Er hjólið þitt rykfallið í hjólageymslunni?

Í flestum hjólageymslum úir og grúir af hjólum sem hafa ekki verið hreyfð svo árum skiptir. Er þitt hjól þar á meðal? Þó sumarhitinn sé ekki mikið farinn að láta á sér kræla er ekkert sem stoppar okkur í að taka fram hjólið. Um leið og við erum búin að hjóla nokkur hundruð metra er hitinn kominn í kroppinn. Við höfum fáar afsakanir nú þegar engin hálka er á gang- og hjólastígum. Nú er bara að pumpa í dekkin, smyrja keðjuna og drífa sig af stað. Að hjóla í vinnuna er mjög góð hreyfing. “Ég hef engan tíma til að… Lesa meira

Chillí tómatsúpa

Það er alltof langt síðan við komum með uppskrift af girnilegri ilmandi súpu og ekki seinna vænna en að bæta úr því. Þessi súpa kemur úr smiðju snillingsins Jamie Oliver sem ætti að vera flestum kunnugur. Hér notast hann við geggjaða tómata og chilli pastasósu sem er úr vörulínu hans og þroskaða tómata og úr verður ekta tómatsúpa með mildu chillíbragði. Chillí tómatsúpan er ofureinföld í gerð og vís til að slá í gegn. Njótið! Chillí tómatsúpa Fyrir 4-6 1 krukka Tómata og chilli pastasósa frá Jamie Oliver 1 laukur, gróflega saxaður 1 hvítlauksrif, gróflega skorið 1 gulraut, gróflega skorin 1… Lesa meira

Sígildar Rice Krispies-kökur sem allir dýrka

Það er ein týpa af bakkelsi sem er alltaf á boðstólnum hjá mér þegar ég blæs til veislu og það eru Rice Krispies-kökur. Mér finnst þær algjörlega ómissandi enda ekkert eðlilegt hvernig börn og fullorðnir á öllum aldri geta gúffað þessum einföldu en ómótstæðilegu kökum í sig. Það eiga allir að eiga eina skothelda uppskrift að Rice Krispies-kökum og þar sem ég hlóð í eina porsjón af kökunum um daginn ætla ég að gefa ykkur eina bónus uppskrift í dag. Ég get bara ekki hugsað til þess að einhver eigi EKKI uppskrift að Rice Krispies-kökum. Fyrir mér er það glæpur.… Lesa meira

Beta Reynis: „Auðvitað brá mér við að heyra að hún hefði ætlað að sækja byssuna“

„Skjólstæðingar mínir verða oft hissa á því hvað ég spyr mikið og hvað ég gref langt aftur í fortíðina,“ þetta segir Elísabet Reynisdóttir, næringarþerapisti og næringarfræðingur, en hún hefur getið sér gott orð fyrir að hjálpa fólki með ýmiss konar vandamál með breytingum á matarvenjum og næringu. Ein þeirra sem hefur leitað til Betu, eins og hún er alltaf kölluð, er Heiða fjallabóndi - en hún sagði einmitt frá því í bókinni um hana sem kom út fyrir síðustu jól. Heiða hafði barist við mikla vanlíðan og verki. Í bókinni segir Heiða: „Mér var alls staðar illt, ég var alltaf… Lesa meira

Æðislegur lax með mangó chutney og hrísgrjónum – Einfalt og fljótlegt!

Grillaður lax með mangó chutney og hrísgrjónum með karrýblöndu – einfalt og fljótlegt. Uppskriftin hefur oft verið notuð á heimilinu – með mismunandi útfærslum. Þessi er mjög einföld og góð. Magn: fyrir 5-7 Tími: um 35 mínútur Flækjustig: auðvelt HRÁEFNI Lax 1 flak af laxi – u.þ.b 1200 g 1 dl mangó chutney 1 dl pistasíuhnetur Hrísgrjón með karrýblöndu 3 – 4 dl hrísgrjón 3 – 5 msk Karrýblanda fyrir hrísgrjón og kínóa (fæst í Krydd & Tehúsinu) 5 – 7 dl heitt vatn Olía 1 – 1½ tsk salt Sósa Lífræn jógúrt mangó – Bio-Bú (170 g) VERKLÝSING Lax Ef… Lesa meira

Hún greindist kornung með geðklofa – Teiknar magnaðar myndir af ofskynjunum sínum

Kate segist alltaf hafa verið listakona, en ekki gert sér grein fyrir þýðingu þess fyrr en hún veiktist af geðklofa. Henni er reyndar illa við hugtakið geðsjúkdómar, og finnst það gefa til kynna að hún sem manneskja sé á einhvern hátt skemmd eða brotin. „Því miður er það þannig, að um leið og ég segi fólki frá því sem ég glími við, líður mér eins og það sjái aðeins þann þátt í fari mínu,“ segir Kate í færslu sem hún birti á Bored Panda. Þau sjá fordómana sem ýtt er undir í fjölmiðlum, og ónákvæmu steríótýpurnar sem sjást gjarnan í Hollywood… Lesa meira

Jákvæð líkamsímynd og heilsa – Áherslur á þyngd og þyngdartap geta haft ýmsa ókosti

Jákvæð líkamsímynd er afar dýrmæt fyrir heilsu okkar. Rannsóknir benda til þess að hún sé mikilvæg fyrir vellíðan, heilbrigði, lífsgæði og heilsuhegðun. Það er því nauðsynlegt að efla jákvæða líkamsímynd, jákvæð viðhorf, sátt, virðingu og þakklæti gagnvart líkamanum. Í heilsueflingu er brýnt að hafa heildræna skilgreiningu á heilsu að leiðarljósi sem tekur mið af líkamlegri og andlegri vellíðan, lífsánægju, lífsgæðum og heilbrigði. Þessi nálgun skal miða að því að efla heilsu án áherslu á útlit þar sem virðing er borin fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. Í vestrænu samfélagi eru menningarleg viðmið um fegurð oft mjög óraunhæf. Grönnum líkamsvexti er haldið á lofti… Lesa meira

Heimatilbúið ósætt granóla

Þessa uppskrift fann ég í blaði en breytt henni aðeins. Mér finnst best að geyma Granóla í krukku í kæli (geymist betur) – mjög gott að láta út í ab mjólk, ósoðna hafragrautinn eða chia grautinn. Granóla - ósætt Magn: 1 krukka Tími: 30 mínútur Flækjustig: auðvelt HRÁEFNI 1 dl möndlur – saxaðar gróft 1 dl cashewhnetur – saxaðar gróft 1 dl hörfræ 1 dl sesamfræ 1 dl sólkjarnafræ ¼ – ½ dl graskersfræ 1 dl kókos 3 msk chiafræ 2 msk svört kínóafræ 1 tsk kanill ½ dl repjuolía (rapsolía) 1 dl vatn Eftir bakstur: Rúsínur (má sleppa) Gojiber… Lesa meira

Uppáhalds kjúklingarétturinn með piparosti, hvítlauk og pestó

Það er svo gaman að vera ofurspenntur fyrir því að setja inn uppskrift, uppskrift sem allar líkur eru á að aðrir elski jafn mikið og ég geri sjálf. Hér erum við að ræða um uppskrift að kjúklingarétti með piparosti, hvítlauk og pestó. Uppskrift sem gæti ekki verið einfaldara að gera, en bragðast eins og bragðlaukarnir séu komnir til himna. Þessa uppskrift fékk ég frá einum tryggum lesanda GulurRauðurGrænn&salt, henni Evu Mjöll Einarsdóttur sem sagðist vilja þakka fyrir frábært blogg og góðar uppskriftir og um leið leggja sitt af mörkum í að safna saman fleiri frábærum uppskriftum. Hún sagði að þessi… Lesa meira

Hversu fallegt musteri er hægt að byggja úr rusli?

Þegar matvælin eru komin úr upprunalegu ástandi sínu er hvert skref í meðhöndlun skref í burtu frá náttúrunni og þar af leiðandi frá jafnvægi og heilnæmi. Í hvert sinn sem við meðhöndlum matinn með efnum eða hátækniaðferðum þá rýrum við næringargildi fæðunnar og minnkum getu líkamans til að vinna úr henni á heilbrigðan máta. Við rjúfum samvirkandi þætti allra þeirra ólíku bætiefna sem heilnæm fæða inniheldur og rjúfum eðlilegt ferli hennar. Af þessum sökum upplifir líkaminn áreiti í staðinn fyrir ást þegar hann innbyrðir eyðilagðan mat – mat sem hefur farið í gegnum þrjú til þrjátíu meðhöndlunarskref sem eiga að… Lesa meira

Súkkulaðikaka með Dumle fyllingu og karamellukremi

Algjörlega ómótstæðileg súkkulaðikaka með Dumle fyllingu og karamellukremi sem er sérstaklega einföld í gerð. Kökuna má gera fram í tímann og frysta með kreminu á sem gerir allt svo miklu einfaldara. Hér er á ferðinni nýtt uppáhald sem slær í gegn við fyrsta bita! Dumle súkkulaðikaka með karamellukremi 150 g smjör 100 g dökkt súkkulaði 120 g (1 poki) Dumle 4 egg 2 1/2 dl sykur 1 tsk vanilluduft 2 1/2 dl hveiti Dumle Karamellukrem 2 msk rjómi 120 g (1 poki) Dumle 100 g smjör, við stofuhita 4-5 dl flórsykur Leiðbeiningar Kakan Bræðið smjör, súkkulaði og Dumle karamellur saman… Lesa meira

Farið varlega í sólinni

Nú er farið að vora og sólin að hækka á lofti. Eftir sem áður eru margir upp um fjöll og firnindi á skíðum og útisporti. Þá þarf að hafa í huga að geislar sólar eru talsvert sterkari í snjónum og geta verið skaðlegir Snjóblinda. Ef augun er ekki nógu vel varin í sterku sólskini, fer mann að verkja í þau og efsta lag hornhimnunnar skemmist. Það myndast örsmáar blöðrur sem springa og skilja eftir smásár. Þessi sár eru mjög sársaukafull en þau gróa á nokkrum dögum. Þegar snjór er yfir, verða augun fyrir óvenjumikilli útfjólublárri geislun vegna þess að sólargeislarnir… Lesa meira

Líkamsrækt er ævistarf að loknum starfsferli

Við erum að eldast frá því við fæðumst. Spurningin er ekki sú hve hratt við eldumst, hún snýst ekki um hve háan aldur við höfum, heldur viðnámið sem við veitum lífinu. Það er til bandarískt orðatiltæki sem segir að á meðan þú ert grænn ertu í vexti, en þegar þú ert orðinn þroskaður byrjarðu að fölna. Að eldast eða þroskast náðuglega byggist á viðhorfum okkar eða afstöðu til tilverunnar. Tilgangurinn er kjölfesta hamingjunnar. Margir kannast við fólk sem sest í helgan stein, lýkur starfsferli sínum og missir sjón á markmiðum eða tilgangi í lífinu. Það byrjar að hrörna og fölna… Lesa meira

Heimsins bestu vöfflur

Alþjóðlegi vöffludagurinn var haldinn hátíðlegur þann 25. mars og að því tilefni er vel við hæfi að birta uppskrift að vöfflum sem er í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni. Vöfflurnar eru stökkar og bragðgóðar og einfaldar í gerð og góða með sultu og rjóma, nú eða jafnvel vanilluís. Heimsins bestu vöfflur 2 egg 1 dl sykur 2 dl súrmjólk 1 1/2 dl vatn 350 g hveiti 1 tsk lyftiduft 1/2 tsk natron 1 tsk kardimommudropar 125 g bráðið smjör Hrærið egg og sykur þar til blandan er orðin létt og ljós. Bætið súrmjólk og vatni saman við og því næst þurrefnum.… Lesa meira

Hvað er blómkálseyra?

Nafnið Blómkálseyra vísar í útlitið á eyra sem aflagast vegna endurtekinna högga eða áverka og er nokkuð algengt meðal þeirra sem stunda íþróttir þar sem högg eða átök eru algeng. Hvað veldur blómkálseyra? Þegar ytri hluti eyrans verður fyrir endurteknum höggum eða áverkum geta blæðingar og skemmdir á vef eyrans safnast fyrir undir brjóskhimnunni. Brjóskið í eyranu hefur aðeins aðgang að blóðflæði í gegnum skinnið sem liggur ofaná því.  Þegar skinnið losnar frá brjóskinu, eða er losað frá brjóskinu vegna blóðpolla, verður skortur á blóðflæði á svæðið sem getur valdið því að brjóskið deyr og sýkingarhætta á svæðinu eykst. Það… Lesa meira

Fallegasta páskakaka ársins 2017

Ég er í svo miklu skreytingarstuði þessa dagana að þessi páskakaka varð bara að verða að veruleika. Ég er búin að velta henni fyrir mér fram og til baka, fá innblástur af internetinu, skoða kökuskraut í búðum marga daga í röð. Í fyrrakvöld fékk ég síðan smá næði til að bara hanga inn í eldhúsi og dunda mér. Og þá fæddist hún – þessi yndislega páskakaka. Tja, eða mér finnst hún allavega yndisleg. Það fór allavega rosalega mikil ást og umhyggja í gerð hennar og það skilar sér oftast. Ég er farin að hafa meiri og meiri áhuga á kökuskreytingum,… Lesa meira

Drífðu þig að deyja, við þurfum plássið

Sylvía Haukdal Brynjarsdóttir er ein bloggaranna á Ynjum. Fyrir nokkru síðan skrifaði hún fallegan pistil en skömmu eftir að hún birti hann lést afi hennar, umvafinn fjölskyldu og góðu hjúkrunarfólki. Sylvía veitti okkur á Bleikt góðfúslegt leyfi til að birta pistilinn: Síðustu daga hef ég mikið verið að hugsa um eldra fólkið í lífi okkar. Ég er svo heppin að ég á tvo afa sem eru á lífi, þeir eru dásamlegir, alltaf glaðir að sjá okkur, alltaf svo þakklátir fyrir heimsókirnar. En ég eins og svo margir aðrir hef ekki verið nógu dugleg að heimsækja þá. Af hverju? Ég hreinlega veit… Lesa meira

Guðni – „Leggðu blómkál og bjúga hlið við hlið á eldhúsborðið“

Það er margt sem mig langar að segja þér um næringu, reyndar svo margt að það gæti fyllt heila bók. Hér læt ég samt nægja að stikla á stóru. Sumt af því er bratt en öðru muntu eiga auðveldara með að kyngja. Reynslan segir mér að fyrir langflestum séu mataræði trúarbrögð. Hver og einn hefur skapað sér vana og kæki í neyslu og margir eru tilbúnir að verja mynstrið með kjafti og klóm. Kjötætur gera stólpagrín að grænmetisætum og grænmetisætur líta niður á kjötætur. Samt hafa báðir aðilar rétt fyrir sér – báðir eru að sækja sér það sem þeir… Lesa meira

Páskamolar

Mæðgurnar, Sólveig og Hildur, halda úti bloggsíðunni maedgurnar.is þar sem þær deila gómsætum uppskriftum með fallegum myndum. Þær deildu nýlega uppskrift að gómsætum páskamolum og fékk Bleikt góðfúslegt leyfi að deila henni með lesendum. Eins og kannski flestum finnst okkur mæðgum gott súkkulaði mikilvægur partur af stemningunni yfir páskahátíðina. Við útbúum oft eitthvað gott heimagert konfekt eða nammi við þetta tilefni. Svo höfum við mjög gaman af að föndra okkar eigin páskaegg úr góðu lífrænu súkkulaði og fyllum þau með því sem okkur þykir passa best með súkkulaðinu: hnetum, fræjum og þurrkuðum ávöxtum. Hér er hægt að sjá leiðbeiningar fyrir páskaeggjagerð. Í fyrra gerðum við lítil konfektegg úr döðlum og… Lesa meira

Geggjuð ídýfa með rjómaosti og Tabasco

Hér er á ferðinni sérstaklega góð ídýfa sem hentar vel með öllu því grænmeti sem ykkur dettur í hug. Í þessari uppskrift er leynivopnið Tabasco jalapeno sósa og miðar uppskriftin við milda til miðlungssterka sósu. Fyrir þá sem það vilja má gera hana bragðmeiri og bæta örlítið meira af sósunni í ídýfuna. Verið óhrædd að smakka hana til. Mælum með þessari – grænmetið klárast fljótt. Geggjuð grænmetisídýfa með rjómaosti og Tabasco 200 g Philadelphia rjómaostur 2 hvítlauksrif, pressuð 4-6 tsk Green Jalapeno TABASCO 2 msk fersk steinselja, söxuð salt og pipar Blandið öllum hráefnunum saman og hrærið vel. Smakkið til… Lesa meira

Tækifæri í lífinu felst í næringunni

Langstærsta tækifærið til vaxtar í lífinu felst í næringunni sem þú neytir, viðhorfi þínu til næringarinnar og hvort þú neytir í vitund eða ekki. 1) Ertu að borða heilnæman, óunninn mat? 2) Ertu að næra þig í vitund, með kærleika, hægt og rólega? 3) Tyggurðu matinn eins og hann skipti máli? 4) Drekkurðu gosdrykki og aðra drykki sem gera líkamann súran? 5) Drekkurðu vatn? 6) Borðarðu umfram orkuþörf? 7) Borðarðu þegar þú ert ekki svöng/svangur? 8) Borðarðu seint á kvöldin? 9) Borðarðu til að bæla tilfinningar? 10) Borðarðu til að fagna jákvæðum atburðum? 11) Borðarðu til að syrgja? 12) Finnst… Lesa meira

Klístraðir kanilsnúðar

Hér er á ferðinni uppskrift að frábærum og vel klístruðum kanilsnúðum sem vekja ávallt mikla lukku! Klístraðir kanilsnúðar 12 g (1 poki) þurrger 1 dl mjólk 1 msk sykur 1/2 tsk salt 1 egg 100 g smjör, mjúkt 300 g hveiti Fylling 150 g smör, mjúkt 150 g púðusykur 1 1/2 tsk kanill 1/4 tsk múskat Hitið mjólkina þar til hún er fingurvolg. Hellið í skál og stráið gerinu yfir. Látið standa í nokkrar mínútur og leysast upp. Hrærið því næst salti og sykri saman við og því næst eggjum. Blandið hveiti og smjöri saman og hnoðið vel. Þegar það… Lesa meira

Ásdís Ásgeirsdóttir segist sjóðheit á sextugsaldri – „Í vinnunni þurfti ég að rífa mig skyndilega úr peysunni“

„Þá er daman komin á sextugsaldurinn sem hlýtur að vera einhver reikningsskekkja hjá almættinu. En það er um að gera að fagna hverju árinu. Reyndar líður mér mun betur núna en fyrir tíu árum. Það má kannski skrifa á hollara líferni og meiri hreyfingu. Andlega hef ég vissulega náð ótrúlegum þroska. Það er alla vega eitt sem gerist með hækkandi aldri; manni fer að verða meira sama hvað öðrum finnst um mann; það skiptir meira máli hvað mér finnst um sjálfa mig.“ Með þessum orðum hefst pistill Ásdísar Ásgeirsdóttur sem birtur var í Morgunblaðinu í dag. Ásdís segir þar frá… Lesa meira