Guðni – „Margar matvörur eru næringarsnauðar og ekki heilnæmar“

Í skrifum mínum beini ég stundum athyglinni að matvælum og dreg fram í sviðsljósið þá staðreynd að margar matvörur eru næringarsnauðar og ekki heilnæmar. Oft á tíðum þarf maður að skilja, í þessu samhengi, hvað maður vill ekki, til að skilja hvað það er sem maður vill. Þegar ég spyr fólk hvað það vill þá vefst því oft tunga um tönn. En ef ég spyr hvað það vill ekki, þá stendur ekki á svörum. Ég vil ekki verja of miklum tíma og athygli í að dæma. Ég vil vera með athygli mína og áherslur á heilnæmri fæðu, frekar en að… Lesa meira

„Ekki vera hissa á aukakílóum, sleni og þreytu“ – Hvernig borðar þú?

SKILURÐU MUNINN Á ÞESSU TVENNU?   1) Ég borða í vitund, tek eftir matnum, finn fyrir honum í munninum og tygg hann vandlega áður en ég kyngi. Ég borða mat sem er í samhengi við náttúruna og náttúruleg ferli og er laus við aukefni, ég borða grænmeti sem hefur fengið að vaxa í friði. Ég borða mátulega skammta af mat. Ég borða jafnt og þétt yfir daginn, upplifi engar sveiflur í orku og þarf því ekki næringu rétt fyrir svefninn. Ég borða í samhengi við orkuþörf mína – ekki til að fást við tilfinningar mínar. 2) Ég borða hratt, án… Lesa meira

Finnur þú sífellt fyrir svengd? Þá skaltu lesa þetta

Flestum þykir gott að fá góðan mat en það er með mat eins og flest annað í lífinu, það er best í hófi. Margir borða of mikið og oft er það alltof mikil matarlyst sem veldur því og það getur leitt til ofþyngdar og aukinnar hættu á að fá lífsstílssjúkdóma. Lesa meira

Guðni: „Ég vil vera í ástarleik með næringunni – alla daga, alltaf“

Hann Guðni Gunnarsson jógakennari hjá Rope-jóga setrinu skrifar oft skemmtilegar hugvekjur um ýmislegt sem varðar líðan okkar og heilsu. Í þessum pistli fjallar hann um næringu og hvernig við getum valið að eiga í ástríku sambandi við það sem við ákveðum að setja ofan í okkur. Gjörið svo vel hér kemur Guðni! HVAÐ Á ÉG AÐ BORÐA, HVENÆR, HVERNIG OG HVERS VEGNA? Uppruni allrar orku er sólarljós, mold og vatn. Horfðu alltaf á matinn fyrir framan þig og veltu því fyrir þér hversu langt hann er frá þessum uppruna sínum; hversu langt hann hefur verið unninn frá móður jörð. Stærsta… Lesa meira

Geggjuð LAKKRÍS-skyrkaka

Það var að koma nýtt skyr í búðir og var ég ekki lengi að næla mér í nokkrar dollur, ég elska allt með lakkrís! Ég ákvað að prufa að nota það í skyrköku og kom það svona líka vel út. Skyrið minnir mjög á gamla fjólubláa skólajógúrtið. Mæli með þessari fyrir helgina! Lakkrís-skyrkaka Botn 200 g Lu kanilkex 1 poki Maltesers 100 g smjör 1. Bræðið smjörið 2. Hakkið kexið og súkkulaðikúlurnar. 3. Blandið bræddu smjörinu saman við og þrýstið í 20 cm hringform. 4. Raðið lakkrísbitum yfir botninn ef vill. Skyrblanda 500 g skyr 400 ml þeyttur rjómi 2… Lesa meira

Bananabrauð Olgu Helenu

Ég komst yfir þessa uppskrift fyrir nokkrum árum og frá því að ég bakaði þetta brauð fyrst hefur það verið í miklu uppáhaldi enda bráðhollt og fáránlega gott. Þetta brauð er skothelt, passar einhvern veginn við öll tilefni. Stundum kemur það fyrir að ég baka nokkur brauð í einu, sker þau niður, frysti og tek svo 2-3 sneiðar með í skólann/vinnu. Brauðið er sykur-, ger- og hveitilaust og mæli ég með því sem millimál á matarplaninu fyrir mína kúnna. Það er algengt að ef fólk heyrir að eitthvað matarkyns sé sykurlaust þá ákveður það fyrirfram að það sé ekki gott.… Lesa meira

Eva Pandora var ólétt í kosningabaráttunni: „Ég myndi ekkert endilega mæla með þessu“

Eva Pandora Baldursdóttir hefur verið í fæðingarorlofi síðan hún var kjörin á þing í haust. Þótt hún njóti tímans með dótturinni er hún orðin spennt að taka sæti á þingi. Eva féllst á að gefa lesendum Akureyri Vikublaðs sínar uppáhaldsuppskriftir.„Maðurinn minn eldar oftast á heimilinu. Ég er ekki sérstaklega góður kokkur sem er frekar leiðinlegt þar sem mér finnst voðalega gaman að borða góðan mat. Það væri skemmtilegt að geta eldað hann sjálf,“ segir Eva Pandora Baldursdóttir á Sauðárkróki. Lesa meira

Pönnukökuferðalag með lækninum í eldhúsinu

Læknirinn í eldhúsinu heldur áfram að töfra fram girnilega rétti í þættinum sínum á ÍNN. Í þessum þætti er áhersla á pönnukökur, og hver elskar þær ekki? Gjörið svo vel - hér er þátturinn í heild sinni: https://www.youtube.com/watch?v=Fm1zOgTZ3FM Lesa meira

Gabríela Líf – „Hægt og rólega að komast í eðlileg samskipti við mat“

Þetta er eitthvað sem við heyrum alltof oft í tengslum við mataræði, “fáðu þér ljúffengan kjúklingaborgara án samviskubits". Flestir Íslendingar, ég þar með talin, eiga í óeðlilegu sambandi við mat. Hver hefur ekki upplifað það að sleppa sér Þetta er eitthvað sem við heyrum alltof oft í tengslum við mataræði: „fáðu þér ljúffengan kjúklingaborgara án samviskubits“ Flestir Íslendingar, ég þar með talin, eiga í óeðlilegu sambandi við mat. Hver hefur ekki upplifað það að sleppa sér alveg, fá sér Dominos pizzu, bland í poka og kannski snakk líka allt á einu kvöldi og vera svo með nagandi samviskubit eftir á. Hugsa… Lesa meira

Hollur og góður pastaréttur frá Röggu – Auðvelt að gera vegan útgáfu

Á veturna birtast girnileg grasker í grænmetisdeildum verslana. Því miður er ræktun graskera ekki algeng á Íslandi, og þó að tilraunir hafi verið gerðar með ræktun í gróðurhúsum hafa afurðirnar ekki skilað sér í verslanir í neinum mæli. Graskerin sem við getum keypt hér á landi eru oftast innflutt frá Spáni eða Bretlandi. Rófur eru hins vegar ræktaðar hér án nokkurra vandkvæða, en þær eru mögulega eitt vanmetnasta hráefni sem okkur stendur til boða. Löng hefð er fyrir notkun þeirra í kjötsúpur og rófustöppur, og mörgum finnst gott að naga þær hráar, en þar með er notkunin hér um bil upptalin.… Lesa meira

Fitufordómar í auglýsingu frá matvöruverslun

Auglýsing frá þýsku matvöruversluninni Edeka hefur vakið upp umræður um fitufordóma. Í auglýsingunni er fjallað um drenginn Eatkarus sem þráir að fljúga en getur það ekki vegna fitu. Hann breytir matarvenjum sínum eftir að átta sig á hvað fuglar borða - og viti konur - fljótlega er hann orðinn grannur og kominn á flug. Talsmenn verslunarinnar hafa sagt að auglýsingunni sé ætlað að vera hvatning um bætt mataræði - en margir hafa bent á að hún ýti fyrst og fremst undir fitufordóma. Hvað finnst þér? https://www.youtube.com/watch?v=To9COZq3KSo Lesa meira

Sprengidagsleikur Bleikt – Gjafabréf á Gló – Falafel uppskrift frá Mæðgunum

Gleðilegan sprengidag elsku lesendur! Hugur okkar er í dag hjá grænkerum, svo að við ákváðum að skella í einn laufléttan sprengidagsleik - og vinningurinn er ekki af verri endanum: Uppfært: Vinningshafinn er engin önnur en Marta Kristín Jónsdóttir. Til hamingju Marta! Gjafabréf fyrir mat og eftirrétt fyrir tvo á Gló! Það eina sem þú þarft að gera til að eiga möguleika á að vinna er að segja okkur hvaða grænmeti þú heldur mest upp á í athugasemd hér fyrir neðan greinina. Við drögum út vinningshafa í kvöld og uppfærum greinina með nafni hans. Fyrir þá sem ekki hljóta vinning ætlum… Lesa meira

Hin fullkomna vatnsdeigsbolla

Ég er ofboðslega lítið fyrir gerbollur, eiginlega bara ekki neitt, en vatnsdeigsbollur get ég borðað eintómar í tonnavís! Það tók mig nokkrar tilraunir að finna út hvernig ég ætti að gera hina fullkomnu vatnsdeigsbollu án þess að hún yrði flöt og asnaleg en fyrir nokkrum árum tókst þetta loksins hjá mér og hef ég bara orðið betri og betri í vatnsdeigsbollugerð með árunum. En þetta er samt ekkert mál ef þið bara fylgið þessum leiðbeiningum mínum. Í alvörunni! Farið nákvæmlega eftir uppskriftinni, og ég meina nákvæmlega og þá verða bollurnar ykkar stökkar að utan og mjúkar að innan, falla ekki… Lesa meira

Læknirinn í eldhúsinu – Gufusoðinn lax – Myndband

Læknirinn í eldhúsinu er byrjaður með sjónvarpsþætti á ÍNN. Sá fyrsti birtist á dögunum en þar eldaði læknirinn geðþekki dásamlega girnilegan gufusoðinn lax. Hér er þátturinn í heild sinni: https://vimeo.com/203431452 Sjá einnig: Læknirinn í eldhúsinu með nýja sjónvarpsþætti – „Ég ætla að elda íslenskan og skandinavískan mat með mínum hætti“ Lesa meira

Kannski er kynþokkafyllsti kokkur heims fundinn

Þessi er að gera allt vitlaust á samfélagsmiðlum. Hann er tyrkneskur og heitir Nusret Gökçe, en núna er hann kallaður #SaltBae. Hann var með ansi marga fylgjendur á Instagram, en um helgina varð allt vitlaust. Það er sérstaklega þessi færsla sem hefur vakið athygli, en í myndbandinu sést #SaltBae skera væna kjötsneið og salta á einstaklega þokkafullan og karlmannlegan máta: https://www.instagram.com/p/BO9dI9ujWNI/?taken-by=nusr_et Að sjálfsögðu hafa sprottið upp ýmiss konar grínfærslur í kjölfarið - merktar #saltbae. Hér eru nokkrar: https://www.instagram.com/p/BPEFKthAQXP/?tagged=saltbae https://www.instagram.com/p/BPFl6NbABe_/?tagged=saltbae https://www.instagram.com/p/BPFkIusAAE4/?tagged=saltbae https://www.instagram.com/p/BPFZ83ll_HJ/?tagged=saltbae https://www.instagram.com/p/BPFQd_7gRsU/?tagged=saltbae https://www.instagram.com/p/BPFL6LuAcW6/?tagged=saltbae https://www.instagram.com/p/BPFIZX9B3uk/?tagged=saltbae Að sjálfsögðu er svo byrjað #SaltBaeChallenge á Instagram: https://www.instagram.com/p/BPEvutiFk9T/?tagged=saltbae https://www.instagram.com/p/BPEtijfFSEt/?tagged=saltbae https://www.instagram.com/p/BPDtBDvlfaM/?tagged=saltbaechallenge https://www.instagram.com/p/BPDObePlQ1E/?tagged=saltbaechallenge Lífið verður ekki mikið karlmannlegra… Lesa meira