Jóladagatal Bleikt 24. desember – Gjöf frá Úr og gull

Á hverjum degi fram að jólum ætlum við að gefa heppnum lesanda skemmtilega gjöf. Við mælum því með að þið fylgist vel með hér á vefnum fram að jólum. Í dag 24. desember ætlum við að gefa gjöf frá Úr og gull: Majorica perlufesti fyrir dömuna og Rochet armband fyrir herrann. Það er því snilld að skrifa athugasemd og tagga síðan makann, kærustuna/kærastann, dótturina/soninn eða vinkonuna/vininn sem njóta á með þér. Það eina sem þú þarft að gera til þess að taka þátt í jóladagatalinu okkar í dag er að: 1) Líka við Bleikt á Facebook. 2) Líka við Úr og gull á… Lesa meira

Mótorhjólamenn buðu upp á Andskötusúpu til styrktar Hugarafli

Sober Riders MC stóðu fyrr í dag fyrir sinni árlegu fiskisúpuveislu við Laugaveg 77. Þetta er sannkölluð Andskötusúpa þar sem ekki er boðið upp á neinn viðbjóð. Lifandi tónlist var í boði  og rífandi stemning. Súpu fengu gestir og gangandi án endurgjalds, en frjálsum framlögum var safnað fyrir Hugarafl, stuðningsfélag fólks með geðraskanir. Lesa meira

Jóladagatal Bleikt 23. desember – Gjöf frá 24 Iceland

Á hverjum degi fram að jólum ætlum við að gefa heppnum lesanda skemmtilega gjöf. Við mælum því með að þið fylgist vel með hér á vefnum fram að jólum. Í dag 23. desember ætlum við að gefa gjöf frá 24 Iceland eitt úr og eitt skart: úr rósagull marmara og rósagull skart. Það eina sem þú þarft að gera til þess að taka þátt í jóladagatalinu okkar í dag er að: 1) Líka við Bleikt á Facebook. 2) Líka við 24 Iceland á Facebook. 3) Skrifa kveðju til okkar í athugasemdakerfinu á Facebook. Við drögum 27. desember og uppfærum þá þessa frétt með nafni… Lesa meira

Jólasveininum stolið fyrir framan Austur – vegleg fundarlaun í boði

Skemmtistaðurinn Austur í Austurstræti í miðbæ Reykjavíkur hefur verið með jólamarkað, tónleika og aðra skemmtun síðustu daga, sem hefur verið vel sótt af gestum og gangandi. Aðfararnótt föstudags gerðist hinsvegar sá leiðinlegi atburður að Sveina, jólasveininum sem tók á móti gestum var stolið. „Sveinn og Snæfinnur voru í móttökunefnd meðan Ívar Daníels og Mummi voru að halda jólatónleika fyrir fullu húsi, svo skyndilega rétt fyrir miðnætti hvarf Sveinn,“ segir Víkingur Heiðar Arnórsson, framkvæmdastjóri Austur. „Starfsfólk Austurs skilur ekki hvernig hann gat horfið án þess að nokkur tæki eftir því þar sem hann er um 180 cm á hæð, rauður og… Lesa meira

Falleg og látlaus förðun fyrir jólin

Nú nálgast aðfangadagskvöld óðfluga og eflaust margir farnir að velta fyrir sér jólaförðuninni. Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá förðun sem hentar vel fyrir þær sem vilja hafa látlausa og fallega förðun á aðfangadag. https://www.youtube.com/watch?v=bysRpna2N-c&feature=youtu.be Vörurunar sem notaðar eru í myndandinu eru frá Rimmel sem fæst í verslunum Hagkaupa, Lyf og Heilsu og Apótekaranum. Lesa meira

Jóladagatal Bleikt 22. desember – Gjöf frá Þjóðleikhúsinu

Á hverjum degi fram að jólum ætlum við að gefa heppnum lesanda og vini hans skemmtilega gjöf. Við mælum því með að þið fylgist vel með hér á vefnum fram að jólum. Í dag 22. desember ætlum við að gefa gjafabréf fyrir 2 frá Þjóðleikhúsinu. Fjöldi bráðskemmtilegra og áhugaverðra sýninga er í gangi í Þjóðleikhúsinu þetta leikár. Hér eru tvær sem frumsýndar verða á nýju ári. Það eina sem þú þarft að gera til þess að taka þátt í jóladagatalinu okkar í dag er að: 1) Líka við Bleikt á Facebook. 2) Líka við Þjóðleikhúsið á Facebook. 3) Skrifa kveðju til okkar í… Lesa meira

Jóladagatal Bleikt 21. desember – Gjöf frá Art of Már

Á hverjum degi fram að jólum ætlum við að gefa heppnum lesanda og vini hans skemmtilega gjöf. Við mælum því með að þið fylgist vel með hér á vefnum fram að jólum. Í dag 21. desember ætlum við að gefa tvær myndir frá Art of Már. Myndirnar eru að eigin vali í stærð 30x40 cm. Kennileitin er fyrsta serían sem íslenska hönnunarfyrirtækið Art Of Már gefur frá sér. Serían mun samanstanda af 12 íslenskum kennileitum þar sem Art Of Már túlkar þau eftir eigin höfði. Kennileitin er samblanda byggingalistar og náttúru - sem túlkuð er með handteikningum á tölvuformi. Nú þegar hafa… Lesa meira

Gunnar býður upp piparkökuhús til styrktar Barnaheill

Gunnar Hrafn Hall býður á Facebooksíðu sinni upp piparkökuhús til styrktar Barnaheill, Sem stendur er hæsta boð í 50.000 kr., en uppboðinu lýkur á hádegi í dag. Gunnar, sem starfar hjá Valka ehf., fór „all in“ í piparkökuhúsagerð í jólaskreytingarkeppni í vinnunni. Og uppskar fyrir erfiðið, eina rauðvínsflösku fyrir bestu einstaklingsskreytinguna. „Þetta er þriðja árið í röð þar sem ég er búinn að „hæpa“ þessa keppni upp úr öllu valdi,“ segir Gunnar. „Húsið er að vísu bara hluti af skreytingu deildarinnar sem er aðalkeppnin,  en svo er keppni um flottustu einstaklingsskreytinguna og flottasta búninginn og vann ég einstaklings skreytinguna.“ Þegar… Lesa meira

Jólahugvekja Höllu Tómasdóttur vísar í íslensk dægurlög –

Halla Tómasdóttir rekstarhagfræðingur og fyrrum forsetaframbjóðandi skrifaði jólahugvekju fyrir fullorðna þar sem hún vísar til íslenskra dægurlaga sem eru í uppáhaldi hjá henni. Bréfið birtir Halla á heimasíðu sinni. Þegar börnin mín voru ung, þá voru þau dugleg að skrifa jólasveinunum bréf og gefa þeim ýmiskonar góðgæti. Við foreldrarnir skemmtum okkur oft vel við að svara þeim. Við skrifuðum þeim bréf með vinstri hendi, bitum í kertin sem þau skildu eftir og borðuðum veigarnar. Oft náðum við að koma mikilvægum uppeldislexíum að í þessum bréfum, sem virkuðu, oft með ólíkindum vel. Þegar börnin stálpuðust og trúin á jólasveinana dvínaði, þá saknaði… Lesa meira

Jóladagatal Bleikt 20. desember – Gjöf frá Munum

Á hverjum degi fram að jólum ætlum við að gefa heppnum lesanda og vini hans skemmtilega gjöf. Við mælum því með að þið fylgist vel með hér á vefnum fram að jólum. Í dag 20. desember ætlum við að gefa tvær dagbækur frá Munum. Erla Björnsdóttir og Þóra Hrund Guðbrandsdóttir gefa þriðja árið í röð út dagbókina Munum. Munum dagbókin er hönnuð til að hámarka líkur á árangri með því að auðvelda markmiðasetningu, tímastjórnun, hvetja til framkvæmda og efla jákvæða hugsun. Þessi dagbók varð til vegna óbilandi ástríðu tveggja vinkvenna fyrir skipulagi, markmiðum, jákvæðri hugsun og umfram allt fallegum dagbókum.… Lesa meira

Biggi lögga gefur af sér – „Hugsum um hvert annað, þannig samfélag er gott samfélag“

Birgir Örn Guðjónsson, eða Biggi lögga, fékk eins og fjöldi annarra starfsmanna jólagjöf frá vinnunni sinni. Í stað þess að nota hana sjálfur, ákvað hann að láta gott af sér leiða og gefa hana áfram til fjölskyldu sem þurfti á henni að halda. Í færslu sem hann birtir á Facebook, segir hann frá gjöfinni og hvetur jafnframt aðra sem tök hafa á að láta gott af sér leiða og að við hugsum um hvort annað, því þannig samfélag sé einfaldlega betra samfélag. Það tíðkast gjarnan hjá fyrirtækjum og stofnunum að gefa starfsmönnum sínum smá jólagjöf. Mér finnst það fallega gert… Lesa meira

Jóladagatal Bleikt 19. desember – Gjöf frá Kviknar

Á hverjum degi fram að jólum ætlum við að gefa heppnum lesanda og vini hans skemmtilega gjöf. Við mælum því með að þið fylgist vel með hér á vefnum fram að jólum. Í dag 19. desember ætlum við að gefa tvær bækur frá Kviknar. Kviknar er fyrsta alíslenska bók sinnar tegundar en hún fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Verkið hefur verið rúm 12 ár í vinnslu. Andrea Eyland Sóleyjar og Björgvinsdóttir er höfundur, Hafdís ljósmóðir bókarinnar og Aldís Pálsdóttir ljósmyndari. Þorleifur Kamban hannaði bókina en hann og Andrea stofnuðu útgáfuna Eyland & Kamban og gefa því Kviknar út… Lesa meira

Jóladagatal Bleikt 18. desember – Gjöf frá Inglot Iceland

Á hverjum degi fram að jólum ætlum við að gefa heppnum lesanda og vini hans skemmtilega gjöf. Við mælum því með að þið fylgist vel með hér á vefnum fram að jólum. Í dag 18. desember ætlum við að gefa tvo gjafapoka frá Inglot, sem hvor inniheldur Pigment augnskugga 119 og Duraline. Inglot er klárlega eitt árangursríkasta snyrtivörumerkið á markaðnum í dag og stækkar það með hverju árinu. Fyrir árslok 2016 tók merkið gríðarlega stórt skref, þar sem Inglot opnaði búðir meðal annars í vinsælustu verslunarborgum heims. Inglot er „cruelty free,“ ekki prófað á dýrum og með gott úrval af vegan… Lesa meira

Georg prins og Charlotte prinsessa eru dásamleg á jólakorti fjölskyldunnar

Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hertogaynja senda í ár opinbert jólakort með mynd af fjölskyldunni líkt og fyrri ár. Myndin var tekin fyrr á árinu, líklega á sama tíma og fjögurra ára afmælismyndir prins Georgs, hann er í sömu fötum og það er ljósmyndarinn Chris Jackson, sem tók myndina. Fjölskyldan er öll í stíl í ljósbláu og börnin eru í sviðsljósinu. Það er helst að frétta af fjölskyldunni að Charlotte prinsessa mun byrja í leikskóla í janúar og það er Willcocks Nursery School í London sem varð fyrir valinu. Lesa meira

Kardashian fjölskyldan – Fleiri myndir úr jólakortinu 2017

Kim, aðalsamfélagsmiðlafulltrúi Kardashian fjölskyldunnar, heldur áfram að birta eina mynd á dag á Instagram til að fylla aðdáendur fjölskyldunnar spenningi. https://www.instagram.com/p/Bcpl7QqlM3S/?taken-by=kimkardashian https://www.instagram.com/p/BcsnbgDF4uJ/?taken-by=kimkardashian https://www.instagram.com/p/Bcu9-yQlCBR/?taken-by=kimkardashian https://www.instagram.com/p/BcxObq-lVo4/?taken-by=kimkardashian https://www.instagram.com/p/Bc0CbwLF3rX/?taken-by=kimkardashian Hér má sjá fyrstu 12 dagana. Lesa meira

Geir Ólafs bauð upp á gæði á heimsvísu í Gamla bíói

Jólatónleikar Geirs Ólafssonar The Las Vegas Christmas Show, voru haldnir nýlega í Gamla bíói. Um er að ræða stórtónleika, kvöldverð og sýningu, að hætti Las Vegas. Uppselt var á sýninguna í ár, eins og í fyrra. „Strax eftir sýninguna í fyrra, fórum við yfir hvernig til tókst og ákváðum þá næstu,“ segir Geir. Með Geir í sýningunni var stórsveit frá Las Vegas, undir stjórn Don Randi og íslenskir söngvarar, bæði þekktir og aðrir, sem munu stíga sín fyrstu spor í sýningunni. Þegar er búið að ákveða daga fyrir The Las Vegas Christmas Show á næsta ári og verða tónleikar 7.,… Lesa meira

Jóladagatal Bleikt 17. desember – Gjöf frá Nostr

Á hverjum degi fram að jólum ætlum við að gefa heppnum lesanda og vini hans skemmtilega gjöf. Við mælum því með að þið fylgist vel með hér á vefnum fram að jólum. Í dag 17. desember ætlum við að gefa tvö stjörnumerkjaplaköt frá Nostr. Nostr er hugarfóstur Kolbrúnar Pálínu Helgadóttur og Þóru Sigurðardóttur. Saman deila þær mikilli ástríðu fyrir fallegum heimilum, hönnun og vel rituðu máli. Hugmyndin að baki nostr.is er að sameina alla þessa þætti með vönduðu veggjaprýði. Móðurhjörtun fundu sig knúin til að byrja á veggjum barnaherbergjanna enda mikilvægt að litla fólkinu líði vel í sínu umhverfi, en þær… Lesa meira

Jóladagatal Bleikt 16. desember – Gjöf frá Valkyrjan

Á hverjum degi fram að jólum ætlum við að gefa heppnum lesanda og vini hans skemmtilega gjöf. Við mælum því með að þið fylgist vel með hér á vefnum fram að jólum. Í dag 16. desember ætlum við að gefa tvær bækur: Valkyrja lífstíls handbók eftir Ásdísi Rán Gunnarsdóttur. Valkyrja er vinnubók og lífsstílsleiðarvísir fyrir konur á öllum aldri sem vilja móta líf sitt, búa sér til skýra sýn á framtíðina, finna eldmóðinn og takast á við markmið sín á markvissan og skemmtilegan hátt. Handbókin er full af áhrifamiklum spurningum og áskorunum sem koma til með að leiðbeina þér áfram… Lesa meira

Myndband: Handa þér í acapella útgáfu Ívars, Steina og Magnúsar

  Félagarnir Ívar Daníels, Steini Bjarka og Magnús Hafdal eru á fullu að undirbúa jólin en tóku sér tíma í gær til að taka upp eitt af vinsælli jólalögum síðustu ára, Handa þér. Lag og texti er eftir Einar Bárðarson og vinirnir Einar Ágúst Víðisson og Gunnar Ólason fluttu það fyrst árið 2006. „Okkur finnst gaman að taka upp lög og birta á samfélagsmiðlum, okkur og vonandi öðrum til gleði," segir Ívar. „Þetta er gert til að heiðra þá meistara sem hafa gefið ut frábær lög.“ Ívar, Steini og Magnús eru á fullu að spila og nóg að gera. „Ég… Lesa meira

Jóladagatal Bleikt 15. desember – Gjöf frá Brandson

Á hverjum degi fram að jólum ætlum við að gefa heppnum lesanda og vini hans skemmtilega gjöf. Við mælum því með að þið fylgist vel með hér á vefnum fram að jólum. Í dag 15. desember ætlum við að gefa tvö gjafabréf upp á 15.000 kr. hvort frá Brandson. Íþróttafatnaðurinn frá Brandson hefur vakið verðskuldaða athygli að undanförnu, enda fallegur fatnaður sem skartar táknum og mynstri úr norrænni menningu. Það þarf því vart að taka það fram að Brandson er íslenskt vörumerki, hannað á Íslandi, en eins og er framleitt erlendis. Vörulínurnar hafa meðal annars verið nefndar eftir valkyrjunum, Brynhildr og… Lesa meira

Kertagleði í desember – Taktu þátt í endurvinnsluátaki þar sem hægt er að vinna til verðlauna

Um jólin er kertagleði landsmanna í hámarki þó að margir kveiki á kertum allan ársins hring. Á hverju ári nota landsmenn um 3 milljónir sprittkerta. Til að setja hlutina í samhengi, þá dugar álið úr þremur sprittkertum í eina drykkjardós og einungis þarf þúsund sprittkerti til að búa til reiðhjól. Endurvinnsluátakið „Gefum jólaljósum lengra líf – endurvinnum álið í sprittkertunum“ hófst 6. desember síðastliðinn og stendur til 31. janúar 2018. Tilgangurinn með átakinu er að fá fjölskyldur til að skila álinu í sprittkertum til endurvinnslu og efla vitund Íslendinga um mikilvægi þess að endurvinna það ál sem fellur til á… Lesa meira

Vetrarlína H&M Home – jólaleg, gyllt og hlýleg

Vetrarlína H&M Home er komin í verslanir og er hún gullfalleg, jólaleg og hlýleg. Gylltir, rauðir og grænir litir eru áberandi. Línan samanstendur af klassískum jólamynstrum, dökkgrænum litum, rauðum og gylltum. Því miður fæst H&M Home ekki hér á landi eins og er, vonandi verður slík sérverslun komin fyrir jólin 2018. Spurning um að hoppa upp í vél rétt fyrir jól í verslunarferð til að næla í eitthvað af þessum gersemum? 10 Lesa meira

Jóladagatal Bleikt 14. desember – Gjöf frá Regalo

Á hverjum degi fram að jólum ætlum við að gefa heppnum lesanda og vini hans skemmtilega gjöf. Við mælum því með að þið fylgist vel með hér á vefnum fram að jólum. Í dag 14. desember ætlum við að gefa vörur frá Regalo fagmönnum. Í pakkanum er vörur frá Maria Nila fyrir konur og Bed Head fyrir karlmenn. Það er því snilld að skrifa athugasemd og tagga síðan makann, kærustuna/kærastann, dótturina/soninn eða vinkonuna/vininn sem njóta á með. Það eina sem þú þarft að gera til þess að taka þátt í jóladagatalinu okkar í dag er að: 1) Líka við Bleikt á Facebook. 2) Líka við Regalo á… Lesa meira

Jóladagatal Bleikt 13. desember – Gjöf frá Gunnarsbörn

Á hverjum degi fram að jólum ætlum við að gefa heppnum lesanda og vini hans skemmtilega gjöf. Við mælum því með að þið fylgist vel með hér á vefnum fram að jólum. Í dag 13. desember ætlum við að gefa 2 myndir frá Gunnarsbörn. Myndin heitir Huginn eftir Guðrúnu Þóru Gunnarsdóttur og önnur er með svörtum bakgrunni og hin fjólubláum bakgrunni („ultra violet“) sem var valinn litur ársins 2018 hjá Pantone. Myndin er unnin með blandaðri tækni og prentuð á 300gr 'Munken Kristall' pappír.  Þær koma í takmörkuðu upplagi, 100 eintök koma af hverri stærð, merkt af listamanninum. Á heimasíðu… Lesa meira