Æj æj tilfinningin – Hversu heitt er hægt að elska?

Ég hef áður skrifað hér um barnafjölda minn, en hef svo sem ekki sagt ykkur frá hve mikið ég elska þessi skoffín mín. Púff!!! Hvað er hún að fara að skrifa um það? Elska ekki allir foreldrar börnin sín? Jú jú mikið rétt allavega flest allir foreldrar sem betur fer, en Bubbi Morthens söng eitt sinn um að elska svo mikið að hann sundlaði og verkjaði og það er tilfinning sem ég þekki mjög vel. Í minni fjölskyldu er þetta kallað æj æj tilfinning. Ég fékk svona æj æj tilfinningu strax sem barn, þegar ég sá gamla konu missa eplið… Lesa meira

Hleypur í minningu dóttur sinnar: „Gleym-mér-ei vinnur gríðarlega mikilvægt starf“

Þann 19. ágúst næstkomandi tek ég þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í fyrsta sinn. Ég ætla hlaupa 10 km í minningu dóttur minnar en hún fæddist og lést 8. febrúar 2006. Ég ákvað að hlaupa til styrktar Gleym-mér-ei, en það er styrktarfélag sem styður við bakið á foreldrum sem misst hafa börnin sín. Sjá einnig: „Ég hef lært að lifa með og þykja vænt um það sem mér fannst óbærilegt“ – Aðalheiður Ósk deilir erfiðri reynslu Þetta árið fer allur peningur sem safnast fyrir félagið í endurbætur á heimasíðu félagsins og fræðslubæklinga sem skilar sér í betri og aukinni fræðslu ásamt aðgengilegra efni fyrir… Lesa meira

Að sýna sitt rétta andlit

Við lifum á tækniöld, tíma þar sem allt gerist á ofurhraða og það sem var nýtt í gær getur orðið úrelt á morgun. Við erum fljót að læra og tileinka okkur nýja hluti þegar kemur að tölvu og tækni og margt af því  sem áður fyrr þurfti sérfræðinga til þess að gera getur nánast hver sem er gert. Með þessari miklu tækni og mikla hraða höfum við fengið til okkar ýmis forrit sem nota má til allskonar hluta. Eitt af því sem tæknin hefur fært okkur eru samfélagsmiðlar. Irkið, MySpace, Facebook, Instagram, Snapchat sem dæmi. Þetta eru allt forrit sem… Lesa meira

Að eiga börn með stuttu millibili

Ég er rosalega oft spurð að því hvernig það sé að eiga börn með svona stuttu millibili en það eru einungis 15 mánuðir á milli barnanna okkar hjóna. Strákurinn okkar er fæddur í nóvember 2013 og stelpan í janúar 2015 og ná þau því tveimur skólaárum á milli sín. Það eru kannski einhverjir sem spyrja sig að því hvort við hjónin höfum bæði skrópað í kynfræðslu daginn sem getnaðarvarnir voru kynntar í grunnskóla... Ég held að svarið sé nokkuð augljóst! En að öllu gríni slepptu, þegar ég varð ólétt í fyrra skiptið höfðum við hjónin verið að reyna í dágóðan… Lesa meira

Hvernig er hægt að finna eitthvað ef maður veit ekki að það er horfið?

Hver hefur ekki óttast að týna því sem mestu máli skiptir? Týna til dæmis barninu sínu.. Óttinn að finna það ekki aftur.. Bara hugsunin er óbærileg!   Hefur þér dottið í hug að líklega er það skelfilegasta sem þú getur týnt, þú sjálf/ur? Ekki barnið sem þú hræðist svo mikið að týna.. Hver er staðan þegar þú hefur týnt þér? Hún er slæm, mjög slæm. Það sem gerir hana enn verri er að þú gerir þér líklega ekki grein fyrir því strax að þú hafir týnt einhverju, svo hægt og rólega í einhvern tíma fær slæmt að verða en verra.… Lesa meira

Uppskrift: Banana- og hnetu möffins

Þessar einföldu möffins tekur innan við tuttugu mínútur að baka í ofninum og eru ótrúlega bragðgóðar. Uppskrift:  2 egg 110 gr brætt smjör 2 þroskaðir bananar (stappaðir) 1 tsk vanilludropar 230 gr hveiti 180 gr sykur 1 tsk lyftiduft ¼ tsk matarsódi ¼ tsk salt 1 ½ tsk kanill 75 gr saxaðar brasilíu hnetur Aðferð: Hitið ofninn 180° Blandið öllum þurrefnunum saman og setjið til hliðar. Hrærið eggjum, bræddu smjöri og stöppuðum banönum saman ásamt vanilludropum. Bætið þurrefnunum smátt og smátt saman við þar til vel blandað. Skiptið niður í um 12 muffinsform og bakið í um 15-18 mínútur. Lesa meira

Æðislegt avacado kjúklingasalat með eplabitum

Eftir jólin hafa sætindin fengið í einhverju magni að víkja fyrir meiri hollustu. Ekki veitir manni af góðri næringu í myrkrinu sem þó ert hægt og sígandi á undanhaldi. Uppskriftina af þessu kjúklingasalati með avacado og eplabitum rakst ég á síðu sem heitir simplyrecipes og geymir margar girnilega uppskriftir. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum með þetta þvílíkt góðgæti. Þennan rétt er líka hægt að útfæra eftir stemmningu og borða það í salatvefju, á tortillu, sem meðlæti á brauð og hreinlega eitt og sér. Þið eigið eftir að elska þetta! Avacado kjúklingasalat með eplabitum 1 bolli kjúklingur, elduð og smátt skorin (ég… Lesa meira

Uppskriftir úr saumaklúbb: Mangó sorbe, Frönsk súkkulaðikaka og Fersk ídýfa

Við vinkonurnar höldum alltaf saumaklúbb einu sinni í mánuði og skiptumst á að bjóða hvor annari heim. Við reynum alltaf að hafa eitthvað nýtt á boðstólnum ásamt því að halda fast í sumar veitingar sem okkur þykja ómissandi! Það er svo mikilvægt að fá smá stund með vinkonum sínum, spjalla um lífið og tilveruna og njóta góðrar vináttu og matar. Í gær bauð ég þeim heim til mín og hafði þar bæði rétti sem ég geri oft sem og prófaði eitt nýtt sem verður klárlega gert aftur og ætla ég mér að prófa mig áfram með fleiri ávexti. En það… Lesa meira

Svona getur þú reynt að forðast að fá hlaupasting!

Hlaupastingur er sár, stingandi verkur neðst í brjóstkassa sem kemur fram við áreynslu, helst hlaup og einnig sund.  Verkurinn er oftast hægra megin.  Ástæður hlaupstings eru ekki þekktar en margar kenningar hafa veið settar fram og rannsakaðar án þess að óyggjandi niðurstöður hafi fengist. Helstu kenningarnar eru tengdar matarræði fyrir hlaup og þindinni. Orsök Neysla á mat, sérstaklega trefjaríkum eða fituríkum, stuttu fyrir áreynslu virðist ýta undir hlaupasting. Eins er neysla á kolvetnaríkjum drykkjum eða súrum drykkjum eins og  ávaxtadjús tengd hlaupasting. Skortur á steinefnum eins og magnesium og calsium hefur einnig verið tengt hlaupasting. Þindin er vöðvi sem liggur… Lesa meira

Tökum til í dómarasætinu og fögnum fjölbreytileikanum

Heimurinn er fullur af fólki. 6,987,000,000 manns til að vera nokkuð nákvæm. Hver ein og einasta manneskja af þessum fjölda hefur ákveðna sýn á lífið og hennar sýn endurspeglar ekki sýn neinnar annarar manneskju. Ég er ekki að segja að það sé enginn sem hefur svipaðan smekk, stíl, skoðanir eða fleira því um líkt. Heldur sjáum við öll heiminn í gegnum okkar eigin „linsu“. Þessi linsa okkar er lituð af marvíslegum áhrifavöldum. Til dæmis hvar við ólumst upp, hvaða menntum við höfum, hvaða kyn við erum, hvort við eigum systkini og þá hvar í systkinaröðinni við erum, hvort við eigum… Lesa meira

Hugmynd fyrir kvöldið: Karrý kjúklingaréttur með kókosnúðlum

Erum við ekki alltaf í leit að réttum sem eru einfaldir, fljótlegir, næringarríkir og dásamlega bragðgóðir. Hér er einn sem er í miklu uppáhaldi enda algjörlega frábær. Dömur mínar og herrar leyfið okkur að kynna karrý kjúklingarétt með kókosnúðlum. Karrý kjúklingur með kókosnúðlum 700 g kjúklingalæri eða lundir frá t.d. Rose Poultry 4 msk ólífuolía 2 msk sítrónusafi 2 hvítlauksrif, smátt söxuð 6 tsk karrý 2 tsk hunang 1 laukur, skorinn í teninga 1/2 – 1 brokkolíhaus, smátt skorinn 2 gulrætur, skornar í strimla 250 g eggjanúðlur frá Blue dragon 2-3 dl kókosmjólk frá Blue dragon Skerið kjúklinginn í litla… Lesa meira

Húðkrabbamein og fæðingarblettir: Þessu þarftu að fylgjast með

Þekktasta orsök húðkrabbameina er útfjólublá geislun. Mikil útfjólublá geislun í skamman tíma í einu sem orsakar bruna eykur hættu á sortuæxli og líklega á grunnfrumukrabbameini. Jöfn og stöðug geislun yfir langan tíma orsakar flöguþekjukrabbamein. Grunnfrumu- og flöguþekjukrabbamein eru algengust hjá fólki með ljósa húð, sem brennur auðveldlega, á svæðum sem sólin skín helst á, eins og á höfði, handarbökum og framhandleggjum. Geislaskemmdirnar safnast saman yfir æviskeið hvers og eins, allt frá barnsaldri, en geislaskemmdir sem verða hjá börnum og unglingum eiga mikinn þátt í myndun sortuæxla. Fæðingarblettir sem eru óreglulegir eiga einnig þátt í myndun sortuæxla og því þarf fólk… Lesa meira

Græna sólin – Magnaður morgundrykkur sem lætur daginn byrja vel

Dagarnir byrja að mínu mati vel með góðum og saðsömum morgundrykk og þessi er alveg frábær. Græna sólin er stútfull af góðri næringu eins og Orku Þrennunni, möndlumjólk, döðlum, hampfræjum og hnetusmjöri. Svei mér þá ef við erum ekki að tala um alveg nýtt uppáhald. Þennan verðið þið að prufa. Nýlega kom á markaðinn Orku Þrenna frá Hollt & Gott sem inniheldur baby leaf spínat, grænkál og rauðrófublöð. Orkuþrennan er góð uppspretta próteina, omega 3 fitusýra og andoxunarefna og eins og allt dökkgrænt grænmeti er þessi blanda jafnframt mjög járnrík og því tilvalin í góðan boozt Græna sólin 240 ml… Lesa meira

Rauðhetta og Úlfurinn: Amman sem gleymdist

Flest þekkjum við söguna um Rauðhettu og úlfinn. Rauðhetta litla fær bakkelsi í körfu frá móður sinni og á að ganga í gegnum skóginn til ömmu sinnar sem er veik og þarf mat. Móðir hennar tekur það skýrt fram að hún eigi að ganga á stígnum í skóginum og megi alls ekki fara út fyrir hann. Á leið sinni sér Rauðhetta falleg blóm fyrir utan stíginn og telur sér trú um að ekkert gerist þó hún týni nokkur blóm handa ömmu sinni líka. En þá hittir hún vondan úlf sem ákveður að plata Rauðhettu og fer heim til ömmu hennar… Lesa meira

Gigt í fótum – Nokkrar reglur

Þó svo að gigt geti verið mjög hamlandi fyrir fólk, þá er hægt að bæta líðan allra gigtveikra. Þessar upplýsingar hér eru ætlaðar til þess að sýna fólki hvernig á að lina verki í fótum og halda getunni til göngu og hreyfingar, þrátt fyrir gigt. Að búa við breytingar Fólk sem er með gigt finnur óhjákvæmilega fyrir því hvernig líkaminn breytist, og oftast til hins verra. Enn sem komið er hefur engin lækning fundist, en það er hægt að reyna að hafa stjórn á gigtinni svo að gigtin taki ekki stjórnina af þér. Hægt er að fyrirbyggja vandamál með hjálp… Lesa meira

Markþjálfun – Leið til að bæta heilsuna

Hugtakið markþjálfun (e. coaching) hefur uppruna sinn úr íþrottaheiminum í byrjun 19.aldar þar sem það var notað í Amerískum háskólum til að bæta árangur. Með tímanum hefur markþjálfun þróast mjög mikið og í lok 1990 var markþjálfun komin inn í viðskiptaheiminn og orðin mjög vinsæl út um allan heim. Markþjálfun er ferli þar sem marksækjandinn fær aðstoð, af markþjálfa sem er búinn að þjálfa sig í að hjálpa fólki að ná markmiðum sínum og þróa sjálfa/n sig. Markþjálfun er fyrir þá sem vilja vaxa og þróa sjálfan sig, störf sín eða hegðun. Það getur stundum verið mjög ögrandi og erfitt… Lesa meira

Baráttan við sófann: Töfraformúlan er til

Ef þér byðist „töfralyf” sem myndi stórlega auka líkurnar á lengra lífi og betri lífsgæðum og um leið draga úr líkum á hjartasjúkdómum, sykursýki og ristilkrabbameini um nær helming, drægi úr einkennum kvíða og depurðar og lækkaði blóðþrýsting svo eitthvað sé nefnt…myndir þú ekki kaupa það? Þessi blanda er til en tvær hindranir verða til þess að mörgum finnst regluleg hreyfing erfiður þröskuldur að klífa „tími og fyrirhöfn”. Margir bera fyrir sig tímaskorti þegar hreyfing berst í tal, „ég er alveg fullbókuð/aður“. Hvað með 30 mínútur daglega, áttu þær aflögu? Er það ekki? Þá spyrja eflaust margir, er það fyrirhafnarinnar… Lesa meira

Frozen afmæli Anítu Estívu áhugabakara: Sjáðu myndirnar, fáðu uppskriftir og hugmyndir

Dóttir mín varð tveggja ára í vikunni og því ber nú að fagna. Afmæli, veisluhöld, skipulag og bakstur er eitt af mínum áhugamálum. Ég hef ótrúlega gaman af því að prófa mig afram í bakstrinum og leika mér með þær hugmyndir sem ég fæ. Eins og flestar stúlkur frá aldrinum nýfæddar til um það bil 45 ára, þá vildi dóttir mín óska þess að hún væri Elsa í Frozen og er handviss um það að hún sé í raun og veru prinsessa. Það verður erfiður rigningardagur í framtíðinni þegar ég þarf að útskýra það fyrir henni að hún sé því… Lesa meira

Hollráð við vöðvabólgu: Hvíld og þjálfun eru jafn mikilvæg

Hvað er vöðvabólga? Eins og nafnið bendir til er um að ræða bólgu í vöðvum, en einnig getur verið um að ræða bólgu í aðliggjandi bandvef. Hver er orsökin? Orsakir vöðvabólgu geta verið margvíslegar. Algengustu orsakirnar eru eftirfarandi, en listinn er engan veginn tæmandi: streita og andlegt álag auka á vöðvaspennu og geta því leitt til langvarandi bólguvandamála ofnotkun á vöðva eða vöðvahóp slys eða áverki á vöðva getur haft í för með sér langvarandi bólguvandamál ýmsir sjúkdómar og sýkingar geta valdið tímabundnum eða langvarandi vöðvabólgum og vöðvaverkjum Hver eru einkenni vöðvabólgu? Helstu einkenni vöðvabólgu eru verkir í vöðvunum sem… Lesa meira

Hörð gagnrýni á mæður pelabarna – Mín reynsla: Hamingjusöm móðir, hamingjusamt barn!

Fyrir stuttu átti ég gott samtal við eina vinkonu um sameiginlega reynslu af brjóstagjöf, en báðar áttum við mjög slæma reynslu af þessu tímabili. Ekki einungis vegna þess að brjóstagjöfin sjálf gekk illa heldur einnig vegna þrýstings frá utanaðkomandi aðilum um það að ef við myndum ekki „reyna betur“ þá værum við ekki að gera allt það besta fyrir barnið. Mín reynsla af brjóstagjöf er vægast sagt ömurleg. Þegar ég átti fyrra barnið mitt tók fæðingin sjálf 28 klukkustundir, 28 mjög erfiðar klukkustundir. Þegar barnið loksins mætti í heiminn var ég búin á því líkamlega og andlega, en á bjóstið… Lesa meira

Ráð gegn sykurlöngun og hugmyndir að staðgenglum sykurs

Sykurlöngun er gjarnan sprottin af ójafnvægi í næringu eða lykilvítamínum.  Til að slá á sykurþörfina er því lykilatriði að vera vel nærð. Bætiefni eins og zink, magnesíum og króm eru lykilvítamín sem getað hjálpað með sykurlöngunina. Rannsóknir hafa einnig sýnt að konur þrá súkkulaði meira en venjulega þegar komið er að þeim tíma mánaðarins. Þetta stafar af aukinni magnesíumþörf okkar. Magnesíum er hægt að taka inn í töflu- eða duftformi en einnig finnst það í klettasalati, gráfíkjum og kasjúhnetum sem dæmi. Í sykurlausri áskorun förum við nánar í þá fæðu sem hjálpar okkur í baráttunni gegn sykurpúkanum. Einnig förum við… Lesa meira

Frozen marengstoppar ala Aníta Estíva

Dóttir mín á tveggja ára afmæli á morgun og haldið verður uppá það næstkomandi helgi. Hún er einstaklega hrifin af Frozen teiknimyndinni og öllu því sem henni fylgir. Það lá því beinast við að hafa þemað í afmælinu í anda Frozen og þeir sem þekkja mig vel vita að þegar kemur að veislum þá hef ég mikinn metnað og hef sérstaklega gaman af því að prófa mig áfram með nýjar uppskriftir. Ég sýndi frá því á snappinu mínu í gær þegar ég bakaði marengstoppa með Frozen ívafi, en þeir eru í laginu eins og hvít jólatré með bláum röndum. Uppskriftin… Lesa meira

Hinar fullkomnu brauðbollur: „Þessar eru trylltar“

Það er fátt notalegra um helgar en að gæða sér á nýbökuðum brauðbollum. Ég hef nú prufað þær margar uppskriftirnar og eru kotasælubollurnar enn ofarlega á lista yfir þær bestu, ásamt 30 mín brauðinu sem ég gerði nú stundum brauðbollur úr. En þessari….nei sko þessar eru trylltar!! Þessar brauðbollur eru langhefandi sem þýðir að ef þið gerið deigið kvöldið áður og þurfið þið bara að skella þessum í ofninn þegar þið vaknið og volá þið eruð komin með hinar fullkomnu brauðbollur. Uppskrift sem ég mæli svo sannarlega með að þið prufið. Uppskrift: 150 g fullkorna hveiti eða grahamsmjöl 450-500 g hveiti… Lesa meira

Uppskrift: Yankie ostakaka

Hér er á ferðinni mögulega besta ostakaka sem ég hef smakkað og voru vinir og vandamenn sem smökkuðu algjörlega sammála! Hugmyndina fékk ég hjá Best Recipes og útfærði yfir í þessa dásamlegu köku. Yankie ostakaka - Uppskrift Botn 290 gr mulið Oreo (26 kökur) 110 gr smjör 2 tsk vanillusykur Karamellusósa 2 msk púðursykur 40 gr smjör 4 msk rjómi Súkkulaði ganaché 60 gr suðusúkkulaði (saxað) 3 msk rjómi Ostakakan sjálf 500 gr rjómaostur (við stofuhita) 90 gr sykur 1 tsk vanillusykur 4 gelatínblöð 60 ml sjóðandi vatn (til að leysa upp gelatínið) 400 ml þeyttur rjómi 3 Yankie (skorin… Lesa meira