Langar þig að búa í Undralandi?

Auglýsing fyrir eign til sölu hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum í dag, bæði fyrir útlit eignarinnar og einstaklega skemmtilegt götuheiti. Eignin er einbýlishús á tveimur hæðum með auka íbúð og er staðsett á Undralandi 6. Í byrjun árs 2016 var eignin að miklu leyti endurnýjuð, þar á meðal voru heimilistæki sem og gólfefni endurnýjuð. Fyrir áhugasama verður opið hús mánudaginn 23.janúar kl 17:00 til 17:30. Til að skoða fleiri myndir af eigninni kíktu hér. Lesa meira

Hús og Hillbilly slær í gegn – „Vefritinu er ætlað að bæta servíettu í servíettusafn íslenskrar myndlistar“

Ragnhildur og Margrét Weisshappel eru listaháskólagengnar systur, Ragga er myndlistarmaður og Magga grafískur hönnuður. Það sem tengir þær alveg sérstaklega er Hillbilly, síamstvíburinn þeirra beggja. „Hún tengir okkur saman,“ sögðu þær systur í samtali við Bleikt. „Hillbilly er góð blanda af okkur, hugmyndaríkari og hugrakkari en við í sitthvoru lagi.“ Ef lesandinn kemur alveg af fjöllum, er kannski vert að útskýra að Hús og Hillbilly er vefrit sem varpar ljósi á íslenska myndlistarmenn og starf þeirra. „Hillbilly spyr þá fullt af spurningum til að komast að því hvað þeirra veruleiki snýst um. Vefritinu er ætlað að bæta servíettu í servíettusafn íslenskrar… Lesa meira

Einstæð móðir flúði ofbeldisfullt samband og byggði hús frá grunni með hjálp YouTube myndbanda

Cara Brookins hefur ekki átt auðvelt líf og hefur þurft að glíma við erfiðar og hættulegar aðstæður með börnin sín fjögur. Fyrsta hjónabandið hennar endaði því eiginmaður hennar var með geðklofa og haldinn ofsóknaræði. Hún ákvað að skilja við hann til að vernda börnin því heimilisaðstæðurnar voru orðnar mjög hættulegar. Síðan kynntist hún öðrum manni sem var sterkur og lét henni líða eins og hún væri örugg. Nema sá maður var ekki allur eins og hann var séður. Þegar það byrjaði að líða á sambandið fór hann að beita hana andlegu og líkamlegu ofbeldi. Cara ákvað að það væri kominn… Lesa meira

10 falleg trend fyrir heimilið sem verða áberandi árið 2017

Pinterest hefur tekið saman helstu trendin fyrir árið 2017, alls 100 trend sem skiptast í nokkra flokka. Við höfum áður fjallað um trendin í förðun og tísku en nú förum við yfir heimilið. Samkvæmt Pinterest verða þessi tíu trend mest áberandi í heimili og hönnun á þessu ári. Marmaraveggfóður https://uk.pinterest.com/pin/424605071105031715/ Navy blár https://uk.pinterest.com/pin/424605071105031673/ Að "hygge" eins og danirnir https://uk.pinterest.com/pin/535506211926710562/ Inniplöntur https://uk.pinterest.com/pin/424605071105031719/ Kopar https://uk.pinterest.com/pin/424605071105031679/ Viðarflísar https://uk.pinterest.com/pin/424605071105031739/ Hiti í gólfum https://uk.pinterest.com/pin/424605071105031675/ Glært akríl (borð, rammar og fleira) https://uk.pinterest.com/pin/424605071105031709/ Sveitastíll https://uk.pinterest.com/pin/424605071105031731/ Nútímaleg náttborð https://uk.pinterest.com/pin/424605071105031736/ Lesa meira

Sjávarhitaprjón í Nauthólsvík – „Sjórinn hefur verið uppstretta margra góðra hugmynda“

„Upphafið á þessri tengingu milli prjónaskapar og sjósunds má rekja til ársins 2013 en þá héldum við prjónahönnunarkeppni með lopasundfötum. “ Svona byrjar spjall mitt og nöfnu minnar Ragnheiðar Valgarðsdóttur, en ég ákvað að hafa samband við hana eftir ábendingu um facebook hópinn Sjávarhiti - hekl og prjón. Það virðist vera einhver dularfullur strengur milli prjóns og sjósunds. Í það minnsta virðast ansi margir prjónarar stunda sjósund - og öfugt. Ragnheiður heldur áfram að segja mér frá. „Ahn Do, ástralskur sjónvarpsmaður var hér á landi og hafði frétt að hér væri synt í köldum sjó í lopa. Við redduðum honum… Lesa meira

Prjónaárið 2017 leggst vel í íslenska prjónara!

Prjón er hobbý sem á það til að taka dálítið yfir líf fólks sem byrjar á því. Möguleikarnir í prjóni eru endalausir og alltaf hægt að finna eitthvað nýjar útfærslur og aðferðir. Það er eitthvað ótrúlega nærandi við að skapa eitthvað áþreifanlegt með höndunum - eitthvað sem er mjúkt og hlýjar og gleður. Við ákváðum að heyra í nokkrum prjónurum og kanna hvernig prjónaárið 2017 legðist í þá. Gjörið svo vel! Kristjana Jónsdóttir 43 ára, prjónaði lítið til þrítugs. „Það er ekkert planað prjónaverkefni á árinu. Það sem eg sé fallegt geri eg bara. Ég er alltaf með nokkur verkefni… Lesa meira

Marmaraúr Línu Birgittu rjúka út fyrir jólin: „Viðtökurnar eru búnar að vera ótrúlegar“

Úr virðist vera jólagjöfin í ár hjá mörgum en flott úrval er af íslenskri hönnun á úrum fyrir þessi jó. Marmaraúrin frá lífsstílsbloggaranum og ofursnapparanum Línu Birgittu hafa fengið góðar viðtökur og eru alveg einstaklega glæsileg.  Þetta eru einu marmara úrin á Íslandi sem eru með ekta marmara skífu og ekki skemmir fyrir að þau séu íslensk hönnun. Það sem gerir úrin einstök er margbreytileiki línanna í marmaranum því úrin eru úr ekta marmara, þannig að engin tvö úr eru eins. Öll úrin eru úr ekta marmara, 100% ítölsku leðri og ryðfríu stáli en það eru þrjár týpur í boði… Lesa meira

Jóladagatal Bleikt 23. desember – Tölvutaska frá Scintilla

Desember er án efa uppáhalds mánuður okkar á Bleikt. Við ætlum því að vera með æðislegt jóladagatal hér á vefnum. Á hverjum degi fram að jólum ætlum við að gefa heppnum lesanda skemmtilega gjöf. Við mælum því með því að þið fylgist vel með hér á vefnum fram að jólum. Í dag 23. desember, Þorláksmessu, ætlum við að gefa tölvutösku frá Scintilla.   Það eina sem þú þarft að gera til þess að taka þátt í jóladagatalinu okkar í dag er að skrifa kveðju til okkar í athugasemdakerfinu hér fyrir neðan. Við drögum í fyrramálið og uppfærum þá þessa frétt… Lesa meira

Sjáðu hvað hún gerði með skærum, límbyssu og gamla brúðarkjólnum sínum

Tess Heidelberger gifti sig árið 1990 en brúðarkjóllinn, keyptur árið áður, var heldur betur í takt við tísku níunda áratugarins. Það fer ekki framhjá neinum þegar myndirnar hér fyrir neðan eru skoðaðar. Eins og gefur að skilja þótti kjólinn barn síns tíma og því höfðu dætur hennar engan áhuga á kjólnum sem í kjölfarið var geymdur ofan í rykföllnum kassa í geymslunni. Kjóllinn lá óhreyfður í um það bil 26 ár – eða þar til Tess fór inn í geymsluna að sækja jólaskrautið og fékk frábæra hugmynd. Vopnuð skærum og límbyssu tók hún gamla brúðarkjólinn og hófst handa við að endurnýta… Lesa meira

Gyðjan brýtur internetið!

Endurgerði forsíðu Paper magazine með Kim Kardashian fyrir herferðarmyndartöku á nýju Gyðjuúri ársins. Sigrún Lilja, oft þekkt sem Gyðjan, prýðir forsíðu Séð og Heyrt í dag. Sigrún Lilja er hönnuður og stofnandi íslensku hönnunarlínunnar Gyðju Collection og á forsíðunni er hún í hönskum og að sjálfsögðu með Gyðjuúrin ein klæða. Um er að ræða herferðarmyndir fyrir nýju Gyðjuúr ársins sem eru að slá í gegn en ljóst er að myndirnar munu vekja gríðarlega athygli enda ekki á hverjum degi sem þekktir íslendingar sjást í slíkum hlutverkum opinberlega. Aðspurð í viðtalinu í Séð og Heyrt hvernig þessi hugmynd að endurgerð Paper forsíðu Kim… Lesa meira

Öðruvísi jólatré – Alls konar hugmyndir!

  Jólatré þurfa ekki endilega að vera norðmannsþinur eða rauðgreni. Það er hægt að búa til jólatré úr nær hverju sem er. Það sanna myndirnar hér fyrir neðan! Fyrir gluggann Fyrir stigamanninn Á vegginn Fyrir smiðinn Fyrir trommarann Fyrir bókhneigða Fyrir mínímalistann Fyrir tölvuleikjanördinn Í lausu lofti Fyrir þann sem á geðveikt mikið af grænum eggjabökkum sem hann ætlar ekki að nota Lesa meira

IKEA endurnefnir nokkrar vörur eftir mest „gúgluðu“ sambandsvandamálunum

Ikea hefur komið af stað nýju verkefni í samvinnu við Åkestam Holst. Nú hefur fyrirtækið endurnefnt margar af vörunum sínum og fást nöfnin frá leitarvélinni Google. Nöfnin á vörunum passa við sambandsvandamál sem eru oftast „gúgluð“ í Svíþjóð. Til dæmis var nafni á skærum breytt í „Sonur minn spilar of mikið af tölvuleikjum“, þá er til dæmis tilvalið fyrir drenginn að fara að föndra, eða kampavínsglös sem heita núna „Þegar börnin fara að heiman,“ því jú, skála ekki margir foreldrar fyrir því? Ikea hefur áður vakið mikla athygli fyrir góðar hugmyndir, eins og nýleg auglýsingaherferð þar sem Ikea tekur glansmyndina í burtu og sýnir… Lesa meira

Jólailmur um allt hús! Einföld uppskrift sem kemur þér í jólaskap

  Lyktarskyn okkar hefur djúpar tengingar við alls konar minningar. Þið hafið örugglega upplifað að kastast 20 ár aftur í tímann við að finna lykt af gamalkunnu ilmvatni eða hárgeli. Þetta hefur aðstoðarritstýran til að mynda upplifað ítrekað, til dæmis við að finna ilminn af Obsession frá Calvin Klein, og Jane Hellen sjampóinu - báðar vörur voru vinsælar á unglingsárum hennar. Við tengjum jólin við ilm af greni, negul og appelsínum... svo fátt eitt sé nefnt. Hér er snjöll aðferð til að fylla húsið af dásamlegum jólailmi: Settu þurrt krydd í pott ásamt vatni og smá slettu af lyktarlausri olíu (eins… Lesa meira

Bjartsýnasta fólkið í bænum? – „Markmið: Ná að flytja inn fyrir jól!“

Við hjónin fjárfestum í íbúð sem við fengum afhenta núna í desember. Þegar við keyptum sáum við mikla möguleika og ákváðum strax að taka til hendinni þar sem við höfðum tækifæri á því að vera annarstaðar á meðan framkvæmdirnar stæðu yfir. Verkefnið: Umbreyta íbúð Stærð: 100m2 Upphafsdagur: 3. desember Markmið: Ná að flytja inn fyrir jól!   Við byrjuðum á því að fara á fund með innanhúsarkitekt, Berglindi Berndsen, sem fór yfir teikningar og myndir af íbúðinni með okkur og rýndi vel í það sem hægt var að gera. Hún kom með frábærar tillögur og erum við að fara eftir… Lesa meira

Anita Hirlekar hefur vakið athygli út um allan heim – „Ég nota fínustu flíkurnar mínar á mánudagsmorgnum og borða alltaf dýrasta súkkulaðið strax“

Anita Hirlekar er 30 ára Akureyrarmær, hún er útskrifuð með BA og MA úr fatahönnun frá Central Saint Martins í London. Anita er sjálfstætt starfandi fata- og textílhönnuður. Hún hannar undir eigin merki og hefur meðal annars sýnt á tískuvikunum í London og París, og víðsvegar um heiminn. Hugsjónin á bakvið merki Anitu er að bjóða konum einstakan listrænan klæðnað, með sterka áherslu á eligans og kvenleika sem spilar inn á persónuleika þeirra. Hönnun Anitu hefur vakið mikla athygli bæði hérlendis og erlendis, Anita hefur hlotið eftirsóknaverða styrkinn „Ones to Watch“ og föt frá henni hafa meðal annars birst í tímaritunum… Lesa meira

Þetta útskýrir lætin í nágranna þínum á efri hæðinni – Myndband

Býrðu í fjölbýli? Hefurðu einhverntíma legið andvaka og hugsað hvað í ósköpunum þessi læti eru sem koma frá nágranna þínum á efri hæðinni? Hvort að lætin séu mennsk eða það sé eitthvað dýrslegt í gangi? Hvort að nágranninn hafi verið að byrja að læra steppdans eða gangi um svona óþægilega hátt? Við höfum svarið fyrir þig í þessu myndbandi hér að neðan! Lesa meira

Ásdís Rán fékk sér bleikan sófa í nýju íbúðina – Vinnur að opnun nýs fyrirtækis

Ásdís Rán er auðvitað manneskja til að fá sér bleikan sófa! Við á Bleikt látum að sjálfsögðu ekkert bleikt fram hjá okkur fara og höfðum samband við þyrluflugmanninn og þokkagyðjuna Ásdísi, sem er nýflutt í nýja íbúð í borginni. Við heyrðum í Ásdísi og spurðum hana út í bleika sófann, nýja heimilið og það sem er á döfinni! Hvar er nýja heimilið? Nýja heimilið er í Miðbænum eða 105 rétt við Austurbæjarskóla þar sem dóttir mín stundar nám. Annas erum við alltaf með okkar heimili í Sofíu líka, en meðan þessi ófriður er í austur evrópu höfum við famelían komið… Lesa meira

Hvað ætlar þú að gera við alla korktappana af vínflöskum heimilisins? Hér er myndband með lausnir

Nú þegar hátíð ljóss og friðar er handan við hornið má búast við að í tilefni þess opni fólk svona eina eða tvær vínflöskur. Það getur verið erfitt að vera með húsið fullt af korktöppum en hér hefur facebook síðan 5-Minute craft komið með nokkrar frábærar lausnir á þessu heimsþekkta vandamáli. Hér fyrir neðan er myndband sem sýnir hvernig hægt er að nýta korktappa í allskonar sniðugt. Allar lausinirnar eiga það sameiginlegt að þær taka stuttan tíma eða 5 mínútur sem er bara ótrúlegt miðað við notagildið í sumum þeirra. Lesa meira

Hönnunarstúdíóið ALVARA: „Við leggjum áherslu á það að fara nýjar og tilraunakenndar leiðir við efnisnotkun.“

Hönnunarstúdíóði Alvara er spennandi stúdíó þar sem vöruhönnuðurinn Ágústa og fatahönnuðurinn Elísabet sem koma báðar úr Listaháskóla Íslands sameina krafta sína. Þær Ágústa og Elísabet ganga lengra en margir hönnuðir þegar kemur að samfélagsábyrð, þær hugsa mikið út í hráefnið sem þær nota og hvernig heimurinn og neytandinn eru að breytast. Skartgripalínan Silfra var fyrsta verkefnið úr smiðju ALVARA og fékk sú lína mikla og góða athygli en hún var frumsýnd á síðasta Hönnunarmars. Það er margt í á döfinni hjá ALVARA og við fengum þær Ágústu og Elísabetu til að segja okkur aðeins frá sjálfum sér og hönnuninni. Ævintýrið… Lesa meira

Handgert með hlýjum hug

Í Föndru á Dalveginum í Kópavogi er eitt fjölbreyttasta úrval af garni á landinu. Það er gott að fá aðstoð þegar maður velur í flík og þú kemur ekki að tómum kofanum hjá henni Erlu í garndeildinni sem veit bókstaflega allt um garn. Nú eru garndagar í Föndru og 20% afsláttur af öllu garni frá Katia, en Katia er spænskt fyrirtæki og leiðandi garnframleiðandi í Evrópu. Merino ullin kemur upprunalega frá Spáni og frá Katia kemur breið lína af Merinoull, Baby-Merino og 100% Merino, sem er vinsælasta garnið í dag og má þvo í vél, sem þykir mikill kostur. „Það… Lesa meira

Heimagerð pappírsjólatré – DIY leiðbeiningar frá Søstrene Grene

Í kringum jólin er virkilega skemmtilegt að föndra fallegt skraut. Þessi sniðugu jólatré geta verið upp í gluggakistunni, í hillu eða á matarborðinu og er hægt að stjórna stærðinni sjálfur. Søstrene Grene verslunin sendi frá sér þetta kennslumyndband en í verslunninni er hægt að fá blöðin í einhverjum stærðum. https://www.youtube.com/watch?v=ZrhXGZlR6Vw Lesa meira

Barnavöruverslunin I am Happy: Hágæðavörur fyrir barnið og barnaherbergið

I am Happy er án efa ein fallegasta barnavöruverslun landsins. I am Happy er með breitt vöruúrval og er þetta lítið fjölskyldufyrirtæki sem stofnað var á þessum degi fyrir fjórum árum síðan. Þar fást aðeins hágæðavörur sem allar eru valdar inn af Herdísi Elísabetu Kristinsdóttir eiganda verslunarinnar en hún er sjálf þriggja barna móðir. "Ég hafði lengi átt þann draum að opna barnavöruverslun," segir Herdís um glæsilegu búðina sína. Þar getur þú keypt gjafir, fatnað, skó, barnavörur, leikföng og ýmislegt fallegt í barnaherbergið. Í versluninni er meðal annars hægt að fá falleg reiðhjól frá FirstBike en það eru bestu jafnvægishjólin… Lesa meira