Björn Lúkas með öruggan sigur á fyrsta degi

Heimsmeistaramót áhugamanna í MMA fer fram um þessar mundir í Barein. Björn Lúkas Haraldsson er eini fulltrúi Íslands á mótinu en hann er kominn áfram í næstu umferð eftir sigur í gær. Björn Lúkas keppir í millivigt en fyrsta umferð mótsins fór fram í gær. Björn mætti Spánverjanum Ian Kuchler í fyrstu umferð og lenti ekki í neinum teljandi vandræðum. Björn Lúkas er með mikla keppnisreynslu úr júdó, taekwondo og brasilísku jiu-jitsu og kom sú reynsla vel að notum í dag. Björn kastaði Spánverjanum niður, komst í yfirburðastöðu og kláraði með armlás eftir rúmar tvær mínútur af fyrstu lotu. MMAFréttir… Lesa meira