Harpa mundi mæta til Vivienne Westwood í Skotapilsi – RFF 2017

MYRKA er nýja fatamerkið hennar Hörpu Einarsdóttur, listakonu og fatahönnuðar. Hugmyndaheimur Hörpu birtist á skemmtilegan hátt í hönnun hennar og við erum spennt að sjá fötin lifna við á pöllunum á RFF um helgina. Reykjavík Fashion Festival byrjar í kvöld - ennþá er hægt að krækja sér í miða. Vivienne Westwood býður þér í kvöldverð - í hverju ferðu og hvern tekur þú með þér? Ég færi í Skotapilsi við íslenska lopapeysu og ég tæki Tildu Swinton með mér. Hvaða stórstjörnu mundirðu vilja sjá í fötunum þínum? PJ Harvey Lýstu hönnun þinni í 5 orðum Óræð, óvænt, óvanaleg, óróleg og… Lesa meira

„Ég sef bara á sunnudaginn“ – RFF 2017 er að skella á – Hér er dagskráin!

Reykjavík Fashion Festival hefur vakið mikla lukku hér á landi sem og hjá tískuáhugafólki um allan heim. Hátíðin er haldin í sjöunda skiptið í ár og má því segja að hún sé orðin að árlegum viðburði sem engin má missa af. Aðalmarkmið sýningarinnar er að markaðssetja íslenska hönnun og kynna þróun og tækifæri í íslenskum tískuiðnaði. Reykjavík Fashion Festival setti sér markmið um að vera hátíð sem styður hönnuði í sjálfbærni og hvetja þá til meðvitaðra ákvarðana í tískuiðnaði. Því er hátíðin í ár tileinkuð náttúruöflum og orðið „ROK“ varð fyrir valinu en það er eitthvað sem allir íslendingar eru… Lesa meira

„Það er erfitt að lýsa hönnun sinni“ – Heiða og Cintamani á RFF 2017

Heiða Birgisdóttir yfirhönnuður hjá Cintamani situr fyrir svörum að þessu sinni í kynningum okkar á þátttakendum í Reykjavík Fashion Festival. RFF hátíðin er stærsti tískuviðburður á Íslandi í ár og verður haldin í Hörpu föstudaginn 24., og laugardaginn 25. mars. Ennþá er hægt að næla sér í miða á þennan glæsilega viðburð. Gefum Heiðu orðið! Vivienne Westwood býður þér í kvöldverð - í hverju ferðu og hvern tekur þú með þér? Ég væri örugglega með valkvíða fram á síðustu stundu, en kjóll frá Hildi Yeoman er á óskalistanum og ætli ég mundi ekki nota tækifærið og kaupa mér einn slíkan.… Lesa meira

Brjálað fjör í útgáfufögnuði á vegum NÝTT LÍF og RFF – Myndir

Nýtt Líf og Reykjavík Fashion Festival héldu glæsilegan útgáfufögnuð á þriðjudag á Pablo Discobar. Tilefnið var að fyrsta tölublað ársins af tímaritinu Nýtt Líf er komið út, en það er að þessu sinni tileinkað RFF. Þetta er fyrsta Nýtt Líf blaðið frá Sylvíu Rut Sigfúsdóttir sem tók á dögunum við sem ritstjóri. Gestir fengu léttar veitingar frá veitingastaðnum Burro og hressir barþjónar Pablo Discobar sáu um að allir fengu RFF Campari kokteilinn og Kronenbourg Blanc. Viðburðurinn heppnaðist ótrúlega vel og fyrstu 150 gestirnir sem mættu fengu veglegan gjafapoka frá samstarfsaðilum Nýs Lífs. Í pokunum mátti meðal annars finna æðislega glæra… Lesa meira

Draumur Inklaw-pilta um Justin Bieber rættist – RFF 2017

Inklaw Clothing var stofnað 2014 af nokkrum vinum í Reykjavík. Fötin þeirra eru í afslöppuðum götustíl og undir áhrifum hip-hop menningar. Inklaw er eitt merkjanna sem tekur þátt í Reykjavík Fashion Festival næstu helgi í Hörpunni. Við fengum Guðjón Geir Geirsson, einn aðstandenda Inklaw til að svara nokkrum spurningum fyrir lesendur Bleikt. Gjörið svo vel! Vivienne Westwood býður þér í kvöldverð - í hverju ferðu og hvern tekur þú með þér? Ég færi líklegast í svörtum rifnum gallabuxum, oversized svartri skyrtu og leðurjakka. Ég tæki líklegast strákana í Inklaw með mér sú blanda klikkar ekki. Hvaða stórstjörnu mundirðu vilja sjá… Lesa meira

Glimmer, slagorð og pínulitlar töskur – Freyr Eyjólfs tekur okkur í kennslustund í tískustraumum

Glimmer, slagorð og pínulitlar töskur - þetta er meðal þess sem Freyr Eyjólfsson útvarpsmaður segir að verði í tísku næsta vor en hann lætur tískuvikuna í París ekki fram hjá sér fara. Freyr er búsettur í Frakklandi og stundum má heyra hann flytja fréttir þaðan á Rás 2. Á mánudaginn kynnti hann fyrir hlustendum hvaða tískustraumar verða ríkjandi á árinu. Lestu meira: Götutískan á tískuvikunni í París Við fengum góðfúslegt leyfi hjá útvarpsmanninum/tískulögregluþjóninum til að birta þessa samantekt: Mér er ekkert mannlegt óviðkomandi. Ég fylgist grannt með tískuvikunni í París og tók saman 13 atriði fyrir vorið 2017. Konur! Þetta er… Lesa meira

Magnea hlakkar til að sjá öll litlu atriðin smella – RFF 2017

Magnea Einarsdóttir er fatahönnuðurinn á bak við merkið MAGNEA sem er eitt þeirra sem við fáum að sjá á Reykjavík Fashion Festival í Hörpu næstu helgi. Magnea hefur vakið athygli fyrir nýstárlega efnishönnun og notkun á íslensku ullinni. Sýning Magneu er í Silfurbergi / Hörpu á föstudagskvöldið kl. 21. Eins og aðrir hönnuðir sem taka þátt í RFF þetta árið er Magnea sjúklega upptekin við að leggja lokahönd á sýninguna sína - við náðum þó að stoppa hana í nokkrar mínútur til að svara spurningum fyrir lesendur Bleikt. Gjörðu svo vel Magnea! Vivienne Westwood býður þér í kvöldverð - í… Lesa meira

Förðunarfræðingar kepptust um að fá að farða fyrir RFF í ár

Reykjavik Fashion Festival hóf nýlega samstarf við Reykjavik Makeup School og NYX Professional Makeup. Eigendur förðunarskólans Reykjavik Makeup School munu hafa umsjón með förðuninni á tískusýningum Reykjavik Fashion Festival 2017.  Eigendur skólans, þær Sigurlaug Dröfn Bjarnadóttir og Sara Dögg Johansen munu leiða hóp förðunarfræðinga sem munu farða fyrir tískusýningar RFF með NYX professional makeup vörum. Þær hafa báðar mikla reynslu í förðunargeiranum, en þær sáu nú síðast um förðun á Ungrfrú Ísland og Miss Universe Iceland keppninni. Þeirra hægri hönd baksviðs verður Helga Karólína Karlsdóttir. Ákveðið var að velja úr hópi hæfileikaríkra útskrifaðra og núverandi nemenda skólans til þess að… Lesa meira

Djarfir litir og dýraprent í vorherferð Lindex

Lindex tekur á móti vorinu með línu sem samanstendur af nýjum litasamsetningum, spennandi prenti og stílhreinum kvenlegum smáatriðum – í herferð sem mynduð er á framandi strætum Cape Town í Suður Afríku. „Vorið er tíminn til að endurnýja fataskápinn með þægilegum settum, léttum bómullarbolum og nógu mikið af djörfum litum. Khaki grænn, appelsínurauður, svartur og bláir tónar er grunnurinn í vorlínunni, toppað með áberandi afrískum munstrum og dýraprenti,“ segir Annika Hedin, yfirhönnuður hjá Lindex. Lag Diönu Ross „I’m coming out“ sem spilað er undir auglýsingunni og fyrirsæturnar virðast syngja með, endurspeglar einkunnarorð Lindex gagnvart tísku, „we make fashion feel good.“  Herferðin… Lesa meira

Brúðargreiðslur í 100 ár

Tískan breytist, og margir segja hana fara í hringi. Fyrr en varir fer að vora og tími brúðkaupanna rennur upp. Verðandi brúðir spá eflaust aðeins í útlitið - meðal annars í hárgreiðsluna - fyrir stóra daginn. Í þessu myndbandi sjáum við hvernig hárgreiðslutíska brúða hefur breyst síðstu öldina. Það var The Scene sem birti.   Lesa meira

Lindex opnar í Reykjanesbæ

Forráðamenn Lindex á Íslandi hafa ákveðið að opna nýja glæsilega 330 fermetra verslun í Krossmóa, Reykjanesbæ þann 12. ágúst nk. Samningur þess efnis hefur verið undirritaður af hálfu Urtusteins fasteignafélags og forráðamanna Lindex. Lindex er ein stærsta tískufatakeðja Norður Evrópu með um 500 verslanir í 16 löndum. Lindex býður upp á tískufatnað fyrir konur, undirföt, snyrtivörur og fylgihluti sem og fatnað á börn og unglinga á hagkvæmu verði. Gera má ráð fyrir að um 6-8 ný störf skapist hjá Lindex við nýju verslunina í Krossmóa. Verslunin, sem staðsett er í aðalgangi verslunarmiðstöðvarinnar, mun bjóða allar þrjár meginvörulínur Lindex. Í fyrirtækinu… Lesa meira

Ekki missa af RFF 2017 – Miðar eru komnir í sölu

Reykjavik Fashion Festival, stærsta tískuhátíð ársins, verður haldin dagana 23. - 26. mars í Hörpu. Nú er miðasala formlega hafin og hægt að tryggja sér miða á harpa.is og tix.is. Hægt er að velja á milli dagspassa og helgarpassa. Við á Bleikt ætlum ekki að missa af þessu einstaka tækifæri til að upplifa íslenska tísku eins og hún gerist best. RFF birti á dögunum þetta glæsilega kynningarmyndband, en það er framleitt af Silent, og tónlistin er eftir GusGus: https://www.youtube.com/watch?v=zEW2Tffmdk0 Fylgist með aðdragandanum á Facebook-síðu hátíðarinnar Lesa meira

Dásamlega falleg brúðkaupslína frá Monique Lhuillier og essie

Kjólahönnuðurinn Monique Lhuillier hannar einstaklega fallega brúðarkjóla sem njóta mikilla vinsælda. Hún hefur nú tekið ást sína á brúðkaupum skrefinu lengra og var að gera brúðkaupslínu með merkinu essie. Línan inniheldur sex naglalökk og er væntanleg á markað í apríl. Monique segir að allar brúðir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi í þessari fallegu nýju essie línu. Litirnir eru virkilega flottir og er nokkuð ljóst að fleiri en brúðir og brúðarmeyjar munu næla sér í þá. Við látum ykkur auðvitað vita þegar essie x Monique Lhuillier brúðarlökkin koma til Íslands. Lesa meira

Heimsmeistari í Taekwondo keppir með hijab – Skorar á staðalmyndir kvenna í íþróttum

Kubra Dagli er tvítug kona frá Istanbúl og er Taekwondo meistari. Hún hefur komið af stað umræðu á landsvísu í Tyrklandi með því að skora á staðalmyndir kvenna í íþróttum. Hún vann gullverðlaun á heimsmeistaramóti í Lima á dögunum en klæðnaður hennar vakti meiri athygli og skyggði á sigur hennar. Kubra gengur með höfuðklút, eða hijab, og keppir einnig með slíkan. https://www.instagram.com/p/BQbDC9EFJe2/ Bæði veraldlegi og trúarlegir hópar í tyrknesku samfélagi hafa sterkar skoðanir varðandi hlutverk Kubra sem íþróttafyrirmynd. Sumum finnst höfuðklúturinn merki um aftuför, á meðan öðrum finnst afrek Kubra sýna að „höfuðklútar séu ekki hindrun.“ Þeir sem teljast mjög íhaldsamir hafa gagnrýnt… Lesa meira

Það er eitthvað athugavert við þessa auglýsingu og fólk er ekki sátt – Sérð þú það?

Ný auglýsing spænsku fataverslunarinnar Zöru hefur farið öfugt ofan í marga. Skilaboðin eru einföld og hvetjandi en virðast ekki hafa síast almennilega inn hjá stjórnendum, markaðs- og auglýsingadeild fyrirtækisins. Yfirskriftin er Love your curves sem er bæði vinsælt og jákvætt orðatiltæki. Þegar litið er á myndina sem fylgir textanum fara málin hins vegar að flækjast. Love your curves snýst um það að hvetja konur með meira hold á beinunum til þess að fanga sínum mjúku línum. Ljósmyndin sem fylgir skilaboðunum sýnir hins vegar tvær tágrannar ungar stúlkur. Það er ekki erfitt að sjá vankanta á auglýsingunni enda miðlar hún skilaboðum… Lesa meira

Orðinn undirfatamódel eftir Óskarinn

Aðeins örfáum klukkustundum eftir að hann vann Óskarsverðlaun fyrir aukahlutverk sitt í Moonlight, var Mahershala Ali búinn að landa milljónasamningi fyrir að auglýsa undirföt fyrir Calvin Klein. Fjórum dögum áður en hann stóð á sviði með styttuna gylltu og þakkaði fyrir sig hafði hann eignast sitt fyrsta barn - svo það er skammt stórra högga á milli hjá hjá Mahershala. Hann ásamt meðleikurunum úr Moonlight, þeim Trevante Rhodes, Ashton Sanders og Alex Hibbert, verður í aðalhlutverki í herferð Calvin Klein til að kynna vorlínu karlmanna í nærfötum 2017. Ljósmyndarinn Willy Vanderperre tók myndirnar sem eru tískumyndir með áherslu á karakter fyrirsætanna. Eins… Lesa meira

Klæðnaður stjarnanna á Óskarsverðlaunahátíðinni

Óskarsverðlaunahátíðin var haldin í gærkvöldi með pompi og prakt. Stjörnurnar fjölmenntu hátíðina og mættu stórglæsilegar á rauða dregilinn til að vera myndaðar í bak og fyrir. Klæðnaður Emmu Stone stóð upp úr hjá mörgum gagnrýnendum og mætti hún eins og sannkallaður sigurvegari, enda fór hún heim með Óskarsverðlaun sem besta leikkonan í aðalhlutverki. Hér er smá brot af klæðnaði stjarnanna á Óskarsverðlaunahátíðinni. Sjá einnig: Þetta eru sigurvegarar Óskarsverðlaunanna 2017 Lesa meira

Steini Glimmer – „Með fullt af ADD og ADHD og stútfullan haus af hugmyndum“

Steini Glimmer er ekki týpan sem situr auðum höndum. Hann rekur fataverslunina Steini á Skólavörðustíg, þar sem hann selur meðal annars sitt eigið tískumerki, og svo er hann með gistiheimilið Reykjavík Rainbow á besta stað í 101. Við píndum Steina til að setjast niður í nokkrar mínútur og svara spurningum fyrir lesendur Bleikt. Það tókst - og hér er afraksturinn. Gjörðu svo vel Steini Glimmer! Persónuleiki þinn í fimm orðum? Mjög metnaðarfullur, hæfileikaríkur, glaðlyndur og hress, með fullt af ADD og ADHD og stútfullan haus af hugmyndum. Hver er þinn helsti veikleiki? Ég á alltof auðvelt með að hleypa fólki… Lesa meira

Fyrirsæta hætti lífinu fyrir myndatöku – Myndbandið er ekki fyrir lofthrædda

Victoria „Viki“ Odintcova er 22 ára gömul fyrirsæta frá Rússlandi en hún hætti nýlega lífi sínu fyrir Instagram myndatöku. Hún danglaði fram af 300 metra hárri byggingu, Cayan turninum, í Dubai. Eins og sést í meðfylgjandi myndbandi er hún ekki með öryggisólar og hefur athæfið verið dæmt mjög kærulaust og hættulegt. Netverjar hafa tjáð andúð sína á myndatökunni á samfélagsmiðlum og fólk á erfitt með að skilja af hverju hún var tilbúin að hætta lífi sínu vitandi að hún gæti auðveldlega hrasað, runnið, misst gripið og fallið til dauða síns. Svo virðist sem hvorki hún né aðstoðarmaður hennar voru í… Lesa meira

Á óskalistanum: Octagon „Choker“ hálsmen

Choker hálsmen eru ótrúlega áberandi trend eins og er en við erum ótrúlega hrifin af hönnuninni frá Octagon Jewlery. Chokerinn er gerður úr gull- eða silfurhúðuðu messing og leðri. Chokerinn kemur ótrúlega fallega út hvort sem þú notar hann hversdags eða við fínni tilefni. Hönnuðurinn á bakvið þennan flotta minimalíska skartgrip er Thelma Rún en hún náði fyrst athygli minni með flottu átthyrningunum sem nafnið á hönnuninni vísar til. Þess má geta að systurnar Kourntey og Kim Kardashian fengu þannig men frá hönnuðinum. Síðan þá hefur hún verið að hanna allskonar falleg hálsmen, hringa og líka fallega marmarabakka. https://www.instagram.com/p/BNrecpvDcm0/  … Lesa meira

Dönsku prinsarnir og prinsessurnar klæðast 66° Norður í fríinu sínu

Fyrir litla þjóð eins og Ísland þá er alltaf frábært að sjá íslenskt fyrirtæki njóta vinsælda út fyrir landsteina. 66° Norður hefur skapað sér stórt nafn víðsvegar um heiminn og hafa margar stjörnur sést klæðast flíkum frá fyrirtækinu. Nú hefur 66° Norður fangað athygli konungsfjölskyldunnar í Danmörku, en á Facebook síðu dönsku konungsfjölskyldunnar var birt mynd af dönsku prinsunum og prinsessunum í 66° Norður klæðnaði. Þetta verður nú að teljast heldur merkilegt og frábært fyrir íslenska fyrirtækið. Sjáðu prinsana og prinsessurnar í 66° Norður hér fyrir neðan. Lesa meira

Sia biður Kanye West að hætta að nota loðfeldi: „Þetta er svo sorglegt“

Margir töldu Yeezy Season 5 línuna hans Kanye West vera sú „bestu hingað til,“ en ein stjarna var ekki á sama máli. Söngkonan Sia spurði Kanye á Twitter hvort hann væri tilbúinn að „íhuga að sleppa loðfeldum“ eftir tískusýninguna hans á New York tískuvikunni. Kanye notaði loðfeld í tveimur „lúkkum“ í sýningunni. Sia deildi myndbandi, með tístinu til Kanye, sem heitir „Under the Fur Coats: Rabbits‘ Screams of Death.“ Hún skrifaði að þetta væri raunveruleiki loðfelda fyrir tísku og það væri mjög sorglegt. https://twitter.com/Sia/status/831979710888321024?ref_src=twsrc%5Etfw Fjöldi fólks voru sammála Siu, þar á meðal hafa dýraverndunarsamtökin PETA tekið undir með henni. https://twitter.com/peta/status/832011548495187968?ref_src=twsrc%5Etfw… Lesa meira

Ritstjóri Sports Illustrated Swimsuit sýnir eigin líkama á sundfötum – Aldrei meiri fjölbreytni í blaðinu

Sundfatatímarit Sports Illustrated vekur alltaf athygli en 2017 tölublaðið á að vera það fjölbreyttasta sem gefið hefur verið út til þessa. Tímaritið hefur gefið út að aldrei hafi fyrirsæturnar verið í jafn fjölbreyttum fatastærðum og á jafn breiðu aldursbili. Undirliggjandi þemað virðist vera "að fagna eigin líkama" en ritstjóri tímaritsins sagði á Instagram: "Við erum að fagna fegurð og sjálfstrausti." Í tilefni að útgáfu tímaritsins ákvað hún sjálf að fagna eigin líkama og koma fram á sundfötum í Instagram myndbandi. Hún hefur ritstýrt sundfatatímariti í mörg ár en sjálfri aldrei liðið vel í bikiní. Hvetur hún konur til þess að… Lesa meira