Glowie gerir geggjaðan samning við plöturisa – Meikar það í útlöndum!

Söngkonan Glowie (Sara Pétursdóttir) var að undirrita samning við útgáfurisann Columbia í Bretlandi. Mbl greindi frá þessu í morgun. Glowie hefur unnið mikið að undanförnu með Pálma Ragnari Ásgeirssyni, lagahöfundi, sem er meðlimur StopWaitGo-teymisins. Lestu meira: Þegar Sara var að stíga sín fyrstu skref í tónlistinni birtum við á Bleikt viðtal við hana. Lestu það hér. Sindri Ástmarsson er umboðsmaður Glowie, en í samtali við Mbl segir hann að mörg plötufyrirtæki hafi sýnt söngkonunni áhuga og að hún hafi geta valið milli risanna. Sindri er enginn nýgræðingur þegar kemur að því að slá í gegn á erlendri grundu, hann var… Lesa meira

Stórfréttir úr íslenska sirkusheiminum – Ungfrú Hringaná að meika það í útlöndum!

Rétt í þessu bárust stórfréttir úr sirkusheiminum inn á ritstjórnarskrifstofu Bleikt. Sirkuslistakonan Ungfrú Hringaná, sem margir kannast við úr sirkus- og kabarettsýningum hérlendis er komin á samning hjá enska sirkusnum Let's Circus, og mun ferðast með honum um Bretlandseyjar í maí. Margrét Erla Maack hjá Reykjaví Kabarett segir að íslenska kabarettfjölskyldan gleðjist fyrir hönd Ungfrú Hringaná. „Þetta er ótrúlegt tækifæri og búið að vera lengi í bígerð. Við kabarettfjölskyldan erum ótrúlega stolt, bæði af henni og að hún sé hluti af okkur, enda er hún sviðslistamanneskja á heimsmælikvarða.“ Áður en ferðalagið hefst mun Ungfrú Hringaná sýna listir sínar á aprílsýningu Reykjavík… Lesa meira

Tíu leiðir til þess að forðast vonbrigði í lífinu

Öllum þykir sárt að verða fyrir vonbrigðum en til allrar hamingju eru þau ekki nauðsynlegur hluti af lífinu. Ritstjórn Bleikt ákvað að sökkva sér í málið og kanna hvað það er sem veldur okkur vonbrigðum, hvers vegna og hvernig við getum forðast vonbrigði lífsins fyrir fullt og allt. Það er einfaldara en þú heldur – og ferlið byrjar hér: Kauptu ekki heilt net af avókadó í Bónus Þú kaupir þau grjóthörð og ef þau mýkjast eru þau orðin mygluð. Þessi fjárfesting er uppskrift að vonbrigðum – og þú ert lukkunnar pamfíll ef eitt þeirra er ætilegt. Svaraðu ekki pósti frá… Lesa meira

Eva Pandora var ólétt í kosningabaráttunni: „Ég myndi ekkert endilega mæla með þessu“

Eva Pandora Baldursdóttir hefur verið í fæðingarorlofi síðan hún var kjörin á þing í haust. Þótt hún njóti tímans með dótturinni er hún orðin spennt að taka sæti á þingi. Eva féllst á að gefa lesendum Akureyri Vikublaðs sínar uppáhaldsuppskriftir.„Maðurinn minn eldar oftast á heimilinu. Ég er ekki sérstaklega góður kokkur sem er frekar leiðinlegt þar sem mér finnst voðalega gaman að borða góðan mat. Það væri skemmtilegt að geta eldað hann sjálf,“ segir Eva Pandora Baldursdóttir á Sauðárkróki. Lesa meira

Svanfríður: „Í dag vitum við að femínismi er nauðsynlegur“

Svanfríður Inga Jónasdóttir, fyrrverandi þingmaður og fyrsta konan sem varð bæjarstjóri á Dalvík, segir ungar konur í dag upp til hópa kraftmiklar og orðnar miklu öruggari en þær voru þegar hún byrjaði í stjórnmálum. Í viðtali við Akureyri Vikublað, sem lesa má hér, segir Svanfríður gaman að sjá nýja hópa taka við keflinu. Þegar hún var ung hafði hún ekki hugmyndaflug til að eiga drauma um að láta að sér kveða í pólitík: „Þegar við vinkonurnar í gagnfræðaskóla vorum að pæla í hvað við ætluðum að verða þegar við yrðum stórar markaðist val okkar af umhverfinu og þeim konum sem… Lesa meira

Svala fór í Carpool Karaoke með Selmu Björns og Jóhönnu Guðrúnu – Myndband

Það gefur auga leið að Svala Björgvins ætlar sér að sigra Söngvakeppnina á laugardaginn og ná langt í Júróvisjón keppninni í Úkraínu í maí. Það byrjar auðvitað á því að læra af þeim bestu – enda bauð hún Selmu Björnsdóttur og Jóhönnu Guðrúnu á rúntinn á dögunum í skemmtilegri stælingu á Carpool Karaoke sem er fastur liður í spjallþáttum James Corden. Eins og alþjóð veit hafnaði Selma í öðru sæti í keppninni árið 1999 með lagið All Out Of Luck. Jóhanna Guðrún náði jafnlangt og Selma árið 2008 með laginu Is It True. Og nú ætlar Svala alla leið með… Lesa meira

Tara rekur sitt eigið fyrirtæki og hannar sína eigin augnháralínu: „Ég ákvað loksins að treysta á sjálfa mig“

Tara Brekkan er förðunarfræðingur og kennari í Reykjavík. Að auki rekur hún sitt eigið fyrirtæki, Törutrix.is, sem er netverslun enn sem komið. Það er búið að vera nóg að gera hjá henni upp á síðkastið, en hún hefur verið upptekin við að byggja upp fyrirtækið sitt, kenna, vera virk á Snapchat og farða. Tilvera Töru snýst þó ekki einungis um að vinna og vera algjör #GirlBoss. Auk þess að hafa brennandi áhuga á förðun hefur hún gaman að því að teikna, ferðast, dansa, fíflast og hlæja. Bleikt fékk Töru til að svara nokkrum spurningum um Törutrix.is, hvernig það var að… Lesa meira

Konan sem er að trylla íslenska prjónara úr spenningi!

„Síðasta haust stóðum við hjónin frammi fyrir því að reyna að finna fleiri tekjumöguleika fyrir sauðféð, eða hætta að vera með kindurnar,“ segir Hulda Brynjólfsdóttir, en hún er konan sem er að gera íslenska prjónara, já og reyndar prjónara víða um heim, mjög spennta um þessar mundir. Hulda er kennari og bóndi, fædd og uppalin í sveit og hefur alltaf haft hesta, hunda og kindur í kringum sig. Hulda býr núna í Rangárvallasýslu. „Þegar ég flutti í hingað var ég fyrst um sinn án hesta og kinda, en hafði hund með mér og þá kom mér á óvart að það… Lesa meira

Þórdís Nadia – „Náttúrulega falleg og hef ekki þörf fyrir að stríla mig upp “

Þessi kona segir hlutina nákvæmlega eins og þeir eru. Hún er líka mislynd - en á sama tíma sjúklega skemmtileg, eins og allir vita sem hafa lært magadans hjá henni í Kramhúsinu. Þórdís Nadia Semichat vinnur annars á daginn sem textasmiður hjá Íslensku auglýsingastofunni og sum kvöld dansar hún og glensar með snillingunum í Reykjavík Kabarett. Einu sinni gaf hún líka út grjóthart rapplag! Við fengum þessa fjölhæfu listagyðju til að svara nokkrum spurningum fyrir lesendur Bleikt. Gjörðu svo vel Nadia! Persónuleiki þinn í fimm orðum? Fyndin, hreinskilin, pirruð, skilningsrík, kaldhæðin. Hver er þinn helsti veikleiki? Ég er eiginlega háð sterkum… Lesa meira

Kjarnakonur NASA í aðalhlutverki hjá Lego

Fimm konur sem starfa sem vísindamenn hjá bandarísku geimferðastofnuninni NASA verða gerðar að Legoköllum, eða réttara sagt Legokonum, í nýjum dótakassa sem kemur út á næsta ári. Greint er frá þessu á vef CNN. Þær Sally Ride, fyrsta bandaríska konan sem fór upp í geim, Nancy Grace Roman, sem vann við gerð Hubble-geimsjónaukans, Mae Jemison, fyrsta blökkukonan sem fór upp í geim ásamt Margaret Hamilton og Katherine Johnson, sem unnu að því að koma mönnum til tunglsins á sínum tíma, verða allar gerðar ódauðlegar í Lego-kubbum. „Konur NASA“ er hugarfóstur Maiu Weinstock sem starfar hjá MIT-háskólanum en hún sendi þetta… Lesa meira

„Ég held að við séum öll fullfær um að velja það klósett sem hentar okkur“ – Ugla útskýrir

„Kynjalöggur er svona fólk sem skiptir sér af því hvaða fólk er inn á klósettinu og heldur að það sé svaka harðkjarna að benda manneskju á að hún sé nú örugglega ekki á réttu klósetti því þeim finnst hún vera of karlmannleg eða kvenleg.“ Þetta segir Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir í pisti sem birtist á Vísi í dag. Í pistlinum fjallar Ugla um hversu þreytandi það er fyrir trans fólk að færa rök fyrir mikilvægi þess að kynlaus klósett standi til boða á almennum stöðum, og að nemendur í Háskóla Íslands fái að nota sitt réttafn innan háskólakerfisins, burtséð frá… Lesa meira

Steini Glimmer – „Með fullt af ADD og ADHD og stútfullan haus af hugmyndum“

Steini Glimmer er ekki týpan sem situr auðum höndum. Hann rekur fataverslunina Steini á Skólavörðustíg, þar sem hann selur meðal annars sitt eigið tískumerki, og svo er hann með gistiheimilið Reykjavík Rainbow á besta stað í 101. Við píndum Steina til að setjast niður í nokkrar mínútur og svara spurningum fyrir lesendur Bleikt. Það tókst - og hér er afraksturinn. Gjörðu svo vel Steini Glimmer! Persónuleiki þinn í fimm orðum? Mjög metnaðarfullur, hæfileikaríkur, glaðlyndur og hress, með fullt af ADD og ADHD og stútfullan haus af hugmyndum. Hver er þinn helsti veikleiki? Ég á alltof auðvelt með að hleypa fólki… Lesa meira

Kettir og Ísfólkið á Alvarpinu – „Einskonar Twilight síns tíma nema í hundraðasta veldi“

Þessu hafa margir beðið eftir - hlaðvarpsþætti sem fjallar um hina stórkostlegu sögu af Ísfólkinu og ketti á internetinu. Furðulegt að það sé fyrst núna árið 2017 í boði fyrir almenning að hlýða á. Um er að ræða þáttinn Ískisur sem hóf nýlega göngu sína á Alvarpinu. Við á Bleikt einhentum okkur í að ná sambandi við þáttastjórnendur til að spyrja þær nokkurra spurninga. Ískisur, hverjar eruð þið? Við erum þrjár vinkonur: Birna, Helga og Kristín. Birna er búsett á Reyðarfirði langt frá stressi stórborgarinnar. Þar sinnir hún vinnu, börnum og manni af alúð ásamt því að elta blakbolta og… Lesa meira

Álfheiður ætlar að verða vélstjóri: „Það ætti ekki að skipta máli hvað er á milli fótanna á þér“

Hvað vilt þú verða þegar þú verður stór? Ég man vel eftir því þegar ég var á lokaári í grunnskóla og þurfti að taka þá ákvörðun um það í hvaða framhaldsskóla ég vildi fara í, og hvað ég ætlaði nú að verða í framtíðinni. Ég var nokkurn vegin með hugmynd um hvað ég vildi gera. Ég vildi læra bifvélavirkjun einfaldlega af því að pabbi er bifvélavirki og ég hafði oft verið að brasa í skúrnum með honum og þar kviknaði áhuginn á vélfræðinni. Ég sótti um nám í Borgarholtsskóla og hóf nám í grunndeild málmiðna, þar kynntist ég rennismíðinni og… Lesa meira

16 ára stúlka rekin heim úr skólanum fyrir að vera of mikið förðuð

Móðir 16 ára stelpu í Nottinghamshire er reið út í skólayfirvöld eftir að dóttir hennar, Jazzmin, var rekin úr skólanum vegna þess að hún var of mikið förðuð á skólatíma. Móðir stúlkunnar, Rachel Barr, sagðist ekki hafa séð Jazzmin áður en hún fór í skólann svo eftir að hafa fengið símtalið frá skólanum var hún tilbúin að skamma hana þegar hún kæmi heim. Nema að þegar hún sá hana þá sá hún varla að hún væri förðuð. Jazzmin notar ekki oft snyrtivörur fyrir skólann og farðaði sig í þetta skipti með smá farða, augabrúnapensli og highlighter. Þegar hún kom í… Lesa meira

Ertu með frábæra hugmynd – Vantar þig pening til að framkvæma hana?

Styrkir til atvinnumála kvenna hafa verið veittir síðan 1991 og eru ætlaðar konum eða fyrirtækjum í meirihlutaeigu kvenna (51%). Allar konur sem búa yfir viðskiptahugmynd eða verkefni sem uppfyllir skilyrði um eignarhald, nýnæmi og atvinnusköpun geta sótt um. Við á Bleikt erum sjúk í að sjá konur koma frábærum hugmyndum í framkvæmd. Við ákváðum þess vegna að heyra í Ásdísi Guðmundsdóttur sem er verkefnastjóri hjá Vinnumálastofnun og kvenna fróðust um styrki til atvinnumála kvenna. Hér eru helstu upplýsingar sem konur þurfa að hafa fyrir umsókn um styrk: Hægt er að sækja um styrk til að gera viðskiptaáætlun, til markaðssetningar og… Lesa meira

Prinsessu er nauðgað í partýi – Sól Hilmars gerði magnað verkefni um nauðgunarmenningu

Sól Hilmarsdóttir stundar nám í myndskreytingu við Leeds College of Art. Hún vakti athygli okkar á Bleikt vegna verkefnis sem var hluti af BA ritgerð hennar þar sem hún skoðar nauðgunarmenningu í poppkúltúr. Með ritgerðinni varnn hún sjálfstætt myndskreytt verk, nútímaútgáfu af ævintýrinu um Þyrnirós. Við fengum að heyra meira um verkefnið. „Bókin sjálf fjallar um unga „prinsessa“ sem fer í partý, er byrlað og svo nauðgað af „prinsinum“ á meðan aðrir gestir í partýinu senda sms, Facebook skilaboð og dreifa slúðri um stúlkuna og lauslæti hennar.“ Sól fór í gegnum mikla heimildavinnu fyrir ritgerðina. „Þar á meðal var mikið… Lesa meira

Sjö algeng mistök sem er hægt að forðast í atvinnuviðtölum

Það getur verið mjög stressandi að fara í atvinnuviðtal og sést stressið gjarnan á líkamstjáningunni. Maður fiktar í hárinu sínu, á erfitt með að halda augnsambandi og kinkar ákaft kolli. Atvinnuviðtöl eru mikilvæg og geta skipt sköpum þegar kemur að því hvort maður fær draumavinnuna eða ekki. Þegar maður er meðvitaður um líkamstjáningu sína er hægt að forðast þessi sjö algengu mistök sem Lifehacker fór yfir. Lestu yfir ráðin hér fyrir neðan, þau gætu hjálpað þér í næsta atvinnuviðtali. 1. Ekkert augnsamband Rannsókn um augnsamband sem var framkvæmd á vegum New York State Psychiatric Institute bendir til þess að vöntun á augnsambandi… Lesa meira

Vertu sjálfselsk/ur á morgnana – Það gæti bjargað vinnudeginum þínum

Öll eigum við misjafna vinnudaga sama hversu hart við leggjum af okkur. Hvernig maður byrjar daginn og forgangsraðar verkefnum getur þó haft gríðarleg áhrif. Hefurðu lent í því að komast ekki yfir þau verkefni sem þú hefur sett í forgang vegna þess að aðrir krefjast athygli þinnar? Þetta er þekkt vandamál. Þess vegna er ein af áhrifaríkustu leiðunum til að byrja vinnudaginn af krafti að vera algjörlega sjálfselskur, það er að segja, að tileinka þér og engum öðrum fyrsta klukkutíma hvers vinnudags. Andrew Merle hjá lífsstilsvefnum motto segir þetta eina áhrifaríkustu leiðina til að gera sem mest úr vinnudeginum. Þessi… Lesa meira

Camilla Rut fékk óvænta athygli – „Leyndur eiginleiki sem hefur hingað til bara fengið að njóta sín í svefnherberginu“

Bloggarinn og snapparinn Camilla Rut bjóst líklega ekki eftir að ferillinn mundi leiða hana í þá átt sem raunin varð í morgun þegar hún rakst á mynd af fótum sínum á Instagram-reikningnum footloversrejoice: https://www.instagram.com/p/BPZBS1iDymD/?taken-by=footloversrejoice Camilla Rut er bloggari hjá mamie.is og vinsæll snappari undir nafninu camyklikk. Hún er mamma og er á leið upp að altarinu í byrjun febrúar til að giftast æskuástinni! „Ég sá myndina þegar ég vaknaði í morgun, viðkomandi hafði þá taggað mig í henni til að vera alveg viss um að ég sæi hana,“ sagði Camilla þegar við á Bleikt höfðum samband við hana í dag.… Lesa meira

„Hvíta fólkið getur setið við tölvuskjáinn sinn og valið barn sem því líst vel á“

Sara Mansour, unga baráttukonan sem við á Bleikt dáumst að, hefur ýmislegt að segja um hjálparstarf. Í þessu myndbandi veltir hún upp allskonar atriðum varðandi það hvernig við veljum að verja þeim peningum sem við ákveðum að setja í hjálparstarf. Sara vill sjá okkur snúa baki við hugmyndinni um hvíta frelsarann, og að hjálparstarf verði í staðinn „vinna milli jafningja að sameiginlegu markmiði“. Myndbandið á eftir að vekja þig til umhugsunar. Gjörðu svo vel Sara! https://www.facebook.com/sarammansour96/videos/1521201964558379/ Lesa meira