Femínistar sem þú þarft að þekkja

Femínismi er ekki lengur jaðarfyrirbæri. Í dag eru femínistafélög sprottin upp í flestum menntaskólum og meira að segja sumum grunnskólum. Komandi kynslóðir gera sér grein fyrir því að ójafnrétti kynjanna er tímaskekkja og þarf að útrýma. Hér eru nokkrir áhrifamiklir femínistar sem öllum áhugasömum er hollt að kynna sér. „Ég er svört, femínisti, lesbía, móðir og skáld,“ sagði Audre Lorde (18.2.1934–17.11.1992) um sjálfa sig. Audre var róttæk baráttukona fyrir jafnrétti og mannréttindum. Hún þótti snillingur í að miðla heitum tilfinningum í skáldskap sínum, sem fjallaði að mestu um borgaraleg réttindi, femínisma og sjálfsmynd svartra kvenna, og hélt ekki aftur af reiði sinni… Lesa meira

Fórnarlambi mansals neitað um vernd á Íslandi – Send úr landi ásamt eiginmanni og 8 ára dóttur

Hjónin Sunday Iserien, 32 ára, og Joy Lucky, 29 ára, eru nígerískir hælisleitendur og hafa búið hér á landi síðastliðið eitt og hálft ár. Þau komu hingað með átta ára gamalli dóttur sinni Mary snemma árs 2016 og óskuðu eftir vernd. Lífið hefur reynst þeim erfitt en þau hafa upplifað ofbeldi, hótanir, gríðarleg áföll og fátækt í Nígeríu og á Ítalíu, en þau flúðu þangað fyrir níu árum. Joy var seld í vændi þegar hún kom til Evrópu en hún hefur aldrei hlotið viðeigandi aðstoð vegna þessa. Útlendingastofnun ætlar á komandi dögum að vísa fjölskyldunni úr landi og til Nígeríu. „Mary er átta ára glaðlynd… Lesa meira

Sameinumst í Druslugöngunni á morgun og stöndum saman gegn kynferðisofbeldi

Á morgun, þann 29. júlí verður Druslugangan gengin í sjöunda sinn í Reykjavík. Gangan hefst við Hallgrímskirkju klukkan 14.00, fer þaðan niður Skólavörðustíg og Laugarveg og endar á Austurvelli þar sem við taka ræðuhöld og tónleikar. Druslugangan er samstöðuganga með þolendum kynferðisofbeldis sem hefur stækkað ört með hverju árinu síðan hún var fyrst haldin 2011. „Megin markmið göngunnar er að losa þolendur undan skömminni sem kynferðislegt ofbeldi skilur eftir sig og skila henni þangað sem hún á heima, hjá gerendum. Við berjumst gegn orðræðu sem gefur til kynna að kynferðislegt ofbeldi geti verið þolendum að kenna. Sú er aldrei raunin!… Lesa meira

Þögn rænir réttinum til að skilgreina ofbeldið

**TW** Hér erum við mætt aftur. Druslugangan í fullum blóma og þagnarmúrar tættir í sundur. Mér liggur svolítið þungt á brjósti, eitthvað sem ég hef viljað ávarpa í dálítinn tíma. Vitið þið af hverju ég deili reynslu minni af ofbeldi svo auðveldlega? Af hverju ég gengst óhikað við fortíðinni? Ég hugsa til yfirgefinnar stelpu á fimmtánda ári sem var á leiðinni heim um miðjan dag þegar frændi hennar og bekkjarbróðir reyndi, með ofbeldisfullum hætti, að nauðga henni. Ég hugsa til hennar og hvernig hún barðist, reyndi að öskra og sparka þar til líkaminn brást og svartnætti hylmdi yfir með eina,… Lesa meira

Þetta eru löndin þar sem konur eru kynferðislega ánægðastar

Það er misjafnt eftir því hvar konur búa í heiminum hversu sáttar þær eru kynferðislega. Stefnumótasíðan Victoria Milan gerði könnun á kynferðislegri ánægju kvenna í yfir 20 löndum. Markmið könnunarinnar var að finna út meðal tímann sem makar eyðir í kynferðislega ánægju kvenna. Alls tóku 6117 konur þátt í könnunni og samkvæmt niðurstöðunum bar Danmörk sigur úr býtum. Konur í Danmörku eru því kynferðislegar ánægðastar samkvæmt þessari könnun og njóta að meðaltali 44 mínútur í senn sem eru tileinkaðar þeirra ánægju. Í Bandaríkjunum njóta konur 41 mínútur að meðaltali í senn og eru því í öðru sæti. Finnskar konur eru… Lesa meira

Karlar drepa – sjálfa sig

Mig er búið að langa til að segja eitthvað lengi, það liggur á mér eins og skítugt teppi. Ég er er bæði langorður og oft skáldlegur þannig að þú veist það bara ef þú ákveður að lesa lengra, ok? Gott. Hæ rétt upp hönd ef þú hefur hugsað um að fremja sjálfsvíg, ég hef gert það, verandi karlmaður telst það varla til frétta. Það líður ekki sá mánuður að ég horfi ekki á eftir einhverjum sem ég þekki persónulega eða er tengdur einhverjum sem ég þekki sem fremur sjálfsvíg. Oft ungir strákar sem ættu að eiga framtíð, óskrifaða og bjarta, hafa… Lesa meira

Femínistastrætóinn fer í jómfrúarferð sína í dag

Hinn svokallaði KÞBAVD-vagn, sem stendur fyrir Konur Þurfa Bara Að Vera Duglegri, sem bar sigur úr býtum í hönnunarkeppni Strætó fyrr í þessum mánuði verður afhjúpaður við hátíðlega athöfn í dag. Vagninn mætir klukkan 15:15 í dag í Mjóddina og mun Lena Margrét Aradóttir, hönnuður vagnsins og hópur íslenskra femínista taka á móti honum að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Strætó. Lesa meira

„Samfélagið er oft gegnsýrt af þeirri hugsun að KÞBAVD að hlýða fyrirskipunum frá ókunnugu fólki úti í bæ“

Á mánudaginn næstkomandi ætla Stelpur rokka! að blása til pallborðsumræðna um götuáreiti. Rætt verður til dæmis um hvað götuáreiti er, hvaða áhrif það hefur á fólk og hvernig það er birtingarmynd misréttis og valdbeitingar. Pallborðsumræðurnar eru í upphafi Druslugönguviku en Druslugangan verður gengin í sjöunda sinn í Reykjavík laugardaginn 29. júlí. „Ef stelpa svarar ekki „hrósi“ og hlýðir því ekki að brosa er oft öskrað á hana í kjölfarið að hún eigi að vera þakklát og hlýða. Ef kona tjáir sig á netinu er oft stutt í að hún sé kölluð tussa, hóra, að hún sé með sand í píkunni… Lesa meira

Engin líkindi milli vaxmynda af Beyoncé og fyrirmyndarinnar – Netverjar telja sig vita ástæðuna

Nýlega hefur umræða sprottið upp á Twitter um vaxmyndir af Beyoncé. Umræðan er smá skondin en mikið frekar truflandi. Michelle Lee, ritstjóri Allure, setti inn myndir af Beyoncé vaxmyndum og skrifaði með að þær líta ekkert út eins og Beyoncé. „Kenning: Þau sem gera Beyoncé vaxmyndir hafa aldrei séð Beyoncé,“ skrifaði hún á Twitter. Theory: Beyoncé wax figure makers have never seen Beyoncé pic.twitter.com/bZ2PWCUzUs — Michelle Lee (@heymichellelee) July 19, 2017 Þó það sé nú fyrir frekar furðulegt að við mannfólkið erum dugleg að gera vaxmyndir af frægu fólki þá er það enn furðulegra að vaxmyndir af Beyoncé, ein stærsta poppstjarnan í dag, eru nánast óþekkjanlegar. Netverjar voru duglegir að tjá sig um… Lesa meira

Um káf, eignarhald og karlmennsku unglingsdrengja – „Verum fyrirmyndir sem fordæma og fyrirlíta karlrembu“

Það er ekkert svo langt síðan að litið var algjörlega framhjá grófu kynferðislegu áreiti á skemmtistöðum. Man eftir samtali við vinkonu sem sagði að svona væri þetta bara á djamminu. „Hvað á stelpa annars að gera? Nenni ekki að vera fúla pían eða vera með vesen.“ Á sama tíma, og jafnvel ennþá, voru 12 ára drengir að slá í rassinn á stelpum á skólagöngunum. Svona hefst áhrifamikill pistill Þorsteins V. Einarssonar sem ber titillinn: "Um káf, eignarhald og karlmennsku unglingsdrengja." Pistillinn birtist fyrst á Facebook síðu Þorsteins og hefur vefsíðan KÞBAVD.is einnig birt hann. Bleikt hafði samband við Þorstein og fékk góðfúslegt leyfi… Lesa meira

Sunna: „Þú getur auðveldlega elskað manneskju sem er samt ofboðslega vond við þig“

„Jæja... nú get ég ekki setið á mér lengur. Undanfarna daga hefur þetta umræðuefni hvílt á herðum mér sem gamall draugur. Stundum er of erfitt að berjast fyrir þessu öllu. Þess vegna elska ég alla þá einstaklinga sem hafa nú þegar tekið slaginn og talað fyrir hönd réttlætis og mannréttinda. Ég hef ekki getað tjáð mig of mikið því ég var svo sár... ég var svo reið og sár hvernig fólk í hugsunarleysi fer alltaf í gamla farið, afneitun, afsakanir og andúð.“ Svona byrjar pistill Sunnu Kristinsdóttur sem birtist fyrst á Facebook síðu hennar. Sunna skrifaði pistillinn eftir að mikil umræða skapaðist í kringum viðtal… Lesa meira

Risastór rappveisla í Laugardalshöll næstkomandi föstudag

Þann 7. júlí næstkomandi mun Hr. Örlygur og útvarpsþátturinn Kronik slá upp sannakallaðri rappveislu í Laugardalshöllinni, þar sem fram koma fremstu rappara landsins ásamt bandaríska rapparanum Young Thug og dúóið Krept and Konan frá Bretlandi. Það er því óhætt að segja að um hvalreka sé að ræða fyrir aðdáendur rapptónlistar á Íslandi og eitthvað sem enginn má láta fram hjá sér fara. Miðasala fer fram á Tix.is. Upphaflega stóð til að Young Thug, Krept and Konan, Emmsjé Gauti, Aron Can og Alvia Islandia myndu troða upp í Höllinni. Það eru engar ýkjur þegar sagt er að íslenska rappsenan sé í… Lesa meira

Er sorg alltaf fylgifiskur dauðsfalls?

Greinin birtist fyrst á vefsíðu Lifandi Vísindi og fékk Bleikt góðfúslegt leyfi til að birta hana með lesendum. Í Asíu er að finna allmörg menningarsvæði þar sem fólk sýnir engin ummerki sorgar í tengslum við dauðsföll. Besta dæmið er að finna á Balí. Balí er hluti Indónesíu og í rannsókn sem gerð var allmörgum árum reyndist Indónesía eina landið af þeim 75 sem rannsóknin náði til, þar sem fólk grét ekki í tengslum við andlát. Á Balí má þvert á móti sjá fólk ganga um brosandi eða jafnvel hlæjandi og segja frá andláti ástvinar. Hafi t.d. ung kona misst eiginmann… Lesa meira

Skólastofa framtíðarinnar: Nýr tæknibúnaður mun valda byltingu í kennslu

Greinin birtist fyrst á vefsíðu Lifandi Vísindi og fékk Bleikt góðfúslegt leyfi til að birta hana með lesendum. Nýr tæknibúnaður á eftir að valda byltingu í kennslu barna og unglinga. Sá tími er nánast liðinn þegar kennarar töluðu og nemendur sátu og hlustuðu. Þessi nýi útbúnaður sér til þess að virkja allan bekkinn og breyta börnunum í sína eigin leiðbeinendur, með þeim afleiðingum að þau verða langtum sneggri að læra en áður. Myndir af vélmennum að kenna börnum í Suður-Kóreu fóru eins og eldur um sinu um allan heim fyrir skemmstu. Enn sem komið er eru vélkennararnir aðeins færir um… Lesa meira

Sjáðu bestu myndirnar frá ljósmyndaverðlaunum iPhone 2017

Það þarf ekki endilega flotta og dýra myndavél til að ná góðum myndum. Það var nýlega tilkynnt 2017 iPhone ljósmyndaverðlaunin og myndirnar eru ótrúlegar. Ljósmyndarar frá yfir 140 löndum tóku þátt í keppninni og kepptu í mismunandi flokkum eins og portrett, abstrakt og lífsstíll. Sjáðu myndirnar hér fyrir neðan. #1 Dina Alfasi frá Ísrael, 1.sæti, Fólk   #2 Branda O Se frá Írlandi, 1.sæti, Ljósmyndari ársins   #3 Joshua Sarinana frá Bandaríkjunum, 2.sæti, Ferðalög   #4 Sebastiano Tomado frá New York, "Grand prize winner," Ljósmyndari ársins #5 Dongrui Yu frá Kína, 2.sæti, Dýr   #6 Magali Chesnel frá Frakklandi, 1.sæti, Tré   #7 Gabriel Ribeiro frá Brasilíu, 1.sæti, Portrett   #8 Szymon Felkel frá Póllandi, 1.sæti, Börn   #9 Barry Mayes frá Bretlandi, 3.sæti, Börn   #10 Smetanina Julia frá Rússlandi, 2.sæti, Blóm   #11 Yeow-kwang Yeo frá Singapúr, 2.sæti, Ljósmyndari ársins   #12 Maria K. Pianu frá Ítalíu, 3.sæti, „The America I Know“   #13 Varvara Vislenko frá Rússlandi, 2.sæti, Börn… Lesa meira

Ljósmyndari geymdi allt rusl í fjögur ár fyrir áhrifamikið verkefni

Árið 2011 ákvað ljósmyndarinn Antoine Repessé að hætta að henda öllu endurvinnanlegu rusli. Fjórum árum seinna hefur hann gert áhrifamikla ljósmyndaseríu sem hann kallar „#365 Unpacked.“ Serían lætur okkur hugsa um hlutverk okkar sem neytendur. Yfir þessi fjögur ár safnaði Antoine yfir 70 rúmmetrum af rusli, 1.600 mjólkurflöskum, 4.800 klósettrúllum og 800 kg af dagblöðum. Hann flokkaði ruslið fyrir myndirnar sem gerir þær enn átakanlegri. „Ákvörðunin að flokka ruslið gefur grafísk áhrif. Ég reyndi að gera fullkomna mynd sem kallar fram eitthvað truflandi,“ segir Antoine. „Ég vona að verkefnið mitt geti hvatt fram breytingar.“ Sjáðu myndirnar hans hér fyrir neðan. #1… Lesa meira

Sandra gefur út aðra bók í seríunni Hjartablóð: „Markmiðið er að fá ungar konur til að lesa“

Önnur bók Söndru B. Clausen í seríunni Hjartablóð kemur út í dag. Bókin heitir Flóttinn og er sjálfstætt framhald Fjötra sem kom út fyrir síðustu jól. Bleikt fékk Söndru til að segja okkur aðeins frá bókinni. Flóttinn er sjálfstætt framhald Fjötra sem kom út fyrir síðustu jól og er önnur bókin í seríunni Hjartablóð. Flóttinn gefur Fjötrum ekkert eftir í erótík og spennu. Við fylgjumst enn með Magdalenu Ingvarsdóttir, aðalsögupersóna bókanna, en nú er sögusviðið annað. Í lok fyrstu bókar ferðast Magda yfir hafið, alla leið til Íslands. Þar komumst við nær rótum Íslendingsins og þar með vissri fortíðarþrá svalað… Lesa meira

Tólf ára stelpa fann steingerving af risaeðlu

Greinin birtist fyrst á vefsíðu Lifandi Vísindi og fékk Bleikt góðfúslegt leyfi til birtingar. Þegar Mary Anning (1799 – 1847) var aðeins tólf ára gömul fann hún beinagrind af merkilegu sjávarskrímsli – næstum 6 metra löngu kvikindi sem líktist krókódíl og lá varðveitt í setlögum austan við litla suðurenska þorpið Lyme Regis. Þetta reyndist fyrsta fullkomna beinagrind af fiskeðlu – eða ictyosaurus – sem hafði fundist og kynnti heim risaeðlanna fyrir fræðimönnum. Fundurinn var upphaf á einstæðum ferli ungu stúlkunnar enda var hún einhver fundvísasta manneskja á þessu sviði. Mary Anning var uppi á þeim tímum þegar steingervingaleit var vinsæl… Lesa meira

„Hættum að láta eins og grillið sé vígi karlmannsins, því ótrúlegt en satt þá geta konur líka grillað“

Það hefur lengið verið sú mýta að konur kunni ekki að grilla og það sé hlutverk karlmannsins. Það er að sjálfsögðu algjört bull og á sér enga stoð í raunveruleikanum. Ingileif Friðriksdóttir skrifaði pistil sem birtist fyrst í Morgunblaðinu um konur sem grilla. Hún segir frá því þegar hún og unnusta hennar fengu grill í sameiginlega afmælisgjöf. „Þegar ég segi grill er ég ekki að tala um eitthvert lítið, krúttlegt kolagrill heldur risavaxið gasgrill,“ skrifar Ingileif í pistlinum. Hún bætir því við að með grillinu hafi fylgt bók þar sem farið var yfir meginatriði þess að vera góður grillari. Hins vegar… Lesa meira

Geta álfar fullnægt mannfólki?

Þessi áleitna spurning hefur leitað á þjóðina um árabil. Hljómsveitin Bergmál hefur ákveðið að stíga fram fyrir skjöldu og freista þess að svara spurningunni í nýju lagi sem ber heitið Nature. Þær Elsa Hildur og Selma, sem skipa hljómsveitina, hvetja fólk til að tengjast náttúrunni og njóta fullnæginga með álfum. Horfið á myndbandið! https://www.youtube.com/watch?v=cC6WG8-DSjg Lesa meira

Húrra! Fyrsta kitlan fyrir Pitch Perfect 3 er komin

Þriðja Pitch Perfect bíómyndin er á leiðinni - en það vissuð þið nú eflaust. Hún verður frumsýnd í desember á þessu ári, en fyrsta kitlan var að birtast á alnetinu. Í kitlunni fáum við að skyggnast bak við tjöldin í tökum á myndinni með leikstjóranum Trish Sie. Kitlan lofar góðu og við fáum örugglega nokkur laganna í myndinni á heilann! Gjörið svo vel! https://www.youtube.com/watch?v=vpLRHyenvNM Lesa meira

Þúsundir íbúa á litlum eyjum: Magnaðar myndir af ótrúlegu þéttbýli

Auðn, friðsæld og fallegar strendur er eitthvað sem margir sjá fyrir sér þegar orðið eyja er nefnt. Málið er ekki alltaf svo einfalt eins og meðfylgjandi myndir bera með sér. Um allan heim eru eyjur sem eru svo þéttbyggðar að engu er líkara en maður sé staddur í miðri stórborg langt inni í landi. Hér að neðan má sjá nokkrar slíkar. Malé, Maldíveyjum Maldíveyjar eru eyríki í Indlandshafi og eru þær samtals 26 talsins. Eyjan Malé er ein þeirra en í henni stendur samnefnd borg sem jafnframt er höfuðborg Maldíveyja. Þrátt fyrir að vera aðeins 5,8 ferkílómetrar að stærð eru… Lesa meira

Ótrúlegar myndir í lit frá byrjun tuttugustu aldar sýna hvernig heimurinn var

Þegar maður hugsar um gamlar ljósmyndir þá hugsar maður oftast um svarthvítar myndir. En eins og sést á þessum ótrúlegu myndum hér fyrir neðan þá hafa ljósmyndir í lit verið til lengur en margir gera sér grein fyrir! Ef af maður vildi fá ljósmynd af sér í lit fyrir 1907 þá þurfti að lita hana með mismunandi litum og litarefnum. Það voru svo tveir franskir bræður kallaðir Auguste og Louis Lumiére sem gjörbreyttu þessu með nýju ferli sem þeir kölluðu „the Autochrome Lumiére.“ Þeim tókst með aðferð sinni að taka líflegar og litríkar myndir og byltu þar með heimi ljósmyndunar.… Lesa meira

„Nú segjum við stopp“ – Gagnrýna umfjöllun Morgunblaðsins

Samtök um líkamsvirðingu sendu frá sér fréttatilkynningu fyrr í dag vegna umfjöllunar Morgunblaðsins um offitu og offituaðgerðir. Á Facebook síðu samtakanna kemur fram að Samtök um líkamsvirðingu hafa það að markmiði að stuðla að virðingu fyrir fjölbreytileika holdafars, jákvæðri líkamsmynd og heilsueflingu óháð holdafari. Fréttatilkynninguna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan: Samtök um líkamsvirðingu vilja koma á framfæri gagnrýni á viðamikla umfjöllun Morgunblaðsins og mbl.is um offitu og offituaðgerðir sunnudaginn 4. júní 2017. Umfjöllunin fer fram undir hatti heilsu en minnir raunar frekar á auglýsingu fyrir offituaðgerðir. Hingað til hefur ábyrgð offitu og þyngdartaps verið sett á viljastyrk og… Lesa meira