Barnsfaðir Steinunnar réðst á hana á meðgöngu: „Ég hugsaði að ef hann myndi reyna eitthvað gæti ég öskrað “

Barnsfaðir Steinunnar Helgu Kristinsdóttur mun í dag játa fyrir dómstól í Bandaríkjunum að hafa ráðist á hana á heimili þeirra. Þegar hann réðst á Steinunni Helgu var hún komin fjóran og hálfan mánuð á leið með son þeirra. Hann barði hana, tók þéttingsfast um háls hennar og hótaði að drepa hana.       Lesa meira

Sylvía: „Það gerist ekkert þó svo að heimilisverkin bíði og matnum seinki smá“

Síðustu daga hef ég mikið verið að fá samviskubit yfir því að geta ekki eytt eins miklum tíma með dóttur minni og ég hefði viljað. Svona hefst grein Sylvíu Haukdal Brynjarsdóttur, bloggara á Ynjum, þar sem hún fjallar um nokkuð sem flestir foreldrar kannast við - samviskubitið gagnvart börnunum! Sylvía heldur áfram: Ég, eins og eflaust margar aðrar mæður, vil helst eyða öllum frítíma í að gera eitthvað með barninu mínu. En því miður er það bara ekkert alltaf hægt, það þarf að sinna heimilinu og svo mörgu öðru ásamt því að að vinna. Dóttir mín er á þeim aldri… Lesa meira

Gullfallegt DIY snyrtiborð frá Báru Ragnhildardóttur á Ynjum

Við rákumst á þetta gullfallega snyrtiborð sem Bára Ragnhildardóttir, bloggari á Ynjum, bjó til fyrir svefnherbergið sitt. Hún gaf okkur leyfi til að deila lýsingu á því hvernig hún smíðaði borðið með lesendum Bleikt. Gjörið svo vel! Núna erum við litla fjölskyldan nýflutt en áður en við fluttum vorum við tiltölulega ný búin að taka svefnherbergið okkar í gegn. Í kjölfarið á því verkefni útbjuggum við (eða Richard réttara sagt) “heimatilbúið” snyrtiborð sem mig langar að deila með ykkur. Hérna er það sem við notuðum, það fæst allt í IKEA: Borðið sjálft er búið til úr tveim BESTÅ skápum úr IKEA.… Lesa meira

Erna Kristín – Munum eftir að einblína á það góða

Erna Kristín, hertogynjan af Ernulandi, skrifar svo skemmtilega pistla - oft um litla fjöruga strákinn sinn hann Leon Bassa. Fyrir nokkru birti hún einstaklega krúttlegan pistil á Króm, þar sem hún bloggar líka, sem fjallar einmitt um Leon Bassa. Hann er tveggja ára og ofurhress, eins og kemur greinilega í ljós í greininni. Erna Kristín veitti okkur góðfúslegt leyfi til að endurbirta greinina hér á Bleikt: Leon Bassi litli kraftmikli og duglegi strákurinn okkar fer að nálgast tveggja ára aldurinn. Flestir foreldrar hafa fengið að kynnast svokölluðu „Terrible two” aldursskeiði sem börnin taka. Leon er einstaklega virkur strákur og hefur… Lesa meira

Sigrún Jóns: „Ertu í alvörunni á lausu?“

Ég er búin að vera single síðan sumarið 2014, það er að detta í þrjú ár gott fólk. Á þessum þremur árum hefur ekki á einu augnabliki hellst yfir mig eða kitlað mig sú löngun að eiga kærasta. Ekki eitt sekúndubrot. Ekki þegar myrkur vetrar og lægðir lágu yfir landinu eins og mara, yfirdrátturinn minn var í sögulegu hámarki og Útsvar var það eina í sjónvarpinu. Ekki þegar sólin sleikti Austurvöll, gylltur bjórinn dansaði í glösunum og íslenska þjóðin söng í sameiningu og samhug „Ég er kominn heim“.Og ekki einu sinni þegar single vinkonurnar duttu ein af annarri úr partýgrúppunni… Lesa meira

Hjónin Aníta og Óttar – Með forsetanum í ungbarnasundi

Aníta Estíva og maðurinn hennar Óttar Már kynntust árið 2010. Þau voru bæði að vinna á hóteli og eftir að hafa þekkst í nokkra daga spyr Óttar hvort hún vilji koma með sér í „interrail“ um Evrópu. „Ég taldi hann galinn og sagði honum að það væri ekki séns að ég ætlaði með ókunnugum manni í interrail,“ segir Aníta. Óttar sagðist ætla að panta flugið um kvöldið klukkan tíu og rétt fyrir tíu hringir Aníta og segir honum að bóka tvo miða. Þetta var að sumri til og þau lögðu af stað í ferðalagið um haustið. „Við kynntumst í raun… Lesa meira

Fólk spyr hana hvernig það sé að eiga þrjú lítil börn – „Þessar myndir sýna það frekar vel“

Janet E Gorman er heimavinnandi húsmóðir. Hún á þrjú börn, eina fimm ára stelpu og tveggja ára tvíbura, og getur lífið verið skemmtilegt, erilsamt og viðburðaríkt! Hún fær oft þá spurningu hvernig það sé að eiga þrjú lítil börn og ákvað að deila nokkrum myndum sem sína tilveruna með börnin. Enginn glamúr heldur raunveruleikinn. „Þessar myndir sýna hvernig það er að vera foreldri án þess að þurfa titil. Einhver er venjulega að gráta eða sóða til. Af og til eru allir hamingjusamir,“ skrifar hún á Bored Panda. #1 Tími fyrir kúr - Í rimlarúminu... #2 Engir vasar? Ekkert vandamál! #3… Lesa meira

Kim Kardashian vill eignast annað barn – Myndband

Kim Kardashian vill eignast annað barn. Í auglýsingu fyrir nýjan þátt af Keeping Up With The Kardashian sem fer í loftið næsta sunnudag, segir Kim systrum sínum og móður að hana langar í annað barn. „Ég ætla að reyna að eignast eitt barn í viðbót,“ segir Kim. Hins vegar eru Kourtney, Khloé og Kris frekar hissa að heyra fréttirnar þar sem Kim átti við mikla erfiðleika að stríða í bæði skiptin sem hún var ófrísk. Skiljanlega hafa þær áhyggjur af Kim og heilsu hennar, en það tók langan tíma að verða ófrísk af Saint, og tók það mjög á andlega og líkamlega líðan… Lesa meira

Fjölskylda safnaði flöskutöppum í 5 ár til að gera upp eldhúsið – Sjáðu útkomuna

Mjög hugmyndaríkur maður ákvað að gera upp eldhúsið sitt og gera eitthvað allt annað en venjan er. Hann hannaði og bjó til plötu á eldhúsborðið úr flöskutöppum.  Fjölskyldan hans og vinir söfnuðu 2.530 flöskutöppum á fimm árum fyrir þetta verkefni. „Upprunalega hugmyndin var að gera mynd úr flöskutöppunum. En síðan skall raunveruleikinn á og við ákváðum að fara mun auðveldari leið,“ segir fjölskyldufaðirinn. Þau ákváðu að raða flöskutöppunum í litaröð regnboga: rauður, appelsínugulur, gulur, grænn, blár, dimmfjólublár og fjólublár. Það tók um fjóra klukkutíma að ná mynstrinu. Þegar flöskutapparnir voru komnir á sinn stað voru sett fimm lög af sterku lími yfir allt… Lesa meira

11 ára sonur hennar óttast að koma heim – „Það býr ókunnugur maður í húsinu mínu“

Þegar 11 ára sonur minn hitti vin sinn um daginn heyrði ég hann segja þessi orð: „Það býr ókunnugur maður í húsinu mínu. Hann býr inn í þessu herbergi og heitir það sama og bróðir minn, en hann er ekki bróðir minn.“ Börn skynja aðstæður oft á svo undraverðan og einlægan hátt. Aðstæður verða oft óljósar þegar erfiðleikar steðja að og þá reyna þau að setja orð á þær til að gera þær skiljanlegri. Drengurinn minn hefði ekki getað orðað þetta betur á nokkurn hátt. En á sama augnabliki upplifði ég svo mikið vonleysi og sorg að ég átti erfitt… Lesa meira

Snædís: „Ert þú foreldrið sem lætur eins og kröfuharði viðskiptavinurinn við skólann?“

Þar sem ég er í kennaranámi á masterstigi er heimanám mér mjög hugleikið þessa dagana... Mig langar aðeins að skrifa nokkrar hugleiðingar um heimanám út frá heimildum sem ég hef lesið og mínum skoðunum. Með því vil ég vekja ykkur sem foreldra til umhugsunar um nám og skólagöngu barnanna ykkar. Ert þú foreldrið sem lætur eins og kröfuharði viðskiptavinurinn við skólann? Ferð með vöruna (barnið) í skólann og væntir þess að hann skili því samkvæmt gæðastimlum, ef ekki þá hefur þú rétt á að kvarta? Ég hef það stundum á tilfinningunni og hef heyrt um mörg dæmi að svona líti… Lesa meira

Hugmyndaríkir einstaklingar sem endurgerðu myndir úr barnæsku – Útkoman æðisleg

Það er alltaf gaman að skoða myndir af sér úr barnæsku. Þú manst kannski eftir því sem þú varst að gera eða af hverju þú varst í svona furðulegum fötum, en sem betur fer ertu með minninguna á prenti. Hér eru nokkrir mjög hugmyndaríkir einstaklingar sem ákváðu að endurgera myndir af sér úr barnæsku og útkoman er æðisleg! Bored Panda greinir frá þessu, til að skoða fleiri myndir kíktu hér. Lesa meira

48 tímar á Íslandi – Æðislegt myndband sýnir allt það besta við landið

Þetta myndband er með bestu landkynningum sem við höfum rekist á. Parið Jeff og Anne sem eru hálf frönsk og hálf bandarísk en búsett í Dubai reka ferðabloggsíðuna Whatdoesntsuck. Þau birta þar myndbönd og umsagnir um ferðalög sín um allar jarðir. Myndband úr Íslandsdvöl þeirra nýlega er örugglega að fara að slá í gegn. Gjörið svo vel! https://www.youtube.com/watch?list=UUBAjqbkJQCkFrKuMK7GQ89Q&v=oF3ZKcQnSb8 Lesa meira

Frumur og geldingar – Pétur Örn fer í herraklippingu – Sjáðu myndbandið

Söngvarinn, húmoristinn og þúsundþjalasmiðurinn Pétur Örn Guðmundsson, eða Pétur Jesú eins og hann er oft kallaður, fór í herraklippingu um daginn. Hann sem sagt lét aftengja sáðrásir sínar til að verða ófrjór. Pétur læðist venjulega ekki með veggjum og það árri heldur ekki við í þessu tilfelli - en hann birti myndband af ferlinu á facebook síðu sinni. Það var góðvinur Péturs, tökumaðurinn Benedikt Anes Nikulás Ketilsson, sem hjálpaði Pétri að vinna myndbandið - eins gott því hann var svæfður í aðgerðinni. Sagan birtist fyrst á geysivinsælu Snapchati Péturs - gramedlan. Ef þið eruð ekki nú þegar fylgjendur ættuð þið… Lesa meira

María – „Hann lamdi mig bara nokkrum sinnum þegar ég var ólétt“

„Það er svo merkilegt að ég man ekki eftir einu einasta svefnherbergi sem við áttum.Við bjuggum saman á óteljandi stöðum, enda var mjög mikilvægt fyrir hann að slíta markvisst á öll tengsl þar sem ég var farin að festa rætur.“ Gloppur í minni eru algengar meðal einstaklinga sem hafa upplifað ofbeldi og tengist oft einhverju sem er hreinlega of erfitt að muna. Í tilfelli Maríu Hjálmtýsdóttur á gleymskan rætur í ofbeldissambandi sem varði að hennar sögn í 18 ár. María var 18 ára þegar sambandið hófst. Maðurinn er af erlendu bergi brotinn en hlaut íslenskan ríkisborgararétt eftir 5 ára búsetu… Lesa meira

Óskar Freyr: „Að svipta barn foreldri sínu er ofbeldi og illvirki gegn barninu“

„Í mörg ár... Allt of mörg ár hef ég skrifað um forsjár og umgengnismál og það ofbeldi sem á sér víða stað í þeim málum. Við erum komin aðeins á veg með þessi mál. Það er búin að vera umræða um að þetta er raunverulegt ofbeldi sem á sér stað. En nú ætla ég að nefna nýja stöðu. Sama ofbeldið, bara mun erfiðari staða.“ Svona hefst pistill Óskars Freys Péturssonar, sem hann birtir á Facebook-síðu sinni í dag. Óskar heldur áfram og segir okkur sögu af konu og manni sem fella hugi saman. „Konan er nýbúin að eignast barn og… Lesa meira

Fæðingarsaga Andreu: „Til allra mæðra þarna úti, þið eruð hetjur“

Andrea Sólveigardóttir deilir hér fæðingarsögu sinni frá því að hún eignaðist dóttur sína sem er nú sjö mánaða gömul. Hún var á báðum áttum hvort hún ætti að deila henni en ákvað ríða á vaðið, hún sagði fyrst sögu sína á Króm.is og fékk Bleikt góðfúslegt leyfi að birta hana. Fæðingarsaga Andreu Ég er búin að vera á báðum áttum um hvort ég ætti að deila fæðingasögunni minni. Í fyrsta lagi var ég ekki viss um hvort að einhver myndi hafa áhuga á að lesa hana og svo er þetta rosalega persónuleg upplifun og var ég ekki viss hvort ég væri tilbúin að… Lesa meira

Emilía var ung brúður: „Fyrir mér er mun stærra skref að eignast barn með einhverjum heldur en hjónaband “

Emilía Björg Óskarsdóttir giftist manni drauma sinna, honum Pálma, sumarið 2007. Þau voru búin að vera saman í fjögur ár og vissu að þau ættu að vera saman að eilífu. Hún segir frá þessu í pistli á Króm.is. Emilía var alltaf búin að sjá fyrir sér að hún yrði ung brúður. Svo er ég líka mjög skipulögð og því var þetta allt saman í „réttri“ röð, segir Emilía og bætir við að það séu eflaust einhverjir ósammála um hver rétta röðin er en fyrir henni er röðin: að búa fyrst saman, svo gifta sig og svo koma börnin. Þegar Emilía… Lesa meira

Tveggja ára tvíburar klifra úr rimlarúmunum og skemmta sér konunglega alla nóttina – Myndband

Foreldrar tvíburastráka í New York komust að því af hverju strákarnir þeirra litu út fyrir að hafa sofið lítið sem ekkert yfir nóttina. Ástæðan var einföld - þeir voru klárlega ekki sofandi. Myndband tekið upp með faldri myndavél inn í herbergi strákanna sýnir tveggja ára tvíburana, Andrew og Ryan, skemmta sér konunglega í stað þess að eiga góðan nætursvefn. Tvíburarnir klifra auðveldlega úr rimlarúmunum, þeir raða síðan koddum á gólfið og gera ýmsar „fimleikaæfingar,“ eins og að steypa sér í kollhnís. Þeir eyða einnig miklum tíma saman í sófanum, hugsanlega að ræða um daginn og veginn, eða hvaða fimleikaæfingu þeir… Lesa meira

Hjartað stækkar með hverju barni: „17 ára gömul fékk ég fyrsta barnið mitt í fangið og 31 árs það fimmta“

Þegar ég gekk með fyrsta barnið mitt var ég spennt og hrædd. Spennt yfir því sem var í vændum og hrædd við það sem ég þekkti ekki.   Tíminn leið og því meira sem hann leið því ástfangnari varð ég af þessu litla barni, ástfangin af einhverjum sem ég hafði ekki einusinni hitt. Sérstakt en satt. Vissi ekki hvort kynið væri á leiðinni og fyrir ykkur sem ekki vita þá var ég 17 ára gömul að verða mamma og hélt ég vissi allt um lífið og ástina en hef komist að því með árunum að ég vissi fátt um lífið… Lesa meira

Strákurinn hennar Drífu er öðruvísi en önnur börn: „Ég er gjörsamlega týnd varðandi hvaða kröfur ég get sett á hann“

Strákurinn hennar Drífu virðist vera á eftir jafnöldrum sínum í þroska. Drífa segir að það sé hluti af ástæðunni að hún hefur verið mjög kvíðin upp á síðkastið, strákurinn hennar sýnir alls konar einkenni sem hún skilur ekki og virðist vera mjög langt á eftir jafnöldrum sínum í þroska. Drífa segir frá þessu í færslu á daetur.is og fékk Bleikt góðfúslegt leyfi til að birta. Balti, strákurinn hennar Drífu, er tveggja ára og átta mánaða. Drífa segir að hann sé sá allra fyndnasti, ljúfasti, sætasti og besti og það sé ekkert sem breytir því.  En spurning sem ég fæ oftast… Lesa meira

Helga er fjölkær: „Það sem ég hef lært síðan við opnuðum sambandið“

Við höfum áður fengið að skyggnast inn í líf Helgu, en hún er ósköp venjuleg reykvísk kona, fyrir utan að hún er fjölkær/fjölelskandi (e. polyamorous/poly). Það þýðir að hún á í fleiri en einu ástarsambandi í einu og allir hlutaðeigandi eru meðvitaðir um stöðuna. Lestu meira: Helga er ástfangin – Hvað skyldi manninum hennar finnast um nýja kærastann? Við fengum Helgu (já það er dulnefni) til að taka saman lista um það sem hún hefur lært á þeim fjórum árum sem hafa liðið síðan hún og eiginmaður hennar tóku sameiginlega ákvörðun um að opna sambandið. Gefum Helgu orðið: Að grasið… Lesa meira

Benedikt Heiðar 5 mánaða fær gleraugu – Ótrúlega sætt myndband

Benedikt Heiðar er hraustur og glaður 5 mánaða strákur. Í sex vikna skoðun kom í ljós að hann sá mjög illa og þurfti á gleraugum að halda. „Þetta var mjög greinilegt því hann vildi aldrei horfa á eitthvað sem var nálægt honum, heldur sneri sér undan. Systir hans, sem er tveggja ára, var mjög hissa á því að hann skyldi ekki brosa til hennar heldur víkja sér undan ef hún kom of nálægt,“ segir Telma Ýr Birgisdóttir móðir Benedikts Heiðars í samtali við Bleikt. Fyrir rúmri viku Breyttist lif Benedikts Heiðars og allrar fjölskyldunnar þegar han fékk gleraugun sín. Það… Lesa meira