Team Spark kappaksturslið HÍ gefur út heimildarmynd

Team Spark er kappaksturslið innan Háskóla Íslands sem ár hvert hannar og smíðar rafknúinn kappakstursbíl frá grunni með það að markmiði að keppa á Formúla Stúdent keppnum úti í heimi. Liðið samanstendur aðallega af verkfræðinemendum Háskóla Íslands en Formúla Stúdent er stærsta verkfræðinema keppni í heiminum. Þangað koma lið frá bestu háskólum í heimi og etja kappi í akstri, hönnun og viðskiptahugmynd á bak við afrakstur vetrarins. Nú á næstu dögum er liðið að fara út með sinn sjötta bíl, TS17 sem ber heitið LAKI, á Formúla Stúdent keppnirnar en í þetta sinn keppir liðið á Formula Student Italy og Formula Student Austria. Mikil tilhlökkun er í liðinu og fyrir áhugasama er hægt að… Lesa meira

„Þið eruð nú alltaf í fríi“

Ég vinn sem leiðbeinandi í grunnskóla. Ég hef umsjón með 3. bekk, nítján nemendum svo ég sé nú nákvæm. Ég hef verið þess heiðurs aðnjótandi að fylgja þessum hóp síðasliðin þrjú ár og er ég farin að þekkja vel inn á þau og þau á mig sömuleiðis. Við skynjum þegar okkur líður illa eða þegar við erum í stuði, ræðum öll heimsins vandamál og líka ýmislegt og margt ómerkilegt sem gerir starfið óendanlega skemmtilegt og fjölbreytt. Mér þykir líka mjög vænt um þessa einstaklinga og er ég oft meira með þeim en mínum eigin börnum. Umræðan um kennarastarfið í samfélaginu… Lesa meira

Topp 5 ódýrustu skólafartölvurnar hjá Ódýrinu

Líður nú að fyrsta skóladegi og ekki seinna vænna en að fara græja sig almennilega upp. Ódýrið er ný tölvuverslun sem hefur það að markmiði að bjóða uppá góðar vörur á ódýrara verði. Í eyrum fátæka námsmannsins ætti það nú ekki að hljóma illa. Ódýrið tryggir viðskiptavinum sínum besta mögulega verðið á markaðnum en ef þú finnur vöruna sem þú hefur í huga ódýrari annarsstaðar lækkar Ódýrið verðið á vörunni strax. En aftur að skólanum. Við höfum tekið saman lista yfir fimm ódýrar en frábærar vélar sem ættu að nýtast vel í náminu: #1.  LENOVO IDEAPAD 100S Frábær í helstu… Lesa meira

Háskólabrú Keilis – Opnar fyrir ótal marga námsmöguleika!

Háskólabrú Keilis er eins árs nám sem miðar að því að undirbúa nemendur sem eiga ólokið stúdentsprófi undir kröfuhart háskólanám. Keilir er eini skólinn á Íslandi sem býður upp á slíkt aðfararnám í samstarfi við Háskóla Íslands, sem þýðir að námið veitir útskrifuðum nemendum réttindi til að sækja um nám við HÍ, sem og alla aðra háskóla á Íslandi, auk fjölda erlendra háskóla. Þetta samstarf við HÍ gerir það að verkum að nemendur hafa að námi loknu aðgang að mesta námsframboði landsins.   Á Háskólabrú Keilis er boðið upp á aðfararnám í félagsvísinda- og lagadeild, hugvísindadeild, viðskipta- og hagfræðideild og… Lesa meira

Háskólinn á Akureyri: Alþjóðlegur rannsóknarháskóli sem hefur margt að bjóða

Háskólinn á Akureyri var stofnaður árið 1987 og hefur verið í stöðugri uppbyggingu og þróun síðan. Tilvist hans hefur styrkt mjög háskólamenntun á Ísland og þá einkum á landsbyggðinni. Skólinn veitir nemendum sínum og kennurum framsækið og traust starfsumhverfi og eru þeir virkir þátttakendur í rekstri háskólans. Yfirstjórn háskólans er í góðum tengslum við samtök stúdenta og starfsmanna varðandi hin ýmsu hagsmunamál þeirra. Fjöldi nemenda er um 1600 og fastráðnir starfsmenn eru um 180, þar af eru um 100 akademískir starfsmenn.     Starfsfólk Háskólans á Akureyri telur það hlutverk sitt að skapa vettvang þar sem nemendum líður vel í… Lesa meira

Háskólinn á Hólum – Frábært nám í miðri náttúruperlu landsins

Saga Hóla í Hjaltadal er samofin sögu íslensku þjóðarinnar. Þó einungis örfá ár séu síðan Hólaskóli - Háskólinn á Hólum hlaut viðurkenningu sem háskólastofnun, byggir hann á gömlum grunni sem rekja má allt aftur til ársins 1106.  Við skólann eru nú starfræktar þrjár háskóladeildir, ferðamáladeild, fiskeldis- og fiskalíffræðideild og hestafræðideild, sem allar eiga það sameiginlegt að vera í góðum tengslum við atvinnulífið. Hestafræðideildin hefur yfir að ráða glæsilegum reiðhöllum og annarri aðstöðu til að stunda rannsóknir og nám tengt íslenska hestinum.  Við deildina starfa margir af þekktustu reiðkennurum landsins og ýmsir  af þeim knöpum er hafa náð hvað bestum árangri… Lesa meira

Háskóli lífs og lands – Landbúnaðarháskóli Íslands

Sumir halda kannski að Landbúnaðarháskóli Íslands, eða LBHÍ, sé eingöngu fyrir þá sem ætla að verða bændur í framtíðinni, en svo er sko sannarlega ekki, en skólinn er svo miklu miklu meira en það. Um Háskólann Meginviðfangsefni LBHÍ er náttúra Íslands, nýting, viðhald og verndun hennar. LBHÍ er lítill háskóli og markast andrúmsloft kennslunnar og félagslífsins af því.  Það er stefna skólans að bjóða fjölbreytilegt og vandað nám og stunda öflugar rannsóknir í ljósi hlutverks og markmiða hans. LBHÍ er virkur þátttakandi í sjálfbærri þróun og vísindum í íslensku samfélagi. Aðsetur háskólanámsins og náms í bú­fræði er á Hvanneyri í… Lesa meira

Viltu byrja upp á nýtt? Þá er Háskólagáttin á Bifröst fyrir þig!

Ert þú ein/n af þeim sem kláraðir aldrei framhaldsskólanámið? Sérðu oft eftir því að hafa ekki bara drifið þig áfram í náminu og haldið út öll skyndiprófin og heimalærdóminn í nokkur ár? Eða, ertu kannski með mjög góða starfsreynslu, hefur komið þér vel fyrir, en langar að bæta við þig þekkingu og menntun? Áður fyrr var það svolítið erfitt að ná í stúdentspróf seinna á ævinni, og þurfti fólk ýmist að puða í gegnum takmarkað kvöldskólanám eða bara sætta sig við orðinn hlut. En, sem betur fer er þetta breytt í dag og núna er hægt að komast áfram í… Lesa meira