Íslenskar mömmur opna sig – 1. hluti: „Mamma er konan DAUÐ?“

Börn geta verið dásamlega hreinskilin... stundum kannski aðeins of! Við báðum mömmurnar í facebook-hópnum Auðveldar mömmur, að deila með okkur atvikum þegar börnin hafa komið þeim í vandræði. Svörin létu ekki á sér standa, og eiginlega finnst okkur spurning um að gefa út bók! Við látum það þó liggja milli hluta að sinni og leyfum lesendum í staðinn að njóta nokkurra dásamlegra frásagna um blessuð börnin. Gjörið svo vel! Augnablikið síðustu helgi þegar ég var að skipta á syni mínum eftir lúxusbrunch og sagði við kærasta minn „ok ég veit ekki hvort ég er með kúk á höndunum eða nutella" Ég… Lesa meira

Fólk sem sér eftir að hafa skilið eftir dýrin sín ein heima

Stundum er ekki sniðugt að skilja dýrin ein eftir heima, en það er oft nauðsynlegt. Maður þarf nú að mæta í vinnu, fara út í búð, hitta vini og fjölskyldu og svo lengi mætti telja. Sumir eigendur geta treyst dýrunum sínum alveg, þau eru stillt og prúð og rífa ekki klósettpappírsrúlluna í sig og dreifa um allt hús. En svo eru það sumir eigendur sem eru í endalausu veseni þegar þeir þurfa að skilja eftir dýrin ein heima. Það er misjafnt eftir dýrinu hvort það fyllist af eftirsjá þegar eigandinn kemur heim og sér afrakstur villingsins, eða það verður stolt… Lesa meira

Ólöf Ragna: „Tilhugsunin um að fæða annað barn var mér ofviða“

Eru meðgöngu og fæðingarsögur ekki alltaf vinsælar? Þegar ég var ólétt þá held ég hafi náð að klára allar fæðingarsögur sem ég fann á netinu og fannst alltaf jafn gaman að lesa þær. Ég ætla allavega að skella í eina þannig færslu og vonandi hafið þið bara gaman af. Ég á tvö börn, 7 ára Alexöndru og þriggja mánaða Viggó Nathanael. Ég var 19 ára þegar ég varð ólétt af Alexöndru. Meðgöngurnar voru svo sem ekki mjög ólíkar, þessi venjulega þreyta, ógleði og svo fékk ég grindargliðnun sem gerði vart við sig á um 17 viku í báðum tilfellum. Fæðingarnar… Lesa meira

Dýr sofandi með tuskudýr – Verður það krúttlegra?

Það er ekkert leyndarmál að við hjá Bleikt elskum dýr. Það skiptir engu máli hvers konar dýr það eru, við bara elskum þau. Meira að segja tuskudýr, og hvað þá ef dýr eru að kúra með tuskudýrum. Verður eitthvað krúttlegra en það? Við spyrjum reglulega þessarar spurningar, hvort eitthvað getur verið krúttlegra en sá hlutur sem við erum að fjalla um, og erum endalaust að sanna að jú það er alltaf eitthvað sem er svo krúttlegt að við erum nálægt því að springa. En hér kemur einn gildur keppandi í krúttkeppninni, dýr sofandi með tuskudýr sem Bored Panda tók saman.… Lesa meira

Stórkostlegar kanínur með tískuna á hreinu

Þessar kanínur hafa náð toppinum þegar kemur að stórkostlegri tískuvitund, en þær eru gjörsamlega með puttann á púlsinum. Þær klæðast smart gleraugum, höttum og mörgu öðru, eða eru bara stórfenglegar einar og sér með viðhorfið að vopni. Sjáðu kanínurnar hér fyrir neðan sem Buzzfeed tók saman. https://www.instagram.com/p/BKqdl1EAC6N/ https://www.instagram.com/p/BRPMngyDPDm/ https://www.instagram.com/p/BSx5sHRAyja/ https://www.instagram.com/p/BSx6qo3jU_w/ https://www.instagram.com/p/BD2ICR3tpSh/ https://www.instagram.com/p/BSxjYpJh2fX/ https://www.instagram.com/p/BSxy9y6gJ_5/ https://www.instagram.com/p/x-T3lDjrfC/ https://www.instagram.com/p/BSxfBLOh7rG/ https://www.instagram.com/p/3xjeddvOYY/ https://www.instagram.com/p/9MmcfElUk8/ https://www.instagram.com/p/8bczlBH-ma/ https://www.instagram.com/p/4OnblZSjo2/ https://www.instagram.com/p/3hGH4fDxeq/ https://www.instagram.com/p/rtzOcOQ6qZ/ https://www.instagram.com/p/u0v0cXDjHc/   Lesa meira

Ef Öskubuska hefði verið strákur!

Í ævintýrunum sem við þekkjum öll eru kynjahlutverkin ansi niðurnjörvuð - oftar en ekki lenda varnarlausar en íðilfagrar stúlkur í agalegum háska, eða lífshættu, eða einelti, eða einhverju þaðan af verra - og eiga sér ekki viðreisnar von fyrr en prins (með tippi) kemur og bjargar þeim. Í þessu myndbandi er þessu snúið á hvolf - hér er útgáfa af Öskubusku sem skýrir ljómandi vel út hvað er athugavert við gömlu ævintýrin. Myndbandið var birt á facebook síðunni Rebel Girls. Góða skemmtun! https://www.facebook.com/rebelgirls/videos/1629783527049636/ Lesa meira

Kristín Maríella beitir áhugaverðri uppeldisaðferð – „Ekki að ástæðulausu að margir tala um að RIE hafi breytt lífi þeirra“

Kristín Maríella býr í Singapúr þar sem hún rekur fyrirtæki sitt Twin Within og hefur það ljómandi gott með manni sínum og börnum. Við birtum fyrri hluta viðtalsins við Kristínu Maríellu í gær - smelltu hér til að lesa. Eitt af áhugamálum Kristínar er ákveðin uppeldisaðferð eða -stefna sem kallast RIE eða Respectful parenting. Kristín segir stefnuna heilan heim út af fyrir sig. Að mínu mati er RIE byggt upp á þremur grunn-hugtökum en þau eru virðing, traust og tenging. Mér finnst það vera eins konar kjarni RIE sem stefnan gengur alltaf út frá. Við komum fram við börn af… Lesa meira

Kristín Maríella á heima í Singapúr – „Paradís fyrir fólk með börn“

Kristín Maríella er 27 ára víóluleikari og mamma sem búsett er í Singapúr. Í stað þess að verða hljóðfæraleikari að atvinnu eftir nám í Bandaríkjunum ákvað hún að fara allt aðra leið og stofnaði skartgripafyrirtækið Twin Within. Gabriela Líf, bloggari á Lady.is og Bleikt-penni, spjallaði við Krístínu Maríellu: Fljótlega eftir að fyrsta lína Twin Within kom út varð ég ólétt og hef sinnt merkinu meðfram móðurhlutverkinu upp frá því. Nú er ég hamingjusamlega gift, bý út í Singapúr og var að eignast mitt annað barn fyrir 3 mánuðum. Ásamt því að reka Twin Within hér útí Singapúr eyði ég miklum… Lesa meira

Ásta á þriggja ára ráðríkan son – „Ég elska einföld ráð sem virka“

Þegar Ásta Hermannsdóttir, bloggari á Ynjum, var 16 ára gömul fór hún í sálfræði 103 - og hluti námsefnisins situr í henni ennþá í dag - sérstaklega eftir að hún varð foreldri. Ásta fjallar um þessi góðu foreldraráð í pisli sem hún birti á Ynjum um daginn. Hún á þriggja ára ráðríkan son - og ráðin úr menntaskóla eru að nýtast vel í uppeldinu. Ásta gaf okkur leyfi til að endurbirta pistilinn, og við á Bleikt erum viss um að margir lesendur tengi! Gefum Ástu orðið: Sonur minn varð 3ja ára núna um miðjan febrúar og er sjálfstæðið og ráðríkið „allt að… Lesa meira

Hún ber saman þegar hún var ófrísk af einu barni og tvíburum – Sjáðu muninn

Natalie Bennett er vídeó bloggari, móðir tvíburastráka og gengin 36 vikur á leið með litla stelpu. Það er öruggt að segja að það er meira en nóg að gera hjá henni! En hún finnur enn þá tíma til að búa til myndbönd, en hún setur vikulega myndbönd á YouTube þar sem hún gefur áhorfendum nýjustu upplýsingar um meðgönguna sína. Eitt myndbandið vakti mikla athygli, en í því myndbandi er hún að bera saman þessa meðgöngu og meðgönguna þegar hún var ófrísk af tvíburunum. Twins vs. One Baby Á báðum myndunum er hún gengin 36 vikur á leið. Getur þú séð… Lesa meira

Börn sem vildu greinilega ekki systkini

Þegar mörg börn frétta að þau eru að fara að eignast systkini þá er fréttunum oft fagnað. Loksins fá þau systkini til að leika við og jafnvel stjórna, því þau eru jú eldri. En sum börn eru ekki á sömu nótunum, þeim finnst vera nóg af fólki í fjölskyldunni, hvort sem þau eru einkabarn eða eiga önnur systkini. Bara að eignast annað systkini er yfirdrifið nóg. Hér eru nokkur börn sem vildu greinilega ekki annað systkini! Lesa meira

Er þetta vinsælasti hundurinn á Instagram? Hundur með yfirbit með næstum því tvær milljónir fylgjenda

Tuna er sex ára gamall Chiweenie hundur með yfirbit. Honum var bjargað af Courtney Dasher í desember 2010 þegar hann var aðeins fjögurra mánaða gamall hvolpur. Ári síðar bjó Courtney til Instagram síðuna @tunameltsmyheart þar sem hún deildi myndum af Tuna. Hann sigraði hjörtu netverja um allan heim og er kominn með næstum tvær milljónir fylgjenda á Instagram. Sjáðu myndir af Tuna hér fyrir neðan, við mælum með að þú fylgir honum á Instagram til að sjá meira af þessu ofurkrútti! https://www.instagram.com/p/BSemwdeg4EA/ https://www.instagram.com/p/BSRXGmWAsW4/ https://www.instagram.com/p/BSJnoOSga36/ https://www.instagram.com/p/BR9Jvn2gWeN/ https://www.instagram.com/p/BRwGx31gMGX/ https://www.instagram.com/p/BRRpV5LAOGP/ https://www.instagram.com/p/BQtS2DbAr6a/ https://www.instagram.com/p/BQYWq6FFSPn/ https://www.instagram.com/p/BPifw8IFzlo/ https://www.instagram.com/p/BOiQB-jlgH6/   Lesa meira

Sjö ára stúlka lætur ekki blettaskalla stoppa sig að taka þátt í „trylltum hárdegi“ í skólanum

Gianessa Wride er sjö ára stelpa frá Utah í Bandaríkjunum. Hún var greind með blettaskalla fyrr á þessu ári og samkvæmt móður hennar er engin lækning né lyf til við sjúkdómnum. Hún gæti tekið steratöflur en um leið og hún myndi hætta að taka þær inn myndi hárið detta aftur af. Það var „trylltur hárdagur“ í skólanum hennar um daginn. Nemendurnir máttu mæta þann dag með alls konar hárgreiðslur, eins trylltar og þau vildu. Mamma Gianessu kom með sniðuga lausn svo stúlkan gæti tekið þátt. Sjáðu hvað hún gerði, hversu falleg og töff! Falleg stelpa með fallegt hárskraut! Haltu áfram… Lesa meira

Lítil stúlka neitar að halda upp á afmælið sitt nema það verði kúkaþema

Hluti af því að vera gott foreldri er að elska barnið þitt alveg eins og það er. Þegar þriggja ára stelpa biður um afmælisveislu með kúkaþema og neitar að hafa öðruvísi þema, er þá ekki best að virða óskir hennar? Í marga mánuði, í hvert einasta skipti sem við ræddum um afmælisveisluna hennar, bað Audrey um „kúkablöðrur og kúkaköku.“ sagði móðir stúlkunnar við Huffington Post. Ég reyndi að stinga upp á öðrum þemum, en hún hélt fast við að hún vildi kúkaþema. Veislan var haldin! Í henni var var leikur með kúkaþema „pin the poop,“ kúka „pinata“ með Tootsie Rools og Hershey's súkkulaði inn í… Lesa meira

Aníta Rún – Fæðingarsaga númer tvö – „Næsta sem ég man var að ég heyri í neyðarbjöllum hringja og allir eru í panikki“

Það var sunnudagur eftir bæjarhátið á Grundarfirði þar sem ég ólst upp þegar ég var á leiðinni heim í Hafnarfjörðinn. Ég var búin að vera óvenju þreytt síðustu daga og hafði þurft að leggja mig á daginn alla helgina, sem var mjög ólíkt mér. Ég segi við Daníel eftir Hvalfjarðargöngin að við yrðum að stoppa í bílaapótekinu og kaupa óléttupróf, því ef ég væri ekki ólétt að þá yrði ég að fara til læknis, því þessi þreyta væri bara alls ekki eðlileg. Við stoppum í lúgunni, kaupum próf og heim er haldið. Fer inn, pissa á prik og þar kemur… Lesa meira

Erfiður þriðjudagur? Þessi kornunga Internetstjarna á eftir að koma þér í gott skap!

Er þessi þriðjudagur rétt fyrir páskafrí að buga þig? Er kaffið ekki nógu sterkt, eru vinnufélagarnir illa tannburstaðir og finnst þér að fríið mætti bara vera byrjað? Við erum með stórkostlegt myndband sem á eftir að bjarga þriðjudeginum þínum eða gera góðan dag betri! Kaden er fimm mánaða gamall og er þegar orðinn frægur á Internetinu fyrir það hvernig hann vaknar. Mamma hans deildi nýlega myndbandi af hvernig hann vaknar, svo glaður að sjá og kastar höndunum í loftið. Myndbandið hefur vakið mikla athygli og gengið eins og eldur í sinu um netheima. Horfðu á það hér fyrir neðan, þú… Lesa meira

Tristan litli varð fyrir skelfilegri árás – Arna Bára: „Í algjöru sjokki mætum við upp á spítala“

Dagurinn sem byrjaði með skemmtilegri fjölskylduveislu hjá ömmu og afa, tók heldur betur skelfilega stefnu og fjölskylda Örnu Báru Karlsdóttur endaði á þriggja tíma dvöl á slysaeild. Arna Bára, Heiðar maður hennar, og synirnir Tristan og Ares voru stödd í notalegri veislu með fjölskyldumeðlimum þegar Tristan hlaut alvarleg meiðsl sem þurfti að gera að á slysadeild. Varúð myndir eru ekki fyrir viðkvæma! „Dagurinn í gær byrjaði ótrúlega vel og skemmtilega og fórum við saman í grillveislu til afa og ömmu. Rétt áður en við ætlum að fara heim fer Tristan út með frændsystkinum sínum að leika í garðinum hjá þeim.… Lesa meira

Myndirnar hans gerðu allt brjálað þangað til fólk vissi sannleikann á bak við þær

Þessi faðir er að hræða allt Internetið með myndum af barninu sínu í hættulegum aðstæðum. Fólk um allan heim er með hjartað í buxunum við skoðun myndanna, en þær eru vægast sagt óhugnanlegar. Hins vegar þarftu ekki að hafa neinar áhyggjur því myndirnar eru ekki ekta. „Ég hef verið að photoshoppa barnið mitt í hættulegar aðstæður. Ekkert sem er óraunverulegt, heldur nóg fyrir fólk til að hugsa „Bíddu.. Gerði hann?“ Skrifaði hann á Reddit. Sjáðu myndir af dóttur hans halda á hníf, klifra upp háan stiga eða keyra bíl. Allar myndirnar eru svo raunverulegar að þú átt örugglega eftir að… Lesa meira

Anna vill vekja foreldra til umhugsunar – „Þetta tiltekna vandamál er mjög viðkvæmt, falið í samfélaginu og erfitt að takast á við“

Með það markmið í huga að sem flestir lesi alla greinina og vonandi opna augu sem flestra reyndi ég að halda lengdinni í lágmarki. Tek ég því einungis fram aðalatriði og legg áherslu á að svo margt annað liggur að baki og margt annað sem þyrfti að koma fram. Anna Þorsteinsdóttir heiti ég og er Bsc íþróttafræðingur og með master í heilsuþjálfun og kennslu. Ég held úti heimasíðu og fræðslu snap-chat reikningi undir nafninu Engar Öfgar. Ég er starfandi íþróttakennari en hef yfir 6 ára reynslu sem þjálfari og vinn einnig sem kennari í líkamsrækt, fyrirlesari og ráðgjafi. Síðustu mánuði… Lesa meira

„Hundar eru gríðarlega góður felagsskapur“ – Damian Davíð vill bæta aðstæður hundaeigenda á Íslandi

Damian Davíð er mikill áhugamaður um hunda. Það er ekki annað hægt að segja en að hundar séu hans ástríða í lífinu. Hann hefur ákveðið að bjóða sig fram í stjórn Hundaræktarfélags Íslands. Við ákváðum að heyra aðeins í Damian og forvitnast um áhuga hans á hundum og ástæðuna fyrir því að 22ja ára strákur býður sig fram til stjórnar í HRFÍ. Damian er fæddur og uppalinn í Póllandi en flutti til Íslands þegar hann var 8 ára, eða árið 2004. Hann á heima í Hafnarfirði og vinnur í gæludýrabúðinni My Pet í Firði, auk þess sem hann stundar fjarnám… Lesa meira

Viltu vinna bíómiða fyrir alla fjölskylduna um helgina?

Barnakvikmyndahátíð stendur nú yfir í Bíó Paradís. Þar eru sýndar ýmsar skemmtilegar og klassískar myndir sem henta börnum og allri fjölskyldunni. Barnakvikmyndahátíðin er alþjóðleg og er nú haldin í Reykjavík í fjórða sinn. Hátíðin hefur fest sig í sessi sem árlegur menningarviðburður barna og unglinga og hefur brotið blað í kvikmyndamenningu barna og unglinga. Verndari hátíðarinnar er Vigdís Finnbogadóttir. Hlutverk barnakvikmyndahátíðarinnar er að bjóða börnum, unglingum og fjölskyldum þeirra aðgang að áhugaverðum og vönduðum barna- og unglingakvikmyndum víðs vegar að úr heiminum sem annars eru ekki teknar til sýninga á Íslandi. Nú getur þú unnið bíómiða á mynd að eigin… Lesa meira

„Afhverju á ég ekki nýjustu fötin, flottustu húsgögnin og allar merkjavörurnar?“ – Gabríela Líf spáir í glansmyndina

Ég tók smá umræðu inn á snapchat í síðustu viku um þessa svokölluðu „glansmynd“ sem svo margir tala um. Þetta fyrirbæri er ekki eingöngu hjá snöppurum og bloggurum heldur er þetta til hjá öllum. Þessi svokallaða glansmynd eins og ég skil hana er þegar fólk sýnir bara það besta úr lífinu á samfélagsmiðlum og setur því þannig upp glansmynd eins og allt sé fullkomið. Glansmyndin inniheldur meðal annars fullkomið heimili, fallegustu og nýjustu fötin, allar merkjavörurnar, hrein og prúð börn, flottustu myndirnar o.s.frv. Ég persónulega er ekkert alltof hrifin af þessari glansmynd því ég eins og margir aðrir hef ég… Lesa meira