„Ég sef bara á sunnudaginn“ – RFF 2017 er að skella á – Hér er dagskráin!

Reykjavík Fashion Festival hefur vakið mikla lukku hér á landi sem og hjá tískuáhugafólki um allan heim. Hátíðin er haldin í sjöunda skiptið í ár og má því segja að hún sé orðin að árlegum viðburði sem engin má missa af. Aðalmarkmið sýningarinnar er að markaðssetja íslenska hönnun og kynna þróun og tækifæri í íslenskum tískuiðnaði. Reykjavík Fashion Festival setti sér markmið um að vera hátíð sem styður hönnuði í sjálfbærni og hvetja þá til meðvitaðra ákvarðana í tískuiðnaði. Því er hátíðin í ár tileinkuð náttúruöflum og orðið „ROK“ varð fyrir valinu en það er eitthvað sem allir íslendingar eru… Lesa meira

48 tímar á Íslandi – Æðislegt myndband sýnir allt það besta við landið

Þetta myndband er með bestu landkynningum sem við höfum rekist á. Parið Jeff og Anne sem eru hálf frönsk og hálf bandarísk en búsett í Dubai reka ferðabloggsíðuna Whatdoesntsuck. Þau birta þar myndbönd og umsagnir um ferðalög sín um allar jarðir. Myndband úr Íslandsdvöl þeirra nýlega er örugglega að fara að slá í gegn. Gjörið svo vel! https://www.youtube.com/watch?list=UUBAjqbkJQCkFrKuMK7GQ89Q&v=oF3ZKcQnSb8 Lesa meira

Glowie gerir geggjaðan samning við plöturisa – Meikar það í útlöndum!

Söngkonan Glowie (Sara Pétursdóttir) var að undirrita samning við útgáfurisann Columbia í Bretlandi. Mbl greindi frá þessu í morgun. Glowie hefur unnið mikið að undanförnu með Pálma Ragnari Ásgeirssyni, lagahöfundi, sem er meðlimur StopWaitGo-teymisins. Lestu meira: Þegar Sara var að stíga sín fyrstu skref í tónlistinni birtum við á Bleikt viðtal við hana. Lestu það hér. Sindri Ástmarsson er umboðsmaður Glowie, en í samtali við Mbl segir hann að mörg plötufyrirtæki hafi sýnt söngkonunni áhuga og að hún hafi geta valið milli risanna. Sindri er enginn nýgræðingur þegar kemur að því að slá í gegn á erlendri grundu, hann var… Lesa meira

Hefðbundinn brúðkaupsklæðnaður í mismunandi löndum

Brúðkaupsklæðnaður er ekki aðeins svört jakkaföt eða hvítur brúðarkjóll, þó slíkir búningar sjáist oft í okkar heimshluta. Á mörgum menningarsvæðum víðs vegar um heiminn lítur hefðbundinn brúðkaupsklæðnaður allt öðruvísi út heldur en nútímalegi vestræni klæðnaðurinn sem við erum vön að sjá. Sjáðu hér fyrir neðan hefðbundinn brúðkaupsklæðnað frá mismunandi löndum. My Modern Met tók saman. Indland Japan Ghana Indónesía Pólland Kína Portúgal Eistland Perú Sri Lanka Hawaii Skotland Nígería Grikkland (gríska rétttrúnaðakirkjan) Sardinia Suður-Kórea Noregur Kosovo Mongólía Lesa meira

Stórfréttir úr íslenska sirkusheiminum – Ungfrú Hringaná að meika það í útlöndum!

Rétt í þessu bárust stórfréttir úr sirkusheiminum inn á ritstjórnarskrifstofu Bleikt. Sirkuslistakonan Ungfrú Hringaná, sem margir kannast við úr sirkus- og kabarettsýningum hérlendis er komin á samning hjá enska sirkusnum Let's Circus, og mun ferðast með honum um Bretlandseyjar í maí. Margrét Erla Maack hjá Reykjaví Kabarett segir að íslenska kabarettfjölskyldan gleðjist fyrir hönd Ungfrú Hringaná. „Þetta er ótrúlegt tækifæri og búið að vera lengi í bígerð. Við kabarettfjölskyldan erum ótrúlega stolt, bæði af henni og að hún sé hluti af okkur, enda er hún sviðslistamanneskja á heimsmælikvarða.“ Áður en ferðalagið hefst mun Ungfrú Hringaná sýna listir sínar á aprílsýningu Reykjavík… Lesa meira

Afþreying vikunnar: Big Little Lies

Við lifum sannarlega á gullöld sjónvarpins. Fyrir nokkrum árum síðan hefði engum dottið það í hug að tvær konur sem hlotið hafa Óskar fyrir besta leik í aðalhlutverki myndu láta bjóða sér litla skjáinn. Það er hins vegar þannig sem hlutirnir eru í þáttunum Big Little Lies. Þar fara þær Reese Witherspoon og Nicole Kidman á kostum ásamt einvalaliði leikara. Þættirnir byggja á bók ástralska rithöfundarins Liane Moriarty sem ber sama titil og kom út árið 2014. Þeir eru framleiddir af bandaríska kapalrisanum HBO. Það er enginn smá kanóna úr bandarískri sjónvarpsþáttagerð sem skrifaði þessa sjö þátta míníseríu upp úr… Lesa meira

Kitlandi kabarett í Reykjavík í apríl – Ekki missa af þessu!

Reykjavík Kabarett hefur heldur betur slegið í gegn með sýningum sínum. Sýningarnar eru fullar af húmor, gleði og losta. Meðal þeirra sem hafa tekið þátt í sýningum Reykjavík Kabarett eru Margrét Erla Maack (ein af 13 kynþokkafyllstu konum landsins um þessar mundir), Ragnheiður Maísól, Þórdís Nadia Semichat ásamt fjöldanum öllum af listamönnum, innlendum og erlendum. Síðustu sýningar skörtuðu alþjóðlegum listamönnum, þeim M Dame Cuchifrita, Edie Nightcrawler, og the Luminous Pariah. Allt frábær atriði og hreint með ólíkindum að sjá þessa listamenn troða upp á pínulitlum bar í borg með nýfædda burlesque og kabarettsenu. Núna er aftur von á góðum gestum,… Lesa meira

Nýtt lag með Aroni Can – Sjáðu myndbandið!

Aron Can er orðinn einn vinsælasti rappari landsins, og leið hans upp á við hefur verið leifturhröð. Aron var að gefa nýtt lag og myndband - lagið heitir Fullir vasar. Í því syngur Aron til stúlku sem hann þráir og telur upp kosti sína umfram annarra pilta. Myndbandið er ljómandi fínt. Gjörið svo vel! https://www.youtube.com/watch?v=2H8HthXMWQg&feature=youtu.be Einn twitter notandi birti þessa færslu í tilefni útgáfunnar: https://twitter.com/olitje/status/840652857594515457 Lesa meira

9 ráð til að verða meiri hipster

Það er vandasamt að vera hipster, því það sem nýtur velþóknunar hipstera er afskaplega breytilegt. Það sem er hip í dag gæti orðið útbreitt i Garðabæ í næstu viku, svo ljóst er að hér er vandi á höndum. Hér eru níu góð ráð frá hipsteraráði Bleikt fyrir þá sem vilja halda sig réttum megin við strikið: 1. Kaffið Fáðu þér kaffið úr glæru glasi AÐ LÁGMARKI. Viljir þú fara alla leið skaltu hiklaust drekka það úr krukku. 2. Góði er ennþá góður Ef þig vantar eitthvað í eldhúsið, farðu þá fyrir alla muni EKKI í IKEA heldur Góða hirðinn. 3.… Lesa meira

Arnar og Rakel – Samrýmd og með Celine Dion á heilanum!

Arnar og Rakel eru oft nefnd í sömu andrá, en þau eru eini dúettinn í úrslitum Söngvakeppninnar þetta árið. Lagið þeirra Again, verður flutt á sviði Laugardalshallarinnar í kvöld ásamt hinum sex sem keppa til úrslita. Þó að þau séu sjúklega samhæfð eru þau ekki sama manneskjan en okkur tókst að fá þau til að svara nokkrum spurningum fyrir lesendur Bleikt. Gjörið svo vel! Atriðið ykkar í fimm orðum? Rakel: Fallegt, áhugavert, ljós, raddir og gæsahúð. Arnar: Falleg, dramatískt, gæsahúð, sorglegt og (mjög vel) flutt! Hvað er best við söngvakeppnina? Rakel: Að kynnast fólki í tónlistinni og að fá enn meiri reynslu… Lesa meira

Aron Hannes fílar Heru Björk, Jóhönnu Guðrúnu og Celine Dion!

Aron Hannes er ekki mikið að æsa sig yfir úrslitakvöldinu í Söngvaeppninni í kvöld. Hann ætlar að flytja lagið Tonight, sem er eitt af þeim sjö sem komust upp úr undankeppnum. Aron litur mest upp til Eurovision-dívanna Jóhönnu Guðrúnar og Heru Bjarkar - og við erum viss um að þessar tónlistargyðjur veiti honum styrk í kvöld. Hér koma svör Aronar við spurningum Bleikt. Gjörið svo vel! Atriðið þitt í fimm orðum? Orka, gleði, stuð, ástríða, liðsvinna. Hvað er best við söngvakeppnina? Stór stökkpallur fyrir söngvara eins og mig og koma sýna hvað ég hef upp á að bjóða! Hvernig ætlar þú… Lesa meira

Daði Freyr – Nær vonandi úr sér kvefinu fyrir kvöldið!

Daði og hljómsveitin hans Gagnamagnið komust upp úr undankeppni Söngvakeppninnar og keppa því til úrslita í kvöld í Laugardalshöll. Daði mun standa á sviðinu með félögum sínum og vonandi endurtaka þau hinn ofurkrúttlega elektródans sem fylgdi laginu í undankeppninni. Daði er kvefaður, en verður vonandi búinn að ná röddinni til baka í kvöld. Hann gaf sér tíma til að svara nokkrum spurningum fyrir Bleikt. Gjörið svo vel! Atriðið þitt í fimm orðum? Glens, gleði, glaumur, gúrme, glens Hvað er best við söngvakeppnina? Að hafa svona mikið af fólki í kringum þig til að láta hugmyndir verða að veruleika, sama hversu… Lesa meira

Aron Brink – Vonast til að geta uppfyllt draum pabba síns

Það má kannski segja að Aron Brink sé alinn upp í Eurovison-stemmningu, en báðir foreldrar hans hafa oftsinnis komið að keppninni. Aron tekur nú þátt í fyrsta sinn og er einn þeirra sjö flytjenda sem stíga á svið á úrslitakvöldinu. Við fengum Aron til að taka sér örlitla pásu frá raddæfingum til að svara spurningum fyrir lesendur Bleikt. Gjörið svo vel! Atriðið þitt í fimm orðum? Dansandi gleðisprengja, ást, jákvæðni og orka Hvað er best við söngvakeppnina? Stemmningin í kringum hana. Hún er alltaf svo smitandi á hverju ári. Allir að horfa og velja sitt uppáhalds lag. Bara svo æðislegt.… Lesa meira

Svala ætlar ekki nakin út úr húsi – Hugleiðir fyrir keppnina

Svala Björgvins er að fara að keppa í úrslitum söngvakeppni Rúv á laugardaginn. Lagið hennar heitir Paper og sumir hafa sagt lagið það „júróvisjónlegasta“ af lögunum sjö sem keppa á lokakvöldinu. Viðbúið er að Rúv tjaldi til öllu því fínasta glimmeri sem fáanlegt er á eyjunni á laugardaginn. Við á Bleikt erum sjúklega spennt! Við fengum Svölu til að svara nokkrum spurningum fyrir lesendur. Atriðið þitt í fimm orðum? Kraftur, einlægni, frumleiki, metnaður, ástríða. Hvað er best við söngvakeppnina? Persónulega finnst mér æðislegt hvað ég er búin að kynnast mikið af yndislegu fólki og hvað ég finn fyrir miklum stuðningi frá… Lesa meira

Ballöðukóngurinn Rúnar Eff lítur upp til Eiríks Haukssonar

Rúnar Eff er einn þeirra sem keppir til úrslita í Söngvakeppni Rúv á laugardaginn. Lagið hans heitir Mér við hlið, eða Make your way home á ensku, og er kraftmikil ástarballaða. Við fengum Effið til að svara nokkrum spurningum fyrir lesendur Bleikt! Atriðið þitt í fimm orðum? Rúnar, Erna, Pétur, Kristján, Gísli Hvað er best við söngvakeppnina? Allt fólkið sem maður kynnist, og svo er þetta frábær kynning Hvernig ætlar þú að undirbúa þig fyrir úrslitakvöldið? Ég reyni aðallega að vera duglegur að hlusta á lagið, svo er það bara þetta klassíska, svefn og vatn 🙂 Hvaða Eurovision-goðsögn dreymir þig… Lesa meira

Måns er mættur til landsins!

Måns Zelmerlöw, sem sigraði í Eurovision árið 2015 með lagið „Heroes“, er mættur til landsins en hann tekur lagið á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í ár. Rúv greinir frá því að SNARPT viðtal hafi náðst við hann þegar hann gekk inn í útvarpshúsið við Efstaleiti. Måns segir þar að hann viti nú ýmislegt um Ísland þar sem hann hafi verið í SAMBANDI VIÐ ÍSLENSKA KONU um skeið. https://www.facebook.com/RUVohf/videos/1325037004248163/ Hann talar fallega um fjöllin og sólina sem hann sá þegar hann vaknaði í morgun. Svo talar hann vel um framlög Íslands í Eurovision keppnina og nefnir sérstaklega Grétu Salóme og Jóhönnu Guðrúnu sem hann… Lesa meira

Konan sem er að trylla íslenska prjónara úr spenningi!

„Síðasta haust stóðum við hjónin frammi fyrir því að reyna að finna fleiri tekjumöguleika fyrir sauðféð, eða hætta að vera með kindurnar,“ segir Hulda Brynjólfsdóttir, en hún er konan sem er að gera íslenska prjónara, já og reyndar prjónara víða um heim, mjög spennta um þessar mundir. Hulda er kennari og bóndi, fædd og uppalin í sveit og hefur alltaf haft hesta, hunda og kindur í kringum sig. Hulda býr núna í Rangárvallasýslu. „Þegar ég flutti í hingað var ég fyrst um sinn án hesta og kinda, en hafði hund með mér og þá kom mér á óvart að það… Lesa meira

Ewan McGregor óþekkjanlegur í broti úr Fargo S03 – Myndband

Ewan McGregor er nú með fegurri mönnum á jarðkringlunni - eða hvað? Fyrsta myndbrotið úr þriðju seríu Fargo gæti haft áhrif á þessa fullyrðingu. Brotið var birt á Twitter síðu þáttanna á dögunum. Það er óhætt að segja að fegurðarprinsinn Ewan sé óþekkjanlegur í því. Ásamt honum sjást leikkonurnar Mary Elizabeth Winstead og Carrie Coon. Gjörið svo vel! https://twitter.com/FargoFX/status/838818973542055936?ref_src=twsrc%5Etfw Í þriðju þáttaröðinni af þessum vinsælu sjónvarpsseríum leikur Ewan reyndar tvö hlutverk, tvíburabræðurna Emmit og Ray Stussy. Emmit er myndarlegur fasteignasali sem hefur notið velgengni á markaðnum í Minnesota, en Ray er subbulegur skilorðsfulltrúi sem kennir bróður sínum um eigin óheppni í… Lesa meira

Aldrei fór ég suður – Hljómsveitirnar í ár – Myndband

Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður verður haldin að vanda á Ísafirði um páskana. Ísafjarðarbær breytist þá hér um bil í 101 og hver einasti kimi er nýttur til tónlistarflutnings. Hljómsveitirnar sem verða á stóra sviðinu þetta árið voru kynntar í dag með þessu skemmtilega myndbandi: https://www.facebook.com/aldreiforegsudur/videos/1636690386359703/   Lesa meira

Andrea vinnur í karllægum bransa – Oft álitin hafa minni getu en kollegarnir

Andrea Björk Andrésdóttir hefur, eins og þjóðin, fylgst með umræðum undanfarna dag sem spratt upp eftir ummæli útvarpsmanns um konur og tónlist. Upphafið að öllu þessu var að söngkonan og lagasmiðurinn Hildur Kristín Stefánsdóttir vann til íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir popplag ársins. Það var Frosti Logason í þættinum Harmageddon sem lét niðrandi ummæli fjalla um lag Hildar, og um konur í tónlist yfirleitt. Andrea er vinkona Hildar, og sú sem gerði myndbandið við lagið Bammbaramm. Hún ritaði eftirfarandi stöðuuppfærslu á facebook í dag: Undanfarnar vikur hefur mér legið smá á hjarta, og nú í kjölfar fjölmiðlafárs kringum vinkonu mína Hildi, og… Lesa meira

Raunveruleg málverk sem sýna hvað er undir húðinni

Danny Quirk er ungur amerískur listamaður sem blandar vísindum inn í listsköpun sína. Með því að nota latex í vökvaformi, akrýl málingu og tússpenna býr hann til raunveruleg málverk á mannslíkamanum til að sýna hvað er undir húðinni okkar. Sjáðu þessi ótrúlegu málverk hér fyrir neðan. Hér getur þú skoðað vefsíðu Danny. Lesa meira

Heimsmeistari í Taekwondo keppir með hijab – Skorar á staðalmyndir kvenna í íþróttum

Kubra Dagli er tvítug kona frá Istanbúl og er Taekwondo meistari. Hún hefur komið af stað umræðu á landsvísu í Tyrklandi með því að skora á staðalmyndir kvenna í íþróttum. Hún vann gullverðlaun á heimsmeistaramóti í Lima á dögunum en klæðnaður hennar vakti meiri athygli og skyggði á sigur hennar. Kubra gengur með höfuðklút, eða hijab, og keppir einnig með slíkan. https://www.instagram.com/p/BQbDC9EFJe2/ Bæði veraldlegi og trúarlegir hópar í tyrknesku samfélagi hafa sterkar skoðanir varðandi hlutverk Kubra sem íþróttafyrirmynd. Sumum finnst höfuðklúturinn merki um aftuför, á meðan öðrum finnst afrek Kubra sýna að „höfuðklútar séu ekki hindrun.“ Þeir sem teljast mjög íhaldsamir hafa gagnrýnt… Lesa meira

Páll Óskar snýr aftur sem Frank-N-Furter – Rocky Horror á svið í Borgarleikhúsinu

Í dag bárust þær stórfréttir frá Borgarleikhúsinu og Páli Óskari Hjálmtýssyni að söngvarinn hyggðist snúa aftur sem hinn lostafulli Dr. Frank-N-Furter í uppsetningu leikhússins á Rocky Horror. Frumsýning er fyrirhuguð í mars á næsta ári. Palli fór síðast í hlutverk doktorsins árið 1991 þegar Leikfélag Menntaskólans við Hamrahlíð setti verkið upp í Iðnó. Leikstjóri var Kolbrún Halldórsdóttir. Páll Óskar mætti í viðtal í Popplandi á Rás 2 laust fyrir hádegið í dag og spjallaði um verkefnið. Hann segist mjög spenntur fyrir hlutverkinu enn heil 27 ár eru síðan hann hitti Frank-N-Furter síðast. Hann efast ekki um að verkið tali inn… Lesa meira