Geggjuð ídýfa með rjómaosti og Tabasco

Hér er á ferðinni sérstaklega góð ídýfa sem hentar vel með öllu því grænmeti sem ykkur dettur í hug. Í þessari uppskrift er leynivopnið Tabasco jalapeno sósa og miðar uppskriftin við milda til miðlungssterka sósu. Fyrir þá sem það vilja má gera hana bragðmeiri og bæta örlítið meira af sósunni í ídýfuna. Verið óhrædd að smakka hana til. Mælum með þessari – grænmetið klárast fljótt. Geggjuð grænmetisídýfa með rjómaosti og Tabasco 200 g Philadelphia rjómaostur 2 hvítlauksrif, pressuð 4-6 tsk Green Jalapeno TABASCO 2 msk fersk steinselja, söxuð salt og pipar Blandið öllum hráefnunum saman og hrærið vel. Smakkið til… Lesa meira

Tækifæri í lífinu felst í næringunni

Langstærsta tækifærið til vaxtar í lífinu felst í næringunni sem þú neytir, viðhorfi þínu til næringarinnar og hvort þú neytir í vitund eða ekki. 1) Ertu að borða heilnæman, óunninn mat? 2) Ertu að næra þig í vitund, með kærleika, hægt og rólega? 3) Tyggurðu matinn eins og hann skipti máli? 4) Drekkurðu gosdrykki og aðra drykki sem gera líkamann súran? 5) Drekkurðu vatn? 6) Borðarðu umfram orkuþörf? 7) Borðarðu þegar þú ert ekki svöng/svangur? 8) Borðarðu seint á kvöldin? 9) Borðarðu til að bæla tilfinningar? 10) Borðarðu til að fagna jákvæðum atburðum? 11) Borðarðu til að syrgja? 12) Finnst… Lesa meira

Klístraðir kanilsnúðar

Hér er á ferðinni uppskrift að frábærum og vel klístruðum kanilsnúðum sem vekja ávallt mikla lukku! Klístraðir kanilsnúðar 12 g (1 poki) þurrger 1 dl mjólk 1 msk sykur 1/2 tsk salt 1 egg 100 g smjör, mjúkt 300 g hveiti Fylling 150 g smör, mjúkt 150 g púðusykur 1 1/2 tsk kanill 1/4 tsk múskat Hitið mjólkina þar til hún er fingurvolg. Hellið í skál og stráið gerinu yfir. Látið standa í nokkrar mínútur og leysast upp. Hrærið því næst salti og sykri saman við og því næst eggjum. Blandið hveiti og smjöri saman og hnoðið vel. Þegar það… Lesa meira

Ásdís Ásgeirsdóttir segist sjóðheit á sextugsaldri – „Í vinnunni þurfti ég að rífa mig skyndilega úr peysunni“

„Þá er daman komin á sextugsaldurinn sem hlýtur að vera einhver reikningsskekkja hjá almættinu. En það er um að gera að fagna hverju árinu. Reyndar líður mér mun betur núna en fyrir tíu árum. Það má kannski skrifa á hollara líferni og meiri hreyfingu. Andlega hef ég vissulega náð ótrúlegum þroska. Það er alla vega eitt sem gerist með hækkandi aldri; manni fer að verða meira sama hvað öðrum finnst um mann; það skiptir meira máli hvað mér finnst um sjálfa mig.“ Með þessum orðum hefst pistill Ásdísar Ásgeirsdóttur sem birtur var í Morgunblaðinu í dag. Ásdís segir þar frá… Lesa meira

Guðni – „Margar matvörur eru næringarsnauðar og ekki heilnæmar“

Í skrifum mínum beini ég stundum athyglinni að matvælum og dreg fram í sviðsljósið þá staðreynd að margar matvörur eru næringarsnauðar og ekki heilnæmar. Oft á tíðum þarf maður að skilja, í þessu samhengi, hvað maður vill ekki, til að skilja hvað það er sem maður vill. Þegar ég spyr fólk hvað það vill þá vefst því oft tunga um tönn. En ef ég spyr hvað það vill ekki, þá stendur ekki á svörum. Ég vil ekki verja of miklum tíma og athygli í að dæma. Ég vil vera með athygli mína og áherslur á heilnæmri fæðu, frekar en að… Lesa meira

Mataræði sem gerir okkur þreytt – Ráðin hans Guðna

AF HVERJU VERÐUM VIÐ ÞREYTT AF HEFÐBUNDNU MATARÆÐI? SVARIÐ VIÐ ÞVÍ ER Í ALLNOKKRUM LIÐUM: VIÐ BORÐUM MIKIÐ – að hluta til vegna þess að við borðum svo hratt að við tökum ekki eftir því þegar við verðum södd, en líka vegna þess að við höfum tamið okkur stóra skammta. Líkaminn ver mikilli orku í að vinna orku úr öllum þessum mat; hann verður aðþrengdur þegar við borðum umfram rými. VIÐ BORÐUM HRATT OG TYGGJUM LÍTIÐ – maturinn rúllar nánast ótugginn ofan í maga, sem þarf að hafa sérstaklega mikið fyrir því að melta hann. Þess konar melting er ekki… Lesa meira

Súper dúllulegar páskakökur

Það sem mér finnst langskemmtilegast við bakstur er að það er allt hægt – eins og til dæmis að búa til svona súper sætar páskakökur sem minna helst á gulrótarbeð. Páskakanínan þarf jú eitthvað að borða, ekki satt? Þessar kökur slógu í gegn hjá heimilisfólkinu mínu enda hefur fólkið mitt gaman að svona ævintýralegum tilraunum og að láta koma sér á óvart. Svo finnst mér líka svo æðislegt að föndra eitthvað svona sniðugt með handþeytarann að vopni. Þessar kökur eru einstaklega einfaldar en taka smá tíma þar sem það þarf að súkkulaðihúða jarðarberin og leyfa súkkulaðinu að storkna og svona.… Lesa meira

OMG pasta

Það er oftar en ekki sem ég heyri fólk tala um að oft eftir annasaman vinnudag sé það statt í búðinni og hafi ekki hugmynd um hvað það eigi að hafa í kvöldmatinn. Þá er ekki úr vegi að geta leitað í uppskriftir sem eru ofureinfaldar í gerð og með fáum hráefnum. Þessi pastauppskrift er einmitt í miklu uppáhaldi á þannig dögum. Oft hef ég salat og baguette brauð með og þá er kominn ekta ítalskur veislumatur. Ég tala nú ekki um ef við bætum við glasi af hvítvíni. Uppistaðan í þessum rétti er pasta og heimagert pestó úr sólþurrkuðum… Lesa meira

Tahini brúnkur

„Tahini brúnkurnar eru í mjög miklu uppáhaldi hjá okkur. Þetta eru ekki dísætar bombur, bara svona passlega svakalega góðar brúnkur ... Sesamkeimurinn blandast ríkulegu súkkulaðibragðinu sérlega vel. Og þegar við bítum í kökurnar er áferðin svona örlítið klístruð og seig en á sama tíma mjúk og dásamleg,“ kemur fram á bloggsíðu Mæðgnanna. Hérna er ljúffeng uppskrift að Tahini brúnkum og til að lesa alla færsluna í heild sinni frá Mæðgunum kíktu hér. Einhverjum gæti þótt tahini of bragðmikið, þá er um að gera að skipta því út fyrir möndlusmjör, sem er mun mildara og hlutlausara á bragðið. Tahini brúnkur 1… Lesa meira

Hvað er TIA kast?

TIA eða tímabundinn blóðrásatruflun í heila eru einkenni svipað og heilablóðfall en einkennin ganga yfir á 24 klst. Algengasta orsökin eru stífla eða kökkur sem stíflar smá æðar í heilanum. Tímabundið verður truflun á flutningi súrefnis um stífluðu æðina. Einkennin eru mismunandi eftir því hvar í heilanum stíflan verður. Áhrifin verða meiri eftir því sem æðarnar stækka eða tímin sem æðin er lokuð lengist. Í TIA kasti opnast þessar smáu æðar yfirleitt fljótt eða aðliggjandi æð tekur yfir súrefnisflutting til þeirra staða sem sú stíflaða sinnti. Það myndast einhverskonar hjáveita. Helsta verkefnið eftir að hafa fengið TIA kast er að… Lesa meira

Pétur Örn (Jesú) sýnir á sér beran rassinn á Snapchat

Hann er kenndur við frelsaran sjálfan, Jesúm, en viðurnefnið er tilkomið vegna hlutverks hans í söngleiknum Jesus Christ Superstar, sem sýndur var í Borgarleikhúsinu árið 1995. Svo sannarlega örlagaríkt, því Pétur Örn Guðmundsson verður líklega þekktur sem Pétur Jesú þar til hann andast á krossinum … já eða einhvern veginn öðruvísi. Pétur er vinsæll snappari, en hann snappar undir nafninu Grameðlan (gramedlan), og birtir þar eitt og annað sem á daga hans drífur. Snapchat er miðill í sókn, en Pétur er líklega eini snapparinn á landinu sem hefur tekið fylgjendur sína með í ófrjósemisaðgerð, eða herraklippingu eins og aðgerðin er… Lesa meira

Uppskrift að sykursætu páskaskrauti

Nú eru að koma páskar, sem er uppáhaldshátíðin mín. En það liggur engin merkileg afsökun á bak við það nema einfaldlega sú staðreynd að ég elska, elska, elska páskaegg. Það er sko ekki hægt að ná sambandi við mig á páskadag þegar ég hefst handa við að stúta einu páskaeggi, eða tveimur. Þannig að ég ákvað að taka smá páskasnúning á blogginu og fyrst eru litlu hreiðrin mín fyrir sætu páskaungana. Mjög einfalt og vel hægt að nota sem skraut á páskaborðið. Þessi uppskrift er svo svakalega einföld að það er hægt að leyfa börnunum að gera þetta og sleppa… Lesa meira

Vegan smurálegg að hætti Mæðgnanna

Mæðgurnar, Sólveig og Hildur, halda úti bloggsíðunni maedgurnar.is þar sem þær deila gómsætum uppskriftum með fallegum myndum. Þær deildu eftirfarandi færslu og fékk Bleikt góðfúslegt leyfi að birta hana með lesendum: Okkur langar til að sýna ykkur skemmtilega aðferð við að búa til jurta”ost”. Við mæðgur höfum svo gaman af því að búa til svona gúmmelaði, þið gætuð haft gaman af að prófa líka, hvort sem þið eruð Grænkerar eða þykir einfaldlega gaman að prófa eitthvað nýtt. Aðferðin er svolítið skemmtileg. Við byrjum á því að búa til hnetumauk, en síðan þeytum við kjúklingabaunasoð (aquafaba - vökvinn sem umlykur baunirnar í krukkunni, hægt að… Lesa meira

Anna vill vekja foreldra til umhugsunar – „Þetta tiltekna vandamál er mjög viðkvæmt, falið í samfélaginu og erfitt að takast á við“

Með það markmið í huga að sem flestir lesi alla greinina og vonandi opna augu sem flestra reyndi ég að halda lengdinni í lágmarki. Tek ég því einungis fram aðalatriði og legg áherslu á að svo margt annað liggur að baki og margt annað sem þyrfti að koma fram. Anna Þorsteinsdóttir heiti ég og er Bsc íþróttafræðingur og með master í heilsuþjálfun og kennslu. Ég held úti heimasíðu og fræðslu snap-chat reikningi undir nafninu Engar Öfgar. Ég er starfandi íþróttakennari en hef yfir 6 ára reynslu sem þjálfari og vinn einnig sem kennari í líkamsrækt, fyrirlesari og ráðgjafi. Síðustu mánuði… Lesa meira

Flughræðsla: Þegar háloftin heilla ekki

Fælni (phobia) er einn algengasti geðræni kvillinn. Íslenskar rannsóknir sýna að um tólf þúsund manns eru með fælni á svo háu stigi að það hái þeim verulega í lífi og starfi. Flughræðsla (avio-phobia) er ein tegund af fælni og virðast sterk tengsl milli hennar, lofthræðslu og innilokunarkenndar. Fjórða hver íslensk kona og tíundi hver karl segjast alltaf eða oft finna til hræðslu eða ótta við að fljúga. Flestir eru slegnir ótta þegar flugvél lætur illa á flugi vegna ókyrrðar í lofti en einnig valda flugtök og lendingar ótta hjá mörgum. Flughræðsla Flughræðsla er ein algengasta tegund fælni. Erlendar kannanir sýna… Lesa meira

Af hverju fær maður blöðrur?

Flestar blöðrur myndast vegna þess að húðin verður fyrir ertingu eða skemmdum af völdum einhvers í umhverfinu. Blöðrur geta þó líka stafað af sjúkdómi eða kvilla. Hvernig myndast blöðrur? Blöðrur myndast undir húðþekjunni (e. epidermis). Þær eru venjulega kringlóttar að lögun og allt frá því að vera á stærð við títuprjónshaus til þess að vera um eða yfir sentimetri í þvermál. Blöðrur myndast þegar blóðvökvi (e. serum – tær vökvi sem skilst frá blóði sem er að storkna) safnast undir húð sem orðið hefur fyrir ertingu og húðin lyftist upp í kjölfarið. Vökvafylltar blöðrurnar vernda í raun skemmda vefinn undir… Lesa meira

„Ekki vera hissa á aukakílóum, sleni og þreytu“ – Hvernig borðar þú?

SKILURÐU MUNINN Á ÞESSU TVENNU?   1) Ég borða í vitund, tek eftir matnum, finn fyrir honum í munninum og tygg hann vandlega áður en ég kyngi. Ég borða mat sem er í samhengi við náttúruna og náttúruleg ferli og er laus við aukefni, ég borða grænmeti sem hefur fengið að vaxa í friði. Ég borða mátulega skammta af mat. Ég borða jafnt og þétt yfir daginn, upplifi engar sveiflur í orku og þarf því ekki næringu rétt fyrir svefninn. Ég borða í samhengi við orkuþörf mína – ekki til að fást við tilfinningar mínar. 2) Ég borða hratt, án… Lesa meira

Finnur þú sífellt fyrir svengd? Þá skaltu lesa þetta

Flestum þykir gott að fá góðan mat en það er með mat eins og flest annað í lífinu, það er best í hófi. Margir borða of mikið og oft er það alltof mikil matarlyst sem veldur því og það getur leitt til ofþyngdar og aukinnar hættu á að fá lífsstílssjúkdóma. Lesa meira

Ofureinföld Snickers-eplakaka

Þó þú kunnir ekkert að baka – og ég meina EKKERT – þá geturðu búið til þessa köku og heimilisfólkið á eftir að dýrka þig! Þessi kláraðist á núll einni heima hjá mér og það góða við hana er að það er alltaf hægt að hita hana upp daginn eftir og hún er alveg jafngóð – ef ekki betri. Ég er vön því að bjóða upp á karamellusósu með eplaköku en í þessu tilfelli þarf það ekki út af öllu Snickers-inu sem er í þessari köku. Svo er líka æðislegt að finna mjög vægt hnetubragð sem kemur frá Snickers-inu. Geggjuð… Lesa meira

Gómsæt uppskrift mæðgnanna að litríkum rótarfrönskum

Mæðgurnar Sólveig og Hildur hafa brennandi áhuga á grænmeti og matargerð, umhverfisvernd og lífrænni matjurtarækt. Þær halda úti bloggsíðunni maedgurnar.is þar sem þær deila gómsætum uppskriftum með fallegum myndum. Þær deildu nýlega uppskrift að litríkum rótarfrönskum og fékk Bleikt góðfúslegt leyfi að deila henni með lesendum. Heimalagaðar franskar eru ljúffengar, bæði sem meðlæti en líka bara einar og sér með djúsí sósu til að dýfa í. Þegar við mæðgur gerum franskar finnst okkur skemmtilegast að hafa þær litríkar og notum þess vegna rauðrófur, sætar kartöflur og sellerírót ásamt hinum hefðbundnu hvítu kartöflum. Bragðið verður fjölbreyttara og svo eru þær afbragðs… Lesa meira

Kökur sem misheppnuðust alveg svakalega

Vandamálið við netið er að það lætur allt líta svo einfaldlega út. Tökum bakstur sem dæmi, ef þú skoðar í gegnum Instagram og Pinterest þá finnur þú endalausar uppskriftir af stórkostlegum kökum sem líta út fyrir að vera svo auðveldar í framkvæmd. En sjaldan er það raunin. Hér eru nokkur dæmi um þegar kökur misheppnast svakalega: #1 #2 #3 #4 #5 #6 #7 #8 #9 #10 #11 #12 #13 #14 #15 #16 #17 #18 #19 Bored Panda tók saman. Til að skoða fleiri kökumistök kíktu hér. Lesa meira

Það er furðulega ánægjulegt að horfa á nammi bráðna aftur á bak við klassíska tónlist

Hvernig er hægt að lýsa ánægjunni sem fylgir því að horfa á litríkan, fullkomlega mótaðan gúmmíbangsa bráðna þar til hann verður að óþekkjanlegum vökva? Hvað þá ef maður horfir á það aftur á bak, vökvann verða að gúmmíbangsanum? Það er allaveganna furðulega fullnægjandi að horfa á nammi bráðna og bráðna aftur á bak og það sem gerir ánægjuna enn betri, er klassíska tónlistin sem er spiluð undir. Hlustaðu á Vivaldi á meðan þú horfir á nammi bráðna eða taka sitt rétta form aftur, við lofum að þú átt eftir að njóta þín, við gerðum það allaveganna. Þetta er hreinlega bara… Lesa meira

Góð ráð til betra lífs

Við lifum í þjóðfélagi hraða og streitu og höfum oft lítinn tíma  til að hugsa og staldra við. Hér koma nokkur góð ráð til að laga til í sálinni og láta sér líða betur. Hægðu á. Gerðu stöðugt hvað þú getur til að hægja á hugsunum þínum og hreyfa þig hægt og rólega. Samtímis er skynsamlegt að gera minni kröfur til sín. Fækkaðu verkum þinum og láttu sum hafa forgang. Taktu þér nokkur stutt hvíldarhlé allan daginn. Gefðu þér tíma til að stunda tómstundir sem þér finnst gaman að og hafa góð áhrif á þig; það þarf ekki aö vera… Lesa meira

Eton Mess með súkkulaðimarengs

Eton Mess er þessi einfaldi og frábæri eftirréttur sem allir elska að elska. Hann er einfaldur í undirbúningi þar sem marengsinn er gerður deginum áður þannig að þegar gestirnir mæta þarf í raun bara að þeyta rjóma og setja hann saman. Hér er súkkulaðiútgáfan af þessum snilldarrétti og punkturinn yfir i-ið er dásemdar hindberjamauk. Eton Mess með súkkulaðimarengs Súkkulaðimarengs 5 eggjahvítur, við stofuhita 240 g sykur 3 msk hágæða kakó 80 g 70% súkkulaði, gróflega saxað Hindberjamauk 300 g hindber, fersk 2 msk flórsykur 1 msk vanillusykur Súkkulaðirjómi 5 dl rjómi 2 msk kakó 1 msk vanillusykur Þeytið eggjahvíturnar þar… Lesa meira