Foreldrar endurgera tvíburamynd Beyoncé

Fyrir viku síðan birti Beyoncé fyrstu myndina af tvíburunum sínum og eiginmanns hennar, rapparans Jay-Z, á Instagram. Það er kominn rúmlega mánuður síðan tvíburarnir komu í heiminn og hafa þau fengið nöfnin Sir og Rumi. Myndin sem Beyoncé birti á Instagram var gullfalleg og með svipuð þemu eins og myndin sem hún birti þegar hún tilkynnti að hún væri ólétt. Internetið fór nánast á hvolf þegar að hún birti myndina. Myndin gekk eins og eldur í sinu um netheima og fjölmiðla um allan heim. Nú hafa aðrir foreldrar ákveðið að endurgera myndina á stórskemmtilegan hátt: Karlmannsútgáfan: Channelling @beyonce Finlay and… Lesa meira

Engin líkindi milli vaxmynda af Beyoncé og fyrirmyndarinnar – Netverjar telja sig vita ástæðuna

Nýlega hefur umræða sprottið upp á Twitter um vaxmyndir af Beyoncé. Umræðan er smá skondin en mikið frekar truflandi. Michelle Lee, ritstjóri Allure, setti inn myndir af Beyoncé vaxmyndum og skrifaði með að þær líta ekkert út eins og Beyoncé. „Kenning: Þau sem gera Beyoncé vaxmyndir hafa aldrei séð Beyoncé,“ skrifaði hún á Twitter. Theory: Beyoncé wax figure makers have never seen Beyoncé pic.twitter.com/bZ2PWCUzUs — Michelle Lee (@heymichellelee) July 19, 2017 Þó það sé nú fyrir frekar furðulegt að við mannfólkið erum dugleg að gera vaxmyndir af frægu fólki þá er það enn furðulegra að vaxmyndir af Beyoncé, ein stærsta poppstjarnan í dag, eru nánast óþekkjanlegar. Netverjar voru duglegir að tjá sig um… Lesa meira

Sjáðu nýju Kendall + Kylie sundfatalínuna

Raunveruleikastjörnurnar og systurnar Kendall Jenner og Kylie Jenner hafa gefið út föt, skó og sundföt undir nafninu Kendall + Kylie í samvinnu við ýmis fyrirtæki eins og Topshop. Nú hafa þær gefið út sundfatalínu sem inniheldur 23 flíkur sem er aðeins seld á Revolve.com. Ódýrasta flíkin er rúmlega sex þúsund krónur og dýrasta á rúmlega sautján þúsund krónur (58$-165$). Í línunni er hægt að kaupa bæði bikiní og sundboli. „Sundfötin sem við hönnuðum fyrir þessa línu eru kynþokkafull og skemmtileg. Það skiptir ekki máli hvað þú ætlar að gera í sumar, þú átt eftir að finna þinn stíl í Kendall + Kylie… Lesa meira

Beyoncé birtir fyrstu myndina af tvíburunum

Söngkonan og gyðjan Beyoncé hefur birt fyrstu myndina af tvíburunum sínum og eiginmanns hennar, rapparans Jay-Z. Það er mánuður síðan tvíburarnir komu í heiminn. Beyoncé skrifaði með myndinni „Sir Carter og Rumi eins mánaða í dag“ en hjónin sóttu um höfundarrétt á nöfnunum tveimur í lok júní. https://www.instagram.com/p/BWg8ZWyghFy/ Myndin er með svipuð þemu eins og myndin sem Beyoncé birti þegar hún tilkynnti að hún væri ólétt. https://www.instagram.com/p/BP-rXUGBPJa/?taken-by=beyonce   Lesa meira

Selena Gomez var að gefa út nýtt lag og myndband – „Fetish“

Selena Gomez var að gefa út nýja lagið sitt „Fetish“ í morgun og myndband við lagið. Myndbandið er einfalt en samt eitthvað svo ótrúlega heillandi. Það er bara Selena Gomez að "lip-synca" við lagið og sést allan tíman aðeins í nefið og munninn hennar, stundum smá í augun. Ekki flókið en samt svo dáleiðandi. Síðustu vikur hefur Selena gert aðdáendur spennta fyrir laginu með myndum og mynbandsklippum á Instagram. En loksins er biðin á enda, lagið er komið á iTunes og Spotify. Hægt er að horfa á myndbandið á YouTube. Aðdáendur hafa verið duglegir að tjá gleði sína á Twitter með… Lesa meira

Blac Chyna fær nálgunarbann á Robert Kardashian

Blac Chyna hefur fengið nálgunarbann gegn Robert Kardashian. Samkvæmt Buzzfeed þarf Rob að vera í að minnsta kosti 91 metra fjarlægð frá Blac Chyna og ekki deila neinum myndum af Blac, dóttur þeirra Dream eða syni Blac, Cairo. Lögfræðingur Blac Chyna, Lisa Bloom, sagði að þetta væri fullnaðarsigur. „Dómarinn gaf okkur allt sem við báðum um sem eru nokkur ströng nálgunarbönn gegn Rob Kardashian. Þau banna honum að koma nálægt henni eða deila myndum og myndböndum af henni á netið.“ Lögfræðingur Rob Kardashian, Robert Shapiro, baðst afsökunar fyrir hendi Rob Kardashian og voru allir aðilar sammála um að setja þyrfti… Lesa meira

Stjörnurnar stórglæsilegar ómálaðar

Fræga fólkið hefur mikil áhrif á okkur og sýn okkar á heiminn. Við ölumst upp við að sjá stjörnurnar í sjónvarpinu, auglýsingum, tímaritum, kvikmyndum og á fleiri stöðum. Hægt og rólega byrjar ákveðin ímynd að skapast í huganum okkur, bjöguð ímynd um hvað er fallegt og hvað er fullkomið. Ímynd sem á sér ekki stoð í raunveruleikanum. Förðunarmeistarar, hárgreiðsumeistarar, rándýr tískuföt, photoshop og fleira spilar inn í uppbyggingu á þessum bjagaða raunveruleika sem við berum okkur saman við. Okkur finnst stundum við aldrei nógu góðar eða fallegar því við lítum ekki út eins og stjörnurnar sem eru óaðfinnanlegar í tímaritunum eða á rauða… Lesa meira

Blue Ivy rappar á nýju plötu Jay-Z – Strax komin með aðdáendur

Blue Ivy fæddist með tónlist í blóðinu enda er hún dóttir tónlistargyðjunnar og söngkonunnar Beyoncé og rapparans Jay-Z. Þessi fimm ára stúlka var að taka sín fyrstu skref í tónlistargeiranum en það hefur bara verið spurning hvenær það myndi verða. Jay-Z var að gefa út plötuna 4:44 á dögunum. Lagið „Family Feud“ vakti strax mikla athygli vegna innihaldi textans, en hann virðist viðurkenna að hafa haldið fram hjá Beyoncé. Bleikt fjallaði um málið og hægt er að lesa nánar um það hér. Á plötunni er einnig að finna lagið „Blue‘s Ivy Freestyle/We Family“ þar sem engin önnur en Blue Ivy rappar. Blue Ivy with the flow 👑 pic.twitter.com/0lGcDDDESM — Complex Music (@ComplexMusic) July 7, 2017 Flestir… Lesa meira

Rob Kardashian beitir Blac Chyna stafrænu kynferðisofbeldi – Gæti átt yfir höfði sér sex mánaða fangelsi

Það hefur verið endalaust drama á milli Robert Kardashian og Blac Chyna nánast síðan þau byrjuðu saman. Þau hafa hætt saman og byrjað saman oftar en við getum talið, verið dugleg að rífast opinberlega á samfélagsmiðlum og lenti einnig oft saman þegar þau voru að taka upp raunveruleikaþáttinn Rob & Chyna. Þegar þau hættu saman í desember síðastliðnum tjáði Rob sig á Instagram og sagði meðal annars að Blac hefði bara verið með honum til að öðlast meiri frægð og peninga. Í kjölfarið tjáði hún sig á Instagram og sagði þar að Rob væri andlega veikur, latur og hún gæti ekki hjálpað honum meira. Rob baðst síðan afsökunar á öllu saman og sagðist ætla að vinna í sínum málum. Þetta… Lesa meira

Kelly Clarkson svarar nettrölli sem kallaði hana feita – Aðdáendur elska það

Kelly Clarkson var með frábært svar við nettrölli sem líkamsskammaði hana á Twitter í gær. Söngkonan Kelly Clarkson, sem er fyrsti American Idol sigurvegarinn, kann svo sannarlega að svara fyrir sig og sýndi að henni er alveg sama hvað fólki finnst um þyngd hennar. Einhver tístaði til hennar: „Þú ert feit“ og svaraði Kelly „og enn þá f**king frábær.“ ....and still fucking awesome 😜 https://t.co/LvFgIITaTX — Kelly Clarkson (@kelly_clarkson) July 5, 2017 Aðdáendur elskuðu þetta snilldar svar Kelly og fögnuðu því á Twitter: I LOVE YOU SO MUCH!!! pic.twitter.com/wfUehom9FE — Yvette (@atleve) July 5, 2017 She's sexy as hell! I'm gay and Kelly makes me reconsider. — Tyson Jones (@tysonjones) July 5, 2017… Lesa meira

Teknar fyrir búðarhnupl

Búðarhnupl er of algeng iðja. Ætla mætti að forríkar stjörnur þyrftu ekki að grípa til þess að stinga á sig vörum heldur hefðu efni á að borga fyrir þær. Þó nokkur dæmi eru samt um að stjörnur hafi verið staðnar að verki og þjófnaður þeirra komist í heimsfréttir. Winona Ryder Leikkonan Wynona Ryder komst í heimsfréttirnar árið 2001 þegar hún sást á öryggismyndavél gera tilraun til að stela dýrum fötum. Hún sleit verðmiðann af þeim og setti þau í innkaupapoka með vörum sem hún hafði þegar borgað fyrir. Hún var handtekin og gert að greiða sekt og sinna samfélagsþjónustu. Ryder… Lesa meira

Var Jay-Z að viðurkenna að hafa haldið fram hjá Beyoncé í nýju lagi? Netverjar missa sig

Jay-Z var að gefa út þrettándu plötuna sína, 4:44. Platan er einungis í boði fyrir Tidal notendur eins og er. Það eru tíu lög á plötunni og hafa aðdáendur þegar farið á samfélagsmiðla til að tjá skoðun sína á lögunum. Það er eitt lag sem hefur vakið mjög mikla athygli en það er lagið „Family Feud“ og syngur engin önnur en eiginkona hans Beyoncé inn á lagið. Það er brot af textanum sem vakti þennan rosalega áhuga aðdáenda en hann hljóðar svona: „Yeah, I‘ll fuck up a good thing if you let me/ Let me alone, Becky“ Beyoncé gaf út… Lesa meira

Kylie og Kendall Jenner harðlega gagnrýndar: „Haldið ykkur við það sem þið kunnið, varagloss“

Kendall Jenner og Kylie Jenner hafa verið harðlega gagnrýndar fyrir nýju fatalínuna sína. Þær hafa gefið út yfirlýsingu í kjölfarið þar sem þær biðjast afsökunar. Raunveruleikastjörnurnar settu mynd af andlitunum sínum á „vintage“ boli með tónlistargoðsögnum eins og Notorious B.I.G., Tupac, Pink Floyd og Ozzy Osbourne. Bolirnir vöktu hörð viðbrögð og fordæmdu margir systurnar fyrir að setja andlitin sín yfir þekktu tónlistargoðin. Á meðal þeirra sem gagnrýndu systurnar voru Sharon Osbourne og móðir Biggie, Voletta Wallace. „Ég er ekki viss hver sagði Kylie Jenner og Kendall Jenner að þær mættu gera þetta. Óvirðingin að tala ekki einu sinni við mig eða einhvern tengdan búinu gerir mig ráðþrota. Ég hef ekki hugmynd af hverju þeim… Lesa meira

Þær kusu dauðann

Frægð og frami færa ekki ætíð lífsfyllingu. Hér er fjallað um nokkrar þekktar leikkonur sem lífið virtist blasa við en þær lifðu óhamingjusömu lífi og fyrirfóru sér. Dauði þeirra rataði í heimspressuna og aðdáendur þeirra syrgðu. Sjálfsmorð, slys eða morð? Við setjum Marilyn Monroe á listann en þó með smá fyrirvara. Hún fannst látin á heimili sínu í Los Angeles í ágústmánuði 1962, 36 ára gömul. Hún hafði tekið inn stóran skammt af töflum. Talið var langlíklegast að hún hefði framið sjálfsmorð. Einhverjir telja þó að stjarnan hafi ekki ætlað að fyrirfara sér heldur tekið í slysni of stóran skammt… Lesa meira

Eminem er kominn með dökkt hár og skegg – Hvar er hinn raunverulegi Slim Shady?!

Rapparinn Eminem hefur eiginlega alltaf litið eins út. Hugsaðu um það, hefur Eminem einhvern tíman ekki litið út eins og Eminem? Hinn raunverulegi Slim Shady er þekktur fyrir ljósa stutta hárið sitt og vel rakaða andlit. Hann hefur þó verið með dökkt hár áður en alltaf vel rakaðar mjúkar kinnar, enda auðvelt að gleyma því að hann er kominn á fimmtugsaldur. Í síðustu viku mætti Eminem á frumsýningu The Defiant Ones með dökkt hár og dökkt skegg. Hann lítur að sjálfsögðu stórglæsilega út en það er bara eitthvað svo skrýtið að sjá hann með skegg. Eminem deildi mynd af sér með… Lesa meira

Tískan á BET-verðlaunahátíðinni

BET-verðlaunahátíðin var haldin hátíðlega í gærkvöldi. BET eru árleg verðlaun afríska-amerískra listamanna og íþróttamanna í Bandaríkjunum. Veitt eru verðlaun fyrir framúrskarandi árangur á sviði sjónvarps, kvikmynda, tónlistar og íþrótta. Leslie Jones var kynnir hátíðarinnar sem var haldin í Microsoft Theater í Los Angeles. Beyoncé og Bruno Mars voru valin bestu R&B og popp listamennirnir. Beyoncé fékk verðlaun fyrir lagið „Sorry.“ Migos var valin besti hópurinn. Serena Williams og Stephen Curry voru valin íþróttafólk ársins. Taraji P. Henson og Mahershala Ali voru valin bestu leikararnir Sjáðu alla vinningshafana hér. Eins og venjan er í Hollywood þá mættu stjörnurnar á rauða dregillinn… Lesa meira

Þeir héldu framhjá með barnfóstrunni

Einkalíf ríka og fræga fólksins er oft flókið og framhjáhald er ekki óalgengt. Hér er sagt frá frægum einstaklingum sem héldu framhjá maka sínum með barnfóstrunni, í sumum tilvikum með þeim afleiðingum að úr varð hjónaskilnaður eða sambandsslit. Gwen Stefani og Gavin Rossdale Söngvarinn Rossdale hélt framhjá söngkonunni frægu í þrjú ár með barnfóstru þeirra hjóna sem gætti þriggja sona þeirra. Þegar upp komst um svikin skildi Stefani við eiginmanninn og fann skömmu síðar ástina með samstarfsmanni sínum í The Voice, Blake Shelton sem þá var nýskilinn við sína konu. Stefani og Shelton eru mikið eftirlæti slúðurblaða og virðast afar… Lesa meira

Rihanna svarar skilaboðum frá aðdáanda í ástasorg – Netverjar missa sig

Twitter notandinn WaladShami var að ganga í gegnum erfið sambandsslit. Hann ákvað að leita til uppáhalds tónlistarmannsins síns Rihönnu og biðja um ráð um hvernig hann gæti komist yfir sambandsslitin. „Þetta var fyrsta sambandið mitt og hún hætti með mér í janúar. Það hefur verið mjög erfitt af mörgum ástæðum. Ég leitaði til Rihönnu því hún hefur gefið mér oft ráð – hún er vitur,“ sagði hann við Buzzfeed News. „Hvernig komstu yfir fyrstu ástarsorgina þína? Ég er búinn að eiga erfitt með það,“ skrifaði hann í einkaskilaboðum til Rihönnu á Twitter. Maður myndi nú halda að Rihanna fái ógrynni… Lesa meira

Ætluðu að gefast upp

Allir eiga sína vondu daga, líka fræga fólkið. Þessir frábæru listamenn íhuguðu sjálfsmorð og sumir reyndu það án árangurs. J.K. Rowling Þegar Rowling var einstæð móðir sem átti vart fyrir húsaleigunni barðist hún við þunglyndi og íhugaði að fyrirfara sér. Hún leitaði sér síðan sálfræðiaðstoðar. Hún segir að dóttir sín, Jessica, hafi verið ástæðan fyrir því að hún ákvað að leita til sérfræðings. „Ég hugsaði með mér, ég get ekki gert henni það að ala hana upp í þessu ástandi.“ Rowling segist ekki skammast sín á nokkurn hátt fyrir að hafa verið þunglynd. „Hvað ætti ég að skammast mín fyrir?… Lesa meira

Courteney Cox hefur losað sig við andlitsfyllingarnar: „Mér líður betur því ég lít út eins og ég sjálf“

Leikkonan Courteney Cox hefur losað sig við fyllingarnar í andlitinu sínu. Í ágúst í fyrra sagðist hún sjá eftir því að hafa barist gegn öldrunareinkennum með lýtaaðgerðum. Hún er hún laus við andlitsfyllingarnar og segist líða betur því nú lítur hún út „eins og hún sjálf.“ Ætlar hún ekki að láta setja fleiri fyllingar í andlitið. Courteney Cox varð fyrst fræg fyrir hlutverk sitt sem Monica í sjónvarpsþáttunum Friends sem slógu í gegn á tíunda áratugnum. Hún var búin að láta breyta sér þónokkuð áður en hún byrjaði í þáttunum Cougar Town árið 2009. Fjölmiðlar fóru að fjalla sífellt meira um… Lesa meira

Ellen Rut skrifar til Kim Kardashian: „Viltu senda þessi skilaboð út í heiminn að appelsínuhúð er hryllingur?“

"Gerirðu þér grein fyrir því að þú ert fyrirmynd þúsundir ef ekki milljónir ungra stúlkna?" skrifar Ellen Rut Baldursdóttir í opnu bréfi til Kim Kardashian. Þar gagnrýnir hún ummæli sem Kim lét falla í spjallþættinum The View um útlit sitt. Í þættinum heldur Kim því fram að paparazzi myndir sem voru teknar af henni þegar hún var fríi í Mexíkó hafi verið "photoshoppaðar" áður en þær fóru í dreifingu á netinu. Hún segir að myndunum hafi verið breytt svo hún liti verr út og kallar myndirnar "skelfilegar." "Ég sé ekkert athugavert við þessa mynd. Einstaklega falleg kona með þennan fræga rass.… Lesa meira

Kim og Kanye stækka fjölskylduna með aðstoð staðgöngumóður

Kim Kardashian West og Kanye West ætla að stækka fjölskyldu sína með aðstoð staðgöngumóður. Fyrir eiga þau tvö börn, North (4 ára) og Saint (18 mánaða). Það hefur fengið staðfest að Kim og Kanye hafa nú þegar fundið staðgöngumóður en ekki er vitað hvar í ferlinu þau eru, eða hvort hún sé nú þegar orðin ófrísk. https://www.instagram.com/p/BS-DeBkF6Gv/?taken-by=kimkardashian Kim hefur talað mjög opinskátt um barneignir sínar í raunveruleikaþætti fjölskyldunnar Keeping Up With the Kardashians en í nýjustu þáttaröðinni var sýnt þegar læknir tilkynnti Kim að hún gæti ekki tekið áhættuna á að ganga með annað barn, hún þyrfti að fá staðgöngumóður… Lesa meira

Nýjar myndir af Jonah Hill vekja athygli: Fékk aðstoð frá Channing Tatum

Leikarinn Jonah Hill hefur breytt algjörlega um lífsstíl eins og sjá má á þessum myndum. Jonah þyngdi sig um 20 kíló fyrir kvikmyndina War Dogs en hefur síðan tapað þeim aftur og sennilega nokkrum til viðbótar. Jonah borðar hollt og æfir reglulega en þegar hann ákvað að breyta lífi sínu leitaði hann til Channing Tatum, meðleikara sínum úr kvikmyndinni 21 Jump Street. Channing sagði honum að að hann myndi auðvitað léttast með því að breyta mataræðinu og fá sér einkaþjálfara. Í kjölfarið setti hann Jonah í samband við fólk sem hann þekkti, meðal annars einkaþjálfara og næringarfræðing. Eftir að myndir… Lesa meira