Kylie Jenner búin að eiga – Myndband frá síðustu 9 mánuðum

Kylie Jenner hefur farið leynt með meðgöngu sína en þó hafa fjölmiðlar vestan hafs reynt sitt ýtrasta til þess að komast að sannleikanum. Nú hefur Kylie greint frá því að hún sé búin að eignast litla stelpu sem kom í heiminn þann 1. febrúar. „Fyrirgefið mér fyrir að hafa haldið þessu leyndu þrátt fyrir að allir hafi gert ráð fyrir þessu. Ég skil vel að þið eruð vön því að fá að fylgja mér í gegnum allt en ólétta mín var eitt af því sem ég ákvað að deila ekki með heiminum. Ég vissi að ég þyrfti að undirbúa mig fyrir þetta nýja hlutverk… Lesa meira

Sprenghlægilegar myndir af hundum sem gripnir voru glóðvolgir af eigendum sínum

Líklega hafa allir þeir sem eiga hund staðið hann að því að vera að gera eitthvað sem hann má ekki. Um leið og hundarnir hafa áttað sig á því að eigandi þeirra hafi gripið þá við verknaðinn eru þeir fljótir að setja upp hvolpa augun svo erfitt sé að skamma þá. Þeir eiga það þó flestir sameiginlegt að gera sér grein fyrir því að það sem þeir gerðu var ekki leyfilegt og skammast þeir sín því alveg hrikalega. Bleikt tók saman nokkrar bráðfyndnar myndir af hundum sem gripnir voru glóðvolgir. Lesa meira

Dóttir Kolbrúnar týndist á Spáni: „Hún stóð eins og stytta og fólk skoðaði hana og hló“

Kolbrún Sara Ósk Kristinsdóttir er staðsett á Tenerife með fjölskyldunni í fríi. Fjölskyldan var að versla í íþróttavöruverslun þegar Sara Rós, sex ára gömul dóttir þeirra hvarf úr augnsýn. „Ég missti sjónar á henni í smá stund og fór að kalla á hana, sem betur fer svaraði hún kallinu strax og var því ekki týnd lengi,“ segir Kolbrún i viðtali við Bleikt.is Í ljós kom að Sara hafði gengið frá foreldrum sínum og komið sér vel fyrir í sýningarglugga verslunarinnar við hliðina á gínunum. „Þar stóð hún eins og stytta og fólk sem gekk fram hjá stoppaði til þess að… Lesa meira

Íris varð fyrir fordómum vegna pelagjafar: „Öss hvað er hún að gefa ungabarni pela, svona lítið barn á að vera á brjósti“

Íris Bachmann segist hafa orðið fyrir mikilli pressu um að halda áfram brjóstagjöf þrátt fyrir mikla erfiðleika eftir að hún eignaðist son sinn. Íris mjólkaði lítið og grét sonur hennar af hungri og verkjum þar sem hann þoldi illa þá litlu mjólk sem hann fékk. Enn þann dag í dag finn ég fyrir einstaka fordómum yfir því að barnið mitt sé og hafi alltaf einungis verið á pela, Segir Íris í einlægri færslu á bloggsíðu sinni. Íris segir að umræðan um pelabörn eigi ekki að vera feimnismál og að fólk eigi alls ekki að dæma aðra. Þið vitið ekkert af hverju barnið er á… Lesa meira

Gerður er á biðlista eftir gjafaeggi: „Algjör andleg brotlending“

Samkvæmt rannsóknum eru einn af hverjum sex einstaklingum sem þráir að eignast barn að glíma við einhverskonar ófrjósemi. Það er margt sem getur haft áhrif á frjósemi fólks og algengt er að miklir andlegir erfiðleikar fylgja því að vera ófrjór. Konur sem einhverra hluta vegna geta ekki eignast barn með sínu eigin eggi hafa þann möguleika að sækja um kynfrumugjöf. Kynfrumugjöf er þegar par eða einstaklingur þiggur gjafaegg eða gjafasæði. Stundum bæði gjafaegg og gjafasæði. Eggjagjöf er nokkuð algeng. Eggjagjöf getur annað hvort verið nafnlaus eða undir nafni og ráða þá óskir eggjagjafa og eggþega. Eggjagjöf hentar ákveðnum hópi para og einstaklinga… Lesa meira

Eva Lind er búin að missa 50 kíló: „Við síðustu vigtun var ég orðin 124 kíló og ég vil ekki vita hvað ég þyngdist meira eftir það“

Eva Lind Sveinsdóttir varð ólétt árið 2015 og gekk meðgangan mjög vel þar til Eva var gengin þrjátíu vikur á leið en þá vaknar hún einn morguninn með mikla og stöðuga kviðverki. Móðir Evu var handviss um að barnið væri að fara að koma í heiminn fyrir tímann en Eva trúði því ekki og var heima fram eftir degi. Ég þrjóskaðist til klukkan fjögur með það að fara niður á fæðingardeild því ég vildi ekki trúa því að barnið væri að fara að fæðast, segir Eva í viðtali við Bleikt. Send í bráðaaðgerð Þegar Eva kom niður á fæðingardeild var… Lesa meira

Andrea greindist með mikinn kvíða eftir fæðingu: „Ég gat ekki sofið á næturnar vegna hræðslu“

Andrea Ísleifsdóttir greindist með mikinn kvíða eftir að hún átti strákinn sinn. Þegar hún hugsar til baka áttar hún sig á því að hún hefur í raun alltaf fundið fyrir kvíða, alveg síðan hún man eftir sér. Andrea getur ekki tilgreint eitthvað sérstakt atvik sem ýtir undir kvíðan hennar heldur telur hún að hún hafi einfaldlega alltaf fundið fyrir meiri kvíða heldur en venjulegur einstaklingur. Ég hef til dæmis alltaf verið sú sem mátti varla gera grín að, auðvitað eru einstaklingar mis viðkvæmir og ég hef alltaf verið mjög viðkvæm. En þegar kvíðin spilar inn í þá getur getur það haft mjög erfiðar… Lesa meira

Pabbar deila sprenghlægilegum ráðum til þess að auðvelda uppeldið

Að eiga börn er ekki auðvelt enda þarf að hafa auga með þeim allan sólarhringinn og því getur verið erfitt að koma öðrum hlutum í verk. Feður hafa því tekið sig saman og deilt myndum af fyndnum og furðulegum ráðum til þess að auðvelda sér lífið í uppeldinu. Indy greinir frá því að feður hafi tekið sig saman undir myllumerkinu #dadhacks á samskiptamiðlinum Instagram og deila þar myndum af því hvernig þeir hafa fundið lausnir til þess að auðvelda sér lífið. https://www.instagram.com/p/BPqMcRWg-Q9/?utm_source=ig_embed&utm_campaign=embed_ufi_test https://www.instagram.com/p/BQ83OtrAeS3/?utm_source=ig_embed&utm_campaign=embed_ufi_test https://www.instagram.com/p/BUHtsl-hgPJ/?utm_source=ig_embed&utm_campaign=embed_ufi_test https://www.instagram.com/p/BTht0AcDTMW/?utm_source=ig_embed&utm_campaign=embed_ufi_test https://www.instagram.com/p/BSzEbJWAe1Z/?utm_source=ig_embed&utm_campaign=embed_ufi_test https://www.instagram.com/p/BcX-ifIlJCH/?utm_source=ig_embed&utm_campaign=embed_ufi_test https://www.instagram.com/p/BSjgCsEAflf/?utm_source=ig_embed&utm_campaign=embed_ufi_test https://www.instagram.com/p/BehtLJjH_hr/?utm_source=ig_embed&utm_campaign=embed_ufi_test https://www.instagram.com/p/BUnHFVoBIC_/?utm_source=ig_embed&utm_campaign=embed_ufi_test https://www.instagram.com/p/BeOTYL9lXrr/?utm_source=ig_embed&utm_campaign=embed_ufi_test https://www.instagram.com/p/Bd_eR8blTzn/?utm_source=ig_embed&utm_campaign=embed_ufi_test   Lesa meira

Sara Rut upplifði erfiða brjóstagjöf: „Ég grét með litla nýfædda grenjandi kraftaverkinu okkar“

Sara Rut Agnarsdóttir átti virkilega erfiða brjóstagjöf þegar hún eignaðist sitt fyrsta barn. Sara var ung og óreynd, nýbökuð móðir sem hafði enga fræðslu fengið um brjóstagjöf og stóð hún því ósofin í móki með hágrátandi barn og vissi ekkert hvað hún átti til bragðs að taka. Áhersla á brjóstagjöf er mikil og einnig þrýstingur á að konur gefi börnunum sínum brjóst. Algengt er að upp koma vandamál á meðan á brjóstagjöf stendur og því er mikilvægt að hjúkrunarfræðingar, ljósmæður, læknar og annað starfsfólk í heilbrigðisgeiranum geti veitt nýbökuðum mæðrum ráðgjöf, segir Sara í einlægri færslu á Glam. Árið 2013 eignaðist Sara… Lesa meira

Hreinskilnar og sprenghlægilegar sögur af íslenskum krökkum: Annar hluti

Bleikt fékk á dögunum leyfi frá nokkrum mæðrum til þess að birta hreinskilnar og skemmtilegar sögur af börnunum þeirra. Í kjölfarið birtust enn þá fleiri skemmtilegar sögur og lá því beinast við að birta þær einnig. Hér má því lesa fleiri dásamlega skemmtilegar sögur af íslenskum krökkum að gera það sem þau gera best: Vera hreinskilin! Sonur minn var að ræða við pabba sinn á Skype: Pabbinn: Þú komst einu sinni til Svíþjóðar með mömmu og pabba en þá varstu bara í maganum a mömmu þinni! Sonurinn: Já, þá sá ég ekki neitt og vissi bara ekkert hvert ég var að fara! ° Einu sinni… Lesa meira

Margrét Björk lifir minimalískum lífsstíl: „Ég var orðin svo leið á því að finnast aldrei neitt nógu gott, ég var neyslufíkill“

Margrét Björk Jónsdóttir var komin með leið á því að vera alltaf að taka til, alltaf að stressa sig á einhverju sem skipti engu máli, alltaf að týna hlutum og að hafa heimilið fullt af dóti sem enginn notaði. Hún tók sig því til og ákvað að hefja vegferð sína að minimaliskum lífsstíl. En hvað er minimalískur lífsstíll? Mínimalískur lífsstíll er að hafa í lífi þínu aðeins það sem þú þarft og *nýtur* þess að hafa. Laus við óþarfa. Það eru engar reglur um hvað á að eiga mikið af hinu eða þessu.Mínimalískur lífsstíll snýst ekki um að eiga eins lítið og maður getur eða að eiga bara… Lesa meira

Sigga Lena ætlar að eignast barn án maka: „Ég ætla mér að láta drauminn rætast“

Draumur, hver er draumurinn!?! Minn stærsti draumur er að stofna fjölskyldu, það er lítið annað sem kemst að hjá mér þessa dagana. En ég tók af sakarið og er byrjuð á undirbúnings vinnu fyrir komandi ár. Í byrjun árs tók ég þá ákvörðun að ég ætla mér að láta drauminn rætast. Til þess að þetta sé möguleiki þá þarf ég að plana mig vel. En að sjálfsögðu var fyrsta skrefið að panta tíma hjá IVF klíníkinni sem ég og gerði, fyrsti tími hjá lækni er í byrjun febrúar. Það sem ég er samt spennt að tala við lækninn og fá nákvæmari… Lesa meira

Hreinskilnar og sprenghlægilegar sögur af íslenskum krökkum

Að eiga barn getur verið mjög krefjandi verkefni. Þau þurfa umsjón allan sólarhringinn, líka þegar þú ert sofandi. Þau elska mat, bara ekki þann sem þú eldar fyrir þau. Þeim finnst nauðsynlegt að segja þér frá öllu því sem gerðist í leikskólanum/skólanum í smáatriðum, einmitt þegar þú situr á klósettinu. Þau eru virkilega léleg í feluleik, nema þegar kemur að því að fela fjarstýringarnar eða húslyklana og þau eru sérstaklega hreinskilin og forvitin, aðallega þegar þau eiga alls ekki að vera það. Þrátt fyrir að börnin geti átt sínar krefjandi stundir er foreldrahlutverkið þó það yndislegasta sem til er og ef ekki… Lesa meira

Guðlaug fékk ofsakvíðakast í fæðingu: „Ég öskraði og grátbað um að ég yrði svæfð“

Guðlaug Sif átti virkilega erfiða meðgöngu vegna fíkniefnaneyslu barnsföðurs og áttu hún því erfitt með að vera spennt fyrir fæðingunni og tengdist syni sínum ekki á meðan á meðgöngu stóð. Guðlaug fékk mikið fæðingarþunglyndi eftir að hún átti strákinn sinn en bæði hún ásamt barnsföður hennar höfðu verið í mikilli neyslu þegar Guðlaug varð ólétt. Þegar Guðlaug áttaði sig á því að hún gengi með barn hætti hún neyslu á öllum efnum og hefur haldið sér edrú síðan. Barnsfaðir hennar gerði því miður ekki hið sama og fór því gríðarleg orka frá Guðlaugu í barnsföður hennar alla meðgönguna. Bleikt.is greindi frá því á… Lesa meira

Barnsfaðir og unnusti Mörtu situr í fangelsi: „Það er mikil bið í afplánun og ég skil ekki afhverju það er verið að halda honum lengur inni þegar menn með stærri glæpi ganga lausir“

Marta Þórudóttir eignaðist sitt fyrsta barn þann 28. nóvember á síðasta ári sem kom í heimin með bráðakeisara eftir langt gangsetningarferli. Sonur Mörtu var skírður Stefán Þór og hefur Marta verið í sambúð með föður hans síðan árið 2014. Barnsfaðir hennar, Örn Stefánsson hefur þó einungis hitt son sinn fjórum sinnum síðan hann fæddist þar sem hann situr í fangelsi að afplána dóma sem hann hefur fengið. Við kynntumst í byrjun ágúst 2014 og höfum eiginlega verið saman síðan þá, en þá vorum við bæði í neyslu og límdumst við hvort annað. Við vorum bæði í harðri neyslu fyrsta árið… Lesa meira

Aníta Kröyer upplifði kvalarfulla brjóstagjöf: „Ég var öll út í sárum og hægri geirvartan klofnaði hálf í sundur“

Aníta Kröyer var með dóttur sína, Ronju Líf, á brjósti í rúmlega sex mánuði. Af fjórum af þessum sex mánuðum kvaldist Aníta af miklum sársauka, vanlíðan og síendurteknum stíflum og sýkingum. Þegar ég gekk með Ronju Líf las ég mér lítið sem ekkert til um brjóstagjöf. Ástæðan var sú að ég hélt að þetta væri ekkert mál og að eina vesenið sem gæti mögulega fylgt þessu væri of lítil mjólk og þegar tennurnar kæmu, segir Aníta í einlægri færslu á síðunni Narnia.is Aníta átti þó eftir að komast að því að brjóstagjöf getur verið allt annað en dans á rósum og kom það… Lesa meira

Guðlaug Sif: „Mér fannst leiðinlegt að líf mitt snerist um kúkableyjur, brjóstagjöf og svefn. Ég var bara mjög veik á geði“

Guðlaug Sif Hafsteinsdóttir greindist með alvarlegt fæðingarþunglyndi eftir að hún átti drenginn sinn en hún hafði átt virkilega erfiða meðgöngu og var illa stödd andlega vegna áfengis og fíkniefnaneyslu barnsföðurs síns. Hann var svo veikur vegna fíkniefna og áfengis að ég gat eiginlega ekkert hugsað um mína heilsu þar sem allar mínar áhyggjur og orka fóru í að pæla í því að gera aðstæðurnar sem bestar fyrir hann. Ég var svo gríðarlega meðvirk og ég trúði því alltaf þegar hann sagðist ætla að verða edrú en svo fóru feluleikirnir af stað, segir Guðlaug Sif í einlægri færslu á Amare.is Eftir að Guðlaug átti strákinn sinn… Lesa meira

Myndband: Snemma beygist krókurinn

Krútt dagsins í dag er ungabarnið sem gefur sjálfum Rocky lítið eftir, en barnið virðist búið að ná helstu æfingum boxarans. Ert þú búin/n að fara í ræktina í dag eða á leiðinni þangað eftir vinnu? https://www.facebook.com/nerdingoutloud/videos/484454691914052/ Lesa meira

Myndband: Klifurveggur er bráðsniðugur fyrir athafnasama krakka

Myndband af ungum dreng á leið í rúmið hefur fengið yfir 61 milljón áhorfa á Facebooksíðu Unilad. Ástæðan er einfaldlega sú að drengurinn fer óhefðbundna leið í rúmið. Á heimilinu hefur verið útbúinn klifurveggur upp stigann, frábær leið fyrir afhafnasama krakka að fá útrás og leika sér.   https://www.facebook.com/uniladmag/videos/3407689562587412/ Unilad á Facebook. Lesa meira

Kim Kardashian búin að eyða jóladagatalinu af Instagram

Allan desember gladdi Kim Kardashian fylgjendur sína á Instagram með jóladagatali. Hún birti eina mynd á dag af sjálfri sér og/eða fjölskyldumeðlimum, sem gáfu til kynna hvernig jólamynd fjölskyldunnar myndi líta út. Jólamyndin sjálf birtist svo á jóladag 25. desember og vakti athygli að systir hennar, Kylie Jenner, var ekki á myndinni. Sögusagir herma að hún sé ófrísk að sínu fyrsta barni, en hvorki hún né aðrir fjölskyldumeðlimir hafa staðfest þær sögusagnir. Og nú er Kim búin að eyða öllum myndunum út af Instagram. Jólamyndin er þó enn á Instagram systur hennar, Khloé Kardashian og móður þeirra, Kris Jenner. https://www.instagram.com/p/BdF4RPVjLmk/… Lesa meira

Jessica Alba eignaðist son á gamlársdag

Árið endaði vel hjá leikkonunni Jessica Alba, sem meðal annars er þekkt fyrir leik sinn í Fantastic Four myndunum. Hún og eiginmaður hennar, Cash Warren, eignuðust þriðja barnið, soninn Hayes. Fyrir eiga þau dæturnar, Haven Garner, sex ára, og Honor Marie, níu ára. Dæturnar tilkynntu meðgöngunni ásamt móður sinni á Instagram. https://www.instagram.com/p/BWql8eXBX-D/ Fjölskyldan póstaði svo þessari fallegu jólamynd, síðustu jólin sem fjögurra manna fjölskylda. https://www.instagram.com/p/BdKPk6xB3Js/ Og nú er drengur fæddur, alveg dásamlegur og ljóst að nóg verður að gera í foreldrahlutverkinu í byrjun nýs árs. https://www.instagram.com/p/Bdav333hYTz/   Lesa meira