Myndband: Steindi Jr. skorar á ferðamenn að syngja erfiðasta karaókílag í heimi

Í nýjusta kynningarmyndbandi Inspired by Iceland kennir Steindi Jr. ferðamönnum allt um Ísland, með karaókísöng. Lagið er á ensku, með dassi af helstu orðunum, sem ferðamenn þurfa að læra, á íslensku. Lagið heitir The Hardest Karaoke Song in the World og líklega munu margir ferðamenn eiga fullt í fangi með að bera fram íslensku orðin. Myndbandið er hins vegar stórskemmtilegt og flott eins Steinda jr. er von og vísa. https://www.youtube.com/watch?time_continue=25&v=f88UJyCA__M Nokkrir ferðamenn hafa þegar spreytt sig við sönginn, með misjöfnum árangri. https://www.youtube.com/watch?v=XR9bTjB10zU Lesa meira

Ashton Kutcher og Mila Kunis eru með reglu varðandi jólagjafir barna sinna

Hjónin Ashton Kutcher og Mila Kunis hafa tekið upp nýja reglu hvað varðar jólagjafir til barnanna þeirra: engar jólagjafir punktur! Þau hafa gefið það upp áður að þau vilja ala börnin sín upp á venjulegan hátt og núna hefur Kunis sagt frá nýrri jólahefð þeirra, sem mun byrja næstu jól, engar gjafir handa börnunum. Kunis sagði að foreldrar þeirra hefðu spillt börnunum, Wyatt Isabelle 3 ára og Dimitri Portwood 11 mánaða, síðustu jól og þess vegna væri reglan núna sett á. „Hingað til höfum við haft þá reglu hjá okkur að börnin fá ekki gjafir. Núna ætlum við að setja… Lesa meira

Ragga nagli sýnir rétta andlitið án filters

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Í morgun deildi hún mynd á Facebooksíðu sinni sem sýnir hana eins og hún er nývöknuð á leið á æfingu, án farða, án filters. Einfaldlega af því að lífið er ekki með filter, nema á Instagram. Hér er splunkuný mynd af Naglanum. Berskjaldaðri. Án farða. Án filters. Klukkan núllsex að morgni.Nývöknuð. Með bauga. Með þreytt augu. Sigin augnlok. Á leið á æfingu. Ekki að nenna því samt. Klósettsetan opin. Óskúraðar flísar. Sjampóbrúsar kúldrast saman. Sumir tómir. Tannkremstúpan týndi tappanum sínum fyrir löngu. Vanalega myndi Naglinn löðra meiki á æðasprungnar nasir og kinnar. Veðurbarið smettið eins… Lesa meira

Baldur og Sigrún Ósk með nýja útgáfu af lagi Emmsjé Gauta

Parið Baldur Kristjánsson og Sigrún Ósk Guðbrandsdóttir eru hæfileikarík í tónlist. Baldur er bassaleikari og hefur meðal annars spilað með Matta Matt, Hreimi og fleirum. Sigrún Ósk er í söngskóla, en hefur ekki unnið við tónlist. Hér eru þau búin að setja lag Emmsjé Gauta, Þetta má, í nýjan búning. Eins og heyra má í myndbandinu þá á Sigrún Ósk ekki í neinum erfiðleikum með að rappa á sama hraða og Herra Hnetusmjör. https://www.facebook.com/sigosk/videos/10156847549803079/ Lesa meira

Elísabet hitti Celine í Las Vegas

Söngkonan Elísabet Ormslev er nú í fríi í Las Vegas í Bandaríkjunum. Vinafólk hennar bauð henni á tónleika Celine Dion í Caesar Palace Vegas. Eftir tónleikana komu þau Elísabetu á óvart og hitti hún Celine. Aðspurð hvernig var að hitta hana segir Elísabet: „Ég hef alltaf ímyndað mér hvernig ég myndi haga mér þegar ég myndi hitta heimsfræga stórstjörnu sem ég lít svona mikið upp til. Fjölskyldan mín sem ég á þarna úti kom mér á óvart. Ég vissi ekki af þessu fyrr en hún gekk inn í herbergið og ég missti andlitið og kom ekki upp orði í sirka… Lesa meira

Julia Roberts leikur allar myndir sínar á 10 mínútum

Ert þú aðdáandi Juliu Roberts? Ef svo er hefur þig langað til að taka maraþon og horfa á allar myndir hennar, en ekki fundið tíma? Núna er tækifærið. Roberts mætti í vikunni í þátt James Corden, The Late Late Show, og á níu og hálfri mínútu leikur hún atriði úr sínum vinsælustu myndum. Það voru þessar klassísku eins og Notting Hill og Pretty Woman Ocean´s 11 og 12 þar sem Corden brá sér í hlutverk George Clooney og My Best Friend´s Wedding þar sem þau tóku dúett saman. https://www.youtube.com/watch?v=GtBcWxjioiM Lesa meira

Alexander Jarl: Ekkert er eilíft – glænýtt myndband og nýr tónn

Hinn vinsæli og fjölhæfi rappari Alexander Jarl frumsýndi nýtt myndband á dögunum en þar kveður við nýjan tón; eins konar blöndu af rb (rythm and bass) og og því sem hann segir sposkur á svip að sé austfirsk mantra: „Ég lýsi nýja verkinu þannig að í því er hrein tilfinning yrt og endurtekin aftur og aftur eins og drillur. Í kjölfarið ákváðum við að byrja upp á nýtt. Fullkomin umbreyting á hljóði okkar og texta krafðist einfaldlega mikillar sjálfskoðunar og breytinga innra með. Þremur viðburðaríkustu mánuðum í mínu lífi seinna stóðum við Helgi Ársæll stoltir með okkar fyrstu plötu í… Lesa meira

Tyra Banks er einhleyp á ný

Tyra Banks og sambýlismaður hennar til fimm ára, ljósmyndarinn Erik Alsa eru skilin. Parið hefur átt í erfiðleikum með sambandið eftir fæðingu sonar þeirra. https://www.instagram.com/p/BVf1291FRo1/ Sonurinn, York Banks Asla, fæddist árið 2016 með aðstoð staðgöngumóður, en parið hafði reynt að eignast barn í nokkur ár. Samkvæmt heimildum er Alsa fluttur út, en skilnaðurinn fór fram í vinsemd og þau munu ala soninn upp í sameiningu. https://www.instagram.com/p/BIbifZ4A2D0/ Þau munu einnig þurfa að vinna saman því bæði eru samningsbundin sjónvarpsþáttunum America's Next Top Model. Banks sem stjórnandi þáttanna og Asla tekur myndir upphafsstefs þáttanna.       Lesa meira

Stopp! Hugvekja/Tónleikar um geðheilheilbrigði fara fram á Gauknum í kvöld

Hugvekju/minningartónleikar fara fram í kvöld á Gauknum undir yfirskriftinni: Stopp! Hugvekja/Tónleikar um geðheilheilbrigði. Markmiðið er að stöðva fáfræði og fordóma gagnvart geðsjúkdómum og stuðla að því að einstaklingar sem þjást af þeim fái þá hjálp sem þeir eiga skilið. „Tölum um hlutina – geðsjúkdómar eru ekkert til að skammast sín fyrir,“ segja skipuleggjendur tónleikanna, Bylgja Guðjónsdóttir og Elín Jósepsdóttir. Þær hafa fengið til liðs við sig níu hljómsveitir sem munu flytja tónlist á viðburðinum auk þess sem sálfræðingar munu leiða umræðu um geðheilbrigði. Hljómsveitirnar sem koma munu fram eru: World Narcosis Mighty bear We made god Skaði Great Grief Dynfari… Lesa meira

Scandal stjarnan Katie Lowes grét þegar hún flutti í nýja húsið sitt

Katie Lowes leikur algjört hörkutól í Scandal þáttunum vinsælu, en kvöldið áður en hún og eiginmaður hennar, leikarinn Adam Shapiro, fluttu inn í nýtt hús þeirra í Suður Kaliforníu grét hún og ekki af gleði. Hjónin urðu ástfangin af bakgarði hússins, en innréttingar þess frá árinu 1937 voru alls ekki spennandi. „Við gengum inn í húsið og sögðum stöðugt „prófum þetta svona og hinsegin“ og ég sagði alltaf að ég hefði ekki hugmynd um hvernig húsið ætti að líta út að innan,“ segir Lowes í viðtali við People. „Mér fannst það einfaldlega hundljótt.“ Eiginmaður hennar tekur í sama streng. „Það… Lesa meira

Sam Smith og Brandon Flynn opinbera samband sitt

Söngvarinn Sam Smith og leikarinn Brandon Flynn hafa opinberað samband sitt eftir að til þeirra sást haldast í hendur og kyssast í New York. Parið virtist mjög afslappað þegar það opinberaði rómantík sína en það er aðeins mánuður síðan að Sam Smith tók það fram að hann alls ekki í sambandi. Brandon Flynn er einn af aðalleikurum 13 Reasons Why sem sló rækilega í gegn fyrr á þessu ári. Hann kom út úr skápnum fyrir nokkrum vikum síðan og sagði þá að hann teldi sjálfan sig hluta af samfélagi LGBT. Þeir eru virkilega sætir saman eins og sjá má á meðfylgjandi myndum: Lesa meira

Meðgangan er ekki alltaf létt á fæti

Chontel Duncan er þekkt fitness módel í Ástralíu, hún er líka tveggja barna móðir og hefur vakið athygli, aðdáun, en líka gagnrýni. Þegar hún var ófrísk var hún gagnrýnd fyrir að halda áfram að æfa og að ná að halda tónuðum magavöðvum. Hún var líka gagnrýnd fyrir að deila myndum stuttu eftir barnsburð, þar sem hún var komin í hörkuform. Töldu margir að hún væri að setja óraunhæfa pressu á aðrar mæður um að gera það sama. En þrátt fyrir að Instagram sýndi tónaða óléttubumbu, þýðir það ekki að meðgangan hafi verið fullkomin og Duncan ætlast ekki til að aðrar… Lesa meira

Keppendur Ungfrú Ísland mættu á Miss Universe Iceland

Fallegar konur fjölmenntu í Gamla bíó mánudaginn 25. september síðastliðinn þegar keppnin um Miss Universe Iceland 2017 fór fram. Þar á meðal voru stúlkur sem kepptu í Ungfrú Ísland mánuði áður, eða 26. ágúst síðastliðinn. Fleiri myndir frá Miss Universe Iceland árið 2017 má sjá hér og hér. Lesa meira

Sjáðu Conor McGregor dansa við fermingarathöfn hans

Bardagakappinn Conor McGregor er einn sá harðasti í hringnum, en árið 1996 var hann bara átta ára, lítill, ljóshærður og sætur. Og dansaði af gleði með vinum sínum við fyrstu altarisgöngu sína. Kaþólsk börn á Írlandi halda upp á fyrstu altarisgönguna átta ára gömul. Svo fermast þau líka, en á unglingsaldri.   Lesa meira

Liam Neeson er hættur að leika hasarhetjur

Næsta mynd Liam Neeson, The Commuter, kemur í kvikmyndahús í byrjun árs 2018. Myndin er samkvæmt heimildum hasarmynd í B-klassa. Verður þetta líklega í síðasta sinn sem við sjáum Neeson nota sérstaka hæfileika sína til að leika miðaldra mann sem þarf að berja mann og annan til að bjarga fjölskyldu sinni, því Neeson hefur gefið út að dagar hans sem slagsmálahetju séu taldir. Í viðtali á Toronto kvikmyndahátíðinni í september gaf Neeson það út opinberlega að hann væri hættur að leika í hasarmyndum. „Það er ennþá verið að bjóða mér haar fjárhæðir fyrir að leika í slíkum myndum sagði hann… Lesa meira

Ólétt Kylie Jenner hrekkjavökubúningur er algjörlega málið

Hrekkjavakan er 31. október næstkomandi og eru margir farnir að láta sig hlakka til og byrjaðir að spá í búningi og förðun. Þeir sem hafa ekki mikinn tíma og/eða eru hrifnir af Kardashian fjölskyldunni geta nú keypt sér búning á Yandy sem þeir kalla einfaldlega „Raunveruleikastjarna í undirbúningi.“ Búningurinn er auðvitað ófrísk Kylie Jenner og samanstendur af hvítum kjól og óléttubumbu. Búningurinn kostar 60 dollara (rúmlega 6000 kr.). Hárkollan og snjallsíminn fylgir ekki með.   Lesa meira

Þetta er Marilyn Monroe – fleiri hafa hagnast á henni látinni, en hún gerði sjálf

Líkt og komið hefur fram í fréttum þá lést Hugh Hefner stofnandi Playboy í vikunni. Það hefur líka komið fram að hann mun hvíla við hlið grafar Marilyn Monroe í Westwood Village Memorial Park í Los Angeles. Á like síðu New Wave Feminists á Facebook skrifar Sarah Vaughn Patzel grein um þetta mál sem full ástæða er til að vekja athygli á. Viljum við ekki ráða sjálf hver hvílir með okkur i eilífðinni? Þetta er Marilyn Monroe. Kannski hefur þú heyrt um hana eða séð myndir? Hún var kona, hún var manneskja. Hún var fædd árið 1926, sama ár og hinn 91 ára gamli… Lesa meira

Bjarni Ben bakar í miðri baráttu

Forsætisráðherrann Bjarni Ben lætur kosningabaráttuna ekki stoppa sig frá að taka tíma fyrir það sem er mikilvægast í lífinu, fjölskyldan. Dóttir hans, Guðríður Lína, er sex ára í dag og þau feðgin bökuðu afmælisköku í tilefni dagsins. Trolls eða Tröll varð fyrir valinu þetta árið. Með myndbandinu skrifar Bjarni: „Guðríður Lína mín er sex ára í dag. Þótt hún missi tönn nánast í hverri viku er mikilvægt að hafa köku í veislunni á morgun. Kökumyndbönd vinna kannski ekki kosningar en það er mikilvægt að þau tapi þeim ekki. Ég vandaði mig þess vegna sérstaklega í þetta skiptið. Skreytingin er frumsamin.… Lesa meira

Stefán er konungur sálartónlistarinnar á Íslandi

Konungurinn í sálartónlistinni á Íslandi, Stefán Hilmarsson, mun stíga á stokk með hljómsveitinni Gullkistunni á Kringlukránni í kvöld. Stefán og félagar munu fara í ferðalag aftur til gullaldar bandarískrar dægurtónlistar. Sígildar perlur svartrar sálartónlistar glitra í meðförum Stefáns. Lesa meira

Rob og Kylie höfða mál á hendur Blac Chyna

Rob Kardashian og Kylie Jenner hafa samkvæmt heimildum höfðað mál á hendur Blac Chyna fyrir árás og skemmdarverk og fyrir að hafa notað Kardashian fjölskylduna sér til fjárhagslegs ávinnings. Rob Kardashian staðhæfir að hans fyrrverandi, Chyna, hafi reynt að kyrkja hann með Iphone símasnúru. Nafn Jenner tengist málinu þar sem árásin mun hafa átt sér stað á heimili hennar. Samkvæmt málssókninni mun árásin hafa átt sér stað 14. desember 2016. Chyna, sem var ölvuð, réðist á Kardashian og að auki lék hún sér með byssu bróður síns á „kærulausan“ máta og beindi henni að Rob og virtist alveg sama hvort… Lesa meira

Van Impe er besti vinur þeirra ríku og frægu

Robert Van Impe hefur ákveðið að nýta einstaka hæfileika sína í Photoshop til þess að bæta sjálfum sér á myndir með fræga og fína fólkinu. Van Impe er frá Belgíu og þar starfar hann sem blaðamaður og grínisti. Hann hefur áður sett saman skemmtilegar myndir af sjálfum sér með frægu fólki en myndaseríurnar "sofna við hlið frægra" og "afhjúpun hans sem besti vinur Barack Obama" hafa nú þegar fengið rosalega góðar undirtektir. Hluta úr nýjustu myndaseríu Van Impe má sjá hér að neðan: Hægt er að fylgjast með Van Impe á Facebooksíðu hans og Instagram. Lesa meira

Alicia Keys og Stella McCartney í samstarf í baráttunni gegn brjóstakrabbameini

Fjórða árið í röð hefur Stella McCartney hannað nærfatnað til styrktar baráttunni gegn brjóstakrabbameini. Í ár rennur ágóðinn til krabbameinsfélags í Harlem í New York, heimabæ söngkonunnar Aliciu Keys, en hún er jafnframt andlit herferðarinnar. Rannsóknir hafa sýnt að konur af afrísk-ameríkönskum ættstofni eru í 42% meiri áhættu á að fá brjóstakrabbamein. McCartney og Keys vilja leggja áherslu á mikilvægi þess að krabbamein sé greint á forstigi þess og að allar konur eigi jafnt aðgengi að þjónustu og fræðslu. Nærfatasettið kemur í sölu 1. október næstkomandi í takmörkuðu upplagi í verslunum McCartney og á heimasíðu hennar. Hluti af ágóðanum mun… Lesa meira

Bleikt bíó byrjar kl. 20

Boðssýning Bleikt.is í samstarfi við Sambíóin er á eftir og við erum mjög spenntar að hitta hóp af hressum konum. Við munum síðan draga vinninga út á mánudag frá nokkrum vel völdum fyrirtækjum. Fylgist með á bleikt.is og á Facebooksíðu Bleikt því við munum gera meira skemmtilegt með lesendum okkar. Lesa meira

Beyoncé skartar nýju húðflúri

Beyoncé skartar nýju húðflúri. Í gær póstaði hún mynd af því á Instagram. Flúrið sem er einungis þrír punktar, er ekki stórt, en engu að síður táknrænt: einn punktur fyrir hvert barn, en Beyoncé á þrjú: Blue, Rumi og Sir.   https://www.instagram.com/p/BZj9AIRH4UB/?taken-by=beyonce Beyoncé er einnig með annað fingurflúr. Hún og eiginmaður hennar, Jay-Z, voru bæði með flúrið IV, en fyrr á árinu fór Beyoncé og lét lagfæra að í 4, sem einnig gæti litið upp sem upphafstafur eiginmannsins. Lesa meira