Hún notar punginn á kærastanum sínum sem „beauty blender“ – Verður þetta nýtt trend?

Johanna Hines er 18 ára stelpa frá Flórída. Kærastinn hennar er Damon Richards, 20 ára. Síðustu helgi var parið að slappa af og hafa gaman. Eftir að Johanna kom úr sturtu og var að farða sig þá ákvað Richard að skemmta henni, og datt í hug að nota til þess punginn sinn. „Hann er alltaf að fíflast í mér, þannig hann byrjaði að setja punginn á höfuðið á mér,“ sagði Johanna við Buzzfeed News. „Ég fór að grínast með að nota punginn sem beauty blender og við bókstaflega bara horfðum á hvort annað og byrjuðum að hlæja, og tókum upp myndbandið í kjölfarið.“ Hún… Lesa meira

Íslenskar mömmur opna sig – 1. hluti: „Mamma er konan DAUÐ?“

Börn geta verið dásamlega hreinskilin... stundum kannski aðeins of! Við báðum mömmurnar í facebook-hópnum Auðveldar mömmur, að deila með okkur atvikum þegar börnin hafa komið þeim í vandræði. Svörin létu ekki á sér standa, og eiginlega finnst okkur spurning um að gefa út bók! Við látum það þó liggja milli hluta að sinni og leyfum lesendum í staðinn að njóta nokkurra dásamlegra frásagna um blessuð börnin. Gjörið svo vel! Augnablikið síðustu helgi þegar ég var að skipta á syni mínum eftir lúxusbrunch og sagði við kærasta minn „ok ég veit ekki hvort ég er með kúk á höndunum eða nutella" Ég… Lesa meira

Sumargleði Snappara – Glimmer og fjör

Síðasta miðvikudag, vetrardaginn síðasta, tókum við okkur saman nokkur sem höfum kynnst í gegnum miðilinn Snapchat og ákváðum að fagna komandi sumri og gera okkur glaðan dag. Mörg okkar voru að hittast í fyrsta skiptið þrátt fyrir að hafa talað mikið saman í gegnum Snapchat. En þessi skemmtilegi miðill gerir manni kleift að geta kynnst fólki með sameiginleg áhugamál og fylgjast með daglegu lífi hjá þeim sem manni þykja áhugaverðir. Ég ákvað fyrir rúmu hálfu ári að gera minn aðgang opinn fyrir almenning og hef ég ekki séð eftir því, enda kynnst fullt af ótrúlega áhugaverðu og skemmtilegu fólki sem… Lesa meira

Ólöf Ragna: Að elska líkamann eftir fæðingu

Mig langar aðeins að tala um breytingar á líkamanum eftir fæðingu. Viggó Nathanael er orðin fjögurra og hálfs mánaða og þrátt fyrir að hafa gengið í gengum þetta allt áður (fyrir 7 árum) þá er einhvern veginn eins og maður byrji aftur á byrjunarreit þegar annað barn kemur. Ég var ekki það heppin að geta hreyft mig á meðgöngunni út af grindargliðnun og samdráttum sem byrjuðu fljótt að gera vart við sig. Eftir fæðingu Viggós er ég 14 kílóum þyngri en fyrir meðgönguna. Upplifun mín á meðgöngunum var mikið í þá áttina að ég væri að búa til þetta líf… Lesa meira

Neðanjarðalestakerfi Tókýó er algjör hryllingur á háannatíma

Michael Wolf er þýskur ljósmyndari staðsettur í Tókýó. Hann býður manni einstaka sýn á japönsku höfuðborgina með því að taka myndir af fólki í neðanjarðarlestinni á háannatíma. Myndirnar sýna hryllinginn sem fólk þarf að þola, en fólk með innilokunarkennd ætti að forðast lestirnar á þessum tíma, og ekki klæða sig í of þykk föt ef dæma má gufuna og svitann sem sést á mörgum myndunum. Michael tók fyrst eftir troðnum lestum Tókýó árið 1995. Eftir það hefur hann eytt árum að fara í neðanjarðarlestirnar vopnaður myndavélinni sinni og tekur myndir af hryllingnum sem neðanjarðarlestakerfi Tókýó er á háannatíma. „Þú ert að… Lesa meira

Hún gerir förðun fyrir hvert stjörnumerki – Finnst þér hún hafa túlkað þitt rétt?

Förðunarfræðingurinn og Instagram stjarnan Setareh Hosseini hefur sameinað förðun og stjörnuspeki. Hún deildi myndum á Instagram þar sem hún gerir förðun fyrir hvert stjörnumerki og kemur innblásturinn frá þeim. Sjáðu hvert stjörnumerki hér fyrir neðan, finnst þér förðunin sem hún gerir túlka stjörnumerkið þitt á réttan hátt? Ljónið Sporðdrekinn Krabbinn Tvíburinn Meyjan Vogin Vatnsberinn Steingeitin Fiskurinn Hrúturinn Nautið Bogamaðurinn Lesa meira

Ljósmyndir sem sýna hvað heimurinn getur verið ótrúlegur

Heimurinn sem við lifum í er ótrúlegur, sumir eiga erfitt með að sjá magnaða eiginleika heimsins, allar náttúruperlurnar og manngerð meistaraverk, en það þarf bara að horfa á heiminn frá réttu sjónarhorni. Til að hjálpa við það hefur Bright Side tekið saman nokkrar ljósmyndir, frá öllum heimshornum, sem eiga eftir að sýna þér svo sannarlega hvað heimurinn er stórfenglegur. #1 Herbergi í neðansjávarhóteli í Dubai. #2 Skúlptúrinn ‚Inertia‘ í neðansjávarsafni, MUSA. #3 „The glass trail of terror“ í Kína – 1,430 metrar á hæð. #4 Hreinasta vatn í heimi – Melissani Lake, Grikkland. #5 Vegurinn í gegnum Death Valley í Bandaríkjunum. #6 Skuggi… Lesa meira

Anna Faris tísti á stórskemmtilegan hátt allan frumsýningardag Chris Pratt fyrir Guardians of the Galaxy Vol.2

Leikkonan Anna Faris, þekkt fyrir leik sinn í Scary Movie myndunum, House Bunny og þáttunum Mom, finnur alltaf einhverja leið til að skemmta sér og öðrum. Hún er gift leikaranum Chris Pratt, sem margir kannast við úr Guardians of the Galaxy, Jurassic World, Passengers, og auðvitað Parks and Recreation. Guardians of the Galaxy Vol.2 er að koma út og var frumsýnd nú á dögunum. Undanfarnar vikur hefur Chris verið upptekinn við að auglýsa og kynna myndina og ákvað Anna Faris að gera frumsýningardaginn sérstakan. Hún tísti allan daginn fyrir frumsýninguna, hvað hún væri að gera, hvað hann væri að gera,… Lesa meira

Magnað myndband frá Neil deGrasse Tyson um vísindi

„Kæri Facebook alheimur Í þessu fjögurra mínúta löngu myndbandi um „Vísindi í Ameríku“ eru mögulega mikilvægustu orð sem ég hef nokkurn tíma sagt. Eins og alltaf, en sérstaklega þessa dagana, haltu áfram að líta upp,“ skrifaði Neil deGrasse Tyson með eftirfarandi myndbandi. Við mælum með að þú horfir á það, magnað myndband með mikilvæg skilaboð. Lesa meira

Ef Öskubuska hefði verið strákur!

Í ævintýrunum sem við þekkjum öll eru kynjahlutverkin ansi niðurnjörvuð - oftar en ekki lenda varnarlausar en íðilfagrar stúlkur í agalegum háska, eða lífshættu, eða einelti, eða einhverju þaðan af verra - og eiga sér ekki viðreisnar von fyrr en prins (með tippi) kemur og bjargar þeim. Í þessu myndbandi er þessu snúið á hvolf - hér er útgáfa af Öskubusku sem skýrir ljómandi vel út hvað er athugavert við gömlu ævintýrin. Myndbandið var birt á facebook síðunni Rebel Girls. Góða skemmtun! https://www.facebook.com/rebelgirls/videos/1629783527049636/ Lesa meira

Kristín Maríella beitir áhugaverðri uppeldisaðferð – „Ekki að ástæðulausu að margir tala um að RIE hafi breytt lífi þeirra“

Kristín Maríella býr í Singapúr þar sem hún rekur fyrirtæki sitt Twin Within og hefur það ljómandi gott með manni sínum og börnum. Við birtum fyrri hluta viðtalsins við Kristínu Maríellu í gær - smelltu hér til að lesa. Eitt af áhugamálum Kristínar er ákveðin uppeldisaðferð eða -stefna sem kallast RIE eða Respectful parenting. Kristín segir stefnuna heilan heim út af fyrir sig. Að mínu mati er RIE byggt upp á þremur grunn-hugtökum en þau eru virðing, traust og tenging. Mér finnst það vera eins konar kjarni RIE sem stefnan gengur alltaf út frá. Við komum fram við börn af… Lesa meira

Vissir þú að kynsegin dagurinn er í dag?

„Bóndadagur og konudagur hafa verið haldnir hátíðlegir síðan um miðja 19. öld með svipuðum hætti og við þekkjum í dag. Áður tíðkaðist jafnvel að halda upp á yngismeyja- og yngissveinadag á sama hátt, en allir þessir dagar tengdust gamla dagatalinu okkar og var því breytilegt hvaða dag ársins þá bar upp miðað við okkar tímatal.“ Þetta segir í tilkynningu sem birt var á heimasíðu Kynsegin Ísland og Trans Ísland í dag en síðustu tvö ár hafa samtökin haldið hátíðlegan kynsegindag, en hann er viðbót við bónda- og konudag og er nú haldinn síðasta dag einmánuðar, eða síðasta vetrardag. Með því að… Lesa meira

Eydís Sara: „Þessi maður sagði beint upp í opið geðið á mér að vegna vaxtarlags míns sé ég „auðveldari“ kona“

„Kvöldið byrjar vel og það er ótrúlega gaman hjá okkur. Ég er svona tiltölulega nýbyrjuð að spjalla við strák sem mér lýst vel á og var því ekkert með neina löngun í það að vera með þessum mönnum enda voru þeir báðir 10 árum eldri en ég og ekki fannst mér þeir myndarlegir,“ Þetta segir Eydís Sara er 21 árs stelpa sem lenti í miður skemmtilegum aðstæðum um páskahelgina. Þar varð hún fyrir áreiti og líkamsfordómum af hálfu eldri karlmanns. Eydís Sara og vinkona hennar ákváðu að keyra ásamt tveimur karlmönnum, sem voru kunnugir vinkonunni, á Selfoss. Eydís var edrú… Lesa meira

Ásta á þriggja ára ráðríkan son – „Ég elska einföld ráð sem virka“

Þegar Ásta Hermannsdóttir, bloggari á Ynjum, var 16 ára gömul fór hún í sálfræði 103 - og hluti námsefnisins situr í henni ennþá í dag - sérstaklega eftir að hún varð foreldri. Ásta fjallar um þessi góðu foreldraráð í pisli sem hún birti á Ynjum um daginn. Hún á þriggja ára ráðríkan son - og ráðin úr menntaskóla eru að nýtast vel í uppeldinu. Ásta gaf okkur leyfi til að endurbirta pistilinn, og við á Bleikt erum viss um að margir lesendur tengi! Gefum Ástu orðið: Sonur minn varð 3ja ára núna um miðjan febrúar og er sjálfstæðið og ráðríkið „allt að… Lesa meira

Finnst þér gaman að senda tippamyndir? Þá er þetta tólið fyrir þig!

Nú geta karlkyns áhugamenn um tippamyndasendingar kannski farið að beina orku sinni annað, því hér er lausnin fundin á því hvernig senda má ítarlegar upplýsingar um getnaðarlimi með lítilli fyrirhöfn. Lausnin kemur frá ungverskum hönnuði, Gyorgy Szucs, sem fannst ástæða til að hjálpa mönnum sem velja að nota tíma sinn í tippamyndatökur og tippamyndasendingar. Síðan heitir Dick Code: Notandi velur þar myndir til að lýsa sem best útliti getnaðarlims síns. Þættir eins og staða forhúðar, lögun, stærð kóngs, ummál og lengd (borið saman við litla kókdós), fráfallshorn standpínu, sýnileiki æða, hárvöxtur og stefna frá miðju - eru meðal atriða sem hægt… Lesa meira

Hún breytti texta við Instagram myndir til að segja sannleikann um fyrrverandi kærastann sinn

Sambandsslit og samfélagsmiðlar passa illa saman. Það er eitthvað öfugsnúið við að hafa opinberar færslur frá öllum stigum sambands sem gekk ekki upp og jafnvel endaði hræðilega. Það gerir bara hlutina verri Það eru ekki allir sem ákveða að eyða öllum myndum og færslum af fyrrverandi, sumir láta það alveg vera en svo er það þessi ákveðna kona sem ákvað að breyta texta á myndum á Instagram. Hún breytti textanum undir myndum af henni og fyrrverandi kærastanum sínum til að segja fólki sannleikann um hann. Hann hélt fram hjá henni og hún skrifaði undir myndirnar hvernig hann hegðaði sér gagnvart henni… Lesa meira

Birna Kristel: „Ég vaknaði og mig langaði að deyja“ – Seinni hluti

„Lífið mitt var svart og hvítt en núna lifi ég í lit. Ég er full af lífi og tilfinningum. Ég lifi í þakklæti. Ég er hætt að reyna að stjórna lífinu, ég get aðeins stjórnað mér sjálfri. Ég geri mistök og leyfi mér að gera þau og reyni að læra af þeim en ekki rakka mig niður,“ segir Birna Kristel, tvítug kona sem hefur játað sig sigraða af áfengi og fíkniefnum. Hún segir frá erfiðum köflum í lífi sínu og hvernig henni tókst að segja skilið við áfengi og fíkniefni. Í gær birtum við fyrri hluta viðtalsins, sem má lesa… Lesa meira

Drífðu þig að deyja, við þurfum plássið

Sylvía Haukdal Brynjarsdóttir er ein bloggaranna á Ynjum. Fyrir nokkru síðan skrifaði hún fallegan pistil en skömmu eftir að hún birti hann lést afi hennar, umvafinn fjölskyldu og góðu hjúkrunarfólki. Sylvía veitti okkur á Bleikt góðfúslegt leyfi til að birta pistilinn: Síðustu daga hef ég mikið verið að hugsa um eldra fólkið í lífi okkar. Ég er svo heppin að ég á tvo afa sem eru á lífi, þeir eru dásamlegir, alltaf glaðir að sjá okkur, alltaf svo þakklátir fyrir heimsókirnar. En ég eins og svo margir aðrir hef ekki verið nógu dugleg að heimsækja þá. Af hverju? Ég hreinlega veit… Lesa meira

Þura Gæjadóttir: „Allavega hef ég aldrei fengið svona athugasemdir þegar ég er með maskara“

Þura Gæjadóttir skrifar: „Er eitthvað að?!!!" Hjúkrunarkonan nánast hrópar þetta á mig. Mér verður um, held að ég sé komin með blóðnasir eða eitthvað þaðan af verra. ,,Þú lítur svo illa út" „Já, það" segi ég „æ, ég lít bara svona út" Svona hófust samskipti milli mín og konunnar sem ætlaði að draga úr mér blóð í morgun. Það munaði minnstu að hún fengist ekki til að framkvæma blóðprufuna á þeim forsendum að ég liti svo illa út. Eftir að ég náði að sannfæra hana um að ég væri ekki veik, ekki nýbúin að vera veik, ekki rosalega þreytt og… Lesa meira

Birna Kristel: „Það besta sem mamma gerði fyrir mig var að henda mér út“

„Ef þú leyfir barni að búa heima hjá þér á meðan það er í neyslu, þá ertu að gefa grænt ljós. Alkóhólistar lofa öllu en svíkja allt. Barnið verður að reka sig sjálft á. Það er bara mín skoðun en eflaust margir ósammála mér.“ Þetta segir Birna Kristel, tvítug kona sem hefur játað sig sigraða af áfengi og fíkniefnum. Hún er alkóhólisti sem hefur farið niður í dýpsta myrkur og oft verið hætt komin en með hjálp góðra vina og fjölskyldu rataði hún aftur heim. Birna settist niður með blaðamanni og opnaði sig um áfengisfíkn og kynferðismisnotkun og svo litlu… Lesa meira

Tvíburar með albínisma fanga athygli tískuiðnaðarins

Lara og Mara Bawar eru ekki eins og hinar hefðbundnu fyrirsætur en eftirtektarvert útit þeirra hefur fangað athygli tískuiðnaðarins. Tvíburarnir eru ellefu ára og áberandi fallegar, þær eru frá Sao Paulo í Brasilíu og eru albinóar. Albínismi stafar af gölluðu litargeni sem gerir að verkum að það myndast lítið eða ekkert litarefni í húð, hári og augum. Í fyrra vakti einstakt og fallegt yfirbragð stúlknanna athygli ljósmyndara sem tók af þeim myndir, ásamt eldri systur þeirra Sheila, en hún er ekki albinói. Ljósmyndaverkefnið heitir Flores Raras eða sjaldgæf blóm, og sýna myndirnar hversu fallegur fjölbreytileikinn getur verið. Sjáðu myndirnar hér… Lesa meira

Kate Winslet hélt ræðu um jákvæða líkamsímynd: „Vertu besta útgáfan af þínu sanna sjálfi“

Margverðlaunaða leikkonan Kate Winslet er gjörsamlega með puttann á púlsinum þegar kemur að því að styrkja jákvæða líkamsímynd og hvetja konur til að læra að elska líkamann sinn. Hún opnaði sig um sín eigin persónulegu vandamál varðandi líkamsímynd sína og baráttuna við að sætta sig við líkama sinn. Í ræðu á WE Day í Bretlandi, sagði hún frá því að hafa verið kölluð „blubber“ og að sagt hafi verið við hana að hún ætti að vera „ánægð og sætta sig við hlutverk sem feita stelpan.“ Hún sagði að henni hafi ekki fundist hún duga. Henni fannst eins og hún „liti ekki rétt út,“… Lesa meira

Foreldrar og transbörn lesa jákvæðar og öflugar staðhæfingar – Myndband sem gefur okkur von

Þetta æðislega myndband er frá The Scene, sama fólki og færði okkur átakanlega myndbandið af konunni sem spyr fyrrverandi kærastann sinn af hverju hann hélt fram hjá henni. Þetta myndband er hins vegar á allt öðruvísi nótum heldur en hitt. Í þessu myndbandi segja foreldrar transbarna við þau jákvæðar staðhæfingar og styrkingar, sem þau síðan endurtaka. Þetta er ótrúlega fallegt myndband sem gefur okkur svo sannarlega von. Horfðu á það hér fyrir neðan: Lesa meira