Ljósmynd Finns vekur athygli á Daily Mail – Hesturinn tvífari Sia

Vefsíðan Dailymail í Bretlandi birti í byrjun nóvember hestamynd sem Finnur Andrésson áhugaljósmyndari tók og sagði hestinn líkjast mjög áströlsku söngkonunni Sia. Bæði væru með sömu hárgreiðsluna sem hyldi augu þeirra. Finnur er búsettur á Akranesi og tók myndirnar þar, segir að hesturinn skemmtilegi hafi svo sannarlega lífgað upp á daginn hjá honum. Hesturinn bæði ullaði og „hló“ svo sást í tennurnar þegar Finnur smellti af. „Íslenski hesturinn er með einstakan karakter,“ er haft eftir Finni á Dailymail. „Ég var á rúntinum með myndavélina á Akranesi að leita að dýrum til að mynda. Ég sá hestinn við veginn og byrjaði… Lesa meira

„Staðgöngumæðrun erfiðari en meðganga“

Kim Kardashian West á tvær erfiðar meðgöngur að baki þegar hún gekk með börn sín, soninn Saint, sem er að verða tveggja ára, og dótturina North, sem er fjögurra ára, en hún er ekkert hrifnari af því að nýta sér staðgöngumæðrun vegna þriðja barnsins. Raunveruleikastjarnan á von á stúlkubarni með eiginmanninum Kanye West og í viðtali við Entertainment Tonight segir hún að staðgöngumæðrun hafi verið erfiðari leið að taka. „Þetta er allt öðruvísi,“ segir Kim. „Þeir sem halda eða segja að þetta sé auðvelda leiðin að velja hafa svo rangt fyrir sér. Ég held að það sé miklu erfiðara að… Lesa meira

Fjármagna handteiknuð jólakort með Karolina Fund

Margrét Erla Guðmundsdóttir og Freyja Rut Emilsdóttir eiga fjölskyldufyrirtækið Í tilefni, sem einblínir á að hanna og framleiða kort til að lita, fyrir hvert tilefni. Í tilefni jólanna er fyrsta vörulínan þeirra og er þemað í ár íslenska lopapeysan, en fyrsta upplagið er í fjármögnun hjá Karolina Fund. „Myndirnar eru handteiknaðar, ákaflega fallegar og stílhreinar, þær á eftir að lita og því er hægt að setja sinn brag á myndirnar, eða gefa þau ólituð og leyfa viðtakandanum að lita sjálfum,“ segir Freyja Rut. „Kortin eru líka mjög falleg svarthvít. Hvað er notalegra í jólastressinu en að setjast niður, lita nokkrar… Lesa meira

Þeir eiga afmæli sama dag og gera allt saman

Ivette Ivens vissi strax þegar hún hitti franskan bulldog sem fæddur er sama dag og sonur hennar að hundurinn yrði að fara með henni heim. Farley varð meðlimur fjölskyldunnar fyrir fimm mánuðum og síðan þá hefur hann fylgt Dilan litla hvert sem er. „Ég er viss um að Dilan heldur að þeir séu sama tegund, þar sem þeir ganga á sama stigi og eru báðir á því stigi að japla á öllu,“ segir Yvette. „Farley er mjög þolinmóður þegar þeir leika saman og reynir að hrjóta ekki þegar þeir taka sér lúr." „Þetta er tenging búin til af ást, hrein og… Lesa meira

Brúður fer með brúðkaupsheit til fyrrverandi konu brúðgumans

Katie Musser og Jeremy Wade sem búsett eru í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum giftu sig nýlega. Sonur Wade frá fyrra hjónabandi, Landon, tók þátt í stóra deginum og það sem var sérstakt við brúðkaupið var að móðir hans Casey var líka stór hluti af deginum. Þegar parið fór með brúðkaupsheitin þá tók brúðurin sér tíma til að fara með heit til stjúpsonar síns, Landon og móður hans, Casey. „Fyrst þá langar mig að þakka þér fyrir að taka mér sem vini og leyfa mér að vera hluti af lífi Landon,“ sagði hún við Casey. „Ég heiti því að vera syni þínum… Lesa meira

Carter tvíburarnir sjást loksins á mynd

Beyoncé og Jay Z eignuðust tvíbura í júní síðastliðnum og fyrir utan myndir sem Beyoncé birti í júlí síðastliðnum hafa myndir af tvíburunum, Rumi og Sir, ekki verið birtar opinberlega. https://www.instagram.com/p/BWg8ZWyghFy/ Um helgina náðust hinsvegar myndir af Beyoncé, börnunum þremur og móður Jay Z, Gloriu. Þau voru stödd á heimili Beyoncé í Miami, þar sem Jay Z hélt tónleika í borginni.   Beyoncé & Sir! 💙😫 I’m melting! pic.twitter.com/6zb5U0ynaG — THE BEYHIVÉ (@TheBeyHiveTeam) November 12, 2017 Blue, Sir & Rumi! The Carter kids in Miami! #SquadGoals 👧🏽👶🏽👶🏽💕💜 pic.twitter.com/jjVrX5k3F6 — THE BEYHIVÉ (@TheBeyHiveTeam) November 12, 2017 Beyoncé, Miss Tina & The… Lesa meira

Dansinn dunaði á Lottómótinu

Lottó danskeppnin var haldin í 26. sinn helgina 4. – 5. nóvember síðastliðinn í íþróttahúsi Hafnarfjarðar. Keppt var í öllum aldursflokkum á laugardeginum og sunnudaginn var keppt í Kombi keppni og Lottó liðakeppni. Fjöldi glæsilegra danspara sveif um gólfið og glatt var á hjalla í húsinu. Lesa meira

Kim Kardashian hélt rándýra „baby shower“

Kim Kardashian fór alla leið þegar hún bauð í „baby shower“ fyrir þriðja barn sitt og eiginmannsins Kanye West. Bleiki liturinn var alls ráðandi. https://www.instagram.com/p/BbYtAb-hx8g/ Hin fjögurra ára gamla North skemmti sér konunglega. Kim nýtti auðvitað tækifærið til að auglýsa nýju ilmvatnslínuna sína. https://www.instagram.com/p/BbYkfQDhwN1/ Gleðisprengjan Chrissy Teigen mætti og skemmti sér á Snapchat ásamt Kris Jenner. Það var hins vegar Khloé sem vakti mesta athygli, en sögusagnir herma að hún eigi von á barni með kærastanum Tristan Thompson, en það hefur ekki verið staðfest. Við vitum samt að Kardashian fjölskyldan mun segja okkur frá öllu þegar þau vilja og ákveða… Lesa meira

Ronaldo er orðinn fjögurra barna faðir

Fótboltakappinn Cristiano Ronaldo og kærasta hans Georgina Rodriquez eignuðust stúlkubarn í gær, sunnudag og birti Ronaldo fréttirnar á Twitter og Instagram. Á myndinni eru foreldrarnir nýbökuðu, sonur Ronaldo, Cristiano Jr. sem er sjö ára og nýfædda dóttirin, sem fengið hefur nafnið Alana. „Geo og Alana líður vel, við erum öll hamingjusöm,“ skrifaði Ronaldo á portúgölsku. https://www.instagram.com/p/BaUgvJHBKzs/ Þetta er fyrsta barn þeirra saman. Fyrir á Ronaldo þriggja mánaða tvíbura, Eva Maria og Mateo, sem fæddust í júní með aðstoð staðgöngumóður og Cristiano Jr. sjö ára. https://www.instagram.com/p/BYTwfPVFVQY/ Ronaldo hefur verið nokkuð þögull um fjölskyldumál sín opinberlega, en Rodriquez var í viðtali við… Lesa meira

Ronaldo feðgar saman í auglýsingu – Ný gallabuxnalína frá fótboltakappanum

Cristiano Ronaldo og sjö ára sonur hans, Cristiano Ronaldo Jr., sitja fyrir saman í auglýsingum fyrir nýja gallabuxnalínu þess eldri, CR7 JUNIOR. Ronaldo á einnig fjögurra mánaða gamla tvíbura, Mateo og Eva Maria, og á von á fjórða barinu með kærustunni Georgina Rodriquez. „CR7 JUNIOR línan snýst um að hafa gaman og vera frjáls, vera hugmyndaríkur og sjálfsöruggur, segir Ronaldo í viðtali við People. „Buxurnar er sniðnar þannig að strákar munu ekki eiga í neinum erfiðleikum með að hlaupa um og vera aktívir, vera frjálsir og leika sér.“ „Þess vegna er einkennisorð línunnar PRESS PLAY. Ég tel að ungmenni samtímans… Lesa meira

Þriggja ára fagnar því að vera krabbameinslaus í ár

Fyrir rúmu ári var hin tveggja ára gamla Anna Grace greind með sjaldgæfan sjúkdóm og í kjölfarið  fannst æxli í nýra hennar. Hún fór í aðgerð þar sem æxlið var fjarlægt og mánaðarlegar skoðanir eftir það hafa sýnt fram á að hún er laus við krabbameinið. Til að halda upp á að Anna Grace hefur verið krabbameinslaus í eitt ár ákvað móðir hennar, Allyson Fuller, að taka myndaseríu af Önnu Grace í bol og með blöðrur, sem bæði voru sérstaklega gerð fyrir tilefnið. „Hún var svo spennt fyrir myndatökunni. Hún er týpísk þriggja ára stelpa, með smá skvettu og látum.… Lesa meira

„Hér eru konur og stúlkur sérstaklega berskjaldaðar fyrir kynbundnu ofbeldi“ – Neyðarsöfnun UN Women

80% íbúa í flóttamannabúðunum í Zaatari í Jórdaníu eru konur og börn. Og hér eru konur og stúlkur sérstaklega berskjaldaðar fyrir kynbundnu ofbeldi. Til að sporna við ofbeldinu og aukningu barnahjónabanda í flóttamannabúðunum starfrækja UN Women þrjá griðastaði fyrir konur og súlkur. https://www.facebook.com/unwomenIsland/videos/10154750804900938/ Konur á flótta þrá nýtt upphaf – Þú getur hjálpað með því að senda smsið KONUR í símanúmerið 1900 (smsið kostar 1.490 kr.) Nánari upplýsingar um griðastaði UN Women í Zaatari má finna hér.  Lesa meira

Mynd af barnsnöglum vekur óhug

Mynd sem deilt var á Instagramsíðu Daily_earthpix nýlega með yfirskriftinni „Sætt eða ekki?“ hefur valdið óhug meðal fylgjenda síðunnar. Síðan deilir venjulega myndum af dýrum og landslagi, en myndin sem vakti óhug fylgjenda hennar er af hendi ungabarns sem heldur fast um þumalfingur fullorðins. Það sem vekur óhug eru neglur barnsins. Um 35 manns hafa sett „like“ á myndina og fjöldi skrifað athugasemdir við hana, enginn hefur lýst því yfir að myndin sé sæt, flestir hafa hins vegar haft á orði að neglurnar, sem virðast bæði þjalaðar og lakkaðar, séu hættulegar svo ungu barni.   https://www.instagram.com/p/Bao0fPRgAgC/ Lesa meira

8000 nemendur og starfsmenn tóku þátt – Vináttuganga í Kópavogi

Leikskólar, grunnskólar og félagsmiðstöðvar í Kópavogi tóku í dag þátt í Vináttugöngu í tilefni af baráttudegi gegn einelti. Alls tóku um átta þúsund nemendur og starfsfólk þátt í göngunni sem er nú haldin í fimmta sinn í Kópvogi. Dagskráin fór fram í öllum skólahverfum bæjarins og tókst vel til. Í tilefni dagsins var kynnt að Vináttuverkefni Barnaheilla væri hafið á yngsta stigi í grunnskólum bæjarins en allir leikskólar í Kópavogi hafa tekið þátt í verkefninu undanfarin ár. Vináttubangsinn Blær, tákn verkefnisins, kom í heimsókn í íþróttahúsið Fífuna þar sem börn úr Smárahverfi söfnuðust saman. Börnin í Smárahverfi sungu og dönsuðu… Lesa meira

Hjartnæmar hverdagsmyndir mæðgna heilla á Instagram

Í júní árið 2016 klæddi Dominique Davis sig og fjögurra ára dóttur sína, Penny, í eins boli einn morguninn. Stuttu síðar kom Amelia, 11 ára dóttir hennar, fram klædd í eins bol og móðir sín og systir. Davis, sem er 31 árs gamall bloggari búsett í Durham í Bretlandi, ákvað að festa atvikið á mynd og póstaði henni á Instagramsíðu sína. Myndin fékk fljótlega 14 þúsund „like.“ Davis póstaði því annarri mynd af þeim mæðgum, þar sem þær notuðu vatnsmelónur til að líkja eftir brosi og „Allt þegar þrennt er“ myndaserían byrjaði formlega á blogsíðu hennar „All That is She.“… Lesa meira

Dagur gegn einelti er í dag

Dagurinn 8. nóvember ár hvert er helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu. Í ár verður dagurinn haldinn hátíðlegur í sjöunda sinn og er sjónum nú beint sérstaklega að forvörnum gegn einelti í skólum. Með deginum er hvatt til þess að allir leggi sitt framlag á vogarskálarnar til að stuðla að  gagnkvæmri virðingu, samkennd og jákvæðum samskiptum í skólum. Jákvæður skólabragur skiptir sköpum fyrir líðan og starfsgleði nemenda og starfsfólks og getur haft sömu áhrif og besta forvarnarstarf. Neðangreind dæmisaga er einföld, en segir samt svo vel hvaða áhrif einelti hefur í för með sér. Verum góð við hvert annað. Prófaðu að krumpa blað eins… Lesa meira

Komdu og búðu til þitt eigið skrímsli – Skrímslin í Hraunlandi með útgáfuteiti

Frá árinu 2011 hefur íslenska fyrirtækið Monstri ehf. handgert lítil ullarskrímsli sem hafa verið til sölu meðal annars í Rammagerðinni, Eymundsson, Vatnajökulsþjóðgarði og fleiri stöðum þar sem þau hafa fengið frábærar viðtökur hjá ferðamönnum. Monstri ehf. skrifaði undir dreifingarsamning í Japan fyrr á þessu ári og gaf í kjölfarið út bókina „The Skrimslis of Lavaland.“ Nú hefur bókin verið gefin út á íslensku og mun fyrirtækið halda útgáfuteiti í Hafnarborg Hafnarfirði þann 11. nóvember næstkomandi. „Skrímslin hafa verið mjög vinsæl hjá ferðamönnum á Íslandi en útgáfa bókarinnar á íslensku er liður í því að vaxa meira á innlendum markaði. Með… Lesa meira

Öðruvísi fæðingarsaga Guðlaugar Sifjar

Guðlaug Sif Hafsteinsdóttir er bloggari á síðunni mædur.com. Í nýjustu færslu sinni skrifar hún um fæðingu sonar síns, en Guðlaug Sif fór í keisara. Hún gaf Bleikt góðfúslega leyfi til að birta færsluna og við gefum Guðlaugu Sif orðið. Öðruvísi fæðingarsaga? Ástæðan fyrir því að ég kalla þessa færslu öðruvísi fæðingarsaga er sú að ég fór í planaðan keisara. Ég fór í planaðan keisara því Óliver minn var í sitjandi stöðu í mallanum. Fyrri færslan sem ég skrifaði er um það hvernig ég upplifði mína meðgöngu, þar sem mér leið mjög illa á meðgöngu átti ég erfitt með að vera… Lesa meira

Kettlingur Jóhanns Páls féll út um glugga á 3. hæð

  Jóhann Páll Valdimarsson, fyrrum útgefandi Forlagsins, er auk þess að vera aðdáandi bóka og ljósmyndunar, mikill aðdáandi katta og kattavinur. Í gær birti hann stöðuuppfærslu á Facebook, þar sem hann sagði frá að kettlingurinn hans hefði fallið út um glugga á þriðju hæð. Betur fór þó en á horfðist í fyrstu, þökk sé Facebook og tengslanetinu þar. Við gefum Jóhanni Páli orðið: „Ég hef mínar efasemdir eins og fleiri um ágæti Facebook. En ég er þakklátur fyrir miðillinn í dag. Við uppgötvum kl. 7 í morgun að kettlingurinn hafði fallið út um glugga á 3. hæð. Í skelfingu fór… Lesa meira

Húðflúraði köttinn sinn til að gera hann fallegri

    Á myndunum sést að kötturinn hefur verið svæfður meðan flúrið var sett á. Eins og við er að búast var fjöldi neikvæðra athugasemda skrifaðar við myndirnar: „Það væri réttara að húðflúra FÍFL á ennið á henni og brjóta á henni fingurna fyrir að misþyrma saklausum ketti,“ skrifar einn. Annar ritar: „Þú getur ekki bara misþyrmt þeim sem eru veikari en þú, þetta er ekki leikfang, þetta er lifandi vera. Hún bað ekki um þetta flúr.“ „Þú ert virkilega ljót að innan ef þú skilur ekki að það að flúra dýrið þitt er grimmd og veldur sársauka. Helvíti bíður… Lesa meira

Minningar og styrktartónleikar fyrir fjölskyldu Andreu Eirar

Minningar og styrktartónleikar verða haldnir mánudagskvöldið 6.nóvember fyrir fjölskyldu Andreu Eirar Sigurfinnsdóttur. Andrea Eir veiktist fyrr í mánuðinum og fékk hún vírus í hjartað og bráða hjartabólgu. Miðvikudaginn 11. október var hún flutt með sjúkraflugi á Karólinska sjúkrahúsið í Svíþjóð. Andrea Eir lést 15.október síðastliðinn aðeins fimm ára gömul. Mikill kostnaður skapast við þessar aðstæður og hafa vinir og aðstandendur fjölskyldunnar því ákveðið að halda tónleika með landsfrægu tónlistarfólki þetta kvöld þeim til styrktar. Kynnir er Theodór Francis Birgisson Fram koma: Páll Óskar og Monika Regína Ósk Magnús Kjartan Ylja Helgi Björnsson Guðrún Árný Karitas Harpa Gunnar Ólason Hreimur og Made… Lesa meira

Fæddust á sama spítala – Gift í dag „Við vissum að við vorum ætluð hvort öðru“

Árið 2007 kynntust Jessica Gomes og Aaron Baines þegar þau voru nemar í sitt hvorum menntaskólanum í Taunton í Massachusetts. Sameiginlegir vinir þeirra komu þeim saman og fljótlega urðu þau par. „Ég vissi frá upphafi að hann væri öðruvísi, hann sýndi mér virðingu og fékk mig til að hlæja,“ segir Gomes. „Hann fær mig enn til að hlæja. Enginn annar gerir það. Við vissum frá byrjun að við værum ætluð hvort öðru.“ Fljótlega kom í ljós að þau áttu fleira sameiginlegt. „Við vissum strax að við áttum sama afmælisdag,“ segir Gomes. „Síðar kom í ljós að við erum fædd á sama… Lesa meira

Móðir deilir einföldu og sniðugu ráði til að fá börn til að taka lyfin sín

Helena Lee, móðir sem búsett er í Englandi, deildi einföldu og sniðugu ráði á Facebook og hafa aðrir foreldrar lofað hana í hástert fyrir og fjöldi fólks látið sér líka við færsluna og deilt henni áfram. Eins og allir foreldrar vita þá eru börnin okkar stundum veik og þurfa meðal í veikindunum. Lee fann þó „trikk“ til að koma lyfinu ofan í barnungan son sinn, án þess að dropi færi til stillis og án þess að hann gréti úr lungum við að þurfa að innbyrða ógeðið sem lyf oftast eru. Hún setti einfaldlega lyfið í sprautu og síðan í pelatúttu… Lesa meira