Afleiðingar foreldraútilokunar fyrir börn: Kvíði, þunglyndi, lágt sjálfsmat og vanlíðan

Á dögunum var haldin ráðstefna um foreldraútilokun, málefni sem Barnaheill styðja að fái faglega umræðu.Yfirskrift ráðstefnunnar var Leyfi til að elska og á henni talaði fjöldi sérfræðinga um málefnið, bæði innlendir og erlendir. Í myndskeiðum á ráðstefnunni komu fram ýmsar upplýsingar byggðar á rannsóknum frá þremur íslenskum sérfærðingum, þeim Heimi Hilmarssyni, félagsráðgjafa hjá barnaverndum þriggja sveitarfélaga á Suðurnesjum og formanni félags um foreldrajafnrétti og Sigrúnu Júlíusdóttur, prófessor í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands og formanns Rannsóknarstofnunar í barna- og fjölskylduvernd við HÍ, og Sæunni Kjartansdóttur, sálgreini hjá Miðstöð foreldra og barna.Við birtum hér úrdrátt úr tveimur myndbandanna sem er að finna áYouTube rásinni Leyfi… Lesa meira

Kona deilir átakanlegum myndum til að vara við hræðilegum áhrifum heróíns

Melissa Lee Matos hefur verið í bata frá eiturlyfjafíkn síðastliðið eitt og hálft ár. Hún ákvað að deila myndum af sér þegar hún var sem langt leiddust af fíkninni til að hjálpa öðrum í sömu sporum. „Of margir eru að deyja. Ég á vini sem þurfa að sjá þetta,“ skrifar hún í færslu á Facebook. Það hafa yfir 54 þúsund manns deilt færslunni. Melissa útskýrir hvernig í mörg ár hana langaði að deyja. Hún eyddi mörgum dögum og nóttum í sjálfgerðu dái eftir að hafa neytt of mikið af fíkniefnum. „Svona leit ég út daglega í mörg ár. Þetta er það sem eiginmaðurinn minn… Lesa meira

Ég fékk ekki að elska pabba minn

Ég kallaði hann stundum Blóða. Stundum skírnarnafninu hans. En ekki pabba. Það orð var eignað öðrum manni. Ég þekkti ekki Blóða, hafði ekki umgengnist hann frá því ég var lítið barn og ég skildi ekki af hverju fólki fannst skrýtið að ég hefði ekki þörf fyrir að þekkja hann eða umgangast. Í mínum huga stóð hann fyrir flestum þeim löstum og ókostum sem geta prýtt einn mann. Hann hafði svikið mömmu, komið illa fram og hann drakk og ég hafði engan áhuga á að þekkja þannig manneskju. Enda eignaðist ég svo annan pabba svo ég þurfti ekki á honum að… Lesa meira

Svona færðu barnið þitt til að hlýða öllu sem þú segir

Ef barnið þitt hlýðir þér í einu og öllu skaltu sleppa því að lesa lengra. Ef ekki þá gætirðu haft áhuga á að kynna þér efni nýrrar bókar eftir Alicu Eaton, breskan sérfræðing í dáleiðslu. Í bókinni, sem ber nafnið Written Words That Work: How To Get Kids To Do Almost Anything, fer Alicia yfir atriði sem geta breytt hegðunarmynstri barna til hins betra og fengið þau til að gegna betur. Alicia segir að máttur tungunnar sé mikill og það hvernig hlutir eru orðaðir geti skipt sköpum. Í umfjöllun um bókina á vef Mail Online eru nokkur atriði í bókinni týnd til.… Lesa meira

Tanja Huld deilir uppáhalds kvíðasögunum sínum: Var hrædd við að verða andsetin

Bylgja Babýlóns, uppistandari með meiru, skrifaði færslu á Facebook um ofsakvíðaköst sem hún glímdi lengi vel við. Af því tilefni fór hún í viðtal hjá Síðdegisútvarpinu þar sem hún ræddi málið frekar. Tanja Huld Levý Guðmundsdóttir fagnar því að það sé verið að opna umræðu um kvíða með þessum hætti. Hún skrifaði grein um þrjár uppáhalds kvíðasögunar sínar og fékk Bleikt leyfi til að birta hér með lesendum. Færslan birtist fyrst á Facebook síðu Tönju. Ég fagna því að opna umræðu um kvíða. Ég er sammála Bylgju að kvíði getur verið skelfilegur og hamlandi en á sama tíma hlægilegur. Topp… Lesa meira

22 hlutir sem barnið þitt ætti að kunna áður en það byrjar í skóla

Hvernig reiðir barninu þínu af í samanburði við önnur börn þegar kemur að hlutum eins og málskilningi, skrift eða öðrum grundvallarþáttum? Sálfræðingurinn Janine Spencer við Brunel-háskóla hefur sett saman lista yfir tuttugu og tvö atriði sem börn ættu að geta gert áður en þau byrja í grunnskóla. Þau munu koma betur undirbúin fyrir skólagönguna og létta þeim lífið verulega þegar loks er sest á skólabekk. Listinn birtist fyrst í vefútgáfu breska blaðsins Mirror. Þar er jafnframt tekið fram að foreldrar eiga ALLS ekki að örvænta þó barnið kunni ekki öll þessi atriði. Hér eru aðeins nefnd atriði sem börn hefðu… Lesa meira

Ótrúlegar myndir frá brúðkaupi á Íslandi innblásið af Game of Thrones

Parið Monica og Ben eru miklir aðdáendur Game of Thrones. Þegar kom að því að ákveða hvar þau vildu gifta sig þá kom aðeins einn staður til greina, Ísland! Monica er frá Ítalíu og Ben er frá Bretlandi en þau héldu athöfnina á Þingvöllum. „Við erum bæði aðdáendur Game of Thrones og mjög hrifin af fantasíu,“ sagði Monica við Rock N Roll Bride. Monica og Ben hafa áður komið til Íslands í Game of Thrones ferð og bað Ben hana um að giftast sér hér á landi. „Við kunnum einnig að meta frjálslegt eðli Íslendinga og opinská viðhorf þeirra til… Lesa meira

Sportscasting/„Að lýsa leiknum“- Hvað er það og hvernig á að nota það?

Sportscasting er orð sem kemur frá Janet Lansbury einni helstu talskonu RIE stefnunnar í heiminum í dag og hefur það á stuttum tíma orðið að mikið notuðu hugtaki í stefnunni sjálfri og víðar. Í íslenskri þýðingu tala ég oft um það “að lýsa leiknum” og finnst það ná ágætlega utan um merkingu orðsins, en hvað þýðir það samt, að „sportscast-a“ eða “að lýsa leiknum” í uppeldi? Sportscasting er það þegar við segjum upphátt það sem við sjáum í aðstæðum. Við segjum bara staðreyndir án þess að dæma eða segja okkar skoðun á atriðinu sem við erum að „lýsa“ (sama hvort um jákvæða eða neikvæða… Lesa meira

Karlar drepa – sjálfa sig

Mig er búið að langa til að segja eitthvað lengi, það liggur á mér eins og skítugt teppi. Ég er er bæði langorður og oft skáldlegur þannig að þú veist það bara ef þú ákveður að lesa lengra, ok? Gott. Hæ rétt upp hönd ef þú hefur hugsað um að fremja sjálfsvíg, ég hef gert það, verandi karlmaður telst það varla til frétta. Það líður ekki sá mánuður að ég horfi ekki á eftir einhverjum sem ég þekki persónulega eða er tengdur einhverjum sem ég þekki sem fremur sjálfsvíg. Oft ungir strákar sem ættu að eiga framtíð, óskrifaða og bjarta, hafa… Lesa meira

„Samfélagið er oft gegnsýrt af þeirri hugsun að KÞBAVD að hlýða fyrirskipunum frá ókunnugu fólki úti í bæ“

Á mánudaginn næstkomandi ætla Stelpur rokka! að blása til pallborðsumræðna um götuáreiti. Rætt verður til dæmis um hvað götuáreiti er, hvaða áhrif það hefur á fólk og hvernig það er birtingarmynd misréttis og valdbeitingar. Pallborðsumræðurnar eru í upphafi Druslugönguviku en Druslugangan verður gengin í sjöunda sinn í Reykjavík laugardaginn 29. júlí. „Ef stelpa svarar ekki „hrósi“ og hlýðir því ekki að brosa er oft öskrað á hana í kjölfarið að hún eigi að vera þakklát og hlýða. Ef kona tjáir sig á netinu er oft stutt í að hún sé kölluð tussa, hóra, að hún sé með sand í píkunni… Lesa meira

Þessi fimm einföldu atriði hjálpa þér að bæta sjálfstraustið

Öll vitum að gott sjálfstraust er lykilatriði þegar kemur að ýmsum þáttum daglegs lífs; hvort sem um er að ræða vinnu, nám, íþróttir eða samskipti við annað fólk. Þeir sem hafa gott sjálfstraust eru síður berskjaldaðir fyrir kvíða og eiga oft og tíðum auðveldara með að mynda tengsl við aðra. Jákvæðir þættir góðs sjálfstrausts eru ótvíræðir en það hvernig við öðlumst meira sjálfstraust getur verið vandkvæðum bundið. Guy Winch er bandarískur sálfræðingur með yfir tuttugu ára reynslu. Nýverið ritaði hann áhugaverða grein fyrir vefsíðu Ted, en margir þekkja eflaust Ted-fyrirlestrana sem taka á ýmsum áhugaverðum málefnum. Hann deildi með lesendum… Lesa meira

Saga þessarar konu sýnir að maður getur aldrei farið of varlega á netinu

Það er ekkert leyndarmál að maður þarf að passa þig á því hverjum maður deilir myndum með á netinu. En saga þessarar konu sýnir að maður getur aldrei farið of varlega. Á mánudaginn var deilt sjálfsmynd af konu og með myndinni stóð að hún væri búin að vera „einn mánuð edrú“ og hafi ekki neytt áfengis eða fíkniefna í mánuð. Myndin vakti mikla athygli og var fljótlega komið á forsíðu Imgur. Konan á myndinni var hins vegar ekki manneskjan sem deildi myndinni og hefur aldrei komið nálægt sprautunál. Frændi hennar tók eftir færslunni og lét hana vita. Þau hefndu sín með… Lesa meira

Opið bréf til konunnar sem dæsti við afgreiðslukassann

Åsa Skånberg, 34 ára sænsk kona, hefur vakið talsverða athygli fyrir færslu sem hún ritaði um lítið atvik sem varð í stórmarkaði í Svíþjóð fyrir skemmstu. Í færslunni segir Åsa frá því að röð hafi myndast á kassanum þegar loksins kom að henni. Þegar hún var búin að greiða fyrir vörurnar raðaði hún vörunum ofan í pokann, en tók þá eftir því að konan fyrir aftan hana dæsti og virtist mjög óþolinmóð vegna þess hversu langan tíma það tók fyrir Åsu að raða vörunum ofan í innkaupapokana. Það sem konan vissi ekki er að Åsa hefur glímt við andleg veikindi… Lesa meira

Hrottalegt neteinelti meðal íslenskra barna – Er barnið þitt með þetta smáforrit?

„Ég held það sé kominn tími til að foreldrar taki smá ábyrgð og skoði nú það sem er í gangi í símanum og iPadinum hjá sínum börnum og hætti að segja „já mitt barn gerir ekki svona...,“ segir Lóreley Sigurjónsdóttir um hegðun barna og unglinga á samfélagsmiðlum. Lóreley fór inn á smáforritið Musical.ly hjá dóttur sinni eftir að hafa heyrt nokkur dæmi um ljót skilaboð og síður. Þar blasti við henni ógrynni af síðum og ljótum ummælum. Mörg ummæli voru á þá leið að börn eða unglingar voru að hvetja aðra til að taka eigið líf. Lóreley segist vera afar… Lesa meira

Hegðun foreldra í kringum íþróttir ungra barna: „Eru þetta fyrirmyndirnar sem við ætluðum að vera?“

Hegðun foreldra í kringum íþróttir barna sinna getur stundum verið vafasöm og ekki allir sem gera sér grein fyrir því að þeir eru fyrirmyndir. Æsingur, pirringur og reiði eiga það oft til að ráða ríkjum í staðinn fyrir jákvæðni, virðingu og vinsemd. Valkyrja S. Á. Bjarkardóttir ræðir um hegðun foreldra í kringum íþróttir ungra barna í pistli í Kvennablaðinu og spyr hvort foreldrar séu meðvitaðir um hegðun sína. Við stöndum tryllt á hliðarlínunni, látum öllum illum látum, görgum jafnvel á börnin að gera svona eða hinseginn og dómarinn fær að heyra það: „Sástu ekki brotið dómari? Andskotinn er þetta!“ Pressan… Lesa meira

Myndbirting barna á netinu

Ég fékk um daginn bækling í leikskólanum hjá syni mínum sem fjallaði um myndbirtingu barna á netinu. Þá var verið að tala um myndir af börnum þar sem þau eru nakin í baði til dæmis. Þó að við sjálf horfum á myndir af börnunum okkar og sjáum bara fallega stund eru því miður einstaklingar þarna úti sem eru sjúkir og geta misnotað svona myndir. Einnig var talað um myndir sem börnin einfaldlega vilja ekki láta birta af sér eða myndir sem sýna barnið í vandræðalegum aðstæðum. Það gæti sett barnið í erfiða stöðu gagnvart bekkjarfélögunum ef þeir kæmust yfir slíkar myndir. Eins… Lesa meira

Móðir framkvæmdi tilraun og tók símann af syni sínum: Ótrúlegar breytingar

Karly Tophill ákvað að framkvæma hálfgerða tilraun á þrettán ára gömlum syni sínum. Karly var þeirrar skoðunar, eins og foreldrar margra annarra unglinga, að sonur hennar, Dylan, eyddi of miklum tíma í símanum. Karly ákvað því að taka til sinna ráða og bannaði Dylan að nota farsíma í heilt ár. Óhætt er að segja að hún hafi séð miklar breytingar. Hamingjusamari og orkumeiri Í samtali við Mail Online segir Karly að innan sex vikna hafi hún tekið eftir umfangsmiklum breytingum. Hún segir að sonur hennar hafi virst hamingjusamari, orkumeiri, gengið betur með heimavinnuna. Þá hafi hann verið mælskari og jafnvel… Lesa meira

Camilla Rut gisti á Centerhotel Þingholt í kringum brúðkaupið: „Mér leið eins og drottningu“

Það getur verið virkilega rómantískt að gista á hóteli nóttina eftir brúðkaupið sitt. Brúðkaupsdagurinn er einstakur og því tilvalið að hafa nóttina líka einstaka. Þegar horft er á heildarkostnaðinn við brúðkaup væri gisting á hóteli aðeins lítill hluti af því og algjörlega þess virði. Það er mjög vinsælt hjá brúðhjónum hér á landi að gista á CenterHotel Þingholt því hótelið býður upp á svo miklu meira en bara gistingu. Brúðhjónin geta gist í einu af gullfallegu herbergjunum á hótelinu og borðað svo saman dásamlegan morgunverð næsta dag, á herberginu eða á veitingastað hótelsins. Eftir það er svo hægt að skella… Lesa meira

Facebook aðgangur Samúels var hakkaður: „Þessi aðili er að senda fólki skilaboð og biðja um peninga og nektarmyndir“

„Það hefur einhver óheiðarlegur f***** hakkað þennan aðgang og er að nota hann eins og er. Við erum búin að tilkynna það og erum að bíða eftir svari til þess að endurheimta aðganginn án þess að honum verði eytt,“ skrifar Svala Sif Sigurgeirsdóttir á Facebook. Aðgangur Samúels Samúelssonar, eiginmanns hennar var hakkaður. „Þessi aðili er að senda fólki skilaboð og biðja það um peninga og nektarmyndir. Hann gerir sjálfan sig að admin í hópum sem Sammi er meðlimur í og breytir upplýsingum. Hann hefur einnig hakkað sig inn á Instagram aðgang Vestra,“ segir Svala. Aðilinn sem hakkaði sig inn á… Lesa meira

Áhrifamikið myndband frá WHAT: „Hvaða skilaboð sendir þú?“

WHAT er fjölmiðill gerður af unglingum fyrir unglinga. WHAT er hópur táninga sem koma víðsvegar úr Reykjavík og sameinast í frístundamiðstöð Tjarnarinnar. Þau gáfu nýlega út myndband sem þau birtu á Facebook síðu sinni titlað „Hvaða skilaboð sendir þú?“ Í myndbandinu er stúlka förðuð og birtast mörg orð, svipuð því sem táningar skrifa undir myndir hjá öðrum. Meðal þeirra eru jákvæð ummæli eins og „sæta mín.“ En svo birtast þau neikvæðu: „Of mikið, fake, photoshop.“ Þegar farðinn er hreinsaður af stúlkunni í lok myndbandsins koma orð eins og „ljót“ og „ertu eitthvað þreytt?“ Það tengja eflaust margar stúlkur við þessi… Lesa meira

Um káf, eignarhald og karlmennsku unglingsdrengja – „Verum fyrirmyndir sem fordæma og fyrirlíta karlrembu“

Það er ekkert svo langt síðan að litið var algjörlega framhjá grófu kynferðislegu áreiti á skemmtistöðum. Man eftir samtali við vinkonu sem sagði að svona væri þetta bara á djamminu. „Hvað á stelpa annars að gera? Nenni ekki að vera fúla pían eða vera með vesen.“ Á sama tíma, og jafnvel ennþá, voru 12 ára drengir að slá í rassinn á stelpum á skólagöngunum. Svona hefst áhrifamikill pistill Þorsteins V. Einarssonar sem ber titillinn: "Um káf, eignarhald og karlmennsku unglingsdrengja." Pistillinn birtist fyrst á Facebook síðu Þorsteins og hefur vefsíðan KÞBAVD.is einnig birt hann. Bleikt hafði samband við Þorstein og fékk góðfúslegt leyfi… Lesa meira

Ingibjörg gefur ritstjórn tekjublaðsins falleinkunn: „Ég er búin að fara yfir og leiðrétta“

Ingibjörg Rósa gefur ritstjórn tekjublaðs Frjálsrar verslunar falleinkunn og gagnrýnir notkun starfsheita í blaðinu. Þar koma fyrir orð á borð við "fjölmiðlamenn," "embættismenn" og "skólamenn". Ingibjörg bendir á frekar eigi að nota orðið "fólk" í staðinn fyrir "menn," eins og "fjölmiðlafólk." Það er málhefð að nota t.d. „lögmaður“ (þótt ekkert mæli í raun á móti því að nota „lögkona“) en með óljósari titla eins og „embættismaður“ er ekkert sem segir að ekki megi nota „embættiskona“ og því eðlilegra að nota „embættisfólk“ sem fleirtölu. Orðskrípið „skólamenn“ er hins vegar allt annar handleggur! Ég tel samt að sjálfsögðu að konur séu líka menn, málhefðin er… Lesa meira

Kelly Clarkson svarar nettrölli sem kallaði hana feita – Aðdáendur elska það

Kelly Clarkson var með frábært svar við nettrölli sem líkamsskammaði hana á Twitter í gær. Söngkonan Kelly Clarkson, sem er fyrsti American Idol sigurvegarinn, kann svo sannarlega að svara fyrir sig og sýndi að henni er alveg sama hvað fólki finnst um þyngd hennar. Einhver tístaði til hennar: „Þú ert feit“ og svaraði Kelly „og enn þá f**king frábær.“ ....and still fucking awesome 😜 https://t.co/LvFgIITaTX — Kelly Clarkson (@kelly_clarkson) July 5, 2017 Aðdáendur elskuðu þetta snilldar svar Kelly og fögnuðu því á Twitter: I LOVE YOU SO MUCH!!! pic.twitter.com/wfUehom9FE — Yvette (@atleve) July 5, 2017 She's sexy as hell! I'm gay and Kelly makes me reconsider. — Tyson Jones (@tysonjones) July 5, 2017… Lesa meira