Bananabrauð – Uppáhalds uppskriftin mín

Á mínu heimili elska allir bananabrauð og ég er mjög dugleg að verða við þeirri beiðni að baka fyrir fjölskulduna þetta einfalda en sjúklega góða bananabrauð. En ég fékk þessa uppskrift fyrir nokkrum árum hjá vinkonu minni og ég kalla þetta alltaf “Bananabrauð Írisar” … einfaldlega BEST! Uppskrift: 1 bolli / 2dl sykur 1 egg 2-3 bananar (fer eftir stærð banananna og þroska) 2 bollar / 4dl hveiti 1 tsk lyftiduft 1 tsk matarsódi Aðferð: Sykur & egg þeytt saman – hér er lykilatriði að þeyta þetta mjög vel Bananar stappaðir og bætt út í Þurrefnum er svo öllum blandað… Lesa meira

Skotheld uppskrift af vatnsdeigsbollum og fjórar mismunandi fyllingar frá Hrönn Bjarna

Bolludagurinn er á mánudaginn og því algjörlega við hæfi að skella í nokkrar bollur. Ég hef sjálf aldrei verið mikið fyrir bakaríisbollur og finnst miklu betra að baka þær sjálf og fylla með einhverju nýju og spennandi. Ég er hér með grunnuppskrift af vatnsdeigsbollum og svo er ég með 4 mismunandi útfærslur á fyllingum í bollurnar   Grunnuppskrift – vatnsdeigsbollur (15 stk) 250 g vatn 125 g smjör 1 tsk salt 140g hveiti 3-4 egg (ég notaði 3 egg) Ofninn er hitaður í 200°. Vatn, smjör og salt sett í pott og brætt saman þar til suðan kemur upp. Þá… Lesa meira

Helgarbaksturinn – Snickers súkkulaðibomba með jarðaberjamús og saltkaramellu

Nýja uppáhalds kökutegundin mín eru svokallaðar drip kökur en þær eru ótrúlega fallegar og frekar einfalt að gera þær á marga vegu. Ég átti afmæli um síðustu helgi og skellti í eina drip köku í tilefni þess. Kakan sem ég gerði var gerð úr 4 súkkulaðibotnum, súkkulaðimús, jarðaberjamús, snickersbitum, saltkaramellu og saltkaramellusmjörkremi og því nóg að gera og allskonar mismunandi brögð að koma saman. Ég fékk allmargar fyrirspurnir um hana á snapchat (hronnbjarna) hjá mér og ákvað því að deila með ykkur uppskriftinni ef ykkur langar að prófa. Botnarnir 1 pakki Betty Crocker súkkulaðikökumix 0,5 dós 18% sýrður rjómi Útbúið… Lesa meira

Einföld og góð ráð til að undirbúa máltíðir: Tíma- og peningasparnaður

Ég er ein af þeim sem hefur gaman af því að elda, og elska að borða. Ég er líka ein af þeim breytir um persónuleika þegar svengdin bankar upp á og breytist í banhungrað skrímsli á stuttum tíma. Skrímslið tætir í sig hvaða mat sem fyrir verður þó ætlunin hafi ekki verið að hakka í sig súkkulaði stykki í staðin fyrir brokkolíið sem keypt var inn (ég þoli ekki þegar það gerist). Það sem virkar lang best fyrir mig og kemur í veg fyrir að skyndibita fantasíur mínar verði meira en bara fantasíur, er að vera ávalt skrefinu á undan. Yfirleitt… Lesa meira

Hrönn Bjarnadóttir byrjaði að skipuleggja eins árs afmæli dóttur sinnar áður en hún varð ólétt

Embla Ýr dóttir mín varð 1 árs 10. janúar síðastliðinn og því varð að sjálfsögðu að halda upp á þann stóra áfanga. Ég held að ég hafi varla verið orðin ólétt þegar ég byrjaði að plana eins árs afmælið hennar og pæla í hvaða þema ég vildi hafa og búa til allskonar lista og skipuleggja. Ég byrjaði svo fyrir alvöru að skipuleggja afmælið í október en þá ákvað ég að einhyrningarþema yrði fyrir valinu. Ég pantaði mest allt af skrautinu erlendis. Ég bjó allar veitingarnar til sjálf en málið flæktist aðeins þar sem við Embla greindumst báðar með lungnabólgu mánudaginn… Lesa meira

Hollur, góður og ódýr núðluréttur

Ég er oft með Kínanúðlur í matinn, eins og við kjósum að kalla þær á mínu heimili. Þær eru í mjög miklu uppáhaldi hjá mér, sérstaklega þar sem þetta er frekar ódýr matur en samt fáránlega góður og hollur-ish. Alltaf þegar ég er með þessar núðlur í matinn rigna inn spurningar á Snapchat um það hvernig við gerum þetta (eða ég geri nú reyndar ekki neitt heldur sér Arnór alfarið um að elda þennan rétt hehe) og ég átti alltaf eftir að gera færslu um þennan rétt og finnst tilvalið að gera það núna eftir smá “bloggstíflu” undanfarið. En ok… Lesa meira

Uppskriftir af gómsætum réttum fyrir veisluna frá Fríðu Björk

Eins og kom fram í síðustu færslu frá mér, þá varð ég fertug um daginn. Já, fertug. Í fyrsta sinn á ævinni, fannst mér ég vera farin að eldast og í fyrsta sinn upplifði ég þá tilfinningu að mér fannst erfitt að verða árinu eldri, sem er skrítið, því að á sama tíma er ég svo þakklát fyrir að fá tækifæri til þess að lifa eitt ár í viðbót, fagna einu árinu enn.  Ég hélt veislu. Ég ákvað að bjóða þeim sem mér standa næst að koma og fagna með mér, og ég er svo þakklát fyrir það að fólkið mitt gaf… Lesa meira

Uppskrift: Ómótstæðilegur prótein súkkulaðibúðingur Hönnu Þóru

Hanna Þóra er 29 ára Hafnfirðingur sem hefur brennandi áhuga á veisluskreytingum, bakstri og dúlleríi. Hún er líka snyrtifræðingur og viðskiptafræðingur, flugfreyja, i sambúð og tveggja barna móðir. Hanna Þóra er ein af þeim sem er með síðuna Fagurkerar.is. Hér útbýr hún prótein súkkulaðibúðing, sem er tilvalinn til að halda sykurpúkanum frá, sérstaklega núna í janúar. Uppskriftin Hálfur desilítri chia fræ Ein skeið súkkulaðipróftein 1-2 dl Mjólk  (Möndlu,kasjú,soya eða venjuleg allt eftir smekk) Ég nota double rich chocolate sem ég keypti í prótín.is sem er í síðumúla og er einnig með vefverslun www.protin.is Við höfum keypt þetta prótein í tæp… Lesa meira

Hrönn Bjarna: Jólakonfektið mitt

Hrönn Bjarna er ein af þeim sem er með síðuna Fagurkerar.is. Í dag birti hún uppskriftir af jólakonfekti. Ég er svo ótrúlega mikið jólabarn að ég er alltaf að leita mér að nýjum skemmtilegum jólaverkefnum. Eitt árið datt mér í hug að gera heimagert konfekt og gefa vinum og vandamönnum og eftir það hefur þetta verið stór hluti af jólaundirbúningnum á þessu heimili og er orðin algjör jólahefð. Fyrstu árin var þetta nokkuð saklaust.. ég gerði smá konfekt og skellti í nokkrar öskjur en núna er þetta orðin hálfgerð framleiðsla hjá mér og í ár geri ég 900 mola og… Lesa meira

Uppskrift: Berja Briochebrauð eftirréttur

Eftirréttur með bláberjum, rifsberjum, butterscotchbitum og brioche brauði bragðast jafn girnilega og það hljómar og lítur út á myndum. Undirbúningstími: 15 mínútur Bökunartími: 1 klukkustund Fyrir 12 Innihald: *1 Briochebrauð, dags gamalt *4 egg *1/2 bolli púðursykur *1/4 teskeið vanilla extract *1 teskeið kanill *¼ teskeið múskat *1/2 teskeið salt *3 bollar mjólkurrjómi *150 grömm bláber *150 grömm rifsber *1 bolli butterscotch bitar *1 matskeið flórsykur *Smyrðu fat með Pam spreyi eða smjörlíki. Skerðu brauðið niður og dreifðu yfir fatið. *Þeyttu saman egg og sykur. Bættu vanilla extract, kanil, múskat og salti saman við og þeyttu. Bættu rjómanum við. Helltu… Lesa meira

Uppskrift: Hanna Þóra eldar fljótlegan twister kjúkling í tortillu

Hanna Þóra er 29 ára Hafnfirðingur sem hefur brennandi áhuga á veisluskreytingum, bakstri og dúlleríi. Hún er líka snyrtifræðingur og viðskiptafræðingur, flugfreyja, i sambúð og tveggja barna móðir. Hanna Þóra er ein af þeim sem er með síðuna Fagurkerar.is og í gærkvöldi eldaði hún vinsælasta réttinn sinn og leyfði fylgjendum sínum að fylgjast með á Snapchat: Hannsythora. Uppskriftin og aðferðin er hér fyrir neðan og upplagt að adda Hönnu Þóru líka á Snapchat og fylgjast með eldamennskunni. Það leynist einn æðislegur og fjótlegur réttur í fjölskyldunni sem slær alltaf í gegn og kemur alltaf jafn mikið á óvart. Upprunalega var… Lesa meira

Uppskrift: Beikonvafinn kjúklingur

Beikon og kjúklingur eru tvö innihaldsefni sem bráðna í munni, saman eru þau ómótstæðileg. Beikonvafin kjúlli er eitthvað sem er einfalt, fljótlegt og girnilegt! Innihald: Kryddblanda: 1 teskeið hvítlauksduft 1 teskeið paprikuduft ½ teskeið cayenne pipar 1 matskeið hveiti ½ teskeið salt og svartur pipar Kjúklingur: 4 kjúklingalundir (eða bringur skornar í tvennt) 8 beikon sneiðar 2 matskeiðar púðursykur 1 teskeið olífuolía Leiðbeiningar: 1. Blandaðu hráefnum fyrir kryddblönduna saman í skál. 2. Veltu kjúklingnum upp úr kryddblöndunni. 3. Vefðu beikoni utan um kjúklinginn. 4. Veltu upp úr púðursykri. 5. Penslaðu með olífuolíu. 6. Settu í ofn á 200C í 25… Lesa meira

Uppskrift: Kjúklinga avókadó salat vefjur

Kjúklinga avókadó salatvefjur eru góðar fyrir partýið, hollusta í nestisboxið fyrir börnin eða foreldrana eða sem léttur kvöldmatur fyrir fjölskylduna. Uppskriftin er einföld og tilvalið að leyfa börnunum að taka þátt í matseldinni. Það má líka útbúa vefjurnar fyrirfram og frysta þær. Vefjurnar eru líka snilld ef maður á afgang af kjúklingi frá fyrri máltíð. Það er heldur ekki ástæða til að fylgja uppskriftinni alveg, kjúklingur, avókadó, jógúst og krydd eru uppistaðan og síðan má nota annað með sem til er í ísskápnum. Þegar búið er að hræra blönduna þá er afgangurinn leikur einn: smyrja blöndunni á vefjurnar og rúlla… Lesa meira

Besti heitirétturinn!

Já, ég lýg því ekkert þegar ég skírði færsluna besti heitirétturinn! Ég hef gert þennan rétt marg oft í veislum og klárast hann alltaf upp til agna og er ég alltaf beðin um uppskrift. Svo hér er hún komin á rafrænt form: Innihald: 2x mexíkó ostur (ég hef vanalega notað texmex ost en hann var ekki til og þessi réttur varð ekkert síðri) 1x skinku og beikonostur 1 líter rjómi Tæpir 2 pakkar brauðtertubrauð 1 pakki niðurskornir sveppir 3 pakkar pepperóní 1 stór beikon pakki Rifinn ostur Aðferð: Bræða í potti alla ostana með rjómanum á lágum hita, þegar það… Lesa meira

Átta glös á dag með nýju twisti

Hreinni húð, meiri orka, færri kíló, ef þú vilt ná þessum markmiðum án þess að hafa mikið fyrir þeim má er meiri vatnsdrykkja auðveldasta leiðin. Átta glös af vatni á dag segja fræðingarnir, en þó að það virðist einfalt markmið þá erum við ekki öll að ná því. Þá er hægt að hressa upp á vatnið og bæta nokkrum hráefnum við í vatnskönnuna. Heimild. Heimild. Lesa meira

Bananabrauðs granóla

Dana sem heldur úti heimasíðunni Minimalistbaker býr til uppskriftir sem innihalda tíu hráefni eða færri, ein skál dugar til að blanda hráefnum saman og það tekur 30 mínútur eða minna að útbúa réttinn. Bananabrauðs granólað, þar sem þú færð bananabrauð án þess að baka bananabrauð er ein þeirra. Bananabrauðs granólað er gómsætt, vegan og það er glútenlaust. Það er ríkt af hollri fitu, Omega 3 og 6, próteini og trefjum. Og það tekur aðeins 30 mínútur að útbúa, auk þess að vera kjörinn morgunmatur eða biti milli mála. BANANABRAUÐS GRANÓLA Undirbúningstími: 5 mínútur Eldunartími: 25 mínútur Vegan granóla sem tekur 30 mínútur… Lesa meira

Byrjaðu daginn á kaffishake

Þessi shake gæti verið lausnin fyrir þá sem vilja hollan shake eða smoothie á morgnana, en þurfa líka á kaffibollanum sínum að halda. Grænn hnetusmjörs mokka prótein shake Innihald 1 banani 1-2 bollar spínat (það má líka blanda saman spínati og grænkáli til helminga) 1 teskeið instant kaffi 1-2 teskeiðar hnetusmjör 1 matskeið súkkulaði próteinduft 3-4 ísmolar 1 bolli möndlumjólk Leiðbeiningar Settu öll hráefnin í blandara og blandaðu saman þar til blandan er orðin slétt. Heimild.   Lesa meira