Kíktu á brot af vetrarlínu IKEA – Innblásin af Íslandi

Jólalína IKEA, eða réttara sagt vetrarlína, kemur í verslun IKEA fimmtudaginn 12. október. Línan sem er einstaklega falleg, einkennist af hvítum og gráum tónum, ljósum, jólaskrauti, bökunarvörum, textílvörum og alls kyns smávöru. Það er Sigga Heimis iðnhönnuður ásamt fleiri íslenskum hönnuðum, sem á veg og vanda að hönnuninni sem er innblásin af Íslandi. Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir af línunni, sem er fjölbreytt og afar stór. Í viðtali við Vísi sagði Sigga Heimis : „Jóla- og vetrarlínur IKEA eru flóknari en aðrar línur. Þessi lína hefur til að mynda að geyma um 240 vörunúmer, það er mjög mikið. Venjulega eru um það bil 35… Lesa meira

Jólatónleikar Eivarar – Bleikt gefur tveimur heppnum miða

ATHUGIÐ: Búið er að draga í leiknum. Eivör heldur sína fyrstu jólatónleika í Silfurbergi Hörpu laugardaginn 9.desember næstkomandi.  Um leið og miðasalan hófst seldist upp á tónleikana kl. 20 og var því bætt við aukatónleikum kl.17. Í samstarfi við Dægurfluguna ehf. gefur Bleikt miða á tónleikana kl. 17. Tveir heppnir einstaklingar fá tvo miða hver. Eivör mun leika úrval sinna uppáhalds jólalaga ásamt sínum eigin lögum. Kærir vinir Eivarar munu líta í heimsókn og syngja með henni þeirra uppáhalds jólalög. Gera má ráð fyrir hlýjum og notalegum tónleikum. Það sem þú þarft að gera til að eiga möguleika á vinningi er að: 1)… Lesa meira

Ekki klúðra kalkúninum! Skotheld uppskrift frá meistara Úlfari

Hér er komin öldungis frábær kalkúnauppskrift frá Úlfari Finbjörnssyni, matreiðslumeistaranum góðkunna. Þessi er kryddleginn og ekkert smá girnilegur. Uppskriftin er fyrir neðan myndbandið. Við gefum Úlfari orðið: https://vimeo.com/197461466 Kryddleginn og fylltur kalkúnn Fyrir 8-10 manns 1 kalkúnn 5-6 kg Kryddpækill 3 L vatn 3 ½ dl salt 3 ½ dl sykur 3 rósmaríngreinar 5 salvíublöð eða 1 msk þurrkuð 1 msk fennikufræ 1 msk hvít piparkorn 2 laukar skornir í sneiðar 1 fennika, skorin í þunnar sneiðar 3-4 hvítlauksgeirar, skornir í þunnar sneiðar 2 sítrónur, skornar í sneiðar 2 L vatn 3 L epla-cider Aðferð Setjið 3 L af vatni… Lesa meira

Ísdrottningin Ásdís Rán eyðir áramótunum í Búlgaríu

Aðdáendur Ásdísar Ránar glöddust heldur betur á dögunum þegar ísdrottningin tilkynnti að hún væri komin á Snapchat. Þessu höfðu margir beðið eftir, enda forvitnilegt að fá að skyggnast inn í líf athafnakonunnar glæsilegu sem deilir tíma sínum milli Íslands og Búlgaríu. Bleikt hafði samband við Ásdísi sem er stödd í Búlgaríu einmitt núna. „Ég àkvað að eyða áramótunum í Búlgaríu þar sem krakkarnir verða hjá pabba sínum og þess vegna tilvalið að eyða þessum tima með vinafólki hér úti. Ég kom hingað 26. desember og verð fram yfir áramót og er á leiðinni í dag upp í fjallahéruð Búlgaríu nánar tiltekið skíðaparadísina… Lesa meira

Svona getur þú komið í veg fyrir að gæludýrin þín eyðileggi jólaskreytingarnar

Eins mikið og við elskum gæludýrin okkar þá geta þau verið virkilega pirrandi þegar kemur að jólaskreytingum. Til að mynda á kötturinn minn mjög erfitt með að láta pakkanna undir trénu vera og eru komin nokkur bitför í þá. Það er spurning um að ég grípi til einhverra af þessum ráðum til að forðast meiri skemmdir en hér eru nokkrir gæludýraeigendur sem komu með ýmsar snjallar lausnir til að koma í veg fyrir að dýrin eyðilöggðu jólaskreytingarnar. #1 #2 #3 #4 #5 Í hvert skipti sem þessi reynir að klifra jólatréið, þá fer hann í jólapeysu í korter. #6 #7… Lesa meira

Þetta eru bestu jólamyndirnar á Netflix

Nú er tíminn til að láta fara vel um sig, gæða sér á smákökum, búa til heitt súkkulaði, eða dekra við sig á einn eða annan hátt, á meðan maður liggur í sófanum með fætur upp í loft og horfir á góða jólamynd. Það þarf ekki að leita lengra en á Netflix til að finna prýðilegt úrval af góðum jólamyndum en því miður eru þær ekki sérstaklega flokkaðar sem slíkar á streymisveitunni. Til að auðvelda ykkur leitina höfum við tekið saman lista yfir átta bestu jólamyndirnar sem finna má á Netflix. Gleðilegt áhorf! Arthur Christmas IMDb: 7,1 | RT: 92%… Lesa meira

Íslenskir hundar í jólaskapi – Yndislegar myndir af bestu vinunum!

Gæludýrin eru að sjálfsögðu að komast í jólaskap, rétt eins og við mannfólkið. Það er í það minnsta víst að mörg þeirra finna á sér að eitthvað mikið stendur til. Við ákváðum að leita til lesenda Bleikt sem eiga hunda og báðum þá um að senda okkur jólalegar myndir af hundunum sínum. Undirtektir voru frábærar og við þökkum þeim kærlega sem tóku þátt! Gleðileg jól! Voff! Lesa meira

Gleðileg jól

Ritstjórn Bleikt óskar ykkur lesendum gleðilegra jóla. Við þökkum ykkur fyrir samfylgdina á árinu og hlökkum til að kynna fyrir ykkur fleiri spennandi nýjungar hjá Bleikt á næsta ári. Hafið það gott um hátíðarnar og njótið samverustundanna með fólkinu ykkar. Verið góð við hvort annað!   Jólakveðja, Ritstjórn Lesa meira

Jóladagatal Bleikt 24.desember!

Desember er án efa uppáhalds mánuður okkar á Bleikt. Við vorum því með æðislegt jóladagatal hér á vefnum. Á hverjum degi í desember gáfum við heppnum lesendum skemmtilega gjöf. Þetta er síðasta gjöfin og það eina sem þú þarft að gera til að taka þátt er að skrifa "Gleðileg jól" í athugasemd við þessa færslu hér fyrir neðan eða á Facebook. Í dag ætlum við að gefa fallega rauða og síða peysu frá M-design. Á fyrri myndinni hér fyrir neðan sést liturinn á peysunni en sniðið má sjá á myndinni fyrir neðan (sést þar í hvítu) Heimasíða M-design    … Lesa meira

Jólamyndir sem við elskum

Nú er tími til að njóta frítímans og hámhorfa á jólamyndir áður en hátíðarhöldum lýkur. Við á Bleikt elskum jólamyndir og höfum þess vegna tekið saman lista af nokkrum okkar uppáhalds. Sumar eru sígildar og aðrar eru óhefðbundnar, en eitt er víst, að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Love Actually IMDb: 7,7 | RT: 63% Die Hard IMDb: 8,2 | RT: 92% Home Alone IMDb: 7,5 | RT: 55% Bad Santa IMDb: 7,1 | RT: 78% The Nightmare Before Christmas IMDb: 8 | RT: 94% The Holiday IMDb: 6,9 | RT: 47% Kiss Kiss Bang Bang IMDb:… Lesa meira

Ekkert einkaleyfi á jólunum

Annað hvert ár eyði ég jólunum með tengdafjölskyldunni. Hún hefur árum saman haldið í þá hefð að lesa upp úr jólaguðspjallinu áður en við gæðum okkur á gómsætum mat. Þessari hefð er haldið áfram þrátt fyrir að tengdaforeldrar mínir séu nú skráðir í Ásatrúarfélagið en ég, eiginkona mín og dóttir utan trúfélaga. Þrátt fyrir að foreldrar mínir séu og hafi alltaf verið skráðir í þjóðkirkjuna ólst ég ekki upp við Biblíusögur eða guðspjöll. Það var engin hefð fyrir því að vitna í trúarlega texta og ræða Guð eða Jesús í tilefni jólahátíðarinnar. Ég fór ekki í messu á aðfangadag frekar… Lesa meira

Svona styttir þú börnunum biðina á aðfangadag

Biðin eftir jólunum getur verið erfið og mörg þeirra verða óþolinmóð á aðfangadag þegar spenningurinn er í hámarki. Við tókum saman nokkrar hugmyndir um það sem hægt er að gera til þess að stytta börnum stundir.  Það hjálpar að hafa morguninn rólegan og leyfa börnunum að kúra eins lengi og hægt er. Föndur Lita, mála, perla, föndra, oragami og músastigagerð klikkar ekki! Sniðugt að láta barnið föndra borðskraut fyrir kvöldið. Horfa á jólamynd Klassískt og fær þau til þess að setjast niður í augnablik.   Blundur Allir, ungir sem aldnir hefðu gott að því að leggja sig örlítið eftir hádegi.… Lesa meira

Heitasta trendið yfir hátíðirnar: „Jólatréshárgreiðslur“

Það eru margar leiðir til að sýna hvað þú ert mikið jólabarn eða hversu mikið jólastuð þú ert komin/n í. Þú getur verið í skrautlegri jólapeysu, skartað rauðum varalit eða eins og fólkið hér fyrir neðan farið alla leið með þetta og gert hárið þitt eins og jólatré. Þessar „jólatréshárgreiðslur“ eru sjúklega skrautlegar, litríkar og skemmtilegar! Hægt er að nota ýmsar leiðir til að gera hárgreiðsluna en það er mælt með því að nota plastflösku eða litla keilu til að fylla upp í tréið svo að hárið standi upprétt. Það eru til alls konar útfærslur af jólatréshárgreiðslum - skoðaðu myndirnar hér fyrir… Lesa meira

Krípí jólasveinar og börnin sem þeir skemma

Þegar jólasveinarnir koma til byggða er mikið um glöð börn sem geta ekki beðið eftir að heilsa upp á þá og jafnvel sitja í fanginu þeirra og stilla sér upp fyrir mynd. Í Bandaríkjunum tíðkast sú hefð að jólasveinn mætir í verslunarmiðstöðvar og börn standa í löngum röðum til að fá mynd af sér með honum, en miðað við þessar myndir og skelfingarsvip barnanna þá er það kannski ekki alltaf hugmynd barnanna að vera á myndinni heldur foreldranna. Jólasveinarnir koma líka í alls konar mismunandi stærðum og gerðum. Stundum eru þeir þannig gerðir að þeir eru frekar krípí og það… Lesa meira

Jóladagatal Bleikt 23. desember – Tölvutaska frá Scintilla

Desember er án efa uppáhalds mánuður okkar á Bleikt. Við ætlum því að vera með æðislegt jóladagatal hér á vefnum. Á hverjum degi fram að jólum ætlum við að gefa heppnum lesanda skemmtilega gjöf. Við mælum því með því að þið fylgist vel með hér á vefnum fram að jólum. Í dag 23. desember, Þorláksmessu, ætlum við að gefa tölvutösku frá Scintilla.   Það eina sem þú þarft að gera til þess að taka þátt í jóladagatalinu okkar í dag er að skrifa kveðju til okkar í athugasemdakerfinu hér fyrir neðan. Við drögum í fyrramálið og uppfærum þá þessa frétt… Lesa meira

Jóladagatal Bleikt 22.desember – Prjónað pils frá Magneu

Desember er án efa uppáhalds mánuður okkar á Bleikt. Við ætlum því að vera með æðislegt jóladagatal hér á vefnum. Á hverjum degi fram að jólum ætlum við að gefa heppnum lesanda skemmtilega gjöf. Við mælum því með því að þið fylgist vel með hér á vefnum fram að jólum. Í dag 22.desember ætlum við að gefa ótrúlega fallegt prjónað pils frá hönnuðinum Magneu Einarsdóttur. Pilsið er prjónað úr ítalskri merino ull og fáanlegt í þremur mismunandi litum. Þetta er flík sem er auðvelt að dressa upp og niður og er peysa í stíl einnig fáanleg í Kiosk, Laugavegi 65.… Lesa meira

Arna Bára er búin að jólaþrífa þrisvar! – „Ég geri alltaf góðverk í kringum hátíðirnar“

Arna Bára Karlsdóttir er alltaf önnum kafin, en kannski sérstaklega í desember. Hún er nefnilega hárgreiðslukona og rekur hárstofuna Fönix og allir þurfa jú að fara í klippingu fyrir jólin!           Arna Bára gaf sér þó tíma til að svara jólaspurningum Bleikt, og kunnum við henni bestu þakkir fyrir.       Svona eru jólin hjá Örnu Báru: Hvað langar þig í í jólagjöf (bannað að segja heimsfrið)? Mig langar í... úff ég á allt sem mig langar í held ég. Kannski ólettukjól fyrir áramótin, hlýja sokka (á tonn fyrir), fluffy náttföt og húfu fyrir veturinn.… Lesa meira

Hundar sem eru komnir í jólastuð

Það eru aðeins þrír dagar í jólin og er fólk komið í mismikið jólastuð. Hér eru nokkrir hundar sem eru örugglega komnir í meira jólastuð en þú, sjáðu bara myndirnar! #1 https://www.instagram.com/p/BORZRdqAtzt/ #2 https://www.instagram.com/p/BORJSYqgSdh/ #3 https://www.instagram.com/p/BORLv2cjFet/ #4 https://www.instagram.com/p/BORdAI5jNVO/ #5 https://www.instagram.com/p/BORP5FmDFGQ/ #6 https://www.instagram.com/p/BORK6WejJkM/ #7 https://www.instagram.com/p/BORIS9JgZWy/ #8 https://www.instagram.com/p/BORIYJ2AjfG/ #9 https://www.instagram.com/p/wsNqQPnRWh/ #10 https://www.instagram.com/p/BORHH0NDJeb/ #11 https://www.instagram.com/p/BORDvxZBqlZ/ #12 https://www.instagram.com/p/BOREKMnj2cF/ #13 https://www.instagram.com/p/BOQXqiGDNQ9/ #14 https://www.instagram.com/p/BOQ6fkIj0zP/ #15 https://www.instagram.com/p/BOQ2nqBjqpB/ #16 https://www.instagram.com/p/BOQHbsBDSsH/ #17 https://www.instagram.com/p/BOQ3qBljlpj/ #18 https://www.instagram.com/p/BOQBnH8B2xo/   Lesa meira

Jóladagatal Bleikt 21.desember – 50 mínútna nudd

Desember er án efa uppáhalds mánuður okkar á Bleikt. Við ætlum því að vera með æðislegt jóladagatal hér á vefnum. Á hverjum degi fram að jólum ætlum við að gefa heppnum lesanda skemmtilega gjöf. Við mælum því með því að þið fylgist vel með hér á vefnum fram að jólum. Í dag 21.desember ætlum við að gefa 50 mínútna nudd hjá Mimos nuddstofu Þú getur valið að fara í slökunarnudd, klassískt nudd eða djúpvefjanudd. Það eina sem þú þarft að gera til þess að taka þátt í jóladagatalinu okkar í dag er að setja jólakveðju í athugasemd hér fyrir neðan… Lesa meira

Lakkrís- og trönuberjasmákökur sem hafa farið sigurför um heiminn

Lakkrís er í miklu uppáhaldi hjá mér og mínum heimamönnum og því glöddust allir þegar við fundum uppskrift sem sameinar smákökubakstur og lakkrísduft. Þessi uppskrift að lakkrís og trönuberjasmákökum virðist eftir okkar heimildum fyrst hafa birst í í bókinni Grigo’s hjemmebag hefur síðan þá farið sigurför um netheima og nú skiljum fullkomlega af hverju það stafar. Uppskriftin er einföld og hreint út sagt frábær og algjörlega nauðsynlegt að baka þessar fyrir jólin. Lakkrís og trönuberjasmákökur ca. 35 stk 250 g hveiti 1/2 tsk lyftiduft 30 g lakkrísduft, t.d. frá Johan Bulow 60 g trönuber, þurrkuð 180 g smjör, skorið í… Lesa meira

Jóladagatal Bleikt 20.desember – 10 bíómiðar á jólapakkana

Desember er án efa uppáhalds mánuður okkar á Bleikt. Við ætlum því að vera með æðislegt jóladagatal hér á vefnum. Á hverjum degi fram að jólum ætlum við að gefa heppnum lesanda skemmtilega gjöf. Við mælum því með því að þið fylgist vel með hér á vefnum fram að jólum. Í dag 21.desember ætlum við að gefa sérstaka jólamerkimiða frá Bíó Paradís sem ættu að gleðja viðtakandann. Merkimiðinn sem þú setur á jólapakkana frá þér gildir nefnilega líka sem bíómiði í Bíó Paradís. Það eina sem þú þarft að gera til þess að taka þátt í jóladagatalinu okkar í dag… Lesa meira

Án efa verstu jólagjafir allra tíma

Þó gjafir hafi orðið órjúfanlegur hluti af jólahátíðinni snýst hún fyrst og fremst um samverustundir með þeim sem maður ann mest í öllum heiminum. Við sýnum þakklæti fyrir það sem við fáum og hugulsemi í því sem við gefum. Það hitta ekki allar gjafir í mark – en það væri vanþakklæti að lýsa yfir einhvers konar óánægju – nema kannski í þessum tilfellum. Notendur Reddit deildu á dögunum sögum af allra verstu jólagjöfum sem þeir hafa fengið og við eigum ekki til orð. „Það var bolur sem á stóð „Ég er ekki kvensjúkdómalæknir en ég skal samt kíkja“. Hann var… Lesa meira