Brjálað fjör í útgáfufögnuði á vegum NÝTT LÍF og RFF – Myndir

Nýtt Líf og Reykjavík Fashion Festival héldu glæsilegan útgáfufögnuð á þriðjudag á Pablo Discobar. Tilefnið var að fyrsta tölublað ársins af tímaritinu Nýtt Líf er komið út, en það er að þessu sinni tileinkað RFF. Þetta er fyrsta Nýtt Líf blaðið frá Sylvíu Rut Sigfúsdóttir sem tók á dögunum við sem ritstjóri. Gestir fengu léttar veitingar frá veitingastaðnum Burro og hressir barþjónar Pablo Discobar sáu um að allir fengu RFF Campari kokteilinn og Kronenbourg Blanc. Viðburðurinn heppnaðist ótrúlega vel og fyrstu 150 gestirnir sem mættu fengu veglegan gjafapoka frá samstarfsaðilum Nýs Lífs. Í pokunum mátti meðal annars finna æðislega glæra… Lesa meira

Förðunarfræðingar kepptust um að fá að farða fyrir RFF í ár

Reykjavik Fashion Festival hóf nýlega samstarf við Reykjavik Makeup School og NYX Professional Makeup. Eigendur förðunarskólans Reykjavik Makeup School munu hafa umsjón með förðuninni á tískusýningum Reykjavik Fashion Festival 2017.  Eigendur skólans, þær Sigurlaug Dröfn Bjarnadóttir og Sara Dögg Johansen munu leiða hóp förðunarfræðinga sem munu farða fyrir tískusýningar RFF með NYX professional makeup vörum. Þær hafa báðar mikla reynslu í förðunargeiranum, en þær sáu nú síðast um förðun á Ungrfrú Ísland og Miss Universe Iceland keppninni. Þeirra hægri hönd baksviðs verður Helga Karólína Karlsdóttir. Ákveðið var að velja úr hópi hæfileikaríkra útskrifaðra og núverandi nemenda skólans til þess að… Lesa meira

Brúðargreiðslur í 100 ár

Tískan breytist, og margir segja hana fara í hringi. Fyrr en varir fer að vora og tími brúðkaupanna rennur upp. Verðandi brúðir spá eflaust aðeins í útlitið - meðal annars í hárgreiðsluna - fyrir stóra daginn. Í þessu myndbandi sjáum við hvernig hárgreiðslutíska brúða hefur breyst síðstu öldina. Það var The Scene sem birti.   Lesa meira

Konur og líkamshár – Hvað má?

Likamshár eru ekki talin æskileg í okkar heimshluta um þessar mundir. Sér í lagi ekki hjá konum. Við eigum helst að vera grannar og nettar lausar við líkamshár og misfellur á húðinni. „Það er mjög gott fyrir kapítalismann,“ segir ein kvennanna sem kemur fram í athyglisverðu myndbandi sem fjallar einmitt um konur og líkamshár. Í myndbandinu, sem er unnið af Allure og Style like u, fáum við að heyra um samband þriggja kvenna við líkamshár sín. Við erum nefnilega mismunandi og margar konur hafa talsverðan hárvöxt á likamanum á stöðum sem eru menningu okkar ekki þóknanlegir. Gjörið svo vel! https://www.facebook.com/allure/videos/10154854401398607/… Lesa meira

Þrettán kynþokkafyllstu konur Íslands

Bleikt birti á dögunum lista yfir kynþokkafyllstu karlmenn Íslands um þessar mundir - og nú er komið að konunum sem álitsgjöfum okkar þykja vera björtustu blómin í haganum einmitt núna í mars 2017. Hér koma þær, ekki í neinni sérstakri röð. Gjörið svo vel! Margrét Erla Maack „Hún er mjög gott dæmi um konu sem er stolt af mjúku línunum sínum, það sést langar leiðir. Svona útgeislun er sjaldgæf,“ sagði álitsgjafi um MEM. Það er óhætt að segja að hún haldi áfram að heilla þjóðina þó að húnn sé ekki lengur fastagestur á sjónvarpsskjánum. Margrét er einn vinsælasti veislustjóri og… Lesa meira

54 milljónir króna í lýtaaðgerðir og er nú kallaður hinn mannlegi Ken – Myndband

Margir leggja mikið á sig til að uppfylla harða fegurðarstaðla nútímans en fáir ganga jafn langt og Rodrigo Alves. Hann hefur lagst undir hnífinn oftar en hann getur talið, þar af átta nefaðgerðir. Það er óhætt að segja að útlit hans sé framandi en mörgum þykir hann svipa mjög til kærasta Barbie, Ken. Dæmi hver fyrir sig. Rodrigo mætti fyrir skömmu í viðtal í breska morgunþættinum „This Morning“ þar sem hann sagði sögu sína. Hann er sterkefnaður en hann erfði fasteignir frá ömmu sinni og afa. Af þeim rausnarlega arfi sem þau skildu eftir fyrir hann hefur hann eytt hálfri… Lesa meira

Dásamlega falleg brúðkaupslína frá Monique Lhuillier og essie

Kjólahönnuðurinn Monique Lhuillier hannar einstaklega fallega brúðarkjóla sem njóta mikilla vinsælda. Hún hefur nú tekið ást sína á brúðkaupum skrefinu lengra og var að gera brúðkaupslínu með merkinu essie. Línan inniheldur sex naglalökk og er væntanleg á markað í apríl. Monique segir að allar brúðir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi í þessari fallegu nýju essie línu. Litirnir eru virkilega flottir og er nokkuð ljóst að fleiri en brúðir og brúðarmeyjar munu næla sér í þá. Við látum ykkur auðvitað vita þegar essie x Monique Lhuillier brúðarlökkin koma til Íslands. Lesa meira

Fjórtán kynþokkafyllstu karlmenn Íslands

„Íslenskir karlmenn eru ekki kynþokkafull tegund, það er ekki til neinn George Clooney Íslands,“ sagði menningargyðjan og ritstýran Kolbrún Bergþórsdóttir við mig nýverið. Þó svo að tilfinningar mínar til karlkynsins séu flöktandi sá ég mig knúna til að setja saman hóp álitsgjafa til að velja kynþokkafyllstu karla landsins. Hér er listinn kominn sjóðheitur - athugið að karlmennirnir sem hann prýða eru birtir í tilviljanakenndri röð. Borgar Magnason (43) Borgar er mögulega þokkafyllsti klassíski hljóðfæraleikari í gervallri Evrópu, og kannski héldi hann titlinum þó að fleiri heimsálfur bættust við. „Maðurinn er lamandi fallegur,“ sagði einn álitsgjafa. Ekki skemmir hæðin fyrir, já… Lesa meira

„Hamingja er ekki stærð“ – Var haldin átröskun – Sjáðu myndirnar

Við höfum öll séð þúsund sögur af þyngdartapi á netinu. Fólk segir sögu sína hvernig það létti sig og skipti yfir í heilbrigðan lífstil, en stundum getur þráhyggja samfélagsins um grannt útlit látið okkur gleyma hvað er heilbrigt fyrir hvern og einn einstakling. Breski bloggarinn Megan Jayne Crabbe sagði sögu sína af þyngdaraukningu. Hún deildi fyrir og eftir myndum til að sýna hvernig líkaminn hennar hefur breyst eftir að hún sigraðist á átröskun. https://www.instagram.com/p/BQ8trnBhcQG/ Með myndinni skrifaði hún: „Bíddu þannig þú ákvaðst að EYÐILEGGJA líkama þinn?“ Nei ég hætti bara að pína mig sjálfa hvern einasta dag til að passa… Lesa meira

Það er hægt að selja hipsterum allt í réttum umbúðum

Þú finnur líklegast aldrei kassa af Cap‘n Crunch eða pakka af Slim Jims heima hjá hipster. Af hverju? Jú kannski vegna þess að vörurnar eru ekki lífrænar en einnig vegna þess að litirnir á pakkningunum myndu ekki passa inn á vel skreytta heimili hipsterins. En hvernig myndu vörurnar líta út ef þær fengu „hipster makeover“? Dan Meth, listamaður frá Bandaríkjunum, ákvað að breyta útliti pakkninga af vinsælum „ruslmat“ (e. Junk Food) og láta vörurnar líta út fyrir að verea mjög fínn sælkeramatur. Skoðaðu myndirnar hér fyrir neðan og segðu okkur hvað þér finnst um pakkningarnar eftir að þeim er breytt. Myndir… Lesa meira

Katy Perry klippir hárið eftir sambandsslitin við Orlando Bloom – Líkist Miley Cyrus

Katy Perry er búin að vera mikið í fréttunum síðustu daga eftir að hún og fyrrum ástmaður hennar, leikarinn Orlando Bloom, hættu saman. Katy tjáði sig um sambandsslitin á Twitter í gærkvöldi og sagði að það væri ekkert nema ást á milli hennar og Orlando. Hvað segið þið um nýjar leiðir til að hugsa 2017. Þið getið ennþá verið vinir og elskað fyrrum maka! Enginn er fórnarlamb eða illmenni, fáið ykkur líf öllsömul! skrifaði Katy á Twitter. HOW BOUT A NEW WAY OF THINKING FOR 2017⁉️U can still b friends & love ur former partners! No one's a victim or a… Lesa meira

Nýtt frá Real Techniques: PREP + COLOR LIP SET

Ég hef núna verið að safna Real Techniques burstum síðan 2013 og ég er alltaf jafn spennt þegar ég sé að RT séu að koma með nýjungar. Real Techniques er sífellt að leitast við að komast til móts við þarfir aðdáenda sinna og eru því duglegir að koma með eitthvað nýtt á markaðinn! Það nýjasta hjá þeim núna er Prep and prime settin þeirra, ég ætla byrja á að segja ykkur frá Prep + color lip settinu. Fyrir þá sem elska að setja á sig varalit, þá er komið burstasett sem á að gefa frá sér hinu fullkomnu varir. Burstasettið… Lesa meira

Það er eitthvað athugavert við þessa auglýsingu og fólk er ekki sátt – Sérð þú það?

Ný auglýsing spænsku fataverslunarinnar Zöru hefur farið öfugt ofan í marga. Skilaboðin eru einföld og hvetjandi en virðast ekki hafa síast almennilega inn hjá stjórnendum, markaðs- og auglýsingadeild fyrirtækisins. Yfirskriftin er Love your curves sem er bæði vinsælt og jákvætt orðatiltæki. Þegar litið er á myndina sem fylgir textanum fara málin hins vegar að flækjast. Love your curves snýst um það að hvetja konur með meira hold á beinunum til þess að fanga sínum mjúku línum. Ljósmyndin sem fylgir skilaboðunum sýnir hins vegar tvær tágrannar ungar stúlkur. Það er ekki erfitt að sjá vankanta á auglýsingunni enda miðlar hún skilaboðum… Lesa meira

Hann blandar atriðum úr kvikmyndum við raunveruleikann með símanum sínum

François Dourlen ímyndar sér, eins og margir aðrir, skrýtna hluti þegar hann gengur um götur, í vinnunni eða heima hjá sér. Hann fann aldrei góða leið til að sýna hvað hann væri að ímynda sér þangað til hann byrjaði að blanda myndum í símanum sínum úr ýmsum kvikmyndum við raunveruleikann. Skoðaðu myndirnar hér fyrir neðan sem hann deildi á Bored Panda og sjáðu hvað hann hefur verið að gera! #1 Madagascar #2 The Simpsons #3 Dragon Ball Z #4 The Aristocats #5 The Avengers #6 Minions #7 Finding Nemo #8 Spongebob Squarepants #9 Mario #10 Pinocchio #11 Lord of The Rings… Lesa meira

Að fá sér flúr í útlöndum! – Reynsla Beggu frá Los Angeles

„Ég var í miðjum klíðum að skipuleggja fjölskylduferð til Los Angeles þegar ég áttaði mig á því að þar hlyti að leynast fjöldinn allur af góðum húðflúrurum,“ segir Bergljót Björk, en hún er hægt og rólega að safna flúrum á vinstri handlegg og segir að tilhugsunin hafi sannarlega kveikt í ímyndunaraflinu. Við ákváðum að heyra í Beggu og spyrja hana um reynslu hennar af því að skipuleggja flúrferð til útlanda. „Google leit gaf mér fljótlega helling af uppástungum að góðum húðflúrstofum í borg englanna. Ég skoðaði bæði stofur og listamenn sem stungið var uppá og heillaðist strax af stofunni The… Lesa meira

Eva Longoria fer á kostum fyrir L‘Oreal

Leikkonan Eva Longoria sem er einna þekktust fyrir hlutverk sitt sem Gabrielle Solis í þáttunum Desperate Housewives fer á kostum í skemmtilegum auglýsingum fyrir Magic Retouch litina L‘Oreal en hún er eitt af andlitum merkisins. Magic Retouch eru hárlitir í úðabrúsa sem eru hugsaðir til þess að þekja rót sem er að vaxa í hárinu það og svo þekja þeir alveg grá hár. Leyfum Evu að sýna okkur hvernig þið farið að… https://www.youtube.com/watch?v=NKnoRiPH1H4 1, 2, 3 og rótin er farin! Litirnir eru svona einfaldir í notkun en það sem þarf að passa uppá er að halda brúsanum í 10 cm… Lesa meira

Rihanna sýnir fyrstu vöruna úr væntanlegri snyrtivörulínu sinni

Rihanna er að vinna að sinni eigin snyrtivörulínu sem væntanleg er í haust. Söngkonan sýndi varalit á nýrri Instagram síðu línunnar sem fékk nafnið Fenty Beauty. Rihanna hefur áður hannað undir merkinu Fenti þegar hún gaf út línu í samstarfi við Puma. Varaliturinn er hólógrafískur (holographic) og var greinilega notaður á tískusýningunni Fenti X Puma á dögunum. https://www.instagram.com/p/BQqWENnAbw5/?taken-by=fentybeautycosmetics Fenti Beauty verður selt í verslunum Sephora en ekki er vitað um aðra sölustaði. Við eigum alla ekki von á þessum vörum til Íslands strax þar sem við erum ekki á lista yfir þau lönd sem byrja að selja snyrtivörurnar í Haust. Lesa meira

Leyndarmálið á bakvið Valentínusarförðun Blake Lively

Eins og við sögðum frá á Bleikt í gær var Blake Lively stórglæsileg í partýinu sínu á Valentínusardag. Það var förðunarfræðingurinn Kristofer Buckle sem sá um förðun Blake en hann notaði bara vörur frá L’Oréal. Það sem vakti sérstaka athygli var óaðfinnanlega áferðin á húðinni hennar. Leyndarmálið á bakviið förðun Blake reyndist vera L’Oréal Paris True Match Foundation farðinn. Hér fyrir neðan má sjá allar vörurnar sem voru notaðar í Valentínusarförðun Blake. Kristofer byrjaði á að undirbúa húð hennar með L’Oréal Paris Hydra Genius Daily Liquid Care (hann notaði fyrir Normal/Dry Skin). Farðinn sem hann notaði var L’Oréal Paris True… Lesa meira

Skrautlegir og fallegir skyrtukragar

Hvort sem þú skilur eftir nokkra óhnepptar tölur eða hneppir alla leið upp þá er ekki hægt að neita því að skyrtukragi getur skilgreint „lúkkið“ þitt. Það er klæðnaðurinn sem er oftast næst andlitinu þínu og á því skilið verðskuldaða athygli. Fleiri og fleiri tískumerki eru að taka skreyttum skyrtukrögum með opnum örmum. Ekki aðeins með göddum eða glimmersteinum, heldur allskonar hönnun og skyrtuskrauti. Hér eru nokkrar skemmtilegar hugmyndir hvernig þú getur dregið athygli að skyrtukraganum. Bored Panda tók saman. Lesa meira

Blake Lively var með rómantískustu hárgreiðsluna á Valentínusardaginn

Leikkonan Blake Lively hélt æðislegt Valentínusardagspartý í gær. Partýið hafði titilinn Galentine's Day Party og og var þetta vinkonupartý þar sem konur skemmtu sér ótrúlega vel saman, með Blake var systir hennar Robyn.  Konurnar og stúlkurnar sem mættu skreyttu kökur, gerðu vinkonuarmbönd og margt fleira skemmtilegt. https://www.instagram.com/p/BQd2be9gZge/?taken-by=blakelively Viðburðurinn var hluti af New York tískuvikunni en partýið hélt Blake í samstarfi við  L’Oreal Paris og fengu gestir meðal annars að kynnast Paints Colorista háralitunum betur. Hárgreiðsla Blake sló sérstaklega í gegn enda ótrúlega viðeigandi í tilefni dagsins. Blake var stórglæsileg eins og ALLTAF (hvernig er þetta hægt???) og klæddist krúttlegum hjartakjól en hárgreiðslan… Lesa meira

16 ára stúlka rekin heim úr skólanum fyrir að vera of mikið förðuð

Móðir 16 ára stelpu í Nottinghamshire er reið út í skólayfirvöld eftir að dóttir hennar, Jazzmin, var rekin úr skólanum vegna þess að hún var of mikið förðuð á skólatíma. Móðir stúlkunnar, Rachel Barr, sagðist ekki hafa séð Jazzmin áður en hún fór í skólann svo eftir að hafa fengið símtalið frá skólanum var hún tilbúin að skamma hana þegar hún kæmi heim. Nema að þegar hún sá hana þá sá hún varla að hún væri förðuð. Jazzmin notar ekki oft snyrtivörur fyrir skólann og farðaði sig í þetta skipti með smá farða, augabrúnapensli og highlighter. Þegar hún kom í… Lesa meira

Hún er líklegast besti tvífari Taylor Swift – Myndir

April Gloria er ósköp venjuleg bandarísk stúlka sem nýtur þess að setja myndir á Instagram eins og margir aðrir. Nema hún er tvífari Taylor Swift og líklegast besti tvífarinn hennar til þessa. Það er nánast ómögulegt að segja til um hvort þetta sé Taylor Swift eða April á sumum myndunum hennar. April líkist Taylor enn meira þegar hún málar sig eins og söngkonan er þekkt fyrir, blautur svartur eyeliner og rauður varalitur. Sjáðu bara myndirnar! https://www.instagram.com/p/BN8J6A3DtNf/ https://www.instagram.com/p/BNrfjLqDhQn/ https://www.instagram.com/p/BQEiWPVlE5h/?taken-by=april_gloria https://www.instagram.com/p/BNpwl2yjvFo/ https://www.instagram.com/p/BMIb69dDPOb/ https://www.instagram.com/p/BHdDrLKhjC5/   Lesa meira

Sjáðu hvernig Ruby Rose hefur breyst í gegnum árin

Ruby Rose hefur heillað heiminn með fallegu brosi, húðflúruðum líkama og kynþokkafullu útliti. Og að sjálfsögðu sjarmerandi persónuleika. Allir virðast vera yfir sig skotnir í henni og hafa margar stelpur lýst því yfir að þrátt fyrir að þær séu ekki samkynhneigðar myndu þær gera undantekningu fyrir Ruby Rose. Sjáðu hvernig Ruby Rose hefur breyst í gegnum árið, Buzzfeed tók saman. Síðan hún byrjaði að leika í Orange Is The New Black hefur aðdáendahópur hennar stækkað gífurlega og lítur út fyrir að það sé ekki að fara að breytast neitt bráðlega. http://skintattoos.tumblr.com/post/121567783630/im-straight-but-ruby-rose-is-one-of-the-hottest En ef þú ert ekki annað hvort frá Ástralíu eða… Lesa meira

Gjörbreytt Olivia Wilde – Sjáðu hvernig hún lítur út í dag

Leikkonan Olivia Wilde kom aðdáendum sínum á óvart í gær þegar hún birti nýja mynd af sér á Instagram. Olivia er bæði búin að breyta um háralit og láta klippa hárið stutt svo breytingin er mjög mikil. Fékk hún ótrúlega jákvæð viðbrögð og virðist sem fólki finnist þetta fara henni mun betur. https://www.instagram.com/p/BQO21ZYjGJR/ Hér fyrir neðan má sjá hár Oliviu fyrir og eftir breytingu... Hvort finnst þér flottara? Lesa meira