Kynverur og kíló – Hvaða áhrif hefur mikið þyngdartap á kynlífið?

Hvernig er eiginlega fyrir kynveru að missa 40 kíló? Hvað skyldi breytast í kynlífi og upplifun af eigin líkama? Þessum spurningum var velt upp í síðasta þætti Rauða sófans, sem frumsýndur var á föstudagskvöldið á ÍNN. Gestu Röggu í Rauða sófanum var Svanhvít Thea Árnadóttir, en hún fór í magabandsaðgerð fyrir 3 árum og hefur misst 40 kíló! Horfðu á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan: https://vimeo.com/219269976 Lesa meira

„Geimverujóga“ er nýtt trend á Instagram – Frekar óhugnanlegt

Ef það sem hræðir þig mest við jóga er að prumpa óvart þegar þú ert að skipta um erfiðar stellingar þá hefur þú ekki séð geimverujóga. Harðkjarna jógafólk getur gert ýmislegt við líkamann sinn sem er frekar óhugnanlegt. Upphaflega kallast þessi tegund af jóga „Nauli,“ en hefur verið kallað „Alien Yoga“ samkvæmt Independent. Þessi aldagamla jóga hreyfing, sem er nú vinsælt trend á Instagram, snýst í grunninn um að anda alveg út áður en þú „einangrar kviðinn“ og sýgur hann svo undir rifbeinin. Þegar þú sérð hreyfinguna þá áttu eftir að átta þig á af hverju þetta er kallað geimverujóga. https://www.instagram.com/p/BSb6nMkDLnY/… Lesa meira

Þú getur falið skallann með „man bun“ – Myndir

Fótboltamaðurinn Gareth Bale sem spilar með Real Madrid vakti athygli á Euro 2016 þegar sást glitta í skalla í gegnum hársnúðinn hans. Heimildamaður nátengdur honum sagði að Gareth hafi verið að nota strákasnúð í smá tíma til að fela skallann sinn sem var nýtilkominn. Þessar fregnir leiddu til þess að fleiri karlmenn ákváðu að prófa þetta sjálfir og niðurstaðan er ótrúleg. Það þarf samt að hafa varann á og passa að snúðurinn sé ekki of strekktur. Því það getur farið illa með hárið og þarft þá mögulega að kveðja það fyrr en þú bjóst við. Við viljum samt hafa það á hreinu… Lesa meira

Naggrísir með stórfenglegt hár

Hvað eiga Rapúnsel, Ariana Grande og naggrís sameiginlegt? Ef þú giskaðir á hár þá hefurðu rétt fyrir þér! Það eru til margar tegundir af naggrísum en Abyssinian, Peruvian, Coronet og Silkie naggrísir eru þekktir fyrir einstaklega tignarlegan og stórfenglegan feld. Það er þó ekki eins auðvelt að hugsa um feldinn og það er að dást að honum en það þarf að gæta hans vel. Sjáðu nokkra naggrísi með stórfenglegt „hár“ hér fyrir neðan. Bored Panda tók saman. Lesa meira

Svona myndu dýrin úr Disney teiknimyndunum líta út ef þau væru manneskjur

Við elskum öll dýrin úr Disney teiknimyndunum því þau eru svo töfrandi, skemmtileg og fyndin! Eitt af því skemmtilegasta við þau er að þau tala flest, sem gerir þau mannleg. En hefurðu einhvern tíman velt því fyrir þér hvernig þau myndu líta út sem mannfólk? Þú þarft ekki að velta því fyrir þér mikið lengur því Bright Side gerði nokkrar myndir af dýrunum sem manneskjur. Frekar nákvæmt verðum við að segja! #1 Timon og Pumbaa – The Lion King #2 Po – Kung Fu Panda #3 Scrat – Ice Age #4 SpongeBob SquarePants #5 Judy, Nick og Flash – Zootopia… Lesa meira

Algengustu lygarnar sem við segjum á samfélagsmiðlum – Myndband

Við höfum flest öll gerst sek um að sykra aðeins raunveruleikann á samfélagsmiðlum. Við eigum það til að draga upp glansmynd sem er ekki sönn eða finnast við knúin til að þykjast vera eitthvað annað en við erum, til að ganga í augun á öðrum. Eins og að taka mynd af eina hreina herberginu heima hjá okkur og merkja það með einhverjum myllumerkjum sem snúa að hreinu heimili og dugnaði. Eða klæða okkur upp í íþróttagallann til að taka sjálfsmynd í ræktarspeglinum eða farða okkur bara til að taka sjálfsmynd. Ditch the Label og Boohoo tóku sig saman og gerðu myndband um… Lesa meira

Hann lofaði að eyða deginum með kærustunni en svaf yfir sig – Hún hefndi sín stórkostlega

Natalie Weaver og kærasti hennar Stephen Hall voru búin að ákveða að eiga skemmtilegan sunnudag saman. Nema hvað að Stephen kom heim blindfullur nóttina áður og svaf eins og steinn í gegnum daginn. Natalie var frekar svekkt að plön dagsins væru ónýt og ákvað að hefna sín á meistaralegan hátt. Þar sem hann svaf svo fast þá tókst henni að farða hann, gerviaugnhár og allt, og maður getur ekki annað en sagt að útkoman sé stórglæsileg. Þegar Stephen vaknaði næsta morgun þá beið hans óvæntur glaðningur þegar hann kíkti í spegilinn. „Hann var mjög hissa og spurði hvað hafi gerst.… Lesa meira

Grafískur hönnuður finnur Pantone liti í landslagi og borgum

Andrea Antoni er ítalskur grafískur hönnuður sem leitar að Pantone litum víðs vegar um heiminn. Hann minnir okkur á að skoða litríku náttúruna í kringum okkur, því hún er svo ótrúlega falleg. Andrea finnur Pantone liti í alls konar landslagi, borgum og bæjum. Hann tekur mynd af umhverfinu ásamt höndinni sinni sem heldur á Pantone litaspjaldi. „Sem grafískur hönnuður hef ég alltaf elskað Pantone litaspjöld, þó mun meira fyrir glaðværðina og litina heldur en þeirra ætlaða tilgangi,“ sagði Andrea við Creators. Til að sjá meira frá Andrea Antoni þá getur þá fylgt honum á Instagram. Lesa meira

Orðin þreytt á venjulegum augabrúnum? Þá eru kannski „carved brows“ fyrir þig

Ertu orðin þreytt á venjulegum augabrúnum? Finnst þér kominn tími til að taka augabrúnirnar þínar á annað stig? Þá átt þú eftir að fýla þetta nýja Instagram trend! Á Instagram er trendið kallað „carved brows“ við köllum þær þá „útskornar augabrúnir“ eða sleppum alfarið að þýða trendið yfir á íslensku. Texasbúinn Alexa Link er förðunarfræðingurinn á bak við trendið sem snýst um að gera skarpar línur í kringum augabrúnirnar þínar. Skoðaðu myndirnar hér fyrir neðan og sjáðu hvort þetta sé mögulega eitthvað fyrir þig! https://www.instagram.com/p/BTxypeIB0Up/ https://www.instagram.com/p/BTYGHwshTk4/ https://www.instagram.com/p/BTf0VpOBPUT/ https://www.instagram.com/p/BToxfnzhGmn/ https://www.instagram.com/p/BThclmnFtda/ https://www.instagram.com/p/BT0K_rwhi4A/ https://www.instagram.com/p/BTj7GAFDzKV/ https://www.instagram.com/p/BT2BqMMgvJF/ Hvað ætli sé næst?! Það eru sífellt ný… Lesa meira

Hættum að bera okkur saman við óraunhæfar staðalímyndir: Myndband sem sýnir hvernig myndir eru lagfærðar

Við vitum það flest að tísku- og fegurðarljósmyndir eru langt frá raunveruleikanum. En vitum við hversu mikið myndirnar eru lagfærðar í raun? Hversu mikil vinna fer í að lagfæra aðeins eina mynd? RARE Digital Art gaf út myndband sem sýnir sex klukkustunda vinnu sem fór í að lagfæra eina ljósmynd, á aðeins 90 sekúndum. Myndbandið sýnir okkur að við eigum ekki að bera okkur saman við myndirnar sem við sjáum í tískutímaritunum, auglýsingum og meira að segja samfélagsmiðlum þar sem fólk á það til að lagfæra sjálft myndirnar sínar í snjallsímum. Hættum að bera okkur saman við óraunhæfar staðalímyndir. Það er… Lesa meira

Ótrúleg húðflúr sem eru ein samfelld lína

Húðflúrarinn Mo Ganji frá Berlín er meistari í að gera húðflúr sem eru ein samfelld lína en eru samt sem áður ótrúlega fallegar og listrænar myndir. Þó svo hann hafi byrjað að flúra fyrst árið 2014, hefur hann skapað sér sérstöðu í bransanum með þessari mínímalísku nálgun. „Allt hérna kemur frá sömu orkunni. Allir eru einn. Ein samfelld orka fer áfram og áfram og áfram,“ sagði hann við Washington Post um hugmyndina á bak við listina. Mo Ganji veit eitt og annað um einfaldan lífsstíl. Hann hætti í fyrirtækjavinnu þar sem hann naut mikillar velgengni til að eltast við ástríðu sína. Sjáðu verkin… Lesa meira

Færsla móður um að máta bikiní með dóttur sinni hefur vakið mikla athygli

Brittney Johnson fór að versla með dóttur sína fyrir skömmu. Á meðan þær voru að máta sundföt þá sagði dóttir hennar eitthvað við hana sem hafði mikil áhrif. Brittney ákvað að segja frá reynslunni á Facebook og síðan þá hefur færslan farið eins og eldur í sinu um netheima og fengið mikla og verðskuldaða athygli. „Ég var að senda myndir af mér í bikiní til vinkvenna minna til að fá „já eða nei?!“ því þetta er eitthvað sem við bara gerum,“ skrifaði hún. „Og síðan sendi ég þessa mynd. Sérðu ljúfu stelpuna í horninu? Í hálfum kjól og í bikiní… Lesa meira

Bára: „Er ekki svolítið skrýtið að kenna eins árs gömlu barni lag um að eitthvað við líkamann þeirra sé ljótt?“

Bára Ragnhildardóttir bloggari á Ynjum birti pistil um ballett námskeið sem tveggja ára dóttur hennar fór á fyrir skömmu. Í ballett tímunum lærði hún nýtt orð: Ljótar. „Er ekki svolítið skrýtið að kenna eins árs gömlu barni lag um að eitthvað við líkamann þeirra sé ljótt? Hverju er verið að planta í hausinn á þeim?“ Skrifar Bára í pistlinum. Bára gaf Bleikt góðfúslegt leyfi til að birta pistilinn í heild sinni sem birtist fyrst á Ynjum. Ég skráði tæplega 2 ára gamla dóttur mína í ballett fyrir stuttu. Þetta var stutt námskeið fyrir tveggja ára börn sem mér fannst kjörið að… Lesa meira

Sjáðu hvernig þessar stjörnur líta út með 90’s augabrúnir

Tíundi áratugurinn var ekki góður áratugur fyrir augabrúnir. Plokkarinn var í miklu uppáhaldi og augabrúnir plokkaðar svo mikið að aðeins þunn lína sat eftir. En þetta var nú tískan og hver veit nema þetta komi aftur í tísku eftir einhver ár? Vonum samt nú ekki! Sjáðu hér fyrir neðan á myndum frá Elle hvernig nokkrar stjörnur líta út með svo kallaðar „90‘s“ augabrúnir. Og já það er frekar furðulegt! Cara Delevingne Beyoncé Emilia Clarke Lily Collins Kate Middleton Kim Kardashian FKA Twigs Janelle Monáe Solange Willow Smith Zendaya Jennifer Conelly Brooke Shields Gigi Hadid Zoe Kravitz Rihanna Priyanka Chopra Audrey… Lesa meira

Lilja er listakona með förðunarburstann – Ný förðun daglega í 100 daga

Lilja Þorvarðardóttir er förðunarfræðingur sem útskrifaðist úr Mask makeup academy & airbrush á síðasta ári. Lilja hefur mikla listræna hæfileika og á það til að týna sjálfri sér í listinni sinni. Hún er algjör hrútur, með gríðarlegan athyglisbrest og á það til að fara langt út fyrir ramman þegar hún leikur sér með förðunarburstan. Lilja ákvað á dögunum að skora á sjálfa sig með nýju verkefni þar sem hún gerir eina nýja förðun á sjálfa sig á hverjum degi í hundrað daga. Ég rakst á myndir af listaverkunum sem Lilja farðar á sig fyrir tilviljun, og heillaðist gjörsamlega af þessari… Lesa meira

Svona mun mannfólk líta út eftir þúsund ár samkvæmt vísindum – Myndband

Hefur þú einhvern tíman hugsað hvernig mannfólk mun líta út eftir þúsund ár? Mannveran er í stöðugri þróun og það er áhugaverð pæling að hugsa hvernig við eigum eftir að líta út eftir þúsund ár. Kannski verðum við hálf mennsk og hálf vél? Eða þegar við ætlum að heimsækja ættingja þá kíkjum við jafnvel til Mars? Tech Insider fer yfir hvernig mannfólkið mun þróast og líta út árið 3017. Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan. Hvernig lýst þér svo á framtíðina? Lesa meira

Hydra Genius er rakabomba í vökvaformi

Æðislegu Hydra Genius nýjungarnar frá L’Oréal eru komnar til landsins í tæka tíð fyrir sumarið. Hydra Genius eru æðisleg ný og næringarrík rakakrem í formi vökva sem eru innblásin af asískum húðvörum. Formúla Hydra Genius rakakremanna er einstök þar sem kremið breytist í hálfgert vatn þegar það kemst í snertingu við húðina. Kremið inniheldur Aloe vatn og Hyaluronic sýru sem sjá til þess að húðin dregur það í sig við fyrstu snertinu og tryggir 72 klukkustunda raka! Þar sem húðin dregur í sig rakann um leið og kremið er sett á hana er tilvalið að bera það á húðina undir… Lesa meira

Sumarleg lökk frá essie

Nú er sumarið komið og því kominn tími til að draga fram alla klassísku Essie sumarlitina! Essie lökkin eru fullkomin fyrir sumarið þar sem þau gefa nöglunum æðislegan lit og frábæra endingu. Hér má sjá nokkra af okkar uppáhalds Essie sumarlitum sem fást alltaf á sölustöðum Essie. Tart deco Tart deco er litur maímánaðar hjá Essie og það ekki af ástæðulausu! Þessi æðislegi appelsínuguli litur hefur ratað inni í hjörtu margra hér á landi enda fullkominn sumarlitur.   Sand Tropez Það þurfa allir að eiga einn glæsilegan nude lit fyrir sumarið og Sand Tropez er einmitt sá litur! Þessi gullfallegi… Lesa meira

Dulkynja fyrirsæta starfar bæði sem kona og karl til að skora á staðalmyndir kynjanna

Rain Dove er dulkynja fyrirsæta sem gengur niður tískupallana í bæði kvenmannsfötum og karlmannsfötum. Dulkynja er þýðing á enska hugtakinu androgyny og vísar til kyngervis sem felur í sér hluta af bæði karl- og kvenleika. Þó svo að Rain hefur ekki alltaf séð sig sjálfa sem dulkynja þá sá hún sig sem „ljóta konu.“ „Ég hef aldrei verið með slæmar tilfinningar varðandi þetta, mér fannst bara að ég væri kannski þessi eina stelpa,“ sagði Rain við After Ellen. Oft á tíðum heldur fólk að Rain sé karlmaður og hún leiðréttir þau ekki. Í staðinn tekur hún þessum „misskilningi“ sem ávinning… Lesa meira

Húðflúr sem breyta örum í listaverk

Húðflúr hafa mismunandi merkingu fyrir mismunandi fólk alls staðar í heiminum. Fyrir suma eru húðflúr ekkert annað en tískuyfirlýsing, meðan aðrir fá sér þau vegna menningarlegra ástæðna eins og Maórar. Margir fá sér húðflúr til að minnast manneskju, tíma eða aðstæðna. En sumir fá sér húðflúr af allt öðrum ástæðum, eins og til að hylja ör. Sjáðu hérna myndir sem Bored Panda tók saman af húðflúrum sem hafa breytt örum í listaverk. #1 #2 #3 #4 #5 #6 #7 #8 #9 #10 #11 #12 #13 #14 #15 #16 #17 #18 #19 #20 #21 #22 #23 #24 #25 #26 Lesa meira

Sjáðu hvernig stíll drullusokka hefur þróast síðastliðin 70 ár

Einu sinni var mjög auðvelt að taka eftir drullusokknum með skeljahálsmen og svo mikið gel í hárinu að það var hægt að brjóta það. En stíll þróast sem gerir það erfiðara fyrir mann að finna út hvaða gaura maður á að forðast eins og heitan eldinn. Sem betur fer gerðu Circa Laughs nýtt myndband þar sem þau sýna „70 ára þróun drullusokks stílsins“ og sést að sjálfsögðu glitta í „man-bun.“ Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan. Lesa meira

ENGLA PRIMER

Mig langaði að sýna ykkur vöru frá NYX sem ég er búin að vera að nota fáránlega mikið undanfarna mánuði. Varan er Angel Veil Skin Perfecting Primerinn en hann fékk ég í jólagjöf frá merkinu síðastliðinn desember. Primerinn er silíkon farðagrunnur svo ef þið fílið ekki svoleiðis grunna þá hentar þessi ykkur örugglega ekki, en ef þið hinsvegar elskið þá eða vitið ekki hvað það þýðir þá skuluð þið endilega lesa meira. Silíkon farðagrunnar sitja ofan á húðinni eins og hula þar sem þeir fylla upp í húðholur og fínar línur og sjá til þess að allur farði sem er settur… Lesa meira

Stjörnurnar glæsilegar á MTV kvikmynda- og sjónvarpsverðlaunahátíðinni

MTV kvikmynda- og sjónvarpsverðlaunahátíðin var haldin í gær í Los Angeles. Beauty and the Beast vann í flokknum besta kvikmyndin. Emma Watson var valin besti leikari í kvikmynd fyrir leik sinn í Beauty and the Beast, Millie Bobby Brown var valin besti leikari í sjónvarpsþætti fyrir leik sinn í Stranger Things sem einnig unnu til verðlauna sem bestu sjónvarpsþættirnir. Hér getur þú séð lista yfir allar tilnefningarnar og sigurvegarana. Eins og venjan er í Hollywood þá mættu stjörnurnar á rauða dregillinn í sínu fínasta pússi. Sjáðu hér fyrir neðan brot af tískunni á hátíðinni.   Lesa meira

Rúnar er búinn að léttast um 13 kíló – „Við vitum öll hvaða kvillar fylgja offitu, bæði andlegir og líkamlegir“

Byrjum þetta á smá sprengju: Mér finnst illa gert af fólki að leyfa sér að verða of þungt. Ekki misskilja mig! Þetta þýðir ekki að ég sé að setja út á fólk í ofþyngd, heldur er ég að segja að innst inni vitum við öll að við eigum ekki að fara illa með okkur. Þetta eru engir fegurðarstaðlar, heldur er þetta blákaldur raunveruleikinn. Mér finnst umræðan um að það eigi að leyfa hverjum og einum að vera eins og hann er af því að hann er ánægður í sínum líkama einfaldlega ekki eiga rétt á sér, og beinlínis vera hættulegar… Lesa meira