Kelly Clarkson svarar nettrölli sem kallaði hana feita – Aðdáendur elska það

Kelly Clarkson var með frábært svar við nettrölli sem líkamsskammaði hana á Twitter í gær. Söngkonan Kelly Clarkson, sem er fyrsti American Idol sigurvegarinn, kann svo sannarlega að svara fyrir sig og sýndi að henni er alveg sama hvað fólki finnst um þyngd hennar. Einhver tístaði til hennar: „Þú ert feit“ og svaraði Kelly „og enn þá f**king frábær.“ ....and still fucking awesome 😜 https://t.co/LvFgIITaTX — Kelly Clarkson (@kelly_clarkson) July 5, 2017 Aðdáendur elskuðu þetta snilldar svar Kelly og fögnuðu því á Twitter: I LOVE YOU SO MUCH!!! pic.twitter.com/wfUehom9FE — Yvette (@atleve) July 5, 2017 She's sexy as hell! I'm gay and Kelly makes me reconsider. — Tyson Jones (@tysonjones) July 5, 2017… Lesa meira

Ókunnug kona breytti lífi Sesselju: „Ég roðnaði alveg í kaf“

Í vikunni var ég að klæða mig eftir tíma í ræktinni og á leiðinni út þegar alls ókunnug kona vindur sér upp að mér og segir: „Við erum ekki nógu duglegar að segja allt það fallega sem kemur upp í hugann stundum, en mig langar til þess að segja þér að þú er glæsileg í þessum fallega bláa kjól. Langaði bara að segja þér það.“ Ég roðnaði alveg í kaf en hrósið tók ég með mér inn í daginn og hann varð betri fyrir vikið. Í dag var ég í apóteki í kringlunni þar sem gullfalleg rauðhærð stúlka afgreiddi mig svo ég… Lesa meira

Sunna: „Þú getur auðveldlega elskað manneskju sem er samt ofboðslega vond við þig“

„Jæja... nú get ég ekki setið á mér lengur. Undanfarna daga hefur þetta umræðuefni hvílt á herðum mér sem gamall draugur. Stundum er of erfitt að berjast fyrir þessu öllu. Þess vegna elska ég alla þá einstaklinga sem hafa nú þegar tekið slaginn og talað fyrir hönd réttlætis og mannréttinda. Ég hef ekki getað tjáð mig of mikið því ég var svo sár... ég var svo reið og sár hvernig fólk í hugsunarleysi fer alltaf í gamla farið, afneitun, afsakanir og andúð.“ Svona byrjar pistill Sunnu Kristinsdóttur sem birtist fyrst á Facebook síðu hennar. Sunna skrifaði pistillinn eftir að mikil umræða skapaðist í kringum viðtal… Lesa meira

Par biður netverja um að „photoshoppa“ fyrir sig – Hefðu betur látið það ógert

Maður myndi halda að fólk sé búið að átta sig á að það er ekki alltaf besta lausnin að biðja netverja um hjálp að „photoshoppa.“ Bleikt hefur tvisvar fjallað um photoshop meistarann James Fridman sem tekur beiðnir frá fólki sem vill láta laga myndirnar sínar bókstaflega. Hann gefur fólki nákvæmlega það sem það biður um en á frekar furðulegan hátt. Sjá einnig: Hann tekur photoshop beiðnir mjög bókstafega – Sjáðu myndirnar! Sjá einnig: Gaurinn sem tekur photoshop beiðnir mjög bókstaflega snýr aftur – Myndir Nú hefur par beðið netverja um að hjálpa sér að fullkomna trúlofunarmyndina sína. Þau eru nýtrúlofuð… Lesa meira

Sjáðu hvaða nýju emoji-kallar koma í sumar

Það eru nýir emoji-kallar að koma í sumar fyrir Apple notendur. Það hefur hægt og rólega bæst við emoji fjöldann síðan fyrstu emoji-kallarnir komu í snjallsímana með iOS 2.2 uppfærslunni. Síðustu ár hefur einnig verið meiri fjölbreytni í emoji-köllunum. Eins og mismunandi húðlitir, samkynhneigð pör, samkynhneigð pör með börn, einstæðir foreldrar, kvenkyns lögregluþjónn og svo framvegis. Nú hefur Apple loksins tekið fleiri menningarheima með í spilið og verður til dæmis kona með höfuðklút (e. hijab) einn af þeim emoji-köllum sem koma í sumar. Það bætast einnig við margir skemmtilegir emoji-kallar eins og hafmeyja, kona og karl í jóga, maður með… Lesa meira

Birtingarmyndir ADHD – Myndband

ADHD samtökin hafa, í samvinnu við Öryrkjabandalag Íslands, látið gera kynningarmyndband um birtingarmynd ADHD. Tjarnargatan sá um gerð myndbandsins. Í myndbandinu má glöggt sjá eina af birtingarmyndum ADHD og jafnframt er reynt að draga fram þá kosti sem einstaklingar með ADHD búa yfir og geta nýtt sér í leik og starfi. Lesa meira

Hreinskilnasti Tinder prófíll sem við höfum séð – Slær í gegn á Twitter

Það er ákveðin hefð í okkar tæknivædda nútímasamfélagi að fela hver við erum í raun og veru á netinu. Við getum valið hvaða myndir við sýnum og getum hlaðið "filterum" á þær. Við ráðum hvaða upplýsingar koma fram og þær þurfa ekki endilega að vera sannar. Fólk á það til að fela sitt sanna sjálf og sérstaklega á stefnumótaappinu Tinder. En það á ekki við um Dustin sem ákvað að breyta „leikreglunum“ með því að gera hið óhugsanlega: vera hrottalega hreinskilinn á Tinder prófílnum sínum. Það sem gæti kannski komið einhverjum á óvart þá er það að virka! „Jæja ég… Lesa meira

Fimm vinir hafa tekið sömu myndina í 35 ár

Það getur verið erfitt að halda sambandi við bestu vini sína úr framhaldsskóla. Fólk flytur í burtu, stofnar fjölskyldu, er upptekið við vinnu og allt í einu er ekkert eins og það var. Það skipti fimm vini frá Santa Barbara, Kaliforníu, miklu máli að halda sambandi. Á fimm ára fresti hittist hópurinn til að endurgera mynd sem þeir tóku fyrst árið 1982 og hefur komið til með að skilgreina vináttu þeirra. Árið 1982 voru þeir í fríi saman nálægt Copco Lake í norður Kaliforníu. Þá voru þeir nítján ára og ákváðu að taka eina skemmtilega sumarmynd. Síðan þá hafa þeir ákveðið… Lesa meira

Skólastofa framtíðarinnar: Nýr tæknibúnaður mun valda byltingu í kennslu

Greinin birtist fyrst á vefsíðu Lifandi Vísindi og fékk Bleikt góðfúslegt leyfi til að birta hana með lesendum. Nýr tæknibúnaður á eftir að valda byltingu í kennslu barna og unglinga. Sá tími er nánast liðinn þegar kennarar töluðu og nemendur sátu og hlustuðu. Þessi nýi útbúnaður sér til þess að virkja allan bekkinn og breyta börnunum í sína eigin leiðbeinendur, með þeim afleiðingum að þau verða langtum sneggri að læra en áður. Myndir af vélmennum að kenna börnum í Suður-Kóreu fóru eins og eldur um sinu um allan heim fyrir skemmstu. Enn sem komið er eru vélkennararnir aðeins færir um… Lesa meira

Endurgerðu yndislega mynd 24 árum seinna: „Við þurfum fleiri svona myndir svo ungt fólk geti átt jákvæðar fyrirmyndir“

„Er þetta ekki bara eitthvað tímabil?“ er því miður spurning sem LGBTQ einstaklingar og pör fá oft að heyra. Það er ástæðan fyrir því að Nick Cardello og eiginmaður hans Kurt English ákváðu að sýna heiminum ást sína með fallegri og áhrifamikilli mynd. Nick og Kurt hafa verið saman í 25 ár. Í síðustu viku fóru þeir í jafnréttisgöngu í Washington D.C. og endurgerðu mynd sem þeir tóku í sömu göngu árið 1993. Nick og Kurt búa í Tampa, Flórída og hafa verið giftir síðan 2008. Þeir kynntust fyrst í „LGBTQ-vænni“ kirkju 1992. Ástæðan fyrir því að þeir ákváðu að… Lesa meira

Dóttir kallar mömmu sína „feita“ – Svar móður hennar hefur vakið mikla athygli

Þegar Allison Kimmey sagði börnunum sínum að það væri kominn tími til að fara upp úr sundlauginni varð dóttir hennar svo fúl að hún sagði við bróður sinn „mamma er feit.“ Allison ákvað að kenna þeim lexíu. Eftir að þau komu heim þá vildi Allison spjalla aðeins við börnin. „Sannleikurinn er sá að ég er ekki feit. Það ER enginn feitur. Það er ekki eitthvað sem þú ERT. En ég er MEÐ fitu. Við erum ÖLL með fitu. Hún verndar vöðvana og beinin okkar og gefur okkur orku,“ sagði Allison við börnin sín. Hún kenndi börnunum sínum að „feitur er… Lesa meira

Gunnar getur fróað sér fyrir framan ókunnugar konur – en ekki eiginkonuna!

Hæ Ragga Ég er hér með svolítið skrítna spurningu. Konan mín hefur stundum beðið mig um að fróa mér fyrir framan hana en ég alltaf sagt nei. Ég veit ekki af hverju því hún gerir það fyrir framan mig. Þegar ég hef farið á strippshow í útlöndum og fengið einkashow þá hef ég fróað mér fyrir framan bláókunnugar konur. Hefur þú einhverja innsýn í það af hverju ég geri það frekar fyrir framan ókunnugar konur en fyrir framan konuna sem ég er giftur? Bestu kveðjur, Gunnar Kæri Gunnar Konan þín hefði greinilega gaman af því að horfa á þig heltekinn… Lesa meira

Allt sem við gerum skilur eftir sig stafræn fingraför: „Ég hafði enga hugmynd um að fylgst væri með mér“

Greinin birtist fyrst á vefsíðu Lifandi Vísindi og fékk Bleikt góðfúslegt leyfi til að birta hana með lesendum. Einkalíf okkar er ekki lengur neitt einkamál. Vakað er yfir svo að segja hverju fótmáli okkar með nettengingum, farsímum og annarri nútímatækni. Hugmyndir okkar um það hvað heyri undir einkamál og hvað öllum sé heimilt að vita eru að sama skapi að breytast. Margir kunngjöra upplýsingar um einkahagi sína á Facebook og öðrum samskiptasíðum á netinu. Hugsanlegt er að við verðum að fara að leggja nýjan skilning í hugtakið einkalíf í þessu hátækniþjóðfélagi sem við lifum í. Blaðamenn á New York Times… Lesa meira

10 ástæður fyrir því að grátur barna er góður

Af hverju eigum við að bjóða grátköst eða “tantrums” barnanna okkar velkomin og líta á grátur sem heilbrigðan part af tilveru okkar allra?   1. Það er sannað! Rannsóknir sýna að grátur er góður, fyrir okkur öll! Tárin okkar eru uppfull af cortisol (sress-hormónum) og með því að gráta þá losnum við bókstaflega við þessi stress-hormón úr líkamanum! ”Fortunately, babies come equipped with a repair kit, and can overcome the effects of stress through the natural healing mechanism of crying. Research has shown that people of all ages benefit from a good cry, and tears help to restore the body’s… Lesa meira

Rihanna svarar skilaboðum frá aðdáanda í ástasorg – Netverjar missa sig

Twitter notandinn WaladShami var að ganga í gegnum erfið sambandsslit. Hann ákvað að leita til uppáhalds tónlistarmannsins síns Rihönnu og biðja um ráð um hvernig hann gæti komist yfir sambandsslitin. „Þetta var fyrsta sambandið mitt og hún hætti með mér í janúar. Það hefur verið mjög erfitt af mörgum ástæðum. Ég leitaði til Rihönnu því hún hefur gefið mér oft ráð – hún er vitur,“ sagði hann við Buzzfeed News. „Hvernig komstu yfir fyrstu ástarsorgina þína? Ég er búinn að eiga erfitt með það,“ skrifaði hann í einkaskilaboðum til Rihönnu á Twitter. Maður myndi nú halda að Rihanna fái ógrynni… Lesa meira

Stjörnur sem dóu og sáu ljósið

Fjölmargar sögur eru til af einstaklingum sem dóu en voru lífgaðir við og sögðu frá reynsu sinni af ljósinu margfræga. Heimsþekktar stjörnur hafa sagt sögur af slíkri reynslu. Hér eru frásagnir nokkurra þeirra. Sharon Stone Árið 2001 fékk Sharon Stone heilablóðfall og leið út af. Hún segist hafa verið böðuð ljósi og sá nokkra látna vini sína áður en hún komst aftur til meðvitundar. „Þetta gerðist allt ógnarhratt og allt í einu var ég komin aftur í líkamann." Það tók leikkonuna tvö ár að ná sér eftir hjartaáfallið, hún varð að læra að tala og ganga að nýju. Stone segist… Lesa meira

Heimsfrægar leikkonur segja frá einelti sem þær urðu fyrir

Þeir sem verða að þola einelti gleyma því ekki. Það á líka við um stjörnurnar í Hollywood. Skólafélagar Steven Spielberg kölluðu hann nörd, Tom Cruise var strítt vegna þess að hann glímdi við lestrarerfiðleika og Kate Winslet var kölluð feitabolla. Og þær þrjár heimsfrægu stjörnur sem fjallað er um hér á síðunni urðu fyrir miklu aðkasti í skóla vegna þess að þær þóttu vera öðruvísi og féllu ekki inn í hópinn. Á þeim sannaðist að sá hlær best sem síðast hlær. Skólafélagarnir sem níddust á þeim á sínum tíma vildu í dag örugglega vera í þeirra sporum. Jennifer Lawrence Óskarsverðlaunaleikkonan… Lesa meira

„Hafði hann meira og minna misþyrmt henni alla nóttina og svipt hana frelsi til útöngu úr húsinu“

Guðrún Sverrisdóttir starfaði sem hjúkrunarkona í 40 ár á sviði Slysadeildar Borgarspítalans þar sem hún kynntist öllum hliðum og þáttum mannlífsins. „Oft fór maður heim, miður sín og bugaður eftir sumar spítalavaktirnar. Heimilisofbeldi, misnotkun á börnum og misþyrmingar á konum var einnig tilfinningalega erfiðast að vinna við og taka á móti," skrifar Guðrún í grein sem birtist fyrst á Kjarnanum. Í greininni segir hún frá ofbeldi sem dóttir hennar varð fyrir en máli hennar var vísað fá vegna formgalla frá hendi ákæruvaldsins. „Fyrir tveimur árum síðan stóð ég sjálf berskjölduð frammi fyrir ljótleika heimilisofbeldis,“ skrifar Guðrún. Myndir um þau ljótu… Lesa meira

Sjónvarpstæki framtíðarinnar – gjörið svo vel!

Greinin birtist fyrst á vefsíðu Lifandi Vísindi og fékk Bleikt góðfúslegt leyfi til að birta hana með lesendum. Sjónvarpsáhorfi framtíðarinnar mætti líkja við árás á skynfærin. Allur heimurinn mun vakna til lífsins heima í stofum fólks sem heilmyndir í þrívídd á pappírsþunnum skjáum sem þekja allan vegginn. Hægt verður að horfa á kvikmyndir í fyrsta flokks gæðum um leið og yngsta barnið teiknar myndir í horni skjásins, við hliðina á veðurspánni og heimasíðunum. Tæknin er nú þegar tilbúin á teikniborðum og margt slíkt verður fáanlegt í verslunum innan skamms. Okkar eigin heimur í þrívídd Milljónir af þrívíddarsjónvarpstækjum eru á leið… Lesa meira

Flughræðslu-tips Tinnu: „Hef aldrei látið flughræðsluna stoppa mig“

Ég veit að það er kannski mjög kaldhæðnislegt að ég sé að skrifa grein um flughræðslutips, þar sem ég er mjög flughrædd, En mig langar til þess að segja ykkur frá þeim aðferðum sem ég nota sem gera flugið bærilegra. Eftir að ég fór til Svíþjóðar í maí þá spurði ég á snappinu mínu hvort það væri áhugi fyrir svona færslu & ég fékk rosalega mikil viðbrögð & hef verið að fá spurningar um þetta síðan þannig að ég er mjög ánægð að vera loksins komin með færslu um þetta fyrir ykkur & vonandi munu þessi tips hjálpa til. Flughræðslan mín… Lesa meira

Er hægt að skýra undarlegar tilviljanir?

Greinin birtist fyrst á vefsíðu Lifandi Vísindi og fékk Bleikt góðfúslegt leyfi til birtingar. Tilviljanir eru misjafnlega eðlilegar eða óeðlilegar og vafalaust höfum við öll einhvern tíma orðið vitni að undarlegri tilviljun. En er hægt að finna rökrænar skýringar á undarlegum tilviljunum? Flestir kannast vafalaust við að verða skyndilega hugsað til einhvers eða einhverrar sem maður hefur ekki hitt eða heyrt frá í mörg ár og rekast svo á viðkomandi á næsta götuhorni.Séð frá almennu vísindalegu sjónarhorni er ekkert sérstaklega merkilegt við þetta. Svo margir og margvíslegir atburðir gerast í lífi okkar allra á hverjum degi að einhverjir þeirra hljóta… Lesa meira

Vinur mannsins í 10.000 ár

Greinin birtist fyrst á vefsíðu Lifandi Vísindi og fékk Bleikt góðfúslegt leyfi til að birta hana með lesendum. Egyptar til forna eru sagðir eiga heiðurinn af því að hafa fyrstir allra haldið ketti og er álitið að þeir hafi gert það í 3.600 ár. Franskir fornleifafræðingar hafa hins vegar fundið 9.500 ára gamla gröf á eynni Kýpur með manni og ketti í. Erfðafræðirannsóknir hafa leitt í ljós að um heimiliskött var að ræða. Kettir eru óvanaleg heimilisdýr. Þeir eru einfarar af náttúrunnar hendi og vernda eigin yfirráðasvæði, sem jafnframt táknar að þeir bindast frekar tilteknum stöðum en fólki. Það er… Lesa meira