Nýtt lag og tónlistarmyndband frá Miley Cyrus – Plata væntanleg 29. september

Söngkonan Miley Cyrus var að gefa út nýtt lag og tónlistarmyndband við. Lagið heitir "Younger Now." Lagið virkar eins og endurspeglun á feril hennar. Í laginu talar hún um breytingu, að breyting sé eitthvað sem þú getur alltaf treyst á. En hún hefur bæði verið að breyta ímynd sinni og tónlistarstíl upp á síðkastið. Þetta er þriðja lagið sem hún gefur út af nýju plötunni sinni, en hún hefur gefið út "Malibu" og "Inspired."  Platan heitir það sama og nýjasta lagið: „Younger Now.“ Þessi plata, eða það sem við höfum fengið að sjá af henni, er ólík fyrri plötum Miley eins… Lesa meira

Rebekka Sif frumsýnir nýtt tónlistarmyndband við hressan sumarsmell

Tónlistarkonan Rebekka Sif frumsýndi nú á dögunum myndband við lagið Wondering sem er titillag fyrstu plötu hennar sem kemur út 17. ágúst næstkomandi. Lagið Wondering er hress sumarsmellur sem fjallar um skondin samskipti milli tveggja ástvina. Á plötunni eru ellefu fjölbreytt frumsamin lög sem spanna allt frá indie poppi til rokktónlistar. Í tilefni útkomu fyrstu plötunnar mun Rebekka Sif halda útgáfutónleika á Rosenberg kl. 21:30 þann 17. ágúst næstkomandi. Þar mun hún koma fram með hljómsveit sem er skipuð Aron Andra Magnússyni á gítar, Sindra Snæ Thorlacius á bassa, Daniel Alexander Cathcart-Jones á hljómborð og Kristófer Nökkva Sigurðssyni á trommur.… Lesa meira

Stefán Elí gefur út nýtt lag og tónlistarmyndband

Akureyski tónlistarmaðurinn Stefán Elí, sem hefur notið töluverðra vinsælda síðustu mánuði, hefur sent frá sér nýtt lag og myndband. “Ljúgðu” er frábrugðið flestu því sem hann hefur áður gert að því leyti að textinn er á íslensku. Stefán, sem er 17 ára menntaskólanemi sendi frá sér sitt fyrsta lag “Spaced Out” í desember á síðastliðnu ári. Í kjölfarið fylgdu lögin “Too Late” og “Wake Up” en “Wake Up” er jafnframt nafnið á 9 laga plötu sem kom út nú í sumar. Plötuna má finna á helstu tónlistarveitum, svo sem Spotify, Apple Music, Google Play, og Tidal. Stefán Elí fékk þá… Lesa meira

Migos mætir í Laugardalshöllina

Migos, ein heitasta rapphljómsveit heims, mætir í Laugardalshöllina í næstu viku, þann 16. ágúst og skemmtir Íslendingum. XXX Rottweiler, Cyber og Joey Christ sjá um að hita og DJ Sura mun þeyta skífum. Lesa meira

Æstur aðdáandi ruddist á svið á tónleikum Britney Spears: „Er hann með byssu?“

Eftir að hafa tekið sér sumarfrí mætti Britney Spears aftur á sviðið í Las Vegas á miðvikudagskvöldið. Tónleikarnir voru í AXIS áheyrendasalnum í Planet Hollywood Resort & Casino sem rúmar 4600 manns. Eftir að hún söng lagið „(You Drive Me) Crazy“ ruddist æstur aðdáandi á sviðið og reyndi að ná athygli stórsöngkonunnar. „Eruð þið að skemmta ykkur?“ spurði poppstjarnan áhorfendur en hún var þá ekki búin að taka eftir manninum á sviðinu. Dansararnir stöðvuðu manninn áður en hann komst nálægt Britney og héldu honum á meðan öryggisverðir umkringdu poppstjörnuna. „Er eitthvað að? Hvað er í gangi?“ Spurði hún. Hún tekur síðan óttaslegin í einn öryggisvörðinn og spyr „er hann með byssu?“ Öryggisverðirnir fóru með hana baksviðs og aðdáendur kölluðu… Lesa meira

Sjáðu Will Smith og James Corden í fyrsta þætti af „Carpool Karaoke: The Series“

James Corden er með spjallþáttinn The Late Late Show With James Corden og er duglegur að fá til sín hina ýmsu gesti. Bleikt fjallar oft um Carpool Karaoke en það er gríðarlega vinsæll þáttaliður í The Late Late Show og fær James stjörnur eins og Lady Gaga og Harry Styles til að koma á rúntinn með sér og syngja nokkur vel valin lög í leiðinni. Nú er búið að taka carpool karaoke á allt annað stig með þáttaröðinni Carpool Karaoke: The Series. Fyrsti þátturinn var frumsýndur í gærkvöldi á Apple Music og fær maður að sjá fyrstu sex mínúturnar af þættinum á… Lesa meira

Lorde gefur út nýtt tónlistarmyndband: „Heimur sem mig dreymdi og lífgaði við“

Lorde gaf út plötu í júní eftir næstum fjögurra ára bið. Hún gaf út plötuna Pure Heroine árið 2013 og naut platan gífurlega vinsælda. Á plötunni eru lög eins og "Royals" og "Tennis Court" sem trónuðu lengi á topplistum um allan heim. Lorde byrjaði á því að gefa út lagið "Green Light" í mars og tónlistarmyndband með. Aðdáendur voru óðir í meira efni og fögnuðu þegar platan Melodrama kom út í júní. Sjá einnig: Lorde var að gefa út nýja plötu eftir næstum fjögurra ára bið – Netverjar missa sig Hún var gefa nýtt myndband við lagið "Perfect Places" en hún hefur verið að byggja upp spennuna síðastliðna viku á Instagram. Hún segir meðal annars… Lesa meira

Níu ára stúlka með ótrúlega rödd heillar heimsbyggðina: Fékk gullhnappinn frá Laverne Cox

Leikkonan Laverne Cox var gestadómari í America‘s Got Talent í gærkvöldi og gaf níu ára stúlku með ótrúlega rödd gullhnappinn. Stúlkan er Celine Tam og tileinkaði lagið litlu systur sinni. Hún söng lagið „How Am I Supposed To Live Without You“ eftir Michael Bolton. Celine gaf stórglæsilega frammistöðu og skilaði það henni gullhnappinum frá Laverne Cox. Celine var alls ekki að búast við hnappinum eins og sést á viðbrögðum hennar en hún var rosalega hissa. Myndbandið var sett á YouTube í gær og hefur nú þegar fengið yfir milljón áhorf. Celine vakti fyrst athygli þegar hún kom fyrst fram í… Lesa meira

Sólborg gefur út nýtt lag og myndband: „Lífið snýst um mig og mína“

Söngkonan og lagahöfundurinn Sólborg Guðbrandsdóttir var að gefa út nýtt lag og myndband við það. Lagið heitir „Lífið snýst um mig og mína“ og er eldhress sumarsmellur. Bróðir hennar, Davíð Guðbrandsson, leikstýrði myndbandinu og lék í því ásamt mágkonu Sólborgar, Hildi Selmu Sigbertsdóttur. Sólborg samdi lagið og textann. „Myndbandið er tekið upp á Suðurnesjunum en mig langaði að fanga gleðina í laginu, sem snýst að mestu leyti um að njóta lífsins með sínum nánustu og vera ekkert að flækja hlutina,“ sagði Sólborg í samtali við Bleikt. Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan. Sólborg gaf út rapplagið „Skies in Paradise“ í… Lesa meira

Selena Gomez var að gefa út nýtt tónlistarmyndband í hrollvekjustíl

Stórstjarnan og söngkonan Selena Gomez var að gefa út nýtt tónlistarmyndband við lagið "Fetish." Hún gaf út lagið og annað myndband fyrir það fyrr í mánuðinum en nú hefur hún gefið út formlegt myndband við lagið. Það er einskonar "70's suburban" stíll á tónlistarmyndbandinu. Glöggur aðdáandi benti á að í myndbandinu mætti einnig sjá hrollvekjuáhrif sem söngkonan staðfesti sjálf á Instagram. Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan. Lesa meira

Eva Björk gerir fallega ábreiðu af laginu „Lover, Please Stay“ – Myndband

Eva Björk er söngkona og lagahöfundur. Hún hefur sungið og samið tónlist frá unga aldri og gaf út sitt fyrsta lag 17 ára. Boltinn fór fyrst að rúlla hjá henni þegar hún byrjaði í kór Lindakirkju hjá Óskari Einars árið 2011. Síðan þá hefur hún fengið mörg tækifæri til að vinna með frábærum listamönnum. Eva hefur tekið að sér alls konar bakraddaverkefni eins og undankeppni Eurovision. Hún hefur einnig sungið bakraddir fyrir Kaleo, Glowie, Sylvíu, Kítón og Frostrósir. Hún tók þátt í tónleikauppsetningu Jesus Christ Superstar, bæði sem kórmeðlimur en einnig sem hluti af hópnum „Soul Girls.“ Árið 2013 stofnaði… Lesa meira

Um hvað er verið að syngja í Despacito? Svarið kemur þér á óvart

Þegar maður hugsar um sumarið 2017 þá er eitt af fyrstu lögunum sem skýst upp í kollinn á manni „Despacito“ með þeim Luis Fonsi, Daddy Yankee og stórsöngvaranum Justin Bieber. Lagið hefur verið spilað oftar en 4,6 billjón sinnum um allan heim á hinum ýmsu streymisveitum. Við heyrum það oft á dag í útvarpinu hér á landi og nýtur það geysimikilla vinsælda, bæði hjá börnum og fullorðnum. Hins vegar væru foreldrar kannski minna hrifnir af því að leyfa börnunum sínum að hlusta á lagið ef þeir vissu hvað textinn þýddi en hann er að mestu á spænsku. Lagið hefur verið… Lesa meira

Nýtt lag með Thelmu Byrd – Fyrsta smáskífan af væntanlegri breiðskífu

Thelma Hafþórsdóttir Byrd hefur verið að syngja frá því hún man eftir sér. Hún kom fyrst almennilega fram í Bandinu hans Bubba 2007-2008 og endaði í þriðja sæti. Thelma frumflutti nýja lagið sitt "Humming my song" í gærmorgun í þætti Ívars Guðmunds á Bylgjunni. „Lagið fékk frábærar móttökur sem gladdi mitt litla kántrý-hjarta. Lagið er úr smiðju Magga en ég á textann. Lagið er fyrsta smáskífan af væntanlegri breiðskífu,“ segir Thelma. Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan: Lesa meira

Ragnar gefur út sitt fyrsta lag og tónlistarmyndband – Lærði að teikna upp á eigin spýtur

Ragnar Jónsson var að gefa út sitt fyrsta lag og tónlistarmyndband og er óhætt að segja að þetta sé ekki hefðbundið tónlistarmyndband eins og þau sem við erum vön að sjá. Ragnar teiknaði myndbandið en lagið fjallar um að maður eigi að elta draumana sína og ekki gera það sem maður elskar ekki. Ragnar er ótrúlega hæfileikaríkur ungur maður og lærði að teikna upp á eigin spýtur með því að horfa á myndbönd á netinu. Bæði myndbandið og lagið eru tryllt. Þetta kemur manni í þvílíkt stuð og gott skap. Maður getur eiginlega ekki gert annað en að fyllast af… Lesa meira

Risastór rappveisla í Laugardalshöll næstkomandi föstudag

Þann 7. júlí næstkomandi mun Hr. Örlygur og útvarpsþátturinn Kronik slá upp sannakallaðri rappveislu í Laugardalshöllinni, þar sem fram koma fremstu rappara landsins ásamt bandaríska rapparanum Young Thug og dúóið Krept and Konan frá Bretlandi. Það er því óhætt að segja að um hvalreka sé að ræða fyrir aðdáendur rapptónlistar á Íslandi og eitthvað sem enginn má láta fram hjá sér fara. Miðasala fer fram á Tix.is. Upphaflega stóð til að Young Thug, Krept and Konan, Emmsjé Gauti, Aron Can og Alvia Islandia myndu troða upp í Höllinni. Það eru engar ýkjur þegar sagt er að íslenska rappsenan sé í… Lesa meira

Uppáhaldslögin hennar ömmu – Tónleikar með Ágústu Evu

Ágústa Eva flytur dægurlagaperlur áranna 1945-1960 í Bæjarbíó Hafnarfirði föstudagskvöldið 23. júní klukkan 20:00. Ágústa verður ekki ein á ferð. Með henni deila sviðinu margir af fremstu tónlistarmönnum landsins. Kjartan Valdemarsson spilar á píanó, Óskar Guðjónsson á saxófón, Matthías Hemstock á trommur og Þórður Högnason spilar á kontrabassa. Nú er tími til að láta ömmu, afa og foreldra að vita. Hver man ekki eftir lögum frá þessum tíma eins og Manstu gamla daga, Í rökkuró, Síðasti vagninn í Sogamýri, Litla flugan, Brúnaljósin Brúnu og það sem ekki má. Þessi lög ásamt fjölda annara verða á dagskránni í Bæjarbíói. „Loksins gefst… Lesa meira

Geta álfar fullnægt mannfólki?

Þessi áleitna spurning hefur leitað á þjóðina um árabil. Hljómsveitin Bergmál hefur ákveðið að stíga fram fyrir skjöldu og freista þess að svara spurningunni í nýju lagi sem ber heitið Nature. Þær Elsa Hildur og Selma, sem skipa hljómsveitina, hvetja fólk til að tengjast náttúrunni og njóta fullnæginga með álfum. Horfið á myndbandið! https://www.youtube.com/watch?v=cC6WG8-DSjg Lesa meira

Júlía var að gefa út sína fyrstu plötu: Glímir við mikla heyrnarskerðingu en hefur sungið frá barnsaldri

Júlía Árnadóttir er 29 ára Dalvíkingur og var að gefa út sína fyrstu plötu. Platan ber heitið „Forever.“ Júlía hefur áður gefið út smáskífuna „The same.“ Júlía á langan söngferil að baki. Þrátt fyrir að glíma við mikla heyrnarskerðingu hefur hún sungið frá barnsaldri. Hún söng mikið opinberlega á Norðurlandi áður en hún hóf lagasmíðar og textaskrif. Árið 2012 flutti hún til Danmerkur þar sem hún stundaði nám sem söngkennari hjá Complete Vocal Technique í Kaupmannahöfn. Hún starfaði einnig sem söngkennari hjá Mainhouse Music í Árósum. Júlía hóf rekstur fyrirtækis síns MusicMasters í Danmörku og hóf vinnu sína í lagasmíðum,… Lesa meira

Lorde var að gefa út nýja plötu eftir næstum fjögurra ára bið – Netverjar missa sig

Það eru komin um þrjú og hálft ár síðan að söngkonan Lorde gaf út plötuna sína Pure Heroine sem naut gífurlega vinsælda. Á plötunni eru lög eins og Royals og Tennis Court sem trónuðu lengi á topplistum um allan heim. Lorde byrjaði á því að gefa út lagið „Green Light“ í mars og gerði aðdáendur sína alveg óða í meira efni. Á nýju plötunni sinni, Melodrama, prófar Lorde sig áfram með aðeins poppaðri stíl, eins konar „dark pop.“ Platan er satt að segja algjör snilld og hvet ég alla til að hlusta á hana, þið eigið ekki eftir að sjá… Lesa meira

The Retro Mutants gefa út sína fyrstu plötu: „Sumarlegur fýlingur sem ætti að fá hvern einasta fýlupúka til að brosa“

Íslenska hljómsveitin The Retro Mutants var að gefa út sína fyrstu plötu. Platan ber sama nafn og hljómsveitin „The Retro Mutants,“ og inniheldur tíu lög. Bjarki Ómarsson og Viktor Sigursveinsson sömdu plötuna og Arnar Hólm er þeirra hægri og vinstri hönd á bak við DJ borðið. Þeir félagar eru þrír í hljómsveitinni en kjósa að nota dulnefni þar sem þeir koma fram með grímur. „Platan er öll samin með gömlu Retro hljóðunum sem allir þekkja og kynþokka fulla tenór saxófón sólóunum. Þessi plata er samin til að hvetja fólk til að brosa og vekja upp litríka tímabilið. Sumarlegur fílingur sem… Lesa meira

Miley Cyrus og Jimmy Fallon sungu á lestarstöð í dulargervi

Grunlausir farþegar neðanjarðarlestarinnar í New York duttu heldur betur í lukkupottinn á miðvikudaginn. En þá ákváðu Miley Cyrus og Jimmy Fallon að klæða sig í dulargervi og þykjast vera götusöngvarar á lestarstöðinni Rockefeller Center. „Enginn veit að þetta er að fara að gerast. Enginn veit að þetta er Miley Cyrus,“ sagði Jimmy Fallon um gjörninginn. Þau voru með hárkollur og kúrekahatta og til að setja alveg punktinn yfir i-ið þá settu þau upp sólgleraugu. Þau fóru í karakter og sungu lagið „Jolene“ með Dolly Parton. Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan. Þó að Miley hafi reynt að fela sig á bak við sólgleraugun… Lesa meira

Nýtt tónlistarmyndband frá Karó við lagið „Overnight“

Karólína Jóhannsdóttir, betur þekkt sem Karó, var að gefa út tónlistarmyndband við lagið „Overnight.“ Karó sigraði Söngkeppni framhaldsskólanna 2015 fyrir hönd MR og gaf út lögin Silhouette og Wolfbaby í fyrra. Myndbandið var frumsýnt á Paloma í gærkvöldi. „Lagið fjallar í grunninn um þessa togstreitu sem getur skapast í ástarsamböndum, þessi on/off, haltu mér/slepptu mér spennu, og í myndbandinu erum við að vinna með þrjár mismunandi gerðir af svoleiðis spennu,“ sagði Karólína í samtali við Vísi í gær. Antonía Lár leikstýrði myndbandinu. Ágúst Elí var kvikmyndatökumaðurinn og Atli Karl Bachmann klippti myndbandið. Við hjá Bleikt erum yfir okkur hrifin af laginu… Lesa meira

Strákarnir í Kaleo hafa fengið nóg af þessum lögum: „Ný rúta, nýjar reglur“

Jökull og félagar í hljómsveitinni Kaleo eru á fleygiferð á tónleikaferðalagi um Bandaríkin um þessar mundir. Þeir koma til með að troða upp víða um Evrópu þegar líður á júní mánuð en vinsældir sveitarinnar fara sífellt vaxandi um allan heim. Mörg af lögum þeirra hafa ratað á alþjóðlega vinsældarlista, en lagið Way Down We Go náði efsta sæti á lista Billboard yfir „alternative“ lög. Það eru þó nokkur lög sem drengirnir hafa fengið sig fullsadda af því að spila – en þau eru ekki úr þeirra eigin smiðju. Um er að ræða þekka slagara sem eru sérstaklega vinsæl trúbadoralög. Þeir… Lesa meira

Ed Sheeran og Justin Bieber fóru á djammið saman í Tókýó og enduðu fullir á golfvelli

Ed Sheeran hefur loksins farið í Carpool Karaoke með James Corden. Þetta er algjör draumur fyrir aðdáendur kappans en þeir félagar taka bæði gömul og ný lög, spjalla um lagasmíði, rómantík og fara í keppni um hvor kemur fleiri Malteasers kúlum í munninn sinn. Þeir tóku lag með Justin Bieber og ræddu aðeins um poppstjörnuna. Ed deildi þá skemmtilegri sögu um þá vinina frá því þeir voru í Tókýó og fóru saman á djammið. Þeir voru frekar vel í því og ákváðu að fara á golfvöll. Þar setti Justin golfkúlu í munninn sinn og bað Ed um að slá kúluna sem… Lesa meira