Þórey kom sjálfri sér á óvart – „Það er allt í lagi að stíga út fyrir þennan blessaða þægindaramma!“

Einn mánudagsmorgun vaknaði ég með hugmynd í kollinum sem ég framkvæmdi aðeins örfáum mínútum síðar. Ég á það nú til að vera svolítið hvatvís og ef mér dettur eitthvað í hug geri ég það oft bara strax. „Hik er sama og tap“ eða „já ég geri það bara, why not“ eru setningar sem eiga mjög vel við mig. En eins og ég er oft á tíðum opin og framkvæmdaglöð þá á ég það alveg jafn mikið til að vera föst í hinum svokallaða „þægindaramma.“ Þori litlu að breyta þegar það kemur að sjálfri mér, þá aðallega útliti mínu. Af hverju… Lesa meira

Þú getur falið skallann með „man bun“ – Myndir

Fótboltamaðurinn Gareth Bale sem spilar með Real Madrid vakti athygli á Euro 2016 þegar sást glitta í skalla í gegnum hársnúðinn hans. Heimildamaður nátengdur honum sagði að Gareth hafi verið að nota strákasnúð í smá tíma til að fela skallann sinn sem var nýtilkominn. Þessar fregnir leiddu til þess að fleiri karlmenn ákváðu að prófa þetta sjálfir og niðurstaðan er ótrúleg. Það þarf samt að hafa varann á og passa að snúðurinn sé ekki of strekktur. Því það getur farið illa með hárið og þarft þá mögulega að kveðja það fyrr en þú bjóst við. Við viljum samt hafa það á hreinu… Lesa meira

Naggrísir með stórfenglegt hár

Hvað eiga Rapúnsel, Ariana Grande og naggrís sameiginlegt? Ef þú giskaðir á hár þá hefurðu rétt fyrir þér! Það eru til margar tegundir af naggrísum en Abyssinian, Peruvian, Coronet og Silkie naggrísir eru þekktir fyrir einstaklega tignarlegan og stórfenglegan feld. Það er þó ekki eins auðvelt að hugsa um feldinn og það er að dást að honum en það þarf að gæta hans vel. Sjáðu nokkra naggrísi með stórfenglegt „hár“ hér fyrir neðan. Bored Panda tók saman. Lesa meira

Algengustu lygarnar sem við segjum á samfélagsmiðlum – Myndband

Við höfum flest öll gerst sek um að sykra aðeins raunveruleikann á samfélagsmiðlum. Við eigum það til að draga upp glansmynd sem er ekki sönn eða finnast við knúin til að þykjast vera eitthvað annað en við erum, til að ganga í augun á öðrum. Eins og að taka mynd af eina hreina herberginu heima hjá okkur og merkja það með einhverjum myllumerkjum sem snúa að hreinu heimili og dugnaði. Eða klæða okkur upp í íþróttagallann til að taka sjálfsmynd í ræktarspeglinum eða farða okkur bara til að taka sjálfsmynd. Ditch the Label og Boohoo tóku sig saman og gerðu myndband um… Lesa meira

Orðin þreytt á venjulegum augabrúnum? Þá eru kannski „carved brows“ fyrir þig

Ertu orðin þreytt á venjulegum augabrúnum? Finnst þér kominn tími til að taka augabrúnirnar þínar á annað stig? Þá átt þú eftir að fýla þetta nýja Instagram trend! Á Instagram er trendið kallað „carved brows“ við köllum þær þá „útskornar augabrúnir“ eða sleppum alfarið að þýða trendið yfir á íslensku. Texasbúinn Alexa Link er förðunarfræðingurinn á bak við trendið sem snýst um að gera skarpar línur í kringum augabrúnirnar þínar. Skoðaðu myndirnar hér fyrir neðan og sjáðu hvort þetta sé mögulega eitthvað fyrir þig! https://www.instagram.com/p/BTxypeIB0Up/ https://www.instagram.com/p/BTYGHwshTk4/ https://www.instagram.com/p/BTf0VpOBPUT/ https://www.instagram.com/p/BToxfnzhGmn/ https://www.instagram.com/p/BThclmnFtda/ https://www.instagram.com/p/BT0K_rwhi4A/ https://www.instagram.com/p/BTj7GAFDzKV/ https://www.instagram.com/p/BT2BqMMgvJF/ Hvað ætli sé næst?! Það eru sífellt ný… Lesa meira

Hættum að bera okkur saman við óraunhæfar staðalímyndir: Myndband sem sýnir hvernig myndir eru lagfærðar

Við vitum það flest að tísku- og fegurðarljósmyndir eru langt frá raunveruleikanum. En vitum við hversu mikið myndirnar eru lagfærðar í raun? Hversu mikil vinna fer í að lagfæra aðeins eina mynd? RARE Digital Art gaf út myndband sem sýnir sex klukkustunda vinnu sem fór í að lagfæra eina ljósmynd, á aðeins 90 sekúndum. Myndbandið sýnir okkur að við eigum ekki að bera okkur saman við myndirnar sem við sjáum í tískutímaritunum, auglýsingum og meira að segja samfélagsmiðlum þar sem fólk á það til að lagfæra sjálft myndirnar sínar í snjallsímum. Hættum að bera okkur saman við óraunhæfar staðalímyndir. Það er… Lesa meira

Ótrúleg húðflúr sem eru ein samfelld lína

Húðflúrarinn Mo Ganji frá Berlín er meistari í að gera húðflúr sem eru ein samfelld lína en eru samt sem áður ótrúlega fallegar og listrænar myndir. Þó svo hann hafi byrjað að flúra fyrst árið 2014, hefur hann skapað sér sérstöðu í bransanum með þessari mínímalísku nálgun. „Allt hérna kemur frá sömu orkunni. Allir eru einn. Ein samfelld orka fer áfram og áfram og áfram,“ sagði hann við Washington Post um hugmyndina á bak við listina. Mo Ganji veit eitt og annað um einfaldan lífsstíl. Hann hætti í fyrirtækjavinnu þar sem hann naut mikillar velgengni til að eltast við ástríðu sína. Sjáðu verkin… Lesa meira

Lín Design opnar á Smáratorgi: Frábærir afslættir út þessa viku!

Lín Design opnaði um síðustu helgi nýja og glæsilega verslun á Smáratorgi, við hliðina á Rúmfatalagernum og Regatta. „Við erum að flytja á Smáratorg frá Laugavegi þar sem við vorum í 10 ár,“ segir Bragi Smith framkvæmdastjóri Lín Design. „Við þurftum að stækka því vöruúrvalið hefur aukist á undanförnum árum. Við byrjuðum með innifatalínu fyrir nokkrum árum sem hefur vaxið og þurfti meira pláss,“ bætir Bragi við. „Smáratorg hentar okkur betur, þar eru fleiri bílastæði, verslunin er miðsvæðis og nú komum við öllum vörunum fyrir á einum stað.“ Ekkert var sparað við uppsetningu á nýju versluninni, enda stærsta verslun Lín… Lesa meira

Verðmiðinn í H&M verður um 50% hærri hérlendis

Nú fer að styttast í opnun hinna langþráðu H&M verslana á Íslandi, en keðjan áformar að opna þrjár verslanir hérlendis á næstunni. Verslanirnar verða í Smáralind, Kringlunni og á Hafnartorgi sem nú rís við hlið Hörpunnar. Vísir lét kanna verð á nokkrum vörum í versluninni í gær og þá kom í ljós að íslensku verðin eru talsvert hærri en þau í nágrannalöndunum. Til dæmis reyndust hvítir skór í Noregi bera verðmiða sem sýndi íslenskt verð upp á 3496 krónur, á meðan norska verðið jafngilti 2400 íslenskum krónum eða 199 norskum. Hér er íslenska verðið 45% hærra en það norska. Nokkur önnur… Lesa meira

Sjáðu hvernig þessar stjörnur líta út með 90’s augabrúnir

Tíundi áratugurinn var ekki góður áratugur fyrir augabrúnir. Plokkarinn var í miklu uppáhaldi og augabrúnir plokkaðar svo mikið að aðeins þunn lína sat eftir. En þetta var nú tískan og hver veit nema þetta komi aftur í tísku eftir einhver ár? Vonum samt nú ekki! Sjáðu hér fyrir neðan á myndum frá Elle hvernig nokkrar stjörnur líta út með svo kallaðar „90‘s“ augabrúnir. Og já það er frekar furðulegt! Cara Delevingne Beyoncé Emilia Clarke Lily Collins Kate Middleton Kim Kardashian FKA Twigs Janelle Monáe Solange Willow Smith Zendaya Jennifer Conelly Brooke Shields Gigi Hadid Zoe Kravitz Rihanna Priyanka Chopra Audrey… Lesa meira

Blái Ikea pokinn orðinn tískuvara – Sjáðu hvað fólk hefur gert við hann

Fyrir stuttu síðan fjallaði Pressan um lúxusútgáfu af klassíska bláa Ikea pokanum, Frakta. Tískuvörurisinn Balenciaga er að selja tösku sem er sláandi lík Ikea pokanum. Bæði eru neonblá og hönnun þeirra eins. Helst munurinn er verðið. Ikea pokinn kostar 99 sent í Bandaríkjunum en taskan 2145 dollara, eða 234.512 krónur. Sjá einnig: Er blái Ikea pokinn ekki nógu fínn fyrir þig? Nú er komin lúxusútgáfa Nú lítur út fyrir að allir séu að nýta sér þá hugmynd að breyta bláa Ikea pokanum í tískuklæðnað og útkoman er snilld. Fólk hefur búið til jakka, derhúfu, andlitsgrímu og meira að segja g-streng. Skoðaðu… Lesa meira

Dulkynja fyrirsæta starfar bæði sem kona og karl til að skora á staðalmyndir kynjanna

Rain Dove er dulkynja fyrirsæta sem gengur niður tískupallana í bæði kvenmannsfötum og karlmannsfötum. Dulkynja er þýðing á enska hugtakinu androgyny og vísar til kyngervis sem felur í sér hluta af bæði karl- og kvenleika. Þó svo að Rain hefur ekki alltaf séð sig sjálfa sem dulkynja þá sá hún sig sem „ljóta konu.“ „Ég hef aldrei verið með slæmar tilfinningar varðandi þetta, mér fannst bara að ég væri kannski þessi eina stelpa,“ sagði Rain við After Ellen. Oft á tíðum heldur fólk að Rain sé karlmaður og hún leiðréttir þau ekki. Í staðinn tekur hún þessum „misskilningi“ sem ávinning… Lesa meira

Húðflúr sem breyta örum í listaverk

Húðflúr hafa mismunandi merkingu fyrir mismunandi fólk alls staðar í heiminum. Fyrir suma eru húðflúr ekkert annað en tískuyfirlýsing, meðan aðrir fá sér þau vegna menningarlegra ástæðna eins og Maórar. Margir fá sér húðflúr til að minnast manneskju, tíma eða aðstæðna. En sumir fá sér húðflúr af allt öðrum ástæðum, eins og til að hylja ör. Sjáðu hérna myndir sem Bored Panda tók saman af húðflúrum sem hafa breytt örum í listaverk. #1 #2 #3 #4 #5 #6 #7 #8 #9 #10 #11 #12 #13 #14 #15 #16 #17 #18 #19 #20 #21 #22 #23 #24 #25 #26 Lesa meira

Sjáðu hvernig stíll drullusokka hefur þróast síðastliðin 70 ár

Einu sinni var mjög auðvelt að taka eftir drullusokknum með skeljahálsmen og svo mikið gel í hárinu að það var hægt að brjóta það. En stíll þróast sem gerir það erfiðara fyrir mann að finna út hvaða gaura maður á að forðast eins og heitan eldinn. Sem betur fer gerðu Circa Laughs nýtt myndband þar sem þau sýna „70 ára þróun drullusokks stílsins“ og sést að sjálfsögðu glitta í „man-bun.“ Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan. Lesa meira

Stjörnurnar glæsilegar á MTV kvikmynda- og sjónvarpsverðlaunahátíðinni

MTV kvikmynda- og sjónvarpsverðlaunahátíðin var haldin í gær í Los Angeles. Beauty and the Beast vann í flokknum besta kvikmyndin. Emma Watson var valin besti leikari í kvikmynd fyrir leik sinn í Beauty and the Beast, Millie Bobby Brown var valin besti leikari í sjónvarpsþætti fyrir leik sinn í Stranger Things sem einnig unnu til verðlauna sem bestu sjónvarpsþættirnir. Hér getur þú séð lista yfir allar tilnefningarnar og sigurvegarana. Eins og venjan er í Hollywood þá mættu stjörnurnar á rauða dregillinn í sínu fínasta pússi. Sjáðu hér fyrir neðan brot af tískunni á hátíðinni.   Lesa meira

Fyrsta verslun H&M verður í Smáralind – Opnun í ágúst!

Nú fer heldur betur að styttast í að H&M opni fyrstu verslun sína á Íslandi. Verslunin muni opna í Smáralind í ágúst á þessu ári. Hún verður um 3000 fermetrar á tveimur hæðum. En H&M mun ekki láta eina verslun duga heldur á líka að opna í Kringlunni og Hafnartorgi í miðbænum. Filip Ekvall, svæðisstjóri H&M í Noregi og á Íslandi segir að hjá fyrirtækinu sé fólk hæstánægt með að vera loks að opna verslanir á Íslandi. „H&M snýst um innblástur og persónulegan stíl og því er það okkur mikill heiður að geta boðið íslenskum viðskiptavinum upp á allar okkar… Lesa meira

Skemmtilegar myndir frá Met Gala sem láta þér líða eins og þú hafir verið á staðnum

Á mánudagskvöldið var Met Gala hátíðin haldin þar sem stjörnurnar mættu hver annarri glæsilegri í stórfenglegum hátískuklæðnaði. Stórstjörnur úr sjónvarpi, kvikmyndum, tónlist og auðvitað tískuheiminum mættu á þennan árlega atburð, sem í þetta sinn var til heiðurs Comme des Garcons hönnuðinum Rei Kawakubo. Anna Wintour, Katy Perry, Pharrel Williams, Caroline Kennedy, Tom Brady og Gisele Bündchen voru aðstandendur hátíðarinnar í ár. Tískan á rauða dreglinum er brennidepill hátíðarinnar og hefur Rihanna fengið mest lof gagnrýnenda fyrir kjól sinn frá Comme de Garcons og segja margir að hún sé hin sanna ímynd Met Gala. Sjáðu hér fyrir neðan skemmtilegar myndir frá Met… Lesa meira

Lindex opnar sérhæfða undirfataverslun á Laugaveginum

Í dag hefjast framkvæmdir við fyrstu verslun Lindex í miðbæ Reykjavíkur þar sem heildarvörulína Lindex undirfatnaðar verður gerð skil með einstökum hætti. Þrátt fyrir að hafa starfað á Íslandi í hartnær 6 ár hefur fyrirtækið ekki haslað sér völl í miðbænum, þar til nú.  Verslunin er staðsett við hlið Ítalíu veitingastaðar, á Laugavegi 7 í hringiðu þess mikla fjölda fólks sem nú sækir miðbæinn heim. "Við höfum um árabil skoðað ólíkar staðsetningar þar sem við eigum tækifæri til að bjóða gestum miðbæjarins upp á okkar tískuupplifun og erum einstaklega þakklát fyrir hversu vel hefur tekist í að finna stað fyrir… Lesa meira

Fallegt landslag og rass? Já takk!

Að sýna rassinn þegar maður er á fallegum stað er greinilega nýjasta æðið á Instagram. Instagram-síðan Cheeky Exploits byrjaði þetta skemmtilega trend og deilir reglulega myndum af þátttakendum um allan heim. Hérna er fínasta safn af rössum í fallegu landslagi til að byrja daginn! Svo er spurning hver byrjaði á þessu trendi á samfélagsmiðlum! http://bleikt.pressan.is/lesa/petur-orn-jesu-synir-a-ser-beran-rassinn-a-snapchat/   Lesa meira

Marmaravarir eru nýjasta Instagram trendið og við erum að elska það

Marmari er eitt af heitustu trendunum þessa dagana. Símahulstur, borð, hillur og neglur eru meðal þess sem er vinsælt að eiga í marmarastíl. Nú er búið að taka marmaratrendið á næsta stig og við erum að elska það. Marmaravarir eru nýjasta Instagram æðið og er blandað hinum ýmsu litum til að ná fram fallegri marmara áferð. Hér er kennslumyndband sem Bored Panda greindi frá sem sýnir hvernig er hægt að gera marmaravarir. Nú þegar þú ert orðin sérfræðingur í marmaravörum þá eru hérna nokkrar myndir til að gefa þér innblástur! Hvernig lýst þér á þetta trend? Lesa meira

Loksins getur þú fengið ís sem er jafn svartur og sálin þín

Sumarið er alveg að bresta á og þá að sjálfsögðu kemur mikil íslöngun í kjölfarið. Við erum með gleðifréttir fyrir alla „gothara“ og fólk með svartar sálir, því nú getur þú loksins fengið ís í stíl við svörtu sálina þína. Little Damage Ice Cream Shop í Los Angeles er búðin á bak við kolsvarta ísinn með möndlu og viðarkols bragði sem er að gera allt klikkað á Instagram. https://www.instagram.com/p/BSy9OWGhY0p/ https://www.instagram.com/p/BTHBzsKBwNv/ https://www.instagram.com/p/BSGo3Dbhpb6/ https://www.instagram.com/p/BS6sht4hgba/ Þetta er ekki eini staðurinn sem hægt er að fá svartan ís, en Morgenstern í New York byrjaði að selja svartan „kókosösku“ ís í fyrra. https://www.instagram.com/p/BS6KQ5OjbyK/ Heyrst hefur að… Lesa meira

Sir John förðunarfræðingur Beyoncé heldur námskeið á Íslandi

Förðunarfræðingurinn Sir John er á leiðinni til Íslands í næsta mánuði og ætlar að halda Masterclass námskeið sunnudaginn 28.maí kl.17. Við á Bleikt erum ótrúlega spenntar yfir því að svona fær förðunarfræðingur ætli að kenna hérna en hann hefur unnið með mörgum af stærstu stjörnum í heimi og er förðunarfræðingur Beyoncé. Sir John er að koma hingað á vegum Reykjavík Makeup School en Sara og Silla eigendur skólans hafa áður flutt inn förðunarstjörnur eins og Ariel Tejada og Karen Sarahi en fullt var út úr dyrum á báðum námskeiðum. Masterclass námskeið í förðun eru tilvalin endurmenntun fyrir útskrifaða förðunarfræðinga en… Lesa meira

Þegar Ragga fékk sér permanent!

Frikki Vader vinur minn er að læra hárgreiðslu í Tækniskólanum. Hann er mjög töff náungi og þess vegna treysti ég mér fullkomlega til að bjóða mig fram sem tilraunadýr í permanent þegar hann óskaði eftir því í vikunni. Ég mætti í Tækniskólann sjúklega hress á fimmtudagsmorgni og settist aldeilis óbangin í stólinn hjá Frikka. Svona leit ég út fyrir (já ég svaf smá yfir mig, og nei ég er ekki með maskara): Svo fór allt í gang og ég lagði hreinlega framtíð mína í hendur Frikka. En ég var samt ekki skelkuð nema í smá stund - hann var svo… Lesa meira

Lindex lækkar verð um allt að 24%

Í ljósi almennrar styrkingar íslensku krónunnar og stöðugleika hefur Lindex á Íslandi ákveðið að lækka verð um allt að 24% eða 11% að meðaltali. Íslenska krónan hefur styrkst gagnvart flestum gjaldmiðlum síðustu misseri ásamt því að nokkur stöðugleiki er kominn á með tilkomu fljótandi gengisviðskipta með íslensku krónuna.  Þessi þróun hefur ekki síst verið gagnvart Bandaríkjadal, innkaupagjaldmiðli Lindex, sem gefur möguleika til þessara breytinga nú. “Undanfarnar vikur hefur verið skoðað  sérstaklega áhrif þess að krónan var sett á flot í fyrsta sinn í tæp tíu ár.  Í ljósi þessara breytinga er sérlega skemmtilegt að geta skilað þessari búbót til okkar viðskiptavina.  Við munum nú, sem… Lesa meira