Hann ögrar þyngdarlögmálinu með ótrúlegri hæfni í billjarð – Myndband

Franski billjarðspilarinn Florian ‚Venom‘ Kohler er sérfræðingur í brelluskotum. Hann ögrar þyngdarlögmálinu með ótrúlegri hæfni sem líkist list. Hann tók fyrst upp kjuðann þegar hann var átján ára þegar hann fékk „mini-billjarðborð“ í afmælisgjöf. Hann byrjaði að leika sér að gera brelluskot sem hann sá í myndböndum á netinu. Fljótlega urðu þau of auðveld og hann fór að búa til sínar eigin brellur. Innan tveggja ára var hann farinn að keppa á móti atvinnumönnum í brelluskotum sem hafa verið að keppa síðan áður en hann fæddist. Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan! Lesa meira

Sumargleði Snappara – Glimmer og fjör

Síðasta miðvikudag, vetrardaginn síðasta, tókum við okkur saman nokkur sem höfum kynnst í gegnum miðilinn Snapchat og ákváðum að fagna komandi sumri og gera okkur glaðan dag. Mörg okkar voru að hittast í fyrsta skiptið þrátt fyrir að hafa talað mikið saman í gegnum Snapchat. En þessi skemmtilegi miðill gerir manni kleift að geta kynnst fólki með sameiginleg áhugamál og fylgjast með daglegu lífi hjá þeim sem manni þykja áhugaverðir. Ég ákvað fyrir rúmu hálfu ári að gera minn aðgang opinn fyrir almenning og hef ég ekki séð eftir því, enda kynnst fullt af ótrúlega áhugaverðu og skemmtilegu fólki sem… Lesa meira

Hanna Þóra: Kostir og gallar við fjarnám í háskóla – „Ekki láta neitt stoppa ykkur ef ykkur langar í nám“

Fyrir 4 árum síðan langaði mig að komast í námið sem mig dreymdi um og var að skoða hvað væri í boði hérna á landi. Ég rakst á fjarnámið hjá Háskólanum á Akureyri og hafði heyrt góða hluti af viðskiptadeildinni hjá þeim og vildi geta stundað nám samhliða fjölskyldulífinu. Þá auðvitað reynir maður að muna eftir einhverjum sem hefur verið í náminu og fær aðeins að spyrja út í hvernig þetta sé í raun og veru. Í mínu tilfelli voru tvær konur með mér í bumbuhóp á Facebook sem höfðu verið í náminu og alger snilld að spyrja þær spjörunum… Lesa meira

Sigga Lena: „Aldrei að gefast upp á draumum þínum, því hver veit…“

Minningin er sterk, ég var í útilegu með fjölskyldunni og hef sennilega verið svona í kringum 8-10 ára. Við vorum að keyra um landið og ég var mikið að velta því fyrir mér hvað mig langaði til að verða þegar ég yrði stór. Þetta er í fyrsta skiptið sem ég sagði það upphátt að mig langaði til að verða flugfreyja. Ég man ekki til þess að að þetta hafi komið foreldrum mínum neitt á óvart þar sem flug og allt því tengt hefur ávallt verið mikið í fjölskyldunni minni. Árin liðu og unglingsárin gengu í garð og var draumurinn ekkert… Lesa meira

Kristín Maríella á heima í Singapúr – „Paradís fyrir fólk með börn“

Kristín Maríella er 27 ára víóluleikari og mamma sem búsett er í Singapúr. Í stað þess að verða hljóðfæraleikari að atvinnu eftir nám í Bandaríkjunum ákvað hún að fara allt aðra leið og stofnaði skartgripafyrirtækið Twin Within. Gabriela Líf, bloggari á Lady.is og Bleikt-penni, spjallaði við Krístínu Maríellu: Fljótlega eftir að fyrsta lína Twin Within kom út varð ég ólétt og hef sinnt merkinu meðfram móðurhlutverkinu upp frá því. Nú er ég hamingjusamlega gift, bý út í Singapúr og var að eignast mitt annað barn fyrir 3 mánuðum. Ásamt því að reka Twin Within hér útí Singapúr eyði ég miklum… Lesa meira

„Hundar eru gríðarlega góður felagsskapur“ – Damian Davíð vill bæta aðstæður hundaeigenda á Íslandi

Damian Davíð er mikill áhugamaður um hunda. Það er ekki annað hægt að segja en að hundar séu hans ástríða í lífinu. Hann hefur ákveðið að bjóða sig fram í stjórn Hundaræktarfélags Íslands. Við ákváðum að heyra aðeins í Damian og forvitnast um áhuga hans á hundum og ástæðuna fyrir því að 22ja ára strákur býður sig fram til stjórnar í HRFÍ. Damian er fæddur og uppalinn í Póllandi en flutti til Íslands þegar hann var 8 ára, eða árið 2004. Hann á heima í Hafnarfirði og vinnur í gæludýrabúðinni My Pet í Firði, auk þess sem hann stundar fjarnám… Lesa meira

Lára Björg hefur ekki tíma til að bíða þæg í 500 ár eftir kynjajafnrétti – „Ég sprakk“

„Um dag­inn sló ég gamlar launa­tölur inn í verð­lags­reikni­vél og url­að­ist yfir nið­ur­stöð­un­um. Ástæð­an? Jú, þar fékk ég nefni­lega eft­ir­far­andi stað­fest: Ég var með alveg jafn glötuð laun í öll þessi ár og mig minnti. Skyndi­lega bloss­aði upp ein­hvers konar reiði­kergja sem ég hef burð­ast með í rúm fimmtán ár og ég sprakk.“ Með þessum orðum hefst kraftmikill pistill Láru Bjargar Björnsdóttur, sem birtist á Kjarnanum í dag. Í honum gerir hún að umfjöllunarefni kynbundið misrétti í ýmsum myndum sem konur hafa upplifað síðustu árþúsundin. Um launamisréttið segir hún meðal annars „Og rús­ínan í rembu­end­anum var síðan það að gaur­inn… Lesa meira

Fyrirlesari OR nær nánast að toppa Lífsblómið – Brast í söng í fyrirlestri

Við og við birtast myndbönd á alnetinu sem vekja hjá okkur gleði og kátínu. Hver man til að mynda ekki eftir brotinu úr þættinum Lífsblómið sem sýndur var á ÍNN fyrir tæpum áratug. Þessi dans til lífs og ljóss kætir okkur enn í dag: https://www.youtube.com/watch?v=9KwdHZUj0mc Nú gæti arftakinn hins vegar verið fundinn, því fyrirlesari á ársfundi OR þann 4. apríl sl. var svo yfirkomin af innblæstri að hún brast í söng og fékk áheyrendur til að dilla sér við ljúfa tóna. Hér er myndband - njótið! https://www.youtube.com/watch?v=KrFqS8Et9gE   Lesa meira

„Leikfangahestaveðreiðar“ er ný og furðuleg tómstundaiðjan sem er að taka yfir Skandinavíu

„Leikfangahestaveðreiðar“ (e. hobby-horsing) er ný tómstundaiðja þar sem fólk er með leikfangahest á priki á milli fótleggjanna og hleypur um eins og hestar. Það er að sjálfsögðu keppt í þessari grein og er það gert fyrir framan dómara. Þessi skemmtilega íþróttagrein hefur dregið að sér meira en 10 þúsund iðkendur og fylgjendur, þá er aðeins verið að ræða um í Finnlandi. Heimildarmynd er í bígerð um leikfangahestaveðreiðar, Hobbyhorse Revolution. Hægt er að horfa á stikluna fyrir myndina hér fyrir neðan. Í næsta mánuði keppa þeir bestu um meistaratitillinn í Helsinki. Hvað segið þið kæru lesendur, ætlið þið að fylgjast með keppninni? Lesa meira

Kara Kristel fyrrum samfélagsmiðlastjarna: „Mér finnst óþægilegt að vera fyrirmynd ókunnugs fólks“

 „Verður maður ekki að kveðja með þessum hætti? Það er löngu vitað að ég dró mig í hlé frá þessum blogg- og samfélagsmiðlaheimi. Og veit ég skulda útskýringu...“ Svona hefst Facebook færsla Köru Kristel Ágústsdóttur um af hverju hún hefur minnkað samfélagsmiðlanærveru sína nánast alveg og hvað er framundan hjá henni. Kara segir að blogg- og samfélagsmiðlaheimurinn hafi verið ótrúlega spennandi til að byrja með. Þegar Kara byrjaði að blogga og vera virk á Snapchat, var það allt mjög saklaust. Hún segir að hún hafi haft allan tímann í heiminum, enda í fæðingarorlofi. Fljótlega fór allt upp á við og… Lesa meira

„Ég hef oft lent í því að heyra: En bíddu þú ert svo klár, afhverju ertu ekki að læra eitthvað annað?“

Ég sit á kaffihúsi að skrifa ritgerð um óperu. Nýbúin að eiga frábæra helgi með öllum danskennurunum sem ég vinn með og gæti ekki verið í betra skapi. Nema hvað.. Hér sitja tveir miðaldra menn við hliðina á mér. Þeir eru að tala um börnin sín og hvað sé í fréttum. Þá segir annar: Æ hún er svo upptekin af þessu leiklistar og dans kjaftæði. Alveg heltekin. Það er engin framtíð í því. Þá segir hinn: Nú talar þú eins og gamall karl. Þá svarar hinn aftur: Já ég er gamall, en það eru engar tekjur í þessum heimi og… Lesa meira

Berta Dröfn: „Þetta er í fyrsta sinn sem ég fæ höfnun af þessu tagi“ – „Við fáum ekki einu sinni tækifæri“

Er nánast ómögulegt fyrir menntaða söngvara að komast aftur heim til Íslands. Þessi spurning vaknar óneitanlega við lestur á grein Bertu Drafnar Ómarsdóttur sem hún ritaði á bloggsíðu sína, og fjallar um neitun sem hún fékk frá íslensku óperunni um að mæta í fyrirsöng. Við fengum leyfi Bertu til að birta pistil hennar: Í október lauk ég mastergráðu í söng frá Ítalíu, með hæstu einkunn. Eftir útskrift fékk ég tilboð frá prófessorum við skólann um áframhaldandi samstarf sem var gott veganesti inn í framtíðina sem klassískt menntuð söngkona. Til að auka enn gleði mína auglýsti Íslenska óperan fyrirsöng, rétt eftir… Lesa meira

Snædís: „Ert þú foreldrið sem lætur eins og kröfuharði viðskiptavinurinn við skólann?“

Þar sem ég er í kennaranámi á masterstigi er heimanám mér mjög hugleikið þessa dagana... Mig langar aðeins að skrifa nokkrar hugleiðingar um heimanám út frá heimildum sem ég hef lesið og mínum skoðunum. Með því vil ég vekja ykkur sem foreldra til umhugsunar um nám og skólagöngu barnanna ykkar. Ert þú foreldrið sem lætur eins og kröfuharði viðskiptavinurinn við skólann? Ferð með vöruna (barnið) í skólann og væntir þess að hann skili því samkvæmt gæðastimlum, ef ekki þá hefur þú rétt á að kvarta? Ég hef það stundum á tilfinningunni og hef heyrt um mörg dæmi að svona líti… Lesa meira

Glowie gerir geggjaðan samning við plöturisa – Meikar það í útlöndum!

Söngkonan Glowie (Sara Pétursdóttir) var að undirrita samning við útgáfurisann Columbia í Bretlandi. Mbl greindi frá þessu í morgun. Glowie hefur unnið mikið að undanförnu með Pálma Ragnari Ásgeirssyni, lagahöfundi, sem er meðlimur StopWaitGo-teymisins. Lestu meira: Þegar Sara var að stíga sín fyrstu skref í tónlistinni birtum við á Bleikt viðtal við hana. Lestu það hér. Sindri Ástmarsson er umboðsmaður Glowie, en í samtali við Mbl segir hann að mörg plötufyrirtæki hafi sýnt söngkonunni áhuga og að hún hafi geta valið milli risanna. Sindri er enginn nýgræðingur þegar kemur að því að slá í gegn á erlendri grundu, hann var… Lesa meira

Stórfréttir úr íslenska sirkusheiminum – Ungfrú Hringaná að meika það í útlöndum!

Rétt í þessu bárust stórfréttir úr sirkusheiminum inn á ritstjórnarskrifstofu Bleikt. Sirkuslistakonan Ungfrú Hringaná, sem margir kannast við úr sirkus- og kabarettsýningum hérlendis er komin á samning hjá enska sirkusnum Let's Circus, og mun ferðast með honum um Bretlandseyjar í maí. Margrét Erla Maack hjá Reykjaví Kabarett segir að íslenska kabarettfjölskyldan gleðjist fyrir hönd Ungfrú Hringaná. „Þetta er ótrúlegt tækifæri og búið að vera lengi í bígerð. Við kabarettfjölskyldan erum ótrúlega stolt, bæði af henni og að hún sé hluti af okkur, enda er hún sviðslistamanneskja á heimsmælikvarða.“ Áður en ferðalagið hefst mun Ungfrú Hringaná sýna listir sínar á aprílsýningu Reykjavík… Lesa meira

Tíu leiðir til þess að forðast vonbrigði í lífinu

Öllum þykir sárt að verða fyrir vonbrigðum en til allrar hamingju eru þau ekki nauðsynlegur hluti af lífinu. Ritstjórn Bleikt ákvað að sökkva sér í málið og kanna hvað það er sem veldur okkur vonbrigðum, hvers vegna og hvernig við getum forðast vonbrigði lífsins fyrir fullt og allt. Það er einfaldara en þú heldur – og ferlið byrjar hér: Kauptu ekki heilt net af avókadó í Bónus Þú kaupir þau grjóthörð og ef þau mýkjast eru þau orðin mygluð. Þessi fjárfesting er uppskrift að vonbrigðum – og þú ert lukkunnar pamfíll ef eitt þeirra er ætilegt. Svaraðu ekki pósti frá… Lesa meira

Eva Pandora var ólétt í kosningabaráttunni: „Ég myndi ekkert endilega mæla með þessu“

Eva Pandora Baldursdóttir hefur verið í fæðingarorlofi síðan hún var kjörin á þing í haust. Þótt hún njóti tímans með dótturinni er hún orðin spennt að taka sæti á þingi. Eva féllst á að gefa lesendum Akureyri Vikublaðs sínar uppáhaldsuppskriftir.„Maðurinn minn eldar oftast á heimilinu. Ég er ekki sérstaklega góður kokkur sem er frekar leiðinlegt þar sem mér finnst voðalega gaman að borða góðan mat. Það væri skemmtilegt að geta eldað hann sjálf,“ segir Eva Pandora Baldursdóttir á Sauðárkróki. Lesa meira

Svanfríður: „Í dag vitum við að femínismi er nauðsynlegur“

Svanfríður Inga Jónasdóttir, fyrrverandi þingmaður og fyrsta konan sem varð bæjarstjóri á Dalvík, segir ungar konur í dag upp til hópa kraftmiklar og orðnar miklu öruggari en þær voru þegar hún byrjaði í stjórnmálum. Í viðtali við Akureyri Vikublað, sem lesa má hér, segir Svanfríður gaman að sjá nýja hópa taka við keflinu. Þegar hún var ung hafði hún ekki hugmyndaflug til að eiga drauma um að láta að sér kveða í pólitík: „Þegar við vinkonurnar í gagnfræðaskóla vorum að pæla í hvað við ætluðum að verða þegar við yrðum stórar markaðist val okkar af umhverfinu og þeim konum sem… Lesa meira

Svala fór í Carpool Karaoke með Selmu Björns og Jóhönnu Guðrúnu – Myndband

Það gefur auga leið að Svala Björgvins ætlar sér að sigra Söngvakeppnina á laugardaginn og ná langt í Júróvisjón keppninni í Úkraínu í maí. Það byrjar auðvitað á því að læra af þeim bestu – enda bauð hún Selmu Björnsdóttur og Jóhönnu Guðrúnu á rúntinn á dögunum í skemmtilegri stælingu á Carpool Karaoke sem er fastur liður í spjallþáttum James Corden. Eins og alþjóð veit hafnaði Selma í öðru sæti í keppninni árið 1999 með lagið All Out Of Luck. Jóhanna Guðrún náði jafnlangt og Selma árið 2008 með laginu Is It True. Og nú ætlar Svala alla leið með… Lesa meira

Tara rekur sitt eigið fyrirtæki og hannar sína eigin augnháralínu: „Ég ákvað loksins að treysta á sjálfa mig“

Tara Brekkan er förðunarfræðingur og kennari í Reykjavík. Að auki rekur hún sitt eigið fyrirtæki, Törutrix.is, sem er netverslun enn sem komið. Það er búið að vera nóg að gera hjá henni upp á síðkastið, en hún hefur verið upptekin við að byggja upp fyrirtækið sitt, kenna, vera virk á Snapchat og farða. Tilvera Töru snýst þó ekki einungis um að vinna og vera algjör #GirlBoss. Auk þess að hafa brennandi áhuga á förðun hefur hún gaman að því að teikna, ferðast, dansa, fíflast og hlæja. Bleikt fékk Töru til að svara nokkrum spurningum um Törutrix.is, hvernig það var að… Lesa meira

Konan sem er að trylla íslenska prjónara úr spenningi!

„Síðasta haust stóðum við hjónin frammi fyrir því að reyna að finna fleiri tekjumöguleika fyrir sauðféð, eða hætta að vera með kindurnar,“ segir Hulda Brynjólfsdóttir, en hún er konan sem er að gera íslenska prjónara, já og reyndar prjónara víða um heim, mjög spennta um þessar mundir. Hulda er kennari og bóndi, fædd og uppalin í sveit og hefur alltaf haft hesta, hunda og kindur í kringum sig. Hulda býr núna í Rangárvallasýslu. „Þegar ég flutti í hingað var ég fyrst um sinn án hesta og kinda, en hafði hund með mér og þá kom mér á óvart að það… Lesa meira

Þórdís Nadia – „Náttúrulega falleg og hef ekki þörf fyrir að stríla mig upp “

Þessi kona segir hlutina nákvæmlega eins og þeir eru. Hún er líka mislynd - en á sama tíma sjúklega skemmtileg, eins og allir vita sem hafa lært magadans hjá henni í Kramhúsinu. Þórdís Nadia Semichat vinnur annars á daginn sem textasmiður hjá Íslensku auglýsingastofunni og sum kvöld dansar hún og glensar með snillingunum í Reykjavík Kabarett. Einu sinni gaf hún líka út grjóthart rapplag! Við fengum þessa fjölhæfu listagyðju til að svara nokkrum spurningum fyrir lesendur Bleikt. Gjörðu svo vel Nadia! Persónuleiki þinn í fimm orðum? Fyndin, hreinskilin, pirruð, skilningsrík, kaldhæðin. Hver er þinn helsti veikleiki? Ég er eiginlega háð sterkum… Lesa meira

Kjarnakonur NASA í aðalhlutverki hjá Lego

Fimm konur sem starfa sem vísindamenn hjá bandarísku geimferðastofnuninni NASA verða gerðar að Legoköllum, eða réttara sagt Legokonum, í nýjum dótakassa sem kemur út á næsta ári. Greint er frá þessu á vef CNN. Þær Sally Ride, fyrsta bandaríska konan sem fór upp í geim, Nancy Grace Roman, sem vann við gerð Hubble-geimsjónaukans, Mae Jemison, fyrsta blökkukonan sem fór upp í geim ásamt Margaret Hamilton og Katherine Johnson, sem unnu að því að koma mönnum til tunglsins á sínum tíma, verða allar gerðar ódauðlegar í Lego-kubbum. „Konur NASA“ er hugarfóstur Maiu Weinstock sem starfar hjá MIT-háskólanum en hún sendi þetta… Lesa meira

„Ég held að við séum öll fullfær um að velja það klósett sem hentar okkur“ – Ugla útskýrir

„Kynjalöggur er svona fólk sem skiptir sér af því hvaða fólk er inn á klósettinu og heldur að það sé svaka harðkjarna að benda manneskju á að hún sé nú örugglega ekki á réttu klósetti því þeim finnst hún vera of karlmannleg eða kvenleg.“ Þetta segir Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir í pisti sem birtist á Vísi í dag. Í pistlinum fjallar Ugla um hversu þreytandi það er fyrir trans fólk að færa rök fyrir mikilvægi þess að kynlaus klósett standi til boða á almennum stöðum, og að nemendur í Háskóla Íslands fái að nota sitt réttafn innan háskólakerfisins, burtséð frá… Lesa meira