Þessi taupoki er að gera allt brjálað – Sérð þú af hverju?

Taupoki er að skapa ansi mikið drama á netinu. Munið þið eftir kjólnum sem gerði alla brjálaða og skipti fólk í fylkingar hvað varðar lit kjólsins? Þessi taupoki er að skapa svipað vesen nema sumir lesa „uppáhalds liturinn minn er glimmer.“ Meðan aðrir lesa „uppáhalds liturinn minn er Hitler.“ Netverjar á Twitter voru ekki lengi að benda á óheppilega leturgerð: my fav colour is also hitler pic.twitter.com/0tMnOGpsOG — some quack (@hurlarious) July 23, 2017 This friends, is a PRIME example of why typography is so important https://t.co/W00RJSLgnX — HaileyMarie☀️ (@HappyHayHay25) July 25, 2017 Lmfao wow when choosing the font goes wrong. https://t.co/CXJJ4M2VJg —… Lesa meira

Sniðugar bola samstæður sem við vissum ekki að voru til

Mörgum finnst gaman að klæða sig í stíl við til dæmis makann sinn, barnið sitt eða vin sinn. Hvað er þá skemmtilegra en að geta gert það á sniðugan hátt. Eins og að vera í bola samstæðum sem eru mjög snjallar og fyndnar. Hér fyrir neðan eru nokkrar sniðugar bola samstæður sem við vissum ekki að voru til. #1   #2   #3   #4   #5   #6   #7   #8   #9   #10   #11   #12   #13   #14   #15   #16   #17   #18 Lesa meira

Sjáðu nýju Kendall + Kylie sundfatalínuna

Raunveruleikastjörnurnar og systurnar Kendall Jenner og Kylie Jenner hafa gefið út föt, skó og sundföt undir nafninu Kendall + Kylie í samvinnu við ýmis fyrirtæki eins og Topshop. Nú hafa þær gefið út sundfatalínu sem inniheldur 23 flíkur sem er aðeins seld á Revolve.com. Ódýrasta flíkin er rúmlega sex þúsund krónur og dýrasta á rúmlega sautján þúsund krónur (58$-165$). Í línunni er hægt að kaupa bæði bikiní og sundboli. „Sundfötin sem við hönnuðum fyrir þessa línu eru kynþokkafull og skemmtileg. Það skiptir ekki máli hvað þú ætlar að gera í sumar, þú átt eftir að finna þinn stíl í Kendall + Kylie… Lesa meira

Oroblu sokkar við buxur og leggings í sumar

Sumarið er tíminn til þess að vera í opnari skóm og leyfa fallegum sokkum að njóta sín. Á þessum árstíma er líka tilvalið að nota styttri buxur eða setja smá uppábrot á buxur og leggings. Oroblu er með ótrúlega flott úrval af fallegum sokkum sem endast vel og eru ótrúlega fallegir við buxur og leggings. Hér eru nokkrar týpur sem eru í uppáhaldi hjá okkur:   Lesa meira

21 árs fatahönnuður gerir ótrúleg listaverk í hárið

Það er hægt að gera magnaða hluti við hár og sumir geta breytt sínum í listaverk og skúlptúr. Laetitia KY er 21 árs fatahönnuður frá Abidjan í Afríku sem hefur vakið mikla athygli fyrir hárið sitt. Laetitia deilir myndum af sínu hári á Instagram en innblásturinn fékk hún eftir að skoða hárgreiðslur hjá mismunandi ættbálkum í Afríku. Hér fyrir neðan eru nokkur af hennar hárlistaverkum sem sum tók margar klukkustundir að gera. Lesa meira

Lindex opnar netverslun í haust: „Við erum full tilhlökkunar“

Forráðamenn Lindex á Íslandi hafa ákveðið að opna nýja netverslun á slóðinni lindex.is í haust. Boðið verður upp á tískufatnað fyrir konur, undirföt, snyrtivörur og fylgihluti sem og fatnað á börn og unglinga á hagkvæmu verði. Vörurnar munu verða afhendar beint úr nýju vöruhúsi félagsins sem mun tryggja að afhendingartími verður með stysta móti. „Við erum að innleiða netverslun á öllum okkar stöðum og leggjum mikla vinnu í það og einurð. Við erum full tilhlökkunar að geta boðið okkar hagkvæmu tískuvörur í netverslun sem er á heimatungumálinu og gefa upp verð í heimagjaldmiðlinum.“ segir Ingvar Larsson, forstjóri Lindex. ”Við erum… Lesa meira

KONUR ERU KONUM BESTAR

Þær Andrea Magnúsdóttir og Elísabet Gunnarsdóttir hafa hannað æðislega boli með merkingunni "Konur eru konum bestar." Það var Rakel Tómasdóttir sem hannaði letrið en ljósmyndarinn Aldís Pálsdóttir tók myndirnar fyrir þetta frábæra verkefni. Bolirnir fara í sölu seinna í dag en ágóðinn rennur til Kvennnaathvarfsins.  Þessar mögnuðu konur vilja breyta neikvæðu hugarfari og vonum við á Bleikt að sem flestar styðji við þetta og mæti á viðburðinn þeirra í dag. Í bloggfærslu á Trendnet skrifaði Elísabet: "Neikvæðni og slæmt umtal virðist vera orðið daglegt brauð í nútíma samfélagi og á netinu virðist fólk hafa leyfi til að ráðast á hvern… Lesa meira

Íslenskir förðunarfræðingar sitja fyrir svörum: Náttúruleg og ljómandi húð vinsæl í sumar

Bleikt fékk nokkra þekkta íslenska förðunarfræðinga, bloggara og snappara til að svara nokkrum skemmtilegum spurningunum. Þær sögðu okkur meðal annars hvaða snyrtivörur eru í uppáhaldi hjá þeim þessa stundina og hvaða förðunartrend verða í tísku í sumar. Sjáðu hvað Fanney Dóra, Guðrún Helga Sørtveit, Salóme Ósk, Gunnhildur Birna, Steinunn Ósk og Bára Jónsdóttir höfðu að segja hér fyrir neðan. Fanney Dóra https://www.instagram.com/p/BVUKaimgUmd/  Hvaða þrjár snyrtivörur eru í uppáhaldi hjá þér þessa dagana? Teint Idole farðinn frá Lancome, Brow Fiber frá Maybelline, og I‘m Very Useful Makeup Boomer frá Touch In Sol. Hvaða snyrtivöru gætirðu ekki verið án? Það er engin snyrtivara… Lesa meira

Elskar þú Hello Kitty? Þá er þetta fatalínan fyrir þig

Hello Kitty er örugglega eitt þekktasta tískutákn í sögu poppmenningarinnar. Þessi rauða slaufa, þessi fullkomnu litlu veiðihár, þessi dularfulli munnur sem vantar. Allt þetta gerir Hello Kitty að ógleymanlegu krútti. Nú hefur breska tískumerkið Lazy Oaf gert Hello Kitty fatalínu sem er ótrúlega krúttleg en líka lúmskt töff. Þessi fatalína er eitthvað sem örugglega allir harðir Hello Kitty aðdáendur eiga eftir að vilja eignast! https://www.instagram.com/p/BVAQnDsBMKm/ https://www.instagram.com/p/BVQCnjzB_j8/ https://www.instagram.com/p/BVP9ejSBZp8/ https://www.instagram.com/p/BUHxtiGBHf_/ Hér getur þú skoðað alla línuna. Lesa meira

Fyrirsæta sýnir raunveruleikann á bakvið Instagram myndir: Ekki er allt sem sýnist!

Instagram fyrirsætan Imre Cecen birtir mjög reglulega myndir af sér og oft er hún á sundfötum eða í líkamsræktarfötum. Aðdáendur hennar skrifa oft athugasemdir á við "GOALS" (markmið) og því vildi Imre benda þeim á að það sem þú sérð á Instagram er ekki allur raunveruleikinn. Á Instagraminu hennar sést að reglulega birtir hún samanburðarmyndir sem áminningu um að stelpur eigi ekki að bera sig saman við það sem þær sjá á Instagram. Það er gríðarlega algengt að sjá myndir af "pylsufótleggjum" svokölluðum, þar sem stúlkur mynda fótleggi sína við sundlaug eða á ströndinni og fótleggirnir virðast langir og grannir… Lesa meira

Inga Eiríksdóttir fyrirsæta: „Það hefur aldrei verið jafnmikil fjölbreytni í tískuheiminum“

„Það er búið að vera stórkostlegt að fylgjast með þessum breytingum undanfarin tvö ár. Ég hef verið á hliðarlínunni en samt fylgst vel með og get fullyrt að það hefur aldrei verið jafnmikil fjölbreytni í tískuheiminum þegar kemur að fyrirsætuvali og jákvæðri vakningu gagnvart ólíkum líkamsgerðum eins og núna.“ Þetta segir Inga Eiríksdóttir fyrirsæta í viðtali í nýjasta tölublaði tímaritsins Glamour. Inga hefur vakið athygli fyrir jákvæða vakningu fyrir bættri líkamsímynd og er frábær fyrirmynd. Inga er einnig í ótrúlega flottum myndaþætti í blaðinu en myndirnar tók Kári Sverriss, Ellen Lofts stíliseraði og Guðbjörg Huldís Kristinsdóttir sá um hár og… Lesa meira

Playboy fyrirsætur endurgera forsíðumyndir sínar 30 árum seinna

Til að heiðra mottóið sitt „Once a Playmate, always a Playmate,“ fékk Playboy sjö „Playmates“ eða leikfélaga, til að endurgera frægu myndirnar sem voru á forsíðu tímaritsins fyrir nokkrum áratugum síðan. Niðurstaðan er ótrúleg, sjáðu myndirnar hér fyrir neðan. #1 Kimberley Conrad Hefner, Leikfélagi ársins 1989   #2 Reneé Tenison, Leikfélagi ársins 1990 #3 Lisa Matthews, Leikfélagi ársins 1991   #4 Candace Collins, Desember leikfélagi 1979   #5 Charlotte Kemp Muhl, Desember leikfélagi 1982   #6 Cathy St. George, Ágúst leikfélagi 1982   #7 Monique St. Pierre, Leikfélagi ársins 1979 Lesa meira

Tískan á Tony-verðlaunahátíðinni

Tony-verðlaunin voru haldin hátíðlega í gærkvöldi þar sem var fagnað afrekum leikrita og söngleikja á Brodway síðastliðið ár. Kevin Spacey var kynnir hátíðarinnar sem var haldin í Radio City Music Hall í New York. Dear Evan Hansen var valin besti söngleikurinn og Oslo besta leikritið. Á meðal sigurvegara voru Ben Platt, Bette Middler, Kevin Kline og Laurie Metcalf. Hér getur þú séð alla sigurvegara hátíðarinnar. Lesa meira

Heimsókn til H&M: Þetta verður í boði í verslunum H&M á Íslandi!

Verslunarrisinn H&M bauð nokkrum fjölmiðlakonum til Osló í vikunni og átti Bleikt fulltrúa á staðnum. Á dagskránni var heimsókn í H&M sýningarstúdíóið og þar mátti meðal annars sjá studio-línuna fyrir næsta haust/vetur. Fyrri hluti haust/vetrar línunnar var til sýnis í stúdíóinu en seinni hlutinn verður ekki frumsýndur fyrr en í ágúst og þá megum við birta myndir af þeim vörum. Línan er fyrir bæði dömur og herra. Dömulínan er innblásin af New York borg og fjölbreytileikanum þar. Stíllinn er fágaður í bland við götutísku og er útkoman virkilega flott. Sniðin eru kvenleg í bland við karlmannlegar línur og eru hentar… Lesa meira

Þessar systur eru tvífarar Kim Kardashian og Kylie Jenner – Sérðu muninn?

Systurnar Sonia og Fyza Ali eru fegurðarbloggarar og búa í Dubai, eða svo segja þær. Við erum frekar efins og okkur grunar að þetta séu Kim Kardashian og Kylie Jenner að lifa tvöföldu lífi. Sjáðu bara líkindinn á milli systranna! Svona líta Sonia og Fyza Ali út: https://www.instagram.com/p/BKlVdjVjpi9/ Og svona líta Kim Kardashian og Kylie Jenner út: https://www.instagram.com/p/BIv5JvkhQI5/ Þetta er Sonia: https://www.instagram.com/p/BSsxaBTlUuW/ Þetta er Kim: https://www.instagram.com/p/BTfaf7alflC/ Þær eru rosalega líkar! „Já en þetta er út af förðuninni og svona“ segja örugglega margir. En svona lítur Sonia út óförðuð, enn þá mjög lík Kim Kardashian! https://www.instagram.com/p/8997b9ALAA/ Sonya og Fyza sögðu við Emirates Women… Lesa meira

ARKET: Smá innsýn í vöruúrvalið frá nýjasta merki H&M

Lífsstílsmerkið ARKET er það 11 sem kemur frá H&M keðjunni en fyrstu verslanirnar opna síðar á þessu ári. Verslanir ARKET munu bjóða upp á úrval fyrir konur, karla, börn og heimilið. Áherslan er á sjálfbærni, gæði og góða endingu. ARKET hefur opnað Instagram síðu og lofar þetta merki mjög góðu að okkar mati. https://www.instagram.com/p/BUzmfFfhDWs/?taken-by=arketofficial https://www.instagram.com/p/BU1Ak7whQRG/?taken-by=arketofficial https://www.instagram.com/p/BTrPCniByPW/?taken-by=arketofficial https://www.instagram.com/p/BU2E1h7BLar/?taken-by=arketofficial Vogue birti nokkrar myndir af vörum frá ARKET og hafa myndirnar fengið mjög góð viðbrögð: Lesa meira

CFDA tískuverðlaunin 2017 – Myndir

Árlegu CFDA tískuverðlaunin voru afhent í New York í gær og var það Raf Simons sem sem var valinn hönnuður ársins. Það var Franca Sozzani fyrrum ritstjóri ítalska Vogue sem var valin tísku "iconið" en hún lést á síðasta ári, 66 að aldri. Stuart Vevers hjá Coach fékk verðlaunin skartgripahönnuður ársins og Fernando Garcia og Laura Kim fengu Swarovski Award for Emerging Talent fyrir hönnun sína Monse. Swarovski Award for Positive Change hlaut Kenneth Cole.  Geoffrey Beene Lifetime Achievement Award hlaut Rick Owens og Founder’s Award hlaut Pat McGrath. International Award hlaut Demna Gvasalia hjá Vetements and Balenciaga og Board of… Lesa meira

Annar förðunarfræðingur gerir förðun fyrir hvert stjörnumerki – Hvor túlkar þitt stjörnumerki betur?

Í apríl fjallaði Bleikt um förðunarfræðinginn Setareh Hosseini sem sameinaði förðun og stjörnuspeki. Hún deildi myndum á Instagram þar sem hún gerði förðun fyrir hvert stjörnumerki. Nú hefur annar förðunarfræðingur ákveðið að gera það sama og er áhugavert að sjá hvernig þær túlka stjörnumerkin á mismunandi hátt. Kimberly Money er nítján ára ljósmyndari og förðunarfræðingur. Hún gerði förðun fyrir hvert stjörnumerki og deildi myndunum á Bored Panda. Skoðaðu þær hér fyrir neðan. Finnst þér hún hafa túlkað þitt stjörnumerki rétt? Meyjan Tvíburinn Fiskurinn Krabbinn Sporðdrekinn Vogin Bogamaðurinn Steingeitin Vatnsberinn Hrúturinn Ljónið Nautið Þú getur fylgst með Kimberly á Instagram.  Sjá… Lesa meira

Hvers vegna anga ilmvötn mismunandi á manneskjum?

Greinin birtist fyrst á vefsíðu Lifandi Vísindi og fékk Bleikt góðfúslegt leyfi til að birta hana með lesendum. Ilmvötn anga mismunandi á mönnum þar sem við erum ólík. Húð okkar er með einstaklingsbundna efnasamsetningu sem ræðst m.a. af erfðum og lifnaðarháttum. Það hefur áhrif á magn og samsetningu af vatni, fitusýrum, söltum, sykurefnum, prótínum og hárum á húðinni. Allt eru þetta þættir sem verka á hvernig ilmefnin bindast húðinni og hve hratt þau gufa upp. Ilmefni samanstanda af margvíslegum angandi efnum, mismunandi sterkum og með ólíkan uppgufunartíma. Þegar ilmefni er roðið á húðina gufa efnin smám saman upp og maður… Lesa meira

Þórey kom sjálfri sér á óvart – „Það er allt í lagi að stíga út fyrir þennan blessaða þægindaramma!“

Einn mánudagsmorgun vaknaði ég með hugmynd í kollinum sem ég framkvæmdi aðeins örfáum mínútum síðar. Ég á það nú til að vera svolítið hvatvís og ef mér dettur eitthvað í hug geri ég það oft bara strax. „Hik er sama og tap“ eða „já ég geri það bara, why not“ eru setningar sem eiga mjög vel við mig. En eins og ég er oft á tíðum opin og framkvæmdaglöð þá á ég það alveg jafn mikið til að vera föst í hinum svokallaða „þægindaramma.“ Þori litlu að breyta þegar það kemur að sjálfri mér, þá aðallega útliti mínu. Af hverju… Lesa meira

Þú getur falið skallann með „man bun“ – Myndir

Fótboltamaðurinn Gareth Bale sem spilar með Real Madrid vakti athygli á Euro 2016 þegar sást glitta í skalla í gegnum hársnúðinn hans. Heimildamaður nátengdur honum sagði að Gareth hafi verið að nota strákasnúð í smá tíma til að fela skallann sinn sem var nýtilkominn. Þessar fregnir leiddu til þess að fleiri karlmenn ákváðu að prófa þetta sjálfir og niðurstaðan er ótrúleg. Það þarf samt að hafa varann á og passa að snúðurinn sé ekki of strekktur. Því það getur farið illa með hárið og þarft þá mögulega að kveðja það fyrr en þú bjóst við. Við viljum samt hafa það á hreinu… Lesa meira

Naggrísir með stórfenglegt hár

Hvað eiga Rapúnsel, Ariana Grande og naggrís sameiginlegt? Ef þú giskaðir á hár þá hefurðu rétt fyrir þér! Það eru til margar tegundir af naggrísum en Abyssinian, Peruvian, Coronet og Silkie naggrísir eru þekktir fyrir einstaklega tignarlegan og stórfenglegan feld. Það er þó ekki eins auðvelt að hugsa um feldinn og það er að dást að honum en það þarf að gæta hans vel. Sjáðu nokkra naggrísi með stórfenglegt „hár“ hér fyrir neðan. Bored Panda tók saman. Lesa meira

Algengustu lygarnar sem við segjum á samfélagsmiðlum – Myndband

Við höfum flest öll gerst sek um að sykra aðeins raunveruleikann á samfélagsmiðlum. Við eigum það til að draga upp glansmynd sem er ekki sönn eða finnast við knúin til að þykjast vera eitthvað annað en við erum, til að ganga í augun á öðrum. Eins og að taka mynd af eina hreina herberginu heima hjá okkur og merkja það með einhverjum myllumerkjum sem snúa að hreinu heimili og dugnaði. Eða klæða okkur upp í íþróttagallann til að taka sjálfsmynd í ræktarspeglinum eða farða okkur bara til að taka sjálfsmynd. Ditch the Label og Boohoo tóku sig saman og gerðu myndband um… Lesa meira

Orðin þreytt á venjulegum augabrúnum? Þá eru kannski „carved brows“ fyrir þig

Ertu orðin þreytt á venjulegum augabrúnum? Finnst þér kominn tími til að taka augabrúnirnar þínar á annað stig? Þá átt þú eftir að fýla þetta nýja Instagram trend! Á Instagram er trendið kallað „carved brows“ við köllum þær þá „útskornar augabrúnir“ eða sleppum alfarið að þýða trendið yfir á íslensku. Texasbúinn Alexa Link er förðunarfræðingurinn á bak við trendið sem snýst um að gera skarpar línur í kringum augabrúnirnar þínar. Skoðaðu myndirnar hér fyrir neðan og sjáðu hvort þetta sé mögulega eitthvað fyrir þig! https://www.instagram.com/p/BTxypeIB0Up/ https://www.instagram.com/p/BTYGHwshTk4/ https://www.instagram.com/p/BTf0VpOBPUT/ https://www.instagram.com/p/BToxfnzhGmn/ https://www.instagram.com/p/BThclmnFtda/ https://www.instagram.com/p/BT0K_rwhi4A/ https://www.instagram.com/p/BTj7GAFDzKV/ https://www.instagram.com/p/BT2BqMMgvJF/ Hvað ætli sé næst?! Það eru sífellt ný… Lesa meira