Brúðkaupslisti fyrir verðandi brúðhjón frá Hildi Hlín

Flestir sem þekkja mig vita að ég er einstaklega skipulögð manneskja og elska að búa til lista. Við getum eiginlega sagt að allt sem ég geri, þarf að gera eða ætla mér að gera sé merkt á einhverjum af þessum þúsund "to do”-listum sem ég á og hef vandlega skipt niður eftir viðfangsefni og mikilvægi. Einn stærsti svoleiðis listi sem ég er að vinna eftir þessa dagana er stóri brúðkaupslistinn minn! Þessi listi er búinn að vera opinn í símanum mínum, tölvunni og útprentaður í brúðkaupsbókinni minni núna frá því á síðasta ári (ok þetta er farið að hljóma eins… Lesa meira

Fæddust á sama spítala – Gift í dag „Við vissum að við vorum ætluð hvort öðru“

Árið 2007 kynntust Jessica Gomes og Aaron Baines þegar þau voru nemar í sitt hvorum menntaskólanum í Taunton í Massachusetts. Sameiginlegir vinir þeirra komu þeim saman og fljótlega urðu þau par. „Ég vissi frá upphafi að hann væri öðruvísi, hann sýndi mér virðingu og fékk mig til að hlæja,“ segir Gomes. „Hann fær mig enn til að hlæja. Enginn annar gerir það. Við vissum frá byrjun að við værum ætluð hvort öðru.“ Fljótlega kom í ljós að þau áttu fleira sameiginlegt. „Við vissum strax að við áttum sama afmælisdag,“ segir Gomes. „Síðar kom í ljós að við erum fædd á sama… Lesa meira

Brúðguminn og gæjarnir stíga trylltan dans

Erla Ósk Guðmundsdóttir og Guðfinnur Magnússon giftu sig laugardaginn 14. október síðastliðinn, en parið hefur verið saman í nokkur ár. Guðfinnur ákvað að koma brúði sinni á óvart með dansi og fékk æskuvini sína í lið með sér. Þeir spiluðu fótbolta saman í Fjölni og eru allir góðir vinir. Strákarnir fóru í Kramhúsið þar sem að þeir nutu handleiðslu Sigríðar Ásgeirsdóttur og má sjá afraksturinn í myndbandinu hér að neðan. „Við vorum öll í krúttkasti yfir þessum skemmtilega hópi,“ segir einn starfsmanna Kramhússins. Vinir brúðgumans heita Bergsveinn Ólafsson, Bjarni Gunn, Sveinn Aron Sveinsson, Henrý Guðmunds, Óli Hall, Jóhann Óli Þorbjörnsson,… Lesa meira

Urðu ástfangin þegar þau léku hjón og giftu sig með leynd nú um helgina

Parið, Michael Fassbender, 40 ára, og Alicia Vikander, 29 ára, giftu sig um helgina án viðhafnar í fríi á Ibiza. Aðeins nánustu fjölskylda og vinir voru viðstödd. Á sunnudag sást til nýbökuðu hjónanna með hringa á fingrum, Fassbender með einfaldan gullhring og Vikander með demantshring. Hjónin kynntust við tökur á myndinni The Light Between Oceans árið 2014, en í henni léku þau hjón. „Ég er ekki að fara að tala um persónuleg mál mín við einhvern bláókunnugan, nema ég vilji það. Af hverju ætti ég að vilja það, ég vil það ekki,“ sagði Fassbender.   Lesa meira

Þau tóku trúlofunarmyndir í 80’s stíl og útkoman er stórkostleg

Noah Smith bað kærustuna sína um að giftast sér 16. júlí. Hún sagði já og eru þau rosalega spennt að ganga í það heilaga. Þau vinna bæði við ljósmyndun og hönnun þannig þegar kom að því að taka trúlofunarmyndir þá ákváðu þau að fara aðra leið en venjan er. Við þekkjum vel þessar „tímarits-trúlofunarmyndir“ sem líta út fyrir að vera það hefðbundna þessa dagana. En þegar við hugsuðum að fara þá leið þá var hvorugt okkar spennt. Það var meira „to-do“ dæmi heldur en að fagna trúlofun okkar og að spegla hversu spennt við vorum að byrja líf okkar saman. Þetta var… Lesa meira

Ótrúlegar myndir frá brúðkaupi á Íslandi innblásið af Game of Thrones

Parið Monica og Ben eru miklir aðdáendur Game of Thrones. Þegar kom að því að ákveða hvar þau vildu gifta sig þá kom aðeins einn staður til greina, Ísland! Monica er frá Ítalíu og Ben er frá Bretlandi en þau héldu athöfnina á Þingvöllum. „Við erum bæði aðdáendur Game of Thrones og mjög hrifin af fantasíu,“ sagði Monica við Rock N Roll Bride. Monica og Ben hafa áður komið til Íslands í Game of Thrones ferð og bað Ben hana um að giftast sér hér á landi. „Við kunnum einnig að meta frjálslegt eðli Íslendinga og opinská viðhorf þeirra til… Lesa meira

Camilla Rut gisti á Centerhotel Þingholt í kringum brúðkaupið: „Mér leið eins og drottningu“

Það getur verið virkilega rómantískt að gista á hóteli nóttina eftir brúðkaupið sitt. Brúðkaupsdagurinn er einstakur og því tilvalið að hafa nóttina líka einstaka. Þegar horft er á heildarkostnaðinn við brúðkaup væri gisting á hóteli aðeins lítill hluti af því og algjörlega þess virði. Það er mjög vinsælt hjá brúðhjónum hér á landi að gista á CenterHotel Þingholt því hótelið býður upp á svo miklu meira en bara gistingu. Brúðhjónin geta gist í einu af gullfallegu herbergjunum á hótelinu og borðað svo saman dásamlegan morgunverð næsta dag, á herberginu eða á veitingastað hótelsins. Eftir það er svo hægt að skella… Lesa meira

Risabrúðkaup í Rússlandi: 57 milljón króna brúðarkjóll og þriggja metra há brúðarterta

Madina Shokirova er dóttir rússnesk olíujöfurs og milljarðamærings. Hún gifti sig um helgina og það er öruggt að segja að brúðkaupið hafi verið mikið stærra og dýrara en þau eru flest. Brúðkaupið var tveggja daga veisla sem var haldin á Radisson Royal Congressional Park Hotel í Moskvu. Gestir brúðkaupsins voru um 900 talsins og þó svo að við vitum ekki heildarkostnað brúðkaupsins þá kostaði bara brúðarkjóllinn rúmlega 57 milljónir íslenskra króna samkvæmt Ellle. Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir úr þessu brúðkaupi sem birtar voru á samfélagsmiðlum. https://www.instagram.com/p/BMT0KPJhw2A/ https://www.instagram.com/p/BMKcUBzBHAW/ Brúðartertan var yfir þrjá metra á hæð og það þung að… Lesa meira

Játningar brúðarmeyja sem vissu að hjónabandið væri dauðadæmt

Að vera brúðarmey í brúðkaupi vinkonu þinnar getur verið ótrúlega gaman. Þú gætir orðið vitni að einstökum viðburði þegar tveir ástfangnir einstaklingar ganga í hjónaband eða þú getur orðið vitni að hörmung sem hefði aldrei átt að eiga sér stað. Cosmopolitan fékk nokkrar brúðarmeyjar til að segja frá vandræðalega augnablikinu sem þær áttuðu sig á því að hjónaband vinoknu sinnar væri dauðadæmt. „Þetta var svo augljóst. Þau rifust kvöldið sem þau trúlofuðust. Hún sendi öðrum gaur skilaboð allan tíman á meðan gæsapartýinu stóð og við vissum að þetta var ekki unnustinn hennar. Verst var samt brúðkaupið þeirra. Hann var svo ástfanginn, hann… Lesa meira

Sýrlenskur flóttamaður bjargaði brúðkaupsdeginum

Stundum þarf ekki mikið til að snúa öllu á hvolf. Það var að minnsta kosti upplifun brúðarinnar Jo Du þegar hún var að gera sig tilbúna fyrir stóru stundina. Rennilásinn á brúðarkjólnum hennar brotnaði skyndilega og þá leit út fyrir að kjóllinn væri ónothæfur. Brúðkaupsgestirnir áttu engin ráð sín á milli og kunnu lítið í saumaskap en prófuðu að banka upp á hjá nágranna. Þá komust þau að því að nágranninn, David Hobson, hafði nýlega tekið á móti fjölskyldu flóttamanna frá Sýrlandi – og faðirinn var klæðskeri. Ibrahim Halil Dudu átti allt til alls og kunni réttu handtökin enda hafði… Lesa meira

Sérkennari bauð öllum nemendum sínum í brúðkaupið sitt: „Fyrir mér eru þau eins og fjölskylda“

Það er ekki á hverjum degi sem kennari býður nemendum sínum að taka þátt í einu af stærstu augnablikum lífs síns. Sérkennarinn Kinsey French frá Kentucky í Bandaríkjunum vildi hins vegar hafa alla nemendur sína viðstadda þegar hún gifti sig á dögunum. Nemendurnir sem allir eru með Downs-heilkenni tóku virkan þátt í athöfninni, héldu á blómum, leiddu brúðina upp að altarinu og færðu brúðhjónunum hringana. „Fyrir mér eru þau eins og fjölskylda,“ segir French í viðtali við WLKY. „Þetta er fyrsti og eini bekkurinn sem ég hef kennt svo ég vissi að ég gæti ekki átt svona einstakan dag án… Lesa meira

Myndaklefabónorð: Stóra augnablikið næst á ógleymanlega mynd

Óvænt bónorð í myndaklefum eru sífellt að verða vinsælli enda er æðislegt að eiga mynd af þessu stóra augnabliki. Ekki skemmir fyrir þegar viðbrögð þess sem bónorðið fær á skemmtilegri mynd. Hér eru nokkrar myndir frá slíkum "photobooth" bónorðum sem Huffington Post tók saman. https://www.instagram.com/p/bSN3KtNUas/ https://www.instagram.com/p/0_EXVsN_TU/ I proposed to my girlfriend in a photo booth! https://www.instagram.com/p/e1TPmfjwr6/ Proposed to my girlfriend of 6 years in a photo booth https://www.instagram.com/p/9o3J4mgrf4/ https://www.instagram.com/p/BGjzVPJysk3/ https://www.instagram.com/p/BEUkTDtKZQ5/ https://www.instagram.com/p/vtTDSyv3kV/ https://www.instagram.com/p/sbO_zrJ5LA/ Enn skemmtilegra er að ná þessu líka á myndband https://www.youtube.com/watch?v=oN0il7NrQ8E Lesa meira

Brúðkaupsboðskort hafði að geyma hræðilegan valkost á matseðlinum

Það er frekar fúlt að láta hanna gullfallegt brúðkaupsboðskort, senda það til vina og ættingja og átta sig síðan á því að það er eitthvað verulega bogið við það. Á þessu tiltekna boðskorti voru gestir beðnir að boða komu sína með því að senda kortið til baka. Þeir voru einnig beðnir að velja hvað þeir vildu borða í veislunni. Athugull handhafi boðskortsins deildi mynd af því á Reddit eftir að hann kom auga á frekar ógeðfelldan valkost á matseðlinum. Þar var hægt að velja milli þess að borða nautakjöt, svínakjöt eða börn (12 ára og yngri). Sjálfsagt var gestum ætlað… Lesa meira

Stóð upp úr hjólastólnum og gekk að eiga unnusta sinn

Jaquie Goncher gekk að eiga unnusta sinn Andy við fallega athöfn fyrir skömmu. Það hafði verið langþráður draumur hennar að ganga upp að altarinu en Jaquie hefur verið í hjólastól undan farin átta ár. Gestirnir voru því undrandi – og þurftu flestir að teygja sig í vasaklútana – þegar hún stóð upp úr stólnum og gekk upp að altarinu með stuðningi foreldra sinna. Jaquie lenti í slysi þegar hún var 17 ára gömul með þeim afleiðingum að hún lamaðist frá hálsi. Læknar sögðu henni að hún myndi líklega aldrei ganga framar en aðeins sex mánuðum eftir slysið var hún farin… Lesa meira

Vinnur sem atvinnu-brúðarmey: „Þetta er erfitt starf“

Í mörgum löndum eru margar brúðarmeyjar í brúðkaupum og telst það mikill heiður að fá það hlutverk. Margir á íslandi velja líka að hafa brúðarmey eða nokkrar brúðarmeyjar sér við hlið á stóra daginn. Eins og flestir hafa séð í amerískum bíómyndum hefur brúðarmey mörg mikilvæg hlutverk í brúðkaupsundirbúningnum og á brúðkaupsdeginum sjálfum og sumar eru til staðar fyrir brúðina í einu og öllu í þessu ferli. En ekki hafa allar vinkonu sem þær eru svona nánar og sumar treysta ekki vinkonum eða fjölskyldu í verkefnið eða vilja einfaldlega leggja þetta á sína nánustu. Þá er hægt að leigja sér… Lesa meira

Svona getur þú verið miðpunktur athyglinnar í brúðkaupinu

Þegar haldið er til veislu er mikilvægt að hafa ákveðin atriði í huga svo maður týnist ekki í hópnum, endi einn úti í horni eða drepist úr leiðindum. Það hlýtur að mega álykta, fyrst að þér var boðið í brúðkaupið, að þú sért ómissandi. Þess vegna er gott að gulltryggja að allt fari þér í hag og dýrmætum tíma þínum sé ekki sóað í eintóm vonbrigði. Hér eru nokkur hollráð. Mættu seint Mættu seint í brúðkaupið. Gakktu inn í miðri athöfn, vertu hávær og láttu fara mikið fyrir þér. Þannig dregur þú athyglina frá brúðhjónunum og beinir augum allra að… Lesa meira

Geggjuð brúðkaupsboðskort sem ómögulegt er að hafna

Margir vilja leggja sig fram við að heilla gesti þegar kemur að brúðkaupsboðskortum. Þá er tilvalið að leita skemmtilegra hugmynda og notast jafnvel við einhverja sem endurspeglar persónuleika brúðhjónanna. Hér eru nokkur ótrúlega mögnuð brúðkaupsboðskort sem fara svo sannarlega út fyrir hinn hefðbundna ramma. Þau kynntust á bókasafni Þau ætla að „tie the knot“ eins og sagt er á ensku Sett upp eins og dagblað Harry Potter þema Dúkkulísur Skafmiði Blástu upp blöðruna og taktu frá dagsetninguna Vasaklútur með fjársjóðskorti Fleiri hugmyndir má finna á Bored Panda. Lesa meira

Óþekkur brúðkaupsgestur lék lausum hala og truflaði athöfnina: Myndband

Hjónin Katie og Tom Quirk giftu sig við hátíðlega athöf í fallegu umhverfi á dögunum en Chloe, þriggja ára frænka brúðgumans, setti svo sannarlega skondin svip á athöfnina sem tekin var upp á myndband. Á meðan hjónin þuldu upp hjúskaparheitin mátti sjá Chole litlu á harðahlaupum á bakvið þau og fylgdi mamma hennar fast á eftir. „Við gátum ekki annað en hlegið,“ segir brúðurin í samtali við Huffington Post. „Þetta var bráðfyndið og tímasetningin hefði ekki geta verið fullkomnari. Ég þurfi að endurtaka hjúskaparheitin þrisvar af því ég var enn að flissa.“ Hér má sjá þetta óborganlega auglablik: Lesa meira

Giftu sig á gjörgæslu

Eftir mánaðardvöl á gjörgæslu og ellefu daga í dái vaknaði hinn 18 ára gamli Swift Meyers og vissi nákvæmlega hvað hann vildi gera. Swift bað Abbi, kæstu sína til næstum tveggja ára, að giftast sér og tveimur dögum síðar var haldin athöfn og veisla á gjörgæsludeildinni. Fjölskylda, vinir og starfsfólk spítalans lögðu sitt af mörkum til að gera þennan draum að veruleika. Gestir mættu í sparifötum, spítalinn var skreyttur hátt og lágt og ljósmyndarin mætti á svæðið. „Ég hélt hann væri að grínast í fyrstu,“ segir Abbi um augnablikið þegar Swift bað hennar. Brúðkaupið gekk vonum framar en hluti gestanna… Lesa meira

Þyrla Landhelgisgæslunnar stal senunni í einstakri brúðarmyndatöku

Fjöldi erlendra brúðhjóna hefur leitað hingað til lands til að gera hina einstöku náttúru Íslands hluta af ógleymanlegri athöfn – eða til þess að fanga einstakar brúðkaupsmyndir. Það er hins vegar ekki hægt að skipuleggja aðstæður myndatökunnar nákvæmlega og oft eru það fyrir slysni sem ótrúlegir hlutir verða að veruleika. Ljósmyndarinn CM Leung var að ljósmynda brúði hér á landi þegar þyrla Landhelgisgæslunnar tók skyndilega á loft og flaug beint yfir brúðina. Atvikið náðist á myndband ásamt því að vera fangað á magnaða ljósmynd sekúndubroti áður en þyrlan feykti brúðinni næstum um koll. Þyrlan átti aldrei að vera hluti af… Lesa meira

Féllu fyrir hvort öðru í sumarbúðum en leiðir þeirra lágu ekki aftur saman fyrr en 25 árum síðar

Stundum trúir maður ekki öðru en að ástin sigri allt. Jafnvel þó biðin geti verið lög og ströng. Kim Kuhl og Evan Leach kynntust í sumarbúðum þegar hún var 14 ára og hann 15 ára. Þau kynntust ágætlega og voru yfir sig hrifin af hvort öðru. En sumarið leið og leiðir þeirra skildu. 25 árum síðar kom Evan auga á fallega konu á stefnumótasíðunni Match.com. Það var árið 2013. Hann ákvað að hafa samband við hana. „Maður eldist mikið á 25 árum og ef hann hefði gengið framhjá mér úti á götu hefði hann ekki vitað hver ég var,“ segir Kim… Lesa meira

Þessi magnaða ástarsaga hófst á Twitter: Þau eru nýgift í dag!

Í gegnum tíðina hefur tækniþróun valdið fólki áhyggjum og ekki er laust við að tækniframfarir sæti ákveðnum fordómum þar til tíminn leiðir sannleikann í ljós. Með komu samfélagsmiðla, allt frá MSN „til forna“ til Facebook eða Twitter, hefur fólk hrópað hástöfum að nú sé úti um mannleg samskipti. En samfélagsmiðlar snúast einmitt um samskipti og þau takmarkast ekki alltaf við hið stafræna umhverfi. Í árdaga kvikmynda var fullyrt að þær myndu gera út af við bækur fyrir fullt og allt. Nú myndi enginn lesa lengur. Sú vísa var aftur kveðin þegar rafbókin kom til sögunnar. En viti menn – bókin er hér… Lesa meira

Eiginmaðurinn komst ekki í brúðkaupsferðina svo hún fór án hans

Hjónin höfðu hlakkað mikið til brúðkaupsferðar til Grikklands en skömmu fyrir brottför kom í ljós að eiginmaðurinn gat ekki útvegað sér vegabréf í tæka tíð. Skiljanlega gerði brúðurin ráð fyrir að þau myndu einfaldlega hætta við ferðina. En eiginmaðurinn sannfærði hana um að fara enda hafði þegar verið greitt fyrir flug og gistingu. Huma Mobin hélt því af stað til Grikklands og voru tengdaforeldrar hennar með í för. Eiginmaðurinn stóðst ekki mátið þegar hann sat einn eftir og sendi henni mynd til að sýna hversu einmana hann væri. Þessu svaraði Huma auðvitað með því að senda honum fjölda mynda frá… Lesa meira

Sjáðu hvað ljósmyndarar leggja á sig fyrir hina fullkomnu búðkaupsmynd

Það þarf reynslu og hæfileika til að fanga fullkomið augnablik á mynd og ekki að ástæðulausu sem brúðhjón fá fagmenn til að taka brúðkaupsljósmyndirnar. Við á Bleikt elskum fallegar brúðkaupsmyndir og höfum ósjaldan birt þær hér á vefnum. Hér er hins vegar litið á bakvið tjöldin og við fáum að sjá hvað ljósmyndararnir leggja á sig til að fanga hið fullkomna augnablik frá akkúrat rétta sjónarhorninu. 1 2 3 4 5 6 7 8 Allar myndir: Bored Panda. Lesa meira