Samfélagsmiðlastjarnan Sólrún Diego með útgáfuboð

Sólrún Diego er gríðarlega vinsæl á samfélagsmiðlum fyrir hreingerningarráð hennar. Það lá því næst við að koma ráðunum góðu á bók og hún er orðin að veruleika. Bókin heitir Heima og í henni er fjallað um heimilisþrif og hagnýs húsráð, fallegt uppflettirit fyrir öll heimili. Heima er gefin út af Fullt tungl, fyrirtæki Björns Braga Arnarssonar. Útgáfuboð var í gær á Hverfisbarnum og mætti fjölda góðra gesta, sem naut veitinga og nældi sér í eintök af bókinni góðu. Lesa meira

Fagurkerinn Þórunn Högna snýr aftur á gamlar slóðir

Fagurkerinn Þórunn Högna er komin aftur á gamlar slóðir og er farin að skrifa aftur fyrir tímaritið Hús og Hýbýli. Falleg hönnun og heimili hafa lengi verið hugðarefni Þórunnar, sem hefur lengi hrærst í þessum geira, hún var ein af þáttastjórnendum Innlit Útlit sem sýndur var á Skjá Einum við frábærar undirtektir og hún er eigandi og útgefandi Home Magazine. Þórunn hætti á Hús og Hýbýli árið 2012, en er nú komin aftur í hlutastarfi. „Jólablaðið sem var að koma út er þriðja blaðið sem ég skrifa í að þessu sinni,“ segir Þórunn. „Ég er lausapenni eins og er, en… Lesa meira

FRAMKVÆMDIR: Nýtt eldhús og nýtt herbergi – Náum við að klára fyrir jól?

Nú er komið um eitt og hálft ár síðan við fluttum inn í íbúðina okkar hér í Hafnarfirðinum og nú er loksins komið að því að gera upp eldhúsið. Við gerðum upp baðherbergið í fyrra og höfum ekki gert neitt meira fyrir íbúðina en það. Eldhúsið var alltaf næst á dagskrá hjá okkur en það er auðvitað ekki alltaf hægt að gera allt í einu en við ákváðum að nú væri komið að þessu og ákváðum að skella okkur í þetta núna og planið er að ná að klára fyrir jól… eru það ekki týpískir Íslendingar? Ég mun sýna allt… Lesa meira

Taylor Swift kaupir nýtt hús og verður eigin nágranni

Taylor Swift keypti nýlega nýtt hús fyrir 18 milljónir dollara og verður þannig eigin nágranni. Swift keypti nýlega hús á Manhattan fyrir 18 milljón dollara, rétt hjá 20 milljón dollara penthouseíbúðinni sem hún átti fyrir. Íbúðin er á þremur hæðum og var tekin í gegn árið 2011, henni fylgja meðal annars kvikmyndasalur, líkamsrækt, gufubað, bar og gestasvíta með eigin baðherbergi og inngangi. Lesa meira

Lífið í lit – Bókin sem er að slá í gegn!

Bókin Lífið í lit eftir norska höfundinn Dagny Thurmann-Hoe er komin út. Ísland er fyrsta landið sem þýðir bókina, sem hefur fengið mjög góð viðbrögð. Guðrún Lára Pétursdóttir er þýðandi bókarinnar og segist hún hafa heillast af bókinni um leið og hún fékk eintak af henni í hendurnar. Guðrún Lára er 41 árs, gift, þriggja barna móðir, bókmenntafræðingur að mennt og starfar í lausamennsku í alls kyns textavinnu, ritstjórn, umfjöllun um bókmenntir og er Lífið í lit fyrsta bókin sem hún þýðir. Aðdragandinn ar sá að útgefendur sáu bókina á bókamessu erlendis og voru spenntir fyrir henni. Þær höfðu samband… Lesa meira

Kendall Jenner kaupir fasteign fyrir hundruð milljóna í Beverly Hills

Samkvæmt heimildum var Kendall Jenner að kaupa fasteign í Beverly Hills fyrir 8,55 milljón dollara eða rúmlega 900 milljónir íslenskra króna. Eignin sem er ríflega 616 fermetrar og í spænskum stíl er staðsett í Mulholland Estates, hverfi sem er lokað af og með eigin öryggisgæslu, þar hafa stjörnur erins og Christina Aguilera og DJ Khaled búið. Til viðbótar við öryggisgæsluna á svæðinu býr eignin yfir fimm svefnherbergjum, sex baðherbergjum, gosbrunni, kvikmyndahúsi, sundlaug, spa, eldstæði, tennisvelli og leikvelli. Á meðal fyrri eigenda hússins eru Charlie Sheen og fyrrum eiginkona hans, Brooke Muller og á undan þeim, eigandi körfuboltaliðsins Detroit Piston´s, Tom… Lesa meira

Guðrún Huld hannaði íslenska stafrófið með nýrri nálgun

Grafíski hönnuðurinn Guðrún Huld Gunnarsdóttir ákvað að taka nýja nálgun á íslenska stafrófið og selur það nú í tveimur stærðum sem eru heimilisprýði, hvort sem er í forstofunni, barnaherberginu eða annars staðar á heimilinu. „Mig langaði að einblína á það jákvæða og er að vinna með falleg og hlý orð í stað A fyrir Api,  Á fyrir Ás, B fyrir Banani og svo framvegis þá nota ég A fyrir Alúð, Á fyrir Ást, B fyrir Bjart,“ segir Guðrún Huld. Plakatið hefur lærdómsgildi fyrir yngri kynslóðina sem og eldri og fæst í tveimur stærðum, A3 og A4, á Facebooksíðu hennar. „Margir… Lesa meira

Signature opnar fyrstu conceptbúðina á Norðurlöndum

Þann 6. október síðastliðinn opnaði Signature, ein fallegasta húsgagna- og hönnunarvöruverslun landsins, í Askalind 2a í Kópavogi. Ný 1.000 fm verslun á tveimur hæðum sem býður upp á allt það nýjasta í evrópskri húsgagnahönnun, gjafavöru og hágæða útihúsgögnum. Signature húsgögn opnaði fyrst dyrnar árið 2003, þá staðsett í Bæjarlindinni, og varð um leið brautryðjandi í hágæða útihúsgögnum á Íslandi. Nú hefur verslunin stækkað margfalt með innkomu nýrra evrópskra vörumerkja. Húsgagnavörumerkin XOOON og Henders & Hazel eru með yfir 300 verslanir víðsvegar um Evrópu, og er verslunin í Askalindinni fyrsta concept-búðin á Norðurlöndunum. Áherslurnar eru frábreyttar hefðbundnum íslenskum húsgagnaverslunum. „Hér er… Lesa meira

Tvímyndaserían eftir Margréti Ósk – Við gefum tvær myndir

Í gærkvöldi birtum við viðtal við Margréti Ósk Hildi Hallgrímsdóttur unga listakonu og í samstarfi við hana gefur Bleikt heppnum vinningshafa tvær myndir úr Tvímyndaseríu hennar. Það sem þú þarft að gera til að eiga möguleika á vinningi er að: 1) Líka við Bleikt á Facebook. 2) Líka við MÓHH verk á Facebook. 3) Skrifa athugasemd við fréttina á Facebooksíðu Bleikt, þar sem þú segir okkur hvaða tvær myndir þú myndir velja þér, ef þú ert svo heppin/n að vinna. Frjálst er að deila leiknum og/eða tagga vini í athugasemd. Heppinn vinningshafi verður dreginn út miðvikudaginn 25. október næstkomandi og fær hann tvær… Lesa meira

„Það skemmtilegasta sem ég geri er að skapa“ – Listakonan Margrét Ósk

Listakonan Margrét Ósk Hildur Hallgrímsdóttir, eða Magga eins og hún er oftast kölluð, er sjálfmenntuð í myndlistinni og hefur haft nóg að gera í fjölbreyttum verkefnum. Hún leggur stund á nám í grafískri hönnun og er búin með fyrsta árið. Magga skapar þó ekki bara listaverk í myndlistinni, því frumburðurinn er líka á leiðinni í heiminn, en Magga á von á sér 31. desember. „Mamma segir að ég hafi byrjað að teikna um leið og ég gat haldið á blýanti,“ segir Magga sem segir innblásturinn koma alls staðar að. Hún teiknar mest með penna eða blýanti, en málar einnig akrýlmyndir og… Lesa meira

Einstakt hönnunarkvöld í boði Epal og Carl Hansen & Søn

Síðastliðinn fimmtudag bauð Epal á einstakt hönnunarkvöld með Knud Erik Hansen, forstjóra og eiganda Carl Hansen & Søn. Carl Hansen & Søn er alþjóðlegt fjölskyldufyrirtæki sem hefur verið leiðandi í dönsku húsgagnahandverki í þrjár kynslóðir og státar af 100 ára sögu í húsgagnasmíði. Fyrirtækið er þekkt fyrir að framleiða verk dönsku meistaranna Hans J. Wegner, Kaare Klint, Ole Wanscher, Poul Kjærholm og Mogens Koch en býður einnig upp á sívaxandi hönnunarúrval í samvinnu við nokkra af hæfileikaríkustu hönnuði samtímans.    Epal á Facebook og heimasíða hér. Lesa meira

Kíktu á brot af vetrarlínu IKEA – Innblásin af Íslandi

Jólalína IKEA, eða réttara sagt vetrarlína, kemur í verslun IKEA fimmtudaginn 12. október. Línan sem er einstaklega falleg, einkennist af hvítum og gráum tónum, ljósum, jólaskrauti, bökunarvörum, textílvörum og alls kyns smávöru. Það er Sigga Heimis iðnhönnuður ásamt fleiri íslenskum hönnuðum, sem á veg og vanda að hönnuninni sem er innblásin af Íslandi. Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir af línunni, sem er fjölbreytt og afar stór. Í viðtali við Vísi sagði Sigga Heimis : „Jóla- og vetrarlínur IKEA eru flóknari en aðrar línur. Þessi lína hefur til að mynda að geyma um 240 vörunúmer, það er mjög mikið. Venjulega eru um það bil 35… Lesa meira

IKEA forsýnir YPPERLIG línuna

  Ný lína IKEA, YPPERLIG, var forsýnd í gær. Línan er samstarf IKEA og danska hönnunarfyrirtækisins HAY. Helstu bloggurum, ritstjórum vef- og prentmiðla sem fjalla um heimili og hönnun og öðrum gestum var boðið í IKEA að sjá línuna, sem er nýjasta stolt IKEA. Kristín Lind Steingrímsdóttir markaðsstjóri IKEA bauð gesti velkomna og kynnti línuna ásamt öðrum starfsmönnum IKEA. Vel var látið af línunni, sem er fjölbreyt og á góðu verði. Boðið var upp á léttar veitingar og gestir leystir út með gjöf úr vetrarlínu IKEA. YPPERLIG línan stendur fyrir einfaldleika sem uppfyllir nútímaþarfir og -langanir. Þetta er samtímahönnun sem… Lesa meira

Scandal stjarnan Katie Lowes grét þegar hún flutti í nýja húsið sitt

Katie Lowes leikur algjört hörkutól í Scandal þáttunum vinsælu, en kvöldið áður en hún og eiginmaður hennar, leikarinn Adam Shapiro, fluttu inn í nýtt hús þeirra í Suður Kaliforníu grét hún og ekki af gleði. Hjónin urðu ástfangin af bakgarði hússins, en innréttingar þess frá árinu 1937 voru alls ekki spennandi. „Við gengum inn í húsið og sögðum stöðugt „prófum þetta svona og hinsegin“ og ég sagði alltaf að ég hefði ekki hugmynd um hvernig húsið ætti að líta út að innan,“ segir Lowes í viðtali við People. „Mér fannst það einfaldlega hundljótt.“ Eiginmaður hennar tekur í sama streng. „Það… Lesa meira

Karen Kjerúlf – ljúf listakona í skapandi umhverfi

Listakonan Karen Kjerúlf málar listaverk úr olíu á fallegu heimili sínu í Norðlingaholtinu, þar fær hún innblástur úr náttúrunni, sem er beint fyrir utan stofugluggann með stórfenglegu útsýni yfir Elliðavatn. „Ég kynntist olíunni árið 2002, ég var búin að vera lengi í vatnslit og pastel áður. Ég tók að mér í fjöldamörg ár að mála andlitsmyndir í pastel eftir ljósmyndum, svo fékk ég leið á því, fór í vatnslitun og kynntist síðan olíunni, sem ég mála mest í.“ Karen er búin að fara á fjöldamörg námskeið í málun hjá Myndlistaskóla Kópavogs og fleiri listamönnum og er búin að vera í… Lesa meira

Hún lærði nýja IKEA bæklinginn utan að

Yanjaa Wintersoul fær líklega titilinn „Aðdáandi IKEA númer eitt,“ en hún er búin að læra nýja bæklinginn þeirra utan að. Og við erum ekki bara að tala um nöfn á húsgögnum og öðrum munum, eða hvað er nýtt frá síðasta ári, við erum að tala um að hún er búin að leggja bæklinginn á minnið frá A til Ö: listaverk hangandi á ísskápum, hver er með gleraugu, hvernig mynstur er á mottum og fleira í þeim dúr. Lesa meira

Skrifstofa Karlie Kloss: kökur í skúffum og verðlaun notuð sem bréfapressa

Skemmtilegt og skapandi: Fyrirsætan og frumkvöðullinn Karlie Kloss, 25 ára, innréttaði skrifstofuna sína á skemmtilegan, litríkan og persónulegan hátt. Kloss fékk innanhússhönnuðinn Tinu Rich í lið með til að hanna skrifstofurýmið, sem býður upp á marga möguleika og er líka fallegt fyrir myndavélalinsuna. Viðskiptaflæði „Þar sem ég mun taka á móti teyminu mínu, viðskiptafélögum, vinum og fjölskyldu á skrifstofunni, þá var nauðsynlegt að rýmið væri þægilegt og flott, og myndi flæða á milli herbergja,“ sagði Kloss í viðtali við Architectural Digest. Hvítir veggir, glerhurðir og opið skrifstofurými skapa opið og líflegt umhverfi. Alþjóðlegur innblástur  Þrátt fyrir þétta dagskrá lagði Kloss áherslu… Lesa meira

Tinna tók baðherbergið í gegn – Ótrúlegar fyrir og eftir myndir

Við fjölskyldan fengum nýju íbúðina okkar afhenta 15. júlí síðastliðinn og við tóku framkvæmdir og make over fyrir íbúðina. Við vissum það þegar við ákváðum að bjóða í íbúðina að það þyrfti að gera upp baðherbergið. Eða okey það ÞURFTI ekki, en það var kominn tími á að fríska upp á það. Þannig að við ákváðum að fara "all in" og gera það fokhelt og gera allt upp á nýtt. Ég meina við höfðum gert það 1x áður fyrir tveimur og hálfu ári þannig að af hverju ekki að gera það bara aftur því það er svo skemmtilegt að vera bað-… Lesa meira

Stórsöngkonan og dívan Mariah Carey sýnir fataskápinn sinn

„Ég er ekki eins hversdagsleg eins og fólk er flest, en ég gæti verið það,“ segir stórsöngkonan og dívan Mariah Carey. Hún bauð Vogue velkomin í skoðunarferð um fataskápinn sinn. Mariah sýnir hluta af risastóra fataskápnum sínum, eða fataherbergi réttara sagt. Maður fær að sjá alls konar fatnað eins og kjóla, skó, sólgleraugu og nokkra muni tengda Marilyn Monroe. Mariah Carey heldur á kampavínsglasi merkt upphafsstöfunum sínum á meðan skoðunarferðinni stendur, að sjálfsögðu enda er hún glæsileg díva! „Ef ég mætti ráða mundi ég bara klæðast undirfötum og labba um húsið,“ segir Mariah en hún á sérstakt fataherbergi fyrir undirfötin… Lesa meira

Rihanna var að kaupa sér glæsilegt höfðingjasetur – Sjáðu myndirnar

Söngkonan og gyðjan Rihanna var að kaupa sér nýtt heimili í Hollywood Hills fyrir rúmlega 700 milljónir króna. Þetta er ekkert venjulegt hús heldur glæsilegt höfðingjasetur eins og sést á meðfylgjandi myndum. E! News greinir frá. Í þessu stórfenglega höfðingjasetri er hvorki meira né minna en níu baðherbergi. Það er einnig falleg og rúmgóð sundlaug, bíóherbergi, risastórt fataherbergi og líkamsræktarherbergi. Rihanna á einnig eign við ströndina í heimalandi sínu Barbados sem hún keypti árið 2013. Ef þú hefur einhvern tíman velt því fyrir því hvers konar heimili Rihanna mundi kaupa, sjáðu myndirnar hér fyrir neðan! Lesa meira

Breyttu bílnum í snotra íbúð: Kostnaðurinn kom þeim á óvart

Það er ekki bara á Íslandi sem ungt fólk á í erfiðleikum með að kaupa sér sína fyrstu fasteign því ungir Bretar hafa ekki farið varhluta af hækkandi fasteignaverði. Kærustuparið Adam Croft og Nikki Pepperell ákvað að fara heldur óhefðbundna leið í leit sinni að íbúð fyrir skemmstu. Í stað þess að lenda í skuldafangelsi það sem eftir er komust þau að þeirri niðurstöðu að hægt væri að fara ódýrari leið. Allt var þetta spurning um hvað þau gátu sætt sig við. Adam, sem er 29 ára, og Nikki, sem er 32 ára, ákváðu því að leita sér að flutningabíl… Lesa meira