Ragga nagli: „Sit mjög oft ein eftir að borða“

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Í nýjasta tölublaði MAN er viðtal við hana um mataræði, hreyfingu, bætiefni, sem og bestu fötin og tækin í ræktina. Ragga fjallar þar meðal annars um hvernig mataræðið og máltíðir hafa breyst hjá henni: Það má segja Hvað, Hvernig, Hversu oft og Hversu mikið ég borða hafi breyst. Ég var mjög brennd af allskonar boðum og bönnum mjög lengi. Fékk skilaboð um að borða ekki brauð, lamb, svín, maís, banana, og fleira rugl. Nú borða ég allt sem að kjafti kemur og mér finnst gómsætt. Máltíðamynstrið hefur breyst hjá mér. Á einhverju matarplani átti ég að… Lesa meira

Uppskrift: Ómótstæðilegur prótein súkkulaðibúðingur Hönnu Þóru

Hanna Þóra er 29 ára Hafnfirðingur sem hefur brennandi áhuga á veisluskreytingum, bakstri og dúlleríi. Hún er líka snyrtifræðingur og viðskiptafræðingur, flugfreyja, i sambúð og tveggja barna móðir. Hanna Þóra er ein af þeim sem er með síðuna Fagurkerar.is. Hér útbýr hún prótein súkkulaðibúðing, sem er tilvalinn til að halda sykurpúkanum frá, sérstaklega núna í janúar. Uppskriftin Hálfur desilítri chia fræ Ein skeið súkkulaðipróftein 1-2 dl Mjólk  (Möndlu,kasjú,soya eða venjuleg allt eftir smekk) Ég nota double rich chocolate sem ég keypti í prótín.is sem er í síðumúla og er einnig með vefverslun www.protin.is Við höfum keypt þetta prótein í tæp… Lesa meira

Hrönn Bjarna: Jólakonfektið mitt

Hrönn Bjarna er ein af þeim sem er með síðuna Fagurkerar.is. Í dag birti hún uppskriftir af jólakonfekti. Ég er svo ótrúlega mikið jólabarn að ég er alltaf að leita mér að nýjum skemmtilegum jólaverkefnum. Eitt árið datt mér í hug að gera heimagert konfekt og gefa vinum og vandamönnum og eftir það hefur þetta verið stór hluti af jólaundirbúningnum á þessu heimili og er orðin algjör jólahefð. Fyrstu árin var þetta nokkuð saklaust.. ég gerði smá konfekt og skellti í nokkrar öskjur en núna er þetta orðin hálfgerð framleiðsla hjá mér og í ár geri ég 900 mola og… Lesa meira

Ragga nagli: „Hæ, ég heiti Ragga og ég er með fellingar á maganum“

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Í nýjasta pistli sínum á Facebook hvetur hún okkur til að breyta orðræðunni: Naglinn hefur aldrei viljað vera með bert milli laga í ræktinni. Finnst óþægilegt að vera í bikiní. Farið langt útfyrir þægindamörk að birta myndir þar sem sést í naflann. Ekki-nóg nefndin kemur saman við slík tilefni. Frikki fullkomnun. Nonni niðurrif. Siggi samanburður. Saman hrópa þeir í einum kór inni í núðlunni. Ojjj.. ætlarðu að opinbera þessa ömurð. Mallinn á þér er næpuhvítur. Með dellur í kringum naflann. Enginn sixpakk. Þú munt fá hæðnisbréf frá Hagstofunni. Tjörguð og fiðruð á torgum. Komplexarnir úr… Lesa meira

Uppskrift: Hanna Þóra eldar fljótlegan twister kjúkling í tortillu

Hanna Þóra er 29 ára Hafnfirðingur sem hefur brennandi áhuga á veisluskreytingum, bakstri og dúlleríi. Hún er líka snyrtifræðingur og viðskiptafræðingur, flugfreyja, i sambúð og tveggja barna móðir. Hanna Þóra er ein af þeim sem er með síðuna Fagurkerar.is og í gærkvöldi eldaði hún vinsælasta réttinn sinn og leyfði fylgjendum sínum að fylgjast með á Snapchat: Hannsythora. Uppskriftin og aðferðin er hér fyrir neðan og upplagt að adda Hönnu Þóru líka á Snapchat og fylgjast með eldamennskunni. Það leynist einn æðislegur og fjótlegur réttur í fjölskyldunni sem slær alltaf í gegn og kemur alltaf jafn mikið á óvart. Upprunalega var… Lesa meira

Uppskrift: Beikonvafinn kjúklingur

Beikon og kjúklingur eru tvö innihaldsefni sem bráðna í munni, saman eru þau ómótstæðileg. Beikonvafin kjúlli er eitthvað sem er einfalt, fljótlegt og girnilegt! Innihald: Kryddblanda: 1 teskeið hvítlauksduft 1 teskeið paprikuduft ½ teskeið cayenne pipar 1 matskeið hveiti ½ teskeið salt og svartur pipar Kjúklingur: 4 kjúklingalundir (eða bringur skornar í tvennt) 8 beikon sneiðar 2 matskeiðar púðursykur 1 teskeið olífuolía Leiðbeiningar: 1. Blandaðu hráefnum fyrir kryddblönduna saman í skál. 2. Veltu kjúklingnum upp úr kryddblöndunni. 3. Vefðu beikoni utan um kjúklinginn. 4. Veltu upp úr púðursykri. 5. Penslaðu með olífuolíu. 6. Settu í ofn á 200C í 25… Lesa meira

Matur: Kúrbíts ostabrauð girnilegt í partýið

Innihald: 3 meðalstórir kúrbítar (um það bil 4 bollar skorið) 2 stór egg 2 pressaðir hvítlauksgeirar ½ teskeið oregano 3 bollar parmesan ½ bolli maíssterkja salt malaður svartur pipar rauðar piparflögur 2 teskeiðar fersk steinselja marinara sósa, sem ídýfa Leiðbeiningar: 1) Hitaðu ofninn í 200°C. Skerðu kúrbítana niður eða maukaðu þá í matvinnsluvél.  Pressaðu allan aukavökva úr blöndunni. 2) Settu kúrbít, egg, hvítlauk, oregano, 1 bolla af mozzarella, parmesan og maíssterkju saman í skál og kryddaðu með salt og pipar. Hrærðu saman. 3) Færðu „deigið“ yfir á bökunarpappír og flettu út. Bakaðu í um það bil 25 mínútur. 4) Dreifðu… Lesa meira

Matur: Lasagnasúpa er málið í kuldanum

Lasagna súpa er girnileg, bragðgóð og seðjandi núna í kuldanum. Innihald: Ítölsk pylsa 3 bollar skorinn laukur 4 maukaðir hvítlauksgeirar 2 matskeiðar oregano ½ matskeið rauðar piparflögur 2 matskeið tómatmauk 1 dós niðurskornir (diced) tómatar 2 stykki lárviðarlauf 6 bollar kjúklingasoð ½ bolli basil salt og pipar Ostablanda: 230 grömm ricotta ostur ½ bolli parmesan ¼ matskeið salt pipar eftir smekk mozzarella Aðferð: 1) Brúnaðu pylsuna í olífuolíu í fimm mínútur. Bættu lauk við og eldaðu áfram í sex mínútur. 2) Bættu hvítlauk, oregano og rauðum piparflögum við, eldaðu í eina mínútu. Bættu tómatmauki við og hrærðu. 3) Bættu niðurskornum… Lesa meira

Ragga nagli: „Nærumst og njótum í núvitund“

  Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Í nýjasta pistli sínum á Facebook hvetur hún okkur til að nærast og njóta í núvitund: Jón ákveður að bjóða vinum sínum í mat á laugardegi. Hann planar matseðilinn viku fyrir matarboðið Önd í appelsínusósu. Og humarsúpu í forrétt. Jón keyrir í matvörubúðina á föstudagseftirmiðdegi. Innan um þreyttar húsmæður og grenjandi börn á úlfatímanum. Velur endurnar af kostgæfni. Potar og þreifar á holdum þeirra eins og í hrútaþukli. Þrjár íturvaxnar endur ættu að duga ofan í mannskapinn. Appelsínur í poka. Rjómapelar í sósuna. Já og ekki má gleyma Waldorfsalatinu. Þegar heim er komið… Lesa meira

Uppskrift: Kjúklinga avókadó salat vefjur

Kjúklinga avókadó salatvefjur eru góðar fyrir partýið, hollusta í nestisboxið fyrir börnin eða foreldrana eða sem léttur kvöldmatur fyrir fjölskylduna. Uppskriftin er einföld og tilvalið að leyfa börnunum að taka þátt í matseldinni. Það má líka útbúa vefjurnar fyrirfram og frysta þær. Vefjurnar eru líka snilld ef maður á afgang af kjúklingi frá fyrri máltíð. Það er heldur ekki ástæða til að fylgja uppskriftinni alveg, kjúklingur, avókadó, jógúst og krydd eru uppistaðan og síðan má nota annað með sem til er í ísskápnum. Þegar búið er að hræra blönduna þá er afgangurinn leikur einn: smyrja blöndunni á vefjurnar og rúlla… Lesa meira

Ísrétturinn Surtur & Pretzel í boði hjá Skúbb

Ísrétturinn Surtur & Pretzel frá Skúbb er fáanlegur næstu daga á meðan birgðir endast.  Eingöngu er hægt að nálgast hann í ísbúð Skúbb á Laugarásvegi 1, Reykjavík. „Okkur langaði að nota bjór í ís hjá okkur og settum okkur í samband við Borg Brugghús sem er þekkt fyrir bragðmikla bjóra og að leggja upp úr þessu samhengi bjórs og matar.  Eftir gott spjall var ákveðið að nota bjórinn Surtur Nr. 47 sem er bragðmikill 10% Imperial Stout bruggaður með sérmöluðu kaffi frá Te & Kaffi.  Með þessu passaði svo vel að nota pretzel og karmellu sem við gerum sjálfir og… Lesa meira

Myndband: Maggi Texas mætir til Höllu í Grindavík

Magnús Ingi Magnússon, best þekktur sem Maggi í Texas borgurum, sér ekki bara um að flippa hamborgurum við misjafnar vinsældir. Hann sér líka um netþætti sem kallast Meistaraeldhúsið. Í nýjasta þættinum, í lok september, brá hann undir sig betri fætinum og kíkti til Grindavíkur á staðinn Hjá Höllu. https://www.youtube.com/watch?v=hobiKghoBTc Halla María Sveinsdóttir hefur rekið staðinn Hjá Höllu í fimm ár, þar af tvö ár á núverandi stað að Víkurbraut 62, Grindavík. Halla María er ekki lærð í matreiðslunni, en hún og konurnar sem hjá henni starfa (karlmennirnir sjá um að keyra matinn út) gera allt af ástríðu og áhuga. Heimilislegur… Lesa meira

Besti heitirétturinn!

Já, ég lýg því ekkert þegar ég skírði færsluna besti heitirétturinn! Ég hef gert þennan rétt marg oft í veislum og klárast hann alltaf upp til agna og er ég alltaf beðin um uppskrift. Svo hér er hún komin á rafrænt form: Innihald: 2x mexíkó ostur (ég hef vanalega notað texmex ost en hann var ekki til og þessi réttur varð ekkert síðri) 1x skinku og beikonostur 1 líter rjómi Tæpir 2 pakkar brauðtertubrauð 1 pakki niðurskornir sveppir 3 pakkar pepperóní 1 stór beikon pakki Rifinn ostur Aðferð: Bræða í potti alla ostana með rjómanum á lágum hita, þegar það… Lesa meira

Glæsilegir skór, gómsætt súkkulaði og góðir vinir – Marta kann að bjóða í gott partý

Skóhönnuðurinn Marta Jónsson býður á hverju ári vinum og viðskiptavinum í partý í verslun sinni á Laugavegi 51. Vinur hennar, Hafliði Ragnarsson, konfektgerðarmeistari, sá að vanda um veitingar, sem voru jafn ljúffengar og þær voru girnilegar á að líta. Fjöldi fallegra kvenna mætti til Mörtu til að sjá nýjustu skóna, gæða sér á ljúffengum veitingum og spjalla, enda fátt skemmtilegra en að hitta góða vini. Á heimasíðu Mörtu má skoða úrval af fallegum skóm og fatnaði.   Lesa meira

Bjarni Ben bakar í miðri baráttu

Forsætisráðherrann Bjarni Ben lætur kosningabaráttuna ekki stoppa sig frá að taka tíma fyrir það sem er mikilvægast í lífinu, fjölskyldan. Dóttir hans, Guðríður Lína, er sex ára í dag og þau feðgin bökuðu afmælisköku í tilefni dagsins. Trolls eða Tröll varð fyrir valinu þetta árið. Með myndbandinu skrifar Bjarni: „Guðríður Lína mín er sex ára í dag. Þótt hún missi tönn nánast í hverri viku er mikilvægt að hafa köku í veislunni á morgun. Kökumyndbönd vinna kannski ekki kosningar en það er mikilvægt að þau tapi þeim ekki. Ég vandaði mig þess vegna sérstaklega í þetta skiptið. Skreytingin er frumsamin.… Lesa meira

„Því grennri sem konan er, því meira virði er hún“ – Sofie er ítrekað sagt að grenna sig

Sofie Hagen er 28 ára gömul, danskur uppistandari, sem búsett er í London. Skemmtileg, vinsæl og virk á samfélagsmiðlum. Nýlega skrifaði hún pistil á Facebook síðu sína, þar sem hún fjallar um stærð sína, fitufordóma fólks og þá eilífu kröfu á hana að grenna sig. Pistilinn sem lesa má hér fyrir neðan, fylgir hér í lauslegri þýðingu: Við verðum að tala um líkama minn núna. Eins og hann er. Maginn á mér er mikill. Ekki Dove sönn fegurð herferðar mikill, þar sem merkingin „mikill“ er alls ekki „mikill, heldur frekar í raun flatur og viðurkenndur“ mikill. Heldur mikill. Maginn á… Lesa meira

Átta glös á dag með nýju twisti

Hreinni húð, meiri orka, færri kíló, ef þú vilt ná þessum markmiðum án þess að hafa mikið fyrir þeim má er meiri vatnsdrykkja auðveldasta leiðin. Átta glös af vatni á dag segja fræðingarnir, en þó að það virðist einfalt markmið þá erum við ekki öll að ná því. Þá er hægt að hressa upp á vatnið og bæta nokkrum hráefnum við í vatnskönnuna. Heimild. Heimild. Lesa meira

Komdu í Kringluna í dag og styrktu Pieta Ísland

Góðgerðardagurinn AF ÖLLU HJARTA fer fram í Kringlunni í dag Á hverju ári standa rekstraraðilar í Kringlunni fyrir söfnunarátaki undir yfirskriftinni „Af öllu hjarta“ en þá taka verslanir og veitingastaðir hússins sig saman og gefa 5% af veltu dagsins til góðgerðarmálefnis. Í ár er málefnið Pieta samtökin og verður dagurinn helgaður málefninu með uppákomum, glæsilegum tilboðum og kynningum. Pieta samtökin safna fyrir meðferðarhúsi, húsi sem bjargar mannslífum. Söfnunarfé sem safnast í Kringlunni mun fjármagna meðferðir sem boðið verður upp á til stuðnings þeim sem eru í sjálfsvígshættu. Auk þess að gefa 5% af veltu dagsins til Pieta, bjóða fjölda verslana glæsileg tilboð. Opið verður… Lesa meira

Nærumst í núvitund segir Ragga nagli í nýjasta pistli sínum

Í nýjasta pistli sínum á Facebook þá gagnrýnir Ragga nagli þá lensku okkar að vera eilíft að „multitaska“ og gera marga hluti í einu, þar á meðal að borða á meðan við erum að gera eitthvað annað. Því þó að það að „multitaska“ geti verið ágætt, þá fókusar heilinn á eitt í einu og við veitum bara einu verkefni fulla athygli. Best er því, eins og Ragga segir: „Ekki gera eitthvað annað meðan þú borðar og ekki borða meðan þú gerir eitthvað annað.“ „Rannsóknir sýna að þeir sem nærast í núvitund borða minna, eru sáttari við ákvarðanir og hafa minni… Lesa meira

Lífið er of stutt til að borða leiðinlegan mat

„Lífið er of stutt til að borða leiðinlegan mat,“ eru einkunnarorð Jose, sem er 16 ára veganisti. Á Instagram birtir hann myndir af litríkum, fallegum og að því er virðist ljúffengum vegandiskum, morgunmat og eftirréttum. Smoothies og raw ostakökur eru á meðal rétta, frosnir ávextir eru bæði aðalhráefnið og notaðir sem skraut. Rjómalöguð og fersk áferð er aðalsmerkið, auk þess sem réttirnir eru einstaklega litríkir. Og punkturinn yfir i-ið er að uppskrift fylgir mjög oft með myndunum.   Lesa meira

Fersk jógúrtterta með jarðaberjum

Þessi einstaklega ferska og góða jógúrtterta á sér sérstakan stað í hjarta mínu þar sem mamma mín gerði þessa tertu í hverri einni og einustu veislu sem hún hélt fyrir okkur fjölskylduna. Uppskriftin er lauflétt en vandasöm og það elska allir þessa tertu. Ég mæli því með því að prófa hana sem fyrst. Jógúrtterta með ferskum jarðarberjum: Botn: 250 gr Homeblest-kex 100 gr smjör 1 msk. sykur Jógúrtkrem: 200 gr fersk jarðarber 500 gr jógúrt með jarðarberjum 150 gr sykur 1 og 1/2 tsk vanillusykur 6 matarlímsblöð 4 dl rjómi Byrjið á því að bræða smjörið. Myljið því næst kexið… Lesa meira

Hversu mikið á ég að borða og hversu oft?

Hingað til hefurðu borðað eins og vél, sjálfkrafa á ákveðnum tímum dags og nánast sjálfkrafa þegar þér líður illa (og líka þegar þér líður vel). Þessu breytum við og þú lærir að skynja hvenær þú ert svangur og hvenær ekki. Við eigum nefnilega að borða þegar við erum svöng. Við erum að drepa okkur með mikilli neyslu því að með því að borða umfram umbreytingargetu líkamans minnkar bruninn í öllu kerfinu og þar með orkan sem við upplifum – sem aftur segir líkamanum að kalla á meiri næringu. Þetta er stór hluti af vítahringnum. Við eigum að borða þegar við… Lesa meira

Heimatilbúið ósætt granóla

Þessa uppskrift fann ég í blaði en breytt henni aðeins. Mér finnst best að geyma Granóla í krukku í kæli (geymist betur) – mjög gott að láta út í ab mjólk, ósoðna hafragrautinn eða chia grautinn. Granóla - ósætt Magn: 1 krukka Tími: 30 mínútur Flækjustig: auðvelt HRÁEFNI 1 dl möndlur – saxaðar gróft 1 dl cashewhnetur – saxaðar gróft 1 dl hörfræ 1 dl sesamfræ 1 dl sólkjarnafræ ¼ – ½ dl graskersfræ 1 dl kókos 3 msk chiafræ 2 msk svört kínóafræ 1 tsk kanill ½ dl repjuolía (rapsolía) 1 dl vatn Eftir bakstur: Rúsínur (má sleppa) Gojiber… Lesa meira