Geysir frumsýndi Skugga-Svein fyrir fullu húsi

Geysir frumsýndi á föstudagskvöldið haust- og vetrarlínu sína,  Skugga-Sveinn, í Héðinshúsinu í Reykjavík. Línan sækir nafn sitt í hið þekkta leikverk Skugga-Svein með skírskotun í leiktjöld sem máluð voru af Sigurði málara Guðmundssyni fyrir fyrstu uppsetningu verksins árið 1862. Erna Einarsdóttir, yfirhönnuður Geysis, hannaði línuna, sem er fjórða fatalína hennar fyrir Geysi. Í viðtali við Glamour sagði Erna línuna innblásna af íslensku konunni og hennar hverdagslífi í borginni, með sterkum tilvísunum í íslenskan lista- og menningarheim. Facebooksíða Geysis Lesa meira

Naomi Campbell mæmar í nýrri auglýsingu H&M

Ofurfyrirsætan Naomi Campbell fer með aðalhlutverkið í nýrri auglýsingu fyrir hausttísku H&M. Í henni má sjá hana ganga um stræti Tókýó, ásamt öðrum fyrirsætum og mæma við lag Wham, Wham!Rap. Skemmtileg tilviljun, því Campbell lék einmitt í myndbandi George Michael við lagið Freedom, þar sem hún mæmaði við lagið, ásamt öðrum ofurfyrirsætum þess tíma, Lindu Evangelista, Cindy Crawford, Christy Turlington og Tatjana Patitz. https://www.youtube.com/watch?v=dVVNCG2ifwo Hér má svo sjá myndband lagsins Freedom frá árinu 1990. https://www.youtube.com/watch?v=diYAc7gB-0A Lesa meira

Gullnu stúlkurnar hans Versace ganga tískupallinn 20 árum seinna

Á tíunda áratugnum voru fyrirsæturnar Carla Bruni, Claudia Schiffer, Helena Christensen, Naomi Campbell, og Cindy Crawford á hátindi ferils síns. Þær voru alls staðar og þar á meðal á tískusýningarpöllum Gianni Versace, þar sem þær fengu viðurnefnið, Versace Golden Girls eða Gullnu stúlkurnar hans Versace. Nýlega komu þær saman á tískuvikunni í Mílanó á Ítalíu þar sem þær heiðruðu minningu Versace með því að ganga tískupallinn saman ásamt Donatellu, systur Gianni. Fyrirsæturnar slógu endann í sýningu Versace tískuhússins á vor og sumarlínunni fyrir árið 2018 og stóðu gestir sýningarinnar upp og hylltu þær með dynjandi lófaklappi. Allar voru þær klæddar í… Lesa meira

Tveggja ára prófar snyrtivörulínu Rihönnu

Samia er aðeins tveggja ára, en þrátt fyrir það er hún með 114 þúsund fylgjendur á Instagram. í nýjasta myndbandinu prófar hún Fenty snyrtivörulínu Rihönnu og hefur það slegið í gegn sökum krúttheita, Rihanna sjálf hefur sagt að það myndbandið sé uppáhalds förðunarmyndbandið með snyrtivörulínu hennar. https://www.youtube.com/watch?v=cXe5Xrg_hCw   Rihanna póstaði myndbandinu meira að segja aftur á eigið Instagram. Samia á ekki langt að sækja áhugann á athyglinni, Instagram og fylgjendum (þó að hún viti kannski ekkert enn þá hvað neitt af þessu er), en móðir hennar, LaToya Forever gerði sitt eigið myndband fyrir sína 1,3 milljón fylgjendur. https://www.youtube.com/watch?v=VAyDE-It8zo Lesa meira

Heimasíða Reykjavík Fashion Festival etur kappi við heimasíðu breska Vogue

Heimasíða Reykjavík Fashion Festival (RFF) keppir til úrslita sem besta evrópska heimasíðan á móti heimasíðu breska Vogue. Kosningin er opin til 5. október næstkomandi. „Þegar ég tók við RFF haustið 2016 þá fórum  í „rebranding“ í samstarfi við hönnunarfyrirtækið Serious Business. Við fórum í stefnumótun og ákváðum að taka græna stefnu í takt við tímann,“ segir Kolfinna Von Arnardóttir framkvæmdastjóri RFF. Serious Business er staðsett í Munchen í Þýskalandi. „Þetta er skemmtilegt og hugmyndaríkt teymi, fimm einstaklingar frá mismunandi löndum sem vinna saman. Þau vildu nota vefsíðuna sem sitt besta verkfæri til að ná náttúruímyndinni og miðla henni áfram. Við… Lesa meira

Komdu í Kringluna í dag og styrktu Pieta Ísland

Góðgerðardagurinn AF ÖLLU HJARTA fer fram í Kringlunni í dag Á hverju ári standa rekstraraðilar í Kringlunni fyrir söfnunarátaki undir yfirskriftinni „Af öllu hjarta“ en þá taka verslanir og veitingastaðir hússins sig saman og gefa 5% af veltu dagsins til góðgerðarmálefnis. Í ár er málefnið Pieta samtökin og verður dagurinn helgaður málefninu með uppákomum, glæsilegum tilboðum og kynningum. Pieta samtökin safna fyrir meðferðarhúsi, húsi sem bjargar mannslífum. Söfnunarfé sem safnast í Kringlunni mun fjármagna meðferðir sem boðið verður upp á til stuðnings þeim sem eru í sjálfsvígshættu. Auk þess að gefa 5% af veltu dagsins til Pieta, bjóða fjölda verslana glæsileg tilboð. Opið verður… Lesa meira

Björk klæðist sérsaumuðum Gucci kjól í nýju myndbandi

Björk hef­ur gefið út nýtt mynd­band við lagið „The Gate,“ sem er fyrsta smá­skíf­an af vænt­an­legri plötu henn­ar sem kem­ur út í nóv­em­ber. Í því klæðist hún sérsaumuðum kjól, sem samtals tók 870 klukkustundir að búa til. Samstarfsmaður Bjarkar til margra ára, Andrew Thom­as Huang, leikstýrir, en list­ræn stjórn­un er í hönd­um Bjark­ar, James Merry og Al­ess­andro Michele, yf­ir­hönnuðar Gucci. https://www.youtube.com/watch?v=_n0Ps1KWVU0 Á Facebooksíðu Gucci má sjá myndband frá gerð kjólsins. Það tók um það bil 550 klukkustundir að gera kjólinn, auk 320 klukkutíma til viðbótar fyrir útsauminn. https://www.facebook.com/GUCCI/videos/10155459953591013/ Lesa meira

Selena Gomez er nýtt andlit Puma

Selena Gomez er nýtt andlit Puma, en samstarfið felur í sér fleira en bara að sitja fyrir á auglýsinga myndum. Í viðtali Selenu við Vogue kom fram að um er að ræða „langtímasamstarf, sem mun fela í sér nokkur verkefni, þar sem ég mun hanna vöru og kynna hana í auglýsingaherferðum.“ Selena segir strigaskó hafa breytt lífi sínu og að skóskápur hennar í dag samanstandi að mestu af strigaskóm (hún tók 20 pör með sér í myndatökuna í New York). „Mér finnst mjög spennandi að vera hluti af Puma fjölskyldunni,“ segir Selena. „Puma sameinar íþróttafatnað og tísku. Það er frábært… Lesa meira

Tara Brekkan elskar Halloween farðanir – „Möguleikarnir eru endalausir“

Tara Brekkan Pétursdóttir er gift tveggja barna móðir sem hefur starfað sem förðunarfræðingur í níu ár. Rétt fyrir jólin 2016 ákvað Tara að skella sér út í djúpu laugina og hefja sinn eigin rekstur og opnaði netverslunina Törutrix. Þar er Tara með sína eigin augnháralínu ásamt fleiri snyrtivörum og heilsuvörum. Halloween er sérstakt áhugamál hjá Töru Ég eeeeeelska Halloween, ég fæ ákveðna útrás við að gera Halloween farðanir. Það er allt hægt að gera og möguleikarnir eru endalausir. Það er alveg ótrúlegt hvað það er hægt að breyta fólki með förðun segir Tara. Tara hefur undanfarin ár gert að minnsta… Lesa meira

Kjólarnir á rauða dreglinum á Emmy verðlaununum

Það var að vanda mikið um dýrðir í gærkvöldi þegar Emmy verðlaunin voru veitt í 69. sinn í Los Angeles. Stjörnur sjónvarpsþáttanna mættu í sínu fínasta pússi og stilltu sér upp fyrir framan myndavélarnar á rauða dreglinum. Hér er hluti þeirra og að vanda verður valið á milli hverjar voru best klæddar og hverjar voru verst klæddar. Lesa meira

Ekki skilgreina þig eftir fatastærð – tvennar buxur, mismunandi útlit

Mira Hirsch póstaði myndum af sér á Instagram þar sem hún sýnir hversu lítið er að marka fatastærðir. Hún póstar af sér tveimur myndum, hlið við hlið, þar sem hún mátar tvennar buxur í sömu stærð, með mismunandi útliti. Aðrar smellpassa á hana, hinar svo alls ekki. Með myndinni skrifar Hirsch: „Ekki skilgreina þig eftir númeri. Þessar buxur eru nákvæmlega sama stærð. Ég var að leita að buxum og fann þessar, báðar í sömu stærð, en á mismunandi stað í búðinni. Á rauðu buxunum stóð „nýtt snið“ og ekkert á hinum. Báðar eru í minni stærð, aðrar passa mér alls… Lesa meira

Lindex opnar verslun á Akranesi í byrjun nóvember

Lindex opnar nýja verslun á Akranesi laugardaginn 4. nóvember næstkomandi. Verslunin verður sú áttunda, en fyrir rekur Lindex nú 7 verslanir á Íslandi: í Smáralind, tvær í Kringlunni,  á Glerártorgi á Akureyri, Laugavegi 7 og i Krossmóum í Reykjanesbæ ásamt netverslun á lindex.is. „Ég er óskaplega spenntur fyrir því að opna það sem ég er sannfærður um að verði glæsileg Lindex verslun hér á Akranesi.  Verslun okkar á Suðurnesjum hefur gengið vonum framar og hefur hvatt okkur áfram til að taka næstu skref og er því sérlega ánægjulegt að geta kynnt þetta í dag,“ segir Albert Þór Magnússon, umboðsaðili Lindex á… Lesa meira

Kim Kardashian mætti í gegnsæjum leggings á tískuviku New York

Kim Kardashian hefur aldrei verið hrædd við að ganga í gegnsæum flíkum og á föstudaginn síðasta mætti hún í svörtum gegnsæjum leggings í viðburð á vegum tískuvikunnar í New York. Hún bætti við svörtum magabol, svörtum leðurjakka og gegnsæjum skóm og eins og sjá má á meðfylgjandi myndum þá var hún ekki í neinu yfir. Lesa meira

Fríða og Dýrið brúðarskórnir eru gullfallegir!

Hönnuðurinn Becci Boo selur þessa gullfallegu brúðarskó á Etsy. Skórnir eru eins og sjá má með vísun til sögunnar um Fríðu og Dýrið. Skórnir eru úr mjúku leðri, með laufmynstri úr silfri á hælunum og á sólanum er mynd af Fríðu og Dýrinu. Skórnir kosta um 150 dollara og á Etsy má sjá ummæli frá ánægðum kaupendum um hversu vel skórnir reyndust brúðinni á stóra deginum. Okkur á Bleikt finnst skórnir svo fallegir að það er jafnvel óþarfi að bíða eftir bónorði, þetta eru líka dásamlegir spariskór. Fleiri skó í anda Disney ævintýranna má finna á síðu Becci Boo.   Lesa meira

Feðgar á fremsta bekk á tískusýningu Victoriu

Feðgarnir David og Brooklyn Beckham sátu að sjálfsögðu á fremsta bekk þegar Victoria Backham frumsýndi vor og sumartískulínu sína á tískuvikunni í New York. „Stoltur“ skrifaði Brooklyn með myndbandi sem hann deildi á Instagram. Brooklyn, frumburður Beckham hjónanna er orðinn 18 ára og nýfloginn úr hreiðrinu, en hann leggur nú stund á nám í listum og ljósmyndun við háskólann í New York. Lesa meira

Sara-Yvonne skreytir skó og flíkur með Swarovski kristöllum

Sara-Yvonne er bloggari á posh.is og í nýlegum pistli sýnir hún hvernig hún hefur breytt skópari sjálf með Swarovski kristöllum. Skó, danskjóla, armbönd og fleira má föndra sjálf heima og eignast fallega og einstaka flík fyrir minni tilkostnað en að kaupa tilbúið. Sara-Yvonne notaði um 3300 Swarovski kristalla á þetta skópar og límdi á einn í einu með plokkara. Þetta tók hana um 15 klukkustundir og mælir hún með því að eyða nokkrum dögum í þetta. Swarovski kristallarnir á þessum skóm kostuðu um 50.000 krónur hingað til lands komið. Stærðin sem er á skóm Söru-Yvonne heitir SS20 og eru í litnum… Lesa meira

Facebook bannar brjóstahaldaraauglýsingu

Facebook hefur bannað auglýsingu um brjóstahaldara á þeim forsendum að hún sé „móðgandi.“ Auglýsing Berlei í Ástralíu sýnir fjölbreyttan hóp kvenna klæða sig í og úr brjóstahöldurum og það strögl og vesen sem fylgir stundum (oft?) þessari hverdagslegu athöfn. Sársaukafull ummerki eftir vír og fleira eru sýnd í auglýsingunni, sem margar konur kannast við. Með auglýsingunni kynnir Berlei nýjan brjóstahaldara „Womankind“ á markað, brjóstahaldara sem virðist þægilegur og veldur ekki verkjum og ummerkjum í lok dags. https://www.youtube.com/watch?v=OJXNY38q2S0 Fréttastöðin news.com/au skýrði frá því að Facebook hefði bannað auglýsinguna, sem er 45 sekúndur á þeim grundvelli að hún „gæti móðgað samfélagið.“ Facebook hefur þá stefnu að… Lesa meira

Falleg minimalísk húðflúr

Húðflúr hafa lengi verið vinsæl meðal fólks en í dag má nokkurn veginn segja að tískubylgja hafi gengið yfir og margir af þeim sem annars hefðu ekki hugsað sér að fá húðflúr eru komnir með eitt eða fleiri. Mörgum finnst óhugnanlegt að hugsa til þess að fá sér stórt flúr sem þekur stóran part líkamans og þá er gott að sumir húðflúrarar hafa áhuga á því að gera einföld og lítil flúr sem eru falleg fyrir byrjendur sem og lengra komna. Ahmet Cambaz frá Istanbul er ein af þeim húðflúrurum sem byrjaði seint að flúra en hafði unnið í sjö ár við að teikna myndir fyrir… Lesa meira

Kim Kardashian skartar nýju útliti á tískuvikunni í New York

Kim mætti á sýningu Tom Ford bara nokkrum klukkustundum eftir að PEOPLE birti fréttir þess efnis að staðgöngumóðirin væri ófrísk. Kim skartaði silfurlokkum, en það er hárstílistinn Chris Appleton, sem sér um að breyta útliti Kim. „Elska nýju silfurlokkana mína,“ póstaði Kim á samfélagsmiðla. Kim klæddist svörtum latex kjól frá LaQuan Smith. Síðar um kvöldið skipti hún um klæðnað og fór á tískusýningu Vivienne Westwood x Juergen Teller í blaserkjól og með lokkana styttri.   Lesa meira

Kendall Jenner valin tískugoðsögn áratugarins

Kendall Jenner, sem er aðeins 21 árs, mun þann 8. september næstkomandi fá verðlaunin Tískugoðsögn áratugarins á tískuvikunni í New York. Jenner hefur gengið tískupallana síðan árið 2011 og er eins og flestir þekkja einn meðlimur þekktustu og mest ljósmynduðu fjölskyldu samtímans, Kardashian fjölskyldunnar Lesa meira

Stórsöngkonan og dívan Mariah Carey sýnir fataskápinn sinn

„Ég er ekki eins hversdagsleg eins og fólk er flest, en ég gæti verið það,“ segir stórsöngkonan og dívan Mariah Carey. Hún bauð Vogue velkomin í skoðunarferð um fataskápinn sinn. Mariah sýnir hluta af risastóra fataskápnum sínum, eða fataherbergi réttara sagt. Maður fær að sjá alls konar fatnað eins og kjóla, skó, sólgleraugu og nokkra muni tengda Marilyn Monroe. Mariah Carey heldur á kampavínsglasi merkt upphafsstöfunum sínum á meðan skoðunarferðinni stendur, að sjálfsögðu enda er hún glæsileg díva! „Ef ég mætti ráða mundi ég bara klæðast undirfötum og labba um húsið,“ segir Mariah en hún á sérstakt fataherbergi fyrir undirfötin… Lesa meira

„Ég þurfti að passa í mjaðmalausu Diesel gallabuxurnar án þess að eitt gramm af hliðarspiki sæist“

Svo virðist sem að ég hafi fæðst með glasið hálf tómt. Frá því að ég man eftir mér hef ég alltaf gagnrýnt allt varðandi sjálfa mig og átt mjög erfitt með að sjá það jákvæða í fari mínu. Ég var aldrei með flottustu augun, fallegasta hárið eða í flottustu fötunum. Ég teiknaði aldrei flottustu myndina í myndmennt, né hafði fallegustu rithöndina í bekknum. Ég kunni ekki að syngja og danshæfileikar mínir voru alltaf slakari en annarra. Eins og ég sagði, ég fæddist með glasið hálf tómt… Eða hvað? Getur verið að ég hafi bara fæðst með fullt glas og að… Lesa meira