Matur: Kúrbíts ostabrauð girnilegt í partýið

Innihald: 3 meðalstórir kúrbítar (um það bil 4 bollar skorið) 2 stór egg 2 pressaðir hvítlauksgeirar ½ teskeið oregano 3 bollar parmesan ½ bolli maíssterkja salt malaður svartur pipar rauðar piparflögur 2 teskeiðar fersk steinselja marinara sósa, sem ídýfa Leiðbeiningar: 1) Hitaðu ofninn í 200°C. Skerðu kúrbítana niður eða maukaðu þá í matvinnsluvél.  Pressaðu allan aukavökva úr blöndunni. 2) Settu kúrbít, egg, hvítlauk, oregano, 1 bolla af mozzarella, parmesan og maíssterkju saman í skál og kryddaðu með salt og pipar. Hrærðu saman. 3) Færðu „deigið“ yfir á bökunarpappír og flettu út. Bakaðu í um það bil 25 mínútur. 4) Dreifðu… Lesa meira

Matur: Lasagnasúpa er málið í kuldanum

Lasagna súpa er girnileg, bragðgóð og seðjandi núna í kuldanum. Innihald: Ítölsk pylsa 3 bollar skorinn laukur 4 maukaðir hvítlauksgeirar 2 matskeiðar oregano ½ matskeið rauðar piparflögur 2 matskeið tómatmauk 1 dós niðurskornir (diced) tómatar 2 stykki lárviðarlauf 6 bollar kjúklingasoð ½ bolli basil salt og pipar Ostablanda: 230 grömm ricotta ostur ½ bolli parmesan ¼ matskeið salt pipar eftir smekk mozzarella Aðferð: 1) Brúnaðu pylsuna í olífuolíu í fimm mínútur. Bættu lauk við og eldaðu áfram í sex mínútur. 2) Bættu hvítlauk, oregano og rauðum piparflögum við, eldaðu í eina mínútu. Bættu tómatmauki við og hrærðu. 3) Bættu niðurskornum… Lesa meira

Ragga nagli: „Nærumst og njótum í núvitund“

  Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Í nýjasta pistli sínum á Facebook hvetur hún okkur til að nærast og njóta í núvitund: Jón ákveður að bjóða vinum sínum í mat á laugardegi. Hann planar matseðilinn viku fyrir matarboðið Önd í appelsínusósu. Og humarsúpu í forrétt. Jón keyrir í matvörubúðina á föstudagseftirmiðdegi. Innan um þreyttar húsmæður og grenjandi börn á úlfatímanum. Velur endurnar af kostgæfni. Potar og þreifar á holdum þeirra eins og í hrútaþukli. Þrjár íturvaxnar endur ættu að duga ofan í mannskapinn. Appelsínur í poka. Rjómapelar í sósuna. Já og ekki má gleyma Waldorfsalatinu. Þegar heim er komið… Lesa meira

Uppskrift: Kjúklinga avókadó salat vefjur

Kjúklinga avókadó salatvefjur eru góðar fyrir partýið, hollusta í nestisboxið fyrir börnin eða foreldrana eða sem léttur kvöldmatur fyrir fjölskylduna. Uppskriftin er einföld og tilvalið að leyfa börnunum að taka þátt í matseldinni. Það má líka útbúa vefjurnar fyrirfram og frysta þær. Vefjurnar eru líka snilld ef maður á afgang af kjúklingi frá fyrri máltíð. Það er heldur ekki ástæða til að fylgja uppskriftinni alveg, kjúklingur, avókadó, jógúst og krydd eru uppistaðan og síðan má nota annað með sem til er í ísskápnum. Þegar búið er að hræra blönduna þá er afgangurinn leikur einn: smyrja blöndunni á vefjurnar og rúlla… Lesa meira

Myndband: Maggi Texas mætir til Höllu í Grindavík

Magnús Ingi Magnússon, best þekktur sem Maggi í Texas borgurum, sér ekki bara um að flippa hamborgurum við misjafnar vinsældir. Hann sér líka um netþætti sem kallast Meistaraeldhúsið. Í nýjasta þættinum, í lok september, brá hann undir sig betri fætinum og kíkti til Grindavíkur á staðinn Hjá Höllu. https://www.youtube.com/watch?v=hobiKghoBTc Halla María Sveinsdóttir hefur rekið staðinn Hjá Höllu í fimm ár, þar af tvö ár á núverandi stað að Víkurbraut 62, Grindavík. Halla María er ekki lærð í matreiðslunni, en hún og konurnar sem hjá henni starfa (karlmennirnir sjá um að keyra matinn út) gera allt af ástríðu og áhuga. Heimilislegur… Lesa meira

Þessi „baby shower“ kaka slær öll met

„Baby shower“ (okkur vantar gott íslenskt nafn) er vinsælt í Bandaríkjunum og víðar, en þá hittast vinir og fjölskylda ásamt verðandi móður í kaffi- eða matarboði, fagna barninu sem er á leiðinni í heiminn og gleðja móðurina með gjöfum. Og að sjálfsögðu er alltaf kaka í slíkri veislu. Flestar eru þær girnilegar og góðar á að líta en þessi kaka hér, sem deilt var inn á Mumsnet, sem er vinsæl ensk vefsíða fyrir foreldra, er allt annað en girnileg. Eftir að hundrað komment höfðu verið skrifuð við myndina skrifaði Jason sem tók myndina að konan hans hefði gert kökuna í… Lesa meira

„Því grennri sem konan er, því meira virði er hún“ – Sofie er ítrekað sagt að grenna sig

Sofie Hagen er 28 ára gömul, danskur uppistandari, sem búsett er í London. Skemmtileg, vinsæl og virk á samfélagsmiðlum. Nýlega skrifaði hún pistil á Facebook síðu sína, þar sem hún fjallar um stærð sína, fitufordóma fólks og þá eilífu kröfu á hana að grenna sig. Pistilinn sem lesa má hér fyrir neðan, fylgir hér í lauslegri þýðingu: Við verðum að tala um líkama minn núna. Eins og hann er. Maginn á mér er mikill. Ekki Dove sönn fegurð herferðar mikill, þar sem merkingin „mikill“ er alls ekki „mikill, heldur frekar í raun flatur og viðurkenndur“ mikill. Heldur mikill. Maginn á… Lesa meira

Suður-Afrísk kjúklingakeðja tók upp auglýsingu á Íslandi

Chicken Licken er suður-afrísk skyndibitakeðja, sem sérhæfir sig í djúpsteiktum kjúklingi. Keðjan sem starfað hefur síðan árið 1981, átti árið 2010 80% hlutdeild í skyndibitamarkaði Suður-Afríku. Og hvert héldu þeir til að taka upp nýjustu auglýsingu sína? nú auðvitað til Íslands, hvert annað. Auglýsingin var tekin upp 10. - 12. ágúst síðastliðinn og vann True North með tökuliði frá Suður-Afríku. Allir leikarar eru íslenskir, fyrir utan ferðalanginn sem birtist í lokin. https://www.youtube.com/watch?v=J4ha22TRrgI Lesa meira

Átta glös á dag með nýju twisti

Hreinni húð, meiri orka, færri kíló, ef þú vilt ná þessum markmiðum án þess að hafa mikið fyrir þeim má er meiri vatnsdrykkja auðveldasta leiðin. Átta glös af vatni á dag segja fræðingarnir, en þó að það virðist einfalt markmið þá erum við ekki öll að ná því. Þá er hægt að hressa upp á vatnið og bæta nokkrum hráefnum við í vatnskönnuna. Heimild. Heimild. Lesa meira

„Fæðubótarefni geta hjálpað við að ná árangri“ – Rannveig setur saman startpakka

Nú er haustið komið og er það löngu orðin óskrifuð regla að þá sé tíminn til að huga að ræktinni. Nú byrjar átakið, námskeiðin að hefjast og allir taka matarræðið í gegn. Rannveig Hildur Guðmundsdóttir æfir allt árið og æfir að jafnaði fimm sinnum í viku. „Ég reyni að vera dugleg að æfa hvenær sem tími gefst til. Ég var alltaf mun skipulagðari með æfingatímana mína þegar ég var að keppa í módelfitness. Þá var ég að mæta um sex til tíu sinnum í viku. Ætli ég sé ekki að mæta um fimm skipti í viku núna. Það kemur nú… Lesa meira

Erna Kristín: Búlemía er ógeðsleg, en ég er þakklát fyrir að hún bankaði uppá á réttum tíma í lífi mínu

Erna Kristín hefur notið mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum bæði fyrir listaverkin sem hún teiknar sem og persónulegar færslur sem hún skrifar reglulega og birtir á Króm.is Erna vill opna á umræðu erfiðra viðfangsefna og deilir hún því reynslu sinni á ýmsummálefnum. Nýlega ákvað Erna að ræða opinberlega baráttu sína við búlemíu á miðlinum Snapchat undir notendanafninu ernuland og skrifaði í kjölfarið færslu sem hún barðist við sjálfa sig um hvort hún ætti að birta. Við gefum Ernu orðið: Ég ræddi fyrir svolitlu síðan um búlemíu á Snappinu mínu. Það sem kom mér allra helst á óvart var að mínir nánustu… Lesa meira

Bananabrauðs granóla

Dana sem heldur úti heimasíðunni Minimalistbaker býr til uppskriftir sem innihalda tíu hráefni eða færri, ein skál dugar til að blanda hráefnum saman og það tekur 30 mínútur eða minna að útbúa réttinn. Bananabrauðs granólað, þar sem þú færð bananabrauð án þess að baka bananabrauð er ein þeirra. Bananabrauðs granólað er gómsætt, vegan og það er glútenlaust. Það er ríkt af hollri fitu, Omega 3 og 6, próteini og trefjum. Og það tekur aðeins 30 mínútur að útbúa, auk þess að vera kjörinn morgunmatur eða biti milli mála. BANANABRAUÐS GRANÓLA Undirbúningstími: 5 mínútur Eldunartími: 25 mínútur Vegan granóla sem tekur 30 mínútur… Lesa meira

Byrjaðu daginn á kaffishake

Þessi shake gæti verið lausnin fyrir þá sem vilja hollan shake eða smoothie á morgnana, en þurfa líka á kaffibollanum sínum að halda. Grænn hnetusmjörs mokka prótein shake Innihald 1 banani 1-2 bollar spínat (það má líka blanda saman spínati og grænkáli til helminga) 1 teskeið instant kaffi 1-2 teskeiðar hnetusmjör 1 matskeið súkkulaði próteinduft 3-4 ísmolar 1 bolli möndlumjólk Leiðbeiningar Settu öll hráefnin í blandara og blandaðu saman þar til blandan er orðin slétt. Heimild.   Lesa meira

Anna Ólöf gefur út bókina Heilsudagbókin mín

Anna Ólöf Sveinbjörnsdóttir fékk blóðtappa í bæði lungu fyrir tveimur árum, í kjölfarið endurskoðaði hún margt í sínu lífi. Eitt af því var að láta hugmynd sem hún hafði gengið lengi með verða að veruleika, heilsudagbók, sem Anna Ólöf nefnir Heilsudagbókin mín. Lesa meira

Nærumst í núvitund segir Ragga nagli í nýjasta pistli sínum

Í nýjasta pistli sínum á Facebook þá gagnrýnir Ragga nagli þá lensku okkar að vera eilíft að „multitaska“ og gera marga hluti í einu, þar á meðal að borða á meðan við erum að gera eitthvað annað. Því þó að það að „multitaska“ geti verið ágætt, þá fókusar heilinn á eitt í einu og við veitum bara einu verkefni fulla athygli. Best er því, eins og Ragga segir: „Ekki gera eitthvað annað meðan þú borðar og ekki borða meðan þú gerir eitthvað annað.“ „Rannsóknir sýna að þeir sem nærast í núvitund borða minna, eru sáttari við ákvarðanir og hafa minni… Lesa meira

Lífið er of stutt til að borða leiðinlegan mat

„Lífið er of stutt til að borða leiðinlegan mat,“ eru einkunnarorð Jose, sem er 16 ára veganisti. Á Instagram birtir hann myndir af litríkum, fallegum og að því er virðist ljúffengum vegandiskum, morgunmat og eftirréttum. Smoothies og raw ostakökur eru á meðal rétta, frosnir ávextir eru bæði aðalhráefnið og notaðir sem skraut. Rjómalöguð og fersk áferð er aðalsmerkið, auk þess sem réttirnir eru einstaklega litríkir. Og punkturinn yfir i-ið er að uppskrift fylgir mjög oft með myndunum.   Lesa meira

Léttist um 68 kíló með því að dansa

Mörgum getur reynst erfitt að losa sig við aukakílóin, þá sérstaklega að þurfa að stunda einhverskonar líkamsrækt sem þeim þykir ekkert endilega skemmtileg. Þessi kona fór hinsvegar alla leið og losaði sig við rúm 68 kíló með því að dansa þau í burtu. Myndbandið hér að neðan er stórskemmtilegt og sýnir breytinguna frá upphafi til enda. Lesa meira

Signa Hrönn hefur barist við matar- og áfengisfíkn í mörg ár: „Ég áttaði mig á því að þetta var vandamál en viðurkenndi það aldrei“

Ef ég keypti eitthvað óhollt þá faldi ég það í körfunni svo fólk myndi ekki dæma mig. Ég fór aldrei í sömu sjoppuna tvo daga í röð og bað alltaf um að sjoppumatnum yrði pakkað vel inn því ég þyrfti að ferðast með hann langt. Ég lét eins og ég væri að kaupa fyrir annan en mig, segir Signa Hrönn. Signa hefur barist við matarfíkn í fjölda ára. Vandamálið hófst fyrir alvöru þegar hún komst á unglingsár. Hún fór að búa með manni sínum, þá 16 ára gömul, og sótti þá meira í skyndibitamat en þegar hún bjó í foreldrahúsum.… Lesa meira

Kitchen and Wine á 101 hótel

Veitingarstaðinn Kitchen and wine á 101 hótel ættu flestir að þekkja en þeirra nýjasta konsept, Raw bar, hefur farið vel af stað. Um er að ræða ferska smárétti úr sjó ostrur, humar, hörpuskel, laxatarta og fleira spennandi öll fimmtudags til laugardagskvöld í vetur. Þá er kokkur í salnum sem eldar þar smárétti fyrir matargesti sem fara sáttir frá borði eftir upplifun kvöldsins.  Fyrir þá sem hrífast ekki að sjávarréttum er ekkert að óttast því matseðillinn er fjölbreyttur og hentar öllum. Yfirmatreiðslumeistarinn á Kitchen and wine, Hákon Már Örvarsson, er einn af okkar færustu matreiðslumönnum, hann segir þetta hafa farið frábærlega af… Lesa meira

Skiptir máli hvort barnið sefur á maganum eða bakinu?

Hin síðari ár hefur verið í gangi umræða um svefnstellingar ungbarna. Læknisfræðirannsóknir getið áreiðanlegar vísbendingar um að samband sé milli svefnstellingar ungbarna og vöggudauða. Menn komust fyrst að þessu á Nýja Sjálandi en síðan hafa svipaðar rannsóknir verið gerðar á svefnvenjum í okkar heimshluta og menn komist að sömu niðurstöðu. Það er samband milli svefnstellingar ungbarna og vöggudauða. Skiptir máli hvort barnið sefur á maganum eða bakinu? Niðurstöðurnar eru þær að það er öruggara fyrir barnið að sofa á bakinu. Rannsóknir hafa leitt í ljós að hægt er að lækka tíðni vöggudauða ef börn eru látin sofa á bakinu. Mælt… Lesa meira

Þrettán atriði sem fólk með kvíða vill að þú vitir

Öll finnum við fyrir einkennum kvíða enda væri annað í hæsta máti óeðlilegt. Kvíði er í raun eðlilegt viðbragð við aðsteðjandi hættu en stundum verður kvíðinn of mikill á þá leið að hann hefur neikvæð áhrif á lífsgæði okkar. „Sumir sjá kvíða fyrir sér sem einksonar karakter í Woody Allen-mynd,“ segir Jamie Howard, sálfræðingur við stofnun sem heitir Child Mind Institute í New York. Þó að sumir geti litið á kvíða og brosað út í annað á það ekki við um þá sem þjást af kvíðaröskunum. Vefurinn Real Simple tók saman þrettán atriði, með aðstoð Jamie, sem fólk með kvíða… Lesa meira

Douglas Wilson verður með workshop á Íslandi: Hljóp sjö maraþon í sjö heimsálfum á sjö dögum

Á laugardaginn 26. ágúst næstkomandi verður opið hús í Heilsumiðstöðinni Ármúla 9, kl. 11.30-16.00. Ókeypis er á alla viðburði og býður Heilsumiðstöðin alla velkomna. Meðal þeirra viðburða sem verða í boði fyrir almenning er fyrirlestur Dr. Panos Vasiloudes um árangur Harklinikken. Harklinikken er danskt fyrirtæki sem er að opna í fyrsta skipti á Íslandi. Harklinikken var stofnað 1979 og hefur síðan þá verið leiðandi í meðferð sem stuðlar að auknum hárvexti. Yfir 100 þúsund manns víðsvegar um heim hafa notið árangursríkrar meðferðar hjá sérfræðingum Harklinikken. Dr. Panos Vasiloudes, starfandi húðlæknir í Tampa, Flórída, flytur erindi þar sem fjallað verður um… Lesa meira

Svona ræktarðu þitt eigið avókadó tré skref fyrir skref – Myndband

Avókadó, eða lárpera, nýtur sívaxandi vinsælda hér á landi sem og víðar. Fyrir þá sem ekki þekkja er þetta græni ávöxturinn sem bragðast örlítið eins og kartafla. Inni í lárperu er steinn sem flestir henda en margir hafa prófað að setja steinn í mold eða vatn og sjá hann spíra. En hvað svo? Er hægt að rækta sitt eigið avókadó tré? Svarið má sjá hér að neðan í myndbandi frá Mr Eastcostman. Myndbandið hans hefur fengið rúmlega fjögur milljón áhorf og sýnir hann í því hvernig á að rækta sitt eigið avókadó tré skref fyrir skref. Lesa meira