Nýtt tónlistarmyndband frá Þóri og Gyðu sem taka þátt í undankeppni Eurovision í ár

Þórir Geir og Gyða Margrét syngja saman eitt af þeim tólf lögum sem keppast um að verða framlag Íslands í Eurovision í ár. Lagið sem þau syngja heitir Brosa og tóku þau á dögunum upp myndband við lagið. Myndbandið var tekið upp á Suðurlandi og spila Gullfoss, Geysir og Kerið meðal annars stór hlutverk í því. Hugmyndin var að gerast ferðamenn í okkar eigin landi í einn dag og heimsækja nokkrar af fallegustu náttúruperlum Suðurlands. Við vöknuðum eldsnemma til þess að ná birtunni, fórum á næstu bensínstöð og fengum okkur pylsu með öllu í morgunmat og lögðum svo af stað. Það var fáránlega kalt… Lesa meira

Jóhanna Guðrún hokin af reynslu þrátt fyrir ungan aldur: „Það er voðalega fátt sem kemur mér á óvart“

Söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir hefur í mörg ár fangað hug og hjörtu Íslendinga með hugljúfri rödd sinni og faglegri framkomu. Jóhanna varð snemma landsþekkt en hún var lengi talin ein skærasta barnastjarna landsins og hefur því verið í sviðsljósinu öll sín mótunarár. Þegar Jóhanna var einungis níu ára hóf hún að koma fram sem söngkona og sendi einnig frá sér sinn fyrsta geisladisk sem bar nafnið Jóhanna Guðrún 9. Það var árið 2009 sem Jóhanna Guðrún sló í gegn í Rússlandi fyrir hönd Íslands í Eurovision og lenti í öðru sæti, einungis átján ára gömul en þó hokin af reynslu.… Lesa meira

Föstudagspartýsýning – Travolta, tónlistin, taktarnir

Komdu með á partýsýningu Saturday Night Fever, en Bíó Paradís verður með sýningu á myndinni annað kvöld kl. 20. Mættu og rifjaðu upp tónlistina sem lifað hefur í 40 ár og er enn jafn vinsæl í dag og þá, tileinkaðu þér takta Travolta og skemmtu þér konunglega. Kvikmyndin Saturday Night Fever var frumsýnd 14. desember 1977, leikstjóri var John Badham og í aðalhlutverki var John Travolta, sem þá var frekar óþekktur. Travolta leikur töffarann Tony Manero, sem vinnur sem verkamaður en ver helgunum í að drekka og dansa á diskóteki í Brooklyn, Karen Gorney leikur Stephanie Mangano, dansfélaga hans og… Lesa meira

Myndband: Carrie Underwood og Ludacris syngja lag Super Bowl í ár

Carrie Underwood og Ludacris taka röddum saman í laginu The Champion sem er upphafslag útsendingar NBC sjónvarpsstöðvarinnar frá Super Bowl LII eða Ofurskálinni. Lagið mun einnig vera notað í umfjöllun stöðvarinnar um Vetrarolympíuleikana. Lagið er samið af Underwood og Ludacris ásamt Brett James og Chris DeStefano og er ansi grípandi, en þó ólíkt þeim lögum sem maður hefur heyrt hingað til frá Underwood. https://www.youtube.com/watch?v=Htu3va7yDMg Super Bowl fer fram 4. febrúar næstkomandi og auk stjarnanna á vellinum, þá munu stjörnur líka skemmta áhorfendum, Pink mun syngja þjóðsönginn og Justin Timberlake mun sjá um hálfleikssýninguna. Underwood er óðum að ná sér eftir… Lesa meira

Múrarar gefa út Ökulög

Hljómsveitin Múrarar var að gefa út sína fyrstu pötu sem nefnist Ökulög. Múrarar er nýtt tónlistarsamstarf Gunnars Arnar Egilssonar, Kristins Roach Gunnarssonar og Gunnars Gunnsteinssonar. Múrarar steypa lágstemmda og seigfljótandi tregatekknó með surfgítarplokki, saxófónískum eilífðarmelódíum og júrósentrískum kirkjuhljómum. Á Ökulög er umfjöllunarefnið götur, firðir og ástand. Platan, sem inniheldur fjögur lög, byrjar fyrir norðan og keyrt er suður, frá Öxnadal til Reykjavíkur. Ökulög má streyma frítt fram að tónleinkunum, sjá hér. Múrarar mun stíga á svið laugardaginn 6.janúar kl. 20 í Mengi við Óðinsgötu 2 í miðbæ Reykjavíkur. Ökulög verður til sölu en hún er gefin út í 13 vínyl… Lesa meira

25 vinsælustu lög ársins 2017 í einu mixi

Plötusnúðurinn DJ Earworm (Jordan Roseman) hefur í nokkur ár tekið saman 25 vinsælustu lög hvers árs skv. Billboardlistanum í Bandaríkjunum og mixað þau saman í eitt lag, bæði lag og myndband. Mixið birtir hann svo á youtubesíðu http://www.youtube.com/user/djearworm sinni í desember. Mixið í ár heitir How We Do It. https://www.youtube.com/watch?v=oQxKEtoHygY Lesa meira

Af hverju felur Sia andlit sitt og hvernig lítur hún út án kollunnar?

Söngkonan Sia er ekki bara þekkt fyrir sönghæfileika sína heldur líka fyrir að fela ætíð andlit sitt með risahárkollu og jafnvel með risa slaufu í hárinu. Sia hefur falið andlit sitt á þennan hátt síðan fimmta plata hennar kom út árið 2010, á sama tíma og athygli á hana jókst og aðdáendum hennar fjölgaði. En af hverju felur hún andlit sitt og hvernig lítur hún út án hárkollunnar? Alls konar skýringar hafa komið fram: að hún sé feimin, að henni líki ekki við augabrúnir sínar, henni sé kalt í framan, að hún hafi keypt of stóra hárkollu og fleira. En… Lesa meira

Geir Ólafs bauð upp á gæði á heimsvísu í Gamla bíói

Jólatónleikar Geirs Ólafssonar The Las Vegas Christmas Show, voru haldnir nýlega í Gamla bíói. Um er að ræða stórtónleika, kvöldverð og sýningu, að hætti Las Vegas. Uppselt var á sýninguna í ár, eins og í fyrra. „Strax eftir sýninguna í fyrra, fórum við yfir hvernig til tókst og ákváðum þá næstu,“ segir Geir. Með Geir í sýningunni var stórsveit frá Las Vegas, undir stjórn Don Randi og íslenskir söngvarar, bæði þekktir og aðrir, sem munu stíga sín fyrstu spor í sýningunni. Þegar er búið að ákveða daga fyrir The Las Vegas Christmas Show á næsta ári og verða tónleikar 7.,… Lesa meira

Dimma áritar vínyl í Lucky Records

Hljómsveitin Dimma mun árita nýútkomnar vínyl-viðhafnarútgáfur af plötunum Eldraunir, Vélráð og Myrkraverk á milli 14:00 og 16:00 í plötubúðinni Lucky Records sunnudaginn 17.desember. Útgáfurnar eru á tvöföldum vínyl með áður óútgefnum tónleikaupptökum sem aukalög. Þeir sem styrktu útgáfuna í gegnum Karolinafund söfnun sveitarinnar geta einnig sótt sín eintök á staðinn og fengið áritanir í leiðinni. Plöturnar eru þríleikur sem hófst með útgáfu plötunnar Myrkraverk árið 2012. Þar var yrkisefnið öll þau mannanna verk sem framin eru í myrkrinu og skuggahliðum mannlífsins. Vélráð, sem kom út 2014, fjallaði um þá klæki sem mannfólkið notar til þess að beygja náungann undir sinn vilja og ná yfirhöndinni og völdum í samskiptum sín á… Lesa meira

Myndband: Handa þér í acapella útgáfu Ívars, Steina og Magnúsar

  Félagarnir Ívar Daníels, Steini Bjarka og Magnús Hafdal eru á fullu að undirbúa jólin en tóku sér tíma í gær til að taka upp eitt af vinsælli jólalögum síðustu ára, Handa þér. Lag og texti er eftir Einar Bárðarson og vinirnir Einar Ágúst Víðisson og Gunnar Ólason fluttu það fyrst árið 2006. „Okkur finnst gaman að taka upp lög og birta á samfélagsmiðlum, okkur og vonandi öðrum til gleði," segir Ívar. „Þetta er gert til að heiðra þá meistara sem hafa gefið ut frábær lög.“ Ívar, Steini og Magnús eru á fullu að spila og nóg að gera. „Ég… Lesa meira

Einar Ágúst tendrar minningar með sínu fyrsta jólalagi

Söngvarinn Einar Ágúst Víðisson var að gefa út sitt fyrsta jólalag, Tendrum minningar. Lagið er eftir Bjarna Halldór Kristjánsson eða Halla frænda Einars Ágústs, gítarleikara úr hljómsveitinni SúEllen og textinn eftir Tómas Örn Kristinsson sem meðal annars á texta með Upplyftingu.  Lagið er nú þegar farið að heyrast á öldum ljósvakans eins og Bylgjunni og Rás 2.  „Lagið er mitt fyrsta jólalag þannig séð.  Mitt fyrsta jólasóló að minnnsta kosti,“ segir Einar Ágúst. „Ég hef áður sungið meðal annars Handa þér með Gunnari Ólasyni fóstbróður mínum úr Skítamóral, Jól eftir jól með Gogga Mega úr Latabæ og eitt jólalag með… Lesa meira

Myndband: Notar „Faceswap“ til að líkja eftir söngvurum We Are The World

DJ Rhett heldur úti síðu á Facebook þar sem hann birtir reglulega myndbönd sem lífga upp á hversdaginn og gleðja. Í þeim leikur hann eftir fjölda þekktra einstaklinga á ýmsan máta, með því að nota filtera á Snapchat, gerist eftirherma eða annað. Í myndbandinu hér, sem er að vísu ekki nýtt af nálinni, notast hann við það „Faceswap live“ viðbótina og líkir eftir fjölda söngvara sem komu fram í laginu We Are The World frá árinu 1985. Hér má meðal annars sjá Stevie Wonder, Michael Jackson, Bruce Springsteen, Paul Simon, Diana Ross og Cindy Lauper. Einnig „skutlar“ hann með yngri… Lesa meira

Myndband: Bergmál gefur út tvö ný jólalög

Bergmál var að senda frá sér tvö ný jólalög, sem heita Ástarævintýri Grýlu og Uppstúfur. Grínhljómsveitin Bergmál var stofnuð í janúar 2014 og inniheldur Elísu Hildi og Selmu. Þær eru báðar söngkonur og lagahöfundar hljómsveitarinnar. Fyrsta lagið sem þær gáfu út var Lovesong, einstaklega rómantískt og fallegt lag. Þegar líða fór á lagasmíðina fór húmorinn að taka öll völd og ákváðu þær að einblína alfarið á húmor og sögur í textasmíðinni. Uppstúfur fjallar um þetta dásamlega kremaða góðgæti, jólasveininn stúf og hvernig hann býr til uppstúf. https://www.youtube.com/watch?v=dlRNo1UhHlI Ástarævintýri Grýlu fjallar um óhamingjusamt hjónaband hennar með Leppalúða, og ástarævintýri hennar eftir… Lesa meira

Myndband: Töff ábreiða af lagi Taylor Swift

Broadway stjörnurnar Shoshana Bean og Cythnia Erivo taka hér ábreiðu af lagi Taylor Swit, I Did Something Bad, af nýjustu plötu hennar Reputation. https://www.youtube.com/watch?v=44W9qstI8H8 Útgáfa Taylor Swift er síðan hér. https://www.youtube.com/watch?v=e9V9gpU8Hlg Lesa meira

Myndband: Valur syngur um hve þreytandi er að fá bara mjúka pakka í jólagjöf

Valur Sigurmann Steindórsson er 24 ára og er í söngskóla Sigurðar Dements. Í meðfylgjandi myndbandi syngur hann frumsaminn texta eftir söngkennara sinn, Þór Breiðfjörð. Lagið heitir Gethsemane og er úr söngleiknum Jesus Christ Superstar. Í textanum sem saminn var fyrir tveimur vikum síðan minnir Þór fólk á hve þreytandi það getur verið að fá bara mjúka pakka í jólagjöf. Undirleikari er Ingvar Alfreðsson. Textinn er stórskemmtilegur og flutningurinn er ekkert síðri, með tilþrifum Vals. https://www.youtube.com/watch?v=-qiSlHeNdKU&app=desktop Lesa meira

Myndband: Strákabandið Rak-Su sigurvegarar breska X Factor í ár

Strákabandið Rak-Su bar sigur úr býtum í breska X Factor, en úrslitaþátturinn fór fram í gærkvöldi í beinni útsendingu. Þeir eru fyrsta strákabandið til að vinna keppnina, frá því hún byrjaði árið 2004. Söngkonan Grace Davies varð í öðru sæti í ár. Rak-Su þakkaði áhorfendum og fjölskyldum sínum fyrir stuðninginn og fagnaði einn þjálfara keppninnar, Simon Cowell, þeim og kallaði þá stjörnur. Þetta er fjórtánda sería þáttanna og fluttu keppendur lög sín á laugardag og úrslit voru síðan tillynnt í lokaþættinum í gær. Fjöldi sigurvegara og keppenda í þáttunum hafa náð vinsældum út fyrir heimalandið og má þar nefna One… Lesa meira

Stórtónleikar til styrktar BUGL – Hlustið til góðs

Lionsklúbburinn Fjörgyn í Grafarvogi hélt sína árlegu Stórtónleika í Grafarvogskirkju fimmtudaginn 9. nóvember síðastliðinn, til styrktar BUGL og líknarsjóði Fjörgynjar. Tónleikarnir í ár voru þeir fimmtándu. Margir af þekktustu listamönnum þjóðarinnar komu fram og gáfu allir vinnu sína. Þeir voru Ari Eldjárn, Dísella Lárusdóttir og Gissur Páll Gissurarson, Greta Salóme, Geir Ólafs, Guðrún Árný Karlsdóttir, Helgi Björnsson, Raggi Bjarna, Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson, Guðrún Gunnarsdóttir og Sigga Beinteins og Vox Populi kór ungs fólks og stjórnandi hans Hilmar Örn Agnarsson. Undirleikarar voru Jónas Þórir, Matthías Stefánsson og Þorgeir Ástvaldson.  Kynnir kvöldsins var Gísli Einarsson. Ágóðinn af styrktartónleikunum í þessi… Lesa meira

Taylor Swift tilkynnir tónleikadaga í Bretlandi 2018

Taylor Swift hefur tilkynnt tónleikadaga hennar í Bretlandi fyrir árið 2018. Tónleikaferðalagið ber heitið Reputation líkt og nýútkomin plata hennar. Þrír tónleikar eru fyrirhugaðir, 8. júní í Manchester, 15. júní í Dublin og 22. júní á Wembley í London. Fyrsta lag plötunnar, Look What You Made Me Do, varð mest streymda lagið á 24 klukkustundum, eftir að textamyndband blaðsins náði 19 milljón áhorfum. Þegar opinbera myndbandið kom út náði það 43,2 milljón áhorfum á einum sólarhring. Miðar fara í sölu þann 1. desember næstkomandi. En þeir sem skrá sig á heimasíðu Swift fá tækifæri til að versla í forsölu sem… Lesa meira

Myndband: The Retro Mutants gefa út jólalag í 80’s stíl

Íslenska hljómsveitin The Retro Mutants var að gefa út sitt fyrsta jólalag. Lagið heitir Finally It´s Christmas eða Loksins eru jól og var það samið á einum degi. https://www.youtube.com/watch?v=cGy2EkDmtso&feature=share Hljómsveitina skipa Bjarki Ómarsson, Viktor Sigursveinsson og Arnar Hólm og gaf sveitin út sína fyrstu plötu í júní síðastliðnum, „The Retro Mutants.“  Lesa meira

Myndband: Channing Tatum sýnir danshæfileikana í nýju myndbandi Pink

Í gær kom út myndband við lag Pink, Beautiful Trauma, þar sem hún leikur húsmóður frá sjötta áratugnum. Í hlutverki eiginmannsins er Channing Tatum og eru þau hjónin, Ginger og Fred Hart, þreytt og óhamingjusöm. Myndbandið er litríkt og skemmtilegt og sýnir vel danshæfileika bæði Tatum og Pink. https://www.youtube.com/watch?time_continue=283&v=EBt_88nxG4c Lesa meira

Myndband: Mun þetta lag toppa vinsældir Despacito?

Við sögðum frá því í gær að von væri á nýju lagi frá Fonsi, sem tryllti heimsbyggðina með Despacito fyrr á árinu. Lagið er komið út og syngur Demi Lovato með honum í laginu, sem er sungið bæði á ensku og spænsku. https://www.youtube.com/watch?v=TyHvyGVs42U Lesa meira

Myndband: Fonsi gefur út nýjan smell á morgun

Hann tryllti heimsbyggðina með smellinum Despacito fyrr á árinu og núna ætlar hann að trylla okkur aftur. Á föstudag kemur út nýtt lag með Luis Fonsi og í þetta sinn fær hann Demi Lovato í lið með sér. Í gær birti Fonsi nafn lagsins á Instagram, Echame La Culpa og Lovato birti kitlu af laginu, þar sem hún syngur á spænsku. https://www.instagram.com/p/Bbf2n8whLQb/ https://www.instagram.com/p/Bbf00iQljcI/?taken-by=ddlovato „Ég hef góða tilfinningu fyrir laginu,“ sagði Fonsi í Facetime viðtali á Billboard í vikunni. „Ég fæ bara gæsahúð,“ bætti Lovato við. „Ég er að æfa mig í spænskunni.“ Lagið er tvítyngja, sungið á ensku og spænsku… Lesa meira

Tónleikar til styrktar börnum Róhingja

Söngkonurnar Karitas Harpa, Þórunn Antonía, Sólborg og Sigríður Guðbrandsdætur og hljómsveitin Young Karin halda styrktartónleika á Húrra á fimmtudagskvöld. Tónleikarnir eru til styrktar börnum Rohingja múslima en yfir 300.000 börn hafa þurft að flýja heimili sín í kjölfar ofbeldisöldu sem geisað hefur yfir. Nánar má lesa um málefnið hér. Tónleikarnir hefjast kl. 21 og það kostar aðeins 500 kr. inn og rennur sá peningur óskiptur til styrktar málefninu. Jafnframt er áskorun í gangi en ef 2 milljónir munu safnast fyrir kvöldið þá mun Karitas Harpa stíga á svið og raka af sér augabrúnirnar. Viðburður á Facebook. Lesa meira

Myndband: Strákarnir í Stranger Things slá í gegn með Motown syrpu

Strákarnir sem eru orðnir heimsfrægir fyrir hlutverk sín í sjónvarpsþáttunum Stranger Things skipuðu áður en þeir urðu frægir í sjónvarpi kvintett ásamt James Corden (allavega samkvæmt innslagi í þætti þess síðastnefnda). Þeir stigu á svið í þætti James Corden The Late Late Show og rifjuðu upp taktana við gríðarlegan fögnuð áhorfenda. Ásamt Corden tóku þeir þriggja mínútna syrpu af Motown lögum. Grúppan heitir auðvitað Upside Downs og þeir Finn Wolfhard, Gaten Matarazzo, Caleb McLaughlin og Noah Schnapp eru jafn frábærir í henni og í sjónvarpsþáttunum. Og já Corden er líka æðislegur. https://www.youtube.com/watch?time_continue=377&v=6p-QzY5bxJ0 Lesa meira