Sólveig fór á sína fyrstu æfingu í afrískum dönsum fyrir 20 árum – Ætlar aldrei að hætta að dansa

Sólveig Hauksdóttir gekk inn á sínu fyrstu æfingu í afrískum dönsum um fimmtugt og heillaðist strax af taktföstum dansinum sem að hennar sögn líkir eftir lífinu sjálfu. Tveim áratugum síðar er hún staðföst í því að ætla aldrei nokkurn tíman að hætta að dansa. „Vitið þið hreyfingin er einn af grunnþáttum mannsins af því ef við hreyfum okkur ekki þá deyjum við," segir Sólveig. Fyrir 22 árum segist Sólveig hafa verið í ótrúlega leiðu skapi og var á gangi í Þingholtunum. Hún hittir þar Hafdísi sem var þá búin að opna Kramhúsið. Hafdís segir henni að það sé maður að kenna… Lesa meira

Bréf til Tinnu – „Ef ég og/eða konan mín byrjum að hitta annað fólk þá er það ekki framhjáhald“

Opið bréf til Tinnu: Góðan daginn Tinna Mér barst til augna pistill sem þú skrifaðir fyrir nokkrum árum. Á sama tíma og ég skildi hugsunina á bak við skrif þín þá stakk pistillinn mig. Hann sagði mér það sem svo margir segja mér aftur og aftur: Þú lifir lífi þínu ekki rétt! Mig langar til að byrja á því að nefna að ég er svo sammála þér með það að framhjáhald er skelfileg og ljót framkvæmd, sem því miður er allt of algengt í okkar samfélagi. En það sama á við fordóma eins og þú sýnir svo sterkt. Fordómar koma… Lesa meira

Glódís tottar hann en fær ekki fullnægingu sjálf – „Samt finnst mér þetta ótrúlega fullnægjandi og heitt“

Kæra Ragnheiður Ég er ekki beint að leita ráða, er frekar bara forvitin og langar að heyra álit þitt. Þannig er mál með vexti að í rúmt ár hef ég átt „vin“. Við kynntumst á Tinder og eftir smá spjall og daður ákváðum við að hittast. Til að gera langa sögu stutta þá varð ekkert úr neinu þegar við hittumst, hann er mjög myndarlegur og sexý en vissi fullvel af því svo ég skellti í lás og vildi ekkert með hann hafa. Svo var ég stundum að sjá hann á djamminu en lét eins og ekkert væri. Seinna sendir hann… Lesa meira

María – „Hann lamdi mig bara nokkrum sinnum þegar ég var ólétt“

„Það er svo merkilegt að ég man ekki eftir einu einasta svefnherbergi sem við áttum.Við bjuggum saman á óteljandi stöðum, enda var mjög mikilvægt fyrir hann að slíta markvisst á öll tengsl þar sem ég var farin að festa rætur.“ Gloppur í minni eru algengar meðal einstaklinga sem hafa upplifað ofbeldi og tengist oft einhverju sem er hreinlega of erfitt að muna. Í tilfelli Maríu Hjálmtýsdóttur á gleymskan rætur í ofbeldissambandi sem varði að hennar sögn í 18 ár. María var 18 ára þegar sambandið hófst. Maðurinn er af erlendu bergi brotinn en hlaut íslenskan ríkisborgararétt eftir 5 ára búsetu… Lesa meira

Óskar Freyr: „Að svipta barn foreldri sínu er ofbeldi og illvirki gegn barninu“

„Í mörg ár... Allt of mörg ár hef ég skrifað um forsjár og umgengnismál og það ofbeldi sem á sér víða stað í þeim málum. Við erum komin aðeins á veg með þessi mál. Það er búin að vera umræða um að þetta er raunverulegt ofbeldi sem á sér stað. En nú ætla ég að nefna nýja stöðu. Sama ofbeldið, bara mun erfiðari staða.“ Svona hefst pistill Óskars Freys Péturssonar, sem hann birtir á Facebook-síðu sinni í dag. Óskar heldur áfram og segir okkur sögu af konu og manni sem fella hugi saman. „Konan er nýbúin að eignast barn og… Lesa meira

Bolir og blek fyrir eistun á þér

Desæna og Glacier Ink verða með viðburð á efri hæðinni á Sake barnum, Laugavegi 2 í Reykjavík, laugardaginn 25. mars kl. 14:00-23:00. Þar verða þau að hanna, flúra 18+ og prenta boli á staðnum. Einnig verður boðið upp á gervitattoo fyrir yngra fólkið eða þá sem vilja prufukeyra hugmyndina fyrst. Fólki er boðið að koma og kíkja til þeirra með hugmynd sem þau umbreyta síðan í grafík og útfæra á boli, sem húðflúr eða gervihúðflúr. Ágóðinn rennur til styrktar Mottumars, ekki er hægt að greiða með pening eða korti heldur leggur fólk beint inn á Mottumars reikninginn. Hér má sjá… Lesa meira

Ragnheiður – „Mig langar að fyrirgefa gerendum mínum, alla vega í hópnauðguninni“

Í næstum 26 ár hefur Ragnheiður Helga Bergmann Hafsteinsdóttir glímt við afleiðingar kynferðisofbeldis. Hún var aðeins 17 ára gömul þegar hún lenti í grófri líkamsárás og hópnauðgun af hálfu 5 manna. Ári síðar var henni nauðgað af kunningja sínum á Þjóðhátíð í Eyum. Umfjöllun fjölmiðla um bókina Handan fyrirgefningar eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur og Tom Stranger, hefur vakið upp hugsanir hjá Ragnheiði um fyrirgefninguna, og hvort hún sé viðeigandi í hennar máli. Orð Þórdísar Elvu í Kastljósi gærkvöldsins höfðu að sögn Ragnheiðar djúpstæð áhrif á hana. „Mig langar að fyrirgefa gerendum mínum, alla vega í hópnauðguninni, er ekki tilbúin að… Lesa meira

Ugla og Fox eru kynsegin par – „Giftu“ sig til að mótmæla hjúskaparlögum

Ugla Stefanía Jónsdóttir og Fox Fisher eru bæði kynsegin og hafa verið saman í rúmlega ár. Þau eru um þessar mundir að taka þátt í gerð heimildarmyndar sem fjallar um möguleikann fyrir kynsegin fólk að gifta sig án þess að þurfa að skrá sig sem konu eða karl. Gay Iceland greinir frá þessu. Kynsegin fólk er fólk sem vill hvorki flokka sig sem eingöngu karl eða konu. Orðið er í raun regnhlífarhugtak yfir fólk sem skilgreinir kynvitund sína sem hvorugt, bæði eða fljótandi á milli. Myndin er gerð í Bretlandi og ber titillinn „Owl and Fox can‘t get married.“ Hún… Lesa meira

Miðaldra konur á stefnumótum og gargandi kynþokki – Rauði sófinn 4. þáttur

Getur verið að Sigrún Jónsdóttir sé kvenna reyndust á íslenskum stefnumótamarkaði? Er fólk hætt að nálgast álitlega bólfélaga á barnum með þykk bjórgleraugu á nefinu? Er eitthvað til í mýtunni um einhleypa karlinn sem er stöðugt að leita að næsta gati til að stinga tippinu sínu inn í? Eru íslenskir karlmenn kurteisir á Tinder? Þessar spurningar eru tæklaðar í Rauða sófanum að þessu sinni, en í síðari hluta þáttarins mættu Hildur Heimisdóttir lýðheilsufræðingur ljósmyndari, og Anna María Moestrup bílaáhugakona og áhugamódel. Miðaldra konur eru meðal þeirra kvenna sem flykkjast í svokallaðar boudoir-myndatökur um þessar mundir. Slíkar myndatökur eru smekklega erótískar… Lesa meira

Stórfréttir úr íslenska sirkusheiminum – Ungfrú Hringaná að meika það í útlöndum!

Rétt í þessu bárust stórfréttir úr sirkusheiminum inn á ritstjórnarskrifstofu Bleikt. Sirkuslistakonan Ungfrú Hringaná, sem margir kannast við úr sirkus- og kabarettsýningum hérlendis er komin á samning hjá enska sirkusnum Let's Circus, og mun ferðast með honum um Bretlandseyjar í maí. Margrét Erla Maack hjá Reykjaví Kabarett segir að íslenska kabarettfjölskyldan gleðjist fyrir hönd Ungfrú Hringaná. „Þetta er ótrúlegt tækifæri og búið að vera lengi í bígerð. Við kabarettfjölskyldan erum ótrúlega stolt, bæði af henni og að hún sé hluti af okkur, enda er hún sviðslistamanneskja á heimsmælikvarða.“ Áður en ferðalagið hefst mun Ungfrú Hringaná sýna listir sínar á aprílsýningu Reykjavík… Lesa meira

Þingkona vill gera sjálfsfróun karlmanna refsiverða

Fóstureyðingar eru bannaðar víða um heim og virðist mörgum stjórnmálamönnum, oftast karlmönnum, mikið í mun að takmarka aðgang kvenna að slíkri þjónustu. Nú hefur bandarísk þingkona á ríkisþingi Texas ríkis lagt fram frumvarp sem skerða myndi mjög rétt karlmanna til að stunda sjálfsfróun sem hún segir vera sambærilegt við þær skorður sem konum eru settar hvað fóstureyðingar varðar. Frumvarpið ber nafnið ,,Réttur karlmanns til að vita“ og var lagt fram síðastliðinn föstudag. Fyrsta flutningskona þess er Demókratinn Jessica Farrar sem er fulltrúi Houston borgar á ríkisþinginu. Farrar er harður andstæðingur hertrar löggjafar hvað fóstureyðingar varðar og tísti um liðna helgi… Lesa meira

Indíana hvetur fólk til að hætta að hneykslast: „Það er eitt að blaðra en annað að gera eitthvað í málunum“

Það er hreint ótrúlegt hvað tíminn getur flogið þegar maður hangir fyrir framan skjáinn og flettir í gegnum Facebook. Áður en maður veit af hafa heilu klukkustundirnar horfið án þess að maður hafi áorkað neinu. En er þessi vinsæli samfélagsmiðill alslæmur? Í leiðara Akureyri vikublaðs skrifar Indíana Ása Hreinsdóttir ritstjóri um tímaþjófinn Facebook. „Þeir gerast ekki verri tímaþjófarnir en Facebook,“ segir Indíana. „Sjálf á ég til að hanga á samskiptasíðunni í einhverri óskiljanlegri leiðslu, skrollandi upp og niður, njósnandi um hinn og þennan, „lækandi“ færslur og myndir eins og mér sé borgað fyrir það, sér í lagi þegar ég þyrfti… Lesa meira

Þetta segja stjörnumerkin um hvað fólk vill gera í kynlífinu

Er það gamli góði trúboðinn sem þú kannt best við í kynlífinu eða ertu til í að prufa allt það sem fjallað er um í 50 gráum skuggum? Hafa stjörnumerkin áhrif á þetta? Hafa þau áhrif á hvað fólk er tilbúið að gera í kynlífinu? Einhverjir eru eflaust vantrúaðir á það en eftir því sem fram kemur á vefsíðunni thoughtcatalog.com þá tengjast stjörnumerki fólks og þar með fæðingardagur þess því hvað það er tilbúið að prófa í kynlífinu. Hrúturinn Er tilbúinn að prófa allt og ef það er eitthvað honum líkar illa við þá er það skortur á hugmyndaauðgi. Þeir… Lesa meira

Ólétt sjónvarpskona og bloggari sigrar hjörtu netverja með skemmtilegum myndum

Eden Grinshpan er með sinn eigin sjónvarpsþátt, Eden Eats, á Cooking Channel og er kynnir í Top Chef Canada sem hefja göngu sína eftir mánuð. Hún er um þessar mundir ófrísk og að „borða fyrir tvo“ er ekkert nýyrði fyrir hana. Auk þess að vera í sjónvarpi þá er hún bloggari og Instagrammari og deilir alveg stórkostlegum myndum á Instagram síðunni sinni. https://www.instagram.com/p/BRhAwLQjxnr/?taken-by=edeneats Í vikunni sigraði hún hjörtu netverja þegar hún deildi myndbandi af sér sjálfri dansandi með óléttubumbuna út og ostborgara í sitthvorri höndinni. https://www.instagram.com/p/BRi0_kYD9aR/?taken-by=edeneats Hún notar venjulega myllumerkið #EdenEats en hefur breytt því í #EdenEatsfor2 á meðan hún er ólétt.… Lesa meira

Allir sem hafa hætti í sambandi ættu að tengja við þessa húmorista – Myndband

Allir sem hafa hætt í sambandi ættu að tengja við þessa húmorista. Sú sem kemur fram í myndbandinu er sprenghlægileg, kemur með góð orðtiltæki eins og: All these magnets, and you're still not attracted to me. All these switches, and I still can't turn you on. Maður getur ekki annað en haft gaman af þessari fölskvalausu gleði! Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan. Lesa meira

Móðir aflýsti ferð í Disneyland vegna „greinilegrar gagnkynhneigðrar“ stefnu garðsins – Andsvar við fordómum

Það er ótrúlegt en því miður satt að árið 2017 getur ein samkynhneigð persóna í Disney kvikmynd gert fólk alveg brjálað. Í Beauty and the Beast, sem er nýkomin út, er einn karakterinn opinberlega samkynhneigður. Að mínu mati er það frábært og löngu kominn tími til. En sumt fólk er haldið svo miklum fordómum að það er nánast eins og þau haldi að þessi mynd tákni enda alheimsins. Sem dæmi þá hefur kvikmyndin verið bönnuð í Malasíu og í kvikmyndahúsi í Bandaríkjunum, bönnuð innan 16 ára í Rússlandi og eru margir hópar með stranga stefnu að vilja banna þessa mynd og sniðganga Disney,… Lesa meira

Í dýrum fötum og drukkinn – Varstu ekki bara að bjóða upp á þetta? – Myndband

Hér er á ferðinni stórkostlegt myndband frá BBC1. Myndbandið er atriði úr grínþætti Tracey Ullman og fer atriðið fram í yfirheyrsluherbergi. Þar inni situr karlmaður sem var nýlega rændur og kvenkyns lögreglukona sem spyr hann spurninga um ránið. Hún spyr meðal annars hvort hann hafi verið í sömu jakkafötum og hann er í núna. Þetta eru nú dýr jakkaföt og spurning hvort hann hafi verið að bjóða upp á það að vera rændur svona flott klæddur. Hún spyr hann fleiri spurningar í þessum dúr, manninum til mikillar óánægju. Fyrir þá sem átta sig ekki á skilaboðum myndbandsins og virkilega súra… Lesa meira

Þetta brugghús fékk kvenkyns listamenn til að endurgera gömlu karlrembulegu auglýsingarnar þeirra

Brasilíska brugghúsið Skol er að segja skilið við karlrembulega fortíð sína. Í myndbandi fyrir nýju auglýsingaherferðina þeirra „Reposter,“ þá deilir fyrirtækið opinberlega gömlum auglýsingum þar sem „kynþokkafullar“ og léttklæddar konur eru í aðalhlutverki. Þessar myndir eru hluti af fortíð okkar ... en heimurinn hefur breyst, og einnig hefur Skol. Þessar myndir standa ekki fyrir okkur lengur, segir talsmaður brugghússins. Adweek greinir frá. Skol gaf sex kvenkyns listamönnum gömlu auglýsingarnar til að endurgerðar og eru niðurstöðurnar stórkostlegar. Listakonurnar eru Eva Uviedo, Criola, Camila do Rosário, Elisa Arruda, Manuela Eichner og Carol Rossetti. Hér eru nokkur GIF sem sýna breytingarnar á plagötunum: Ég… Lesa meira

Salka Sól: „Ég held að hin fullkomna píka sé bara manns eigin“

Staðalmyndir um píkur, sjálfsfróun, uppgerðar fullnægingar og túr, eru meðal þess sem rætt er um í fyrsta myndbandi Völvunnar sem kom út á dögunum. Völvan er verkefni tveggja ungra kvenna Ingu Bjarkar Bjarnadóttur og Ingigerðar Bjarndísar Ágústsdóttur, og því er ætlað að vekja upp vitund og samfélagslega umræðu um píkuna. Í myndbandinu kemur fram fjölbreyttur hópur einstaklinga og ræðir píkuna vítt og breitt. Styrkur frá Reykjavikurborg gerði verkefnið mögulegt, en hægt er að fylgjast með því á Facebook. Gjörið svo vel! https://www.youtube.com/watch?v=521kS0zIoLE Lesa meira

„Þetta er til ykkar strákanna sem biðjið stelpuna um að kyngja en viljið síðan ekki kyssa hana“

„Ef það er eitthvað sem pirrar mig við að stunda kynlíf með strákum þá er það þessi stöðuga hræsni þeirra. Þú ferð heim með einhverjum sem segist elska heitt kynlíf en síðan fá þeir það eftir tvær mínútur og hafa engan áhuga á að halda áfram og sinna þér.“ Svona hefst grein eftir Malin Nilsson, fréttakonu hjá Nyheter24 í Svíþjóð, þar sem hún sendir sterk skilaboð til karlmanna. Hún heldur síðan áfram: Menn sem elska að fá það en hafa síðan ekki áhuga á að fullnægja stelpunni. Nenni ekki að læra á líkama hennar. Menn sama fara niður á hana… Lesa meira

Helga er fjölkær: „Það sem ég hef lært síðan við opnuðum sambandið“

Við höfum áður fengið að skyggnast inn í líf Helgu, en hún er ósköp venjuleg reykvísk kona, fyrir utan að hún er fjölkær/fjölelskandi (e. polyamorous/poly). Það þýðir að hún á í fleiri en einu ástarsambandi í einu og allir hlutaðeigandi eru meðvitaðir um stöðuna. Lestu meira: Helga er ástfangin – Hvað skyldi manninum hennar finnast um nýja kærastann? Við fengum Helgu (já það er dulnefni) til að taka saman lista um það sem hún hefur lært á þeim fjórum árum sem hafa liðið síðan hún og eiginmaður hennar tóku sameiginlega ákvörðun um að opna sambandið. Gefum Helgu orðið: Að grasið… Lesa meira

„Berfætt í ballerínuskóm, sama hvernig veðrið er“ – Sigrún Jóns ætlar ekki að láta sér leiðast í lífinu

Sigrún Jónsdóttir er hress Snappari og lífsnautnakona. Hún er einn æstasti Justin Bieber aðdáandi landsins, pistlahöfundur og húmoristi, og er nýflutt í sjúklega sætt smáhýsi við Þingvallavatn - fjarri glaum og glysi miðborgarinnar sem hún hefur lifað og hrærst í undanfarin ár. Við fengum Sigrúnu til að svara nokkrum spurningum fyrir lesendur! Gjörðu svo vel Sigrún! Persónuleiki þinn í fimm orðum? Hvatvís, kát, hjarthlý, spes, opinská. Hver er þinn helsti veikleiki? Er að eðlisfari óskipulögð og sérhlífin, það virðist ekki ætla að rjátlast af mér. Áttu þér mottó í lífinu? Að muna að vera til. Stíllinn þinn í fimm orðum?… Lesa meira

Hugleiðingar húsmóður í fæðingarorlofi – Kafli 2

Sigga Dögg kynfræðingur er í fæðingarorlofi - hún notar tímann vel til sjálfsskoðunar af ýmsu tagi. Hún á það til að skrifa niður ýmsar hugleiðingar - sem eru hreint út sagt sprenghlægilegar. Lestu meira: Játningar Siggu Daggar kynfræðings – „Ég missti allt kúl“ Hugleiðingar húsmóður í fæðingarorlofi - kafli 2: 1. Ef þú átt skál af heilögu vatni, hvað geriru við vatnið? Ég var svona að spá í að leyfa því að gufa upp og þar með er húsið blessað og vonandi þeir sem þar búa eða kannski setja í spreybrúsa og spreyja á heimilisfólkið og köttinn, svo enginn verði… Lesa meira

Þess vegna þurfum við femínisma – Bankamaður riðlast á styttu af lítilli stúlku á Wall Street

Þann 8. mars var alþjóðlegur baráttudagur kvenna haldinn víða um heim. Af því tilefni reisti fjármálafyrirtækið State Street styttu af ungri stúlku stara niður hið fræga merki Wall Street, nautið. Styttan ber titilinn Óttalausa stúlkan. Aðeins nokkrum dögum seinna hefur verið sýnt fram á hvers vegna femínismi er nauðsynlegur í samfélaginu og spilar styttan af stúlkunni óttalausu þar stórt hlutverk. Alexis Kaloyanides birti á Facebook síðu sinni mynd sem hún tók af jakkafataklæddum fjármálamanni við styttuna. Myndin hefur farið sem eldur í sinu um samfélagsmiðla. Á myndinni sést maðurinn riðlast á styttunni. Í texta með myndinni segir Alexis: Eins og… Lesa meira