Breyttu bílnum í snotra íbúð: Kostnaðurinn kom þeim á óvart

Það er ekki bara á Íslandi sem ungt fólk á í erfiðleikum með að kaupa sér sína fyrstu fasteign því ungir Bretar hafa ekki farið varhluta af hækkandi fasteignaverði. Kærustuparið Adam Croft og Nikki Pepperell ákvað að fara heldur óhefðbundna leið í leit sinni að íbúð fyrir skemmstu. Í stað þess að lenda í skuldafangelsi það sem eftir er komust þau að þeirri niðurstöðu að hægt væri að fara ódýrari leið. Allt var þetta spurning um hvað þau gátu sætt sig við. Adam, sem er 29 ára, og Nikki, sem er 32 ára, ákváðu því að leita sér að flutningabíl… Lesa meira

Hann dýfir brauðinu í edik og afhjúpar um leið magnað húsráð

Edik er til margra hluta nytsamlegt og nýtist það ekki einungis til matargerðar. Á myndbandinu hér að neðan má sjá að það getur margborgað sig að eiga edik í eldhúsinu. Vissirðu til dæmis að þú getur dýft brauðsneið í edik og látið brauðsneiðina standa yfir nótt í ruslaskápnum til að losna við vonda lykt? Hvernig þetta ráð og fleiri til virka má sjá í myndbandinu hér að neðan. Birtist fyrst á DV.is Lesa meira

Þú hefur mögulega þrifið blandarann þinn á kolrangan hátt

Það getur verið ansi erfitt að þvo blandara eftir notkun, sérstaklega í ljósi þess að glerkönnurnar sem fylgja þeim mega í mörgum tilfellum ekki fara í uppvottavélina. Matarleifar eiga það til að festast undir hnífnum, á staði sem uppvottaburstinn nær ekki til. Oft þarf marga lítra af vatni úr krananum til að ná könnunni þokkalega hreinni. Til er einföld leið til að þvo könnuna, leið sem eflaust einhverjir hafa ekki áttað sig. Í myndbandinu hér að neðan má sjá þessa einföldu en árangursríku aðferð. Þar hafið þið það. Með því að láta smá uppvottalög og heitt vatn í könnuna og… Lesa meira

Ryksuguvélmennið þitt er að njósna um þig

Vélmennavæðingin felur í sér ýmis fögur loforð um að frelsa mannfólkið undan oki einhæfrar og erfiðrar vinnu og auðvelda okkur lífið á margan hátt. Ein birtingarmynd þess eru svokölluð ryksuguvélmenni sem gera eigendum þeirra kleift að nýta tímann sinn í eitthvað uppbyggilegra en að ryksuga. En eru ryksuguvélmennin flagð undir fögru skinni? Lesa meira

21 árs fatahönnuður gerir ótrúleg listaverk í hárið

Það er hægt að gera magnaða hluti við hár og sumir geta breytt sínum í listaverk og skúlptúr. Laetitia KY er 21 árs fatahönnuður frá Abidjan í Afríku sem hefur vakið mikla athygli fyrir hárið sitt. Laetitia deilir myndum af sínu hári á Instagram en innblásturinn fékk hún eftir að skoða hárgreiðslur hjá mismunandi ættbálkum í Afríku. Hér fyrir neðan eru nokkur af hennar hárlistaverkum sem sum tók margar klukkustundir að gera. Lesa meira

Litríkasta heimili sem við höfum nokkurn tíman séð

Amina Mucciolo, betur þekkt sem Studio Mucci, kann svo sannarlega að lifa lífinu í lit! Íbúðin hennar er svo ótrúlega litrík og falleg að meira að segja einhyrningar eru afbrýðisamir. Ljós fjólubláir veggir, pastel litaðir skápar, blómaveggur, Hello Kitty örbylgjuofn og litríkar pappírströnur sem hanga úr loftinu endurspegla töfrandi persónuleika Aminu. Heimilið hennar er ekki aðeins litríkt heldur er hún oft með regnbogafléttur, í litríkum fötum og með glimmer förðun. „Það skiptir mig mjög miklu máli að heimilið mitt endurspeglar mig og persónuleikann minn, og einnig eiginmann minn. Við viljum hafa rýmið okkar skemmtilegt, hamingjusamt og hvetjandi,“ sagði Amina við… Lesa meira

Innblástur fyrir heimilið: Plöntur

Fallegar plöntur gera ótrúlega mikið fyrir heimilið og hreinsa auk þess loftið. Grænar plöntur hafa róandi áhrif og sumar þeirra hjálpa þér að sofa eða draga úr líkum á því að þú fáir kvef. Við mælum því með því að allir bæti smá grænu inn á heimilið sitt. Hér eru nokkrar fallegar plöntumyndir frá Pinterest.   Lesa meira

Hamstrafjölskylda býr í smábæ sem tók 1984 klukkutíma að búa til

Það eru nokkrir litlir hamstrar sem búa í fallegum smábæ og borða þar agnarlítinn mat. Bærinn heitir Yumville og tók 1984 klukkutíma að búa hann til með miklum smáatriðum. Alvöru hamstrar búa í Yumville og hafa komið út níu þættir á YouTube um hamstrafjölskylduna sem elskar góðan mat. Sjáðu myndirnar hér fyrir neðan af Yumville. Neðst í greininni er fyrsti þátturinn þar sem hamstrafjölskyldan er kynnt til sögunnar. Lesa meira

ARKET: Smá innsýn í vöruúrvalið frá nýjasta merki H&M

Lífsstílsmerkið ARKET er það 11 sem kemur frá H&M keðjunni en fyrstu verslanirnar opna síðar á þessu ári. Verslanir ARKET munu bjóða upp á úrval fyrir konur, karla, börn og heimilið. Áherslan er á sjálfbærni, gæði og góða endingu. ARKET hefur opnað Instagram síðu og lofar þetta merki mjög góðu að okkar mati. https://www.instagram.com/p/BUzmfFfhDWs/?taken-by=arketofficial https://www.instagram.com/p/BU1Ak7whQRG/?taken-by=arketofficial https://www.instagram.com/p/BTrPCniByPW/?taken-by=arketofficial https://www.instagram.com/p/BU2E1h7BLar/?taken-by=arketofficial Vogue birti nokkrar myndir af vörum frá ARKET og hafa myndirnar fengið mjög góð viðbrögð: Lesa meira

Tíu uppfinningar sem við gætum alveg lifað án

Manneskjan er alltaf að reyna að finna upp á einhverri nýjung sem hægt er að markaðssetja og selja í massavís. Stundum er verið að reyna að svara þörf sem er til staðar hjá neytendum en oft reyna framleiðendur að skapa þörfina – eða telja fólki trúum að það bæti líf sitt með því að kaupa einhvern óþarfa. Hér eru nokkur dæmi um vörur sem við gætum til dæmis alveg lifað án. Klósettrúlluhöfuðfat Flestir kannast við það hvimleiða vandamál að þurfa að hafa pappír við höndina þegar maður er kvefaður. Engin myndi leggjast svo lágt að ganga með klósettrúllu á höfðinu.… Lesa meira

Rúna: „Þvotturinn er að minnsta kosti settur í helvítis vélina“

Rúna Sævarsdóttir býr með manninum sínum og þremur börnum í Noregi. Hún stundar fjarnám í sálfræði við Háskólann á Akureyri og er þar að auki bloggari á Öskubuska.is. Hún skrifaði pistil um súperkonur sem birtist fyrst á Öskubuska.is og gaf Bleikt góðfúslegt leyfi að birta hann hér fyrir lesendur okkar. Amma mín var súperkona eins og margar aðrar ömmur. Hún þvoði lengi vel þvottinn af börnunum sínum níu í læk skammt frá bænum sem þau bjuggu. Það var alltaf veisla þegar gesti bar að garði og ein af mínum uppáhalds minningum af ömmu er einmitt þegar ég elti hana inn… Lesa meira

Bráðfyndnir hönnunargallar

Hér eru nokkrar stórskemmtilegar myndir af fyndnum hönnunargöllum, eins og auglýsing fyrir þungunarpróf þar sem par er rosalega hamingjusamt og hissa yfir niðurstöðunni. Eini gallinn er að konan er augljóslega komin á síðustu vikur meðgöngunnar. Eða almenningssalerni með speglum í loftinu, hver hannar svoleiðis? Skoðaðu myndirnar hér fyrir neðan sem Bored Panda tók saman. #1 Loftspeglar á almenningsalerni? Ég held í mér frekar...   #2 Frekar óheppileg staðsetning   #3 Kjóllinn lætur líta út eins og kona hafi átt að fara á klósettið með loftspeglunum frekar en að halda í sér...   #4 Ungbarn 2.0   #5 Þetta væri ekki vandamál fyrir… Lesa meira

Líklegast mest fullnægjandi Instagram-síða til þessa

Sjónlistamaðurinn Adam Hillman er með fagurfræði á heilanum. Hann býr til svo ótrúlega fullnægjandi litrík mynstur úr hlutum eins og litum, mat, LEGO og nammi, sem hann deilir á Instagram. „Ég er alltaf að hugsa um mögulegar hugmyndir, bestu myndirnar eru þær sem ég skapa á lífrænan hátt. Það tekur að meðaltali um tvo klukkutíma að gera útsetningu, fyrir utan þann tíma sem það tekur að setja það upp hugrænt,“ sagði Adam samkvæmt Bored Panda. Ef þú ert hrifin af fagurfræði áttu eftir að elska þessar myndir, skoðaðu þær hér fyrir neðan. https://www.instagram.com/p/BTeavf4hCe2/ https://www.instagram.com/p/BTZ6TghhHsu/ https://www.instagram.com/p/BTWbC7BB05G/ Lesa meira

Sjáðu hvernig lúxus neðanjarðarbyrgi að verðmæti 188 milljónir króna lítur út

Sumir segja það líklegra með hverjum deginum að þriðja heimsstyrjöldin fari að bresta á og notkun kjarnorkuvopna verði stór hluti af henni. Fyrir Bandaríkjamenn er þetta mikið áhyggjuefni þar sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið að ögra Norður Kóreu og Norður Kórea á móti. En þeir allra ríkustu þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur, því það er hægt að kaupa lúxus neðanjarðarbyrgi fyrir í kringum 188 milljónir króna, og bústaðurinn á að þola kjarnorkuvopn. Rýmið er staðsett í Savannah, Georgíu, og er í kringum fimm þúsund fermetrar, með mjög þykka veggi, loftkerfi ásamt mörgu öðru. Byrgið var fyrst byggt árið 1969 en var… Lesa meira

Hrönn Bjarna gerði upp eldhús í Kópavoginum – Glæsilegar breytingar!

Ég og Sæþór maðurinn minn keyptum okkur raðhús í vesturbæ Kópavogs síðasta sumar og gerðum það allt upp. Skemmtilegasti parturinn við þessar endurbætur fannst mér eldhúsið enda eyði ég yfirleitt miklum tíma í eldhúsinu og líður hvergi betur en þar. Við byrjuðum á því að rífa niður gömlu innréttinguna og brjóta niður einn vegg. Það birti þvílíkt til í eldhúsinu við að brjóta hann niður og við sjáum sko ekki eftir því. Svo var parketlagt og endað á því að setja upp innréttinguna. Ég var með mjög sterkar skoðanir á því hvernig ég vildi hafa eldhúsið og það voru nokkrir… Lesa meira

Er ekki edik málið í þrifum um þessar mundir?

Þrifsnapparar eru víst að gera allt vitlaust með ediki um þessa mundir. Við á Bleikt erum að reyna að vera með á nótunum og urðum voða kát að rekast á þetta skýra og skemmtilega myndband um ofnaþrif - þar sem EDIK er einmitt málið! Reyndar koma appelsínur og matarsódi líka við sögu... Já, og sjón er sögu ríkari! Gjörið svo vel! https://www.facebook.com/HometalkTelevision/videos/617997751705156/ Lesa meira

DIY – Filmuð marmaranáttborð – Einfalt og ódýrt!

Hvað hefur maður ekki oft labbað í gegnum Ikea og keypt eitthvað allt annað en átti að kaupa? Ég veit að það eru mjög margir að tengja! Í einni Ikea heimsókn minni fyrir ekki svo löngu þá keypti ég “alveg óvart” tvær litlar kommóður sem ég var búin að gera upp í huganum áður en ég var komin í gegnum alla búðina. Okkur skötuhjúin vantaði náttborð við hjónarúmið í svefnherberginu en vissum ekki alveg hvernig náttborð okkur langaði í og vildum eiginlega ekki kaupa einhver dýr náttborð þar sem við erum enn að dytta að heimilinu okkar sem við keyptum… Lesa meira

Götulist sem blandast fullkomlega með náttúrunni

Götulist getur verið ótrúlega falleg, stundum er götulistin gerð með tilliti til náttúrunar þar í kring og lagt áherslu á að blanda þessu tvennu saman. Hér eru myndir af götulist sem blandast fullkomlega með náttúrunni! #1 #2 #3 #4 #5 #6 #7 #8 #9 #10 #11 #12 #13 #14 #15 #16 #17 #18 #19 #20 Bored Panda tók saman. Sjáðu fleiri myndir hér. Lesa meira

DIY frá Ástu – Marmarapáskaegg

Um páska erum við byrjuð að finna fyrir vori. Sólin hækkar á lofti og fuglasöngur magnast. Litirnir verða líka ljósari og margir kjósa að skreyta heimili sín með fallegum pastellitum sem tóna vel við birtuna. Ásta Hermannsdóttir bloggari á Ynjum birti skemmtilega lýsingu á því hvernig hún bjó til falleg marmaraegg fyrir páskana. Ásta var svo sæt að leyfa okkur að birta lýsinguna hér á Bleikt: Ég á ekki mikið af páskaskrauti og er ekkert sérlega mikið fyrir að skreyta heimilið mitt en þegar ég sá marmarapáskaeggjaskraut á pinterest mátti ég til með að prufa! Passlega ekki skærgult og loðið,… Lesa meira

„Já, já, já, já, já…“ Þóra Margrét forsetisráðherrafrú og félagar í jákvæðri heimsókn

Þættirnir Falleg íslensk heimili sem Stöð 2 sýnir um þessar mundir hafa vakið talsverða athygli og umræðu í samfélaginu. Sitt sýnist hverjum um ágæti þáttanna. Elmar Þórarinsson gerði sér lítið fyrir og gerði skemmtilega útgáfu sem hann skellti á alnetið. Það mætti kannski kalla þetta jákvæðu útgáfuna! https://www.facebook.com/elmar92/videos/10210937835435262/ Lesa meira