Sigurður rekur íslenskan fjölmiðil í Noregi – Nýja Ísland

Sigurður Rúnarsson stóð uppi atvinnulaus árið 2013 eftir 15 ára starf í upplýsingatæknigeiranum. Hann leitaði að vinnu hér heima, sem tengdist námi hans og atvinnu, en þegar honum bauðst starf í Noregi ákvað hann að slá til og flutti út í janúar árið 2014, og starfar í dag sem forstöðumaður tölvurekstrar hjá reiknistofu samgönguráðuneytisins í Osló. „Ég er að upplagi mikill félagsmálamaður og hef starfað að þeim, var einn af stofnendum íbúasamtaka í Norðlingaholti og síðar varaformaður og formaður og þar ritstýrði ég vef samtakanna,“ segir Sigurður. „Þegar ég flutti til Noregs bauð ég fram starfskrafta mína í Íslendingafélaginu í… Lesa meira

Þau kynntust í leikskóla og giftu sig 20 árum seinna

Matt Grodsky var þriggja ára þegar hann lýsti því yfir að hann ætlaði að giftast bekkjarsystur sinni, Laura Scheel. 20 árum seinna stóð hann við þá yfirlýsingu. „Ég man ekki hvenær ég sá hana fyrst, en hún leyfði mér alltaf að elta sig um allt,“ segir Grodsky. „Ég var alltaf að reyna að ganga í augun á henni með því að fara með línur úr Lion King og svoleiðis.“ Þau voru í sama leikskóla í Phoenix í Arizona, en gengu síðan í sitt hvorn barnaskólann. Að lokum misstu þau sambandið við hvort annað. Þau hittust ekki aftur furr en þau… Lesa meira

Megan Markle mun vera trúlofuð og að flytja inn til Harry

Megan Markle lauk tökum í og yfirgaf þættina Suits í síðustu viku og til hennar sást í London á mánudag. Flutningamenn voru í íbúð hennar í Toronto Kanada nýlega og sögur herma að hún sé að flytja inn til prins Harry í Kensingtonhöll. „Þetta er ekki spurning um hvort hún flytur inn, heldur hvenær,“ sagði heimildamaður við People. US Weekly gengur skrefinu lengra og segir parið nú trúlofað og að undirbúa sumarbrúðkaup í lok júní á næsta ári og að Markle sé að flytja inn til Harry, sem fyrst. Opinber tilkynning um trúlofun mun væntanleg í janúar. „Það gefur henni… Lesa meira

Bjarney vill leiðrétta klukkuna á Íslandi – „Vakna aldrei úthvíld“

Bjarney Bjarnadóttir íþróttafræðingur og kennari skrifaði stöðufærslu á Facebooksíðu sína nýlega sem hún gaf Bleikt góðfúslega leyfi til að birta. Í færslunni ræðir hún klukkuna á Íslandi, lýsir því hvernig henni finnst hún aldrei vakna úthvíld hér þrátt fyrir að hafa farið snemma að sofa og ber reynslu sína saman við þann tíma þegar hún bjó í Bretlandi. Jafnframt bendir hún á rök með því að færa klukkuna. Við gefum Bjarney orðið. Þegar ég bjó í Bretlandi þá upplifði ég það í fyrsta sinn á ævinni held ég að vakna úthvíld á morgnana, eftir að ég flutti aftur heim þá… Lesa meira

Safna fyrir börn Róhingja – Stökkva út í sjó ef markmið næst

Vinkonurnar og Snapchat stjörnurnar Aníta Estíva Harðardóttir, blaðamaður og Tara Brekkan Pétursdóttir, förðunarfræðingur hafa nú ákveðið að leggja söfnun UNICEF fyrir börn Róhingja lið. UNICEF hóf söfnunina og Erna Kristín og Sara Mansour tóku hana yfir og héldu meðal annars styrktartónleika á Húrra, þar sem Karitas Harpa Viðarsdóttir rakaði af sér augabrúnirnar í beinni útsendingu, en hún hafði heitið að gera það næði söfnunarfé 2 milljónum króna. Aníta Estíva og Tara Brekkan ákváðu að leggja söfnuninni lið og skora á sjálfar sig um leið. Ef þær ná að safna 200.000 kr. fyrir lok næstu helgi þá ætla þær að stökkva saman út… Lesa meira

Bára Halldórsdóttir spyr: „Er ég byrði og einskis virði?“

Bára Halldórsdóttir er móðir, eiginkona, aktívisti, öryrki. Hún er einnig meðlimur Tabú og formaður Behcets á Íslandi. Í einlægum pistli á tabu.is skrifar Bára um hvernig afstaða og mat annarra gerir það að verkum að henni finnst hún skipta sífellt minna máli í samfélaginu. Við gefum Báru orðið: Það er ýmislegt sem við manneskjurnar notum til að merkja okkur og mæla. Við setjum okkur takmörk og mælum okkur við hina og þessa. Oft erum við að mæla daglega lífið okkar við glansmyndina sem við fáum að sjá hjá öðrum. Ég hef verið í mörgum hlutverkum gegnum tíðina. Byrjaði eins og aðrir í… Lesa meira

Kvennaathvarfið hlýtur viðurkenningu Barnaheilla

Kvennaathvarfið hlaut í gær Viðurkenningu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi árið 2017 fyrir að beina sjónum sínum í auknum mæli að þörfum og réttindum barna sem í athvarfinu búa hverju sinni. Það gríðarmikilvæga starf sem Kvennaathvarfið hefur frá opnun þess, árið 1982, unnið til verndar konum og börnum sem neyðst hafa til að flýja heimili sín vegna ofbeldis er ómetanlegt. Konur og börn þeirra geta dvalist í athvarfinu þegar dvöl í heimahúsum er þeim óbærileg vegna ofbeldis af hálfu maka eða annarra heimilismanna.     Barnaheill veita árlega viðurkenningu fyrir sérstakt framlag í þágu barna og mannréttinda þeirra í tengslum… Lesa meira

Inga Hlín hlaut þrenn verðlaun á Stevie Awards fyrir konur í viðskiptum

Verðlaunin eru veitt konum sem hafa skarað fram úr í viðskiptum eða sem stjórnendur í atvinnulífi um allan heim og voru nú veitt í 14 sinn. Inga Hlín hlaut gullverðlaun sem frumkvöðull ársins, silfurverðlaun sem stjórnandi ársins, og silfur sem kona ársins í flokki stjórnvalda og stofnanna fyrir störf sín hjá Íslandsstofu síðustu ár. „Ég er ótrúlega þakklát og glöð með þennan heiður en ég lít fyrst og fremst á þetta sem viðurkenningu á þeim árangri sem við höfum náð með samtakamætti allra þeirra sem koma að því að markaðssetja Ísland sem áfangastað. Undanfarin ár hafa fyrirtæki og hið opinbera… Lesa meira

„Vinkona mín sagði að ég passaði ekki í hópinn og hana langaði að eignast nýja vini“

Þegar ég var í 9. bekk kallaði aðstoðarskólastjórinn mig á fund, erindið var að biðja mig um að vera vinkona einnar stelpunnar í skólanum sem var jafn gömul mér sem hafði lent í einelti, við skulum kalla hana Söru. Þessu tók ég mjög vel og urðum við strax miklar vinkonur og vorum saman öllum stundum. Á þessum tíma átti ég þrjár mjög góðar vinkonur sem voru með mér í bekk og voru búnar að vera vinkonur mínar síðan í 4. og 5. bekk. Það gekk illa að vera allar saman og það fór þannig að ég fjarlægðist gömlu vinkonurnar og… Lesa meira

Tónleikar til styrktar börnum Róhingja

Söngkonurnar Karitas Harpa, Þórunn Antonía, Sólborg og Sigríður Guðbrandsdætur og hljómsveitin Young Karin halda styrktartónleika á Húrra á fimmtudagskvöld. Tónleikarnir eru til styrktar börnum Rohingja múslima en yfir 300.000 börn hafa þurft að flýja heimili sín í kjölfar ofbeldisöldu sem geisað hefur yfir. Nánar má lesa um málefnið hér. Tónleikarnir hefjast kl. 21 og það kostar aðeins 500 kr. inn og rennur sá peningur óskiptur til styrktar málefninu. Jafnframt er áskorun í gangi en ef 2 milljónir munu safnast fyrir kvöldið þá mun Karitas Harpa stíga á svið og raka af sér augabrúnirnar. Viðburður á Facebook. Lesa meira

Myndband:Kemur píkuvekjaraklukkan henni á fætur?

Merle á í verulegum vandræðum með að vakna á morgnana. Hún á vekjaraklukku eins og við hin, en er vön að henda henni bara á gólfið. Hún ákvað því að prófa píkuvekjaraklukku. Og skyldi henni hafa tekist að vakna þá? https://www.facebook.com/SOML/videos/1289026677908410/ Lesa meira

„Staðgöngumæðrun erfiðari en meðganga“

Kim Kardashian West á tvær erfiðar meðgöngur að baki þegar hún gekk með börn sín, soninn Saint, sem er að verða tveggja ára, og dótturina North, sem er fjögurra ára, en hún er ekkert hrifnari af því að nýta sér staðgöngumæðrun vegna þriðja barnsins. Raunveruleikastjarnan á von á stúlkubarni með eiginmanninum Kanye West og í viðtali við Entertainment Tonight segir hún að staðgöngumæðrun hafi verið erfiðari leið að taka. „Þetta er allt öðruvísi,“ segir Kim. „Þeir sem halda eða segja að þetta sé auðvelda leiðin að velja hafa svo rangt fyrir sér. Ég held að það sé miklu erfiðara að… Lesa meira

Þeir eiga afmæli sama dag og gera allt saman

Ivette Ivens vissi strax þegar hún hitti franskan bulldog sem fæddur er sama dag og sonur hennar að hundurinn yrði að fara með henni heim. Farley varð meðlimur fjölskyldunnar fyrir fimm mánuðum og síðan þá hefur hann fylgt Dilan litla hvert sem er. „Ég er viss um að Dilan heldur að þeir séu sama tegund, þar sem þeir ganga á sama stigi og eru báðir á því stigi að japla á öllu,“ segir Yvette. „Farley er mjög þolinmóður þegar þeir leika saman og reynir að hrjóta ekki þegar þeir taka sér lúr." „Þetta er tenging búin til af ást, hrein og… Lesa meira

Guðni Th. afhjúpar minnisvarða á Hernámssetrinu

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands ásamt Hr. Igor Orlov fylkisstjóra Arkhangelsk-fylkis í Rússlandi afhjúpaði þann 1. nóvember síðastliðinn minnisvarða á Hernámssetrinu að Hlöðum. Minnisvarðinn sem ber heitið „Von um frið“ er eftir rússneska listamanninn og myndhöggvarann Vladimir Alexandrovich Surovtsev og er gjöf hans til Hernámssetursins til minningar um fórnir þeirra sjómanna sem tóku þátt í birgðaflutningum bandamanna frá Hvalfirði til Rússlands í seinni heimsstyrjöldinni. Skipalestasiglingar milli Íslands og Norðvestur-Rússlands fóru að verulegu leyti fram milli Arkhangelsk og Hvalfjarðar. Nú um þessar mundir eru liðin 75 ár síðan mannskæðustu átökin áttu sér stað með skipalestirnar sem fóru frá Hvalfirði til Rússlands. Þetta… Lesa meira

Kynlíf samkvæmt stjörnumerkjunum

Það er margt sem stjörnumerkin segja um okkur og þó þau fræði séu ekki algild og fullkomin eru þau alltaf skemmtileg aflestrar. Hér fyrir neðan má lesa um kynlíf stjörnumerkjanna. Sporðdreki (23. október til 21. nóvember) Sporðdrekinn er kynferðislegasta stjörnumerkið. Hann heldur haldið áfram og áfram. Hann er mjög ákafur og mjög líkamlegur og kynlíf með honum er reynsla sem þú gleymir ekki svo glatt. Kynörvunarsvæði Sporðdrekans eru kynfærin. Öll merkin örvast þar, en Sporðdrekinn þarf aðeins létta snertingu til að komast í stuð. Njóttu ferðarinnar! Bogmaður (22. nóvember til 21. desember) Bogmenn eru ævintýragjarnir og spennandi, kynlíf á ströndinni eða… Lesa meira

Þjóðin heillaðist af húnvetnskum karlakór

Það voru karlar úr Húnavatnssýslu sem komu, sáu og sigruðu í gærkvöldi í keppninni Kórar Íslands sem farið hefur fram í vetur á Stöð 2. Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps bar þar sigurorð af 19 öðrum kórum og eru strákarnir að vonum hæstánægðir með sigurinn, en í upphafi voru þeir yfirhöfuð svartsýnir um að ná að geta verið með. „Celeb,“ svarar Höskuldur Birkir Erlingsson formaður Karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps og skellihlær þegar Bleikt.is hafði samband við hann í dag og spurði hvernig honum liði með sigurinn. „Við erum í skýjunum. Þegar við ákváðum að taka þátt þá vorum í basli með að dekka þetta, við… Lesa meira

Brúður fer með brúðkaupsheit til fyrrverandi konu brúðgumans

Katie Musser og Jeremy Wade sem búsett eru í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum giftu sig nýlega. Sonur Wade frá fyrra hjónabandi, Landon, tók þátt í stóra deginum og það sem var sérstakt við brúðkaupið var að móðir hans Casey var líka stór hluti af deginum. Þegar parið fór með brúðkaupsheitin þá tók brúðurin sér tíma til að fara með heit til stjúpsonar síns, Landon og móður hans, Casey. „Fyrst þá langar mig að þakka þér fyrir að taka mér sem vini og leyfa mér að vera hluti af lífi Landon,“ sagði hún við Casey. „Ég heiti því að vera syni þínum… Lesa meira

Justin Bieber og Selena Gomez eru aftur saman

Justin Bieber og Selena Gomez eru byrjuð aftur saman segja heimildamenn. Parið var saman frá desember árið 2010 til janúar árið 2013. Síðan hafa þau nokkrum sinnum deitað aftur og núna enn á ný, kannski endar það í þetta sinn með brúðkaupsbjöllum? Parið á þó ennþá eftir að tilkynna samband sitt á samfélagsmiðlum. Lesa meira

Myndband: „Ég vil skreyta í nóvember“

Jólin eru eins og við vitum öll í desember, en það eru hins vegar sumir sem myndu helst vilja hafa þau uppi allt árið, ein af þeim er Halla Þórðardóttir sem býr í Grindavík. Og nú hafa Hönter myndir gefið út nýtt lag og myndband sem lýsir þessari skreytingagleði Höllu (og margra fleiri). „Við fengum parið Höllu Þórðardóttur og Sigurjón Veigar Þórðarson (Sjonni) til að leika í myndbandinu,“ segir Teresa Birna Björnsdóttir, en hún og Hanna Sigurðardóttir eiga Hönter myndir og taka þær að sér að semja texta, skesta og myndbönd fyrir afmæli, brúðkaup, árshátíðir eða aðra viðburði. „Það komu… Lesa meira

Engin Skömm að sýningu Verzló

Listafélag Verzlunarskóla Íslands frumsýnir í kvöld leikritið Skömm. Leikritið dregur innblástur sinn frá norsku sjónvarpsþáttunum SKAM sem njóta gríðarlegra vinsælda hér á landi, en er á engan hátt nákvæmlega eins og þættirnir. Dominique Gyða Sigrúnardóttir semur handrit og leikstýrir, Daði Freyr Pétursson sér um tónlistarstjórn og Kjartan Darri Kjartansson um ljósahönnun. Leikritið fjallar um þetta tímabil sem við þekkjum öll svo vel, unglingsárin þegar við mótumst frá barni yfir í fullorðinn einstakling og þau vandamál sem koma upp á þeim árum, ásamt því góða sem gerist. Vinátta og vandræði, stríðni, afskipt ungmenni, uppteknir foreldrar, ást og hrifning, gagnkvæm ást og… Lesa meira

„Hér eru konur og stúlkur sérstaklega berskjaldaðar fyrir kynbundnu ofbeldi“ – Neyðarsöfnun UN Women

80% íbúa í flóttamannabúðunum í Zaatari í Jórdaníu eru konur og börn. Og hér eru konur og stúlkur sérstaklega berskjaldaðar fyrir kynbundnu ofbeldi. Til að sporna við ofbeldinu og aukningu barnahjónabanda í flóttamannabúðunum starfrækja UN Women þrjá griðastaði fyrir konur og súlkur. https://www.facebook.com/unwomenIsland/videos/10154750804900938/ Konur á flótta þrá nýtt upphaf – Þú getur hjálpað með því að senda smsið KONUR í símanúmerið 1900 (smsið kostar 1.490 kr.) Nánari upplýsingar um griðastaði UN Women í Zaatari má finna hér.  Lesa meira

Ragga nagli: „Nærumst og njótum í núvitund“

  Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Í nýjasta pistli sínum á Facebook hvetur hún okkur til að nærast og njóta í núvitund: Jón ákveður að bjóða vinum sínum í mat á laugardegi. Hann planar matseðilinn viku fyrir matarboðið Önd í appelsínusósu. Og humarsúpu í forrétt. Jón keyrir í matvörubúðina á föstudagseftirmiðdegi. Innan um þreyttar húsmæður og grenjandi börn á úlfatímanum. Velur endurnar af kostgæfni. Potar og þreifar á holdum þeirra eins og í hrútaþukli. Þrjár íturvaxnar endur ættu að duga ofan í mannskapinn. Appelsínur í poka. Rjómapelar í sósuna. Já og ekki má gleyma Waldorfsalatinu. Þegar heim er komið… Lesa meira

8000 nemendur og starfsmenn tóku þátt – Vináttuganga í Kópavogi

Leikskólar, grunnskólar og félagsmiðstöðvar í Kópavogi tóku í dag þátt í Vináttugöngu í tilefni af baráttudegi gegn einelti. Alls tóku um átta þúsund nemendur og starfsfólk þátt í göngunni sem er nú haldin í fimmta sinn í Kópvogi. Dagskráin fór fram í öllum skólahverfum bæjarins og tókst vel til. Í tilefni dagsins var kynnt að Vináttuverkefni Barnaheilla væri hafið á yngsta stigi í grunnskólum bæjarins en allir leikskólar í Kópavogi hafa tekið þátt í verkefninu undanfarin ár. Vináttubangsinn Blær, tákn verkefnisins, kom í heimsókn í íþróttahúsið Fífuna þar sem börn úr Smárahverfi söfnuðust saman. Börnin í Smárahverfi sungu og dönsuðu… Lesa meira