Mikil tímaskekkja í kynjaskiptum vörum – Fyrir hann eða hana?

Kynjamisrétti hefur verið mikið í umræðunni síðustu ár og ekki að ástæðulausu. Í mörg ár hafa konur barist fyrir jöfnum rétti sínum við karlmenn og margar baráttur hafa verið sigraðar. Þó eru enn atriði sem barist er fyrir að verði lagfærð og á mörgum stöðum í heiminum hafa konur ekki enn þá sigrað eina einustu baráttu. Það sem staðið hefur hvað helst upp úr í umræðunni hérlendis nýlega er launajafnrétti og gamaldags hugsunarháttur sem oft er kallaður „feðraveldið“. Það verður góður dagur þegar þesskonar hugsunarháttur verður gleymdur og grafin og einungis fjallað um hann í sögubókum í grunnskóla. En sá dagur er ekki komin… Lesa meira

Meðleikarar sem kom alls ekki saman

Stundum verður til ævilangur vinskapur milli meðleikara í kvikmyndum eða sjónvarpsþáttum. Fjölmörg dæmi eru einnig um að þeir hafi orðið ástfangnir. Síðan eru dæmi um stjörnur sem kom alls ekki saman þegar myndavélarnar voru ekki að rúlla. Marie Claire tók saman lista um nokkrar þeirra. Shannen Doherty og Jennie Garth: Beverly Hills: 90210 Doherty yfirgaf þættina eftir fjórðu seríu af þeirri ástæðu að henni kom ekki saman við meðleikara sína. Í viðtali við E! árið 2014, sagði Garth frá ágreiningi sínum við Doherty. „Við vorum saman í stúdíói 14-16 tíma á dag. Stundum elskuðum við hvor aðra og stundum langaði… Lesa meira

Sprenghlægilegar myndir af misheppnuðum kaupum af netinu

Færst hefur í aukana að fólk panti sér vörur af netsíðum og láti senda þær heim að dyrum. Þegar pantað er af netinu er varan oft ódýrari, fólk þarf ekki að fara út úr húsi og úrvalið er oft meira. Þetta eru meðal þeirra kosta sem fólk sér við þessa þjónustu. Ókostirnir geta þó verið heldur verri og hafa margir lent í því að fá ekki vöruna sem þeir bjuggust við. Sem betur fer sjá flestir húmorinn við þær misheppnuðu pantanir sem þeim hafa borist og er því vel hægt að hlæja að þeim. Halda svo bara áfram að panta… Lesa meira

Breytir myndum af börnunum sínum í ævintýri

Fjögurra barna faðir vildi taka skemmtilegar og öðruvísi myndir af börnunum sínum og fór því að leika sér að því að breyta umhverfinu með myndvinnsluforriti. John Wilhelm býr í Sviss með konu sinni og fjórum börnum. Faðir Wilhelms var mikill áhugaljósmyndari en sjálfum þótti honum ljósmyndun ekkert sérstök þegar hann var yngri. Það var svo ekki fyrr en Wilhelm fór á námskeið í myndvinnsluforritun og þrívíddarhönnun sem áhuginn kveiknaði fyrir alvöru. Bored Panda greinir frá því að Wilhelm hafi ákveðið að taka myndir af börnunum sínum og vinna þær öðruvísi heldur en venjulega. Útkoman er virkilega skemmtileg og auðvelt er… Lesa meira

Dagforeldrar vöxuðu augabrúnir tveggja barna án vitneskju foreldra

Tvær mæður komust að því að dagforeldrar barnanna þeirra höfðu tekið sig til og vaxað augabrúnir þeirra á meðan á daggæslu stóð án þeirrar vitneskju og samþykkis. Ég skoðaði andlitið á barninu og sá að það vantaði hluta af augabrúnunum hennar en hún fæddist með samvaxnar augabrýr, segir Alyssa Salgado, móðir Lilayah. https://youtu.be/dXhiESAmTGk Popsugar greinir frá því að sonur Glendu Maria Cruz hafi einnig verið í sömu daggæslu og að augabrúnir hans hafi líka verið vaxaðar sama dag og dóttir Alyssu. Báðar mæðurnar hættu að mæta með börnin í daggæsluna og verið er að rannsaka atvikin. Lesa meira

Systurnar Emilía og Halldóra hissa eftir gjafasendingu: „Hver á þessar nærbuxur?“

Emilía Guðrún Valgarðsdóttir sendi systur sinni Halldóru, sem býr í Norfolk í Virginiu,  pakka með gjöfum og sælgæti á dögunum. Sendingin komst fljótt og örugglega til skila en þær systur urðu þó virkilega hissa þegar bæst hafði við gjafirnar í kassanum. Halldóra systir sendir mér skilaboð til þess að þakka fyrir gjafirnar en spyr mig í leiðinni hver eigi þessar nærbuxur, segir Emilía Guðrún mjög hissa. Hvorki ég né Matti eigum þessar nærbuxur og eftir smá samtal komumst við að því að ekki var bara búið að bæta við nærbuxum heldur líka einhverju nammi og oststykki sem ég kannaðist ekki… Lesa meira

Tinna fór í brúðkaupsferð til Belfast – Kostir og gallar

Ég og Arnór minn giftum okkur sumarið 2016. Við ætluðum alltaf að gifta okkur 17. júní 2017 en hlutirnir breyttust hratt þegar pabbi minn veiktist þannig að við giftum okkur með stuttum fyrirvara og ákváðum að bíða með brúðkaupspartý og brúðkaupsferð. Það var svo í maí 2017, einhverjum 9 mánuðum eftir að við giftum okkur sem að ég sá einhverjar tilboðsferðir hjá Icelandair. Ég sá ferð til Belfast og ég heillaðist af þessu og sýndi Arnóri og við ákváðum strax að panta, ferðin var 26-29. okt 2017, alveg 14 mánuðum eftir giftingu en ég verð að segja að það var toppnæs… Lesa meira

Bríet Kristjánsdóttir leikkona í aðalhlutverki í Los Angeles: „Ég fékk hlutverkið og flaug beint á settið hjá Youtube“

Bríet Kristjánsdóttir er íslensk leikkona sem býr og starfar úti í London. Bríet hefur bæði leikið fyrir sjónvarpsþætti og kvikmyndir en nýjasta hlutverk hennar var tekið upp í Los Angeles. Ég fékk símtal frá leikstjóra þáttanna sem bað mig að koma í prufu, ég var stödd í Kaupmannahöfn á þeim tíma svo allt áheyrnarprufu ferlið fór fram í gegnum upptökur og Skype. Á endanum fékk ég hlutverkið og flaug beint til LA á settið hjá YouTube, segir Bríet í viðtali við Bleikt.is Mikla ástríðu fyrir kvennréttindum Þættirnir sem Bríet er að leika í núna heitir Life as a Mermaid og eru fjölskylduþættir sem fjalla um hafmeyju sem býr á landi. Hafmeyjan gengur í gegnum… Lesa meira

Ertu komin með nóg af Íslenska vetrinum? Kíktu þá á þessar myndir

Líður þér eins og veturinn hérna á Íslandi muni aldrei klárast? Endalaus kuldi, snjór og rok og það virðist vera alveg sama hvað þú gerir, þér er samt alltaf kalt? Þá ættir þú að kíkja á þessar myndir sem teknar voru í þorpinu Oymyakon í Síberíu þar sem frostið getur náð niður í -61°. Þorpið er talið vera eitt það kaldasta í heiminum þar sem fólk býr og þrátt fyrir að frostmarkið fari niður fyrir -50° er samt gert ráð fyrir því að nemendur mæti í skóla og aðrir til vinnu. Bored Panda greindi frá því að árið 1933 náðist kuldamet í… Lesa meira

Golden Globe 2018 – Stjörnurnar sameinuðust og mættu svartklæddar

Gold­en Globe verðlaun­in fara nú fram í 75. skipti í Beverly Hills. Hátíðin mark­ar upp­haf verðlaunahátíða kvikmyndaiðnaðarins í Hollywood og nær það hápunkti þegar Óskarsverðlaunin fara fram í mars. Golden Globes er fyrsta verðlaunahátíðin sem er haldin eftir að fjöldi kvenna steig fram og sakaði kvik­mynda­fram­leiðand­ann Har­vey Wein­stein um kyn­ferðis­lega áreitni og of­beldi. #Met­oo-bylt­ing­in setur svip á hátíðina meðal annars í klæðavali stjarnanna, sem mættu í svörtu til að sýna sam­stöðu með kon­um sem hafa tjáð sig um kyn­ferðis­lega áreitni í kvik­mynda­brans­an­um.     Lesa meira

„Þú hafðir engan rétt á því að misnota mig líkamlega og andlega“

Þegar ég var stelpa átti ég uppáhaldsfrænda. Hann er 10 árum eldri en ég og leit ég mikið upp til hans. Hann var að gera marga flotta hluti í lífinu sem mig langaði rosalega að gera sjálf, eins og að vera í hestum, eiga flotta jeppa og svo margt fleira.  Ég var 13 ára þegar ég fermdist og man þann dag svo vel þar sem þú minn flotti frændi komst á hestinum sem þú og mamma funduð handa mér. Mig langaði ekki í neitt meira en hest í fermingargjöf og þegar þú komst ríðandi inn í garð á Álftanesi á… Lesa meira

Mótorhjólamenn buðu upp á Andskötusúpu til styrktar Hugarafli

Sober Riders MC stóðu fyrr í dag fyrir sinni árlegu fiskisúpuveislu við Laugaveg 77. Þetta er sannkölluð Andskötusúpa þar sem ekki er boðið upp á neinn viðbjóð. Lifandi tónlist var í boði  og rífandi stemning. Súpu fengu gestir og gangandi án endurgjalds, en frjálsum framlögum var safnað fyrir Hugarafl, stuðningsfélag fólks með geðraskanir. Lesa meira

Jólasveininum stolið fyrir framan Austur – vegleg fundarlaun í boði

Skemmtistaðurinn Austur í Austurstræti í miðbæ Reykjavíkur hefur verið með jólamarkað, tónleika og aðra skemmtun síðustu daga, sem hefur verið vel sótt af gestum og gangandi. Aðfararnótt föstudags gerðist hinsvegar sá leiðinlegi atburður að Sveina, jólasveininum sem tók á móti gestum var stolið. „Sveinn og Snæfinnur voru í móttökunefnd meðan Ívar Daníels og Mummi voru að halda jólatónleika fyrir fullu húsi, svo skyndilega rétt fyrir miðnætti hvarf Sveinn,“ segir Víkingur Heiðar Arnórsson, framkvæmdastjóri Austur. „Starfsfólk Austurs skilur ekki hvernig hann gat horfið án þess að nokkur tæki eftir því þar sem hann er um 180 cm á hæð, rauður og… Lesa meira

Gunnar býður upp piparkökuhús til styrktar Barnaheill

Gunnar Hrafn Hall býður á Facebooksíðu sinni upp piparkökuhús til styrktar Barnaheill, Sem stendur er hæsta boð í 50.000 kr., en uppboðinu lýkur á hádegi í dag. Gunnar, sem starfar hjá Valka ehf., fór „all in“ í piparkökuhúsagerð í jólaskreytingarkeppni í vinnunni. Og uppskar fyrir erfiðið, eina rauðvínsflösku fyrir bestu einstaklingsskreytinguna. „Þetta er þriðja árið í röð þar sem ég er búinn að „hæpa“ þessa keppni upp úr öllu valdi,“ segir Gunnar. „Húsið er að vísu bara hluti af skreytingu deildarinnar sem er aðalkeppnin,  en svo er keppni um flottustu einstaklingsskreytinguna og flottasta búninginn og vann ég einstaklings skreytinguna.“ Þegar… Lesa meira

Jólahugvekja Höllu Tómasdóttur vísar í íslensk dægurlög –

Halla Tómasdóttir rekstarhagfræðingur og fyrrum forsetaframbjóðandi skrifaði jólahugvekju fyrir fullorðna þar sem hún vísar til íslenskra dægurlaga sem eru í uppáhaldi hjá henni. Bréfið birtir Halla á heimasíðu sinni. Þegar börnin mín voru ung, þá voru þau dugleg að skrifa jólasveinunum bréf og gefa þeim ýmiskonar góðgæti. Við foreldrarnir skemmtum okkur oft vel við að svara þeim. Við skrifuðum þeim bréf með vinstri hendi, bitum í kertin sem þau skildu eftir og borðuðum veigarnar. Oft náðum við að koma mikilvægum uppeldislexíum að í þessum bréfum, sem virkuðu, oft með ólíkindum vel. Þegar börnin stálpuðust og trúin á jólasveinana dvínaði, þá saknaði… Lesa meira

Star Wars stjörnurnar – Svipmyndir af stjörnum The Last Jedi

Í órafjarlægri vetrarbraut þá eru þau ekki alltaf í sama liði, en þegar tökum lýkur þá kemur leikurum Star Wars vel saman, hvort sem er á milli kvikmyndasena, á rauða dreglinum eða annars staðar. Elle.com tók saman nokkrar myndir af Instagram stjarnanna.   Laura Dern og Oscar Isaac https://www.instagram.com/p/BXgatGQgLY7/ Lupita Nyong'o, Joonas Suotamo, John Boyega og Kelly Marie Tran https://www.instagram.com/p/BciVn0-l1I2/ Mark Hamill https://www.instagram.com/p/BcrfG78FLja/ John Boyega og Kelly Marie Tran https://www.instagram.com/p/BchqAZqHBq0/ Gwendoline Christie og Laura Dern https://www.instagram.com/p/BcnerNQnRqF/ Rian Johnson, Daisy Ridley, Gwendoline Christie, Kelly Marie Tran, John Boyega og Mark Hamill https://www.instagram.com/p/BcNWe_alb0G/ Laura Dern og Oscar Isaac https://www.instagram.com/p/BcOKaI0n90K/ John Boyega, Daisy… Lesa meira

Myndband: Notaði leikfangalest til að færa gestum veitingar

Tim Dunn var ekkert að flækja hlutina þegar hann bauð í jólaboð síðustu helgi. Í stað þess að láta gesti sína fara sjálfa fram í eldhús að græja drykki fyrir sig, fór hann í geymsluna og dró fram gömlu leikfangalestirnar sínar. Lestarnar voru skreyttar með jólaljósum og síðan látnar ferja drykki og snittur til gesta. Lestarsporið var rúmir 12 metrar, en Dunn tímastillti lestarnar til að fara hringinn á tveggja mínútna fresti. Rúnturinn byrjaði í eldhúsinu, gegnum borðstofuna, bak við sófana í stofunni og svo aftur til baka fram í eldhús. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Dunn notar… Lesa meira

Mæðgur skora á þann sem keyrði á bíl krabbameinsveikrar dóttur að gefa sig fram

Í stöðufærslu sem Sandra Snæborg Fannarsdóttir birti á Facebook skorar hún á þann sem keyrði á bíl dóttur hennar að gefa sig fram. Dóttir hennar og eigandi bílsins er Súsanna Sif Jónsdóttir, 26 ára gömul, en hún greindist með krabbamein í vor og er í meðferð vegna þess og því kemur það sér afar illa að bílinn sé nú skemmdur. Hann er þó enn ökufær að hluta. „Nema rafgeymirinn detti aftur úr sambandi,“ segir Súsanna þegar Bleikt heyrði í henni. „Ég hef þurft að gera það þrisvar í þessari viku. Tengin eru of ryðguð og ég hef ekki haft tíma… Lesa meira

Langir lokkar yngsta meðlims Beckhamfjölskyldunnar

Victoria Beckham deildi nýlega á Instagram mynd af eiginmanni hennar David Beckham og yngsta barni þeirra, dótturinni Harper, sem er sex ára. Á myndinni sést vel sítt og fallegt hár Harper, sem aldrei hefur farið í klippingu. Hjónin hafa verið gift síðan árið 1999 og eiga saman synina Brooklyn 18 ára, Romeo 15 ára og Cruz 12 ára, auk Harper. Lesa meira

Rihanna í sokkapari sem kostar yfir 100 þúsund krónur

Ert þú ein/n af þeim sem þolir ekki að fá mjúka pakka að gjöf, hvað þá ef pakkinn inniheldur sokkapar? Líklegt er að þú myndir þá breyta um skoðun ef pakkinn inniheldur sokkaparið sem Rihanna klæðist hér, því parið kostar 1340 dollara eða tæpar 140.000 kr. Um er að ræða hvíta sokka frá Gucci með kristöllum í og voru þeir fyrst sýndir á í Miami á tískusýningunni Resort fyrir árið 2018. https://www.instagram.com/p/BcXm-PFDKQm/ https://www.instagram.com/p/BcXgU6gDT3N/ Hver veit nema við munum fljótlega sjá Fenty sokkalínu frá Rihönnu, en Fenty snyrtivörulínan og Fenty Puma x Rihanna línan hafa þegar fengið frábærar viðtökur.     Lesa meira

Notendur Twitter lýsa árinu 2017 í fjórum orðum og það er ekki jákvætt

Það eru þrjár vikur eftir af árinu 2017 og fólk er þegar byrjað að taka saman yfirlit yfir það besta og versta sem árið færði okkur. Notendur Twitter eru þar engin undantekning en fjölmargir notendur hafa tekið sig til og dregið árið saman í aðeins fjórum orðum.   Is He Gone Yet? #2017In4Words pic.twitter.com/I0iTkVXQb1 — BrokenPromisedLand (@VoteAngryNow) November 18, 2017 Election of Ignorant Bully#2017In4Words pic.twitter.com/tHIG7zRRci — Jenius (@PersianCeltic) November 18, 2017 Too many terror acts 😔 #2017In4Words — Josh (@jaythashooter) November 18, 2017   Make Obama President Again! #2017In4Words pic.twitter.com/zbOWMjVdJU — Allyn Beake (@AllynBeake) November 18, 2017 #2017In4Words Your idol's… Lesa meira

Jólabréf Höllu Tómasdóttur til barna hennar: „Verið ávallt meðvituð um orð ykkar og athafnir“

      „Nú langar mig að ræða mikilvægi þess að þið tileinkið ykkur sjálfsvirðingu. Þið eigið óumdeilanlegan rétt á að setja öðrum mörk og aðrir eiga engan rétt á hegðun eða gjörðum sem valda ykkur óþægindum og/eða vanlíðan. Elskið ykkur sjálf og líkama ykkar eins og þeir eru og látið strax vita ef einhver misbýður ykkur, veldur ykkur óþægindum, ótta eða óeðlilegri líðan,“ ritar Halla Tómasdóttir rekstarhagfræðingur og fyrrum forsetaframbjóðandi í opinberu jólabréfi til barna hennar, Tómasar Bjarts og Auðar Ínu. Bréfið birtir Halla á heimasíðu sinni. Í bréfinu sem ber heitið Virðing og heilbrigð samskipti, gefur Halla börnum sínum… Lesa meira

Gefðu táknræna jólagjöf – mömmupakki UN Women

Jólagjöf UN Women er mömmupakki fyrir nýbakaða móður í Zaatari flóttamannabúðunum í Jórdaníu. Mömmupakkinn er táknræn jólagjöf, jólakort sem myndar eins konar tjald og stendur eitt og sér. Um 80 þúsund manns búa nú í Zaatari eftir að hafa flúið stríðsátök og ofbeldi í Sýrlandi. Yfir 64.000 íbúanna eru konur og börn þeirra og á bilinu 60-80 börn fæðast í búðunum á viku. UN Women starfrækir griðastaði fyrir konur og börn þeirra þar sem konurnar hljóta vernd, öryggi, atvinnutækifæri og börn þeirra fá daggæslu. Á griðastöðum UN Women hafa konur á flótta tækifæri til að afla sér tekna með því… Lesa meira

Tamar semur ljóð um Klevis Sula „Drengurinn lést í okkar fallegu borg þar sem dauðinn lá lævís í leyni“

Sjómaðurinn og þriggja barna faðirinn, Mikael Tamar Elíasson, hefur vakið verðskuldaða athygli á samfélagsmiðlum fyrir ljóð sín. Nýjasta ljóð hans fjallar um Klevis Sula, unga manninn frá Albaníu sem lét lífið eftir hnífstunguárás á Austurvelli um síðustu helgi.  Harmleikur seilast í hugann á mér í Reykjavík lést ungur maður skiptir það máli hvaðan hann er eða er Ísland auðmjúkur staður Fólkið hans berst nú við alla þá sorg sem hamrar sem sleggja á steini „Drengurinn lést í okkar fallegu borg þar sem dauðinn lá lævís í leyni“ Með hjarta sem hafði drauma og þrár og ást til að gefa okkur… Lesa meira