Lay Low og Pétur Ben í fyrsta skipti saman á sviði

Tónlistarmennirnir Lay Low og Pétur Ben komu í fyrsta sinn fram saman á Menningarhátíð Seltjarnarness um síðustu helgi. Dagskrá kvöldsins sniðu þau sérstaklega fyrir hátíðina, en í henni tvinnuðu þau tónlist sína saman til að skapa einstaka upplifun. Vel var mætt á tónleikana og létu gestir vel af.   Lesa meira

„Það skemmtilegasta sem ég geri er að skapa“ – Listakonan Margrét Ósk

Listakonan Margrét Ósk Hildur Hallgrímsdóttir, eða Magga eins og hún er oftast kölluð, er sjálfmenntuð í myndlistinni og hefur haft nóg að gera í fjölbreyttum verkefnum. Hún leggur stund á nám í grafískri hönnun og er búin með fyrsta árið. Magga skapar þó ekki bara listaverk í myndlistinni, því frumburðurinn er líka á leiðinni í heiminn, en Magga á von á sér 31. desember. „Mamma segir að ég hafi byrjað að teikna um leið og ég gat haldið á blýanti,“ segir Magga sem segir innblásturinn koma alls staðar að. Hún teiknar mest með penna eða blýanti, en málar einnig akrýlmyndir og… Lesa meira

Menningin er rík á Seltjarnarnesinu

Menningarhátíð Seltjarnarness fór fram um liðna helgi og var fjöldi veglegra, áhugaverðra og skemmtilegra viðburða í boði frá fimmtudegi til sunnudags. Undirbúningur stóð yfir í eitt ár og lögðu um þrjú hundruð manns sitt af mörkum til að gera hátíðina að veruleika og sem glæsilegasta. Það var formaður menningarnefndar, Sjöfn Þórðardóttir, sem setti menningarhátíðina á fimmtudagseftirmiðdag. „Menningarstarf er veigamikill þáttur í bæjarlífinu allt árið um kring, enda eflir það bæjarbrag og ímynd Seltjarnarness út á við. Tilgangur hátíðarinnar er að auki að brjóta upp hverdagsleikann, upplýsa, fræða, skemmta og virkja mannauðinn og ná til fólksins með samveru fjölskyldu og vina.… Lesa meira

Urðu ástfangin þegar þau léku hjón og giftu sig með leynd nú um helgina

Parið, Michael Fassbender, 40 ára, og Alicia Vikander, 29 ára, giftu sig um helgina án viðhafnar í fríi á Ibiza. Aðeins nánustu fjölskylda og vinir voru viðstödd. Á sunnudag sást til nýbökuðu hjónanna með hringa á fingrum, Fassbender með einfaldan gullhring og Vikander með demantshring. Hjónin kynntust við tökur á myndinni The Light Between Oceans árið 2014, en í henni léku þau hjón. „Ég er ekki að fara að tala um persónuleg mál mín við einhvern bláókunnugan, nema ég vilji það. Af hverju ætti ég að vilja það, ég vil það ekki,“ sagði Fassbender.   Lesa meira

Hlustaðu á nýjustu plötu Pink – Beautiful Trauma komin út

Pink gaf í dag út sjöundu stúdíóplötu sína, Beautiful Trauma. Fyrsta lag plötunnar, What About Us, kom út 10. ágúst síðastliðinn og fékk góðar viðtökur. Pink flutti lagið á MTV tónlistarverðlaunahátíðinni 27. ágúst síðastliðinn ásamt syrpu af hennar vinsælustu lögum. Beautiful Trauma inniheldur 13 lög og syngur rapparinn Eminem með henni í öðru lagi plötunnar, Revenge. Lesa meira

Disney prinsessur í nútímalegri búningi

Ævintýri Disney eru listamönnum eilíf uppspretta nýrra útgáfa og hugmynda. Listamenn og hönnuðir um allan heim hafa endurgert og uppfært hetjur og skúrka ævintýranna í nýjar útgáfur, búninga og aðstæður. Einn af þeim er Fernanda Suarez, stafrænn listamaður frá Chíle, sem byrjaði á Mjallhvíti í júlí árið 2016 og hefur hún nú fært átta prinsessur Disney í nútímalegri búning. Suarez er enn að vinna að seríunni. Skoða má fleiri myndir Suarez á Facebook, Instagram, Deviant art og Patreon. Lesa meira

Bleikt bíó: Happdrætti – varst þú dregin út?

Fimmtudaginn 28. september síðastliðinn bauð Bleikt konum í bíó í samstarfi við Sambíóin. Konur á öllum aldri fylltu salinn í Kringlubíói (og örfáir karlar læddu sér með) og skemmtu sér yfir nýjustu mynd Reese Witherspoon, Home Again. Konum bauðst að setja nafn sitt í lukkupott og við erum búnar að sækja vinningana, draga vinningshafa og viljum ólmar koma vinningum til vinningshafa sem eru eftirfarandi: Fatboy lampi, bleikur að sjálfsögðu, frá Fatboy á Íslandi: Andrea Ösp Kristinsdóttir Gjafabréf frá dúettinum Dúbilló upp á 2 klst. söngskemmtun: Sandra Mjöll Andrésdóttir Gjafapoki frá Inglot Iceland: Heiða Kristín Helgadóttir Gjafapoki frá Bláa lóninu: Helga Ingimarsdóttir Gjafabréf frá… Lesa meira

Myndband: Stiklan fyrir áttundu Star Wars er komin

Áttunda Star Wars myndin, Star Wars: The Last Jedi, verður frumsýnd hér á landi 15. desember næstkomandi. Ný stikla var frumsýnd í gær og einnig nýtt plakat. Það er ljóst að það er mikið að hlakka til fyrir aðdáendur Star Wars. https://www.youtube.com/watch?v=Q0CbN8sfihY Lesa meira

Julia Roberts leikur allar myndir sínar á 10 mínútum

Ert þú aðdáandi Juliu Roberts? Ef svo er hefur þig langað til að taka maraþon og horfa á allar myndir hennar, en ekki fundið tíma? Núna er tækifærið. Roberts mætti í vikunni í þátt James Corden, The Late Late Show, og á níu og hálfri mínútu leikur hún atriði úr sínum vinsælustu myndum. Það voru þessar klassísku eins og Notting Hill og Pretty Woman Ocean´s 11 og 12 þar sem Corden brá sér í hlutverk George Clooney og My Best Friend´s Wedding þar sem þau tóku dúett saman. https://www.youtube.com/watch?v=GtBcWxjioiM Lesa meira

Liam Neeson er hættur að leika hasarhetjur

Næsta mynd Liam Neeson, The Commuter, kemur í kvikmyndahús í byrjun árs 2018. Myndin er samkvæmt heimildum hasarmynd í B-klassa. Verður þetta líklega í síðasta sinn sem við sjáum Neeson nota sérstaka hæfileika sína til að leika miðaldra mann sem þarf að berja mann og annan til að bjarga fjölskyldu sinni, því Neeson hefur gefið út að dagar hans sem slagsmálahetju séu taldir. Í viðtali á Toronto kvikmyndahátíðinni í september gaf Neeson það út opinberlega að hann væri hættur að leika í hasarmyndum. „Það er ennþá verið að bjóða mér haar fjárhæðir fyrir að leika í slíkum myndum sagði hann… Lesa meira

Allt önnur Ella færð á svið í Mosfellsbæ

Leikfélag Mosfellssveitar setur nú upp metnaðarfulla sýningu, Allt önnur Ella, í samstarfi við Tónlistardeild Listaskóla Mosfellsbæjar. Frumsýning var í gærkvöldi og upplifun gesta er á þann veg að þeir koma inn á jazzbúllu í anda sjöunda áratugarins. Rómantík og afslappað andrúmsloft umlykur þar gesti. Gestir sitja við borð í 70 manna sal, lýsing og umgjörð er seiðandi og fögur í senn. Leikarar þjóna gestum og sjá þeim fyrir veitingum og síðan hefst sýningin frjálslega og án hlés. Lög sem Ella Fidsgerald gerði fræg eru sungin af stórgóðum söngvurum ásamt hljómsveit og einnig kemur fyrir bráðfyndinn leikur og spuni í bland… Lesa meira

Stundin okkar hefst í dag – krakkar um land allt í forgrunni

Stundin okkar byrjar á ný í dag kl. 18. Undirbúningur fyrir þáttaröðina byrjaði snemma í sumar þegar um 500 krakkar komu í opnar prufur í Útvarpshúsið og létu ljós sitt skína. Síðasta vetur komu mörg hundruð krakkar fram í fjölbreyttum innslögum. Þau tóku meðal annars þátt í skrítnum íþróttagreinum, stórhættulegu spurningakeppninni, skapandi þrautum, fræddu áhorfendur um þjóðsögur og mors-stafrófið, sýndu Trix og Flink, gerðu myndbönd fyrir Söngvakeppnina og kynntu heimabæinn sinn. Í þessari þáttaröð er haldið áfram á svipaðri braut. Krakkar verða í forgrunni og áhorfendur kynnast krökkum um allt land. Í síðustu viku lauk seinni hringferðinni og hefur Stundin… Lesa meira

Stefán er konungur sálartónlistarinnar á Íslandi

Konungurinn í sálartónlistinni á Íslandi, Stefán Hilmarsson, mun stíga á stokk með hljómsveitinni Gullkistunni á Kringlukránni í kvöld. Stefán og félagar munu fara í ferðalag aftur til gullaldar bandarískrar dægurtónlistar. Sígildar perlur svartrar sálartónlistar glitra í meðförum Stefáns. Lesa meira

Bleikt bauð í bíó – Húsfyllir og stemning í Kringlubíó

Bleikt í samstarfi við Sambíóin bauð í konubíó í Kringlubíói í gærkvöldi. Um 270 konur, ásamt örfáum karlmönnum sem læddu sér með, mættu og sáu nýjustu mynd Reese Witherspoon, Home Again. Kvikmyndin Home Again er komin í sýningu í Sambíóunum. Allar konurnar sem mættu á sýninguna gátu skráð nafn sitt í happdrætti sem Bleikt mun draga út í á mánudaginn næsta. Í verðlaun eru nokkrir vinningar, þar á meðal frá Rekkjunni, Bláa Lóninu, Inglot, dúettinum Dúbilló, Pippa partývörum, Odee, Sumac, Lífrænum matvælum og Blush, sem jafnframt gaf þeim konum sem vildu smokka í gær. Fylgist með á bleikt.is og Bleikt á Facebook, því… Lesa meira

Hann auglýsir tannlæknaþjónustu með því að leika í Star Wars

Einstaklingar með eigin fyrirtæki koma þeim á framfæri á mismunandi hátt við væntanlega viðskiptavini. Sumir kaupa prentauglýsingar, aðrir vefauglýsingar, sumir kynningar. En hann Steve Abernathy sem á tannlæknastofu í Jonesboro, Arkansas í Bandaríkjunum gerði eitthvað alveg nýtt. Hann klippti sjálfan sig inn í Star Wars. Í auglýsingunni útskýrir hann aðferðina við að nota laser við rótarfyllingar. Og viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa, sumir eru yfir sig hrifnir af auglýsingunni, meðan aðrir velta fyrir sér hvort að þetta sé lögleg auglýsing hjá Abernathy. En hann allavega vakti athygli á sér. https://www.youtube.com/watch?v=6ZCCsQ5Ts3Y Lesa meira

Bleikt bíó byrjar kl. 20

Boðssýning Bleikt.is í samstarfi við Sambíóin er á eftir og við erum mjög spenntar að hitta hóp af hressum konum. Við munum síðan draga vinninga út á mánudag frá nokkrum vel völdum fyrirtækjum. Fylgist með á bleikt.is og á Facebooksíðu Bleikt því við munum gera meira skemmtilegt með lesendum okkar. Lesa meira

Kíkt á myndlistarsýningu Ellýjar á Akranesi

Elínborg Halldórsdóttir, Ellý í Q4U, er með sýningu á Akranesi, en hún hyggst selja allt og flytja til Slóvakíu, eins og fram kom í viðtali á DV. Ljósmyndari Bleikt kíkti á opnun sýningar Ellýjar síðastliðinn föstudag og smellti af nokkrum myndum. Sýningin verður opin út vikuna.   Lesa meira

Stiklan fyrir Pitch Perfect 3 er komin

Stiklan sýnir að Bellurnar hafa engu gleymt, þó að lítið hafi verið gefið upp enn þá um handrit myndarinnar. Flestar Bellurnar útskrifuðust í mynd tvö, þannig að þær geta ekki keppt sem hefðbundnar Bellur. Þær ákveða því að leggja land undir fót og fljúga til Evrópu þar sem þær hyggjast koma fram á tónleikum til að skemmta mönnum í herþjónustu þar. Það má búast við miklu fjöri og söng þegar Bellurnar mæta í kvikmyndahús korter fyrir jól. https://www.youtube.com/watch?time_continue=152&v=aVsOXRgjeeU Lesa meira

Bleikt býður í bíó – Home Again í Kringlubíói

Home Again segir frá Alice Kinney (Reese Witherspoon), sem skilur við eiginmann sinn í New York og flytur ásamt dætrum sínum aftur á æskuslóðirnar í Los Angeles, endurnýjar kynnin við gamla vinkonuhópinn og móður sína og fer að byggja upp nýtt líf fyrir sig og dætur sínar. Að áeggjan móður sinnar (Candice Bergen) leyfir hún þremur ungum og blönkum kvikmyndagerðarmönnum (Nat Wolff, Pico Alexander og Jon Rudnitsky) að flytja inn í gestahúsið. Málin flækjast svo enn frekar þegar hún hefur ástarsamband við einn þeirra. Fyrr en varir eru gestirnir þrír orðnir hluti af heimilislífinu og Alice og dætur hennar farnar… Lesa meira

Pennywise að dansa er mögulega það besta á netinu í dag

Kvikmyndin It eftir sögu Stephen King hefur slegið í gegn um allan heim og eru flestir á því að hér sé um góða hryllingsmynd að ræða. Í einu atriði myndarinnar má sjá trúðinn Pennywise dansa fyrir Beverly og nú hefur einhver húmoristinn útbúið aðgang á Twitter þar sem notendur hafa sett inn myndskeiðin í nýjum búningum. Einhvern veginn er trúðurinn ekki lengur hræðilegur.   https://twitter.com/Pennywise_Dance/status/907716659359690753 https://twitter.com/Pennywise_Dance/status/910974535209496576 https://twitter.com/Pennywise_Dance/status/907750193738723329 Í júní síðastliðnum tvítaði Stephen King um að ef hann þyrfti að hlusta bara á eitt lag það sem eftir væri þá yrði það lag Mambo5 og auðvitað var því tvíti svarað núna með… Lesa meira

Ágúst Borgþór með útgáfupartý Afleiðinga

Út er komið smásagnasafnið Afleiðingar eftir Ágúst Borgþór Sverrisson. Sögurnar eru fjölbreyttar að efni en fjalla gjarnan um þær stundir þegar mannfólkið þarf að horfast í augu við afleiðingar gjörða sinna. Á miðvikudag hélt hann útgáfupartý í Eymundsson Skólavörðustíg þar sem höfundur las upp úr bókinni og boðið var upp á veitingar. Lesa má nánar um bókina hér.     Lesa meira

Karen með myndlistarsýningu og opnunarpartý í Energia

Listakonan Karen Kjerúlf hefur opnað sýningu í Energia Smáralind. Í gær var opnunarpartý þar sem fjöldi góðra gesta, vinir og ættingjar Karenar þar á meðal, mættu.   Viðtal/innlit til Karenar má lesa hér. Sýningin verður opin út október á opnunartíma Smáralindar.       Lesa meira