Karitas Harpa á leið til Berlínar að vinna tónlist með Daða Frey

Karitas Harpa Davíðsdóttir sem sigraði aðra þáttaröð The Voice Ísland sem sýnd var í vetur hefur haft meira en nóg að gera síðustu vikur og mánuði. Í samstarfi við Sölku Sól, þjálfara og dómara í þáttunum, unnu þær endurgerð af sigurlagi Karitas, laginu „My Love“ með áströlsku söngkonunni Sia. Arnar Freyr Frostason úr hljómsveitinni Úlfur Úlfur samdi íslenskan texta fyrir lagið sem heitir Sæla á íslensku. Lagið fór nýlega í spilun á útvarpsstöðvum og hefur fengið góðar viðtökur. „Já, það hefur verið mjög mikið að gera eftir Voice-ið. Ég reyndar tók mér meðvitaða pásu til að átta mig á hlutunum og… Lesa meira

Hlustaðu á geggjað remix af Paper með Svölu

Svala Björgvins mun fara fyrir hönd Íslands í Eurovision söngvakeppnina í maí og syngja lagið Paper sem hefur notið mikilla vinsælda. Við höfum fengið að heyra lagið á íslensku, ensku, órafmagnað og nú hafa Svala og félagar sent frá sér remix af laginu. Eðvarð Egilsson gerði remixið. Hlustaðu á það hér fyrir neðan. Lesa meira

Tískan á Coachella tónlistarhátíðinni

Það var fjölmennt á Coachella tónlistarhátíðinni sem var haldin í Indio, Kaliforníu. Hátíðin náði yfir tvær helgar og létu margar stjörnur sjá sig, eins og Lady Gaga, nýja stjörnuparið Selena Gomez og The Weeknd, Kendall og Kylie Jenner og margar fleiri. Coachella er eins konar óformleg byrjun á sumrinu í Kaliforníu og oft skapast og sjást trendin sem verða vinsæl sumarið á eftir. Toppar, gallaefni, blómamynstur, net-efni og bóhem-klæðnaður verður vinsælt í sumar ef marka má tískuna á Coachella. Það er alltaf gaman að skoða myndir frá hátíðinni, sérstaklega þegar mann vantar innblástur. Tískan er svo lífleg, skemmtileg og sumarleg að… Lesa meira

Svala syngur Paper órafmagnað! MYNDBAND

Svala Björgvins verður fulltrúi okkar Íslendinga í Eurovision söngvakeppninni í Úkraínu í maí - þetta ættu lesendur Bleikt að vita - nema þeir sem voru akkúrat að vakna úr kóma í dag. Þessi glæsilega söngkona var að birta frábæra órafmagnaða útgáfu af laginu á facebook. Gjörið svo vel! https://www.facebook.com/svalakali/videos/1072584146218772/ Lesa meira

Ólétt sýrlensk-amerísk kona rappar um höfuðklúta í frábæru tónlistarmyndbandi

Mona Haydar er sýrlensk-amerísk kona sem býr í New York. Hún er ljóðskáld og listamaður og var að gefa út sitt fyrsta tónlistarmyndband. Myndbandið er við rapplagið „Hijabi“ og það var tekið upp þegar hún var komin átta mánuði á leið. Tunde Olaniran leikstýrði myndbandinu sem fagnar valdeflingu múslímskra kvenna jafnt sem annara kvenna. Myndbandið fjallar um höfuðklúta, eða hijab, og í textanum koma fram fávísar spurningar sem múslímskar konur fá reglulega varðandi höfuðklútinn sinn: „What that hair look like? Bet that hair look nice. Don‘t that make you sweat Don‘t that feel to tight?“ Myndbandið hefur vakið mikla athygli… Lesa meira

14 ára strákur stelur senunni sem Nicki Minaj eftirherma

Awra Briguela er 14 ára strákur frá Filippseyjum. Hann sigraði í þættinum „Your Face Sounds Familiar“ með atriði sínu sem Nicki Minaj og þegar þú horfir á atriðið kemur sigurinn þér líklega ekkert á óvart. Awra nær Nicki ekkert smá vel, búningurinn, hárið, förðunin, taktarnir og meira að segja rappið! Hann tekur einnig rosalegan dans í lokinn og sannaði sig klárlega sem besta Nicki Minaj eftirherman. Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan: Sjá einnig: http://bleikt.pressan.is/lesa/sjo-ara-stulka-slaer-i-gegn-sem-taylor-swift-eftirherma-myndband/ Lesa meira

Bryndís Ásmunds – Bláklædd með sódavatn og Amy Winehouse á fóninum

Hvað gerir hluti að okkar uppáhalds... hvers vegna verður einhver matur að uppáhalds, og hvers vegna höldum við meira upp á einn lit en annan? Jú svarið liggur líklega í tilfinningum. Ef við höfum verið sérdeilis heppin eða hitt skemmtilegt fólk þá daga sem við höfum skartað gulum jakkafötum eða kjól, er líklegra að sá litur eignist sess í hjarta okkar. Bragð af mat sem við nutum á góðri stund lífsins er líklegt til að framkalla góðar tilfinningar gegnum taugaboð í heilanum... Og svona pælingum gætum við haldið lengi áram.   Það er alltaf gaman að fá að skyggnast inn… Lesa meira

Chaka Khan – sjálf drottning fönksins – opnar Secret Solstice!

Drottning fönksins, Chaka Khan mun opna Secret Solstice-tónlistarhátíðina á veglegri opnunarhátíð sem haldin verður fimmtudaginn 15. júní, daginn áður en hátíðin hefst formlega. Verður þetta í fyrsta skipti sem sérstök opnunarhátíð er haldin fyrir hátíðina síðan hún var gangsett árið 2014. Á opnunarkvöldinu munu ásamt henni koma fram hin goðsagnakennda hljómsveit SSSól og stuðboltarnir í Fox Train Safari. Holy B elskar hana „Ég elska Chaka Khan og hef dreymt um að spila með henni alla ævi, það er ótrúlegur heiður að vera að hita upp fyrir hana á opnunarhátíð Secret Solstice,“ segir sjálfur forsprakki sveitarinnar SSSÓL, Helgi Björnsson. Bætist þetta… Lesa meira

Nýja lagið með Harry Styles er loksins komið út – Hlustaðu á það hér

Harry Styles var að gefa út Sign of the Times, sem er fyrsta lagið hans sem sóló listamaður. Síðan One Direction fór í pásu árið 2016 hafa aðdáendur beðið óþreyjufullir eftir nýrri tónlist. Lagið hans Harry er ekki það eina sem við fáum að heyra frá honum, en hann er bráðlega að fara að gefa út plötu. Hann segist hafa skrifað um 70 lög fyrir plötuna. „Við gerðum 50 lög og hugmyndir að lögum á Jamaica. Heil lög eru um 30 talsins líklegast. Ég skrifaði eitt af lögunum á plötunni fyrir nokkrum árum,“ sagði Harry Styles við E!Online. Hlustaðu á… Lesa meira

Vortónleikar Háskólakórsins

Háskólakórinn heldur vortónleika sína í Neskirkju fimmtudaginn 6. apríl kl. 20.00. Á tónleikunum flytur kórinn m.a. kórverk eftir Claudio Monteverdi, Ralph Vaughan Williams, Jón Leifs, Hafliða Hallgrímsson og Báru Grímsdóttur auk fjölda annarra íslenskra tónskálda. Tónleikarnir eru liður í undirbúningi kórsins fyrir söngferðalag hans til Austurríkis og Tékklands í sumar, en í Tékklandi mun kórinn taka þátt í kórakeppninni Hátíð söngvanna í Olomouc, þar sem kórar víðs vegar úr veröldinni munu mætast. Stjórnandi Háskólakórsins er Gunnsteinn Ólafsson. Háskólakórinn var stofnaður haustið 1972. Kórinn hefur frá upphafi sungið við helstu samkomur Háskóla Íslands auk þess að halda sjálfstæða tónleika. Í kórnum… Lesa meira

Nýtt stórkostlegt tónlistarmyndband með Björk

Björk var að gefa út nýtt tónlistarmyndband við lagið „Notget“ af plötunni Vulnicura. Myndbandinu er leikstýrt af Warren Du Preez og Nick Thornton Jones. Myndbandið sýnir Björk sem avatar, baðaða í ljósum sem hreyfast í kringum hana og magnast upp eða minnka í takt við lagið. Horfðu á lagið hér fyrir neðan: Lesa meira

Hún syngur „Hallelujah“ ofan í brunn – Sjáðu hvað gerist

Tiffany Day er sautján ára nemandi frá Kansas og var á dögunum í ferðalagi um Ítalíu með kórnum í skólanum sínum. Hún rakst á brunn þegar hún var í Feneyjum og stóðst ekki mátið að prufa hljómburðinn í honum. Hún syngur lagið „Hallelujah,“ sígilt meistaraverk sem Leonard Cohen færði okkur. Myndbandið af henni syngja í brunninum hefur fengið yfir 500 þúsund áhorf, sjáðu af hverju hér fyrir neðan, ótrúlegt! Lesa meira

Nicole Kidman, Backstreet Boys og fleiri stjörnur stórglæsilegar á ACM verðlaunahátíðinni

Kántrí verðlaunahátíðin ACM Awards var haldin hátíðlega í gær, þar var fagnað þeim sem standa fremst í flokki þeirrar tónlistartegundar. Meðal sigurvegara voru Jason Aldean, Miranda Lambert, Thomas Rhett og Florida Georgia Line. Hér getur þú séð lista með öllum sigurvegurunum og þeim sem voru tilnefndir. Backstreet Boys mættu á hátíðina og tóku lag með Florida Georgia Line. Nicole Kidman mætti að sjálfsögðu með eiginmanninum sínum, kántrí söngvaranum Keith Urban. Tískan á rauða dreglinum var stórglæsileg eins og stjörnurnar sjálfar, sjáðu brot af tískunni hér fyrir neðan.   Lesa meira

Það er furðulega ánægjulegt að horfa á nammi bráðna aftur á bak við klassíska tónlist

Hvernig er hægt að lýsa ánægjunni sem fylgir því að horfa á litríkan, fullkomlega mótaðan gúmmíbangsa bráðna þar til hann verður að óþekkjanlegum vökva? Hvað þá ef maður horfir á það aftur á bak, vökvann verða að gúmmíbangsanum? Það er allaveganna furðulega fullnægjandi að horfa á nammi bráðna og bráðna aftur á bak og það sem gerir ánægjuna enn betri, er klassíska tónlistin sem er spiluð undir. Hlustaðu á Vivaldi á meðan þú horfir á nammi bráðna eða taka sitt rétta form aftur, við lofum að þú átt eftir að njóta þín, við gerðum það allaveganna. Þetta er hreinlega bara… Lesa meira

James Corden fékk Victoriu Beckham í óvænt og öðruvísi „carpool karaoke“ – Myndband

Við þekkjum öll „carpool karaoke“ og höfum séð stjörnur eins og Justin Bieber, Madonnu, Lady Gaga og Selenu Gomez setjast í bíl með James Corden og syngja okkur til mikillar skemmtunar. Nú fór Victoria Beckham í carpool karaoke með James Corden, en þessi útgáfa er óvænt og öðruvísi! Í staðinn fyrir klassíska carpool karaoke sniðið sem við erum öll vön, þá gerðu Victoria Beckham og James Corden stiklu fyrir þykjustunni endurgerð kvikmyndarinnar Mannequin sem kom út árið 1987. Myndbandið er sprenghlægilegt og stórkostlegt! Lesa meira

Í vinsælasta „boybandi“ Kína er ekki einn einasti strákur

Fyrr í þessum mánuðu hélt kínverski samfélagsmiðillinn Tencent nokkra tónlistarviðburði sem kallast „Husband Exhibition“ eða „Sýning eiginmanna,“ í kínverskum háskólum. Hugmyndin var að sýna nýjar poppstjörnur sem er hægt að hlusta á á vefsíðu fyrirtækisins. Hugtakið „eiginmaður“ er notað af kvenkyns kínverskum aðdáendum þegar þær vísa í karlkyns poppstjörnur sem eru svo heillandi að þær dreymir um að giftast þeim. Enter Acrush er mjög vinsæl ný „strákahljómsveit“ sem kom fram á síðasta viðburðinum. Hljómsveitin kom tónlistargestum á óvart, í henni eru ekki strákar, heldur stúlkur með óræð ytri kyneinkenni (androgynous girls). Enter Acrush samanstendur af fimm konum í kringum tvítugt, þær eru allar… Lesa meira

Berta Dröfn: „Þetta er í fyrsta sinn sem ég fæ höfnun af þessu tagi“ – „Við fáum ekki einu sinni tækifæri“

Er nánast ómögulegt fyrir menntaða söngvara að komast aftur heim til Íslands. Þessi spurning vaknar óneitanlega við lestur á grein Bertu Drafnar Ómarsdóttur sem hún ritaði á bloggsíðu sína, og fjallar um neitun sem hún fékk frá íslensku óperunni um að mæta í fyrirsöng. Við fengum leyfi Bertu til að birta pistil hennar: Í október lauk ég mastergráðu í söng frá Ítalíu, með hæstu einkunn. Eftir útskrift fékk ég tilboð frá prófessorum við skólann um áframhaldandi samstarf sem var gott veganesti inn í framtíðina sem klassískt menntuð söngkona. Til að auka enn gleði mína auglýsti Íslenska óperan fyrirsöng, rétt eftir… Lesa meira

Emo-Trump er skemmtilegri en venjulegi Trump! – Myndbönd

Hvernig væri heimurinn ef Donald Trump væri Emo-gaur? Grínistarnir hjá Super Deluxe hafa pælt í þessu, en þeim þótti forsetinn heldur vælinn í tístum sínum og ræðum. Þeir ákváðu þess vegna að nota annars vegar Twitter færslur Trumps, og hins vegar búta úr ræðum hans, sem texta við lög. Lögin hljóma ískyggilega mikið eins og Emo-tónlist gerði snemma á fyrsta áratug aldarinnar. Gjörið svo vel hér kemur Emo-Trump! https://www.youtube.com/watch?v=Jl8NUwCeDrs https://www.youtube.com/watch?v=RCAbBnWm4LM Lesa meira

Emmsjé og Hr. Hnetusmjör í nýju myndbandi

Á ritstjórnarskrifstofu Bleikt er stuð akkúrat núna því við erum að blasta Emmsjé Gauta. Lagið er Þetta má, en í því kemur öðlingurinn Herra Hnetusmjör fram með Emmsjé okkar. Herrann sýnir hreint ótrúlega takta í laginu, hraði og flæði er líka hans sérgrein. Eins og stundum áður í myndböndum sést Kela trommara í Agent Fresco bregða fyrir - enda er ávallt prýði af þeim pilti. Lagið er af plötunni Sautjándi nóvember en hana má sækja frítt á heimasíðu tónlistarmannsins. Gjörið svo vel drengir!   https://www.youtube.com/watch?v=ObRbJbTHXMA&feature=share Lesa meira

Glowie gerir geggjaðan samning við plöturisa – Meikar það í útlöndum!

Söngkonan Glowie (Sara Pétursdóttir) var að undirrita samning við útgáfurisann Columbia í Bretlandi. Mbl greindi frá þessu í morgun. Glowie hefur unnið mikið að undanförnu með Pálma Ragnari Ásgeirssyni, lagahöfundi, sem er meðlimur StopWaitGo-teymisins. Lestu meira: Þegar Sara var að stíga sín fyrstu skref í tónlistinni birtum við á Bleikt viðtal við hana. Lestu það hér. Sindri Ástmarsson er umboðsmaður Glowie, en í samtali við Mbl segir hann að mörg plötufyrirtæki hafi sýnt söngkonunni áhuga og að hún hafi geta valið milli risanna. Sindri er enginn nýgræðingur þegar kemur að því að slá í gegn á erlendri grundu, hann var… Lesa meira

Íslenski kvartettinn Barbari tekur lagið í bíltúrnum – Æðislegt myndband

Barbari er íslenskur kvartett sem samanstendur af fjórum karlmönnum, þeim Gunnari Thor Örnólfssyni, Páli Sólmundi H. Eydal, Stefáni Þór Þorgeirssyni og Þórði Atlasyni. Barbari taka að sér söng við alls konar tilefni, tilvalið að fá þá í næstu veislu, kokkteilboð eða bara næsta partý! Þeir héldu sína fyrstu árshátíð hátíðlega um helgina og tóku lagið Swanee í tilefni dagsins. Lesa meira

Páll Óskar gefur út nýtt tónlistarmyndband

Poppgoðið Páll Óskar hefur glatt alla Íslendinga í dag því hann var að gefa út nýtt tónlistarmyndband. Þetta er textamyndband við lagið Einn dans. Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan á meðan þú dillir þér við þessa stuðtóna! Lesa meira

Þú munt aldrei trúa því hver átti upphaflega að syngja þessa poppslagara

Sum lög eru eins og hönnuð fyrir ákveðna tónlistarmenn, gætir þú til dæmis ímyndað þér Beyoncé að flytja Toxic sem Britney Spears gerði ódauðlegt? Eða Katy Perry að syngja Umbrella sem Rihanna sló í gegn með? Það hefði getað verið raunin en þessi lög voru upphaflega samin og boðin öðrum söngkonum. Skoðum því aðeins hvað hefði getað orðið. Það er auðvitað þannig í dag að tónlistarfólk sem semur sitt eigið efni algjörlega sjálft er í minnihluta, sérstaklega í popptónlist. Bransinn virkar því þannig að lagahöfundar semja lög, kannski með ákveðinn listamann í huga og bjóða þeim síðan að taka upp… Lesa meira

Allt á suðupunkti í Svíþjóð vegna úrslita í Eurovision

Sænskir sjónvarpsáhorfendur eru ævareiðir eftir lokakvöld sænsku undankeppni Eurovision en það var á laugardagskvöldið. „Hneyksli!“, „Söguleg kerfisvilla!“, „Hættum að nota dómnefnd!“, er meðal þess sem fólk hefur sagt og skrifað í kjölfar keppninnar. Eurovision er tekið mjög alvarlega í Svíþjóð og skiptir sænsku þjóðina miklu máli og tilfinningarnar eru heitar í þessu máli. Lesa meira