Aníta er nýbökuð móðir úr Vestmannaeyjum: „Ég er svekkt og pirruð“

Aníta Jóhannsdóttir og Garðar Örn Sigmarsson unnusti hennar eignuðust sitt annað barn fyrir tveimur dögum síðan. Þau eru búsett í Vestmannaeyjum en Aníta fæddi drenginn í Reykjavík. Aníta og Garðar höfðu þá beðið upp á landi í rúmar tvær vikur eftir að hann kæmi í heiminn en á meðan var eldri sonur þeirra var í góðu yfirlæti hjá ömmu og afa í Eyjum. Ástæðan fyrir því að þau ákvaðu að fara á fæðingardeildina í Reykjavík er sú að þau telja að „fæðingarþjónustan og aðstaðan sem okkur býðst hér í Eyjum ekki vera nægilega örugg vegna vöntunar á skurð- og svæfingarlækni.“ Lesa meira

Skittles var að gefa út mjög furðulega auglýsingu í tilefni mæðradagsins

Mæðradagurinn er 14. maí og af því tilefni hefur Skittles gefið út stórfurðulega auglýsingu. Auglýsingin byrjar nokkuð eðlilega, móðir og sonur að borða saman Skittles. En bíddu bara, þetta verður fljótlega mjög furðulegt og mörgum gæti þótt auglýsingin frekar óþægileg. Horfðu á hana hér fyrir neðan. Þetta er ekki í fyrsta skipti að Skittles gefur frá sér undarlega auglýsingu. Hér fyrir neðan er auglýsing frá 2015 og maður getur ekki annað en spurt sig hvernig þetta tengist sælgæti. Samt sem áður þá virkar þetta, þessar auglýsingar eru brenndar í minni okkar að eilífu. Lesa meira

Guðrún Veiga búin að eiga!

Ofursnapparinn vinsæli Guðrún Veiga Guðmundsdóttir er orðin léttari! Hún og maður hennar Guðmundur Þór Valsson eignuðust litla stúlku í morgun. Fyrir um sólarhring síðan var hún á fullu við að þrífa og lita augabrúnirnar og fara í klippingu vesenast við ýmislegt á Snappinu sínu. Í morgun mætti hún svo í keisara og samkvæmt heimildum okkar á Bleikt gekk allt ljómandi vel. Við sögðum einmitt frá góðu fréttunum um óléttuna þegar Guðrún Veiga tilkynnti fylgjendum sínum á Snapchat um þungunina í október á síðasta ári: http://bleikt.pressan.is/lesa/gudrun-veiga-med-storfrettir-a-snappinu-eg-held-stundum-ad-eg-se-kim-kardashian-vidtal/ Bleikt óskar Guðrúnu Veigu og Guðmundi innilega til hamingju! Lesa meira

Bára: „Lýgurðu að barninu þínu?“

Fyrir um ári síðan birti ég færslu á bloggi sem ég var þá partur af, færslan hét „Lýgurðu að barninu þínu?”. Eftir að ég birti færsluna setti ég link á hana inn á „mömmu hóp“ á Facebook og kommentin létu ekki á sér standa, langflestar mæðurnar í hópnum voru svo sannarlega ekki sammála þessari færslu minni og skrifuðu komment til að réttlæta fyrir sjálfum sér að það væri allt í lagi að segja barninu stundum ósatt. Núna um ári síðan er allt í einu orðin mikil vitundarvakning um RIE/Mindful parenting uppeldisaðferðirnar hér á landi, þökk sé Kristínu Mariellu sem ég… Lesa meira

Brad Pitt veitir fyrsta viðtalið eftir skilnaðinn

Nú eru 8 mánuðir liðnir frá því að skilnaður Brangelinu skók heimsbyggðina. Margir hafa eflaust beðið í ofvæni eftir að Brad Pitt tjáði sig um skilnaðinn og tilfinningar sínar í kjölfarið, og það hefur hann nú gert í forsíðuviðtali við GQ Style. Þar talar Brad á opinskáan hátt um bresti sína sem áttu þátt í aðdraganda skilnaðarins, og hvernig hann hefur notað tímann síðan til að bæta sig og verða betur fallinn til þess að ala upp börnin sín sex. „Ég er nýbyrjaður í þerapíu,“ segir Brad í viðtalinu, en allir fjölskyldumeðlimirnir hafa fengið faglega hjálp eftir skilnaðinn. Brad segist… Lesa meira

Sex bræður voru lagðir í einelti á meðan þeir söfnuðu hári fyrir krabbameinsveik börn

Phoebe Kannisto á sex drengi sem eru jafn fallegir að innan og þeir eru að utan. Drengirnir sex, Andre tíu ára, eineggja tvíburarnir Silas og Emerson, og fimm ára þríburarnir Herbie, Reed og Dexter, ákváðu allir að safna hári og gefa það síðan til góðgerðamála sem búa til hárkollur fyrir krabbameinsveik börn. Á mánudaginn var kominn tími til að klippa hárið og fóru þeir á Hizair Hair Salon. Ekki nóg með að hárgreiðslufólkið klippti rúmlega tvo metra af hári þá neituðu þau að taka á móti einhvers konar greiðslu. Að lokum var hárið sent til Children with Hair Loss. Að… Lesa meira

Íslenskar mömmur opna sig – 1. hluti: „Mamma er konan DAUÐ?“

Börn geta verið dásamlega hreinskilin... stundum kannski aðeins of! Við báðum mömmurnar í facebook-hópnum Auðveldar mömmur, að deila með okkur atvikum þegar börnin hafa komið þeim í vandræði. Svörin létu ekki á sér standa, og eiginlega finnst okkur spurning um að gefa út bók! Við látum það þó liggja milli hluta að sinni og leyfum lesendum í staðinn að njóta nokkurra dásamlegra frásagna um blessuð börnin. Gjörið svo vel! Augnablikið síðustu helgi þegar ég var að skipta á syni mínum eftir lúxusbrunch og sagði við kærasta minn „ok ég veit ekki hvort ég er með kúk á höndunum eða nutella" Ég… Lesa meira

Ólöf Ragna: Að elska líkamann eftir fæðingu

Mig langar aðeins að tala um breytingar á líkamanum eftir fæðingu. Viggó Nathanael er orðin fjögurra og hálfs mánaða og þrátt fyrir að hafa gengið í gengum þetta allt áður (fyrir 7 árum) þá er einhvern veginn eins og maður byrji aftur á byrjunarreit þegar annað barn kemur. Ég var ekki það heppin að geta hreyft mig á meðgöngunni út af grindargliðnun og samdráttum sem byrjuðu fljótt að gera vart við sig. Eftir fæðingu Viggós er ég 14 kílóum þyngri en fyrir meðgönguna. Upplifun mín á meðgöngunum var mikið í þá áttina að ég væri að búa til þetta líf… Lesa meira

Ólöf Ragna: „Tilhugsunin um að fæða annað barn var mér ofviða“

Eru meðgöngu og fæðingarsögur ekki alltaf vinsælar? Þegar ég var ólétt þá held ég hafi náð að klára allar fæðingarsögur sem ég fann á netinu og fannst alltaf jafn gaman að lesa þær. Ég ætla allavega að skella í eina þannig færslu og vonandi hafið þið bara gaman af. Ég á tvö börn, 7 ára Alexöndru og þriggja mánaða Viggó Nathanael. Ég var 19 ára þegar ég varð ólétt af Alexöndru. Meðgöngurnar voru svo sem ekki mjög ólíkar, þessi venjulega þreyta, ógleði og svo fékk ég grindargliðnun sem gerði vart við sig á um 17 viku í báðum tilfellum. Fæðingarnar… Lesa meira

Kristín Maríella beitir áhugaverðri uppeldisaðferð – „Ekki að ástæðulausu að margir tala um að RIE hafi breytt lífi þeirra“

Kristín Maríella býr í Singapúr þar sem hún rekur fyrirtæki sitt Twin Within og hefur það ljómandi gott með manni sínum og börnum. Við birtum fyrri hluta viðtalsins við Kristínu Maríellu í gær - smelltu hér til að lesa. Eitt af áhugamálum Kristínar er ákveðin uppeldisaðferð eða -stefna sem kallast RIE eða Respectful parenting. Kristín segir stefnuna heilan heim út af fyrir sig. Að mínu mati er RIE byggt upp á þremur grunn-hugtökum en þau eru virðing, traust og tenging. Mér finnst það vera eins konar kjarni RIE sem stefnan gengur alltaf út frá. Við komum fram við börn af… Lesa meira

Vissir þú að kynsegin dagurinn er í dag?

„Bóndadagur og konudagur hafa verið haldnir hátíðlegir síðan um miðja 19. öld með svipuðum hætti og við þekkjum í dag. Áður tíðkaðist jafnvel að halda upp á yngismeyja- og yngissveinadag á sama hátt, en allir þessir dagar tengdust gamla dagatalinu okkar og var því breytilegt hvaða dag ársins þá bar upp miðað við okkar tímatal.“ Þetta segir í tilkynningu sem birt var á heimasíðu Kynsegin Ísland og Trans Ísland í dag en síðustu tvö ár hafa samtökin haldið hátíðlegan kynsegindag, en hann er viðbót við bónda- og konudag og er nú haldinn síðasta dag einmánuðar, eða síðasta vetrardag. Með því að… Lesa meira

Kristín Maríella á heima í Singapúr – „Paradís fyrir fólk með börn“

Kristín Maríella er 27 ára víóluleikari og mamma sem búsett er í Singapúr. Í stað þess að verða hljóðfæraleikari að atvinnu eftir nám í Bandaríkjunum ákvað hún að fara allt aðra leið og stofnaði skartgripafyrirtækið Twin Within. Gabriela Líf, bloggari á Lady.is og Bleikt-penni, spjallaði við Krístínu Maríellu: Fljótlega eftir að fyrsta lína Twin Within kom út varð ég ólétt og hef sinnt merkinu meðfram móðurhlutverkinu upp frá því. Nú er ég hamingjusamlega gift, bý út í Singapúr og var að eignast mitt annað barn fyrir 3 mánuðum. Ásamt því að reka Twin Within hér útí Singapúr eyði ég miklum… Lesa meira

Ásta á þriggja ára ráðríkan son – „Ég elska einföld ráð sem virka“

Þegar Ásta Hermannsdóttir, bloggari á Ynjum, var 16 ára gömul fór hún í sálfræði 103 - og hluti námsefnisins situr í henni ennþá í dag - sérstaklega eftir að hún varð foreldri. Ásta fjallar um þessi góðu foreldraráð í pisli sem hún birti á Ynjum um daginn. Hún á þriggja ára ráðríkan son - og ráðin úr menntaskóla eru að nýtast vel í uppeldinu. Ásta gaf okkur leyfi til að endurbirta pistilinn, og við á Bleikt erum viss um að margir lesendur tengi! Gefum Ástu orðið: Sonur minn varð 3ja ára núna um miðjan febrúar og er sjálfstæðið og ráðríkið „allt að… Lesa meira

Hún ber saman þegar hún var ófrísk af einu barni og tvíburum – Sjáðu muninn

Natalie Bennett er vídeó bloggari, móðir tvíburastráka og gengin 36 vikur á leið með litla stelpu. Það er öruggt að segja að það er meira en nóg að gera hjá henni! En hún finnur enn þá tíma til að búa til myndbönd, en hún setur vikulega myndbönd á YouTube þar sem hún gefur áhorfendum nýjustu upplýsingar um meðgönguna sína. Eitt myndbandið vakti mikla athygli, en í því myndbandi er hún að bera saman þessa meðgöngu og meðgönguna þegar hún var ófrísk af tvíburunum. Twins vs. One Baby Á báðum myndunum er hún gengin 36 vikur á leið. Getur þú séð… Lesa meira

Börn sem vildu greinilega ekki systkini

Þegar mörg börn frétta að þau eru að fara að eignast systkini þá er fréttunum oft fagnað. Loksins fá þau systkini til að leika við og jafnvel stjórna, því þau eru jú eldri. En sum börn eru ekki á sömu nótunum, þeim finnst vera nóg af fólki í fjölskyldunni, hvort sem þau eru einkabarn eða eiga önnur systkini. Bara að eignast annað systkini er yfirdrifið nóg. Hér eru nokkur börn sem vildu greinilega ekki annað systkini! Lesa meira

Drífðu þig að deyja, við þurfum plássið

Sylvía Haukdal Brynjarsdóttir er ein bloggaranna á Ynjum. Fyrir nokkru síðan skrifaði hún fallegan pistil en skömmu eftir að hún birti hann lést afi hennar, umvafinn fjölskyldu og góðu hjúkrunarfólki. Sylvía veitti okkur á Bleikt góðfúslegt leyfi til að birta pistilinn: Síðustu daga hef ég mikið verið að hugsa um eldra fólkið í lífi okkar. Ég er svo heppin að ég á tvo afa sem eru á lífi, þeir eru dásamlegir, alltaf glaðir að sjá okkur, alltaf svo þakklátir fyrir heimsókirnar. En ég eins og svo margir aðrir hef ekki verið nógu dugleg að heimsækja þá. Af hverju? Ég hreinlega veit… Lesa meira

Lítil stúlka neitar að halda upp á afmælið sitt nema það verði kúkaþema

Hluti af því að vera gott foreldri er að elska barnið þitt alveg eins og það er. Þegar þriggja ára stelpa biður um afmælisveislu með kúkaþema og neitar að hafa öðruvísi þema, er þá ekki best að virða óskir hennar? Í marga mánuði, í hvert einasta skipti sem við ræddum um afmælisveisluna hennar, bað Audrey um „kúkablöðrur og kúkaköku.“ sagði móðir stúlkunnar við Huffington Post. Ég reyndi að stinga upp á öðrum þemum, en hún hélt fast við að hún vildi kúkaþema. Veislan var haldin! Í henni var var leikur með kúkaþema „pin the poop,“ kúka „pinata“ með Tootsie Rools og Hershey's súkkulaði inn í… Lesa meira

Aníta Rún – Fæðingarsaga númer tvö – „Næsta sem ég man var að ég heyri í neyðarbjöllum hringja og allir eru í panikki“

Það var sunnudagur eftir bæjarhátið á Grundarfirði þar sem ég ólst upp þegar ég var á leiðinni heim í Hafnarfjörðinn. Ég var búin að vera óvenju þreytt síðustu daga og hafði þurft að leggja mig á daginn alla helgina, sem var mjög ólíkt mér. Ég segi við Daníel eftir Hvalfjarðargöngin að við yrðum að stoppa í bílaapótekinu og kaupa óléttupróf, því ef ég væri ekki ólétt að þá yrði ég að fara til læknis, því þessi þreyta væri bara alls ekki eðlileg. Við stoppum í lúgunni, kaupum próf og heim er haldið. Fer inn, pissa á prik og þar kemur… Lesa meira

Foreldrar og transbörn lesa jákvæðar og öflugar staðhæfingar – Myndband sem gefur okkur von

Þetta æðislega myndband er frá The Scene, sama fólki og færði okkur átakanlega myndbandið af konunni sem spyr fyrrverandi kærastann sinn af hverju hann hélt fram hjá henni. Þetta myndband er hins vegar á allt öðruvísi nótum heldur en hitt. Í þessu myndbandi segja foreldrar transbarna við þau jákvæðar staðhæfingar og styrkingar, sem þau síðan endurtaka. Þetta er ótrúlega fallegt myndband sem gefur okkur svo sannarlega von. Horfðu á það hér fyrir neðan: Lesa meira

Erfiður þriðjudagur? Þessi kornunga Internetstjarna á eftir að koma þér í gott skap!

Er þessi þriðjudagur rétt fyrir páskafrí að buga þig? Er kaffið ekki nógu sterkt, eru vinnufélagarnir illa tannburstaðir og finnst þér að fríið mætti bara vera byrjað? Við erum með stórkostlegt myndband sem á eftir að bjarga þriðjudeginum þínum eða gera góðan dag betri! Kaden er fimm mánaða gamall og er þegar orðinn frægur á Internetinu fyrir það hvernig hann vaknar. Mamma hans deildi nýlega myndbandi af hvernig hann vaknar, svo glaður að sjá og kastar höndunum í loftið. Myndbandið hefur vakið mikla athygli og gengið eins og eldur í sinu um netheima. Horfðu á það hér fyrir neðan, þú… Lesa meira

Tristan litli varð fyrir skelfilegri árás – Arna Bára: „Í algjöru sjokki mætum við upp á spítala“

Dagurinn sem byrjaði með skemmtilegri fjölskylduveislu hjá ömmu og afa, tók heldur betur skelfilega stefnu og fjölskylda Örnu Báru Karlsdóttur endaði á þriggja tíma dvöl á slysaeild. Arna Bára, Heiðar maður hennar, og synirnir Tristan og Ares voru stödd í notalegri veislu með fjölskyldumeðlimum þegar Tristan hlaut alvarleg meiðsl sem þurfti að gera að á slysadeild. Varúð myndir eru ekki fyrir viðkvæma! „Dagurinn í gær byrjaði ótrúlega vel og skemmtilega og fórum við saman í grillveislu til afa og ömmu. Rétt áður en við ætlum að fara heim fer Tristan út með frændsystkinum sínum að leika í garðinum hjá þeim.… Lesa meira

Heiða Ósk – „Hægðu á þér, gefðu þér tíma og vertu þátttakandi í eigin lífi“

Það er ótrúlega auðvelt að týna sér í streitu lífsins og gleyma vera, gleyma njóta. Lífið fýkur framhjá og seinna meir sjáum við að við misstum af okkar eigin lífi…   Árið 2014 lagði ég af stað í ferðalag með sjálfa mig, hafði engan áfangastað í huga en hafði væntingar til þess sem ég vildi sjá og finna á þessu ferðalagi mínu. Ástæðan var einföld, ég var komin á stað þar sem staðan var ansi litlaus og leiðinleg. Ég var hætt að njóta eins og ég vildi njóta og hver dagur flaut framhjá mér af gömlum vana. Það má eiginlega… Lesa meira

Myndirnar hans gerðu allt brjálað þangað til fólk vissi sannleikann á bak við þær

Þessi faðir er að hræða allt Internetið með myndum af barninu sínu í hættulegum aðstæðum. Fólk um allan heim er með hjartað í buxunum við skoðun myndanna, en þær eru vægast sagt óhugnanlegar. Hins vegar þarftu ekki að hafa neinar áhyggjur því myndirnar eru ekki ekta. „Ég hef verið að photoshoppa barnið mitt í hættulegar aðstæður. Ekkert sem er óraunverulegt, heldur nóg fyrir fólk til að hugsa „Bíddu.. Gerði hann?“ Skrifaði hann á Reddit. Sjáðu myndir af dóttur hans halda á hníf, klifra upp háan stiga eða keyra bíl. Allar myndirnar eru svo raunverulegar að þú átt örugglega eftir að… Lesa meira

Anna vill vekja foreldra til umhugsunar – „Þetta tiltekna vandamál er mjög viðkvæmt, falið í samfélaginu og erfitt að takast á við“

Með það markmið í huga að sem flestir lesi alla greinina og vonandi opna augu sem flestra reyndi ég að halda lengdinni í lágmarki. Tek ég því einungis fram aðalatriði og legg áherslu á að svo margt annað liggur að baki og margt annað sem þyrfti að koma fram. Anna Þorsteinsdóttir heiti ég og er Bsc íþróttafræðingur og með master í heilsuþjálfun og kennslu. Ég held úti heimasíðu og fræðslu snap-chat reikningi undir nafninu Engar Öfgar. Ég er starfandi íþróttakennari en hef yfir 6 ára reynslu sem þjálfari og vinn einnig sem kennari í líkamsrækt, fyrirlesari og ráðgjafi. Síðustu mánuði… Lesa meira