Bríet Kristjánsdóttir leikkona í aðalhlutverki í Los Angeles: „Ég fékk hlutverkið og flaug beint á settið hjá Youtube“

Bríet Kristjánsdóttir er íslensk leikkona sem býr og starfar úti í London. Bríet hefur bæði leikið fyrir sjónvarpsþætti og kvikmyndir en nýjasta hlutverk hennar var tekið upp í Los Angeles. Ég fékk símtal frá leikstjóra þáttanna sem bað mig að koma í prufu, ég var stödd í Kaupmannahöfn á þeim tíma svo allt áheyrnarprufu ferlið fór fram í gegnum upptökur og Skype. Á endanum fékk ég hlutverkið og flaug beint til LA á settið hjá YouTube, segir Bríet í viðtali við Bleikt.is Mikla ástríðu fyrir kvennréttindum Þættirnir sem Bríet er að leika í núna heitir Life as a Mermaid og eru fjölskylduþættir sem fjalla um hafmeyju sem býr á landi. Hafmeyjan gengur í gegnum… Lesa meira

Föstudagspartýsýning – Travolta, tónlistin, taktarnir

Komdu með á partýsýningu Saturday Night Fever, en Bíó Paradís verður með sýningu á myndinni annað kvöld kl. 20. Mættu og rifjaðu upp tónlistina sem lifað hefur í 40 ár og er enn jafn vinsæl í dag og þá, tileinkaðu þér takta Travolta og skemmtu þér konunglega. Kvikmyndin Saturday Night Fever var frumsýnd 14. desember 1977, leikstjóri var John Badham og í aðalhlutverki var John Travolta, sem þá var frekar óþekktur. Travolta leikur töffarann Tony Manero, sem vinnur sem verkamaður en ver helgunum í að drekka og dansa á diskóteki í Brooklyn, Karen Gorney leikur Stephanie Mangano, dansfélaga hans og… Lesa meira

Myndband: Ný Harry Potter mynd „um þann sem við nefnum ekki á nafn“ er komin út

Sjö mánuðum eftir að Warner Bros gaf aðdáendum Harry Potter leyfi til að gera nýja mynd um þann sem við nefnum ekki á nafn, er myndin komin á netið. Í myndinni, Voldemort: Origins of the Heir, er sögð sama Grisha McLaggen, erfingja Gryffindor, sem leitar að Tom Riddle, sem hvarf eftir að erfingi Hufflepuff var myrtur. „Við veltum fyrir okkur: Hvað varð til þess að Tom Riddle varð Voldemort? Hvað gerðist á þessum árum og hvað gerðist í Hogwart þegar hann kom til baka? Það er margt ósagt,“ segir Gianmaria Pezzato leikstjóri myndarinnar. „Þetta er saga sem vð viljum segja:… Lesa meira

Bíó: Tvær íslenskar myndir vinsælastar árið 2017 – Aðsókn dregst saman

Í fyrsta skipti síðan mælingar hófust eru tvær íslenskar kvikmyndir sem tróna á toppnum sem stærstu kvikmyndir á árinu. Þetta eru kvikmyndirnar Ég man þig sem þénaði tæpar 76,6 milljónir kr. (47.368 gestir) og Undir trénu sem þénaði 67,7 milljónir kr. (42.427 gestir). Nýjasta Star Wars myndin, The Last Jedi, var svo í þriðja sæti með 67,5 milljónir kr. í tekjur en sú kvikmynd er jafnframt sú eina þar sem aðsókn var yfir 50 þúsund manns á árinu en heildaraðsókn ársins að henni var 50.645 enda þótt kvikmyndin hafi einungis verið í sýningu frá 12. desember. Á síðustu fjórum árum… Lesa meira

Myndband: Jamie Dornan býr yfir fleiri hæfileikum en leik og magavöðvum

Það styttist í þriðju og síðustu myndina um Grey, en myndin Fifty Shades Freed verður frumsýnd hér á landi 9. febrúar næstkomandi. Sama dag kemur diskur út með tónlist myndarinnar og viti menn, aðalleikarinn, Jamie Dornan syngur þar eitt lag: Maybe I´m Amazed sem er sérstakt bónuslag. https://www.instagram.com/p/BdsgiuqADRo/ Það kemur kannski einhverjum á óvart að Dornan haldi lagi, en áður en hann hóf leiklistarferilinn þá var hann í hljómsveitinni Sons of Jim. https://www.youtube.com/watch?v=dNBIfii98Uw Lesa meira

Golden Globe 2018 – Three Billboards og Big Little Lies sigurvegarar kvöldsins

Verðlaunahátíðin Golden Globe fór fram í 75. skipti í gær. Spjallþáttastjórnandinn Seth Meyers var kynnir hátíðarinnar sem fór fram á Beverly Hilton-hótelinu í Los Angeles. Verðlaun voru veitt í 25 flokkum kvikmynda og sjónvarpsefnis. Kvikmyndin The Shape of Water fékk flestar tilnefningar, sjö talsins. Þar á meðal fyrir besta handrit og bestu leikstjórn. Kvikmyndin The Post fékk sex tilnefningar. Þar á meðal  sem besta myndin í flokki dramatískra kvikmynda og bestu leikstjórn. Þættirnir Big Little Lies fengu flestar tilnefningar hvað sjónvarpsefni varðar, sex talsins. Sigurvegarar kvöldsins eru kvikmyndin Three Billboards Outside Ebbing, Missouri sem fékk fjögur verðlaun af sex tilnefndum og sjónvarpsþáttaröðin Big Little Lies sem fékk… Lesa meira

Hjartasteinn, Fangar og Reynir sterki best samkvæmt könnun Klapptré

Í könnun meðal lesenda Klapptrés á bestu íslensku kvikmyndunum 2017 stóðu Hjartasteinn eftir Guðmund Arnar Guðmundsson var valin besta bíómyndin, Fangar í leikstjórn Ragnars Bragasonar var valin besta leikna þáttaröðin og Reynir sterki eftir Baldvin Z besta heimildamyndin. Rétt er að taka fram að þetta var fyrst og fremst til gamans gert og afar óvísindalegt – en gefur kannski ákveðnar vísbendingar. Hægt var að greiða atkvæði einu sinni, en fyrir tölvufróða (sem eru væntanlega margir í hópi lesenda Klapptrés) var auðvelt að hreinsa skyndiminni af vafrakökum og kjósa á ný. Leit að skotheldara kosningakerfi stendur yfir! 847 atkvæði voru greidd um bíómynd ársins, 401 um leikið sjónvarpsefni ársins… Lesa meira

Kvikmyndir með konum aðsóknarmestar í fyrsta sinn í 60 ár

Kvikmyndir með konum í aðalhlutverki voru áberandi í Hollywood árið 2017 og í fyrsta sinn í 59 ár eru þrjár aðsóknarmestu myndirnar með konum í aðalhlutverki: Star Wars: The Last Jedi, þar sem Daisy Ridley leikur Rey, Beauty and the Beast þar sem Emma Watson leikur Fríðu og Wonder Woman þar sem Gal Gadot leikur Undrakonuna. Árið 1958 voru kvikmyndirnar South Pacific með Mitzi Gaynor, Auntie Mame með Rosalind Russell og Cat on a Hot Tin Roof með Elizabeth Taylor  í efstu þremur sætunum. Árið 2018 lofar síðan góðu fyrir myndir með konum í aðalhlutverkum: Proud Mary með Taraji P.… Lesa meira

Hugmyndaríkir unglingar í Grindavík – Endurbættu bíósal

Í byrjun skólaárs ákvað nemenda- og Þrumuráð grunnskólans í Grindavík að lappa upp á bíósal Þrumunnar. Unglingarnir byrjuðu á að mála salinn steingráan, kaupa nýja sófa, fá mann í að teppaleggja, kaupa nýjan skenk undir bíótjaldið og fleira. Ráðið fékk þá góðu hugmynd að gera samstarfssamning við veitingastaðinn Papa's. Núna heitir bíósalurinn Papasbíó og í staðinn fær félagsmiðstöðin Þruman eina pizzuveislu á mánuði frá Papa's. Það eru greinilega hugmyndaríkir krakkar í Þrumunni með gott viðskiptavit. Heimild. Lesa meira

Star Wars stjörnurnar – Svipmyndir af stjörnum The Last Jedi

Í órafjarlægri vetrarbraut þá eru þau ekki alltaf í sama liði, en þegar tökum lýkur þá kemur leikurum Star Wars vel saman, hvort sem er á milli kvikmyndasena, á rauða dreglinum eða annars staðar. Elle.com tók saman nokkrar myndir af Instagram stjarnanna.   Laura Dern og Oscar Isaac https://www.instagram.com/p/BXgatGQgLY7/ Lupita Nyong'o, Joonas Suotamo, John Boyega og Kelly Marie Tran https://www.instagram.com/p/BciVn0-l1I2/ Mark Hamill https://www.instagram.com/p/BcrfG78FLja/ John Boyega og Kelly Marie Tran https://www.instagram.com/p/BchqAZqHBq0/ Gwendoline Christie og Laura Dern https://www.instagram.com/p/BcnerNQnRqF/ Rian Johnson, Daisy Ridley, Gwendoline Christie, Kelly Marie Tran, John Boyega og Mark Hamill https://www.instagram.com/p/BcNWe_alb0G/ Laura Dern og Oscar Isaac https://www.instagram.com/p/BcOKaI0n90K/ John Boyega, Daisy… Lesa meira

Endurnýtir Louis Vuitton töskur til að gera Star Wars hjálma

Ert þú Star Wars aðdáandi? Langar þig að eiga hjálm sem er algjörlega einstakur, ertu kannski líka hrifin/n af Louis Vuitton töskunum. Núna er tækifærið að sameina þetta tvennt og eignast Star Wars hjálm þar sem bútar úr Louis Vuitton töskunum eru nýttir til að skapa einstakan og sérstakan söfnunargrip. Listamaðurinn Gabriel Dishaw endurnýtir töskur, ritvélar og gamlar tölvur til að útbúa þessa einstöku Star Wars hjálma sem kosta rúmlega 265.000 kr. stykkið. Hann er einlægur aðdáandi Star Wars og segir að það hafi aðeins tímaspursmál hvenær sá áhugi myndi tengjast listsköpun hans. „Ég fann gamlar Louis Vuitton töskur þegar… Lesa meira

Myndband: Stiklan fyrir Ocean´s 8 er komin

Stiklan fyrir Ocean´s 8 er komin í fullri lengd og það er ljóst að þessi mynd verður stór. Debbie Ocean (Sandra Bullock) losnar úr fangelsi og fer beint aftur í sama farið, glæpina, með félögum sínum Rihanna, Mindy Kaling, Cate Blanchett, Awkwafina, Sarah Paulson, Helena Bonham Carter og James Corden? Verkefnið er að stela 150 milljón dollara hálsmeni frá Anne Hathaway á Met Gala. https://www.youtube.com/watch?v=MFWF9dU5Zc0   Lesa meira

Myndband: Stikla fyrir stiklu Ocean´s 8

Ocean´s 8 myndin með konum í öllum aðalhlutverkum verður frumsýnd 8. júní 2018. Á meðal stjarna myndarinnar eru Sandra Bullock, Cata Blanchett, Rihanna, Mindy Kaling, Awkwafina og fleiri. Í gær kom út 15 sekúndna stikla, eins konar kitl stikla fyrir stikluna sem kemur út í dag. Talandi um nýjar aðferðir til að gera áhorfendur spennta.       #Oceans8 trailer drops tomorrow. pic.twitter.com/jMFvbvkK8J— Oceans8Movie (@oceans8movie) December 18, 2017 Lesa meira

Horfðu á evrópska kvikmyndahátíð heima í stofu

Í samstarfi við RIFF býður ArteKino kvikmyndahátíðin til kvikmyndaveislu heima í stofu frá 10. - 17. desember. ArteKino hefur valið tíu framúrskarandi evrópskar kvikmyndir frá síðustu mánuðum og árum og verða þær allar aðgengilegar á netinu til 17. desember fyrir áhorfendur víðsvegar um Evrópu! ArteKino er evrópsk kvikmyndahátíð sem haldin er á netinu. Hún var stofnuð af ARTE og Festival Scope árið 2016 og í ár býðst áhorfendum frá 45 Evrópulöndum að horfa á tíu kvikmyndir með texta á fjórum tungumálum (frönsku, þýsku, ensku og spænsku). Áhorfendum býðst einnig að kjósa myndina sem hlýtur áhorfendaverðlaun að verðmæti 30,000€. Með því að kjósa gefst áhorfendum möguleiki… Lesa meira

Mulan fundin eftir ársleit

Kínverska leikkonan Liu Yifei, einnig þekkt sem Crystal Liu, hefur verið valin til að leika aðalhlutverk leikinnar endurgerðar Mulan í leikstjórn Niki Caro. Eftir árs langa leit í fimm heimsálfum þar sem yfir 1000 leikkonur spreyttu sig fyrir hlutverkið, sem felur meðal annars í sér kunnáttu í bardagalistum, enskukunnáttu og stjörnueiginleika, var Liu valin. Til að halda í menningarlegan bakgrunn myndarinnar lögðu framleiðendur áherslu á að kínverks leikkona myndi leika Hua Mulan, sem dulbýr sig sem karlmaður til að taka sæti föður síns í Kínaher á fimmtu öld. Liu hefur allt sem þarf í hlutvekið, hún ber gælunafnið „Fairy sister“… Lesa meira

Styrkur skilgreinir okkur – Einstök sýning á Stronger

Miðvikudaginn 8. nóvember næstkomandi kl. 20 í Laugarásbíói verður Bíóvefurinn(.is) með sérstaka sýningu á myndinni Stronger, með Jake Gyllenhaal í enn einu aðalhlutverkinu þar sem hann sýnir sín sterkustu tilþrif. https://www.youtube.com/watch?v=I6MN0QfQx7I Jeff Bauman lifði af sprengjutilræðið við endamark Boston-maraþonhlaupsins 15. apríl árið 2013. Þrjár manneskjur létu lífið í hryðjuverkinu og um 260 slösuðust, þar af fjórtán manns sem misstu einn eða fleiri útlimi. Jeff Var einn af þeim og missti báða fótleggi. Seinna meir varð Jeff að táknmynd vonar og fjallar myndin um hvernig hann sneri ógæfunni sér í vil. Myndinni er leikstýrt af David Gordon Green (sem m.a. gerði… Lesa meira

Beyoncé verður með í leikinni endurgerð Lion King

Aðdáendur Disney bíða með mikilli eftirvæntingu eftir leikinni endurgerð Konungs ljónanna (The Lion King frá árinu 1994). Myndin mun feta í fótspor Þyrnirósar (Cinderella), Fríða og Dýrið (Beauty and the Beast), Lísa í Undralandi (Alice in Wonderland) og Maleficent. Leikstjórinn Jon Favreau, sem einnig leikstýrði Skógarlíf (The Jungle Book) mun leikstýra Konungi ljónanna. Áætlað er að myndin komi í kvikmyndahús 19. júlí 2019 og þrátt fyrir að talsverður tími sé þangað til, þá er leikaravalið ekki af verri endanum. Og í öðru aðalhlutverkinu er engin önnur en Queen B sjálf, Beyoncé, sem leikur Nölu.   https://www.youtube.com/watch?v=GibiNy4d4gc   Lesa meira

Tíminn virðist hafa staðið í stað hjá Aliciu Silverstone

Þegar þú horfir á glænýja mynd af Aliciu Silverstone, þá myndir þú ekki trúa að það séu komin 22 ár síðan hún lék Amy Heckerling í kvikmyndinni Clueless. Gula köflótta settið smellpassar enn þá á hana. Silverstone kíkti í fataskápinn áður en hún kom fram í þættinum Lip Sync Battle  og klæddist hún ekki aðeins þessum fatnaði, heldur líka Mary Jones hnéstígvélum, sem voru þó aðeins styttri en þau sem hún klæddist í kvikmyndinni. Og hún lítur jafn frábærlega út núna og fyrir 22 árum. „Hvernig á ég að gefa sofið?,“ skrifaði gleðigjafinn Chrissy Teigen, annar þáttastjórnanda Lip Sync Battle,… Lesa meira

Fjöldi gesta á Rökkur í Smárabíói

Heiðursforsýning var á ís­lensku kvik­mynd­inni Rökk­ur í þremur sölum Smára­bíói í gær. Aðstandendur myndarinnar og fjöldi góðra gesta beið spenntur eftir að sjá nýjustu rósina í hnappagat íslenskrar kvikmyndagerðar. Rökkur fjallar um Gunnar og Einar, sem Björn Stefánsson og Sigurður Þór Óskarsson leika, sem áttu í ástarsambandi og uppgjör þeirra eftir að sambandinu lýkur. Myndin er dramatískur spennutryllir og var hún tekin upp á Snæfellsnesi. Leik­stjóri mynd­ar­inn­ar, hand­rits­höf­und­ur og einn þriggja framleiðenda er Erl­ing­ur Óttar Thorodd­sen en er þetta er hans önn­ur mynd í fullri lengd. Þrátt fyrir að myndin rati fyrst núna í kvikmyndahús á Íslandi, hefur hún verið… Lesa meira

Urðu ástfangin þegar þau léku hjón og giftu sig með leynd nú um helgina

Parið, Michael Fassbender, 40 ára, og Alicia Vikander, 29 ára, giftu sig um helgina án viðhafnar í fríi á Ibiza. Aðeins nánustu fjölskylda og vinir voru viðstödd. Á sunnudag sást til nýbökuðu hjónanna með hringa á fingrum, Fassbender með einfaldan gullhring og Vikander með demantshring. Hjónin kynntust við tökur á myndinni The Light Between Oceans árið 2014, en í henni léku þau hjón. „Ég er ekki að fara að tala um persónuleg mál mín við einhvern bláókunnugan, nema ég vilji það. Af hverju ætti ég að vilja það, ég vil það ekki,“ sagði Fassbender.   Lesa meira

Bleikt bíó: Happdrætti – varst þú dregin út?

Fimmtudaginn 28. september síðastliðinn bauð Bleikt konum í bíó í samstarfi við Sambíóin. Konur á öllum aldri fylltu salinn í Kringlubíói (og örfáir karlar læddu sér með) og skemmtu sér yfir nýjustu mynd Reese Witherspoon, Home Again. Konum bauðst að setja nafn sitt í lukkupott og við erum búnar að sækja vinningana, draga vinningshafa og viljum ólmar koma vinningum til vinningshafa sem eru eftirfarandi: Fatboy lampi, bleikur að sjálfsögðu, frá Fatboy á Íslandi: Andrea Ösp Kristinsdóttir Gjafabréf frá dúettinum Dúbilló upp á 2 klst. söngskemmtun: Sandra Mjöll Andrésdóttir Gjafapoki frá Inglot Iceland: Heiða Kristín Helgadóttir Gjafapoki frá Bláa lóninu: Helga Ingimarsdóttir Gjafabréf frá… Lesa meira

Myndband: Stiklan fyrir áttundu Star Wars er komin

Áttunda Star Wars myndin, Star Wars: The Last Jedi, verður frumsýnd hér á landi 15. desember næstkomandi. Ný stikla var frumsýnd í gær og einnig nýtt plakat. Það er ljóst að það er mikið að hlakka til fyrir aðdáendur Star Wars. https://www.youtube.com/watch?v=Q0CbN8sfihY Lesa meira