Grafískur hönnuður finnur Pantone liti í landslagi og borgum

Andrea Antoni er ítalskur grafískur hönnuður sem leitar að Pantone litum víðs vegar um heiminn. Hann minnir okkur á að skoða litríku náttúruna í kringum okkur, því hún er svo ótrúlega falleg. Andrea finnur Pantone liti í alls konar landslagi, borgum og bæjum. Hann tekur mynd af umhverfinu ásamt höndinni sinni sem heldur á Pantone litaspjaldi. „Sem grafískur hönnuður hef ég alltaf elskað Pantone litaspjöld, þó mun meira fyrir glaðværðina og litina heldur en þeirra ætlaða tilgangi,“ sagði Andrea við Creators. Til að sjá meira frá Andrea Antoni þá getur þá fylgt honum á Instagram. Lesa meira

Bylgja Babýlons býður þjóðinni í afmælisveislu – „Það er erfitt að muna að maður eigi afmæli með adhd“

Hvers konar manneskja heldur upp á afmælið sitt með því að bjóða fólki að stíga á svið til að henda gaman að sér? Jú, manneskja eins og Bylgja Babýlons, uppistandari og ofurkona sem verður þrítug um helgina. Í tilefni afmælisins hefur hún boðið til viðburðar á Húrra!, en viðburðinn kallar hún Þrítugs-Róst Bylgju Babýlons. Þar munu helstu grínarar landsins stíga á svið og gera grín að Bylgju í tilefni dagsins. Í lýsingu á viðburðinum stendur: Ég verð þrjátíu ára gömul í maí og af því tilefni er róst og partý á Húrra. Róst er svona eins og grill nema í… Lesa meira

María Reyndal fjallar um nauðganir: „Við erum langt frá því að gangast við því hversu almennir þessir glæpir eru og hverjir fremja þá“

Hvað gerist þegar 19 ára menntaskólastrákur er ásakaður um að nauðga stúlku? Hvernig áhrif hefur nauðgun á stúlkuna og fjölskyldu hennar, og hvernig áhrif hefur ásökunin á strákinn og hans nánustu. Þessum spurningum, ásamt fleirum, veltir María Reyndal upp í nýju útvarpsleikriti, Mannasiðir, sem verður frumflutt á Rás 1 á laugardaginn kl. 14. Í leikritinu er þetta einmitt umfjöllunarefnið. Við fáum að fylgjast með lifi stráksins sem er ásakaður um nauðgun, og stúlkunnar líka. Rödd hennar fáum við að heyra gegnum útvarpsviðtal sem hún fer í, og hefur áhrif á framvindu mála. Meira vill María ekki segja mér um leikritið,… Lesa meira

Zac Efron í hlutverki siðblinda sadistans Ted Bundy

Hjartaknúsarinn Zac Efron sem við byrjuðum flest að elska þegar High School Musical kom út ætlar að skipta um gír á næstunni og taka að sér hlutverk bandaríska raðmorðingjans Ted Bundy í fyrirhugaðri bíómynd. Bíómyndin, sem er í vinnslu, heitir Extremely Wicked, Shockingly Evil and Vile, en þar er saga Ted Bundy sögð út frá sjónarhorni kærustu hans Elizabeth Kloepfer. Það tók hana ansi langan tíma að trúa því að hennar ástkær væri svona vondur - því hann hafði náð að drepa meira en 30 konur þegar hún sigaði lögreglunni á hann. Bundy var fullkomlega siðblindur sadisti, og eins og algent… Lesa meira

Ótrúleg húðflúr sem eru ein samfelld lína

Húðflúrarinn Mo Ganji frá Berlín er meistari í að gera húðflúr sem eru ein samfelld lína en eru samt sem áður ótrúlega fallegar og listrænar myndir. Þó svo hann hafi byrjað að flúra fyrst árið 2014, hefur hann skapað sér sérstöðu í bransanum með þessari mínímalísku nálgun. „Allt hérna kemur frá sömu orkunni. Allir eru einn. Ein samfelld orka fer áfram og áfram og áfram,“ sagði hann við Washington Post um hugmyndina á bak við listina. Mo Ganji veit eitt og annað um einfaldan lífsstíl. Hann hætti í fyrirtækjavinnu þar sem hann naut mikillar velgengni til að eltast við ástríðu sína. Sjáðu verkin… Lesa meira

#EkkiNauðgast á Twitter: „Ókunnugir karlmenn nauðga sjaldnar, svo það borgar sig að þekkja enga karlmenn“

Límmiðaverkefni Þórunnar Antoníu fyrir Secret Solstice tónlistarhátíðina hefur verið harðlega gagnrýnt. Hugmyndin á bak við verkefnið er að límmiðarnir eru límdir ofan á glös og eiga að koma þá í veg fyrir að hægt sé að lauma nauðgunarlyfi ofan í þau. Við fjölluðum í gær um gagnrýni Knúz.is á límmiðana en síðan þá hafa margir opinberlega tjáð sig um verkefnið og gagnrýna það fyrir að varpa ábyrgðinni yfir á þolendur. Gagnrýnin snýr meðal annars að því að með límmiðunum sé verið að koma einstaklingum í þá stöðu að það er í þeirra höndum að vera ekki nauðgað og notkun límmiðanna… Lesa meira

Svona rænir samfélagið af okkur sköpunargleðinni: Myndband sem allir verða að sjá

Ef þú tengir við að finnast eins og þitt sanna sjálf hefur verið þaggað niður af samfélaginu þá er þetta stuttmyndin fyrir þig. Eða bara ef þú elskar fallegar og skemmtilegar stuttmyndir! Daniel Martinez Lara og Rafa Cano Mendez er fólkið á bak við þessa sjö mínútna löngu stuttmynd. Hún sýnir hvað gerist þegar við leyfum ytri þáttum að hafa áhrif á ljósið sem býr innra með okkur og hvernig það hefur áhrif á líf þeirra sem við elskum mest. Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan, það er sjö mínútur að lengd, og það er ekki verra að hafa nokkur tissjú við… Lesa meira

Knúz.is gagnrýnir verkefni Þórunnar Antoníu: „Hvers konar samfélag er það þegar konur neyðast til að líma yfir glösin sín til að forðast byrlun og nauðgun?“

Knúz.is gagnrýnir verkefni Þórunnar Antoníu um að útbúa sérstaka límmiða sem límdir eru ofan á glös og koma í veg fyrir að hægt sé að lauma nauðgunarlyfi ofan í þau. „Hugmyndin kviknaði út frá sorg og vanmáttarkennd stúlku sem er mér afar kær og var byrlað lyf á skemmtistað og nauðgað,“ sagði Þórunn Antonía í samtali við Fréttablaðið. Sama dag og Þórunn Antonía heyrði af máli konunnar tók hún við störfum sem kynningarstjóri Secret Solstice. Þegar hún var á leið á fund með auglýsingastofu ásamt teyminu sínu fékk hún hugmynd að láta búa til filmu eða miða sem fólk getur… Lesa meira

Sérfræðingar Bleikt veðja á Ítalíu – „Vona að Portúgalinn veiti honum harða samkeppni!“

Þær eru vinkonur með áhuga á Júróvisjón keppninni sem verður að teljast yfir meðallagi mikill. Eyrún og Hildur eru konurnar á bak við margar greinarnar sem við á Bleikt höfum birt og tengjast keppninni. Okkur fannst því viðeigandi að spyrja þær nokkurra spurninga og grennslast meðal annars fyrir um ástæður þessa yfirdrifna áhuga á Júróvisjón. Hvers vegna þetta áhugamál? Eyrún: Vitur maður sagði einu sinni: „Ef þú ert orðin þreytt/ur á Júróvisjón, þá ertu orðin/n þreyttur á lífinu“ og ég kýs að lifa eftir því. Það er endalaus gleði, tónlist og saga sem fylgir þessari keppni og í henni kristallast… Lesa meira

Sögustund um Júróvisjón – Kannast lesendur við hina rússnesku Intervision keppni?

Nú, þegar Júróvisjón-keppnin er haldin í Úkraínu og við höfum ekki farið varhluta af hinu kalda andrúmslofti sem ríkir milli heimamanna og gömlu herraþjóðarinnar Rússa (sjá hér), finnst okkur á Allt um Júróvisjón tilvalið að grafa aðeins í sögubókunum og rifja upp tímann þegar járntjaldið var enn uppi. Þá reyndu Sovétmenn að endurskapa Júróvisjón sín megin af þeirri ástæðu að Sovétríkin voru ekki meðlimur í sjónvarpssambandi evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU). Kommúnistaáróðursmaskínan notaði því tækifærið og sagði þegnunum að allt sem vestrið gerði, gæti kommúnisminn gert betur. Útkoman varð Intervision Song Contest. Aldrei heyrt um hana? Ekki skrýtið, því að hún var… Lesa meira

Kálfaklór og kynþokki á fyrra undankvöldi Júróvisjón

Það var heilmikið um að vera á Júróvisjon-sviðinu í Kænugarði á þriðjudagskvöldið þegar fyrri undanriðillinn fór fram. Við litum á það sem okkur fannst standa upp úr! Kvöldið hófst auðvitað á sprengju þegar sænska sjarmatröllið Robin Bengtson skrúfaði kynþokkann í botn strax á fyrstu sekúndunum lags síns, kveikti á litlu brosi og horfði beint inn í hjörtu áhorfenda! Í kjölfarið hófst skikkjusýning sem lauk eftir að skikkjan hennar Svölu blakti undir kraftmiklum söng hennar. Tvær skikkjur voru hvítar, hjá Svölu og Linditu frá Albaníu en hin georgíska Tamara skartaði rauðri skikkju. Allar sátu þær eftir og því spurning hvort það… Lesa meira

Kaffibarþjónn gerir latte listaverk sem eru eiginlega of falleg til að drekka

Fyrir koffínfíkla alls staðar frá þá er fátt jafn fallegt og að horfa á kaffibarþjóninn gera fallegt listaverk í latte kaffidrykkinn sinn. Oftast er það laufblað, blóm eða hjarta. Þessi kaffibarþjónn frá Kóreu er að taka þetta listform á allt annað stig. Kangbin Lee deilir myndum af latte listaverkunum sem hann gerir og maður getur ekki annað en velt því fyrir sér hvernig í ósköpunum hann fer að þessu. Kangbin er meistari í tækni sem hann kallar „Cremart“ og gerir hann allt frá Disney karakterum til guðdómlegs blómamynstur í lattedrykki. Sjáðu myndirnar hér fyrir neðan. Við mælum einnig með að… Lesa meira

Svona mun mannfólk líta út eftir þúsund ár samkvæmt vísindum – Myndband

Hefur þú einhvern tíman hugsað hvernig mannfólk mun líta út eftir þúsund ár? Mannveran er í stöðugri þróun og það er áhugaverð pæling að hugsa hvernig við eigum eftir að líta út eftir þúsund ár. Kannski verðum við hálf mennsk og hálf vél? Eða þegar við ætlum að heimsækja ættingja þá kíkjum við jafnvel til Mars? Tech Insider fer yfir hvernig mannfólkið mun þróast og líta út árið 3017. Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan. Hvernig lýst þér svo á framtíðina? Lesa meira

Röð laga í keppninni skiptir öllu máli – Varúð: Aðeins fyrir mikla Júrónörda!

Það er sko sannkölluð þjóðaríþrótt Júrónörda að spá í tölfræði. Reyndar er tölfræði lygilega skemmtileg og mjög margir sem hafa áhuga á henni (ekki bara Júrónördar…). Allir hafa heyrt um „dauðasætið“ sem á að vera annað lag á svið og að það sé dæmt til að gleymast í Júróvisjón o.s.frv. En hefur þetta verið skoðað ofan í kjölinn? Við settum upp spæjarahattinn og beindum stækkunargleraugunum að einmitt þessu, röð laga á svið og hver áhrif hennar geta verið fyrir framganginn. Reyndar tókum við bara saman að þessu sinni hvort röðin hefði áhrif á það að lögin kæmust upp úr undanriðlunum í… Lesa meira

Júróvisjón partý! Góðar hugmyndir

Fyrsta reglan um gott Júróvisjón-partý er að bjóða öllu skemmtilega fólkinu sem þér dettur í hug! Ekki bjóða þeim sem þú veist að sitja bara úti í horni tuðandi eða þeim sem eru ekkert að fylgjast með og vilja bara ræða um fjármagnshöft, gjaldeyrisforðann og innviði ferðaþjónustunnar! Ekki heldur þeim sem vita ekki einu sinni hver Conchita Wurst er! Þema Í góðu Júróvisjón-partýi má hafa þema, t.d. að hver og einn sé fulltrúi einnar þjóðar sem tekur þátt! Þá verður fólk að klæðast í fánalitum síns lands og vera með fána. Einnig má fá gesti til að klæða sig eins… Lesa meira

Páll Óskar fagnar: „Ekki ein sekúnda sem ég mundi breyta“

Í dag eru liðin hvorki meira né minna en 20 ár síðan Páll Óskar Hjálmtýsson flutti lagið Minn hinsti dans í aðalkeppni Eurovision í Dublin. Trúið þið þessu? Við hringdum að sjálfsögðu í Palla í tilefni dagsins og spurðum hvað honum væri efst í huga á þessum tímamótum. „Það fyrsta sem kemur upp í hugann er hversu þakklátur ég er að vera hér 20 árum síðar ennþá að búa til popptónlist - það er ekki sjálfgefið að vera ennþá til svæðis.“ Það vildi svo skemmtilega til að í gær skaust nýjasti smellur Palla, lagið Einn dans, í toppsæti vinsældalista. „Hinsti… Lesa meira

Paper með Svölu er komið út á táknmáli

Við á Bleikt fögnum þessu góða framtaki Eurovision-stjörnunnar okkar. Hér er vinningslag ársins komið út á táknmáli. Það eru þær Kolbrún Völkudóttir og Elsa G. Björnsdóttir sem túlka lagið í myndbandinu sem Gunnar Snær Jónsson leikstýrði. Gjörið svo vel! https://www.youtube.com/watch?v=T-PdK8Sku_U Lesa meira

Sjáðu hvernig leiðtogar heimsins litu út á sínum yngri árum

Sjáðu hvernig núverandi og fyrrum leiðtogar heimsins litu út þegar þeir voru yngri. Leiðtogar eins og Vladimir Putin, Margaret Thatcher, Bashar al-Assad, Fidel Castro og Barack Obama. Skoðaðu myndirnar hér fyrir neðan sem Bored Panda tók saman. #1 Joseph Stalin, 1902.   #2 Bill Clinton tekur í höndina á bandaríkjaforseta John F. Kennedy í Hvíta húsinu. 24. júlí, 1963.   #3 Átján ára Elísabet Englandsprinsessa á meðan hún var í hernum. Hún keyrði og lagaði jeppa, 1945. Áhugaverður fróðleiksmoli: Í fagnaðarlátunum við stríðslok seinni heimstyrjaldarinnar var hún sú eina af fjöldanum og fylgdist með föður sínum, Georgi VI Englandskonungi veifa… Lesa meira

Neðanjarðalestakerfi Tókýó er algjör hryllingur á háannatíma

Michael Wolf er þýskur ljósmyndari staðsettur í Tókýó. Hann býður manni einstaka sýn á japönsku höfuðborgina með því að taka myndir af fólki í neðanjarðarlestinni á háannatíma. Myndirnar sýna hryllinginn sem fólk þarf að þola, en fólk með innilokunarkennd ætti að forðast lestirnar á þessum tíma, og ekki klæða sig í of þykk föt ef dæma má gufuna og svitann sem sést á mörgum myndunum. Michael tók fyrst eftir troðnum lestum Tókýó árið 1995. Eftir það hefur hann eytt árum að fara í neðanjarðarlestirnar vopnaður myndavélinni sinni og tekur myndir af hryllingnum sem neðanjarðarlestakerfi Tókýó er á háannatíma. „Þú ert að… Lesa meira

Ljósmyndir sem sýna hvað heimurinn getur verið ótrúlegur

Heimurinn sem við lifum í er ótrúlegur, sumir eiga erfitt með að sjá magnaða eiginleika heimsins, allar náttúruperlurnar og manngerð meistaraverk, en það þarf bara að horfa á heiminn frá réttu sjónarhorni. Til að hjálpa við það hefur Bright Side tekið saman nokkrar ljósmyndir, frá öllum heimshornum, sem eiga eftir að sýna þér svo sannarlega hvað heimurinn er stórfenglegur. #1 Herbergi í neðansjávarhóteli í Dubai. #2 Skúlptúrinn ‚Inertia‘ í neðansjávarsafni, MUSA. #3 „The glass trail of terror“ í Kína – 1,430 metrar á hæð. #4 Hreinasta vatn í heimi – Melissani Lake, Grikkland. #5 Vegurinn í gegnum Death Valley í Bandaríkjunum. #6 Skuggi… Lesa meira

Magnað myndband frá Neil deGrasse Tyson um vísindi

„Kæri Facebook alheimur Í þessu fjögurra mínúta löngu myndbandi um „Vísindi í Ameríku“ eru mögulega mikilvægustu orð sem ég hef nokkurn tíma sagt. Eins og alltaf, en sérstaklega þessa dagana, haltu áfram að líta upp,“ skrifaði Neil deGrasse Tyson með eftirfarandi myndbandi. Við mælum með að þú horfir á það, magnað myndband með mikilvæg skilaboð. Lesa meira

Götulist sem blandast fullkomlega með náttúrunni

Götulist getur verið ótrúlega falleg, stundum er götulistin gerð með tilliti til náttúrunar þar í kring og lagt áherslu á að blanda þessu tvennu saman. Hér eru myndir af götulist sem blandast fullkomlega með náttúrunni! #1 #2 #3 #4 #5 #6 #7 #8 #9 #10 #11 #12 #13 #14 #15 #16 #17 #18 #19 #20 Bored Panda tók saman. Sjáðu fleiri myndir hér. Lesa meira

Ólétt sýrlensk-amerísk kona rappar um höfuðklúta í frábæru tónlistarmyndbandi

Mona Haydar er sýrlensk-amerísk kona sem býr í New York. Hún er ljóðskáld og listamaður og var að gefa út sitt fyrsta tónlistarmyndband. Myndbandið er við rapplagið „Hijabi“ og það var tekið upp þegar hún var komin átta mánuði á leið. Tunde Olaniran leikstýrði myndbandinu sem fagnar valdeflingu múslímskra kvenna jafnt sem annara kvenna. Myndbandið fjallar um höfuðklúta, eða hijab, og í textanum koma fram fávísar spurningar sem múslímskar konur fá reglulega varðandi höfuðklútinn sinn: „What that hair look like? Bet that hair look nice. Don‘t that make you sweat Don‘t that feel to tight?“ Myndbandið hefur vakið mikla athygli… Lesa meira

Chaka Khan – sjálf drottning fönksins – opnar Secret Solstice!

Drottning fönksins, Chaka Khan mun opna Secret Solstice-tónlistarhátíðina á veglegri opnunarhátíð sem haldin verður fimmtudaginn 15. júní, daginn áður en hátíðin hefst formlega. Verður þetta í fyrsta skipti sem sérstök opnunarhátíð er haldin fyrir hátíðina síðan hún var gangsett árið 2014. Á opnunarkvöldinu munu ásamt henni koma fram hin goðsagnakennda hljómsveit SSSól og stuðboltarnir í Fox Train Safari. Holy B elskar hana „Ég elska Chaka Khan og hef dreymt um að spila með henni alla ævi, það er ótrúlegur heiður að vera að hita upp fyrir hana á opnunarhátíð Secret Solstice,“ segir sjálfur forsprakki sveitarinnar SSSÓL, Helgi Björnsson. Bætist þetta… Lesa meira