Fullkomin áferð með Fit Me! Matte+Poreless farðanum

Förðunarfræðingurinn Desi Perkins er orðin þekkt fyrir fallegar Instagrammyndir og skemmtileg förðunarmyndbönd á Snapchat og Youtube. Í þessa æðislegu förðun notaði Desi farðann Fit Me! Matte+Poreless frá Maybelline. Farðinn hentar flestum en er einstaklega vinsæll hjá þeim sem eru með olíumikla húð. Farðinn jafnar áferð húðarinnar og dregur úr sýnileika húðholanna. Olíumikil svæði eins og nef og enni verða mattari og hægt er að stjórna ljóma húðarinnar meira sjálfur með ljómavörum. Við mælum til dæmis með Maybelline Master Strobing Liquid á þau svæði sem þú vilt að ljómi. Í þessa förðun notaði hún Fit Me Matte + Poreless í litnum… Lesa meira

Förðunarfræðingur vekur reiði með umdeildri mynd á Instagram

Förðunarfræðingur frá Los Angeles hefur valdið miklu fjaðrafoki eftir að hafa breytt hvítri konu í svarta. Förðunarfræðingurinn kallar sig Paintdatface á Instagram þar sem hann er með um 72 þúsund fylgjendur. Myndin sem hann deildi vakti reiði meðal netverja og hefur hann nú eytt upprunalegu færslunni, en vissi greinilega að hún mundi vekja hörð viðbrögð. „Þetta er umbreyting sem ég hef beðið í dágóðan tíma með að deila. Aðallega því ég er hræddur um að fólk snúi þessu í kynþáttaskandal gegn mér,“ skrifaði hann með myndinni. „Þetta snýst ekki um kynþáttabreytingu. Þetta er um eina konu sem er að viðurkenna og fagna… Lesa meira

Kolbrún opnar sig um feimnismál: „Ég er með fallegan líkama og hann sýnir að ég hef gengið með barn“

Kolbrún Sævarsdóttir átti sitt fyrsta barn fyrir sjö mánuðum síðan og hefur átt erfitt með að líða vel í eigin skinni. Það er ákveðin pressa og hugmyndir sem koma frá samfélaginu um hvernig konur „eiga að líta út“ en Kolbrún hefur ákveðið að láta það ekki á sig fá. Hún segist aldrei hafa verið jafn stór og þung eins og hún er í dag en hún er svo hamingjusöm. Kolbrún birti öfluga og frábæra færslu á Facebook þar sem hún deilir mynd af maganum sínum sjö mánuðum eftir fæðingu. Hún segist elska slitin sín og ætlar ekki að láta þær… Lesa meira

Karlmenn raka sig og gjörbreytast í útliti – Fyrir og eftir myndir

Skegg getur gjörbreytt útlit karlmanns og þegar það er rakað af getur það verið ágætis áfall fyrir manninn og aðstandendur hans. Sumir segja að skegg geri andlit karlmanna „sterkari og karlmannlegri“ á meðan aðrir segja að þetta fari allt eftir beinabyggingunni. Hér eru nokkrar myndir af karlmönnum bæði fyrir og eftir rakstur. Munurinn er sláandi! Hvort finnst þér fara þeim betur? #1 #2 #3 #4 #5 #6 #7 #8 #9 #10 #11 #12 #13 #14 #15 #16 #17 #18 #19 #20 #21 #22 #23 #24 #25 #26 #27 Sjáðu fleiri myndir hér. Lesa meira

Heimsókn til H&M: Þetta verður í boði í verslunum H&M á Íslandi!

Verslunarrisinn H&M bauð nokkrum fjölmiðlakonum til Osló í vikunni og átti Bleikt fulltrúa á staðnum. Á dagskránni var heimsókn í H&M sýningarstúdíóið og þar mátti meðal annars sjá studio-línuna fyrir næsta haust/vetur. Fyrri hluti haust/vetrar línunnar var til sýnis í stúdíóinu en seinni hlutinn verður ekki frumsýndur fyrr en í ágúst og þá megum við birta myndir af þeim vörum. Línan er fyrir bæði dömur og herra. Dömulínan er innblásin af New York borg og fjölbreytileikanum þar. Stíllinn er fágaður í bland við götutísku og er útkoman virkilega flott. Sniðin eru kvenleg í bland við karlmannlegar línur og eru hentar… Lesa meira

Þessar systur eru tvífarar Kim Kardashian og Kylie Jenner – Sérðu muninn?

Systurnar Sonia og Fyza Ali eru fegurðarbloggarar og búa í Dubai, eða svo segja þær. Við erum frekar efins og okkur grunar að þetta séu Kim Kardashian og Kylie Jenner að lifa tvöföldu lífi. Sjáðu bara líkindinn á milli systranna! Svona líta Sonia og Fyza Ali út: https://www.instagram.com/p/BKlVdjVjpi9/ Og svona líta Kim Kardashian og Kylie Jenner út: https://www.instagram.com/p/BIv5JvkhQI5/ Þetta er Sonia: https://www.instagram.com/p/BSsxaBTlUuW/ Þetta er Kim: https://www.instagram.com/p/BTfaf7alflC/ Þær eru rosalega líkar! „Já en þetta er út af förðuninni og svona“ segja örugglega margir. En svona lítur Sonia út óförðuð, enn þá mjög lík Kim Kardashian! https://www.instagram.com/p/8997b9ALAA/ Sonya og Fyza sögðu við Emirates Women… Lesa meira

Trylltur gjafapoki á förðunarnámskeiði Sir John – Þetta fengu allir þátttakendur með sér heim

Sir John förðunarfræðingur Beyoncé hélt masterclass í förðun í Hörpunni um helgina. Sir John var hér á vegum Söru og Sillu eiganda Reykjavík Makeup School og er hann einn færasti förðunarfræðingur í heiminum í dag. Fyrrum og núverandi nemendur skólans mættu til þess að ná sér í viðbótarmenntun ásamt fleiri förðunarfræðingum og áhugafólki um förðun.     Mikill spenningur var fyrir komu Sir John en hann er einn sá færasti í bransanum og voru þátttakendur á námskeiðinu yfir 100 talsins. Allir þáttakendur á námskeiðinu fengu að hitta Sir John eftir námskeiðið og fengu svo viðurkenningarskjal. Einnig fóru allir heim með… Lesa meira

Svona ferð þú í sturtu án þess að skemma augnförðunina: Lausnin hennar sló í gegn

Hin 22 ára Lauren hefur hlotið gríðarlega mikla athygli fyrir ráð sem hún gaf á síðunni Tublr. Lauren birti þar skjáskot af Snapchat sem hún hafði sent vinum sínum í tengslum við sturtuferð. Hana óraði þó ekki fyrir athyglinni sem myndirnar myndu fá en færslunni hefur verið deilt um allan heim. Lauren þurfti að fara í sturtu áður en hún færi út um kvöldið en vildi ekki skemma þurfa að þrífa af sér allan farðann sem hún hafði verið með á sér þann daginn. "Hárið mitt var feitt í lok dagsins. Ég var förðuð og vildi fara út með vinum… Lesa meira

Annar förðunarfræðingur gerir förðun fyrir hvert stjörnumerki – Hvor túlkar þitt stjörnumerki betur?

Í apríl fjallaði Bleikt um förðunarfræðinginn Setareh Hosseini sem sameinaði förðun og stjörnuspeki. Hún deildi myndum á Instagram þar sem hún gerði förðun fyrir hvert stjörnumerki. Nú hefur annar förðunarfræðingur ákveðið að gera það sama og er áhugavert að sjá hvernig þær túlka stjörnumerkin á mismunandi hátt. Kimberly Money er nítján ára ljósmyndari og förðunarfræðingur. Hún gerði förðun fyrir hvert stjörnumerki og deildi myndunum á Bored Panda. Skoðaðu þær hér fyrir neðan. Finnst þér hún hafa túlkað þitt stjörnumerki rétt? Meyjan Tvíburinn Fiskurinn Krabbinn Sporðdrekinn Vogin Bogamaðurinn Steingeitin Vatnsberinn Hrúturinn Ljónið Nautið Þú getur fylgst með Kimberly á Instagram.  Sjá… Lesa meira

Fólk með fæðingarbletti sem geta breytt því hvernig þú horfir á þau: „Lamdi kærastinn þig?“

„Lamdi kærastinn þinn þig?“ „Þreifstu ekki restina af málningunni af andlitinu þínu?“ „Þú ert með varalit út um allt andlit.“ Þetta eru aðeins brot af því sem fólkið sem tók þátt í ljósmyndaverkefni fær að heyra reglulega. Linda Hansen er ljósmyndarinn á bak við verkefnið „Nevus Flammeus.“ Nevus Flammeus er einnig þekkt sem „vínar blettir“ (e. port-wine stain) en það er einkenni sem orsakar mismunandi liti í fæðingarblettum, allt frá ljós bleiku í dökk rautt. Í verkefninu tekur Linda portrett myndir af einstaklingum með þessi einkenni og hvetur fólk til að horfa fram hjá fæðingarblettinum og horfa á manneskjuna á bak við… Lesa meira

Hvers vegna vaxa hárin ekki eins?

Greinin birtist fyrst á vefsíðu Lifandi Vísindi og fékk Bleikt góðfúslegt leyfi til að birta hana með lesendum. Hvernig getur staðið á því að augnhár vaxa öðruvísi en hár á höfðinu, svo dæmi sé nefnt? Maðurinn er með á að giska fimm milljónir hára á líkamanum, sem skiptast þannig að um 100.000 vaxa í hársverðinum en afganginn er að finna víðs vegar um líkamann, að undanskildum lófum og iljum. Hvert einasta hár myndast í sínum eigin hársekk, sem stjórnast af boðefnum líkamans um að láta hárið vaxa, stöðva vöxtinn og leggjast í dvala ellegar að sleppa taki á hárinu með… Lesa meira

Af hverju eyðast húðflúr ekki smám saman?

Greinin birtist fyrst á vefsíðu Lifandi Vísindi og fékk Bleikt góðfúslegt leyfi til að birta hana með lesendum. Allar frumur líkamans endurnýjast. Hvers vegna hverfa þá ekki tattóveringar smám saman? Húðin er þriggja laga. Yst er húðþekjan. Hún er gerð úr prótínríkum frumum sem skapa húðinni hið þétta og vatnshelda yfirborð. Undir húðþekjunni er leðurhúðin. Hún er úr bandvef og teygjanlegum vef og veitir húðinni þanþol. Innst er svo undirhúðin úr laustengdum bandvef og fitu. Litunum í húðflúri er sprautað um 1 mm inn í húðina og þeir setjast að í leðurhúðinni þar sem frumuskipti eru ekki mjög tíð, öfugt… Lesa meira

Hvers vegna anga ilmvötn mismunandi á manneskjum?

Greinin birtist fyrst á vefsíðu Lifandi Vísindi og fékk Bleikt góðfúslegt leyfi til að birta hana með lesendum. Ilmvötn anga mismunandi á mönnum þar sem við erum ólík. Húð okkar er með einstaklingsbundna efnasamsetningu sem ræðst m.a. af erfðum og lifnaðarháttum. Það hefur áhrif á magn og samsetningu af vatni, fitusýrum, söltum, sykurefnum, prótínum og hárum á húðinni. Allt eru þetta þættir sem verka á hvernig ilmefnin bindast húðinni og hve hratt þau gufa upp. Ilmefni samanstanda af margvíslegum angandi efnum, mismunandi sterkum og með ólíkan uppgufunartíma. Þegar ilmefni er roðið á húðina gufa efnin smám saman upp og maður… Lesa meira

Sjötug amma deilir leyndarmálunum um unglegt útlit – Netverjar bregðast illa við!

Carolyn Hartz er amma og aðeins einu ári frá því að vera sjötug. Fyrir 28 árum síðan tók hún allan sykur úr mataræðinu sínu. Hún hætti að borða sykur eftir að hún greindist með sykursýki á byrjunarstigi. Hún notar núna efni sem heitir Xylitol í staðinn fyrir sykur. Útlit Carolyn hefur vakið mikla athygli en hún þykir einstaklega ungleg og í hörkuformi. Sykurlausa mataræðið er ekki eina ástæða þess að hún lítur svona út að hennar sögn en hún hefur þó mikinn áhuga á reglulegri hreyfingu. „Í fyrsta lagi verður þú að passa hvað þú setur upp í þig. Í… Lesa meira

Auglýsing fyrir nýju myndina um Mjallhvíti harðlega gagnrýnd fyrir líkamsskömm

Nýja myndin um Mjallhvíti sem ber heitið „Red Shoes & the Seven Dwarfs,“ hefur fengið mikið af neikvæðri gagnrýni. Hún er ekki komin út en framleiðendur myndarinnar eru á fullu að kynna hana og finnst mörgum auglýsing fyrir myndina senda röng skilaboð. Tess Holliday, fyrirsæta og aktívisti, tjáði sig um kynningarplakat fyrir myndina á Twitter. Á plakatinu er hávaxin og grönn Mjallhvít hliðin á lágvaxnari og þybbnari Mjallhvíti. Þar stendur: „Hvað ef Mjallhvít væri ekki lengur falleg og dvergarnir sjö ekki svo lágvaxnir?“ Tess Holliday og fleiri telja með þessu sé verið að segja að lágvaxna og þybbna útgáfan af… Lesa meira

Fullkomin förðun með nýju burstasettunum frá Real Techniques

Nú voru að mæta í verslanir tvö ný og falleg burstasett frá Real Techniques sem ættu að gleðja hvaða burstasafnara sem er! Um er að ræða eitt sett til að gefa hinn fullkomna farðagrunn og annað sett til að gefa húðinni hina fullkomnu ljómandi áferð.   Fresh Face Favorites settið inniheldur allt sem þú þarft til að gera hinn fullkomna náttúrulega farðagrunn! Í settinu er að finna splunkunýjan BB/CC krem bursta ásamt tveimur öðrum burstum sem eru Real Techniques aðdáendum vel kunnugir en þeir eru Contour brush og Detailer brush. Ásamt þessum þremur burstum er að finna sex svampa sem… Lesa meira

Þórey kom sjálfri sér á óvart – „Það er allt í lagi að stíga út fyrir þennan blessaða þægindaramma!“

Einn mánudagsmorgun vaknaði ég með hugmynd í kollinum sem ég framkvæmdi aðeins örfáum mínútum síðar. Ég á það nú til að vera svolítið hvatvís og ef mér dettur eitthvað í hug geri ég það oft bara strax. „Hik er sama og tap“ eða „já ég geri það bara, why not“ eru setningar sem eiga mjög vel við mig. En eins og ég er oft á tíðum opin og framkvæmdaglöð þá á ég það alveg jafn mikið til að vera föst í hinum svokallaða „þægindaramma.“ Þori litlu að breyta þegar það kemur að sjálfri mér, þá aðallega útliti mínu. Af hverju… Lesa meira

Nýjasta nýtt frá Real Techniques

  Real Techniques systurnar Sam og Nic sitja ekki auðum höndum en nú eru að rata í verslanir hér á landi heill hellingur af nýjum og dásamlegum burstum frá Real Techniques. Því er heldur betur tilvalið af fara aðeins yfir nýju burstana og burstasettin frá systrunum. Eitt af þeim settum sem er komið í verslanir er ný og endurbætt útgáfa af hinu sívinsæla Real Techniques augabrúnasetti. Ólíkt fyrra settinu inniheldur þetta skæri og aðra bursta. Settið inniheldur brow scissors, angled tweezer, brow brush, brow spoolie, brow highlighting brush og fallega tösku. Annað nýtt og endurbætt set er Flawless base settið.… Lesa meira

Kynverur og kíló – Hvaða áhrif hefur mikið þyngdartap á kynlífið?

Hvernig er eiginlega fyrir kynveru að missa 40 kíló? Hvað skyldi breytast í kynlífi og upplifun af eigin líkama? Þessum spurningum var velt upp í síðasta þætti Rauða sófans, sem frumsýndur var á föstudagskvöldið á ÍNN. Gestu Röggu í Rauða sófanum var Svanhvít Thea Árnadóttir, en hún fór í magabandsaðgerð fyrir 3 árum og hefur misst 40 kíló! Horfðu á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan: https://vimeo.com/219269976 Lesa meira

„Geimverujóga“ er nýtt trend á Instagram – Frekar óhugnanlegt

Ef það sem hræðir þig mest við jóga er að prumpa óvart þegar þú ert að skipta um erfiðar stellingar þá hefur þú ekki séð geimverujóga. Harðkjarna jógafólk getur gert ýmislegt við líkamann sinn sem er frekar óhugnanlegt. Upphaflega kallast þessi tegund af jóga „Nauli,“ en hefur verið kallað „Alien Yoga“ samkvæmt Independent. Þessi aldagamla jóga hreyfing, sem er nú vinsælt trend á Instagram, snýst í grunninn um að anda alveg út áður en þú „einangrar kviðinn“ og sýgur hann svo undir rifbeinin. Þegar þú sérð hreyfinguna þá áttu eftir að átta þig á af hverju þetta er kallað geimverujóga. https://www.instagram.com/p/BSb6nMkDLnY/… Lesa meira

Þú getur falið skallann með „man bun“ – Myndir

Fótboltamaðurinn Gareth Bale sem spilar með Real Madrid vakti athygli á Euro 2016 þegar sást glitta í skalla í gegnum hársnúðinn hans. Heimildamaður nátengdur honum sagði að Gareth hafi verið að nota strákasnúð í smá tíma til að fela skallann sinn sem var nýtilkominn. Þessar fregnir leiddu til þess að fleiri karlmenn ákváðu að prófa þetta sjálfir og niðurstaðan er ótrúleg. Það þarf samt að hafa varann á og passa að snúðurinn sé ekki of strekktur. Því það getur farið illa með hárið og þarft þá mögulega að kveðja það fyrr en þú bjóst við. Við viljum samt hafa það á hreinu… Lesa meira

Naggrísir með stórfenglegt hár

Hvað eiga Rapúnsel, Ariana Grande og naggrís sameiginlegt? Ef þú giskaðir á hár þá hefurðu rétt fyrir þér! Það eru til margar tegundir af naggrísum en Abyssinian, Peruvian, Coronet og Silkie naggrísir eru þekktir fyrir einstaklega tignarlegan og stórfenglegan feld. Það er þó ekki eins auðvelt að hugsa um feldinn og það er að dást að honum en það þarf að gæta hans vel. Sjáðu nokkra naggrísi með stórfenglegt „hár“ hér fyrir neðan. Bored Panda tók saman. Lesa meira

Svona myndu dýrin úr Disney teiknimyndunum líta út ef þau væru manneskjur

Við elskum öll dýrin úr Disney teiknimyndunum því þau eru svo töfrandi, skemmtileg og fyndin! Eitt af því skemmtilegasta við þau er að þau tala flest, sem gerir þau mannleg. En hefurðu einhvern tíman velt því fyrir þér hvernig þau myndu líta út sem mannfólk? Þú þarft ekki að velta því fyrir þér mikið lengur því Bright Side gerði nokkrar myndir af dýrunum sem manneskjur. Frekar nákvæmt verðum við að segja! #1 Timon og Pumbaa – The Lion King #2 Po – Kung Fu Panda #3 Scrat – Ice Age #4 SpongeBob SquarePants #5 Judy, Nick og Flash – Zootopia… Lesa meira

Algengustu lygarnar sem við segjum á samfélagsmiðlum – Myndband

Við höfum flest öll gerst sek um að sykra aðeins raunveruleikann á samfélagsmiðlum. Við eigum það til að draga upp glansmynd sem er ekki sönn eða finnast við knúin til að þykjast vera eitthvað annað en við erum, til að ganga í augun á öðrum. Eins og að taka mynd af eina hreina herberginu heima hjá okkur og merkja það með einhverjum myllumerkjum sem snúa að hreinu heimili og dugnaði. Eða klæða okkur upp í íþróttagallann til að taka sjálfsmynd í ræktarspeglinum eða farða okkur bara til að taka sjálfsmynd. Ditch the Label og Boohoo tóku sig saman og gerðu myndband um… Lesa meira