Julia Roberts leikur allar myndir sínar á 10 mínútum

Ert þú aðdáandi Juliu Roberts? Ef svo er hefur þig langað til að taka maraþon og horfa á allar myndir hennar, en ekki fundið tíma? Núna er tækifærið. Roberts mætti í vikunni í þátt James Corden, The Late Late Show, og á níu og hálfri mínútu leikur hún atriði úr sínum vinsælustu myndum. Það voru þessar klassísku eins og Notting Hill og Pretty Woman Ocean´s 11 og 12 þar sem Corden brá sér í hlutverk George Clooney og My Best Friend´s Wedding þar sem þau tóku dúett saman. https://www.youtube.com/watch?v=GtBcWxjioiM Lesa meira

Liam Neeson er hættur að leika hasarhetjur

Næsta mynd Liam Neeson, The Commuter, kemur í kvikmyndahús í byrjun árs 2018. Myndin er samkvæmt heimildum hasarmynd í B-klassa. Verður þetta líklega í síðasta sinn sem við sjáum Neeson nota sérstaka hæfileika sína til að leika miðaldra mann sem þarf að berja mann og annan til að bjarga fjölskyldu sinni, því Neeson hefur gefið út að dagar hans sem slagsmálahetju séu taldir. Í viðtali á Toronto kvikmyndahátíðinni í september gaf Neeson það út opinberlega að hann væri hættur að leika í hasarmyndum. „Það er ennþá verið að bjóða mér haar fjárhæðir fyrir að leika í slíkum myndum sagði hann… Lesa meira

Bleikt bauð í bíó – Húsfyllir og stemning í Kringlubíó

Bleikt í samstarfi við Sambíóin bauð í konubíó í Kringlubíói í gærkvöldi. Um 270 konur, ásamt örfáum karlmönnum sem læddu sér með, mættu og sáu nýjustu mynd Reese Witherspoon, Home Again. Kvikmyndin Home Again er komin í sýningu í Sambíóunum. Allar konurnar sem mættu á sýninguna gátu skráð nafn sitt í happdrætti sem Bleikt mun draga út í á mánudaginn næsta. Í verðlaun eru nokkrir vinningar, þar á meðal frá Rekkjunni, Bláa Lóninu, Inglot, dúettinum Dúbilló, Pippa partývörum, Odee, Sumac, Lífrænum matvælum og Blush, sem jafnframt gaf þeim konum sem vildu smokka í gær. Fylgist með á bleikt.is og Bleikt á Facebook, því… Lesa meira

Hann auglýsir tannlæknaþjónustu með því að leika í Star Wars

Einstaklingar með eigin fyrirtæki koma þeim á framfæri á mismunandi hátt við væntanlega viðskiptavini. Sumir kaupa prentauglýsingar, aðrir vefauglýsingar, sumir kynningar. En hann Steve Abernathy sem á tannlæknastofu í Jonesboro, Arkansas í Bandaríkjunum gerði eitthvað alveg nýtt. Hann klippti sjálfan sig inn í Star Wars. Í auglýsingunni útskýrir hann aðferðina við að nota laser við rótarfyllingar. Og viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa, sumir eru yfir sig hrifnir af auglýsingunni, meðan aðrir velta fyrir sér hvort að þetta sé lögleg auglýsing hjá Abernathy. En hann allavega vakti athygli á sér. https://www.youtube.com/watch?v=6ZCCsQ5Ts3Y Lesa meira

Bleikt bíó byrjar kl. 20

Boðssýning Bleikt.is í samstarfi við Sambíóin er á eftir og við erum mjög spenntar að hitta hóp af hressum konum. Við munum síðan draga vinninga út á mánudag frá nokkrum vel völdum fyrirtækjum. Fylgist með á bleikt.is og á Facebooksíðu Bleikt því við munum gera meira skemmtilegt með lesendum okkar. Lesa meira

Stiklan fyrir Pitch Perfect 3 er komin

Stiklan sýnir að Bellurnar hafa engu gleymt, þó að lítið hafi verið gefið upp enn þá um handrit myndarinnar. Flestar Bellurnar útskrifuðust í mynd tvö, þannig að þær geta ekki keppt sem hefðbundnar Bellur. Þær ákveða því að leggja land undir fót og fljúga til Evrópu þar sem þær hyggjast koma fram á tónleikum til að skemmta mönnum í herþjónustu þar. Það má búast við miklu fjöri og söng þegar Bellurnar mæta í kvikmyndahús korter fyrir jól. https://www.youtube.com/watch?time_continue=152&v=aVsOXRgjeeU Lesa meira

Bleikt býður í bíó – Home Again í Kringlubíói

Home Again segir frá Alice Kinney (Reese Witherspoon), sem skilur við eiginmann sinn í New York og flytur ásamt dætrum sínum aftur á æskuslóðirnar í Los Angeles, endurnýjar kynnin við gamla vinkonuhópinn og móður sína og fer að byggja upp nýtt líf fyrir sig og dætur sínar. Að áeggjan móður sinnar (Candice Bergen) leyfir hún þremur ungum og blönkum kvikmyndagerðarmönnum (Nat Wolff, Pico Alexander og Jon Rudnitsky) að flytja inn í gestahúsið. Málin flækjast svo enn frekar þegar hún hefur ástarsamband við einn þeirra. Fyrr en varir eru gestirnir þrír orðnir hluti af heimilislífinu og Alice og dætur hennar farnar… Lesa meira

Pennywise að dansa er mögulega það besta á netinu í dag

Kvikmyndin It eftir sögu Stephen King hefur slegið í gegn um allan heim og eru flestir á því að hér sé um góða hryllingsmynd að ræða. Í einu atriði myndarinnar má sjá trúðinn Pennywise dansa fyrir Beverly og nú hefur einhver húmoristinn útbúið aðgang á Twitter þar sem notendur hafa sett inn myndskeiðin í nýjum búningum. Einhvern veginn er trúðurinn ekki lengur hræðilegur.   https://twitter.com/Pennywise_Dance/status/907716659359690753 https://twitter.com/Pennywise_Dance/status/910974535209496576 https://twitter.com/Pennywise_Dance/status/907750193738723329 Í júní síðastliðnum tvítaði Stephen King um að ef hann þyrfti að hlusta bara á eitt lag það sem eftir væri þá yrði það lag Mambo5 og auðvitað var því tvíti svarað núna með… Lesa meira

Lísbet Freyja 10 ára – Besta leikkonan á kvikmyndahátíð í Ástralíu

Canberra stuttmyndahátíðin fór fram í 22. sinn 10. – 17. september síðastliðinn í Canberra í Ástralíu. Á meðal mynda sem kepptu var mynd Ragnars Snorrasonar, Engir draugar eða No Ghosts og uppskar myndin tvenn verðlaun á hátíðinni. Magnús Atli Magnússon fékk verðlaun fyrir kvikmyndatöku og Lísbet Freyja Ýmisdóttir var valin besta leikkonan. Verður það að teljast frábær árangur, því Lísbet Freyja er aðeins 10 ára og keppti við leikkonur bæði eldri að árum og reyndari í leiklistinni. Rut 8 ára mætir með föður sínum í afmælisveislu. Hin börnin biðja hana um að vera með í feluleik. Rut fer hinsvegar í… Lesa meira

Bar í anda Stranger Things opnar

Hópur sem kallar sig Pop Up Geeks eða Pop Up Nördar hefur opnað bar í Edinborg sem er í anda Stranger Things þáttanna. Barinn heitir að sjálfsögðu The Upside Down og ættu aðdáendur þáttanna að kannast við skreytingar inn á barnum. Drykkirnir bera að sjálfsögðu þemanöfn í anda þáttanna. Barinn verður opinn alla daga til 31. október næstkomandi og er tilvalið fyrir aðdáendur þáttanna, núverandi og verðandi, sem leið eiga um Edinborg að kíkja inn á barinn meðan þeir bíða eftir seríu tvö sem kemur á Netflix 27. október næstkomandi. Facebooksíða.             Lesa meira