Myndband: Snemma beygist krókurinn

Krútt dagsins í dag er ungabarnið sem gefur sjálfum Rocky lítið eftir, en barnið virðist búið að ná helstu æfingum boxarans. Ert þú búin/n að fara í ræktina í dag eða á leiðinni þangað eftir vinnu? https://www.facebook.com/nerdingoutloud/videos/484454691914052/ Lesa meira

Myndband: Klifurveggur er bráðsniðugur fyrir athafnasama krakka

Myndband af ungum dreng á leið í rúmið hefur fengið yfir 61 milljón áhorfa á Facebooksíðu Unilad. Ástæðan er einfaldlega sú að drengurinn fer óhefðbundna leið í rúmið. Á heimilinu hefur verið útbúinn klifurveggur upp stigann, frábær leið fyrir afhafnasama krakka að fá útrás og leika sér.   https://www.facebook.com/uniladmag/videos/3407689562587412/ Unilad á Facebook. Lesa meira

Kim Kardashian búin að eyða jóladagatalinu af Instagram

Allan desember gladdi Kim Kardashian fylgjendur sína á Instagram með jóladagatali. Hún birti eina mynd á dag af sjálfri sér og/eða fjölskyldumeðlimum, sem gáfu til kynna hvernig jólamynd fjölskyldunnar myndi líta út. Jólamyndin sjálf birtist svo á jóladag 25. desember og vakti athygli að systir hennar, Kylie Jenner, var ekki á myndinni. Sögusagir herma að hún sé ófrísk að sínu fyrsta barni, en hvorki hún né aðrir fjölskyldumeðlimir hafa staðfest þær sögusagnir. Og nú er Kim búin að eyða öllum myndunum út af Instagram. Jólamyndin er þó enn á Instagram systur hennar, Khloé Kardashian og móður þeirra, Kris Jenner. https://www.instagram.com/p/BdF4RPVjLmk/… Lesa meira

Jessica Alba eignaðist son á gamlársdag

Árið endaði vel hjá leikkonunni Jessica Alba, sem meðal annars er þekkt fyrir leik sinn í Fantastic Four myndunum. Hún og eiginmaður hennar, Cash Warren, eignuðust þriðja barnið, soninn Hayes. Fyrir eiga þau dæturnar, Haven Garner, sex ára, og Honor Marie, níu ára. Dæturnar tilkynntu meðgöngunni ásamt móður sinni á Instagram. https://www.instagram.com/p/BWql8eXBX-D/ Fjölskyldan póstaði svo þessari fallegu jólamynd, síðustu jólin sem fjögurra manna fjölskylda. https://www.instagram.com/p/BdKPk6xB3Js/ Og nú er drengur fæddur, alveg dásamlegur og ljóst að nóg verður að gera í foreldrahlutverkinu í byrjun nýs árs. https://www.instagram.com/p/Bdav333hYTz/   Lesa meira

Khloé Kardashian gagnrýnd fyrir að æfa á meðgöngunni

Hin 33 ára gamla Khloe á von á sínu fyrsta barni með kærastanum, körfuboltaleikmanningum Tristan Thompson. Khloe hefur jafnan verið mikið í ræktinni og hefur haldið áfram að stunda hana á meðgöngunni. Eftir að hún póstaði myndböndum af sér á æfingum á Snapchat, fékk hún gagnrýni fyrir að halda áfram að stunda æfingar á meðgöngunni. Svaraði Khloé gagnrýninni á Twitter í gær, „Þeim ykkar sem allt í einu eruð orðin læknar vil ég benda á að ég og MINN læknir tölum saman og æfingar mínar eru samþykktar og mælt með þeim. Takk öll! Ekki láta mig hætta að deila,“ skrifar… Lesa meira

Loðinn köttur tekinn í misgripum fyrir hund

Snookie, þriggja ára gamall Persi, er einstaklega loðinn og er honum oft líkt við varúlf. Sjaldgæft heilkenni veldur því að veiðihár hans og hár hætta ekki að vaxa og halda margir að Snookie sé hundur, en ekki köttur. Snookie var greind þriggja vikna gömul með meðfæddan galla sem ber latneska heitið hypertrichosis og veldur því að hún er mjög loðin og með þykkar klær. Gallinn sem kallaður hefur verið „varúlfa heilkenni“ hefur aðeins greinst í örfáum köttum á heimsvísu og það er gnægð hormóna sem veldur gallanum. Eigandi Snookie, Julie Duguay, segir að margir haldi hana hund sökum þess að… Lesa meira

Kalli Bjarni Idol stjarna – Barn væntanlegt á nýju ári

Karl Bjarni Guðmundsson, eða Kalli Bjarni eins og hann er jafnan kallaður, fyrrum Idol stjarna og kærasta hans, Anna Valgerður Larsen, eiga von á barni saman á nýju ári. Anna Valgerður tilkynnti gleðitíðindin á Facebooksíðu sinni fyrr í dag og birti sónarmynd. Það er ljóst að það er spennandi ár framundan hjá parinu, sem er búið að vera saman í tvö ár. https://www.facebook.com/annavalgerdur/posts/1200271296742797 Lesa meira

Mótorhjólamenn buðu upp á Andskötusúpu til styrktar Hugarafli

Sober Riders MC stóðu fyrr í dag fyrir sinni árlegu fiskisúpuveislu við Laugaveg 77. Þetta er sannkölluð Andskötusúpa þar sem ekki er boðið upp á neinn viðbjóð. Lifandi tónlist var í boði  og rífandi stemning. Súpu fengu gestir og gangandi án endurgjalds, en frjálsum framlögum var safnað fyrir Hugarafl, stuðningsfélag fólks með geðraskanir. Lesa meira

Jólahugvekja Höllu Tómasdóttur vísar í íslensk dægurlög –

Halla Tómasdóttir rekstarhagfræðingur og fyrrum forsetaframbjóðandi skrifaði jólahugvekju fyrir fullorðna þar sem hún vísar til íslenskra dægurlaga sem eru í uppáhaldi hjá henni. Bréfið birtir Halla á heimasíðu sinni. Þegar börnin mín voru ung, þá voru þau dugleg að skrifa jólasveinunum bréf og gefa þeim ýmiskonar góðgæti. Við foreldrarnir skemmtum okkur oft vel við að svara þeim. Við skrifuðum þeim bréf með vinstri hendi, bitum í kertin sem þau skildu eftir og borðuðum veigarnar. Oft náðum við að koma mikilvægum uppeldislexíum að í þessum bréfum, sem virkuðu, oft með ólíkindum vel. Þegar börnin stálpuðust og trúin á jólasveinana dvínaði, þá saknaði… Lesa meira

Koddahjal um ástina í morgunsárið frá sex ára dreng

Vinkona mín deildi þessum gullkornum sex ára sonar síns á Facebook og fékk ég leyfi til að deila þeim með lesendum Bleikt 1. Ekki trúlofast einhverjum sem þú þekkir vel. Þá verðið þið skyld mjög fljótlega. 2. Betra er að trúlofast einhverjum sem maður þekkir ekkert sérlega vel. Þið kynnist alveg en best að kynnast ekki of vel því þá mun maður verða skiljast líka. Samt ekki jafn fljótt. 3. Það er ekki gott að trúlofast sætu fólki. Þá getur maður fengið ástarsjúkdóm og þurft að fara á sjúkrahús. Betra er að finna einhvern ljótan en sem er skemmtilegur. 4.… Lesa meira

Enrique Iglesias og Anna Kournikova eignast tvíbura

Anna Kournikova og Enrique Iglesias eru orðin foreldrar, en þau hafa verið í sambandi í 16 ár. Kournikova eignaðist tvíbura á laugardag, dreng, Nicholas og stúlku, Lucy. Kournikova hélt meðgöngunni leyndri allan tímann og engar bumbumyndir voru birtar á samfélagsmiðlum og myndir sem hún birti á Instagram fyrir þremur dögum gefa ekkert til kynna um að stutt hafi verið í fæðingu. https://www.instagram.com/p/BcvP62XgOap/ Engar myndir hafa verið birtar af börnunum eða tilkynningar á samfélagsmiðlum og á Twitter reikningi sínum er Iglesias aðallega að auglýsa fyrirhugaða tónleikaferð. Lesa meira

Georg prins og Charlotte prinsessa eru dásamleg á jólakorti fjölskyldunnar

Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hertogaynja senda í ár opinbert jólakort með mynd af fjölskyldunni líkt og fyrri ár. Myndin var tekin fyrr á árinu, líklega á sama tíma og fjögurra ára afmælismyndir prins Georgs, hann er í sömu fötum og það er ljósmyndarinn Chris Jackson, sem tók myndina. Fjölskyldan er öll í stíl í ljósbláu og börnin eru í sviðsljósinu. Það er helst að frétta af fjölskyldunni að Charlotte prinsessa mun byrja í leikskóla í janúar og það er Willcocks Nursery School í London sem varð fyrir valinu. Lesa meira

Kardashian fjölskyldan – Fleiri myndir úr jólakortinu 2017

Kim, aðalsamfélagsmiðlafulltrúi Kardashian fjölskyldunnar, heldur áfram að birta eina mynd á dag á Instagram til að fylla aðdáendur fjölskyldunnar spenningi. https://www.instagram.com/p/Bcpl7QqlM3S/?taken-by=kimkardashian https://www.instagram.com/p/BcsnbgDF4uJ/?taken-by=kimkardashian https://www.instagram.com/p/Bcu9-yQlCBR/?taken-by=kimkardashian https://www.instagram.com/p/BcxObq-lVo4/?taken-by=kimkardashian https://www.instagram.com/p/Bc0CbwLF3rX/?taken-by=kimkardashian Hér má sjá fyrstu 12 dagana. Lesa meira

Úrval 30 þúsund ljósmynda leikskólabarna komin út í bók

Skemmtileg og áhugaverð bók Hálfdans Pedersen kemur út í dag, ljósmyndabókinn FIMM, en í henni er úrval ljósmynda etir fimm ára gömul leikskólabörn. Árið 2006 dreifði Hálfdan Pedersen hundruðum einnota ljósmyndavéla til fimm ára leikskólabarna í öllum bæjar- og sveitarfélögum á Íslandi. Viðfangsefni myndanna var undir börnunum sjálfum komið. Afraksturinn varð yfir 30 þúsund ljósmyndir. Sjónarhorn barnanna er listrænt en laust við tilgerð og veitir ómetanlega innsýn í raunveruleika fimm ára aldamóta barna á Íslandi. 11 árum seinna er verkefninu lokið og bókin orðin að veruleika. Bókin verður fáanleg frá 14. desember á KEX hostel, í verslunum Geysis, í Bókabúð… Lesa meira

Gefum til góðs: Keyptu malt í Smáralind í dag og styrktu Barnaspítala Hringsins

Í dag fimmtudag getur þú mætt í Smáralind, greitt frjálst framlag fyrir Malt flöskuna og styrkt þannig Barnaspítala Hringsins. Maltið hefur sterka tengingu við spítalann,  en í verkfallinu mikla árið 1955 var undanþága veitt á framleiðslu þess til að tryggja að spítalar og aðrar heilbrigðisstofnanir fengju maltöl fyrir sjúklinga sína. það eru starfsmenn Ölgerðarinnar sem munu standa vaktina frá kl. 16-22 í Smáralind í dag og biðja fólk um frjáls framlög fyrir flöskuna. Lesa meira

Langir lokkar yngsta meðlims Beckhamfjölskyldunnar

Victoria Beckham deildi nýlega á Instagram mynd af eiginmanni hennar David Beckham og yngsta barni þeirra, dótturinni Harper, sem er sex ára. Á myndinni sést vel sítt og fallegt hár Harper, sem aldrei hefur farið í klippingu. Hjónin hafa verið gift síðan árið 1999 og eiga saman synina Brooklyn 18 ára, Romeo 15 ára og Cruz 12 ára, auk Harper. Lesa meira

Kardashian fjölskyldan – Nýtt púsl daglega í jólakortið fyrir 2017

Á jólum er það hefð hjá mörgum fjölskyldum að klæða sig í sitt fínasta púss og smella af jólamyndum og senda vinum og fjölskyldum jólakort. Kardashian fjölskyldan er þar engin undantekning og frá árinu 1987 þegar fyrsta myndatakan, hafa þau viðhaldið hefðinni að tveimur árum, 2014 og 2016, undanskildum. Kortin hafa verið eins fjölbreytt og þau eru mörg, sum eru einstaklega frábærlega hallærisleg í anda níunda áratugarins, en eftir að Kardashian fjölskyldan varð fræg á samfélagsmiðlum má segja að allt hafi verið gefið í botn og jólakortin rándýr og allir súberfínir og uppstrílaðir. Eftir pásu í fyrra þá er hefðin… Lesa meira

Föndraðu fyrir jólin: Bókamerki með dúskum

Hvað er skemmtilegra í desember en að föndra saman og búa til heimatilbúnar og persónulegar gjafir. Hvort sem það er fjölskyldan saman eða börnin að gera gjafir handa vinum og ættingjum eða þú að útbúa gjafir fyrir. Á vefsíðunni Hattifant.com er hægt að nálgast þessi skemmtilegu bókamerki, sem eru tilvalin gjöf með í jólapakkann, sérstaklega ef pakkinn inniheldur bók. Lítið mál er fyrir börnin að búa þau til með smá aðstoð. https://www.youtube.com/watch?v=f-93SvQejRU Lesa meira

Kæri jólasveinn: iPhone eða mandarína?

Nú eru jólasveinar á fullu að raða í pokann skógjöfum fyrir börnin og styttist í að þeir skelli pokanum á bakið og arki til byggða, einn af öðrum. Það er rétt að þeir lesi orð Davíðs Más Kristinssonar áður en þeir leggja í hann. Og ef að netsambandið til fjalla er eitthvað stirt, þá geta kannski foreldrar barnanna skilað þessu til þeirra. Jólin nálgast með öllu tilheyrandi og jólasveinarnir 13 verða bráðum reiðubúnir að koma til byggða með ýmislegt í pokum sínum fyrir að setja í alla þessa skó í gluggunum. Ef einhverjir af jólasveinunum eru í tölvufæri upp í… Lesa meira

Þessi mynd er sú vinsælasta á Instagram árið 2017

Það eru yfir 800 milljón manns sem nota Instagram í hverjum mánuði og með þær tölur í huga þá getur maður rétt ímyndað sér hversu mörk „like“ ein mynd getur fengið. En það er ein mynd sem notendum líkaði öðrum fremur árið 2017 og þegar þrjár vikur eru eftir af árinu hefur hún rakað inn yfir 11 milljón „like-um“ og 547 þúsund hafa skrifað athugasemdir við myndina. Það er engin önnur en drottningin Beyoncé sem á vinsælustu mynd Instagram og myndin er tilkynning hennar frá 1. febrúar síðastliðnum þegar hún sagði frá að hún ætti von á tvíburum. https://www.instagram.com/p/BP-rXUGBPJa/ „Við… Lesa meira