Brúðguminn og gæjarnir stíga trylltan dans

Erla Ósk Guðmundsdóttir og Guðfinnur Magnússon giftu sig laugardaginn 14. október síðastliðinn, en parið hefur verið saman í nokkur ár. Guðfinnur ákvað að koma brúður sinni á óvart með dansi og fékk æskuvini sína í lið með sér. Þeir spiluðu fótbolta saman í Fjölni og eru allir góðir vinir. Strákarnir fóru í Kramhúsið þar sem að þeir nutu handleiðslu Sigríðar Ásgeirsdóttur og má sjá afraksturinn í myndbandinu hér að neðan. „Við vorum öll í krúttkasti yfir þessum skemmtilega hópi,“ segir einn starfsmanna Kramhússins. Vinir brúðgumans heita Bergsveinn Ólafsson, Bjarni Gunn, Sveinn Aron Sveinsson, Henrý Guðmunds, Óli Hall, Jóhann Óli Þorbjörnsson,… Lesa meira

Lay Low og Pétur Ben í fyrsta skipti saman á sviði

Tónlistarmennirnir Lay Low og Pétur Ben komu í fyrsta sinn fram saman á Menningarhátíð Seltjarnarness um síðustu helgi. Dagskrá kvöldsins sniðu þau sérstaklega fyrir hátíðina, en í henni tvinnuðu þau tónlist sína saman til að skapa einstaka upplifun. Vel var mætt á tónleikana og létu gestir vel af.   Lesa meira

Tara Mobee gefur út nýtt lag – Almenningur stjórnaði myndbandinu

Söngkonan Tara Mobee gaf nýlega út nýtt lag, Do Whatever. „Lagið fjallar um að hafa gaman, lifa lífinu, gera flippaða hluti og skemmta sér,“ segir Tara og þegar kom að því að taka upp myndbandið við lagið ákvað Tara að biðja almenning að aðstoða sig. Tara keyrði hringinn í kringum Ísland á 24 klukkustundum núna í september og áður en lagt var af stað var hún ekki búin að ákveða hvert hún ætlaði að fara, hvar hún ætlaði að stoppa, hvað hún ætlaði að gera, hvern hún myndi hitta, hvað sem er, almenningur átti að ákveða það. Tara lagði af… Lesa meira

Zara fyllti Höllina af ungum aðdáendum

Sænska söngkonan Zara Larsson hélt tónleika í Laugardalshöll á föstudagskvöld. Þrátt fyrir að vera ung að árum, nítján ára, á Larsson sér fjölmarga aðdáendur um allan heim og líka hér á landi, en uppselt var á tónleikana. Meðalaldur tónleikagesta var ekki hár, en gleðin var í fyrirrúmi og tóku aðdáendur vel undir í helstu lögum Larsson. Tónleikarnir hófust á Never Forget You, en myndband lagsins, sem kom út í september árið 2015, var einmitt tekið upp hér á landi. Önnur þekktra og vinsælla laga Larsson eru Lush Life, So Good og This One´s For You, sem var opinbert lag EM… Lesa meira

Beyoncé gefur út nýtt myndband í tilefni af alþjóðlegum degi stúlkna

Í tilefni af alþjóðlegum degi stúlkna á miðvikudag gaf Beyoncé út nýtt myndband við lagið Freedom. Í myndbandinu sjást stúlkur mæma og dansa við lagið, auk ýmissa upplýsinga og tölfræði um þá erfiðleika sem stúlkur þurfa að kljást við víðsvegar um heiminn, þar á meðal HIV, mansal, skort á menntun og barnahjónabönd. https://www.facebook.com/beyonce/videos/1738873386408327/     Lesa meira

Hlustaðu á nýjustu plötu Pink – Beautiful Trauma komin út

Pink gaf í dag út sjöundu stúdíóplötu sína, Beautiful Trauma. Fyrsta lag plötunnar, What About Us, kom út 10. ágúst síðastliðinn og fékk góðar viðtökur. Pink flutti lagið á MTV tónlistarverðlaunahátíðinni 27. ágúst síðastliðinn ásamt syrpu af hennar vinsælustu lögum. Beautiful Trauma inniheldur 13 lög og syngur rapparinn Eminem með henni í öðru lagi plötunnar, Revenge. Lesa meira

Styrktartónleikar Parkinsonsamtakanna í Gamla bíói fimmtudag

Parkinsonsamtökin halda styrktartónleika annað kvöld kl. 20 í Gamla bíói. Sönghópur Parkinsonsamtakanna mun taka lagið í anddyrinu fyrir tónleikana. Kynnir kvöldsins er Bogomil Font og fram koma: Árný Árnadóttir Eyþór Ingi Fóstbræðraoktet Haukur Heiðar Jóhanna Guðrún Stefanía Svavarsdóttir Svavar Knútur Viðburður á Facebook.   Lesa meira

Myndband: Steindi Jr. skorar á ferðamenn að syngja erfiðasta karaókílag í heimi

Í nýjusta kynningarmyndbandi Inspired by Iceland kennir Steindi Jr. ferðamönnum allt um Ísland, með karaókísöng. Lagið er á ensku, með dassi af helstu orðunum, sem ferðamenn þurfa að læra, á íslensku. Lagið heitir The Hardest Karaoke Song in the World og líklega munu margir ferðamenn eiga fullt í fangi með að bera fram íslensku orðin. Myndbandið er hins vegar stórskemmtilegt og flott eins Steinda jr. er von og vísa. https://www.youtube.com/watch?time_continue=25&v=f88UJyCA__M Nokkrir ferðamenn hafa þegar spreytt sig við sönginn, með misjöfnum árangri. https://www.youtube.com/watch?v=XR9bTjB10zU Lesa meira

Baldur og Sigrún Ósk með nýja útgáfu af lagi Emmsjé Gauta

Parið Baldur Kristjánsson og Sigrún Ósk Guðbrandsdóttir eru hæfileikarík í tónlist. Baldur er bassaleikari og hefur meðal annars spilað með Matta Matt, Hreimi og fleirum. Sigrún Ósk er í söngskóla, en hefur ekki unnið við tónlist. Hér eru þau búin að setja lag Emmsjé Gauta, Þetta má, í nýjan búning. Eins og heyra má í myndbandinu þá á Sigrún Ósk ekki í neinum erfiðleikum með að rappa á sama hraða og Herra Hnetusmjör. https://www.facebook.com/sigosk/videos/10156847549803079/ Lesa meira

Elísabet hitti Celine í Las Vegas

Söngkonan Elísabet Ormslev er nú í fríi í Las Vegas í Bandaríkjunum. Vinafólk hennar bauð henni á tónleika Celine Dion í Caesar Palace Vegas. Eftir tónleikana komu þau Elísabetu á óvart og hitti hún Celine. Aðspurð hvernig var að hitta hana segir Elísabet: „Ég hef alltaf ímyndað mér hvernig ég myndi haga mér þegar ég myndi hitta heimsfræga stórstjörnu sem ég lít svona mikið upp til. Fjölskyldan mín sem ég á þarna úti kom mér á óvart. Ég vissi ekki af þessu fyrr en hún gekk inn í herbergið og ég missti andlitið og kom ekki upp orði í sirka… Lesa meira

Alexander Jarl: Ekkert er eilíft – glænýtt myndband og nýr tónn

Hinn vinsæli og fjölhæfi rappari Alexander Jarl frumsýndi nýtt myndband á dögunum en þar kveður við nýjan tón; eins konar blöndu af rb (rythm and bass) og og því sem hann segir sposkur á svip að sé austfirsk mantra: „Ég lýsi nýja verkinu þannig að í því er hrein tilfinning yrt og endurtekin aftur og aftur eins og drillur. Í kjölfarið ákváðum við að byrja upp á nýtt. Fullkomin umbreyting á hljóði okkar og texta krafðist einfaldlega mikillar sjálfskoðunar og breytinga innra með. Þremur viðburðaríkustu mánuðum í mínu lífi seinna stóðum við Helgi Ársæll stoltir með okkar fyrstu plötu í… Lesa meira

Stopp! Hugvekja/Tónleikar um geðheilheilbrigði fara fram á Gauknum í kvöld

Hugvekju/minningartónleikar fara fram í kvöld á Gauknum undir yfirskriftinni: Stopp! Hugvekja/Tónleikar um geðheilheilbrigði. Markmiðið er að stöðva fáfræði og fordóma gagnvart geðsjúkdómum og stuðla að því að einstaklingar sem þjást af þeim fái þá hjálp sem þeir eiga skilið. „Tölum um hlutina – geðsjúkdómar eru ekkert til að skammast sín fyrir,“ segja skipuleggjendur tónleikanna, Bylgja Guðjónsdóttir og Elín Jósepsdóttir. Þær hafa fengið til liðs við sig níu hljómsveitir sem munu flytja tónlist á viðburðinum auk þess sem sálfræðingar munu leiða umræðu um geðheilbrigði. Hljómsveitirnar sem koma munu fram eru: World Narcosis Mighty bear We made god Skaði Great Grief Dynfari… Lesa meira

Stefán er konungur sálartónlistarinnar á Íslandi

Konungurinn í sálartónlistinni á Íslandi, Stefán Hilmarsson, mun stíga á stokk með hljómsveitinni Gullkistunni á Kringlukránni í kvöld. Stefán og félagar munu fara í ferðalag aftur til gullaldar bandarískrar dægurtónlistar. Sígildar perlur svartrar sálartónlistar glitra í meðförum Stefáns. Lesa meira

Beyoncé færir Lady Gaga gjöf

Á þriðjudag deildi Lady Gaga þakklætiskveðju á Instagram til vinkonu sinnar Beyoncé, sem færði henni gjöf, en Lady Gaga glímir nú við veikindi. „Ekki góður sársaukadagur. Takk elsku B fyrir að senda mér þessa kósí peysu,“ skrifar Lady Gaga á Instagram. „Heldur mér hlýrri úti í hengirúminu svo ég geti notið trjánna, himinsins og sólarinnar og andað djúpt. Mér finnst ég heppin að vera svona elskuð.“   Not having a good pain day. Thank you honey 🍯 B for sending me this comfy sweatshirt. Keeps me warm outside in a hammock so I can be w the trees, and the… Lesa meira

Karitas Harpa deilir myndbandi og sýnir konuna á bak við glansmyndina #enginglansmynd

Söngkonan Karitas Harpa Davíðsdóttir tók upp myndband fyrir stuttu og deildi á like-síðu sína á Facebook undir myllumerkinu #enginglansmynd. Með því að taka upp og deila myndbandinu vill hún vekja athygli á því að við erum ekki alltaf upp á okkar besta, við erum ekki alltaf glansmynd og sýna myndina á bak við glansmyndina. https://www.facebook.com/karitasharpamusic/videos/335900860187640/ „Þetta byrjar í raun á því að klukkan er um 22:00 á laugardagskvöldi, ég var með lítið hljóðkerfi uppsett í herberginu mínu og langaði að syngja, jafnvel taka upp smá brot og deila á like síðuna mína,“ segir Karitas harpa. „En fyrsta hugsun sem kom… Lesa meira

Foreigner í fyrsta sinn á Íslandi

Risasveitin Foreigner mun heimsækja Ísland í fyrsta sinn og taka tónleika í Laugardalshöll föstudagskvöldið 18. maí 2018. Foreigner þarf vart að kynna fyrir almenningi, en hljómsveitin hefur selt yfir 75 milljón platna í gegnum feril sinn sem nær yfir 40 ára tímabil, og fagnar þeim áfanga nú á tónleikaferðalagi um heiminn. Það má því búast við frábærri upplifun þegar sveitin tekur öll sín bestu lög í Laugardalshöll. Hljómsveitin hefur verið álitin ein vinsælasta rokkhljómsveit heims og mun koma beint frá The Royal Albert Hall í Bretlandi og ættu Íslendingar því að fá sveitina í toppformi í Laugardalshöllinni en sveitin hefur… Lesa meira

Kendall Jenner leikur í nýju myndbandi Fergie

Á föstudag gaf Fergie út plötuna Double Dutchess, sem er önnur stúdíóplata hennar, en í fyrra kom Dutchess út. Á fimmtudag kom út myndband við lagið Enchanté (Carine). Með Fergie í laginu syngur sonur hennar, Axl Jack sem er fjögurra ára og hann hljómar ekki aðeins dásamlega, heldur syngur hann bæði á ensku og frönsku. Kendall Jenner leikur síðan í myndbandinu og Fergie sjálf sést ekkert þar. https://www.youtube.com/watch?v=pMZAhWZxdGI   Lesa meira

Feðgin bresta í söng á bílarúnti

Cole LaBrant er þekkt stjarna á Youtube og milljónir horfa á myndbönd hans á Cole&Say. En myndbandið sem hann tók upp með stjúpdóttur sinni, Everleigh fjögurra ára, sprengir krúttskalann í bílarúntmyndböndum. https://www.youtube.com/watch?v=Jmjuu_jGeg0   Lesa meira

Meðlimir Right Said Fred taka upp blöndu af eigin lagi og lagi Taylor Swift

Taylor Swift gaf út fyrsta lag sitt, Look What You Made Me Do, af væntanlegri plötu þann 24. ágúst síðastliðinn. Lagið sló rækilega í gegn, en einhverjum fannst takturinn líkjast lagi Right Said Fred, I´m Too Sexy, frá árinu 1992. Sem er vissulega rétt því Swift notaði hluta af lagi þeirra í sínu og með tvíti þökkuðu meðlimir Right Said Fred henni fyrir að hafa endurskapað lag þeirra.   Meðlimir Right Said Fred hafa nú gefið út blöndu af lögunum. „Við vorum í stúdíóinu með nýjan trommara og bassaleikara og vorum bara að prófa nýjar hugmyndir og nýja takta,“ segir Fred… Lesa meira

Hildur Vala sendir frá sér nýtt lag

Hildur Vala vinnur nú að sinni þriðju sólóplötu og hefur sent frá sér fyrsta lagið af henni. Lagið heitir Sem og allt annað og er eftir Hildi sjálfa, textann gerði Hjalti Þorkelsson (Múgsefjun). https://www.youtube.com/watch?v=TocB8Y33oRA&feature=youtu.be Þann 10. október næstkomandi heldur Hildur Vala tónleika á Rósenberg með hljómsveit sinni. Hana skipa Birgir Baldursson (trommur), Stefán Már Magnússon (gítar) og Andri Ólafsson (kontrabassi) og sjá þeir einnig um hljóðfæraleik í laginu. Upptökur fóru fram í Hljóðrita (Kiddi Hjálmur) og í Eyranu (Jón Ólafsson). Um upptökustjórn og útsetningu lagsins sá Jón Ólafsson. Bassi Ólafsson hljóðblandaði lagið en Brian Lacey hjá Magic Garden Mastering sá… Lesa meira

Bjarki gefur út sitt fyrsta lag við góðar viðtökur – Saga er instrumental

Bjarki Ómarsson, gaf nýlega út fyrsta lagið undir eigin nafni, en lagið er instrumental og í kvikmyndastíl, en Bjarka langar að starfa meira á þeim vettvangi. Lagið heitir Saga og vann Bjarki það í samstarfi við vinkonu sína, Þórunni. Myndbandið við lagið gerðu þau síðastliðið sumar á Flateyri og lifnar saga lagsins við með myndbandinu. https://www.youtube.com/watch?v=ANHldUFHUGI&t=3s „Það hefur alltaf kitlað mig að gefa út píanótónlist, mónótóníska tónlist, lög sem eru ekki hefðbundin popplög með viðlagi og versi,“ segir Bjarki, sem hefur alltaf verið með tónlistina í blóðinu. „Pabbi setti trommusett fyrir framan mig þegar ég var fimm ára og það… Lesa meira

Björk klæðist sérsaumuðum Gucci kjól í nýju myndbandi

Björk hef­ur gefið út nýtt mynd­band við lagið „The Gate,“ sem er fyrsta smá­skíf­an af vænt­an­legri plötu henn­ar sem kem­ur út í nóv­em­ber. Í því klæðist hún sérsaumuðum kjól, sem samtals tók 870 klukkustundir að búa til. Samstarfsmaður Bjarkar til margra ára, Andrew Thom­as Huang, leikstýrir, en list­ræn stjórn­un er í hönd­um Bjark­ar, James Merry og Al­ess­andro Michele, yf­ir­hönnuðar Gucci. https://www.youtube.com/watch?v=_n0Ps1KWVU0 Á Facebooksíðu Gucci má sjá myndband frá gerð kjólsins. Það tók um það bil 550 klukkustundir að gera kjólinn, auk 320 klukkutíma til viðbótar fyrir útsauminn. https://www.facebook.com/GUCCI/videos/10155459953591013/ Lesa meira

Eiginkona Chester Bennington deilir myndbandi, sem tekið var stuttu áður en hann fyrirfór sér

Chester Bennington, söngvari hljómsveitarinnar Linkin Park, fyrirfór sér í júlí og skildi fjölskyldu sína og fjölmarga aðdáendur eftir í sárum. Hann var 41 árs þegar hann lést og skildi eftir sig eiginkonu og sex börn. Eftirlifandi eiginkona hans, Talinda Bennington, deildi í gær á Twitter myndbandi sem tekið er 36 klukkustundum fyrir andlát hans, í því sést hann spila með fjölskyldu sinni, hlæja og skemmta sér. Með myndbandinu skrifar Talinda: „Svona leit þunglyndi út gagnvart okkur 36 tímum fyrir andlát hans. Hann elskaði okkur svo heitt og við elskuðum hann.“ https://twitter.com/TalindaB/status/909079832700518402 Talinda segir að tvítið sé það persónulegasta sem hún… Lesa meira