Að eiga börn með stuttu millibili

Ég er rosalega oft spurð að því hvernig það sé að eiga börn með svona stuttu millibili en það eru einungis 15 mánuðir á milli barnanna okkar hjóna. Strákurinn okkar er fæddur í nóvember 2013 og stelpan í janúar 2015 og ná þau því tveimur skólaárum á milli sín. Það eru kannski einhverjir sem spyrja sig að því hvort við hjónin höfum bæði skrópað í kynfræðslu daginn sem getnaðarvarnir voru kynntar í grunnskóla... Ég held að svarið sé nokkuð augljóst! En að öllu gríni slepptu, þegar ég varð ólétt í fyrra skiptið höfðum við hjónin verið að reyna í dágóðan… Lesa meira

Valgerður: „Síðan ég varð móðir hef ég svolítið týnt gömlu mér“

Síðan ég varð móðir hef ég svolítið týnt gömlu mér... Jú það kannast örugglega margir við það að hafa ekki tíma í að sinna hlutum sem maður var vanur að hafa svo miklar áhyggjur af. Eins og til dæmis að finna hreinan bol, slétta yfir flókabunkann sem við köllum núna hár, jú eða lita augabrúnir. Ég get allavega sagt fyrir mitt leyti að ég er orðin ansi vön að arka um allt augabrúnalaus eins og ég hafi lent í hræðilegu grillslysi. Sú sem þú sérð í speglinum núna er kannski með nokkur, eða fullt af slitum. Hún er örugglega þreytulegri en venjulega… Lesa meira

Hildur Inga: „Fyrstu vikurnar fengum við nánast eingöngu að horfa á hana“

Barkaþræðing, öndunarvél, súrefni, no, picc línur, sonda, hjartalínurit, súrefnismettun, þvagleggur, næring í gegnum naflaarteríu, æðaleggir, blóðprufur, blóðþrýstingur, lungnaháþrýstingur, morfín, róandi, ótalmörg lyf, hjartaómanir, röntgen, lifur og garnir í brjóstholi, aðgerð, vökvasöfnun í brjóstholi, dren, haldið sofandi, lífshætta, ecmo vél í Svíþjóð, rétt slapp, leyft að vakna, gefið róandi, svæfð ef grét, cpap, súrefnisgleraugu, púst, inndrættir, aftur cpap, high flow, low flow o.fl. o.fl. Þetta eru mörg orð sem ég vildi óska að ég kynni ekki skil á. Nokkurn veginn svona er ferlið sem dóttir mín hefur gengið í gegnum og það aðeins á þremur mánuðum. Hún fæddist með þindarslit hægra megin. Líkurnar á því að það gerist eru 1 á móti 20.000. Hún er… Lesa meira

Rúna: Litlu hlutirnir sem skiptu ekki máli fyrr en maður varð foreldri

Rúna Sævarsdóttir býr með manninum sínum og þremur börnum í Noregi. Hún stundar fjarnám í sálfræði við Háskólann á Akureyri og er þar að auki bloggari á Öskubuska.is. Hún skrifaði pistil um litlu hlutina sem birtist fyrst á Öskubuska.is og gaf Bleikt góðfúslegt leyfi að birta hann hér fyrir lesendur okkar. Foreldrahlutverkið getur verið mjög krefjandi á köflum ásamt því auðvitað að vera skemmtilegt. Litlir hlutir sem skiptu ekki máli áður eru allt í einu orðnir mjög mikilvægir og spila stóran þátt í daglegu lífi ykkar. Ég ákvað að setja upp smá lista yfir hluti sem geta gjörsamlega umturnað deginum fyrir foreldrum. Hlutir… Lesa meira

Faðir klæðir sig og dóttur sína í búninga og tekur stórskemmtilegar myndir – Aðeins of krúttlegt

Hin níu mánaða gamla Zoe þarf ekki að sannfæra pabba sinn, Sholom Ber Solomon, um að klæðast búningum og leika. Sholom klæðir sig og dóttur sína reglulega í alls konar búninga og tekur stórskemmtilegar myndir sem hafa slegið í gegn á netinu. Hvort sem þau eru klædd sem ballerínur eða Zoe bókstaflega sem fata af kjúkling þá slá þau öll met í krúttleigheitum. „Ég ætla mér að taka myndir með henni eins lengi og hún leyfir mér,“ sagði Sholom við Daily Mail. Sjáðu þessar frábæru myndir hér fyrir neðan. Lesa meira

Ingibjörg: Að vera „þessi“ mamma

Ég fór í veislu síðustu helgi. Gullfallega skírnarveislu hjá yndislegri vinkonu, sem reyndar breyttist svo í brúðkaup (Til hamingju aftur elsku elsku HJÓN!). Salurinn, veitingarnar, vinkona mín og fjölskyldan hennar – allt óaðfinnanlegt. Svo, ætla ég að mála mynd fyrir ykkur. Þið farið í veislu, þið setjist niður með kaffibollann ykkar og fylgist spennt með því sem er að gerast, reynið að heyra hvert orð sem sagt er, taka þátt í söngnum – vera með. En þið getið það ekki almennilega, því hinum megin í salnum eru lítil sæt krakkagerpi hlaupandi, færandi stóla og með læti algjörlega grunlaus um að… Lesa meira

Dóttir kallar mömmu sína „feita“ – Svar móður hennar hefur vakið mikla athygli

Þegar Allison Kimmey sagði börnunum sínum að það væri kominn tími til að fara upp úr sundlauginni varð dóttir hennar svo fúl að hún sagði við bróður sinn „mamma er feit.“ Allison ákvað að kenna þeim lexíu. Eftir að þau komu heim þá vildi Allison spjalla aðeins við börnin. „Sannleikurinn er sá að ég er ekki feit. Það ER enginn feitur. Það er ekki eitthvað sem þú ERT. En ég er MEÐ fitu. Við erum ÖLL með fitu. Hún verndar vöðvana og beinin okkar og gefur okkur orku,“ sagði Allison við börnin sín. Hún kenndi börnunum sínum að „feitur er… Lesa meira

Yndislegar myndir af feðrum í fæðingarstofunni

Hér eru nokkrar yndislegar ljósmyndir af feðrum í fæðingarstofunni. Þær eiga eftir að láta þig hlæja og gráta. Það sem er mikilvægast er að þær eiga eftir að minna þig á hvað pabbar eru frábærir. Sjáðu þessar ótrúlega fallegu myndir hér fyrir neðan sem Bored Panda tók saman. Lesa meira

Að ferðast með lítið kríli – Tékklisti

Við fjölskyldan skelltum okkur til Alicante núna í byrjun júní. Þetta var alveg yndisleg ferð en við fórum með foreldrum mínum, systur mömmu og dóttur hennar og vorum í eina viku í æðislegu húsi. Þegar við fórum var Embla dóttir okkar 4 1/2 mánaða og því nóg af hlutum sem þurfti að spá í og taka með. Ég ákvað því að skella í smá færslu sem getur vonandi hjálpað einhverjum sem er í smá vafa með hvað er best að taka með út. Ég ætla að byrja á nokkrum góðum ráðum fyrir þá sem stefna á að fara erlendis með… Lesa meira

Camilla Rut ætlar að hlaupa 10 km fyrir Barnaspítala Hringsins: „Var okkar annað heimili á tímabilum“

Camilla Rut ætlar að hlaupa 10 km fyrir Barnaspítala Hringsins í Reykjavíkur maraþoni Íslandsbanka. Camilla og fjölskylda hennar kannast vel við Barnaspítala Hringsins en hann hefur verið þeirra annað heimili á tímabilum. Þegar litli bróðir Camillu fæddist 2011 var honum vart hugað líf og hefur farið í tvær akút aðgerðir. Í dag er hann fimm ára gleðipinni og segir Camilla fjölskylduna standa í eilífðri þakkarskuld við Barnaspítala Hringsins. Camilla Rut er með þúsundir fylgjenda á Snapchat sem fylgjast með hennar daglega lífi og ætlar hún að leyfa þeim að fylgjast með hlaupaferlinu. Snapchat aðgangur Camillu er: camyklikk. Camilla þú ert ekki… Lesa meira

Það sem enginn segir þér – Ekki fyrir viðkvæma! „Hver vill ekki hamborgara með smá blóðbragði!?“

VARÚÐ: Ef þú ert viðkvæm sál og/eða mögulega barnshafandi, lestu þá með mikilli varúð. En ef þú ert algjör „man ekki orðið“, held ég að þú ættir að snúa til baka aftur. Aftur á móti, ef þú ert týpan sem getur séð spaugilegu hliðarnar á hlutunum - endilega haltu áfram að lesa! Þegar maður er barnshafandi þá er svo margt sem enginn segir manni! Það er einsog það sé allt bara frábært og æðislegt og maður á að svífa um á silfurbleikuglimmerskýi og það er sko alveg bannað að kvarta því vissulega er það ekki sjálfgefið að allir geti eignast… Lesa meira

Sendir áhyggjufullri móður sinni skilaboð úr heimsreisunni

Það er óhætt að segja að móðir Jonathan Kubben Quiñonez hafi verið áhyggjufull þegar hann sagði upp vinnunni sinni, seldi bílinn sinn og keypti flugmiða til Kúbu í mars 2016. Nú rúmlega ári síðar hefur hann ferðast um allan heiminn og vakið athygli fyrir leið sína til að minnka áhyggjur móður sinnar. Á meðan Jonathan skoðar heiminn hefur hann í för með sér skilti sem stendur á „Mom, I‘m fine“ eða „mamma, ég er í lagi.“ Hann lætur taka mynd af sér með skiltinu við hinar ýmsu aðstæður og eru myndirnar alveg stórkostlegar. Í maí fór mamma hans meira að… Lesa meira

Kolbrún opnar sig um feimnismál: „Ég er með fallegan líkama og hann sýnir að ég hef gengið með barn“

Kolbrún Sævarsdóttir átti sitt fyrsta barn fyrir sjö mánuðum síðan og hefur átt erfitt með að líða vel í eigin skinni. Það er ákveðin pressa og hugmyndir sem koma frá samfélaginu um hvernig konur „eiga að líta út“ en Kolbrún hefur ákveðið að láta það ekki á sig fá. Hún segist aldrei hafa verið jafn stór og þung eins og hún er í dag en hún er svo hamingjusöm. Kolbrún birti öfluga og frábæra færslu á Facebook þar sem hún deilir mynd af maganum sínum sjö mánuðum eftir fæðingu. Hún segist elska slitin sín og ætlar ekki að láta þær… Lesa meira

Fæddi 24 merku stúlku: „Hún er eins og sex mánaða gamalt barn“

Chrissy Corbitt frá Bandaríkjunum fæddi stúlkubarn sem var rúmlega sex kíló, sem samsvarar 24 mörkum. Móðir stúlkunnar segir að hún sé svo stór að hún líti út fyrir að vera smábarn en ekki ungbarn. Þegar maður sér mynd af Chrissy þegar hún var ólétt þá gefur það manni ansi góða vísbendingu um að hún myndi fæða barn í stærra laginu. Stúlkubarnið fékk nafnið Carleigh. Carleigh kom heilbrigð í heiminn viku fyrir settan dag. Hún var tekin með keisaraskurði. „Þegar læknirinn var að tosa hana úr mér þá heyrði ég bara hvað þau voru öll hlægjandi og spennt í herberginu,“ sagði… Lesa meira

Líf Steinunn: „Darri var búinn að vera mikið veikur allt haustið en læknarnir fundu aldrei neitt“

Darri sonur Líf Steinunnar Lárusdóttur greindist með sjaldgæfa tegund af hvítblæði í byrjun janúar þegar hann var tæplega eins árs. „Darri var búinn að vera mikið veikur allt haustið en læknarnir fundu aldrei neitt að honum,“ sagði Líf í samtali við Bleikt. „Hann var í viku á spítala í október í alls konar rannsóknum en eina sem læknarnir gátu sagt okkur var að hann væri með allt of fá hvít blóðkorn.“ Þeim var þá sagt að passa rosalega vel upp á Darra þar sem hann var ekki með neinar varnir í líkamanum. Í desember fór Darra versnandi og var farinn… Lesa meira

Þau hafa verið að bregða mömmu sinni í þrjú ár – Sprenghlægilegt myndband

Þessi fjölskylda hefur verið að gera móður sinni lífið leitt síðastliðin þrjú ár. Þau bregða henni á öllum stundum og okkur til mikillar gleði þá hefur þetta allt verið fest á filmu. Henni bregður alltaf og viðbrögðin hennar eru svo sprenghlægileg og skemmtileg. Það er hins vegar spurning hvort hún líti það sömu augum. Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan, það á eftir að kitla hláturtaugarnar! Lesa meira

Reyndi að verða ólétt í 17 ár – Eignaðist að lokum sexbura

Ajibola Taiwo frá Nígeríu reyndi í sautján ár að verða ólétt. Þann 11. maí á þessu ári gerðist svo kraftaverk. Hún eignaðist ekki eitt barn, ekki tvíbura, heldur sexbura! Hún eignaðist þrjár stúlkur og þrjá drengi í Virginíu í Bandaríkjunum. Börnin komu í heiminn með keisaraskurði og komu allt að 40 manns að fæðingunni. Cosmopolitan greinir frá. Ajibola var komin 30 vikur og tvo daga á leið. Öll börnin fæddust agnarsmá, það minnsta var aðeins hálft kíló á þyngd. Til allrar hamingju voru þau öll í góðu ástandi samkvæmt tilkynningu VCU: „Miðað við að þau séu fyrirburar, þá eru þau… Lesa meira

Sprenghlægileg viðbrögð drengs þegar hann fréttir af nýju systkini

Krakkar bregðast misjafnlega við fréttum af nýju systkini. Sumir krakkar verða rosalega spenntir, geta ekki beðið eftir að eignast lítið systkini, á meðan aðrir eru ekki svo ánægðir, frekar fúlir bara og viðbrögðin geta jafnvel verið mjög dramatísk. Það getur nú verið erfitt að frétta að þú þurfir framvegis að deila athyglinni með öðrum! En svo er það þessi drengur með allt öðruvísi viðbrögð en við höfum nokkurn tíma séð. Sjáðu hvað hann hafði að segja við nýju systkini í myndbandinu hér fyrir neðan. Lesa meira

Faðir sýnir hvað smábörn eru skemmtilega léleg í feluleik – Myndband

Börn geta verið svo stórskemmtilega léleg í að fela sig. Pabbinn og vídeóbloggarinn La Guardia Cross lærði þetta nýlega þegar hann fór í feluleik með dóttur sinni. Í nýjasta myndbandinu hans „Hide and Seek Fail,“ þá sýnir La Guardia hvað gerist þegar hann reynir að kenna tveggja ára dóttur sinni, Amalah, feluleik. Niðurstaðan er sprenghlægileg. Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan. Lesa meira

Mjög lýsandi myndband um hvernig það er að ferðast með börn

Tvær stórskemmtilegar og bráðfyndnar mömmur gera myndbönd og ýmislegt annað skemmtilegt um foreldrahlutverkið. Þær kalla sig #ImomSoHard og halda úti vefsíðu, Facebook síðu og YouTube rás. Í mjög lýsandi myndbandi sýna þær hvernig það er að ferðast með barn í flugvél. Skiptiborðið er allt of lítið, kúkur og piss úti um allt og hlutirnir bara flækjast ef þú ert með fleiri börn. Eitt sefur og hitt vill fara á klósettið og þú ert ein að ferðast? Hvað þá?! Horfðu á þessar frábæru og sprenghlægilegu mömmur hér fyrir neðan. Hér getur þú fylgst með þeim á YouTube og Facebook. Lesa meira

Rúna: „Þvotturinn er að minnsta kosti settur í helvítis vélina“

Rúna Sævarsdóttir býr með manninum sínum og þremur börnum í Noregi. Hún stundar fjarnám í sálfræði við Háskólann á Akureyri og er þar að auki bloggari á Öskubuska.is. Hún skrifaði pistil um súperkonur sem birtist fyrst á Öskubuska.is og gaf Bleikt góðfúslegt leyfi að birta hann hér fyrir lesendur okkar. Amma mín var súperkona eins og margar aðrar ömmur. Hún þvoði lengi vel þvottinn af börnunum sínum níu í læk skammt frá bænum sem þau bjuggu. Það var alltaf veisla þegar gesti bar að garði og ein af mínum uppáhalds minningum af ömmu er einmitt þegar ég elti hana inn… Lesa meira

Buguð brúður í Costco – „Þegar heim er komið situr ekkert eftir nema tómir pokar, uppblásin sundlaug, gíraffi, 3 kíló af tómötum og bílskúr“

Ef þú sérð mig einhvern tíma í Costco þá er ég annaðhvort búin að tapa veðmáli, það er verið að gæsa mig eða ég er vel klóróformeruð og búið að troða mér inn í tveggja metra bangsa á leið í karaókístrippmansalsbúðir á Eskifirði. Ekki misskilja mig (eða jú ef þú vilt), Costco er eðal fyrir stórar fjölskyldur þar sem börnin hlaðin tómstundum detta á fimm mínútna fresti inn í ísskápinn og tæma hann með því að bara draga andann, eða fyrir misgamla fyrrverandi 101 hipstera sem halda ennþá að grænmeti sé sælgæti, og jú það verður að vera ferskt ekki… Lesa meira

Lítill drengur lífgaður við – Ótrúlegt myndband!

Oft er skammt milli lífs og dauða. Það sést glögglega í þessu myndbandi þar sem lítill nýfæddur drengur er endurlífgaður af læknum eftir keisaraskurð. Í myndbandinu kemur fram að endurlífgunin hafi í allt tekið 20 mínútur. Myndbandið er ekki fyrir viðkvæma! Ótrúlegt og magnað! https://www.facebook.com/xyoung22x/videos/1281301995331664/   Lesa meira