með keisaraskurði. „Þegar læknirinn var að tosa hana úr mér þá heyrði ég bara hvað þau voru öll hlægjandi og spennt í herberginu,“ sagði… Lesa meira