Gigt í fótum – Nokkrar reglur

Þó svo að gigt geti verið mjög hamlandi fyrir fólk, þá er hægt að bæta líðan allra gigtveikra. Þessar upplýsingar hér eru ætlaðar til þess að sýna fólki hvernig á að lina verki í fótum og halda getunni til göngu og hreyfingar, þrátt fyrir gigt. Að búa við breytingar Fólk sem er með gigt finnur óhjákvæmilega fyrir því hvernig líkaminn breytist, og oftast til hins verra. Enn sem komið er hefur engin lækning fundist, en það er hægt að reyna að hafa stjórn á gigtinni svo að gigtin taki ekki stjórnina af þér. Hægt er að fyrirbyggja vandamál með hjálp… Lesa meira

Markþjálfun – Leið til að bæta heilsuna

Hugtakið markþjálfun (e. coaching) hefur uppruna sinn úr íþrottaheiminum í byrjun 19.aldar þar sem það var notað í Amerískum háskólum til að bæta árangur. Með tímanum hefur markþjálfun þróast mjög mikið og í lok 1990 var markþjálfun komin inn í viðskiptaheiminn og orðin mjög vinsæl út um allan heim. Markþjálfun er ferli þar sem marksækjandinn fær aðstoð, af markþjálfa sem er búinn að þjálfa sig í að hjálpa fólki að ná markmiðum sínum og þróa sjálfa/n sig. Markþjálfun er fyrir þá sem vilja vaxa og þróa sjálfan sig, störf sín eða hegðun. Það getur stundum verið mjög ögrandi og erfitt… Lesa meira

Baráttan við sófann: Töfraformúlan er til

Ef þér byðist „töfralyf” sem myndi stórlega auka líkurnar á lengra lífi og betri lífsgæðum og um leið draga úr líkum á hjartasjúkdómum, sykursýki og ristilkrabbameini um nær helming, drægi úr einkennum kvíða og depurðar og lækkaði blóðþrýsting svo eitthvað sé nefnt…myndir þú ekki kaupa það? Þessi blanda er til en tvær hindranir verða til þess að mörgum finnst regluleg hreyfing erfiður þröskuldur að klífa „tími og fyrirhöfn”. Margir bera fyrir sig tímaskorti þegar hreyfing berst í tal, „ég er alveg fullbókuð/aður“. Hvað með 30 mínútur daglega, áttu þær aflögu? Er það ekki? Þá spyrja eflaust margir, er það fyrirhafnarinnar… Lesa meira

Frozen afmæli Anítu Estívu áhugabakara: Sjáðu myndirnar, fáðu uppskriftir og hugmyndir

Dóttir mín varð tveggja ára í vikunni og því ber nú að fagna. Afmæli, veisluhöld, skipulag og bakstur er eitt af mínum áhugamálum. Ég hef ótrúlega gaman af því að prófa mig afram í bakstrinum og leika mér með þær hugmyndir sem ég fæ. Eins og flestar stúlkur frá aldrinum nýfæddar til um það bil 45 ára, þá vildi dóttir mín óska þess að hún væri Elsa í Frozen og er handviss um það að hún sé í raun og veru prinsessa. Það verður erfiður rigningardagur í framtíðinni þegar ég þarf að útskýra það fyrir henni að hún sé því… Lesa meira

Hollráð við vöðvabólgu: Hvíld og þjálfun eru jafn mikilvæg

Hvað er vöðvabólga? Eins og nafnið bendir til er um að ræða bólgu í vöðvum, en einnig getur verið um að ræða bólgu í aðliggjandi bandvef. Hver er orsökin? Orsakir vöðvabólgu geta verið margvíslegar. Algengustu orsakirnar eru eftirfarandi, en listinn er engan veginn tæmandi: streita og andlegt álag auka á vöðvaspennu og geta því leitt til langvarandi bólguvandamála ofnotkun á vöðva eða vöðvahóp slys eða áverki á vöðva getur haft í för með sér langvarandi bólguvandamál ýmsir sjúkdómar og sýkingar geta valdið tímabundnum eða langvarandi vöðvabólgum og vöðvaverkjum Hver eru einkenni vöðvabólgu? Helstu einkenni vöðvabólgu eru verkir í vöðvunum sem… Lesa meira

Hörð gagnrýni á mæður pelabarna – Mín reynsla: Hamingjusöm móðir, hamingjusamt barn!

Fyrir stuttu átti ég gott samtal við eina vinkonu um sameiginlega reynslu af brjóstagjöf, en báðar áttum við mjög slæma reynslu af þessu tímabili. Ekki einungis vegna þess að brjóstagjöfin sjálf gekk illa heldur einnig vegna þrýstings frá utanaðkomandi aðilum um það að ef við myndum ekki „reyna betur“ þá værum við ekki að gera allt það besta fyrir barnið. Mín reynsla af brjóstagjöf er vægast sagt ömurleg. Þegar ég átti fyrra barnið mitt tók fæðingin sjálf 28 klukkustundir, 28 mjög erfiðar klukkustundir. Þegar barnið loksins mætti í heiminn var ég búin á því líkamlega og andlega, en á bjóstið… Lesa meira

Ráð gegn sykurlöngun og hugmyndir að staðgenglum sykurs

Sykurlöngun er gjarnan sprottin af ójafnvægi í næringu eða lykilvítamínum.  Til að slá á sykurþörfina er því lykilatriði að vera vel nærð. Bætiefni eins og zink, magnesíum og króm eru lykilvítamín sem getað hjálpað með sykurlöngunina. Rannsóknir hafa einnig sýnt að konur þrá súkkulaði meira en venjulega þegar komið er að þeim tíma mánaðarins. Þetta stafar af aukinni magnesíumþörf okkar. Magnesíum er hægt að taka inn í töflu- eða duftformi en einnig finnst það í klettasalati, gráfíkjum og kasjúhnetum sem dæmi. Í sykurlausri áskorun förum við nánar í þá fæðu sem hjálpar okkur í baráttunni gegn sykurpúkanum. Einnig förum við… Lesa meira

Frozen marengstoppar ala Aníta Estíva

Dóttir mín á tveggja ára afmæli á morgun og haldið verður uppá það næstkomandi helgi. Hún er einstaklega hrifin af Frozen teiknimyndinni og öllu því sem henni fylgir. Það lá því beinast við að hafa þemað í afmælinu í anda Frozen og þeir sem þekkja mig vel vita að þegar kemur að veislum þá hef ég mikinn metnað og hef sérstaklega gaman af því að prófa mig áfram með nýjar uppskriftir. Ég sýndi frá því á snappinu mínu í gær þegar ég bakaði marengstoppa með Frozen ívafi, en þeir eru í laginu eins og hvít jólatré með bláum röndum. Uppskriftin… Lesa meira

Hinar fullkomnu brauðbollur: „Þessar eru trylltar“

Það er fátt notalegra um helgar en að gæða sér á nýbökuðum brauðbollum. Ég hef nú prufað þær margar uppskriftirnar og eru kotasælubollurnar enn ofarlega á lista yfir þær bestu, ásamt 30 mín brauðinu sem ég gerði nú stundum brauðbollur úr. En þessari….nei sko þessar eru trylltar!! Þessar brauðbollur eru langhefandi sem þýðir að ef þið gerið deigið kvöldið áður og þurfið þið bara að skella þessum í ofninn þegar þið vaknið og volá þið eruð komin með hinar fullkomnu brauðbollur. Uppskrift sem ég mæli svo sannarlega með að þið prufið. Uppskrift: 150 g fullkorna hveiti eða grahamsmjöl 450-500 g hveiti… Lesa meira

Uppskrift: Yankie ostakaka

Hér er á ferðinni mögulega besta ostakaka sem ég hef smakkað og voru vinir og vandamenn sem smökkuðu algjörlega sammála! Hugmyndina fékk ég hjá Best Recipes og útfærði yfir í þessa dásamlegu köku. Yankie ostakaka - Uppskrift Botn 290 gr mulið Oreo (26 kökur) 110 gr smjör 2 tsk vanillusykur Karamellusósa 2 msk púðursykur 40 gr smjör 4 msk rjómi Súkkulaði ganaché 60 gr suðusúkkulaði (saxað) 3 msk rjómi Ostakakan sjálf 500 gr rjómaostur (við stofuhita) 90 gr sykur 1 tsk vanillusykur 4 gelatínblöð 60 ml sjóðandi vatn (til að leysa upp gelatínið) 400 ml þeyttur rjómi 3 Yankie (skorin… Lesa meira

Frábær leið til að byrja daginn: Engifer-, túrmerik og sítrónuskot

Það er fátt betra en að byrja daginn á góðu heilsuskoti. Heilsuskotin eru komin á marga veitingastaði en nú er lítið mál að búa till einn slíkan heima. Hér er á ferðinni drykkur með engifer, túrmerikrót og sítrónum sem er einfaldur í gerð. Drykkurinn er meinhollur en túrmerik eykur blóðflæði, dregur úr bólgum, virkar gegn liðagigt og dregur úr magavandamálum. Engifer er gott við hálsbólgu og kvefi, dregur úr ógleði, ásamt því að vera bólgu og vöðvasalkandi. Sítrónur eru ríkar af C vítamíni, hafa hátt hlutfall af kalíum og koma jafnvægi a ph gildi líkamans. Síðast en ekki síst er… Lesa meira

Hvað veldur kvefi og hvað virkar gegn því?

C  vítamin Margir trúa því að með því að taka inn háskammta af c vítamíni geti þeir komið í veg fyrir kvef en svo virðist þó ekki vera raunin. Í samantekt sem gerð var árið 2007 á 30 rannsóknum með um 11,000 þáttakendum var niðurstaðan sú að regluleg neysla á c vítamíni hafði engin áhrif á tíðni kvefs  en daglegur skammtur af c vítamin virðist hafa einhver áhrif á það hve lengi viðkomandi var með kvef og hve mikil einkenni voru ( þ.e. neysla á c vítamini virðist stytta tímann og draga úr einkennum í einhverjum mæli) en áhrifin reyndust… Lesa meira

Steikt hrísgrjón Berglindar eru betri en “takeaway”

Ég hreinlega dýrka góða hrísgrjónarétti og gæti satt best að sega borðað hrísgrjón í öll mál. Reyndar á mínum yngri árum gerði ég það heilt sumar. Hrísgrjón í hádeginu og hrísgrjón á kvöldin og var alsæl. Ekki flókinn matarsmekkurinn á þeim tíma. Hér kemur réttur sem mætir hrísgrjónaþörfinni vel og er mögulega aðeins hollari en eintóm hrísgrjón. Þessi “stir fry” réttur kemur af uppskriftarsíðunni The Recipe critic og kallast þar “Better than takaway rice” og er einn allra vinsælasti réttur síðunar frá upphafi. “Had me at hello” verandi hrísgrjónaaðdáandi og vakti hún mikla lukku. Uppskriftin er einföld og fljótleg í gerð… Lesa meira

Árleg inflúensa: Allt sem þú þarft að vita

Á vetri hverjum gengur inflúensan yfir norðurhvel jarðar á tímabilinu október til mars og er hún 2–3 mánuði að ganga yfir. Sambærilegur faraldur gengur síðan yfir á suðurhveli jarðar á tímabilinu júní til október. Í þungum faraldri eykst álag á heilbrigðiskerfið og í samfélaginu verður áberandi aukning á fjarvistum vegna veikinda, frá vinnu og skóla. Einnig eykst fjöldi látinna meðal aldraðra í kjölfar inflúensunnar. Sýkillinn Inflúensa er veirusjúkdómur. Veirurnar sem honum valda eru af stofnum A, B og C. Sýkingar af völdum A og B inflúensuveiranna gefa dæmigerð inflúensueinkenni, en einkenni við sýkingu með C veirunni eru vægari og minna… Lesa meira

Súkkulaði og ávaxta fondue sem mun slá í gegn!

Niðurskornir ávextir og brætt súkkulaði er einn af uppáhalds eftirréttum dætra minna. Þær velja þetta fram yfir bland í poka og öll önnur sætindi ef þær mega velja. Ávextirnir eru svo ferskir og heitt súkkulaðið gerir þá að besta sælgæti sem hægt er að hugsa sér. Mikilvægt er bara að skera niður nóg af ávöxtum því það er ótrúlegt hvað þeir eru fljótir að hverfa! Súkkulaði fondue með ávöxtum (fyrir c.a fjóra) 1/2 niðurskorinn ferskur ananas 250 gr hindber (2 öskjur) 500 gr jarðaber (2 x 250 gr askja) 3 stórir bananar Litlir sykurpúðar eða annað sem ykkur langar að… Lesa meira

Raynaud´s sjúkdómur: Allt sem þú þarft að vita!

Raynaud´s sjúkdómur er staðbundin truflun á blóðflæði sem oftast kemur fram í fingrum en getur einnig komið fram í fótum, eyrum, nefi, tungu eða geirvörtum. Tíðni þessa vandamáls er 5-10% og er algengara hjá konum. Meðalaldur þeirra sem byrja að finna þetta einkenni er tæplega 40 ára. Oftast er þetta saklaust fyrirbæri en getur verið hluti af ákveðnum bandvefssjúkdómum eða tengt lyfjanotkun. Slíkt ber að útiloka. Ef einkennið er hluti af sjúkdómsmynd er talað um Raynaud´s fyrirbæri. Hver er orsökin? Kuldi, andlegt álag eða titringur getur komið þessu af stað en oft gerist þetta án sýnilegrar ástæðu. Reykingar ásamt ákveðnum… Lesa meira

28 krabbameinsvaldandi efni í munntóbaki: Frægir íþróttamenn oft fyrirmynd

37% þeirra sem fá krabbamein í munn eru enn á lífi eftir 5 ár, segir Rolf Hansson tannlæknir sem segir þess misskilnings gæta að reyklaust tóbak sé skaðlaust. Reyklaust tóbak er samheiti yfir þær tegundir tóbaks sem tuggnar eru eða teknar í vör eða nös. Hér er annarsvegar um að ræða skro, sem eru heil tóbaksblöð sem eru tuggin, og hins vegar snuff eða snus en þá eru blöðin mulin í duft og tekin í nefið eða sett undir vör. Notkun tóbaks á sér langa sögu. Talið að notkunin hafi upphaflega hafist í Suður-Ameríku og þá í kringum trúarathafnir. Jafnframt… Lesa meira

Einfalt en ótrúlega gott sykurpúðakakó

Hvað væri betra en byrja nýja árið með smá gönguferð í góða veðrinu og útbúa síðan þetta ljúffenga heita súkkulaði. Við mæðgur útbjuggum þetta um daginn og verð ég að segja að sykurpúðarnir komu skemmtilega á óvart. Ég er mikil rjómakona þegar kemur að heitu súkkulaði en þetta var frábærlega bragðgóð tilbreyting. Sykurpúðakakó (3-4 bollar eftir stærð) 5 dl mjólk 1 dl rjómi 1 msk púðursykur 60 gr suðusúkkulaði 1 msk bökunarkakó ½ msk smjör Mini sykurpúðar Setjið allt nema sykurpúðana í pott og hitið á meðalháum hita þar til vel blandað/bráðið og hrærið vel í allan tímann. Hellið síðan… Lesa meira

Ekkert einkaleyfi á jólunum

Annað hvert ár eyði ég jólunum með tengdafjölskyldunni. Hún hefur árum saman haldið í þá hefð að lesa upp úr jólaguðspjallinu áður en við gæðum okkur á gómsætum mat. Þessari hefð er haldið áfram þrátt fyrir að tengdaforeldrar mínir séu nú skráðir í Ásatrúarfélagið en ég, eiginkona mín og dóttir utan trúfélaga. Þrátt fyrir að foreldrar mínir séu og hafi alltaf verið skráðir í þjóðkirkjuna ólst ég ekki upp við Biblíusögur eða guðspjöll. Það var engin hefð fyrir því að vitna í trúarlega texta og ræða Guð eða Jesús í tilefni jólahátíðarinnar. Ég fór ekki í messu á aðfangadag frekar… Lesa meira

Ekki láta jólastressið ná til þín: Svona getur þú slakað á heima!

Hér verður farið yfir slökun og sýnt fram á hvernig best er að slaka á. Í hvert skipti sem þessu skipulagi er fylgt eftir skal fyrst byrja á afslöppun og svo á önduninni. Afslöppun Byrjið á eftirfarandi atriðum: Losið af ykkur allan óæskilegan klæðnað og skóþveng. Liggið flöt með kodda undir höfði (á rúmi eða gólfi). Liggið með bak í gólfi, fætur aðeins í sundur og hendur með hliðum. Verið eins mjúk og þið getið frá höfði til táa. Látið herðablöð hvíla flöt á gólfi. Hreyfið fætur lítillega. Slakið á fótum. Hristið handleggi lítilega, veltið handarbaki í gólf. Veltið höfði fram… Lesa meira

Dásamlegar Daim smákökur

Þessar eru í algjöru uppáhaldi hjá ritstjórn Bleikt og mælum við með því að þú bakir þessar fyrir jólin í ár... Uppskrift 150 gr smjör við stofuhita 75 gr sykur 75 gr púðursykur 1 egg 225 gr hveiti 1 tsk matarsódi ½ tsk salt 130 gr saxað daim 50 gr suðusúkkulaði (til að skreyta með) Aðferð Hitið ofninn í 180°. Þeytið saman báðar tegundir af sykri og smjör þar til létt og ljóst. Bætið því næst egginu út í og hrærið vel. Hveiti, matarsóti og salt fer næst í blönduna og að lokum saxað Daim súkkulaðið. Mótið um 20 kúlur… Lesa meira

Besta minningin: Að fá pabba heim fyrir jólin

Ég settist niður fyrir framan tölvuna og fór að hugsa hvað ég ætti að skrifa um, hugurinn reikaði að sjálfsögðu og ég fór að hugsa um jólin og jólaminningarnar mínar. Talandi um að vera mikið jólabarn en fátt annað kemst að hjá mér þessa dagana enda hlakkar mig mikið til að fá fjölskylduna mína í jólafrí svo við getum byrjað að njóta. En aftur að hugsunum mínum um jóla minningar…… Ég er ákaflega heppin að eiga endalaust góðar og fallegar minningar um þennan yndislega tíma. Ein af svoleiðis minningum sem stendur hvað sem mest upp úr gerðist fyrir 9 árum síðan.… Lesa meira

Jólamöndlur: Sniðugt til að setja í krúsir eða litla gjafapoka

Í fyrra gerði ég mína fyrstu tilraun hvað jólamöndlur varðar og getið þið fundið uppskriftina hér. Sú uppskrift fól í sér að sjóða niður möndlurnar þar til sykurinn færi að kristallast og voru þær mjög góðar. Þessar hins vegar eru ristaðar í ofni, aðferðin einfaldari og ég verð að viðurkenna að þessar höfðuðu betur til mín og dæturnar sem og vinnufélagarnir dásömuðu þær í bak og fyrir í dag. Jólamöndlur 1 kg möndlur með hýði 2 eggjahvítur 2 tsk vanilludropar 220 gr púðursykur 180 gr sykur 1 tsk salt 3 tsk kanill Hitið ofninn 125° Takið til tvær ofnskúffur og… Lesa meira

Heilsusamlegir hindberjamolar

Þetta er frábær hugmynd fyrir þá sem vilja prófa öðruvísi og hollari "konfektmola" um jólin. Botn 75 gr kakó 90 gr kókosolía (brædd í örbylgju og kæld örlítið) 18 döðlur 200 gr Cashew hnetur Allt sett í matvinnsluvél og maukað, síðan þrýst í botninn á um 23x23cm ferköntuðu bökunarformi íklæddu bökunarpappír. Sett í frysti á meðan hindberjafrauð er útbúið. Hindberjafrauð 300 gr Cashew hnetur 40 gr kókosmjöl 150 ml hlynsýróp frá Rapunzel 375 gr hindber (3 x 125gr askja) Allt sett í matvinnsluvél þar til létt og frauðkennt. Smurt yfir botninn og fryst að nýju í um 2 klst Gott… Lesa meira