Börn sett á biðlista hjá dagforeldri fyrir fæðingu: „Þetta er algjör geðveiki“

Bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla hér á landi hefur hingað til yfirleitt verið brúað með aðkomu dagforeldra. Nú er svo komið að foreldrar ungra barna eru í miklum vandræðum þar sem mikill skortur virðist vera á plássi fyrir börnin og sitja því foreldrar eftir heima launalaus með engar lausnir. Mikil samkeppni er á milli foreldra að ná þeim einstaka lausu plássum sem losna hjá dagforeldri og hefur fólk brugðið á hin ýmsu ráð. Foreldrar eru farnir að hringja og setja barnið á biðlista áður en það er komið í heiminn og hringja foreldrar svo reglulega til þess að minna… Lesa meira

Silja Dögg fæddi barn heima: „Ég var orðin hrædd um að fæða barnið ein en hann hélt ég væri bara í vondu skapi“

Silja Dögg var svo yndisleg að deila með okkur fæðingarsögunni sinni en hún er með merkilegra móti. Hún nefnilega eignaðist barn heima hjá sér alveg óvænt (eða svona eins óvænt og hægt er)! Gefum Silju orðið: “Frá því að ég fékk settan dag þann, 11. ágúst, ákvað ég að ég sá dagur væri ekki svo góður og ég ætlaði að eiga þann 27. júlí. Ég reyndar ákvað líka að ég gengi með strák og kallaði hann Bubba en í 20. vikna sónar var Bubbi víst Bubba en það kom svo sem ekki að sök. Af heilsufars ástæðum fór ég frekar… Lesa meira

Fæddi barnið á ganginum á bráðamóttökunni – Ótrúlegar myndir

Kona sem eignaðist sjötta barnið sitt í sumar, hafði liðið frá upphafi meðgöngunnar eins og hún yrði ófyrirsjáanleg. Hún hafði heldur betur rétt fyrir sér þar sem hún fæddi son sinn á ganginum í bráðamóttökunni. Jes gekk með sitt sjötta barn en þó hennar fyrsta son. Þann 24 júlí missti Jes vatnið og hafði hún miklar áhyggjur af því að hún myndi eiga barnið áður en hún kæmist upp á spítala. Hún hljóp því út í bíl í engum skóm og maðurinn hennar með, sem sendi ljósmyndara fjölskyldunnar, Tammy Karin, skilaboð um að fæðingin væri farin af stað. Um leið og Jess… Lesa meira

Hrönn Bjarnadóttir byrjaði að skipuleggja eins árs afmæli dóttur sinnar áður en hún varð ólétt

Embla Ýr dóttir mín varð 1 árs 10. janúar síðastliðinn og því varð að sjálfsögðu að halda upp á þann stóra áfanga. Ég held að ég hafi varla verið orðin ólétt þegar ég byrjaði að plana eins árs afmælið hennar og pæla í hvaða þema ég vildi hafa og búa til allskonar lista og skipuleggja. Ég byrjaði svo fyrir alvöru að skipuleggja afmælið í október en þá ákvað ég að einhyrningarþema yrði fyrir valinu. Ég pantaði mest allt af skrautinu erlendis. Ég bjó allar veitingarnar til sjálf en málið flæktist aðeins þar sem við Embla greindumst báðar með lungnabólgu mánudaginn… Lesa meira

Sprenghlægilegar íslenskar fæðingasögur 2 hluti: ,,Hvað eru margir að horfa á klofið á mér ?‘’

Í gær birti Bleikt.is færslu um vandræðalegar og skondnar fæðingarsögur íslenskra kvenna en þegar kemur að fæðingu barnanna okkar þá eiga hormónarnir það til að taka yfir. Ofurkraftarnir sem konurnar öðlast í fæðingarferlinu eru ótrúlegir og oftar en ekki gerast bráðfyndnir og skemmtilegir hlutir á fæðingarstofunni. Bleikt fékk góðfúslegt leyfi nokkurra kvenna til þess að birta stórskemmtilegar aðstæður sem konu upp í fæðingum þeirra: °° Mánuði eftir fæðingu elstu dóttur minnar þá spurði ég kærastann minn af hverju mig rámaði í það að ég hafi verið að tala ensku í fæðingunni. Þá segir hann mér að ég hafi samþykkt að leyfa heilum hóp af enskum læknanemum að taka… Lesa meira

Sonur Telmu þarf gleraugu: „Eiga börn efnalítilla foreldra ekki rétt á gleraugum?“

Telma Ýr Birgisdóttir komst að því að sonur hennar þyrfti að nota gleraugu þegar hann var einungis 6 vikna gamall. Þegar hann var orðin fjögurra og hálfs mánaða gamall fékk hann sín fyrstu gleraugu og kostuðu þau hjónin 76.200 krónur með afslætti. Við gerum okkur alveg grein fyrir því að þegar við eignumst börn þá vitum við að allskonar kostnaður getur fylgt með en mér finnst þetta alls ekki í lagi, segir Telma í samtali við Bleikt.is Börn efnalítilla foreldra ekki rétt á gleraugum Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu niðurgreiðir gler í barnagleraugu… Lesa meira

Sprenghlægilegar íslenskar fæðingasögur: „Hún kemur út úr rassgatinu á mér!“

Ferlið frá getnaði og að fæðingu er magnað og líkja því margir við kraftaverk. Konur eru sagðar ljóma á meðgöngunni og að þær hafi aldrei litið betur út. Margar konur eru þessu hins vegar ósammála og líða nokkurn veginn eins og hval sem hefur rekið á land. Þegar kemur að fæðingunni sjálfri eru líklega flestar konur nokkuð áhyggjufullar, að minnsta kosti í fyrsta skiptið. Enda er ýmislegt sem getur komið upp á og ekki hjálpar það hversu mikið er hægt að lesa sig til um nákvæmlega hvað og hvernig hlutirnir geta þróast. Hins vegar er ein hlið á þessu öllu saman sem hægt er að kalla spaugilega,… Lesa meira

Kylie Jenner búin að eiga – Myndband frá síðustu 9 mánuðum

Kylie Jenner hefur farið leynt með meðgöngu sína en þó hafa fjölmiðlar vestan hafs reynt sitt ýtrasta til þess að komast að sannleikanum. Nú hefur Kylie greint frá því að hún sé búin að eignast litla stelpu sem kom í heiminn þann 1. febrúar. „Fyrirgefið mér fyrir að hafa haldið þessu leyndu þrátt fyrir að allir hafi gert ráð fyrir þessu. Ég skil vel að þið eruð vön því að fá að fylgja mér í gegnum allt en ólétta mín var eitt af því sem ég ákvað að deila ekki með heiminum. Ég vissi að ég þyrfti að undirbúa mig fyrir þetta nýja hlutverk… Lesa meira

Sprenghlægilegar myndir af hundum sem gripnir voru glóðvolgir af eigendum sínum

Líklega hafa allir þeir sem eiga hund staðið hann að því að vera að gera eitthvað sem hann má ekki. Um leið og hundarnir hafa áttað sig á því að eigandi þeirra hafi gripið þá við verknaðinn eru þeir fljótir að setja upp hvolpa augun svo erfitt sé að skamma þá. Þeir eiga það þó flestir sameiginlegt að gera sér grein fyrir því að það sem þeir gerðu var ekki leyfilegt og skammast þeir sín því alveg hrikalega. Bleikt tók saman nokkrar bráðfyndnar myndir af hundum sem gripnir voru glóðvolgir. Lesa meira

Dóttir Kolbrúnar týndist á Spáni: „Hún stóð eins og stytta og fólk skoðaði hana og hló“

Kolbrún Sara Ósk Kristinsdóttir er staðsett á Tenerife með fjölskyldunni í fríi. Fjölskyldan var að versla í íþróttavöruverslun þegar Sara Rós, sex ára gömul dóttir þeirra hvarf úr augnsýn. „Ég missti sjónar á henni í smá stund og fór að kalla á hana, sem betur fer svaraði hún kallinu strax og var því ekki týnd lengi,“ segir Kolbrún i viðtali við Bleikt.is Í ljós kom að Sara hafði gengið frá foreldrum sínum og komið sér vel fyrir í sýningarglugga verslunarinnar við hliðina á gínunum. „Þar stóð hún eins og stytta og fólk sem gekk fram hjá stoppaði til þess að… Lesa meira

Íris varð fyrir fordómum vegna pelagjafar: „Öss hvað er hún að gefa ungabarni pela, svona lítið barn á að vera á brjósti“

Íris Bachmann segist hafa orðið fyrir mikilli pressu um að halda áfram brjóstagjöf þrátt fyrir mikla erfiðleika eftir að hún eignaðist son sinn. Íris mjólkaði lítið og grét sonur hennar af hungri og verkjum þar sem hann þoldi illa þá litlu mjólk sem hann fékk. Enn þann dag í dag finn ég fyrir einstaka fordómum yfir því að barnið mitt sé og hafi alltaf einungis verið á pela, Segir Íris í einlægri færslu á bloggsíðu sinni. Íris segir að umræðan um pelabörn eigi ekki að vera feimnismál og að fólk eigi alls ekki að dæma aðra. Þið vitið ekkert af hverju barnið er á… Lesa meira

Hildur Ýr er sjómannskona: „Hágrét fyrsta árið en nú er þetta vani“

í hvert einasta skipti sem ég nefni að ég eigi kærasta sem er á sjó þá koma upp margar spurningar.  Allar sjómannskonur kannast öruglega við það. Fyrsta árið sem við vorum saman þá grenjaði ég nánast í hvert einasta skipti sem hann fór út á sjó eftir að hann var búin að vera í viku fríi, mér fannst þetta rosalega erfitt, en í dag er þetta mun auðveldara og hann kemur heim á endanum, auðvitað er samt alltaf erfitt að kveðja. Hvernig er að vera með sjómanni? Er ekki erfitt að hann sé alltaf svona lengi í burtu? Leiðist þér ekki ? Hvernig er að… Lesa meira

Gerður er á biðlista eftir gjafaeggi: „Algjör andleg brotlending“

Samkvæmt rannsóknum eru einn af hverjum sex einstaklingum sem þráir að eignast barn að glíma við einhverskonar ófrjósemi. Það er margt sem getur haft áhrif á frjósemi fólks og algengt er að miklir andlegir erfiðleikar fylgja því að vera ófrjór. Konur sem einhverra hluta vegna geta ekki eignast barn með sínu eigin eggi hafa þann möguleika að sækja um kynfrumugjöf. Kynfrumugjöf er þegar par eða einstaklingur þiggur gjafaegg eða gjafasæði. Stundum bæði gjafaegg og gjafasæði. Eggjagjöf er nokkuð algeng. Eggjagjöf getur annað hvort verið nafnlaus eða undir nafni og ráða þá óskir eggjagjafa og eggþega. Eggjagjöf hentar ákveðnum hópi para og einstaklinga… Lesa meira

Eva Lind er búin að missa 50 kíló: „Við síðustu vigtun var ég orðin 124 kíló og ég vil ekki vita hvað ég þyngdist meira eftir það“

Eva Lind Sveinsdóttir varð ólétt árið 2015 og gekk meðgangan mjög vel þar til Eva var gengin þrjátíu vikur á leið en þá vaknar hún einn morguninn með mikla og stöðuga kviðverki. Móðir Evu var handviss um að barnið væri að fara að koma í heiminn fyrir tímann en Eva trúði því ekki og var heima fram eftir degi. Ég þrjóskaðist til klukkan fjögur með það að fara niður á fæðingardeild því ég vildi ekki trúa því að barnið væri að fara að fæðast, segir Eva í viðtali við Bleikt. Send í bráðaaðgerð Þegar Eva kom niður á fæðingardeild var… Lesa meira

Andrea greindist með mikinn kvíða eftir fæðingu: „Ég gat ekki sofið á næturnar vegna hræðslu“

Andrea Ísleifsdóttir greindist með mikinn kvíða eftir að hún átti strákinn sinn. Þegar hún hugsar til baka áttar hún sig á því að hún hefur í raun alltaf fundið fyrir kvíða, alveg síðan hún man eftir sér. Andrea getur ekki tilgreint eitthvað sérstakt atvik sem ýtir undir kvíðan hennar heldur telur hún að hún hafi einfaldlega alltaf fundið fyrir meiri kvíða heldur en venjulegur einstaklingur. Ég hef til dæmis alltaf verið sú sem mátti varla gera grín að, auðvitað eru einstaklingar mis viðkvæmir og ég hef alltaf verið mjög viðkvæm. En þegar kvíðin spilar inn í þá getur getur það haft mjög erfiðar… Lesa meira

Pabbar deila sprenghlægilegum ráðum til þess að auðvelda uppeldið

Að eiga börn er ekki auðvelt enda þarf að hafa auga með þeim allan sólarhringinn og því getur verið erfitt að koma öðrum hlutum í verk. Feður hafa því tekið sig saman og deilt myndum af fyndnum og furðulegum ráðum til þess að auðvelda sér lífið í uppeldinu. Indy greinir frá því að feður hafi tekið sig saman undir myllumerkinu #dadhacks á samskiptamiðlinum Instagram og deila þar myndum af því hvernig þeir hafa fundið lausnir til þess að auðvelda sér lífið. https://www.instagram.com/p/BPqMcRWg-Q9/?utm_source=ig_embed&utm_campaign=embed_ufi_test https://www.instagram.com/p/BQ83OtrAeS3/?utm_source=ig_embed&utm_campaign=embed_ufi_test https://www.instagram.com/p/BUHtsl-hgPJ/?utm_source=ig_embed&utm_campaign=embed_ufi_test https://www.instagram.com/p/BTht0AcDTMW/?utm_source=ig_embed&utm_campaign=embed_ufi_test https://www.instagram.com/p/BSzEbJWAe1Z/?utm_source=ig_embed&utm_campaign=embed_ufi_test https://www.instagram.com/p/BcX-ifIlJCH/?utm_source=ig_embed&utm_campaign=embed_ufi_test https://www.instagram.com/p/BSjgCsEAflf/?utm_source=ig_embed&utm_campaign=embed_ufi_test https://www.instagram.com/p/BehtLJjH_hr/?utm_source=ig_embed&utm_campaign=embed_ufi_test https://www.instagram.com/p/BUnHFVoBIC_/?utm_source=ig_embed&utm_campaign=embed_ufi_test https://www.instagram.com/p/BeOTYL9lXrr/?utm_source=ig_embed&utm_campaign=embed_ufi_test https://www.instagram.com/p/Bd_eR8blTzn/?utm_source=ig_embed&utm_campaign=embed_ufi_test   Lesa meira

Jóhanna Guðrún hokin af reynslu þrátt fyrir ungan aldur: „Það er voðalega fátt sem kemur mér á óvart“

Söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir hefur í mörg ár fangað hug og hjörtu Íslendinga með hugljúfri rödd sinni og faglegri framkomu. Jóhanna varð snemma landsþekkt en hún var lengi talin ein skærasta barnastjarna landsins og hefur því verið í sviðsljósinu öll sín mótunarár. Þegar Jóhanna var einungis níu ára hóf hún að koma fram sem söngkona og sendi einnig frá sér sinn fyrsta geisladisk sem bar nafnið Jóhanna Guðrún 9. Það var árið 2009 sem Jóhanna Guðrún sló í gegn í Rússlandi fyrir hönd Íslands í Eurovision og lenti í öðru sæti, einungis átján ára gömul en þó hokin af reynslu.… Lesa meira

Hólmfríður Brynja skrifar opið bréf til stjúpföður síns

Hólmfríður Brynja Heimisdóttir skrifaði á dögunum opið bréf til stjúpföður síns þar sem hún þakkar honum fyrir að hafa verið til staðar fyrir sig þegar hún þurfti á því að halda. Bréfið er í senn einlæg og falleg lesning fyrir alla foreldra, hvort sem þeir eru stjúpforeldrar, fósturforeldrar eða blóðforeldrar. Takk fyrir að hafa verið ávalt til staðar fyrir mig frá barnsaldri þó að þú hafir ekki verið skyldugur til þess, takk fyrir að fæða mig og klæða og takk fyrir að styðja mig í öllu því sem mér dettur í hug og að taka undir það með mér, segir… Lesa meira

Sara Rut upplifði erfiða brjóstagjöf: „Ég grét með litla nýfædda grenjandi kraftaverkinu okkar“

Sara Rut Agnarsdóttir átti virkilega erfiða brjóstagjöf þegar hún eignaðist sitt fyrsta barn. Sara var ung og óreynd, nýbökuð móðir sem hafði enga fræðslu fengið um brjóstagjöf og stóð hún því ósofin í móki með hágrátandi barn og vissi ekkert hvað hún átti til bragðs að taka. Áhersla á brjóstagjöf er mikil og einnig þrýstingur á að konur gefi börnunum sínum brjóst. Algengt er að upp koma vandamál á meðan á brjóstagjöf stendur og því er mikilvægt að hjúkrunarfræðingar, ljósmæður, læknar og annað starfsfólk í heilbrigðisgeiranum geti veitt nýbökuðum mæðrum ráðgjöf, segir Sara í einlægri færslu á Glam. Árið 2013 eignaðist Sara… Lesa meira

Guðný er sorgmædd og reið: „Tveir ungir einstaklingar misstu líf sitt til fíkninnar síðastliðna tvo sólarhringa, við megum ekki hundsa vandamálið“

Guðný Bjarneyjar er sorgmædd og virkilega reið yfir því að hafa fengið staðfestar fréttir af tveimur ungum einstaklingum sem misstu líf sitt til fíkninnar síðastliðna tvo sólarhringa. Guðný segist vera virkilega reið yfir því að meðferðaraðilar neyðist til þess að draga úr þjónustu, fækka meðferðarplássum og loka á alla þjónustu á landsbyggðinni. Foreldrar, börn og systkini eru að horfa á eftir ástvinum sínum. Fyrst í klær Bakkusar konungs og svo í hendur dauðans. Þeir vinna saman, Bakkus sem vill koma þegnum sínum í geðveiki fíknarinnar þar til hjarta þeirra hættir að slá en þá tekur dauðinn við og fagnar hverju lífi sem… Lesa meira

Hreinskilnar og sprenghlægilegar sögur af íslenskum krökkum: Annar hluti

Bleikt fékk á dögunum leyfi frá nokkrum mæðrum til þess að birta hreinskilnar og skemmtilegar sögur af börnunum þeirra. Í kjölfarið birtust enn þá fleiri skemmtilegar sögur og lá því beinast við að birta þær einnig. Hér má því lesa fleiri dásamlega skemmtilegar sögur af íslenskum krökkum að gera það sem þau gera best: Vera hreinskilin! Sonur minn var að ræða við pabba sinn á Skype: Pabbinn: Þú komst einu sinni til Svíþjóðar með mömmu og pabba en þá varstu bara í maganum a mömmu þinni! Sonurinn: Já, þá sá ég ekki neitt og vissi bara ekkert hvert ég var að fara! ° Einu sinni… Lesa meira

Margrét Björk lifir minimalískum lífsstíl: „Ég var orðin svo leið á því að finnast aldrei neitt nógu gott, ég var neyslufíkill“

Margrét Björk Jónsdóttir var komin með leið á því að vera alltaf að taka til, alltaf að stressa sig á einhverju sem skipti engu máli, alltaf að týna hlutum og að hafa heimilið fullt af dóti sem enginn notaði. Hún tók sig því til og ákvað að hefja vegferð sína að minimaliskum lífsstíl. En hvað er minimalískur lífsstíll? Mínimalískur lífsstíll er að hafa í lífi þínu aðeins það sem þú þarft og *nýtur* þess að hafa. Laus við óþarfa. Það eru engar reglur um hvað á að eiga mikið af hinu eða þessu.Mínimalískur lífsstíll snýst ekki um að eiga eins lítið og maður getur eða að eiga bara… Lesa meira

Bjargey hefur verið í sambandi í tuttugu ár: „ Þið þurfið ekki að skilja til þess að njóta lífsins“

Bjargey Ingólfsdóttir hefur verið í sambandi með manninum sínum í tuttugu ár eða síðan þau voru einungis fimmtán ára gömul. Á þeim tíma hugsuðu þau lítið um framtíðina en vissu þó að henni vildu þau eyða saman. Nú tuttugu árum síðar standa þau enn saman sem bestu vinir og sálufélagar og hafa lagt hart að sér til þess að láta allt ganga upp. Á þessum tíma hafa þau klárað menntaskóla og háskóla, eignast þrjú börn, komið sér upp heimili og hjálpað hvort öðru að láta drauma sína rætast. Það hefur ekkert alltaf verið auðvelt. Það er basl að mennta sig,… Lesa meira

Sigga Lena ætlar að eignast barn án maka: „Ég ætla mér að láta drauminn rætast“

Draumur, hver er draumurinn!?! Minn stærsti draumur er að stofna fjölskyldu, það er lítið annað sem kemst að hjá mér þessa dagana. En ég tók af sakarið og er byrjuð á undirbúnings vinnu fyrir komandi ár. Í byrjun árs tók ég þá ákvörðun að ég ætla mér að láta drauminn rætast. Til þess að þetta sé möguleiki þá þarf ég að plana mig vel. En að sjálfsögðu var fyrsta skrefið að panta tíma hjá IVF klíníkinni sem ég og gerði, fyrsti tími hjá lækni er í byrjun febrúar. Það sem ég er samt spennt að tala við lækninn og fá nákvæmari… Lesa meira