Einn af þessum hlutum er ekki eins og hinir – Annar hluti

Hér kemur annar hluti af „Einn af þessum hlutum er ekki eins og hinir“ þar sem, eins og nafnið gefur til kynna, einn hlutur á myndinni er ekki eins og hinir hlutirnir! Athugaðu hvort þú sérð hvaða hlutur sker sig úr á myndunum hér fyrir neðan. Bored Panda tók saman. Sjá einnig: Einn af þessum hlutum er ekki eins og hinir - Fyrsti hluti #1 #2 #3 #4 #5 #6 #7 #8 #9 #10 #11 #12 #13 #14 #15 #16 #17 #18 #19 #20 Lesa meira

Yndislegt myndband sem sýnir hvernig sami dagurinn lítur út frá sjónarhorni móður og barns

Þessir hversdagslegu og þreytandi hlutir sem mæður gera með börnunum sínum geta í rauninni verið það sem gerir líf barnanna töfrandi. Vídeóbloggarinn Esther Anderson bjó til yndislegt myndband í tilefni mæðradagsins sem hlýjar manni um hjartarætur. Myndbandið sýnir hvernig sami dagurinn getur verið allt öðruvísi út frá sjónarhorni móður og barns. Dagurinn inniheldur verslunarleiðangur í matvörubúð, bleyjuskipti, illa heppnaðan blund og fleiri hluti sem foreldrar þurfa að gera á hverjum degi. Sjáðu hvernig mamman og barnið sjá daginn öðruvísi í myndbandinu hér fyrir neðan: Lesa meira

Færsla móður um að máta bikiní með dóttur sinni hefur vakið mikla athygli

Brittney Johnson fór að versla með dóttur sína fyrir skömmu. Á meðan þær voru að máta sundföt þá sagði dóttir hennar eitthvað við hana sem hafði mikil áhrif. Brittney ákvað að segja frá reynslunni á Facebook og síðan þá hefur færslan farið eins og eldur í sinu um netheima og fengið mikla og verðskuldaða athygli. „Ég var að senda myndir af mér í bikiní til vinkvenna minna til að fá „já eða nei?!“ því þetta er eitthvað sem við bara gerum,“ skrifaði hún. „Og síðan sendi ég þessa mynd. Sérðu ljúfu stelpuna í horninu? Í hálfum kjól og í bikiní… Lesa meira

Bára: „Er ekki svolítið skrýtið að kenna eins árs gömlu barni lag um að eitthvað við líkamann þeirra sé ljótt?“

Bára Ragnhildardóttir bloggari á Ynjum birti pistil um ballett námskeið sem tveggja ára dóttur hennar fór á fyrir skömmu. Í ballett tímunum lærði hún nýtt orð: Ljótar. „Er ekki svolítið skrýtið að kenna eins árs gömlu barni lag um að eitthvað við líkamann þeirra sé ljótt? Hverju er verið að planta í hausinn á þeim?“ Skrifar Bára í pistlinum. Bára gaf Bleikt góðfúslegt leyfi til að birta pistilinn í heild sinni sem birtist fyrst á Ynjum. Ég skráði tæplega 2 ára gamla dóttur mína í ballett fyrir stuttu. Þetta var stutt námskeið fyrir tveggja ára börn sem mér fannst kjörið að… Lesa meira

Hann faldi myndavél í vatnsfötu til að sjá hver myndi fá sér að drekka

Myndband sem sýnir mismunandi skepnur fá sér að drekka úr vantsfötu hefur slegið í gegn á netinu. Við sjáum skepnur eins og býflugur, kjúklinga, asna og kanínu. Og já býflugunum var bjargað úr vatninu! John Wells á heiðurinn að myndbandinu en hann er nýlega fluttur frá New York í „sveitina.“ Hann er kannski langt frá fólksfjöldanum í stórborginni en hann er nú ekki einn eins og sést á meðfylgjandi myndbandi. Lesa meira

Þóranna. „Hvað með pabbann? Ekki gat ég hugsað mér þetta sjálf af hverju þá hann?“

Þóranna Friðgeirsdóttir skrifar: „Mamma veistu hvar Pabbi hans Fannars á heima?“ spurði Friðgeir mig í morgun um leikskólavin sinn og nágranna. „Hann er nefnilega núna hjá pabba sínum“. Árið 2007 skildum ég og barnsfaðir minn með eina átján mánaða gamla stúlku. Í nokkra mánuði reyndum við að hafa þetta „helgarpabba“ kerfi eins og áætlað var. Svo bauðst mér vinna fyrir sunnan í rúmlega mánuð sem ég tók og skildi snúlluna eftir hjá pabba sínum. Ég var hræðileg móðir, hvernig gat ég gert þetta? Skilið barnið svona eftir hjá pabba sínum (sem er mjög ástríkur og góður pabbi), þvílík sjálfselska! Hefði… Lesa meira

Þessir flóðhestakálfar eiga eftir að bræða þig

Það er ekkert leyndarmál að við hjá Bleikt elskum dýr. Fyrir stuttu síðan deildum við ótrúlega krúttlegum myndum af fílsungum og ætlum núna að deila með ykkur myndum af flóðhestakálfum. Þeir eru litlir, sætir, krúttlegir og fyndnir! Skoðaðu myndirnar hér fyrir neðan, þú átt eftir að bráðna! Lesa meira

Aníta er nýbökuð móðir úr Vestmannaeyjum: „Ég er svekkt og pirruð“

Aníta Jóhannsdóttir og Garðar Örn Sigmarsson unnusti hennar eignuðust sitt annað barn fyrir tveimur dögum síðan. Þau eru búsett í Vestmannaeyjum en Aníta fæddi drenginn í Reykjavík. Aníta og Garðar höfðu þá beðið upp á landi í rúmar tvær vikur eftir að hann kæmi í heiminn en á meðan var eldri sonur þeirra var í góðu yfirlæti hjá ömmu og afa í Eyjum. Ástæðan fyrir því að þau ákvaðu að fara á fæðingardeildina í Reykjavík er sú að þau telja að „fæðingarþjónustan og aðstaðan sem okkur býðst hér í Eyjum ekki vera nægilega örugg vegna vöntunar á skurð- og svæfingarlækni.“ Lesa meira

Guðrún Veiga búin að eiga!

Ofursnapparinn vinsæli Guðrún Veiga Guðmundsdóttir er orðin léttari! Hún og maður hennar Guðmundur Þór Valsson eignuðust litla stúlku í morgun. Fyrir um sólarhring síðan var hún á fullu við að þrífa og lita augabrúnirnar og fara í klippingu vesenast við ýmislegt á Snappinu sínu. Í morgun mætti hún svo í keisara og samkvæmt heimildum okkar á Bleikt gekk allt ljómandi vel. Við sögðum einmitt frá góðu fréttunum um óléttuna þegar Guðrún Veiga tilkynnti fylgjendum sínum á Snapchat um þungunina í október á síðasta ári: http://bleikt.pressan.is/lesa/gudrun-veiga-med-storfrettir-a-snappinu-eg-held-stundum-ad-eg-se-kim-kardashian-vidtal/ Bleikt óskar Guðrúnu Veigu og Guðmundi innilega til hamingju! Lesa meira

Bára: „Lýgurðu að barninu þínu?“

Fyrir um ári síðan birti ég færslu á bloggi sem ég var þá partur af, færslan hét „Lýgurðu að barninu þínu?”. Eftir að ég birti færsluna setti ég link á hana inn á „mömmu hóp“ á Facebook og kommentin létu ekki á sér standa, langflestar mæðurnar í hópnum voru svo sannarlega ekki sammála þessari færslu minni og skrifuðu komment til að réttlæta fyrir sjálfum sér að það væri allt í lagi að segja barninu stundum ósatt. Núna um ári síðan er allt í einu orðin mikil vitundarvakning um RIE/Mindful parenting uppeldisaðferðirnar hér á landi, þökk sé Kristínu Mariellu sem ég… Lesa meira

Var 15 ára þegar hún heyrði kjaftasögur um að hún væri ólétt – Það reyndist rétt!

Svanhildur Helga Berg varð ófrísk fimmtán ára gömul. Eitthvað gerðist þegar hún sá að þungunarprófið var jákvætt, og hún var strax ákveðin í að eignast barnið. Nú býr þessi unga móðir sig undir framtíðina með hliðsjón af þörfum dóttur sinnar. Hún nýtur stuðnings fjölskyldu sinnar en óvenjuleg eindrægni og vinátta ríkir milli heimila foreldra hennar. Svanhildur er í viðtali í nýjasta tölublaði Vikunnar, en einnig er rætt við foreldra hennar sem eru hennar helstu stuðningsaðildar í uppeldi litlu stúlkunnar. Hrannar Már Sigrúnarson hefur óvenjulegt sjónarhorn á bólusetningar barna og veltir umhugsunarverðum hliðum.. Brynja Laxdal og Baldvin Jónsson ræða framtíð matarferðamennsku… Lesa meira

Myndirnar af þessum bestu vinum eru aðeins of krúttlegar

Paddington og Butler hafa verið bestu vinir frá fyrsta degi. Paddington er hundur af tegundinni shar pei og kötturinn Butler kom óvænt inn í líf fjölskyldunnar í byrjun 2014. Butler var of ungur til að vera frá móður sinni og dróst að Paddington og umhyggjunni sem hann fékk frá honum. Samband þeirra er einstakt og sitja vinirnir oft saman fyrir framan gluggann eða kúra saman upp í rúmi. Paddington hefur meira að segja gert misheppnaða tilraun til að nota kattakassann. Vinátta þeirra er falleg og einstök. Það sést greinilega á þessum fallegu myndum hér fyrir neðan sem eigandi Paddington og… Lesa meira

Myndir af krúttlegum fílsungum sem láta okkur bráðna

Fílar eru blíðu risarnir sem við öll þekkjum og elskum. Fílsungar eru engin undantekning, fyrir utan að vera sérstaklega krúttlegir og klaufalegir! Fílsungar eru venjulega í kringum 110 kg og 90 sm á hæð þegar þeir fæðast. Þeir eru frekar klunnalegir fyrstu þrjá mánuðina og hafa næstum enga stjórn á rananum sínum, sem þeir oft detta um. Sjáðu hér fyrir neðan æðislegar myndir af fílsungum sem Bored Panda tók saman, þeir eru svo krúttlegir! Lesa meira

Íslenskar mömmur opna sig – 1. hluti: „Mamma er konan DAUÐ?“

Börn geta verið dásamlega hreinskilin... stundum kannski aðeins of! Við báðum mömmurnar í facebook-hópnum Auðveldar mömmur, að deila með okkur atvikum þegar börnin hafa komið þeim í vandræði. Svörin létu ekki á sér standa, og eiginlega finnst okkur spurning um að gefa út bók! Við látum það þó liggja milli hluta að sinni og leyfum lesendum í staðinn að njóta nokkurra dásamlegra frásagna um blessuð börnin. Gjörið svo vel! Augnablikið síðustu helgi þegar ég var að skipta á syni mínum eftir lúxusbrunch og sagði við kærasta minn „ok ég veit ekki hvort ég er með kúk á höndunum eða nutella" Ég… Lesa meira

Fólk sem sér eftir að hafa skilið eftir dýrin sín ein heima

Stundum er ekki sniðugt að skilja dýrin ein eftir heima, en það er oft nauðsynlegt. Maður þarf nú að mæta í vinnu, fara út í búð, hitta vini og fjölskyldu og svo lengi mætti telja. Sumir eigendur geta treyst dýrunum sínum alveg, þau eru stillt og prúð og rífa ekki klósettpappírsrúlluna í sig og dreifa um allt hús. En svo eru það sumir eigendur sem eru í endalausu veseni þegar þeir þurfa að skilja eftir dýrin ein heima. Það er misjafnt eftir dýrinu hvort það fyllist af eftirsjá þegar eigandinn kemur heim og sér afrakstur villingsins, eða það verður stolt… Lesa meira

Ólöf Ragna: „Tilhugsunin um að fæða annað barn var mér ofviða“

Eru meðgöngu og fæðingarsögur ekki alltaf vinsælar? Þegar ég var ólétt þá held ég hafi náð að klára allar fæðingarsögur sem ég fann á netinu og fannst alltaf jafn gaman að lesa þær. Ég ætla allavega að skella í eina þannig færslu og vonandi hafið þið bara gaman af. Ég á tvö börn, 7 ára Alexöndru og þriggja mánaða Viggó Nathanael. Ég var 19 ára þegar ég varð ólétt af Alexöndru. Meðgöngurnar voru svo sem ekki mjög ólíkar, þessi venjulega þreyta, ógleði og svo fékk ég grindargliðnun sem gerði vart við sig á um 17 viku í báðum tilfellum. Fæðingarnar… Lesa meira

Dýr sofandi með tuskudýr – Verður það krúttlegra?

Það er ekkert leyndarmál að við hjá Bleikt elskum dýr. Það skiptir engu máli hvers konar dýr það eru, við bara elskum þau. Meira að segja tuskudýr, og hvað þá ef dýr eru að kúra með tuskudýrum. Verður eitthvað krúttlegra en það? Við spyrjum reglulega þessarar spurningar, hvort eitthvað getur verið krúttlegra en sá hlutur sem við erum að fjalla um, og erum endalaust að sanna að jú það er alltaf eitthvað sem er svo krúttlegt að við erum nálægt því að springa. En hér kemur einn gildur keppandi í krúttkeppninni, dýr sofandi með tuskudýr sem Bored Panda tók saman.… Lesa meira

Stórkostlegar kanínur með tískuna á hreinu

Þessar kanínur hafa náð toppinum þegar kemur að stórkostlegri tískuvitund, en þær eru gjörsamlega með puttann á púlsinum. Þær klæðast smart gleraugum, höttum og mörgu öðru, eða eru bara stórfenglegar einar og sér með viðhorfið að vopni. Sjáðu kanínurnar hér fyrir neðan sem Buzzfeed tók saman. https://www.instagram.com/p/BKqdl1EAC6N/ https://www.instagram.com/p/BRPMngyDPDm/ https://www.instagram.com/p/BSx5sHRAyja/ https://www.instagram.com/p/BSx6qo3jU_w/ https://www.instagram.com/p/BD2ICR3tpSh/ https://www.instagram.com/p/BSxjYpJh2fX/ https://www.instagram.com/p/BSxy9y6gJ_5/ https://www.instagram.com/p/x-T3lDjrfC/ https://www.instagram.com/p/BSxfBLOh7rG/ https://www.instagram.com/p/3xjeddvOYY/ https://www.instagram.com/p/9MmcfElUk8/ https://www.instagram.com/p/8bczlBH-ma/ https://www.instagram.com/p/4OnblZSjo2/ https://www.instagram.com/p/3hGH4fDxeq/ https://www.instagram.com/p/rtzOcOQ6qZ/ https://www.instagram.com/p/u0v0cXDjHc/   Lesa meira

Ef Öskubuska hefði verið strákur!

Í ævintýrunum sem við þekkjum öll eru kynjahlutverkin ansi niðurnjörvuð - oftar en ekki lenda varnarlausar en íðilfagrar stúlkur í agalegum háska, eða lífshættu, eða einelti, eða einhverju þaðan af verra - og eiga sér ekki viðreisnar von fyrr en prins (með tippi) kemur og bjargar þeim. Í þessu myndbandi er þessu snúið á hvolf - hér er útgáfa af Öskubusku sem skýrir ljómandi vel út hvað er athugavert við gömlu ævintýrin. Myndbandið var birt á facebook síðunni Rebel Girls. Góða skemmtun! https://www.facebook.com/rebelgirls/videos/1629783527049636/ Lesa meira

Kristín Maríella beitir áhugaverðri uppeldisaðferð – „Ekki að ástæðulausu að margir tala um að RIE hafi breytt lífi þeirra“

Kristín Maríella býr í Singapúr þar sem hún rekur fyrirtæki sitt Twin Within og hefur það ljómandi gott með manni sínum og börnum. Við birtum fyrri hluta viðtalsins við Kristínu Maríellu í gær - smelltu hér til að lesa. Eitt af áhugamálum Kristínar er ákveðin uppeldisaðferð eða -stefna sem kallast RIE eða Respectful parenting. Kristín segir stefnuna heilan heim út af fyrir sig. Að mínu mati er RIE byggt upp á þremur grunn-hugtökum en þau eru virðing, traust og tenging. Mér finnst það vera eins konar kjarni RIE sem stefnan gengur alltaf út frá. Við komum fram við börn af… Lesa meira

Kristín Maríella á heima í Singapúr – „Paradís fyrir fólk með börn“

Kristín Maríella er 27 ára víóluleikari og mamma sem búsett er í Singapúr. Í stað þess að verða hljóðfæraleikari að atvinnu eftir nám í Bandaríkjunum ákvað hún að fara allt aðra leið og stofnaði skartgripafyrirtækið Twin Within. Gabriela Líf, bloggari á Lady.is og Bleikt-penni, spjallaði við Krístínu Maríellu: Fljótlega eftir að fyrsta lína Twin Within kom út varð ég ólétt og hef sinnt merkinu meðfram móðurhlutverkinu upp frá því. Nú er ég hamingjusamlega gift, bý út í Singapúr og var að eignast mitt annað barn fyrir 3 mánuðum. Ásamt því að reka Twin Within hér útí Singapúr eyði ég miklum… Lesa meira

Ásta á þriggja ára ráðríkan son – „Ég elska einföld ráð sem virka“

Þegar Ásta Hermannsdóttir, bloggari á Ynjum, var 16 ára gömul fór hún í sálfræði 103 - og hluti námsefnisins situr í henni ennþá í dag - sérstaklega eftir að hún varð foreldri. Ásta fjallar um þessi góðu foreldraráð í pisli sem hún birti á Ynjum um daginn. Hún á þriggja ára ráðríkan son - og ráðin úr menntaskóla eru að nýtast vel í uppeldinu. Ásta gaf okkur leyfi til að endurbirta pistilinn, og við á Bleikt erum viss um að margir lesendur tengi! Gefum Ástu orðið: Sonur minn varð 3ja ára núna um miðjan febrúar og er sjálfstæðið og ráðríkið „allt að… Lesa meira

Hún ber saman þegar hún var ófrísk af einu barni og tvíburum – Sjáðu muninn

Natalie Bennett er vídeó bloggari, móðir tvíburastráka og gengin 36 vikur á leið með litla stelpu. Það er öruggt að segja að það er meira en nóg að gera hjá henni! En hún finnur enn þá tíma til að búa til myndbönd, en hún setur vikulega myndbönd á YouTube þar sem hún gefur áhorfendum nýjustu upplýsingar um meðgönguna sína. Eitt myndbandið vakti mikla athygli, en í því myndbandi er hún að bera saman þessa meðgöngu og meðgönguna þegar hún var ófrísk af tvíburunum. Twins vs. One Baby Á báðum myndunum er hún gengin 36 vikur á leið. Getur þú séð… Lesa meira