Hafdís María: „Ég hef eytt mörgum árum í að hata allt við útlit mitt“

Í hvert skipti sem ég sest niður og ætla að skrifa blogg, þá eyði ég að minnsta kosti góðum 15 mínútum í það eitt að sitja fyrir framan tölvuskjáinn og reyni að finna eitthvað til að skrifa um. Það eina sem ég fann að ég vildi deila í þetta skipti er smá saga um hvernig við lítum á okkur sjálf. Sú hugmynd kom út frá því að fyrir nokkrum vikum lét mamma mín mig fá gamla mynd af mér, mynd sem var tekin í einu fjölskyldufríinu okkar til Spánar (minnir mig) fyrir einhverjum árum síðan. Einnig kom þessi hugmynd út… Lesa meira

Fékk skítkast fyrir að pósta myndbandi um nefháralengingar

Bloggarinn Sophie Hannah Richardson ákvað eftir að hafa lesið um nefhár að sýna fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum nýja aðferð við að nota fölsk augnhár. En það sem hún ætlaði sem grín snerist upp í andhverfu sína og hefur hún fengið yfir sig aragrúa af reiðum skilaboðum. Sophie Hannah Richardson las grein um að nefhár væru að verða það nýjasta nýtt og eitthvað sem allir ættu að vera með. Í gríni ákvað hún að gera og pósta myndbandi þar sem að hún sýnir hvernig nota má fölsk augnhár til að fá nefhár. Fljótlega byrjuðu notendur Facebook að pósta neikvæðum skilaboðum undir… Lesa meira

Fáðu Smarta sokka heim til þín í hverjum mánuði

Smart socks býður upp á spennandi nýjung sem hefur aldrei verið í boði á Íslandi áður. Þjónustan gengur út á það að fá send til sín sokkapör einu sinni í mánuði. Sokkarnir eru litríkir og skemmtilegir úr 100% bómull. Hugmyndin hefur verið í gangi út um allan heim og notið gríðarlegra vinsælda, en nú loksins er þetta í boði á Íslandi eftir að félagarnir Gunnsteinn Geirsson og Guðmundur Már Ketilsson stofnuðu fyrirtækið Smart socks. Hugmyndin varð til þegar Guðmundur var í heimsókn hjá vini sínum í Danmörku sem var í slíkri áskrift, þar voru vinnufélagarnir allir í áskrift af sokkum… Lesa meira

Vinningshafar sem fá Brynhildr II æfingafatnað frá Brandson eru

Þann 1. október síðastliðinn fórum við af stað með leik í samstarfi við Brandson þar sem tvenn Brynhildr II æfingasett voru gefins, buxur og toppur. Annað settið er svart og hitt hvítt og voru reglurnar einfaldar að líka við Bleikt.is á Facebook og skrifa athugasemd um hvort viðkomandi vildi svarta eða hvíta settið. Við erum búnar að draga út tvo vinningshafa sem gerðu bæði (drógum fyrst út nokkrar sem tiltóku ekki lit eða höfðu ekki like-að við síðuna) og vinningshafar eru: Sesselja Óskarsdóttir sem vildi svart sett til að nota í Heilsunni á Akranesi. Paulina Bednarek sem vildi hvítt sett til… Lesa meira

Myndbönd: Hrekkjavöku farðanir – fjórði hluti

Það styttist óðum í Hrekkjavökuna, sem verður alltaf vinsælli og vinsælli hér á landi. Fólk klæðir sig upp í búninga, margir umturna heimilinu til að skreyta það á viðeigandi hátt og halda partý og aðrir bregða sér á ball. Hér er fjórði skammtur af kennslumyndböndum af YouTube til að aðstoða þig við valið. https://www.youtube.com/watch?v=QqYoQFUTmI4 https://www.youtube.com/watch?v=tHFUNSNNw0w https://www.youtube.com/watch?v=V5eSwnz5eew https://www.youtube.com/watch?v=c81xvxOJ8qs https://www.youtube.com/watch?v=hs2BM5XfaK8 Hér má finna hin myndböndin: Fyrsti hluti Annar hluti  Þriðji hluti Fjórði hluti  Fimmti hluti Sjötti hluti Sjöundi hluti Lesa meira

Myndbönd: Hrekkjavöku farðanir – þriðji hluti

Það styttist óðum í Hrekkjavökuna, sem verður alltaf vinsælli og vinsælli hér á landi. Fólk klæðir sig upp í búninga, margir umturna heimilinu til að skreyta það á viðeigandi hátt og halda partý og aðrir bregða sér á ball. Hér er þriðji skammtur af kennslumyndböndum af YouTube til að aðstoða þig við valið. https://www.youtube.com/watch?v=TbJHjp11xoQ https://www.youtube.com/watch?v=nTt80R7csFc https://www.youtube.com/watch?v=VOKR448vxkU https://www.youtube.com/watch?v=91RNPQCTgm8 https://www.youtube.com/watch?v=iacqBy6oOyA Hér má finna hin myndböndin: Fyrsti hluti Annar hluti  Þriðji hluti Fjórði hluti  Fimmti hluti Sjötti hluti Sjöundi hluti Lesa meira

Vivienne Westwood baðar sig einu sinni í viku – segist ungleg þess vegna

Okkur langar öll til að viðhalda æskuljómanum, unglegri húð og líta út fyrir að vera ungleg og í því tilviki ættum við kannski að fara að fordæmi fatahönnuðarins Vivienne Westwood og baða okkur sjaldnar, en Westwood sem er orðin 76 ára gömul, hefur lýst því yfir að hún baði sig einu sinni í viku og það valdi unglegu útliti hennar. Eftir sýningu eiginmanns hennar, Andreas Kronthaler, á tískuvikunni í París, sagði hún að „fólk ætti ekki að þvo sér svona mikið,“ ef það vildi halda húð sinni unglegri útlits. Eiginmaðurinn bætti síðan við að Westwood baðaði sig bara einu sinni… Lesa meira

Myndband: Ungabarn með förðunarkennslu

Það læra börnin sem fyrir þeim er haft og það á svo sannarlega við í tilviki Jenny Ana Sofia, en móðir hennar Eftiola er förðunarfræðingur og birtir vinsæl förðunarmyndbönd á Instagram. Síðastliðinn fimmtudag birti hún krúttlegt myndband þar sem dóttirin farðar sig og setur á sig augnhár með tilþrifum sem hún hefur greinilega lært af móður sinni. Tæplega 15 þúsund áhorf eru komin á myndbandið. Það leið þó ekki á löngu þar til förðunardrottningin Huda Kattan sá póstinn og endurbirti á eigin Instagram, þar hefur það fengið yfir milljón áhorf á þremur dögum. https://www.instagram.com/p/BZ30pQBDSIa/?taken-by=facebyeftiiii   Lesa meira

Fær nauðgunarhótanir eftir að hafa sýnt órakaða fótleggi í auglýsingu

Hin 26 ára gamla Arvida Byström, fyrirsæta, ljósmyndari og stafrænn listamaður, kemur fram í auglýsingu Adidas Originals´Superstar, bæði myndbandi og ljósmyndum. Eftir að auglýsingin birtist hefur Byström fengið fjöldann allan af neikvæðum athugasemdum og hótunum, þar á meðal nauðgunarhótunum. Ástæðan? í auglýsingunni er hún með órakaða fótleggi. „Það hafa ekki allir sömu reynslu af því að vera manneskja“ Á Instagram skrifar hún: „Ég sem er hæf, hvít, gagnkynhneigð og það eina sem er óþægilegt eru smá líkamshár. Ég hef bókstaflega fengið nauðgunarhótanir sendar í skilaboðum. Ég get ekki einu sinni ímyndað mér hvernig er að njóta ekki þessara forréttinda og… Lesa meira

Ragga nagli sýnir rétta andlitið án filters

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Í morgun deildi hún mynd á Facebooksíðu sinni sem sýnir hana eins og hún er nývöknuð á leið á æfingu, án farða, án filters. Einfaldlega af því að lífið er ekki með filter, nema á Instagram. Hér er splunkuný mynd af Naglanum. Berskjaldaðri. Án farða. Án filters. Klukkan núllsex að morgni.Nývöknuð. Með bauga. Með þreytt augu. Sigin augnlok. Á leið á æfingu. Ekki að nenna því samt. Klósettsetan opin. Óskúraðar flísar. Sjampóbrúsar kúldrast saman. Sumir tómir. Tannkremstúpan týndi tappanum sínum fyrir löngu. Vanalega myndi Naglinn löðra meiki á æðasprungnar nasir og kinnar. Veðurbarið smettið eins… Lesa meira

Myndbönd: Hrekkjavöku farðanir – annar hluti

Það styttist óðum í Hrekkjavökuna, sem verður alltaf vinsælli og vinsælli hér á landi. Fólk klæðir sig upp í búninga, margir umturna heimilinu til að skreyta það á viðeigandi hátt og halda partý og aðrir bregða sér á ball. Hér er næsti skammtur af kennslumyndböndum af YouTube til að aðstoða þig við valið. https://www.youtube.com/watch?v=0vZkO4WXzQw https://www.youtube.com/watch?v=Jg6l8hTIpxU https://www.youtube.com/watch?v=2UADooFUJSM https://www.youtube.com/watch?v=b85n4AXHe2c https://www.youtube.com/watch?v=P1ZffdYvQjM Hér má finna hin myndböndin: Fyrsti hluti Annar hluti  Þriðji hluti Fjórði hluti  Fimmti hluti Sjötti hluti Sjöundi hluti Lesa meira

Myndbönd: Hrekkjavöku farðanir – fyrsti hluti

Það styttist óðum í Hrekkjavökuna, sem verður alltaf vinsælli og vinsælli hér á landi. Fólk klæðir sig upp í búninga, margir umturna heimilinu til að skreyta það á viðeigandi hátt og halda partý og aðrir bregða sér á ball. Ef að þú ákvaðst ekki daginn eftir Hrekkjavökuna í fyrra í hvaða búningi þú ætlaðir að vera í í ár, þá er ennþá alveg nægur tími til að ákveða sig. Hér eru nokkur kennslumyndbönd af YouTube til að aðstoða þig við valið. https://www.youtube.com/watch?v=AdDHoHelhpQ https://www.youtube.com/watch?v=OSIof6YkhXE https://www.youtube.com/watch?v=edSb4gYR_Bg https://www.youtube.com/watch?time_continue=668&v=C6rGpYnRu3Y https://www.youtube.com/watch?v=_V7iMAv0mY4 Hér má finna hin myndböndin: Fyrsti hluti Annar hluti  Þriðji hluti Fjórði hluti  Fimmti… Lesa meira

Bleika slaufan á neglur til styrktar Krabbameinsfélaginu

Hulda Ósk Eysteinsdóttir hjá Heilsu og fegrunarstofu Huldu Borgartúni býður í október upp á bleiku slaufuna í prentuðu formi fyrir þá sem vilja láta gott af sér leiða. Nöglin kostar 1.000 kr. og rennur óskert til Krabbameinsfélagsins. O2Nails Ísland styrkir Huldu með vörum frá O2Nails. Bleikt hvetur sem flesta til að kíkja til Huldu og fá sér bleiku slaufuna. Laugardaginn 28. október verður opið hús hjá Heilsu- og fegrunarstofu Huldu í Borgartúni 3,  sjá viðburð á Facebook hér. Lesa meira

Tískudrottningar með fatamarkað í Gamla bíói

Tískudrottningarnar Brynja Nordquist, Elísabet Ásberg, Nína Gunnarsdóttir, Rúna Magdalena, Rut Róbertsdóttir, Guðlaug (Gulla) Halldórsdóttir og fleiri héldu tískumarkað í þriðja sinn síðustu helgi. Tískumarkaðurinn sem farið hefur fram í Iðnó fyrri skiptin, var að þessu sinni í Gamla bíói. En þrátt fyrir nýja staðsetningu var engu minni stemning á markaðinum en áður. Fatnaður, fylgihlutir og fleira var til sölu. Fjöldi fólks mætti, enda fullt af fallegum fatnaði og vörum í boði. Lesa meira

Hún setti á sig brúnkukrem fyrir leikfimi með bráðfyndnum afleiðingum

Eve Mallon sem býr í Falkirk í Skotlandi ákvað að spara sér smátíma um helgina við að gera sig flotta fyrir næturlífið og skellti brúnkukreminu á sig áður en hún fór í leikfimi. Tímasparnaðurinn reyndist hinsvegar enginn fyrir hana, því sviti og brúnkukrem eiga greinilega ekki samleið. Eftir leikfimina komst Mallon að því að hún var kyrfilega merkt framleiðanda æfingabuxnanna sinna, Adidas. Hún deildi mynd af nýja fót„flúrinu“ á Twitter okkur til skemmtunar og viðvörunar. Þegar þetta er skrifað hafa yfir 44 þúsund líkað við póstinn og yfir 5 þúsund endurtvítað honum.   that’s the last time a work out… Lesa meira

Áhrifamikil myndasería um brjóstnám

Október er mánuðurinn þar sem við vekjum athygli á brjóstakrabbameini og þrátt fyrir að mikilvægt sé að fjalla um einkenni og hvetja allar konur til þess að fara reglulega í skoðun, þá er einnig mikilvægt að tala um hvað gerist eftir að kona greinist og fagna þeim sem sigra í baráttunni. Metro birti myndaseríu í samvinnu við Stand Up To Cancer herferðina, fjórtán konur sem greinst hafa með krabbamein. Sumar kvennanna eru enn í meðferð en aðrar hafa sigrað krabbameinið en allar hafa það sameiginlegt að skarta öri þar sem brjóst þeirra voru áður. Myndaserían sem kallast Mastectomy eða Brjóstnám á íslensku er ætlað að sýna fram á það… Lesa meira

Meðgangan er ekki alltaf létt á fæti

Chontel Duncan er þekkt fitness módel í Ástralíu, hún er líka tveggja barna móðir og hefur vakið athygli, aðdáun, en líka gagnrýni. Þegar hún var ófrísk var hún gagnrýnd fyrir að halda áfram að æfa og að ná að halda tónuðum magavöðvum. Hún var líka gagnrýnd fyrir að deila myndum stuttu eftir barnsburð, þar sem hún var komin í hörkuform. Töldu margir að hún væri að setja óraunhæfa pressu á aðrar mæður um að gera það sama. En þrátt fyrir að Instagram sýndi tónaða óléttubumbu, þýðir það ekki að meðgangan hafi verið fullkomin og Duncan ætlast ekki til að aðrar… Lesa meira

Keppendur Ungfrú Ísland mættu á Miss Universe Iceland

Fallegar konur fjölmenntu í Gamla bíó mánudaginn 25. september síðastliðinn þegar keppnin um Miss Universe Iceland 2017 fór fram. Þar á meðal voru stúlkur sem kepptu í Ungfrú Ísland mánuði áður, eða 26. ágúst síðastliðinn. Fleiri myndir frá Miss Universe Iceland árið 2017 má sjá hér og hér. Lesa meira

Töfrandi Disney húðflúr

Húðflúrin eru jafn fjölbreytt og manneskjurnar sem þau prýða. Undir myllumerkinu #disneytattoos á Instagram má finna nálægt 150 þúsund pósta þar sem fólk deilir myndum af Disney flúrinu sínu. Má segja að þau séu jafn falleg og heillandi og fyrirmyndirnar, ævintýri Disney. https://www.instagram.com/p/BZkfZWHjcFa/ https://www.instagram.com/p/BZlRupUlyQV/ https://www.instagram.com/p/BZnN0jWH4ip/ https://www.instagram.com/p/BZl9H9kDOlG/ https://www.instagram.com/p/BZg_fAqFEWX/ https://www.instagram.com/p/BZggllDHJgl/ https://www.instagram.com/p/BZjGf4XACTL/ https://www.instagram.com/p/BZi_ViDg3f_/ https://www.instagram.com/p/BZj4CZXFJhk/ https://www.instagram.com/p/BZjdW9wALlJ/?taken-by=sammy.tattoo https://www.instagram.com/p/BZjWna-jXJu/?taken-by=julia_dumps     Lesa meira

Brynhildr II æfingafatnaður frá Brandson – við gefum tvenn sett

Íþróttafatnaðurinn frá Brandson hefur vakið verðskuldaða athygli að undanförnu, enda fallegur fatnaður sem skartar táknum og mynstri úr norrænni menningu. Það þarf því vart að taka það fram að Brandson er íslenskt vörumerki, hannað á Íslandi, en eins og er framleitt erlendis. Lesa má nánar um Brandson og vörur þeirra hér og á heimasíðu Brandson. Í samstarfi við Brandson gefur Bleikt tveimur heppnum vinningshöfum Brynhildr II æfingasett, buxur og topp. Það sem þú þarft að gera til að eiga möguleika á vinningi er að: 1) Líka við Bleikt á Facebook. 2) Skrifa „komment“ við fréttina á Facebooksíðu Bleikt, þar sem þú segir okkur hvort… Lesa meira

Bleik The Rubz armbönd til styrktar Krabbameinsfélaginu

Annað árið í röð er Kósk ehf. heildverslun í samstarfi við Krabbameinsfélagið með sölu á bleikum The Rubz armböndum. Allur ágóði rennur óskiptur til styrktar Krabbameinsfélaginu. The Rubz armböndin eru búin til úr náttúrulegu siliconi og eru falleg dönsk hönnun. Bleiku The Rubz armböndin koma í sölu 2. október í 40 verslunum. Sjálfboðaliðar sjá um að koma armböndunum í sölu og eins og áður sagði rennur allur ágóði til styrktar Krabbameinsfélaginu. Lesa meira

Alicia Keys og Stella McCartney í samstarf í baráttunni gegn brjóstakrabbameini

Fjórða árið í röð hefur Stella McCartney hannað nærfatnað til styrktar baráttunni gegn brjóstakrabbameini. Í ár rennur ágóðinn til krabbameinsfélags í Harlem í New York, heimabæ söngkonunnar Aliciu Keys, en hún er jafnframt andlit herferðarinnar. Rannsóknir hafa sýnt að konur af afrísk-ameríkönskum ættstofni eru í 42% meiri áhættu á að fá brjóstakrabbamein. McCartney og Keys vilja leggja áherslu á mikilvægi þess að krabbamein sé greint á forstigi þess og að allar konur eigi jafnt aðgengi að þjónustu og fræðslu. Nærfatasettið kemur í sölu 1. október næstkomandi í takmörkuðu upplagi í verslunum McCartney og á heimasíðu hennar. Hluti af ágóðanum mun… Lesa meira

Beyoncé skartar nýju húðflúri

Beyoncé skartar nýju húðflúri. Í gær póstaði hún mynd af því á Instagram. Flúrið sem er einungis þrír punktar, er ekki stórt, en engu að síður táknrænt: einn punktur fyrir hvert barn, en Beyoncé á þrjú: Blue, Rumi og Sir.   https://www.instagram.com/p/BZj9AIRH4UB/?taken-by=beyonce Beyoncé er einnig með annað fingurflúr. Hún og eiginmaður hennar, Jay-Z, voru bæði með flúrið IV, en fyrr á árinu fór Beyoncé og lét lagfæra að í 4, sem einnig gæti litið upp sem upphafstafur eiginmannsins. Lesa meira

Brandson hannar hágæða æfingafatnað nefndan eftir íslensku valkyrjunum

Íþróttafatnaðurinn frá Brandson hefur vakið verðskuldaða athygli að undanförnu, enda fallegur fatnaður sem skartar táknum og mynstri úr norrænni menningu. Það þarf því vart að taka það fram að Brandson er íslenskt vörumerki, hannað á Íslandi, en eins og er framleitt erlendis. ,,Við höfum verið að skoða þann möguleika að framleiða eitthvað hérna heima. Það væri óskandi ef það gengi eftir,“ segir Bjarni K. Thors hönnuður hjá Brandson. Bjarni er menntaður grafískur hönnuður sem hefur nú yfirfært sína þekkingu og hæfileika yfir á nýjan miðil en hann hefur alltaf haft áhuga á hreyfingu og tísku. Hann sá því tækifæri í… Lesa meira