Glódís tottar hann en fær ekki fullnægingu sjálf – „Samt finnst mér þetta ótrúlega fullnægjandi og heitt“

Kæra Ragnheiður Ég er ekki beint að leita ráða, er frekar bara forvitin og langar að heyra álit þitt. Þannig er mál með vexti að í rúmt ár hef ég átt „vin“. Við kynntumst á Tinder og eftir smá spjall og daður ákváðum við að hittast. Til að gera langa sögu stutta þá varð ekkert úr neinu þegar við hittumst, hann er mjög myndarlegur og sexý en vissi fullvel af því svo ég skellti í lás og vildi ekkert með hann hafa. Svo var ég stundum að sjá hann á djamminu en lét eins og ekkert væri. Seinna sendir hann… Lesa meira

Miðaldra konur á stefnumótum og gargandi kynþokki – Rauði sófinn 4. þáttur

Getur verið að Sigrún Jónsdóttir sé kvenna reyndust á íslenskum stefnumótamarkaði? Er fólk hætt að nálgast álitlega bólfélaga á barnum með þykk bjórgleraugu á nefinu? Er eitthvað til í mýtunni um einhleypa karlinn sem er stöðugt að leita að næsta gati til að stinga tippinu sínu inn í? Eru íslenskir karlmenn kurteisir á Tinder? Þessar spurningar eru tæklaðar í Rauða sófanum að þessu sinni, en í síðari hluta þáttarins mættu Hildur Heimisdóttir lýðheilsufræðingur ljósmyndari, og Anna María Moestrup bílaáhugakona og áhugamódel. Miðaldra konur eru meðal þeirra kvenna sem flykkjast í svokallaðar boudoir-myndatökur um þessar mundir. Slíkar myndatökur eru smekklega erótískar… Lesa meira

Ragga Eiríks: Ár liðið frá magabandi – Kíló fokin og orkan komin!

Almáttugur hjálpi mér ítrekað! Það er meira en ár liðið frá því að ég fór í magabandsaðgerð. Í tilefni þess skellti ég í lítið myndband þar sem ég fer yfir þetta lengsta ástarsamband mitt síðari árin. Já, ég elska magabandið ennþá, þó stundum pirri það mig smá. En eru ekki öll sambönd þannig? Ég gef sjálfri mér orðið! https://www.youtube.com/watch?v=DovUsaY9cmU Lesa meira

Ólafur á kærustu – Hún er gift öðrum manni – „Upplifði þetta eins og frelsun“

Ólafur er verkamaður (hann heitir reyndar ekki Ólafur). Hann er skeggjaður og grannvaxinn, augun falleg og brosið líka. Við mæltum okkur mót heima hjá honum í nágrenni Reykjavíkur og hann bauð upp á kaffi og kleinur. Stofan er notaleg en eldhúsið í piparsveinalegara lagi. Við komum okkur fyrir í stofunni. Gufan ómar úr útvarpinu inni í eldhúsi og við byrjum að spjalla. Hann byrjar á að segja mér frá kærustunni sem hann kynntist á Tinder. „Hún sagði mér fyrst í síma að hún væri gift. Ég man að það kom svolítið hik á mig, enda er maður alinn upp við… Lesa meira

Rauði sófinn með Röggu Eiríks – Þriðji þáttur eins og hann leggur sig!

Rauði sófinn - þátturinn þar sem Ragga Eiríks fær til sín góða gesti og ræðir um kynlíf, tilfinningar og ýmsilegt svoleiðis er á dagskrá ÍNN á föstudagskvöldum kl. 21.30. Hér um bil sólarhring eftir frumsýningu á ÍNN er svo hægt að horfa á þáttinn á netinu - til dæmis hér á Bleikt! Hér er þriðji þátturinn kominn. Gjörið svo vel! https://vimeo.com/207858660 Lesa meira

„Ekki eina manneskjan sem á svona sögu“ – Gríðarleg viðbrögð eftir að Bryndís opnaði sig um ofbeldið

„Mér leið ofsalega vel eftir þetta - það var svo mikill léttir að koma þessu út. Ég vissi að ég þyrfti að gera það til að komast áfram á minni braut í batanum eftir ofbeldið.“ Þetta segir Bryndís Ásmundsdóttir leik- og söngkona, en viðtal sem birtist við hana á Bleikt síðustu helgi vakti mikla athygli. Lestu meira: Bryndís og ofbeldið – Viðtalið í heild sinni – „Ég held mig í sannleika og heiðarleika og er þess vegna ekki hrædd“ Í viðtalinu segir Bryndís frá því að hún hafi verið í ofbeldissambandi í 3 ár. Viðbrögðin létu ekki á sér standa.… Lesa meira

Núvitund í kynlífi og kynverukikk í klæðaskiptum – Rauði sófinn – annar þáttur í heild sinni

Annar þáttur Rauða sófans var frumsýndur á ÍNN síðastliðið föstudagskvöld. Tveir góðir gestir komu í sófann til Röggu. Í fyrsta lagi er það Ásdís Olsen sem ræðir um mindfulness og kynlíf og í síðari hluta þáttarins kíkir hún Donna í heimsókn. Donna svarar yfirleitt nafninu Þórður, en stundum klæðir hann sig í kvenföt og breytist þá í Donnu. Hér má horfa á þáttinn í heild sinni: https://vimeo.com/207029797 Lesa meira

Rauði sófinn með Röggu Eiríks í kvöld – Kynlífsnúvitund og klæðskipti!

Annar þáttur Rauða sófans er á dagskrá ÍNN í kvöld kl. 21.30. Að þessu sinni fær Ragga tvo góða gesti í sófann mjúka og spjallið fer um víðan völl. Hér segir Ragga frá efni kvöldsins í Rauða sófanum og Kristján truflar hana örlítið! https://www.youtube.com/watch?v=kDUSjsvFQ1U Rauði sófinn er frumsýndur á ÍNN á föstudagskvöldum klukkan 21.30 - þættirnir eru endursýndir á tveggja tíma fresti sólarhringinn á eftir - en eftir það má nálgast þá á netinu. Ef þú misstir af fyrsta þættinum er hann hér í heild sinni! Lesa meira

Ég bað ekki um að fá að sjá þetta myndband – Fávitinn á næsta borði

„Hahhaha djöfull er hún að láta taka sig,“ segir myndarlegi drengurinn sem heldur á snjallsímanum og sýnir mér myndbandið. „Djöfull maður, hún stynur eins og ég veit ekki hvað. Hah - og allir geta horft. Hahahhaha.“ Hann gefur frá sér frekar unglingaleg strákahljóð - glaðhlakkalegur. Ég kíki á símann hans og sé þar konu og karl í samförum inni á opnum klósettbás. Einhver hefur dregið upp snjallsímann sinn og tekið upp samfarir drukkins fólks inni á skemmtistað. Ekki nóg með það - heldur hefur sá sem gerði upptökuna ákveðið að góð hugmynd væri að senda hana áfram á aðra snjallsíma.… Lesa meira

Hollur og góður pastaréttur frá Röggu – Auðvelt að gera vegan útgáfu

Á veturna birtast girnileg grasker í grænmetisdeildum verslana. Því miður er ræktun graskera ekki algeng á Íslandi, og þó að tilraunir hafi verið gerðar með ræktun í gróðurhúsum hafa afurðirnar ekki skilað sér í verslanir í neinum mæli. Graskerin sem við getum keypt hér á landi eru oftast innflutt frá Spáni eða Bretlandi. Rófur eru hins vegar ræktaðar hér án nokkurra vandkvæða, en þær eru mögulega eitt vanmetnasta hráefni sem okkur stendur til boða. Löng hefð er fyrir notkun þeirra í kjötsúpur og rófustöppur, og mörgum finnst gott að naga þær hráar, en þar með er notkunin hér um bil upptalin.… Lesa meira

Kynlífsorðabankinn – auktu kynlífsorðaforða þinn!

Íslenskt mál er auðugt, en það vantar dálítið upp á þegar kemur að ást og losta. Þvi betur sem við getum tjáð okkur - því betra verður kynlífið! Ef lesendur luma á skemmtilegu orði eða orðskýringum má senda ábendingar á raggaeiriks@bleikt.is. Húrra fyrir ástríkara og lostafyllra móðurmáli! Handrið - sjálfsfróun, óháð kyni. Lúftrúnk - þegar annarri höndinni er sveiflað í rúnkhreyfingu, augum gjarnan ranghvolft um leið. Yfirleitt notað til að lýsa vanþóknun. Að fara suður - að veita munngælur. Að fara afsíðis - að stunda sjálfsfróun. Tindermyndablinda - þegar einstaklingur skráir sig á Tinder og birtir óviðeigandi myndir – er… Lesa meira

Rauði sófinn með Röggu Eiríks – Fyrsti þátturinn í heild sinni

Sjónvarpsþátturinn Rauði sófinn, sem fjallar um kynlíf og tilfinningar og ýmislegt því tengt, hóf göngu sína á ÍNN síðastliðið föstudagskvöld. Í fyrsta þættinum fékk Ragga góða gesti í rauða sófann og rætt var um burlesque-dans og stefnumótaforritið Tinder. Framvegis verður Rauði sófinn á dagskrá ÍNN á föstudagskvöldum kl. 21.30. Skömmu eftir frumsýningu verður hver þáttur aðgengilegur á heimasíðu ÍNN og hjá okkur á Bleikt. Hér er fyrsti þátturinn. Gjörið svo vel! https://vimeo.com/205711610 Lesa meira

„Allir elska kynlíf“ – Ragga Eiríks með nýja sjónvarpsþætti á ÍNN

Rauði sófinn er nýr sjónvarpsþáttur sem hefur göngu sína á ÍNN í kvöld. Stjórnandi þáttarins er engin önnur en ykkar einlæg - hin annars prýðilega Bleika Ragga Eiríks. Hér er örlítið viðtal sem kollegar mínir á DV tóku við mig í tilefni fyrsta þáttarins sem verður frumsýndur í kvöld kl. 21.30 á ÍNN en eftir það verður að sjálfsögðu hægt að nálgast hann hér á Bleikt eða á heimasíðu ÍNN. „Allir elska kynlíf“ Kynþokki í dansi og stefnumótaforritið Tinder eru á dagskrá þáttarins Rauði sófinn, sem hefur göngu sína á sjónvarpsstöðinni ÍNN í kvöld. Í þáttunum tekur Ragnheiður Eiríksdóttir, Ragga Eiríks,… Lesa meira

Óttar, nú hættir þú! – Ragga tekur hrútskýranda í kennslustund

Kæri Óttar Ég veit að gærdagurinn er kannski í móðu, eins og oft gerist þegar athyglin, fjörið og hitinn bera mann yfir miðjum aldri ofurliði. Allir geta misst sig aðeins í góðu geimi - og gjaldið er oft smá þynnka daginn eftir. En nú gekkstu of langt. Um árabil hefurðu verið einhvers konar átoritet meðal þjóðarinnar þegar kemur að geðheilbrigði, geðsjúkdómum í sögulegu samhengi og meira að segja kynlífi. Stjórnendur LSH hafa falið þér það ægivald að skera úr um hvort einstaklingar eiga skilið að gangast undir kynleiðréttingu. Þú veist ýmislegt, enda menntaður geðlæknir, og ert mælskur og maður orðsins -… Lesa meira

Ástarbréf til íslenskra karlmanna – Ragga skiptir um skoðun

Elsku íslensku karlmenn! Nú kveður aldeilis við annan tón hjá ykkar einlægri. Ég er konan sem sagði að þið væruð líklega að verða óþarfir, og líka að 90% ykkar væru glataðir. Kannski er eitthvað sannleikskorn í þessu - en ég viðurkenni nú á Valentínusardegi að ég hef mildast stórlega í afstöðu minni. Og það er ekki bara út af nýja kærastanum! Ég hafði nógan tíma til að mynda mér skoðun - næstum 5 einhleyp ár - og gerði skipulegan samanburð á ykkur og karlpeningi nágrannaþjóða okkar í leitinni að þeim rétta. Samanburðurinn var ykkur í óhag nánast alltaf… þið voruð ókurteisari,… Lesa meira

Stefnumótahugmyndir Röggu Eiríks fyrir Valentínusardag – Ikea útgáfan!

Valentínusardagurinn hrópar á rómantík - ég nenni ekki að vera fúl út í að hann sé ekki íslensk hefð og voðalega amerískur og bara enn eitt tól kapítalismans til að fá okkur til að kaupa afskorin blóm og súkkulaði og nærföt og fara ógeðslega dýrt út að borða. Frekar ætla ég að fagna honum - já eins og hverju einasta tækifæri til að dæla meiri rómantík og losta inn í lífið. Hvað er líka betra en að kela? Kona sem er nýgengin út spyr sig óneitanlega. Kelerísferð í Ikea Farið saman í Ikea. Setjist í að minnsta kosti 10 sófa… Lesa meira

Ragga fór til Kaíró – Götuáreiti og dónakallar

Ég vakna á föstudegi. Það er frídagur í Kaíró - föstudagur þar er aðaldagurinn. Þá er bænahaldið enn stífara en aðra daga, flestir í fríi og mikið stuð á götunum. Það er janúar, en sólin skín á mig inn um gluggann þegar haninn galar klukkan níu - já alvöru hani galar. Ég fer í sturtu og klæði mig í búning sem mundi teljast dæmigerður íslenskur sumarfatnaður. Ég sleppi því að fara í mjög fleginn bol - og spái í hvort pilsið sé of stutt - ÉG! Þessar hugsanir leita ósjálfrátt á mig - að sýna ekki of mikið hold. Samt… Lesa meira

Ragga Eiríks fer í ballett – „Ég efast ekki um að glæsileiki yfirborðsins hafi einhvern tíma verið meiri“

Hvernig dettur 45 ára gamalli þriggja barna ömmu í góðum holdum í hug að draga fram eldgamla útslitna ballettskó og skella sér í balletttíma? Já, nú klórið þið ykkur eflaust í hausnum. En þetta gerði ég um daginn, eftir að gömul og góð vinkona mín, Ylfa Edith Jakobsdóttir, deldi því á facebook að hún væri á leið í ballettíma fyrir fullorðna um kvöldið. Inni í mér spratt upp mikil og ólgandi nostalgía - mig langaði að mæta líka! Ég hafði þess vegna samband við Plié, sem er dansskólinn, og spurði hvort ég mætti mæta í tíma um kvöldið með það… Lesa meira

Hvað gerist í kynlífinu árið 2017?

Hvernig skyldi kynlífsárið 2017 verða? Eflaust hafa margir lesendur Bleikt leitt hugan að því - en erfitt er að spá um framtíðina... FYRR EN NÚNA! Hér er sérhannað próf* frá Röggu Eiríks sem getur spáð fyrir um hvað muni gerast í kynlífinu þínu á árinu.   *Vinsamlega takið ekki mark á prófinu. Það er bull og líklega afar lítið að marka!  Góða skemmtun! Lesa meira

Anna Tara hvetur konur til að sættast við píkur og túrblóð – „Fáar konur virðast vera tengdar píkunum sínum“

Anna Tara Andrésdóttir vaknaði einn morgunn í vikunni, og eins og oftar var túrblettur í lakinu hennar. Hann er nú orðinn að listaverki! Við ákváðum að hafa samband við Önnu Töru og ræða þetta ágæta listaverk í þaula - já og fyrirbærið túr. „Til að byrja með ætlaði ég ekki að búa til neitt listaverk, þetta gerðist alveg óvart. Ég vaknaði með túrblett í lakinu mínu eins og svo oft áður nema í þetta skiptið sá ég túrblettinn í öðru ljósi. Ég sá út úr þessu mynd af typpi,“ segir Anna Tara í samtali við blaðakonu Bleikt. „Ég tók mynd… Lesa meira

Getur verið að karlmenn séu svona stjórnlausir – Nútíma skírlífsbelti vekur athygli

Kannski er þetta bara vel meint, en samkvæmt myndbandinu hér að neðan eru þessar buxur lausnin á þeim leiða vanda að konum sé nauðgað í tíma og ótíma. Já það er alltaf verið að leita leiða til að gera okkur konurnar öruggari í umhverfi okkar. Lýsa upp dimma stíga, segja okkur að drekka nú ekki of mikið, selja okkur naglalakk sem getur greint hvort búið er að byrla okkur eitthvað út í kokkteilglasið, klæða okkur ekki alltof glyðrulega - og það nýjasta er skírlífsbelti - þessar sniðugu buxur sem kona á að klæðast þegar hún fer út á meðal manna… Lesa meira

Þessi 10 hráefni áttu alltaf að eiga í eldhúsinu – Og þrír fljótlegir réttir!

Í öllum almennilegum eldhúsum ætti að vera til ólífuolía, salt og svartur pipar, eitthvað af indverskum kryddum, hveiti og eitthvað af þurrum jurtakryddum, til dæmis minta, oregano og rósmarín, smá sykur og sítrónusafi í formi sítrónu eða bara í flösku. Þessi innihaldsefni eru þess vegna ekki talin með - því þau eru álíka sjálfsögð og hnífar eða diskar. Ef svanga gesti ber að garði er nú alltaf gaman að geta vippað upp fljótlegum rétt í eldhúsinu án þess að þurfa að fara út í búð. Einfaldur pastaréttur eða hummus með brauði getur bragðast eins og herramannsmatur í góðum félagsskap. Svo… Lesa meira

Nokkur ráð fyrir þá sem eiga erfitt með að vakna á morgnana

Ég er agaleg á morgnana. Mig langar bara að kúra í myrkrinu og halda áfram að dreyma. Eftir því sem ég eldist verður þetta verra - og á hverjum vetri þarf ég að rifja upp ráðin sem virka best. Gjörið svo vel, hér koma Rögguráð um hressleika á morgnana! Farðu að sofa á sama tíma á hverju kvöldi - notaðu klukkuna á símanum til að minna þig á háttatímann. Búðu þér til háttarútínu - til dæmis að drekka tebolla alltaf hálftíma fyrir svefn, hreinsa andlitið og bursta tennur eða annað sem þér finnst gott að gera. Bannaðu raftæki önnur en… Lesa meira