Bjarney vill leiðrétta klukkuna á Íslandi – „Vakna aldrei úthvíld“

Bjarney Bjarnadóttir íþróttafræðingur og kennari skrifaði stöðufærslu á Facebooksíðu sína nýlega sem hún gaf Bleikt góðfúslega leyfi til að birta. Í færslunni ræðir hún klukkuna á Íslandi, lýsir því hvernig henni finnst hún aldrei vakna úthvíld hér þrátt fyrir að hafa farið snemma að sofa og ber reynslu sína saman við þann tíma þegar hún bjó í Bretlandi. Jafnframt bendir hún á rök með því að færa klukkuna. Við gefum Bjarney orðið. Þegar ég bjó í Bretlandi þá upplifði ég það í fyrsta sinn á ævinni held ég að vakna úthvíld á morgnana, eftir að ég flutti aftur heim þá… Lesa meira

Safna fyrir börn Róhingja – Stökkva út í sjó ef markmið næst

Vinkonurnar og Snapchat stjörnurnar Aníta Estíva Harðardóttir, blaðamaður og Tara Brekkan Pétursdóttir, förðunarfræðingur hafa nú ákveðið að leggja söfnun UNICEF fyrir börn Róhingja lið. UNICEF hóf söfnunina og Erna Kristín og Sara Mansour tóku hana yfir og héldu meðal annars styrktartónleika á Húrra, þar sem Karitas Harpa Viðarsdóttir rakaði af sér augabrúnirnar í beinni útsendingu, en hún hafði heitið að gera það næði söfnunarfé 2 milljónum króna. Aníta Estíva og Tara Brekkan ákváðu að leggja söfnuninni lið og skora á sjálfar sig um leið. Ef þær ná að safna 200.000 kr. fyrir lok næstu helgi þá ætla þær að stökkva saman út… Lesa meira

Bára Halldórsdóttir spyr: „Er ég byrði og einskis virði?“

Bára Halldórsdóttir er móðir, eiginkona, aktívisti, öryrki. Hún er einnig meðlimur Tabú og formaður Behcets á Íslandi. Í einlægum pistli á tabu.is skrifar Bára um hvernig afstaða og mat annarra gerir það að verkum að henni finnst hún skipta sífellt minna máli í samfélaginu. Við gefum Báru orðið: Það er ýmislegt sem við manneskjurnar notum til að merkja okkur og mæla. Við setjum okkur takmörk og mælum okkur við hina og þessa. Oft erum við að mæla daglega lífið okkar við glansmyndina sem við fáum að sjá hjá öðrum. Ég hef verið í mörgum hlutverkum gegnum tíðina. Byrjaði eins og aðrir í… Lesa meira

Chrissy Teigen tilkynnir óléttuna á skemmtilegan hátt

Fyrirsætan, þáttastjórnandinn og gleðisprengjan Chrissy Teigen á von á sínu öðru barni. Fyrir á hún dótturina Luna, 19 mánaða, með eiginmanninum, söngvaranum John Legend. Og það var verðandi stóra systir sem fékk að tilkynna fylgjendum mömmu sinnar á Instagram um meðgönguna. https://www.instagram.com/p/BbxZhF5l2gn/ Hjónin hafa verið einlæg og opin með baráttuna þeirra við ófrjósemi og vilja til að eignast fleiri börn og því eru þetta sannkallaðar gleðifregnir. Lesa meira

„Staðgöngumæðrun erfiðari en meðganga“

Kim Kardashian West á tvær erfiðar meðgöngur að baki þegar hún gekk með börn sín, soninn Saint, sem er að verða tveggja ára, og dótturina North, sem er fjögurra ára, en hún er ekkert hrifnari af því að nýta sér staðgöngumæðrun vegna þriðja barnsins. Raunveruleikastjarnan á von á stúlkubarni með eiginmanninum Kanye West og í viðtali við Entertainment Tonight segir hún að staðgöngumæðrun hafi verið erfiðari leið að taka. „Þetta er allt öðruvísi,“ segir Kim. „Þeir sem halda eða segja að þetta sé auðvelda leiðin að velja hafa svo rangt fyrir sér. Ég held að það sé miklu erfiðara að… Lesa meira

Fjármagna handteiknuð jólakort með Karolina Fund

Margrét Erla Guðmundsdóttir og Freyja Rut Emilsdóttir eiga fjölskyldufyrirtækið Í tilefni, sem einblínir á að hanna og framleiða kort til að lita, fyrir hvert tilefni. Í tilefni jólanna er fyrsta vörulínan þeirra og er þemað í ár íslenska lopapeysan, en fyrsta upplagið er í fjármögnun hjá Karolina Fund. „Myndirnar eru handteiknaðar, ákaflega fallegar og stílhreinar, þær á eftir að lita og því er hægt að setja sinn brag á myndirnar, eða gefa þau ólituð og leyfa viðtakandanum að lita sjálfum,“ segir Freyja Rut. „Kortin eru líka mjög falleg svarthvít. Hvað er notalegra í jólastressinu en að setjast niður, lita nokkrar… Lesa meira

Þeir eiga afmæli sama dag og gera allt saman

Ivette Ivens vissi strax þegar hún hitti franskan bulldog sem fæddur er sama dag og sonur hennar að hundurinn yrði að fara með henni heim. Farley varð meðlimur fjölskyldunnar fyrir fimm mánuðum og síðan þá hefur hann fylgt Dilan litla hvert sem er. „Ég er viss um að Dilan heldur að þeir séu sama tegund, þar sem þeir ganga á sama stigi og eru báðir á því stigi að japla á öllu,“ segir Yvette. „Farley er mjög þolinmóður þegar þeir leika saman og reynir að hrjóta ekki þegar þeir taka sér lúr." „Þetta er tenging búin til af ást, hrein og… Lesa meira

Brúður fer með brúðkaupsheit til fyrrverandi konu brúðgumans

Katie Musser og Jeremy Wade sem búsett eru í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum giftu sig nýlega. Sonur Wade frá fyrra hjónabandi, Landon, tók þátt í stóra deginum og það sem var sérstakt við brúðkaupið var að móðir hans Casey var líka stór hluti af deginum. Þegar parið fór með brúðkaupsheitin þá tók brúðurin sér tíma til að fara með heit til stjúpsonar síns, Landon og móður hans, Casey. „Fyrst þá langar mig að þakka þér fyrir að taka mér sem vini og leyfa mér að vera hluti af lífi Landon,“ sagði hún við Casey. „Ég heiti því að vera syni þínum… Lesa meira

Myndband: Er þetta besta bílaauglýsing allra tíma?

Það getur verið bölvað vesen að selja 21 árs gamlan bíl en ef þú ert skapandi þá er það mun minna mál. Max Lanman leikstjóri og höfundur sem búsettur er í Los Angelses gerði skemmtilega og hugmyndaríka auglýsingu til að auglýsa bíl kærustu sinnar, Honda Accord árgerð 1996, til sölu og hefur auglýsingin vakið mikla athygli. Fimm dögum eftir að bílinn, sem gengur undir gælunafninu „Greenie“, fór í sölu var hæsta boð komið í 150 þúsund dollara og myndbandið var komið með 4 milljón áhorf. Ebay uppboðinu var hins vegar lokað vegna „óvenjulegra uppboðshreyfinga.“ Greinilegt var að einhver starfsmaður Ebay… Lesa meira

Carter tvíburarnir sjást loksins á mynd

Beyoncé og Jay Z eignuðust tvíbura í júní síðastliðnum og fyrir utan myndir sem Beyoncé birti í júlí síðastliðnum hafa myndir af tvíburunum, Rumi og Sir, ekki verið birtar opinberlega. https://www.instagram.com/p/BWg8ZWyghFy/ Um helgina náðust hinsvegar myndir af Beyoncé, börnunum þremur og móður Jay Z, Gloriu. Þau voru stödd á heimili Beyoncé í Miami, þar sem Jay Z hélt tónleika í borginni.   Beyoncé & Sir! 💙😫 I’m melting! pic.twitter.com/6zb5U0ynaG — THE BEYHIVÉ (@TheBeyHiveTeam) November 12, 2017 Blue, Sir & Rumi! The Carter kids in Miami! #SquadGoals 👧🏽👶🏽👶🏽💕💜 pic.twitter.com/jjVrX5k3F6 — THE BEYHIVÉ (@TheBeyHiveTeam) November 12, 2017 Beyoncé, Miss Tina & The… Lesa meira

Kim Kardashian hélt rándýra „baby shower“

Kim Kardashian fór alla leið þegar hún bauð í „baby shower“ fyrir þriðja barn sitt og eiginmannsins Kanye West. Bleiki liturinn var alls ráðandi. https://www.instagram.com/p/BbYtAb-hx8g/ Hin fjögurra ára gamla North skemmti sér konunglega. Kim nýtti auðvitað tækifærið til að auglýsa nýju ilmvatnslínuna sína. https://www.instagram.com/p/BbYkfQDhwN1/ Gleðisprengjan Chrissy Teigen mætti og skemmti sér á Snapchat ásamt Kris Jenner. Það var hins vegar Khloé sem vakti mesta athygli, en sögusagnir herma að hún eigi von á barni með kærastanum Tristan Thompson, en það hefur ekki verið staðfest. Við vitum samt að Kardashian fjölskyldan mun segja okkur frá öllu þegar þau vilja og ákveða… Lesa meira

Ronaldo er orðinn fjögurra barna faðir

Fótboltakappinn Cristiano Ronaldo og kærasta hans Georgina Rodriquez eignuðust stúlkubarn í gær, sunnudag og birti Ronaldo fréttirnar á Twitter og Instagram. Á myndinni eru foreldrarnir nýbökuðu, sonur Ronaldo, Cristiano Jr. sem er sjö ára og nýfædda dóttirin, sem fengið hefur nafnið Alana. „Geo og Alana líður vel, við erum öll hamingjusöm,“ skrifaði Ronaldo á portúgölsku. https://www.instagram.com/p/BaUgvJHBKzs/ Þetta er fyrsta barn þeirra saman. Fyrir á Ronaldo þriggja mánaða tvíbura, Eva Maria og Mateo, sem fæddust í júní með aðstoð staðgöngumóður og Cristiano Jr. sjö ára. https://www.instagram.com/p/BYTwfPVFVQY/ Ronaldo hefur verið nokkuð þögull um fjölskyldumál sín opinberlega, en Rodriquez var í viðtali við… Lesa meira

Myndband: „Ég vil skreyta í nóvember“

Jólin eru eins og við vitum öll í desember, en það eru hins vegar sumir sem myndu helst vilja hafa þau uppi allt árið, ein af þeim er Halla Þórðardóttir sem býr í Grindavík. Og nú hafa Hönter myndir gefið út nýtt lag og myndband sem lýsir þessari skreytingagleði Höllu (og margra fleiri). „Við fengum parið Höllu Þórðardóttur og Sigurjón Veigar Þórðarson (Sjonni) til að leika í myndbandinu,“ segir Teresa Birna Björnsdóttir, en hún og Hanna Sigurðardóttir eiga Hönter myndir og taka þær að sér að semja texta, skesta og myndbönd fyrir afmæli, brúðkaup, árshátíðir eða aðra viðburði. „Það komu… Lesa meira

Ronaldo feðgar saman í auglýsingu – Ný gallabuxnalína frá fótboltakappanum

Cristiano Ronaldo og sjö ára sonur hans, Cristiano Ronaldo Jr., sitja fyrir saman í auglýsingum fyrir nýja gallabuxnalínu þess eldri, CR7 JUNIOR. Ronaldo á einnig fjögurra mánaða gamla tvíbura, Mateo og Eva Maria, og á von á fjórða barinu með kærustunni Georgina Rodriquez. „CR7 JUNIOR línan snýst um að hafa gaman og vera frjáls, vera hugmyndaríkur og sjálfsöruggur, segir Ronaldo í viðtali við People. „Buxurnar er sniðnar þannig að strákar munu ekki eiga í neinum erfiðleikum með að hlaupa um og vera aktívir, vera frjálsir og leika sér.“ „Þess vegna er einkennisorð línunnar PRESS PLAY. Ég tel að ungmenni samtímans… Lesa meira

Victoria Swarovski gifti sig í milljón dollara kjól

Þegar þú ert meðlimur Swarovski fjölskyldunnar þá er viðbúið að brúðkaupsdagurinn sé ekkert slor og hannaður með eitt í huga: kristalla. Og það er einmitt það sem gerðist þegar Victoria Swarovski, söngkona og dómari í Germany´s Got Talent, giftist frumkvöðlinum Werner Mürz þann 16. júní síðastliðinn í Dómkirkju San Giusto í Trieste á Ítalíu. Brúðkaupið var þriggja daga hátíð, sem hófst með boði í Falisia resort & spa á fimmtudagskvöldi þar sem gestir voru boðnir velkomnir og endaði með brunch á laugardagsmorgni. Aðalveislan var á föstudagskvöldinu þegar Victoria Swarovski mætti í sérsaumuðum brúðarkjól sem kostaði meira en eina milljón dollara… Lesa meira

Þriggja ára fagnar því að vera krabbameinslaus í ár

Fyrir rúmu ári var hin tveggja ára gamla Anna Grace greind með sjaldgæfan sjúkdóm og í kjölfarið  fannst æxli í nýra hennar. Hún fór í aðgerð þar sem æxlið var fjarlægt og mánaðarlegar skoðanir eftir það hafa sýnt fram á að hún er laus við krabbameinið. Til að halda upp á að Anna Grace hefur verið krabbameinslaus í eitt ár ákvað móðir hennar, Allyson Fuller, að taka myndaseríu af Önnu Grace í bol og með blöðrur, sem bæði voru sérstaklega gerð fyrir tilefnið. „Hún var svo spennt fyrir myndatökunni. Hún er týpísk þriggja ára stelpa, með smá skvettu og látum.… Lesa meira

„Hér eru konur og stúlkur sérstaklega berskjaldaðar fyrir kynbundnu ofbeldi“ – Neyðarsöfnun UN Women

80% íbúa í flóttamannabúðunum í Zaatari í Jórdaníu eru konur og börn. Og hér eru konur og stúlkur sérstaklega berskjaldaðar fyrir kynbundnu ofbeldi. Til að sporna við ofbeldinu og aukningu barnahjónabanda í flóttamannabúðunum starfrækja UN Women þrjá griðastaði fyrir konur og súlkur. https://www.facebook.com/unwomenIsland/videos/10154750804900938/ Konur á flótta þrá nýtt upphaf – Þú getur hjálpað með því að senda smsið KONUR í símanúmerið 1900 (smsið kostar 1.490 kr.) Nánari upplýsingar um griðastaði UN Women í Zaatari má finna hér.  Lesa meira

8000 nemendur og starfsmenn tóku þátt – Vináttuganga í Kópavogi

Leikskólar, grunnskólar og félagsmiðstöðvar í Kópavogi tóku í dag þátt í Vináttugöngu í tilefni af baráttudegi gegn einelti. Alls tóku um átta þúsund nemendur og starfsfólk þátt í göngunni sem er nú haldin í fimmta sinn í Kópvogi. Dagskráin fór fram í öllum skólahverfum bæjarins og tókst vel til. Í tilefni dagsins var kynnt að Vináttuverkefni Barnaheilla væri hafið á yngsta stigi í grunnskólum bæjarins en allir leikskólar í Kópavogi hafa tekið þátt í verkefninu undanfarin ár. Vináttubangsinn Blær, tákn verkefnisins, kom í heimsókn í íþróttahúsið Fífuna þar sem börn úr Smárahverfi söfnuðust saman. Börnin í Smárahverfi sungu og dönsuðu… Lesa meira

Hjartnæmar hverdagsmyndir mæðgna heilla á Instagram

Í júní árið 2016 klæddi Dominique Davis sig og fjögurra ára dóttur sína, Penny, í eins boli einn morguninn. Stuttu síðar kom Amelia, 11 ára dóttir hennar, fram klædd í eins bol og móðir sín og systir. Davis, sem er 31 árs gamall bloggari búsett í Durham í Bretlandi, ákvað að festa atvikið á mynd og póstaði henni á Instagramsíðu sína. Myndin fékk fljótlega 14 þúsund „like.“ Davis póstaði því annarri mynd af þeim mæðgum, þar sem þær notuðu vatnsmelónur til að líkja eftir brosi og „Allt þegar þrennt er“ myndaserían byrjaði formlega á blogsíðu hennar „All That is She.“… Lesa meira

Dagur gegn einelti er í dag

Dagurinn 8. nóvember ár hvert er helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu. Í ár verður dagurinn haldinn hátíðlegur í sjöunda sinn og er sjónum nú beint sérstaklega að forvörnum gegn einelti í skólum. Með deginum er hvatt til þess að allir leggi sitt framlag á vogarskálarnar til að stuðla að  gagnkvæmri virðingu, samkennd og jákvæðum samskiptum í skólum. Jákvæður skólabragur skiptir sköpum fyrir líðan og starfsgleði nemenda og starfsfólks og getur haft sömu áhrif og besta forvarnarstarf. Neðangreind dæmisaga er einföld, en segir samt svo vel hvaða áhrif einelti hefur í för með sér. Verum góð við hvert annað. Prófaðu að krumpa blað eins… Lesa meira

Komdu og búðu til þitt eigið skrímsli – Skrímslin í Hraunlandi með útgáfuteiti

Frá árinu 2011 hefur íslenska fyrirtækið Monstri ehf. handgert lítil ullarskrímsli sem hafa verið til sölu meðal annars í Rammagerðinni, Eymundsson, Vatnajökulsþjóðgarði og fleiri stöðum þar sem þau hafa fengið frábærar viðtökur hjá ferðamönnum. Monstri ehf. skrifaði undir dreifingarsamning í Japan fyrr á þessu ári og gaf í kjölfarið út bókina „The Skrimslis of Lavaland.“ Nú hefur bókin verið gefin út á íslensku og mun fyrirtækið halda útgáfuteiti í Hafnarborg Hafnarfirði þann 11. nóvember næstkomandi. „Skrímslin hafa verið mjög vinsæl hjá ferðamönnum á Íslandi en útgáfa bókarinnar á íslensku er liður í því að vaxa meira á innlendum markaði. Með… Lesa meira

Jólin eru komin í Disney World

Disney World í Flórída breytti um stíl á einni nóttu þegar starfsmenn pökkuðu hrekkjavökuskreytingum niður og jólin voru hrist yfir allan skemmtigarðinn. https://www.instagram.com/p/BbKJl1qjsyq/ Jólapartý Mikka Mús (Mickey´s Very Merry Christmas Party) hefst síðan á fimmtudag og er uppselt á opnunarkvöldið. https://www.instagram.com/p/BbISs0BgbqK/ Starfsmenn munu síðan bæta við jólaskreytingarnar daglega fram að jólum, en gestir garðsins eru þegar byrjaðir að deila jólum Disney á samfélagsmiðla. Gjafabúðir eru fullar af jóladóti í anda Disney og þar á meðal poppfatan sem í þetta sinn er í gervi Plútó í jólapeysu. https://www.instagram.com/p/BbKC2kigiwN/ https://www.youtube.com/watch?v=Eb2h4Ko32Js Lesa meira

Öðruvísi fæðingarsaga Guðlaugar Sifjar

Guðlaug Sif Hafsteinsdóttir er bloggari á síðunni mædur.com. Í nýjustu færslu sinni skrifar hún um fæðingu sonar síns, en Guðlaug Sif fór í keisara. Hún gaf Bleikt góðfúslega leyfi til að birta færsluna og við gefum Guðlaugu Sif orðið. Öðruvísi fæðingarsaga? Ástæðan fyrir því að ég kalla þessa færslu öðruvísi fæðingarsaga er sú að ég fór í planaðan keisara. Ég fór í planaðan keisara því Óliver minn var í sitjandi stöðu í mallanum. Fyrri færslan sem ég skrifaði er um það hvernig ég upplifði mína meðgöngu, þar sem mér leið mjög illa á meðgöngu átti ég erfitt með að vera… Lesa meira

Magnús Andri féll frá á mánudag – Styrktarreikningur fyrir fjölskylduna

Grindvíkingurinn Magnús Andri Hjaltason lést á mánudag langt fyrir aldur fram, 59 ára að aldri. Hann var um árabil formaður Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur og hlaut gullmerki UMFG árið 2015. Ákvað körfuknattleiksdeildin að styðja við bakið á fjölskyldu Magnúsar Andra og láta aðgangseyri á leik Grindavíkur og Tindastóls sem fram fór í Grindavík í kvöld, sem og á báðum leikjum kvennaliðsins um helgina renna til fjölskyldu Magnúsar Andra. Eftirlifandi eiginkona hans er Hjörtfríður Jónsdóttir og eiga þau þrjú uppkomin börn, Ernu Rún, Berglindi Önnu og Hjalta. Magnús Andri og stórfjölskylda hans hafa síðustu ár hlaupið í Reykjavíkurmaraþoninu og ávallt til styrktar Alzheimersamtökunun,… Lesa meira