,,Held að þetta sé jólagjöfin sem allir kærastar vilja undir tréð“

Í tilefni þess að í dag verður dregið í riðla fyrir Heimsmeistaramótið í Rússlandi ákvað landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson, einn af höfundum Beint í mark að senda krökkunum sem dvelja á Barnaspítala Hringsins gjöf. Krakkarnir fengu gefins nokkur eintök af Beint í mark en þar á meðal var eitt áritað af Jóhanni, Gylfa Þór Sigurðssyni og Aroni Einar Gunnarssyni. ,,Okkur fannst það bæði gaman og í raun skylda að gleðja þá sem eru að glíma við erfiðleika, jólin eru tími til þess að gefa af sér ef maður getur," sagði Magnús Már Einarsson einn af höfundum spilsins í samtali við Bleikt.… Lesa meira

Björn Lúkas með öruggan sigur á fyrsta degi

Heimsmeistaramót áhugamanna í MMA fer fram um þessar mundir í Barein. Björn Lúkas Haraldsson er eini fulltrúi Íslands á mótinu en hann er kominn áfram í næstu umferð eftir sigur í gær. Björn Lúkas keppir í millivigt en fyrsta umferð mótsins fór fram í gær. Björn mætti Spánverjanum Ian Kuchler í fyrstu umferð og lenti ekki í neinum teljandi vandræðum. Björn Lúkas er með mikla keppnisreynslu úr júdó, taekwondo og brasilísku jiu-jitsu og kom sú reynsla vel að notum í dag. Björn kastaði Spánverjanum niður, komst í yfirburðastöðu og kláraði með armlás eftir rúmar tvær mínútur af fyrstu lotu. MMAFréttir… Lesa meira