Jane Fonda, 79 ára, án „photoshop“ á forsíðu Town & Country

Leikkonan Jane Fonda ber aldurinn svo sannarlega vel, orðin 79 ára (hún verður 80 ára 21. desember næstkomandi). Fonda er á forsíðu nóvemberblaðs Town & Country og er myndin óunnin, það er Photoshop er ekki notað til að „laga“ útlit leikkonunnar. Fonda hefur verið andlit L’Oréal frá árinu 2014 og gekk tískupallana fyrir tískumerkið á tískuvikunni í París núna í ár. Fonda hefur talað opinskátt um lýtaaðgerðir sem hún gekkst undir þegar hún var yngri að árum, en það kom engu að síður flatt upp á hana þegar hún var spurð út í þær í viðtali núna í september. Þáttastjórnandinn… Lesa meira

Beyoncé gefur út nýtt myndband í tilefni af alþjóðlegum degi stúlkna

Í tilefni af alþjóðlegum degi stúlkna á miðvikudag gaf Beyoncé út nýtt myndband við lagið Freedom. Í myndbandinu sjást stúlkur mæma og dansa við lagið, auk ýmissa upplýsinga og tölfræði um þá erfiðleika sem stúlkur þurfa að kljást við víðsvegar um heiminn, þar á meðal HIV, mansal, skort á menntun og barnahjónabönd. https://www.facebook.com/beyonce/videos/1738873386408327/     Lesa meira

Myndband: Bónorð með aðstoð „flash-mob“

Krakkarnir í House of Swag dansstúdíóinu í Dublin í Írlandi skipulögðu „flash-mob“ í síðustu viku. Það var þó aðeins meira á bak við dansinn en bara að bjóða upp á skemmtun fyrir gesti og gangandi því ungur ferðamaður óskaði eftir aðstoð þeirra í gegnum Facebook við að biðja unnustunnar. https://www.facebook.com/HouseofSwagDanceStudio/videos/1968206856726299/ Lesa meira

Bleiki dagurinn er í dag – Tökum þátt og klæðumst bleiku

Bleiki dagurinn er haldinn í dag, föstudaginn 13. október 2017. Þennan dag hvetur Krabbameinsfélagið alla landsmenn til að sýna samstöðu með þeim konum sem greinst hafa með krabbamein, klæðast bleiku og hafa bleikt í fyrirrúmi. Stuðningur okkar allra skiptir máli. Við hvetjum fyrirtæki til að taka þátt í Bleika deginum og kynna sér nýtt fræðsluefni um krabbamein á vinnustöðum. Þar er að finna haldgóðar og aðgengilegar upplýsingar um hvernig hægt er að styðja vinnufélaga sem greinst hefur með krabbamein. Með því að hafa samband við krabbameinsfélagið á krabb@krabb.is er hægt að fá sent veggspjald sem tilvalið er að hafa uppi til dæmis á kaffistofu vinnustaðarins. Krabbameinsfélagið þakkar… Lesa meira

Írskir bændur gefa út dagatal til styrktar góðgerðarmálum

Nýtt dagatal með írsku bændunum er komið út. Þetta er níunda árið í röð sem þeir fækka fötum á dagatali til styrktar góðu málefni. Dagatöl þeirra árin 2015 og 2016 voru söluhæst allra dagatala þar í landi og einnig hafa þau verið pöntuð til Bandaríkjanna, Ástralíu, Englands, Þýskalands, Brasilíu, Frakklands, Hong Kong og Suður-Afríku. Í dagatalinu fyrir árið 2018 eru bændur frá Cork, Kilkenny, Wexford, Tipperary, Roscommon, Derry og Dublin. Þeir eru allir skyrtulausir og sumir deila sviðsljósinu með geitum, hænum, hundum, kindum, kanínum og svínum.   Lesa meira

Móðir fær veikindaleyfi úr vinnu – Laug að dóttirin væri með anorexíu

Hvernig liði þér að heyra að móðir þín hefði beðið um og fengið veikindaleyfi frá vinnu, til að sinna þér og sjúkdóminum sem þú glímir við, nema þú ert fullorðin og glímir ekki við sjúkdóm? 32 ára gömul kona deildi færslu inn á síðuna Mumsnet, en færslan var síðar fjarlægð, þar sem hún sagði frá að móðir hennar hefði fengið sex mánaða veikindaleyfi frá vinnu. Ástæðan? móðirin sagði við vinnuveitanda sinn að hún þyrfti á fríi að halda til að hjálpa dótturinni að ná sér vegna baráttu sinnar við anorexíu. Konan bætti við að móðirin hefði óskað eftir og fengið… Lesa meira

Louboutin gefur út barnalínu

Christian Louboutin, skóhönnuðurinn sem hannar fallega og rándýra skó, er kominn í samstarf við Gwyneth Paltrow og síðu hennar Goop um skólínu fyrir börn. Línan sem heitir því skemmtilega nafni, Loubibaby og kemur í sölu í nóvember er gullfalleg, en verðmiðinn er ekki á allra færi, um 250 dollarar fyrir parið. Skólínan verður enn sem komið er aðeins til í verslunum Goop í New York, Los Angeles og Miami og á vefsíðunni, sem sendir ekki til Evrópu. https://www.instagram.com/p/BZ4SvG7n0FA/ https://www.instagram.com/p/BaB_vP_Ff9s/ https://www.instagram.com/p/BZ7FxmfFh-v/ Lesa meira

Fékk skítkast fyrir að pósta myndbandi um nefháralengingar

Bloggarinn Sophie Hannah Richardson ákvað eftir að hafa lesið um nefhár að sýna fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum nýja aðferð við að nota fölsk augnhár. En það sem hún ætlaði sem grín snerist upp í andhverfu sína og hefur hún fengið yfir sig aragrúa af reiðum skilaboðum. Sophie Hannah Richardson las grein um að nefhár væru að verða það nýjasta nýtt og eitthvað sem allir ættu að vera með. Í gríni ákvað hún að gera og pósta myndbandi þar sem að hún sýnir hvernig nota má fölsk augnhár til að fá nefhár. Fljótlega byrjuðu notendur Facebook að pósta neikvæðum skilaboðum undir… Lesa meira

Brúðhjón buðu upp á fjögurra hæða pizzu í stað köku

Brúðhjónin Jess Melara og Tony Sanchez ákváðu að fara aðra leið en flest brúðhjón þegar kom að veitingum í brúðkaupsveislu þeirra. Brúðhjónin, sem giftu sig í desember í fyrra, slepptu brúðarkökunni og buðu í staðinn upp á pizzu, fjögurra hæða að sjálfsögðu. https://www.instagram.com/p/BPKnwALAYym/ https://www.instagram.com/p/BOIu-GZD6Tc/ Lesa meira

Hvernig eru skórnir á litinn? – Sitt sýnist hverjum

Munið þið eftir kjólnum sem gerði allt vitlaust fyrir tæpum 3 árum? Fólk var ýmist á því að hann væri blár og svartur, eða hvítur og gylltur. Svo var reyndar einn og einn sem sá einhverja allt aðra liti. Og nú er komin ný flík sem veldur deilum um hvernig hún er á litinn. Að þessu sinni eru það strigaskór og eru sumir á því að þeir séu bleikir og hvítir, á meðan aðrir segja þá gráa og grænbláa. Myndinni var deilt í Facebook í Bretlandi, sem telur 98 þúsund meðlimi og á stuttum tíma höfðu yfir 1000 athugasemdir verið… Lesa meira

Kardashian fjölskyldan er svona lengi að vinna fyrir þínum launum

Þá er vinnudeginum lokið eða að ljúka hjá okkur flestum og því upplagt að athuga hversu lengi Kardashian fjölskyldan er að vinna fyrir laununum sem við, venjulega fólkið, erum með. Og það er skemmst frá því að segja: ekki lengi. Það er til vefsíða sem reiknar þetta hreinlega út fyrir okkur. Samkvæmt frétt á vef Hagstofunnar voru heild­ar­laun í fullu starfi að meðaltali 667 þúsund krón­ur á mánuði, sem gerir 8.004.000 kr. á ári. Hversu lengi eru Kim, Khloe, Kourtney, Kylie, Kendall og Kris að þéna þá upphæð. Smelltu hér til að reikna miðað við þín laun. Kim, sem þénar… Lesa meira

Þetta gerist þegar fólk gerir eitthvað allt annað í vinnunni en að vinna

Á venjulegum vinnudegi myndi þér aldrei detta í hug að eyða sex klukkustundum í að búa til listaverk úr snakki, sauma út myndir af öllum vinnufélögunum eða annað álíka sniðugt, nema þú að sjálfsögðu vinnir við slíkt.   Við þekkjum það öll að hugur okkar á til að flakka frá verkefnum vinnunnar yfir í eitthvað allt annað. Á Bored Panda er kominn stórskemmtilegur þráður þar sem einstaklingar hafa deilt myndum af því sem þeir hafa gert á vinnutíma sem tengist vinnunni þeirra lítið sem ekkert. Lesa meira

Disney prinsessur í nútímalegri búningi

Ævintýri Disney eru listamönnum eilíf uppspretta nýrra útgáfa og hugmynda. Listamenn og hönnuðir um allan heim hafa endurgert og uppfært hetjur og skúrka ævintýranna í nýjar útgáfur, búninga og aðstæður. Einn af þeim er Fernanda Suarez, stafrænn listamaður frá Chíle, sem byrjaði á Mjallhvíti í júlí árið 2016 og hefur hún nú fært átta prinsessur Disney í nútímalegri búning. Suarez er enn að vinna að seríunni. Skoða má fleiri myndir Suarez á Facebook, Instagram, Deviant art og Patreon. Lesa meira

Kit Harington hræddi líftóruna úr kærustu sinni

Maður myndi halda að Kit Harington og Rose Leslie, unnusta hans og fyrrum meðleikkona í Game of Thrones, séu vön því að sjá hluti sem manni bregður yfir. Til dæmis með því að vera á setti og sjá meðleikurum breytt í hin ýmsu gervi, sem hræða myndu venjulegt fólk. En Harington tókst að bregða Leslie all verulega 1. apríl síðastliðinn og afraksturinn sýndi hann nýlega í þætti Jonathan Ross. „Eins og þið sjáið þá er Leslie ekki vön hrekkjabrögðum á fyrsta apríl, fjölskyldan mín gerir þau alltaf, en ekki hennar fjölskylda,“ segir Harington. „Hún grét á eftir, þetta fór ekki… Lesa meira

Vivienne Westwood baðar sig einu sinni í viku – segist ungleg þess vegna

Okkur langar öll til að viðhalda æskuljómanum, unglegri húð og líta út fyrir að vera ungleg og í því tilviki ættum við kannski að fara að fordæmi fatahönnuðarins Vivienne Westwood og baða okkur sjaldnar, en Westwood sem er orðin 76 ára gömul, hefur lýst því yfir að hún baði sig einu sinni í viku og það valdi unglegu útliti hennar. Eftir sýningu eiginmanns hennar, Andreas Kronthaler, á tískuvikunni í París, sagði hún að „fólk ætti ekki að þvo sér svona mikið,“ ef það vildi halda húð sinni unglegri útlits. Eiginmaðurinn bætti síðan við að Westwood baðaði sig bara einu sinni… Lesa meira

Myndband: Steindi Jr. skorar á ferðamenn að syngja erfiðasta karaókílag í heimi

Í nýjusta kynningarmyndbandi Inspired by Iceland kennir Steindi Jr. ferðamönnum allt um Ísland, með karaókísöng. Lagið er á ensku, með dassi af helstu orðunum, sem ferðamenn þurfa að læra, á íslensku. Lagið heitir The Hardest Karaoke Song in the World og líklega munu margir ferðamenn eiga fullt í fangi með að bera fram íslensku orðin. Myndbandið er hins vegar stórskemmtilegt og flott eins Steinda jr. er von og vísa. https://www.youtube.com/watch?time_continue=25&v=f88UJyCA__M Nokkrir ferðamenn hafa þegar spreytt sig við sönginn, með misjöfnum árangri. https://www.youtube.com/watch?v=XR9bTjB10zU Lesa meira

Ashton Kutcher og Mila Kunis eru með reglu varðandi jólagjafir barna sinna

Hjónin Ashton Kutcher og Mila Kunis hafa tekið upp nýja reglu hvað varðar jólagjafir til barnanna þeirra: engar jólagjafir punktur! Þau hafa gefið það upp áður að þau vilja ala börnin sín upp á venjulegan hátt og núna hefur Kunis sagt frá nýrri jólahefð þeirra, sem mun byrja næstu jól, engar gjafir handa börnunum. Kunis sagði að foreldrar þeirra hefðu spillt börnunum, Wyatt Isabelle 3 ára og Dimitri Portwood 11 mánaða, síðustu jól og þess vegna væri reglan núna sett á. „Hingað til höfum við haft þá reglu hjá okkur að börnin fá ekki gjafir. Núna ætlum við að setja… Lesa meira

Fær nauðgunarhótanir eftir að hafa sýnt órakaða fótleggi í auglýsingu

Hin 26 ára gamla Arvida Byström, fyrirsæta, ljósmyndari og stafrænn listamaður, kemur fram í auglýsingu Adidas Originals´Superstar, bæði myndbandi og ljósmyndum. Eftir að auglýsingin birtist hefur Byström fengið fjöldann allan af neikvæðum athugasemdum og hótunum, þar á meðal nauðgunarhótunum. Ástæðan? í auglýsingunni er hún með órakaða fótleggi. „Það hafa ekki allir sömu reynslu af því að vera manneskja“ Á Instagram skrifar hún: „Ég sem er hæf, hvít, gagnkynhneigð og það eina sem er óþægilegt eru smá líkamshár. Ég hef bókstaflega fengið nauðgunarhótanir sendar í skilaboðum. Ég get ekki einu sinni ímyndað mér hvernig er að njóta ekki þessara forréttinda og… Lesa meira

Fyndin og frekar hreinskilin lýsing á stjörnumerkjunum – HRÚTURINN

Við höldum áfram með skemmtilegar og frekar hreinskilnar lýsingar á stjörnumerkjunum. Nú er það Hrúturinn ( 21. mars - 19. apríl). Hrúturinn hefur montið yfirbragð, en færi betur að sýna minna af því, þar sem  hann er stöðugt að reka hornin í allt. Hrúturinn segir sjaldnast eitt og gerir annað. Hann gerir yfirleitt það sem er rangt og ræðir það svo ekki meira. Aldrei benda Hrútnum á það, nema þú viljir sjá nýrun á þér dregin út um ennisholurnar. Hrúturinn elskar Fiskinn vegna þess að hann heldur Hrútnum á jörðinni. Hvort sem Hrúturinn býr í þakíbúð í Skuggahverfinu eða í tjaldi… Lesa meira

Ragga nagli sýnir rétta andlitið án filters

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Í morgun deildi hún mynd á Facebooksíðu sinni sem sýnir hana eins og hún er nývöknuð á leið á æfingu, án farða, án filters. Einfaldlega af því að lífið er ekki með filter, nema á Instagram. Hér er splunkuný mynd af Naglanum. Berskjaldaðri. Án farða. Án filters. Klukkan núllsex að morgni.Nývöknuð. Með bauga. Með þreytt augu. Sigin augnlok. Á leið á æfingu. Ekki að nenna því samt. Klósettsetan opin. Óskúraðar flísar. Sjampóbrúsar kúldrast saman. Sumir tómir. Tannkremstúpan týndi tappanum sínum fyrir löngu. Vanalega myndi Naglinn löðra meiki á æðasprungnar nasir og kinnar. Veðurbarið smettið eins… Lesa meira

Baldur og Sigrún Ósk með nýja útgáfu af lagi Emmsjé Gauta

Parið Baldur Kristjánsson og Sigrún Ósk Guðbrandsdóttir eru hæfileikarík í tónlist. Baldur er bassaleikari og hefur meðal annars spilað með Matta Matt, Hreimi og fleirum. Sigrún Ósk er í söngskóla, en hefur ekki unnið við tónlist. Hér eru þau búin að setja lag Emmsjé Gauta, Þetta má, í nýjan búning. Eins og heyra má í myndbandinu þá á Sigrún Ósk ekki í neinum erfiðleikum með að rappa á sama hraða og Herra Hnetusmjör. https://www.facebook.com/sigosk/videos/10156847549803079/ Lesa meira

Fyndin og frekar hreinskilin lýsing á stjörnumerkjunum – FISKARNIR

Við höldum áfram með skemmtilegar og frekar hreinskilnar lýsingar á stjörnumerkjunum. Nú er það Fiskarnir ( 19. febrúar - 20. mars). FISKURINN, hvert sem hann fer er gleði og gaman, sem væri frábært ef hann væri að reyna að vera fyndinn. Fiskurinn skilur ekkert um hvað kynlíf snýst. Ef að var ekki fjallað um það á bls. 18 í „Líkaminn okkar“ þá telst það ekki með. Konur í fiskamerkinu klæðast löngum flæðandi kjólum og óhóflegu magni af silfurskartgripum. Á gönguferðum segist Fiskurinn elska stjörnurnar, en sú eina sem hann getur bent á er Friðarsúlan og svo grenjar hann yfir að finna… Lesa meira

Zumbapartý til styrktar Slysavarnafélaginu Landsbjörg

Í dag verður haldið Zumbapartý á Korpúlfsstöðum kl. 14.00 - 15.30. Aðgangseyrir er 2.000 kr. og rennur allur ágóði til Slysavarnarfélags Landsbjargar. Kennarar verða: Hjördís Berglind Zebitz Kristbjörg Ágústsdóttir Ragnheiður Gyða Ragnarsdóttir Birgitta Lára Herbertsdóttir   Lesa meira

Fyndin og frekar hreinskilin lýsing á stjörnumerkjunum – VATNSBERINN

Við höldum áfram með skemmtilegar og frekar hreinskilnar lýsingar á stjörnumerkjunum. Nú er það Vatnsberinn ( 20. janúar - 18. febrúar). VATNSBERINN elskar partý. Hvar sem er, hvenær sem er, þá er partý þeirra mottó. Vatnsberanum finnst jarðarför jafngóður staður og hver annar til að daðra við einhvern af hinu kyninu (eða sama kyni ef vill). Vatnsberinn var sérlega hrifinn af hippatímabilinu, af því að þá gat hann verið nakinn opinberlega og komist upp með það. (This is the dawning of the age of Aquarius, eins og sungið var í Hárinu). Vatnsberinn elskar að vera nakinn. Vatnsberinn er eina stjörnumerkið sem… Lesa meira