Besti heitirétturinn!

Já, ég lýg því ekkert þegar ég skírði færsluna besti heitirétturinn! Ég hef gert þennan rétt marg oft í veislum og klárast hann alltaf upp til agna og er ég alltaf beðin um uppskrift. Svo hér er hún komin á rafrænt form: Innihald: 2x mexíkó ostur (ég hef vanalega notað texmex ost en hann var ekki til og þessi réttur varð ekkert síðri) 1x skinku og beikonostur 1 líter rjómi Tæpir 2 pakkar brauðtertubrauð 1 pakki niðurskornir sveppir 3 pakkar pepperóní 1 stór beikon pakki Rifinn ostur Aðferð: Bræða í potti alla ostana með rjómanum á lágum hita, þegar það… Lesa meira

Glæsilegir skór, gómsætt súkkulaði og góðir vinir – Marta kann að bjóða í gott partý

Skóhönnuðurinn Marta Jónsson býður á hverju ári vinum og viðskiptavinum í partý í verslun sinni á Laugavegi 51. Vinur hennar, Hafliði Ragnarsson, konfektgerðarmeistari, sá að vanda um veitingar, sem voru jafn ljúffengar og þær voru girnilegar á að líta. Fjöldi fallegra kvenna mætti til Mörtu til að sjá nýjustu skóna, gæða sér á ljúffengum veitingum og spjalla, enda fátt skemmtilegra en að hitta góða vini. Á heimasíðu Mörtu má skoða úrval af fallegum skóm og fatnaði.   Lesa meira

Bjarni Ben bakar í miðri baráttu

Forsætisráðherrann Bjarni Ben lætur kosningabaráttuna ekki stoppa sig frá að taka tíma fyrir það sem er mikilvægast í lífinu, fjölskyldan. Dóttir hans, Guðríður Lína, er sex ára í dag og þau feðgin bökuðu afmælisköku í tilefni dagsins. Trolls eða Tröll varð fyrir valinu þetta árið. Með myndbandinu skrifar Bjarni: „Guðríður Lína mín er sex ára í dag. Þótt hún missi tönn nánast í hverri viku er mikilvægt að hafa köku í veislunni á morgun. Kökumyndbönd vinna kannski ekki kosningar en það er mikilvægt að þau tapi þeim ekki. Ég vandaði mig þess vegna sérstaklega í þetta skiptið. Skreytingin er frumsamin.… Lesa meira

„Því grennri sem konan er, því meira virði er hún“ – Sofie er ítrekað sagt að grenna sig

Sofie Hagen er 28 ára gömul, danskur uppistandari, sem búsett er í London. Skemmtileg, vinsæl og virk á samfélagsmiðlum. Nýlega skrifaði hún pistil á Facebook síðu sína, þar sem hún fjallar um stærð sína, fitufordóma fólks og þá eilífu kröfu á hana að grenna sig. Pistilinn sem lesa má hér fyrir neðan, fylgir hér í lauslegri þýðingu: Við verðum að tala um líkama minn núna. Eins og hann er. Maginn á mér er mikill. Ekki Dove sönn fegurð herferðar mikill, þar sem merkingin „mikill“ er alls ekki „mikill, heldur frekar í raun flatur og viðurkenndur“ mikill. Heldur mikill. Maginn á… Lesa meira

Átta glös á dag með nýju twisti

Hreinni húð, meiri orka, færri kíló, ef þú vilt ná þessum markmiðum án þess að hafa mikið fyrir þeim má er meiri vatnsdrykkja auðveldasta leiðin. Átta glös af vatni á dag segja fræðingarnir, en þó að það virðist einfalt markmið þá erum við ekki öll að ná því. Þá er hægt að hressa upp á vatnið og bæta nokkrum hráefnum við í vatnskönnuna. Heimild. Heimild. Lesa meira

Komdu í Kringluna í dag og styrktu Pieta Ísland

Góðgerðardagurinn AF ÖLLU HJARTA fer fram í Kringlunni í dag Á hverju ári standa rekstraraðilar í Kringlunni fyrir söfnunarátaki undir yfirskriftinni „Af öllu hjarta“ en þá taka verslanir og veitingastaðir hússins sig saman og gefa 5% af veltu dagsins til góðgerðarmálefnis. Í ár er málefnið Pieta samtökin og verður dagurinn helgaður málefninu með uppákomum, glæsilegum tilboðum og kynningum. Pieta samtökin safna fyrir meðferðarhúsi, húsi sem bjargar mannslífum. Söfnunarfé sem safnast í Kringlunni mun fjármagna meðferðir sem boðið verður upp á til stuðnings þeim sem eru í sjálfsvígshættu. Auk þess að gefa 5% af veltu dagsins til Pieta, bjóða fjölda verslana glæsileg tilboð. Opið verður… Lesa meira

Nærumst í núvitund segir Ragga nagli í nýjasta pistli sínum

Í nýjasta pistli sínum á Facebook þá gagnrýnir Ragga nagli þá lensku okkar að vera eilíft að „multitaska“ og gera marga hluti í einu, þar á meðal að borða á meðan við erum að gera eitthvað annað. Því þó að það að „multitaska“ geti verið ágætt, þá fókusar heilinn á eitt í einu og við veitum bara einu verkefni fulla athygli. Best er því, eins og Ragga segir: „Ekki gera eitthvað annað meðan þú borðar og ekki borða meðan þú gerir eitthvað annað.“ „Rannsóknir sýna að þeir sem nærast í núvitund borða minna, eru sáttari við ákvarðanir og hafa minni… Lesa meira

Lífið er of stutt til að borða leiðinlegan mat

„Lífið er of stutt til að borða leiðinlegan mat,“ eru einkunnarorð Jose, sem er 16 ára veganisti. Á Instagram birtir hann myndir af litríkum, fallegum og að því er virðist ljúffengum vegandiskum, morgunmat og eftirréttum. Smoothies og raw ostakökur eru á meðal rétta, frosnir ávextir eru bæði aðalhráefnið og notaðir sem skraut. Rjómalöguð og fersk áferð er aðalsmerkið, auk þess sem réttirnir eru einstaklega litríkir. Og punkturinn yfir i-ið er að uppskrift fylgir mjög oft með myndunum.   Lesa meira

Fersk jógúrtterta með jarðaberjum

Þessi einstaklega ferska og góða jógúrtterta á sér sérstakan stað í hjarta mínu þar sem mamma mín gerði þessa tertu í hverri einni og einustu veislu sem hún hélt fyrir okkur fjölskylduna. Uppskriftin er lauflétt en vandasöm og það elska allir þessa tertu. Ég mæli því með því að prófa hana sem fyrst. Jógúrtterta með ferskum jarðarberjum: Botn: 250 gr Homeblest-kex 100 gr smjör 1 msk. sykur Jógúrtkrem: 200 gr fersk jarðarber 500 gr jógúrt með jarðarberjum 150 gr sykur 1 og 1/2 tsk vanillusykur 6 matarlímsblöð 4 dl rjómi Byrjið á því að bræða smjörið. Myljið því næst kexið… Lesa meira

Hversu mikið á ég að borða og hversu oft?

Hingað til hefurðu borðað eins og vél, sjálfkrafa á ákveðnum tímum dags og nánast sjálfkrafa þegar þér líður illa (og líka þegar þér líður vel). Þessu breytum við og þú lærir að skynja hvenær þú ert svangur og hvenær ekki. Við eigum nefnilega að borða þegar við erum svöng. Við erum að drepa okkur með mikilli neyslu því að með því að borða umfram umbreytingargetu líkamans minnkar bruninn í öllu kerfinu og þar með orkan sem við upplifum – sem aftur segir líkamanum að kalla á meiri næringu. Þetta er stór hluti af vítahringnum. Við eigum að borða þegar við… Lesa meira

Heimatilbúið ósætt granóla

Þessa uppskrift fann ég í blaði en breytt henni aðeins. Mér finnst best að geyma Granóla í krukku í kæli (geymist betur) – mjög gott að láta út í ab mjólk, ósoðna hafragrautinn eða chia grautinn. Granóla - ósætt Magn: 1 krukka Tími: 30 mínútur Flækjustig: auðvelt HRÁEFNI 1 dl möndlur – saxaðar gróft 1 dl cashewhnetur – saxaðar gróft 1 dl hörfræ 1 dl sesamfræ 1 dl sólkjarnafræ ¼ – ½ dl graskersfræ 1 dl kókos 3 msk chiafræ 2 msk svört kínóafræ 1 tsk kanill ½ dl repjuolía (rapsolía) 1 dl vatn Eftir bakstur: Rúsínur (má sleppa) Gojiber… Lesa meira

Hversu fallegt musteri er hægt að byggja úr rusli?

Þegar matvælin eru komin úr upprunalegu ástandi sínu er hvert skref í meðhöndlun skref í burtu frá náttúrunni og þar af leiðandi frá jafnvægi og heilnæmi. Í hvert sinn sem við meðhöndlum matinn með efnum eða hátækniaðferðum þá rýrum við næringargildi fæðunnar og minnkum getu líkamans til að vinna úr henni á heilbrigðan máta. Við rjúfum samvirkandi þætti allra þeirra ólíku bætiefna sem heilnæm fæða inniheldur og rjúfum eðlilegt ferli hennar. Af þessum sökum upplifir líkaminn áreiti í staðinn fyrir ást þegar hann innbyrðir eyðilagðan mat – mat sem hefur farið í gegnum þrjú til þrjátíu meðhöndlunarskref sem eiga að… Lesa meira

Guðni – „Leggðu blómkál og bjúga hlið við hlið á eldhúsborðið“

Það er margt sem mig langar að segja þér um næringu, reyndar svo margt að það gæti fyllt heila bók. Hér læt ég samt nægja að stikla á stóru. Sumt af því er bratt en öðru muntu eiga auðveldara með að kyngja. Reynslan segir mér að fyrir langflestum séu mataræði trúarbrögð. Hver og einn hefur skapað sér vana og kæki í neyslu og margir eru tilbúnir að verja mynstrið með kjafti og klóm. Kjötætur gera stólpagrín að grænmetisætum og grænmetisætur líta niður á kjötætur. Samt hafa báðir aðilar rétt fyrir sér – báðir eru að sækja sér það sem þeir… Lesa meira

Tækifæri í lífinu felst í næringunni

Langstærsta tækifærið til vaxtar í lífinu felst í næringunni sem þú neytir, viðhorfi þínu til næringarinnar og hvort þú neytir í vitund eða ekki. 1) Ertu að borða heilnæman, óunninn mat? 2) Ertu að næra þig í vitund, með kærleika, hægt og rólega? 3) Tyggurðu matinn eins og hann skipti máli? 4) Drekkurðu gosdrykki og aðra drykki sem gera líkamann súran? 5) Drekkurðu vatn? 6) Borðarðu umfram orkuþörf? 7) Borðarðu þegar þú ert ekki svöng/svangur? 8) Borðarðu seint á kvöldin? 9) Borðarðu til að bæla tilfinningar? 10) Borðarðu til að fagna jákvæðum atburðum? 11) Borðarðu til að syrgja? 12) Finnst… Lesa meira

Guðni – „Margar matvörur eru næringarsnauðar og ekki heilnæmar“

Í skrifum mínum beini ég stundum athyglinni að matvælum og dreg fram í sviðsljósið þá staðreynd að margar matvörur eru næringarsnauðar og ekki heilnæmar. Oft á tíðum þarf maður að skilja, í þessu samhengi, hvað maður vill ekki, til að skilja hvað það er sem maður vill. Þegar ég spyr fólk hvað það vill þá vefst því oft tunga um tönn. En ef ég spyr hvað það vill ekki, þá stendur ekki á svörum. Ég vil ekki verja of miklum tíma og athygli í að dæma. Ég vil vera með athygli mína og áherslur á heilnæmri fæðu, frekar en að… Lesa meira

„Ekki vera hissa á aukakílóum, sleni og þreytu“ – Hvernig borðar þú?

SKILURÐU MUNINN Á ÞESSU TVENNU?   1) Ég borða í vitund, tek eftir matnum, finn fyrir honum í munninum og tygg hann vandlega áður en ég kyngi. Ég borða mat sem er í samhengi við náttúruna og náttúruleg ferli og er laus við aukefni, ég borða grænmeti sem hefur fengið að vaxa í friði. Ég borða mátulega skammta af mat. Ég borða jafnt og þétt yfir daginn, upplifi engar sveiflur í orku og þarf því ekki næringu rétt fyrir svefninn. Ég borða í samhengi við orkuþörf mína – ekki til að fást við tilfinningar mínar. 2) Ég borða hratt, án… Lesa meira

Finnur þú sífellt fyrir svengd? Þá skaltu lesa þetta

Flestum þykir gott að fá góðan mat en það er með mat eins og flest annað í lífinu, það er best í hófi. Margir borða of mikið og oft er það alltof mikil matarlyst sem veldur því og það getur leitt til ofþyngdar og aukinnar hættu á að fá lífsstílssjúkdóma. Lesa meira

Guðni: „Ég vil vera í ástarleik með næringunni – alla daga, alltaf“

Hann Guðni Gunnarsson jógakennari hjá Rope-jóga setrinu skrifar oft skemmtilegar hugvekjur um ýmislegt sem varðar líðan okkar og heilsu. Í þessum pistli fjallar hann um næringu og hvernig við getum valið að eiga í ástríku sambandi við það sem við ákveðum að setja ofan í okkur. Gjörið svo vel hér kemur Guðni! HVAÐ Á ÉG AÐ BORÐA, HVENÆR, HVERNIG OG HVERS VEGNA? Uppruni allrar orku er sólarljós, mold og vatn. Horfðu alltaf á matinn fyrir framan þig og veltu því fyrir þér hversu langt hann er frá þessum uppruna sínum; hversu langt hann hefur verið unninn frá móður jörð. Stærsta… Lesa meira

Geggjuð LAKKRÍS-skyrkaka

Það var að koma nýtt skyr í búðir og var ég ekki lengi að næla mér í nokkrar dollur, ég elska allt með lakkrís! Ég ákvað að prufa að nota það í skyrköku og kom það svona líka vel út. Skyrið minnir mjög á gamla fjólubláa skólajógúrtið. Mæli með þessari fyrir helgina! Lakkrís-skyrkaka Botn 200 g Lu kanilkex 1 poki Maltesers 100 g smjör 1. Bræðið smjörið 2. Hakkið kexið og súkkulaðikúlurnar. 3. Blandið bræddu smjörinu saman við og þrýstið í 20 cm hringform. 4. Raðið lakkrísbitum yfir botninn ef vill. Skyrblanda 500 g skyr 400 ml þeyttur rjómi 2… Lesa meira

Bananabrauð Olgu Helenu

Ég komst yfir þessa uppskrift fyrir nokkrum árum og frá því að ég bakaði þetta brauð fyrst hefur það verið í miklu uppáhaldi enda bráðhollt og fáránlega gott. Þetta brauð er skothelt, passar einhvern veginn við öll tilefni. Stundum kemur það fyrir að ég baka nokkur brauð í einu, sker þau niður, frysti og tek svo 2-3 sneiðar með í skólann/vinnu. Brauðið er sykur-, ger- og hveitilaust og mæli ég með því sem millimál á matarplaninu fyrir mína kúnna. Það er algengt að ef fólk heyrir að eitthvað matarkyns sé sykurlaust þá ákveður það fyrirfram að það sé ekki gott.… Lesa meira

Eva Pandora var ólétt í kosningabaráttunni: „Ég myndi ekkert endilega mæla með þessu“

Eva Pandora Baldursdóttir hefur verið í fæðingarorlofi síðan hún var kjörin á þing í haust. Þótt hún njóti tímans með dótturinni er hún orðin spennt að taka sæti á þingi. Eva féllst á að gefa lesendum Akureyri Vikublaðs sínar uppáhaldsuppskriftir.„Maðurinn minn eldar oftast á heimilinu. Ég er ekki sérstaklega góður kokkur sem er frekar leiðinlegt þar sem mér finnst voðalega gaman að borða góðan mat. Það væri skemmtilegt að geta eldað hann sjálf,“ segir Eva Pandora Baldursdóttir á Sauðárkróki. Lesa meira

Pönnukökuferðalag með lækninum í eldhúsinu

Læknirinn í eldhúsinu heldur áfram að töfra fram girnilega rétti í þættinum sínum á ÍNN. Í þessum þætti er áhersla á pönnukökur, og hver elskar þær ekki? Gjörið svo vel - hér er þátturinn í heild sinni: https://www.youtube.com/watch?v=Fm1zOgTZ3FM Lesa meira

Gabríela Líf – „Hægt og rólega að komast í eðlileg samskipti við mat“

Þetta er eitthvað sem við heyrum alltof oft í tengslum við mataræði, “fáðu þér ljúffengan kjúklingaborgara án samviskubits". Flestir Íslendingar, ég þar með talin, eiga í óeðlilegu sambandi við mat. Hver hefur ekki upplifað það að sleppa sér Þetta er eitthvað sem við heyrum alltof oft í tengslum við mataræði: „fáðu þér ljúffengan kjúklingaborgara án samviskubits“ Flestir Íslendingar, ég þar með talin, eiga í óeðlilegu sambandi við mat. Hver hefur ekki upplifað það að sleppa sér alveg, fá sér Dominos pizzu, bland í poka og kannski snakk líka allt á einu kvöldi og vera svo með nagandi samviskubit eftir á. Hugsa… Lesa meira