10 hlutir sem konur upplifa á meðgöngu sem enginn ræðir upphátt

Ásdís Guðný stofnandi bloggsíðunnar Glam.is skrifaði á dögunum þessa skemmtilegu og í senn fræðandi færslu fyrir verðandi mæður, sem Bleikt.is fékk góðfúslegt leyfi til að birta.     Ólétta, tími sem þú átt að ljóma og geisla. Þetta pregnancy „glow“ sem allir eru að tala um. Jú stundum líður manni vel og finnst maður vera gordjöss eeeen svo kemur tími sem þú ert akkúrat öfugt við gordjöss. En fæstir tala um þessa „ógeðslegu“ hluti. Jújú, það er talað um morgunógleðina en það er ekki allt. Prump og þrútinn magi Á meðgöngu fer eitt ákveðið hormón að aukast sem heitir Progesteron. Það hormón mýkir… Lesa meira

Fimm setningar sem við segjum við börnin okkar og af hverju þær eru slæmar

Hvað ertu að kenna börnunum þínum þegar þú ert ekki að reyna að kenna þeim neitt? Í grein sem birtist á Iheartintelligence.com er fjallar um fimm algengar setningar, sem allir foreldrar hafa notað og eru jafnvel að nota reglulega, og af hverju við eigum að hætta að segja þær við börnin okkar. 1. „Þú ert að gera mig brjálaða/n núna.“ Þó að þessi setning eigi oft við rök að styðjast, jafnvel oft á dag, þá eru margir hlutir sem eiga við rök að styðjast og eru sannir, en við segjum samt ekki við börnin okkar. Að segja við barnið þitt… Lesa meira

Hún er 16 daga gömul og komin á Instagram

Alexis Olympia Ohanian, Jr., dóttir Serenu Williams og Alexis Ohanian er komin með eigin Instragramreikning.  Alexis fæddist 1. september síðastliðinn og þrátt fyrir að vera bara búin að pósta tveimur myndum á Instagram (eða mamma og pabbi réttara sagt) þá er hún komin með 38 þúsund fylgjendur.   Lesa meira

Róa 100 km til styrktar Neistanum styrktarfélagi hjartveikra barna

Félagar í Crossfit Reykjavík ætla að róa fyrir gott málefni næsta laugardag og styrkja Neistann Styrktarfélag hjartveikra barna. Byrjað verður snemma, kl. 4.00 og vegalengdin er 100 km. Róðurinn verður siðan kláraður fyrir fullu húsi af fólki eftir sirka 8 – 10 klukkustundir af gleði. Síðastliðinn þriðjudag kíkti Ágúst Guðmundsson í spjall til Huldu og Hvata í Magasíninu á K100. Þeir sem vilja heita á félagana og styrkja gott málefni geta lagt beint inn á félagið: reikningur 0133-26-011755, kennitala 490695-2309. Facebooksíða Neistinn.   Lesa meira

Lindex opnar verslun á Akranesi í byrjun nóvember

Lindex opnar nýja verslun á Akranesi laugardaginn 4. nóvember næstkomandi. Verslunin verður sú áttunda, en fyrir rekur Lindex nú 7 verslanir á Íslandi: í Smáralind, tvær í Kringlunni,  á Glerártorgi á Akureyri, Laugavegi 7 og i Krossmóum í Reykjanesbæ ásamt netverslun á lindex.is. „Ég er óskaplega spenntur fyrir því að opna það sem ég er sannfærður um að verði glæsileg Lindex verslun hér á Akranesi.  Verslun okkar á Suðurnesjum hefur gengið vonum framar og hefur hvatt okkur áfram til að taka næstu skref og er því sérlega ánægjulegt að geta kynnt þetta í dag,“ segir Albert Þór Magnússon, umboðsaðili Lindex á… Lesa meira

Lamadýr komu brúðurinni verulega á óvart

Brúðkaup eru hjá flestum einn af hápunktum ævinnar og því tilvalið að gera eitthvað öðruvísi og persónulegt í tilefni dagsins. Í þessu brúðkaupi sá Mandii, aðalbrúðarmeyjan og eiginmaður hennar, Spencer, um að koma brúðhjónunum, Nicole og Keith, verulega á óvart, áður en athöfnin sjálf fór fram. Brúðurin Nicole er heilluð af lamadýrum. Hún á töskur, blýanta og alls konar aðra hluti sem eru með myndum af lamadýrum á. Í marga mánuði fyrir brúðkaupið var hún búin að biðja um að lamadýr yrðu hluti af stóra deginum, en þeirri bón hennar var alltaf hafnað. Það kom henni því verulega á óvart… Lesa meira

Stundar súludans gengin sjö mánuði á leið

Charlotte Robertson er ófrísk að sínu fyrsta barni, en hún hélt engu að síður áfram að stunda líkamsrækt á meðgöngunni. Og líkamsræktin sem hún stundar er súludans. Robertson hefur deilt myndböndum á Facebook af rútínum sínum á súlunni og segir að hún hafi ekki gert ráð fyrir að geta haldið æfingunum áfram eftir að hún varð ófrísk. Það sé þó hinsvegar bara nýlega sem maginn á henni sé farinn að vera fyrir. „Ég hélt æfingunum óbreyttum þar til ég var gengin 12 vikur, þá fór ég að aðlaga þær að meðgöngunni. Þegar ég var komin 20 vikur hætti ég að… Lesa meira

Myndir þú stoppa og hjálpa?

Hvað myndir þú gera ef að þú sæir barn sitja á götu að betla? Myndir þú stoppa og aðstoða, gefa því pening, tala við það eða myndir þú gera eins og flestir, ganga framhjá. RobbyTV gerði samfélagslega tilraun. Þeir fengu Lailu til að leika heimilislausa stúlku og sat hún á gangstéttinni með skilti sem á stóð að hún væri svöng og heimilislaus. Einhverjir stoppuðu og gáfu Lailu pening eða töluðu við hana, en flestir löbbuðu framhjá. Það kom þó á óvart hver gaf mest af sér. https://www.youtube.com/watch?time_continue=12&v=xV2PYTWhgVA Lesa meira

Guðrún ræðir opinskátt um andleg veikindi sín: „Ég er geðsjúklingur greind með geðhvörf og átröskun“

Guðrún Runólfsdóttir er 23 ára gömul og búsett á Selfossi með eiginmanni sínum og syni. Guðrún er förðunarfræðingur að mennt og er mjög virk á samfélagsmiðlum. Guðrún er einnig geðsjúklingur, en hún er greind með geðhvörf og átröskun og hefur þurft að ganga í gegnum ýmislegt í lífinu. Guðrún ákvað að vera mjög opin með andleg veikindi sín alveg frá upphafi og hefur talað opinberlega um þau í mörg ár. Nýlega fann hún fyrir mikilli þörf til þess að opna umræðuna um fæðingarþunglyndi, en það er mikið algengara en fólk gæti haldið. Sængurkvennagrátur er mjög algengur hjá konum eftir barnsburð en það… Lesa meira

Fyrsti skóladagur Georgs prins

Prins Georg, fjögurra ára, mætti í skólann í gær í fyrsta sinn og þó að hann sé konungborinn þá virtist hann jafn spenntur, stressaður og feiminn og önnur börn á sínum fyrsta skóladegi. Faðir hans, William hertoginn af Cambridge, fylgdi honum í skólann. Móðir hans, Katrín hertogaynja af Cambridge, var fofölluð, en hún er ófrísk af sínu þriðja barni og glímir við sjúklega morgunógleði. Það var skólastýran sem tók á móti þeim feðgum, en Georg stundar nám í Thomas’s Battersea, sem er stutt frá heimili hans í Kensington höll. Georg mun verða eins og hver annar nemandi í skólanum og verður… Lesa meira

Þetta er það sætasta sem þú munt sjá í allan dag

Mörgum finnst alveg ómissandi að eiga gæludýr og gætu ekki hugsað sér lífið án þeirra. Enda geta þau verið einstakir félagar og dásamlega skemmtileg. Það eru þó ekki allir sem geta átt dýr sökum ofnæmis eða heimilsaðstæðna og verða því að láta sér duga að skoða myndir eða myndbönd af þeim. Bleikt tók saman nokkur ofurkrúttleg dýr og setti saman hér fyrir neðan: Lesa meira

Skiptir máli hvort barnið sefur á maganum eða bakinu?

Hin síðari ár hefur verið í gangi umræða um svefnstellingar ungbarna. Læknisfræðirannsóknir getið áreiðanlegar vísbendingar um að samband sé milli svefnstellingar ungbarna og vöggudauða. Menn komust fyrst að þessu á Nýja Sjálandi en síðan hafa svipaðar rannsóknir verið gerðar á svefnvenjum í okkar heimshluta og menn komist að sömu niðurstöðu. Það er samband milli svefnstellingar ungbarna og vöggudauða. Skiptir máli hvort barnið sefur á maganum eða bakinu? Niðurstöðurnar eru þær að það er öruggara fyrir barnið að sofa á bakinu. Rannsóknir hafa leitt í ljós að hægt er að lækka tíðni vöggudauða ef börn eru látin sofa á bakinu. Mælt… Lesa meira

12 ára stúlka tekur á móti bróður sínum í heiminn – Sjáðu myndirnar

Þegar fjölskylda frá Missisippi tók ákvörðun um að leyfa tólf ára dóttur sinni að taka þátt í fæðingu litla bróður síns bjuggust þau ekki við því að hún myndi enda á því að taka á móti honum og klippa á naflastenginn hans, en læknirinn sem var viðstaddur fæðinguna bauð Jacee Dellapenna að aðstoða sig á lokaspretti fæðingarinnar og gerði hún það. Fjölskyldan tók myndir af atvikinu og setti á Facebook síðu sína fljótlega eftir fæðinguna og stuttu síðar voru þær komnar í dreyfingu út um allt internetið vegna þess hve einlægar og fallegar þær eru. Móðirin, Dede Carraway segist ekki verða… Lesa meira

„Ég þurfti að passa í mjaðmalausu Diesel gallabuxurnar án þess að eitt gramm af hliðarspiki sæist“

Svo virðist sem að ég hafi fæðst með glasið hálf tómt. Frá því að ég man eftir mér hef ég alltaf gagnrýnt allt varðandi sjálfa mig og átt mjög erfitt með að sjá það jákvæða í fari mínu. Ég var aldrei með flottustu augun, fallegasta hárið eða í flottustu fötunum. Ég teiknaði aldrei flottustu myndina í myndmennt, né hafði fallegustu rithöndina í bekknum. Ég kunni ekki að syngja og danshæfileikar mínir voru alltaf slakari en annarra. Eins og ég sagði, ég fæddist með glasið hálf tómt… Eða hvað? Getur verið að ég hafi bara fæðst með fullt glas og að… Lesa meira

Það gerist varla krúttlegra – Myndband sem fær þig til að brosa

Hlæjandi ungabörn er eitthvað sem fá alla til að brosa, innilega gleðin og ánægjan skín svo úr augum þeirra að maður getur ekki annað en hlegið með þeim. Við rákumst á þetta dásamlega myndband af tveimur ofurkrúttlegum börnum sem sitja á bumbunni á einhverskonar titrandi dýnu og hlæja að hvor öðru. Það gerist varla sætara en þetta https://www.facebook.com/JukinVideo/videos/1514426961978902/ Lesa meira

Fyrsta svarta LGBTQ fjölskyldan til að vera í stórri auglýsingaherferð

Kordale Lewis og Kaleb Anthony eru par frá Atlanta, Georgia. Þeir hafa verið saman í sex ár og vöktu fyrst athygli 2014 þegar þeir deildu mynd af sér gera hárið á dætrum sínum tilbúið fyrir skólann. Síðan þá hafa þeir haldið áfram að deila myndum af hversdagslegu fjölskyldulífi sínu og hafa tveir synir bæst við þessa glæsilegu fjölskyldu. https://www.instagram.com/p/jJ2znjBmY7/ Kordale og Kaleb halda úti Instagram síðu sem er með rúmlega 180 þúsund fylgjendur. Þeir hafa vakið mikla athygli og hefur meðal annars Cosmopolitan fjallað um þá. Þeir hafa einnig verið í auglýsingu fyrir Nikon sem má sjá hér að neðan. https://www.instagram.com/p/3rYlp8BmaE/… Lesa meira

Brynja Björk varar foreldra við gölluðum barnalæsingum

Dóttir Brynju vaknaði á undan henni síðasta laugardagsmorgun og laumaði sér fram í eldhús til að næla sér í góðgæti eins og börn eiga til með að gera þegar þau vita að foreldrarnir eru enn sofandi. Þegar Brynja kemur fram er dóttir hennar búin að klifra upp í skáp og sækja sér vítamín dollu með hinu fræga Sugar bear hair vítamíni sem er gefið út sem bláir gúmmíbirnir og lítur því út eins og sælgæti fyrir lítið barn. Hún borðaði ca 80-90% af dollunni og klósettferðir eftir því hjá barninu, ég lét fyrirtækið sem flytur þetta inn vita en fékk… Lesa meira

Flóðhesturinn og samfélagsmiðlastjarnan Fiona fær sinn eigin þátt

Í byrjun júní fjallaði Bleikt um flóðhestinn Fionu sem fæddist fyrirburi og er samfélagsmiðlastjarna. Fiona fæddist sex vikum fyrir settan tíma í Cincinnati dýragarðinum. Þar sem hún kom svona snemma í heimin þurfti hún mikla ummönun en hún var aðeins þrettán kíló við fæðingu, helmingi léttari en meðalþyngd nýfæddra flóðhesta. Fólkið sem hugsar um Fionu í dýragarðinum vissi að hún væri sérstök og ákváðu að deila krúttleika hennar með heiminum. Fiona var ekki lengi að eignast aðdáendur, skiljanlega hún er svo krúttleg! Sjá einnig: Flóðhesturinn Fiona fæddist fyrirburi og er nú samfélagsmiðlastjarna Aðdáendur Fionu fylgjast stíft með samfélagsmiðlum dýragarðsins til… Lesa meira

Hugmyndarík móðir sýnir hvernig meðganga og móðurhlutverkið er í raun og veru á sprenghlægilegan hátt

Maya Vorderstrasse eignaðist nýlega sitt annað barn. Þegar hún komst að því að hún var ólétt var hún komin með nóg af því hvað samfélagsmiðlar virðast sýna móðurhlutverkið sem fullkomið og auðvelt. Hún tók því málið í sínar hendur og ákvað að sýna heiminum hvernig það er í raun og veru. Satt að segja var ég orðin þreytt á því að sjá móðurhlutverkið sett upp sem fullkomið, gallalaust og áreynslulaust á samfélagsmiðlum þar sem að mér leið aldrei þannig. Svo ég ákvað að fagna óskipulagða lífi mínu og deila því með öllum í þeirri von um að hjálpa öðrum mæðrum… Lesa meira

Þóranna hvetur allar mæður til að setja þarfir barnsins í fyrsta sæti: „Feður hafa jafn mikinn rétt og við“

Sumarið 2016 ákvað ég að láta langþráðan draum rætast og flytja í borginna frá höfuðborg norðurlands. fékk þá að taka 10 ára dóttur mína með mér. Það gekk ofsalega vel, hún var enga stund að eignast góðar vinkonur og koma sér inn í frábæran fimleikahóp. Gekk hreinlega eins og í sögu. Ég var auðvitað í skýjunum með það. En það var ekki hægt að flýja það að við fluttum frá föðurfjölskyldu hennar, frá mjög góðum föður, yndislegri stjúpmóður og einni 3 ára systur, sú litla saknaði stóru systur sinnar alveg hrikalega. Faðir hennar átti það til að lauma því að mér við og við yfir síðasta vetur hvort ég væri til í að íhuga það… Lesa meira

Hrefna Líf safnar fyrir heimkomu hundanna sinna með tónleikum

Hrefna Líf Ólafsdóttir snappari og pistlahöfundur flutti ólétt út til Spánar síðasta haust til þess að læra dýralækningar. Eftir erfiða önn í skólanum eignaðist hún sitt fyrsta barn í miðjum lokaprófum og fékk ekki undanþágu frá skólanum til þess að halda áfram námi. Hún flutti því aftur til Íslands í sumar og hefur hún leyft fylgjendum sínum á snapchat að fylgjast með ferlinu. Hrefna Líf á tvo hunda sem skipta fjölskylduna rosalega miklu máli, þau Myrru og Frosta. Þau fluttu út til Spánar með fjölskyldunni og eru þeir nú staddir í Noregi hjá vinafólki hennar og bíða þess að komast heim en flutningsferli dýra til Íslands… Lesa meira