Ólétt Kylie Jenner hrekkjavökubúningur er algjörlega málið

Hrekkjavakan er 31. október næstkomandi og eru margir farnir að láta sig hlakka til og byrjaðir að spá í búningi og förðun. Þeir sem hafa ekki mikinn tíma og/eða eru hrifnir af Kardashian fjölskyldunni geta nú keypt sér búning á Yandy sem þeir kalla einfaldlega „Raunveruleikastjarna í undirbúningi.“ Búningurinn er auðvitað ófrísk Kylie Jenner og samanstendur af hvítum kjól og óléttubumbu. Búningurinn kostar 60 dollara (rúmlega 6000 kr.). Hárkollan og snjallsíminn fylgir ekki með.   Lesa meira

Stundin okkar hefst í dag – krakkar um land allt í forgrunni

Stundin okkar byrjar á ný í dag kl. 18. Undirbúningur fyrir þáttaröðina byrjaði snemma í sumar þegar um 500 krakkar komu í opnar prufur í Útvarpshúsið og létu ljós sitt skína. Síðasta vetur komu mörg hundruð krakkar fram í fjölbreyttum innslögum. Þau tóku meðal annars þátt í skrítnum íþróttagreinum, stórhættulegu spurningakeppninni, skapandi þrautum, fræddu áhorfendur um þjóðsögur og mors-stafrófið, sýndu Trix og Flink, gerðu myndbönd fyrir Söngvakeppnina og kynntu heimabæinn sinn. Í þessari þáttaröð er haldið áfram á svipaðri braut. Krakkar verða í forgrunni og áhorfendur kynnast krökkum um allt land. Í síðustu viku lauk seinni hringferðinni og hefur Stundin… Lesa meira

Bjarni Ben bakar í miðri baráttu

Forsætisráðherrann Bjarni Ben lætur kosningabaráttuna ekki stoppa sig frá að taka tíma fyrir það sem er mikilvægast í lífinu, fjölskyldan. Dóttir hans, Guðríður Lína, er sex ára í dag og þau feðgin bökuðu afmælisköku í tilefni dagsins. Trolls eða Tröll varð fyrir valinu þetta árið. Með myndbandinu skrifar Bjarni: „Guðríður Lína mín er sex ára í dag. Þótt hún missi tönn nánast í hverri viku er mikilvægt að hafa köku í veislunni á morgun. Kökumyndbönd vinna kannski ekki kosningar en það er mikilvægt að þau tapi þeim ekki. Ég vandaði mig þess vegna sérstaklega í þetta skiptið. Skreytingin er frumsamin.… Lesa meira

Rob og Kylie höfða mál á hendur Blac Chyna

Rob Kardashian og Kylie Jenner hafa samkvæmt heimildum höfðað mál á hendur Blac Chyna fyrir árás og skemmdarverk og fyrir að hafa notað Kardashian fjölskylduna sér til fjárhagslegs ávinnings. Rob Kardashian staðhæfir að hans fyrrverandi, Chyna, hafi reynt að kyrkja hann með Iphone símasnúru. Nafn Jenner tengist málinu þar sem árásin mun hafa átt sér stað á heimili hennar. Samkvæmt málssókninni mun árásin hafa átt sér stað 14. desember 2016. Chyna, sem var ölvuð, réðist á Kardashian og að auki lék hún sér með byssu bróður síns á „kærulausan“ máta og beindi henni að Rob og virtist alveg sama hvort… Lesa meira

Bleikt bíó byrjar kl. 20

Boðssýning Bleikt.is í samstarfi við Sambíóin er á eftir og við erum mjög spenntar að hitta hóp af hressum konum. Við munum síðan draga vinninga út á mánudag frá nokkrum vel völdum fyrirtækjum. Fylgist með á bleikt.is og á Facebooksíðu Bleikt því við munum gera meira skemmtilegt með lesendum okkar. Lesa meira

Beyoncé skartar nýju húðflúri

Beyoncé skartar nýju húðflúri. Í gær póstaði hún mynd af því á Instagram. Flúrið sem er einungis þrír punktar, er ekki stórt, en engu að síður táknrænt: einn punktur fyrir hvert barn, en Beyoncé á þrjú: Blue, Rumi og Sir.   https://www.instagram.com/p/BZj9AIRH4UB/?taken-by=beyonce Beyoncé er einnig með annað fingurflúr. Hún og eiginmaður hennar, Jay-Z, voru bæði með flúrið IV, en fyrr á árinu fór Beyoncé og lét lagfæra að í 4, sem einnig gæti litið upp sem upphafstafur eiginmannsins. Lesa meira

Systurnar Hildur María og Magdalena Sara – fallegar í fyrirsætubransanum

Systurnar Hildur María, 25 ára, og Magdalena Sara, 21 árs, Leifsdætur voru á keppninni um Miss Universe Iceland síðastliðinn mánudag. Hildur María var að krýna arftaka sinn, en Hildur María var krýnd Miss Universe Iceland árð 2016. Árið hefur svo sannarlega verið viðburðaríkt hjá henni og hún ferðast til margra landa. Hildur María er á Instagram: hildurmariaa. Magdalena Sara hefur starfað sem fyrirsæta í fullu starfi síðustu 18 mánuði, en hún vann Elite Model Look á Íslandi árið 2011. Magdalena Sara tók í fyrsta sinn þátt í tískuviku, þegar hún gekk tískupallana á tískuvikunni í New York núna í september. Þar… Lesa meira

Fjölskyldumyndin varð öðruvísi en til stóð

Donald Skehan, sem er írskur kokkur og sjónvarpsstjarna, var á ferðalagi með foreldrum sínum Liz og Dermot í San Francisco. Þau ákváðu að einn af ferðamannastöðum borgarinnar, fallegu húsin sem byggð eru í viktoríönskum stíl og kölluð „Painted ladies“ væru kjörinn bakgrunnur fyrir fjölskyldumynd. Fjölskyldan hoppaði upp af gleði fyrir myndatökuna og það var þá sem Max, fjölskylduhundurinn, varð aðeins of æstur með miður leiðinlegum afleiðingum fyrir Dermot.   And this is the moment our family portrait went all WRONG! Max our dog who loves my dad more than anything got a little excited when he posed for a jumping… Lesa meira

Feðgin bresta í söng á bílarúnti

Cole LaBrant er þekkt stjarna á Youtube og milljónir horfa á myndbönd hans á Cole&Say. En myndbandið sem hann tók upp með stjúpdóttur sinni, Everleigh fjögurra ára, sprengir krúttskalann í bílarúntmyndböndum. https://www.youtube.com/watch?v=Jmjuu_jGeg0   Lesa meira

Íris skrifar um fæðingarþunglyndi – Engin glansmynd

Íris Bachmann er með bloggsíðuna irisbachmann.com. Nýlega skrifaði hún grein um eigin reynslu af fæðingarþunglyndi, sem Bleikt.is fékk góðfúslegt leyfi til að birta. „Vinkona mín Karitas Harpa byrjaði með myllumerkið #enginglansmynd á síðustu dögum og það var það sem hvatti mig til þess að segja mína sögu,“ segir Íris. „Mig langaði að taka þàtt í þessari herferð hjá henni og hefur fólk almennt tekið þátt með að senda Karitas myndir með #enginglansmynd.“ Reynslu Írisar má lesa hér fyrir neðan og við hvetjum þá sem vilja taka þátt að nota myllumerkið og/eða senda Karitas myndir á netfangið karitasharpa@gmail.com. Einnig má senda Írisi… Lesa meira

Tveggja ára prófar snyrtivörulínu Rihönnu

Samia er aðeins tveggja ára, en þrátt fyrir það er hún með 114 þúsund fylgjendur á Instagram. í nýjasta myndbandinu prófar hún Fenty snyrtivörulínu Rihönnu og hefur það slegið í gegn sökum krúttheita, Rihanna sjálf hefur sagt að það myndbandið sé uppáhalds förðunarmyndbandið með snyrtivörulínu hennar. https://www.youtube.com/watch?v=cXe5Xrg_hCw   Rihanna póstaði myndbandinu meira að segja aftur á eigið Instagram. Samia á ekki langt að sækja áhugann á athyglinni, Instagram og fylgjendum (þó að hún viti kannski ekkert enn þá hvað neitt af þessu er), en móðir hennar, LaToya Forever gerði sitt eigið myndband fyrir sína 1,3 milljón fylgjendur. https://www.youtube.com/watch?v=VAyDE-It8zo Lesa meira

Safnað fyrir útför Gunnars

„Elsku besti pabbi minn fyrst var það systir mín og dóttir þín sem fór frá okkur fyrir 3 mánuðum og núna þú. Ég veit ekkert hvernig mér á að líða , allt er í móðu og eg get ekki lýst því hversu sárt var að heyra í morgun að þú hafir fengið hjartaáfall í nótt. Þú besti vinur minn og besti pabbi í heimi.“ Þetta segir Sara Dís Gunnarsdóttir um föður sinn Gunnar Gunnarsson sem lést aðfaranótt 18. september. Lesa meira

Lísbet Freyja 10 ára – Besta leikkonan á kvikmyndahátíð í Ástralíu

Canberra stuttmyndahátíðin fór fram í 22. sinn 10. – 17. september síðastliðinn í Canberra í Ástralíu. Á meðal mynda sem kepptu var mynd Ragnars Snorrasonar, Engir draugar eða No Ghosts og uppskar myndin tvenn verðlaun á hátíðinni. Magnús Atli Magnússon fékk verðlaun fyrir kvikmyndatöku og Lísbet Freyja Ýmisdóttir var valin besta leikkonan. Verður það að teljast frábær árangur, því Lísbet Freyja er aðeins 10 ára og keppti við leikkonur bæði eldri að árum og reyndari í leiklistinni. Rut 8 ára mætir með föður sínum í afmælisveislu. Hin börnin biðja hana um að vera með í feluleik. Rut fer hinsvegar í… Lesa meira

Æj æj tilfinningin – Hversu heitt er hægt að elska?

Ég hef áður skrifað hér um barnafjölda minn, en hef svo sem ekki sagt ykkur frá hve mikið ég elska þessi skoffín mín. Púff!!! Hvað er hún að fara að skrifa um það? Elska ekki allir foreldrar börnin sín? Jú jú mikið rétt allavega flest allir foreldrar sem betur fer, en Bubbi Morthens söng eitt sinn um að elska svo mikið að hann sundlaði og verkjaði og það er tilfinning sem ég þekki mjög vel. Í minni fjölskyldu er þetta kallað æj æj tilfinning. Ég fékk svona æj æj tilfinningu strax sem barn, þegar ég sá gamla konu missa eplið… Lesa meira

10 hlutir sem konur upplifa á meðgöngu sem enginn ræðir upphátt

Ásdís Guðný stofnandi bloggsíðunnar Glam.is skrifaði á dögunum þessa skemmtilegu og í senn fræðandi færslu fyrir verðandi mæður, sem Bleikt.is fékk góðfúslegt leyfi til að birta.     Ólétta, tími sem þú átt að ljóma og geisla. Þetta pregnancy „glow“ sem allir eru að tala um. Jú stundum líður manni vel og finnst maður vera gordjöss eeeen svo kemur tími sem þú ert akkúrat öfugt við gordjöss. En fæstir tala um þessa „ógeðslegu“ hluti. Jújú, það er talað um morgunógleðina en það er ekki allt. Prump og þrútinn magi Á meðgöngu fer eitt ákveðið hormón að aukast sem heitir Progesteron. Það hormón mýkir… Lesa meira

Fimm setningar sem við segjum við börnin okkar og af hverju þær eru slæmar

Hvað ertu að kenna börnunum þínum þegar þú ert ekki að reyna að kenna þeim neitt? Í grein sem birtist á Iheartintelligence.com er fjallar um fimm algengar setningar, sem allir foreldrar hafa notað og eru jafnvel að nota reglulega, og af hverju við eigum að hætta að segja þær við börnin okkar. 1. „Þú ert að gera mig brjálaða/n núna.“ Þó að þessi setning eigi oft við rök að styðjast, jafnvel oft á dag, þá eru margir hlutir sem eiga við rök að styðjast og eru sannir, en við segjum samt ekki við börnin okkar. Að segja við barnið þitt… Lesa meira

Eiginkona Chester Bennington deilir myndbandi, sem tekið var stuttu áður en hann fyrirfór sér

Chester Bennington, söngvari hljómsveitarinnar Linkin Park, fyrirfór sér í júlí og skildi fjölskyldu sína og fjölmarga aðdáendur eftir í sárum. Hann var 41 árs þegar hann lést og skildi eftir sig eiginkonu og sex börn. Eftirlifandi eiginkona hans, Talinda Bennington, deildi í gær á Twitter myndbandi sem tekið er 36 klukkustundum fyrir andlát hans, í því sést hann spila með fjölskyldu sinni, hlæja og skemmta sér. Með myndbandinu skrifar Talinda: „Svona leit þunglyndi út gagnvart okkur 36 tímum fyrir andlát hans. Hann elskaði okkur svo heitt og við elskuðum hann.“ https://twitter.com/TalindaB/status/909079832700518402 Talinda segir að tvítið sé það persónulegasta sem hún… Lesa meira

Hún er 16 daga gömul og komin á Instagram

Alexis Olympia Ohanian, Jr., dóttir Serenu Williams og Alexis Ohanian er komin með eigin Instragramreikning.  Alexis fæddist 1. september síðastliðinn og þrátt fyrir að vera bara búin að pósta tveimur myndum á Instagram (eða mamma og pabbi réttara sagt) þá er hún komin með 38 þúsund fylgjendur.   Lesa meira

Brúðurin fær óvænta gjöf

Jeff og Jenna Althoff vissu strax að þeim var ætlað að vera saman. Þau hafa bæði gaman af útiveru, finnst gott að hjálpa öðrum og þau elska dýr. Jenna var búin að biðja Jeff um að fjölga í fjölskyldunni með því að fá hund, en Jeff neitaði í hvert sinn með því að tíminn væri ekki réttur. Í brúðkaupsveislunni þeirra hélt Jeff síðan ræðu, hann byrjaði á því að bjóða alla velkomna og bað svo Jennu um að stíga út á dansgólfið með sér. Það sem gerðist næst fékk Jennu til að fella tár. https://www.youtube.com/watch?v=LfrdQPod_CI Lesa meira

Róa 100 km til styrktar Neistanum styrktarfélagi hjartveikra barna

Félagar í Crossfit Reykjavík ætla að róa fyrir gott málefni næsta laugardag og styrkja Neistann Styrktarfélag hjartveikra barna. Byrjað verður snemma, kl. 4.00 og vegalengdin er 100 km. Róðurinn verður siðan kláraður fyrir fullu húsi af fólki eftir sirka 8 – 10 klukkustundir af gleði. Síðastliðinn þriðjudag kíkti Ágúst Guðmundsson í spjall til Huldu og Hvata í Magasíninu á K100. Þeir sem vilja heita á félagana og styrkja gott málefni geta lagt beint inn á félagið: reikningur 0133-26-011755, kennitala 490695-2309. Facebooksíða Neistinn.   Lesa meira

Anna Ólöf gefur út bókina Heilsudagbókin mín

Anna Ólöf Sveinbjörnsdóttir fékk blóðtappa í bæði lungu fyrir tveimur árum, í kjölfarið endurskoðaði hún margt í sínu lífi. Eitt af því var að láta hugmynd sem hún hafði gengið lengi með verða að veruleika, heilsudagbók, sem Anna Ólöf nefnir Heilsudagbókin mín. Lesa meira