Ef þig langar ekki að eignast börn þá skilur þú þetta

Sumir vilja eignast börn, aðrir ekki, og er það allt besta mál. Allir hafa sinn rétt að kjósa hvað þeir vilja gera og allir eiga skilið virðingu annarra fyrir sinni ákvörðun. En þeir sem vilja ekki eignast börn lenda hins vegar oft í því að þurfa að réttlæta ákvörðun sína eða standa undir óþolandi spurningaflóði. Í Bandaríkjunum er stundum talað um að nota hugtakið childfree í staðinn fyrir childless. Því hið seinna vísar í að sá einstaklingur sé eitthvað minna (less) heldur en þeir sem eiga börn. Fólk sem vill ekki eignast börn kannast líklegast við að fá spurningar úr öllum áttir… Lesa meira

Elma og Mikael eiga von á barni

Hjónin Elma Stefanía Ágústsdóttir og Mikael Torfason eiga von á barni. Verðandi faðirinn greindi frá þessu í útvarpsviðtali í Harmageddon í morgun. Eftir viðtalið tóku hamingjuóskir að berast til Elmu og hana að sjálfsögðu að gruna að Mikael hefði sagt einhverjum fréttirnar. Mikael birti eftirfarandi facebook færslu og játaði á sig sökina - en þar til í dag var ekki á almanna vitorði að þau hjónin væru með barni. Með færslunni fylgdi þessi mynd af krílinu: Við á Bleikt óskum Elmu og Mikael innilega til hamingju með þessar góðu fréttir!   Lesa meira

„Ég held að það að fá mjólk í brjóstin sé eins og að fá bóner í typpi“ – Pælingar Siggu Daggar

Sigga Dögg kynfræðingur er þessa dagana í fæðingarorlofi og eyðir dögum sínum að mestu með hinum 9 vikna gamla Benjamín Leó. Þegar kona hefur tíma milli brjóstagjafa og bleiuskipta til að hugleiða lífið og tilveruna getur ýmislegt skemmtilegt komið upp í hugann. Hér koma hugleiðingar Siggu Daggar, birtar með góðfúslegu leyfi! Hugleiðingar...halda áfram 1. Menn sem afplána stofufangelsi... hvernig væri að láta þá vera með „getnaðarvarnar"-dúkkurnar svo þeir fái nýja sýn á fæðingar„orlof" og hvernig það er að vera heima með ungabarn? Rétt eftir að þú sest niður til að drekka kaffi þá þarftu að fara skipta eða hugga eða bara… Lesa meira

Þóra vill breyta staðalímyndum og brjóta niður veggi – „Ég er engin ofurmamma … bara alls ekki“

Þóra Sigurðardóttir er fyrrum umsjónarmaður Stundarinnar okkar, rithöfundur, blaðamaður, útvarps- og sjónvarpskona. Hún hefur jafnframt rekið fjölmarga veitingastaði, búið um allan heim og er bara frekar hress. Þóra á að eigin sögn tvö framúrskarandi börn og hefur ódrepandi áhuga á öllu því sem viðkemur börnum og uppeldi þeirra.   „Upphaflega átti Foreldrahandbókin bara að vera lítið hefti þar sem ég gæti deilt þeim mikla fróðleik sem mér fannst mér hafa áskotnast. Ég sjálf veit ekki neitt og komst fljótlega að því eftir að ég eignaðst barn. Ég hélt að þetta yrði mér í blóð borið en því var svo fjarri.… Lesa meira

Hundur Elvars og Tönju er með yfir tíu þúsund fylgjendur á Instagram

Instagram stjarnan og hundurinn Bee er með yfir tíu þúsund fylgjendur á Instagram. Eigendur hennar, Elvar Andri og Tanja Elín fengu hana í október 2015, en hún fæddist 28. ágúst sama ár. Bleikt hafði samband við Elvar og fékk að forvitnast aðeins um Bee og Instagram frægð hennar. Elvar og Tanja búa í Martin í Slóvakíu, en Bee fæddist í Tékklandi. Hún er hreinræktaður Italian Greyhound sem eru eins og smábörn að sögn Elvars. Það þarf að tannbursta þá, klæða þá í föt þegar það er kalt, bera á þá sólarvörn í sólinni og svo framvegis. https://www.instagram.com/p/BSdTRenhCkU/ „Hún er æðislegur… Lesa meira

Kona hugsar um munaðarlausa pokarottu – Er orðinn hluti af fjölskyldunni

Þegar Sheri Kassalias samþykkti að hugsa um munaðarlausa pokarottu þangað til hún væri orðin nógu heilbrigð til að vera sleppt aftur út í náttúruna, hafði hún ekki hugmynd að hún myndi enda með að halda henni. Pokarottan fékk nafnið Opie og er orðin hluti af fjölskyldunni hennar Sheri. „Opie var svo yndislegur, hann heimtaði að láta halda á sér og klifraði upp ermina mína,“ segir Sheri við The Dodo. Sheri vinnur við að bjarga hundum og pokarottum, og er oft með dýr í fóstri. Opie byrjaði að sleikja og snyrta Sheri, eins og kettir gera þegar þeir sýna ást eða umhyggju.… Lesa meira

Ofurkrútt dagsins: Börn og hundar að kúra saman

Það er ekkert leyndarmál að börn eru hrikalega krúttleg og hundar líka. En þegar þessu tvennu er blandað saman í kúri, þá fara krúttstigin upp úr öllu valdi. Á meðan foreldrar eru að fylgjast með, getur verið gott fyrir börn að hafa hunda í kringum sig. Þessar myndir sína það svo sannarlega! Sjáðu hérna myndir af börnum og hundum kúra saman, þú átt pottþétt eftir að bráðna! Til að sjá fleiri myndir kíktu hér. Lesa meira

IKEA er í þann mund að setja Facebook á hliðina – Spjaldtölvur í stað leiktækja

Það eru ekki bara húsgöng á viðráðanlegu verði sem laðar fólk að sænska húsgagnarisanum IKEA. Mötuneytið er gríðarlega vinsælt og ekki er verra að geta skráð börnin inn á sérstakt leiksvæði þar sem þau geta skemmt sér konunglega á meðan foreldrarnir versla. Það fór því fyrir brjóstið á mörgum þegar IKEA í Singapúr kynnti breytingar á leiksvæði barna í verslunum sínum. Lesa meira

Sylvía: „Það gerist ekkert þó svo að heimilisverkin bíði og matnum seinki smá“

Síðustu daga hef ég mikið verið að fá samviskubit yfir því að geta ekki eytt eins miklum tíma með dóttur minni og ég hefði viljað. Svona hefst grein Sylvíu Haukdal Brynjarsdóttur, bloggara á Ynjum, þar sem hún fjallar um nokkuð sem flestir foreldrar kannast við - samviskubitið gagnvart börnunum! Sylvía heldur áfram: Ég, eins og eflaust margar aðrar mæður, vil helst eyða öllum frítíma í að gera eitthvað með barninu mínu. En því miður er það bara ekkert alltaf hægt, það þarf að sinna heimilinu og svo mörgu öðru ásamt því að að vinna. Dóttir mín er á þeim aldri… Lesa meira

Erna Kristín – Munum eftir að einblína á það góða

Erna Kristín, hertogynjan af Ernulandi, skrifar svo skemmtilega pistla - oft um litla fjöruga strákinn sinn hann Leon Bassa. Fyrir nokkru birti hún einstaklega krúttlegan pistil á Króm, þar sem hún bloggar líka, sem fjallar einmitt um Leon Bassa. Hann er tveggja ára og ofurhress, eins og kemur greinilega í ljós í greininni. Erna Kristín veitti okkur góðfúslegt leyfi til að endurbirta greinina hér á Bleikt: Leon Bassi litli kraftmikli og duglegi strákurinn okkar fer að nálgast tveggja ára aldurinn. Flestir foreldrar hafa fengið að kynnast svokölluðu „Terrible two” aldursskeiði sem börnin taka. Leon er einstaklega virkur strákur og hefur… Lesa meira

Hvolpar sem eru of krúttlegir til að vera raunverulegir

Ef það er eitthvað sem kemur manni alltaf í gott skap þá eru það hvolpar, hvað þá þegar hvolparnir eru svo krúttlegir að maður á erfitt með að átta sig á hvort þetta sé raunverulegur hvolpur eða bara bangsi. Hér eru nokkrir hvolpar sem eru svo ótrúlega krúttlegir að það er erfitt að trúa því að þeir séu til í alvörunni. Bored Panda tók saman. #1 #2 #3 #4 #5 #6 #7 #8 #9 #10 #11 #12 #13 #14 #15 #16 #17 Kíktu hér til að sjá fleiri hvolpamyndir. Lesa meira

Fólk spyr hana hvernig það sé að eiga þrjú lítil börn – „Þessar myndir sýna það frekar vel“

Janet E Gorman er heimavinnandi húsmóðir. Hún á þrjú börn, eina fimm ára stelpu og tveggja ára tvíbura, og getur lífið verið skemmtilegt, erilsamt og viðburðaríkt! Hún fær oft þá spurningu hvernig það sé að eiga þrjú lítil börn og ákvað að deila nokkrum myndum sem sína tilveruna með börnin. Enginn glamúr heldur raunveruleikinn. „Þessar myndir sýna hvernig það er að vera foreldri án þess að þurfa titil. Einhver er venjulega að gráta eða sóða til. Af og til eru allir hamingjusamir,“ skrifar hún á Bored Panda. #1 Tími fyrir kúr - Í rimlarúminu... #2 Engir vasar? Ekkert vandamál! #3… Lesa meira

Kim Kardashian vill eignast annað barn – Myndband

Kim Kardashian vill eignast annað barn. Í auglýsingu fyrir nýjan þátt af Keeping Up With The Kardashian sem fer í loftið næsta sunnudag, segir Kim systrum sínum og móður að hana langar í annað barn. „Ég ætla að reyna að eignast eitt barn í viðbót,“ segir Kim. Hins vegar eru Kourtney, Khloé og Kris frekar hissa að heyra fréttirnar þar sem Kim átti við mikla erfiðleika að stríða í bæði skiptin sem hún var ófrísk. Skiljanlega hafa þær áhyggjur af Kim og heilsu hennar, en það tók langan tíma að verða ófrísk af Saint, og tók það mjög á andlega og líkamlega líðan… Lesa meira

11 ára sonur hennar óttast að koma heim – „Það býr ókunnugur maður í húsinu mínu“

Þegar 11 ára sonur minn hitti vin sinn um daginn heyrði ég hann segja þessi orð: „Það býr ókunnugur maður í húsinu mínu. Hann býr inn í þessu herbergi og heitir það sama og bróðir minn, en hann er ekki bróðir minn.“ Börn skynja aðstæður oft á svo undraverðan og einlægan hátt. Aðstæður verða oft óljósar þegar erfiðleikar steðja að og þá reyna þau að setja orð á þær til að gera þær skiljanlegri. Drengurinn minn hefði ekki getað orðað þetta betur á nokkurn hátt. En á sama augnabliki upplifði ég svo mikið vonleysi og sorg að ég átti erfitt… Lesa meira

Unglingsstúlka og hundurinn hennar framkvæma ótrúlegar kúnstir saman – Myndbönd

Flestir dýraeigendur eiga nógu erfitt með að kenna dýrinu að setjast við skipun en það á ekki við hina 16 ára gömlu Mary og hundinn hennar Secret. Mary og Secret eru með einstök tengsl og sést það svo sannarlega í myndböndum þar sem þau framkvæma ótrúlegar kúnstir saman. My Modern Met greinir frá þessu. Mary segir að hún og Secret hafa verið að „læra kúnstir og elta bolta“ síðan í lok 2014. Síðan þá hefur Secret lært helling af kúnstum sem þau framkvæma saman með glæsibrag. Secret getur dansað, teiknað með tússpenna og spilað á píanó, svo fátt sé nefnt.… Lesa meira

Snædís: „Ert þú foreldrið sem lætur eins og kröfuharði viðskiptavinurinn við skólann?“

Þar sem ég er í kennaranámi á masterstigi er heimanám mér mjög hugleikið þessa dagana... Mig langar aðeins að skrifa nokkrar hugleiðingar um heimanám út frá heimildum sem ég hef lesið og mínum skoðunum. Með því vil ég vekja ykkur sem foreldra til umhugsunar um nám og skólagöngu barnanna ykkar. Ert þú foreldrið sem lætur eins og kröfuharði viðskiptavinurinn við skólann? Ferð með vöruna (barnið) í skólann og væntir þess að hann skili því samkvæmt gæðastimlum, ef ekki þá hefur þú rétt á að kvarta? Ég hef það stundum á tilfinningunni og hef heyrt um mörg dæmi að svona líti… Lesa meira

Myndir sem sanna að kettir eru í raun „djöflar“

Ókei, við erum ekki að segja að kettir séu djöflar en þeir geta stundum litið þannig út. Sumir kettir eru með náttúrlega illgjarnt útlit og líta út fyrir að vera að skipuleggja heimsyfirráð eða að boða Satan til fundar við sig. Hér eru nokkrar myndir af köttum sem virka frekar djöflalegir, eða allaveganna smá illir. Hér er einn sphynx köttur sem er tilbúinn að gera allt til að vernda klinkið sitt. Frekar óhugnalegt. Best að hringja í særingarmann. Þessi er að plotta heimsyfirráð. Hvað sagði ég ykkur, sphynx eiga bara eitthvað svo auðvelt með að líta út fyrir að vera… Lesa meira

Hugmyndaríkir einstaklingar sem endurgerðu myndir úr barnæsku – Útkoman æðisleg

Það er alltaf gaman að skoða myndir af sér úr barnæsku. Þú manst kannski eftir því sem þú varst að gera eða af hverju þú varst í svona furðulegum fötum, en sem betur fer ertu með minninguna á prenti. Hér eru nokkrir mjög hugmyndaríkir einstaklingar sem ákváðu að endurgera myndir af sér úr barnæsku og útkoman er æðisleg! Bored Panda greinir frá þessu, til að skoða fleiri myndir kíktu hér. Lesa meira

Augnablikið sem Kattarshians kisurnar rifu eina myndavélina úr sambandi – Myndband

Það er ekki alltaf friður og ró hjá kisunum í Keeping up with the Kattarshians, enda getur ýmislegt komið upp á í heimi raunveruleikasjónvarps. Þetta uppátæki Kattholts og Nútímans er eflaust vinsælasti raunveruleikaþáttur Íslands – og ábyggilega vinsælasti raunveruleika þáttur heims þar sem kettlingar eru kenndir við Kardashian fjölskylduna. Óvænt og óborganlegt atvik átti sér stað í morgun þegar kettlingarnir, sem kunna best að lúra og leika sér, náðu að krækja klónum í snúru sem tengist einni myndavélinni. Leikurinn varð svo spennandi að kettlingarnir rifu myndavélina niður og rofnaði því útsending frá því sjónarhorni um stund. Hér má sjá þetta… Lesa meira

Gunnar og hundurinn hans Tígull björguðu litlum fugli sem sat í hnipri á svölunum þeirra

Það er alltaf gaman að heyra sögur af góðverkum mannfólks og dýra, sérstaklega þegar mannfólk og dýr koma saman til að hjálpa öðrum. Það gerðist í gær þegar Gunnar Kr. Sigurjónsson og hundurinn hans Tígull björguðu litlum fugli sem var í vanda staddur. Gunnar var með opið út á svalir og kom hundurinn hans, Tígull, að ná í hann og vældi þar til hann stóð upp. Tígull dró Gunnar svo út á svalir þar sem lítill fugl sat í hnipri og hreyfði sig ekki. Tígull rak bara aðeins trýnið í hann og var aðallega að sleikja tærnar á honum eftir að… Lesa meira

Alpakadýr sem fá þig til að brosa

Það eru fá dýr sem fá okkur til að brosa eins mikið og alpakadýr. Það er bara eitthvað við þessi skemmtilegu og fyndnu dýrategund. Alpaka eru frekar klaufaleg, ótrúlega krúttleg og er nánast ómögulegt fyrir þau að líta út fyrir að vera fáguð á myndum. Margir eiga það til að rugla saman alpaka og lamadýrum, en þó svo að alpaka sé af lamaættum, þá eru alpaka og lama mjög ólík. Til að mynda eru lamadýr tvisvar sinnum stærri en alpaka. Sjáðu myndir af alpakadýrum sem eiga pottþétt eftir að láta þig brosa hér fyrir neðan: Bored Panda tók myndirnar saman,… Lesa meira

Óskar Freyr: „Að svipta barn foreldri sínu er ofbeldi og illvirki gegn barninu“

„Í mörg ár... Allt of mörg ár hef ég skrifað um forsjár og umgengnismál og það ofbeldi sem á sér víða stað í þeim málum. Við erum komin aðeins á veg með þessi mál. Það er búin að vera umræða um að þetta er raunverulegt ofbeldi sem á sér stað. En nú ætla ég að nefna nýja stöðu. Sama ofbeldið, bara mun erfiðari staða.“ Svona hefst pistill Óskars Freys Péturssonar, sem hann birtir á Facebook-síðu sinni í dag. Óskar heldur áfram og segir okkur sögu af konu og manni sem fella hugi saman. „Konan er nýbúin að eignast barn og… Lesa meira

Veikur gullfiskur gat ekki flotið þannig hann fékk lítinn „hjólastól“

Taylor Dean er 19 ára Youtube-ari sem býr til fræðslu- og dýramyndbönd. Hún deildi mynd af gullfisk í „hjólastól“ og netverjar eru að missa sig. Taylor fékk myndina senda frá vini sínum, Derek, sem vinnur í fiskabúð. Nýlega kom kúnni til Dereks með gullfisk sem var með sjúkdóm, swim bladder disease, sem gerir að verkum að hann getur ekki stjórnað flotkraftinum sínum. Bored Panda greinir frá þessu. Það virkaði ekki að breyta mataræðinu eða vatninu hjá fiskinum þannig Derek ákvað að ganga skrefinu lengra til að hjálpa litla gullfiskinum, hann bjó til einskonar „hjólastól“ fyrir hann. Færsla Taylor hefur gengið… Lesa meira