Sólveig fór á sína fyrstu æfingu í afrískum dönsum fyrir 20 árum – Ætlar aldrei að hætta að dansa

Sólveig Hauksdóttir gekk inn á sínu fyrstu æfingu í afrískum dönsum um fimmtugt og heillaðist strax af taktföstum dansinum sem að hennar sögn líkir eftir lífinu sjálfu. Tveim áratugum síðar er hún staðföst í því að ætla aldrei nokkurn tíman að hætta að dansa. „Vitið þið hreyfingin er einn af grunnþáttum mannsins af því ef við hreyfum okkur ekki þá deyjum við," segir Sólveig. Fyrir 22 árum segist Sólveig hafa verið í ótrúlega leiðu skapi og var á gangi í Þingholtunum. Hún hittir þar Hafdísi sem var þá búin að opna Kramhúsið. Hafdís segir henni að það sé maður að kenna… Lesa meira

Sunna „Tsunami“ Rannveig Davíðsdóttir fer í sinn annan atvinnubardaga á laugardaginn – Myndir frá æfingu

Bardagakonan Sunna Rannveig Davíðsdóttir, úr Mjölni, berst sinn annan atvinnubardaga næstkomandi laugardagskvöld á Invicta 22 bardagakvöldinu sem fram fer í hinu sögufræga húsi Scottish Rite Temple í Kansas City. Andstæðingur Sunnu heitir Mallory Martin. Martin þessi er 23 ára Bandaríkjamær sem hefur líkt og Sunna barist og sigrað einn atvinnubardaga til þessa. Bardagakvöldið verður sýnt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og er þriðji bardagi kvöldsins. Útsending hefst klukkan 12 á miðnætti og má gera ráð fyrir að Sunna stígi í búrið lauslega fyrir klukkan eitt. Sunna er fyrsta íslenska konan sem gerist atvinnumaður í MMA. Hún gekk til… Lesa meira

Bolir og blek fyrir eistun á þér

Desæna og Glacier Ink verða með viðburð á efri hæðinni á Sake barnum, Laugavegi 2 í Reykjavík, laugardaginn 25. mars kl. 14:00-23:00. Þar verða þau að hanna, flúra 18+ og prenta boli á staðnum. Einnig verður boðið upp á gervitattoo fyrir yngra fólkið eða þá sem vilja prufukeyra hugmyndina fyrst. Fólki er boðið að koma og kíkja til þeirra með hugmynd sem þau umbreyta síðan í grafík og útfæra á boli, sem húðflúr eða gervihúðflúr. Ágóðinn rennur til styrktar Mottumars, ekki er hægt að greiða með pening eða korti heldur leggur fólk beint inn á Mottumars reikninginn. Hér má sjá… Lesa meira

Krúttlegir kleinuhringir með góðri samvisku

Mig hafði alltaf langað til að baka heimalagaða kleinuhringi og nú lét ég loksins verða af því. Rosalega einfalt og þægilegt. Einnig sá ég Rig Tig sleif og límónugræna Mason Cash skál sem fer beint í safnið, en ég á eina ljósbrúna fyrir. Skálarnar eru alveg æðislegar, tala nú ekki um hvað þær eru mikil eldhúsprýði. Einnig verður eldamennskan og baksturinn einfaldlega betri með þeim. Kleinuhringir: 1 ½ bolli glútenlaust hafrahveiti (ég fínmala hafrana í matvinnsluvél) 1/2 bolli kókospálmasykur 1 tsk vínsteinslyftiduft ½ tsk matarsódi ½ tsk múskat 1/3 bolli graskers- eða eplamauk 2 msk kókosolía, fljótandi 1/2 bolli kókosmjólk… Lesa meira

Ónæmiskerfið – Hvað er nú það?

Áður en skýrt verður út hvernig ónæmiskerfið vinnur er nauðsynlegt að skilgreina hugtakið ónæmi. Ónæmi er einnig kallað sérhæft viðnám gegn sjúkdómi og felst í að mynda sérhæfða gerð af frumu eða sameind, svokallað mótefni, gegn tilteknum vaka og engum öðrum. Vaki er hvert það efni á yfirborði örvera, í/á mat, lyfjum, frjókornum eða vefjum — sem vekur ónæmissvar þegar ónæmskerfið hefur greint það sem framandi, það er að segja eitthvað sem ekki tilheyrir líkama okkar. Ónæmisfræði er fræðigrein sú sem fjallar um viðbrögð líkamans við vaka. Til þess að öðlast ónæmi gegn tilteknum vaka, til dæmis á sýkli (sjúkdómsvaldandi… Lesa meira

Ertu letingi í eldhúsinu en elskar að elda? Þá er þessi grein fyrir þig

Finnst þér alveg ótrúlega gaman að elda? Eða allaveganna hugmyndin um að elda gleður þig? Kaupirðu oft allskonar spennandi hráefni og ætlar að elda geggjaða máltíð en endar með að panta þér pizzu? Býrðu til vel skipulagt matarplan sem þú endar með að fylgja aldrei? Þá ertu á réttum stað! Þessi grein er fyrir alla þá letingja í eldhúsinu sem elska að elda. Greinin er þýdd frá Buzzfeed. Þú kaupir flott hráefni og verður spennt að nota þau, en pantar síðan mat til að taka með heim. En þú raðar ekki þessum hráefnum snyrtilega né skipulega í eldhússkápinn. Þú eiginlega… Lesa meira

Kynlausa fermingartertan

Ég fékk skemmtilega bón um daginn – að baka fermingartertu fyrir fermingarblað Fréttablaðsins. Ég lagði höfuðið í bleyti og úr varð kynlausa fermingartertan. Tertan sem er hvorki miðuð að stelpu né strákum og því ætti hvaða fermingarbarn sem er að finna sig í henni – þó barnið skilgreini sig hvorki sem stelpa né strákur. Þá er hægt að sleppa plaststyttunni á toppi tertunnar og þurfa ekkert að útskýra sig neitt á þessum merkisdegi. Bara vera maður sjálfur. Hráefnin í kökunni eru líka táknræn þar sem botnarnir innihalda kaffi, sem er mjög fullorðins, en svo er Nutella í kreminu sem er… Lesa meira

Djúsí samloka með heimagerðu spicy mayo

Mæðgurnar Sólveig og Hildur hafa brennandi áhuga á grænmeti og matargerð, umhverfisvernd og lífrænni matjurtarækt. Þær halda úti bloggsíðunni maedgurnar.is þar sem þær deila ljúffengum uppskriftum og fékk Bleikt leyfi að birta færslu frá þeim þar sem farið er yfir uppskrift að djúsí samloku með heimagerðu spicy mayo. Suma daga langar mann bara í almennilega djúsí samloku. Með mayonesi og öllum græjum. Svona innblásna af hinni alræmdu BLT-samloku (sem við mæðgur höfum reyndar aldrei smakkað). En þar sem við erum grænkerar miklir gerum við að sjálfsögðu okkar eigin útgáfu... og B-ið í beikon verður að F-i í feikon. Við vitum… Lesa meira

Er kominn tími á herraklippingu? Allt um ófrjósemisaðgerðir karla

Um ófrjósemisaðgerðir á Íslandi gilda lög nr. 25/1975. Þar segir að ófrjósemisaðgerð sé heimil samkvæmt lögum: “Að ósk viðkomandi, ef hún/hann, sem er fullra 25 ára, óskar eindregið og að vel íhuguðu máli eftir því að komið verði í veg fyrir að hún/hann auki kyn sitt, og ef engar læknisfræðilegar ástæður eru til staðar, sem mæli gegn aðgerð.” Hafi viðkomandi ekki náð 25 ára aldri gilda sérstök lagaákvæði. Til að gangast undir aðgerðina þarf viðkomandi að fylla út og undirrita umsókn um ófrjósemisaðgerð. Umsóknareyðublaðið fæst hjá heimilislækni eða lækni þeim sem framkvæmir aðgerðina. Einnig má nálgast eyðublaðið hér. Hvernig er… Lesa meira

Ólétt sjónvarpskona og bloggari sigrar hjörtu netverja með skemmtilegum myndum

Eden Grinshpan er með sinn eigin sjónvarpsþátt, Eden Eats, á Cooking Channel og er kynnir í Top Chef Canada sem hefja göngu sína eftir mánuð. Hún er um þessar mundir ófrísk og að „borða fyrir tvo“ er ekkert nýyrði fyrir hana. Auk þess að vera í sjónvarpi þá er hún bloggari og Instagrammari og deilir alveg stórkostlegum myndum á Instagram síðunni sinni. https://www.instagram.com/p/BRhAwLQjxnr/?taken-by=edeneats Í vikunni sigraði hún hjörtu netverja þegar hún deildi myndbandi af sér sjálfri dansandi með óléttubumbuna út og ostborgara í sitthvorri höndinni. https://www.instagram.com/p/BRi0_kYD9aR/?taken-by=edeneats Hún notar venjulega myllumerkið #EdenEats en hefur breytt því í #EdenEatsfor2 á meðan hún er ólétt.… Lesa meira

Inngrónar táneglur – Óþolandi fyrirbæri

Inngrónar táneglur eru nokkuð algengt vandamál þar sem horn eða hlið tánaglar vex inn í mjúka vefinn og veldur bólgu og eymslum. Einkenni Roði, bólga,verkir eða eymsl meðfram nöglinni. Oft fylgir þessu mikill sársauki. Jafnframt getur komið sýking í mjúka vefinn við nöglina. Oftast er um nögl stórutáar að ræða. Orsök Algengustu ástæðurnar eru: Þröngir skór sem þrýsta á táneglurnar og tær. Þá myndast núningur og bólga og jafnvel sár sem eykur hættu á að nöglin fari að vaxa inn í húðina. Neglur rangt klipptar. Neglur á að klippa beint yfir og ná síðan niður hvössum  brúnum með þjöl eða… Lesa meira

Tinna var spurð: „Hvort finnst þér betra að vera á túr eða ekki?“

Blæðingar kvenna! Ein af forsendum lífsins en svo óskaplega óþolandi á köflum. Það var Tinna Hallgrímsdóttir sem fékk spurninguna í fyrirsögninni - og hún varð nokkurn veginn kveikjan að Túrdögum HÍ sem Femínistafélag HÍ stóð fyrir í síðustu viku. Þar var metnaðarfull dagskrá og blæðingar kvenna voru skoðaðar út frá hinum ýmsu sjónarhornum. Sjónvarpsþátturinn Borgin á ÍNN heimsótti Túrdaga: https://www.youtube.com/watch?v=ICdJx5K6jQI Lesa meira

Göngum saman selur falleg nisti til styrktar grunnrannsóknum á brjóstakrabbameini

Styrktarfélagið Göngum saman fagnar tíu ára afmæli í ár og af því tilefni er ýmislegt á döfinni. Hlín Reykdal hefur hannað nisti í tveimur litum sem verða seld á næstu dögum til styrktar grunnrannsóknum á brjóstakrabbameini. Omnom verður með sérstakan súkkulaðiglaðning í apríl, Hildur Yeoman hannar boli og fleira fyrir mæðradagsgönguna 14. maí og Landsamband bakameistara leggur félaginu lið með sölu á brjóstabollum mæðradagshelgina eins og undanfarin ár. Í haust er svo fyrirhugað afmælismálþing félagsins. Göngum saman styrkir grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini og hefur veitt íslenskum vísindamönnum 70 milljónir í styrki frá upphafi. Styrktarfélagið leggur áherslu á mikilvægi hreyfingar til heilsueflingar og… Lesa meira

Hægðatregða – Hvað er til ráða?

Hægðatregða eru harðar hægðir sem erfitt er að losa sig við eða koma með margra daga millibili. Sársauki við endaþarmsopið þegar viðkomandi hefur hægðir ef sprungur hafa myndast í kringum endaþarmsopið. Í flestum tilfellum er hægðatregða ekki hættuleg en það getur hins vegar verið merki um annan undirliggjandi sjúkdóm. Komi blæðing frá endaþarmi ætti að láta lækni rannsaka það. Hver eru einkennin? Sársauki og blæðing við endaþarmsop þegar viðkomandi hefur hægðir. Sú tilfinning að vera enn mál eftir hægðalosun. Þensla á kvið. Hver er orsökin? Of lítil vökvaneysla, þ.e. drukkið of lítið. Neysla trefjasnauðrar fæðu. Trefjar eru ómeltanlegur hluti fæðunnar… Lesa meira

Ofureinfaldur eftirréttur með eplum, kókos, hvítu Toblerone súkkulaði og hnetumulningi

Þessi eftirréttur er í rosalega miklu uppáhaldi enda svona réttur þar sem öllu er blandað saman og látið inn í ofn. Þennan geta allir gert og allir borðað. Mæli sérstaklega með því að bera hann fram volgan með vanilluís. Toblerone eftirréttur 4 græn epli 1 dl valhnetur (eða pekanhnetur) 1 dl kókosmjöl 2-3 msk púðursykur Nokkrar smjörklípur 150 g hvítt Toblerone 100 g Síríus rjómasúkkulaði Skerið eplin og saxið hneturnar. Setjið epli í eldfast mót. Stráið hnetunum yfir, síðan kókosmjöli og því næst púðursykri. Endið með því að dreifa nokkrum teskeiðum af smjörklípum yfir allt. Setjið inn í 160 °c… Lesa meira

Ragga Eiríks: Ár liðið frá magabandi – Kíló fokin og orkan komin!

Almáttugur hjálpi mér ítrekað! Það er meira en ár liðið frá því að ég fór í magabandsaðgerð. Í tilefni þess skellti ég í lítið myndband þar sem ég fer yfir þetta lengsta ástarsamband mitt síðari árin. Já, ég elska magabandið ennþá, þó stundum pirri það mig smá. En eru ekki öll sambönd þannig? Ég gef sjálfri mér orðið! https://www.youtube.com/watch?v=DovUsaY9cmU Lesa meira

Pastasalatið sem allir elska

Hér er á ferðinni uppskrift að frábæru pastasalati sem mun nú líklegast slá í gegn hjá flestum sem það bragða. Uppskriftin inniheldur góðgæti eins og kjúkling, penne pasta, stökkt beikon, parmesan, pestó, hvítlauk og rjóma ofrv. Það er borið fram kalt og hentar vel í veislur og mannfögnuði þar sem þarf að metta marga munna. Það er sérstaklega einfalt í gerð þar sem öllu er einfaldlega blandað saman áður en þess er notið. Pastasalatið sem allir elska Pastasalat með kjúklingi, beikoni og parmesan 400 g penne pasta 1 pakki beikon 2 kjúklingabringur, fulleldaðar 50 g furuhnetur, ristaðar 1 dós sýrður… Lesa meira

Vísbendingar um að mikil líkamsrækt dragi úr kynhvöt karla

Þeir karlmenn sem taka harkalega á því í ræktinni eru með minni kynhvöt en karlar sem taka ekki jafn hart á því. Þetta er niðurstaða einnar fyrstu rannsóknarinnar sem gerð hefur verið á áhrifum líkamsræktar á kynlíf karla og tengslin milli hreyfingar og kynlífs. Vísindamenn og hreyfingarsinnað fólk hefur í áratugi rökrætt hvort og hvernig líkamsrækt hafi áhrif á kynlíf og kynhvöt. Flestar rannsóknirnar hafa beint sjónum sínum að áhrifa hreyfingar á tíðahring kvenna. Niðurstöður þeirra hafa einkum verið þær að þegar ákveðnar tegundir íþróttakvenna, til að mynda maraþonhlauparar, æfa mikið í margar klukkustundir á viku hefur það áhrif á blæðingar… Lesa meira

Þvagfærasýkingar hjá börnum

Hvað er þvagfærasýking? Þegar bakteríur (sýklar) valda bólgu í þvagblöðru (blöðrubólga) eða nýrum (nýrnasýking) er um þvagfærasýkingu að ræða. Um það bil 1-2% drengja og 3-5% stúlkna fá þvagfærasýkingu á fyrstu 10 árum ævinnar. Bakteríur geta einnig tekið sér bólfestu í þvagfærum án þess að valda sýkingu. Þetta er saklaust ástand sem er algengt í stúlkum á grunnskólaaldri. Hvaðan koma bakteríurnar? Bakteríur sem valda þvagfærasýkingum eru flestar til staðar í þörmum heilbrigðra einstaklinga. Nálægð þvagrásarops við endaþarm veldur því að bakteríurnar eiga oft greiða leið upp í blöðruna. Þetta er algengasta smitleiðin en ekki er nákvæmlega vitað af hverju sumir… Lesa meira

Hálfberir karlmenn á Esjunni – Sölvi Tryggva: „Kuldinn styrkir mann“

Það vakti athygli okkar fyrir helgina að fjölmiðlamaðurinn og sjálfsræktargúrúinn Sölvi Tryggvason birti mynd af sér og þremur öðrum reffilegum herramönnum fáklæddum uppi á Esju. Sölvi kallar nú ekki allt ömmu sína, og það gera vinir hans Helgi Jean Claessen, Sölvi Avo Pétursson og Vilhjálmur Andri Einarsson ekki heldur - en þeir eru hinir garparnir á myndinni. Við ákváðum að heyra í Sölva og fá að heyra hverju þessi óviðeigandi klæðnaður að vetri, á fjöllum, sætti. „Við höfum aðeins verið að leika okkur að kuldanum, með því að fara í sjóinn, köldu pottana og fleira. Ég hitti Ísmanninn, Wim Hof, í… Lesa meira

Eva Pandora var ólétt í kosningabaráttunni: „Ég myndi ekkert endilega mæla með þessu“

Eva Pandora Baldursdóttir hefur verið í fæðingarorlofi síðan hún var kjörin á þing í haust. Þótt hún njóti tímans með dótturinni er hún orðin spennt að taka sæti á þingi. Eva féllst á að gefa lesendum Akureyri Vikublaðs sínar uppáhaldsuppskriftir.„Maðurinn minn eldar oftast á heimilinu. Ég er ekki sérstaklega góður kokkur sem er frekar leiðinlegt þar sem mér finnst voðalega gaman að borða góðan mat. Það væri skemmtilegt að geta eldað hann sjálf,“ segir Eva Pandora Baldursdóttir á Sauðárkróki. Lesa meira

Sítrónu-límónukaka Helgu Gabríelu

Helga Gabríela er þekkt fyrir að deila gómsætum og ljúffengum uppskriftum á bloggsíðu sinni helgagabriela.is. Hún deildi á dögunum uppskrift að sítrónu-límónuköku sem er að hennar sögn svo einföld að það er ekki hægt að klúðra henni. Þessi æðislega sítrónu-límónukaka er alveg tilvalin til að útbúa og eiga í frysti fyrir matarboð, saumaklúbb eða ef gesti ber óvænt að garði. Það er ekki hægt að klúðra henni því hún er svo einföld! Uppskriftin er úr matreiðslubókinni „Gott Réttirnir okkar“ sem er í miklu uppáháldi hjá mér. Botn 100gr möndlur 150gr döðlur (steinlausar) 50gr kókosmjöl 2 msk. kókosolía, fljótandi Aðferð –… Lesa meira

Dragdrottning stjarna nýrrar auglýsingaherferðar fyrir Gló

Heilsuveitingastaðurinn Gló er að stækka við sig og opna veitingastaði í Danmörku. Þá er kjörið tækifæri til að endurmarkaðssetja fyrirtækið og er ný auglýsingarherferð fyrir Gló að koma út með dragdrottningu í aðalhlutverki. GóGó Starr vann titillinn Dragdrottning Íslands í fyrra og er stjarna auglýsingarherferðinnar. Þetta er í fyrsta sinn sem draglistamaður er í aðalhutverki í sjónvarpsauglýsingu á Íslandi. Auglýsingin verður frumsýnd í kvöld í auglýsingahléi úrslita söngvakeppninnar. Gló er fyrir alls konar fólk, með alls konar bakgrunn og alls konar sögur og það er það sem við viljum sýna með þessari herferð. Vonandi fáum við fólk með fleiri sögur til… Lesa meira

Pönnukökuferðalag með lækninum í eldhúsinu

Læknirinn í eldhúsinu heldur áfram að töfra fram girnilega rétti í þættinum sínum á ÍNN. Í þessum þætti er áhersla á pönnukökur, og hver elskar þær ekki? Gjörið svo vel - hér er þátturinn í heild sinni: https://www.youtube.com/watch?v=Fm1zOgTZ3FM Lesa meira