Tveggja ára prófar snyrtivörulínu Rihönnu

Samia er aðeins tveggja ára, en þrátt fyrir það er hún með 114 þúsund fylgjendur á Instagram. í nýjasta myndbandinu prófar hún Fenty snyrtivörulínu Rihönnu og hefur það slegið í gegn sökum krúttheita, Rihanna sjálf hefur sagt að það myndbandið sé uppáhalds förðunarmyndbandið með snyrtivörulínu hennar. https://www.youtube.com/watch?v=cXe5Xrg_hCw   Rihanna póstaði myndbandinu meira að segja aftur á eigið Instagram. Samia á ekki langt að sækja áhugann á athyglinni, Instagram og fylgjendum (þó að hún viti kannski ekkert enn þá hvað neitt af þessu er), en móðir hennar, LaToya Forever gerði sitt eigið myndband fyrir sína 1,3 milljón fylgjendur. https://www.youtube.com/watch?v=VAyDE-It8zo Lesa meira

„Fæðubótarefni geta hjálpað við að ná árangri“ – Rannveig setur saman startpakka

Nú er haustið komið og er það löngu orðin óskrifuð regla að þá sé tíminn til að huga að ræktinni. Nú byrjar átakið, námskeiðin að hefjast og allir taka matarræðið í gegn. Rannveig Hildur Guðmundsdóttir æfir allt árið og æfir að jafnaði fimm sinnum í viku. „Ég reyni að vera dugleg að æfa hvenær sem tími gefst til. Ég var alltaf mun skipulagðari með æfingatímana mína þegar ég var að keppa í módelfitness. Þá var ég að mæta um sex til tíu sinnum í viku. Ætli ég sé ekki að mæta um fimm skipti í viku núna. Það kemur nú… Lesa meira

Heimasíða Reykjavík Fashion Festival etur kappi við heimasíðu breska Vogue

Heimasíða Reykjavík Fashion Festival (RFF) keppir til úrslita sem besta evrópska heimasíðan á móti heimasíðu breska Vogue. Kosningin er opin til 5. október næstkomandi. „Þegar ég tók við RFF haustið 2016 þá fórum  í „rebranding“ í samstarfi við hönnunarfyrirtækið Serious Business. Við fórum í stefnumótun og ákváðum að taka græna stefnu í takt við tímann,“ segir Kolfinna Von Arnardóttir framkvæmdastjóri RFF. Serious Business er staðsett í Munchen í Þýskalandi. „Þetta er skemmtilegt og hugmyndaríkt teymi, fimm einstaklingar frá mismunandi löndum sem vinna saman. Þau vildu nota vefsíðuna sem sitt besta verkfæri til að ná náttúruímyndinni og miðla henni áfram. Við… Lesa meira

Komdu í Kringluna í dag og styrktu Pieta Ísland

Góðgerðardagurinn AF ÖLLU HJARTA fer fram í Kringlunni í dag Á hverju ári standa rekstraraðilar í Kringlunni fyrir söfnunarátaki undir yfirskriftinni „Af öllu hjarta“ en þá taka verslanir og veitingastaðir hússins sig saman og gefa 5% af veltu dagsins til góðgerðarmálefnis. Í ár er málefnið Pieta samtökin og verður dagurinn helgaður málefninu með uppákomum, glæsilegum tilboðum og kynningum. Pieta samtökin safna fyrir meðferðarhúsi, húsi sem bjargar mannslífum. Söfnunarfé sem safnast í Kringlunni mun fjármagna meðferðir sem boðið verður upp á til stuðnings þeim sem eru í sjálfsvígshættu. Auk þess að gefa 5% af veltu dagsins til Pieta, bjóða fjölda verslana glæsileg tilboð. Opið verður… Lesa meira

Erna Kristín: Búlemía er ógeðsleg, en ég er þakklát fyrir að hún bankaði uppá á réttum tíma í lífi mínu

Erna Kristín hefur notið mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum bæði fyrir listaverkin sem hún teiknar sem og persónulegar færslur sem hún skrifar reglulega og birtir á Króm.is Erna vill opna á umræðu erfiðra viðfangsefna og deilir hún því reynslu sinni á ýmsummálefnum. Nýlega ákvað Erna að ræða opinberlega baráttu sína við búlemíu á miðlinum Snapchat undir notendanafninu ernuland og skrifaði í kjölfarið færslu sem hún barðist við sjálfa sig um hvort hún ætti að birta. Við gefum Ernu orðið: Ég ræddi fyrir svolitlu síðan um búlemíu á Snappinu mínu. Það sem kom mér allra helst á óvart var að mínir nánustu… Lesa meira

Fjarlægði sex rifbein til að líkjast ofurkonunni

Hún hefur farið í meira en 200 lýtaaðgerðir, þar á meðal látið fjarlægja sex rifbein, allt til að líkjast Ofurkonunni (Wonder Woman) sem mest. Pixee Foxx hefur eytt hálfri milljón punda, um 72 milljónum íslenskra króna til að uppfylla ósk sína um að líkjast ofurhetjunni goðsagnakenndu, þar á meðal hefur Foxx undirgengist aðgerðir á brjóstum, augnlokum og mitti. „Það fyrsta sem ég lét breyta var nefið, brjóstin og augnlokin. Ég vissi frá byrjun að ég vildi undirgangast fullt af aðgerðum, en það var smá ferli að fara alla þessa leið.“ Stærsta aðgerðin var þegar sex rifbein voru fjarlægð til að… Lesa meira

Tara Brekkan elskar Halloween farðanir – „Möguleikarnir eru endalausir“

Tara Brekkan Pétursdóttir er gift tveggja barna móðir sem hefur starfað sem förðunarfræðingur í níu ár. Rétt fyrir jólin 2016 ákvað Tara að skella sér út í djúpu laugina og hefja sinn eigin rekstur og opnaði netverslunina Törutrix. Þar er Tara með sína eigin augnháralínu ásamt fleiri snyrtivörum og heilsuvörum. Halloween er sérstakt áhugamál hjá Töru Ég eeeeeelska Halloween, ég fæ ákveðna útrás við að gera Halloween farðanir. Það er allt hægt að gera og möguleikarnir eru endalausir. Það er alveg ótrúlegt hvað það er hægt að breyta fólki með förðun segir Tara. Tara hefur undanfarin ár gert að minnsta… Lesa meira

Bale bætir á sig fyrir næsta hlutverk

Bale á Toronto kvikmyndahátíðinni. Christian Bale hefur lagt ýmislegt á sig til að passa sem best í þau hlutverk sem hann hefur leikið. Fyrir hlutverk sitt í The Machinist missti hann yfir 30 kíló og borðaði eitt epli og dós af túnfiski á dag, fyrir American Psycho og Dark Knight myndirnar kom hann sér í toppform og í American Hustle var hann með bumbu. Bale mætti bústinn og sællegur á kvikmyndahátíðina í Toronto, enda búinn að bæta töluvert á sig fyrir hlutverk varaforsetans Dick Cheney í Backseat. Aðspurður um hvernig hann hefði gert það, svaraði Bale brosmildur: „Ég er bara… Lesa meira

Heilsudagbókin mín – við gefum þremur heppnum eintak af bókinni

Athugið: Búið er að draga í leiknum. Anna Ólöf lét hugmynd sem hún hafði gengið lengi með verða að veruleika, heilsudagbók, sem Anna Ólöf nefnir Heilsudagbókin mín. Sjá viðtal hér. Í samstarfi við Heilsudagbókin mín gefur Bleikt eintak af bókinni. Þrír heppnir einstaklingar fá bók. Það sem þú þarft að gera til að eiga möguleika á vinningi er að: 1) Líka við Bleikt á Facebook. 2) Skrifa „komment“ við fréttina á Facebooksíðu Bleikt, þar sem þú segir okkur eitt markmið sem þú myndir setja þér í fyrstu vikunni. Við drögum út mánudaginn 18. september næstkomandi kl. 13 og munu vinningshafar fá tilkynningu á Facebook.   Lesa meira

Ekki skilgreina þig eftir fatastærð – tvennar buxur, mismunandi útlit

Mira Hirsch póstaði myndum af sér á Instagram þar sem hún sýnir hversu lítið er að marka fatastærðir. Hún póstar af sér tveimur myndum, hlið við hlið, þar sem hún mátar tvennar buxur í sömu stærð, með mismunandi útliti. Aðrar smellpassa á hana, hinar svo alls ekki. Með myndinni skrifar Hirsch: „Ekki skilgreina þig eftir númeri. Þessar buxur eru nákvæmlega sama stærð. Ég var að leita að buxum og fann þessar, báðar í sömu stærð, en á mismunandi stað í búðinni. Á rauðu buxunum stóð „nýtt snið“ og ekkert á hinum. Báðar eru í minni stærð, aðrar passa mér alls… Lesa meira

Anna Ólöf gefur út bókina Heilsudagbókin mín

Anna Ólöf Sveinbjörnsdóttir fékk blóðtappa í bæði lungu fyrir tveimur árum, í kjölfarið endurskoðaði hún margt í sínu lífi. Eitt af því var að láta hugmynd sem hún hafði gengið lengi með verða að veruleika, heilsudagbók, sem Anna Ólöf nefnir Heilsudagbókin mín. Lesa meira

Kim Kardashian mætti í gegnsæjum leggings á tískuviku New York

Kim Kardashian hefur aldrei verið hrædd við að ganga í gegnsæum flíkum og á föstudaginn síðasta mætti hún í svörtum gegnsæjum leggings í viðburð á vegum tískuvikunnar í New York. Hún bætti við svörtum magabol, svörtum leðurjakka og gegnsæjum skóm og eins og sjá má á meðfylgjandi myndum þá var hún ekki í neinu yfir. Lesa meira

Fríða og Dýrið brúðarskórnir eru gullfallegir!

Hönnuðurinn Becci Boo selur þessa gullfallegu brúðarskó á Etsy. Skórnir eru eins og sjá má með vísun til sögunnar um Fríðu og Dýrið. Skórnir eru úr mjúku leðri, með laufmynstri úr silfri á hælunum og á sólanum er mynd af Fríðu og Dýrinu. Skórnir kosta um 150 dollara og á Etsy má sjá ummæli frá ánægðum kaupendum um hversu vel skórnir reyndust brúðinni á stóra deginum. Okkur á Bleikt finnst skórnir svo fallegir að það er jafnvel óþarfi að bíða eftir bónorði, þetta eru líka dásamlegir spariskór. Fleiri skó í anda Disney ævintýranna má finna á síðu Becci Boo.   Lesa meira

Stundar súludans gengin sjö mánuði á leið

Charlotte Robertson er ófrísk að sínu fyrsta barni, en hún hélt engu að síður áfram að stunda líkamsrækt á meðgöngunni. Og líkamsræktin sem hún stundar er súludans. Robertson hefur deilt myndböndum á Facebook af rútínum sínum á súlunni og segir að hún hafi ekki gert ráð fyrir að geta haldið æfingunum áfram eftir að hún varð ófrísk. Það sé þó hinsvegar bara nýlega sem maginn á henni sé farinn að vera fyrir. „Ég hélt æfingunum óbreyttum þar til ég var gengin 12 vikur, þá fór ég að aðlaga þær að meðgöngunni. Þegar ég var komin 20 vikur hætti ég að… Lesa meira

Augabrúnir hennar vekja athygli hvar sem er

Fyrirsætan Sophia Hadjipanteli, sem býr í Maryland í Bandaríkjunum, vekur athygli hvar sem hún kemur og er orðin einstaklega vinsæl á netinu. Það er ekki fegurðin ein og sér sem veldur, heldur fyrst og fremst augabrúnir hennar, sem fólk starir á, en Sophia er með þær samvaxnar og þvertekur fyrir að breyta þeim á nokkurn hátt. 7 Sophia, sem lærir markaðsfræði við háskólann í Maryland, sagði í viðtali við US Harper Bazaar að hún skildi ekki af hverju fólk hataði augabrúnir hennar. „Mér finnst andlitið á mér líta betur út svona. Einhverjir kunna að vera ósammála og það er bara… Lesa meira

Nærumst í núvitund segir Ragga nagli í nýjasta pistli sínum

Í nýjasta pistli sínum á Facebook þá gagnrýnir Ragga nagli þá lensku okkar að vera eilíft að „multitaska“ og gera marga hluti í einu, þar á meðal að borða á meðan við erum að gera eitthvað annað. Því þó að það að „multitaska“ geti verið ágætt, þá fókusar heilinn á eitt í einu og við veitum bara einu verkefni fulla athygli. Best er því, eins og Ragga segir: „Ekki gera eitthvað annað meðan þú borðar og ekki borða meðan þú gerir eitthvað annað.“ „Rannsóknir sýna að þeir sem nærast í núvitund borða minna, eru sáttari við ákvarðanir og hafa minni… Lesa meira

Facebook bannar brjóstahaldaraauglýsingu

Facebook hefur bannað auglýsingu um brjóstahaldara á þeim forsendum að hún sé „móðgandi.“ Auglýsing Berlei í Ástralíu sýnir fjölbreyttan hóp kvenna klæða sig í og úr brjóstahöldurum og það strögl og vesen sem fylgir stundum (oft?) þessari hverdagslegu athöfn. Sársaukafull ummerki eftir vír og fleira eru sýnd í auglýsingunni, sem margar konur kannast við. Með auglýsingunni kynnir Berlei nýjan brjóstahaldara „Womankind“ á markað, brjóstahaldara sem virðist þægilegur og veldur ekki verkjum og ummerkjum í lok dags. https://www.youtube.com/watch?v=OJXNY38q2S0 Fréttastöðin news.com/au skýrði frá því að Facebook hefði bannað auglýsinguna, sem er 45 sekúndur á þeim grundvelli að hún „gæti móðgað samfélagið.“ Facebook hefur þá stefnu að… Lesa meira

Léttist um 68 kíló með því að dansa

Mörgum getur reynst erfitt að losa sig við aukakílóin, þá sérstaklega að þurfa að stunda einhverskonar líkamsrækt sem þeim þykir ekkert endilega skemmtileg. Þessi kona fór hinsvegar alla leið og losaði sig við rúm 68 kíló með því að dansa þau í burtu. Myndbandið hér að neðan er stórskemmtilegt og sýnir breytinguna frá upphafi til enda. Lesa meira

Falleg minimalísk húðflúr

Húðflúr hafa lengi verið vinsæl meðal fólks en í dag má nokkurn veginn segja að tískubylgja hafi gengið yfir og margir af þeim sem annars hefðu ekki hugsað sér að fá húðflúr eru komnir með eitt eða fleiri. Mörgum finnst óhugnanlegt að hugsa til þess að fá sér stórt flúr sem þekur stóran part líkamans og þá er gott að sumir húðflúrarar hafa áhuga á því að gera einföld og lítil flúr sem eru falleg fyrir byrjendur sem og lengra komna. Ahmet Cambaz frá Istanbul er ein af þeim húðflúrurum sem byrjaði seint að flúra en hafði unnið í sjö ár við að teikna myndir fyrir… Lesa meira

Kim Kardashian skartar nýju útliti á tískuvikunni í New York

Kim mætti á sýningu Tom Ford bara nokkrum klukkustundum eftir að PEOPLE birti fréttir þess efnis að staðgöngumóðirin væri ófrísk. Kim skartaði silfurlokkum, en það er hárstílistinn Chris Appleton, sem sér um að breyta útliti Kim. „Elska nýju silfurlokkana mína,“ póstaði Kim á samfélagsmiðla. Kim klæddist svörtum latex kjól frá LaQuan Smith. Síðar um kvöldið skipti hún um klæðnað og fór á tískusýningu Vivienne Westwood x Juergen Teller í blaserkjól og með lokkana styttri.   Lesa meira

Signa Hrönn hefur barist við matar- og áfengisfíkn í mörg ár: „Ég áttaði mig á því að þetta var vandamál en viðurkenndi það aldrei“

Ef ég keypti eitthvað óhollt þá faldi ég það í körfunni svo fólk myndi ekki dæma mig. Ég fór aldrei í sömu sjoppuna tvo daga í röð og bað alltaf um að sjoppumatnum yrði pakkað vel inn því ég þyrfti að ferðast með hann langt. Ég lét eins og ég væri að kaupa fyrir annan en mig, segir Signa Hrönn. Signa hefur barist við matarfíkn í fjölda ára. Vandamálið hófst fyrir alvöru þegar hún komst á unglingsár. Hún fór að búa með manni sínum, þá 16 ára gömul, og sótti þá meira í skyndibitamat en þegar hún bjó í foreldrahúsum.… Lesa meira

Sharon gagnrýnir Kim „Hún er hóra, ekki feministi“

Sharon Osbourne er ekki vön að liggja á skoðunum sínum eða vera pen þegar hún segir viðrar þær opinberlega. Og álit hennar á Kim Kardashian er alls pent. Í viðtali við Telegraph, gagnrýndi raunveruleikastjarnan Osbourne sýn Kim á feminista og kallaði hana hóru. „Kim segir að hún geri allt í nafni feminisma, en þetta er ekki feminismi!“ „Þessar konur lifa á líkama sínum, hálf Los Angeles er búin með þær og allt sem þær gera, frá kynlífsmyndbandi til gegnsærra kjóla og íþróttafatnaðar snýst um kynlíf, ekki framgang femínismans. Og hlustaðu nú: Guð blessi þær!“ Sharon segir að það sé í… Lesa meira

Fyrir og eftir myndir – ekki láta blekkjast

Cross fit stjarnan Jennifer Smith deildi á Instagram í ágúst fyrir og eftir myndum, sem sýna verulegan mun á líkamsástandi hennar og magavöðvum. Ekki er þó allt sem sýnist, því myndirnar eru teknar með aðeins 15 mínútna millibili. Smith, sem er 31 árs, hafði ekki mörg orð um myndirnar, heldur deildi þeim með orðunum: „Töfrar birtu, líkamsstöðu og fallegs bross.“ Myndirnar hafa fengið yfir 30 þúsund „like“ og fjölmargir skrifað athugasemdir þar sem þeir þakka Smith fyrir að deila myndunum. „Takk fyrir að vera alvöru og deila,“ skrifar ein. „Líkamlegt ástand getur verið svo mismunandi eftir því hvernig maður er… Lesa meira

Taktu þátt í Instagram leik Perform.is

Verslunin Perform.is hélt í sumar upp á 10 ára afmæli verslunarinnar, en hún er staðsett að Holtasmára 1 í Kópavogi. Hjá Perform.is gera starfsfólk og eigendur sitt besta til að aðstoða viðskiptavini sína við val á því sem þeir telja bestu fæðubótarefnin sem eru í boði á markaðinum í dag. Og nú efnir Perform.is til leiks á Instagram en glæsilegir vinningar eru í boði. Aðalvinningur fyrir bestu myndina er glæsilegur LG G6 sími. Aðalvinningur fyrir myndina sem fær flest like eru WOW air gjafabréf fyrir 50 þúsund krónur, Betri Stofan laugarspa og WOK ON. Fyrir utan þetta eru 20 aukavinningar í… Lesa meira