Pennywise að dansa er mögulega það besta á netinu í dag

Kvikmyndin It eftir sögu Stephen King hefur slegið í gegn um allan heim og eru flestir á því að hér sé um góða hryllingsmynd að ræða. Í einu atriði myndarinnar má sjá trúðinn Pennywise dansa fyrir Beverly og nú hefur einhver húmoristinn útbúið aðgang á Twitter þar sem notendur hafa sett inn myndskeiðin í nýjum búningum. Einhvern veginn er trúðurinn ekki lengur hræðilegur.   https://twitter.com/Pennywise_Dance/status/907716659359690753 https://twitter.com/Pennywise_Dance/status/910974535209496576 https://twitter.com/Pennywise_Dance/status/907750193738723329 Í júní síðastliðnum tvítaði Stephen King um að ef hann þyrfti að hlusta bara á eitt lag það sem eftir væri þá yrði það lag Mambo5 og auðvitað var því tvíti svarað núna með… Lesa meira

Ágúst Borgþór með útgáfupartý Afleiðinga

Út er komið smásagnasafnið Afleiðingar eftir Ágúst Borgþór Sverrisson. Sögurnar eru fjölbreyttar að efni en fjalla gjarnan um þær stundir þegar mannfólkið þarf að horfast í augu við afleiðingar gjörða sinna. Á miðvikudag hélt hann útgáfupartý í Eymundsson Skólavörðustíg þar sem höfundur las upp úr bókinni og boðið var upp á veitingar. Lesa má nánar um bókina hér.     Lesa meira

Karen með myndlistarsýningu og opnunarpartý í Energia

Listakonan Karen Kjerúlf hefur opnað sýningu í Energia Smáralind. Í gær var opnunarpartý þar sem fjöldi góðra gesta, vinir og ættingjar Karenar þar á meðal, mættu.   Viðtal/innlit til Karenar má lesa hér. Sýningin verður opin út október á opnunartíma Smáralindar.       Lesa meira

Spennubækur Angelu Marsons – við gefum þrjár bækur

Bækur Angelu Marsons um lögreglufulltrúann Kim Stone hafa hlotið góðar viðtökur hér á landi sem og erlendis. Þrjár bækur eru komnar út á íslensku: fyrsta bókin var Þögult óp, þá kom Ljótur leikur og nú er þriðja bókin, Týndu stúlkurnar komin út. Drápa gefur bækur Marsons út á Íslandi og hefur þegar samið um að halda áfram að gefa þær út. Þannig mun fjórða bókin, Play Dead, fara í þýðingu nú í haust og koma út í byrjun árs 2018. Í samstarfi við Drápu gefur Bleikt einum heppnum vinningshafa bækurnar þrjár sem komnar eru út á íslensku. Það sem þú þarft að… Lesa meira

Lísbet Freyja 10 ára – Besta leikkonan á kvikmyndahátíð í Ástralíu

Canberra stuttmyndahátíðin fór fram í 22. sinn 10. – 17. september síðastliðinn í Canberra í Ástralíu. Á meðal mynda sem kepptu var mynd Ragnars Snorrasonar, Engir draugar eða No Ghosts og uppskar myndin tvenn verðlaun á hátíðinni. Magnús Atli Magnússon fékk verðlaun fyrir kvikmyndatöku og Lísbet Freyja Ýmisdóttir var valin besta leikkonan. Verður það að teljast frábær árangur, því Lísbet Freyja er aðeins 10 ára og keppti við leikkonur bæði eldri að árum og reyndari í leiklistinni. Rut 8 ára mætir með föður sínum í afmælisveislu. Hin börnin biðja hana um að vera með í feluleik. Rut fer hinsvegar í… Lesa meira

Komdu í Kringluna í dag og styrktu Pieta Ísland

Góðgerðardagurinn AF ÖLLU HJARTA fer fram í Kringlunni í dag Á hverju ári standa rekstraraðilar í Kringlunni fyrir söfnunarátaki undir yfirskriftinni „Af öllu hjarta“ en þá taka verslanir og veitingastaðir hússins sig saman og gefa 5% af veltu dagsins til góðgerðarmálefnis. Í ár er málefnið Pieta samtökin og verður dagurinn helgaður málefninu með uppákomum, glæsilegum tilboðum og kynningum. Pieta samtökin safna fyrir meðferðarhúsi, húsi sem bjargar mannslífum. Söfnunarfé sem safnast í Kringlunni mun fjármagna meðferðir sem boðið verður upp á til stuðnings þeim sem eru í sjálfsvígshættu. Auk þess að gefa 5% af veltu dagsins til Pieta, bjóða fjölda verslana glæsileg tilboð. Opið verður… Lesa meira

Bar í anda Stranger Things opnar

Hópur sem kallar sig Pop Up Geeks eða Pop Up Nördar hefur opnað bar í Edinborg sem er í anda Stranger Things þáttanna. Barinn heitir að sjálfsögðu The Upside Down og ættu aðdáendur þáttanna að kannast við skreytingar inn á barnum. Drykkirnir bera að sjálfsögðu þemanöfn í anda þáttanna. Barinn verður opinn alla daga til 31. október næstkomandi og er tilvalið fyrir aðdáendur þáttanna, núverandi og verðandi, sem leið eiga um Edinborg að kíkja inn á barinn meðan þeir bíða eftir seríu tvö sem kemur á Netflix 27. október næstkomandi. Facebooksíða.             Lesa meira

Karen Kjerúlf – ljúf listakona í skapandi umhverfi

Listakonan Karen Kjerúlf málar listaverk úr olíu á fallegu heimili sínu í Norðlingaholtinu, þar fær hún innblástur úr náttúrunni, sem er beint fyrir utan stofugluggann með stórfenglegu útsýni yfir Elliðavatn. „Ég kynntist olíunni árið 2002, ég var búin að vera lengi í vatnslit og pastel áður. Ég tók að mér í fjöldamörg ár að mála andlitsmyndir í pastel eftir ljósmyndum, svo fékk ég leið á því, fór í vatnslitun og kynntist síðan olíunni, sem ég mála mest í.“ Karen er búin að fara á fjöldamörg námskeið í málun hjá Myndlistaskóla Kópavogs og fleiri listamönnum og er búin að vera í… Lesa meira

Feldu bók í dag og leyfðu öðrum að njóta

Goodreads, aðalsíðan á netinu fyrir bókaunnendur, efnir í dag til „Feldu bókina“ dagsins í tilefni af tíu ára afmæli síðunnar og í samstarfi við The Book Fairies (Bókaálfarnir). Og af hverju ekki að vera með, íslensku bókaunnendur? Við eigum öll okkar uppáhaldsbók, bók sem við mælum með við aðra, bók sem við lesum aftur og aftur, bók sem við lesum fyrir börnin okkar eða réttum þeim til að lesa þegar þau eru orðin eldri. Hvaða félagsskapur er Bókaálfarnir(The Book Fairies)? Honum tilheyra einstaklingar sem fela bækur víðsvegar um heiminn fyrir aðra til að finna, lesa og gefa áfram. Allir geta… Lesa meira

Emmy verðlaunin eru í kvöld

Emmy verðlaunin fara fram í kvöld, í 69. sinn, við hátíðlega athöfn í Microsoft Theater Los Angeles, klukkan 17 að staðartíma, miðnætti að okkar tíma. Stephen Colbert er kynnir og honum til aðstoðar við að afhenda verðlaun í hverjum flokki er fjöldi þekktra einstaklinga. Til að nefna nokkra: Nicole Kidman, Oprah Winfrey, Alec Baldwin, Reese Witherspoon, Lea Michele, Debra Messing, Jason Bateman, Jessica Biel, Anna Faris og Rashida Jones. Sjónvarpsþættirnir Westworld og Saturday Night Live eru með flestar tilnefningar, 22 hvor. Fjölmargir verðlaunaflokkar eru á Emmy, en þessi eru tilnefnd í helstu flokkum: Besta grínsería Veep (HBO) - sigurvegari Atlanta (FX) Black-ish (ABC) Master of… Lesa meira

Málverk endurgerð með lifandi módelum

Austurríski ljósmyndarinn Inge Prader hefur endurskapað nokkur af þekktustu málverkum samlanda hennar Gustav Klimt og ljósmyndir hennar gera fyrirmyndunum góð skil. Verk Klimt eru í Art Nouveau stíl, gamla nýlistin, sem vinsæll var í lista- og hönnunarheiminum nálægt aldamótunum 1990. Stíllinn er rómantískur og nokkuð kvenlegur, enda konur og þokkagyðjur vinsælt myndefni. Ljósmyndir Prader endurgera gullna tímabil Klimt frá árunum 1899 til 1910. Ljósmyndirnar voru teknar í tilefni af Life Ball, árlegum viðburði í Vín í Austurríki, sem haldinn er til að safna fé til styrktar baráttunni gegn alnæmi. Hér má sjá nokkrar ljósmyndanna ásamt fyrirmyndunum með enskum nöfnum þeirra. Heimasíða. Lesa meira

Viðburðir fimmtudags: Emmsjé Gauti, Jóhanna Guðrún, Jói Pé, Króli og Chase, Bryndís Ásmunds, Ívar og Mummi

Fimmtudagur er runninn upp og það er nóg um að vera af viðburðum í dag, kvöld og fram á nótt. Hér er stiklað á nokkrum þeirra viðburða sem hægt er að heimsækja í dag, seinnipartinn og í kvöld. Upphitun fyrir tónleika Future fer fram á Lemon Suðurlandsbraut frá kl. 11 - 14. Borgaðu með Aur og þú getur unnið miða á Future í Laugardalshöll 8. október nk. Jói Pé, Króli og Chase mæta og taka nokkur lög. Jóhönnu Guðrúnu þarf ekki að kynna fyrir landanum. Hún mun koma fram á Hard Rock Kjallaranum á fimmtudögum í vetur. Frábært tækifæri til að… Lesa meira

Kim Kardashian mætti í gegnsæjum leggings á tískuviku New York

Kim Kardashian hefur aldrei verið hrædd við að ganga í gegnsæum flíkum og á föstudaginn síðasta mætti hún í svörtum gegnsæjum leggings í viðburð á vegum tískuvikunnar í New York. Hún bætti við svörtum magabol, svörtum leðurjakka og gegnsæjum skóm og eins og sjá má á meðfylgjandi myndum þá var hún ekki í neinu yfir. Lesa meira

Jólatónleikar Eivarar – Bleikt gefur tveimur heppnum miða

ATHUGIÐ: Búið er að draga í leiknum. Eivör heldur sína fyrstu jólatónleika í Silfurbergi Hörpu laugardaginn 9.desember næstkomandi.  Um leið og miðasalan hófst seldist upp á tónleikana kl. 20 og var því bætt við aukatónleikum kl.17. Í samstarfi við Dægurfluguna ehf. gefur Bleikt miða á tónleikana kl. 17. Tveir heppnir einstaklingar fá tvo miða hver. Eivör mun leika úrval sinna uppáhalds jólalaga ásamt sínum eigin lögum. Kærir vinir Eivarar munu líta í heimsókn og syngja með henni þeirra uppáhalds jólalög. Gera má ráð fyrir hlýjum og notalegum tónleikum. Það sem þú þarft að gera til að eiga möguleika á vinningi er að: 1)… Lesa meira

Norræn kvikmyndaveisla hefst í Bíó Paradís í dag

Fimm kvikmyndir eru tilnefndar til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2017 og af því tilefni mun Bíó Paradís bjóða upp á norræna kvikmyndaveislu dagana 7. – 13. september. Úrslit verða tilkynnt miðvikudaginn 1. nóvember 2017 í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Helsinki. Kvikmyndaverðlaunin verða veitt mynd sem hefur mikið menningarlegt gildi, er framleidd á Norðurlöndum, er í fullri lengd og gerð til sýningar í kvikmyndahúsum. Myndin verður að hafa verið frumsýnd í kvikmyndahúsum á tímabilinu 1. júlí 2016 til 30. júní 2017. Verðlaunaupphæðin nemur 350 þúsund dönskum krónum og skiptist jafnt milli handritshöfundar, leikstjóra og framleiðanda. Það undirstrikar að kvikmyndagerð sem listgrein er… Lesa meira

Konur í stærri stærðum glæsilegar í nýju dagatali

Tískubloggarinn Brianna McDonnell ólst upp við að skoða tímarit á borð við Vogue, Elle og V magazine og varð hún yfir sig heilluð af draumórunum sem skapaðir eru í tískuljósmyndun. Briönnu langaði til þess að gera eitthvað sem sneri að tísku en ýtti líka undir jákvæða líkamsímynd kvenna. Hún ákvað því að gera tísku dagatal þar sem konur í stærri stærðum gætu fengið að láta ljós sitt skína á listrænan og fallegan hátt. Hún fékk því til liðs með sér fleiri tískubloggara, áhrifavalda og vini í stærri stærðum og skapaði hún dagatal fyrir árið 2018 undir myllumerkinu #BeInYourSkin. Dagatalið sýnir… Lesa meira

VMA hátíðin var í gærkvöldi – Sjáið tískuna og sigurvegara kvöldsins

VMA hátíð tónlistarstöðvarinnar MTV átti sér stað í gærkvöldi. MTV hefur tekið út kynjaskiptingu í bæði bíómynda og sjónvarpsþátta verðlaunaafhendingum og var þessi hátíð engin undantekning á því. Kendrick Lamar bar sigur úr bítum með tónlistarmyndband ársins við lagið „Humble“. Listamaður ársins var engin annar en Ed Sheeran og besti nýjasti listamaðurinn er Khalid. Lag sumarsins 2017 er „XO Tour Llif3“ með Lil Uzi Vert og besta samvinna listamanna fengu þau Taylor Swift og Zayn Malik fyrir lagið „ I don´t wanna live forever“. Það má segja að Kendrick Lamar hafi átt kvöldið þar sem hann vann ekki einungis tónlistarmyndband… Lesa meira

Hrefna Líf safnar fyrir heimkomu hundanna sinna með tónleikum

Hrefna Líf Ólafsdóttir snappari og pistlahöfundur flutti ólétt út til Spánar síðasta haust til þess að læra dýralækningar. Eftir erfiða önn í skólanum eignaðist hún sitt fyrsta barn í miðjum lokaprófum og fékk ekki undanþágu frá skólanum til þess að halda áfram námi. Hún flutti því aftur til Íslands í sumar og hefur hún leyft fylgjendum sínum á snapchat að fylgjast með ferlinu. Hrefna Líf á tvo hunda sem skipta fjölskylduna rosalega miklu máli, þau Myrru og Frosta. Þau fluttu út til Spánar með fjölskyldunni og eru þeir nú staddir í Noregi hjá vinafólki hennar og bíða þess að komast heim en flutningsferli dýra til Íslands… Lesa meira