Geta álfar fullnægt mannfólki?

Þessi áleitna spurning hefur leitað á þjóðina um árabil. Hljómsveitin Bergmál hefur ákveðið að stíga fram fyrir skjöldu og freista þess að svara spurningunni í nýju lagi sem ber heitið Nature. Þær Elsa Hildur og Selma, sem skipa hljómsveitina, hvetja fólk til að tengjast náttúrunni og njóta fullnæginga með álfum. Horfið á myndbandið! https://www.youtube.com/watch?v=cC6WG8-DSjg Lesa meira

Júlía var að gefa út sína fyrstu plötu: Glímir við mikla heyrnarskerðingu en hefur sungið frá barnsaldri

Júlía Árnadóttir er 29 ára Dalvíkingur og var að gefa út sína fyrstu plötu. Platan ber heitið „Forever.“ Júlía hefur áður gefið út smáskífuna „The same.“ Júlía á langan söngferil að baki. Þrátt fyrir að glíma við mikla heyrnarskerðingu hefur hún sungið frá barnsaldri. Hún söng mikið opinberlega á Norðurlandi áður en hún hóf lagasmíðar og textaskrif. Árið 2012 flutti hún til Danmerkur þar sem hún stundaði nám sem söngkennari hjá Complete Vocal Technique í Kaupmannahöfn. Hún starfaði einnig sem söngkennari hjá Mainhouse Music í Árósum. Júlía hóf rekstur fyrirtækis síns MusicMasters í Danmörku og hóf vinnu sína í lagasmíðum,… Lesa meira

Lorde var að gefa út nýja plötu eftir næstum fjögurra ára bið – Netverjar missa sig

Það eru komin um þrjú og hálft ár síðan að söngkonan Lorde gaf út plötuna sína Pure Heroine sem naut gífurlega vinsælda. Á plötunni eru lög eins og Royals og Tennis Court sem trónuðu lengi á topplistum um allan heim. Lorde byrjaði á því að gefa út lagið „Green Light“ í mars og gerði aðdáendur sína alveg óða í meira efni. Á nýju plötunni sinni, Melodrama, prófar Lorde sig áfram með aðeins poppaðri stíl, eins konar „dark pop.“ Platan er satt að segja algjör snilld og hvet ég alla til að hlusta á hana, þið eigið ekki eftir að sjá… Lesa meira

The Retro Mutants gefa út sína fyrstu plötu: „Sumarlegur fýlingur sem ætti að fá hvern einasta fýlupúka til að brosa“

Íslenska hljómsveitin The Retro Mutants var að gefa út sína fyrstu plötu. Platan ber sama nafn og hljómsveitin „The Retro Mutants,“ og inniheldur tíu lög. Bjarki Ómarsson og Viktor Sigursveinsson sömdu plötuna og Arnar Hólm er þeirra hægri og vinstri hönd á bak við DJ borðið. Þeir félagar eru þrír í hljómsveitinni en kjósa að nota dulnefni þar sem þeir koma fram með grímur. „Platan er öll samin með gömlu Retro hljóðunum sem allir þekkja og kynþokka fulla tenór saxófón sólóunum. Þessi plata er samin til að hvetja fólk til að brosa og vekja upp litríka tímabilið. Sumarlegur fílingur sem… Lesa meira

Miley Cyrus og Jimmy Fallon sungu á lestarstöð í dulargervi

Grunlausir farþegar neðanjarðarlestarinnar í New York duttu heldur betur í lukkupottinn á miðvikudaginn. En þá ákváðu Miley Cyrus og Jimmy Fallon að klæða sig í dulargervi og þykjast vera götusöngvarar á lestarstöðinni Rockefeller Center. „Enginn veit að þetta er að fara að gerast. Enginn veit að þetta er Miley Cyrus,“ sagði Jimmy Fallon um gjörninginn. Þau voru með hárkollur og kúrekahatta og til að setja alveg punktinn yfir i-ið þá settu þau upp sólgleraugu. Þau fóru í karakter og sungu lagið „Jolene“ með Dolly Parton. Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan. Þó að Miley hafi reynt að fela sig á bak við sólgleraugun… Lesa meira

Nýtt tónlistarmyndband frá Karó við lagið „Overnight“

Karólína Jóhannsdóttir, betur þekkt sem Karó, var að gefa út tónlistarmyndband við lagið „Overnight.“ Karó sigraði Söngkeppni framhaldsskólanna 2015 fyrir hönd MR og gaf út lögin Silhouette og Wolfbaby í fyrra. Myndbandið var frumsýnt á Paloma í gærkvöldi. „Lagið fjallar í grunninn um þessa togstreitu sem getur skapast í ástarsamböndum, þessi on/off, haltu mér/slepptu mér spennu, og í myndbandinu erum við að vinna með þrjár mismunandi gerðir af svoleiðis spennu,“ sagði Karólína í samtali við Vísi í gær. Antonía Lár leikstýrði myndbandinu. Ágúst Elí var kvikmyndatökumaðurinn og Atli Karl Bachmann klippti myndbandið. Við hjá Bleikt erum yfir okkur hrifin af laginu… Lesa meira

Strákarnir í Kaleo hafa fengið nóg af þessum lögum: „Ný rúta, nýjar reglur“

Jökull og félagar í hljómsveitinni Kaleo eru á fleygiferð á tónleikaferðalagi um Bandaríkin um þessar mundir. Þeir koma til með að troða upp víða um Evrópu þegar líður á júní mánuð en vinsældir sveitarinnar fara sífellt vaxandi um allan heim. Mörg af lögum þeirra hafa ratað á alþjóðlega vinsældarlista, en lagið Way Down We Go náði efsta sæti á lista Billboard yfir „alternative“ lög. Það eru þó nokkur lög sem drengirnir hafa fengið sig fullsadda af því að spila – en þau eru ekki úr þeirra eigin smiðju. Um er að ræða þekka slagara sem eru sérstaklega vinsæl trúbadoralög. Þeir… Lesa meira

Ed Sheeran og Justin Bieber fóru á djammið saman í Tókýó og enduðu fullir á golfvelli

Ed Sheeran hefur loksins farið í Carpool Karaoke með James Corden. Þetta er algjör draumur fyrir aðdáendur kappans en þeir félagar taka bæði gömul og ný lög, spjalla um lagasmíði, rómantík og fara í keppni um hvor kemur fleiri Malteasers kúlum í munninn sinn. Þeir tóku lag með Justin Bieber og ræddu aðeins um poppstjörnuna. Ed deildi þá skemmtilegri sögu um þá vinina frá því þeir voru í Tókýó og fóru saman á djammið. Þeir voru frekar vel í því og ákváðu að fara á golfvöll. Þar setti Justin golfkúlu í munninn sinn og bað Ed um að slá kúluna sem… Lesa meira

Tár, gullhnappur og gæsahúð: Magnaður söngur heyrnarlausrar konu heillar heimsbyggðina

Mandy Harvey missti heyrnina fyrir tíu árum þegar hún var átján ára. Hún fór í áheyrnarprufu í America‘s Got Talent á dögunum og mætti túlkur með henni. Mandy hefur elskað að syngja síðan hún var aðeins fjögurra ára gömul en eftir að hún missti heyrnina þá hætti hún. Hún ákvað að láta heyrnarleysið ekki stoppa sig og notar önnur skynfæri en heyrn til að syngja og spila tónlist. Mandy söng frumsamið lag í áheyrnarprufunni og það er óhætt að segja að hún gjörsamlega heillaði allar upp úr skónum, þá sérstaklega Simon Cowell en hann gaf henni gullhnappinn sem þýðir að… Lesa meira

12 ára búktalari slær í gegn í „America‘s Got Talent“

Það þarf mikið til að ganga í augun á dómurunum í America‘s Got Talent. Dómararnir sjá ógrynni af hæfileikaríkum einstaklingum með alls konar atriði, þannig að það getur reynst keppendum erfitt að gera sitt atriði eftirminnilegt. Það var hins vegar ekki vandamál fyrir hina tólf ára gömlu Darci Lynne frá Oklahoma City. Darci er búktalari og mætti á svið með kanínunni Petunia. Darcia heillaði alla í salnum, allir stóðu upp úr sætunum sínum og klöppuðu í lok atriðisins. Atriðið var svo stórfenglegt og frábært að Mel B, dómari, gaf því gullna hnappinn. Það þýðir að Darcia og Petunia komast sjálfkrafa í undanúrslit og… Lesa meira

Platan sem gerði Rihönnu að stórstjörnu er tíu ára í dag

Það eru komin tíu ár síðan Rihanna varð að tónlistargyðjunni sem við þekkjum í dag. Þann 1. júní 2007 gaf hún út plötuna „Good girl gone bad“ sem tók tónlistarheiminn með trompi. Platan inniheldur fræg lög sem voru lengi á topplistum um allan heim, eins og Umbrella, Don‘t Stop The Music og Shut Up And Drive. Rihanna hefur selt yfir 230 milljón plötur síðan hún byrjaði feril sinn árið 2005. Complex fer ítarlega yfir sögu Rihönnu. Hvernig hún byrjaði í stúlknasveit í heimalandi sínu Barbados, sló í gegn með laginu Pon de Replay, þróaði stílinn sinn og skapaði sér einstaka ímynd… Lesa meira

Ariana Grande heldur styrktartónleika fyrir fórnarlömb Manchester árásarinnar – Þessar stjörnur koma fram

Ariana Grande mun snúa aftur til Manchester til að halda styrktartónleika fyrir fórnarlömb hryðjuverkarárásarinnar í Manchester. Árásin átti sér stað á tónleikum hennar í Manchester Arena þann 22. maí. Undir lok tónleikanna sprengdi Salman Abedi, 22 ára, sig sjálfan upp með þeim afleiðingum að 22 aðrir létust og 59 særðust. Þetta var mannskæðasta hryðjuverkaárás í Bretlandi frá sprengjuárásunum í London árið 2005 þar sem 56 manns létust. Hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið lýstu yfir ábyrgð á árásinni. Ariana Grande hefur lýst yfir mikilli sorg og sagðist á Twitter vera miður sín og orðlaus vegna árásarinnar. Hún ætlar að halda tónleika til styrktar… Lesa meira

Þrjár unglingsstelpur skipa hljómsveitina MíóTríó sem var að gefa út skemmtilegan sumarsmell – Myndband

Þrjár stelpur á aldrinum þrettán til fimmtán ára skipa hljómsveitina MíóTríó frá Hveragerði. Þær eru Gígja Marín Þorsteinsdóttir, Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir og Hrafnhildur Birna Hallgrímsdóttir. MíóTríó var að gefa frá sér myndband við eldhressan og skemmtilegan sumarsmell. Ef þetta kemur þér ekki í sumarskap þá veit ég ekki hvað gerir það! Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan. Það verður spennandi að sjá hvað kemur næst frá þessum ótrúlega hæfileikaríku stelpum! Hér getur þú fylgst með MíóTríó á Facebook. Lesa meira

Er nýja lag Katy Perry og Nicki Minaj um Taylor Swift? Hlustaðu á „Swish Swish“ hér

Katy Perry og Nicki Minaj sameina krafta sína í nýju lagi „Swish Swish.“ Í laginu skjóta þær föstum skotum á ónefndan aðila og samkvæmt slúðurmiðlum vestanhafs gæti verið að skotunum sé miðað að Taylor Swift. Það má rekja upphaf illdeilna Katy Perry og Taylor til ársins 2013 þegar dansarar Taylor yfirgáfu tónleikaferðalag hennar til að dansa með Katy Perry. Taylor gerði síðan lagið „Bad Blood“ um Katy Perry árið 2014. Í september 2014 tísti Katy „Watch out for the Regina George in sheep‘s clothing“ sem margir litu á sem andsvar við laginu. Í fyrsta erindi „Swish Swish“ syngur Katy: „From a… Lesa meira

Sjáðu Harry Styles í Carpool Karaoke með James Corden

Í þessu stórskemmtilega myndbandi fara Harry Styles og James Corden á kostum í Carpool Karaoke. Þeir syngja nokkur lög af nýju plötunni hans Harry Styles, máta framúrstefnuleg föt og æfa frægar línur úr Titanic og Notting Hill. Fyrir aðdáendur Harry Styles er þetta myndband himnasending, þeir sem eru ekki aðdáendur hans verða það eftir að hafa horft á myndbandið. James Corden er frábær eins og venjulega og þeir tveir saman eru nánast yfirnáttúrulegt fyrirbæri. Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan. Lesa meira

Eftir Júróvisjón: 49 atriði sem komu á óvart á úrslitakvöldinu!

Nú er loks vertíðin á enda runnin þetta árið og við þökkum kærlega fyrir samfylgdina! Áður en við skríðum inn í PED-ið og hlustum á Amar pelos Dois á repeat í fósturstellingu og allar lúppur af Epic Sax Guy sem internetið hefur að geyma, skulum við rifja upp allt það sem var skrítið og skemmtilegt á úrslitakvöldinu á laugardaginn var. Við verðum að sjálfsögðu að taka fram 49 atriði – eitt fyrir hvert portúgalskt framlag fram til dagsins í dag! 🙂 Hressleikinn í kynningum á lögunum setti punktinn yfir i-ið í stemmningarsköpun, hollensku 90’s-gellurnar áttu klárlega flottasta samhæfða múvið! Ísraelinn… Lesa meira

Nýtt myndband frá Emmsjé Gauta

Okkar uppáhalds Emmsjé var að senda frá sér nýtt myndband við lag af plötunni Sautjándi nóvember. Eins og fyrr er hægt að sækja sér plötuna frítt á vef Emmsjés. Það var Andri Sigurður sem vann myndbandið með Gauta. Gjörið svo vel! https://www.youtube.com/watch?v=00qn2q3bnjo Lesa meira

Fyrrum Eurovision sigurvegarinn Alexander Rybak flytur ábreiðu af sigurlagi Salvador Sobral

Salvador Sobral sigraði hug og hjörtu Evrópu þegar hann sigraði Eurovision söngvakeppnina með laginu Amar Pelos Dois síðastliðinn laugardag. Fyrrum Eurovision sigurvegarinn Alexander Rybak birti myndband af sér á dögunum þar sem hann flytur sína eigin útgáfu af portúgalska laginu. Alexander spilar á fiðluna og syngur á ensku í þessari fallegu útgáfu. Alexander vann Eurovision árið 2009 með lagið Fairytale en fyrir mörgum er þetta ár sérstaklega eftirminnanvert í hugum margra því Jóhanna Guðrún okkar lenti einmitt í öðru sæti á eftir Alexander með lagið Is It True. Sjáðu útgáfu Alexander Rybak af Amar Pelos Dois hér fyrir neðan: Lesa meira

Sérfræðingar Bleikt veðja á Ítalíu – „Vona að Portúgalinn veiti honum harða samkeppni!“

Þær eru vinkonur með áhuga á Júróvisjón keppninni sem verður að teljast yfir meðallagi mikill. Eyrún og Hildur eru konurnar á bak við margar greinarnar sem við á Bleikt höfum birt og tengjast keppninni. Okkur fannst því viðeigandi að spyrja þær nokkurra spurninga og grennslast meðal annars fyrir um ástæður þessa yfirdrifna áhuga á Júróvisjón. Hvers vegna þetta áhugamál? Eyrún: Vitur maður sagði einu sinni: „Ef þú ert orðin þreytt/ur á Júróvisjón, þá ertu orðin/n þreyttur á lífinu“ og ég kýs að lifa eftir því. Það er endalaus gleði, tónlist og saga sem fylgir þessari keppni og í henni kristallast… Lesa meira

Sögustund um Júróvisjón – Kannast lesendur við hina rússnesku Intervision keppni?

Nú, þegar Júróvisjón-keppnin er haldin í Úkraínu og við höfum ekki farið varhluta af hinu kalda andrúmslofti sem ríkir milli heimamanna og gömlu herraþjóðarinnar Rússa (sjá hér), finnst okkur á Allt um Júróvisjón tilvalið að grafa aðeins í sögubókunum og rifja upp tímann þegar járntjaldið var enn uppi. Þá reyndu Sovétmenn að endurskapa Júróvisjón sín megin af þeirri ástæðu að Sovétríkin voru ekki meðlimur í sjónvarpssambandi evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU). Kommúnistaáróðursmaskínan notaði því tækifærið og sagði þegnunum að allt sem vestrið gerði, gæti kommúnisminn gert betur. Útkoman varð Intervision Song Contest. Aldrei heyrt um hana? Ekki skrýtið, því að hún var… Lesa meira

Miley Cyrus var að gefa út glænýtt lag og tónlistarmyndband – Horfðu á það hér

Eftir langa bið er nýja lagið hennar Miley Cyrus „Malibu“ loks komið út ásamt tónlistarmyndbandi. Lagið fjallar um samband hennar við unnusta sinn Liam Hemsworth og af hverju þau þurftu að fara í pásu fyrir þremur árum. „Ég þurfti að breytast svo mikið. Og að breytast með einhverjum öðrum er ekki að breytast, það er of erfitt. Allt í einu ertu alveg „ég kannast ekki við þig lengur.“ Við þurftum að verða aftur ástfangin,“ sagði Miley í viðtali við Billboard. Ný plata frá Miley er væntanleg og segir hún að sú plata er algjörlega á hennar forsendum. „Ég veit nákvæmlega… Lesa meira

Kálfaklór og kynþokki á fyrra undankvöldi Júróvisjón

Það var heilmikið um að vera á Júróvisjon-sviðinu í Kænugarði á þriðjudagskvöldið þegar fyrri undanriðillinn fór fram. Við litum á það sem okkur fannst standa upp úr! Kvöldið hófst auðvitað á sprengju þegar sænska sjarmatröllið Robin Bengtson skrúfaði kynþokkann í botn strax á fyrstu sekúndunum lags síns, kveikti á litlu brosi og horfði beint inn í hjörtu áhorfenda! Í kjölfarið hófst skikkjusýning sem lauk eftir að skikkjan hennar Svölu blakti undir kraftmiklum söng hennar. Tvær skikkjur voru hvítar, hjá Svölu og Linditu frá Albaníu en hin georgíska Tamara skartaði rauðri skikkju. Allar sátu þær eftir og því spurning hvort það… Lesa meira

Leoncie hraunar yfir Svölu og Bó: „Íslenska tónlistar Ku Klux Klan“

Indverska tónlistarkonan og skemmtikrafturinn Leoncie er ekki þekkt fyrir að sitja á skoðunum sínum. Hún hefur farið mikinn í kommentakerfum DV í tengslum við fréttir um lélegt gengi Svölu Björgvinsdóttur í undankeppni Eurovision en eins og farið hefur ekki fram hjá neinum komst Ísland ekki áfram í úrslit keppninnar sem fer fram á laugaradaginn. Leoncie lætur einnig Ríkisútvarpið heyra það, sem og föður Svölu, Björgvin Halldórsson. Lesa meira