Hún klæðir sig úr fötunum á fjölförnum stað: Myndband!

Hún fékk nóg af því hvernig fjölmiðlar fjalla um líkama fólks, og hvernig okkur er stöðugt sagt hvaða tegundir líkama eru ásættanlegar. Amy Pence-Brown stillti sér upp á fjölförnum markaði í Boise, Idaho, og vinkona hennar fylgdist með úr fjarlægð gegnum myndavélalinsu. Þar klæddi Amy sig úr fötunum, öllu nema nærfötum, og batt fyrir augu sín. Á skiltinu sem hún stillti upp við fætur sér stóð: „Hér stend ég fyrir alla þá sem hafa barist við lítið sjálfsálit eins og ég. Vegna þess að allir líkamar eru verðmætir. Sýndu stuðning við að vera sáttur við sjálfan sig með að teikna… Lesa meira

„Ég þurfti að passa í mjaðmalausu Diesel gallabuxurnar án þess að eitt gramm af hliðarspiki sæist“

Svo virðist sem að ég hafi fæðst með glasið hálf tómt. Frá því að ég man eftir mér hef ég alltaf gagnrýnt allt varðandi sjálfa mig og átt mjög erfitt með að sjá það jákvæða í fari mínu. Ég var aldrei með flottustu augun, fallegasta hárið eða í flottustu fötunum. Ég teiknaði aldrei flottustu myndina í myndmennt, né hafði fallegustu rithöndina í bekknum. Ég kunni ekki að syngja og danshæfileikar mínir voru alltaf slakari en annarra. Eins og ég sagði, ég fæddist með glasið hálf tómt… Eða hvað? Getur verið að ég hafi bara fæðst með fullt glas og að… Lesa meira

Konur í stærri stærðum glæsilegar í nýju dagatali

Tískubloggarinn Brianna McDonnell ólst upp við að skoða tímarit á borð við Vogue, Elle og V magazine og varð hún yfir sig heilluð af draumórunum sem skapaðir eru í tískuljósmyndun. Briönnu langaði til þess að gera eitthvað sem sneri að tísku en ýtti líka undir jákvæða líkamsímynd kvenna. Hún ákvað því að gera tísku dagatal þar sem konur í stærri stærðum gætu fengið að láta ljós sitt skína á listrænan og fallegan hátt. Hún fékk því til liðs með sér fleiri tískubloggara, áhrifavalda og vini í stærri stærðum og skapaði hún dagatal fyrir árið 2018 undir myllumerkinu #BeInYourSkin. Dagatalið sýnir… Lesa meira

VMA hátíðin var í gærkvöldi – Sjáið tískuna og sigurvegara kvöldsins

VMA hátíð tónlistarstöðvarinnar MTV átti sér stað í gærkvöldi. MTV hefur tekið út kynjaskiptingu í bæði bíómynda og sjónvarpsþátta verðlaunaafhendingum og var þessi hátíð engin undantekning á því. Kendrick Lamar bar sigur úr bítum með tónlistarmyndband ársins við lagið „Humble“. Listamaður ársins var engin annar en Ed Sheeran og besti nýjasti listamaðurinn er Khalid. Lag sumarsins 2017 er „XO Tour Llif3“ með Lil Uzi Vert og besta samvinna listamanna fengu þau Taylor Swift og Zayn Malik fyrir lagið „ I don´t wanna live forever“. Það má segja að Kendrick Lamar hafi átt kvöldið þar sem hann vann ekki einungis tónlistarmyndband… Lesa meira

Kaupæði íslendinga heldur áfram – Hópur á Facebook tileinkaður verði og vöruúrvali verslunarinnar H&M

Ekki er langt síðan bandaríska keðjan Costco kom til landsins flestum íslendingum til mikillar gleði og ekki leið á löngu þar til búið var að stofna hóp á Facebook þar sem hægt er að fylgjast með vöruúrvali og gera verðsamanburð. Hópurinn stækkaði hratt og enn má sjá færslur á honum daglega. Það hefur líklega ekki farið framhjá neinum að fatarisinn H&M er að opna sína fyrstu búð hér á Íslandi á næstu dögum og þrátt fyrir að búðin sé ekki enn opin hefur nú þegar verið stofnaður hópur á Facebook sem hefur svipaðan tilgang og Costco hópurinn. En þar er… Lesa meira

Allir í Game of Thrones – Raðað eftir hæð

Hefurðu einhvern tíman pælt í því hvað uppáhalds Game of Thrones karakterinn þinn er stór? Hvort hann sé lágvaxinn eða mjög hávaxinn? Eða hverjir eru stærri og hverjir eru minni? Þú þarft ekki að pæla lengur! Hér eru myndir af öllum Game of Thrones karakterunum, ásamt hæð og nafni hvers leikara á myndinni. Bored Panda tók saman þessar glæsilegu myndir sem er raðað eftir hæð, frá lágvaxnasta leikaranum til hávaxnasta leikarans. Þetta gæti komið þér á óvart! #1   #2 #3 #4 #5 #6 #7 #8 #9 #10 #11 #12 #13 #14 #15 #16 #17 #18 #19 #20 #21 #22… Lesa meira

Þetta eru keppendurnir í Ungfrú Ísland í ár

Það styttist óðum í keppniskvöld Ungfrú Ísland en það verður haldið í Hörpu þann 26. ágúst næstkomandi. Stúlkurnar sem taka þátt í ár eru á aldrinum 18 til 24 ára. Nú stendur yfir vefkosning þar sem er kosið um „Miss Peoples Choice Iceland 2017.“ Kosningin fer fram með því að ýta á "like" á myndunum hér að neðan og hægt verður að taka þátt fram að krýningu. Lesa meira

„Mér hefur verið sagt að ég sé ógeðsleg, svín með gleraugu og ljót“

„Margar okkar kjósa að sækja innblástur til kvenna sem virða líkama sinn og hafa öðlast jafnvægi á milli fjölskyldu, vinnu, andlegrar líðunar og heilsu. Fyrir mér var þetta frábær áminning um að tala af virðingu fyrir sjálfri mér, og þá sérstaklega í kringum dóttur mína,“ segir Helga Nína Aas ljósmyndari í samtali við bandaríska lífstílsvefinn Refinery29 en vefurinn fjallaði nýlega um ljósmyndaseríu hennar þar sem 11 íslenskar konur sátu fyrir og ræddu við Helgu um líkamsímynd í nútímasamfélagi. Lesa meira

Patrick Starrr farðar Kim Kardashian og kennir henni að „twerka“

Það er ekkert leyndarmál að Kim Kardashian er markaðssnillingur með meiru. Hún gaf nýlega út fyrstu vörurnar í nýju snyrtivörulínunni sinni KKW Beauty. Til þess að auglýsa vörurnar þá hefur hún fengið þekkta förðunarfræðinga á YouTube til að vinna með sér myndbönd, eins og Jaclyn Hill og Patrick Starrr. Nikkie Tutorials hefur einnig gert myndband með henni en það er ekki komið á YouTube. Í myndbandinu með Patrick Starrr farðar hann hana á meðan þau spjalla um allt á milli himins og jarðar. Hann meðal annars kennir henni að „twerka!“ Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan, þau tvö eru æði… Lesa meira

Stjörnur sem eiga tvífara úr dýraríkinu

Ef þú hefur ekki enn þá fundið tvífarann þinn þá gæti verið að hann leynist í dýraríkinu! Hér eru nokkrar stjörnur sem eiga tvífara úr dýraríkinu. Líkindin eru ótrúleg! Sjáðu myndirnar hér fyrir neðan sem Bored Panda tók saman. #1 Þessi hundur er óvenju líkur rússneska forsetanum Vladimir Putin   #2 Snoop Dogg á tvífara sem er þessi glæsilegi hundur   #3 Samuel L. Jacksson og þessi hundur eru frekar líkir   #4 Þessi köttur er óheppilega líkur Hitler   #5 Bláeygðir tvífarar   #6 Þessi hundur er eiginlega óþægilega líkur Richard Branson   #7 Bestu tvífararnir að okkar mati!   #8… Lesa meira

Þeim er breytt í það sem þau hafa alltaf viljað vera

Vice framkvæmdi skemmtilegt verkefni á dögunum. Fjölmiðillinn spurði ókunnugt fólk á netinu um hvað eða hvernig þau alltaf viljað vera. Vice sagði svo fólkinu að koma til þeirra svo þau gætu breytt þeim í það sem þau vildu vera, hvort sem það valdi að vera gothari, „juggalo“ eða mennsk dúkka. Útkoman er stórskemmtileg og ástæðurnar fyrir valinu áhugaverðar. Sjáðu hér fyrir neðan bæði fyrir og eftir myndirnar af fólkinu og hvað þau höfðu að segja um útlitið. „Ég heiti Elouise, ég er 22 ára og er að fá húðflúr yfir allan líkamann. Ég er að gera þetta því ég hef alltaf… Lesa meira

Fólk er að missa sig yfir nýjustu myndinni af Macaulay Culkin – Gjörbreyttur!

Fyrrum barnastjarnan Macualay Culkin hefur ekki átt sjö dagana sæla eftir að Home Alone ævintýri hans lauk árið 1992. Óhætt er að segja að Culkin hafi gengið í gegnum ýmislegt síðan þá en í febrúar 2015 birtist mynd af honum á Internetinu sem fékk aðdáendur hans til að standa upp úr sófanum. Nýjustu fregnir herma að hann sé í sambandi með Jordan Lane Price og búi í París. Hann sást hins vegar í Hollywood fyrr í vikunni og er óhætt að segja að hann sé gjörbreyttur í útliti. Hann sást með leikkonunni og fyrirsætunni Brenda Song. Þau eru að leika saman í myndinni Changeland, grín-dramamynd sem er skrifuð og leikstýrð af Seth Green. Eins og maður gæti búist við þá fór Internetið… Lesa meira

Húðflúrsstofa býður upp á að hylja yfir rasísk og klíkutengd húðflúr frítt

Á húðflúrsstofunni Southside Tattoo í Baltimore, Maryland, getur fólk látið hylja rasísk og klíkutengd húðflúr. Dave Cutlip eigandi stofunnar gerir "cover up" yfir húðflúrin án endurgjalds. „Þetta byrjaði þegar einhver kom inn og bað mig um að fjarlægja klíkuhúðflúr af andlitinu hans. Ég gat séð að hann fann til. En að vera alveg hreinskilinn þá gat ég ekki hjálpað honum,“ sagði Dave við GOOD. Eftir að hafa átt langar samræður við manninn þá hreyfði saga hans við Dave. Maðurinn fór frá því að vera klíkumeðlimur í fangelsi yfir í að verða „afkastamikill meðlimur samfélagsins“ með vinnu, eiginkonu og börn. Eiginkona Dave tók hann þá til hliðar og sagði við hann að hann gæti… Lesa meira

„Six-pakk gerði mig ekki hamingjusama“ – Ótrúleg breyting á líðan eftir að hún hætti í vaxtarrækt

Jolene Nicole Jones var í vaxtarrækt. Hún æfði mikið og oft, fylgdi ströngu matarræði og átti lítið félagslíf. Hún áttaði sig á því að hún var ekki hamingjusöm og ákvað að gera eitthvað í því. Hún deildi færslu á Facebook ásamt mynd af sér þar sem hún sýnir þær líkamlegu breytingar sem hafa átt sér stað eftir að hún setti hamingjuna í fyrsta sæti. Hún segir frá ótrúlegum breytingum á líðan sinni í kjölfarið. „Þetta er ekki þessi hefðbundna „fyrir og eftir“ mynd. Ég fór frá því að vera stjórnað af lýjandi ræktarplani, vigta kjúkling og að hafa prótein sjeika… Lesa meira

Þú trúir því líklega ekki, en þetta er sami maðurinn

Á unglingsárunum var Martyn Ford ekkert frábrugðinn öðrum unglingum; hann var hár og grannur og vakti svo sem ekki mikla eftirtekt eða athygli. Á fullorðinsárunum fór hann að hafa mikinn áhuga á líkamsrækt, svo mikinn að í dag er hann algjört vöðvafjall. Á myndinni hér að neðan má sjá hann þegar hann var unglingur og svo hvernig hann lítur út í dag. Ford er eigandi líkamsræktarstöðvar á Englandi, Better Bodz Gym, þar sem hann stundar lyftingar af kappi. Í dag vegur hann tæp 150 kíló og hefur hann vakið athygli kvikmyndaframleiðenda. Hann fer til dæmis með hlutverk í kvikmyndinni Undisputed… Lesa meira

Varalitapalletturnar frá L’Oréal: Hvaða týpa ert þú?

Varalitapalletturnar frá L'Oréal er hægt að fá hlutlausar eða litsterkar svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Litirnir hjálpa þér að fullkoma þinn lit á vörunum og jafnvel er hægt að blanda litunum saman og gera þannig enn fleiri liti úr þeim sex sem eru í hverri pallettu. Formúlan í varalitunum er hin vel þekkta og vel nærandi Color Riche formula sem gefur þéttan lit, góðan raka og fallegan glans. Hvaða týpa ert þú? Lesa meira

Leitin að hinu fullkomna andliti

Greinin birtist fyrst á vefsíðu Lifandi Vísindi og fékk Bleikt góðfúslegt leyfi til að birta hana með lesendum. Fegurð fer ekki aðeins eftir smekk eða menningu. Nýjar rannsóknir benda til að skynjun okkar á fallegu andliti sé að stórum hluta meðfædd. Vísindamenn geta meira að segja mælt sérstök heilaviðbrögð gagnvart fegurð. Það er vissulega óréttlátt, en fjölmargar rannsóknir hafa þó staðfest þetta á síðari árum: Útlitið hefur áhrif á líf okkar allt frá vöggu til grafar. Starfsfólk á fæðingardeildum sinnir fallegu börnunum betur en hinum. Í leikskóla og skóla verða fallegri börnin í uppáhaldi og kennurum hættir til að skella skuldinni fyrir… Lesa meira

Nú getur þú fengið þér fidget spinner varasalva!

Í maí greip nýtt æði íslensk börn og ungmenni, leikfang sem kallast á ensku fidget spinner. Fljótt var leikfangið á boðstólnum í flestum stórverslunum og um land allt og var ekki hjá því komist þegar gengið var um götur bæjarins að sjá nokkrar svona þyrilsnældur eins og sumir vilja kalla þær. Nú er kominn fidget spinner með varasalva. Þú getur þá "spinnað" og sett á þig varasalva með sömu græjunni, allt saman mjög hentugt. Varan kallast GlamSpin og kemur í verslanir Sephora í ágúst. BuzzFeed Product Labs og Taste Beauty unnu saman að vörunni sem inniheldur þrjá varasalva með ávaxtabragði. Þú… Lesa meira

Stjörnurnar stórglæsilegar ómálaðar

Fræga fólkið hefur mikil áhrif á okkur og sýn okkar á heiminn. Við ölumst upp við að sjá stjörnurnar í sjónvarpinu, auglýsingum, tímaritum, kvikmyndum og á fleiri stöðum. Hægt og rólega byrjar ákveðin ímynd að skapast í huganum okkur, bjöguð ímynd um hvað er fallegt og hvað er fullkomið. Ímynd sem á sér ekki stoð í raunveruleikanum. Förðunarmeistarar, hárgreiðsumeistarar, rándýr tískuföt, photoshop og fleira spilar inn í uppbyggingu á þessum bjagaða raunveruleika sem við berum okkur saman við. Okkur finnst stundum við aldrei nógu góðar eða fallegar því við lítum ekki út eins og stjörnurnar sem eru óaðfinnanlegar í tímaritunum eða á rauða… Lesa meira

Hann fór í klippingu og skeggsnyrtingu – Ótrúlegur munur

Við höfum öll séð þætti þar sem fólki er gefið dramatískt „makeover“ og það endar með að líta allt öðruvísi út. Fólkið fær nýja hárgreiðslu, förðun, ný föt og jafnvel skipta út gleraugunum fyrir linsur eða breyta hárlitnum sínum. En stundum getur aðeins einföld klipping breytt öllu. Reddit notandinn WalterWhiteBoy16 fór einmitt í klippingu sem gjörbreytti honum í útliti. Klippingin hans var svo flott og áhrifamikil að hann hrósaði rakaranum sínum: „Rakarinn minn er guðdómleg hetja,“ skrifaði hann á Reddit. „Ég flutti nýlega í nýja borg og var að leita að rakara. Ég fann þessa mynd á Instagram og byrjaði að reyna að finna út úr hver hafi deilt… Lesa meira

Stefanía: „Ég trúi þessu ekki enn þá. Litla Bolla Beikon, eins og mamma kallar mig, að fara í Ungfrú Ísland?“

Stefanía Tara Þrastardóttir er 22 ára stelpa frá Akureyri. Hún er búsett eins og er í Hvalfjarðarsveit með kærastanum sínum. Hún hefur alltaf verið mikil áhugamanneskja um förðun, hár, neglur og tísku. Stefanía hefur sungið síðan hún man eftir sér og er það hennar helsta áhugamál. Stefanía hefur starfað með börnum síðasta eitt og hálft ár en hún segir að draumurinn sinn sé að stofna eigin fyrirtæki og vera sinn eiginn herra. „Það fyrirtæki myndi alltaf beinast að mínum áhugamálum á einn eða annan hátt,“ segir Stefanía í samtali við Bleikt. Hún er að taka þátt í Ungfrú Ísland í… Lesa meira

Kelly Clarkson svarar nettrölli sem kallaði hana feita – Aðdáendur elska það

Kelly Clarkson var með frábært svar við nettrölli sem líkamsskammaði hana á Twitter í gær. Söngkonan Kelly Clarkson, sem er fyrsti American Idol sigurvegarinn, kann svo sannarlega að svara fyrir sig og sýndi að henni er alveg sama hvað fólki finnst um þyngd hennar. Einhver tístaði til hennar: „Þú ert feit“ og svaraði Kelly „og enn þá f**king frábær.“ ....and still fucking awesome 😜 https://t.co/LvFgIITaTX — Kelly Clarkson (@kelly_clarkson) July 5, 2017 Aðdáendur elskuðu þetta snilldar svar Kelly og fögnuðu því á Twitter: I LOVE YOU SO MUCH!!! pic.twitter.com/wfUehom9FE — Yvette (@atleve) July 5, 2017 She's sexy as hell! I'm gay and Kelly makes me reconsider. — Tyson Jones (@tysonjones) July 5, 2017… Lesa meira

Kristín: „Þær eru fimmtán ára og þær hata á sér píkuna. Sem er auðvitað helber sturlun“

„Stelpur eru sumar svo óánægðar með líkamspart, sem er ekki einu sinni sjáanlegur utan á þeim, að þær fara og láta skera í hann. Svo hann sé líkari sléttri og symmetrískri klámfyrirmyndinni, sem er ekki einu sinni presenteruð fyrir stelpurnar sjálfar, heldur er hún fjöldaframleidd fyrir stráka. Ógeðslega ergilegt,“ segir Kristín Ólafsdóttir í Bakþanka Fréttablaðsins í dag. Kristín segir að umfjöllun BBC um breskar stúlkur sem leita æ oftar til lýtalækna vegna þess að þær þola ekki píkuna á sér sé kveikjan að pistlinum. „Þær eru fimmtán ára og þær hata á sér píkuna. Sem er auðvitað helber sturlun,“ skrifar Kristín. Hún… Lesa meira