Augabrúnir með jólatré eru málið í desember

Jólin eru eftir nokkra daga og margir sem skreyta duglega öll jól og sumir jafnvel löngu byrjaðir. Af hverju ekki að taka skreytingagleðina á annað stig, færa hana út fyrir heimilið, bílinn og vinnustaðinn og skreyta andlitið eða nánar tiltekið augabrúnirnar. Jólatréaugabrúnir eru alls staðar á Instagram. Það var bloggarinn Taylor sem byrjaði með því að breyta lögun augabrúna sinna með geli, vaselíni eða vaxi. https://www.instagram.com/p/BcUyBFwDCy-/ https://www.instagram.com/p/BcXYp-HAECN/ https://www.instagram.com/p/BcVqzEAgXcc/ https://www.instagram.com/p/BcVXJORDQPg/ https://www.instagram.com/p/BcVaoLCHoBO/ https://www.instagram.com/p/BcXwJK5huy9/ https://www.instagram.com/p/BcYnthrnjdc/ https://www.instagram.com/p/BcV6zpfh-B3/ https://www.instagram.com/p/BcVHZMcFO2Y/   https://www.instagram.com/p/BcX_7dPgWEr/     Lesa meira

Myndband: Ballett og karate í aðventudagatali LOVE

Fyrirsæturnar Slick Woods og Sara Sampaio sýna ballet og karate í fimmta og sjötta hluta aðventudagatals LOVE tímaritsins. https://www.youtube.com/watch?v=QGkBetFj4dg https://www.youtube.com/watch?v=NAN9LWqBxT4 Sampaio æfði sjálf karate í átta ár í æsku, þannig að hún átti ekki erfitt með að rifja upp taktana.   Lesa meira

Tvífari Beyoncé er elt á röndum af aðdáendum söngkonunnar

Brittany Williams þykir svo lík Beyoncé að aðdáendur söngkonunnar bókstaflega hlaupa á eftir Williams á götum úti. Það er fleira líkt með þeim en útlitið, þær eiga báðar ættir að rekja til Suðurríkja Bandaríkjanna og eru báðar að koma fram. „Beyoncé syngur, dansar, semur og ég er blessuð með sömu hæfileika,“ segir Williams. „Við erum báðar sterkar, óttalausar og trúaðar konur.“ https://www.instagram.com/p/Bb7KhZmjuzs/ Williams býr í Detroit í Michigan og segir að oft séu teknar myndir af henni á almannafæri af ókunnugum sem halda að þar sé Beyoncé á ferð. „Fólk kemur alltaf að mér, hvort sem það er í flugvél,… Lesa meira

Myndband: Kendall Jenner stælir Rocky í jóladagatali LOVE

Í gær sögðum við frá jóladagatali LOVE tímaritsins. Á degi fjögur bregður Kendall Jenner sér í boxhanska Rocky, þar sem hún„leikur“ hann og konu hans Adrian. Rob Piela einkaþjálfari Jenner og eigandi Gotham Gym sá til þess að Jenner væri í toppformi við tökur myndbandsins. https://www.youtube.com/watch?time_continue=5&v=Vlv_rWiwp-0 Lesa meira

Myndband: Ashley Graham og fleiri fyrirsætur í kynþokkafullu jóladagatali

Fyrirsætan Ashley Graham er sú fyrsta sem birtist í jóladagatali tímaritsins LOVE fyrir árið 2017. Þetta er sjöunda árið í röð sem LOVE birtir slíkt jóladagatal og eykst áhorfið með hverju ári. Áætlað er að dagatalið í ár slái áhorfsmet ársins 2016, en 84 milljón áhorf voru það ár.Sem er kannski ekki skrýtið því hér má sjá margar af fallegustu konum og fyrirsætum samtímans fáklæddar í hinum ýmsu aðstæðum. Jóladagatalið í ár ber heitið #Staystrong og hvetja þær konur til að fagna kynhneigð sinni. https://www.youtube.com/watch?v=8DR0RhpKp2k Dagur 1 var sýnishorn af þeim fyrirsætum sem vænta má í dagatalinu. https://www.youtube.com/watch?v=vR3GJcsKwzE Dagur 3… Lesa meira

WC nektarsjálfa Kim Kardashian – taka tvö

Sjálfan sem Kim Kardashian tók af sér nakinni í mars 2016  og póstaði á samfélagsmiðla olli því næstum að netið pakkaði saman og lagðist af. En svo fór sem betur fer ekki (hvað ættum við þá að gera í vinnunni og við allan frítíma okkar), en núna reynir Kim aftur og póstaði hún mynd á Instagram þar sem sjá má hana nakta og þakta glimmer fyrir myndatöku fyrir Ultra Light línu hennar. https://www.instagram.com/p/BcGnZ0SFA32/ Myndin sem Kim póstaði var með skammstöfuninni BTS, sem útleggst Behind the Scenes eða bak við tjöldin. Lokaútkoman var mun settlegri. https://www.instagram.com/p/BcBufuIlLhl/ Ultralight línan samanstendur af glossum og highlighter.… Lesa meira

Lendir í líkamsskömm vegna langra fótleggja

Fyrrum Ungfrú Rússland hefur orðið fyrir líkamsskömm vegna langra fótleggja eftir að hún póstaði myndum af sér á Instagram. Þetta byrjaði í ágúst þegar einhver skrifaði athugasemd og kallaði fætur hennar „flippers“ sem mætti á íslensku útleggja sem froskalappir, sem skilar samt ekki alveg neikvæðu meiningunni. https://www.instagram.com/p/BXsLc1IApRs/ Þrátt fyrir neikvæðar athugasemdir þá hefur Anastasia Reshetova haldið áfram að birta myndir af sér og á einni þeirra er hún meira að segja í froskalöppum, svona til að skjóta neikvæða athugasemdapúka niður. https://www.instagram.com/p/Ba1qOt_gjTb/ https://www.instagram.com/p/Bbtsjq_gKZS/ https://www.instagram.com/p/Bb1dQB1ATHv/ Lesa meira

Fyrirsæta í yfirstærð fær á sig gagnrýni – „Þetta er ógeðslegt, þú lætur eins og offita sé gott mál“

Íþróttafataframleiðandinn Academy Sports and Outdoors fékk Instagram fyrirsætuna Anna O-Brien í lið með sér til að auglýsa nýja fatalínu, BCG, en línan hentar konum sem eru í yfirstærð og línan fæst allt upp í stærð 3X. O´Brien hefur sjálf átt í erfiðleikum með að koma sér í ræktargírinn í mörg ár og segir að hluta af því megi rekja til þess að hún hefur aldrei fengið æfingafatnað í sinni stærð. „Bara það atriði getur verið mikil hindrun fyrir konur í yfirstærð til að fara að hreyfa sig.“ Myndaserían með O´Brien vakti mikla athygli og fékk fjölda læka, en eis og… Lesa meira

Mest lesið vikunnar – Ert þú búin/n að lesa?

Varst þú búin/n að lesa fimm mest lesnu greinar síðustu sjö daga? Viðtal við Valla eiganda 24 Iceland, trúlofunarhringar, sönn ást, Ísland sem jólaáfangastaður og magnað ljóð eru viðfangsefnin. Mest lesið síðustu sjö daga er viðtal við Valþór Örn Sverrisson eiganda 24 Iceland. En hann þakkar dóttur sinni fyrir árangurinn og segir allt hafa orðið betra eftir að hún fæddist. Í öðru sæti er frásögn konu af hringskömm, en afgreiðslukona í verslun sagði trúlofunarhringa hennar glataða. Í þriðja sæti er saga af pari sem kynntist í leikskóla og gifti sig 20 árum seinna. Í fjórða sæti er nýtt og magnað… Lesa meira

Ert þú með M-línu í lófanum? – Þá ertu einstakur einstaklingur

Það eru margir sem trúa því að línurnar í lófum okkar geti sagt margt um persónuleika okkar og jafnvel spáð fyrir um framtíðin ber í skauti. Þeir sem með M í lófa sér eru einstakir. Líttu í lófann á þér. Mynda línurnar í honum stafinn M? Ef svo er þá ertu virkilega heppinn. Þú ert einstaklega hæfileikaríkur, með gott innsæi og frumkvöðull. Þú trúir því að hreinskilni sé best og þolir ekki þegar logið er að þér. Fólk með M býr yfir sjötta skilningarvitinu og veit strax þegar einhver er að ljúga að þeim eða plata þau. Einstaklingar sem eru… Lesa meira

Bára er þrefaldur fitnessmeistari eftir að hafa æft í fimm mánuði

Bára Jónsdóttir kom, sá og sigraði þegar hún keppti á bikarmótinu í fitness þann 18. nóvember síðastliðinn. Þar gerði Bára sem lítið fyrir og vann þrjá titla á mótinu og er hún fyrst kvenna til að ná þeim árangri. Árangur Báru er einnig afar athyglisverður í ljósi þess að hún var að keppa á sínu fyrsta fitnessmóti eftir að hafa æft íþróttina í aðeins fimm mánuði. Lesa meira

Var 50 klst. að gera Wonder Woman búning úr jógadýnu og límbandi

Rhylee Passfield, ástralskur förðunarfræðingur, notaði jógadýnu, límband og hugmyndaflugið til að endurgera búning Wonder Woman. „Ég byrjaði á því að vefja sjálfa mig í límband. Síðan klippti ég límbandið í snið, límdi á jógadýnu og límdi aftur saman.“ Næst útbjó hún brynjuna með límbyssu og gervinöglum. Skóna fann hún á næsta flóamarkaði og beltið, hlífar og höfuðbúnaður eru úr þunnum föndursvampti Búningurinn var ekki dýr, 30 dollarar eða um 3.000 kr., en það tók hins vegar um 50 klukkustundir að búa hann til. Brynjað var síðan bæði spreyjuð og handmáluð. Pilsið er gert úr vínyldúk sem límdur er á nærbuxur.… Lesa meira

Íslenskt handverk í boði á Óslóarsvæðinu fram að jólum

Tvær íslenskar handverkskonur, Hrafnhildur Brynjarsdóttir og Elísabet Steingrímsdóttir, bjóða nú framleiðslu sína til sölu á mörkuðum í Jessheim í Noregi, en íslenskt handverk er víða í boði á stórhöfuðborgarsvæðinu í Noregi fram að jólum. Hrafnhildur og Elísabet hanna, framleiða og selja vörur sínar. Hrafnhildur hefur verið að framleiða sína eigin jakka í yfir sex ár og selur víða á mörkuðum. En hún er ekki bara með jakka því hjá henni má einnig finna hálsklúta (buff) og höfuðhandklæði sem hún kallar handklæðaturban. Í samtali við vefsíðuna Nýja Ísland segir Hrafnhildur að hún njóti þess að selja vöru sína á mörkuðum en þar… Lesa meira

Fallegar fitnessdrottningar á bikarmóti

Bikarmótið í fitness fór fram síðustu helgi í Háskólabíói. 96 keppendur kepptu á stórglæsilegu móti. Konurnar kepptu í 12 flokkum og sigurvegari mótsins verður að teljast Bára Jónsdóttir, sem var að keppa í fyrsta sinn í módelfitness, en hún fór heim með þrenn verðlaun: hún byrjaði á að sigra byrj­enda­flokk­inn, síðan yfir 168 cm flokkinn og að lokum hún verðlaun sem sigurvegari yfir heildarkeppnina. Glóey Jónsdóttir varð bikarmeistari í módelfitness unglinga og sigurvegari í undir 163 sm flokki. Alda Ósk Hauksdóttir varð sigurvegari í olympíufitness. Bára Jónsdóttir varð sigurvegari í módelfitness yfir 168 sm, Sunneva Torres í öðru sæti og Hafrún Hákonardóttir í… Lesa meira

Stælir fræga fólkið með hlutum sem hann á heima

Tom Lenk er best þekktur fyrir hlutverk hans í sjónvarpsþáttunum Buffy the Vampire Slayer, sem sýndir voru á árunum 1997 – 2003, en þar var hann í hlutverki Andrew Wells. Leikarinn er í dag 41 árs og núna vekur hann mikla athygli á Instagram þar sem hann líkir eftir stíl og myndum sem teknar eru af fræga fólkinu, fyrirsætum og tískusýningarmódelum. Wells notar hluti sem hann á heima hjá sér til að líkjast fyrirmyndinni sem best og úr verður bráðfyndin myndasería.   Lesa meira

Ljósmynd Finns vekur athygli á Daily Mail – Hesturinn tvífari Sia

Vefsíðan Dailymail í Bretlandi birti í byrjun nóvember hestamynd sem Finnur Andrésson áhugaljósmyndari tók og sagði hestinn líkjast mjög áströlsku söngkonunni Sia. Bæði væru með sömu hárgreiðsluna sem hyldi augu þeirra. Finnur er búsettur á Akranesi og tók myndirnar þar, segir að hesturinn skemmtilegi hafi svo sannarlega lífgað upp á daginn hjá honum. Hesturinn bæði ullaði og „hló“ svo sást í tennurnar þegar Finnur smellti af. „Íslenski hesturinn er með einstakan karakter,“ er haft eftir Finni á Dailymail. „Ég var á rúntinum með myndavélina á Akranesi að leita að dýrum til að mynda. Ég sá hestinn við veginn og byrjaði… Lesa meira

Ungfrú Venesúela þykir tvífari Kim Kardashian

Nýkrýnd Ungfrú Venesúela, Sthefany Gutiérrez, 18 ára, þykir vera sláandi lík Kim Kardashian og hefur hún verið kölluð „latin Kim Kardashian,“ annar sagði þær vera „100% líkar.“ Þrátt fyrir að vera líkar í útliti eru áhugamál og val á starfsferli alls ekki eins, Gutiérrez leggur stund á lögfræði og segist jafnvel hafa áhuga á ferli í stjórnmálum. En akkúrat núna rennir hún hýru auga til Ungfrú Alheimur kórónunnar. Gutiérrez var krýnd Ungfrú Venesúela þann 9. nóvember síðastliðinn og á Instagram skrifaði hún: „Ég er að lifa drauminn minn. Ég er þakklát þeim sem hafa alltaf stutt mig.“ Og þrátt fyrir… Lesa meira

Er þekktasti afturendi heims minnkaður með Photoshop?

Jennifer Lopez og Alex Rodriquez, sem eru eitt af heitari pörum vestanhafs sitja fyrir á forsíðu desemberblaðs Vanity Fair, og í viðtali í blaðinu á myndum teknum af hinum heimsþekkta ljósmyndara Mario Testino. Í viðtalinu opna þau sig um ástina og á einni myndinni sést Rodriquez lyfta kjól Lopez upp, svo afturendi hennar sést vel. Aðdáendur eru þó ekki hrifnir af myndinni og telja að afturendi hennar hafi verið minnkaður með Photoshop.   But why did they photoshop @JLo to have a 12 year olds butt? pic.twitter.com/ZVVMIi2tiC— Savannah (@Tuurkeyy) October 31, 2017 Enginn hefur tjáð sig um athugasemdirnar, hvorki Lopez,… Lesa meira

Varúð!! Ástralarnir eru að koma

Enn eitt árið hafa slökkviliðsmenn í Ástralíu fækkað fötum til að sitja fyrir á dagatölum til styrktar góðum málsstað. Okkur er eiginlega sama hvað þeir hafa gert þetta mörg ár í röð, því þetta er allt til styrktar góðum málstað. En allavega fyrir árið 2018 eru sex dagatöl í boði og spurning hvort það sé ekki afsláttur ef maður kaupir eintak af þeim öllum? Að öllu gamni slepptu. Dagatölin voru fyrst gefin út árið 1993 og ágóði þeirra rennur til Barnaspítalasjóðs í Queensland og Victoriu. Síðustu 22 ár hefur ágóðinn verið yfir 1,1 milljón dollara.   Dagatölin má kaupa hér. Lesa meira

„Að mynda sér heilbrigt samband við mat“ – Sveindís breytti um lífstíl

Sveindís Guðmundsdóttir er 25 ára einkaþjálfari sem býr í Keflavík. Hún er nýr penni á Bleikt og mun deila með lesendum sögu sinni og reynslu og ýmsum ráðum varðandi næringu og hreyfingu. Í sínum fyrsta pistli fjallar hún um hvernig maður myndar heilbrigt samband við mat. Hvað þýðir það eiginlega, að mynda sér heilbrigt samband við mat? Allt mitt líf hefði ég ekki getað svarað þessari spurningu, einfaldlega því ég hafði ekki hugmynd um hvað það var. Ég var alltaf þybbin sem barn, þybbin sem unglingur og alveg fram að fullorðinsaldri. Þegar maður er lítill og þybbin þá finnur maður ekki… Lesa meira

Ashley Graham fagnar þrítugsafmælinu með sundfatalínu

Fyrirsætan Ashley Graham tók sér ekki frí á þrítugsafmælisdaginn sinn. Þess í stað hélt hún ásamt sjö vinkonum sínum til Costa Rica, þar sem þær leigðu lúxusvillu og tóku auglýsingamyndir fyrir nýja sundfatalínu Graham. Graham er ötul talskona jákvæðrar líkamsvitundar og fyrri lína hennar, „Swimsuits for all“ sýndi það að konur í yfirstærð vilja ekki endilega hylja líkama sinn. Í nýju línunni „Essentials“ er fjölbreytt úrval bikinía og sundbola sem öllum konum, í öllum stærðum getur liðið vel í. „Mig langaði að bjóða upp á línu af sniðum, sem myndu fá allar konur til að finnast þær kynþokkafullar og fullar… Lesa meira

Myndband: Trúðurinn Pennywise – förðunarkennsla

Hrekkjavakan er 31. október næstkomandi og geta landsmenn brugðið sér í gervi núna um helgina eða þá næstu (eða jafnvel báðar). Einn af vinsælli búningum ársins í ár mun líklega verða trúðurinn Pennywise úr kvikmyndinni It sem byggð er á sögu Stephen King. Þegar leitað er á YouTube þá koma upp 285 þúsund myndbönd, sem kenna og/eða sýna hvernig á að breyta sér í gervi Pennywise. Hér eru þau fimm sem eru með mesta áhorfið. https://www.youtube.com/watch?v=uNseVux0CA4 https://www.youtube.com/watch?v=Y61Q5w8qdSw https://www.youtube.com/watch?v=-7LwnjqzgMo https://www.youtube.com/watch?v=y4gICaspHCo https://www.youtube.com/watch?v=HjFJW-tid9I Lesa meira