Kynlíf einu sinni í viku er ákjósanlegast fyrir heilsuna

Góð heilsa og kynlíf haldast í hendur. Rannsókn hefur sýnt fram á að ávinningurinn af því að stunda kynlíf er grennra mitti, kröftugra hjarta og minni hætta á brjósta- og blöðruhálskirtilskrabbameini. Kynlíf er líka gott fyrir andlega heilsu, skapið er betra og minni líkur eru á þunglyndi. En samkvæmt nýlegri bandarískri rannsókn eru Bandaríkjamenn í dag eigi að síður að stunda minna kynlíf en landar þeirra gerðu fyrir 10 árum. Á árunum 2010 til 2014 stundaði meðal Bandaríkjamaðurinn kynlíf níu skiptum sjaldnar yfir árið, en meðal Bandaríkjamaðurinn gerði á árunum 2000 til 2004. Ef aðeins er horft á fólk í… Lesa meira

Kynlíf samkvæmt stjörnumerkjunum

Það er margt sem stjörnumerkin segja um okkur og þó þau fræði séu ekki algild og fullkomin eru þau alltaf skemmtileg aflestrar. Hér fyrir neðan má lesa um kynlíf stjörnumerkjanna. Sporðdreki (23. október til 21. nóvember) Sporðdrekinn er kynferðislegasta stjörnumerkið. Hann heldur haldið áfram og áfram. Hann er mjög ákafur og mjög líkamlegur og kynlíf með honum er reynsla sem þú gleymir ekki svo glatt. Kynörvunarsvæði Sporðdrekans eru kynfærin. Öll merkin örvast þar, en Sporðdrekinn þarf aðeins létta snertingu til að komast í stuð. Njóttu ferðarinnar! Bogmaður (22. nóvember til 21. desember) Bogmenn eru ævintýragjarnir og spennandi, kynlíf á ströndinni eða… Lesa meira

„Nauðgarinn var kærastinn minn – Ég kallaði hann besta vin minn“

Sú hugsun að kynferðislegt ofbeldi og áreitni gerist bara í partýum, í bænum eða þar sem flestir eru undir áhrifum. Að maður hafi verið að biðja um það, hefði ekki átt að vera svona klædd og allt það kjaftæði. Mín reynsla er ekki þannig. Nauðgarinn var kærastinn minn. Ég kallaði hann besta vin minn. Við vorum 17 ára, saman í framhaldsskóla á sömu braut. Við lærðum saman fyrir jólaprófin og fljótlega fórum við að hittast. Allt gerist frekar hratt og það leið ekki mánuður þegar hann sagðist elska mig. Þetta var svo nýtt fyrir mér og spennandi, ég hafði aldrei… Lesa meira

Hún biður netverja að photoshoppa fyrrverandi kærastann úr ferðamyndunum – Útkoman sprenghlægileg

Þegar Kristen Kidd fann út að kærastinn hélt fram hjá henni ákvað hún að biðja Internetið um aðstoð. Hún sagði frá fyrrverandi kærastanum sínum inni á Facebook hópnum Girls LOVE Travel. Hún deildi tveimur myndum af sér og fyrrverandi í hópnum og bað fólk um að photoshoppa hann úr myndunum. Myndirnar umræddu voru úr ferðalagi þeirra um heiminn en hann hélt fram hjá henni stuttu eftir að þau komu heim. „Getur einhver photoshoppað fyrrverandi kærastann minn úr myndunum? Hann hélt fram hjá mér eftir að ég borgaði ferð fyrir okkur til Evrópu, Kína og Taílands.“ Internetið er eins og það… Lesa meira

Getur þú giskað hver er með hverjum? – Myndband

Cut gerðu skemmtilegt verkefni á dögunum en þau fengu nokkra einstaklinga til að giska á hverjir eru par úr hópi tíu einstaklinga. Einstaklingarnir þekkja ekki fólkið og eiga að giska á hvaða tveir einstaklingar eru par út frá því að horfa á einstaklingana og spyrja þá spurninga. Fólkið sem er að giska segir svo af hverju fólkið heldur að þessir tveir einstaklingar séu saman. Eins og svipaður fatasmekkur eða daðurslegt augnaráð. Myndbandið er mjög skemmtilegt og áhugavert! Horfðu á það hér fyrir neðan. Lesa meira

Annar hver sendir myndir af kynfærum eða brjóstum

Íslensk ungmenni byrja að meðaltali að horfa á klám um 13 ára aldur. Drengir sjá klám fyrst 11,9 ára að jafnaði, en stúlkur tveimur árum síðar, 13,8 ára. Þetta kemur fram í íslenskri rannsókn, Klámnotkun íslenskra framhaldsskólanema, en höfundur hennar er Guðbjörg Hildur Kolbeins, doktor í fjölmiðlafræði. 70 prósent karla skoða klám nokkrum sinnum í viku eða oftar af fúsum og frjálsum vilja, í samanburði við 12,5 prósent kvenna. Um það bil annar hver framhaldsskólanemi hafði sent mynd af brjóstum eða kynfærum til annars aðila. Niðurstöðurnar byggja á svörum 1.867 framhaldsskólanema við 28 skóla á landinu. Mikill meirihluti þátttakenda hafði séð… Lesa meira

Mikið um misskilning í garð eikynhneigðar: „Að finna réttu manneskjuna lagar þetta ekkert“

Í fyrsta sinn í sögu Hinsegin daga á Íslandi munu eikynhneigt fólk, eða asexual fólk, taka þátt sem ein heild. Fyrir þá sem ekki vita er eikynhneigð þegar fólk finnur einfaldlega ekki fyrir kynferðislegri löngun í aðra. Fram til þessa hafa eikynhneigðir ekki látið mikið á sér bera en nú hafa þeir stofnað samtökin Asexual á Íslandi og munu í fyrsta sinn ganga saman í Gleðigöngunni á morgun. Gyða Bjarkadóttir er meðlimur samtakanna, segir hún í samtali við Gay Iceland í dag að mikil fáfræði ríki um eikynhneigð bæði hér á landi sem og víðar: „Við verðum ekki fyrir mismunun… Lesa meira

Níu leiðir til að halda í rómantíkina

„Bíddu, deyr rómantíkin ekki hjá öllum?“ spurði vinkona mín þar sem við sátum í grillboði hjá vinum sem virðast svei mér þá bálskotin eftir áratuga samband og að auki með fimm börn á grunn- og leikskólaaldri á heimilinu. „Auðvitað er meiri háttar vinna að halda rómantíkinni á lífi,“ sagði vinur minn sem er búinn að vera kvæntur í tíu ár. „Einu sinni ræddum við um hvað myndi gerast ef við opnuðum sambandið. Sögðum hvort öðru frá þeim sem við myndum sofa hjá og því sem við myndum vilja prófa. Við gerðum aldrei neitt slíkt, en þetta skapaði stemningu og æsing… Lesa meira

Kynlíf eftir fæðingu – gefið ykkur tíma

Eftir fæðinguna eiga sér stað miklar breytingar í líkama konunnar. Sum þeirra hormóna, sem hafa haft mikið að segja á meðgöngunni fara í sitt eðlilega horf, en framleiðsla annarra hormóna eykst vegna mjólkurframleiðslunnar. Legið dregst saman og blóð og slím hreinsast út. Ef spöngin hefur rifnað eða verið klippt (spangarskurður) grær hún yfirleitt fljótlega en getur verið aum dálítinn tíma eftir fæðinguna. Álagið og viðbrigðin geta valdið geðsveiflum hjá konum og jafnvel þunglyndi. Allt í einu fer mikill tími í að annast barnið, og ef einnig eru eldri systkini getur vinnuálagið orðið býsna mikið. Allar þessar breytingar geta haft í… Lesa meira

Er rangt að stunda kynlíf á meðan börnin eru sofandi í sama herbergi?

Mikil umræða hefur spunnist á spjallborði vefsíðunnar Netmums, eða Netmæður, um kosti og galla þess að foreldrar stundi kynlíf meðan börnin eru sofandi í sama herbergi. Sitt sýnist hverjum um þetta og er óhætt að segja að mæður skiptist í tvær fylkingar. Færslan sem kom öllu af stað Færslan sem kom umræðunni af stað snerist um foreldra tveggja barna, 10 og 8 ára, sem vegna óviðráðanlegra aðstæðna þurfa að deila herbergi með börnum sínum í nokkra mánuði. Konan sem skrifar færsluna segir að henni hafi verið verulega brugðið þegar vinkona hennar, sum sé móðir þessara 8 og 10 ára barna,… Lesa meira

Þetta eru löndin þar sem konur eru kynferðislega ánægðastar

Það er misjafnt eftir því hvar konur búa í heiminum hversu sáttar þær eru kynferðislega. Stefnumótasíðan Victoria Milan gerði könnun á kynferðislegri ánægju kvenna í yfir 20 löndum. Markmið könnunarinnar var að finna út meðal tímann sem makar eyðir í kynferðislega ánægju kvenna. Alls tóku 6117 konur þátt í könnunni og samkvæmt niðurstöðunum bar Danmörk sigur úr býtum. Konur í Danmörku eru því kynferðislegar ánægðastar samkvæmt þessari könnun og njóta að meðaltali 44 mínútur í senn sem eru tileinkaðar þeirra ánægju. Í Bandaríkjunum njóta konur 41 mínútur að meðaltali í senn og eru því í öðru sæti. Finnskar konur eru… Lesa meira

Þegar þau voru í leikskóla sagðist hann ætla að giftast henni – Raunverulegt ástarævintýri

Börn sem eru „kærustupar“ í leikskóla eru með því krúttlegasta sem til er. Oftast endist það stutt og minningin um hvort annað verður fjarlægari með tímanum. En það er ekki raunin fyrir parið Laura Scheel og Matt Grodsky. Þau hittust fyrst þegar þau voru í leikskóla og ein af fyrstu minningum Matt er frá því að hann var í leikskóla með Lauru. „Ein af fyrstu minningunum mínum er þegar ég var þriggja ára og stóð fyrir framan leikskólabekkinn minn og tilkynnti að ég ætlaði að giftast henni einn daginn,“ skrifaði Matt á Instagram. En eftir leikskólann misstu þau samband þar til þau byrjuðu í framhaldsskóla. Laura og Matt… Lesa meira

Rob Kardashian beitir Blac Chyna stafrænu kynferðisofbeldi – Gæti átt yfir höfði sér sex mánaða fangelsi

Það hefur verið endalaust drama á milli Robert Kardashian og Blac Chyna nánast síðan þau byrjuðu saman. Þau hafa hætt saman og byrjað saman oftar en við getum talið, verið dugleg að rífast opinberlega á samfélagsmiðlum og lenti einnig oft saman þegar þau voru að taka upp raunveruleikaþáttinn Rob & Chyna. Þegar þau hættu saman í desember síðastliðnum tjáði Rob sig á Instagram og sagði meðal annars að Blac hefði bara verið með honum til að öðlast meiri frægð og peninga. Í kjölfarið tjáði hún sig á Instagram og sagði þar að Rob væri andlega veikur, latur og hún gæti ekki hjálpað honum meira. Rob baðst síðan afsökunar á öllu saman og sagðist ætla að vinna í sínum málum. Þetta… Lesa meira

12 leiðir til að komast yfir sambandsslit

Það er ömurlegt að slíta ástarsambandi og ef þú ert hvorki vélmenni né siðblindingi eru líkur á að í kjölfarið fylgi erfiður tími. Þetta á við jafnvel þó að þú hafir haft frumkvæði að slitunum og þau séu kærkomin eða jafnvel léttir. Þó sýna rannsóknir að þeim sem ákveða ekki að slíta sambandinu, heldur er „dömpað“, líður sýnu verr en þeim sem taka ákvörðunina. Hér eru nokkur nytsamleg ráð handa þeim sem eru nýlega hættir í sambandi. Elskurnar, þetta verður betra með tímanum! Þú munt ganga í gegnum alls konar tilfinningar. Leyfðu þér það og sættu þig við það. Hugsaðu… Lesa meira

Var Jay-Z að viðurkenna að hafa haldið fram hjá Beyoncé í nýju lagi? Netverjar missa sig

Jay-Z var að gefa út þrettándu plötuna sína, 4:44. Platan er einungis í boði fyrir Tidal notendur eins og er. Það eru tíu lög á plötunni og hafa aðdáendur þegar farið á samfélagsmiðla til að tjá skoðun sína á lögunum. Það er eitt lag sem hefur vakið mjög mikla athygli en það er lagið „Family Feud“ og syngur engin önnur en eiginkona hans Beyoncé inn á lagið. Það er brot af textanum sem vakti þennan rosalega áhuga aðdáenda en hann hljóðar svona: „Yeah, I‘ll fuck up a good thing if you let me/ Let me alone, Becky“ Beyoncé gaf út… Lesa meira

Hreinskilnasti Tinder prófíll sem við höfum séð – Slær í gegn á Twitter

Það er ákveðin hefð í okkar tæknivædda nútímasamfélagi að fela hver við erum í raun og veru á netinu. Við getum valið hvaða myndir við sýnum og getum hlaðið "filterum" á þær. Við ráðum hvaða upplýsingar koma fram og þær þurfa ekki endilega að vera sannar. Fólk á það til að fela sitt sanna sjálf og sérstaklega á stefnumótaappinu Tinder. En það á ekki við um Dustin sem ákvað að breyta „leikreglunum“ með því að gera hið óhugsanlega: vera hrottalega hreinskilinn á Tinder prófílnum sínum. Það sem gæti kannski komið einhverjum á óvart þá er það að virka! „Jæja ég… Lesa meira

Par gifti sig á Taco Bell – Brúðkaupsmyndirnar koma á óvart

Þegar maður hugsar um brúðkaup þá leitar hugurinn ekki beint til Taco Bell. Margir eiga líklega erfitt með að ímynda sér að standa á móti maka sínum og játa ást sína fyrir framan ástvini á skyndibitastað. Það var hins vegar veruleikinn hjá pari sem gifti sig þann 25. júní á Taco Bell stað í Las Vegas. Brúðkaupsmyndirnar koma á óvart! Yfir 150 pör tóku þátt í Taco Bell „Love and Tacos“ keppninni. Verðlaunin voru ferð til Las Vegas þar sem sigurvegarar giftu sig á skyndibitastað Taco Bell. Dan Ryckert og Bianca Monda unnu keppnina og voru fyrsta parið til að gifta sig á Taco Bell. Brúðhjónin eru bæði rosalegir Taco Bell aðdáendur. „[Taco Bell] var reyndar eitt af fyrstu samræðunum sem við áttum saman.… Lesa meira

Endurgerðu yndislega mynd 24 árum seinna: „Við þurfum fleiri svona myndir svo ungt fólk geti átt jákvæðar fyrirmyndir“

„Er þetta ekki bara eitthvað tímabil?“ er því miður spurning sem LGBTQ einstaklingar og pör fá oft að heyra. Það er ástæðan fyrir því að Nick Cardello og eiginmaður hans Kurt English ákváðu að sýna heiminum ást sína með fallegri og áhrifamikilli mynd. Nick og Kurt hafa verið saman í 25 ár. Í síðustu viku fóru þeir í jafnréttisgöngu í Washington D.C. og endurgerðu mynd sem þeir tóku í sömu göngu árið 1993. Nick og Kurt búa í Tampa, Flórída og hafa verið giftir síðan 2008. Þeir kynntust fyrst í „LGBTQ-vænni“ kirkju 1992. Ástæðan fyrir því að þeir ákváðu að… Lesa meira

Meira kynlíf bjargar ekki endilega sambandinu

Pör í leit að aukinni hamingju í sambandinu gætu þurft að leita annarra leiða en að stunda meira kynlíf að því er fram kemur í nýrri rannsókn Carnegie Mellon-háskólans í Bandaríkjunum. Niðurstöður umfangsmikillar rannsóknar sálfræðinga skólans benda til að auknu kynlífi í samböndum fylgi ekki endilega meiri hamingja, heldur raunar þvert á móti. 64 pör á aldrinum 35 til 65 ára voru beðin um að taka þátt í rannsókninni til að skoða hvort kynlíf hefði afgerandi áhrif á sambandið og hamingju fólks yfir þriggja mánaða tímabil. Fjallað er um niðurstöðuna í breska blaðinu Telegraph. Kynlífið varð að kvöð Helmingur hópsins… Lesa meira

Vísindamenn finna G-blettinn í konum

Greinin birtist fyrst á vefsíðu Lifandi Vísindi og fékk Bleikt góðfúslegt leyfi til að birta hana með lesendum. Ítalskir vísindamenn hafa nú sett fram nýja kenningu, þess eðlis að G-bletturinn frægi, sé alls ekki lítið, afmarkað svæði, heldur hafi sumar konur óvenju þykkan skeiðarvegg og séu þar af leiðandi færar um að fá svonefnda skeiðarfullnægingu. Við rannsókn sína ómskoðuðu vísindamennirnir lítinn hóp kvenna. Tæplega helmingurinn hafði upplifað skeiðarfullnægingu en hinar konurnar fengu einungis fullnægingu við örvun snípsins. Rannsóknin leiddi í ljós greinilegan mun á þykkt skeiðarveggsins að framanverðu, sem sagt þeim hluta sem liggur upp að þvagrásinni og snípnum. Í… Lesa meira

Þeir héldu framhjá með barnfóstrunni

Einkalíf ríka og fræga fólksins er oft flókið og framhjáhald er ekki óalgengt. Hér er sagt frá frægum einstaklingum sem héldu framhjá maka sínum með barnfóstrunni, í sumum tilvikum með þeim afleiðingum að úr varð hjónaskilnaður eða sambandsslit. Gwen Stefani og Gavin Rossdale Söngvarinn Rossdale hélt framhjá söngkonunni frægu í þrjú ár með barnfóstru þeirra hjóna sem gætti þriggja sona þeirra. Þegar upp komst um svikin skildi Stefani við eiginmanninn og fann skömmu síðar ástina með samstarfsmanni sínum í The Voice, Blake Shelton sem þá var nýskilinn við sína konu. Stefani og Shelton eru mikið eftirlæti slúðurblaða og virðast afar… Lesa meira

Gunnar getur fróað sér fyrir framan ókunnugar konur – en ekki eiginkonuna!

Hæ Ragga Ég er hér með svolítið skrítna spurningu. Konan mín hefur stundum beðið mig um að fróa mér fyrir framan hana en ég alltaf sagt nei. Ég veit ekki af hverju því hún gerir það fyrir framan mig. Þegar ég hef farið á strippshow í útlöndum og fengið einkashow þá hef ég fróað mér fyrir framan bláókunnugar konur. Hefur þú einhverja innsýn í það af hverju ég geri það frekar fyrir framan ókunnugar konur en fyrir framan konuna sem ég er giftur? Bestu kveðjur, Gunnar Kæri Gunnar Konan þín hefði greinilega gaman af því að horfa á þig heltekinn… Lesa meira