Jóladagatal Bleikt 2. desember – Gjöf frá Smartsocks

Á hverjum degi fram að jólum ætlum við að gefa heppnum lesanda og vini hans skemmtilega gjöf. Við mælum því með að þið fylgist vel með hér á vefnum fram að jólum. Í dag 2. desember ætlum við að gefa þriggja mánaða áskrift af sokkum frá Smartsocks. Félagarnir Gunnsteinn Geirsson og Guðmundur Már Ketilsson stofnuðu fyrirtækið Smart socks. Hugmyndin varð til þegar Guðmundur var í heimsókn hjá vini sínum í Danmörku sem var í slíkri áskrift, þar voru vinnufélagarnir allir í áskrift af sokkum og vakti það mikla lukku á vinnustaðnum, skapaði stemmingu og allir voru spenntir fyrir sendingunni í… Lesa meira

Jóladagatal Bleikt 1. desember – Gjöf frá Benedikt bókaútgáfu

Á hverjum degi fram að jólum ætlum við að gefa heppnum lesanda og vini hans skemmtilega gjöf. Við mælum því með að þið fylgist vel með hér á vefnum fram að jólum. Í dag 1. desember ætlum við að gefa bókina Gulur, rauður, grænn & salt frá Benedikt bókaútgáfu. Gulur, rauður, grænn & salt er ein vinsælasta uppskriftasíða landsins. Berglind Guðmundsdóttir, stofnandi síðunnar, býður hér upp á nýjar, einfaldar uppskriftir að töfrandi og litríkum réttum frá öllum heimshornum. Gulur, rauður, grænn & salt fær yfir 250 þúsund heimsóknir á mánuði og fylgjendur á Facebook eru 21.000. „Matarbloggið Gulur, rauður, grænn & salt varð… Lesa meira

Aðventuhátíð Kópavogs fer fram um helgina

Hin árvissa aðventuhátíð Kópavogsbæjar verður haldin dagana 2. -3. desember. Dagskráin hefst kl. 12 laugardaginn 2. desember með opnun jólamarkaðar við Menningarhúsin þar sem seldar verða sælkeravörur, möndlur og kakó. Á sama tíma hefst fjölbreytt dagskrá menningarhúsanna sem sérstaklega er sniðin að yngri kynslóðinni. Klukkan 16 sama dag verður slegið upp jólaballi á torgi menningarhúsanna þar sem fjöldi skemmtikrafta koma fram, tendrað verður á jólatréinu og jólasveinar leiða söng og dans. Dagskrá: 12.00-16.00: Skemmtileg jóladagskrá í Menningarhúsum Kópavogs: Bókasafni Kópavogs, Náttúrufræðistofu, Gerðarsafni og Salnum. Meðal þess sem boðið er upp á er spilahorn og föndur í Bókasafninu, jólaleikrit í Salnum… Lesa meira

Jóladagatal Bleikt byrjar í dag – Fylgstu með alla daga fram að jólum

Þá er desember dottinn á dagatalið. Mánuðurinn sem er hátíð barnanna, mánuður sem er oftast frábær, en líka stressandi og erfiður fyrir marga. Við ætlum að gera alls konar skemmtilegt á Bleikt í desember og eitt af því er jóladagatal Bleikt. Á hverjum degi fram að jólum ætlum við að gefa heppnum lesanda og vini hans skemmtilega gjöf í samstarfi við eitt fyrirtæki á dag. Við mælum því með að þið fylgist vel með hér á vefnum fram að jólum. Það eina sem þú þarft að gera til þess að taka þátt í jóladagatalinu okkar á hverjum degi er að… Lesa meira

Hús Stellu frænku – Jólaævintýri Name It

Jólin eru hátíð barnanna og það er ekkert betra í desember en að eiga góðar samverustundir með börnunum meðan jólin eru undirbúin og biðin eftir þeim styttist. Name it gefur út einstaklega fallega bók sem heitir Hús Stellu frænku og er eftir Cecilie Eken. Bókina má nálgast frítt í verslunum Name It. Emma og Kalli eiga að fara í pössun til Stellu frænku síðustu dagana fyrir jólin. Hún á heima úti í skógi, í stóru húsi sem er fullt af spennandi gripum alls staðar að úr heiminum. Börnin stíga inn í ævintýraheim þar sem ekkert er alveg eins og þau eiga… Lesa meira

12 töfrandi áfangastaðir um jólin – Ísland efst á lista

Heimasíðan Simplemost tekur í nýlegri grein saman 12 staði víðsvegar um heim, staði sem eru töfrandi og góðir til að heimsækja um jólin, staði sem bjóða um á jólaskreytingar ásamt náttúrulegri fegurð. Og hvaða áfangastaður ætli lendi efst á listanum? Jú Reykjavík. Rennum stuttlega yfir hvaða 12 áfangastaðir ná á listann, en lesa má nánar um þá alla hér. 1) Reykjavík - Ísland Komdu um jólin og vertu fram yfir áramótin! Jólin á Íslandi eru einstaklega kósí, þegar fjölskyldur sameinast í matarboðum og skiptast á bókum að gjöf. Á gamlárskvöldi þá er venjan að sprengja flugelda. Báðir hátíðisdagarnar eru frábærir… Lesa meira

Myndband: Jólapakki að hætti Mindy

Leikkonan Mindy Kaling, sem leikur í sjónvarpsþáttunum The Mindy Project, leikur í jólaauglýsingu Tory Burch verslunarkeðjunnar. Myndbandið sem ber heitið A Very Merry Mindy sýnir Mindy þegar hún fær jólapakka sendan frá Tory sjálfri. https://www.youtube.com/watch?v=GtLD3TEn2TQ Lesa meira

Fjármagna handteiknuð jólakort með Karolina Fund

Margrét Erla Guðmundsdóttir og Freyja Rut Emilsdóttir eiga fjölskyldufyrirtækið Í tilefni, sem einblínir á að hanna og framleiða kort til að lita, fyrir hvert tilefni. Í tilefni jólanna er fyrsta vörulínan þeirra og er þemað í ár íslenska lopapeysan, en fyrsta upplagið er í fjármögnun hjá Karolina Fund. „Myndirnar eru handteiknaðar, ákaflega fallegar og stílhreinar, þær á eftir að lita og því er hægt að setja sinn brag á myndirnar, eða gefa þau ólituð og leyfa viðtakandanum að lita sjálfum,“ segir Freyja Rut. „Kortin eru líka mjög falleg svarthvít. Hvað er notalegra í jólastressinu en að setjast niður, lita nokkrar… Lesa meira

Myndband: „Ég vil skreyta í nóvember“

Jólin eru eins og við vitum öll í desember, en það eru hins vegar sumir sem myndu helst vilja hafa þau uppi allt árið, ein af þeim er Halla Þórðardóttir sem býr í Grindavík. Og nú hafa Hönter myndir gefið út nýtt lag og myndband sem lýsir þessari skreytingagleði Höllu (og margra fleiri). „Við fengum parið Höllu Þórðardóttur og Sigurjón Veigar Þórðarson (Sjonni) til að leika í myndbandinu,“ segir Teresa Birna Björnsdóttir, en hún og Hanna Sigurðardóttir eiga Hönter myndir og taka þær að sér að semja texta, skesta og myndbönd fyrir afmæli, brúðkaup, árshátíðir eða aðra viðburði. „Það komu… Lesa meira

Landsliðstreyja forsetans boðin upp á Jólabasar Grensáss

Hollvinir Grensáss halda árlegan jólabasar á morgun kl. 13 – 17 í Safnaðarheimili Neskirkju við Hagatorg. Jólabasarinn hefur unnið sér sess í hugum vina Grensásdeildar. Á jólabasarnum má meðal annars fá margs konar handunna listmuni, skinnavöru og jólaljós, taka þátt í happdrætti og kaupa nýbakaðar tertur og brauð. Þá hefur Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands styrkt viðburðinn með því að gefa Hollvinum Grensásdeildar landsliðstreyjuna sína áritaða og verður hún boðin upp á basarnum, sem og á heimasíðu samtakanna. Það fór ekki fram hjá neinum hvað Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, studdi vel við landsliðin okkar í knattspyrnu í sumar. Nú… Lesa meira

Jólin eru komin í Disney World

Disney World í Flórída breytti um stíl á einni nóttu þegar starfsmenn pökkuðu hrekkjavökuskreytingum niður og jólin voru hrist yfir allan skemmtigarðinn. https://www.instagram.com/p/BbKJl1qjsyq/ Jólapartý Mikka Mús (Mickey´s Very Merry Christmas Party) hefst síðan á fimmtudag og er uppselt á opnunarkvöldið. https://www.instagram.com/p/BbISs0BgbqK/ Starfsmenn munu síðan bæta við jólaskreytingarnar daglega fram að jólum, en gestir garðsins eru þegar byrjaðir að deila jólum Disney á samfélagsmiðla. Gjafabúðir eru fullar af jóladóti í anda Disney og þar á meðal poppfatan sem í þetta sinn er í gervi Plútó í jólapeysu. https://www.instagram.com/p/BbKC2kigiwN/ https://www.youtube.com/watch?v=Eb2h4Ko32Js Lesa meira

Jólakúlur með viskí eru nú fáanlegar

Það er einn og hálfur mánuður þar til jólatréð verður skreytt, en margir hafa þann sið að skreyta tréð á Þorláksmessu. En heildsalar og smásalar eru þó þegar byrjaðir að bjóða okkur ýmsan varning til sölu, til að skipta út eða bæta við jólaskrautið sem við eigum fyrir. Ein af þeim er vefsíðan lakesdistillery.com, sem býður núna alvöru karlmönnum upp á að kaupa sex jólakúlur saman í pakka. Það sem gerir þær öðruvísi en aðrar, er að kúlurnar eru fylltar með viskíi. Það gleymdist aðeins að konur eiga líka til að drekka viskí. Jólakúlurnar kosta 35 pund eða um 5.000 kr.… Lesa meira

Ofspilun á jólatónlist er heilsuspillandi

Það er kominn nóvember og þeir alhörðustu eru þegar búnir að spila jólatónlist á „repeat“ í nokkra daga. Tveir mánuðir, tveir!, af jólatónlist er fullmikið, jafnvel fyrir hörðustu aðdáendur jólanna. Enda mun það ekki vera gott fyrir andlega heilsu okkar að hlusta á jólatónlist allan daginn, alla daga. Linda Blair, klínískur sálfræðingur, sagði í viðtali við Sky News: „Fólk sem vinnur í verslunum yfir jólavertíðina þarf að læra að „súmma“ jólatónlistina út, því ef það gerir það ekki, þá nær það ekki að halda fókus í neitt annað. Þú ert einfaldlega að eyða öllum krafti þínum í að heyra ekki… Lesa meira

Kíktu á brot af vetrarlínu IKEA – Innblásin af Íslandi

Jólalína IKEA, eða réttara sagt vetrarlína, kemur í verslun IKEA fimmtudaginn 12. október. Línan sem er einstaklega falleg, einkennist af hvítum og gráum tónum, ljósum, jólaskrauti, bökunarvörum, textílvörum og alls kyns smávöru. Það er Sigga Heimis iðnhönnuður ásamt fleiri íslenskum hönnuðum, sem á veg og vanda að hönnuninni sem er innblásin af Íslandi. Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir af línunni, sem er fjölbreytt og afar stór. Í viðtali við Vísi sagði Sigga Heimis : „Jóla- og vetrarlínur IKEA eru flóknari en aðrar línur. Þessi lína hefur til að mynda að geyma um 240 vörunúmer, það er mjög mikið. Venjulega eru um það bil 35… Lesa meira

Jólatónleikar Eivarar – Bleikt gefur tveimur heppnum miða

ATHUGIÐ: Búið er að draga í leiknum. Eivör heldur sína fyrstu jólatónleika í Silfurbergi Hörpu laugardaginn 9.desember næstkomandi.  Um leið og miðasalan hófst seldist upp á tónleikana kl. 20 og var því bætt við aukatónleikum kl.17. Í samstarfi við Dægurfluguna ehf. gefur Bleikt miða á tónleikana kl. 17. Tveir heppnir einstaklingar fá tvo miða hver. Eivör mun leika úrval sinna uppáhalds jólalaga ásamt sínum eigin lögum. Kærir vinir Eivarar munu líta í heimsókn og syngja með henni þeirra uppáhalds jólalög. Gera má ráð fyrir hlýjum og notalegum tónleikum. Það sem þú þarft að gera til að eiga möguleika á vinningi er að: 1)… Lesa meira

Ekki klúðra kalkúninum! Skotheld uppskrift frá meistara Úlfari

Hér er komin öldungis frábær kalkúnauppskrift frá Úlfari Finbjörnssyni, matreiðslumeistaranum góðkunna. Þessi er kryddleginn og ekkert smá girnilegur. Uppskriftin er fyrir neðan myndbandið. Við gefum Úlfari orðið: https://vimeo.com/197461466 Kryddleginn og fylltur kalkúnn Fyrir 8-10 manns 1 kalkúnn 5-6 kg Kryddpækill 3 L vatn 3 ½ dl salt 3 ½ dl sykur 3 rósmaríngreinar 5 salvíublöð eða 1 msk þurrkuð 1 msk fennikufræ 1 msk hvít piparkorn 2 laukar skornir í sneiðar 1 fennika, skorin í þunnar sneiðar 3-4 hvítlauksgeirar, skornir í þunnar sneiðar 2 sítrónur, skornar í sneiðar 2 L vatn 3 L epla-cider Aðferð Setjið 3 L af vatni… Lesa meira

Ísdrottningin Ásdís Rán eyðir áramótunum í Búlgaríu

Aðdáendur Ásdísar Ránar glöddust heldur betur á dögunum þegar ísdrottningin tilkynnti að hún væri komin á Snapchat. Þessu höfðu margir beðið eftir, enda forvitnilegt að fá að skyggnast inn í líf athafnakonunnar glæsilegu sem deilir tíma sínum milli Íslands og Búlgaríu. Bleikt hafði samband við Ásdísi sem er stödd í Búlgaríu einmitt núna. „Ég àkvað að eyða áramótunum í Búlgaríu þar sem krakkarnir verða hjá pabba sínum og þess vegna tilvalið að eyða þessum tima með vinafólki hér úti. Ég kom hingað 26. desember og verð fram yfir áramót og er á leiðinni í dag upp í fjallahéruð Búlgaríu nánar tiltekið skíðaparadísina… Lesa meira

Svona getur þú komið í veg fyrir að gæludýrin þín eyðileggi jólaskreytingarnar

Eins mikið og við elskum gæludýrin okkar þá geta þau verið virkilega pirrandi þegar kemur að jólaskreytingum. Til að mynda á kötturinn minn mjög erfitt með að láta pakkanna undir trénu vera og eru komin nokkur bitför í þá. Það er spurning um að ég grípi til einhverra af þessum ráðum til að forðast meiri skemmdir en hér eru nokkrir gæludýraeigendur sem komu með ýmsar snjallar lausnir til að koma í veg fyrir að dýrin eyðilöggðu jólaskreytingarnar. #1 #2 #3 #4 #5 Í hvert skipti sem þessi reynir að klifra jólatréið, þá fer hann í jólapeysu í korter. #6 #7… Lesa meira

Þetta eru bestu jólamyndirnar á Netflix

Nú er tíminn til að láta fara vel um sig, gæða sér á smákökum, búa til heitt súkkulaði, eða dekra við sig á einn eða annan hátt, á meðan maður liggur í sófanum með fætur upp í loft og horfir á góða jólamynd. Það þarf ekki að leita lengra en á Netflix til að finna prýðilegt úrval af góðum jólamyndum en því miður eru þær ekki sérstaklega flokkaðar sem slíkar á streymisveitunni. Til að auðvelda ykkur leitina höfum við tekið saman lista yfir átta bestu jólamyndirnar sem finna má á Netflix. Gleðilegt áhorf! Arthur Christmas IMDb: 7,1 | RT: 92%… Lesa meira

Íslenskir hundar í jólaskapi – Yndislegar myndir af bestu vinunum!

Gæludýrin eru að sjálfsögðu að komast í jólaskap, rétt eins og við mannfólkið. Það er í það minnsta víst að mörg þeirra finna á sér að eitthvað mikið stendur til. Við ákváðum að leita til lesenda Bleikt sem eiga hunda og báðum þá um að senda okkur jólalegar myndir af hundunum sínum. Undirtektir voru frábærar og við þökkum þeim kærlega sem tóku þátt! Gleðileg jól! Voff! Lesa meira

Gleðileg jól

Ritstjórn Bleikt óskar ykkur lesendum gleðilegra jóla. Við þökkum ykkur fyrir samfylgdina á árinu og hlökkum til að kynna fyrir ykkur fleiri spennandi nýjungar hjá Bleikt á næsta ári. Hafið það gott um hátíðarnar og njótið samverustundanna með fólkinu ykkar. Verið góð við hvort annað!   Jólakveðja, Ritstjórn Lesa meira

Jóladagatal Bleikt 24.desember!

Desember er án efa uppáhalds mánuður okkar á Bleikt. Við vorum því með æðislegt jóladagatal hér á vefnum. Á hverjum degi í desember gáfum við heppnum lesendum skemmtilega gjöf. Þetta er síðasta gjöfin og það eina sem þú þarft að gera til að taka þátt er að skrifa "Gleðileg jól" í athugasemd við þessa færslu hér fyrir neðan eða á Facebook. Í dag ætlum við að gefa fallega rauða og síða peysu frá M-design. Á fyrri myndinni hér fyrir neðan sést liturinn á peysunni en sniðið má sjá á myndinni fyrir neðan (sést þar í hvítu) Heimasíða M-design    … Lesa meira