Afleiðingar foreldraútilokunar fyrir börn: Kvíði, þunglyndi, lágt sjálfsmat og vanlíðan

Á dögunum var haldin ráðstefna um foreldraútilokun, málefni sem Barnaheill styðja að fái faglega umræðu.Yfirskrift ráðstefnunnar var Leyfi til að elska og á henni talaði fjöldi sérfræðinga um málefnið, bæði innlendir og erlendir. Í myndskeiðum á ráðstefnunni komu fram ýmsar upplýsingar byggðar á rannsóknum frá þremur íslenskum sérfærðingum, þeim Heimi Hilmarssyni, félagsráðgjafa hjá barnaverndum þriggja sveitarfélaga á Suðurnesjum og formanni félags um foreldrajafnrétti og Sigrúnu Júlíusdóttur, prófessor í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands og formanns Rannsóknarstofnunar í barna- og fjölskylduvernd við HÍ, og Sæunni Kjartansdóttur, sálgreini hjá Miðstöð foreldra og barna.Við birtum hér úrdrátt úr tveimur myndbandanna sem er að finna áYouTube rásinni Leyfi… Lesa meira

Svona færðu barnið þitt til að hlýða öllu sem þú segir

Ef barnið þitt hlýðir þér í einu og öllu skaltu sleppa því að lesa lengra. Ef ekki þá gætirðu haft áhuga á að kynna þér efni nýrrar bókar eftir Alicu Eaton, breskan sérfræðing í dáleiðslu. Í bókinni, sem ber nafnið Written Words That Work: How To Get Kids To Do Almost Anything, fer Alicia yfir atriði sem geta breytt hegðunarmynstri barna til hins betra og fengið þau til að gegna betur. Alicia segir að máttur tungunnar sé mikill og það hvernig hlutir eru orðaðir geti skipt sköpum. Í umfjöllun um bókina á vef Mail Online eru nokkur atriði í bókinni týnd til.… Lesa meira

Karen Hrund er ólétt aðeins 15 ára: Móðurhlutverkið, fordómar, gleði og ljót skilaboð

Karen Hrund er 15 ára og hefur nýlokið grunnskólagöngu sinni. Hún er búsett á Akureyri og er í sambandi með Ómari Berg, 21 árs. Saman eiga þau von á barni og er Karen komin 35 vikur á leið. Bleikt fékk Karen í viðtal til að ræða um meðgönguna, verðandi mæðrahlutverk og fordómana sem hún hefur orðið fyrir vegna aldurs hennar. Karen kynntist kærastanum sínum þegar hún var fjórtán ára og hann ný orðinn tvítugur. Þau byrjuðu saman í ágúst í fyrra. Þau eiga von á strák og segist Karen hlakka til en vera samt ótrúlega stressuð líka. „Þú veist aldrei… Lesa meira

22 hlutir sem barnið þitt ætti að kunna áður en það byrjar í skóla

Hvernig reiðir barninu þínu af í samanburði við önnur börn þegar kemur að hlutum eins og málskilningi, skrift eða öðrum grundvallarþáttum? Sálfræðingurinn Janine Spencer við Brunel-háskóla hefur sett saman lista yfir tuttugu og tvö atriði sem börn ættu að geta gert áður en þau byrja í grunnskóla. Þau munu koma betur undirbúin fyrir skólagönguna og létta þeim lífið verulega þegar loks er sest á skólabekk. Listinn birtist fyrst í vefútgáfu breska blaðsins Mirror. Þar er jafnframt tekið fram að foreldrar eiga ALLS ekki að örvænta þó barnið kunni ekki öll þessi atriði. Hér eru aðeins nefnd atriði sem börn hefðu… Lesa meira

Er rangt að stunda kynlíf á meðan börnin eru sofandi í sama herbergi?

Mikil umræða hefur spunnist á spjallborði vefsíðunnar Netmums, eða Netmæður, um kosti og galla þess að foreldrar stundi kynlíf meðan börnin eru sofandi í sama herbergi. Sitt sýnist hverjum um þetta og er óhætt að segja að mæður skiptist í tvær fylkingar. Færslan sem kom öllu af stað Færslan sem kom umræðunni af stað snerist um foreldra tveggja barna, 10 og 8 ára, sem vegna óviðráðanlegra aðstæðna þurfa að deila herbergi með börnum sínum í nokkra mánuði. Konan sem skrifar færsluna segir að henni hafi verið verulega brugðið þegar vinkona hennar, sum sé móðir þessara 8 og 10 ára barna,… Lesa meira

Sportscasting/„Að lýsa leiknum“- Hvað er það og hvernig á að nota það?

Sportscasting er orð sem kemur frá Janet Lansbury einni helstu talskonu RIE stefnunnar í heiminum í dag og hefur það á stuttum tíma orðið að mikið notuðu hugtaki í stefnunni sjálfri og víðar. Í íslenskri þýðingu tala ég oft um það “að lýsa leiknum” og finnst það ná ágætlega utan um merkingu orðsins, en hvað þýðir það samt, að „sportscast-a“ eða “að lýsa leiknum” í uppeldi? Sportscasting er það þegar við segjum upphátt það sem við sjáum í aðstæðum. Við segjum bara staðreyndir án þess að dæma eða segja okkar skoðun á atriðinu sem við erum að „lýsa“ (sama hvort um jákvæða eða neikvæða… Lesa meira

Barnalæknir sýnir hvernig þú færð barnið þitt til að hætta að gráta

Barnalæknirinn Robert C. Hamilton hefur meðhöndlað þúsundir barna á 30 ára ferli sínum í læknavísindunum og kann sitthvað þegar kemur að því að hugga þau. Hamilton, sem er læknir í Santa Monica í Kaliforníu, segir að þessi aðferð hans virki í hvert einasta skipti. Málið snýst um að halda á barninu á réttan hátt. Hann deilir aðferðinni á YouTube-síðu sinni en myndband af henni má sjá hér að neðan. Það sem hann gerir er að hann ýtir hægri handlegg barnsins upp að brjóstkassa þess og leggur svo vinstri handlegg barnsins ofan á. Hann heldur svo utan um handleggina með vinstri… Lesa meira

Þess vegna er iPadinn helsta ógnin sem steðjar að börnunum okkar

„Þegar litla stúlkan benti á sælgætið í búðarhillunni sagði mamman að nammiát væri slæmt fyrir tennurnar. Dóttirin, sem var varla mikið eldri en tveggja ára, gerði það sem mörg börn gera svo oft. Hún tók illskukast. Það sem gerðist næst skelfdi mig. Skömmustuleg mamman dró iPad upp úr töskunni og lét dóttur sína hafa. Þar með var friður kominn á.“ Áhyggjuefni Á þessum orðum hefst grein breska sálfræðingsins Sue Palmer sem vakið hefur mikla athygli. Í greininni, sem birt er á vef Mail Online gerir hún tölvunotkun ungra barna að umtalsefni. Til að gera langa sögu stutta hefur hún áhyggjur af þróun… Lesa meira

Foreldrar endurgera tvíburamynd Beyoncé

Fyrir viku síðan birti Beyoncé fyrstu myndina af tvíburunum sínum og eiginmanns hennar, rapparans Jay-Z, á Instagram. Það er kominn rúmlega mánuður síðan tvíburarnir komu í heiminn og hafa þau fengið nöfnin Sir og Rumi. Myndin sem Beyoncé birti á Instagram var gullfalleg og með svipuð þemu eins og myndin sem hún birti þegar hún tilkynnti að hún væri ólétt. Internetið fór nánast á hvolf þegar að hún birti myndina. Myndin gekk eins og eldur í sinu um netheima og fjölmiðla um allan heim. Nú hafa aðrir foreldrar ákveðið að endurgera myndina á stórskemmtilegan hátt: Karlmannsútgáfan: Channelling @beyonce Finlay and… Lesa meira

Þess vegna á ekki að skilja börn ein eftir

Þegar barnið manns er óvenju hljóðlátt í næsta herbergi þá veit maður oftast að eitthvað grunsamlegt á sér stað. Til dæmis ákvað kannski barnið að teikna á alla stofuveggina eða dreifa hveiti um allt eldhús. Börnum dettur ýmislegt í hug og hér fyrir neðan eru nokkrar skemmtilegar myndir sem sýna af hverju það á ekki að skilja börn ein eftir. #1   #2   #3   #4   #5   #6   #7   #8   #9   #10   #11   #12   #13   #14   #15   #16   #17   #18   #19   Lesa meira

Hugmyndaríkar aðferðir til að tilkynna meðgöngu

Það er alltaf mikið gleðiefni fyrir spennta foreldra að tilkynna að fjölskyldan sé að stækka. Það er misjafnt hvort fólk tilkynni það á samfélagsmiðlum eða í raunheimum en á okkar tæknivæddu tímum hið fyrrnefnda verið venjan. Við þekkjum þessar klassísku myndir, eins og þar sem pínkulitlum skóm er stillt upp hliðin á sónarmynd eða verðandi foreldrar brosa breitt og halda utan um bumbuna sem fer stækkandi. Sjá einnig: Par sem var sagt að þau gætu ekki eignast börn tilkynna meðgönguna á stórkostlegan hátt Margir hafa tekið upp á því að hrista aðeins upp í hlutunum og leyfa hugmyndafluginu að ráða ríkjum og gera ótrúlega sniðuga… Lesa meira

Eðlan MacGyver slær í gegn á samfélagsmiðlum

Hundar og kettir eru vinsælustu dýrategundirnar á samfélagsmiðlum, eins og krúttlegi hundurinn Tuna eða aðgangurinn "Kettir Instagram."  Auðvitað eru undantekningar eins og flóðhesturinn Fiona. Nú hefur ný samfélagsmiðlastjarna litið dagsins ljós og hafa myndir af henni farið eins og eldur í sinu um netheima og fjölmiðla. Það er eðlan MacGyver. Hann er með 162 þúsund fylgjendur á Instagram og 45 þúsund á YouTube. MacGyver er engin venjuleg eðla en hann er svipað stór og hundur og á það til að hegða sér sem slíkur. MacGyver elskar að fara út að labba, borða og kúra. „Hann getur farið hvert sem hann vill í húsinu en hann kýs að kúra… Lesa meira

Viðbrögð föður sem er viðstaddur fæðingu vekja mikla athygli

Dalo og Quintana eru sautján ára par og voru að eignast sitt fyrsta barn. Dalo var að sjálfsögðu viðstaddur fæðinguna ásamt myndavélum. En það var ekki verið að taka myndir fyrir fjölskyldualbúmið heldur voru þetta myndavélar frá hollenska raunveruleikaþættinum „Vier Handen Op Eén Buik“ eða „Fjórar hendur á bumbu.“ Viðbrögð Dalo við fæðingunni hafa vakið mikla athygli en þau eru vægast sagt dramatísk og sprenghlægileg. Horfðu á myndbandið. Hins vegar endar sagan ekki hér en síðar í þættinum var tekið DNA próf og niðurstaðan sýndi að Dalo er ekki líffræðilegur faðir barnsins. Hann fór í uppnám við að heyra fréttirnar… Lesa meira

Hann á fjórar dætur og fær að vita kynið á næsta barni – Rosaleg viðbrögð

Christine Batson og eiginmaður hennar eiga fjórar dætur saman og eiga von á öðru barni. Þau ákváðu að komast að kyni barnsins á skemmtilegan hátt saman sem fjölskylda og tók Christine það upp á myndband. Faðirinn og dæturnar sitja við borð og stúlkurnar fá möffins þar sem liturinn inni í kökunni sýnir hvaða kyn barnið er. Viðbrögð föðurins eru rosaleg við fréttunum en meira ætlum við ekki að segja. Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan. „Við erum að eignast okkar fimmta barn. Eftir fjórar stelpur var eiginmaðurinn minn svo viss um að það myndi vera strákur. Börnin okkar eru 16 ára, 11 ára, 4… Lesa meira

Að eiga börn með stuttu millibili

Ég er rosalega oft spurð að því hvernig það sé að eiga börn með svona stuttu millibili en það eru einungis 15 mánuðir á milli barnanna okkar hjóna. Strákurinn okkar er fæddur í nóvember 2013 og stelpan í janúar 2015 og ná þau því tveimur skólaárum á milli sín. Það eru kannski einhverjir sem spyrja sig að því hvort við hjónin höfum bæði skrópað í kynfræðslu daginn sem getnaðarvarnir voru kynntar í grunnskóla... Ég held að svarið sé nokkuð augljóst! En að öllu gríni slepptu, þegar ég varð ólétt í fyrra skiptið höfðum við hjónin verið að reyna í dágóðan… Lesa meira

Beyoncé birtir fyrstu myndina af tvíburunum

Söngkonan og gyðjan Beyoncé hefur birt fyrstu myndina af tvíburunum sínum og eiginmanns hennar, rapparans Jay-Z. Það er mánuður síðan tvíburarnir komu í heiminn. Beyoncé skrifaði með myndinni „Sir Carter og Rumi eins mánaða í dag“ en hjónin sóttu um höfundarrétt á nöfnunum tveimur í lok júní. https://www.instagram.com/p/BWg8ZWyghFy/ Myndin er með svipuð þemu eins og myndin sem Beyoncé birti þegar hún tilkynnti að hún væri ólétt. https://www.instagram.com/p/BP-rXUGBPJa/?taken-by=beyonce   Lesa meira

Gefur barni brjóst meðan hún stundar kynlíf – Finnst ekkert að því

Tasha Maile er vídeóbloggari og kallar sig „Spiritual Tasha Mama“ á YouTube. Hún hefur verið dugleg að berjast gegn „mæðra-skömm“ (e. mom-shaming), en á þá við hluti eins og þegar mæður eru skammaðar eða smánaðar fyrir til dæmis að gefa barni brjóst á almannafæri. Tasha er með yfir hálfa milljón fylgjendur á YouTube rásinni sinni. Fyrir tveimur árum fannst fólk hún hafa gengið of langt þegar hún sagði í myndbandi að hún hefur stundað kynlíf á meðan hún er að gefa barninu sínu brjóst. Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan þar sem hún ræðir um kynlíf og í lok myndbandsins ræðir hún um að stunda kynlíf og gefa barni brjóst… Lesa meira

Hegðun foreldra í kringum íþróttir ungra barna: „Eru þetta fyrirmyndirnar sem við ætluðum að vera?“

Hegðun foreldra í kringum íþróttir barna sinna getur stundum verið vafasöm og ekki allir sem gera sér grein fyrir því að þeir eru fyrirmyndir. Æsingur, pirringur og reiði eiga það oft til að ráða ríkjum í staðinn fyrir jákvæðni, virðingu og vinsemd. Valkyrja S. Á. Bjarkardóttir ræðir um hegðun foreldra í kringum íþróttir ungra barna í pistli í Kvennablaðinu og spyr hvort foreldrar séu meðvitaðir um hegðun sína. Við stöndum tryllt á hliðarlínunni, látum öllum illum látum, görgum jafnvel á börnin að gera svona eða hinseginn og dómarinn fær að heyra það: „Sástu ekki brotið dómari? Andskotinn er þetta!“ Pressan… Lesa meira

Myndbirting barna á netinu

Ég fékk um daginn bækling í leikskólanum hjá syni mínum sem fjallaði um myndbirtingu barna á netinu. Þá var verið að tala um myndir af börnum þar sem þau eru nakin í baði til dæmis. Þó að við sjálf horfum á myndir af börnunum okkar og sjáum bara fallega stund eru því miður einstaklingar þarna úti sem eru sjúkir og geta misnotað svona myndir. Einnig var talað um myndir sem börnin einfaldlega vilja ekki láta birta af sér eða myndir sem sýna barnið í vandræðalegum aðstæðum. Það gæti sett barnið í erfiða stöðu gagnvart bekkjarfélögunum ef þeir kæmust yfir slíkar myndir. Eins… Lesa meira

Valgerður: „Síðan ég varð móðir hef ég svolítið týnt gömlu mér“

Síðan ég varð móðir hef ég svolítið týnt gömlu mér... Jú það kannast örugglega margir við það að hafa ekki tíma í að sinna hlutum sem maður var vanur að hafa svo miklar áhyggjur af. Eins og til dæmis að finna hreinan bol, slétta yfir flókabunkann sem við köllum núna hár, jú eða lita augabrúnir. Ég get allavega sagt fyrir mitt leyti að ég er orðin ansi vön að arka um allt augabrúnalaus eins og ég hafi lent í hræðilegu grillslysi. Sú sem þú sérð í speglinum núna er kannski með nokkur, eða fullt af slitum. Hún er örugglega þreytulegri en venjulega… Lesa meira

Sjáðu bestu myndirnar frá hundaljósmyndaverðlaununum

Ár hvert heldur The Kennel Club samkeppi um bestu hundaljósmyndirnar. The Kennel Club er hugsanlega elsta og þekktasta hundastofnunin í heiminum. Ljósmyndakeppnin hefur verið í gangi í tólf ár og voru um tíu þúsund ljósmyndir frá 74 löndum skráðar í keppnina í ár. Veitt eru verðlaun í tíu flokkum eins og „Hvolpar,“ „Aðstoðarhundar“ og „Hundar að vinna.“ Það er einnig „Besti vinur mannsins“ flokkur með myndum sem sýna einstöku tengslin á milli hunda og mannfólks. Sjáðu þessar yndislegu myndir hér fyrir neðan. #1 Aðalsigurvegarinn og 1. sæti fyrir Besti vinur mannsins, Maria Davison Ramos, Portúgal.   #2 „Rescue Dogs Charity“… Lesa meira

Hildur Inga: „Fyrstu vikurnar fengum við nánast eingöngu að horfa á hana“

Barkaþræðing, öndunarvél, súrefni, no, picc línur, sonda, hjartalínurit, súrefnismettun, þvagleggur, næring í gegnum naflaarteríu, æðaleggir, blóðprufur, blóðþrýstingur, lungnaháþrýstingur, morfín, róandi, ótalmörg lyf, hjartaómanir, röntgen, lifur og garnir í brjóstholi, aðgerð, vökvasöfnun í brjóstholi, dren, haldið sofandi, lífshætta, ecmo vél í Svíþjóð, rétt slapp, leyft að vakna, gefið róandi, svæfð ef grét, cpap, súrefnisgleraugu, púst, inndrættir, aftur cpap, high flow, low flow o.fl. o.fl. Þetta eru mörg orð sem ég vildi óska að ég kynni ekki skil á. Nokkurn veginn svona er ferlið sem dóttir mín hefur gengið í gegnum og það aðeins á þremur mánuðum. Hún fæddist með þindarslit hægra megin. Líkurnar á því að það gerist eru 1 á móti 20.000. Hún er… Lesa meira

Rúna: Litlu hlutirnir sem skiptu ekki máli fyrr en maður varð foreldri

Rúna Sævarsdóttir býr með manninum sínum og þremur börnum í Noregi. Hún stundar fjarnám í sálfræði við Háskólann á Akureyri og er þar að auki bloggari á Öskubuska.is. Hún skrifaði pistil um litlu hlutina sem birtist fyrst á Öskubuska.is og gaf Bleikt góðfúslegt leyfi að birta hann hér fyrir lesendur okkar. Foreldrahlutverkið getur verið mjög krefjandi á köflum ásamt því auðvitað að vera skemmtilegt. Litlir hlutir sem skiptu ekki máli áður eru allt í einu orðnir mjög mikilvægir og spila stóran þátt í daglegu lífi ykkar. Ég ákvað að setja upp smá lista yfir hluti sem geta gjörsamlega umturnað deginum fyrir foreldrum. Hlutir… Lesa meira