Myndband: Notar „Faceswap“ til að líkja eftir söngvurum We Are The World

DJ Rhett heldur úti síðu á Facebook þar sem hann birtir reglulega myndbönd sem lífga upp á hversdaginn og gleðja. Í þeim leikur hann eftir fjölda þekktra einstaklinga á ýmsan máta, með því að nota filtera á Snapchat, gerist eftirherma eða annað. Í myndbandinu hér, sem er að vísu ekki nýtt af nálinni, notast hann við það „Faceswap live“ viðbótina og líkir eftir fjölda söngvara sem komu fram í laginu We Are The World frá árinu 1985. Hér má meðal annars sjá Stevie Wonder, Michael Jackson, Bruce Springsteen, Paul Simon, Diana Ross og Cindy Lauper. Einnig „skutlar“ hann með yngri… Lesa meira

Myndband: Bergmál gefur út tvö ný jólalög

Bergmál var að senda frá sér tvö ný jólalög, sem heita Ástarævintýri Grýlu og Uppstúfur. Grínhljómsveitin Bergmál var stofnuð í janúar 2014 og inniheldur Elísu Hildi og Selmu. Þær eru báðar söngkonur og lagahöfundar hljómsveitarinnar. Fyrsta lagið sem þær gáfu út var Lovesong, einstaklega rómantískt og fallegt lag. Þegar líða fór á lagasmíðina fór húmorinn að taka öll völd og ákváðu þær að einblína alfarið á húmor og sögur í textasmíðinni. Uppstúfur fjallar um þetta dásamlega kremaða góðgæti, jólasveininn stúf og hvernig hann býr til uppstúf. https://www.youtube.com/watch?v=dlRNo1UhHlI Ástarævintýri Grýlu fjallar um óhamingjusamt hjónaband hennar með Leppalúða, og ástarævintýri hennar eftir… Lesa meira

Myndband: Töff ábreiða af lagi Taylor Swift

Broadway stjörnurnar Shoshana Bean og Cythnia Erivo taka hér ábreiðu af lagi Taylor Swit, I Did Something Bad, af nýjustu plötu hennar Reputation. https://www.youtube.com/watch?v=44W9qstI8H8 Útgáfa Taylor Swift er síðan hér. https://www.youtube.com/watch?v=e9V9gpU8Hlg Lesa meira

Myndband: Valur syngur um hve þreytandi er að fá bara mjúka pakka í jólagjöf

Valur Sigurmann Steindórsson er 24 ára og er í söngskóla Sigurðar Dements. Í meðfylgjandi myndbandi syngur hann frumsaminn texta eftir söngkennara sinn, Þór Breiðfjörð. Lagið heitir Gethsemane og er úr söngleiknum Jesus Christ Superstar. Í textanum sem saminn var fyrir tveimur vikum síðan minnir Þór fólk á hve þreytandi það getur verið að fá bara mjúka pakka í jólagjöf. Undirleikari er Ingvar Alfreðsson. Textinn er stórskemmtilegur og flutningurinn er ekkert síðri, með tilþrifum Vals. https://www.youtube.com/watch?v=-qiSlHeNdKU&app=desktop Lesa meira

Myndband: Strákabandið Rak-Su sigurvegarar breska X Factor í ár

Strákabandið Rak-Su bar sigur úr býtum í breska X Factor, en úrslitaþátturinn fór fram í gærkvöldi í beinni útsendingu. Þeir eru fyrsta strákabandið til að vinna keppnina, frá því hún byrjaði árið 2004. Söngkonan Grace Davies varð í öðru sæti í ár. Rak-Su þakkaði áhorfendum og fjölskyldum sínum fyrir stuðninginn og fagnaði einn þjálfara keppninnar, Simon Cowell, þeim og kallaði þá stjörnur. Þetta er fjórtánda sería þáttanna og fluttu keppendur lög sín á laugardag og úrslit voru síðan tillynnt í lokaþættinum í gær. Fjöldi sigurvegara og keppenda í þáttunum hafa náð vinsældum út fyrir heimalandið og má þar nefna One… Lesa meira

Stórtónleikar til styrktar BUGL – Hlustið til góðs

Lionsklúbburinn Fjörgyn í Grafarvogi hélt sína árlegu Stórtónleika í Grafarvogskirkju fimmtudaginn 9. nóvember síðastliðinn, til styrktar BUGL og líknarsjóði Fjörgynjar. Tónleikarnir í ár voru þeir fimmtándu. Margir af þekktustu listamönnum þjóðarinnar komu fram og gáfu allir vinnu sína. Þeir voru Ari Eldjárn, Dísella Lárusdóttir og Gissur Páll Gissurarson, Greta Salóme, Geir Ólafs, Guðrún Árný Karlsdóttir, Helgi Björnsson, Raggi Bjarna, Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson, Guðrún Gunnarsdóttir og Sigga Beinteins og Vox Populi kór ungs fólks og stjórnandi hans Hilmar Örn Agnarsson. Undirleikarar voru Jónas Þórir, Matthías Stefánsson og Þorgeir Ástvaldson.  Kynnir kvöldsins var Gísli Einarsson. Ágóðinn af styrktartónleikunum í þessi… Lesa meira

Taylor Swift tilkynnir tónleikadaga í Bretlandi 2018

Taylor Swift hefur tilkynnt tónleikadaga hennar í Bretlandi fyrir árið 2018. Tónleikaferðalagið ber heitið Reputation líkt og nýútkomin plata hennar. Þrír tónleikar eru fyrirhugaðir, 8. júní í Manchester, 15. júní í Dublin og 22. júní á Wembley í London. Fyrsta lag plötunnar, Look What You Made Me Do, varð mest streymda lagið á 24 klukkustundum, eftir að textamyndband blaðsins náði 19 milljón áhorfum. Þegar opinbera myndbandið kom út náði það 43,2 milljón áhorfum á einum sólarhring. Miðar fara í sölu þann 1. desember næstkomandi. En þeir sem skrá sig á heimasíðu Swift fá tækifæri til að versla í forsölu sem… Lesa meira

Myndband: The Retro Mutants gefa út jólalag í 80’s stíl

Íslenska hljómsveitin The Retro Mutants var að gefa út sitt fyrsta jólalag. Lagið heitir Finally It´s Christmas eða Loksins eru jól og var það samið á einum degi. https://www.youtube.com/watch?v=cGy2EkDmtso&feature=share Hljómsveitina skipa Bjarki Ómarsson, Viktor Sigursveinsson og Arnar Hólm og gaf sveitin út sína fyrstu plötu í júní síðastliðnum, „The Retro Mutants.“  Lesa meira

Myndband: Channing Tatum sýnir danshæfileikana í nýju myndbandi Pink

Í gær kom út myndband við lag Pink, Beautiful Trauma, þar sem hún leikur húsmóður frá sjötta áratugnum. Í hlutverki eiginmannsins er Channing Tatum og eru þau hjónin, Ginger og Fred Hart, þreytt og óhamingjusöm. Myndbandið er litríkt og skemmtilegt og sýnir vel danshæfileika bæði Tatum og Pink. https://www.youtube.com/watch?time_continue=283&v=EBt_88nxG4c Lesa meira

Myndband: Mun þetta lag toppa vinsældir Despacito?

Við sögðum frá því í gær að von væri á nýju lagi frá Fonsi, sem tryllti heimsbyggðina með Despacito fyrr á árinu. Lagið er komið út og syngur Demi Lovato með honum í laginu, sem er sungið bæði á ensku og spænsku. https://www.youtube.com/watch?v=TyHvyGVs42U Lesa meira

Myndband: Fonsi gefur út nýjan smell á morgun

Hann tryllti heimsbyggðina með smellinum Despacito fyrr á árinu og núna ætlar hann að trylla okkur aftur. Á föstudag kemur út nýtt lag með Luis Fonsi og í þetta sinn fær hann Demi Lovato í lið með sér. Í gær birti Fonsi nafn lagsins á Instagram, Echame La Culpa og Lovato birti kitlu af laginu, þar sem hún syngur á spænsku. https://www.instagram.com/p/Bbf2n8whLQb/ https://www.instagram.com/p/Bbf00iQljcI/?taken-by=ddlovato „Ég hef góða tilfinningu fyrir laginu,“ sagði Fonsi í Facetime viðtali á Billboard í vikunni. „Ég fæ bara gæsahúð,“ bætti Lovato við. „Ég er að æfa mig í spænskunni.“ Lagið er tvítyngja, sungið á ensku og spænsku… Lesa meira

Tónleikar til styrktar börnum Róhingja

Söngkonurnar Karitas Harpa, Þórunn Antonía, Sólborg og Sigríður Guðbrandsdætur og hljómsveitin Young Karin halda styrktartónleika á Húrra á fimmtudagskvöld. Tónleikarnir eru til styrktar börnum Rohingja múslima en yfir 300.000 börn hafa þurft að flýja heimili sín í kjölfar ofbeldisöldu sem geisað hefur yfir. Nánar má lesa um málefnið hér. Tónleikarnir hefjast kl. 21 og það kostar aðeins 500 kr. inn og rennur sá peningur óskiptur til styrktar málefninu. Jafnframt er áskorun í gangi en ef 2 milljónir munu safnast fyrir kvöldið þá mun Karitas Harpa stíga á svið og raka af sér augabrúnirnar. Viðburður á Facebook. Lesa meira

Myndband: Strákarnir í Stranger Things slá í gegn með Motown syrpu

Strákarnir sem eru orðnir heimsfrægir fyrir hlutverk sín í sjónvarpsþáttunum Stranger Things skipuðu áður en þeir urðu frægir í sjónvarpi kvintett ásamt James Corden (allavega samkvæmt innslagi í þætti þess síðastnefnda). Þeir stigu á svið í þætti James Corden The Late Late Show og rifjuðu upp taktana við gríðarlegan fögnuð áhorfenda. Ásamt Corden tóku þeir þriggja mínútna syrpu af Motown lögum. Grúppan heitir auðvitað Upside Downs og þeir Finn Wolfhard, Gaten Matarazzo, Caleb McLaughlin og Noah Schnapp eru jafn frábærir í henni og í sjónvarpsþáttunum. Og já Corden er líka æðislegur. https://www.youtube.com/watch?time_continue=377&v=6p-QzY5bxJ0 Lesa meira

Áhorfendur í Texas völdu Axel O & Co sem bestu hljómsveitina

Við sögðum frá því í gær að Rúnar Eff og félagar hefðu unnið til tvennra verðlauna á tónlistarhátíð í Texas, en þeir voru svo sannarlega ekki eina íslenska hljómsveitin sem gerði það gott á hátíðinni því Axel O & Co vann líka til verðlauna, en áhorfendur völdu þá bestu hljómsveitina (PEOPLE´S CHOICE AWARDS). Axel O og co skipa: Axel Ómarsson, Magnús Kjartansson, Sigurgeir Sigmundsson, Jóhann Ásmundsson og Sigfús Óttarsson. Texas Sounds International Country Music Awards er tónlistarhátíð sem er haldin í Jefferson með tónlistarfólki héðan og þaðan úr heiminum. Kántríhljómsveitir frá 13 löndum: Ísland, Svíþjóð, Króatía, Mexíkó, Suður-Afríka, Swaziland, Slóvakia,… Lesa meira

Rúnar Eff og félagar unnu tvenn tónlistarverðlaun í Texas

Rúnar Eff Rúnarsson og hljómsveit hans, sem Valgarður Óli Ómarsson, Hallgrímur Jónas Ómarsson, Reynir Snær Magnússon og Stefán Gunnarsson skipa, hafa undanfarið ferðast um Tennesse og Texas, þar sem þeir stoppuðu í Nashville, Memphis, Austin, Houston og Jefferson. Í Jefferson tóku þeir þátt í Texas Sounds International Country Music Awards, sem er tónlistarhátíð með tónlistarfólki héðan og þaðan úr heiminum. Kántríhljómsveitir frá 13 löndum: Ísland, Svíþjóð, Króatía, Mexíkó, Suður-Afríka, Swaziland, Slóvakia, USA, Írland, Bahamas, Ítalía, Nýja Sjáland og Spánn, voru tilnefndar til verðlauna og komu fram á hátíðinni. Hátíðin fór fram á þremur kvöldum þar sem allar hljómsveitirnar komu fram. Gerðu… Lesa meira

Myndband: Made in sveitin gefur út Lýstu leiðina

Strákarnir í hljómsveitinni Made in sveitin voru að senda út fjórða lagið af væntanlegri breiðskífu þeirra. Lagið heitir Lýstu leiðina og er samið af Ívari Þormarssyni trommara sveitarinnar og Hreimi Erni Heimissyni söngvara. „Við erum gríðarlega stoltir af þessu lagi og hlökkum mikið til að flytja þetta „live,“ segja strákarnir, sem hafa verið duglegir undanfarin misseri í spilamennsku og hyggjast ekkert slaka á í framtíðinni. Lagið er komið til allra útvarpsstöðva landsins, á YouTube, Spotify og Soundcloud. https://www.youtube.com/watch?v=xhhu4A5pEiU Breiðskífan kemur út mánaðamótin febrúar/mars og verða útgáfutónleikar í kjölfarið. Fram að þeim munu þeir spila víðs vegar og næst á minningar-… Lesa meira

Ertu tilbúinn fyrir nýjasta myndband Taylor Swift?

Nýjasta myndband Taylor Swift kom út í gær. Myndbandið er við lagið ...Ready for it? sem er annað lag plötunnar Reputation sem kemur út 10. nóvember næstkomandi. Myndbandið, sem Joseh Kahn gerir, er í anda fyrri myndbanda Swift: gullmoli fyrir augun og stútfullt af alls konar leyndum tilvísunum og skilaboðum.   https://www.youtube.com/watch?v=wIft-t-MQuE Lesa meira

Eyþór Ingi og „allir hinir“ fóru á kostum í Bæjarbíói

Söngvarinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson fór á kostum á tónleikum í gærkvöldi í Bæjarbíói í Hafnarfirði og sýndi á sér allar sínar bestu hliðar. Allar bestu hliðarnar er nafnið á tónleikaröðinni, en Eyþór Ingi ásamt Benna hljóð- og aðstoðarmanni sínum hefur ferðast vítt og breitt um landið með tónleikana. Eyþór Ingi stóð einn á sviðinu með gítar, bassa, trommu og píanó, sem hann lék á til skiptis. En í raun má segja að Eyþór Ingi hafi ekki verið einn því allir helstu skemmtikraftar þjóðarinnar stigu á stokk með honum, eða réttara sagt í túlkun og eftirhermu Eyþórs Inga. Þeirra á meðal… Lesa meira

Krummi og Halldór eru LEGEND – „Platan var í hausnum á mér í meira en 15 ár“

Nýlega gaf tvíeykið LEGEND út sína aðra plötu Midnight Champion. Platan verður fáanleg á tvöföldum lituðum vínil, geisladisk og kassettu í öllum helstu plötuverslunum á Reykjavíkur svæðinu í byrjun nóvember og tónleikaferðalög eru framundan hjá sveitinni að kynna plötuna. „Ég var búinn að vera með þessa plötu í hausnum á mér í meira en fimmtán ár. Það segir þér kannski ekki mikið en það var allt lagt í þessa plötu,“ segir Krummi Björgvinsson. „Það er engu sparað varðandi lagasmíði, textagerð, útsetningar, upptökur, hljóðblöndun og plötukápu.“ LEGEND er tvíeyki Krumma og Halldórs Á. Björnssonar. Þeir gáfu út sína fyrstu plötu Fearless… Lesa meira

200 vilja vera Jólastjarnan 2017 – Dómnefnd hefur störf í dag

Skráningu í Jólastjarnan 2017 verður sjöunda 2017 er lokið, um 200 krakkar 14 ára og yngri skráðu sig til leiks og verða 12 þeirra boðuð í prufur þann 4. nóvember næstkomandi. Stöð 2 gerir sérstaka þáttaröð um ferlið og verða þrír þættir sýndir 16., 23. og 30. nóvember. Sigurvegarinn mun síðan syngja með nokkrum af fremstu listamönnum þjóðarinnar á Jólagestum Björgvins þann 10. og 11. desember næstkomandi í Hörpu. Jólagestir eru nú haldnir í 11. sinn og Jólastjarnan er valin í sjöunda sinn. Sú fyrsta sem var valin, árið 2011, er Aron Hannes Emilsson, sem þá var 14 ára gamall.… Lesa meira

Látúnsbarkinn Bjarni aldrei verið betri – Skemmtilegir stórafmælistónleikar

Árið 1987 steig ungur drengur á svið í Látúnsbarkakeppni Stuðmanna í Tívóli í Hveragerði. Drengurinn, Bjarni Arason, sem var aðeins 16 ára gamall kom sá og sigraði og hefur síðan heillað landsmenn með söng og sviðsframkomu. Bjarni hefur gefið út sjö breiðskífur, sungið lög á fjölmargar safnplötur, sungið með Milljónamæringunum, komið fram í ótal sýningum og tónlistarviðburðum. Síðastliðna hélt hann upp á 30 ára söngafmæli með tónleikum í Háskólabíói. Lög eins og Karen, Bara ég og þú, Það stendur ekki á mér, Sól á síðdegi og Beautiful Maria of My Soul voru á efnisskránni. Góðir gestir sungu með Bjarna á tónleikunum,… Lesa meira

Britney kemst enn í skólabúninginn

Britney Spears er í fantaformi og nýlega birti hún stutt myndband á Instagram. Þar sést að hún kemst enn í skólabúninginn sem hún klæddist í myndbandi lagsins ...Baby One More Time titillagi fyrstu plötu hennar sem kom út árið 1999. https://www.instagram.com/p/BaeyD7wFYQ8/ Lesa meira

Brúðguminn og gæjarnir stíga trylltan dans

Erla Ósk Guðmundsdóttir og Guðfinnur Magnússon giftu sig laugardaginn 14. október síðastliðinn, en parið hefur verið saman í nokkur ár. Guðfinnur ákvað að koma brúði sinni á óvart með dansi og fékk æskuvini sína í lið með sér. Þeir spiluðu fótbolta saman í Fjölni og eru allir góðir vinir. Strákarnir fóru í Kramhúsið þar sem að þeir nutu handleiðslu Sigríðar Ásgeirsdóttur og má sjá afraksturinn í myndbandinu hér að neðan. „Við vorum öll í krúttkasti yfir þessum skemmtilega hópi,“ segir einn starfsmanna Kramhússins. Vinir brúðgumans heita Bergsveinn Ólafsson, Bjarni Gunn, Sveinn Aron Sveinsson, Henrý Guðmunds, Óli Hall, Jóhann Óli Þorbjörnsson,… Lesa meira

Lay Low og Pétur Ben í fyrsta skipti saman á sviði

Tónlistarmennirnir Lay Low og Pétur Ben komu í fyrsta sinn fram saman á Menningarhátíð Seltjarnarness um síðustu helgi. Dagskrá kvöldsins sniðu þau sérstaklega fyrir hátíðina, en í henni tvinnuðu þau tónlist sína saman til að skapa einstaka upplifun. Vel var mætt á tónleikana og létu gestir vel af.   Lesa meira