Húðflúrsstofa býður upp á að hylja yfir rasísk og klíkutengd húðflúr frítt

Á húðflúrsstofunni Southside Tattoo í Baltimore, Maryland, getur fólk látið hylja rasísk og klíkutengd húðflúr. Dave Cutlip eigandi stofunnar gerir "cover up" yfir húðflúrin án endurgjalds. „Þetta byrjaði þegar einhver kom inn og bað mig um að fjarlægja klíkuhúðflúr af andlitinu hans. Ég gat séð að hann fann til. En að vera alveg hreinskilinn þá gat ég ekki hjálpað honum,“ sagði Dave við GOOD. Eftir að hafa átt langar samræður við manninn þá hreyfði saga hans við Dave. Maðurinn fór frá því að vera klíkumeðlimur í fangelsi yfir í að verða „afkastamikill meðlimur samfélagsins“ með vinnu, eiginkonu og börn. Eiginkona Dave tók hann þá til hliðar og sagði við hann að hann gæti… Lesa meira

„Six-pakk gerði mig ekki hamingjusama“ – Ótrúleg breyting á líðan eftir að hún hætti í vaxtarrækt

Jolene Nicole Jones var í vaxtarrækt. Hún æfði mikið og oft, fylgdi ströngu matarræði og átti lítið félagslíf. Hún áttaði sig á því að hún var ekki hamingjusöm og ákvað að gera eitthvað í því. Hún deildi færslu á Facebook ásamt mynd af sér þar sem hún sýnir þær líkamlegu breytingar sem hafa átt sér stað eftir að hún setti hamingjuna í fyrsta sæti. Hún segir frá ótrúlegum breytingum á líðan sinni í kjölfarið. „Þetta er ekki þessi hefðbundna „fyrir og eftir“ mynd. Ég fór frá því að vera stjórnað af lýjandi ræktarplani, vigta kjúkling og að hafa prótein sjeika… Lesa meira

Þú trúir því líklega ekki, en þetta er sami maðurinn

Á unglingsárunum var Martyn Ford ekkert frábrugðinn öðrum unglingum; hann var hár og grannur og vakti svo sem ekki mikla eftirtekt eða athygli. Á fullorðinsárunum fór hann að hafa mikinn áhuga á líkamsrækt, svo mikinn að í dag er hann algjört vöðvafjall. Á myndinni hér að neðan má sjá hann þegar hann var unglingur og svo hvernig hann lítur út í dag. Ford er eigandi líkamsræktarstöðvar á Englandi, Better Bodz Gym, þar sem hann stundar lyftingar af kappi. Í dag vegur hann tæp 150 kíló og hefur hann vakið athygli kvikmyndaframleiðenda. Hann fer til dæmis með hlutverk í kvikmyndinni Undisputed… Lesa meira

Varalitapalletturnar frá L’Oréal: Hvaða týpa ert þú?

Varalitapalletturnar frá L'Oréal er hægt að fá hlutlausar eða litsterkar svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Litirnir hjálpa þér að fullkoma þinn lit á vörunum og jafnvel er hægt að blanda litunum saman og gera þannig enn fleiri liti úr þeim sex sem eru í hverri pallettu. Formúlan í varalitunum er hin vel þekkta og vel nærandi Color Riche formula sem gefur þéttan lit, góðan raka og fallegan glans. Hvaða týpa ert þú? Lesa meira

Leitin að hinu fullkomna andliti

Greinin birtist fyrst á vefsíðu Lifandi Vísindi og fékk Bleikt góðfúslegt leyfi til að birta hana með lesendum. Fegurð fer ekki aðeins eftir smekk eða menningu. Nýjar rannsóknir benda til að skynjun okkar á fallegu andliti sé að stórum hluta meðfædd. Vísindamenn geta meira að segja mælt sérstök heilaviðbrögð gagnvart fegurð. Það er vissulega óréttlátt, en fjölmargar rannsóknir hafa þó staðfest þetta á síðari árum: Útlitið hefur áhrif á líf okkar allt frá vöggu til grafar. Starfsfólk á fæðingardeildum sinnir fallegu börnunum betur en hinum. Í leikskóla og skóla verða fallegri börnin í uppáhaldi og kennurum hættir til að skella skuldinni fyrir… Lesa meira

Nú getur þú fengið þér fidget spinner varasalva!

Í maí greip nýtt æði íslensk börn og ungmenni, leikfang sem kallast á ensku fidget spinner. Fljótt var leikfangið á boðstólnum í flestum stórverslunum og um land allt og var ekki hjá því komist þegar gengið var um götur bæjarins að sjá nokkrar svona þyrilsnældur eins og sumir vilja kalla þær. Nú er kominn fidget spinner með varasalva. Þú getur þá "spinnað" og sett á þig varasalva með sömu græjunni, allt saman mjög hentugt. Varan kallast GlamSpin og kemur í verslanir Sephora í ágúst. BuzzFeed Product Labs og Taste Beauty unnu saman að vörunni sem inniheldur þrjá varasalva með ávaxtabragði. Þú… Lesa meira

Stjörnurnar stórglæsilegar ómálaðar

Fræga fólkið hefur mikil áhrif á okkur og sýn okkar á heiminn. Við ölumst upp við að sjá stjörnurnar í sjónvarpinu, auglýsingum, tímaritum, kvikmyndum og á fleiri stöðum. Hægt og rólega byrjar ákveðin ímynd að skapast í huganum okkur, bjöguð ímynd um hvað er fallegt og hvað er fullkomið. Ímynd sem á sér ekki stoð í raunveruleikanum. Förðunarmeistarar, hárgreiðsumeistarar, rándýr tískuföt, photoshop og fleira spilar inn í uppbyggingu á þessum bjagaða raunveruleika sem við berum okkur saman við. Okkur finnst stundum við aldrei nógu góðar eða fallegar því við lítum ekki út eins og stjörnurnar sem eru óaðfinnanlegar í tímaritunum eða á rauða… Lesa meira

Hann fór í klippingu og skeggsnyrtingu – Ótrúlegur munur

Við höfum öll séð þætti þar sem fólki er gefið dramatískt „makeover“ og það endar með að líta allt öðruvísi út. Fólkið fær nýja hárgreiðslu, förðun, ný föt og jafnvel skipta út gleraugunum fyrir linsur eða breyta hárlitnum sínum. En stundum getur aðeins einföld klipping breytt öllu. Reddit notandinn WalterWhiteBoy16 fór einmitt í klippingu sem gjörbreytti honum í útliti. Klippingin hans var svo flott og áhrifamikil að hann hrósaði rakaranum sínum: „Rakarinn minn er guðdómleg hetja,“ skrifaði hann á Reddit. „Ég flutti nýlega í nýja borg og var að leita að rakara. Ég fann þessa mynd á Instagram og byrjaði að reyna að finna út úr hver hafi deilt… Lesa meira

Stefanía: „Ég trúi þessu ekki enn þá. Litla Bolla Beikon, eins og mamma kallar mig, að fara í Ungfrú Ísland?“

Stefanía Tara Þrastardóttir er 22 ára stelpa frá Akureyri. Hún er búsett eins og er í Hvalfjarðarsveit með kærastanum sínum. Hún hefur alltaf verið mikil áhugamanneskja um förðun, hár, neglur og tísku. Stefanía hefur sungið síðan hún man eftir sér og er það hennar helsta áhugamál. Stefanía hefur starfað með börnum síðasta eitt og hálft ár en hún segir að draumurinn sinn sé að stofna eigin fyrirtæki og vera sinn eiginn herra. „Það fyrirtæki myndi alltaf beinast að mínum áhugamálum á einn eða annan hátt,“ segir Stefanía í samtali við Bleikt. Hún er að taka þátt í Ungfrú Ísland í… Lesa meira

Kelly Clarkson svarar nettrölli sem kallaði hana feita – Aðdáendur elska það

Kelly Clarkson var með frábært svar við nettrölli sem líkamsskammaði hana á Twitter í gær. Söngkonan Kelly Clarkson, sem er fyrsti American Idol sigurvegarinn, kann svo sannarlega að svara fyrir sig og sýndi að henni er alveg sama hvað fólki finnst um þyngd hennar. Einhver tístaði til hennar: „Þú ert feit“ og svaraði Kelly „og enn þá f**king frábær.“ ....and still fucking awesome 😜 https://t.co/LvFgIITaTX — Kelly Clarkson (@kelly_clarkson) July 5, 2017 Aðdáendur elskuðu þetta snilldar svar Kelly og fögnuðu því á Twitter: I LOVE YOU SO MUCH!!! pic.twitter.com/wfUehom9FE — Yvette (@atleve) July 5, 2017 She's sexy as hell! I'm gay and Kelly makes me reconsider. — Tyson Jones (@tysonjones) July 5, 2017… Lesa meira

Kristín: „Þær eru fimmtán ára og þær hata á sér píkuna. Sem er auðvitað helber sturlun“

„Stelpur eru sumar svo óánægðar með líkamspart, sem er ekki einu sinni sjáanlegur utan á þeim, að þær fara og láta skera í hann. Svo hann sé líkari sléttri og symmetrískri klámfyrirmyndinni, sem er ekki einu sinni presenteruð fyrir stelpurnar sjálfar, heldur er hún fjöldaframleidd fyrir stráka. Ógeðslega ergilegt,“ segir Kristín Ólafsdóttir í Bakþanka Fréttablaðsins í dag. Kristín segir að umfjöllun BBC um breskar stúlkur sem leita æ oftar til lýtalækna vegna þess að þær þola ekki píkuna á sér sé kveikjan að pistlinum. „Þær eru fimmtán ára og þær hata á sér píkuna. Sem er auðvitað helber sturlun,“ skrifar Kristín. Hún… Lesa meira

Láttu förðunina endast allan daginn með L’Oréal

Mikilvægur þáttur í fallegri förðun er góður grunnur og lokaskref svo förðunin endist vel og lengi. Við mælum með því að þú prófir þessar dásamlegu vörur frá L'Oréal með þínum uppáhalds farða. Konur um allan heim eru að missa sig yfir Infallible farðagrunninum og fixing mist spreyinu og ekki skemmir verðið fyrir.   Infallible Priming Base Eftir að þú setur á þig rakakrem þá grunnar þú andliitið með Infallible Priming Base farðagrunninum sem er fullkomlega mattur og hentar vel undir alla farða. Þetta er gelkenndur primer sem fyllir vel upp í húðholur án þess að stífla og gerir húðina ómótstæðilega mjúka.… Lesa meira

Unglegar mæðgur vekja athygli – 63 ára móðir og þrjár dætur í kringum fertugt

Þessi taívanska fjölskylda er mögulega unglegasta fjölskylda sem við höfum séð. Fyrst kom innanhúshönnuðurinn og tískubloggarinn Lure Hsu öllum á óvart með unglegu útliti sínu en hún er 41 árs. Útlit hennar vakti mikla athygli og það tók ekki langan tíma fyrir netverja að átta sig á því að hún er ekki sú eina í fjölskyldunni sinni sem er svona ungleg. Lure á tvær systur, Sharon 36 ára og Fayfay 40 ára. Báðar líta einnig út fyrir að vera helmingi yngri en þær eru. Dæturnar fengu þetta unglega útlit frá móður sinni en þú átt aldrei eftir að geta giskað á aldur hennar með því að horfa á mynd af henni. Hún… Lesa meira

Börn voru spurð hvernig þau eru öðruvísi – Fallegt myndband

Þetta gæti verið með því krúttlegasta sem þú horfir á í dag, jafnvel í vikunni. Í nýlegri auglýsingu fyrir barnastöð BBC, Cbeebies, var spurt nokkur vinapör hvernig þau eru frábrugðin hvort öðru. Svörin þeirra sýna það svo sannarlega að börn sjá heiminn öðruvísi en fullorðnir. Auglýsingin hefur vakið mikla athygli og hafa yfir 29 milljón manns horft á myndbandið. Lesa meira

Eminem er kominn með dökkt hár og skegg – Hvar er hinn raunverulegi Slim Shady?!

Rapparinn Eminem hefur eiginlega alltaf litið eins út. Hugsaðu um það, hefur Eminem einhvern tíman ekki litið út eins og Eminem? Hinn raunverulegi Slim Shady er þekktur fyrir ljósa stutta hárið sitt og vel rakaða andlit. Hann hefur þó verið með dökkt hár áður en alltaf vel rakaðar mjúkar kinnar, enda auðvelt að gleyma því að hann er kominn á fimmtugsaldur. Í síðustu viku mætti Eminem á frumsýningu The Defiant Ones með dökkt hár og dökkt skegg. Hann lítur að sjálfsögðu stórglæsilega út en það er bara eitthvað svo skrýtið að sjá hann með skegg. Eminem deildi mynd af sér með… Lesa meira

Svona virkar Colorista frá L’Oréal – Myndband

Colorista hárvörulínan frá L’Oréal er loksins komin til landsins.  Colorista er stórglæsileg hárvörulína sem inniheldur allt frá permanent litum yfir í svokallaða washout liti sem skolast út eftir nokkra þvotta ásamt spreyjum og æðislegum pökkum til að gera dásamlegar balayage strípur eða tryllt ombré. Colorista Washout litirnir skolast úr hárinu eftir um það bil eina eða tvær vikur. Það eru 10 æðislegir litir í boði svo því er hægt að leika sér með liti án skuldbindingar. Ásamt Washout litunum kemur einnig í sölu svokallað Fader shampó sem hjálpar hárinu að losna við litinn fyrr sé þess óskað. Hvaða lit hefur… Lesa meira

Dóttir kallar mömmu sína „feita“ – Svar móður hennar hefur vakið mikla athygli

Þegar Allison Kimmey sagði börnunum sínum að það væri kominn tími til að fara upp úr sundlauginni varð dóttir hennar svo fúl að hún sagði við bróður sinn „mamma er feit.“ Allison ákvað að kenna þeim lexíu. Eftir að þau komu heim þá vildi Allison spjalla aðeins við börnin. „Sannleikurinn er sá að ég er ekki feit. Það ER enginn feitur. Það er ekki eitthvað sem þú ERT. En ég er MEÐ fitu. Við erum ÖLL með fitu. Hún verndar vöðvana og beinin okkar og gefur okkur orku,“ sagði Allison við börnin sín. Hún kenndi börnunum sínum að „feitur er… Lesa meira

L‘Oreal Glam Beige Healty Glow: Létt og ljómandi húð í sumar

Nú þegar sólin er farin að láta sjá sig og margir komnir með smá lit er tilvalið að nota léttari farða á daginn. Glam Beige Healty Glow línan frá L‘Oreal er fullkomin fyrir sumartímann en þetta eru dásamlegar vörur með létta og náttúrulega áferð. Glam Beige Healty Glow Foundation er litað dagkrem sem er fáanlegt í tveimur litatónum. Farðinn inniheldur SPF 20 til að vernda húðina fyrir hættulegum geislum sólarinnar og gefur húðinni fallegan sólkysstan lit. Sólarinnar. Glam Beige Healthy Glow púðrið má nota á allt andlitið eða á hápunkta þess til þess að fá fallegan sólbrúnan lit. Áferð púðursins… Lesa meira

Courteney Cox hefur losað sig við andlitsfyllingarnar: „Mér líður betur því ég lít út eins og ég sjálf“

Leikkonan Courteney Cox hefur losað sig við fyllingarnar í andlitinu sínu. Í ágúst í fyrra sagðist hún sjá eftir því að hafa barist gegn öldrunareinkennum með lýtaaðgerðum. Hún er hún laus við andlitsfyllingarnar og segist líða betur því nú lítur hún út „eins og hún sjálf.“ Ætlar hún ekki að láta setja fleiri fyllingar í andlitið. Courteney Cox varð fyrst fræg fyrir hlutverk sitt sem Monica í sjónvarpsþáttunum Friends sem slógu í gegn á tíunda áratugnum. Hún var búin að láta breyta sér þónokkuð áður en hún byrjaði í þáttunum Cougar Town árið 2009. Fjölmiðlar fóru að fjalla sífellt meira um… Lesa meira

Ellen Rut skrifar til Kim Kardashian: „Viltu senda þessi skilaboð út í heiminn að appelsínuhúð er hryllingur?“

"Gerirðu þér grein fyrir því að þú ert fyrirmynd þúsundir ef ekki milljónir ungra stúlkna?" skrifar Ellen Rut Baldursdóttir í opnu bréfi til Kim Kardashian. Þar gagnrýnir hún ummæli sem Kim lét falla í spjallþættinum The View um útlit sitt. Í þættinum heldur Kim því fram að paparazzi myndir sem voru teknar af henni þegar hún var fríi í Mexíkó hafi verið "photoshoppaðar" áður en þær fóru í dreifingu á netinu. Hún segir að myndunum hafi verið breytt svo hún liti verr út og kallar myndirnar "skelfilegar." "Ég sé ekkert athugavert við þessa mynd. Einstaklega falleg kona með þennan fræga rass.… Lesa meira

Íslenskir förðunarfræðingar sitja fyrir svörum: Náttúruleg og ljómandi húð vinsæl í sumar

Bleikt fékk nokkra þekkta íslenska förðunarfræðinga, bloggara og snappara til að svara nokkrum skemmtilegum spurningunum. Þær sögðu okkur meðal annars hvaða snyrtivörur eru í uppáhaldi hjá þeim þessa stundina og hvaða förðunartrend verða í tísku í sumar. Sjáðu hvað Fanney Dóra, Guðrún Helga Sørtveit, Salóme Ósk, Gunnhildur Birna, Steinunn Ósk og Bára Jónsdóttir höfðu að segja hér fyrir neðan. Fanney Dóra https://www.instagram.com/p/BVUKaimgUmd/  Hvaða þrjár snyrtivörur eru í uppáhaldi hjá þér þessa dagana? Teint Idole farðinn frá Lancome, Brow Fiber frá Maybelline, og I‘m Very Useful Makeup Boomer frá Touch In Sol. Hvaða snyrtivöru gætirðu ekki verið án? Það er engin snyrtivara… Lesa meira

Þau endurgera kápur á hallærislegum rómantískum skáldsögum – Útkoman sprenghlægileg

Kápur á rómantískum skáldsögum eiga það til að vera frekar hallærislegar en þurfa að sjálfsögðu að vera í takt við ofur dramatísku sögurnar sem þær prýða. Oftast eru fyrirsæturnar í lostafullum stellingum. Þegar maður setur hversdagslegt fólk í sömu aðstæður þá er enn þá erfiðara að taka þetta allt alvarlega. Ljósmyndarinn Kathleen Kamphausen ákvað að prófa það og útkoman er sprenghlægileg. Hún endurgerði nokkrar ástríðumiklar kápur með því að nota „Average Joes“ í staðinn fyrir „Fabios.“ Bored Panda greinir tók saman myndirnar sem sjá má hér fyrir neðan! Lesa meira

Fyrirsæta sýnir raunveruleikann á bakvið Instagram myndir: Ekki er allt sem sýnist!

Instagram fyrirsætan Imre Cecen birtir mjög reglulega myndir af sér og oft er hún á sundfötum eða í líkamsræktarfötum. Aðdáendur hennar skrifa oft athugasemdir á við "GOALS" (markmið) og því vildi Imre benda þeim á að það sem þú sérð á Instagram er ekki allur raunveruleikinn. Á Instagraminu hennar sést að reglulega birtir hún samanburðarmyndir sem áminningu um að stelpur eigi ekki að bera sig saman við það sem þær sjá á Instagram. Það er gríðarlega algengt að sjá myndir af "pylsufótleggjum" svokölluðum, þar sem stúlkur mynda fótleggi sína við sundlaug eða á ströndinni og fótleggirnir virðast langir og grannir… Lesa meira