Samfélagsmiðlastjarnan Sólrún Diego með útgáfuboð

Sólrún Diego er gríðarlega vinsæl á samfélagsmiðlum fyrir hreingerningarráð hennar. Það lá því næst við að koma ráðunum góðu á bók og hún er orðin að veruleika. Bókin heitir Heima og í henni er fjallað um heimilisþrif og hagnýs húsráð, fallegt uppflettirit fyrir öll heimili. Heima er gefin út af Fullt tungl, fyrirtæki Björns Braga Arnarssonar. Útgáfuboð var í gær á Hverfisbarnum og mætti fjölda góðra gesta, sem naut veitinga og nældi sér í eintök af bókinni góðu. Lesa meira

Merkismenn í útgáfuboði Manns nýrra tíma

Út er komin ævisaga Guðmundar H. Garðarssonar sem var alþingismaður um árabil, formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur og einn af helstu forystumönnum Alþýðusambandsins, svo fátt eitt sé nefnt. Björn Jón Bragason lögfræðingur og sagnfræðingur er höfundur bókarinnar, sem Skrudda gefur út. Útgáfuboð var haldið nýlega í sal Verslunarmannafélags Reykjavíkur, sem var vel við hæfi því Guðmundur var formaður félagins árin 1957-1980.   Lesa meira

Állistamaðurinn Odee hannar listaverk á vínflöskur

Állistamaðurinn Odee, eða Oddur Eysteinn Friðriksson, er með endalausar hugmyndir í kollinum og með mörg járn í eldinum. Nýjasta listaverkið, sem er orðið opinbert, er listaverk sem hann er að hanna á vínflöskur fyrir Brennivin America. Óvíst er hvort flaskan verði til sölu á Íslandi. „Ég hef verið í samskiptum við þá síðan í desember í fyrra um að gera með þeim listaverk,“ segir Odee í viðtali við Austurfrétt. „Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur“ Um er að ræða brennivínsflösku með norðurljósaþema, þar sem innihaldið er blandað með phosphoresence, eða maurildi, og því ekki drykkjarhæft. „Þetta veldur… Lesa meira

Maggý sýnir hestamyndir í Reiðhöllinni

Listakonan Maggý Mýrdal heldur nú málverkasýningu í Reiðhöllinni Víðidal. Og á morgun, laugardaginn 18. nóvember býður hún í vöfflupartý. Titill sýningarinnar er viðeigandi miðað við umhverfið: Ég er hestur. „Ég ætla að hafa heitt kakó, kaffi og vöfflur. Það væri gaman að sjá sem flesta,“ segir Maggý. „Það eru allir velkomnir, verður mikið fjör. Gaman að koma og kíkja á glæsilega myndlistasýningu og fá sér heitt kakó í kuldanum.“ Allir eru velkomnir. Húsið opnar kl. 14 og er opið til kl. 18. Síðasti sýningardagur er sunnudagurinn 19. nóvember. Viðburður á Facebook. Lesa meira

Friðgeir fagnar Formanni húsfélagsins

  Fyrsta skáldsaga Friðgeirs Einarssonar, Formaður húsfélagsins, er komin út, en Friðgeir hlaut mikið lof fyrir smásagnasafn sitt á síðasta ári: Takk fyrir að láta mig vita. Bókin kemur út hjá Benedikt bókaútgáfu og var útgáfufögnuður haldinn síðastliðinn föstudag í Mengi Óðinsgötu 2. Myndir: Sigfús Már Pétursson Maður flytur í blokkaríbúð systur sinnar á meðan hann kemur undir sig fótunum. Þetta átti að vera tímabundin ráðstöfun, en fyrr en varir er húsfélagið lent á hans herðum. Formaður húsfélagsins fjallar um sambýli ókunnugra, nauðsynlegt viðhald fasteigna og margslungið tilfinningalíf íbúa fjölbýlishúsa. „Dag einn birtist auglýsing sem vekur athygli mína. Í fyrirsögn er lesandinn… Lesa meira

Engin Skömm að sýningu Verzló

Listafélag Verzlunarskóla Íslands frumsýnir í kvöld leikritið Skömm. Leikritið dregur innblástur sinn frá norsku sjónvarpsþáttunum SKAM sem njóta gríðarlegra vinsælda hér á landi, en er á engan hátt nákvæmlega eins og þættirnir. Dominique Gyða Sigrúnardóttir semur handrit og leikstýrir, Daði Freyr Pétursson sér um tónlistarstjórn og Kjartan Darri Kjartansson um ljósahönnun. Leikritið fjallar um þetta tímabil sem við þekkjum öll svo vel, unglingsárin þegar við mótumst frá barni yfir í fullorðinn einstakling og þau vandamál sem koma upp á þeim árum, ásamt því góða sem gerist. Vinátta og vandræði, stríðni, afskipt ungmenni, uppteknir foreldrar, ást og hrifning, gagnkvæm ást og… Lesa meira

Myndband: Strákarnir í Stranger Things slá í gegn með Motown syrpu

Strákarnir sem eru orðnir heimsfrægir fyrir hlutverk sín í sjónvarpsþáttunum Stranger Things skipuðu áður en þeir urðu frægir í sjónvarpi kvintett ásamt James Corden (allavega samkvæmt innslagi í þætti þess síðastnefnda). Þeir stigu á svið í þætti James Corden The Late Late Show og rifjuðu upp taktana við gríðarlegan fögnuð áhorfenda. Ásamt Corden tóku þeir þriggja mínútna syrpu af Motown lögum. Grúppan heitir auðvitað Upside Downs og þeir Finn Wolfhard, Gaten Matarazzo, Caleb McLaughlin og Noah Schnapp eru jafn frábærir í henni og í sjónvarpsþáttunum. Og já Corden er líka æðislegur. https://www.youtube.com/watch?time_continue=377&v=6p-QzY5bxJ0 Lesa meira

Komdu og búðu til þitt eigið skrímsli – Skrímslin í Hraunlandi með útgáfuteiti

Frá árinu 2011 hefur íslenska fyrirtækið Monstri ehf. handgert lítil ullarskrímsli sem hafa verið til sölu meðal annars í Rammagerðinni, Eymundsson, Vatnajökulsþjóðgarði og fleiri stöðum þar sem þau hafa fengið frábærar viðtökur hjá ferðamönnum. Monstri ehf. skrifaði undir dreifingarsamning í Japan fyrr á þessu ári og gaf í kjölfarið út bókina „The Skrimslis of Lavaland.“ Nú hefur bókin verið gefin út á íslensku og mun fyrirtækið halda útgáfuteiti í Hafnarborg Hafnarfirði þann 11. nóvember næstkomandi. „Skrímslin hafa verið mjög vinsæl hjá ferðamönnum á Íslandi en útgáfa bókarinnar á íslensku er liður í því að vaxa meira á innlendum markaði. Með… Lesa meira

„Sögurnar mínar leiða mig að áhugaverðu fólki“ – Ármann gefur út sína sautjándu bók

Ármann Reynisson gefur nú út sína sautjándu bók, Vinjettur og af því tilefni bauð hann heim til sín í útgáfuboð. „Það eru alltaf 43 sögur í hverri bók, bæði á íslensku og þýddar yfir á vandaða íslensku,“ segir Ármann. Síðustu fimm bækur hefur Lisa Marie Mahmic þýtt yfir á ensku, en fyrri bækurnar þýddi Martin Regal, en hann lést fyrr á þessu ári. „Ég er ánægður með að kona tók við, það kemur svona feminískur blær á sögurnar og svo er hún flottur þýðandi,“ segir Ármann. „Lisa er íslensk-frönsk, alin upp á Englandi í enskum skólum, flutti til Íslands fyrir… Lesa meira

Styrkur skilgreinir okkur – Einstök sýning á Stronger

Miðvikudaginn 8. nóvember næstkomandi kl. 20 í Laugarásbíói verður Bíóvefurinn(.is) með sérstaka sýningu á myndinni Stronger, með Jake Gyllenhaal í enn einu aðalhlutverkinu þar sem hann sýnir sín sterkustu tilþrif. https://www.youtube.com/watch?v=I6MN0QfQx7I Jeff Bauman lifði af sprengjutilræðið við endamark Boston-maraþonhlaupsins 15. apríl árið 2013. Þrjár manneskjur létu lífið í hryðjuverkinu og um 260 slösuðust, þar af fjórtán manns sem misstu einn eða fleiri útlimi. Jeff Var einn af þeim og missti báða fótleggi. Seinna meir varð Jeff að táknmynd vonar og fjallar myndin um hvernig hann sneri ógæfunni sér í vil. Myndinni er leikstýrt af David Gordon Green (sem m.a. gerði… Lesa meira

Beyoncé verður með í leikinni endurgerð Lion King

Aðdáendur Disney bíða með mikilli eftirvæntingu eftir leikinni endurgerð Konungs ljónanna (The Lion King frá árinu 1994). Myndin mun feta í fótspor Þyrnirósar (Cinderella), Fríða og Dýrið (Beauty and the Beast), Lísa í Undralandi (Alice in Wonderland) og Maleficent. Leikstjórinn Jon Favreau, sem einnig leikstýrði Skógarlíf (The Jungle Book) mun leikstýra Konungi ljónanna. Áætlað er að myndin komi í kvikmyndahús 19. júlí 2019 og þrátt fyrir að talsverður tími sé þangað til, þá er leikaravalið ekki af verri endanum. Og í öðru aðalhlutverkinu er engin önnur en Queen B sjálf, Beyoncé, sem leikur Nölu.   https://www.youtube.com/watch?v=GibiNy4d4gc   Lesa meira

Mistur ríkti í GAMMA á mánudagseftirmiðdegi

Ragnar Jónasson yfirlögfræðingur GAMMA gaf nýlega út sína níundu bók, Mistur. Af því tilefni var boðið í útgáfuhóf og mætti fjöldi manna til að fagna með Ragnari, festa kaup á bókinni og fá eiginhandaráritun. Bækur Ragnars hafa notið mikilla vinsælda og er hann einn af okkar bestu og virtustu rithöfundum. Bækur hans hafa verið þýddar á fjölda tungumála, Ragnar hefur hlotið verðlaun fyrir þær og unnið er að breski spennuþáttaröð sem byggir á bókum hans um Ara Þór, lögreglumann á Siglufirði.   Lesa meira

Húsfyllir þegar Jón Kalman sagði frá Sögu Ástu og ástarinnar

Nýjasta bók Jóns Kalmans Stefánssonar er komin út hjá Benedikt bókaútgáfu. Útgáfuboð var nýlega þar sem húsfyllir var góðra gesta. Jón Kalman las upp úr bókinni og áritaði fyrir áhugasama. Öll fæðumst við nafnlaus en erum mjög fljótlega nefnd svo það verði ögn erfiðara fyrir dauðann að sækja okkur. Foreldrar Ástu völdu nafnið meðan hún var enn í móðurkviði. Nú liggur Sigvaldi faðir hennar á steyptri stétt – af hverju liggur hann þar? – og saga fjölskyldiunnar rennur um huga hans. Þetta er saga Ástu, saga um ást í ólíkum myndum, íslenska sveit, skáldskap og menntunarþrá. Ljósmyndir: Sigurjón Ragnar. Heimasíða Benedikt.… Lesa meira

Tíminn virðist hafa staðið í stað hjá Aliciu Silverstone

Þegar þú horfir á glænýja mynd af Aliciu Silverstone, þá myndir þú ekki trúa að það séu komin 22 ár síðan hún lék Amy Heckerling í kvikmyndinni Clueless. Gula köflótta settið smellpassar enn þá á hana. Silverstone kíkti í fataskápinn áður en hún kom fram í þættinum Lip Sync Battle  og klæddist hún ekki aðeins þessum fatnaði, heldur líka Mary Jones hnéstígvélum, sem voru þó aðeins styttri en þau sem hún klæddist í kvikmyndinni. Og hún lítur jafn frábærlega út núna og fyrir 22 árum. „Hvernig á ég að gefa sofið?,“ skrifaði gleðigjafinn Chrissy Teigen, annar þáttastjórnanda Lip Sync Battle,… Lesa meira

200 vilja vera Jólastjarnan 2017 – Dómnefnd hefur störf í dag

Skráningu í Jólastjarnan 2017 verður sjöunda 2017 er lokið, um 200 krakkar 14 ára og yngri skráðu sig til leiks og verða 12 þeirra boðuð í prufur þann 4. nóvember næstkomandi. Stöð 2 gerir sérstaka þáttaröð um ferlið og verða þrír þættir sýndir 16., 23. og 30. nóvember. Sigurvegarinn mun síðan syngja með nokkrum af fremstu listamönnum þjóðarinnar á Jólagestum Björgvins þann 10. og 11. desember næstkomandi í Hörpu. Jólagestir eru nú haldnir í 11. sinn og Jólastjarnan er valin í sjöunda sinn. Sú fyrsta sem var valin, árið 2011, er Aron Hannes Emilsson, sem þá var 14 ára gamall.… Lesa meira

Fjöldi gesta á Rökkur í Smárabíói

Heiðursforsýning var á ís­lensku kvik­mynd­inni Rökk­ur í þremur sölum Smára­bíói í gær. Aðstandendur myndarinnar og fjöldi góðra gesta beið spenntur eftir að sjá nýjustu rósina í hnappagat íslenskrar kvikmyndagerðar. Rökkur fjallar um Gunnar og Einar, sem Björn Stefánsson og Sigurður Þór Óskarsson leika, sem áttu í ástarsambandi og uppgjör þeirra eftir að sambandinu lýkur. Myndin er dramatískur spennutryllir og var hún tekin upp á Snæfellsnesi. Leik­stjóri mynd­ar­inn­ar, hand­rits­höf­und­ur og einn þriggja framleiðenda er Erl­ing­ur Óttar Thorodd­sen en er þetta er hans önn­ur mynd í fullri lengd. Þrátt fyrir að myndin rati fyrst núna í kvikmyndahús á Íslandi, hefur hún verið… Lesa meira

Silja skrifar sögu Sveins – útgáfuboð

Jólabókaflóðið er byrjað að rúlla og ein af mæðrum íslenskra bókmennta í dag, Silja Aðalsteinsdóttir skráir sögu Sveins R. Eyjólfsson blaðaútgefanda, Allt kann sá er bíða kann. Útgáfuboðið fór fram í Norræna húsinu í gær og mætti fjöldi góðra gesta til að fagna með Silju og næla sér í eintak. Sveinn R. Eyjólfsson kemst Íslendinga næst því að vera „dagblaðamógúll“. Hann reisti Vísi úr rústum, stofnaði Dagblaðið þegar þeir Jónas Kristjánsson yfirgáfu Vísi með hvelli og gerði það að stórveldi, síðan DV, netmiðilinn Visir.is og Fréttablaðið. Sveinn er maðurinn sem bæði sameinaði málgögn félagshyggjuaflanna og bar ábyrgð á Eimreiðarklíkunni, og… Lesa meira

Þorleifur og Mikael blessa Íslendinga af einskærri snilld

Borgarleikhúsið frumsýndi á föstudag Guð blessi Ísland eftir þá Mikael Torfason og Þorleif Örn Arnarsson, en þeir félagar settu upp Njálu í Borgarleikhúsinu fyrir tveimur árum og sló sú sýning í gegn. Þorleifur Örn Arnarsson leikstýrir og skrifar auk þess handritið ásamt Mikael Torfasyni, leikmyndahönnuður er Ilmur Stefánsdóttir, Katrín Hahner sér um tónlist og í helstu hlutverkum eru Halldóra Geirharðsdóttir, Arnmundur Ernst Backman, Brynhildur Guðjónsdóttir, Örn Árnason og Halldór Gylfason. Í Guð blessi Ísland er áhorfendum boðið í partý aldarinnar þar sem allt getur gerst eins og í góðum partýum. Öllu er tjaldað til: tónlist, dansi, myndlist, leik og sprelli.… Lesa meira

Sendiherrahjónin Edda og Pálmi trylltu fullan sal af áhorfendum

Risaeðlurnar, lokahluti leikhúsþríleiks Ragnars Bragasonar um afkima íslensks samfélags, var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu síðastliðinn föstudag. Uppselt var á sýninguna og beið fjöldi prúðbúinna gesta spenntur eftir verkinu, enda hafa fyrri verk Ragnars hlotið einróma lof bæði áhorfenda og gagnrýnenda.  Gullregn og Óskasteinar hlutu báðar fjölda tilnefninga til Grímunnar og Grímuverðlaun. Ragnar Bragason leikstýrir og skrifar handrit, Halfdan Pedersen er leikmyndahönnuður, tónlist er í höndum Mugison og í helstu hlutverkum eru Edda Björgvinsdóttir, Pálmi Gestsson, Guðjón Davíð Karlsson, Birgitta Birgisdóttir, Hallgrímur Ólafsson og María Thelma Smáradóttir. Viðtal við Ragnar um tilurð verksins: https://www.youtube.com/watch?v=Rty9CGdGKJc Sýningunni var vel tekið af frumsýningargestum. https://www.instagram.com/p/BafXrqwBsa4/?igref=ogexp Allar nánari… Lesa meira

Peningasería Odee til sýnis á Reyðarfirði – Frekari hugmyndir í vinnslu

Állistamaðurinn Oddur Eysteinn Friðriksson, eða Odee eins og hann kallar sig, hefur ávallt í nógu að snúast. Ritstjóri Bleikt var á ferðinni fyrir austan síðastliðna helgi og hitti á Odee þar sem hann var að hengja upp sýningu á kosningaskrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Sómasetrinu á Reyðarfirði. Serían sem um ræðir er Peningaserían, en serían hefur vakið mikla athygli eftir að Odee frumsýndi hana á Ljósanótt í Keflavík árið 2016. Einnig fengu nokkrar vel valdar aðrar myndir að fylgja með. Odee lék á alls oddi og sagði ritstjóra frá næstu verkefnum sem eru í vinnslu og eru enn sem komið er bara… Lesa meira

Heillandi heiðursdagskrá um Jóhönnu Kristjónsdóttur

Heiðursdagskrá um Jóhönnu Kristjónsdóttur rithöfund (1940-2017) var haldin síðastliðinn sunnudag á Menningarhátíð Seltjarnarness. Fjöldi ættingja og vina Jóhönnu auk annarra gesta mættu. Vera Illugadóttir, barnabarn Jóhönnu, var kynnir. Börn Jóhönnu, barnabörn og vinir komu einnig fram, en fram komu Ásgerður Halldórsdóttir, Elísabet Jökulsdóttir, Embla Garpsdóttir, Hildur Bjarnadóttir, Hrafn Jökulsson, Jökull Elísabetarson, Rannveig Guðmundsdóttir, Sigþrúður Guðmundsdóttir og Styrmir Gunnarsson. Höfundaverk Jóhönnu eru óvenju fjölbreytt enda fór hún sjaldnast troðnar slóðir í lífi og starfi. Í dagskránni verður dregin upp mynd af margbrotinni konu sem með eldmóði sínum og samhug hafði djúp áhrif á þá sem henni kynntust. Daníel Helgason gítarleikari og… Lesa meira

Bókasafnsfræðingar stæla Kardashian myndatöku

Það er kominn áratugur síðan Kardashian fjölskyldan kom fyrst á skjái heimsins (og síðan hafa þau verið alls staðar!) og til að fagna þeim áfanga sat fjölskyldan fyrir á forsíðu Hollywood Reporter. Nokkrir bókasafnsfræðingar sáu forsíðuna og ákváðu að gera eigin útgáfu. „Til að fagna áfanganum ákvað samfélagsmiðlafólkið okkar að taka algjörlega óæfða myndatöku,“ segir starfsfólk Invergargill borgarbóka- og skjalasafnsins í Nýja Sjálandi á Facebook síðu þess. Sex dögum seinna er pósturinn búinn að fá 11þúsund „like“ og Facebooksíða þeirra fengið fjöldann allan af athygli. Helstu vefmiðlar hafa sagt frá grínun og lesendur síðunnar hafa sitt að segja um hvor… Lesa meira