Geimfari sýnir hvað gerist þegar þú vindur blautt handklæði í geimnum

Elon Musk ætlar að flytja eina milljón manns til Mars, þannig að við ættum að byrja að undirbúa okkur undir lífsskilyrði í geimnum. Sem betur fer þá eru til geimfarar eins og Chris Hadfield sem tileinka hluta af tímanum sínum í geimnum því að fræða fólk um að lifa í umhverfi með engu þyngdarafli. Í þessu myndbandi bleytir Chris handklæði og vindur það á meðan hann er í alþjóðlegu geimstöðinni. Hann byrjar að bleyta handklæðið á mínútu 1:40. Sjáðu hvað gerist! Lesa meira

Bleikasta kona í heimi

Kitten Kay Sera er bleikasta kona í heimi. Hún klæðist aðeins bleiku og dettur ekki í hug að klæðast öðrum lit. Allt heima hjá henni er líka bleikt. Veggir, gólfefni, húsgögn, heimilisáhöld og allt annað er bleikt! Það er eitt að elska bleikan lit, en Kitten tekur þetta á allt annað stig. Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan til að sjá bleiku konuna í bleika heimilinu sínu tala um litinn bleikan! Við á Bleikt erum vitaskuld miklir aðdáendur konunnar! Lesa meira

Konan sem er að trylla íslenska prjónara úr spenningi!

„Síðasta haust stóðum við hjónin frammi fyrir því að reyna að finna fleiri tekjumöguleika fyrir sauðféð, eða hætta að vera með kindurnar,“ segir Hulda Brynjólfsdóttir, en hún er konan sem er að gera íslenska prjónara, já og reyndar prjónara víða um heim, mjög spennta um þessar mundir. Hulda er kennari og bóndi, fædd og uppalin í sveit og hefur alltaf haft hesta, hunda og kindur í kringum sig. Hulda býr núna í Rangárvallasýslu. „Þegar ég flutti í hingað var ég fyrst um sinn án hesta og kinda, en hafði hund með mér og þá kom mér á óvart að það… Lesa meira

Arkitekt breytti sementverksmiðju í stórfenglegt heimili – Myndir

Þegar Ricardo Bofill rakst á niðurnídda sementverksmiðju árið 1973 opnaðist heill heimur af endalausum möguleikum. La fábrica varð til og nú, næstum 45 árum síðar, er það orðið að stórfenglegu og einstöku heimili. Verksmiðjan, sem er rétt fyrir utan Barcelona, var notuð í fyrri heimstyrjöldinni og var búin að vera lokuð í dágóðan tíma. Augljóslega var þörf á miklum viðgerðum og enn í dag er áfram unnið í húsinu. Skorsteinarnir sem áður voru fullir af reyk eru nú yfirfullir af grænum gróðri. Hvert herbergi er hannað til að þjóna ákveðnum tilgangi og engin tvö herbergi eru eins. Það eru mörg slökunarsvæði um… Lesa meira

Hugmyndarík fjölskylda endurgerir atriði úr þáttum og bíómyndum með pappakössum

Hugmyndaríkir einstaklingar láta fátt stoppa sig og er ótrúlegt hvað þeim tekst að gera, eins og í þessu tilfelli, með aðeins nokkra pappakassa og lítið barn. Parið Leon Mackie og Lilly Lang ákváðu að endurgera uppáhaldsatriðin sín úr kvikmyndum og þáttum eftir að þau fluttu inn á nýtt heimili. Þau fluttu frá Melbourne til Sydney í Ástralíu og áttu helling af tómum pappakössum eftir flutningana. Þau ákváðu að nýta þá í eitthvað skapandi og skemmtilegt og er útkomman frábær! Þau eru bæði á myndunum ásamt tveggja ára gömlum syni sínum, sem algjörlega stelur senunni í hvert skipti. Þau hafa endurgert… Lesa meira

Stórkostlegt myndband frá Stephen West – Reykvískir kettir í stóru hlutverki

Prjónahönnuðurinn Stephen West, sem dvelur á landinu um þessar mundir, verður að teljast með meira skapandi Íslandsvinum sem fyrirfinnast. Hann hannar prjónaflíkur og ryður frá sér uppskriftum sem prjónarar um allan heim elska, en hann er líka dansari, og eitt sinn var hann meðlimur í keppnisliði skólans síns í sippi (já með sippuband). Nýjasta myndbandið hans er við lagið Wannasheep - en það er ábreiða af laginu Wannabe sem Spice girls gerðu frægt árið 1996 og skaut þeim upp á stjörnuhimininn. Íslendingar ættu að kannast vel við umhverfið í myndbandinu - en með Stephen í því sjást dansararnir Kyli Kleven… Lesa meira

Fyndin DIY sem misheppnuðust stórkostlega

Það eru gríðarlega mörg DIY (Do It Yourself) eða „Gerðu það sjálfur“ kennslumyndbönd á netinu. Stundum er verkefnið einfalt og heppnast vel, en stundum misheppnast það alveg hrikalega. Við vitum að sumar leiðbeiningar eru flóknar og erfitt að fylgja þeim en stundum lítur út fyrir að manneskjan hafi ekki einu sinni reynt! Eins og fólkið sem gerði hlutina hér fyrir neðan. Skoðaðu þessi fyndnu og misheppnuðu DIY hér fyrir neðan: Heimild: Bored Panda - Skoðaðu fleiri myndir hér. Lesa meira

Sniðugar lausnir við hversdagsvandamálum

Stundum óskum við þess að það séu til betri lausnir við hversdagsvandamálum heldur en þær sem standa okkur til boða. Sem betur fer eru alltaf einhverjar nýjungar að koma á markað sem einfalda okkur tilveruna. Skoðaðu hér fyrir neðan nokkrar sniðugar lausnir við hversdagsvandamálum sem Bored Panda tók saman. #1 Neðanjarðarlest í Beijing leyfir farþegum að borga með plastflöskum. #2 Heimavinnan hefur strikamerki svo foreldrar geta skannað kóðann og séð kennslumyndbönd á YouTube tengt verkefninu sem kennarinn setti á netið. #3 Þessi búð leyfir viðskiptavinum að ákveða hvort þeir vilja vera ónáðaðir af starfsfólki eða ekki. #4 Í þessari búð… Lesa meira

Þú getur komið skipulagi á ísskápinn og eldhússkápana með þessum tveimur skrifstofuvörum

Tímaritabox eru til á flestum heimilum og fást í ótrúlega mörgum gerðum og litum. Í þessu myndbandi má sjá hvernig þú getur komið ótrúlega góðu skipulagi á eldhúsið þitt, bara með því að nota tímaritabox. Virkilega sniðug aðferð sem auðveldar aðgengi og sparar pláss. Það eina sem þú þarft eru tímaritabox og sterkt límband, eitthvað sem venjulega er notað á skrifstofum en eru frábær lausn í eldhúsið. Lesa meira

Hann þjáist af svefnlömun og endurgerir martraðirnar með ljósmyndum

Ljósmyndarinn Nicolas Bruno eyðir dögunum sínum eins og við hin, en næturnar hans eru allt öðruvísi og mjög óhugnanlegar. Nicolas, 22 ára, þjáist af svefnlömun og hefur gert það síðastliðin sjö ár. Sem þýðir að hann upplifir martraðir mun skýrar og greinilegar heldur en annað fólk. Svefnlömun er ástand sem er oft einnig nefnt svefnrofalömun sökum þess að það einkennist af lömunartilfinningu og getuleysi til hreyfinga, annaðhvort við upphaf svefns eða sem algengara er við lok hans. Viðkomandi upplifir oft að hann getur hvorki hreyft legg né lið, en flestir sem upplifa þetta geta þó hreyft augun og eru meðvitaðir… Lesa meira

Hún málar uppáhalds listamennina sína með kaffi

Diana er 28 ára listamaður frá Þýskalandi. Fyrir ári síðan byrjaði hún að mála með kaffi og málar uppáhalds listamennina sína. Það er ótrúlegt hvað hún nær að gera aðeins með blaði, kaffi og bursta. Sjáðu nokkrar myndir eftir hana hér fyrir neðan. Gil Scott-Heron Prince Charles Bradley Pharoah Sanders Jimi Hendrix David Bowie Frank Zappa Miles Davis The Big Lebowski Laura Lee (Khruangbin) Minnie Riperton Travis Bickle (Taxi Driver) Hér getur þú séð fleiri myndir eftir Diönu. Lesa meira

Dagbjört Eilíf og Aron elska að taka myndir og skoða heiminn saman: „Gætum eiginlega ekki hugsað okkur að vinna án hvors annars“

Hjónin Dagbjört Eilíf og Aron hafa vakið athygli á Instagram fyrir fallegar myndir. Þau halda líka úti bloggi en eru auk þess verslunarstjórar á kaffihúsi. Það er líka ekki mikið um parablogg hér á landi og ekki algengt að par séu með sameiginlegt Instagram. Þess á milli sinna þau tilfallandi ljósmynda- og myndbandsverkefnum sem detta á borðið hjá þeim. „Við elskum að ferðast við og við, elda góðan mat, kaffisnobbast og vera með vinum og fjölskyldu,“ segir Dagbjört Eilíf. Við fengum hana til þess að segja okkur meira um það hvernig sameiginlega Instagram síðan þeirra varð til. https://www.instagram.com/p/BPNYZ4oBxyD/   Hvernig… Lesa meira

Bókabingó – Tilvalið til þess að hengja á ísskápinn

Við rákumst á ótrúlega skemmtilegt lestrarbingó á netinu í dag. Bingóið snýst um að prófa að hrista aðeins upp í lestrinum hjá sér og prófa að lesa við aðrar aðstæður. Nú er lestrarátakið Allir lesa að klárast og því tilvalið að nota þetta á lokasprettinum. "Þetta er tæki sem hefur verið notað stundum í grunnskólum til að lífga upp á lestur, gera smá leik í kringum lesturinn," segir Bergrún Íris verkefnastýra Allir lesa en hún gerði þetta skemmtilega bingó. Bergrún Íris segir að það sé tilvalið að prenta dagatalið út og hengja á ísskápinn. Ef margir eru á heimilinu er… Lesa meira

Sjáðu heimili Courteney Cox á ströndinni í Malibu – Myndir

Fyrir nokkrum dögum skoðuðum við heimili Jennifer Aniston í Beverly Hills. Nú ætlum við að skoða heimili Courteney Cox á ströndinni í Malibu. Heimilið er fallegt, bjart og samkvæmt Courteney fullt af persónuleikanum hennar. „Það sem skiptir mig mestu máli er bara að hafa persónuleika,“ sagði hún varðandi stíl sinn við Architectural Digest. Skoðaðu heimili fyrrum Friends stjörnunnar hér fyrir neðan. Sjá einnig: http://bleikt.pressan.is/lesa/sjadu-heimili-jennifer-aniston-i-beverly-hills-myndir/ Lesa meira

Langar þig að búa í Undralandi?

Auglýsing fyrir eign til sölu hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum í dag, bæði fyrir útlit eignarinnar og einstaklega skemmtilegt götuheiti. Eignin er einbýlishús á tveimur hæðum með auka íbúð og er staðsett á Undralandi 6. Í byrjun árs 2016 var eignin að miklu leyti endurnýjuð, þar á meðal voru heimilistæki sem og gólfefni endurnýjuð. Fyrir áhugasama verður opið hús mánudaginn 23.janúar kl 17:00 til 17:30. Til að skoða fleiri myndir af eigninni kíktu hér. Lesa meira

Hús og Hillbilly slær í gegn – „Vefritinu er ætlað að bæta servíettu í servíettusafn íslenskrar myndlistar“

Ragnhildur og Margrét Weisshappel eru listaháskólagengnar systur, Ragga er myndlistarmaður og Magga grafískur hönnuður. Það sem tengir þær alveg sérstaklega er Hillbilly, síamstvíburinn þeirra beggja. „Hún tengir okkur saman,“ sögðu þær systur í samtali við Bleikt. „Hillbilly er góð blanda af okkur, hugmyndaríkari og hugrakkari en við í sitthvoru lagi.“ Ef lesandinn kemur alveg af fjöllum, er kannski vert að útskýra að Hús og Hillbilly er vefrit sem varpar ljósi á íslenska myndlistarmenn og starf þeirra. „Hillbilly spyr þá fullt af spurningum til að komast að því hvað þeirra veruleiki snýst um. Vefritinu er ætlað að bæta servíettu í servíettusafn íslenskrar… Lesa meira

Einstæð móðir flúði ofbeldisfullt samband og byggði hús frá grunni með hjálp YouTube myndbanda

Cara Brookins hefur ekki átt auðvelt líf og hefur þurft að glíma við erfiðar og hættulegar aðstæður með börnin sín fjögur. Fyrsta hjónabandið hennar endaði því eiginmaður hennar var með geðklofa og haldinn ofsóknaræði. Hún ákvað að skilja við hann til að vernda börnin því heimilisaðstæðurnar voru orðnar mjög hættulegar. Síðan kynntist hún öðrum manni sem var sterkur og lét henni líða eins og hún væri örugg. Nema sá maður var ekki allur eins og hann var séður. Þegar það byrjaði að líða á sambandið fór hann að beita hana andlegu og líkamlegu ofbeldi. Cara ákvað að það væri kominn… Lesa meira

10 falleg trend fyrir heimilið sem verða áberandi árið 2017

Pinterest hefur tekið saman helstu trendin fyrir árið 2017, alls 100 trend sem skiptast í nokkra flokka. Við höfum áður fjallað um trendin í förðun og tísku en nú förum við yfir heimilið. Samkvæmt Pinterest verða þessi tíu trend mest áberandi í heimili og hönnun á þessu ári. Marmaraveggfóður https://uk.pinterest.com/pin/424605071105031715/ Navy blár https://uk.pinterest.com/pin/424605071105031673/ Að "hygge" eins og danirnir https://uk.pinterest.com/pin/535506211926710562/ Inniplöntur https://uk.pinterest.com/pin/424605071105031719/ Kopar https://uk.pinterest.com/pin/424605071105031679/ Viðarflísar https://uk.pinterest.com/pin/424605071105031739/ Hiti í gólfum https://uk.pinterest.com/pin/424605071105031675/ Glært akríl (borð, rammar og fleira) https://uk.pinterest.com/pin/424605071105031709/ Sveitastíll https://uk.pinterest.com/pin/424605071105031731/ Nútímaleg náttborð https://uk.pinterest.com/pin/424605071105031736/ Lesa meira

Sjávarhitaprjón í Nauthólsvík – „Sjórinn hefur verið uppstretta margra góðra hugmynda“

„Upphafið á þessri tengingu milli prjónaskapar og sjósunds má rekja til ársins 2013 en þá héldum við prjónahönnunarkeppni með lopasundfötum. “ Svona byrjar spjall mitt og nöfnu minnar Ragnheiðar Valgarðsdóttur, en ég ákvað að hafa samband við hana eftir ábendingu um facebook hópinn Sjávarhiti - hekl og prjón. Það virðist vera einhver dularfullur strengur milli prjóns og sjósunds. Í það minnsta virðast ansi margir prjónarar stunda sjósund - og öfugt. Ragnheiður heldur áfram að segja mér frá. „Ahn Do, ástralskur sjónvarpsmaður var hér á landi og hafði frétt að hér væri synt í köldum sjó í lopa. Við redduðum honum… Lesa meira

Prjónaárið 2017 leggst vel í íslenska prjónara!

Prjón er hobbý sem á það til að taka dálítið yfir líf fólks sem byrjar á því. Möguleikarnir í prjóni eru endalausir og alltaf hægt að finna eitthvað nýjar útfærslur og aðferðir. Það er eitthvað ótrúlega nærandi við að skapa eitthvað áþreifanlegt með höndunum - eitthvað sem er mjúkt og hlýjar og gleður. Við ákváðum að heyra í nokkrum prjónurum og kanna hvernig prjónaárið 2017 legðist í þá. Gjörið svo vel! Kristjana Jónsdóttir 43 ára, prjónaði lítið til þrítugs. „Það er ekkert planað prjónaverkefni á árinu. Það sem eg sé fallegt geri eg bara. Ég er alltaf með nokkur verkefni… Lesa meira

Marmaraúr Línu Birgittu rjúka út fyrir jólin: „Viðtökurnar eru búnar að vera ótrúlegar“

Úr virðist vera jólagjöfin í ár hjá mörgum en flott úrval er af íslenskri hönnun á úrum fyrir þessi jó. Marmaraúrin frá lífsstílsbloggaranum og ofursnapparanum Línu Birgittu hafa fengið góðar viðtökur og eru alveg einstaklega glæsileg.  Þetta eru einu marmara úrin á Íslandi sem eru með ekta marmara skífu og ekki skemmir fyrir að þau séu íslensk hönnun. Það sem gerir úrin einstök er margbreytileiki línanna í marmaranum því úrin eru úr ekta marmara, þannig að engin tvö úr eru eins. Öll úrin eru úr ekta marmara, 100% ítölsku leðri og ryðfríu stáli en það eru þrjár týpur í boði… Lesa meira