Húsin vaxa í gegnum skýin

Greinin birtist fyrst á vefsíðu Lifandi Vísindi og fékk Bleikt góðfúslegt leyfi til að birta hana með lesendum. Flókin tölvulíkön, bestu mögulegu efni og mikið ríkidæmi mynda meginstoðir þeirrar nýju kynslóðar alvöru skýjakljúfa, sem nú stefna til himna. Við sýnum hér leyndardómana að baki þessari byltingu og lítum nokkru nánar á þrjár merkilegustu byggingarnar sem nú eru að rísa. Bandaríkjamaðurinn Frank Lloyd Wright (1867-1959) er trúlega sá arkítekt sögunnar sem notið hefur almennastrar viðurkenningar. Árið 1959 sá hann fyrir sér skýjakljúf sem væri heil míla á hæð, sem sagt um 1.600 metrar. Hann taldi gerlegt að reisa slíka byggingu þá þegar, en… Lesa meira

Opið bréf til konunnar sem dæsti við afgreiðslukassann

Åsa Skånberg, 34 ára sænsk kona, hefur vakið talsverða athygli fyrir færslu sem hún ritaði um lítið atvik sem varð í stórmarkaði í Svíþjóð fyrir skemmstu. Í færslunni segir Åsa frá því að röð hafi myndast á kassanum þegar loksins kom að henni. Þegar hún var búin að greiða fyrir vörurnar raðaði hún vörunum ofan í pokann, en tók þá eftir því að konan fyrir aftan hana dæsti og virtist mjög óþolinmóð vegna þess hversu langan tíma það tók fyrir Åsu að raða vörunum ofan í innkaupapokana. Það sem konan vissi ekki er að Åsa hefur glímt við andleg veikindi… Lesa meira

Ónæmismeðferð veitir ný vopn gegn krabbameini

Greinin birtist fyrst á vefsíðu Lifandi Vísindi og fékk Bleikt góðfúslegt leyfi til að birta hana með lesendum. Vísindamenn eru önnum kafnir við að þróa nýja meðferð sem örvar ónæmiskerfi líkamans við að útrýma krabbafrumum, án þess að skaða heilbrigðar frumur. Ónæmismeðferð felur í sér nýja von um árangursríka meðferð gegn krabbameini og meðferðin er nærri því að opna okkur nýjar dyr. Þetta var ósköp venjulegur dagur á síðasta áratugi liðinnar aldar. En fyrir doktorsnemann á rannsóknarstofunni hjá krabbameinsvarnastofnun í Kaupmannahöfn var hann undraverður. Mads Hald Andersen sá nokkuð sem alla krabbameinsfræðinga dreymir um: Krabbameinsfrumur voru horfnar eins og dögg fyrir sólu.… Lesa meira

Konur þjást líka af klámfíkn: Missti vinnuna og hætti að borða

„Ég var hætt að borða og átti enga vini. Steininn tók úr þegar ég var rekinn úr vinnunni eftir að ég sofnaði við skrifborðið,“ segir hin 29 ára Jessie Maegan frá Devon á Englandi. Jessie þjáðist af klámfíkn. Sjálf segist hún hafa talið niður mínúturnar í að hún kæmist heim úr vinnu til að horfa á klámefni. Klám í kaffipásunni Jessie steig fram í viðtali við breska blaðið The Sun til að vara aðrar konur – og karla – við afleiðingum klámfíknar. Jessie, sem áður starfaði sem ritari, segir að hún hafi verið langt leiddur klámfíkill þegar henni tókst loks að snúa… Lesa meira

Leitin að hinu fullkomna andliti

Greinin birtist fyrst á vefsíðu Lifandi Vísindi og fékk Bleikt góðfúslegt leyfi til að birta hana með lesendum. Fegurð fer ekki aðeins eftir smekk eða menningu. Nýjar rannsóknir benda til að skynjun okkar á fallegu andliti sé að stórum hluta meðfædd. Vísindamenn geta meira að segja mælt sérstök heilaviðbrögð gagnvart fegurð. Það er vissulega óréttlátt, en fjölmargar rannsóknir hafa þó staðfest þetta á síðari árum: Útlitið hefur áhrif á líf okkar allt frá vöggu til grafar. Starfsfólk á fæðingardeildum sinnir fallegu börnunum betur en hinum. Í leikskóla og skóla verða fallegri börnin í uppáhaldi og kennurum hættir til að skella skuldinni fyrir… Lesa meira

Par reynir dans úr Dirty Dancing en rotast

Lokadansinn í Dirty Dancing þegar Johnny lyftir Baby upp yfir hausinn á sér er eitt af þekktustu atriðum kvikmyndasögunnar. Parið Andy, 51 árs, og Sharon, 52 ára, vildu endurgera lyftuna en það heppnaðist ekki eins og þau voru að vonast eftir. Í stað þess að Sharon endaði tignarlega í loftinu fyrir ofan hausinn á Andy þá rotuðust þau og þurfti að fara með þau á slysadeild. Myndir sem sýna parið reyna danslyftuna frægu hafa gengið eins og eldur í sinu um netheima. Parið hefur horft á myndina frægu oftar en 30 sinnum saman og vildu endurgera atriðið á brúðkaupsdaginn. „Það… Lesa meira

Keypti bara nauðsynjar í eitt ár: Sjáðu hvað hún sparaði mikið

Michelle McGagh var komin með nóg af því að eyða peningunum sínum í allskonar óþarfa. Fyrir rúmu ári brá hún því á það ráð að framkvæma tilraun; hún ákvað að verja heilu ári í að kaupa aðeins það sem hún þurfti á að halda og óhætt er að segja að Michelle hafi lært heilan helling af þessari tilraun sinni. Michelle, sem er búsett í London, segist hafa eytt um 10 þúsund pundum, eða um einni og hálfri milljón króna, á ári í það sem hún kallar óþarfa; á hún þá við mat og drykki á veitingastöðum, almenningssamgöngur og dýrar snyrtivörur… Lesa meira

Persónuleikinn mælanlegur í heila

Greinin birtist fyrst á vefsíðu Lifandi Vísindi og fékk Bleikt góðfúslegt leyfi til að birta hana með lesendum. Sálfræðingar lýsa persónuleika á grundvelli fimm meginþátta og nú eru taugasérfræðingar farnir að finna tengsl milli þessara þátta og starfsemi í heilanum. Hjá mjög útsæknu fólki eru umbunarheilastöðvar t.d. óvenju næmar. Þróunarsérfræðingar eru nú líka teknir að sýna því áhuga hvers vegna persónueinkenni fólks eru svo mjög mismunandi. Þeir telja að mismunandi persónuleikaeinkenni hafi reynst heppileg við mismunandi aðstæður í þróun mannsins. Hvernig stendur á því að sumt fólk kann því vel að vera á eilífum þeytingi milli staða, sækja fundi og ráðstefnur um… Lesa meira

Japanskur kafari hefur heimsótt sama fiskinn í 25 ár

Japanski kafarinn Hiroyuki Arakawa hefur verið vinur sama fisksins í 25 ár. Hann yfir sér einn af helgistöðum Shinto sem kallast torii og er undir Tateyama Bay. Yfir áratugina þá hefur hann kynnst sjávardýri sem syndir þar um. Sjávadýrið er fiskurinn Yoriko og er asískur "sheepshead," og eru þeir mjög góðir vinir. Þetta fallega og einstaka vinasamband náðist á myndband sem hefur gengið eins og eldur í sinu um netheima. Í myndbandinu sést Hiroyuki heilsa fiskinum með kossi. Ein nýleg rannsókn sýnir að fiskar geta þekkt mannsandlit. „Vísindamenn sýndu fiskum tvær myndir af mannsandlitum og þjálfuðu þá að velja eitt með því að skyrpa á myndina,“ sagði Dr. Cait Newport frá Oxford University við CNN. „Rannsóknarmennirnir ákváðu… Lesa meira

Það er eitthvað að sólinni

Greinin birtist fyrst á vefsíðu Lifandi Vísindi og fékk Bleikt góðfúslegt leyfi til að birta hana með lesendum. Nýjar rannsóknir benda til að sólin sé alls ekki jafn stöðug og talið hefur verið. Fjöldi sólgosa hefur verið niðri í öldudal og kannski munu þau hverfa alveg um tíma. Þetta er vísbending um óþekkt ferli í iðrum sólar sem kunna að hafa mikil áhrif á loftslag jarðar. Veturinn 2010 var óvenju kaldur í Norður-Evrópu. Margt bendir nú til að þetta hafi ekki verið tölfræðileg hending heldur að skýringuna megi leita til sólarinnar. Á þessu tímabili var virkni sólar óvenjulega lítil. Þessi litla virkni… Lesa meira

Skuggar sem láta mann horfa tvisvar

Allt og allir eru með skugga. Allir skuggar eru mismunandi eftir því úr hvaða átt ljósið kemur og stundum líta skuggar út fyrir að vera allt annað en þeir eru. Hér eru nokkrir skuggar sem láta mann horfa tvisvar. Sjáðu myndirnar sem Bored Panda tók saman. #1   #2   #3   #4   #5   #6 #7 #8 #9 #10 #11 #12 #13 #14 #15 #16 #17 #18 #19 #20 Lesa meira

Fyrst var hún hötuð en í dag er hún daglegt brauð

Greinin birtist fyrst á vefsíðu Lifandi Vísindi og fékk Bleikt góðfúslegt leyfi til að birta hana með lesendum. Þegar getnaðarvarnarpillur voru leyfðar sem getnaðarvörn í Bandaríkjunum árið 1960 var kynlíf á einu augabragði losað undan oki fjölgunarinnar. Kvenréttindakonur fögnuðu því að konur hefðu nú loks yfirráð yfir eigin líkömum en aðrar óttuðust að pillan myndi hafa í för með sér siðferðislega hnignun. Í dag er pillan nánast jafnalgeng og vítamín og er notuð af meira en 100 milljónum kvenna víðsvegar um heim. Aðvörun: Þetta efni kemur í veg fyrir egglos. Þessa aðvörun var að finna á miðanum á litla, brúna pilluglasinu sem… Lesa meira

Þegar þau voru í leikskóla sagðist hann ætla að giftast henni – Raunverulegt ástarævintýri

Börn sem eru „kærustupar“ í leikskóla eru með því krúttlegasta sem til er. Oftast endist það stutt og minningin um hvort annað verður fjarlægari með tímanum. En það er ekki raunin fyrir parið Laura Scheel og Matt Grodsky. Þau hittust fyrst þegar þau voru í leikskóla og ein af fyrstu minningum Matt er frá því að hann var í leikskóla með Lauru. „Ein af fyrstu minningunum mínum er þegar ég var þriggja ára og stóð fyrir framan leikskólabekkinn minn og tilkynnti að ég ætlaði að giftast henni einn daginn,“ skrifaði Matt á Instagram. En eftir leikskólann misstu þau samband þar til þau byrjuðu í framhaldsskóla. Laura og Matt… Lesa meira

D-Vítamín er lykillinn að varnarkerfi líkamans

Greinin birtist fyrst á vefsíðu Lifandi Vísindi og fékk Bleikt góðfúslegt leyfi til að birta hana með lesendum. Ótalmargar rannsóknir hafa leitt í ljós að D-vítamín skiptir sköpum fyrir heilsuna. Krabbamein, sykursýki, mænusigg, þunglyndi og ófrjósemi kunna öll að eiga rætur að rekja til D-vítamínskorts. Nú síðast komust vísindamenn að raun um að ekki er unnt að virkja ónæmiskerfið án D-vítamíns. Því má segja að þetta tiltekna vítamín gegni þremur mikilvægum hlutverkum. Það: • Stjórnar starfsemi ónæmiskerfisins • Stjórnar frumuvexti • Stjórnar hormónajafnvægi. Sólin getur framleitt vítamínið og ofgnótt er að finna í feitum fiski en engu að síður fáum við alltof… Lesa meira

Unglegar mæðgur vekja athygli – 63 ára móðir og þrjár dætur í kringum fertugt

Þessi taívanska fjölskylda er mögulega unglegasta fjölskylda sem við höfum séð. Fyrst kom innanhúshönnuðurinn og tískubloggarinn Lure Hsu öllum á óvart með unglegu útliti sínu en hún er 41 árs. Útlit hennar vakti mikla athygli og það tók ekki langan tíma fyrir netverja að átta sig á því að hún er ekki sú eina í fjölskyldunni sinni sem er svona ungleg. Lure á tvær systur, Sharon 36 ára og Fayfay 40 ára. Báðar líta einnig út fyrir að vera helmingi yngri en þær eru. Dæturnar fengu þetta unglega útlit frá móður sinni en þú átt aldrei eftir að geta giskað á aldur hennar með því að horfa á mynd af henni. Hún… Lesa meira

Plöntur eru lyfjaverksmiðjur framtíðar

Greinin birtist fyrst á vefsíðu Lifandi Vísindi og fékk Bleikt góðfúslegt leyfi til að birta hana með lesendum. Nýlega hafa bandarískir vísindamenn framleitt marksækið persónulegt krabbameinslyf – í tópaksplöntu. Þessi árangur er dæmi um hvernig endurforrita má plöntur í lyfjaverksmiðjur. Í framtíðinni geta plöntur framleitt lyf gegn margs konar sjúkdómum með skjótvirkari og ódýrari hætti en hefðbundnar aðferðir. Bandarískir vísindamenn hafa um þessar mundir náð merkum áfanga í að gera plöntur að hátæknivæddum lyfjaverksmiðjum. Með erfðafræðilega endurforrituðum plöntum hefur nefnilega tekist að framleiða marksækin persónubundin lyf gegn alvarlegum eitilfrumukrabba sem nefnist non-Hodgkin´s-lymphoma. Þó þversagnakennt megi teljast þá er lyfið framleitt í tóbaksplöntu.… Lesa meira

Leyndardómar regnskóganna

Greinin birtist fyrst á vefsíðu Lifandi Vísindi og fékk Bleikt góðfúslegt leyfi til að birta hana með lesendum. Langflestar af milljónum tegunda jarðar lifa í hitabeltinu. Ekki er vitað hvers vegna úir og grúir af svo miklu meira lífi þar en annars staðar á hnettinum, en líffræðingar hyggjast finna svarið. Í því augnamiði rannsaka þau nú tré í 40 af skógum hnattarins. Það má ferðast heila 2.000 km frá Venesúela til suðurhluta Perú án þess að fara yfir einn einasta veg. Hálfa vegu á þessu einstaka svæði er að finna þjóðgarðinn Yasuní í Ekvador, einn af markverðustu stöðum heims. Árið 2010, sem… Lesa meira

Er sorg alltaf fylgifiskur dauðsfalls?

Greinin birtist fyrst á vefsíðu Lifandi Vísindi og fékk Bleikt góðfúslegt leyfi til að birta hana með lesendum. Í Asíu er að finna allmörg menningarsvæði þar sem fólk sýnir engin ummerki sorgar í tengslum við dauðsföll. Besta dæmið er að finna á Balí. Balí er hluti Indónesíu og í rannsókn sem gerð var allmörgum árum reyndist Indónesía eina landið af þeim 75 sem rannsóknin náði til, þar sem fólk grét ekki í tengslum við andlát. Á Balí má þvert á móti sjá fólk ganga um brosandi eða jafnvel hlæjandi og segja frá andláti ástvinar. Hafi t.d. ung kona misst eiginmann… Lesa meira

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Greinin birtist fyrst á vefsíðu Lifandi Vísindi og fékk Bleikt góðfúslegt leyfi til að birta hana með lesendum. Eineggja tvíburar hafa mismunandi fingraför, en er erfðaefni þeirra nákvæmlega eins? Eineggja tvíburar verða til þegar hið frjóvgaða egg er búið að skipta sér einu sinni og frumurnar tvær skilja sig hvor frá annarri og þróast síðan hvor um sig áfram í fóstur og barn. Í upphafi eru eineggja tvíburar þess vegna erfðafræðilega alveg eins, enda myndaðir úr sömu eggfrumunni. Það er þannig ógerlegt að gera greinarmun á þeim með DNA-rannsókn. Það hefur hins vegar komið í ljós að á fósturstigi getur… Lesa meira

Fimm vinir hafa tekið sömu myndina í 35 ár

Það getur verið erfitt að halda sambandi við bestu vini sína úr framhaldsskóla. Fólk flytur í burtu, stofnar fjölskyldu, er upptekið við vinnu og allt í einu er ekkert eins og það var. Það skipti fimm vini frá Santa Barbara, Kaliforníu, miklu máli að halda sambandi. Á fimm ára fresti hittist hópurinn til að endurgera mynd sem þeir tóku fyrst árið 1982 og hefur komið til með að skilgreina vináttu þeirra. Árið 1982 voru þeir í fríi saman nálægt Copco Lake í norður Kaliforníu. Þá voru þeir nítján ára og ákváðu að taka eina skemmtilega sumarmynd. Síðan þá hafa þeir ákveðið… Lesa meira

Lónið hverfur á þremur dögum

Greinin birtist fyrst á vefsíðu Lifandi Vísindi og fékk Bleikt góðfúslegt leyfi til að birta hana með lesendum. Merzbacher lónið í Tien Shan fjöllunum í Kirgistan myndast úr leysingavatni. Á hverju sumri hverfur vatnið á innan við þremur sólarhringum. Vísindamenn fýsir að komast að raun um hvað veldur. Á sama tíma ár hvert myndast furðulegt fyrirbæri á landamærum Kirgistan, Kasakstan og Kína en um er að ræða Merzbacher lónið sem myndast úr leysingavatni frá jökli sem kallast Inylchek. Þegar lónið nær hámarki sínu tæmist það skyndilega og meira en 250 rúmmetrar vatns streyma úr því á örfáum dögum. Vatnið rennur… Lesa meira

Sjáðu bestu myndirnar frá ljósmyndaverðlaunum iPhone 2017

Það þarf ekki endilega flotta og dýra myndavél til að ná góðum myndum. Það var nýlega tilkynnt 2017 iPhone ljósmyndaverðlaunin og myndirnar eru ótrúlegar. Ljósmyndarar frá yfir 140 löndum tóku þátt í keppninni og kepptu í mismunandi flokkum eins og portrett, abstrakt og lífsstíll. Sjáðu myndirnar hér fyrir neðan. #1 Dina Alfasi frá Ísrael, 1.sæti, Fólk   #2 Branda O Se frá Írlandi, 1.sæti, Ljósmyndari ársins   #3 Joshua Sarinana frá Bandaríkjunum, 2.sæti, Ferðalög   #4 Sebastiano Tomado frá New York, "Grand prize winner," Ljósmyndari ársins #5 Dongrui Yu frá Kína, 2.sæti, Dýr   #6 Magali Chesnel frá Frakklandi, 1.sæti, Tré   #7 Gabriel Ribeiro frá Brasilíu, 1.sæti, Portrett   #8 Szymon Felkel frá Póllandi, 1.sæti, Börn   #9 Barry Mayes frá Bretlandi, 3.sæti, Börn   #10 Smetanina Julia frá Rússlandi, 2.sæti, Blóm   #11 Yeow-kwang Yeo frá Singapúr, 2.sæti, Ljósmyndari ársins   #12 Maria K. Pianu frá Ítalíu, 3.sæti, „The America I Know“   #13 Varvara Vislenko frá Rússlandi, 2.sæti, Börn… Lesa meira

Tíu ára drengur hefur fundið upp snilldar tæki til að koma í veg fyrir að börn deyi í heitum bílum

Síðan 1998 hafa í kringum 712 börn dáið vegna hitaslags í Bandaríkjunum eftir að hafa verið skilin eftir í bifreiðum í miklum hita. Það þarf ekki meira en fimmtán mínútur í funheitum bíl til þess að barn hljóti lífshættulegan nýrna- eða heilaskaða af völdum hitans. Flest börn sem deyja eftir hitaslag í bíl eru undir tveggja ára aldri. Gæludýr geta einnig dáið á sama máta. Í mörgum fylkjum Bandaríkjanna er ólöglegt að skilja börn eftir í bílum. Hér má sjá forvarnarmyndband sem Northview sýsla í Missouri styrkti. Tíu ára drengur frá Texas hefur fundið upp tæki sem vonandi gerir þessi… Lesa meira

Górillan Zola slær í gegn með rosalega danstakta – Ný „Flashdance“ stjarna fædd

Górillan Zola hefur gjörsamlega heillað netverja upp úr skónum og slegið í gegn vegna danshæfileika sinna. Myndband af Zola dansa og snúa sér í hringi í stórum vatnsbala hefur vakið mikla athygli. En það vantaði eitthvað, lagið „Maniac“ úr kvikmyndinni „Flashdance“ sem kom út árið 1983. Útkoman er stórkostleg þegar laginu er bætt við dans Zola. Síðan þá hafa verið sett hin ýmsu lög við þessa glæsilegu danstakta. Hér geturðu horft á upprunalega myndbandið. Lesa meira