Björk klæðist sérsaumuðum Gucci kjól í nýju myndbandi

Björk hef­ur gefið út nýtt mynd­band við lagið „The Gate,“ sem er fyrsta smá­skíf­an af vænt­an­legri plötu henn­ar sem kem­ur út í nóv­em­ber. Í því klæðist hún sérsaumuðum kjól, sem samtals tók 870 klukkustundir að búa til. Samstarfsmaður Bjarkar til margra ára, Andrew Thom­as Huang, leikstýrir, en list­ræn stjórn­un er í hönd­um Bjark­ar, James Merry og Al­ess­andro Michele, yf­ir­hönnuðar Gucci. https://www.youtube.com/watch?v=_n0Ps1KWVU0 Á Facebooksíðu Gucci má sjá myndband frá gerð kjólsins. Það tók um það bil 550 klukkustundir að gera kjólinn, auk 320 klukkutíma til viðbótar fyrir útsauminn. https://www.facebook.com/GUCCI/videos/10155459953591013/ Lesa meira

Selena Gomez er nýtt andlit Puma

Selena Gomez er nýtt andlit Puma, en samstarfið felur í sér fleira en bara að sitja fyrir á auglýsinga myndum. Í viðtali Selenu við Vogue kom fram að um er að ræða „langtímasamstarf, sem mun fela í sér nokkur verkefni, þar sem ég mun hanna vöru og kynna hana í auglýsingaherferðum.“ Selena segir strigaskó hafa breytt lífi sínu og að skóskápur hennar í dag samanstandi að mestu af strigaskóm (hún tók 20 pör með sér í myndatökuna í New York). „Mér finnst mjög spennandi að vera hluti af Puma fjölskyldunni,“ segir Selena. „Puma sameinar íþróttafatnað og tísku. Það er frábært… Lesa meira

Tara Brekkan elskar Halloween farðanir – „Möguleikarnir eru endalausir“

Tara Brekkan Pétursdóttir er gift tveggja barna móðir sem hefur starfað sem förðunarfræðingur í níu ár. Rétt fyrir jólin 2016 ákvað Tara að skella sér út í djúpu laugina og hefja sinn eigin rekstur og opnaði netverslunina Törutrix. Þar er Tara með sína eigin augnháralínu ásamt fleiri snyrtivörum og heilsuvörum. Halloween er sérstakt áhugamál hjá Töru Ég eeeeeelska Halloween, ég fæ ákveðna útrás við að gera Halloween farðanir. Það er allt hægt að gera og möguleikarnir eru endalausir. Það er alveg ótrúlegt hvað það er hægt að breyta fólki með förðun segir Tara. Tara hefur undanfarin ár gert að minnsta… Lesa meira

Kjólarnir á rauða dreglinum á Emmy verðlaununum

Það var að vanda mikið um dýrðir í gærkvöldi þegar Emmy verðlaunin voru veitt í 69. sinn í Los Angeles. Stjörnur sjónvarpsþáttanna mættu í sínu fínasta pússi og stilltu sér upp fyrir framan myndavélarnar á rauða dreglinum. Hér er hluti þeirra og að vanda verður valið á milli hverjar voru best klæddar og hverjar voru verst klæddar. Lesa meira

Ekki skilgreina þig eftir fatastærð – tvennar buxur, mismunandi útlit

Mira Hirsch póstaði myndum af sér á Instagram þar sem hún sýnir hversu lítið er að marka fatastærðir. Hún póstar af sér tveimur myndum, hlið við hlið, þar sem hún mátar tvennar buxur í sömu stærð, með mismunandi útliti. Aðrar smellpassa á hana, hinar svo alls ekki. Með myndinni skrifar Hirsch: „Ekki skilgreina þig eftir númeri. Þessar buxur eru nákvæmlega sama stærð. Ég var að leita að buxum og fann þessar, báðar í sömu stærð, en á mismunandi stað í búðinni. Á rauðu buxunum stóð „nýtt snið“ og ekkert á hinum. Báðar eru í minni stærð, aðrar passa mér alls… Lesa meira

Lindex opnar verslun á Akranesi í byrjun nóvember

Lindex opnar nýja verslun á Akranesi laugardaginn 4. nóvember næstkomandi. Verslunin verður sú áttunda, en fyrir rekur Lindex nú 7 verslanir á Íslandi: í Smáralind, tvær í Kringlunni,  á Glerártorgi á Akureyri, Laugavegi 7 og i Krossmóum í Reykjanesbæ ásamt netverslun á lindex.is. „Ég er óskaplega spenntur fyrir því að opna það sem ég er sannfærður um að verði glæsileg Lindex verslun hér á Akranesi.  Verslun okkar á Suðurnesjum hefur gengið vonum framar og hefur hvatt okkur áfram til að taka næstu skref og er því sérlega ánægjulegt að geta kynnt þetta í dag,“ segir Albert Þór Magnússon, umboðsaðili Lindex á… Lesa meira

Kim Kardashian mætti í gegnsæjum leggings á tískuviku New York

Kim Kardashian hefur aldrei verið hrædd við að ganga í gegnsæum flíkum og á föstudaginn síðasta mætti hún í svörtum gegnsæjum leggings í viðburð á vegum tískuvikunnar í New York. Hún bætti við svörtum magabol, svörtum leðurjakka og gegnsæjum skóm og eins og sjá má á meðfylgjandi myndum þá var hún ekki í neinu yfir. Lesa meira

Fríða og Dýrið brúðarskórnir eru gullfallegir!

Hönnuðurinn Becci Boo selur þessa gullfallegu brúðarskó á Etsy. Skórnir eru eins og sjá má með vísun til sögunnar um Fríðu og Dýrið. Skórnir eru úr mjúku leðri, með laufmynstri úr silfri á hælunum og á sólanum er mynd af Fríðu og Dýrinu. Skórnir kosta um 150 dollara og á Etsy má sjá ummæli frá ánægðum kaupendum um hversu vel skórnir reyndust brúðinni á stóra deginum. Okkur á Bleikt finnst skórnir svo fallegir að það er jafnvel óþarfi að bíða eftir bónorði, þetta eru líka dásamlegir spariskór. Fleiri skó í anda Disney ævintýranna má finna á síðu Becci Boo.   Lesa meira

Feðgar á fremsta bekk á tískusýningu Victoriu

Feðgarnir David og Brooklyn Beckham sátu að sjálfsögðu á fremsta bekk þegar Victoria Backham frumsýndi vor og sumartískulínu sína á tískuvikunni í New York. „Stoltur“ skrifaði Brooklyn með myndbandi sem hann deildi á Instagram. Brooklyn, frumburður Beckham hjónanna er orðinn 18 ára og nýfloginn úr hreiðrinu, en hann leggur nú stund á nám í listum og ljósmyndun við háskólann í New York. Lesa meira

Sara-Yvonne skreytir skó og flíkur með Swarovski kristöllum

Sara-Yvonne er bloggari á posh.is og í nýlegum pistli sýnir hún hvernig hún hefur breytt skópari sjálf með Swarovski kristöllum. Skó, danskjóla, armbönd og fleira má föndra sjálf heima og eignast fallega og einstaka flík fyrir minni tilkostnað en að kaupa tilbúið. Sara-Yvonne notaði um 3300 Swarovski kristalla á þetta skópar og límdi á einn í einu með plokkara. Þetta tók hana um 15 klukkustundir og mælir hún með því að eyða nokkrum dögum í þetta. Swarovski kristallarnir á þessum skóm kostuðu um 50.000 krónur hingað til lands komið. Stærðin sem er á skóm Söru-Yvonne heitir SS20 og eru í litnum… Lesa meira

Facebook bannar brjóstahaldaraauglýsingu

Facebook hefur bannað auglýsingu um brjóstahaldara á þeim forsendum að hún sé „móðgandi.“ Auglýsing Berlei í Ástralíu sýnir fjölbreyttan hóp kvenna klæða sig í og úr brjóstahöldurum og það strögl og vesen sem fylgir stundum (oft?) þessari hverdagslegu athöfn. Sársaukafull ummerki eftir vír og fleira eru sýnd í auglýsingunni, sem margar konur kannast við. Með auglýsingunni kynnir Berlei nýjan brjóstahaldara „Womankind“ á markað, brjóstahaldara sem virðist þægilegur og veldur ekki verkjum og ummerkjum í lok dags. https://www.youtube.com/watch?v=OJXNY38q2S0 Fréttastöðin news.com/au skýrði frá því að Facebook hefði bannað auglýsinguna, sem er 45 sekúndur á þeim grundvelli að hún „gæti móðgað samfélagið.“ Facebook hefur þá stefnu að… Lesa meira

Falleg minimalísk húðflúr

Húðflúr hafa lengi verið vinsæl meðal fólks en í dag má nokkurn veginn segja að tískubylgja hafi gengið yfir og margir af þeim sem annars hefðu ekki hugsað sér að fá húðflúr eru komnir með eitt eða fleiri. Mörgum finnst óhugnanlegt að hugsa til þess að fá sér stórt flúr sem þekur stóran part líkamans og þá er gott að sumir húðflúrarar hafa áhuga á því að gera einföld og lítil flúr sem eru falleg fyrir byrjendur sem og lengra komna. Ahmet Cambaz frá Istanbul er ein af þeim húðflúrurum sem byrjaði seint að flúra en hafði unnið í sjö ár við að teikna myndir fyrir… Lesa meira

Kim Kardashian skartar nýju útliti á tískuvikunni í New York

Kim mætti á sýningu Tom Ford bara nokkrum klukkustundum eftir að PEOPLE birti fréttir þess efnis að staðgöngumóðirin væri ófrísk. Kim skartaði silfurlokkum, en það er hárstílistinn Chris Appleton, sem sér um að breyta útliti Kim. „Elska nýju silfurlokkana mína,“ póstaði Kim á samfélagsmiðla. Kim klæddist svörtum latex kjól frá LaQuan Smith. Síðar um kvöldið skipti hún um klæðnað og fór á tískusýningu Vivienne Westwood x Juergen Teller í blaserkjól og með lokkana styttri.   Lesa meira

Kendall Jenner valin tískugoðsögn áratugarins

Kendall Jenner, sem er aðeins 21 árs, mun þann 8. september næstkomandi fá verðlaunin Tískugoðsögn áratugarins á tískuvikunni í New York. Jenner hefur gengið tískupallana síðan árið 2011 og er eins og flestir þekkja einn meðlimur þekktustu og mest ljósmynduðu fjölskyldu samtímans, Kardashian fjölskyldunnar Lesa meira

Stórsöngkonan og dívan Mariah Carey sýnir fataskápinn sinn

„Ég er ekki eins hversdagsleg eins og fólk er flest, en ég gæti verið það,“ segir stórsöngkonan og dívan Mariah Carey. Hún bauð Vogue velkomin í skoðunarferð um fataskápinn sinn. Mariah sýnir hluta af risastóra fataskápnum sínum, eða fataherbergi réttara sagt. Maður fær að sjá alls konar fatnað eins og kjóla, skó, sólgleraugu og nokkra muni tengda Marilyn Monroe. Mariah Carey heldur á kampavínsglasi merkt upphafsstöfunum sínum á meðan skoðunarferðinni stendur, að sjálfsögðu enda er hún glæsileg díva! „Ef ég mætti ráða mundi ég bara klæðast undirfötum og labba um húsið,“ segir Mariah en hún á sérstakt fataherbergi fyrir undirfötin… Lesa meira

„Ég þurfti að passa í mjaðmalausu Diesel gallabuxurnar án þess að eitt gramm af hliðarspiki sæist“

Svo virðist sem að ég hafi fæðst með glasið hálf tómt. Frá því að ég man eftir mér hef ég alltaf gagnrýnt allt varðandi sjálfa mig og átt mjög erfitt með að sjá það jákvæða í fari mínu. Ég var aldrei með flottustu augun, fallegasta hárið eða í flottustu fötunum. Ég teiknaði aldrei flottustu myndina í myndmennt, né hafði fallegustu rithöndina í bekknum. Ég kunni ekki að syngja og danshæfileikar mínir voru alltaf slakari en annarra. Eins og ég sagði, ég fæddist með glasið hálf tómt… Eða hvað? Getur verið að ég hafi bara fæðst með fullt glas og að… Lesa meira

Kendall og Kylie aftur harðlega gagnrýndar: „Ætla þær einhvern tímann að hætta menningarnámi?“

Kendall og Kylie Jenner hafa verið harðlega gagnrýndar enn og aftur fyrir fatalínuna sína Kendall+Kylie. Þær eru ásakaðar um menningarnám (e. cultural appropriation) og er gagnrýnin vegna myndar á Instagram síðu Kendall+Kylie. Á myndinni er fyrirsæta klædd í köflótta skyrtu, aðeins hneppt efst, gegnsæjum topp undir, víðum buxum og með stóra gyllta eyrnalokka. Neikvæðum ummælum fjölgaði hratt og var myndinni eytt af síðunni í kjölfarið. Það var þó ekki fyrr en slúðursíðan The Shade Room náði skjáskoti af myndinni og deildi á Instagram. https://www.instagram.com/p/BYR1w9dlOqB/ Netverjar eru ekki reiðir yfir köflóttu skyrtunni heldur hvernig fötin eru stíliseruð saman. Sumum fannst þetta vera innblásið af Chola menningu. „Nú eru þær að reyna að vera Cholas. Ætla þær einhvern tíman að hætta… Lesa meira

Konur í stærri stærðum glæsilegar í nýju dagatali

Tískubloggarinn Brianna McDonnell ólst upp við að skoða tímarit á borð við Vogue, Elle og V magazine og varð hún yfir sig heilluð af draumórunum sem skapaðir eru í tískuljósmyndun. Briönnu langaði til þess að gera eitthvað sem sneri að tísku en ýtti líka undir jákvæða líkamsímynd kvenna. Hún ákvað því að gera tísku dagatal þar sem konur í stærri stærðum gætu fengið að láta ljós sitt skína á listrænan og fallegan hátt. Hún fékk því til liðs með sér fleiri tískubloggara, áhrifavalda og vini í stærri stærðum og skapaði hún dagatal fyrir árið 2018 undir myllumerkinu #BeInYourSkin. Dagatalið sýnir… Lesa meira

Fyrsta svarta LGBTQ fjölskyldan til að vera í stórri auglýsingaherferð

Kordale Lewis og Kaleb Anthony eru par frá Atlanta, Georgia. Þeir hafa verið saman í sex ár og vöktu fyrst athygli 2014 þegar þeir deildu mynd af sér gera hárið á dætrum sínum tilbúið fyrir skólann. Síðan þá hafa þeir haldið áfram að deila myndum af hversdagslegu fjölskyldulífi sínu og hafa tveir synir bæst við þessa glæsilegu fjölskyldu. https://www.instagram.com/p/jJ2znjBmY7/ Kordale og Kaleb halda úti Instagram síðu sem er með rúmlega 180 þúsund fylgjendur. Þeir hafa vakið mikla athygli og hefur meðal annars Cosmopolitan fjallað um þá. Þeir hafa einnig verið í auglýsingu fyrir Nikon sem má sjá hér að neðan. https://www.instagram.com/p/3rYlp8BmaE/… Lesa meira

VMA hátíðin var í gærkvöldi – Sjáið tískuna og sigurvegara kvöldsins

VMA hátíð tónlistarstöðvarinnar MTV átti sér stað í gærkvöldi. MTV hefur tekið út kynjaskiptingu í bæði bíómynda og sjónvarpsþátta verðlaunaafhendingum og var þessi hátíð engin undantekning á því. Kendrick Lamar bar sigur úr bítum með tónlistarmyndband ársins við lagið „Humble“. Listamaður ársins var engin annar en Ed Sheeran og besti nýjasti listamaðurinn er Khalid. Lag sumarsins 2017 er „XO Tour Llif3“ með Lil Uzi Vert og besta samvinna listamanna fengu þau Taylor Swift og Zayn Malik fyrir lagið „ I don´t wanna live forever“. Það má segja að Kendrick Lamar hafi átt kvöldið þar sem hann vann ekki einungis tónlistarmyndband… Lesa meira

Skólastjóri náðist á upptöku segja að stelpur stærri en stærð 2 eru feitar í leggings

Skólastjóri náðist á upptöku segja að stelpur sem eru ekki í stærð 0 eða 2 (bandarískar stærðir) „líta feitar út“ þegar þær eru í leggings og eiga ekki að klæðast þeim. Skólastjórinn sem um ræðir er Heather Taylor og er skólastjórinn í Stratford High School í South Carolina. WCBD-TV greinir frá. Eftir að upptakan kom í ljós hélt skólastjórinn fund með nemendum skólans. Á fundinum hélt Heather því fram að hún var ekki að reyna að móðga neinn. Heather Taylor sagði þessi ummæli á fundi um viðeigandi klæðnað nemenda og reglur skólans um klæðnað. Hér er það sem hún sagði, samkvæmt… Lesa meira

Nú er hægt að kaupa „kynþokkafullan“ Jon Snow búning

Nú er hægt að kaupa „kynþokkafullan“ Jon Snow búning. Búningurinn kemur í sölu á fullkomnum tíma en lokaþáttur sjöundu seríu Game of Thrones er sýndur næsta sunnudagskvöld, 27. ágúst. Það er þó ekki hægt að kaupa sér búninginn áður en lokaþátturinn er sýndur en hann er eflaust hugsaður fyrir hrekkjavökuna sem er 31. október næstkomandi. Fyrirtækið á bak við búninginn er Yandy.com og hefur áður vakið athygli fyrir „Harry Potter“ nærfatnað. Búningurinn kallast "Sexy Northern Queen Costume" eða "kynþokkafull Drottning norðursins." Búningurinn kostar tæpar 16 þúsund krónur og inniheldur meðal annars glæsilega skikkju með gervi loði. Eina sem þú þarft að… Lesa meira

Kylie Jenner frelsar geirvörtuna fyrir V Magazine – Myndir

Kylie Jenner var í myndatöku fyrir tímaritið V Magazine þar sem hún klæðist gegnsæjum kjólum og engum undirfötum. Á myndunum virðist hún vera einhvers konar prinsessa úr geimnum með silfur förðun og platínum ljóst hár. Hún frelsar einnig geirvörtuna en þetta er í fyrsta skipti að hún situr fyrir nakin. „Þetta var reyndar mín fyrsta súper nektar myndataka. Ég deili alltaf kynþokkafullum myndum, en ég hef aldrei verið alveg nakin,“ sagði Kylie við V Magazine. Sjáðu myndirnar hér að neðan. Lesa meira