Sjáðu Harry Styles í Carpool Karaoke með James Corden

Í þessu stórskemmtilega myndbandi fara Harry Styles og James Corden á kostum í Carpool Karaoke. Þeir syngja nokkur lög af nýju plötunni hans Harry Styles, máta framúrstefnuleg föt og æfa frægar línur úr Titanic og Notting Hill. Fyrir aðdáendur Harry Styles er þetta myndband himnasending, þeir sem eru ekki aðdáendur hans verða það eftir að hafa horft á myndbandið. James Corden er frábær eins og venjulega og þeir tveir saman eru nánast yfirnáttúrulegt fyrirbæri. Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan. Lesa meira

Hættum að bera okkur saman við óraunhæfar staðalímyndir: Myndband sem sýnir hvernig myndir eru lagfærðar

Við vitum það flest að tísku- og fegurðarljósmyndir eru langt frá raunveruleikanum. En vitum við hversu mikið myndirnar eru lagfærðar í raun? Hversu mikil vinna fer í að lagfæra aðeins eina mynd? RARE Digital Art gaf út myndband sem sýnir sex klukkustunda vinnu sem fór í að lagfæra eina ljósmynd, á aðeins 90 sekúndum. Myndbandið sýnir okkur að við eigum ekki að bera okkur saman við myndirnar sem við sjáum í tískutímaritunum, auglýsingum og meira að segja samfélagsmiðlum þar sem fólk á það til að lagfæra sjálft myndirnar sínar í snjallsímum. Hættum að bera okkur saman við óraunhæfar staðalímyndir. Það er… Lesa meira

Réttindi hinsegin fólks: Ísland dregst aftur úr annað árið í röð

Regnbogakort Evrópu fyrir árið 2017 kom út í dag. Það er vel við hæfi enda er 17. maí er alþjóðagur gegn hómó-, bi- og transfóbíu. Regnbogakortið sýnir á myndrænan hátt lagalega stöðu og réttindi hinsegin fólks um alla Evrópu. Ísland uppfyllir 47% af þeim atriðum sem sett eru fram og lækkar niður um tvö sæti þar sem við sitjum í 16. sæti, neðst af Norðurlöndunum og á svipuðum stað og Grikkland og Ungverjaland. Hér má finna heildarskýrsluna um stöðuna í Evrópu. Ísland uppfyllir einungis 47% skilyrða Regnbogakortsins, samanborið við 59% árið 2016. Það sem dregur Ísland helst niður á þessum lista er… Lesa meira

#EkkiNauðgast á Twitter: „Ókunnugir karlmenn nauðga sjaldnar, svo það borgar sig að þekkja enga karlmenn“

Límmiðaverkefni Þórunnar Antoníu fyrir Secret Solstice tónlistarhátíðina hefur verið harðlega gagnrýnt. Hugmyndin á bak við verkefnið er að límmiðarnir eru límdir ofan á glös og eiga að koma þá í veg fyrir að hægt sé að lauma nauðgunarlyfi ofan í þau. Við fjölluðum í gær um gagnrýni Knúz.is á límmiðana en síðan þá hafa margir opinberlega tjáð sig um verkefnið og gagnrýna það fyrir að varpa ábyrgðinni yfir á þolendur. Gagnrýnin snýr meðal annars að því að með límmiðunum sé verið að koma einstaklingum í þá stöðu að það er í þeirra höndum að vera ekki nauðgað og notkun límmiðanna… Lesa meira

Svona rænir samfélagið af okkur sköpunargleðinni: Myndband sem allir verða að sjá

Ef þú tengir við að finnast eins og þitt sanna sjálf hefur verið þaggað niður af samfélaginu þá er þetta stuttmyndin fyrir þig. Eða bara ef þú elskar fallegar og skemmtilegar stuttmyndir! Daniel Martinez Lara og Rafa Cano Mendez er fólkið á bak við þessa sjö mínútna löngu stuttmynd. Hún sýnir hvað gerist þegar við leyfum ytri þáttum að hafa áhrif á ljósið sem býr innra með okkur og hvernig það hefur áhrif á líf þeirra sem við elskum mest. Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan, það er sjö mínútur að lengd, og það er ekki verra að hafa nokkur tissjú við… Lesa meira

Færsla móður um að máta bikiní með dóttur sinni hefur vakið mikla athygli

Brittney Johnson fór að versla með dóttur sína fyrir skömmu. Á meðan þær voru að máta sundföt þá sagði dóttir hennar eitthvað við hana sem hafði mikil áhrif. Brittney ákvað að segja frá reynslunni á Facebook og síðan þá hefur færslan farið eins og eldur í sinu um netheima og fengið mikla og verðskuldaða athygli. „Ég var að senda myndir af mér í bikiní til vinkvenna minna til að fá „já eða nei?!“ því þetta er eitthvað sem við bara gerum,“ skrifaði hún. „Og síðan sendi ég þessa mynd. Sérðu ljúfu stelpuna í horninu? Í hálfum kjól og í bikiní… Lesa meira

Erna Kristín: „Hættum að miða okkar veruleika við veruleika annarra“

Erna Kristín skrifaði pistil um ólíkan veruleika fólks og hvernig fólk á það til að metast um þreytu, veikindi, vinnuálag og aðra svipaða hluti. Erna fékk oft að heyra þegar hún kvartaði undan þreytu áður en hún eignaðist son sinn, að hún mætti ekki vera þreytt því hún væri ekki með barn. Henni finnst það ekki skipta neinu máli hver staða fólks er, það hafa allir rétt á sinni þreytu og sínum veruleika. Erna birti pistilinn fyrst á Króm.is og fengum við hjá Bleikt leyfi að birta hann hér fyrir lesendur okkar. Ég hef oft verið að velta því fyrir… Lesa meira

Bára: „Er ekki svolítið skrýtið að kenna eins árs gömlu barni lag um að eitthvað við líkamann þeirra sé ljótt?“

Bára Ragnhildardóttir bloggari á Ynjum birti pistil um ballett námskeið sem tveggja ára dóttur hennar fór á fyrir skömmu. Í ballett tímunum lærði hún nýtt orð: Ljótar. „Er ekki svolítið skrýtið að kenna eins árs gömlu barni lag um að eitthvað við líkamann þeirra sé ljótt? Hverju er verið að planta í hausinn á þeim?“ Skrifar Bára í pistlinum. Bára gaf Bleikt góðfúslegt leyfi til að birta pistilinn í heild sinni sem birtist fyrst á Ynjum. Ég skráði tæplega 2 ára gamla dóttur mína í ballett fyrir stuttu. Þetta var stutt námskeið fyrir tveggja ára börn sem mér fannst kjörið að… Lesa meira

Knúz.is gagnrýnir verkefni Þórunnar Antoníu: „Hvers konar samfélag er það þegar konur neyðast til að líma yfir glösin sín til að forðast byrlun og nauðgun?“

Knúz.is gagnrýnir verkefni Þórunnar Antoníu um að útbúa sérstaka límmiða sem límdir eru ofan á glös og koma í veg fyrir að hægt sé að lauma nauðgunarlyfi ofan í þau. „Hugmyndin kviknaði út frá sorg og vanmáttarkennd stúlku sem er mér afar kær og var byrlað lyf á skemmtistað og nauðgað,“ sagði Þórunn Antonía í samtali við Fréttablaðið. Sama dag og Þórunn Antonía heyrði af máli konunnar tók hún við störfum sem kynningarstjóri Secret Solstice. Þegar hún var á leið á fund með auglýsingastofu ásamt teyminu sínu fékk hún hugmynd að láta búa til filmu eða miða sem fólk getur… Lesa meira

Hann faldi myndavél í vatnsfötu til að sjá hver myndi fá sér að drekka

Myndband sem sýnir mismunandi skepnur fá sér að drekka úr vantsfötu hefur slegið í gegn á netinu. Við sjáum skepnur eins og býflugur, kjúklinga, asna og kanínu. Og já býflugunum var bjargað úr vatninu! John Wells á heiðurinn að myndbandinu en hann er nýlega fluttur frá New York í „sveitina.“ Hann er kannski langt frá fólksfjöldanum í stórborginni en hann er nú ekki einn eins og sést á meðfylgjandi myndbandi. Lesa meira

Bráðfyndnir hönnunargallar

Hér eru nokkrar stórskemmtilegar myndir af fyndnum hönnunargöllum, eins og auglýsing fyrir þungunarpróf þar sem par er rosalega hamingjusamt og hissa yfir niðurstöðunni. Eini gallinn er að konan er augljóslega komin á síðustu vikur meðgöngunnar. Eða almenningssalerni með speglum í loftinu, hver hannar svoleiðis? Skoðaðu myndirnar hér fyrir neðan sem Bored Panda tók saman. #1 Loftspeglar á almenningsalerni? Ég held í mér frekar...   #2 Frekar óheppileg staðsetning   #3 Kjóllinn lætur líta út eins og kona hafi átt að fara á klósettið með loftspeglunum frekar en að halda í sér...   #4 Ungbarn 2.0   #5 Þetta væri ekki vandamál fyrir… Lesa meira

Þóranna. „Hvað með pabbann? Ekki gat ég hugsað mér þetta sjálf af hverju þá hann?“

Þóranna Friðgeirsdóttir skrifar: „Mamma veistu hvar Pabbi hans Fannars á heima?“ spurði Friðgeir mig í morgun um leikskólavin sinn og nágranna. „Hann er nefnilega núna hjá pabba sínum“. Árið 2007 skildum ég og barnsfaðir minn með eina átján mánaða gamla stúlku. Í nokkra mánuði reyndum við að hafa þetta „helgarpabba“ kerfi eins og áætlað var. Svo bauðst mér vinna fyrir sunnan í rúmlega mánuð sem ég tók og skildi snúlluna eftir hjá pabba sínum. Ég var hræðileg móðir, hvernig gat ég gert þetta? Skilið barnið svona eftir hjá pabba sínum (sem er mjög ástríkur og góður pabbi), þvílík sjálfselska! Hefði… Lesa meira

Dulkynja fyrirsæta starfar bæði sem kona og karl til að skora á staðalmyndir kynjanna

Rain Dove er dulkynja fyrirsæta sem gengur niður tískupallana í bæði kvenmannsfötum og karlmannsfötum. Dulkynja er þýðing á enska hugtakinu androgyny og vísar til kyngervis sem felur í sér hluta af bæði karl- og kvenleika. Þó svo að Rain hefur ekki alltaf séð sig sjálfa sem dulkynja þá sá hún sig sem „ljóta konu.“ „Ég hef aldrei verið með slæmar tilfinningar varðandi þetta, mér fannst bara að ég væri kannski þessi eina stelpa,“ sagði Rain við After Ellen. Oft á tíðum heldur fólk að Rain sé karlmaður og hún leiðréttir þau ekki. Í staðinn tekur hún þessum „misskilningi“ sem ávinning… Lesa meira

Leoncie hraunar yfir Svölu og Bó: „Íslenska tónlistar Ku Klux Klan“

Indverska tónlistarkonan og skemmtikrafturinn Leoncie er ekki þekkt fyrir að sitja á skoðunum sínum. Hún hefur farið mikinn í kommentakerfum DV í tengslum við fréttir um lélegt gengi Svölu Björgvinsdóttur í undankeppni Eurovision en eins og farið hefur ekki fram hjá neinum komst Ísland ekki áfram í úrslit keppninnar sem fer fram á laugaradaginn. Leoncie lætur einnig Ríkisútvarpið heyra það, sem og föður Svölu, Björgvin Halldórsson. Lesa meira

Hún mætti í líkkistu á skóladansleikinn – „Drop dead gorgeous?“

Framhaldsskólaneminn Megan Flaherty frá New Jersey ákvað að mæta á skóladansleikinn á hugsanlega frumlegasta eða jafnvel furðulegasta máta sem við höfum séð. Hún mætti í líkkistu! Að sjálfsögðu þá einnig í líkbíl. Megan sagði við AP News að hún vildi aðallega hafa gaman á dansleiknum og spurði strákinn sem fór með henni á ballið væri með einhver sérstök plön fyrir þau. Svo var ekki og hann var tilbúinn að taka þátt í athæfinu með henni. Líkkistan var þó opin og hljómar á meðfylgjandi myndbandi eins og samnemendur hennar hafi haft gaman að uppátækinu. Myndbandið og myndir af innkomunni hafa vakið… Lesa meira

Skittles var að gefa út mjög furðulega auglýsingu í tilefni mæðradagsins

Mæðradagurinn er 14. maí og af því tilefni hefur Skittles gefið út stórfurðulega auglýsingu. Auglýsingin byrjar nokkuð eðlilega, móðir og sonur að borða saman Skittles. En bíddu bara, þetta verður fljótlega mjög furðulegt og mörgum gæti þótt auglýsingin frekar óþægileg. Horfðu á hana hér fyrir neðan. Þetta er ekki í fyrsta skipti að Skittles gefur frá sér undarlega auglýsingu. Hér fyrir neðan er auglýsing frá 2015 og maður getur ekki annað en spurt sig hvernig þetta tengist sælgæti. Samt sem áður þá virkar þetta, þessar auglýsingar eru brenndar í minni okkar að eilífu. Lesa meira

Auglýsing Icelandair sló í gegn í Eurovision umræðunni: „Látið aldrei mótlætið sigra“

Fyrri undankeppni Eurovision var að ljúka og því miður var Ísland ekki á meðal þeirra tíu landa sem komust áfram. Íslendingar fylgdust vel með keppninni ef marka má Twitter en þar voru netverjar duglegir að tjá skoðanir sínar um lögin og allt annað sem tengist útsendingunni. Það vakti ein auglýsing í kringum Eurovision gríðarlega mikla athygli og mikil tilfinningaleg viðbrögð. Auglýsing Icelandair um EM kvenna landsliðið í fótbolta fékk fólk til að gráta en hún snerist um mótlætið sem stúlkur og konur fá að finna fyrir í aðstæðum þar sem karlmenn og karlmennska ráða yfirleitt ríkjum og fá mestu athyglina. Auglýsingin… Lesa meira

Skemmtileg tíst frá fyrri undankeppni Eurovision: „Það vantar fleiri flippuð lög í þessa keppni“

Twitter hefur logað síðustu klukkustundirnar og hafa netverjar verið duglegir að tjá sig um fyrri undankeppni Eurovision söngvakeppninnar með myllumerkinu #12stig. Hér eru nokkur skemmtileg tíst frá kvöldinu: Margrét Gauja var stressuð: Ráð; Ef ykkar besti vinur er að fara að syngja fyrir land og þjóð fyrir framan 200 milljón manna. Byrjið að reykja og drekka. #12stig — Margrét Gauja (@MargretGauja) May 9, 2017 Birgitta Haukdal rifjar upp gamlar og góðar minningar: Drottningin hefur talað 🙏🏻 #12stig pic.twitter.com/XFQRTHfKC2 — Elín Margrét Böðvars (@Elinmargret) May 9, 2017 Sumir voru mjög hrifnir af sænska söngvaranum: Fuck me daddy #12stig #swe — Johanna… Lesa meira

Sjáðu hvernig stíll drullusokka hefur þróast síðastliðin 70 ár

Einu sinni var mjög auðvelt að taka eftir drullusokknum með skeljahálsmen og svo mikið gel í hárinu að það var hægt að brjóta það. En stíll þróast sem gerir það erfiðara fyrir mann að finna út hvaða gaura maður á að forðast eins og heitan eldinn. Sem betur fer gerðu Circa Laughs nýtt myndband þar sem þau sýna „70 ára þróun drullusokks stílsins“ og sést að sjálfsögðu glitta í „man-bun.“ Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan. Lesa meira

Nicki Minaj borgaði námslán aðdáenda í gærkvöldi

Í gærkvöldi byrjaði Nicki Minaj með keppni fyrir aðdáendur þar sem einn heppinn aðdáandi myndi fá frítt flug hvaðan sem er að í heiminum til að hitta hana. Einn aðdáandi spurði hvort Nicki væri til að borga námslánin hennar í staðinn fyrir fluggjöld fyrir sigurvegarann. @NICKIMINAJ Well you wanna pay for my tuition? pic.twitter.com/BhDil75UPj — CJ (@cjbydesign) May 7, 2017 Nicki sagðist myndi gera það ef aðdáandinn gæti sannað að hann væri með góðar einkunnir. Show me straight A's that I can verify w/ur school and I'll pay it. Who wants to join THAT contest?!?!‍♀️ Dead serious. Shld I set… Lesa meira

Getur þú fundið gerviliminn á myndunum?

Hver man ekki eftir „Hvar er Valli?“ bókunum? Það var hægt að horfa á sömu blaðsíðuna í langan tíma í leita að Valla, stundum var maður nálægt því að missa vitið eða brjálast þegar Valli var hvergi sjáanlegur því hann var þarna einhvers staðar. Nú getur þú farið í eins konar „fullorðins hvar er Valli“ leik og þá meinum við fullorðins á þann hátt að leikurinn er „Hvar er gervilimurinn?“. Nokkrir vinir byrjuðu með Instagram síðuna SubtleDildo þar sem þeir fela gervilim í alls konar hversdagslegum aðstæðum og fólk getur horft á myndirnar og leitað að gervilimnum. Maður mundi halda… Lesa meira

Einhver tók eftir því að hakan á Donald Trump lítur út eins og froskur og Internetið getur ekki hætt

Það er örugglega margt sem fer í gegnum hugann á þér þegar þú horfir á Donald Trump forseta Bandaríkjanna. En eitt sem þú hefur örugglega ekki hugsað um er hvað hakan hans er ótrúlega lík froski. Eins og þú sérð á meðfylgjandi myndum þá hefur listamaðurinn Mike Mitchell frá Texas ekki einungis verið með það á heilanum, heldur fór hann aðeins lengra og teiknaði það! Og nú þegar þú sérð þetta áttu aldrei eftir að geta gleymt þessu. Skoðaðu myndirnar hér fyrir neðan. #1 #2 #3 #4 #5 #6 #7 #8 #9 #10 #11 #12 Lesa meira

Kourtney Kardashian er að hitta Younes Bendjima og Scott Disick er ekki ánægður

Slúðurpressan logar þvísést hefur til Kourtney Kardashian og Younes Bendijma saman upp á síðkastið og í kjölfarið spyrja sig allir: Hvað er í gangi?! Samkvæmt E! News þá hafa þau verið að hittast í smá tíma en sambandið er ekki orðið alvarlegt. „Kourtney og Younes hittust nokkrum sinnum í síðustu viku. Þetta hefur verið óformlegt, en þau eru að kynnast hvort öðru mjög vel og skemmta sér,“ sagði heimildarmaður náinn Younes. Kourtney og Younes kynntust í október á tískuvikunni í París. Hann var með henni kvöldið sem Kim Kardashian var rænd á hótelherbergi sínu í París. „Hann var mjög hjálpsamur… Lesa meira