Erna Kristín: Búlemía er ógeðsleg, en ég er þakklát fyrir að hún bankaði uppá á réttum tíma í lífi mínu

Erna Kristín hefur notið mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum bæði fyrir listaverkin sem hún teiknar sem og persónulegar færslur sem hún skrifar reglulega og birtir á Króm.is Erna vill opna á umræðu erfiðra viðfangsefna og deilir hún því reynslu sinni á ýmsummálefnum. Nýlega ákvað Erna að ræða opinberlega baráttu sína við búlemíu á miðlinum Snapchat undir notendanafninu ernuland og skrifaði í kjölfarið færslu sem hún barðist við sjálfa sig um hvort hún ætti að birta. Við gefum Ernu orðið: Ég ræddi fyrir svolitlu síðan um búlemíu á Snappinu mínu. Það sem kom mér allra helst á óvart var að mínir nánustu… Lesa meira

10 hlutir sem konur upplifa á meðgöngu sem enginn ræðir upphátt

Ásdís Guðný stofnandi bloggsíðunnar Glam.is skrifaði á dögunum þessa skemmtilegu og í senn fræðandi færslu fyrir verðandi mæður, sem Bleikt.is fékk góðfúslegt leyfi til að birta.     Ólétta, tími sem þú átt að ljóma og geisla. Þetta pregnancy „glow“ sem allir eru að tala um. Jú stundum líður manni vel og finnst maður vera gordjöss eeeen svo kemur tími sem þú ert akkúrat öfugt við gordjöss. En fæstir tala um þessa „ógeðslegu“ hluti. Jújú, það er talað um morgunógleðina en það er ekki allt. Prump og þrútinn magi Á meðgöngu fer eitt ákveðið hormón að aukast sem heitir Progesteron. Það hormón mýkir… Lesa meira

Fjarlægði sex rifbein til að líkjast ofurkonunni

Hún hefur farið í meira en 200 lýtaaðgerðir, þar á meðal látið fjarlægja sex rifbein, allt til að líkjast Ofurkonunni (Wonder Woman) sem mest. Pixee Foxx hefur eytt hálfri milljón punda, um 72 milljónum íslenskra króna til að uppfylla ósk sína um að líkjast ofurhetjunni goðsagnakenndu, þar á meðal hefur Foxx undirgengist aðgerðir á brjóstum, augnlokum og mitti. „Það fyrsta sem ég lét breyta var nefið, brjóstin og augnlokin. Ég vissi frá byrjun að ég vildi undirgangast fullt af aðgerðum, en það var smá ferli að fara alla þessa leið.“ Stærsta aðgerðin var þegar sex rifbein voru fjarlægð til að… Lesa meira

Karen greindist með hryggskekkju og faldi ástand sitt – stofnaði stuðningshóp fyrir fólk með hryggskekkju

  Karen Helenudóttir er 21 árs og þegar hún var 13 – 14 ára var hún greind með hryggskekkju. Í færslu sem hún birti á Facebook í dag og gaf Bleikt góðfúslega leyfi til að birta lýsir hún því hversu mikið feimnismál greiningin sjálf og spelkan sem hún þurfti að vera í í grunnskóla voru. Hún gekk í víðum fötum og stundaði ekki íþróttir til að fela spelkuna og vegna þess að hún vildi ekki að fólk sæi að eitthvað væri að henni. Eftir 13 mánuði með spelkunina kom í ljós að hún hafði ekki gert neitt gagn. Læknir Karenar… Lesa meira

Heilsudagbókin mín – við gefum þremur heppnum eintak af bókinni

Athugið: Búið er að draga í leiknum. Anna Ólöf lét hugmynd sem hún hafði gengið lengi með verða að veruleika, heilsudagbók, sem Anna Ólöf nefnir Heilsudagbókin mín. Sjá viðtal hér. Í samstarfi við Heilsudagbókin mín gefur Bleikt eintak af bókinni. Þrír heppnir einstaklingar fá bók. Það sem þú þarft að gera til að eiga möguleika á vinningi er að: 1) Líka við Bleikt á Facebook. 2) Skrifa „komment“ við fréttina á Facebooksíðu Bleikt, þar sem þú segir okkur eitt markmið sem þú myndir setja þér í fyrstu vikunni. Við drögum út mánudaginn 18. september næstkomandi kl. 13 og munu vinningshafar fá tilkynningu á Facebook.   Lesa meira

Róa 100 km til styrktar Neistanum styrktarfélagi hjartveikra barna

Félagar í Crossfit Reykjavík ætla að róa fyrir gott málefni næsta laugardag og styrkja Neistann Styrktarfélag hjartveikra barna. Byrjað verður snemma, kl. 4.00 og vegalengdin er 100 km. Róðurinn verður siðan kláraður fyrir fullu húsi af fólki eftir sirka 8 – 10 klukkustundir af gleði. Síðastliðinn þriðjudag kíkti Ágúst Guðmundsson í spjall til Huldu og Hvata í Magasíninu á K100. Þeir sem vilja heita á félagana og styrkja gott málefni geta lagt beint inn á félagið: reikningur 0133-26-011755, kennitala 490695-2309. Facebooksíða Neistinn.   Lesa meira

Selena Gomez útskýrir fjarveru sína frá sviðsljósinu

Selena Gomez hefur lítið verið í sviðsljósinu undanfarið fyrir utan einstaka skipti sem sést hefur til hennar með kærastanum hennar The Weeknd. Selena hefur loks gefið útskýringu á fjarveru sinni í sumar, hún þurfti að gangast undir aðgerð og fá nýtt nýra. Söngkonan er með sjálfsofnæmissjúkdóm og þurfti hún tíma til þess að jafna sig eftir aðgerðina. Leikkonan Francia Raisa gaf Selenu nýra og þakkar Selena henni, fjölskyldu sinni og læknunum sem hafa annast hana fyrir með hjartnæmum hætti : „Ég er mjög meðvituð um það að aðdáendur mínir hafa tekið eftir því að ég hef látið lítið fyrir mér fara… Lesa meira

Anna Ólöf gefur út bókina Heilsudagbókin mín

Anna Ólöf Sveinbjörnsdóttir fékk blóðtappa í bæði lungu fyrir tveimur árum, í kjölfarið endurskoðaði hún margt í sínu lífi. Eitt af því var að láta hugmynd sem hún hafði gengið lengi með verða að veruleika, heilsudagbók, sem Anna Ólöf nefnir Heilsudagbókin mín. Lesa meira

Lady Gaga opinberar veikindi sín

Lady Gaga hefur áður tjáð sig um langvinna verki ssem hún glímir við, en hún hefur þó aldrei opinberað hvað valdi þeim. Í gær ákvað hún þó að segja opinberlega frá því hvað er að hrjá hana. The Mighty greinir frá því að söngkonan birti yfirlýsingu á Twitter þar sem hún greinir frá því að hún hafi verið greind með vefjagigt. Vefjagigt er langvarandi verkjasjúkdómur sem veldur miklum verkjum víðsvegar um líkamann, þreytu og gleymsku. Barátta hennar við sjúkdóminn verður sýnd í nýrri heimildarmynd sem Netflix framleiðir „Gaga: Five Foot Two“ sem kemur út 22 september næstkomandi. Ég vil vekja athygli á… Lesa meira

Guðrún ræðir opinskátt um andleg veikindi sín: „Ég er geðsjúklingur greind með geðhvörf og átröskun“

Guðrún Runólfsdóttir er 23 ára gömul og búsett á Selfossi með eiginmanni sínum og syni. Guðrún er förðunarfræðingur að mennt og er mjög virk á samfélagsmiðlum. Guðrún er einnig geðsjúklingur, en hún er greind með geðhvörf og átröskun og hefur þurft að ganga í gegnum ýmislegt í lífinu. Guðrún ákvað að vera mjög opin með andleg veikindi sín alveg frá upphafi og hefur talað opinberlega um þau í mörg ár. Nýlega fann hún fyrir mikilli þörf til þess að opna umræðuna um fæðingarþunglyndi, en það er mikið algengara en fólk gæti haldið. Sængurkvennagrátur er mjög algengur hjá konum eftir barnsburð en það… Lesa meira

Facebook bannar brjóstahaldaraauglýsingu

Facebook hefur bannað auglýsingu um brjóstahaldara á þeim forsendum að hún sé „móðgandi.“ Auglýsing Berlei í Ástralíu sýnir fjölbreyttan hóp kvenna klæða sig í og úr brjóstahöldurum og það strögl og vesen sem fylgir stundum (oft?) þessari hverdagslegu athöfn. Sársaukafull ummerki eftir vír og fleira eru sýnd í auglýsingunni, sem margar konur kannast við. Með auglýsingunni kynnir Berlei nýjan brjóstahaldara „Womankind“ á markað, brjóstahaldara sem virðist þægilegur og veldur ekki verkjum og ummerkjum í lok dags. https://www.youtube.com/watch?v=OJXNY38q2S0 Fréttastöðin news.com/au skýrði frá því að Facebook hefði bannað auglýsinguna, sem er 45 sekúndur á þeim grundvelli að hún „gæti móðgað samfélagið.“ Facebook hefur þá stefnu að… Lesa meira

Léttist um 68 kíló með því að dansa

Mörgum getur reynst erfitt að losa sig við aukakílóin, þá sérstaklega að þurfa að stunda einhverskonar líkamsrækt sem þeim þykir ekkert endilega skemmtileg. Þessi kona fór hinsvegar alla leið og losaði sig við rúm 68 kíló með því að dansa þau í burtu. Myndbandið hér að neðan er stórskemmtilegt og sýnir breytinguna frá upphafi til enda. Lesa meira

Beta Reynis – Lífsstíll snýst um venjur okkar og vana

„Að finna hjá sér kraftinn og löngunina að gera breytingar getur aðeins þýtt eitt. Eitthvað er að hrjá okkur eða við erum ekki sátt með þann lífsstíl sem við höfum tileinkað okkur,“ skrifar Beta Reynis B.Sc og MS í næringarfræði í pistli á Facebooksíðu sinni. Pistill Betu, sem hún gaf Bleikt góðfúslega leyfi til að birta, fer hér á eftir. Hvað er lífsstíll? Lífsstíll snýst um venjur okkar og vana, það sem við höfum tileinkað okkur í daglegu lífi. Hversu mikið við hreyfum okkur, hvernig kroppurinn okkar og ytra útlit kemur öðrum fyrir sjónir og hvernig við upplifum líkamann, erum… Lesa meira

Signa Hrönn hefur barist við matar- og áfengisfíkn í mörg ár: „Ég áttaði mig á því að þetta var vandamál en viðurkenndi það aldrei“

Ef ég keypti eitthvað óhollt þá faldi ég það í körfunni svo fólk myndi ekki dæma mig. Ég fór aldrei í sömu sjoppuna tvo daga í röð og bað alltaf um að sjoppumatnum yrði pakkað vel inn því ég þyrfti að ferðast með hann langt. Ég lét eins og ég væri að kaupa fyrir annan en mig, segir Signa Hrönn. Signa hefur barist við matarfíkn í fjölda ára. Vandamálið hófst fyrir alvöru þegar hún komst á unglingsár. Hún fór að búa með manni sínum, þá 16 ára gömul, og sótti þá meira í skyndibitamat en þegar hún bjó í foreldrahúsum.… Lesa meira

Fyrir og eftir myndir – ekki láta blekkjast

Cross fit stjarnan Jennifer Smith deildi á Instagram í ágúst fyrir og eftir myndum, sem sýna verulegan mun á líkamsástandi hennar og magavöðvum. Ekki er þó allt sem sýnist, því myndirnar eru teknar með aðeins 15 mínútna millibili. Smith, sem er 31 árs, hafði ekki mörg orð um myndirnar, heldur deildi þeim með orðunum: „Töfrar birtu, líkamsstöðu og fallegs bross.“ Myndirnar hafa fengið yfir 30 þúsund „like“ og fjölmargir skrifað athugasemdir þar sem þeir þakka Smith fyrir að deila myndunum. „Takk fyrir að vera alvöru og deila,“ skrifar ein. „Líkamlegt ástand getur verið svo mismunandi eftir því hvernig maður er… Lesa meira

Taktu þátt í Instagram leik Perform.is

Verslunin Perform.is hélt í sumar upp á 10 ára afmæli verslunarinnar, en hún er staðsett að Holtasmára 1 í Kópavogi. Hjá Perform.is gera starfsfólk og eigendur sitt besta til að aðstoða viðskiptavini sína við val á því sem þeir telja bestu fæðubótarefnin sem eru í boði á markaðinum í dag. Og nú efnir Perform.is til leiks á Instagram en glæsilegir vinningar eru í boði. Aðalvinningur fyrir bestu myndina er glæsilegur LG G6 sími. Aðalvinningur fyrir myndina sem fær flest like eru WOW air gjafabréf fyrir 50 þúsund krónur, Betri Stofan laugarspa og WOK ON. Fyrir utan þetta eru 20 aukavinningar í… Lesa meira