Fyrsta verslun H&M verður í Smáralind – Opnun í ágúst!

Nú fer heldur betur að styttast í að H&M opni fyrstu verslun sína á Íslandi. Verslunin muni opna í Smáralind í ágúst á þessu ári. Hún verður um 3000 fermetrar á tveimur hæðum. En H&M mun ekki láta eina verslun duga heldur á líka að opna í Kringlunni og Hafnartorgi í miðbænum. Filip Ekvall, svæðisstjóri H&M í Noregi og á Íslandi segir að hjá fyrirtækinu sé fólk hæstánægt með að vera loks að opna verslanir á Íslandi. „H&M snýst um innblástur og persónulegan stíl og því er það okkur mikill heiður að geta boðið íslenskum viðskiptavinum upp á allar okkar… Lesa meira

Kim Kardashian er að byrja með nýja raunveruleikaþætti: „Glam Masters“

Kim Kardashian er að byrja með nýja raunveruleikaþætti þar sem fegurðarbloggarar keppast um að verða hluti af fegurðarteyminu hennar, eða „glam team“ eins og það er kallað. Hún býður öllum heiminum að sækja um að koma fram í raunveruleikaþættinum sem ber nafnið „Glam Masters“ og verður sýndur á Lifetime rásinni. Kim deildi fréttunum fyrst á Instagram og Twitter. https://www.instagram.com/p/BTpMU_wl9DB/ Hún er sérstaklega að leita að beauty bloggurum, samkvæmt Lifetime síðunni. „Fjórir heppnir bloggarar munu mæta hver öðrum í hverjum þætti af Glam Masters. Aðeins nokkrir munu komast í undanúrslit og að lokum úrslit þar sem einn mun standa uppi sem Glam Master.… Lesa meira

Skemmtilegar myndir frá Met Gala sem láta þér líða eins og þú hafir verið á staðnum

Á mánudagskvöldið var Met Gala hátíðin haldin þar sem stjörnurnar mættu hver annarri glæsilegri í stórfenglegum hátískuklæðnaði. Stórstjörnur úr sjónvarpi, kvikmyndum, tónlist og auðvitað tískuheiminum mættu á þennan árlega atburð, sem í þetta sinn var til heiðurs Comme des Garcons hönnuðinum Rei Kawakubo. Anna Wintour, Katy Perry, Pharrel Williams, Caroline Kennedy, Tom Brady og Gisele Bündchen voru aðstandendur hátíðarinnar í ár. Tískan á rauða dreglinum er brennidepill hátíðarinnar og hefur Rihanna fengið mest lof gagnrýnenda fyrir kjól sinn frá Comme de Garcons og segja margir að hún sé hin sanna ímynd Met Gala. Sjáðu hér fyrir neðan skemmtilegar myndir frá Met… Lesa meira

„Fékk vinnu strax eftir námið“ – Hefur þú áhuga á kvikmyndum og SFX förðun?

NN Make Up Studio útskrifaði um daginn sinn annan hóp í SFX Special Effects förðunarnámi en NN Studio sérhæfir sig í stuttum förðunarnámskeiðum fyrir einstaklinga og fagfólk. Námskeiðin eru fyrir alla sem áhuga hafa á SFX förðun og vilja kynnast þeim heimi betur. Á námskeiðinu lærðu nemendur hvernig er að vinna við kvikmyndir en þaulreyndir kennara með áralanga reynslu í faginu kenna nemendum og miðla reynslu sinni. Nemendur læra allt sem viðkemur SFX förðun; sár, ör, zombie, öldrun, frost og bruni, að búa til grímur og aukahluti, skalla og ótal margt fleira. Nemendur fá jafnframt veglegan vörupakka frá Kryolan og… Lesa meira

Húðflúr á brjóskið í eyranu er ekkert smá töff

Göt í eyrun eru ekkert nýtt, fólk hefur gatað alla mögulega staði í eyranu. En nú er komið nýtt trend til að skreyta eyrun, það er húðflúr á brjóskið! Húðflúrurum er einhvernveginn að takast að gera ótrúleg lítil blómahúðflúr á erfiðan stað. Það getur ekki verið auðvelt að flúra brjóskið í eyranu! Okkur finnst þetta alveg sjúklega töff og við bíðum spennt eftir að þetta trend taki yfir og við förum að sjá meira af þessu. Sjáðu myndirnar hér fyrir neðan. https://www.instagram.com/p/BSrJlTAlw65/ https://www.instagram.com/p/BJwpF-djAfV/ https://www.instagram.com/p/BS_qJMwgyzO/ https://www.instagram.com/p/BRTrkp8AmQh/   Lesa meira

Topshop var að gefa út glærar plastbuxur og enginn er viss af hverju

Framtíð tískunnar er mætt og hún virkar ansi sveitt. Topshop var að gefa út nýjar buxur en þetta eru engar venjulegar buxur. Þær eru alveg gegnsæjar plastbuxur og enginn er viss nákvæmlega af hverju. Ég verð bara sveitt að horfa á þær! Meira að segja Topshop viðurkennir að buxurnar séu ekki beint hversdagsklæðnaður en segja að þær væru fullkomnar sem „statement piece“ á hátíðum eða búningapartí. Tískurisinn mælir með að „taka lúkkið alla leið með bikiní og palíettujakka eða klæða þær niður og vera í stórri peysu yfir.“ Báðir þessir möguleikar hljóma samt mjög rakakenndir. Það er líka hægt að þvo buxurnar í… Lesa meira

Hún setti „peel-off“ maska yfir allan líkamann og tók hann af í mjög sársaukafullu myndbandi

Upp á síðkastið hefur internetið verið gagntekið af svo kölluðum fílapensla „peel-off“ andlitsmaska sem er frekar einfaldur í notkun en það getur verið mjög sársaukafullt að taka hann af. Maskarnir eru auglýstir víða og þá sérstaklega á Instagram og Facebook. Maskarnir eru venjulega gerðir úr viðarkolum (e. charcoal) og eiga að taka alla drullu úr svitaholunum þínum, og geta jafnvel tekið efsta lagið af húðinni þinni í leiðinni. Margir vídeóbloggarar hafa deilt myndböndum á YouTube þar sem þeir prófa að setja á sig maskann og taka hann af, með allri angistinni og sársaukanum sem virðist fylgja. En YouTube-arinn Nicole Skyes… Lesa meira

Hún notar punginn á kærastanum sínum sem „beauty blender“ – Verður þetta nýtt trend?

Johanna Hines er 18 ára stelpa frá Flórída. Kærastinn hennar er Damon Richards, 20 ára. Síðustu helgi var parið að slappa af og hafa gaman. Eftir að Johanna kom úr sturtu og var að farða sig þá ákvað Richard að skemmta henni, og datt í hug að nota til þess punginn sinn. „Hann er alltaf að fíflast í mér, þannig hann byrjaði að setja punginn á höfuðið á mér,“ sagði Johanna við Buzzfeed News. „Ég fór að grínast með að nota punginn sem beauty blender og við bókstaflega bara horfðum á hvort annað og byrjuðum að hlæja, og tókum upp myndbandið í kjölfarið.“ Hún… Lesa meira

Tískan á Coachella tónlistarhátíðinni

Það var fjölmennt á Coachella tónlistarhátíðinni sem var haldin í Indio, Kaliforníu. Hátíðin náði yfir tvær helgar og létu margar stjörnur sjá sig, eins og Lady Gaga, nýja stjörnuparið Selena Gomez og The Weeknd, Kendall og Kylie Jenner og margar fleiri. Coachella er eins konar óformleg byrjun á sumrinu í Kaliforníu og oft skapast og sjást trendin sem verða vinsæl sumarið á eftir. Toppar, gallaefni, blómamynstur, net-efni og bóhem-klæðnaður verður vinsælt í sumar ef marka má tískuna á Coachella. Það er alltaf gaman að skoða myndir frá hátíðinni, sérstaklega þegar mann vantar innblástur. Tískan er svo lífleg, skemmtileg og sumarleg að… Lesa meira

Ólöf Ragna: Að elska líkamann eftir fæðingu

Mig langar aðeins að tala um breytingar á líkamanum eftir fæðingu. Viggó Nathanael er orðin fjögurra og hálfs mánaða og þrátt fyrir að hafa gengið í gengum þetta allt áður (fyrir 7 árum) þá er einhvern veginn eins og maður byrji aftur á byrjunarreit þegar annað barn kemur. Ég var ekki það heppin að geta hreyft mig á meðgöngunni út af grindargliðnun og samdráttum sem byrjuðu fljótt að gera vart við sig. Eftir fæðingu Viggós er ég 14 kílóum þyngri en fyrir meðgönguna. Upplifun mín á meðgöngunum var mikið í þá áttina að ég væri að búa til þetta líf… Lesa meira

Hún gerir förðun fyrir hvert stjörnumerki – Finnst þér hún hafa túlkað þitt rétt?

Förðunarfræðingurinn og Instagram stjarnan Setareh Hosseini hefur sameinað förðun og stjörnuspeki. Hún deildi myndum á Instagram þar sem hún gerir förðun fyrir hvert stjörnumerki og kemur innblásturinn frá þeim. Sjáðu hvert stjörnumerki hér fyrir neðan, finnst þér förðunin sem hún gerir túlka stjörnumerkið þitt á réttan hátt? Ljónið Sporðdrekinn Krabbinn Tvíburinn Meyjan Vogin Vatnsberinn Steingeitin Fiskurinn Hrúturinn Nautið Bogamaðurinn Lesa meira

Stórkostlegar kanínur með tískuna á hreinu

Þessar kanínur hafa náð toppinum þegar kemur að stórkostlegri tískuvitund, en þær eru gjörsamlega með puttann á púlsinum. Þær klæðast smart gleraugum, höttum og mörgu öðru, eða eru bara stórfenglegar einar og sér með viðhorfið að vopni. Sjáðu kanínurnar hér fyrir neðan sem Buzzfeed tók saman. https://www.instagram.com/p/BKqdl1EAC6N/ https://www.instagram.com/p/BRPMngyDPDm/ https://www.instagram.com/p/BSx5sHRAyja/ https://www.instagram.com/p/BSx6qo3jU_w/ https://www.instagram.com/p/BD2ICR3tpSh/ https://www.instagram.com/p/BSxjYpJh2fX/ https://www.instagram.com/p/BSxy9y6gJ_5/ https://www.instagram.com/p/x-T3lDjrfC/ https://www.instagram.com/p/BSxfBLOh7rG/ https://www.instagram.com/p/3xjeddvOYY/ https://www.instagram.com/p/9MmcfElUk8/ https://www.instagram.com/p/8bczlBH-ma/ https://www.instagram.com/p/4OnblZSjo2/ https://www.instagram.com/p/3hGH4fDxeq/ https://www.instagram.com/p/rtzOcOQ6qZ/ https://www.instagram.com/p/u0v0cXDjHc/   Lesa meira

KKW by Kylie Cosmetics: Sjáðu varalitina frá Kylie Jenner og Kim Kardashian

Snyrtivörufyrirtæki Kylie Jenner, Kylie Cosmetics, hefur stækkað ört á síðasta ári. Hún byrjaði með nokkur lip-kit og síðan þá hefur úrvalið orðið stærra og fjölbreyttara með hverju mánuðinum. Hún gerði sitt fyrsta samstarfsverkefni með systur sinni Khloé Kardashian, og nú er komið að öðru samstarfsverkefninu og í þetta sinn með Kim Kardashian. Það er oft talað um að Kim og Kylie séu líkastar af öllum systrunum og vinsælastar í þokkabót, þannig búast má við að vörurnar úr samstarfi þeirra eigi eftir að seljast eins og heitar lummur eins og flest allt frá snyrtivörumerki Kylie. KKW by Kylie Cosmetics línan samanstendur… Lesa meira

Sjáðu hvernig þessar stjörnur hafa breyst á tíu árum

Tíu ár eru langur tími, eða er það? Það er eins og það hafi bara verið fyrir nokkrum árum að Umbrella með Rihönnu var spilað út í eitt á útvarpsstöðvum, gamanmyndir eins og Knocked Up og Superbad komu út, Steve Jobs kynnti fyrsta iPhone símann og síðasta Harry Potter bókin kom út. En jú það eru tíu ár síðan og hefur margt breyst á þeim tíma, þar á meðal útlit stjarnanna. Sjáðu hérna hvernig nokkrar stjörnur hafa breyst á tíu árum! #1 Katy Perry #2 Dwayne „The Rock“ Johnson #3 Benedict Cumberbatch #4 Rihanna #5 Christina Milian #6 Chiwetel Ejiofor #7 Keira Knightley… Lesa meira

Verður „holographic“ það heitasta í hártískunni í sumar?

Það er nokkuð öruggt að 2017 verður þekkt sem „holographic“ árið í tískuheiminum. Þetta byrjaði allt með holographic nöglum og síðan þá hefur holographic litir fært sig yfir í alls konar fatnað, aukahluti og núna hár! Með því að blanda ljósum litum við pastel liti, eins og fjólubláa, bleika og bláa, þá kemur eins konar metal áferð á hárið sem lætur það líta „holographic“ út, mjög töff! Ross Michaels Salon er hárgreiðslustofan á bak við trendið, skoðaðu Instagram síðuna þeirra hér. Það telst ansi líklegt að þetta verður sumartrend ársins! Er einhver af lesendum okkar með svona hár? Lesa meira

Þura Gæjadóttir: „Allavega hef ég aldrei fengið svona athugasemdir þegar ég er með maskara“

Þura Gæjadóttir skrifar: „Er eitthvað að?!!!" Hjúkrunarkonan nánast hrópar þetta á mig. Mér verður um, held að ég sé komin með blóðnasir eða eitthvað þaðan af verra. ,,Þú lítur svo illa út" „Já, það" segi ég „æ, ég lít bara svona út" Svona hófust samskipti milli mín og konunnar sem ætlaði að draga úr mér blóð í morgun. Það munaði minnstu að hún fengist ekki til að framkvæma blóðprufuna á þeim forsendum að ég liti svo illa út. Eftir að ég náði að sannfæra hana um að ég væri ekki veik, ekki nýbúin að vera veik, ekki rosalega þreytt og… Lesa meira

Sjö ára stúlka lætur ekki blettaskalla stoppa sig að taka þátt í „trylltum hárdegi“ í skólanum

Gianessa Wride er sjö ára stelpa frá Utah í Bandaríkjunum. Hún var greind með blettaskalla fyrr á þessu ári og samkvæmt móður hennar er engin lækning né lyf til við sjúkdómnum. Hún gæti tekið steratöflur en um leið og hún myndi hætta að taka þær inn myndi hárið detta aftur af. Það var „trylltur hárdagur“ í skólanum hennar um daginn. Nemendurnir máttu mæta þann dag með alls konar hárgreiðslur, eins trylltar og þau vildu. Mamma Gianessu kom með sniðuga lausn svo stúlkan gæti tekið þátt. Sjáðu hvað hún gerði, hversu falleg og töff! Falleg stelpa með fallegt hárskraut! Haltu áfram… Lesa meira

Tvíburar með albínisma fanga athygli tískuiðnaðarins

Lara og Mara Bawar eru ekki eins og hinar hefðbundnu fyrirsætur en eftirtektarvert útit þeirra hefur fangað athygli tískuiðnaðarins. Tvíburarnir eru ellefu ára og áberandi fallegar, þær eru frá Sao Paulo í Brasilíu og eru albinóar. Albínismi stafar af gölluðu litargeni sem gerir að verkum að það myndast lítið eða ekkert litarefni í húð, hári og augum. Í fyrra vakti einstakt og fallegt yfirbragð stúlknanna athygli ljósmyndara sem tók af þeim myndir, ásamt eldri systur þeirra Sheila, en hún er ekki albinói. Ljósmyndaverkefnið heitir Flores Raras eða sjaldgæf blóm, og sýna myndirnar hversu fallegur fjölbreytileikinn getur verið. Sjáðu myndirnar hér… Lesa meira

Kate Winslet hélt ræðu um jákvæða líkamsímynd: „Vertu besta útgáfan af þínu sanna sjálfi“

Margverðlaunaða leikkonan Kate Winslet er gjörsamlega með puttann á púlsinum þegar kemur að því að styrkja jákvæða líkamsímynd og hvetja konur til að læra að elska líkamann sinn. Hún opnaði sig um sín eigin persónulegu vandamál varðandi líkamsímynd sína og baráttuna við að sætta sig við líkama sinn. Í ræðu á WE Day í Bretlandi, sagði hún frá því að hafa verið kölluð „blubber“ og að sagt hafi verið við hana að hún ætti að vera „ánægð og sætta sig við hlutverk sem feita stelpan.“ Hún sagði að henni hafi ekki fundist hún duga. Henni fannst eins og hún „liti ekki rétt út,“… Lesa meira

Þegar Ragga fékk sér permanent!

Frikki Vader vinur minn er að læra hárgreiðslu í Tækniskólanum. Hann er mjög töff náungi og þess vegna treysti ég mér fullkomlega til að bjóða mig fram sem tilraunadýr í permanent þegar hann óskaði eftir því í vikunni. Ég mætti í Tækniskólann sjúklega hress á fimmtudagsmorgni og settist aldeilis óbangin í stólinn hjá Frikka. Svona leit ég út fyrir (já ég svaf smá yfir mig, og nei ég er ekki með maskara): Svo fór allt í gang og ég lagði hreinlega framtíð mína í hendur Frikka. En ég var samt ekki skelkuð nema í smá stund - hann var svo… Lesa meira

Kim Kardashian sýnir flotta Pat McGrath smokey förðun

Pat McGrath er mjög frægur förðunarfræðingur sem hefur fundið nýju andagiftina sina í formi Kim Kardashian. Í myndbandinu sýnir Kim nýja vöru frá Pat McGrath og horfir beint í myndavélina á meðan hún rennir fingrunum í gegnum hárið. Svo setur hún á sig Dark Star 006 sem er nýja varan frá Pat McGrath Labs og kemur 11. apríl. Undir er lagið „Street Lights“ með Kanye West, eiginmanni Kim Kardashian West. Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan. https://www.instagram.com/p/BSe9b1Ljf4V/ Lesa meira

Ungfrú alheimur deilir fegurðarráðum og sýnir hvernig hún farðar sig fyrir keppnir – Myndband

Pia Wurtzbach var krýnd Ungfrú Alheimur í desember í fyrra. Keppnin var sérstaklega eftirminnanleg þar sem kynnir keppninnar gerði vandræðaleg mistök þegar hann tilkynnti um úrslitin. Hann greindi frá því að Ungfrú Kólumbía hefði sigrað en tveimur mínútum síðar kom í ljós að Ungfrú Filippseyjar, hún Pia, væri raunverulegi sigurvegarinn. Pia er ekki aðeins gullfalleg heldur líka einstaklega skemmtileg, en hún blandar þessum eiginleikum sínum í myndbandi þar sem hún deilir hinum ýmsu fegurðarráðum og sýnir hvernig hún farðar sig fyrir fegurðarsamkeppnir, en hún farðar sig alltaf sjálf. Horfðu á það hér fyrir neðan. Lesa meira

Opinbera ljósmyndin af Melaniu Trump setur internetið á hliðina

Melania Trump þykir taka lítinn þátt í forsetaembætti eiginmanns síns, Donald Trump, miðað við fyrri forsetafrúr. Hún hefur sjaldan heimsótt Hvíta húsið og býr ennþá í Trump turninum í New York. Hún er þar með Barron, son þeirra hjóna, á meðan hann klárar skólaárið. Áætlað er að hún og Barron munu flytja í Hvíta húsið í júní. Hún fylgir samt sem áður grunnhefðum Hvíta hússins, en það er venja að Hvíta húsið sendir frá sér opinbera portrett ljósmynd af forsetafrúnni. Á myndinni er Melania klædd svartri skyrtu með svartan glimmer klút, með hendurnar krosslagðar með vinstri hönd fyrir utan þar sem… Lesa meira