Rósa Ásgeirsdóttir elskar að skapa ævintýri fyrir börn

Rósa Ásgeirsdóttir leikkona hefur verið hluti af Leikhópnum Lottu í tíu ár. Á þeim tíma hefur hún skellt sér í hin ýmsu gervi og veitt börnum víðs vegar um landið ómælda gleði. Rósa segir að börn séu frábærir áhorfendur sem geri leikurum alveg ljóst ef þeim mislíkar eitthvað í sýningunni. „Börnin eru svo fyndin og þau spyrja okkur oft spurninga fyrir eða eftir sýningu sem ég á stundum í stökustu vandræðum með að svara og þarf því að vera fljót að hugsa,“ segir Rósa í viðtali sem birtist upphaflega í helgarblaði DV. Rósa er menntuð leikkona og hefur starfað við leiklist undanfarin… Lesa meira

13 bráðfyndnar gamanmyndir á Netflix

Það bíða líklega langflestir Íslendingar eftir því að sólin hækki á lofti og vetur konungur láti sig hverfa af landi brott, enda hefur veturinn verið sérstaklega þungur undanfarnar vikur. Það er þó eitt hægt að gera til þess að stytta biðina og það er að koma sér vel fyrir í sófanum með eitthvað gott að narta í og kveikja sér á skemmtilegri gamanmynd. Bleikt tók saman lista af skemmtilegum gamanmyndum sem allar eru í sýningu á Netflix: Hot Fuzz Nick Angel er ekta „ofurlögga“ sem er svo góður í starfi sínu að hann hefur verið sendur af yfirmönnum sínum í lítið, hljóðlátt þorp þar sem að… Lesa meira

Allir þurfa að gráta – 8 sorglegar bíómyndir á Netflix

Allir hafa gott af því að gráta af og til, losa um erfiðar tilfinningar og finna til samkenndar. Flestir gráta nokkuð reglulega, annað hvort vegna atburða í lífinu eða vegna sorglegra bíómynda. Sumir eru virkilega tilfinningaríkir og geta farið að gráta við hvaða tilefni sem er, jafnvel þegar þeir horfa á krúttleg lítil börn vera að hlæja. Aðrir eru með harðari skráp og eiga ekki jafn auðvelt með að losa tilfinningarnar út og fara því örsjaldan að gráta. Bleikt tók saman nokkrar sorglegar bíómyndir sem allar eru sýndar á Netflix. Þessar myndir eiga það sameiginlegt að fá jafnvel þá hörðustu til… Lesa meira

Tinna fór í brúðkaupsferð til Belfast – Kostir og gallar

Ég og Arnór minn giftum okkur sumarið 2016. Við ætluðum alltaf að gifta okkur 17. júní 2017 en hlutirnir breyttust hratt þegar pabbi minn veiktist þannig að við giftum okkur með stuttum fyrirvara og ákváðum að bíða með brúðkaupspartý og brúðkaupsferð. Það var svo í maí 2017, einhverjum 9 mánuðum eftir að við giftum okkur sem að ég sá einhverjar tilboðsferðir hjá Icelandair. Ég sá ferð til Belfast og ég heillaðist af þessu og sýndi Arnóri og við ákváðum strax að panta, ferðin var 26-29. okt 2017, alveg 14 mánuðum eftir giftingu en ég verð að segja að það var toppnæs… Lesa meira

Bríet Kristjánsdóttir leikkona í aðalhlutverki í Los Angeles: „Ég fékk hlutverkið og flaug beint á settið hjá Youtube“

Bríet Kristjánsdóttir er íslensk leikkona sem býr og starfar úti í London. Bríet hefur bæði leikið fyrir sjónvarpsþætti og kvikmyndir en nýjasta hlutverk hennar var tekið upp í Los Angeles. Ég fékk símtal frá leikstjóra þáttanna sem bað mig að koma í prufu, ég var stödd í Kaupmannahöfn á þeim tíma svo allt áheyrnarprufu ferlið fór fram í gegnum upptökur og Skype. Á endanum fékk ég hlutverkið og flaug beint til LA á settið hjá YouTube, segir Bríet í viðtali við Bleikt.is Mikla ástríðu fyrir kvennréttindum Þættirnir sem Bríet er að leika í núna heitir Life as a Mermaid og eru fjölskylduþættir sem fjalla um hafmeyju sem býr á landi. Hafmeyjan gengur í gegnum… Lesa meira

Nýtt tónlistarmyndband frá Þóri og Gyðu sem taka þátt í undankeppni Eurovision í ár

Þórir Geir og Gyða Margrét syngja saman eitt af þeim tólf lögum sem keppast um að verða framlag Íslands í Eurovision í ár. Lagið sem þau syngja heitir Brosa og tóku þau á dögunum upp myndband við lagið. Myndbandið var tekið upp á Suðurlandi og spila Gullfoss, Geysir og Kerið meðal annars stór hlutverk í því. Hugmyndin var að gerast ferðamenn í okkar eigin landi í einn dag og heimsækja nokkrar af fallegustu náttúruperlum Suðurlands. Við vöknuðum eldsnemma til þess að ná birtunni, fórum á næstu bensínstöð og fengum okkur pylsu með öllu í morgunmat og lögðum svo af stað. Það var fáránlega kalt… Lesa meira

Margrét Björk lifir minimalískum lífsstíl: „Ég var orðin svo leið á því að finnast aldrei neitt nógu gott, ég var neyslufíkill“

Margrét Björk Jónsdóttir var komin með leið á því að vera alltaf að taka til, alltaf að stressa sig á einhverju sem skipti engu máli, alltaf að týna hlutum og að hafa heimilið fullt af dóti sem enginn notaði. Hún tók sig því til og ákvað að hefja vegferð sína að minimaliskum lífsstíl. En hvað er minimalískur lífsstíll? Mínimalískur lífsstíll er að hafa í lífi þínu aðeins það sem þú þarft og *nýtur* þess að hafa. Laus við óþarfa. Það eru engar reglur um hvað á að eiga mikið af hinu eða þessu.Mínimalískur lífsstíll snýst ekki um að eiga eins lítið og maður getur eða að eiga bara… Lesa meira

Föstudagspartýsýning – Travolta, tónlistin, taktarnir

Komdu með á partýsýningu Saturday Night Fever, en Bíó Paradís verður með sýningu á myndinni annað kvöld kl. 20. Mættu og rifjaðu upp tónlistina sem lifað hefur í 40 ár og er enn jafn vinsæl í dag og þá, tileinkaðu þér takta Travolta og skemmtu þér konunglega. Kvikmyndin Saturday Night Fever var frumsýnd 14. desember 1977, leikstjóri var John Badham og í aðalhlutverki var John Travolta, sem þá var frekar óþekktur. Travolta leikur töffarann Tony Manero, sem vinnur sem verkamaður en ver helgunum í að drekka og dansa á diskóteki í Brooklyn, Karen Gorney leikur Stephanie Mangano, dansfélaga hans og… Lesa meira

11 klassískar rómantískar gamanmyndir á Netflix sem tilvalið er að horfa á í kuldanum

Nú þegar myrkrið og kuldinn liggur yfir landinu er rosalega gott að geta lagst upp í sófa á kvöldin, undir teppi, með heitt súkkulaði og finna sér góða rómantíska gamanmynd á Netflix. En vegna þess gríðarlega fjölda af bíómyndum sem eru aðgengilegar á Netflix fara oft heilu klukkustundirnar í það að leita sér að hinni einu réttu mynd. Bleikt hefur því tekið saman lista yfir nokkrar klassískar góðar rómantískar gamanmyndir til þess að horfa á þar til það fer að birta aftur úti. Before We Go Myndin er gefin út árið 2014 og var það Chris Evans sem leikstýrði henni. Aðalleikarar eru Alice Eve, Emma Fitzpatrick og Chris Evans. Before We Go gerist öll á einni… Lesa meira

Myndband: Ný Harry Potter mynd „um þann sem við nefnum ekki á nafn“ er komin út

Sjö mánuðum eftir að Warner Bros gaf aðdáendum Harry Potter leyfi til að gera nýja mynd um þann sem við nefnum ekki á nafn, er myndin komin á netið. Í myndinni, Voldemort: Origins of the Heir, er sögð sama Grisha McLaggen, erfingja Gryffindor, sem leitar að Tom Riddle, sem hvarf eftir að erfingi Hufflepuff var myrtur. „Við veltum fyrir okkur: Hvað varð til þess að Tom Riddle varð Voldemort? Hvað gerðist á þessum árum og hvað gerðist í Hogwart þegar hann kom til baka? Það er margt ósagt,“ segir Gianmaria Pezzato leikstjóri myndarinnar. „Þetta er saga sem vð viljum segja:… Lesa meira

Bíó: Tvær íslenskar myndir vinsælastar árið 2017 – Aðsókn dregst saman

Í fyrsta skipti síðan mælingar hófust eru tvær íslenskar kvikmyndir sem tróna á toppnum sem stærstu kvikmyndir á árinu. Þetta eru kvikmyndirnar Ég man þig sem þénaði tæpar 76,6 milljónir kr. (47.368 gestir) og Undir trénu sem þénaði 67,7 milljónir kr. (42.427 gestir). Nýjasta Star Wars myndin, The Last Jedi, var svo í þriðja sæti með 67,5 milljónir kr. í tekjur en sú kvikmynd er jafnframt sú eina þar sem aðsókn var yfir 50 þúsund manns á árinu en heildaraðsókn ársins að henni var 50.645 enda þótt kvikmyndin hafi einungis verið í sýningu frá 12. desember. Á síðustu fjórum árum… Lesa meira

Bókaáskorun – #26 bækur

Amtsbókasafnið á Akureyri birti á dögunum bókaáskorun á samskiptamiðlinum Facebook: „Jæja rísið úr tungusófunum og slökkvið á Netflix nú er komið að bókaáskorun!  26 bækur á einu ári er það ekki bara fínt nýjársheit? “ Áskorun þessi gengur út að hvetja fólk til að lesa að minnsta kosti 26 bækur á árinu 2018 sem nýlega er gengið í garð. Gefnar eru upp 26 hugmyndir að ýmsum bókum sem hægt er að lesa. Þar má til dæmis nefna þroskasögu, unglingabók, bók sem gerist að sumri, bók sem ögrar og svo framvegis. Með áskoruninni vill Amtsbókasafnið efla bókalestur í samfélaginu. Tungusófinn og Netflix… Lesa meira

Myndband: Jamie Dornan býr yfir fleiri hæfileikum en leik og magavöðvum

Það styttist í þriðju og síðustu myndina um Grey, en myndin Fifty Shades Freed verður frumsýnd hér á landi 9. febrúar næstkomandi. Sama dag kemur diskur út með tónlist myndarinnar og viti menn, aðalleikarinn, Jamie Dornan syngur þar eitt lag: Maybe I´m Amazed sem er sérstakt bónuslag. https://www.instagram.com/p/BdsgiuqADRo/ Það kemur kannski einhverjum á óvart að Dornan haldi lagi, en áður en hann hóf leiklistarferilinn þá var hann í hljómsveitinni Sons of Jim. https://www.youtube.com/watch?v=dNBIfii98Uw Lesa meira

Æfingar hafnar á Slá í gegn söngleiknum – Skelltu sér saman í bíó

Æfingar á söngleiknum Slá í gegn eru hafnar í Þjóðleikhúsinu og í húsinu ríkir mikil stemning. Enda er viðfangsefnið einstaklega skemmtilegt: nýr, íslenskur söngleikur, þar sem stór hópur leikara, dansara og sirkuslistamanna skapar litríkan, óvæntan og fjölbreyttan heim, en tónlistin í söngleiknum er sótt í smiðju Stuðmanna. Það er Guðjón Davíð Karlsson, Gói, sem semur söngleikinn sem gerist í litlu byggðarlagi á Íslandi. Þegar framsækinn draumóramaður mætir á svæðið með nýja sirkusinn sinn, ásamt fjölskyldu sinni og litríkum hópi sirkuslistafólks, hleypur nýtt blóð í leikfélagið á staðnum. Nú er loksins komið almennilegt tækifæri til að láta ljós sitt skína og… Lesa meira

Golden Globe 2018 – Three Billboards og Big Little Lies sigurvegarar kvöldsins

Verðlaunahátíðin Golden Globe fór fram í 75. skipti í gær. Spjallþáttastjórnandinn Seth Meyers var kynnir hátíðarinnar sem fór fram á Beverly Hilton-hótelinu í Los Angeles. Verðlaun voru veitt í 25 flokkum kvikmynda og sjónvarpsefnis. Kvikmyndin The Shape of Water fékk flestar tilnefningar, sjö talsins. Þar á meðal fyrir besta handrit og bestu leikstjórn. Kvikmyndin The Post fékk sex tilnefningar. Þar á meðal  sem besta myndin í flokki dramatískra kvikmynda og bestu leikstjórn. Þættirnir Big Little Lies fengu flestar tilnefningar hvað sjónvarpsefni varðar, sex talsins. Sigurvegarar kvöldsins eru kvikmyndin Three Billboards Outside Ebbing, Missouri sem fékk fjögur verðlaun af sex tilnefndum og sjónvarpsþáttaröðin Big Little Lies sem fékk… Lesa meira

Tökustaðir Game of Thrones eru stórfenglegir

Game of Thrones sjónvarpsþættirnir gerðir af HBO eftir bókum George R. R. Martin hafa slegið í gegn um allan heim. Áttunda og jafnframt síðasta þáttaröðin byrjaði í tökum 23. október 2017 og verður hún sýnd árið 2019. Tökur fyrir fjórar þáttaraðir hafa farið fram hér á landi, fyrir þáttaraðir tvö, þrjú, fjögur og sjö. Tökur fyrir þá síðustu munu einnig fara fram hér, í febrúar og er búist við því að tökurnar standi yfir í nokkra daga. Marie Claire tók saman yfirlit yfir nokkra tökustaði sem eru jafnfallegir í raunveruleikanum og í þáttunum og það kemur ekki á óvart að… Lesa meira

Lestrarátakið er hafið – fimm krakkar verða persónur í ofurhetjubók Ævars

Lestrarátak Ævars vísindamanns hófst í fjórða sinn þann 1. janúar síðastliðinn. Síðustu þrjú ár hafa samanlagt verið lesnar rúmlega 177 þúsund bækur í átakinu og því spennandi að sjá hvernig til tekst í þetta skiptið. Sú nýlunda verður höfð á í ár að krakkar í unglingadeild mega taka þátt og þess vegna geta nú allir í 1.-10. bekk verið með. Fyrir hverjar þrjár bækur sem krakkarnir lesa fylla þau út miða sem má finna á næsta skólabókasafni og skilja eftir þar. Því fleiri bækur sem þú lest, því fleiri miða áttu í pottinum. Þann 1. mars, þegar átakinu lýkur, verða allir miðarnir sendir… Lesa meira

Hjartasteinn, Fangar og Reynir sterki best samkvæmt könnun Klapptré

Í könnun meðal lesenda Klapptrés á bestu íslensku kvikmyndunum 2017 stóðu Hjartasteinn eftir Guðmund Arnar Guðmundsson var valin besta bíómyndin, Fangar í leikstjórn Ragnars Bragasonar var valin besta leikna þáttaröðin og Reynir sterki eftir Baldvin Z besta heimildamyndin. Rétt er að taka fram að þetta var fyrst og fremst til gamans gert og afar óvísindalegt – en gefur kannski ákveðnar vísbendingar. Hægt var að greiða atkvæði einu sinni, en fyrir tölvufróða (sem eru væntanlega margir í hópi lesenda Klapptrés) var auðvelt að hreinsa skyndiminni af vafrakökum og kjósa á ný. Leit að skotheldara kosningakerfi stendur yfir! 847 atkvæði voru greidd um bíómynd ársins, 401 um leikið sjónvarpsefni ársins… Lesa meira

Kvikmyndir með konum aðsóknarmestar í fyrsta sinn í 60 ár

Kvikmyndir með konum í aðalhlutverki voru áberandi í Hollywood árið 2017 og í fyrsta sinn í 59 ár eru þrjár aðsóknarmestu myndirnar með konum í aðalhlutverki: Star Wars: The Last Jedi, þar sem Daisy Ridley leikur Rey, Beauty and the Beast þar sem Emma Watson leikur Fríðu og Wonder Woman þar sem Gal Gadot leikur Undrakonuna. Árið 1958 voru kvikmyndirnar South Pacific með Mitzi Gaynor, Auntie Mame með Rosalind Russell og Cat on a Hot Tin Roof með Elizabeth Taylor  í efstu þremur sætunum. Árið 2018 lofar síðan góðu fyrir myndir með konum í aðalhlutverkum: Proud Mary með Taraji P.… Lesa meira

Hugmyndaríkir unglingar í Grindavík – Endurbættu bíósal

Í byrjun skólaárs ákvað nemenda- og Þrumuráð grunnskólans í Grindavík að lappa upp á bíósal Þrumunnar. Unglingarnir byrjuðu á að mála salinn steingráan, kaupa nýja sófa, fá mann í að teppaleggja, kaupa nýjan skenk undir bíótjaldið og fleira. Ráðið fékk þá góðu hugmynd að gera samstarfssamning við veitingastaðinn Papa's. Núna heitir bíósalurinn Papasbíó og í staðinn fær félagsmiðstöðin Þruman eina pizzuveislu á mánuði frá Papa's. Það eru greinilega hugmyndaríkir krakkar í Þrumunni með gott viðskiptavit. Heimild. Lesa meira

Star Wars stjörnurnar – Svipmyndir af stjörnum The Last Jedi

Í órafjarlægri vetrarbraut þá eru þau ekki alltaf í sama liði, en þegar tökum lýkur þá kemur leikurum Star Wars vel saman, hvort sem er á milli kvikmyndasena, á rauða dreglinum eða annars staðar. Elle.com tók saman nokkrar myndir af Instagram stjarnanna.   Laura Dern og Oscar Isaac https://www.instagram.com/p/BXgatGQgLY7/ Lupita Nyong'o, Joonas Suotamo, John Boyega og Kelly Marie Tran https://www.instagram.com/p/BciVn0-l1I2/ Mark Hamill https://www.instagram.com/p/BcrfG78FLja/ John Boyega og Kelly Marie Tran https://www.instagram.com/p/BchqAZqHBq0/ Gwendoline Christie og Laura Dern https://www.instagram.com/p/BcnerNQnRqF/ Rian Johnson, Daisy Ridley, Gwendoline Christie, Kelly Marie Tran, John Boyega og Mark Hamill https://www.instagram.com/p/BcNWe_alb0G/ Laura Dern og Oscar Isaac https://www.instagram.com/p/BcOKaI0n90K/ John Boyega, Daisy… Lesa meira

Endurnýtir Louis Vuitton töskur til að gera Star Wars hjálma

Ert þú Star Wars aðdáandi? Langar þig að eiga hjálm sem er algjörlega einstakur, ertu kannski líka hrifin/n af Louis Vuitton töskunum. Núna er tækifærið að sameina þetta tvennt og eignast Star Wars hjálm þar sem bútar úr Louis Vuitton töskunum eru nýttir til að skapa einstakan og sérstakan söfnunargrip. Listamaðurinn Gabriel Dishaw endurnýtir töskur, ritvélar og gamlar tölvur til að útbúa þessa einstöku Star Wars hjálma sem kosta rúmlega 265.000 kr. stykkið. Hann er einlægur aðdáandi Star Wars og segir að það hafi aðeins tímaspursmál hvenær sá áhugi myndi tengjast listsköpun hans. „Ég fann gamlar Louis Vuitton töskur þegar… Lesa meira

Myndband: Stiklan fyrir Ocean´s 8 er komin

Stiklan fyrir Ocean´s 8 er komin í fullri lengd og það er ljóst að þessi mynd verður stór. Debbie Ocean (Sandra Bullock) losnar úr fangelsi og fer beint aftur í sama farið, glæpina, með félögum sínum Rihanna, Mindy Kaling, Cate Blanchett, Awkwafina, Sarah Paulson, Helena Bonham Carter og James Corden? Verkefnið er að stela 150 milljón dollara hálsmeni frá Anne Hathaway á Met Gala. https://www.youtube.com/watch?v=MFWF9dU5Zc0   Lesa meira

Myndband: Stikla fyrir stiklu Ocean´s 8

Ocean´s 8 myndin með konum í öllum aðalhlutverkum verður frumsýnd 8. júní 2018. Á meðal stjarna myndarinnar eru Sandra Bullock, Cata Blanchett, Rihanna, Mindy Kaling, Awkwafina og fleiri. Í gær kom út 15 sekúndna stikla, eins konar kitl stikla fyrir stikluna sem kemur út í dag. Talandi um nýjar aðferðir til að gera áhorfendur spennta.       #Oceans8 trailer drops tomorrow. pic.twitter.com/jMFvbvkK8J— Oceans8Movie (@oceans8movie) December 18, 2017 Lesa meira