Lindex og UNICEF fagna samstarfi um Sannar gjafir

Þriðja árið í röð taka Lindex og UNICEF höndum saman og bjóða viðskiptavinum upp á Sannar Gjafir sem bæta hag barna um heim allan. Sannar gjafir eru hjálpargögn fyrir börn í neyð og eru seld í verslunum Lindex sem falleg jólakort. Kortin eru skreytt með myndum af íslensku jólasveinunum sem Brian Pilkington teiknaði. Hvert jólakort inniheldur hjálpargögn sem UNICEF sendir til barna í neyð. Dæmi um þær gjafir sem eru í boði er til dæmis næringarmjólk Askasleikis fyrir vannærð börn, en í hverri 1.500 kr. gjöf eru 10 skammtar af orkuríkri þurrmjólk sem notuð er til að meðhöndla allra veikustu börnin á… Lesa meira

Horfðu á evrópska kvikmyndahátíð heima í stofu

Í samstarfi við RIFF býður ArteKino kvikmyndahátíðin til kvikmyndaveislu heima í stofu frá 10. - 17. desember. ArteKino hefur valið tíu framúrskarandi evrópskar kvikmyndir frá síðustu mánuðum og árum og verða þær allar aðgengilegar á netinu til 17. desember fyrir áhorfendur víðsvegar um Evrópu! ArteKino er evrópsk kvikmyndahátíð sem haldin er á netinu. Hún var stofnuð af ARTE og Festival Scope árið 2016 og í ár býðst áhorfendum frá 45 Evrópulöndum að horfa á tíu kvikmyndir með texta á fjórum tungumálum (frönsku, þýsku, ensku og spænsku). Áhorfendum býðst einnig að kjósa myndina sem hlýtur áhorfendaverðlaun að verðmæti 30,000€. Með því að kjósa gefst áhorfendum möguleiki… Lesa meira

Lítil hjörtu gleðja börn í efnalitlum fjölskyldum

Aðventan er tími til að gleðjast. Þá er föndrað í skólanum og maður fær að koma með lúxusnesti öðru hverju, jólasveinarnir fara um með gjafir í skó og svo koma jólin með öllum sínum dásemdum.  Eins yndislegur og þessi tími er, þá eru því miður sum börn sem fara á mis við ansi margt af því sem jafningjar þeirra fá og upplifa. „Við stofnuðum Lítil hjörtu til að styðja við bakið á börnum sem búa við fátækt svo þau geti notið jólanna á sama hátt og jafnaldrar þeirra. Við viljum að þau geti séð nýjustu jólamyndina, föndrað jólakort með spariglimmerinu sínu… Lesa meira

Myndband: Kendall Jenner stælir Rocky í jóladagatali LOVE

Í gær sögðum við frá jóladagatali LOVE tímaritsins. Á degi fjögur bregður Kendall Jenner sér í boxhanska Rocky, þar sem hún„leikur“ hann og konu hans Adrian. Rob Piela einkaþjálfari Jenner og eigandi Gotham Gym sá til þess að Jenner væri í toppformi við tökur myndbandsins. https://www.youtube.com/watch?time_continue=5&v=Vlv_rWiwp-0 Lesa meira

Myndband: Ashley Graham og fleiri fyrirsætur í kynþokkafullu jóladagatali

Fyrirsætan Ashley Graham er sú fyrsta sem birtist í jóladagatali tímaritsins LOVE fyrir árið 2017. Þetta er sjöunda árið í röð sem LOVE birtir slíkt jóladagatal og eykst áhorfið með hverju ári. Áætlað er að dagatalið í ár slái áhorfsmet ársins 2016, en 84 milljón áhorf voru það ár.Sem er kannski ekki skrýtið því hér má sjá margar af fallegustu konum og fyrirsætum samtímans fáklæddar í hinum ýmsu aðstæðum. Jóladagatalið í ár ber heitið #Staystrong og hvetja þær konur til að fagna kynhneigð sinni. https://www.youtube.com/watch?v=8DR0RhpKp2k Dagur 1 var sýnishorn af þeim fyrirsætum sem vænta má í dagatalinu. https://www.youtube.com/watch?v=vR3GJcsKwzE Dagur 3… Lesa meira

WC nektarsjálfa Kim Kardashian – taka tvö

Sjálfan sem Kim Kardashian tók af sér nakinni í mars 2016  og póstaði á samfélagsmiðla olli því næstum að netið pakkaði saman og lagðist af. En svo fór sem betur fer ekki (hvað ættum við þá að gera í vinnunni og við allan frítíma okkar), en núna reynir Kim aftur og póstaði hún mynd á Instagram þar sem sjá má hana nakta og þakta glimmer fyrir myndatöku fyrir Ultra Light línu hennar. https://www.instagram.com/p/BcGnZ0SFA32/ Myndin sem Kim póstaði var með skammstöfuninni BTS, sem útleggst Behind the Scenes eða bak við tjöldin. Lokaútkoman var mun settlegri. https://www.instagram.com/p/BcBufuIlLhl/ Ultralight línan samanstendur af glossum og highlighter.… Lesa meira

„Þegar ég uppgötva eitthvað nýtt í umhverfinu uppgötva ég líka eitthvað nýtt í sjálfri mér“

Sigurbjörg Vignisdóttir er 23 ára Grindavíkurmær, sem býr og starfar í Kaupmannahöfn. Hún lifir heilbrigðum lífstíl, leggur stund á jóga og stefnir á nám í jóga á nýju ári. Hún deilir hér með lesendum Bleikt af hverju hún ákvað að flytja til Kaupmannahafnar og hvernig lífið er úti. Þegar ég var 18 ára þá fór ég út sem aupair til Lúxemborgar hjá dásamlegu fólki sem ég er endalaust þakklát fyrir að hafa kynnst. Ástæðan fyrir því að ég ákvað að flytja til Danmerkur var sú að ég var stödd í Mílanó fyrr í vor og ætlaði að vera þar sem aupair en… Lesa meira

Jólaþorpið í Hafnarfirði opnar í dag

Jólaþorpið í Hafnarfirði opnar í fimmtánda sinn í kvöld kl. 18:00 með fjölbreyttri dagskrá á Thorsplani þegar ljósin verða tendruð á jólatrénu. Í ár er það enginn annar en Laddi, Þórhallur Sigurðsson, sem mun segja frá jólunum sínum sem ungur drengur í Hafnarfirði, tendra ljósin á jólatrénu og telja í nokkur jólalög. Lúðrasveit Hafnarfjarðar og karlakórinn Þrestir flytja jólalög og þá mun Jón Jónsson skemmta gestum þannig að það verður af nægu að taka fyrir alla fjölskylduna. Á laugardag verður ekki minna við að vera en þá eru „Syngjandi jól“ í Hafnarborg sem fyllist af söng og hátíðaranda þegar fjölmargir kórar… Lesa meira

Fimm prinsar sem enn eru á lausu

Það má vel vera að Harry bretaprins sé genginn út, en það leynast enn þá nokkrir prinsar (alvöru prinsar) á lausu. Hinn 23 ára gamli Abdullah, sonur Abdullah konungs og Rania drottningar, er ekki bara af aðalsættum, hann er líka Instagram stjarna með 1,1 milljón fylgjendur. Á meðal mynda sem hann hefur póstað eru sjálfa með vinkonu hans Angelu Merkel og hann að spila fótbolta. Fazza, krónprins Dubai, er þó með enn fleiri fylgjendur á Instagram eða 5,9 milljónir. Hann er 35 ára, mikill hestamaður og hefur unnið til verðlauna þar, en hann hefur líka gaman af hjólreiðum, klettaköfun, fálkatamningum… Lesa meira

Fyrirsæta í yfirstærð fær á sig gagnrýni – „Þetta er ógeðslegt, þú lætur eins og offita sé gott mál“

Íþróttafataframleiðandinn Academy Sports and Outdoors fékk Instagram fyrirsætuna Anna O-Brien í lið með sér til að auglýsa nýja fatalínu, BCG, en línan hentar konum sem eru í yfirstærð og línan fæst allt upp í stærð 3X. O´Brien hefur sjálf átt í erfiðleikum með að koma sér í ræktargírinn í mörg ár og segir að hluta af því megi rekja til þess að hún hefur aldrei fengið æfingafatnað í sinni stærð. „Bara það atriði getur verið mikil hindrun fyrir konur í yfirstærð til að fara að hreyfa sig.“ Myndaserían með O´Brien vakti mikla athygli og fékk fjölda læka, en eis og… Lesa meira

Myndband: Meghan Markle tekur breska prófið

Meghan Markle undirbýr að gerast breskur ríkisborgari og hertogaynja og í því felst að læra allt um breska sögu og siði. Nú er komið upp á yfirborðið árs gamalt myndband þar sem Markle tók þátt í smá prófi í bresku þáttunum Dave, þar sem hún var að kynna sjöttu seríu Suits þáttanna. Á þessum tíma voru hún og Harry bretaprins nýbyrjuð að hittast og í ljósi fregna um trúlofun þeirra og væntanlegt brúðkaup er myndbandið enn skemmtilegra. https://www.youtube.com/watch?time_continue=64&v=trFWwBjdQFM Lesa meira

Hvernig elskhugi ertu – Sætisvalið getur sagt til um það

Allt sem maður gerir hefur þýðingu, stundum ómeðvitað. Hver hefði trúað því að sætið sem þú velur barnum myndi segja til um hvernig elskhugi þú ert. Veldu þér sæti samkvæmt myndinni og lestu svo hér fyrir neðan. Sæti A: Þú ert sanngjarn elskhugi Þú veist hvers virði þú ert og þess vegna trúir þú því að samband þitt muni ganga upp. Þú ert alltaf brosandi, jákvæður og umkringdur vinum. Þú gerir einfaldlega alla í kringum þig hamingjusama. Hins vegar, vegna þess að þú veist hversu mikils virði þú ert, býst þú við miklu af samböndum þínum. En mundu, þú getur… Lesa meira

Jonna hvetur til hreyfingar með Facebookhóp – Hluti af lýðheilsuverkefni

Ragnheiður J. Sverrisdóttir, eða Jonna eins og hún er alltaf kölluð, stundar diplómanám í lýðheilsu við Háskóla Íslands. Hluti af náminu var verkefni um hvernig mætti nýta samfélagsmiðla til góðs og stofnaði Jonna hóp á Facebook sem hvetur meðlimi til hreyfingar. „Við áttum að gera heilsueflandi verkefni eða koma umræðu á framfæri á einhverjum samfélagsmiðli, einum eða fleiri. Ég ákvað að búa til hóp á Facebook, þar sem meðlimir eru hvattir til hreyfingar og umfram allt að finna hreyfingu sem hentar þeim og er skemmtileg,“ segir Jonna. Hópurinn heitir því skemmtilega, langa og réttnefnda nafni: Hreyfing er hundlétt og heillandi,… Lesa meira

Lýstu upp myrkrið – Bréfin þín geta bjargað lífi

  Herferð Amnesty International, Bréf til bjargar lífi, stendur yfir dagana 1. – 15. desember næstkomandi. Bréf til bjargar lífi er stærsti mannréttindaviðburður heims og fer fram samtímis í fjölmörgum löndum víða um heim. Allir geta tekið þátt og skrifað undir 10 áríðandi mál þar sem brotið hefur verið á mannréttindum einstaklinga og hópa sem sæta mannréttindabrotum og þrýsta um leið á stjórnvöld að láta af mannréttindabrotum. Markmiðið er að safna eins mörgum undirskriftum og hægt er. Skrifaðu undir og gefðu vonarljós í líf þeirra sem mega þola mannréttindabrot. Skrifa má undir á vefsíðu Amnesty. Í tengslum við herferðina mun… Lesa meira

Mest lesið vikunnar – Ert þú búin/n að lesa?

Varst þú búin/n að lesa fimm mest lesnu greinar síðustu sjö daga? Viðtal við Valla eiganda 24 Iceland, trúlofunarhringar, sönn ást, Ísland sem jólaáfangastaður og magnað ljóð eru viðfangsefnin. Mest lesið síðustu sjö daga er viðtal við Valþór Örn Sverrisson eiganda 24 Iceland. En hann þakkar dóttur sinni fyrir árangurinn og segir allt hafa orðið betra eftir að hún fæddist. Í öðru sæti er frásögn konu af hringskömm, en afgreiðslukona í verslun sagði trúlofunarhringa hennar glataða. Í þriðja sæti er saga af pari sem kynntist í leikskóla og gifti sig 20 árum seinna. Í fjórða sæti er nýtt og magnað… Lesa meira

„Hann ráfaði um ljúfsárar stundir vímaður varð hann þar undir“ – Nýtt magnað ljóð frá Tamar

Sjómaðurinn og þriggja barna faðirinn, Mikael Tamar Elíasson, hefur vakið verðskuldaða athygli á samfélagsmiðlum fyrir ljóð sín. Nýjasta ljóð hans fjallar um baráttu fíkilsins. Í depurð varð fíkillinn virkur hann gróf upp sitt helsjúka myrkur hann ýtti á forboðinn rofa og grét þar sem englarnir sofa Hann ráfaði um ljúfsárar stundir vímaður varð hann þar undir deyfðin hún bjargaði honum frá hrýmköldum stöðnuðum vonum Hann ásinn með loforðin reykti restarnar tók hann og sleikti hann hallaði höfðinu aftur dofinn varð orðvana kjaftur Með hyldýpisþungann á limnum faðir vor ert þú á himnum hann fann hvernig hönd fór að síga Í… Lesa meira

Hún svaraði fyrir sig þegar afgreiðslukona sagði trúlofunarhringinn hennar glataðan

Hringskömm, ef við getum kallað það það á íslenskunni, er fyrirbæri sem fyrirfinnst og felst í því að setja út á trúlofunar- og/eða giftingarhringa kvenna. Hringskömm felst í því að setja út á að hringurinn sé ekki nógu stór, nógu fallegur, nógu glitrandi, nógu dýr eða allt þetta og gert til að láta konunni sem hringinn ber líða illa og telja að maðurinn sem gaf henni hringinn elski hana ekki nóg. Auglýsingar keppast um að selja okkur þá hugmynd að því stærri, dýrari og meira áberandi sem hringurinn er því meiri sé ástin sem maðurinn ber til okkar. Ariel McRae… Lesa meira

Sigurður rekur íslenskan fjölmiðil í Noregi – Nýja Ísland

Sigurður Rúnarsson stóð uppi atvinnulaus árið 2013 eftir 15 ára starf í upplýsingatæknigeiranum. Hann leitaði að vinnu hér heima, sem tengdist námi hans og atvinnu, en þegar honum bauðst starf í Noregi ákvað hann að slá til og flutti út í janúar árið 2014, og starfar í dag sem forstöðumaður tölvurekstrar hjá reiknistofu samgönguráðuneytisins í Osló. „Ég er að upplagi mikill félagsmálamaður og hef starfað að þeim, var einn af stofnendum íbúasamtaka í Norðlingaholti og síðar varaformaður og formaður og þar ritstýrði ég vef samtakanna,“ segir Sigurður. „Þegar ég flutti til Noregs bauð ég fram starfskrafta mína í Íslendingafélaginu í… Lesa meira

Taylor Swift tilkynnir tónleikadaga í Bretlandi 2018

Taylor Swift hefur tilkynnt tónleikadaga hennar í Bretlandi fyrir árið 2018. Tónleikaferðalagið ber heitið Reputation líkt og nýútkomin plata hennar. Þrír tónleikar eru fyrirhugaðir, 8. júní í Manchester, 15. júní í Dublin og 22. júní á Wembley í London. Fyrsta lag plötunnar, Look What You Made Me Do, varð mest streymda lagið á 24 klukkustundum, eftir að textamyndband blaðsins náði 19 milljón áhorfum. Þegar opinbera myndbandið kom út náði það 43,2 milljón áhorfum á einum sólarhring. Miðar fara í sölu þann 1. desember næstkomandi. En þeir sem skrá sig á heimasíðu Swift fá tækifæri til að versla í forsölu sem… Lesa meira

Bára er þrefaldur fitnessmeistari eftir að hafa æft í fimm mánuði

Bára Jónsdóttir kom, sá og sigraði þegar hún keppti á bikarmótinu í fitness þann 18. nóvember síðastliðinn. Þar gerði Bára sem lítið fyrir og vann þrjá titla á mótinu og er hún fyrst kvenna til að ná þeim árangri. Árangur Báru er einnig afar athyglisverður í ljósi þess að hún var að keppa á sínu fyrsta fitnessmóti eftir að hafa æft íþróttina í aðeins fimm mánuði. Lesa meira

12 töfrandi áfangastaðir um jólin – Ísland efst á lista

Heimasíðan Simplemost tekur í nýlegri grein saman 12 staði víðsvegar um heim, staði sem eru töfrandi og góðir til að heimsækja um jólin, staði sem bjóða um á jólaskreytingar ásamt náttúrulegri fegurð. Og hvaða áfangastaður ætli lendi efst á listanum? Jú Reykjavík. Rennum stuttlega yfir hvaða 12 áfangastaðir ná á listann, en lesa má nánar um þá alla hér. 1) Reykjavík - Ísland Komdu um jólin og vertu fram yfir áramótin! Jólin á Íslandi eru einstaklega kósí, þegar fjölskyldur sameinast í matarboðum og skiptast á bókum að gjöf. Á gamlárskvöldi þá er venjan að sprengja flugelda. Báðir hátíðisdagarnar eru frábærir… Lesa meira

Var 50 klst. að gera Wonder Woman búning úr jógadýnu og límbandi

Rhylee Passfield, ástralskur förðunarfræðingur, notaði jógadýnu, límband og hugmyndaflugið til að endurgera búning Wonder Woman. „Ég byrjaði á því að vefja sjálfa mig í límband. Síðan klippti ég límbandið í snið, límdi á jógadýnu og límdi aftur saman.“ Næst útbjó hún brynjuna með límbyssu og gervinöglum. Skóna fann hún á næsta flóamarkaði og beltið, hlífar og höfuðbúnaður eru úr þunnum föndursvampti Búningurinn var ekki dýr, 30 dollarar eða um 3.000 kr., en það tók hins vegar um 50 klukkustundir að búa hann til. Brynjað var síðan bæði spreyjuð og handmáluð. Pilsið er gert úr vínyldúk sem límdur er á nærbuxur.… Lesa meira

Sjáðu stórglæsilegan giftingarhring Serenu

Fylgjendur Serenu Williams á Instagram fengu að sjá glæsilegan giftingarhring hennar þegar hún póstaði mynd í gær af dótturinni, Alexis Olympia, sem er næstum þriggja mánaða. Williams giftist Alexix Ohanian í ævintýralegu brúðkaupi þann 16. nóvember síðastliðinn í New Orleans í Louisiana. Dagurinn var sérstaklega valinn þar sem hann er afmælisdagur Anke móður Ohanian, en hún er fallin frá. https://www.instagram.com/p/BbzVaZungU7/ https://www.instagram.com/p/Bbuw10mH_Tg/ Lesa meira

Íslenskt handverk í boði á Óslóarsvæðinu fram að jólum

Tvær íslenskar handverkskonur, Hrafnhildur Brynjarsdóttir og Elísabet Steingrímsdóttir, bjóða nú framleiðslu sína til sölu á mörkuðum í Jessheim í Noregi, en íslenskt handverk er víða í boði á stórhöfuðborgarsvæðinu í Noregi fram að jólum. Hrafnhildur og Elísabet hanna, framleiða og selja vörur sínar. Hrafnhildur hefur verið að framleiða sína eigin jakka í yfir sex ár og selur víða á mörkuðum. En hún er ekki bara með jakka því hjá henni má einnig finna hálsklúta (buff) og höfuðhandklæði sem hún kallar handklæðaturban. Í samtali við vefsíðuna Nýja Ísland segir Hrafnhildur að hún njóti þess að selja vöru sína á mörkuðum en þar… Lesa meira