Kíktu á brot af vetrarlínu IKEA – Innblásin af Íslandi

Jólalína IKEA, eða réttara sagt vetrarlína, kemur í verslun IKEA fimmtudaginn 12. október. Línan sem er einstaklega falleg, einkennist af hvítum og gráum tónum, ljósum, jólaskrauti, bökunarvörum, textílvörum og alls kyns smávöru. Það er Sigga Heimis iðnhönnuður ásamt fleiri íslenskum hönnuðum, sem á veg og vanda að hönnuninni sem er innblásin af Íslandi. Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir af línunni, sem er fjölbreytt og afar stór. Í viðtali við Vísi sagði Sigga Heimis : „Jóla- og vetrarlínur IKEA eru flóknari en aðrar línur. Þessi lína hefur til að mynda að geyma um 240 vörunúmer, það er mjög mikið. Venjulega eru um það bil 35… Lesa meira

IKEA forsýnir YPPERLIG línuna

  Ný lína IKEA, YPPERLIG, var forsýnd í gær. Línan er samstarf IKEA og danska hönnunarfyrirtækisins HAY. Helstu bloggurum, ritstjórum vef- og prentmiðla sem fjalla um heimili og hönnun og öðrum gestum var boðið í IKEA að sjá línuna, sem er nýjasta stolt IKEA. Kristín Lind Steingrímsdóttir markaðsstjóri IKEA bauð gesti velkomna og kynnti línuna ásamt öðrum starfsmönnum IKEA. Vel var látið af línunni, sem er fjölbreyt og á góðu verði. Boðið var upp á léttar veitingar og gestir leystir út með gjöf úr vetrarlínu IKEA. YPPERLIG línan stendur fyrir einfaldleika sem uppfyllir nútímaþarfir og -langanir. Þetta er samtímahönnun sem… Lesa meira

Scandal stjarnan Katie Lowes grét þegar hún flutti í nýja húsið sitt

Katie Lowes leikur algjört hörkutól í Scandal þáttunum vinsælu, en kvöldið áður en hún og eiginmaður hennar, leikarinn Adam Shapiro, fluttu inn í nýtt hús þeirra í Suður Kaliforníu grét hún og ekki af gleði. Hjónin urðu ástfangin af bakgarði hússins, en innréttingar þess frá árinu 1937 voru alls ekki spennandi. „Við gengum inn í húsið og sögðum stöðugt „prófum þetta svona og hinsegin“ og ég sagði alltaf að ég hefði ekki hugmynd um hvernig húsið ætti að líta út að innan,“ segir Lowes í viðtali við People. „Mér fannst það einfaldlega hundljótt.“ Eiginmaður hennar tekur í sama streng. „Það… Lesa meira

Karen Kjerúlf – ljúf listakona í skapandi umhverfi

Listakonan Karen Kjerúlf málar listaverk úr olíu á fallegu heimili sínu í Norðlingaholtinu, þar fær hún innblástur úr náttúrunni, sem er beint fyrir utan stofugluggann með stórfenglegu útsýni yfir Elliðavatn. „Ég kynntist olíunni árið 2002, ég var búin að vera lengi í vatnslit og pastel áður. Ég tók að mér í fjöldamörg ár að mála andlitsmyndir í pastel eftir ljósmyndum, svo fékk ég leið á því, fór í vatnslitun og kynntist síðan olíunni, sem ég mála mest í.“ Karen er búin að fara á fjöldamörg námskeið í málun hjá Myndlistaskóla Kópavogs og fleiri listamönnum og er búin að vera í… Lesa meira

Hún lærði nýja IKEA bæklinginn utan að

Yanjaa Wintersoul fær líklega titilinn „Aðdáandi IKEA númer eitt,“ en hún er búin að læra nýja bæklinginn þeirra utan að. Og við erum ekki bara að tala um nöfn á húsgögnum og öðrum munum, eða hvað er nýtt frá síðasta ári, við erum að tala um að hún er búin að leggja bæklinginn á minnið frá A til Ö: listaverk hangandi á ísskápum, hver er með gleraugu, hvernig mynstur er á mottum og fleira í þeim dúr. Lesa meira

Skrifstofa Karlie Kloss: kökur í skúffum og verðlaun notuð sem bréfapressa

Skemmtilegt og skapandi: Fyrirsætan og frumkvöðullinn Karlie Kloss, 25 ára, innréttaði skrifstofuna sína á skemmtilegan, litríkan og persónulegan hátt. Kloss fékk innanhússhönnuðinn Tinu Rich í lið með til að hanna skrifstofurýmið, sem býður upp á marga möguleika og er líka fallegt fyrir myndavélalinsuna. Viðskiptaflæði „Þar sem ég mun taka á móti teyminu mínu, viðskiptafélögum, vinum og fjölskyldu á skrifstofunni, þá var nauðsynlegt að rýmið væri þægilegt og flott, og myndi flæða á milli herbergja,“ sagði Kloss í viðtali við Architectural Digest. Hvítir veggir, glerhurðir og opið skrifstofurými skapa opið og líflegt umhverfi. Alþjóðlegur innblástur  Þrátt fyrir þétta dagskrá lagði Kloss áherslu… Lesa meira

Tinna tók baðherbergið í gegn – Ótrúlegar fyrir og eftir myndir

Við fjölskyldan fengum nýju íbúðina okkar afhenta 15. júlí síðastliðinn og við tóku framkvæmdir og make over fyrir íbúðina. Við vissum það þegar við ákváðum að bjóða í íbúðina að það þyrfti að gera upp baðherbergið. Eða okey það ÞURFTI ekki, en það var kominn tími á að fríska upp á það. Þannig að við ákváðum að fara "all in" og gera það fokhelt og gera allt upp á nýtt. Ég meina við höfðum gert það 1x áður fyrir tveimur og hálfu ári þannig að af hverju ekki að gera það bara aftur því það er svo skemmtilegt að vera bað-… Lesa meira

Stórsöngkonan og dívan Mariah Carey sýnir fataskápinn sinn

„Ég er ekki eins hversdagsleg eins og fólk er flest, en ég gæti verið það,“ segir stórsöngkonan og dívan Mariah Carey. Hún bauð Vogue velkomin í skoðunarferð um fataskápinn sinn. Mariah sýnir hluta af risastóra fataskápnum sínum, eða fataherbergi réttara sagt. Maður fær að sjá alls konar fatnað eins og kjóla, skó, sólgleraugu og nokkra muni tengda Marilyn Monroe. Mariah Carey heldur á kampavínsglasi merkt upphafsstöfunum sínum á meðan skoðunarferðinni stendur, að sjálfsögðu enda er hún glæsileg díva! „Ef ég mætti ráða mundi ég bara klæðast undirfötum og labba um húsið,“ segir Mariah en hún á sérstakt fataherbergi fyrir undirfötin… Lesa meira

Rihanna var að kaupa sér glæsilegt höfðingjasetur – Sjáðu myndirnar

Söngkonan og gyðjan Rihanna var að kaupa sér nýtt heimili í Hollywood Hills fyrir rúmlega 700 milljónir króna. Þetta er ekkert venjulegt hús heldur glæsilegt höfðingjasetur eins og sést á meðfylgjandi myndum. E! News greinir frá. Í þessu stórfenglega höfðingjasetri er hvorki meira né minna en níu baðherbergi. Það er einnig falleg og rúmgóð sundlaug, bíóherbergi, risastórt fataherbergi og líkamsræktarherbergi. Rihanna á einnig eign við ströndina í heimalandi sínu Barbados sem hún keypti árið 2013. Ef þú hefur einhvern tíman velt því fyrir því hvers konar heimili Rihanna mundi kaupa, sjáðu myndirnar hér fyrir neðan! Lesa meira

Breyttu bílnum í snotra íbúð: Kostnaðurinn kom þeim á óvart

Það er ekki bara á Íslandi sem ungt fólk á í erfiðleikum með að kaupa sér sína fyrstu fasteign því ungir Bretar hafa ekki farið varhluta af hækkandi fasteignaverði. Kærustuparið Adam Croft og Nikki Pepperell ákvað að fara heldur óhefðbundna leið í leit sinni að íbúð fyrir skemmstu. Í stað þess að lenda í skuldafangelsi það sem eftir er komust þau að þeirri niðurstöðu að hægt væri að fara ódýrari leið. Allt var þetta spurning um hvað þau gátu sætt sig við. Adam, sem er 29 ára, og Nikki, sem er 32 ára, ákváðu því að leita sér að flutningabíl… Lesa meira

Hann dýfir brauðinu í edik og afhjúpar um leið magnað húsráð

Edik er til margra hluta nytsamlegt og nýtist það ekki einungis til matargerðar. Á myndbandinu hér að neðan má sjá að það getur margborgað sig að eiga edik í eldhúsinu. Vissirðu til dæmis að þú getur dýft brauðsneið í edik og látið brauðsneiðina standa yfir nótt í ruslaskápnum til að losna við vonda lykt? Hvernig þetta ráð og fleiri til virka má sjá í myndbandinu hér að neðan. Birtist fyrst á DV.is Lesa meira

Þú hefur mögulega þrifið blandarann þinn á kolrangan hátt

Það getur verið ansi erfitt að þvo blandara eftir notkun, sérstaklega í ljósi þess að glerkönnurnar sem fylgja þeim mega í mörgum tilfellum ekki fara í uppvottavélina. Matarleifar eiga það til að festast undir hnífnum, á staði sem uppvottaburstinn nær ekki til. Oft þarf marga lítra af vatni úr krananum til að ná könnunni þokkalega hreinni. Til er einföld leið til að þvo könnuna, leið sem eflaust einhverjir hafa ekki áttað sig. Í myndbandinu hér að neðan má sjá þessa einföldu en árangursríku aðferð. Þar hafið þið það. Með því að láta smá uppvottalög og heitt vatn í könnuna og… Lesa meira

Ryksuguvélmennið þitt er að njósna um þig

Vélmennavæðingin felur í sér ýmis fögur loforð um að frelsa mannfólkið undan oki einhæfrar og erfiðrar vinnu og auðvelda okkur lífið á margan hátt. Ein birtingarmynd þess eru svokölluð ryksuguvélmenni sem gera eigendum þeirra kleift að nýta tímann sinn í eitthvað uppbyggilegra en að ryksuga. En eru ryksuguvélmennin flagð undir fögru skinni? Lesa meira

21 árs fatahönnuður gerir ótrúleg listaverk í hárið

Það er hægt að gera magnaða hluti við hár og sumir geta breytt sínum í listaverk og skúlptúr. Laetitia KY er 21 árs fatahönnuður frá Abidjan í Afríku sem hefur vakið mikla athygli fyrir hárið sitt. Laetitia deilir myndum af sínu hári á Instagram en innblásturinn fékk hún eftir að skoða hárgreiðslur hjá mismunandi ættbálkum í Afríku. Hér fyrir neðan eru nokkur af hennar hárlistaverkum sem sum tók margar klukkustundir að gera. Lesa meira

Litríkasta heimili sem við höfum nokkurn tíman séð

Amina Mucciolo, betur þekkt sem Studio Mucci, kann svo sannarlega að lifa lífinu í lit! Íbúðin hennar er svo ótrúlega litrík og falleg að meira að segja einhyrningar eru afbrýðisamir. Ljós fjólubláir veggir, pastel litaðir skápar, blómaveggur, Hello Kitty örbylgjuofn og litríkar pappírströnur sem hanga úr loftinu endurspegla töfrandi persónuleika Aminu. Heimilið hennar er ekki aðeins litríkt heldur er hún oft með regnbogafléttur, í litríkum fötum og með glimmer förðun. „Það skiptir mig mjög miklu máli að heimilið mitt endurspeglar mig og persónuleikann minn, og einnig eiginmann minn. Við viljum hafa rýmið okkar skemmtilegt, hamingjusamt og hvetjandi,“ sagði Amina við… Lesa meira

Innblástur fyrir heimilið: Plöntur

Fallegar plöntur gera ótrúlega mikið fyrir heimilið og hreinsa auk þess loftið. Grænar plöntur hafa róandi áhrif og sumar þeirra hjálpa þér að sofa eða draga úr líkum á því að þú fáir kvef. Við mælum því með því að allir bæti smá grænu inn á heimilið sitt. Hér eru nokkrar fallegar plöntumyndir frá Pinterest.   Lesa meira

Hamstrafjölskylda býr í smábæ sem tók 1984 klukkutíma að búa til

Það eru nokkrir litlir hamstrar sem búa í fallegum smábæ og borða þar agnarlítinn mat. Bærinn heitir Yumville og tók 1984 klukkutíma að búa hann til með miklum smáatriðum. Alvöru hamstrar búa í Yumville og hafa komið út níu þættir á YouTube um hamstrafjölskylduna sem elskar góðan mat. Sjáðu myndirnar hér fyrir neðan af Yumville. Neðst í greininni er fyrsti þátturinn þar sem hamstrafjölskyldan er kynnt til sögunnar. Lesa meira

ARKET: Smá innsýn í vöruúrvalið frá nýjasta merki H&M

Lífsstílsmerkið ARKET er það 11 sem kemur frá H&M keðjunni en fyrstu verslanirnar opna síðar á þessu ári. Verslanir ARKET munu bjóða upp á úrval fyrir konur, karla, börn og heimilið. Áherslan er á sjálfbærni, gæði og góða endingu. ARKET hefur opnað Instagram síðu og lofar þetta merki mjög góðu að okkar mati. https://www.instagram.com/p/BUzmfFfhDWs/?taken-by=arketofficial https://www.instagram.com/p/BU1Ak7whQRG/?taken-by=arketofficial https://www.instagram.com/p/BTrPCniByPW/?taken-by=arketofficial https://www.instagram.com/p/BU2E1h7BLar/?taken-by=arketofficial Vogue birti nokkrar myndir af vörum frá ARKET og hafa myndirnar fengið mjög góð viðbrögð: Lesa meira

Tíu uppfinningar sem við gætum alveg lifað án

Manneskjan er alltaf að reyna að finna upp á einhverri nýjung sem hægt er að markaðssetja og selja í massavís. Stundum er verið að reyna að svara þörf sem er til staðar hjá neytendum en oft reyna framleiðendur að skapa þörfina – eða telja fólki trúum að það bæti líf sitt með því að kaupa einhvern óþarfa. Hér eru nokkur dæmi um vörur sem við gætum til dæmis alveg lifað án. Klósettrúlluhöfuðfat Flestir kannast við það hvimleiða vandamál að þurfa að hafa pappír við höndina þegar maður er kvefaður. Engin myndi leggjast svo lágt að ganga með klósettrúllu á höfðinu.… Lesa meira

Rúna: „Þvotturinn er að minnsta kosti settur í helvítis vélina“

Rúna Sævarsdóttir býr með manninum sínum og þremur börnum í Noregi. Hún stundar fjarnám í sálfræði við Háskólann á Akureyri og er þar að auki bloggari á Öskubuska.is. Hún skrifaði pistil um súperkonur sem birtist fyrst á Öskubuska.is og gaf Bleikt góðfúslegt leyfi að birta hann hér fyrir lesendur okkar. Amma mín var súperkona eins og margar aðrar ömmur. Hún þvoði lengi vel þvottinn af börnunum sínum níu í læk skammt frá bænum sem þau bjuggu. Það var alltaf veisla þegar gesti bar að garði og ein af mínum uppáhalds minningum af ömmu er einmitt þegar ég elti hana inn… Lesa meira