Steini Glimmer – „Með fullt af ADD og ADHD og stútfullan haus af hugmyndum“

Steini Glimmer er ekki týpan sem situr auðum höndum. Hann rekur fataverslunina Steini á Skólavörðustíg, þar sem hann selur meðal annars sitt eigið tískumerki, og svo er hann með gistiheimilið Reykjavík Rainbow á besta stað í 101. Við píndum Steina til að setjast niður í nokkrar mínútur og svara spurningum fyrir lesendur Bleikt. Það tókst - og hér er afraksturinn. Gjörðu svo vel Steini Glimmer! Persónuleiki þinn í fimm orðum? Mjög metnaðarfullur, hæfileikaríkur, glaðlyndur og hress, með fullt af ADD og ADHD og stútfullan haus af hugmyndum. Hver er þinn helsti veikleiki? Ég á alltof auðvelt með að hleypa fólki… Lesa meira

Kettir og Ísfólkið á Alvarpinu – „Einskonar Twilight síns tíma nema í hundraðasta veldi“

Þessu hafa margir beðið eftir - hlaðvarpsþætti sem fjallar um hina stórkostlegu sögu af Ísfólkinu og ketti á internetinu. Furðulegt að það sé fyrst núna árið 2017 í boði fyrir almenning að hlýða á. Um er að ræða þáttinn Ískisur sem hóf nýlega göngu sína á Alvarpinu. Við á Bleikt einhentum okkur í að ná sambandi við þáttastjórnendur til að spyrja þær nokkurra spurninga. Ískisur, hverjar eruð þið? Við erum þrjár vinkonur: Birna, Helga og Kristín. Birna er búsett á Reyðarfirði langt frá stressi stórborgarinnar. Þar sinnir hún vinnu, börnum og manni af alúð ásamt því að elta blakbolta og… Lesa meira

Álfheiður ætlar að verða vélstjóri: „Það ætti ekki að skipta máli hvað er á milli fótanna á þér“

Hvað vilt þú verða þegar þú verður stór? Ég man vel eftir því þegar ég var á lokaári í grunnskóla og þurfti að taka þá ákvörðun um það í hvaða framhaldsskóla ég vildi fara í, og hvað ég ætlaði nú að verða í framtíðinni. Ég var nokkurn vegin með hugmynd um hvað ég vildi gera. Ég vildi læra bifvélavirkjun einfaldlega af því að pabbi er bifvélavirki og ég hafði oft verið að brasa í skúrnum með honum og þar kviknaði áhuginn á vélfræðinni. Ég sótti um nám í Borgarholtsskóla og hóf nám í grunndeild málmiðna, þar kynntist ég rennismíðinni og… Lesa meira

16 ára stúlka rekin heim úr skólanum fyrir að vera of mikið förðuð

Móðir 16 ára stelpu í Nottinghamshire er reið út í skólayfirvöld eftir að dóttir hennar, Jazzmin, var rekin úr skólanum vegna þess að hún var of mikið förðuð á skólatíma. Móðir stúlkunnar, Rachel Barr, sagðist ekki hafa séð Jazzmin áður en hún fór í skólann svo eftir að hafa fengið símtalið frá skólanum var hún tilbúin að skamma hana þegar hún kæmi heim. Nema að þegar hún sá hana þá sá hún varla að hún væri förðuð. Jazzmin notar ekki oft snyrtivörur fyrir skólann og farðaði sig í þetta skipti með smá farða, augabrúnapensli og highlighter. Þegar hún kom í… Lesa meira

Ertu með frábæra hugmynd – Vantar þig pening til að framkvæma hana?

Styrkir til atvinnumála kvenna hafa verið veittir síðan 1991 og eru ætlaðar konum eða fyrirtækjum í meirihlutaeigu kvenna (51%). Allar konur sem búa yfir viðskiptahugmynd eða verkefni sem uppfyllir skilyrði um eignarhald, nýnæmi og atvinnusköpun geta sótt um. Við á Bleikt erum sjúk í að sjá konur koma frábærum hugmyndum í framkvæmd. Við ákváðum þess vegna að heyra í Ásdísi Guðmundsdóttur sem er verkefnastjóri hjá Vinnumálastofnun og kvenna fróðust um styrki til atvinnumála kvenna. Hér eru helstu upplýsingar sem konur þurfa að hafa fyrir umsókn um styrk: Hægt er að sækja um styrk til að gera viðskiptaáætlun, til markaðssetningar og… Lesa meira

Prinsessu er nauðgað í partýi – Sól Hilmars gerði magnað verkefni um nauðgunarmenningu

Sól Hilmarsdóttir stundar nám í myndskreytingu við Leeds College of Art. Hún vakti athygli okkar á Bleikt vegna verkefnis sem var hluti af BA ritgerð hennar þar sem hún skoðar nauðgunarmenningu í poppkúltúr. Með ritgerðinni varnn hún sjálfstætt myndskreytt verk, nútímaútgáfu af ævintýrinu um Þyrnirós. Við fengum að heyra meira um verkefnið. „Bókin sjálf fjallar um unga „prinsessa“ sem fer í partý, er byrlað og svo nauðgað af „prinsinum“ á meðan aðrir gestir í partýinu senda sms, Facebook skilaboð og dreifa slúðri um stúlkuna og lauslæti hennar.“ Sól fór í gegnum mikla heimildavinnu fyrir ritgerðina. „Þar á meðal var mikið… Lesa meira

Sjö algeng mistök sem er hægt að forðast í atvinnuviðtölum

Það getur verið mjög stressandi að fara í atvinnuviðtal og sést stressið gjarnan á líkamstjáningunni. Maður fiktar í hárinu sínu, á erfitt með að halda augnsambandi og kinkar ákaft kolli. Atvinnuviðtöl eru mikilvæg og geta skipt sköpum þegar kemur að því hvort maður fær draumavinnuna eða ekki. Þegar maður er meðvitaður um líkamstjáningu sína er hægt að forðast þessi sjö algengu mistök sem Lifehacker fór yfir. Lestu yfir ráðin hér fyrir neðan, þau gætu hjálpað þér í næsta atvinnuviðtali. 1. Ekkert augnsamband Rannsókn um augnsamband sem var framkvæmd á vegum New York State Psychiatric Institute bendir til þess að vöntun á augnsambandi… Lesa meira

Vertu sjálfselsk/ur á morgnana – Það gæti bjargað vinnudeginum þínum

Öll eigum við misjafna vinnudaga sama hversu hart við leggjum af okkur. Hvernig maður byrjar daginn og forgangsraðar verkefnum getur þó haft gríðarleg áhrif. Hefurðu lent í því að komast ekki yfir þau verkefni sem þú hefur sett í forgang vegna þess að aðrir krefjast athygli þinnar? Þetta er þekkt vandamál. Þess vegna er ein af áhrifaríkustu leiðunum til að byrja vinnudaginn af krafti að vera algjörlega sjálfselskur, það er að segja, að tileinka þér og engum öðrum fyrsta klukkutíma hvers vinnudags. Andrew Merle hjá lífsstilsvefnum motto segir þetta eina áhrifaríkustu leiðina til að gera sem mest úr vinnudeginum. Þessi… Lesa meira

Camilla Rut fékk óvænta athygli – „Leyndur eiginleiki sem hefur hingað til bara fengið að njóta sín í svefnherberginu“

Bloggarinn og snapparinn Camilla Rut bjóst líklega ekki eftir að ferillinn mundi leiða hana í þá átt sem raunin varð í morgun þegar hún rakst á mynd af fótum sínum á Instagram-reikningnum footloversrejoice: https://www.instagram.com/p/BPZBS1iDymD/?taken-by=footloversrejoice Camilla Rut er bloggari hjá mamie.is og vinsæll snappari undir nafninu camyklikk. Hún er mamma og er á leið upp að altarinu í byrjun febrúar til að giftast æskuástinni! „Ég sá myndina þegar ég vaknaði í morgun, viðkomandi hafði þá taggað mig í henni til að vera alveg viss um að ég sæi hana,“ sagði Camilla þegar við á Bleikt höfðum samband við hana í dag.… Lesa meira

„Hvíta fólkið getur setið við tölvuskjáinn sinn og valið barn sem því líst vel á“

Sara Mansour, unga baráttukonan sem við á Bleikt dáumst að, hefur ýmislegt að segja um hjálparstarf. Í þessu myndbandi veltir hún upp allskonar atriðum varðandi það hvernig við veljum að verja þeim peningum sem við ákveðum að setja í hjálparstarf. Sara vill sjá okkur snúa baki við hugmyndinni um hvíta frelsarann, og að hjálparstarf verði í staðinn „vinna milli jafningja að sameiginlegu markmiði“. Myndbandið á eftir að vekja þig til umhugsunar. Gjörðu svo vel Sara! https://www.facebook.com/sarammansour96/videos/1521201964558379/ Lesa meira

Manuela Ósk blómstrar í L.A. – Komin á heiðurslista vegna góðra einkunna!

Manuela Ósk Harðardóttir, fegurðardrottning, fyrirsæta og allsherjar athafnakona, hefur dvalið í Los Angeles að undanförnu. Hún stundar þar nám við Fashion Institute of Design and Merchandising og vinnur að gráðu í samfélagsmiðlum (Social Media). Það gengur ljómandi vel hjá Manuelu en á dögunum hlotnaðist henni sá mikli heiður að komast á Honor Roll vegna góðra einkunna. Við á Bleikt ákváðum að hafa samband við Manuelu og forvitnast aðeins um lífið í L.A. Hún segir námið krefjandi og kennarana kröfuharða. „Ég fékk 4.0 GPA skor sem er hæsta mögulega einkunn og komst þess vegna á Honor Roll. Þetta er mikill heiður.… Lesa meira

Kylie Jenner á 30 undir þrítugu lista Forbes: Eini táningurinn í sínum flokki

Kylie Jenner hlaut fyrst frægð sem litla systir Kim Kardashian í raunveruleikaþáttum fjölskyldunnar, Keeping up with the Kardashians. Hún hefur þó nýtt sér athyglina vel síðustu ár og sett á markað fatalínur og margt fleira. Hún stofnaði svo sitt eigið snyrtivörumerki, Kylie Cosmetics, og hefur þetta allt gengið svo vel að Forbes setti hana á listann 30 undir þrítugu á þessu ári, í flokknum Smásala og netverslun. https://www.instagram.com/p/BO0NlONBQ0u/?taken-by=kyliejenner Að komast á lista tímaritsins Forbes telst mikill heiður en það vekur athygli að Kylie er eini táningurinn sem komst á listann í sínum flokki. Nýjasta snyrtivaran frá Kylie er 12 augnskugga… Lesa meira

The Rockettes neita að koma fram á embættistöku Donald Trumps

The Rockettes eru kvenkyns dans- og sönghópur sem hefur komið fram á Rockefeller Center‘s Radio Music höllinni í marga áratugi. Hópurinn var stofnaður árið 1925 og hefur notið mikilla vinsælda síðan. Yfir jólatímann koma þær fram fimm sinnum á dag, sjö daga vikunnar. The Rockettes koma víða fram og eru ein af táknmyndum New York borgar, eins og Frelsisstyttan og Empire State byggingin. Eigandi the Rockettes, James Dolan, tilkynnti að þær myndu koma fram á embættistöku Donald Trumps þegar hann verður settur inn í embætti forseta Bandaríkjanna þann 20.janúar næstkomandi. James ráðfærði sig ekki við meðlimi the Rockettes og voru… Lesa meira

Ekki kominn með leið á landsliðinu – Sölvi Tryggva hefur aldrei verið í betra formi!

Sölvi Tryggvason hefur sjúklega mikið að gera þessa dagana. Hann gaf út bókina Aldrei vekja mig fyrir jólin, vinnur við sjónvarpsþáttagerð á Hringbraut, kennir hugleiðslu og er með ýmislegt fleira í bígerð. Ég hitti Sölva á huggulegu kaffihúsi úti á Eiðistorgi - við sötruðum latté og spjölluðum um heima og geima. Mér lék að sjálfsögðu hugur á að vita hvort hann væri ekki kominn með dauðleið á landsliði karla í fótbolta, en eins og alþjóð veit er hann maðurinn á bak við kvikmyndina Jökullinn logar, sem var frumsýnd fyrr á árinu. Hann kannast alls ekki að vera kominn með leið… Lesa meira

Biggi lögga verður flugliði í sumar og er sáttur við búninginn: „Hann fer mér ekki verr en löggubúningurinn, ég get lofað því“

Biggi lögga hefur nýlokið námskeiði Icelandair fyrir flugliða! Fréttir af þessu bárust inn á ritstjórnarskrifstofu Bleikt og við höfðum að sjálfsögðu umsvifalaust samband við Bigga sem getið hefur sér gott orð fyrir innlegg í umræðu og mætti kannski kalla eina ástsælustu löggu landsins. Hvað skyldi honum ganga til? „Konan mín er kennari og ég var búinn að vera að reyna að fá hana til að hætta því láglaunastarfi og skella sér í flugið. Hún var eitthvað treg til þannig að ég ákvað þá að skella mér bara sjálfur. Lögregustarfið er því miður þannig að maður er alltaf með augun opin… Lesa meira

Erla Ósk Lilliendahl selur hryllingsteikningar til útlanda og gerir það gott!

Erla Ósk Lilliendahl er að gera það gott á erlendum sölusíðum með teikningar sínar og list sem hún selur undir merkinu Darkness becomes her art. Bleikt forvitnaðist aðeins um þessa dramatísku listakonu sem hefur alla tíð haft áhuga á því myrka í tilverunni. Erla er Vesturbæingur en býr núna í sveitasælunni í Mosfellsbæ. „Ég teiknaði mikið sem barn, en það var ekki fyrr en ég var komin á fullorðinsár sem ég byrjaði af fullri alvöru að teikna, mála og skapa. Flest það sem ég hef gert í seinni tíð hefur átt það sameiginlegt að vera svolítið drungalegt og dimmt, en… Lesa meira

Anna Lára nær endum saman eftir að hún hætti að kenna og fékk starf á hóteli

Anna Lára Pálsdóttir er með meistaragráðu í tileinkun náms og þurfti að segja upp starfi sínu sem kennari þar sem hún náði ekki endum saman þrátt fyrir að vera í þremur aukastörfum meðfram kennslunni. Anna Lára starfaði sem kennari í Hafnarfirði og sagði hún frá aðstæðum sínum í einlægu viðtali við Fréttatímann í vor. Í dag birtist annað viðtal í Fréttatímanum við Önnu Láru þar sem hún segir frá því að lífið sé léttara eftir að hún hætti að kenna og tók starfi í hótelmóttöku á Vík í Mýrdal. Það eru nú fimm mánuðir síðan Anna Lára flutti en nú… Lesa meira

Hún hætti í streituvaldandi vinnu til að hugsa um munaðarlausar geitur með sérþarfir

Leanne Lauricella var í mjög streituvaldandi vinnu í stórborginni New York. Hún ákvað hún að gefa það allt upp á bátinn til þess að búa til verndarsvæði fyrir geitur með sérþarfir. „Ég var með frábæra vinnu, en ferðin til og frá vinnu var hræðileg og stressið var mikið... Mér fannst ég ófullnægð og ég vissi að það væri eitthvað meira,“ sagði hún í viðtali við Cosmopolitan. Leanne Lauricella og tveir ofursætir kiðlingar Einn dag árið 2014 breyttist allt, en þann dag heimsótti hún bóndabæ og varð ástfangin af kiðlingum. Sú ást leiddi til þess að hún setti á stofn Goats Of… Lesa meira

Íslenskar dagbækur slá í gegn – Þessar eru í uppáhaldi hjá mér!

Nú styttist í árið 2017 og ekki seinna vænna en að byrja að skipuleggja árið 2017! Fyrir mér er mikilvægur þáttur í skipulagningu á nýju ári að eignast góða dagbók. Það er komið mikið úrval af Íslenskum dagbókum sem hver hefur sína kosti og galla. Allir ættu því að geta fundið dagbók við sitt hæfi án þess að þurfa að panta dagbókina erlendis frá. Hér fyrir neðan er umfjöllun um fimm ólíkar dagbækur sem okkur finnst virkilega vandaðar, gagnlegar og sniðugar. Úlfur dagbók frá Two Peas Úlfabókin er alveg einstaklega flott hönnuð og hún er frábær fyrir þá sem kjósa… Lesa meira

Þetta er það sem gerist þegar þú „photoshoppar“ karlmenn úr myndinni

Fyrir ári síðan auglýsti Elle Magazine öfluga herferð fyrir femíníska tölublaðið sitt #MoreWomen. Herferðin ávarpar staðalmyndir í kringum sterka kvenkyns leiðtoga og hvernig oft er dregin upp mynd af þeim í fjölmiðlum sem grimmum „tíkum“ sem hugsa aðeins um sína eigin velgengni. Í #MoreWomen eru sagðar raunverulegar sögur af kvenkyns leiðtogum sem styðja hvor aðra. Hluti af herferð Elle voru nokkrar ljósmyndir af sögulegum stundum þar sem karlmenn höfðu verið teknir út úr myndinni. Með þessu einstaka sjónarhorni er skoðað hversu konur eru einsamlar í forystunni. Lesa meira

Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór?

Ég verð 28 ára gömul eftir 10 daga og ég hef ekki hugmynd um hvað ég ætla að vera þegar ég verð stór. Ég er samt löngu orðin stór, er það ekki? Ég er búin að vera í skóla síðan ég byrjaði í 1. bekk, non stop. Já sem sagt í 23 ár! Samt er ég algjör sauður og stundum hafa mínir nánustu gert mikið grín að mér og mínum námsleiðum. Sem ég skil alveg svona ef ég spái í hvað ég gæti verið lööööngu búin að klára eitthvað og vinna við það í einhver ár. Ég kláraði grunnskólann, fór… Lesa meira