Sara Lind brotnaði niður eftir mörg áföll: „Ég leitaði mér hjálpar og tók ákvörðun um að henda mér út í djúpu laugina“

Sara Lind Annþórsdóttir vaknaði dag einn og brotnaði niður eftir mörg áföll. Hún ákvað að leita sér hjálpar því hún var hrædd við það sem hún þekkti ekki og fannst hún ekki geta stólað á sjálfa sig. Ég tók ákvörðun um að henda mér út í djúpu laugina og flytja til Tenerife. Tveimur mánuðum síðar var ég komin út, með enga íbúð, enga vinnu og vissi ekkert hvað ég ætlaði að gera. En ég ætlaði að redda öllu þannig að ég gæti búið þarna í sex mánuði og farið svo aftur heim til Íslands, segir Sara í einlægri færslu á Facebook en hún gaf… Lesa meira

Auður Ýr missti 9 kíló á 6 vikum: „Ég tók ákvörðun um að ég gæti þetta“

Auður Ýr tók ákvörðun á milli jóla og nýjárs að árið 2018 skyldi hún ná að koma sér í sitt besta form. Það mætti því segja að árið hafi byrjað mjög vel hjá Auði þar sem hún hefur losað sig við 9 kíló á síðastliðnum 6 vikum. Það hefur gengið heldur betur vel. Á seinustu 6 og hálfri viku hef ég náð að losa mig við 9 kíló, en ég setti mér það markmið að ná 1 kílói á viku. Fyrstu tvær vikurnar eftir jólin var greinilega mikil úthreinsun í gangi og ég missti rúmlega 1 kíló í hverri viku… Lesa meira

Íris varð fyrir fordómum vegna pelagjafar: „Öss hvað er hún að gefa ungabarni pela, svona lítið barn á að vera á brjósti“

Íris Bachmann segist hafa orðið fyrir mikilli pressu um að halda áfram brjóstagjöf þrátt fyrir mikla erfiðleika eftir að hún eignaðist son sinn. Íris mjólkaði lítið og grét sonur hennar af hungri og verkjum þar sem hann þoldi illa þá litlu mjólk sem hann fékk. Enn þann dag í dag finn ég fyrir einstaka fordómum yfir því að barnið mitt sé og hafi alltaf einungis verið á pela, Segir Íris í einlægri færslu á bloggsíðu sinni. Íris segir að umræðan um pelabörn eigi ekki að vera feimnismál og að fólk eigi alls ekki að dæma aðra. Þið vitið ekkert af hverju barnið er á… Lesa meira

Var misnotuð gróflega oft af sama manninum: „ Eitt skipti vorum við að keyra, hann stoppaði og sagði mér að totta sig. Ég vildi það ekki en hann þvingaði mig þar til ég gerði það“

Ég vil segja ykkur sögu. Því miður er þessi saga dagsönn, þó ég vildi að svo væri ekki. Sagan hefst sumarið 2011, þegar ég var á mínu 21 ári, þó ég hafi enn verið tvítug þar sem afmæli mitt er seinni hluta árs. Ég hafði verið eitt ár í Háskóla Íslands í tungumálanámi með mjög góðum árangri og leit nokkuð björtum augum á framtíðina, þó ég hafi lengi þjást af þunglyndi og kvíða. Þunglyndið mitt og kvíðinn höfðu alltaf verið „viðráðanlegt“ upp að þessum tíma, sem sagt, það hafði ekki haft áhrif á náms-og starfsgetu mína að neinu marki. Hóf nýtt starf… Lesa meira

Gerður er á biðlista eftir gjafaeggi: „Algjör andleg brotlending“

Samkvæmt rannsóknum eru einn af hverjum sex einstaklingum sem þráir að eignast barn að glíma við einhverskonar ófrjósemi. Það er margt sem getur haft áhrif á frjósemi fólks og algengt er að miklir andlegir erfiðleikar fylgja því að vera ófrjór. Konur sem einhverra hluta vegna geta ekki eignast barn með sínu eigin eggi hafa þann möguleika að sækja um kynfrumugjöf. Kynfrumugjöf er þegar par eða einstaklingur þiggur gjafaegg eða gjafasæði. Stundum bæði gjafaegg og gjafasæði. Eggjagjöf er nokkuð algeng. Eggjagjöf getur annað hvort verið nafnlaus eða undir nafni og ráða þá óskir eggjagjafa og eggþega. Eggjagjöf hentar ákveðnum hópi para og einstaklinga… Lesa meira

Eva Lind er búin að missa 50 kíló: „Við síðustu vigtun var ég orðin 124 kíló og ég vil ekki vita hvað ég þyngdist meira eftir það“

Eva Lind Sveinsdóttir varð ólétt árið 2015 og gekk meðgangan mjög vel þar til Eva var gengin þrjátíu vikur á leið en þá vaknar hún einn morguninn með mikla og stöðuga kviðverki. Móðir Evu var handviss um að barnið væri að fara að koma í heiminn fyrir tímann en Eva trúði því ekki og var heima fram eftir degi. Ég þrjóskaðist til klukkan fjögur með það að fara niður á fæðingardeild því ég vildi ekki trúa því að barnið væri að fara að fæðast, segir Eva í viðtali við Bleikt. Send í bráðaaðgerð Þegar Eva kom niður á fæðingardeild var… Lesa meira

Andrea greindist með mikinn kvíða eftir fæðingu: „Ég gat ekki sofið á næturnar vegna hræðslu“

Andrea Ísleifsdóttir greindist með mikinn kvíða eftir að hún átti strákinn sinn. Þegar hún hugsar til baka áttar hún sig á því að hún hefur í raun alltaf fundið fyrir kvíða, alveg síðan hún man eftir sér. Andrea getur ekki tilgreint eitthvað sérstakt atvik sem ýtir undir kvíðan hennar heldur telur hún að hún hafi einfaldlega alltaf fundið fyrir meiri kvíða heldur en venjulegur einstaklingur. Ég hef til dæmis alltaf verið sú sem mátti varla gera grín að, auðvitað eru einstaklingar mis viðkvæmir og ég hef alltaf verið mjög viðkvæm. En þegar kvíðin spilar inn í þá getur getur það haft mjög erfiðar… Lesa meira

Bjargey hætti í megrun og léttist um 35 kíló: „Ég stóð fyrir framan spegilinn daglega og sagði sjálfri mér hversu ömurleg ég væri að vera svona feit“

Bjargey Ingólfsdóttir missti heilsuna harkalega eftir margra ára baráttu við aukakílóin. Bjargey hafði prófað alla megrunarkúrana í bókinni og var mjög upptekin af því að skrá og skjalfesta allt sem hún lét ofan í sig og hvað það væri sem hún mátti ekki borða. Dag einn gaf heilsan sig alveg og tók Bjargey þá ákvörðun um að hætta í megrun og fara að vinna í sjálfri sér. Ég er lifandi sönnun þess að þetta virkar ekki ef hugurinn fylgir ekki með. Ég hef prófað allt. Fjöldann allan af námskeiðum, fjarþjálfun, alla heimsins kúra, danska kúrinn, Herbalife, LKL mataræðið, Carb Nite, farið þrisvar sinnum í stranga einkaþjálfun með tilheyrandi niðurskurðar mataræði að… Lesa meira

Sara Rut upplifði erfiða brjóstagjöf: „Ég grét með litla nýfædda grenjandi kraftaverkinu okkar“

Sara Rut Agnarsdóttir átti virkilega erfiða brjóstagjöf þegar hún eignaðist sitt fyrsta barn. Sara var ung og óreynd, nýbökuð móðir sem hafði enga fræðslu fengið um brjóstagjöf og stóð hún því ósofin í móki með hágrátandi barn og vissi ekkert hvað hún átti til bragðs að taka. Áhersla á brjóstagjöf er mikil og einnig þrýstingur á að konur gefi börnunum sínum brjóst. Algengt er að upp koma vandamál á meðan á brjóstagjöf stendur og því er mikilvægt að hjúkrunarfræðingar, ljósmæður, læknar og annað starfsfólk í heilbrigðisgeiranum geti veitt nýbökuðum mæðrum ráðgjöf, segir Sara í einlægri færslu á Glam. Árið 2013 eignaðist Sara… Lesa meira

Guðný er sorgmædd og reið: „Tveir ungir einstaklingar misstu líf sitt til fíkninnar síðastliðna tvo sólarhringa, við megum ekki hundsa vandamálið“

Guðný Bjarneyjar er sorgmædd og virkilega reið yfir því að hafa fengið staðfestar fréttir af tveimur ungum einstaklingum sem misstu líf sitt til fíkninnar síðastliðna tvo sólarhringa. Guðný segist vera virkilega reið yfir því að meðferðaraðilar neyðist til þess að draga úr þjónustu, fækka meðferðarplássum og loka á alla þjónustu á landsbyggðinni. Foreldrar, börn og systkini eru að horfa á eftir ástvinum sínum. Fyrst í klær Bakkusar konungs og svo í hendur dauðans. Þeir vinna saman, Bakkus sem vill koma þegnum sínum í geðveiki fíknarinnar þar til hjarta þeirra hættir að slá en þá tekur dauðinn við og fagnar hverju lífi sem… Lesa meira

Saga Dröfn tók ákvörðun um að fyrirgefa: „Það sem þú gerðir var rangt, þú særðir mig meira en nokkur manneskja hefur gert áður“

Saga Dröfn Haraldsdóttir hefur lengi vel haldið í reiði og gremju sem fylgdi því að hata. Hún var háð adrenalíninu sem reiðin gaf henni þegar hún talaði um þann sem hún hataði og hvað hann gerði henni. Hún var föst á þeirri skoðun að sá sem hún hataði ætti ekki skilið fyrirgefningu. Þú særðir mig meira en nokkur manneskja hefur gert áður. Ég var hrædd um að tapa, að ef ég myndi fyrirgefa þér væri ég að afsaka eða réttlæta það sem þú gerðir mér og að það væri allt í lagi. Ég hélt að með því að fyrirgefa þér… Lesa meira

Katrín Sylvía léttist um 40 kíló: „Ég var orðin það djúpt sokkin í þunglyndi að vinkonur mínar þekktu mig ekki“

Katrín Sylvía Símonardóttir fór fyrir nákvæmlega ári síðan í magaermisaðgerð til Tékklands. Katrín segir að aðgerðin sé engin töfralausn og að fólk sem fari í hana  þurfi virkilega að vinna til þess að viðhalda sér. Það fer engin í svona aðgerð nema að vera komin alveg á botninn. En þegar ég tók ákvörðun um að fara í magaermi þá lagðist ég í mikla rannsóknarvinnu og vildi vita allt um þetta. Ég hafði alltaf haft fordóma fyrir svona aðgerðum og fannst þetta vera aumingjaskapur, að fólk gæti nú alveg létt sig sjálft, segir Katrín í samtali við Bleikt.is Hafði sjálf mikla fordóma… Lesa meira

Bjargey hefur verið í sambandi í tuttugu ár: „ Þið þurfið ekki að skilja til þess að njóta lífsins“

Bjargey Ingólfsdóttir hefur verið í sambandi með manninum sínum í tuttugu ár eða síðan þau voru einungis fimmtán ára gömul. Á þeim tíma hugsuðu þau lítið um framtíðina en vissu þó að henni vildu þau eyða saman. Nú tuttugu árum síðar standa þau enn saman sem bestu vinir og sálufélagar og hafa lagt hart að sér til þess að láta allt ganga upp. Á þessum tíma hafa þau klárað menntaskóla og háskóla, eignast þrjú börn, komið sér upp heimili og hjálpað hvort öðru að láta drauma sína rætast. Það hefur ekkert alltaf verið auðvelt. Það er basl að mennta sig,… Lesa meira

Ebba hefur alla sína tíð verið í megrun: „Að vera feitur var ógeð“

Ebba Sig hefur alla sína tíð verið í megrun, ekki vegna þess að móðir hennar hvatti hana til þess heldur einungis vegna þess að hún sá aldrei neinar konur í sjónvarpi, kvikmyndum eða tímaritum sem ekki voru grannar. Allir sem ég þekkti voru að reyna að grennast af því að markmiðið var að vera grannur. Að vera feitur var ógeð. Segir Ebba í einlægum pistli á Facebook. Ebba segist hafa prófað alla megrunarkúrana í bókinni nema að sauma saman á sér munninn til þess að geta ekki borðað. Einu sinni missti ég 30 kíló og fólk kom fram við mig eins og ég… Lesa meira

Gerður hjá Blush.is ræðir um kynlífstæki, erfið sambandsslit og ástarlífið: „Við getum allavegana sagt að ég sé ekki að leitast eftir því að kynnast neinum“

Gerður Huld Arinbjarnardóttir, betur þekkt sem Gerður í Blush stofnaði sitt fyrsta fyrirtæki þegar hún var einungis tuttugu og eins árs gömul. Gerður réðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur enda hefur hún alltaf verið ævintýragjörn og dreymin, en þegar kom að vali á fyrirtækjarekstri ákvað hún að stofna kynlífstækjaverslun. Blush.is, kynlífstækjaverslun Gerðar, er nú orðin sjö ára gömul og á þeim stutta tíma sem liðið hefur síðan fyrirtækið varð til hefur mikið breyst hvað varðandi viðhorf Íslendinga til kynlífs. Umræðan hefur aldrei verið opnari og ekki er lengur feimnismál að ganga inn í kynlífstækjaverslun og kaupa tæki.… Lesa meira

Aníta Kröyer upplifði kvalarfulla brjóstagjöf: „Ég var öll út í sárum og hægri geirvartan klofnaði hálf í sundur“

Aníta Kröyer var með dóttur sína, Ronju Líf, á brjósti í rúmlega sex mánuði. Af fjórum af þessum sex mánuðum kvaldist Aníta af miklum sársauka, vanlíðan og síendurteknum stíflum og sýkingum. Þegar ég gekk með Ronju Líf las ég mér lítið sem ekkert til um brjóstagjöf. Ástæðan var sú að ég hélt að þetta væri ekkert mál og að eina vesenið sem gæti mögulega fylgt þessu væri of lítil mjólk og þegar tennurnar kæmu, segir Aníta í einlægri færslu á síðunni Narnia.is Aníta átti þó eftir að komast að því að brjóstagjöf getur verið allt annað en dans á rósum og kom það… Lesa meira

Guðlaug Sif: „Mér fannst leiðinlegt að líf mitt snerist um kúkableyjur, brjóstagjöf og svefn. Ég var bara mjög veik á geði“

Guðlaug Sif Hafsteinsdóttir greindist með alvarlegt fæðingarþunglyndi eftir að hún átti drenginn sinn en hún hafði átt virkilega erfiða meðgöngu og var illa stödd andlega vegna áfengis og fíkniefnaneyslu barnsföðurs síns. Hann var svo veikur vegna fíkniefna og áfengis að ég gat eiginlega ekkert hugsað um mína heilsu þar sem allar mínar áhyggjur og orka fóru í að pæla í því að gera aðstæðurnar sem bestar fyrir hann. Ég var svo gríðarlega meðvirk og ég trúði því alltaf þegar hann sagðist ætla að verða edrú en svo fóru feluleikirnir af stað, segir Guðlaug Sif í einlægri færslu á Amare.is Eftir að Guðlaug átti strákinn sinn… Lesa meira

Íþróttafólk fækkar fötum fyrir góðgerðarmál

Nýtt ár, 2018, er rétt handan við hornið og það eru nokkur atriði sem eru alltaf eins í byrjun hvers árs: við ætlum í ræktina, við ætlum að skipuleggja lífið betur og við ætlum að kaupa nýja dagbók. Bókin Sport Calendar 2018 sér um skipulagið bæði fyrir daglega lífið og ræktina og ágóði hennar rennur til góðgerðarmála. Það sem meira er, dagbókin skartar myndum af íþróttafólki í fremstu röð sem sitja fyrir fáklædd á gullfallegum myndum teknum af Dominika Cuda, sem sjálf er fyrrum íþróttakona. Átján íþróttamenn af báðum kynjum: boxarar, körfuboltamenn, olympíufarar, ballerínur, hestamenn, crossfitmeistarar og fleiri sitja fyrir… Lesa meira

Lára og Tinna opna súkkulaðisetur í hjarta borgarinnar

Tónlistarkonurnar Lára Rúnarsdóttir og Tinna Sverrisdóttir hafa nú stofnað fyrirtækið ANDAGIFT en ANDAGIFT er hreyfing í átt að meiri sjálfsást og sjálfsmildi. Þær hafa unnið saman að súkkulaðiseremóníum nú í nokkra mánuði og hafa viðtökurnar verið vonum framar. Í janúar opna þær Súkkulaðisetur á Rauðarárstíg 1 þar sem boðið verður upp á tónheilun, djúpslökun, hugleiðslu, jóga, súkkulaðiseremóníur og allskyns „gúrme“ fyrir líkama og sál. Einnig munu þær bjóða upp á einkatíma, námskeið og einstaka viðburði. Þetta er allra fyrsta Súkkulaðisetur Reykjavíkurborgar og hefur það að sérstöðu að kakóplantan er leiðandi í allri vinnu sem þar fer fram. Súkkulaðið sem notast er… Lesa meira

Fyrirsæta í yfirstærð fær á sig gagnrýni – „Þetta er ógeðslegt, þú lætur eins og offita sé gott mál“

Íþróttafataframleiðandinn Academy Sports and Outdoors fékk Instagram fyrirsætuna Anna O-Brien í lið með sér til að auglýsa nýja fatalínu, BCG, en línan hentar konum sem eru í yfirstærð og línan fæst allt upp í stærð 3X. O´Brien hefur sjálf átt í erfiðleikum með að koma sér í ræktargírinn í mörg ár og segir að hluta af því megi rekja til þess að hún hefur aldrei fengið æfingafatnað í sinni stærð. „Bara það atriði getur verið mikil hindrun fyrir konur í yfirstærð til að fara að hreyfa sig.“ Myndaserían með O´Brien vakti mikla athygli og fékk fjölda læka, en eis og… Lesa meira

Jonna hvetur til hreyfingar með Facebookhóp – Hluti af lýðheilsuverkefni

Ragnheiður J. Sverrisdóttir, eða Jonna eins og hún er alltaf kölluð, stundar diplómanám í lýðheilsu við Háskóla Íslands. Hluti af náminu var verkefni um hvernig mætti nýta samfélagsmiðla til góðs og stofnaði Jonna hóp á Facebook sem hvetur meðlimi til hreyfingar. „Við áttum að gera heilsueflandi verkefni eða koma umræðu á framfæri á einhverjum samfélagsmiðli, einum eða fleiri. Ég ákvað að búa til hóp á Facebook, þar sem meðlimir eru hvattir til hreyfingar og umfram allt að finna hreyfingu sem hentar þeim og er skemmtileg,“ segir Jonna. Hópurinn heitir því skemmtilega, langa og réttnefnda nafni: Hreyfing er hundlétt og heillandi,… Lesa meira

Bára Halldórsdóttir spyr: „Er ég byrði og einskis virði?“

Bára Halldórsdóttir er móðir, eiginkona, aktívisti, öryrki. Hún er einnig meðlimur Tabú og formaður Behcets á Íslandi. Í einlægum pistli á tabu.is skrifar Bára um hvernig afstaða og mat annarra gerir það að verkum að henni finnst hún skipta sífellt minna máli í samfélaginu. Við gefum Báru orðið: Það er ýmislegt sem við manneskjurnar notum til að merkja okkur og mæla. Við setjum okkur takmörk og mælum okkur við hina og þessa. Oft erum við að mæla daglega lífið okkar við glansmyndina sem við fáum að sjá hjá öðrum. Ég hef verið í mörgum hlutverkum gegnum tíðina. Byrjaði eins og aðrir í… Lesa meira

Ofspilun á jólatónlist er heilsuspillandi

Það er kominn nóvember og þeir alhörðustu eru þegar búnir að spila jólatónlist á „repeat“ í nokkra daga. Tveir mánuðir, tveir!, af jólatónlist er fullmikið, jafnvel fyrir hörðustu aðdáendur jólanna. Enda mun það ekki vera gott fyrir andlega heilsu okkar að hlusta á jólatónlist allan daginn, alla daga. Linda Blair, klínískur sálfræðingur, sagði í viðtali við Sky News: „Fólk sem vinnur í verslunum yfir jólavertíðina þarf að læra að „súmma“ jólatónlistina út, því ef það gerir það ekki, þá nær það ekki að halda fókus í neitt annað. Þú ert einfaldlega að eyða öllum krafti þínum í að heyra ekki… Lesa meira

Jafnréttishús býður upp á sundnámskeið fyrir innflytjendur og hælisleitendur

Sund er allra meina bót Við Íslendingar teljum það sjálfsagðan hlut að skella okkur í sund öðru hvoru allan ársins hring. Á góðvirðisdögum flykkjumst við í sundlaugarnar til að synda, flatmaga í sólinni, slaka á í heitu pottunum meðan börnin renna sér í rennibrautunum. Þvílíkur unaður svo ekki sé meira sagt. Þegar ég var yngri og ekki alveg synd setti mamma mig neðst á rennibrautina sem var ekki stór og sagði mér að hoppa niður. Þótt ég væri með stóran hringkút um mig, handakúta á báðum höndum og sundgleraugu sem tóku hálft andlitið, sem ekki nokkur maður myndi sjá sig… Lesa meira