Myndband: Pálmar Örn málaði málverk í hlutum

Listamaðurinn Pálmar Örn Guðmundsson notaði nýja aðferð þegar hann málaði síðustu mynd sína. Í stað þess að mála myndina sem eina heild, tók hann fyrir eitt svæði myndarinnar í einu og kláraði. „Ég málaði myndina aðeins öðruvísi en ég er vanur. Yfirleitt mála ég eina umferð alla myndina og svo fer ég að fínpússa en nú tók ég hana svæði fyrir svæði og kláraði það nokkurn veginn. Það var skemmtilegra að fylgjast með því þannig,“ segir Pálmar Örn. Hann birti árangurinn jafnóðum á Facebooksíðu sinni og tók jafnframt upp myndband af framgangi verksins. Fyrirmyndin er kaffihús í Lúxemborg, Café des Artistes. https://www.youtube.com/watch?v=GtSzMXNo21E… Lesa meira

Pétur og Polina – Heimsmeistarar í annað sinn

Pétur Gunnarsson og Polina Oddr sigruðu síðustu helgi heimsmeistaramót í flokki undir 21 árs og yngri í suður-amerískum latindönsum. Mótið sem haldið var í Disneyland í París er með sterkara móti og stóð yfir í 10 tíma. Alls voru um 100 pör sem hófu keppni og á endanum stóð Ísland uppi sem sigurvegarar. Úkraína var í öðru sæti og Rússland í þriðja sæti. Með sigrinum náðu Pétur og Polina að verja titilinn, en þau unnu sama mót árið 2016 og eru því tvöfaldir heimsmeistarar. 17 dómarar dæmdu úrslitin og sigruðu Pétur og Polina alla fimm dansana sem keppt var í.… Lesa meira

Stranger Things – Biðin er löng en verður þess virði

Ein vinsælasta þáttaröð ársins er önnur þáttaröð Stranger Things og þegar er búið að gefa grænt ljós á þá þriðju og fjórðu. Ljóst er þó að aðdáendur þurfa að bíða góða stund eftir þeirri næstu, en þriðja þáttaröð kemur ekki í sýningu fyrr en árið 2019. „Þetta pirrar aðdáendur okkar hvað það tekur langan tíma að gera hverja þáttaröð,“ segir David Harbour, sem leikur Hopper lögreglustjóra. Hann telur þó að sama hversu lög biðin verði, þá verði hún þess virði og Duffer bræður vinni eins hratt og þeir geti til að hún verði að veruleika. „Eins og allir góðir hlutir,… Lesa meira

Myndband: Sjáðu kitluna fyrir aðra seríu Jessica Jones

Marvel gaf um helgina út fyrstu kitluna fyrir aðra þáttaröð Jessicu Jones. Eins og sjá má geta aðdáendur farið að hlakka til, en þáttaröðin kemur á Netlix 8. mars 2018.   "Marvel's @JessicaJones" has unfinished business. Just don't get in her way. pic.twitter.com/nkHVmMNQRU— Marvel Entertainment (@Marvel) December 9, 2017 Lesa meira

Tamar semur ljóð um Klevis Sula „Drengurinn lést í okkar fallegu borg þar sem dauðinn lá lævís í leyni“

Sjómaðurinn og þriggja barna faðirinn, Mikael Tamar Elíasson, hefur vakið verðskuldaða athygli á samfélagsmiðlum fyrir ljóð sín. Nýjasta ljóð hans fjallar um Klevis Sula, unga manninn frá Albaníu sem lét lífið eftir hnífstunguárás á Austurvelli um síðustu helgi.  Harmleikur seilast í hugann á mér í Reykjavík lést ungur maður skiptir það máli hvaðan hann er eða er Ísland auðmjúkur staður Fólkið hans berst nú við alla þá sorg sem hamrar sem sleggja á steini „Drengurinn lést í okkar fallegu borg þar sem dauðinn lá lævís í leyni“ Með hjarta sem hafði drauma og þrár og ást til að gefa okkur… Lesa meira

Horfðu á evrópska kvikmyndahátíð heima í stofu

Í samstarfi við RIFF býður ArteKino kvikmyndahátíðin til kvikmyndaveislu heima í stofu frá 10. - 17. desember. ArteKino hefur valið tíu framúrskarandi evrópskar kvikmyndir frá síðustu mánuðum og árum og verða þær allar aðgengilegar á netinu til 17. desember fyrir áhorfendur víðsvegar um Evrópu! ArteKino er evrópsk kvikmyndahátíð sem haldin er á netinu. Hún var stofnuð af ARTE og Festival Scope árið 2016 og í ár býðst áhorfendum frá 45 Evrópulöndum að horfa á tíu kvikmyndir með texta á fjórum tungumálum (frönsku, þýsku, ensku og spænsku). Áhorfendum býðst einnig að kjósa myndina sem hlýtur áhorfendaverðlaun að verðmæti 30,000€. Með því að kjósa gefst áhorfendum möguleiki… Lesa meira

Kviknar útgáfuboð – Fyrsta alíslenska bók sinnar tegundar

Útgáfugaman Kviknar var haldið á Kaffi Laugalæk þann 1.desember. Kviknar er fyrsta alíslenska bók sinnar tegundar en hún fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Verkið hefur verið rúm 12 ár í vinnslu og því stór dagur fyrir þau sem að henni komu. Andrea Eyland Sóleyjar og Björgvinsdóttir er höfundur, Hafdís ljósmóðir bókarinnar og Aldís Pálsdóttir ljósmyndari. Þorleifur Kamban hannaði bókina en hann og Andrea stofnuðu útgáfuna Eyland & Kamban og gefa því Kviknar út sjálf. Nálgast má allar upplýsingar um Kviknar á heimasíðu bókarinnar. Lesa meira

Myndband: Dark fullorðnari útgáfa af Stranger Things

Önnur þáttaröð Stranger things kom á Netflix fyrir rúmum mánuði og ættu því flestir að vera búnir að ná rúlla henni (og jafnvel þáttaröð eitt) í gegnum tækið minnst einu sinni. En nú er komin ný þáttaröð sem líkt er við Stranger Things og því tilvalið fyrir okkur að kíkja á meðan við bíðum eftir þriðju þáttaröð Stranger Things. Dark er þýsk þáttaröð, sem lýst er með orðunum „fjölskyldusaga af yfirnáttúrulegum toga.“ Sagan fjallar um fjórar fjölskyldur í þýskum bæ, þegar tvö börn hverfa sporlaust koma brotin sambönd og tvöfalt líferni upp á yfirborðið, auk yfirnáttúrulegs leyndarmáls sem rekja má til ársins… Lesa meira

Valin besta leikkonan 81 árs að aldri – Steig á svið aftur eftir 25 ára pásu

Glenda Jackson var valin besta leikkonan á London leiklistarverðlaunahátíðinni (London Evening Standard Theatre Awards) sem haldin var á sunnudagskvöldið síðastliðið. Glenda Jackson er vel þekkt leikkona í Bretlandi og víðar og lék hún jafnt á sviði, í sjónvarpi og kvikmyndum, en hún er nýlega stigin aftur á leiklistarsviðið eftir 25 ára hlé. Í því langa hléi starfaði Jackson sem stjórnmálamaður fyrir Verkalýðsflokkinn í Bretlandi. Hlutverkið sem færði henni verðlaunin er aðalhlutverkið í King Lear. Jackson var kjörin á þing árið 1992 og það var andúð hennar á Margaret Thatcher og stjórn hennar sem varð til þess að hún bauð sig… Lesa meira

Mulan fundin eftir ársleit

Kínverska leikkonan Liu Yifei, einnig þekkt sem Crystal Liu, hefur verið valin til að leika aðalhlutverk leikinnar endurgerðar Mulan í leikstjórn Niki Caro. Eftir árs langa leit í fimm heimsálfum þar sem yfir 1000 leikkonur spreyttu sig fyrir hlutverkið, sem felur meðal annars í sér kunnáttu í bardagalistum, enskukunnáttu og stjörnueiginleika, var Liu valin. Til að halda í menningarlegan bakgrunn myndarinnar lögðu framleiðendur áherslu á að kínverks leikkona myndi leika Hua Mulan, sem dulbýr sig sem karlmaður til að taka sæti föður síns í Kínaher á fimmtu öld. Liu hefur allt sem þarf í hlutvekið, hún ber gælunafnið „Fairy sister“… Lesa meira

Hús Stellu frænku – Jólaævintýri Name It

Jólin eru hátíð barnanna og það er ekkert betra í desember en að eiga góðar samverustundir með börnunum meðan jólin eru undirbúin og biðin eftir þeim styttist. Name it gefur út einstaklega fallega bók sem heitir Hús Stellu frænku og er eftir Cecilie Eken. Bókina má nálgast frítt í verslunum Name It. Emma og Kalli eiga að fara í pössun til Stellu frænku síðustu dagana fyrir jólin. Hún á heima úti í skógi, í stóru húsi sem er fullt af spennandi gripum alls staðar að úr heiminum. Börnin stíga inn í ævintýraheim þar sem ekkert er alveg eins og þau eiga… Lesa meira

„Hann ráfaði um ljúfsárar stundir vímaður varð hann þar undir“ – Nýtt magnað ljóð frá Tamar

Sjómaðurinn og þriggja barna faðirinn, Mikael Tamar Elíasson, hefur vakið verðskuldaða athygli á samfélagsmiðlum fyrir ljóð sín. Nýjasta ljóð hans fjallar um baráttu fíkilsins. Í depurð varð fíkillinn virkur hann gróf upp sitt helsjúka myrkur hann ýtti á forboðinn rofa og grét þar sem englarnir sofa Hann ráfaði um ljúfsárar stundir vímaður varð hann þar undir deyfðin hún bjargaði honum frá hrýmköldum stöðnuðum vonum Hann ásinn með loforðin reykti restarnar tók hann og sleikti hann hallaði höfðinu aftur dofinn varð orðvana kjaftur Með hyldýpisþungann á limnum faðir vor ert þú á himnum hann fann hvernig hönd fór að síga Í… Lesa meira

Sigurður rekur íslenskan fjölmiðil í Noregi – Nýja Ísland

Sigurður Rúnarsson stóð uppi atvinnulaus árið 2013 eftir 15 ára starf í upplýsingatæknigeiranum. Hann leitaði að vinnu hér heima, sem tengdist námi hans og atvinnu, en þegar honum bauðst starf í Noregi ákvað hann að slá til og flutti út í janúar árið 2014, og starfar í dag sem forstöðumaður tölvurekstrar hjá reiknistofu samgönguráðuneytisins í Osló. „Ég er að upplagi mikill félagsmálamaður og hef starfað að þeim, var einn af stofnendum íbúasamtaka í Norðlingaholti og síðar varaformaður og formaður og þar ritstýrði ég vef samtakanna,“ segir Sigurður. „Þegar ég flutti til Noregs bauð ég fram starfskrafta mína í Íslendingafélaginu í… Lesa meira

Samfélagsmiðlastjarnan Sólrún Diego með útgáfuboð

Sólrún Diego er gríðarlega vinsæl á samfélagsmiðlum fyrir hreingerningarráð hennar. Það lá því næst við að koma ráðunum góðu á bók og hún er orðin að veruleika. Bókin heitir Heima og í henni er fjallað um heimilisþrif og hagnýs húsráð, fallegt uppflettirit fyrir öll heimili. Heima er gefin út af Fullt tungl, fyrirtæki Björns Braga Arnarssonar. Útgáfuboð var í gær á Hverfisbarnum og mætti fjölda góðra gesta, sem naut veitinga og nældi sér í eintök af bókinni góðu. Lesa meira

Merkismenn í útgáfuboði Manns nýrra tíma

Út er komin ævisaga Guðmundar H. Garðarssonar sem var alþingismaður um árabil, formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur og einn af helstu forystumönnum Alþýðusambandsins, svo fátt eitt sé nefnt. Björn Jón Bragason lögfræðingur og sagnfræðingur er höfundur bókarinnar, sem Skrudda gefur út. Útgáfuboð var haldið nýlega í sal Verslunarmannafélags Reykjavíkur, sem var vel við hæfi því Guðmundur var formaður félagins árin 1957-1980.   Lesa meira

Állistamaðurinn Odee hannar listaverk á vínflöskur

Állistamaðurinn Odee, eða Oddur Eysteinn Friðriksson, er með endalausar hugmyndir í kollinum og með mörg járn í eldinum. Nýjasta listaverkið, sem er orðið opinbert, er listaverk sem hann er að hanna á vínflöskur fyrir Brennivin America. Óvíst er hvort flaskan verði til sölu á Íslandi. „Ég hef verið í samskiptum við þá síðan í desember í fyrra um að gera með þeim listaverk,“ segir Odee í viðtali við Austurfrétt. „Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur“ Um er að ræða brennivínsflösku með norðurljósaþema, þar sem innihaldið er blandað með phosphoresence, eða maurildi, og því ekki drykkjarhæft. „Þetta veldur… Lesa meira

Maggý sýnir hestamyndir í Reiðhöllinni

Listakonan Maggý Mýrdal heldur nú málverkasýningu í Reiðhöllinni Víðidal. Og á morgun, laugardaginn 18. nóvember býður hún í vöfflupartý. Titill sýningarinnar er viðeigandi miðað við umhverfið: Ég er hestur. „Ég ætla að hafa heitt kakó, kaffi og vöfflur. Það væri gaman að sjá sem flesta,“ segir Maggý. „Það eru allir velkomnir, verður mikið fjör. Gaman að koma og kíkja á glæsilega myndlistasýningu og fá sér heitt kakó í kuldanum.“ Allir eru velkomnir. Húsið opnar kl. 14 og er opið til kl. 18. Síðasti sýningardagur er sunnudagurinn 19. nóvember. Viðburður á Facebook. Lesa meira

Friðgeir fagnar Formanni húsfélagsins

  Fyrsta skáldsaga Friðgeirs Einarssonar, Formaður húsfélagsins, er komin út, en Friðgeir hlaut mikið lof fyrir smásagnasafn sitt á síðasta ári: Takk fyrir að láta mig vita. Bókin kemur út hjá Benedikt bókaútgáfu og var útgáfufögnuður haldinn síðastliðinn föstudag í Mengi Óðinsgötu 2. Myndir: Sigfús Már Pétursson Maður flytur í blokkaríbúð systur sinnar á meðan hann kemur undir sig fótunum. Þetta átti að vera tímabundin ráðstöfun, en fyrr en varir er húsfélagið lent á hans herðum. Formaður húsfélagsins fjallar um sambýli ókunnugra, nauðsynlegt viðhald fasteigna og margslungið tilfinningalíf íbúa fjölbýlishúsa. „Dag einn birtist auglýsing sem vekur athygli mína. Í fyrirsögn er lesandinn… Lesa meira

Engin Skömm að sýningu Verzló

Listafélag Verzlunarskóla Íslands frumsýnir í kvöld leikritið Skömm. Leikritið dregur innblástur sinn frá norsku sjónvarpsþáttunum SKAM sem njóta gríðarlegra vinsælda hér á landi, en er á engan hátt nákvæmlega eins og þættirnir. Dominique Gyða Sigrúnardóttir semur handrit og leikstýrir, Daði Freyr Pétursson sér um tónlistarstjórn og Kjartan Darri Kjartansson um ljósahönnun. Leikritið fjallar um þetta tímabil sem við þekkjum öll svo vel, unglingsárin þegar við mótumst frá barni yfir í fullorðinn einstakling og þau vandamál sem koma upp á þeim árum, ásamt því góða sem gerist. Vinátta og vandræði, stríðni, afskipt ungmenni, uppteknir foreldrar, ást og hrifning, gagnkvæm ást og… Lesa meira

Myndband: Strákarnir í Stranger Things slá í gegn með Motown syrpu

Strákarnir sem eru orðnir heimsfrægir fyrir hlutverk sín í sjónvarpsþáttunum Stranger Things skipuðu áður en þeir urðu frægir í sjónvarpi kvintett ásamt James Corden (allavega samkvæmt innslagi í þætti þess síðastnefnda). Þeir stigu á svið í þætti James Corden The Late Late Show og rifjuðu upp taktana við gríðarlegan fögnuð áhorfenda. Ásamt Corden tóku þeir þriggja mínútna syrpu af Motown lögum. Grúppan heitir auðvitað Upside Downs og þeir Finn Wolfhard, Gaten Matarazzo, Caleb McLaughlin og Noah Schnapp eru jafn frábærir í henni og í sjónvarpsþáttunum. Og já Corden er líka æðislegur. https://www.youtube.com/watch?time_continue=377&v=6p-QzY5bxJ0 Lesa meira

Komdu og búðu til þitt eigið skrímsli – Skrímslin í Hraunlandi með útgáfuteiti

Frá árinu 2011 hefur íslenska fyrirtækið Monstri ehf. handgert lítil ullarskrímsli sem hafa verið til sölu meðal annars í Rammagerðinni, Eymundsson, Vatnajökulsþjóðgarði og fleiri stöðum þar sem þau hafa fengið frábærar viðtökur hjá ferðamönnum. Monstri ehf. skrifaði undir dreifingarsamning í Japan fyrr á þessu ári og gaf í kjölfarið út bókina „The Skrimslis of Lavaland.“ Nú hefur bókin verið gefin út á íslensku og mun fyrirtækið halda útgáfuteiti í Hafnarborg Hafnarfirði þann 11. nóvember næstkomandi. „Skrímslin hafa verið mjög vinsæl hjá ferðamönnum á Íslandi en útgáfa bókarinnar á íslensku er liður í því að vaxa meira á innlendum markaði. Með… Lesa meira

„Sögurnar mínar leiða mig að áhugaverðu fólki“ – Ármann gefur út sína sautjándu bók

Ármann Reynisson gefur nú út sína sautjándu bók, Vinjettur og af því tilefni bauð hann heim til sín í útgáfuboð. „Það eru alltaf 43 sögur í hverri bók, bæði á íslensku og þýddar yfir á vandaða íslensku,“ segir Ármann. Síðustu fimm bækur hefur Lisa Marie Mahmic þýtt yfir á ensku, en fyrri bækurnar þýddi Martin Regal, en hann lést fyrr á þessu ári. „Ég er ánægður með að kona tók við, það kemur svona feminískur blær á sögurnar og svo er hún flottur þýðandi,“ segir Ármann. „Lisa er íslensk-frönsk, alin upp á Englandi í enskum skólum, flutti til Íslands fyrir… Lesa meira