Bókaáskorun – #26 bækur

Amtsbókasafnið á Akureyri birti á dögunum bókaáskorun á samskiptamiðlinum Facebook: „Jæja rísið úr tungusófunum og slökkvið á Netflix nú er komið að bókaáskorun!  26 bækur á einu ári er það ekki bara fínt nýjársheit? “ Áskorun þessi gengur út að hvetja fólk til að lesa að minnsta kosti 26 bækur á árinu 2018 sem nýlega er gengið í garð. Gefnar eru upp 26 hugmyndir að ýmsum bókum sem hægt er að lesa. Þar má til dæmis nefna þroskasögu, unglingabók, bók sem gerist að sumri, bók sem ögrar og svo framvegis. Með áskoruninni vill Amtsbókasafnið efla bókalestur í samfélaginu. Tungusófinn og Netflix… Lesa meira

Lestrarátakið er hafið – fimm krakkar verða persónur í ofurhetjubók Ævars

Lestrarátak Ævars vísindamanns hófst í fjórða sinn þann 1. janúar síðastliðinn. Síðustu þrjú ár hafa samanlagt verið lesnar rúmlega 177 þúsund bækur í átakinu og því spennandi að sjá hvernig til tekst í þetta skiptið. Sú nýlunda verður höfð á í ár að krakkar í unglingadeild mega taka þátt og þess vegna geta nú allir í 1.-10. bekk verið með. Fyrir hverjar þrjár bækur sem krakkarnir lesa fylla þau út miða sem má finna á næsta skólabókasafni og skilja eftir þar. Því fleiri bækur sem þú lest, því fleiri miða áttu í pottinum. Þann 1. mars, þegar átakinu lýkur, verða allir miðarnir sendir… Lesa meira

Kviknar útgáfuboð – Fyrsta alíslenska bók sinnar tegundar

Útgáfugaman Kviknar var haldið á Kaffi Laugalæk þann 1.desember. Kviknar er fyrsta alíslenska bók sinnar tegundar en hún fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Verkið hefur verið rúm 12 ár í vinnslu og því stór dagur fyrir þau sem að henni komu. Andrea Eyland Sóleyjar og Björgvinsdóttir er höfundur, Hafdís ljósmóðir bókarinnar og Aldís Pálsdóttir ljósmyndari. Þorleifur Kamban hannaði bókina en hann og Andrea stofnuðu útgáfuna Eyland & Kamban og gefa því Kviknar út sjálf. Nálgast má allar upplýsingar um Kviknar á heimasíðu bókarinnar. Lesa meira

Hús Stellu frænku – Jólaævintýri Name It

Jólin eru hátíð barnanna og það er ekkert betra í desember en að eiga góðar samverustundir með börnunum meðan jólin eru undirbúin og biðin eftir þeim styttist. Name it gefur út einstaklega fallega bók sem heitir Hús Stellu frænku og er eftir Cecilie Eken. Bókina má nálgast frítt í verslunum Name It. Emma og Kalli eiga að fara í pössun til Stellu frænku síðustu dagana fyrir jólin. Hún á heima úti í skógi, í stóru húsi sem er fullt af spennandi gripum alls staðar að úr heiminum. Börnin stíga inn í ævintýraheim þar sem ekkert er alveg eins og þau eiga… Lesa meira

Samfélagsmiðlastjarnan Sólrún Diego með útgáfuboð

Sólrún Diego er gríðarlega vinsæl á samfélagsmiðlum fyrir hreingerningarráð hennar. Það lá því næst við að koma ráðunum góðu á bók og hún er orðin að veruleika. Bókin heitir Heima og í henni er fjallað um heimilisþrif og hagnýs húsráð, fallegt uppflettirit fyrir öll heimili. Heima er gefin út af Fullt tungl, fyrirtæki Björns Braga Arnarssonar. Útgáfuboð var í gær á Hverfisbarnum og mætti fjölda góðra gesta, sem naut veitinga og nældi sér í eintök af bókinni góðu. Lesa meira

Merkismenn í útgáfuboði Manns nýrra tíma

Út er komin ævisaga Guðmundar H. Garðarssonar sem var alþingismaður um árabil, formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur og einn af helstu forystumönnum Alþýðusambandsins, svo fátt eitt sé nefnt. Björn Jón Bragason lögfræðingur og sagnfræðingur er höfundur bókarinnar, sem Skrudda gefur út. Útgáfuboð var haldið nýlega í sal Verslunarmannafélags Reykjavíkur, sem var vel við hæfi því Guðmundur var formaður félagins árin 1957-1980.   Lesa meira

Friðgeir fagnar Formanni húsfélagsins

  Fyrsta skáldsaga Friðgeirs Einarssonar, Formaður húsfélagsins, er komin út, en Friðgeir hlaut mikið lof fyrir smásagnasafn sitt á síðasta ári: Takk fyrir að láta mig vita. Bókin kemur út hjá Benedikt bókaútgáfu og var útgáfufögnuður haldinn síðastliðinn föstudag í Mengi Óðinsgötu 2. Myndir: Sigfús Már Pétursson Maður flytur í blokkaríbúð systur sinnar á meðan hann kemur undir sig fótunum. Þetta átti að vera tímabundin ráðstöfun, en fyrr en varir er húsfélagið lent á hans herðum. Formaður húsfélagsins fjallar um sambýli ókunnugra, nauðsynlegt viðhald fasteigna og margslungið tilfinningalíf íbúa fjölbýlishúsa. „Dag einn birtist auglýsing sem vekur athygli mína. Í fyrirsögn er lesandinn… Lesa meira

Komdu og búðu til þitt eigið skrímsli – Skrímslin í Hraunlandi með útgáfuteiti

Frá árinu 2011 hefur íslenska fyrirtækið Monstri ehf. handgert lítil ullarskrímsli sem hafa verið til sölu meðal annars í Rammagerðinni, Eymundsson, Vatnajökulsþjóðgarði og fleiri stöðum þar sem þau hafa fengið frábærar viðtökur hjá ferðamönnum. Monstri ehf. skrifaði undir dreifingarsamning í Japan fyrr á þessu ári og gaf í kjölfarið út bókina „The Skrimslis of Lavaland.“ Nú hefur bókin verið gefin út á íslensku og mun fyrirtækið halda útgáfuteiti í Hafnarborg Hafnarfirði þann 11. nóvember næstkomandi. „Skrímslin hafa verið mjög vinsæl hjá ferðamönnum á Íslandi en útgáfa bókarinnar á íslensku er liður í því að vaxa meira á innlendum markaði. Með… Lesa meira

„Sögurnar mínar leiða mig að áhugaverðu fólki“ – Ármann gefur út sína sautjándu bók

Ármann Reynisson gefur nú út sína sautjándu bók, Vinjettur og af því tilefni bauð hann heim til sín í útgáfuboð. „Það eru alltaf 43 sögur í hverri bók, bæði á íslensku og þýddar yfir á vandaða íslensku,“ segir Ármann. Síðustu fimm bækur hefur Lisa Marie Mahmic þýtt yfir á ensku, en fyrri bækurnar þýddi Martin Regal, en hann lést fyrr á þessu ári. „Ég er ánægður með að kona tók við, það kemur svona feminískur blær á sögurnar og svo er hún flottur þýðandi,“ segir Ármann. „Lisa er íslensk-frönsk, alin upp á Englandi í enskum skólum, flutti til Íslands fyrir… Lesa meira

Mistur ríkti í GAMMA á mánudagseftirmiðdegi

Ragnar Jónasson yfirlögfræðingur GAMMA gaf nýlega út sína níundu bók, Mistur. Af því tilefni var boðið í útgáfuhóf og mætti fjöldi manna til að fagna með Ragnari, festa kaup á bókinni og fá eiginhandaráritun. Bækur Ragnars hafa notið mikilla vinsælda og er hann einn af okkar bestu og virtustu rithöfundum. Bækur hans hafa verið þýddar á fjölda tungumála, Ragnar hefur hlotið verðlaun fyrir þær og unnið er að breski spennuþáttaröð sem byggir á bókum hans um Ara Þór, lögreglumann á Siglufirði.   Lesa meira

Húsfyllir þegar Jón Kalman sagði frá Sögu Ástu og ástarinnar

Nýjasta bók Jóns Kalmans Stefánssonar er komin út hjá Benedikt bókaútgáfu. Útgáfuboð var nýlega þar sem húsfyllir var góðra gesta. Jón Kalman las upp úr bókinni og áritaði fyrir áhugasama. Öll fæðumst við nafnlaus en erum mjög fljótlega nefnd svo það verði ögn erfiðara fyrir dauðann að sækja okkur. Foreldrar Ástu völdu nafnið meðan hún var enn í móðurkviði. Nú liggur Sigvaldi faðir hennar á steyptri stétt – af hverju liggur hann þar? – og saga fjölskyldiunnar rennur um huga hans. Þetta er saga Ástu, saga um ást í ólíkum myndum, íslenska sveit, skáldskap og menntunarþrá. Ljósmyndir: Sigurjón Ragnar. Heimasíða Benedikt.… Lesa meira

Silja skrifar sögu Sveins – útgáfuboð

Jólabókaflóðið er byrjað að rúlla og ein af mæðrum íslenskra bókmennta í dag, Silja Aðalsteinsdóttir skráir sögu Sveins R. Eyjólfsson blaðaútgefanda, Allt kann sá er bíða kann. Útgáfuboðið fór fram í Norræna húsinu í gær og mætti fjöldi góðra gesta til að fagna með Silju og næla sér í eintak. Sveinn R. Eyjólfsson kemst Íslendinga næst því að vera „dagblaðamógúll“. Hann reisti Vísi úr rústum, stofnaði Dagblaðið þegar þeir Jónas Kristjánsson yfirgáfu Vísi með hvelli og gerði það að stórveldi, síðan DV, netmiðilinn Visir.is og Fréttablaðið. Sveinn er maðurinn sem bæði sameinaði málgögn félagshyggjuaflanna og bar ábyrgð á Eimreiðarklíkunni, og… Lesa meira

Ágúst Borgþór með útgáfupartý Afleiðinga

Út er komið smásagnasafnið Afleiðingar eftir Ágúst Borgþór Sverrisson. Sögurnar eru fjölbreyttar að efni en fjalla gjarnan um þær stundir þegar mannfólkið þarf að horfast í augu við afleiðingar gjörða sinna. Á miðvikudag hélt hann útgáfupartý í Eymundsson Skólavörðustíg þar sem höfundur las upp úr bókinni og boðið var upp á veitingar. Lesa má nánar um bókina hér.     Lesa meira

Spennubækur Angelu Marsons – við gefum þrjár bækur

Athugið: Búið er að draga í leiknum. Bækur Angelu Marsons um lögreglufulltrúann Kim Stone hafa hlotið góðar viðtökur hér á landi sem og erlendis. Þrjár bækur eru komnar út á íslensku: fyrsta bókin var Þögult óp, þá kom Ljótur leikur og nú er þriðja bókin, Týndu stúlkurnar komin út. Drápa gefur bækur Marsons út á Íslandi og hefur þegar samið um að halda áfram að gefa þær út. Þannig mun fjórða bókin, Play Dead, fara í þýðingu nú í haust og koma út í byrjun árs 2018. Í samstarfi við Drápu gefur Bleikt einum heppnum vinningshafa bækurnar þrjár sem komnar eru út… Lesa meira

Feldu bók í dag og leyfðu öðrum að njóta

Goodreads, aðalsíðan á netinu fyrir bókaunnendur, efnir í dag til „Feldu bókina“ dagsins í tilefni af tíu ára afmæli síðunnar og í samstarfi við The Book Fairies (Bókaálfarnir). Og af hverju ekki að vera með, íslensku bókaunnendur? Við eigum öll okkar uppáhaldsbók, bók sem við mælum með við aðra, bók sem við lesum aftur og aftur, bók sem við lesum fyrir börnin okkar eða réttum þeim til að lesa þegar þau eru orðin eldri. Hvaða félagsskapur er Bókaálfarnir(The Book Fairies)? Honum tilheyra einstaklingar sem fela bækur víðsvegar um heiminn fyrir aðra til að finna, lesa og gefa áfram. Allir geta… Lesa meira