Hamstrafjölskylda býr í smábæ sem tók 1984 klukkutíma að búa til

Það eru nokkrir litlir hamstrar sem búa í fallegum smábæ og borða þar agnarlítinn mat. Bærinn heitir Yumville og tók 1984 klukkutíma að búa hann til með miklum smáatriðum. Alvöru hamstrar búa í Yumville og hafa komið út níu þættir á YouTube um hamstrafjölskylduna sem elskar góðan mat. Sjáðu myndirnar hér fyrir neðan af Yumville. Neðst í greininni er fyrsti þátturinn þar sem hamstrafjölskyldan er kynnt til sögunnar. Lesa meira

ARKET: Smá innsýn í vöruúrvalið frá nýjasta merki H&M

Lífsstílsmerkið ARKET er það 11 sem kemur frá H&M keðjunni en fyrstu verslanirnar opna síðar á þessu ári. Verslanir ARKET munu bjóða upp á úrval fyrir konur, karla, börn og heimilið. Áherslan er á sjálfbærni, gæði og góða endingu. ARKET hefur opnað Instagram síðu og lofar þetta merki mjög góðu að okkar mati. https://www.instagram.com/p/BUzmfFfhDWs/?taken-by=arketofficial https://www.instagram.com/p/BU1Ak7whQRG/?taken-by=arketofficial https://www.instagram.com/p/BTrPCniByPW/?taken-by=arketofficial https://www.instagram.com/p/BU2E1h7BLar/?taken-by=arketofficial Vogue birti nokkrar myndir af vörum frá ARKET og hafa myndirnar fengið mjög góð viðbrögð: Lesa meira

Tíu uppfinningar sem við gætum alveg lifað án

Manneskjan er alltaf að reyna að finna upp á einhverri nýjung sem hægt er að markaðssetja og selja í massavís. Stundum er verið að reyna að svara þörf sem er til staðar hjá neytendum en oft reyna framleiðendur að skapa þörfina – eða telja fólki trúum að það bæti líf sitt með því að kaupa einhvern óþarfa. Hér eru nokkur dæmi um vörur sem við gætum til dæmis alveg lifað án. Klósettrúlluhöfuðfat Flestir kannast við það hvimleiða vandamál að þurfa að hafa pappír við höndina þegar maður er kvefaður. Engin myndi leggjast svo lágt að ganga með klósettrúllu á höfðinu.… Lesa meira

Rúna: „Þvotturinn er að minnsta kosti settur í helvítis vélina“

Rúna Sævarsdóttir býr með manninum sínum og þremur börnum í Noregi. Hún stundar fjarnám í sálfræði við Háskólann á Akureyri og er þar að auki bloggari á Öskubuska.is. Hún skrifaði pistil um súperkonur sem birtist fyrst á Öskubuska.is og gaf Bleikt góðfúslegt leyfi að birta hann hér fyrir lesendur okkar. Amma mín var súperkona eins og margar aðrar ömmur. Hún þvoði lengi vel þvottinn af börnunum sínum níu í læk skammt frá bænum sem þau bjuggu. Það var alltaf veisla þegar gesti bar að garði og ein af mínum uppáhalds minningum af ömmu er einmitt þegar ég elti hana inn… Lesa meira

Bráðfyndnir hönnunargallar

Hér eru nokkrar stórskemmtilegar myndir af fyndnum hönnunargöllum, eins og auglýsing fyrir þungunarpróf þar sem par er rosalega hamingjusamt og hissa yfir niðurstöðunni. Eini gallinn er að konan er augljóslega komin á síðustu vikur meðgöngunnar. Eða almenningssalerni með speglum í loftinu, hver hannar svoleiðis? Skoðaðu myndirnar hér fyrir neðan sem Bored Panda tók saman. #1 Loftspeglar á almenningsalerni? Ég held í mér frekar...   #2 Frekar óheppileg staðsetning   #3 Kjóllinn lætur líta út eins og kona hafi átt að fara á klósettið með loftspeglunum frekar en að halda í sér...   #4 Ungbarn 2.0   #5 Þetta væri ekki vandamál fyrir… Lesa meira

Líklegast mest fullnægjandi Instagram-síða til þessa

Sjónlistamaðurinn Adam Hillman er með fagurfræði á heilanum. Hann býr til svo ótrúlega fullnægjandi litrík mynstur úr hlutum eins og litum, mat, LEGO og nammi, sem hann deilir á Instagram. „Ég er alltaf að hugsa um mögulegar hugmyndir, bestu myndirnar eru þær sem ég skapa á lífrænan hátt. Það tekur að meðaltali um tvo klukkutíma að gera útsetningu, fyrir utan þann tíma sem það tekur að setja það upp hugrænt,“ sagði Adam samkvæmt Bored Panda. Ef þú ert hrifin af fagurfræði áttu eftir að elska þessar myndir, skoðaðu þær hér fyrir neðan. https://www.instagram.com/p/BTeavf4hCe2/ https://www.instagram.com/p/BTZ6TghhHsu/ https://www.instagram.com/p/BTWbC7BB05G/ Lesa meira

Sjáðu hvernig lúxus neðanjarðarbyrgi að verðmæti 188 milljónir króna lítur út

Sumir segja það líklegra með hverjum deginum að þriðja heimsstyrjöldin fari að bresta á og notkun kjarnorkuvopna verði stór hluti af henni. Fyrir Bandaríkjamenn er þetta mikið áhyggjuefni þar sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið að ögra Norður Kóreu og Norður Kórea á móti. En þeir allra ríkustu þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur, því það er hægt að kaupa lúxus neðanjarðarbyrgi fyrir í kringum 188 milljónir króna, og bústaðurinn á að þola kjarnorkuvopn. Rýmið er staðsett í Savannah, Georgíu, og er í kringum fimm þúsund fermetrar, með mjög þykka veggi, loftkerfi ásamt mörgu öðru. Byrgið var fyrst byggt árið 1969 en var… Lesa meira

Hrönn Bjarna gerði upp eldhús í Kópavoginum – Glæsilegar breytingar!

Ég og Sæþór maðurinn minn keyptum okkur raðhús í vesturbæ Kópavogs síðasta sumar og gerðum það allt upp. Skemmtilegasti parturinn við þessar endurbætur fannst mér eldhúsið enda eyði ég yfirleitt miklum tíma í eldhúsinu og líður hvergi betur en þar. Við byrjuðum á því að rífa niður gömlu innréttinguna og brjóta niður einn vegg. Það birti þvílíkt til í eldhúsinu við að brjóta hann niður og við sjáum sko ekki eftir því. Svo var parketlagt og endað á því að setja upp innréttinguna. Ég var með mjög sterkar skoðanir á því hvernig ég vildi hafa eldhúsið og það voru nokkrir… Lesa meira

Er ekki edik málið í þrifum um þessar mundir?

Þrifsnapparar eru víst að gera allt vitlaust með ediki um þessa mundir. Við á Bleikt erum að reyna að vera með á nótunum og urðum voða kát að rekast á þetta skýra og skemmtilega myndband um ofnaþrif - þar sem EDIK er einmitt málið! Reyndar koma appelsínur og matarsódi líka við sögu... Já, og sjón er sögu ríkari! Gjörið svo vel! https://www.facebook.com/HometalkTelevision/videos/617997751705156/ Lesa meira

DIY – Filmuð marmaranáttborð – Einfalt og ódýrt!

Hvað hefur maður ekki oft labbað í gegnum Ikea og keypt eitthvað allt annað en átti að kaupa? Ég veit að það eru mjög margir að tengja! Í einni Ikea heimsókn minni fyrir ekki svo löngu þá keypti ég “alveg óvart” tvær litlar kommóður sem ég var búin að gera upp í huganum áður en ég var komin í gegnum alla búðina. Okkur skötuhjúin vantaði náttborð við hjónarúmið í svefnherberginu en vissum ekki alveg hvernig náttborð okkur langaði í og vildum eiginlega ekki kaupa einhver dýr náttborð þar sem við erum enn að dytta að heimilinu okkar sem við keyptum… Lesa meira

Götulist sem blandast fullkomlega með náttúrunni

Götulist getur verið ótrúlega falleg, stundum er götulistin gerð með tilliti til náttúrunar þar í kring og lagt áherslu á að blanda þessu tvennu saman. Hér eru myndir af götulist sem blandast fullkomlega með náttúrunni! #1 #2 #3 #4 #5 #6 #7 #8 #9 #10 #11 #12 #13 #14 #15 #16 #17 #18 #19 #20 Bored Panda tók saman. Sjáðu fleiri myndir hér. Lesa meira

DIY frá Ástu – Marmarapáskaegg

Um páska erum við byrjuð að finna fyrir vori. Sólin hækkar á lofti og fuglasöngur magnast. Litirnir verða líka ljósari og margir kjósa að skreyta heimili sín með fallegum pastellitum sem tóna vel við birtuna. Ásta Hermannsdóttir bloggari á Ynjum birti skemmtilega lýsingu á því hvernig hún bjó til falleg marmaraegg fyrir páskana. Ásta var svo sæt að leyfa okkur að birta lýsinguna hér á Bleikt: Ég á ekki mikið af páskaskrauti og er ekkert sérlega mikið fyrir að skreyta heimilið mitt en þegar ég sá marmarapáskaeggjaskraut á pinterest mátti ég til með að prufa! Passlega ekki skærgult og loðið,… Lesa meira

„Já, já, já, já, já…“ Þóra Margrét forsetisráðherrafrú og félagar í jákvæðri heimsókn

Þættirnir Falleg íslensk heimili sem Stöð 2 sýnir um þessar mundir hafa vakið talsverða athygli og umræðu í samfélaginu. Sitt sýnist hverjum um ágæti þáttanna. Elmar Þórarinsson gerði sér lítið fyrir og gerði skemmtilega útgáfu sem hann skellti á alnetið. Það mætti kannski kalla þetta jákvæðu útgáfuna! https://www.facebook.com/elmar92/videos/10210937835435262/ Lesa meira

Gullfallegt DIY snyrtiborð frá Báru Ragnhildardóttur á Ynjum

Við rákumst á þetta gullfallega snyrtiborð sem Bára Ragnhildardóttir, bloggari á Ynjum, bjó til fyrir svefnherbergið sitt. Hún gaf okkur leyfi til að deila lýsingu á því hvernig hún smíðaði borðið með lesendum Bleikt. Gjörið svo vel! Núna erum við litla fjölskyldan nýflutt en áður en við fluttum vorum við tiltölulega ný búin að taka svefnherbergið okkar í gegn. Í kjölfarið á því verkefni útbjuggum við (eða Richard réttara sagt) “heimatilbúið” snyrtiborð sem mig langar að deila með ykkur. Hérna er það sem við notuðum, það fæst allt í IKEA: Borðið sjálft er búið til úr tveim BESTÅ skápum úr IKEA.… Lesa meira

Fjölskylda safnaði flöskutöppum í 5 ár til að gera upp eldhúsið – Sjáðu útkomuna

Mjög hugmyndaríkur maður ákvað að gera upp eldhúsið sitt og gera eitthvað allt annað en venjan er. Hann hannaði og bjó til plötu á eldhúsborðið úr flöskutöppum.  Fjölskyldan hans og vinir söfnuðu 2.530 flöskutöppum á fimm árum fyrir þetta verkefni. „Upprunalega hugmyndin var að gera mynd úr flöskutöppunum. En síðan skall raunveruleikinn á og við ákváðum að fara mun auðveldari leið,“ segir fjölskyldufaðirinn. Þau ákváðu að raða flöskutöppunum í litaröð regnboga: rauður, appelsínugulur, gulur, grænn, blár, dimmfjólublár og fjólublár. Það tók um fjóra klukkutíma að ná mynstrinu. Þegar flöskutapparnir voru komnir á sinn stað voru sett fimm lög af sterku lími yfir allt… Lesa meira

Geimfari sýnir hvað gerist þegar þú vindur blautt handklæði í geimnum

Elon Musk ætlar að flytja eina milljón manns til Mars, þannig að við ættum að byrja að undirbúa okkur undir lífsskilyrði í geimnum. Sem betur fer þá eru til geimfarar eins og Chris Hadfield sem tileinka hluta af tímanum sínum í geimnum því að fræða fólk um að lifa í umhverfi með engu þyngdarafli. Í þessu myndbandi bleytir Chris handklæði og vindur það á meðan hann er í alþjóðlegu geimstöðinni. Hann byrjar að bleyta handklæðið á mínútu 1:40. Sjáðu hvað gerist! Lesa meira

Bleikasta kona í heimi

Kitten Kay Sera er bleikasta kona í heimi. Hún klæðist aðeins bleiku og dettur ekki í hug að klæðast öðrum lit. Allt heima hjá henni er líka bleikt. Veggir, gólfefni, húsgögn, heimilisáhöld og allt annað er bleikt! Það er eitt að elska bleikan lit, en Kitten tekur þetta á allt annað stig. Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan til að sjá bleiku konuna í bleika heimilinu sínu tala um litinn bleikan! Við á Bleikt erum vitaskuld miklir aðdáendur konunnar! Lesa meira

Konan sem er að trylla íslenska prjónara úr spenningi!

„Síðasta haust stóðum við hjónin frammi fyrir því að reyna að finna fleiri tekjumöguleika fyrir sauðféð, eða hætta að vera með kindurnar,“ segir Hulda Brynjólfsdóttir, en hún er konan sem er að gera íslenska prjónara, já og reyndar prjónara víða um heim, mjög spennta um þessar mundir. Hulda er kennari og bóndi, fædd og uppalin í sveit og hefur alltaf haft hesta, hunda og kindur í kringum sig. Hulda býr núna í Rangárvallasýslu. „Þegar ég flutti í hingað var ég fyrst um sinn án hesta og kinda, en hafði hund með mér og þá kom mér á óvart að það… Lesa meira

Arkitekt breytti sementverksmiðju í stórfenglegt heimili – Myndir

Þegar Ricardo Bofill rakst á niðurnídda sementverksmiðju árið 1973 opnaðist heill heimur af endalausum möguleikum. La fábrica varð til og nú, næstum 45 árum síðar, er það orðið að stórfenglegu og einstöku heimili. Verksmiðjan, sem er rétt fyrir utan Barcelona, var notuð í fyrri heimstyrjöldinni og var búin að vera lokuð í dágóðan tíma. Augljóslega var þörf á miklum viðgerðum og enn í dag er áfram unnið í húsinu. Skorsteinarnir sem áður voru fullir af reyk eru nú yfirfullir af grænum gróðri. Hvert herbergi er hannað til að þjóna ákveðnum tilgangi og engin tvö herbergi eru eins. Það eru mörg slökunarsvæði um… Lesa meira

Hugmyndarík fjölskylda endurgerir atriði úr þáttum og bíómyndum með pappakössum

Hugmyndaríkir einstaklingar láta fátt stoppa sig og er ótrúlegt hvað þeim tekst að gera, eins og í þessu tilfelli, með aðeins nokkra pappakassa og lítið barn. Parið Leon Mackie og Lilly Lang ákváðu að endurgera uppáhaldsatriðin sín úr kvikmyndum og þáttum eftir að þau fluttu inn á nýtt heimili. Þau fluttu frá Melbourne til Sydney í Ástralíu og áttu helling af tómum pappakössum eftir flutningana. Þau ákváðu að nýta þá í eitthvað skapandi og skemmtilegt og er útkomman frábær! Þau eru bæði á myndunum ásamt tveggja ára gömlum syni sínum, sem algjörlega stelur senunni í hvert skipti. Þau hafa endurgert… Lesa meira

Stórkostlegt myndband frá Stephen West – Reykvískir kettir í stóru hlutverki

Prjónahönnuðurinn Stephen West, sem dvelur á landinu um þessar mundir, verður að teljast með meira skapandi Íslandsvinum sem fyrirfinnast. Hann hannar prjónaflíkur og ryður frá sér uppskriftum sem prjónarar um allan heim elska, en hann er líka dansari, og eitt sinn var hann meðlimur í keppnisliði skólans síns í sippi (já með sippuband). Nýjasta myndbandið hans er við lagið Wannasheep - en það er ábreiða af laginu Wannabe sem Spice girls gerðu frægt árið 1996 og skaut þeim upp á stjörnuhimininn. Íslendingar ættu að kannast vel við umhverfið í myndbandinu - en með Stephen í því sjást dansararnir Kyli Kleven… Lesa meira