Sjáðu hvernig leiðtogar heimsins litu út á sínum yngri árum

Sjáðu hvernig núverandi og fyrrum leiðtogar heimsins litu út þegar þeir voru yngri. Leiðtogar eins og Vladimir Putin, Margaret Thatcher, Bashar al-Assad, Fidel Castro og Barack Obama. Skoðaðu myndirnar hér fyrir neðan sem Bored Panda tók saman. #1 Joseph Stalin, 1902.   #2 Bill Clinton tekur í höndina á bandaríkjaforseta John F. Kennedy í Hvíta húsinu. 24. júlí, 1963.   #3 Átján ára Elísabet Englandsprinsessa á meðan hún var í hernum. Hún keyrði og lagaði jeppa, 1945. Áhugaverður fróðleiksmoli: Í fagnaðarlátunum við stríðslok seinni heimstyrjaldarinnar var hún sú eina af fjöldanum og fylgdist með föður sínum, Georgi VI Englandskonungi veifa… Lesa meira

Neðanjarðalestakerfi Tókýó er algjör hryllingur á háannatíma

Michael Wolf er þýskur ljósmyndari staðsettur í Tókýó. Hann býður manni einstaka sýn á japönsku höfuðborgina með því að taka myndir af fólki í neðanjarðarlestinni á háannatíma. Myndirnar sýna hryllinginn sem fólk þarf að þola, en fólk með innilokunarkennd ætti að forðast lestirnar á þessum tíma, og ekki klæða sig í of þykk föt ef dæma má gufuna og svitann sem sést á mörgum myndunum. Michael tók fyrst eftir troðnum lestum Tókýó árið 1995. Eftir það hefur hann eytt árum að fara í neðanjarðarlestirnar vopnaður myndavélinni sinni og tekur myndir af hryllingnum sem neðanjarðarlestakerfi Tókýó er á háannatíma. „Þú ert að… Lesa meira

Ljósmyndir sem sýna hvað heimurinn getur verið ótrúlegur

Heimurinn sem við lifum í er ótrúlegur, sumir eiga erfitt með að sjá magnaða eiginleika heimsins, allar náttúruperlurnar og manngerð meistaraverk, en það þarf bara að horfa á heiminn frá réttu sjónarhorni. Til að hjálpa við það hefur Bright Side tekið saman nokkrar ljósmyndir, frá öllum heimshornum, sem eiga eftir að sýna þér svo sannarlega hvað heimurinn er stórfenglegur. #1 Herbergi í neðansjávarhóteli í Dubai. #2 Skúlptúrinn ‚Inertia‘ í neðansjávarsafni, MUSA. #3 „The glass trail of terror“ í Kína – 1,430 metrar á hæð. #4 Hreinasta vatn í heimi – Melissani Lake, Grikkland. #5 Vegurinn í gegnum Death Valley í Bandaríkjunum. #6 Skuggi… Lesa meira

Magnað myndband frá Neil deGrasse Tyson um vísindi

„Kæri Facebook alheimur Í þessu fjögurra mínúta löngu myndbandi um „Vísindi í Ameríku“ eru mögulega mikilvægustu orð sem ég hef nokkurn tíma sagt. Eins og alltaf, en sérstaklega þessa dagana, haltu áfram að líta upp,“ skrifaði Neil deGrasse Tyson með eftirfarandi myndbandi. Við mælum með að þú horfir á það, magnað myndband með mikilvæg skilaboð. Lesa meira

Götulist sem blandast fullkomlega með náttúrunni

Götulist getur verið ótrúlega falleg, stundum er götulistin gerð með tilliti til náttúrunar þar í kring og lagt áherslu á að blanda þessu tvennu saman. Hér eru myndir af götulist sem blandast fullkomlega með náttúrunni! #1 #2 #3 #4 #5 #6 #7 #8 #9 #10 #11 #12 #13 #14 #15 #16 #17 #18 #19 #20 Bored Panda tók saman. Sjáðu fleiri myndir hér. Lesa meira

Ólétt sýrlensk-amerísk kona rappar um höfuðklúta í frábæru tónlistarmyndbandi

Mona Haydar er sýrlensk-amerísk kona sem býr í New York. Hún er ljóðskáld og listamaður og var að gefa út sitt fyrsta tónlistarmyndband. Myndbandið er við rapplagið „Hijabi“ og það var tekið upp þegar hún var komin átta mánuði á leið. Tunde Olaniran leikstýrði myndbandinu sem fagnar valdeflingu múslímskra kvenna jafnt sem annara kvenna. Myndbandið fjallar um höfuðklúta, eða hijab, og í textanum koma fram fávísar spurningar sem múslímskar konur fá reglulega varðandi höfuðklútinn sinn: „What that hair look like? Bet that hair look nice. Don‘t that make you sweat Don‘t that feel to tight?“ Myndbandið hefur vakið mikla athygli… Lesa meira

Chaka Khan – sjálf drottning fönksins – opnar Secret Solstice!

Drottning fönksins, Chaka Khan mun opna Secret Solstice-tónlistarhátíðina á veglegri opnunarhátíð sem haldin verður fimmtudaginn 15. júní, daginn áður en hátíðin hefst formlega. Verður þetta í fyrsta skipti sem sérstök opnunarhátíð er haldin fyrir hátíðina síðan hún var gangsett árið 2014. Á opnunarkvöldinu munu ásamt henni koma fram hin goðsagnakennda hljómsveit SSSól og stuðboltarnir í Fox Train Safari. Holy B elskar hana „Ég elska Chaka Khan og hef dreymt um að spila með henni alla ævi, það er ótrúlegur heiður að vera að hita upp fyrir hana á opnunarhátíð Secret Solstice,“ segir sjálfur forsprakki sveitarinnar SSSÓL, Helgi Björnsson. Bætist þetta… Lesa meira

Viltu vinna bíómiða fyrir alla fjölskylduna um helgina?

Barnakvikmyndahátíð stendur nú yfir í Bíó Paradís. Þar eru sýndar ýmsar skemmtilegar og klassískar myndir sem henta börnum og allri fjölskyldunni. Barnakvikmyndahátíðin er alþjóðleg og er nú haldin í Reykjavík í fjórða sinn. Hátíðin hefur fest sig í sessi sem árlegur menningarviðburður barna og unglinga og hefur brotið blað í kvikmyndamenningu barna og unglinga. Verndari hátíðarinnar er Vigdís Finnbogadóttir. Hlutverk barnakvikmyndahátíðarinnar er að bjóða börnum, unglingum og fjölskyldum þeirra aðgang að áhugaverðum og vönduðum barna- og unglingakvikmyndum víðs vegar að úr heiminum sem annars eru ekki teknar til sýninga á Íslandi. Nú getur þú unnið bíómiða á mynd að eigin… Lesa meira

Sigurvegarar Sony World 2017 ljósmyndakeppninnar

Sony World ljósmyndakeppnin gefur okkur tilkomumiklar og stórkostlegar myndir frá öllum heimshornum hvert ár. Það er nýlega búið að kynna sigurvegarana í ár, en er gefið verðlaun í fjórum flokkum. Það verður haldin sýning í London með sigurmyndunum þann 21. apríl til 7. maí. Það er hægt að nálgast meiri upplýsingar um verðlaunin á heimasíðu þeirra. Hér eru hluti þeirra ljósmynda sem unnu til verðlauna: #1 Khalid Alsabat #2 Homare Hamada #3 Camilo Diaz #4 Peter Svoboda #5 Andreas Hemb #6 Shashanka Chitrakar #7 Jelena Jankovic #8 Petar Sabol #9 Luis Godinho #10 Jonatan Banista #11 Jim Chen #12 Katerina… Lesa meira

Það sem þessi kona gerir er töfrum líkast – Myndband

Þessi kona er meistari í að halda mörgum boltum á lofti í senn, með því að nota fingurna og tærnar! Hún hendir boltunum upp og rúllar þeim með þvílíkum glæsibrag. Þetta virkar svo einfalt þegar maður horfir á hana framkvæma atriðið sem er á sama tíma töfrum líkast! Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan, atriðið byrjar sirka á 1:10 sek. Lesa meira

Í vinsælasta „boybandi“ Kína er ekki einn einasti strákur

Fyrr í þessum mánuðu hélt kínverski samfélagsmiðillinn Tencent nokkra tónlistarviðburði sem kallast „Husband Exhibition“ eða „Sýning eiginmanna,“ í kínverskum háskólum. Hugmyndin var að sýna nýjar poppstjörnur sem er hægt að hlusta á á vefsíðu fyrirtækisins. Hugtakið „eiginmaður“ er notað af kvenkyns kínverskum aðdáendum þegar þær vísa í karlkyns poppstjörnur sem eru svo heillandi að þær dreymir um að giftast þeim. Enter Acrush er mjög vinsæl ný „strákahljómsveit“ sem kom fram á síðasta viðburðinum. Hljómsveitin kom tónlistargestum á óvart, í henni eru ekki strákar, heldur stúlkur með óræð ytri kyneinkenni (androgynous girls). Enter Acrush samanstendur af fimm konum í kringum tvítugt, þær eru allar… Lesa meira

Jonna saumaði píkur úr svínakjöti: „Það fengu margir áfall“

Listakonan Jónborg Sigurðardóttir, sem oftast er kölluð Jonna, notar listaverk sín óspart í þeim tilgangi að skapa umræðu. Jonna starfar á Akureyri og hafa verk hennar oft vakið mikla athygli. Þar á meðal eru verk úr túrtöppum og kjötpíkur sem hún saumaði úr svínakjöti. Tilgangur verksins var meðal annars að skapa umræðu um fegrunaraðgerðir á píkum. „Það fengu margir áfall þegar ég setti mynd af kjötpíku á Facebook,“ segir Jonna sem ræddi um listina og margt fleira í viðtali við Akureyri vikublað. „Í mars voru þrjú ár síðan ég fékk þrjár hjúkkuvinkonur mínar til að hjálpa mér að sauma kjötpíkur.… Lesa meira

Limur í neðanjarðarlest veldur usla – Mundir þú setjast á hann?

Sæti í neðanjarðarlestum eru venjulega rennislétt og óspennandi - nokkuð sem fólk notast við og steinhættir svo að hugsa um þegar út úr lestinni er komið. Það á þó alls ekki við um þetta sæti sem yfirvöld í Mexíkóborg hafa komið fyrir í neðanjarðarlest, og er hluti af átaki gegn kynbundnu ofbeldi og kynferðislegri áreitni. Sætið er með brjóstkassa, geirvörtur, nafla og kynfæri karlmanns. Með því er ætlunin að vekja athygli á þeirri sorglegu staðreynd að 9 af hverjum 10 konum í Mexíkóborg hafa upplifað kynferðisofbeldi af einhverju tagi. Í myndbandi sem fylgir átakinu sjást farþegar í neðanjarðarlestinni upplifa sætið heldur… Lesa meira

Hjónin Aníta og Óttar – Með forsetanum í ungbarnasundi

Aníta Estíva og maðurinn hennar Óttar Már kynntust árið 2010. Þau voru bæði að vinna á hóteli og eftir að hafa þekkst í nokkra daga spyr Óttar hvort hún vilji koma með sér í „interrail“ um Evrópu. „Ég taldi hann galinn og sagði honum að það væri ekki séns að ég ætlaði með ókunnugum manni í interrail,“ segir Aníta. Óttar sagðist ætla að panta flugið um kvöldið klukkan tíu og rétt fyrir tíu hringir Aníta og segir honum að bóka tvo miða. Þetta var að sumri til og þau lögðu af stað í ferðalagið um haustið. „Við kynntumst í raun… Lesa meira

Vantar þig eitthvað að lesa? Meðmæli vikunnar frá Kollu Bergþórs

Áhugaverður krimmi Speglabókin er læsilegur og áhugaverður krimmi eftir rúmenska rithöfundinn E.O. Chirovici. Árið 1987 er virtur sálfræðiprófessor myrtur og áratugum seinna er farið að kanna málið að nýju. Þarna eru óvæntar vendingar og persónur sem hafa ýmislegt að fela. Bók sem hefur vakið verðskuldaða athygli. Átakanlegar frásagnir Í Hrakningum á heiðavegum er að finna frásagnir af hrakningum manna víðs vegar á landinu á ýmsum tímum. Frásagnirnar eru gríðarlega vel skrifaðar og sumar beinlínis magnaðar. Ekki er ólíklegt að einhverjir lesendur komist við. Skyldulesning fyrir alla þá sem unna þjóðlegum fróðleik. Leiftrandi frumleiki Sjón fékk nýlega Menningarverðlaun DV fyrir Ég… Lesa meira

Björn Bragi túlkar tilfinningar okkar allra – Myndband

Það má með sanni segja að grínistinn og Mið-Íslands meðlimurinn Björn Bragi fangi tilfinningar Íslendinga fullkomlega í myndbandi sem hann birti á síðu sinni í gær. Í myndbandinu sjáum við að stutt er milli vonar og vonbrigða hjá Íslendingum hvað varðar veðrið - sér í lagi þessa dagana. Á suðvestur horninu höfum við fengið að njóta úrkomuleysis og nánast logns síðustu dagana og vonin um vor fyllir hjörtun. Það gæti þó farið eins og í myndbandinu! https://www.facebook.com/bjornbragi/videos/1210821812360526/ Lesa meira

Sara fékk 116 typpamyndir á nokkrum tímum – mömmurnar fá myndirnar

„Seinustu klukkustundirnar er ég búin að fá 116 myndir af tilkomulitlum typpum sem ég tók að sjálfsögðu skjáskot af svo ég geti sent til mæðra þessa siðprúðu drengja. Þær verða eflaust stoltar að hafa gengið með barn í 9 mánuði, ýtt því út um klofið á sér, alið það upp og borgað fyrir það í 18 ár til þess að þeir gætu áreitt ókunnugar stelpur á netinu.“ Svona hefst pistill Söru Mansour sem hún deildi á Facebook síðu sinni í gær. Sara stundar háskólanám í Kaíró en er þekkt fyrir skrif og umfjöllun um femínisma og mannréttindabaráttu. Það sem varð til… Lesa meira

Berta Dröfn: „Þetta er í fyrsta sinn sem ég fæ höfnun af þessu tagi“ – „Við fáum ekki einu sinni tækifæri“

Er nánast ómögulegt fyrir menntaða söngvara að komast aftur heim til Íslands. Þessi spurning vaknar óneitanlega við lestur á grein Bertu Drafnar Ómarsdóttur sem hún ritaði á bloggsíðu sína, og fjallar um neitun sem hún fékk frá íslensku óperunni um að mæta í fyrirsöng. Við fengum leyfi Bertu til að birta pistil hennar: Í október lauk ég mastergráðu í söng frá Ítalíu, með hæstu einkunn. Eftir útskrift fékk ég tilboð frá prófessorum við skólann um áframhaldandi samstarf sem var gott veganesti inn í framtíðina sem klassískt menntuð söngkona. Til að auka enn gleði mína auglýsti Íslenska óperan fyrirsöng, rétt eftir… Lesa meira

Emmsjé og Hr. Hnetusmjör í nýju myndbandi

Á ritstjórnarskrifstofu Bleikt er stuð akkúrat núna því við erum að blasta Emmsjé Gauta. Lagið er Þetta má, en í því kemur öðlingurinn Herra Hnetusmjör fram með Emmsjé okkar. Herrann sýnir hreint ótrúlega takta í laginu, hraði og flæði er líka hans sérgrein. Eins og stundum áður í myndböndum sést Kela trommara í Agent Fresco bregða fyrir - enda er ávallt prýði af þeim pilti. Lagið er af plötunni Sautjándi nóvember en hana má sækja frítt á heimasíðu tónlistarmannsins. Gjörið svo vel drengir!   https://www.youtube.com/watch?v=ObRbJbTHXMA&feature=share Lesa meira

„Ég sef bara á sunnudaginn“ – RFF 2017 er að skella á – Hér er dagskráin!

Reykjavík Fashion Festival hefur vakið mikla lukku hér á landi sem og hjá tískuáhugafólki um allan heim. Hátíðin er haldin í sjöunda skiptið í ár og má því segja að hún sé orðin að árlegum viðburði sem engin má missa af. Aðalmarkmið sýningarinnar er að markaðssetja íslenska hönnun og kynna þróun og tækifæri í íslenskum tískuiðnaði. Reykjavík Fashion Festival setti sér markmið um að vera hátíð sem styður hönnuði í sjálfbærni og hvetja þá til meðvitaðra ákvarðana í tískuiðnaði. Því er hátíðin í ár tileinkuð náttúruöflum og orðið „ROK“ varð fyrir valinu en það er eitthvað sem allir íslendingar eru… Lesa meira

48 tímar á Íslandi – Æðislegt myndband sýnir allt það besta við landið

Þetta myndband er með bestu landkynningum sem við höfum rekist á. Parið Jeff og Anne sem eru hálf frönsk og hálf bandarísk en búsett í Dubai reka ferðabloggsíðuna Whatdoesntsuck. Þau birta þar myndbönd og umsagnir um ferðalög sín um allar jarðir. Myndband úr Íslandsdvöl þeirra nýlega er örugglega að fara að slá í gegn. Gjörið svo vel! https://www.youtube.com/watch?list=UUBAjqbkJQCkFrKuMK7GQ89Q&v=oF3ZKcQnSb8 Lesa meira

Glowie gerir geggjaðan samning við plöturisa – Meikar það í útlöndum!

Söngkonan Glowie (Sara Pétursdóttir) var að undirrita samning við útgáfurisann Columbia í Bretlandi. Mbl greindi frá þessu í morgun. Glowie hefur unnið mikið að undanförnu með Pálma Ragnari Ásgeirssyni, lagahöfundi, sem er meðlimur StopWaitGo-teymisins. Lestu meira: Þegar Sara var að stíga sín fyrstu skref í tónlistinni birtum við á Bleikt viðtal við hana. Lestu það hér. Sindri Ástmarsson er umboðsmaður Glowie, en í samtali við Mbl segir hann að mörg plötufyrirtæki hafi sýnt söngkonunni áhuga og að hún hafi geta valið milli risanna. Sindri er enginn nýgræðingur þegar kemur að því að slá í gegn á erlendri grundu, hann var… Lesa meira

Hefðbundinn brúðkaupsklæðnaður í mismunandi löndum

Brúðkaupsklæðnaður er ekki aðeins svört jakkaföt eða hvítur brúðarkjóll, þó slíkir búningar sjáist oft í okkar heimshluta. Á mörgum menningarsvæðum víðs vegar um heiminn lítur hefðbundinn brúðkaupsklæðnaður allt öðruvísi út heldur en nútímalegi vestræni klæðnaðurinn sem við erum vön að sjá. Sjáðu hér fyrir neðan hefðbundinn brúðkaupsklæðnað frá mismunandi löndum. My Modern Met tók saman. Indland Japan Ghana Indónesía Pólland Kína Portúgal Eistland Perú Sri Lanka Hawaii Skotland Nígería Grikkland (gríska rétttrúnaðakirkjan) Sardinia Suður-Kórea Noregur Kosovo Mongólía Lesa meira

Stórfréttir úr íslenska sirkusheiminum – Ungfrú Hringaná að meika það í útlöndum!

Rétt í þessu bárust stórfréttir úr sirkusheiminum inn á ritstjórnarskrifstofu Bleikt. Sirkuslistakonan Ungfrú Hringaná, sem margir kannast við úr sirkus- og kabarettsýningum hérlendis er komin á samning hjá enska sirkusnum Let's Circus, og mun ferðast með honum um Bretlandseyjar í maí. Margrét Erla Maack hjá Reykjaví Kabarett segir að íslenska kabarettfjölskyldan gleðjist fyrir hönd Ungfrú Hringaná. „Þetta er ótrúlegt tækifæri og búið að vera lengi í bígerð. Við kabarettfjölskyldan erum ótrúlega stolt, bæði af henni og að hún sé hluti af okkur, enda er hún sviðslistamanneskja á heimsmælikvarða.“ Áður en ferðalagið hefst mun Ungfrú Hringaná sýna listir sínar á aprílsýningu Reykjavík… Lesa meira